Færslur

Moshellar

Stórhöfðastígur greinist í tvær leiðir.
Ætlunin var að skoða nyrðri leið Stórhöfðastígs frá Hraunhólum, Storhofdastigur-7yfir Mosana áleiðis að Hrúthólma. Í leiðinni var ætlunin og að reyna að staðsetja Moshella og Sauðahelli er Gísli Sigurðsson nefnir í örnefnalýsingunni sinni fyrir Krýsuvík. Í lýsingunni segir hann m.a. að “[Stórhöfðastígur] nyrðri liggur norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur um Mosana, sem er mosagróið hraun og þar eru Moshellarnir. Síðan liggur slóðin með frá Hrútagjárhrauni allt vestur að Hrúthólma”. Einnig að “[V]egurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna”.
HraunhólarÍ nefndri örnefnalýsing Gísla segir m.a. um leiðir vestan við Vatnsskarð: “L.M. línan liggur úr Markrakagili yfir Nýjahraun og um Hraunhóla gíga á Fjallstagli Fjallsins eina, þaðan út á svonefnd Slitur, sem nefnd eru í gömlum skjölum, þar sem minnst er á landamerki Krýsuvíkur. Hjá hraunhólum þessum skiftist Stórhöfðastígur. Liggur sá nyrðri norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur um Mosana, sem er mosagróið hraun og þar eru Moshellarnir. Síðan liggur slóðin með frá Hrútagjárhrauni allt vestur að Hrúthólma. Syðri stígurinn lá sunnan Fjallsins eina og í Grænklofa milli Sandfells og Hrútagjárhorns um Grenklofa sem Grænklofi er einnig kallaður og undir Hrútagjárhraunbarmi) síðan frá Hrútagjárhorninu syðra upp á Krýsuvíkur- eða Ketilstíg. Hrútagjárhraun eða Hrútahraun hefur runnið úr gígum áður nefndum í Sveifluhálsi. Norðurbarmurinn er allur sprunginn og brattur. 

Hraunhólar-2

Þar er Hrútagjá stórgrýtt í botninn og ill umferðar. Syðst liggur stígur af gjánni yfir í Hrúthaga, Hrútagjárstígur. Stígurinn heldur síðan áfram vestur um Dalinn, Móhálsadalinn um sléttar og mosavaxnar klappir allt að Hrútafelli og sunnan þess í Ketilstíg.
Af Slitrum liggur L.M. línan í Markhelluhól.”
Um Undirhlíðaveg og Vatnsskarðsskarðsstíg segir Gísli m.a.: “
L.M. línan af Undirhlíðum liggur um Markrakagil, sem einnig ber ýms önnur nöfn, svo sem: Mar-krakagil, Marrakagil, Melrakkagil, Markrakkagil. Gil þetta á að vera fjórða gil í Undirhlíðum frá Vatnsskarði að telja, en öll eru þau nafnlaus. Niður undan Undirhlíðum liggur Undirhlíðavegur eða Krýsuvíkurvegur gamli, sem lá frá Hafnarfirði upp í Námur og Krýsuvík.
MosarUndan öðru gili er lítil flöt, nefnist Ráðherraflöt. Svo segir að eitt sinn á búskaparárum Jóns Magnússonar í Krýsuvík 1900–1912 þá hittust þeir þarna á flötinni Jón bóndi og Hannes Hafstein ráðherra. Þar af kom nafnið. Hér spölkorn vestar var komið að miklum gíg, sem nú er horfinn. Nefndist hann Hálsgígur. Vegurinn lá sunnan undir honum að Vatnsskarðshálsi hrygg lágum, sem lá út úr Undirhlíðum eða Undirhlíðarhorni. Vegurinn lá upp á hálsinn og niður af honum og sveigir þá inn undir Vatnsskarð. Hér á hrauninu rétt við voru tveir gígar, gjallhaugar miklir, er nefndust Rauðhólar, Rauðhóll eystri og Rauðhóll vestri. Milli þeirra lá Vatnsskarðsstígur út að Fjallinu eina. Við stíginn sagði Guðmundur Tjörvi bóndi í Straumi 1895–1925, að væri greni það sem við hefði átt að miða þegar landamerkin voru gerð 1890, því Vatnsskarð væri hið eiginlega Melrakkaskarð. Vatnsskarðsgreni er því þarna á hrauninu og Vatnsskarðsflöt neðanundir skarðinu.
Moshellar-2Frá Sandfellsklofagígum, Rauðhólum og Hálsgíg er runnið hraun það sem kallað er Nýjahraun og er nokkuð af því hér og heyrir því Krýsuvík til. Vegurinn liggur upp frá flötinni í norður og fyrir múla nafnlausan og síðan inn með honum. Hálsinn á aðra hönd, vinstri en á hægri hraunið. Í þessu hrauni er Sandklofahellir og Sandklofatraðir eða Hrauntraðir þaðan og langt niður á hraun, þar sem aðrar traðir koma inn á þessar. Vegurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur.
Storhofdastigur nyrdriUppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna. Þá kemur Norðlingaháls liggur fram og norður út hálsinum. Vegurinn liggur upp hann og niður af honum á svo nefndar Stórusteinaflatir. Stóri steinar hafa hrunið hér niður ofan úr klettabelti í hálsinum. Hér eru Köldunámur. Löngu kulnaður jarðhiti eða hver. Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus. Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg.”
Því miður er framangreind Ráherraflöt kominn undir Vatnsskarðsnámusvæðið.
Um Stórhöfðastíginn nyrðri segir Gísli: “
Landamerkjalínan milli Krýsuvíkurlands og upprekstrarlands Álftaneshrepps hins forna liggur um vestanverðar Undirhlíðar, rétt um Háuhnúka eða Rakka. Vatnsskarð skiptir nöfnum á þessum móbergshálsum og heitir Sveifluháls fyrir vestan. 

