Tag Archive for: Hvassahraunssel

Njarðvíkursel

Ætlunin er að reyna að gefa innsýn í 10 alda sögu seljanna ofan við Kálfatjörn og Ströndina, þ.e. Strandarheiði og Vogaheiði, á innan við 10 mínútum. Stikklað verður því á stóru.

Herdísarvík

Ómar Smári Ármannsson.

Byggðin hér á Vatnsleysuströnd var frá upphafi svo til öll með sjávarsíðunni. Útvegsbændurnir höfðu fjárbúskap samhliða útvegum. Fá býlin höfðu kýr og þá yfirleitt fáar. A.m.k. einn hlaðinn kúastekkur sést þó enn hér fyrir ofan – í Kúadal. Annars höfðu bændur stærri og landmeiri bæja fé sitt yfirleitt í seli yfir sumarið, venjulega frá 6. – 16. viku sumars, en í þá tíð var árdagatalið miðað við meginárstíðarnar, sumar og vetur. Vegna ótíðar gat seljatíðin færst til um viku eða svo. Selin voru yfirleitt í jaðri jarðanna til að nýta mætti landið sem best, þ.e. hlífa heimatúnum, sem yfirleitt voru lítil, og heimahögum, en beittu úthagann. Lífið á Ströndinni hér áður fyrr, eins og svo víða annars staðar á Reykjanesskaganum, snerist um fisk og fé. Fólkið hélt lífinu í fénu og féð hélt lífinu í fólkinu.

Arasel

Ara(hnúka)sel – stekkur.

Á Norðurlandi voru selin oft minni bæir, sem bændur fluttu með mest allt sitt fólk í yfir sumarið og gerðu út þaðan. Á Reykjanesi, sem telur í dag um 140 sýnilegar selstöður, þ.e. á milli Suðurlandsvegar og Stampa yst á Reykjanesi, voru selin annars eðlis. Þau voru tímabundar nytjaútstöðvar bæjanna er byggðu afkomu sína engu minna á útgerð. Dæmi eru þó um einstaka kolasel, þ.e. þau hafa verið notuð til kolagerðar í heiðinni.
Selin eða selstöðurnar í heiðinni, þ.e. í Vatnsleysustrandarbæjalandi milli Hvassahrauns og Seltjarnar, en Innri-Njarðvíkur tilheyrðu þeim þangað til á 20. öld, eru um 34-40, eftir því hvernig talið er.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Hvassahraunssel er austast, en Njarðvíkursel vestast, við Seltjörn eða Selvatn, eins og það þá hét. Deilt hefur verið um hvort Dalselið undir Fagradalsfjalli hafi tilheyrt Grindavíkingum eða Strandarmönnum. Þá var Sogasel í Trölladyngju í fyrstu sel frá Krýsuvík, en síðan Kálfatjörn. Þessi sel hafa áreiðanlega ekki öll verið notuð á sama tíma, sum eru greinilega eldri en önnur, þó gera megi ráð fyrir að þau hafi jafnan verið gerð upp eftir því sem not voru fyrir þau. Þá benda einkum gerðir seljahúsanna til þess að þau séu frá mismunandi tímum.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Áhersla á landbúnað var meiri á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, en þá voru bæirnir líka færri. Þegar líða fór á miðaldir og síðar urðu fiksveiðar ríkari þáttur útvegsbændanna, en landbúnaður óverulegur. Líklegt er að þá hafi seljunum fækkað. Samkvæmt jarðabókinni 1703 voru þá a.m.k. 18 sel og selstöður í notkun frá Vatnsleysustrandarbæjunum. Það hefur því oft verið talsvert líf í heiðinni, eða um 40-60 manns að staðaldri yfir sumarmánuðina.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

Síðast var haft í seli frá Flekkuvík um og í kringum 1870 og mun það hafa verið síðasta selið í notkun frá Vatnsleysustrandarbæ. Gunnar og Ólafur Erlendssynir nefna Flekkuvíkursel í örnefnaskrá árið 1976 og segja: “Herdís Jónsdóttir frá Flekkuvík, f: 1858, kom í selið sem barn og voru þar þá bæði smali og selráðskona. Í selinu voru þá einnig eingöngu hafðar kindur”.
Síðasta selið á Reykjanesi var Hraunselið undir Núpshlíðarhálsi, en það var í notkun til 1914.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Oftast bera selin nöfn þeirra bæja, sem gerðu þau út. Flekkuvíkursel var frá Flekkuvík, Hvassahraunssel var frá Hvassahrauni, Óttarstaðasel frá Óttarstöðum o.s.frv.

