Færslur

Húsatóptir

Ari Gíslason skráðði upphaflega örnefni Húsatópta í Grindavík samkvæmt upplýsingum Guðsteins Einarssonar hreppstjóra, Grindavík, og sóknarlýsingu frá 1840.

Húsatóftir

Húsatóftir um 1960.

Seinna bar Kristján Eiríksson lýsinguna undir bræður Guðsteins og samdi drög að endurskoðaðri lýsingu. Auk þess gerði hann skrá yfir spurningar, sem enn var ósvarað. Þessar spurningar voru seinna sendar bræðrunum, og vorið 1980 bárust svör við þeim, undirrituð af Einari Kr., Jóni og Þórhalli Einarssonum. Svörin voru að lokum felld inn í lýsingu Kristjáns…

Húsatóftir

Húsatóftir – minjar og örnefni – ÓSÁ.

Húsatóttir

Gengið var með Jórmundi Kristinssyni, 75 ára, um Húsatóptir og m.a. leitað að fyrrum brugghelli við Tóptirnar, sem munnmælasagnir hafa verið til um.

Húsatóttir

Baðstofa.

Jórmundur bjó hjá foreldum í eystri bænum að Húsatóptum. Hreppsstjórinn bjó þá í vestari bænum uns hann var fluttur niður fyrir bæina, í hús það sem nú hýsir golfskála Grindvíkinga. Jórmundur sagðist ekki muna eftir því hvernig gamli bærinn hafi litið út, en sennilega hafi hann verið úr torfi og grjóti, eins og hús voru fyrrum. Hús það, sem hann bjó í hafi verið á þeim stað, sem núverandi hús er.
Jórmundur sagði vatn hafa jafnan verið sótt í brunninn neðan við nýja húsið á Húsatóptum (golfskálann), en það hafi yfirleitt verið með saltbragði. Þá hafi faðir hans grafið niður í gjá skammt suðaustan við hús þeirra og þá komist níður í ferskt vatn. Op er niður í gjána, sem gengur í gegnum hraunhól. Í dag er þar nokkurt drasl, en sjávarfalla gætir í gjánni. Ferska vatnið flýtur ofan á saltvatninu svo bæði auðvelt og nærtækt hefur verið að nálgast þarna vatn.
Jórmundur sagði að vitað hafi verið að víða hafi verið bruggað í Grindavík og nágrenni fyrrum. M.a. voru einhverjir við þá iðju í Jónshelli (Gaujahelli) þegar jarðskjálfti reið yfir. Lokaðist hellirinn og þeir þar inni. Voru mennirnir orðnir úrkula vonar um að komast út er annar jarðskjálfti opnaði hellinn á ný. Sagnir eru og til um brugghelli við Húsatóptir og samsvarar lýsingin á honum framangreindum brunni í hraunhólnum.
Margar sprungur eru beggja vegna Húsatópta. Stærsta gjáin og jafnframt sú dýpsta, Baðstofa, er austan við túnin. Í henni er mikið ferskt vatn, um 12 °C. Fiskeldisstöðin á Tóptum sækir vatn sitt þangað. Sprungurnar eru í misgengi, sem m.a. nær í gegnum Þorbjörn. Á einum stað austan og ofan við Baðstofu hefur gjáin fyllst af grjóti og sandi svo ganga má í gegnum hana. Er hún nokkurs konar minni útgáfa að Almannagjá á Þingvöllum.

Húsatóttir

Refagildra.

Baðstofa er um 18 faðma djúp, þar af er dýpt vatnsins í botni hennar um 9 faðmar. Í gjána var oft sótt vatn, er brunnar spilltust í stórflóðum. Þótti vatn þar mjög gott. Svo sagði Lárus Pálsson hómapat, að hann tæki hvergi vatn í meðul annars staðar en í Baðstofu. Sögn er um, að Staðarprestur hafi fengið að sækja vatn í Baðstofu gegn því, að Húsatóptarbændur fengju að taka söl í landi Staðar. Gjáin er mjög djúp niður á vatnsborðið, en ekki nema um 3 m breið. Mikill gróður er í henni víða. Brú liggur yfir gjána þar sem vatni er dælt úr henni, en vatnið er bæði notað til vökvunar á golfvellinum og í fiskeldinu sunnan vegarins, sem fyrr sagði. Gegnumstreymi er á vatninu í gjánni. Skammt ofan gjárinnar er hlaðin refagildra. Hún er fallin saman að hluta, en vel má greina útlínur hennar og byggingarlag. Nú er vitað um 25 slíkar refagildrur á Reykjanesskaganum. Væri í rauninni hægt að gera þær virkar með skömmum fyrirvara ef einhver hyggðist á refaveiðar. Þessar gildrur falla mjög vel inn í landslagið og eiga ókunnugur jafnan erfitt með að greina þær frá því.
Nokkur hlaðin fiskbyrgi eru vestan við Húsatóptir, ofan við megingjárbarminn. Eitt þeirra er enn nokkuð heillegt. Þrjár ástæður munu hafa verið fyrir staðsetningu byrgjanna, þ.e. lofta þurfti vel um fiskinn, þau voru fjarri flugunni og einnig hæfilega langt frá alfaraleið.

