Færslur

Stampahraun

Ætlunin var að ganga upp eftir Tjaldstaðagjá og Haugsvörðugjá að Haug á Reykjanesi og síðan til baka um Hörsl og eldri Stampa. Óvíða eru ummerki skorpuskila Ameríku og Evrópu augljósari en einmitt þarna auk þess sem auðvelt er að staðreyna umbreytingu landsins, bæði gliðnun og misgengi. Einnig var ætlunun að kíkja upp í Hreiðrið, fallegan klepragíg á Rauðhólum milli Sýrfells og Sýrfellsdraga á mörkum Hafnahrepps og Grindavíkur. Mörkin liggja um Haugsvörðugjá.

Í Sýrfellshrauni

Fyrirhuguð er lagning háspennulínu með tilheyrandi möstrum milli Svartsengislínu og Reykjanesvirkjunnar um Haugsvörðugjá og niður með Sýrfelli með tilheyrandi sjónspillingu. Ferðamálasamtökin og Fornleifavernd ríkisins lögðust ekki gegn línulögninni vegna þess að “hún hefði ekki áhrif á ferðamenn og að engar fornleifar væru að finna á svæðinu”. Ætlunin var m.a. að meta staðreyndir þessa.
Byrjað var á því að klifra upp í Hreiðrið og skoða gíganna. Sýrfell er einungis 96 hæst m.y.s. Austan við það er Sýrfellshraun, Stampahraun sunnan þess og Klofningahraun enn austar Stampahraun er einnig suðvestast á Reykjanesinu.
Haldið var eftir landamerkjalínu Hafna og Grindavíkur. Ljóst er að allar borholur Reykjanesvirkjunar nema tvær eru í Grindavíkurlandi.

SýrfellÞann 8. febrúar 1954 var gerður samningur annars vegar milli eigenda og umráðamanna Kirkjuvogshverfisjarða í Hafnarhreppi og hins vegar eigenda Húsatópta í Grindavíkurhreppi. Þau mörk sem samið var um eru þessi: “Lína dregin úr haugum á norðvesturbarmi Haugsvörðugjár beina stefnu á
Stapafellsþúfu á norðausturenda Stapafells, eins og sú þúfa er dregin á korti Zóphóníasar Pálssonar, gerðu 22. september 1953.
Þegar kemur suður undir Sýrfell hafa yngri hraun runnið yfir það, sjá mynd 4.3. Nálægt þeim stað þar sem línuleiðirnar greinast liggur línan yfir Tjaldstaðagjárhraun sem er talið vera 1500 – 1800 ára (Ari Trausti Guðmundsson 2001) og hefur runnið upp að móbergsfjallinu Sýrfelli. Hraunið er úfið og gróft apalhraun, en nokkuð sandorpið þar sem línan fer yfir það. Línan liggur einnig yfir smá totu af Klofningahrauninu sem er sambærilegt apalhraun einnig talsvert sandorpið. Við vesturenda Sýrfells er gígur sem yngra Sýrfellshraun hefur runnið úr (Jón Jónsson 1978).
Reykjanes - kortÞað kom á óvart hversu Stampahraunið er greiðfært eins og það virðist annars illúðlegt við fyrstu sýn. Frá efsta gígnum, stundum nefndur Hörsl, er ágætt útsýni upp að Haugsvörðugjá sem yfir allt undirlendið. Hvorugkynsnafnorðið hörsl er einnig tilgreint í Íslenskri orðabók Eddu og gefin merkingin: ójöfnur, örður á frosnum snjólausum vegi eða annars staðar þar sem farið er. Ásgeir Blöndal Magnússon telur í Íslenskri orðsifjabók (1989:413) að karlkynsorðið hörgull ‘skortur, hörsl, hrjóstur; útjaðar, ystu mörk’ og lýsingarorðið hörgull, sem virðist ungt í málinu, í merkingunni ‘naumur, sem lítið er af’ séu líklega skyld hörgur. Upphaflega merkingu orðsins hörgull telur Ásgeir þá vera ‘grýtt land, hrjóstur’ en að merkingarnar ‘útskikar’ og ‘skortur’ séu afleiddar.

