Færslur

Hraundríli
Hraundrýli – hornito á máli eldfjallafræðinnar – eru nokkurs konar strompar eða strýtur í kringum göt í þaki hraunrása.
HraundrýliHraundrýli myndast við það að lofttegundir, sem losna úr bráðinni, streyma út um gatið með miklum hraða og bera með sér hraunflyksur sem límast í kringum loftrásina.
Hraundrýli má sjá á nokkrum stöðum á Reykjanesskaganum. Þekktust og nærtækust eru líklega hraundrýlin á Strokkamelum í Hvassahrauni, örskammt sunnan Reykjanesbrautar, og Tröllbörnin undir Lögbergsbrekkunni (Lækjarbotnum), við Suðurlandsveginn, en einnig eru t.d. há, stór og falleg hraundrýli í Eldvarparhrauni ofan við Grindavík og í Hnúkunum ofan við Selvog.
Hraundrýli geta verið allhá og mjó, eða lægri og gildvaxnari, og stundum mynda þau röð yfir hraunrás sem undir er.
Hraundrýli eru algeng á hraundyngjum, til dæmis í Surtsey og á Selvogsheiði (Hnúkunum). Þar er bæði hátt og fallegt hraundrýli og einnig annað stórt og mikið um sig. Opið er inn og hefur það verið notað sem skjól. Utan við það eru tættur.
Tröllabörnin í eina tíð notuð sem fjárskýli og jafnvel sem sæluhús. Landsvæði umhverfis Tröllabörn og þar með talið hraundrýlin sjálf var friðlýst sem náttúruvætti árið 1983.

Heimild m.a.:
-http://visindavefur.hi.is

Hraundrýli

Hraundrúli í Hnúkum.

Tröllabörn

Við Tröllabörn neðan Lögbergs í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar má lesa eftirfarandi texta:

Tröllabörn

Tröllabörn.

Tröllabörn/Tröllabollar voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1983.
Tröllabörnin eru tíu talsins og fyrna gömul, eða um 4.500 ára. Á máli jarðfræðinnar nefnast þau hraundrýli (hornitos).
Hraundrýli myndast þegar gas streymir út um rásir við eldgíga og í hraungöngum og rífur með sér klepra sem hlaðast upp í litlar strýtur eða drýli. Drýli eru einkum algeng í eldstöðvum af dyngjugerð, en dyngjur gjósa ávallt þunnfljótandi hraunkviku sem jafnan rennur í göngum og myndar helluhraun.

Tröllabörn

Myndun hraundrýla.

Tröllabörn tilheyra Leitarhrauni sem kom upp úr Leitum, stórum dyngjgíg austan undir Bláfjöllum. Frá Leitum runnu hraun í sjó fram bæði við Reykjavík (Elliðavog) og Þorlákshöfn fyrir um 4.500 árum. Í Leitarhrauni eru margir hellar og hraungöng og hafa Tröllabörnin myndast þegar gosgufur brutust upp í gegnum þak á slíkum helli eða göngum.

Tröllabörn

Tröllabörn – skilti.