Húsatóttir

Fiskibyrgi.

Hjálmagjá er norðvestast (efst) í túni Húsatópta, grasi gróin í botninn. Haft var eftir gömlu fólki, að það hefði oft séð hamrana upplýsa með dýrlegum ljóshjálmum, sem bárum mjög af lýsiskolum í mannheimi. Sást þá oft huldufólkið úr Hjálmagjá leika listir sínar á skautum í tungsljósinu (þ.e.a.s. í lægð í Húsatóptatúni, sem kallast Dans, og þar mynduðust góð svell í frosthörkum á vetrum), segir í örnefnaskrá.
Sunnan við Dans (sem er norðaustast í túninu) er Kvíalág og Fjósskák sunnan hennar. Næst er Harðhaus. Hann er ósleginn túnpartur um 120 m norður af bænum, fast utan golfvallarins. Þar hraktist aldrei hey. Í óþurrkatíð var Harðhaus sleginn til að fá þurrkt. Fjósaskák og Harðhaus náðu alveg heim að gamla bænum. Harðhaus fékk nafn sitt er bóndi á Tóptum reyndi að slétta hann líkt og aðrar skákir, en fékk þá þrálátt mein í annan fótinn. Lét bóndi þá af túnsléttunni í hólnum og varð hann aldrei sleginn. Talið var að huldufólk hefðist við í hólnum.

Húsatóttir

Tóft á Húsatóttum.