Sogasel

Sogasel.

Þó eru dæmi um að selin hafi dregið nöfn sín af staðháttum, s.s. Sogasel í Sogagíg, Selsvallasel af Selsvöllum og Gvendarsel undir Gvendarselshæð af Krýsuvíkur-Gvendi o.s.frv. Flestra seljanna er getið í gömlum heimildum og örnefnalýsingum. Nokkur þeirra, a.m.k. þeirra stærstu, má sjá á gömlu kortum, s.s. dönsku herforingjakortunum svonefndu, en annað það er gefur vísbendingu um að sel hafi verið að ræða á tilteknum stöðum eru nafngiftir tengdar þeim, s.s. Selháls, Selshæð, Selsvallafjall, Selsvellir, Selsfjall, Seljahlíð, Selalda, Selstígur og Selshóll.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel.

Selstígurinn lá upp frá bænum að selinu. Hann var venjulega u.þ.b. klukkustundar langur – stundum styttri – stundum lengri. Stígurinn var varðaður og varða var á hól ofan við selstöðuna. Hér á Reykjanesi var selið oftast í skjóli fyrir rigningaráttinni, að norðaustan, þ.e. í skjóli við hól, hæð eða gjábakka mót suðvestri. Selið sjálft var venjulega þrjú rými. Einn inngangur var í tvö þeirra, þ.e. svefnaðstöðu og búr, og annar í eldhúsrýmið. Í sumum seljunum voru fleiri en ein selstaða, þ.e. frá fleiri bæjum. Skammt frá var vatnsstæði eða brunnur. Þó eru allnokkr dæmi um að notað hafi verið yfirborðsvatn í bollum og lautum, sem oft vildi þrjóta þegar leið á sumarið. Þá varð að yfirgefa sum selin, s.s. áður en eiginleg selstíð var á enda. Í selinu var tvískiptur stekkur, venjulega hlaðinn úr grjóti. Hann var notaður til að færa frá. Einnig var þar kví, notuð til mjalta. Fráfærur voru í upphafi stekkstíðar og er í rauninni sérstakur kafli seljabúskaparins.

Kálffell

Kálffell – fjárskjól.

Fjárskjól, hlaðið fyrir hellisop eða skúta, eru við eða nálægt sumum seljanna á Reykjanesi, en fá hér í heiðinni. Þó má sjá slíkt í Kálffelli, en þar er sagt að Oddur á Grænuborg hafi setið yfir sauðum og í Öskjuholti. Einnig við Smalaskála. Sauðaútgerðin er enn annar kafli, sem ekki verður fjallað um hér.
Fjárborgir, hlaðin hringlaga gerði, eru nokkur í heiðinni. Má þar frægasta nefna Staðarborgina hér ofan við Kálfatjörn, Gvendarborg, enn ofar, Pétursborg á Huldugjárbarmi, Þórustaðaborgina, Auðnaborg, Hringinn, Grænuborg og Gvendarstekk ofan við Voga. Sumar tengjast seljabúskapnum, en þeim var þó yfirleitt ætlað að veita fé skjól í vondum veðrum. Fé var ekki tekið í hús, eða sérstök hús byggt yfir fé, á Reykjanesi fyrr en komið var fram á 20. öldina.

Arasel

Ara(hnúka)sel – tilgáta.

Nátthagar voru ekki fjarri seljunum, yfirleitt í stórum grónum lægðum eða hraunkrókum.
Yfirleitt var tvennt í hverju seli, þ.e. selmatsseljan, eða selráðskona, og smalinn. Stundum var unglingur hafður með til aðstoðar. Dæmi er um að kona í seli hafi haft með sér erfiðan ungling til verka og fékk að launum fisk frá foreldrunum á Ströndinni. Dugði hann til viðurværis út árið. Verkaskiptingin var skýr. Hún mjólkaði og vann úr mjólkinni, en hann gætti fjárins og skilaði því í selið á tilskildum tíma. Gerði hann það ekki gat hann átt von að þurfa að éta skömmina, eins og það var nefnt. Þessi verk gátu oft verið erfið og slítandi. Samt voru þetta eftirminnilegustu verk þeirra, sem þau unnu, er litið var síðar yfir liðna tíð.