Hreiðrið

Gígurinn Hreiðrið.


Hörsl eru líka til á Stapanum. Erlendur Magnússon á Kálfatjörn Þarna – hjá Grímshól er Vogastapi hæstur, lækkar aflíðandi. Til landsins er er standberg í sjó fram. Vegur liggur suðvestur niður Hraun á sögulegum tíma á ReykjanesskagaGrynnriskoru, í gömlum ritum nefnd Kolbeinskora – Þar eru mörk milli Vatnsleysustrandar og Njarðvíkurhrepps. – Úr Grynnriskoru var farið yfir hæðarbungu og yfir í Dýpriskoru, sem skerts lítið undir?? Stapann. Bilið milli Skoranna heitir Hörsl?? Á því eru 3 smáhæðir, sem eru kallaðar Grynnsta-hörsl? Miðhörsl og Dýpsta hörsl og voru notaðar fyrir mið úti á fiskislóðum.
Stampagígaraðirnar eru a.m.k. fjórar. Elsta gosið er yngra en 8000 ára og það yngsta frá 1226, eins og síðar kemur fram. Svæðið allt er á Náttúruminjaskrá. Skráningin hljómar eins og hér segir: “Reykjanes, Eldvörp og Hafnaberg, Grindavík, Reykjanesbæ, (áður Hafnahreppur), Gullbringusýslu. Mörk liggja úr Mölvík, um 2 km austan við Háleyjabungu, í Þorbjarnarfell og um Lágar og Vörðugjá í Stapafell. Þaðan er bein lína í vestur að eyðibýlinu Eyrarbæ við norðurenda Hafnabergs. Reykjanesið er framhald Reykjaneshryggjarins á landi. Stórbrotin jarðfræði, m.a. gígaraðirnar Eldvörp og Stampar, dyngjurnar Skálafell, Háleyjabunga og Sandfellshæð, ásamt fjölda gjáa, sprungna og hrauntjarna. Allmikið hverasvæði, fjölskrúðugur jarðhitagróður, sérstæð volg sjávartjörn. Hafnaberg er lágt fuglabjarg með fjölmörgum tegundum bjargfugla. Aðgengilegur staður til fuglaskoðunar.“
Stampahraun á Reykjanesi (KS)

Orðið stampur er líklega tökuorð í íslensku, sbr. þýska mállýsku, þar sem stampf merkir ‘kornmælir’. Það merkir í íslensku ‘bali, bytta’, ‘smájarðfall, pyttur’ en einnig ‘hóll, klettur eða sker’ eitthvað sem líktist stampi. Stampur er grasi gróin hvilft eða skál í Hofi í Mjóafirði, en í Snæhvammi í Breiðdal er Stampur sker og í Sandvík í Norðfirði er nafnið um klett í sjó, sem er stamplaga. Flt. Stampar á við graslausa öxl í Vestmannaeyjum, hóla í Hrauni í Ölfusi, gígaröð á Reykjanesi í Gull. og Stampar eru í Stampamýri á Þórisstöðum í Svalbarðsstrandarhr. í S-Þing.
Mest áberandi kennileitið á svæðinu núna er nýtilkomin loftlína. Rýrir hún verulega upplifun ferðamanna á gangi um svæðið. Reykjanesbær, Grindavík, Ferðamálaráð, Fornleifavernd ríkisins og Löggildingarstofa töldu framkvæmdina ekki líklega til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja taldi að meta þyrfi sjónræn áhrif framkvæmdarinnar og Umhverfisstofnun lagði til að kannað yrði með frekari umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og bera saman við lagningu jarðstrengs frá suðvesturenda Sýrfellsdraga. Við því var ekki brugðist og mun varla verða úr þessu.

