Færslur

Ölkelduháls

Árni Óla fjallar um “Hverafugla” í Lesbók Morgunblaðsins árið 1972:
olfusvatnslaug-980“Ein af furðum Íslands eru hinir svonefndu hverafuglar. Engar frásagnir höfum vér um, hve langt er síðan menn veittu þeim fyrst eftirtekt, en fyrir 200—250 árum er þeirra viða getið. Þeirra hefir helzt orðið vart í Árnessýslu, en ekki ber lýsingum manna nákvæmlega saman um hvernig þeir eru í hátt. Öllum ber þó saman um, að þetta séu sundfuglar ogr dökkir á lit og líkja flestir þeim við litlar endur. En það einkennilegasta við þá er þetta, að þeir hafast við á bullandi heitum hverum, synda þar og stinga sér jafnvel niður i ólguna.

Gunnuhver

Reykjanes – Gunnuhver.

Þetta hefir nú mörgum þótt ótrúlegt, sem von er, og í héruðum sem þeirra hefir ekki orðið vart, neita menn algjörlega að trúa því að þeir séu til og kalla þetta ofsjónir. En sögur um fuglana hafa endurtekið sig í sífellu, því að menn hafa séð þá hvað eftir annað, og þar á meðal glöggir og málsmetandi menn, sem ekki er gott að væna um ósannsögli. Ég mun nú rekja það helzta, sem ég hefi fundið skráð um þessa undarlegu fugla, og klykkja svo út með frásögnum tveggja núlifandi manna, sem hafa séð þá…
Hálfdan Jónsson lögréttumaður á Reykjum í Ölfusi ritaði lýsingu sveitarinnar 1703. Þar minnist hann á hver, sem sé rétt við alfaraveginn frá Hveragerði upp á Hellisheiði. Hann segir að hver þessi sé með bergi að austanverðu en sandmel annars staðar, en þar sé um tveggja álna hátt niður að vatni.

olkelduhals-881

Hverinn sé kringlóttur og víður sem lítið hús. Hann er bullandi með smásuðu, djúpur mjög og dimmur að sjá. Á þessum hver hafa skilríkir og sannorðir menn, sem um veginn fóru, séð tvo fugla synda, að vexti sem litlar andir, með kolsvörtum lit og hvítum baugum kringum augun. Þá þessir fuglar hafa um litinn tíma synt á hvernum, hafa þeir stungið sér og síðan komið upp aftur öllum, sem fuglana hafi séð, beri saman um þetta. Snorri Björnsson prestur á Húsafelli ritaði bækling um náttúru Íslands. Hann segir að hverafuglar séu algengir, en mjög styggir.

Austurengjahver

Austurengjahver.

Þó hafi þeir nýlega verið skotnir á Reykjum í Biskupsbungum, og höfundurinn lýsir einum, sem nafnkunn skytta, Teitur Björnsson, hafi skotið á Gunnuhver á Reykjanesi. Segir hann að fuglar þessir syndi á sjóðandi vatni og stingi sér í það. Kroppur þeirra soðnar ekki í heitu vatni, en ef ísköldu vatni er á þá hellt, þá verða þeir eftir 1 1/2 klukkustund sem soðnir séu. Fuglar þessir eru þó ætir, en nokkuð kuldabragð er að þeim.

Jón Ólafsson Grunnvíkingur segir frá hverafuglum í Ölfusi, og segir að einfaldir menn haldi, að þeir séu sálir fordæmdra.

Hengill

Hengill – heitir hverir.