Húsatóftir

Golfvellir á Reykjanes- skaganum eru allir byggðir á sögulegum minjasvæðum. Á, og við þá, eru bæði varðveittar minjar og einnig eyddar minjar.
Athyglin beinist að boltanum, en hvað um umhverfið...Líklega eru golfvellirnir þó nú best vernduðu svæðin á Skaganum því víðast hvar virðast þeir hafa notið betri skilnings og beinlínis forgangs þegar kom að varnargarðagerð vegna ágangs sjávar.
Svo virðist sem í upphafi hafi verið farið af stað með vallargerð á hverjum stað með lítilli fyrirhyggju hvað varðar gildi minjanna, en í seinni tíð má sjá hjá hlutaðeigandi vott af áhuga á merkilegheitunum til framtíðar litið. Dæmi þessa er ferð FERLIRsfélaga á Vallagerðisvöllinn við Sandgerði fyrir örfáum árum. Rétt er að geta þess í upphafi að FERLIR hefur haft það fyrir sið í mörg ár að fara eina golfvallaferð á ári. Flestir gætu látið sér detta í hug að um æfingaferðir væri að ræða, en svo er ekki. FERLIR hefur aldrei æft golf, einungis tekið þátt í mótum – einu sinni á ári. Þannig var því háttað á Vallagerðisvellinum umrætt sinn – holukeppni. Áhuginn beindist þó meira á keppnisleiðinni að nálægum sögulegum minjum en nýlega númeruðum holum, sem golfkúlunni var ætlað. Golfvöllurinn er nefnilega í landi Kirkjubóls, þess staðar er kom svo eftirmynnilega við sögu Jóns Gerrekssonar og síðar banamanna Takmarkinu náð - eða hvað...Jóns Arasonar, biskups (1550). Auk tófta bæjarins, grafreita og hins forna Skagagarðs í vallarfætinum var þar margt annað að sjá, s.s. staðar þess heiðna kumls er nú er undir gleri í gólfi Þjóðminjasafnsins. Hvaða heilvita golfari með snefils- menntun gæti mögulega látið eina litla hvíta kúlu villa sér sýn frá slíku minjasvæði þar sem sagan er svo að segja við hvert fótmál?
Til að gera langa sögu stutta breyttu staðarhaldarar stuttu síðar, eftir massíva ábendingu þátttakenda, nafni golfvallarins í Kirkjubólsvöll, enda betur við hæfi –  sögulega séð.
Vegna náinna tengsla golfvallanna við sögulegar minjar og þjóðsagnatengda staði, og eðlilega kröfu um varðveislu þeirra, hefur FERLIR ákveðið að lýsa nokkrum minjastöðum á hverjum stað – bæði til að auka líkur á varðveislu þeirra og jafnframt til að margfalda ánægju golfiðkanda er þeir fara “hringinn”. Hér á eftir verður lýst áhugaverðum stöðum við og á Húsatóftavelli við Grindavík, en þær verða ekki raktar nákvæmlega með hliðsjón af röð brauta – og þó. Hugmyndin er að einhvern tímann vakni áhugi viðkomandi á að setja upp aðgengilegan yfirlitsuppdrátt af svæðinu, líkt og Grindvíkingar hafa þegar byrjað á innanbæjar, svo upplýsa megi áhugasama golfiðkendur á hvað þar er að finna á leið þeirra um völlinn.
Pústi á HúsatóftarvelliByrjað verður á örnefnalýsingur fyrir Húsatóftir (Húsatóttir/- Húsatóptir): “
Upphaflega skráði Ari Gíslason örnefni samkvæmt upplýsingum Guðsteins Einarssonar hreppstjóra, Grindavík, og sóknarlýsingu frá 1840. Seinna bar Kristján Eiríksson lýsinguna undir bræður Guðsteins og samdi drög að endurskoðaðri lýsingu. Auk þess gerði hann skrá yfir spurningar, sem enn var ósvarað. Þessar spurningar voru seinna sendar bræðrunum, og vorið 1980 bárust svör við þeim, undirrituð af Einari Kr., Jóni og Þórhalli Einarssonum. Svörin voru að lokum felld inn í lýsingu Kristjáns.”
Byrjum austast að sunnanverðu: “
Svolítil vík, Vatnslónsvík, er vestan við Vatnslónskletta. Vestan hennar eru Þvottaklappir. Á þeim eru daufar uppsprettur. Þegar búið var að þvo og sjóða þvottinn, var farið með hann niður á klappir þessar og hann skolaður þar. Efst í Þvottaklöppum voru hlóðir, og var ullin soðin yfir þeim og hún síðan skoluð á klöppunum. Fram undan Þvottaklöppum eru klettar, sem fara í kaf á flóðum, og vildi fé flæða á Tóftir Hamraþeim. Voru þeir nefndir Flæðiklettar.” Þennan stað má finna skammt austan golfvallarins.
Vestur frá Þvottaklöppum er nokkuð stór vík, sem heitir Arfadalsvík. Vestasti hluti hennar, beint niður undan Húsatóftum, milli Þvottaklappa og Garðafjöru, var í daglegu tali nefndur Vik. Upp af Arfadalsvík er Arfadalur, grasspilda. Vestan við Arfadalsvík er skerjatangi fram í sjó. Hann heitir Garðafjara. Norðan í henni er kúpumyndað sker, sem heitir Selsker. Syðst í Garðafjöru er skerjatangi, sem heitir einu nafni Barlestarsker. Þar munu verzlunarskipin fyrrum hafa tekið barlest. Upp af þeim er stór og mikil klöpp, sem heitir Kóngshella. Í einu af Barlestarskerjum var festarbolti gegnt öðrum í Bindiskeri í Vatnstanga í landi Staðar. Keðja mun hafa legið þvert yfir víkina milli festarboltanna og voru verzlunarskipin á dögum kóngsverzlunarinnar svínbundin við keðjuna, þar sem þau lágu á víkinni. (Ath. svínbinda: binda skipin bæði aftan og framan langsum á keðjuna, þannig að hliðin lægi að Tóftir Vindheimahenni.) Boltinn í Barlestarskerjum var stór, fleygmyndaður bolti með auga í efri endanum. Hann var lengi notaður sem hestasteinn á hlaðinu á Húsatóftum, en er nú týndur [en finna má samt jarðlægan í garði í Járngerðarstaða- hverfi, ef vel er að gáð]. Festarboltinn í Bindiskeri er enn á sínum stað.