Haugsvörðugjá og Haugur - Þórðarfell fjær

Í umsögn Fornleifaverndar ríkisins var bent á að í skýrslu framkvæmdaraðila komi fram að ekki hafi verið gerð úttekt á fornleifum á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði en það standi til og krefst Fornleifavernd ríkisins að fá þær upplýsingar áður en endanleg umsögn er gefin. Í svörum framkvæmdaraðila kemur fram að fornleifafræðingur hafi skoðað svæðið í júlí 2004 og að hans niðurstaða sé að engar vísbendingar hafi fundist um fornleifar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Fornleifavernd ríkisins var send framangreind niðurstaða fornleifafræðingsins og í frekari umsögn stofnunarinnar kemur fram að stofnunin telji að framkvæmdin skuli ekki háð mati.
Fornleifafræðingurinn, sem á að hafa tekið út svæðið, virðist ekki hafa gengið um Sýrfellshraun og Haugsvörðugjá því þar er bæði að finna gamlar vörður og hleðslur. Auk þess varða landamerkjavörður mörk Hafnahrepps og Grindavíkur. Ein slík er t.a.m. í Haugsvörðugjá, skammt frá einu línumastrinu.
Gengið var niður Tjaldstaðagjána með stefnu á upphafsstað.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Náttúruminjaskrá, 1996.
-Erlendur Magnússon Kálfatjörn.
-Ásgeir Blöndal Magnússon, Sifjaorðabók.
-Örnefnastofnun Íslands.

Tjaldstaðagjá og Stampar

Hreiðrið

Haldið var að Kaldárseli. Hraunið, þar sem það er hæst, á milli vegarins með Sléttuhlíð og með Fremstahöfða, heitir Gjár. Vestarlega í því er Gjáahellir. Gengið var að honum. Opið er nokkuð rúmgott. Fyrir innan blasir við rúmgóð hraunrás. Hún lækkar svolítið eftir að komið er inn, en hækkar og vítkar síðan á ný, uns hún endar. Þessi hluti rásarinnar er um 15 metrar. Mold er í botninum og grjótið hefur verið lagað til innan við munnann. Líklegt er að hellir þessi hafi um tíma verið notaður sem fjárskjól. Tiltölulega stutt er í fjárhellana í Kaldárseli, en þeir eru þarna austan við. Hálfhlaðið fjárhús undir Fremstahöfða er einnig þarna skammt suðvestar.

Kaldársel

Gerði í Gjánum ofan Kaldárssels.