Ekki segist hann mundu hafa trúað því að slíkir fuglar væru til, ef ráðvandir og trúverðugir menn hefðu eigi sagt sér, og þeir jafnvel sumir lærðir. En eflaust sé margt í náttúrunni, sem vér ekki skiljum, og ekki sé alltaf rétt að neita einhverju, af því að menn hafi ekki séð það sjálfir.Þorsteinn Magnússon sýslumaður ritaði lýsingu Rangárvallasýslu 1744. Hann segir um hverafugla, að þegar þeir stingi sér, sjáist þeir ekki aftur á sama hver í það sinn.
Brynjólfur Sigurðsson sýslumaður ritaði lýsingu Árnessýslu 1743 og talar þar um hverafugla á Reykjalaug í Ölfusi, segist reyndar ekki hafa séð þá, en áreiðanlegir menn hafi sagt sér frá þeim. Þeir stinga sér á kaf í hverinn og eru á stærð við tittlinga, svartir með dökkum dröfnum.
olkelduhals-883Segir hann að fuglar þessir hafi horfið við jarðskjálftann 1734 og ekki sézt síðan. Eggert Ólafssyni verður talsvert skrafdrjúgt um hverafuglana og segir svo frá í Ferðabókinni:
Grafarhver í Hreppum er víður og sýður mikið í honum. Það er merkilegt við hver þennan, að menn fullyrða, að þeir hafi séð fugla synda þar á sjóðandi vatninu. Ef þetta er satt, þá er þar um að ræða einn af leyndardómum náttúrunnar. Menn eru ekki á eitt sáttir um stærð þessara fugla. Sumir segja að þeir séu á stærð við hrafna, aðrir að þeir séu eins og litlar andir, og enn halda sumir því fram, að þeir séu ekki stærri en lóur. Sjaldan sjást fleiri en tveir í einu.
austurengjarhver-881Litnum gátu menn heldur ekki lýst með neinni nákvæmni, en flest um kom þó saman um að þeir væru dökkleitir. Akrahvera (í Hveragerði) er oft getið í sambandi við hina svonefndu hverafugla. Okkur auðnaðist ekki að sjá þá. Fórum við þó oft að hverunum og biðum þar tímunum saman. En bæði núlifandi menn og eins forfeður þeirra þykjast hafa séð fugla þessa bæði á Akrahverum, Grafarhver og Hvernum eina í Gullbringusýslu og fleiri stöðum. Hálfdan Jónsson staðfestir það um hverina í Ölfusi, að margir skilorðir menn, ýmist nýdánir eða samtíðarmenn hans, hafi séð þessa fugla greinilega.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – botnhverir.

Enn lifa menn, sem hafa séð hverafugla og fullyrða þeir, að fuglarnir syndi ekki einungis, heldur stingi þeir sér, þegar komið sé nálægt hvernum og séu langan tíma i kafi og komi stundum ekki upp aftur. Þeir sjást ekki að staðaldri og oft líða 3—4 mánuðir milli þess að þeir sjást og sumir, sem búa þar í grennd, hafa aldrei séð þá. Þeir sjást einungis á tilteknum hverum og helzt á stórum hverum og djúpum og sjást þeir einnig á vetrum.
Hverafuglar er sagt að oft hafi sézt á Hvernum eina. Er hann þá eini leirhverinn, sem slíkt fágæti er sagt um. Sagt er að þeir stingi sér, þegar menn koma á hverbarminn, en þeim er lýst með nokkuð öðrum hætti hér en annars staðar. Þeir eru sagðir alsvartir, að eins á stærð við smáendur, fiðurlausir, með litlum vængjum.
Þessar ólíku lýsingar gera allar sagnir um hverafuglana grunsamlegar. Af þeirri orsök o.fl. hefir Horrebow ekki viðurkennt hverafuglana, og er honum það ekki láandi. Við erum enn í vafa um þá. Annars minnist ég þess, að maður á Reykjum í Ölfusi sagði mér, að ekki hefðu sézt fuglar á Reykjahver síðan jarðskjálftinn 1734 breytti landinu, en fyrir þann tíma hefðu þeir verið algengir.
badstofuhver-881Síðan segir Eggert frá eigin brjósti: Hver má trúa því, er honum trúlegast þykir um hverafugla þessa. Langfæstir Íslendingar trúa því, að hér sé um raunverulega fugla að ræða. Sumir halda að þetta sé einungis ímyndun eða missýningar, fram komin af myndum þeim, sem stundum koma fram í hveragufunni yfir vatninu. Aðrir haldi að það séu draugar, en fáeinir, og það helzt gamlir menn halda að fuglarnir séu sálir framliðinna, sem fengið hafa þessa mynd á sig. Er sú trú víst ævagömul. Við viljum ekki blanda okkur í þær deilur. En við treystumst ekki til að bera brigður á almenna sögn, sem staðfest er með frásögn af því, sem fjöldi trúverðugra manna hefir séð — og segja að þetta sé ekki neitt.
ystihver-881En ef við hins vegar ætlum að telja þetta náttúrulega fugla, þá veldur það allmiklum vandræðum, jafnvel þótt fuglarnir haldi sig ekki í sjóðandi vatni, heldur syndi aðeins skamma stund á því og stingi sér ef til vill aðeins til þess að skriða niður í holur í jörðinni, líkt og keldusvínið. Fiður þeirra Og hin harða húð á nefi þeirra og fótum, gæti ef til vill þolað hitann og jafnvel haldið vatninu frá líkama þeirra. En hvað á þá að segja um augun? Þau hlytu að vera með allt öðrum hætti en augu annara dýra, er menn þekkja, ef þau ættu að þola þennan hita. Því kynni að vera svarað þannig, að salamöndrur hafi einnig augu, en nú hafa nýjustu rannsóknir sýnt, að þær dveljast alls ekki í eldi, heldur hlaupa einungis af skyndingu gegnum bál. En þetta eru þó ekki einu vandræðin, sem leysa þarf úr. Enn mætti einnig spyrja hversu hátt að væri blöði þessara fugla.