Í víkinni á milli Garðafjöru og Vatnstanga í landi Staðar var fyrrum aðalverzlunarhöfnin á þessum slóðum. Á einokunartímabilinu kom t. d. öll sigling inn á þessa vík, en mun hafa lagzt endanlega af í tíð Hörmangara. (Ath.: nánar má lesa um þetta í Staðhverfingabók.) Í seinni tíð hafa dekkbátar stundum verið látnir liggja inni á víkinni og hefur lánazt ágætlega. Vík þessi hefur ekki verið nefnd neitt sérstakt i tíð núlifandi manna, en hefur e. t. v. áður verið nefnd Staðarvík, a. m. k. heitir Staðarsund inn á hana. Það er áll á milli Dalboða  að austan og Gerðistanga (í Staðarlandi) að vestan. Vörðunesboði rís upp af grynningunum fram af Vörðunestanga, og er Dalboði rétt utan hans á sama grynningahrygg. Ekki þurfti mikinn Tóftir konungsverslunarinnar fremstsjó til að bryti á boðum þessum, og í stórbrimum brýtur þvert fyrir víkina.
Búðarhella er upp af Kóngshellu og upp af henni Tóftaklöpp. Hún er stærst klappanna. Á henni stóðu fiskhjallar áður fyrr. Vestan hennar er Tóftavör vestast í Garðafjöru. Búðasandur tekur við af henni til vesturs.
Danska verzlunarhúsið stóð á litlum hól u.þ.b. 80 m upp af Tóftavör. Ennþá sést móta fyrir grunni þess.
Utan (vestan) við Búðasand eru Hvirflar, hæðardrag á mörkum Húsatófta og Staðar. Þar er vindasamt og einnig taka Hvirflar af útsýni á milli Húsatófta og Staðar. Á Hvirflum eru tvær vörður, Hvirflavörður. Neðri varðan er ofan við efsta flóðfar, hin um 150 m ofar. Vörðurnar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli Húsatófta og Staðar með stefnu um Skothól í Hauga við Haugsvörðugjá, en hún er á mörkum milli Húsatófta og Hafna.Nónvarða
Í Hvirflum, austan við Hvirflavörður, var gerð steinbryggja árið 1933. Er hún í landi Húsatófta.
Verður þá aftur lýst austan frá. Skammt fyrir ofan Bjarnagjá er hár hóll eða klettur, sem heitir Hvíldarklettur. Hann er skammt norðvestan við gömlu brautina milli Járngerðarstaða- hverfis og Staðarhverfis. Munu menn hafa lagt byrði sína af sér á klettinn til að hvíla sig.
Tvær vörður með dálitlu millibili stóðu á bakkanum tæpum 200 metrum austan við Vatnslón. Vörður þessar heita Sundvörður. Þegar þær bar í háan hraunstand í háhrauninu og í Höskuld, hnjúk austan í Þórðarfelli, þá var verið á réttu Djúpsundi (þ. e. ytra hluta Staðarsunds). Var því miði haldið, þar til Hvirflavörður bar saman á Snúningnum. Þá var sveigt til vinstri inn á Staðarvík, en þaðan var greið leið inn í Staðarvör og Tóftavör, þótt brimhroði væri. Snúningur var nefnt, þar sem beygjan var tekin, og talað var um að vera kominn á Snúning.
Hraunstandurinn, sem áður var nefndur, var alltaf kallaður Sundvarða og hraunið umhverfis hann Sundvörðuhraun.
Í Arfadal, neðan við túnið á Húsatóftum, eru Pípuklettar. Í frosthörkum urðu óvenjulöng grýlukerti niður úr þessum klettum. Neðan þeirra, með sjávargötu frá Húsatóftum, er lítill klettur eða hóll, sem Pústi heitir. Þar hvíldu menn sig gjarnan, er sjófang var borið heim.
Út undir Hvirflum eru klettar, sem heita Háavíti og Lágavíti. Í þeim eru mörg grjótbyrgi, og var fiskur þurrkaður í þeim, áður en söltun kom til.
Fimm tómthús voru í landi Húsatófta í línu frá Húsatóftum að Hvirflum: Hamrar, Blómsturvellir, Dalbær, Vindheimar og Reynistaður [leiðr. EKE, var “Reynivellir”]. U. þ. b. 1/2 km var á milli allra þessara húsa. Öll þessi tómthús nema Húsatóftir - gamla bæjarstæðiðDalbær voru byggð eftir 1910 og eru nú ásamt heima-jörðinni öll í eyði og nú aðeins rústir einar.
Reynistaður stendur enn (hús með kastalaþaki) og er nú nýttur sem sumarhús. Bærinn var þurrabúðarfjár- festing, byggður af Kristjáni Halldórssyni og Önnu Vilmundardóttur frá Löndum árið 1934. Bygging Reynistaða sýndi ótvírætt, að við þar framkvæmdir í hafnarmálum Staðhverfinga, sem bryggjan á Hvrirflum var, vöknuðu vonir um að í Hverfinu myndi byggðin ekki leggjast af, jafnvel fara vaxandi og haldast í hendur viuð fólksaukninguna í Grindavík í heild. Menn reiknuðu þá ekki með jafn örum vexti, sem hin góða hafnaraðstaða í Hópinu myndi skapa í Járngerðarstaða- hverfi. Við hana stóðst bryggjukrílið á Hvirflunum vitanlega hvorki samanburð né samkeppni. Og því fór sem fór.