Beðið var í nátthaganum norðan Kaldársels uns Þórarinn Björnsson, guð- og hellafræðingur, bættist í hópinn. Leiddi hann hópinn fyrst að náttúrulegum hraunkofa ofarlega á hraunhrygg norðvestan við Kaldársel. Kofinn er í rauninni toppurinn á lóðréttri hraunrás. Dyragat þess snýr á móti suðri, eins og góð dyragöt eiga að gera. Falleg náttúrusmíð.
Þá var haldið til vesturs að Kaðalhelli. Hann er í nokkuð stóru jarðfalli er hallar niður til norðvesturs. Þar uppi í bergveggnum er lág hraunrás, sem nefnd er þessu nafni. Krakkar á vegum KFUMogK í Kaldárseli höfðu þarna afdrep og nefndu hellinn. Kaðal þarf til að komast upp í rásina. Hún er 5-6 metra löng. Ef farið er með hraunveggnum til austurs er komið inn í rúmgóðan sal. Þar uppi er sylla og lág rás, fremur stutt. Ef hins vegar er farið vestur með hraunveggnum er komið inn í skúta. Úr honum liggja göng niður á við og síðan spölkorn inn undir hraunið. Neðst í honum er kristaltær ís, sem aldrei þiðnar fullkomlega. Myndast í honum regluleg og falleg ljósbrot.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Loks var haldið áfram til vesturs. Þar í miðri hraunbreiðunni er lítið gat, ca. 60 c, í þvermál, beint niður á við. Hrunið hefur þarna niður í hraunrás. Dýpið er um mannhæð. Þórarinn fann helli þennan á sínum tíma og nefndi hann Hreiðrið. Fleiri virðast ekki hafa komið þar niður ef marka má heilan mosann á börmunum og sporlausa moldina á botninum.
Rásin er alveg heil og liggur bæði til norðurs og suðurs. Norðurleiðin, um 15 metrar, er nokkuð þröng með mold á botni. Suðurleiðin er hins vegar eins og kona – góð á milli. Hún lækkar, en hækkar síðan aftur eftir u.þ.b. 10 metra. Botninn er grófur sem og barmarnir. Rauðleitt grjótið er hrjúft og því þörf að vera með bæði vettlinga og hnjáhlífar.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Þegar komið er vel innfyrir birtist gildi hellisins. Á steinum, í lofti og á víðar má sjá mikið af misstórum gasbólum, nokkurs konar eggjum. Bólurnar eru gráleitar og virðast hafa sprottið út úr berginu. Fyrirbæri þetta má sjá í öðrum hellum, en varla í þessum mæli á einum stað. Hægt væri að skríða innar því hraunið virðist vera lagskipt. Botninn er hins vegar mjög grófur. Ætla má að Hreiðrið geti verið um 100 metrar. Hellirinn er vandfundinn. Tekinn var punktur á hann til öryggis.
Þegar út var komið blasti við stjörnubjartur himininn, norðurljós og sindrandi máninn yfir Helgafelli. Blankalogn. Fegurra getur það varla orðið.

Hreiðrið

Jarðmyndanir í Hreiðrinu.

Fremstihöfði

Haldið var í Hreiðrið norðvestan Kaldársels á sumardaginn fyrsta með viðkomu í Gjánum. Í leiðinni var litið á hálfhlaðna tóft austan undir Fremstahöfða.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Opið á Hreiðrinu er á berangri og því mjög erfitt að finna það. Þórarinn Björnsson hafði sýnt FERLIR hellinn fyrir nokkrum misserum síðan, en hann er örfáum kunnur. Fara þarf niður um loftið og liggur þá rás til norðurs og suðurs. Af ummerkjum að dæma undir opinu hafði ekki verið farið þarna niður um alllangan tíma. Rásin til norðurs lokast fljótlega, en hægt er að fylgja rásinni til suðurs með því að skríða á fjórum fótum. Botninn er mjög grófur. Eftir u.þ.b. 30 metra skrið er komið að svæði þar sem sjá má víða inn undir hraunið. Á þessu svæði eru falleg og misstór hraunegg, dökkbrún að lit. Um er að ræða gasbólur, sem hafa storknað, en ekki náð að sprynga. Eggin eru misstór, allt frá títuprjónshausum upp í hænueggsstærð. Svo virðist sem þetta jarðfræðifyrirbæri sé einungis á litlu svæði. Fara þarf mjög varlega þarna um til að valda ekki skemmdum. Þegar komið var inn í Hreiðrið var auðvelt að skilja hvers vegna ástæða hefur verið til að halda staðnum leyndum.
Erfitt er að fara um Hreiðrið vegna þess hversu hrjúfur hellirinn er. Það er því betra að hafa með sér hnéhlífar og hanska þegar farið er þar niður, þ.e.a.s. ef einhver skyldi verða svo heppinn að finna opið.

Kaldársel

Kaldársel – hálfköruð fjárhústóft Kristmundar.