landahver-881

Blóð fugla er yfirleitt létt og margir sjófuglar geta ekki kafað vegna þess hve léttir þeir eru. En þar til má svara því, að hveravatn er öðru vatni léttara, en andir eru yfirleitt þungir fuglar. Hitinn í hverunum veldur þó mestum erfiðleikum, ef skilja á, að lifandi fuglar geti haldizt við í þeim. En þótt fiður fuglanna og líkami hrindi vatninu frá sér, þá hlýtur það þó að hitna, en ef hitinn í umhverfi dýranna, hvort heldur það er loft eða annað, verður meiri en innihiti: dýrsins, er hann því banvænn.

En þetta á einkum við um blóðheit dýr, eða þau sem hafa tvíhólfa hjarta og anda að sér lofti.

Hreindýr

Hreindýr.

Ef menn hins vegar vilja gera skriðdýr úr hverafuglum, þá er ef til vill auðveldara að skýra tilveru þeirra. En ef þetta eru venjulegir fuglar, þá eru þeir í sannleika mikil og furðuleg nýjung í náttúrufræðinni. Þannig fórust þá hinum kunna vísindamanni orð. Hann viðurkennir, að tilvera þessara hverafugla sé sér óskiljanleg, en hann er svo samvizkusamur, að hann við ekki dæma ósanna vitnisburði fjölda manna, kalla þá skrök, ofsjónir eða ímyndanir, eins og mörgum er hætt við þegar líkt stendur á.
Nær hálfri annarri öld seinna ferðaðist annar íslenzkur vísindamaður um allt Ísland, dr. Þorvaldur Thoroddsen. Hann minnist á hverafugla í ritum sínum og segir á einum stað: Þessi þjóðsaga um hverafugla hefir lengi haldizt.
Ég hefi sjálfur talað við alþýðumenn, sem eru sannfærðir um, að slíkir fuglar séu til
og þykjast jafnvel hafa séð konungshverþá. Og trúin á hverafugla lifir áfram í landinu, studd af nýjum og nýjum vitnisburðum manna, sem höfðu séð þessa kynjafugla.
Árið 1955 kom út bókin „Dulrænar smásögur”, sem fræðimaðurinn Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi hafði safnað, en Guðni mag. Jónsson sá um útgáfu bókarinnar. Sjöundi kafli hennar nefnist „Dulardýr” og fylgir honum svolátandi athugasemd: „Því er þessi flokkur látinn fylgja hér með, að enn sem komið er vantar vísindalega vissu fyrir tilveru slíkra dýra, eða hvernig er á því háttur, að menn hafa orðið þeirra varir. Og á meðan verða þau að teljast með hinu dularfulla.”

Kleifarvatn

Hverir við Kleifarvatn.

Þarna eru meðal annars frásagnir manna og kvenna af hverafuglum sem þeir höfðu séð. Fer þar ekkert milli mála, því að Brynjúlfur hafði skráð frásagnirnar af þeirra eigin munni. Hér skal nú rakið efnið í sögum þessum:
Fyrstu söguna hefir Brynjúlfur eftir Vigfúsi Þorvarðarsyni í Hákoti í Flóa. Vigfús sagði svo frá, að hann var eitt sinn að koma úr skreiðarferð og var kominn austur yfir Hellisheiði að Hveragerði. Kom hann þá að „tæra hvernum, sem er milli gamla vegarins og nýja”.
Og sem hann kom þar, sá hann fugl synda á hvernum, móbrúnan að seltun-881lit og litlu stærri en spóa. Þegar Vigfús átti eftir 9—10 faðma að hvernum, stakk fuglinn sér og sá Vigfús á eftir honum ofan í vatnið, og bar hann svo brátt að hvernum að hann sá einnig hvernig loftbólur komu upp af fuglinum. — „Hann var stilltur maður og fámáll og talinn áreiðanlegur,” segir Brynjúlfur, „og eið kvaðst hann geta lagt út á þetta.”

