Færslur

Efri-hellar

Gengið var frá Gerði eftir að stóttir gamla bæjarins höfðu verið skoðaðar sem og útihúsatóttir sunnan þeirra. Haldið var eftir Gerðisstíg til suðausturs að kanti Kapelluhrauns.

Efri-Hellar

Efri-Hellar.

Stígurinn hefur verið ruddur þar sem hann liggur inn í Selhraunið og áfram með hraunkantinum. Á leiðinni eru nokkur merki frá Byggðasafni Hafnarfjarðar er benda til fornminja. Má m.a. sjá marka fyrir fornri óskráðri tótt á einum stað.
Neðan við Þorbjarnarstaðar-Rauðamel er komið í Neðri-hella, gróið svæði ofan við hraunkantinn. Fyrst birtist hlaðið gerði við leiðina, en ofan þess til suðurs er fjárhellirinn. Þetta er rúmgóður skúti með hleðslum fyrir í grónu jarðfalli. Enn sunnar, ofan hæðar, er víð og gróin sprunga. Í og norðan við hana eru hleðslur svo og lokar há hleðsla sprungunni að suðaustanverðu. Hún hefur líklega verið notuð sem aðhald eða skjól fyrir fé. Ofan við sprunguna er staur í hleðslu. Þar eru landamerki Straums.
Í sjónlínu til austurs ber Vorréttin við kantinn á Kapelluhrauni. Þetta er vel hlaðin rétt. Gott skjól eru í hraunskútum innan hennar. Haldið var áfram upp stíginn með hraunkantinum.

Hrauntungur

Hrauntunguskjól.

Eftir góða stund er enn komið á gróið svæði. Í því er hlaðið framan við tvo langa skúta, sem í raun eru samtengdir. Þetta eru Efri-hellar, gamlir fjárhellar. Enn ofan eru Hrauntungurnar, innan við hraunkantinn. Tungurnar eru allsstórt gróið hraunssvæði, umlukið nýja hrauninu. Í þeim austanverðum er fallegur skúti, Hrauntunguhellrar, sem hlaðið er fyrir. Skútinn er í jarðfalli utan í hraunklettum og lokar hrísla opinu eftir að hún tekur að laufgast. Getur þá verið erfitt að finna það, auk þess sem hleðslurnar, sem eru allmiklar, falla vel að klettinum.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

Ef stígnum, sem komið hafði verið inn á og liggur inn í Hrauntungurnar, er fylgt áfram til norðausturs er komið inn á Hrauntungustíginn þar sem hann liggur út úr Tungunum og inn á hraunið. Stígurinn er nú orðinn stuttur þarna því búið er að ryðja svo til allt hraunið þarna fyrir austan og norðan. Þó má enn sjá móta fyrir Hrauntungustígnum beggja vegna Krýsuvíkurvegarins skammt norðvestan aðkeyrslu að námusvæðinu. Skammt vestan vegarins er varða og liggur Hrauntungustígurinn svo til við hana.
Hrauntungustígur er vel greinilegur frá Krýsuvíkurvegi að malargryfjunum. Sunnan þeirra sést hann vel ef rétt er að komið. Gaumgæfa þarf leiðina vel í gegnum Hrauntungarnar uns komið er í Brunntorfur. Í gegnum þar liggur stígurinn upp í Fornasel og þaðan áleiðis upp í hæðirnar fyrir austan Hafurbjarnarhæð, að Steininum og áfram að Sauðabrekkum, um Mosa og Hrúthólma inn á Ketilsstíg.
Frábært veður.

Vorréttin

Vorréttin.

Hellishólsskjól

Í örnefnalýsingu Þorbjarnarstaða er getið um fjárskjól í Hrauntungum – Hrauntunguhellrar. Sá hellir er með heillegri fyrirhleðslu í jarðfalli norðarlega í Tungunum. Stór birkihrísla hindrar leiðina að opinu.
Skjólið innanvertÁ hraunhvelinu er varða. Lýsingin segir hins vegar að “Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhell[r]ar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól). Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum.” Þessi lýsing passar ekki við fyrrgreinda Hrauntunguhellra. Það hlaut því að vera annað skjól í efrigóm Hrauntungukjafts, skammt norðan Fjárborgarinnar.
Þegar nágrenni Fjárborgarinnar var skoðað mjög vandlega var gengið fram á sléttkolla hraunhóla og allnokkur jarðföll. Í einu þeirra reyndist vera mikil hleðsla fyrir skúta. Stór birkihrísla huldi innganginn svo og hleðsluna. Þegar inn var komið sást vel hversu vegleg hleðslan var. Mold var í gólfi og tófugras í því næst opinu. Sléttar hellur hafa verið notaðar fyrir þak. Ein þeirra var enn á sínum stað, en aðrar lágu í gólfinu. Rýmið var svipað og í fjárborginni. Innarlega var gat í gólfinu, að öllum líkindum greni. Kindabein voru utan við opið. Skjólið er vel hulið og ekki er að sjá að þarna hafi maður stigið inn fæti í langan tíma. Skjól þetta er að öllum líkindum svonefnt Hellishólshellir eða Hellishólsskjól, skammt frá Þorbjarnarstaðafjárborginni, eins og örnefnalýsingin segir til um. Ofan við jarðfallið hefur verið hlaðið skjól, nú fallið. Þar hefur smalinn væntanlega haft aðsetur.