Vindheimar voru reistir um 1911 er Árni Jónsson á Húsatóftum seldi Magnúsi syni sínum í hendur þriðjunginn af sínum parti á Tóftum. Síðar, líkt og Templarahúsið í Fiskibyrgi á Byrgishæð ofan HúsatóftaJárngerðarstaða- hverfið, varð Vindheimahúsið miðstöð Staðhverfinga. Að lokinni álfabrennu á þrettándanum og dansi í kringum hana uppi á barðinu austur af Stað, var hlaupið við fót heim að Vindheimum. Ljós voru tendruð, nikkan tekin á hné og danssporin stigin af ungum og öldnum. Á stundum var polkinn eða rællinn svo heillandi á Vindheimaballi, að pörin leiddust ekki til síns heima, fyrr en má var að skinnklæðast, hrinda fram skipinu og róa út á mið í skímu komandi dags. Vindheimar fóru í eyði 1934.
Dalbær var reistur 1906, fyrsta þurrabúðin að Húsatóftum. Elsie og Guðsteinn Einarsson, síðar hreppstjóri eftir föður sinn, bjuggu um tíma í Dalbæ. Bærinn fór í eyði 1946.
Blómsturvellir, þurrabúð, eru fyrst nefndir í manntali 1914, en samnefnt kot hafði áður verið í landi Staðarlandi. Flsut var úr húsinu 1922 og stóð það autt um skeið, en var síðan rifið og efniviður þess fluttur sjóleiðina með timburbát til Keflavíkur. Ekki varð þó úr að húsið yrði endurbyggt þar.
Húsatóftir - nýjasta húsið - nú golfskáliHamrar voru byggðri af Jóni vitaverði Helgasyni á Reykjanesvita. Hann fékk útmælda 900 ferfaðma lóð hjá Einari á Húsatóftum og byggði sér þar lítið, pappaklætt timburhús og kallaði á Hömrum. Það var aðeins 28 ferfaðma að flatarmáli, Fyrsta árið voru þar 11 manns í heimili. En hjartarúmið á Hömrum var nóg, ekki stóð á því. Árið 1930 fékk Jón Stað til ábúðar og fluttist þangað. Eftir hann kom enginn að Hömrum. Nokkrar sagnir eru til um samskipti Hamrabónda og hreppstjórans á Húsatóftum, en sá fyrrnefndi þótti stoltur mjög.
Vestur af Húsatóftum er landið nokkru hærra og heita þar Hæðir suðvestur af bænum. Á þeim eru Nónvörður, eyktamark frá Húsatóftum. Þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627, lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker í landi Staðar. Gekk þá Staðarprestur upp á efstu brún Hæðanna, hlóð þar þrjár vörður og mælti svo um, að Grindavík skyldi ekki verða rænd, á meðan í þeim stæði steinn yfir steini. Hefur það orðið að áhrínsorðum, enda Hjálmagjástanda Nónvörður að nokkru enn.
Sanda heitir hóll upp af Garðafjöru. Hann er skammt austan við hólinn, sem danska verzlunarhúsið stóð á. Er búizt var við brimi og flóðhæð, voru vertíðarskipin sett úr naustum upp á Söndu, sem var um 200 m vestur af naustunum og stóð nokkru hærra en þau.
Tóftakrókar eru heiðarland á svæðinu frá Tóftatúni og vestur að apalhrauninu, á breidd um það bil 2 1/2 km. Miðkrókar eru miðsvæðis i þessari heiði. Þar er Miðkrókagjáin, löng og djúp. Margar fleiri gjár eru í Tóftakrókum og liggja allar eins, frá norðaustri til suðvesturs, flestar djúpar og margar með vatn í botni. Um Tóftakróka lá vegurinn í Hafnir fast með Tóftatúni. Vestast í Tóftakrókum er Skothóll í mörkum milli Húsatófta og Staðar, fast upp undir apalhrauninu (Eldborgahrauni). Skothólsgjá liggur eftir endi-löngum hólnum frá norðaustri til suðvesturs. Á Skothól hefur líklega verið legið fyrir tófu. Um 1/2 km norður af Skothól er Grýtugjá. Allmikið graslendi er á þessu svæði. Um 1500 m norður af Grýtugjá er Sauðabæli, hár hóll. Landgott og skjólsælt var í kringum hann og hélt fé sig þar mikið. Gamli Hafnavegurinn úr Staðarhverfi liggur milli Sauðabælis og apalhraunsins.
Vestur af Grýtugjá, upp undir jaðri apalhraunsins, er Hrafnagjá. Hún liggur frá norðaustri til suðvesturs eins og allar gjár á þessu svæði og reyndar allar gjár á Reykjanesi. Frá Hrafnagjá er einstigi um hraunið frá Sauðabæli út í Óbrennishóla. Troðningur þessi eða einstigi er fær öllum, þótt slæmur sé. Í Óbrennishólum er töluvert graslendi og lyng og ekki eins hraunbrunnið land og í kring. (Ath.: Ekki hafa Jón og Einar heyrt þá nefnda Óbrynnishóla).
Vörðuð þjóðleið að HúsatóftumMiðkrókakriki teygist langt inn í apalhraunið úr vesturjaðri Tóftakróka. Í norðvestur af honum, úti í apalhrauninu, er dálítið sléttlendi og eru þar nokkur grjótbyrgi, er gefa til kynna, að þar hafi fólk hafzt við, er vildi fara huldu höfði. [Byrgin eru 9 talsins, ýmist einhlaðin eða tvíhlaðin [viðb. EKE]]. Byrgin eru vel falin í apalhrauninu, en frá staðnum ber Sundvörðuna í Gyltustíg í Þorbirni. Getgátur eru um, að þangað hafi menn flúið ¬- annaðhvort undan ræningjum eða drepsóttum eða þá að ófrjálsir menn hafi hafzt þarna við, en engar sagnir eru um mannvist þarna. Sléttar klappir eru þarna og er hraunið hátt umhverfis. Á klöppum þessum, nálægt miðju, eru þrjú byrgi í röð frá austri til vesturs. Auk þess er rúst af kofa norðaustast í þessari hvilft, undir hárri hraunnípu. Þröngum og djúpum hraunkrika vestan við rústina hefur verið lokað með grjótgarði og virðist þar hafa verið fjárrétt.
