Færslur

Setbergsbærinn
Húsakynni Íslendinga fyrrum voru mörgum erlendum ferðamönnum umfjöllunarefni.
Margir lýstu gerð þeirra og útliti nákvæmlega og greindu frá því að þau litu einna helst út eins og lágir grasi vaxnir hólar, enda mætti oft sjá búsmala á beit á þökunum. Hið innra væru húsin lág, rök og óhreinleg og innanstokksmunir heldur fátæklegir. Aðalíverustaður væri baðstofan og þar svæfi fólk líka, karlar jafnt sem konur. Íslendingar gætu þó huggað sig við að hús þeirra stæðu oft í tignarlegu umhverfi. Karel Sedivy, höfundar elstu myndarinnar, sem birtist í Illustrated Tidene 1881-1882, hefur tekist vel að koma þessum hugmyndum til skila: engu er líkara en húsin hangi uppi og allt er í óreglu umhverfis bæinn. Varð þetta ástand mörgum tilefni til hugleiðinga um hversu mikil afturför hlyti að hafa orðið í landinu frá því sem var forðum, auk þess sem margir undruðust andstæðurnar milli “andlegs ríkidæmis” Íslendinga og fátæktarbaslsins sem hvarvetna blasti við.
Þegar ferðamenn voru í leit að húsaskjóli þótti þeim fæstum fýsilegt að sofa undir sama þaki og innfæddir, en stundum var ekki annarra kosta völ. Oftlega dvöldust þeir og fylgdarfólk þess í kirkjum á ferðum þeirra um landið.
John Thomas Stanley (1766-1850), breskur aðalsmaður, fór ungur í stað í ferðalag til Íslands, þá tæpra 23. ára. Yfirlýstur tilgangur ferðarinnar var að sinna vísindalegum athugunum á Íslandi. Hann tók land og hafði aðalstöðvar sínar í Hafnarfirði. Hafnarfjörður var þá nokkur lágreist hús við ströndina, bátur við bryggju og annar skammt úti fyrir. Hraunveggir umluktu húsaþyrpinguna. Handan fjarðarins sást hús á stangli (á Hvaleyrinni). Náttúran minnti hvarvetna á mátt sinn og megin.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður á 19. öld.

Hélt stiftamtmaður á Bessastöðum leiðangursmönnum dýrlega veislu með mörgum réttum, en meðan á veisluhöldum stóð var skýrt frá því að hvítabirnir hefðu gengið á land umliðinn vetur og bjuggust menn við hinu versta.
Fyrst var farið í Krýsuvík og næst siglt til Snæfellsness.
Georges Mackenzie, skoskur steinafræðingur og barón, ferðaðist einnig um landið á svipuðum tíma. Þótti Krýsuvík og umhverfi þar furðulegt og hryllilegt og væri vart unnt að lýsa því með orðum. Kvað hann þar vera stöðuga virkni elds og brennisteins sem sýndi svo ekki yrði um villst hvað um væri að vera í iðrum jarðar. Fannst honum og félögum hans staðurinn um margt minna á hugmyndir um víti og brennisteinshverirnir gætu vel verið katlar yfirkyndarans í neðra.

Bær

Bær frá 19. öd.

Stanley var lítið hrifinn af Íslendingum í fyrstu. Þegar frá leið og hann var búinn að jafna sig sá hann hlutina í öðru og bjartara ljósi og eru þær hugmyndir túlkaðar á þeim myndum sem voru gerðar af landsmönnum eftir leiðangurinn, til dæmis meðfylgjandi mynd Edwards Dayes. Þar birtast hreinlegir og veltilhafðir Íslendingar og húsakynnin eru alls ekki svo lítilfjörleg.

Hvaleyri

Stanley á Hvaleyri.

Tilgangur leiðangurs Mackenzies var var svipaður og að mörgu leyti líkur og hjá fyrirrennurum þeirra á síðari hluta 18. aldar. Ætlunin var einkum að athuga hraun og heitar uppsprettur, kanna ýmsar steintegundir, safna plöntum og síðast en ekki síst að rannsaka eldfjöll. Um ferðina skrifaði Mackenzie bókina Travels in the Island of Iceland. Kom hún út í mörgum útgáfum á ensku, en líka á þýsku og fleiri tungumálum (fyrsta útgáfa 1811). Í bók hans eru margar myndskreytingar, þar af nokkrar landslagsmyndir í lit, hinar fyrstu í riti sem fjallaði um Ísland.

Kapelluhraun

Ferðast um Kapelluhraun – teikning frá 19. öld.

Þegar Mackenzie og menn hans voru á leið til Hafnarfjarðar þótti þeim nóg um eldbrunna auðnina og úfið hraunið, enda ekki enn orðnir ferðavanir á Íslandi. Á leiðinni til Krýsuvíkur rákust þeir á jarðneskar leifar konu sem hafði orðið úti og hefur sú sjón eflaust ýtt rækilega undir þau ónot sem þeir fundu til.

-Illusteret Tidene 1882-1883, 127.
-Illusteret Tidebe 1886-1886, 402.
-Mackenzie, 116-117.

Hvaleyri

Hvaleyri fyrrum (18. aldar mynd sett inn í 21. aldar ljósmynd).