Gjásel

Gjásel – tilgáta ÓSÁ.

Sögur tengdar seljafólkinu eru nokkrar til, þá aðallega tengdar barnshafnandi seljamatsseljum eftir að huldumenn eða útilegumenn komust í tæri við þær. Þá gleymdist oft að bóndinn á bænum fór reglulega upp í selið á tveggja eða þriggja daga fresti til að sækja afurðirnar og færa þangað matarkyns, talsverður samgangur var á milli seljanna og auk þess var nokkur umferð fólks um heiðina yfir sumartímann, á leið hingað og þangað umm Innnesin og Útnesin því ekki fóru allir Almenningsleiðina.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selsbúskapurinn átti erfitt uppdráttar þegar tók að líða á 19. öldina, bæði vegna mannfæðar á bæjum og sumir sögðu vegna leti bændanna. A.m.k. þurfti konungstilskipun til að gera bændum skylt að gera selin út, en þeim fækkaði þó smám saman uns þau lögðust af er líða fór að aldamótunum 1900.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Selsbúskapurinn leggst af á ofanverðri 19. öld. Ástæðan er ekki ein heldur nokkrar; fólki tók að fækka á einstökum bæjum, aukin áhersla var lögð á útveg, kýr voru nyjaðar í auknum mæli líkt og féð áður, þ.e. unnir ostar, smér og aðrar afurðir, og breytingar urðu á samfélagsmyndinni. Féð var nýtt heima við framan af sumri, en síðan rekið á afrétt til sumarbeitar, en smalað að hausti.

Selsvallaselsstígur

Selsvallaselsstígur.

Ekki hefur verið skrifað mikið um sel hér á landi, en Guðrún Gísladóttir hefur þó ritað um Grindavíkurselin, bæði á Baðsvöllum og á Selsvöllum undir Núpshlíðarhálsi, sem Vogamenn hafa stundum viljað hafa átt, og Sesselja Guðmundsdóttir, heimamaður hér á Ströndinni, hefur getið allra seljanna í heiðinni og nefnir þau í bók sinni Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd, sem Lionsklúbburinn gaf út á sínum tíma. Þar getið þið lesið ykkur meira til um þetta efni. Brunnaselstöðunni er t.d. lýst svo:”….Selstöðu hefur jörðin við fjallgarð, er þar hagar litlir, en vatnsskortur að miklu meini, þegar þerrar gánga”. Þessi heimild segir okkur margt um erfiða búskaparhætti og ástand gróðursins í heiðinni. í Brunnastaðaseli hafa þá verið 30-40 kindur og er það hreint ekki lítið.

Í heimildum um sel segir m.a. á einum stað: “Í seljum þessum störfuðu venjulega 2-3 menn; selsmalinn og selráðskonan og oft einn unglingur þeim til aðstoðar, ýmist piltur eða stúlka. Áður fyrr voru þar gerðir úr mjólkinni, ostar, skyr, smjör og sýra…. Sótt var í selið tvisvar í viku; skyr, mysa og smjör og flutt heim á hestum”.

Snorrastaðatjarnir

Snorrastaðasel við Snorrastaðatjarnir.

Heiðin lítur öðruvísi út í dag en hún gerði þegar selsbúskapurinn var í sem mestum blóma. Telja má víst að landsnámsmenn hafi komið með selsbúskaparhættina með sér frá Noregi og haldið þeim þegar hingað var komið að teknu tilliti til aðstæðna hér. Þau munu skv. því hafa verið við lýði hér í um 1000 ára skeið. Selsbúskapurinn hefur því verið stór þáttur í búskaparháttum þessa landsvæðis, en er nú að mestu gleymdur. Hins vegar eru minjar seljanna enn vel sýnilegar í heiðinni og standa þar sem minnismerki þess liðna – fortíðinni – sem við þurfum að geta borið virðingu fyrir. Þau tala máli fólksins, forfeðra okkar og mæðra, sem hér bjó, stritaði og dó, en skyldu eftir sig dýrmæta arfleið – okkur.
Selin í heiðinni bíða heimsóknar ykkar – hvenær sem þið hafið áhuga á, getu eða nennu og tíma til.

Úr erindi ÓSÁ er flutt var í Kálfatjarnarkirkju á Menningardegi í kirkjum á Suðurnesjum 24. okt. 2004.