Vestan við Tóftatúnið eru Byrgjahólar. Eru þar mörg hlaðin byrgi frá þeim tímum, er allur fiskur var hertur. Byrgi þessi vHarðhaus og Dalurinn ofan við Húsatóftiroru yfirleitt kringlótt og hlaðin í topp. Á þeim voru lágar dyr, vafalaust til þess að stórgripir kæmust ekki inn í þau. Þau voru hlaðin úr stórgrýti, og blés vel í gegnum þau. Fiskurinn var hengdur á slár inni í byrgjunum. Aðeins eitt þessara byrgja er nú vel uppistandandi.
Vestast (efst) í túni Húsatófta byrjar gjá, grasi gróin í botninn. Vestri hamraveggurinn rís allmiklu hærra en sá eystri, og reyndar er enginn eystri veggur neðst. Gjá þessi heitir Hjálmagjá. Haft var eftir gömlu fólki, að það hefði oft séð hamrana upplýsta með dýrlegum ljósahjálmum, sem báru mjög af lýsiskollunum í mannheimi.
Framhald Hjálmagjár með túninu heitir Túngjá og síðan heitir hún Tóftagjá og er hún eina 2-3 km á lengd. Norðaustur af Tóftatúni er Baðstofa, mikil gjá, 18 faðma djúp, þar af er dýpt vatnsins í botni hennar 9 faðmar. Töluverður gróður er á hamrasyllum í gjánni. í Baðstofu var oft sótt vatn, er brunnar spilltust í stórflóðum. Þótti vatn þar mjög gott. Svo sagði Lárus Pálsson hómópati, að hann tæki hvergi vatn í meðul annars staðar en í Baðstofu. Sögn er um, að Staðarprestar hafi fengið að sækja vatn íBrunnur við Húsatóftir Baðstofu gegn því, aö Húsatóftabændur fengju að taka söl í landi Staðar.
Norðan Baðstofu er Baðstofugreni. Norðaustur af Baðstofu er Baðstofuhraun, en norður af því er Bræðrahraun. Það nær niður á milli Sundvörðuhrauns og Blettahrauns, sem er í landi Járngerðar-staða. Norðan við Tóftagjá er hár hóll, Skyggnir. Þar var skipt í leitir, er Tóftakrókar, Baðstofuhraun og Bræðra-hraun og landsvæðið upp af Vörðunesi var smalað.
Vestur af Eldborgahrauni er Sandfellshæð, mikil um sig. Í henni er Sandfellsdalur, gamall eld-gígur, einhver sá mikilvirkasti á Reykjanesi. Í botni hans eru margir stapar og gosop, nú gróin mosa og grasi. Framan við Sandfellshæð eru hólar, sem heita Einiberjahólar. Þeir ná vestur að Haugum við Haugsvörðugjá. Fram af hólunum er Hrossabeinagreni.”
Örnefni í túninu eru eftirfarandi: “Norðaustast í túninu [á Húsatóftum [viðb. EKE]] er lægð, er heitir Dans. Í leysingum á veturna fylltist hún oft af vatni. Þegar frost komu, varð þar ágætt skautasvell. Sást þá oft huldufólkið úr Hjálmagjá leika þar listir sínar á skautum í tunglsljósinu. Krían var áleitin...Mun lautin draga nafn sitt af því. Sunnan við Dans er Kvíalág og Fjósaskák sunnan hennar. Næst er Harðhaus. Þar hraktist aldrei hey. Í óþurrkatíð var Harðhaus sleginn til þess að fá þurrk. Þessi örnefni eru öll vestan og norðan gamla bæjarins og ná Fjósaskák og Harðhaus alveg heim að gamla bæ. Suðaustan við bæjarhlaðið eru gamlar veggtóftir, er nefndust Þanggarður (sbr. heygarður). Þar var þurrt þang geymt til vetrarins. Var því hlaðið þar upp og tyrft yfir það eins og hey. Á veturna var það svo notað til eldiviðar. Þangið var skorið í fjörunni, helzt þegar stórstreymt var, og reitt á hestum upp á sjávar-bakkann til verkunar. Þegar sterkur álandsvindur var, þá var þang oft skorið “undir straum”, vafið um það gömlum netariðli og með flóði fleytt í efsta flóðfar og þaðan reitt á hestum upp á þurrkvöll. Þá var breitt úr þanginu eins og heyi til þurrkunar. Nú var nauðsynlegt, að rigndi vel á þangið, svo úr því færi öll selta. Næst var þangið þurrkað vel, bundið í bagga eins og hey og flutt í geymslur til vetrarins. Oftast ...og eggiðvar þurru þanginu hlaðið í bing í eldhúsinu og brennt í hlóðum. Vel þurrt þang logaði vel, með snarki og neistaflugi, en heldur þótti það léttur eldiviður. Kom sér þá vel að hafa “rekaspýtu í augað”.
Litlatún er austasti jaðar Tóftatúns. Vestan þess eru lágir hólar, nefndir Hrygghólar. Munu þeir draga nafn af fiskhryggjum, en sjóslang var borið á þá. Vestan þeirra er slétt flöt, nefnd Veita. Ævafornar hleðslur eru sunnan hennar og norðan. Virðast þær hafa verið ætlaðar til að stöðva vatn á Veitu. Vestan Veitu er Hjálmatún, brekkan upp að Hjálmagjá.