Hrauntunguhellrar eru skammt frá Hrauntungustígnum  skömmu áður en hann fór upp á og yfir Brunann. Það er einnig í jarðfalli, sem fyrr segir. Vegghleðslan er enn mjög heilleg og “þakhellur” enn á sínum stað. Þetta fjárskjól hefur varðveist mjög vel og reyndar mun betur en mörg önnur fjárskjól á Reykjanesskaganum. Birkihríslan hylur opið algerlega að sumarlagi, en að vetrarlagi er auðveldara að finna það eins og gefur að skilja.
HrauntunguhellrarHrauntungur hafa verið hið ágætasta beitarland. Bæði eru þar grasi grónar lægðir og birkið, sem gnægð er af, hefur dugað bæði vel og lengi. Gott skjól er í Tungunum, ekki síst undir Brunabrúninni þar sem gamburmosahraunið frá 1151 er mun hærra en hið u.þ.b. 5000 ára gróna Hrútagjárdyngjuhraun. Það orð hefur verið á þessu svæði að þar væri mikill draugagangur. Fer af því nokkrum sögum, sem ekki verða raktar hér. Þegar FERLIR var á ferðinni á milli skjólanna var farið að rökkva og orðið nær aldimmt þegar göngunni lauk. Það væri karlmannlegt að segja að einskis hefði orðið vart það sinnið, en þó verður að viðurkennast að ekki var allt sem sýndist.

Ljóst er að hraunin geyma marga mannvistarleifina – ef vel er að gáð.
Frábært veður. Gangan og leitin tóku 33 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Þorbjarnarstaði – ÖÍ.Kvöldroði í Hrauntungum

Brunntorfuskjól

Hrauntungustíg var fylgt suður Selhraun frá Krýsuvíkurvegi, inn í malargryfjur sunnan Brennu og síðan handan þeirra inn í Hrauntungu. Þar var litið á fyrirhlaðið skjól, en síðan gengið áfram til suðurs um Háabruna upp að Þorbjarnarstaðarfjárborginni norðan við Brunntorfur (Brundtorfur – tilhleypingastaður).

Hrauntungur

Hraunkarl við Hrauntungu.

Hrauntungustígur sést vel í sléttu helluhrauninu vestan Krýsuvíkurvegar. Varða er á hraunhól við jaðar malargryfjunnar. Stígurinn hefur verið fjarlægður í gryfjunum, en við suðurjaðar þeirra má sjá vörðu. Frá henni liggur stígurinn áfram inn í Hrauntungu, kjarri vaxinn hólma inni í vesturjarðri Kapelluhrauns. Tungan, sem er á milli Efri-hellra og Þorbjarnarstaðarborgarinnar, hefur verið skjólgóð og beitarvæn. Inni í henni austanverðri er fyrirhleðsla fyrir skúta. Erfitt er að koma auga á opið vegna þess að birkihríslur hylja það að mestu. Lítil varða er á hólnum ofan við opið. Skjólið, sem var smalaskjól, nefnist Hrauntunguhellir og er í hraunhól skammt norðan við nyrstu hrauntunguna úr Brunanum, en svæðið er nefnt eftir tveimur slíkum tungum vestur út frá meginhrauninu.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

Hrauntungustígur liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Brunann að Hrauntungum. Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings og að Sauðabrekkum.
Brunanum var fylgt áfram til suðurs. Hver hraunkynjamyndin tók við af annarri.
Þorbjarnarstaðarborgin er efst í Háabrunanum. Hún er heilleg og fallega hlaðin. Það munu hafa verið börn hjónanna á Þorbjarnarstöðum í Hraunum, sem hlóðu hana um aldarmótin 1900. Börnin voru 11, samhent og dugleg til allra verka. Svo virðist sem ætlunin hafi verið að topphlaða borgina, líkt og Djúpudalaborgina í Selvogi, en hætt hafi verið við það.

Þorkell Árnason, bóndi á Þorbjarnastöðum hefur þekkt til byggingarlags hennar því hann var ættaður frá Guðnabæ í Selvogi. Kona kans var Ingibjörg Jónsdóttir, dóttir Jóns Guðmundssonar, hreppsstjóra á Setbergi.

Hrauntunguskjól

Hrauntunguskjól.

Ofarlega í Brundtorfum eru Brundtorfuhellar (Brunntorfuhellir), lágreistir, en þóttu hæfa vel til að hýsa hrúta Hraunamanna og Hvaleyeringa um fengitímann þegar hleypt var til ánna.
Gengið var til baka norður brunann skammt austar. Fylgt var refaslóð þar sem hún lá í gegnum mosahraunið áleiðis að fiskitrönunum austan Krýsuvíkurvegar. Rebbi hefur greinilega fetað slóðina þarna lengi.
Þegar komið var norður fyrir Rallykrossbrautina virtist gamall maður sitja þar á steini. Þegar komið var nær sást hversu steinrunninn hann var.
Kapelluhraunið er talið hafa runnið um 1151, á sama tíma og Ögmundarhraun og Afstapahraun. Öll hraunin eru talin hafa komið úr sömu gossprungunni, u.þ.b. 50 km langri, er náði frá suðurströndinni austan Ísólfsskála að Helgafelli ofan við Hafnarfjörð.

Brunntorfuskjól

Brunntorfuskjól.