Selsvellir

Selin á Selsvöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Hvassahraunssel

Ákveðið var að freista þess að finna Skógarnefsskúta í Skógarnefi ofan við Krossstapa.

Loftsskúti

Loftsskúti.

Gengið var frá Reykjanesbraut upp að Loftsskúta þar sem mikil hleðsla er fyrir skúta í jarðfalli vestan undir hraunhæð. Varða er á hæðinni er gefur vísbendingu hvar skútann er að finna. Þaðan var haldið beina leið upp í Hvassahraunssel. Þangað er u.þ.b. hálftíma gangur. Rjúpur á stangli. Há varða er á austanverðum hraunhrygg, sem selið er norðvestanundir. Tóttir tveggja heillegra húsa eru í selinu, hvort um sig þriggja herbergja. Gróinn stekkur er undir hraunásnum og annar hlaðinn, heillegur vestan við tóttirnar. Tækifærið var notað og selið rissað upp.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Haldið var áfram til suðurs upp frá selinu, framhjá Snjódölum, djúpum fallegum hraunlægðum, upp Mosana meðfram Eldborgarhrauni. Þegar komið var að hraunhæð ofarlega í þeim svo til alveg við hraunkantinn, var gengið eftir stíg yfir hraunið og inn á Skógarnefið. Svæðið er mikið gróið og fegurð þess endurnýjar snarlega sérhverja orkulind þreytts ferðalangs. Klukkustund liðinn frá upphafi ferðar.

Skógarnefsgreni

Skógarnefsgreni.

Gengið var niður með gróðursvæðinu og síðan svolítið inn á því. Mikið af rjúpu. Skömmu áður en komið var að landamerkjagirðingu Lónakots, sem liggur þarna niður að Krossstöpum, taka við brattur og gróinn hraunbakki. Ofan hans er nokkuð slétt Mosahraun, en ofar runnabrekkur Almennings. Leitað var að Skógarnefsskútanum, en árangurslaust að þessu sinni.

Neðan við bakkann var hlaðið umhverfis greni (Skógarnefsgreni). Þrjár litlar vörður voru allt um kring. Norðar má sjá litla vörðu við mosahraunskantinn. Við vörðuna liggur stígur stystu leið í gegnum hraunið í áttina að einum Krossstapanum. Lítil varða var hlaðin við stígsendann að norðanverðu.

Urðarásgreni

Urðarásgreni.

Skammt norðar var hlaðið í kringum greni (Urðarásgreni) og litlar vörður um kring. Framundan var mikill stórgrýttur urðarás, merkilegt jarðfræðifyrirbrigði. Þegar komið er að krossstöpunum þessa leið má glögglega sjá þrjá slíka. Sá austasti er greinilega stærstur, en um hann liggur landamerkjagirðingin. Lítill krossstapi er skammt vestar og sá þriðji mun lægri skammt norðvestar. Norðvestan við neðsta krossstapann var hlaðið umhverfis tvö greni (Krossstapagrenin). Fallegt ílangt jarðfall var sunnan þeirra.

Skorásvarða

Skorásvarða, landamerki Hvassahrauns og Lónakots.

Sjá mátti háu vörðuna ofan við Lónakotssel í norðri. Önnur varða var á hraunhól í norðvestri. Gengið var að henni og áfram í sömu átt niður hraunið. Lónakotsselsstígnum var fylgt að hluta, en þegar stutt var eftir niður að Reykjanesbraut var beygt til norðurs og tvær hlaðnar refagildrur, sem þar eru á kjarrgrónum hraunhól, skoðaðar. Önnur gildran virðist hafa verið hlaðin upp úr merkjavörðu, sem þarna var.
Þegar gengið er um ofanverð hraunin má segja að minjar séu við hvert fótmál. Mikilvægt er að kunna að lesa úr þeim. Vörðurnar eru t.d. af margvíslegum toga, s.s. leiðarvörður við götur og stíga, staðsetningavörður við einstaka merkilega staði, grenjavörður (þrjár umhverfis greni – tveir steinar í hverri), sögulegar vörður (er staðsetja sögulega atburði) og refagildrur í vörðulíki.
Gangan tók 2 og ½ klst. Veður var frábært – fjórðungssól og hlýtt.

Hvassahraunssel

Rjúpur við Hvassahraunssel.