Alllangt suðvestur af Tóftatúni, eins og það er nú, eru rústir gamalla grjótgarða. Munu það vera hin gömlu mörk Tóftatúnsins. Innan garðsins hefur myndazt uppblástur í túninu, sem á áratugum hefur teygt sig æ lengra inn í túnið, bar til uppblásturinn var stöðvaður á árunum kringum 1930 með því að gera sneiðingu í bakkann og græða sárið. Við þennan uppblástur í áratugi eða aldir myndaðist þessi lægð, Skipadalur, í suðvesturhorn Tóftatúns. Munu vertíðarmenn löngum hafa sett skip sín að lokinni vetrarvertíð upp í Skipadalinn.
Leifar seinni tíma saltfisverkunnar á KóngshelluÍ Sögu Grindavíkur (JJÞ-1994) segir m.a. um Húsatóftir: “Húsatóttir var eina lögbýlið í Staðarhverfi, að Stað undansyldum. Húsatóttum lýsir séra Geir Bachmann svo í lýsingu Grindavíkursóknar: “Var jörð þessi fyrrum Viðeyjarklausturs jörð, og höfðu Viðeyingar hér útræði. Jörðin er rúm 33 hndr. að dýrleika og 1836 (1837) seld með fleri kóngsjörðum þetta ár til þáverandi landesta þar, Jóns bónda Sæmundssonar… Svo er háttað á Húsatóttum, sem bærinn og túnið væri á afarbreiðum klettastalli, er það umgyrt að austan og vestanverðu með öflugum grjótgarði, en fær ekki frelsað það fyrir töluverðu sandfoki af allri vestanátt, því milli Staðar og Húsatótta eru graslausar sandflesjur á milli lágra hraunklappa. Mörgum þykir fallget á bæ þessym, því þar eru stór tún, slétt og fögur, þegar í blóma standa; eru þau allvel ræktuð. Héðan er og víðsýnast frá bæjum í sókninni, þó ei sé annað að sjá fyrir utan túnið en sand, sjó og brunnin hraun.”
Vindheimar - dæmigerð þurrabúðHúsatóttir komu að sönnu mikið við sögu Grindavíkur á fyrri öldum, ekki síst vegna þess að þar var aðalaðsetur Grindavíkurverslunar á 17. öld, og allt fram til 1742. Heimildir um Húsatóttir fyrir 1700 eru afar fáskúðugar. Viðeyjarklaustur hafði þar ítök í reka og öðrum fjörugæðum þegar á 13. öld, en að öðru leyti koma Húsatóttir lítt við sögu í skjalfestum heimildum fyrr en kemur fram á 18. öld. Jörðin virðist hafa komist að fullu í eigu Viðeyjarklausturs ekki síðar en á 15. öld, og eftir síðaskiptin sló konungur eign sinni á hana eins og á aðrar eigur íslensku klaustranna. Voru ábúendur á Tóttum því landestar klaustursins frá því á 15. öld og fram að siðaskiptum, en eftir það konungslandsetar allt fram til þess, er jörðin var seld 1837.
En þótt Húsatóttir hafi sannanlega verið í byggð frá því á 12. öld, og sennilega frá landnámsöld, er lítið vitað um ábúendur þar fyrir 1700.” Krían og hreiðurgerð hennar hafa sett svip sinn á Húsatóftir um aldir – og nytin verið eftir því.
Klettar við Húsatóftatún“Merkilegar fornleifar hafa fundist á Húsatóttum. Það var veturinn 1872, að rústir af mörgum smáum kofum, hlöðnum úr grjóti, fundust af tilvilkun í hraunkvos skammt vestur af Sundvörðunni. Þorvaldur Thoroddsen skoðaði tóttirnar árið 1883 og sumarið 1902 kom Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi til Grindavíkur og skoðaði rústirnar. Hann birti lýsingu á þeim í skýrslu sinni í Árbók Fornleifafélagsins árið 1903 og taldi tóttirnar vera alls sjö, en of litlar til þess að menn gætu hafa dvalið þar nema skamman tíma í einu. Löngu síðar rannsakði Ólafur Brieum rústirnar, og taldi hann alls tíu tóttir. Lýsing Ólafs af tóttunum er ýtarleg, en ekki kemst hann, fremur en Brynjúlfur og Þorvaldur, að ákveðinni niðurstöðu um þaðm til hvers kofarnir hafa verið notaðir. Þar virðast einkum tveir möguleikar koma til greina; að þarna hafi útilegumenn hafst við skamma hríð, eða að byggðamenn hafi útbúið þarna fylgsni, sem flýja mætti í ef ófrið eða ræningja bæri að höndum. Væri því trúlegast að kofarnir hafi verið hlaðnir á 17. öld, eftir Vegur að Vindheimum - minjar konungsverslunarinnar fjærTyrkjaránið [1627].” Þess má geta að um þessar fornleifar er fjallað annars staðar á vefsíðunni, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að minjarnar hafi verið fiskgeymsluhús, sem virðist jú nærtækasta skýringin m.v. stærð, lögun, staðsetningu og samanburð við önnur sambærileg í nágrenni Grindavíkur. Nákvæmlega eins byrgi, algerlega ósnert, fundust í einni FERLIRsferðinni árið 2006.
Ljóst er að verslunarhöfn var við Húsatóttir þegar árið 1665. Ekki þótti kaupmönnum ráðlegt að endurreisa gömlu verslunarhúsin við Járngerðarsund, sem lögðust af á hafísárinu 1639, en fluttu sig þess í stað vestur í Arfadal í landi Húsatótta. Þar var ráðist í umtalsverðar framkvæmdir. Verslunarhús var reist á staðnum 1731. Leifar alls þessa má enn sjá yst á golfvellinum, rétt ofan við sjávarbakkann. Árið 1745 hættu Hörmangarar skyndilega að sigla á Arfadalsvík, en stefndu skipum sínum þess í stað á Básenda.