Ágætt ústýni er yfir Gjárnar og Nátthagann úr norðvestri með Valahnúka í austri. Þarna hefur runnið mikil hrauntröð, en þegar fjaraði undan storknu yfirborðinu hefur yfirborðið fallið niður, en eftir standa standar hér og þar.
Tóftin undir Fremstahöfða er sennilega frá tímum Kristmundar í Kaldárseli eða Þorsteins, sem bjó þar nokkru fyrr, um aldarmótin 1900. Svo virðist sem ætlunin hafi verið að hlaða hús úr sléttu hellugrjóti, en af einhveri ástæðu hefu rverið hætt við það í miðjum kliðum. Frásögn er til um útlit húsanna í Kaldárseli og sú mynd er ekki fjarri því lagi sem þessi tóft er. Hún gæti því verið síðustu leifarnar af hinum gömlu búsetuminjum í Kaldárseli, utan borgarinnar á Borgarstandi, stekksins undir honum, fjárskjólanna norðan hans og nátthagans í Gjánum.
Skammt frá tóftinni er gamla gatan að Kaldárseli, en það gæti hafa einhverju um staðarvalið. Þá er ekki langt frá henni í fjárskjólin. Skammt norðan við tóftina hafa hellur verið hreinsaðar á kafla og svo virðist sem þar hafi átt að búa til haga undir gerði.
Frábært veður. Gangan tók 1. klst. og 1. mín.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Kaðalhellir

Gengið var með Þórarni Björnsyni, hellamanni, í Kaðalhelli norðvestan Kaldársels, og í Hreiðrið þar skammt frá. Þórarinn lék sér í Kaðalhelli ásamt ungum mönnum í Kaldárseli, en síðar fann hann Hreiðrið, sem mun vera einstakt í sinni röð. Hann var eini maðurinn, sem fram að þessu hafði litið innvolsið augum.

Kaðalhellir

Kaðalhellir.

Kaðalhellir er í háum hraunkanti. Hann er í rauninni hluti af Gjánum svonefndu norðnorðvestan Kaldársels. Í þeim eru hrauntraðir og ná þær út fyrir Gjárnar. Kaðalhellir er að hluta til opin og lokuð hraunrás og að hluta til sprunga í hraunjarðrinum. Hann er tvískiptur. Efri hlutinn er á tveimur hæðum. Til að komast upp í efri hluta rásarinnar þarf aðstoð kaðals. Hún nær spölkorn inn undir hraunið, en mesta rýmið er fremst. Neðri hluti rásarinnar er greinilega safnþró frá efri hlutanum.
Skammt vestan við rásina er hægt að fara niður um sprungu. Þá er komið niður í helli, sem með jökulgólfi allan ársins hring. Vatnsdropar úr loftinu hafa holað klakann og mynda sérstakt mynstur. Umhverfið er mjög myndrænt.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.

Nokkru vestar er Hreiðrið. Opið er á berangri og því mjög erfitt að finna það. Fara þarf niður um loftið og liggur þá rás til norðurs og suðurs. Af ummmerkjum að dæma undir opinu hafði ekki verið farið þarna niður um alllangan tíma. Rásin til norðurs lokast fljótlega, en hægt er að fylgja rásinni til suðurs með því að skríða á fjórum fótum. Botninn er mjög grófur. Eftir u.þ.b. 30 metra skrið er komið að svæði þar sem sjá má víða inn undir hraunið. Á þessu svæði eru falleg og misstór hraunegg, dökkbrún að lit. Um er að ræða gasbólur, sem hafa storknað, en ekki náð að sprynga. Eggin eru misstór, allt frá títuprjónshausum upp í hænueggsstærð. Svo virðist sem þetta jarðfræðifyrirbæri sé einungis á litlu svæði. Fara þarf mjög varlega þarna um til að valda ekki skemmdum. Þegar komið var inn í Hreiðrið var auðvelt að skilja hvers vegna ástæða hefur verið til að halda staðnum leyndum.
Frábært veður – reynar kemur veður ekkert við sögu inni í hellum – en hvað um það. Fljótlega verður farið á ný í Hreiðrið og það myndað, ásamt Kaðalhelli. Þá munu birtast hér myndir úr fyrirbærunum.

Hreiðrið

Í Hreiðrinu.