Loftsskúti

Gengið var frá gömlu (malbornu) Reykjanesbrautinni þar sem hún kemur undan nýju brautinni að sunnanverðu vestan Lónakots.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Tekið var mið að vörðu á hól í suðri. Frá henni sést yfir að annarri vörðu á hól í suðri, ekki langt frá. Sunnan undir þeim hól er jarðfall og hlaðið fyrir skúta í því norðanverðu, Loftskútahellir. Þarna geymdu Hvassahraunsmenn m.a. skotnar rjúpur á veiðum sínum. Þarna er skjólgott, en hins vegar gæti verið erfitt að finna skútann í snjóum. Varðan á hólnum gæti bætt úr því.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – tilgáta.

Þegar komið er að línuveginum sést í vörðu á hól í suðri. Ef þeirri vörðuröð er fylgt til austurs er komið á Hvassahraunsselsstíginn. Hann er vel greinilegur á köflum og liggur að Hvassahraunsseli. Háa vörðu ber við himinn á hól. Vestan við hólinn kúrir selið undir skeifulaga hraunhæð, tvær tóttir og fallegur stekkur í krika undir hraunhól. Selssvæðið er vel gróið. Háa varðan í austri er á fallegum gjábarmi.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – selsvarða.

Gengið var í norðnorðvestur frá henni. Þegar komið var yfir línuveginn tekur við talsvert kjarr á hæðum og hólum. Á einum þeirra var komið að fallinni refagildru. Skammt frá henni var önnur fallinn. Líklega hefur þarna verið um að ræða refgildrur frá Lónakoti, en vörðurnar upp í Lónakotssel liggja þarna til suðausturs skammt austar. Refagildrur sem þessar hafa sést víða um Reykjanesið, s.s. Á Selatöngum, við Grindavík, á Vatnsleysustrandarheiði, ofan við Hafnir og við Húsfell ofan við Hafnarfjörð. Þá má víða sjá hleðslur, byrgi og önnur merki eftir refaskyttur á skaganum.

Loftskúti

Í Loftskúta.

Einiber

Ákveðið var að reyna að finna Skógarnefsskúta í Skógarnefi ofan við Krossstapa.
Gengið var frá Reykjanesbraut upp að Loftsskúta þar sem mikil hleðsla er fyrir skúta í jarðfalli vestan undir hraunhæð. Varða er á hæðinni er gefur vísbendingu hvar skútann er að finna. Þaðan var haldið beina leið upp í Hvassahraunssel. Þangað er u.þ.b. hálftíma gangur. Rjúpur á stangli.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – uppdráttur ÓSÁ.

Hvassahraunssel-22

Hvassahraunssel – stekkur.

Há varða er á austanverðum hraunhrygg, sem selið er norðvestanundir. Tóttir tveggja heillegra húsa eru í selinu, hvort um sig þriggja herbergja. Gróinn stekkur er undir hraunásnum og annar hlaðinn, heillegur vestan við tóttirnar. Tækifærið var notað og selið rissað upp.
Í örnefnalýsingu Gísla fyrir Hvassahraun segir m.a. um Hvassahraunssel: „Heiman úr Tröðum liggur troðningur suður um Hellur, suður á hraunið. Það er Hvassahraunsselsstígur eða Selsstígur. Stígur þessi lá áfram suður hraun allt til Krýsuvíkur. Upp af Brennhólum er Hálfnaðarhæð. Þar er hálfnuð leið frá bænum í Selið. Þá tekur við sunnar nokkuð Selskrínshæð og þar sunnar er Viðunarhóll, skógi eða hrísi vaxinn. Þá er komið í Selið eða Hvassahraunssel, sem er vestan undir Selásum. Veggirnir standa enn nokkurn veginn uppi, og gróður er þar í kring. Vatnsbólið er undir skúta, eiginlega beint austur af Selinu, og er erfitt að finna það.“
Haldið var áfram til suðurs upp frá selinu, framhjá Snjódölum, djúpum fallegum hHvassahraunssel-21raunlægðum, upp Mosana meðfram Eldborgarhrauni. Þegar komið var að hraunhæð ofarlega í þeim svo til alveg við hraunkantinn, var gengið eftir stíg yfir hraunið og inn á Skógarnefið. Svæðið er mikið gróið og fegurð þess endurnýjar snarlega sérhverja orkulind þreytts ferðalangs. Klukkustund liðinn frá upphafi ferðar.
Gengið var niður með gróðursvæðinu og síðan svolítið inn á því. Mikið af rjúpu. Skömmu áður en komið var að landamerkjagirðingu Lónakots, sem liggur þarna niður að Krossstöpum, taka við brattur og gróinn hraunbakki. Ofan hans er nokkuð slétt Mosahraun, en ofar runnabrekkur Almennings.
Leitað var að Skógarnefsskútanum, en árangurslaust að þessu sinni.
Neðan við bakkann var hlaðið umhverfis greni (Skógarnefsgreni). Þrjár litlar vörður voru allt um kring. Norðar má sjá litla vörðu við mosahraunskantinn. Við vörðuna liggur stígur stystu leið í gegnum hraunið í áttina að einum Krosstapanum. Lítil varða var hlaðin við stígsendann að norðanverðu. Skammt norðar var hlaðið í kringum greni (Urðarásgreni) og litlar vörður um kring.