Storhofdastigur nyrdri - 2

Um skarðið lá Vatnsskarðsstígur og má enn sjá móta fyrir honum á melum vestan vert við Krýsuvíkurveginn. Eru nú engin örnefni fyrr en komið er nokkuð vestur á Hálsinn. Hellutindar eða Skriðutindar eru fyrstir fyrir. Þá Stapatindur eystri og þá Stapatindur vestri og milli þessara tinda eru svo Tindaskörðin. Þá er komið í Ólafsskarð, en um það liggur Ólafsstígur. Örnefnin eru kennd við Ólaf trésmið Magnússon, en hann fór hér oft um þegar hann heimsótti föður sinn Magnús Ólafsson í K-vík. Há rís upp hér á hálsinum hæsti hnúkurinn, Miðdegishnúkur. Mun heita svo af því hann er eyktamark úr Hraunum. Hér vestar nokkurn spöl er Arnarnýpa, og þar á Arnarhreiður. Sér nýpuna víða að. Til hliðar, norðan við tindana er hálsinn sprunginn að endilöngu. Austast er Sandfellsklofi. Þar eru eldvörp og eins upp á hálsinum. Vestar taka við Folaldadalir. Foladadalur eystri með Folaldadalstjörn. Þá er Mið-Folaldadalur og Folaldadalur vestri og er þar Folaldadalstjörn vestri. Tjarnir þessar þrjóta venjulega á sumrin. Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatn.”
Storhofdastigur nyrdri - 3Í viðleitninni að rekja Stórhöfðastíginn nyrðri var lagt af stað við neðsta hraunhólinn í Hraunhólum og síðan gengið upp með þeim áleiðis að Fjallinu eina, þ.e. syðri leiðina, í von um að hún gæfi færi á kennileitum v/hinn fyrrnefnda. Þegar komið var upp undir fjallstöglin var stefnan tekin inn undir brúnum áleiðis að Mosum. Þeir voru síðan fetaðir upp í Moshella. Hellarnir eru greinileg fjárskjól. Gróin varða er á einum þeirra. Einhverra hluta vegna hefur þeirra verið getið sem “Sauðabrekkukjól”. Nefnt skjól er hins vegar í norðanverðum Sauðabrekkum. Það er skjól fyrir smala eða þann/þá er áttu leið um Hrauntungustíg.
Storhofdastigur-4Þegar komið var upp að gatnamótum Stórhöfðastígs og Hrauntungustígs austan Hrúthólma var auðvelt að fylgja fyrrnefnda stígnum yfir mjóa apalhraunstungu áleiðis að Hrútargjárdyngjubrúninni. Reykjavegurinn hefur af einhverjum ástæðum verið lagður þarna til hliðar við hina fornu götu og yfir aðalhraunið á miklu mun óaðgengilegri stað en gamli stígurinn.
Stígnum var fylgt að grónum rauðamelshól. Á honum var varða. Síðan var stígnum fylgt eðlilegustu leið niður annars greiðfært hraunið, niður að fallegri sprungureinagígaröð, miklu mun yngri en dyngjuhraunið, og niður að annarri slíkri þar sem hann beygði með neðstu brúninni áleiðis að Hraunhólum. Einungis ein varða var við ofanverða leiðina, sem verður að teljast svolítið sérstakt.
Tvi-DrangarÞegar komið var niður á Mosana var stígnum fylgt eðlilegustu leið milli gjáa. Leiðin liggur síðan með lágum hæðum á hægri hönd, í svo til beina stefnu á Stórhöfða. Þegar kemur fram á brúnirnar og séð verður niður á syðri Stórhöfðastíginn liggur leiðin með grónum hraunhólum niður í stóra lægð í hrauninu með svo til beina stefnu á Tví-Dranga, tvo samliggjandi klettadranga við Stórhöfðastíginn. Þar virðist hafa verið áningarstaður og þar við eru gatnamótin.
Nyrðri leið Stórhöfðastígar virðist gleymd og tröllum gefin, en hefur engu að síður bæði verið greiðfær og einna sú beinasta millum Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar (Stórhöfða) fyrrum.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimidlir m.a.:
-Örnefnalýsing Krýsuvíkur – Gísli Sigurðsson.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.