Helga Kristinsdóttir

Helga Kristinsdóttir á Húsatóftum.

Einar Jónsson, hreppstjóri, andaðist 1933. Eftir lát hans bjó ekkja hans, Kristín, áfram með börnum sínum að Húsatóttum, en fluttist inn í Járngerðarstaðahverfi árið 1944.
Þótt hér að framan sé hlaupið yfir langa sögu margra kotbýla og höfuðbóls, er brauðfæddu fjölmargan manninn um aldir, þrátt fyrir allnokkur þrengsli og mikil takmörk, má vel heimfæra víðáttu hins 18 holna leikvallar til afraksturs þess – þ.e. fjölda afkomenda og blómlegra mannlífs – þar sem stundir gefast til leiks og afslöppunar frá striti hversdagsins.
Til að koma fyrir golfvelli á minjasvæðum verður ekki komist hjá því að eyðileggja sumar minjanna. Á Húsatóftum hafa aðallega hinir gömlu hlöðnu veggir farið forgörðum, gamlar götur og stígar, lending og matjurtargarðar. Þá hafa örnefnin verið að hverfa með tíð og tíma.
Húsatóftir og Staður eiga það sammerkt með nútíðinni að breytingar í atvinnuháttum leiða til byggðaröskunnar. Fólki fjölgaði á tímum verslunarinnar og einnig var verulega byggt í hverfinu þegar bjartsýnin á aukinni útgerð var sem mest, en þegar hún varð að engu flutti fólkið sig um set .
Helga Kristinsdóttir ólst upp á Húsatóftum. Hún gekk með FERLIRsfélögum um tóftir gamla bæjarins á Efri-Tóftum og útskýrði aðstæður þar, eins og þær voru þar í hennar tíð.
Fábært veður.

Heimildir m.a.:
-Jón Þ. Þór, Saga Grindavíkur 1994.
-Gísli Brynjólfsson, Mannlíf mikilla sæva – Staðhverfingabók 1975.
-Örnefnalýsing fyrir Húsatóftir – Örnefnastofnun Íslands.
-Óli Gam. frá Stað og Barði á Húsatóftum.

Húsatóftir

Húsatóftir – minjar og örnefni.