Urðarás

Urðarás.

Framundan var mikill stórgrýttur urðarás, merkilegt jarðfræðifyrirbrigði. Þegar komið er að krossstöpunum þessa leið má glögglega sjá þrjá slíka. Sá austasti er greinilega stærstur, en um hann liggur landamerkjagirðingin. Lítill krossstapi er skammt vestar og sá þriðji mun lægri skammt norðvestar. Norðvestan við neðsta krossstapann var hlaðið umhverfis tvö greni (Krossstapagrenin). Fallegt ílangt jarðfall var sunnan þeirra. Örn kom fljúgandi úr vestri á leið yfir að Skógarnefi og flaug lágt. Ótrúleg stærð. Hefur líklega komið úr Arnstapahrauni [Afstapahrauni] þarna vestan við.

Lónakotssel

Lónakotssel – uppdráttur ÓSÁ.

Sjá mátti háu vörðuna ofan við Lónakotssel í norðri. Önnur varða var á hraunhól í norðvestri. Gengið var að henni og áfram í sömu átt niður hraunið. Lónakotsselsstígnum var fylgt að hluta, en þegar stutt var eftir niður að Reykjanesbraut var beygt til norðurs og tvær hlaðnar refagildrur, sem þar eru á kjarrgrónum hraunhól, skoðaðar.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot segir m.a. um Lónakotssel: „Eins og segir í landamerkjalýsingu Lónakots og Óttarsstaða, liggur landamerkjalínan úr Sjónarhól í Vörðu eða Klett austan til við Lónakotssel. Þar höfðu í seli auk Lónakotsbónda hjáleigumenn frá Óttarsstöðum. Enda eru þarna þrjár aðgreindar seljatættur. Selið liggur rétt austan við Skorás, sem af þessum ástæðum er nefndur Lónakotsselshæð. Norðan í því er jarðfall nokkurt og nefnist Skorásbyrgi eða Lónakotsselshæðarbyrgi. Þar mátti nátta ásauðum.  Norður frá Skorás er Lónakotsselsvatnsstæði í flagi og þraut oftast í þurrkatíð. Skjöldubali, klapparhæð norður frá Hólbrunnshæð.“ 

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Hvassahraun

Hvassahraunssel

Í Hvassahraunsseli.

Hvassahraunssel

Gengið var upp frá Óttarsstaðafjárborginni að Alfaraleið, henni fylgt til vesturs, að mótum Lónakotsselsstígs (tvær vörður), honum fylgt spölkorn til suðurs uns komið var að gamalli sauðfjárveikigirðingu á landamörkunum, en þegar varðan á Skorás ofan við Lónakotsselið blasti við í suðaustri var stefnan tekin til suðurs á Hvassahraunssel undir Selásnum.

Hvassahraunssel

Selsvarðan ofan við Hvassahraunssel.

Tvær vörður á honum austanverðum gefa selsstöðuna til kynna. Hún er vestan þeirra. Gangan upp í selið tekur u.þ.b. 40 mín.
Fallegar hleðslur eru víða undir sauðfjárveikigirðingunni. Þótt hún sé fallin sjást enn einstaka staurar, auk þess sem landamerkin eru vörðuð svo til á hverjum hraunhól. Birkikjarrið hefur víða tekið vel við sér og óvíða má sjá reyniviðarhríslur skjóta upp kollinum. Nokkur lóuhreiður urðu sýnileg á leiðinni. Væntanlega er stutt í ungana.
Selsstæðið í Hvassahraunsseli er nokkuð stórt og vel gróið. Það er norðvestan undir Selásnum eða Selhæðunum, eins og þær eru stundum nefndar. Tvennar tóftir eru þar með stuttu millibili. Kvíar eru bæði norðan undir hraunhól í vestanverðu seltúninu og austar undir Selásnum. Vörðurnar stóru gefa til kynna brú yfir langa hraunsprungu í ásnum. Um brúna og ofan við hana mótar vel fyrir mikið genginni fjárgötu. Líklega er hér um svonefnda Skógargötu að ræða, en hún stefnir upp í ætluðu vatnsstæði, sem á að vera þarna í jarðfalli skammt austar.
Jón Helgason frá Litlabæ á Vatnsleysuströnd (1895-1986) segir í sendibréfi árið 1984: „Ég tel að alllangt fram á 19. öldina hafi verið haft í seli frá Hvassahrauni, því móðir Þórunnar, sem þar bjó lengi, Ingibjörg, var þar selráskona þegar hún var ung að árum en hún lifði líklega fram á annan tug þessarar aldar“.

Hvassahraunssel

Tóftir í Hvassahraunsseli.

Sé þetta rétt hafa a.m.k. tveir bæir í hreppnum haft í seli vel frá á 19. öld; þ.e. Hvassahraun og Flekkuvík.
Einnig er líklegt að ámóta lengi hafi verið selsbúskapur í Arahnúkaseli og Gjáseli því tóftir þar eru nokkuð núlegar. Trúlega hafa öll sel lagst af í kjölfar fjárkláðans árið 1856, en þá var allt fé skorið niður á Vatnsleysuströnd.
Hvassahraunsselsstígur liggur frá Hvassahrauni og upp í selið og er nokkuð greinilegur á köflum þó erfitt geti reynst að finna hann næst Reykjanessbrautinni. Selstígurinn liggur áfram langt upp úr austan við Selásana og fellur þar inn í Skógargötuna sem liggur frá Hafnarfirði um Óttarsstaðasel og upp að fjallgarði. Gata þessi ber mismunandi nöfn. Í Hafnarfjarðarlandi heitir hún Rauðamelsstígur eða Óttarsstaðaselsstígur, fyrir ofan Hvassahraun heitir hún Skógargata og þegar ofar kemur heitir hún Mosastígur.
Heimildir um vatnsból við Hvassahraunssel og þá „undir skúta, eiginlega beint austur af selinu, og er erfitt að finna það.“

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – stekkur.

Til baka var gengið til norðausturs inn í gróið hraunið og stefnan síðan tekin til norðurs, áleiðis að upphafsstað.
Hraunið er víða stórbrotið á köflum. Bláklukka og ljónslappi léku sér við fífla og blóðberg í sólskininu. Rjúpan var söm við sig.
Þegar gengið er um hraunið, sem rann úr Hrútargjárdyngju fyrir rúmlega 5000 árum, er óhjákvæmilegt að hugurinn reiki aftur til þess tíma er gangandi fór þar um sinna erinda á fornfálegri skóbúnaði en nú er notaður. Mosinn, grasið og lyngið hefur löngum verið þægilegra ágöngu en hraunið, sem víða hefur rifið illilega í leðrið og sært iljarnar. Eflaust hefur fólk er þarna hefur þurft að eltast við fé eða fiðurfénað, haft með sér varaskóbúnað, því skólaus maður (eða kona) langleiðis uppi í hrauninu hefur væntanlega verið í slæmum málum. Mosinn hefur síður slitið skautauinu, þótt hann hafi verið fótalýjandi, en það sem harðara var undir. Harkan hefur verið slitsamari og ennþá erfiðari í þá daga. Ef óvanur nútímamaðurinn missti frá sér skó á þessu svæði var óvíst hvort hann kæmist aftur til byggða.
Hvassahraunsmenn voru iðnir við rjúnaveiðar fyrrum og eru til sagnir af harðfylgi þeirra í þeim efnum. Fótabúnaður, fé og fingurfimar konur komu þar mjög við sögu.

Heimildir m.a.:
-Örnfefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – Sesselja G. Guðmundsdóttir – 1995.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Tag Archive for: Hvassahraunssel