Næsti sögumaður var Gísli sýslnefndarmaður Magnússon í Króki í Grafningi. Hann sagði svo frá, að vorið 1887 hefði hann verið að smala kindum sínum til rúnings og var kominn kl. 8 að morgni að Ölkelduhálsi, að stóra hvernum „sem er til hægri handar, þegar menn fara veginn milli hrauns og hliða úr Grafningi til Reykjavíkur.”

Kleifarvatn

Hverir við Kleifarvatn.

Og er hann átti eftir 12—14 faðma að hvernum, sá hann fugla þar á sundi. Hann segir að sér hafi brugðið svo við þessa sýn, að hann hafi lokað augunum til þess að vita hvort þetta væri ekki missýning. En er hann lauk upp augunum aftur, sá hann að fuglarnir voru þarna enn og lýsti hann þeim svo: „Mér virtist stærðin á þeim vera heldur frekari en á litlu stokkönd. Liturinn var dökkmógrár, lítið ljósari á bringunni og undir kverkinni. Nefið sýndist mér frammjótt og hvasst. Þeir höfðu nokkuð hratt sund. Ekki sá ég þá hreyfa vængina. Þegar ég færðist nær, stungu þeir sér báðir þar nálægt, sem suðan bungaði mest upp í hvernum. Ég sá þá ekki aftur, enda stanzaði ég ekki við hverinn.”

hverafugl

Síðan lýsir hann hvernum, en segir að hann hafi breytzt nokkuð í jarðskjálftanum 1896, en haldi þó að mestu sama útliti og áður.
Þriðja sagan er höfð eftir Steinunni Guðmundsdóttur, vinnukonu á Ölfusvatni. Hún mundi ekki fyrir víst hvenær hún sá fuglana, en taldi að það mundi hafa verið um 1857. Hún var þá að raka slægju rétt hjá stóra hvernum á Ölkelduhálsi (þar sem Gísli sá fuglana). Kvaðst hún hafa orðið hrædd, er hún sá þá synda á sjóðandi vatninu. Sagði hún að þeir hefðu verið dökkgráir að lit, með beinan háls nokkuð háan. Hún sá þá synda lengi á hvernum, en hvorki sá hún þá stinga sér né fljúga og ekki hreyfa vængi.

Ölkelda

Ölfusölkelda.

Fjórða sagan er höfð eftir Sigríði Hannesdóttur húsfreyju í Króki í Grafningi. Kvaðst hún hafa heyrt Ámunda heitinn Einarsson, í Miðengi í Grímsnesi, segja frá því, að hann hefði séð tvo fugla á hvernum á Ölkelduhálsi synda þar saman og síðan stinga sér í suðuna. Hún kvaðst hafa spurt Jón Hjaltalin landlækni hvaða fuglar þetta hefðu getað verið, og hafi hann þá svarað, að það væri sérstakt andakyn.
Af tilviljun hafði ég spurnir af tveimur mönnum, sem enn eru á lífi og hefir hlotnazt sú reynsla, oftar en um sinn, að sjá hverafugla. Annar þeirra er Ingólfur Þorsteinsson yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hinn er Guðmann Ólafsson bóndi á Skálabrekku í Þingvallasveit. Ég fór á fund Ingólfs og spurði hann hvað hæft væri í þessu. Hann sagði mér þá fróðlega og ítarlega frá reynslu sinni, og auk þess útvegaði hann mér umsögn Guðmanns um hvað fyrir hann hafði borið.
austurengjar-885Mér þykir vænt um,” sagði Ingólfur, „að þú skulir vera að forvitnast um þetta. Mér er engin launung á því að ég er sannfærður um, að hverafuglar eru til, hvað sem almannarómur segir um það. Ég trúi betur mínum eigin augum heldur en því sem aðrir fullyrða um það, sem þeir hafa hvorki séð né heyrt. Um hitt vil ég ekkert fullyrða hvers kyns þessir hverafuglar eru, og í vitund minni er hér ekki um neina furðufugla að ræða, að öðru leyti en því, að þeir þola að synda og kafa í sjóðandi vatni. Annars býst ég við því, að þeir séu svipaðir öðrum fuglum og það muni sannast þegar náttúrufræðingum tekst að koma höndum á þá.”

Ingólfur ólst upp á Nesjavöllum í Grafningi, uppeldissonur hjónanna Brynjólfs Magnússonar og Þóru Magnúsdóttur, sem þar bjuggu lengi. Hann vandist öllum sveitastörf um í æsku, og vegna fjárgæzlu átti hann margar ferðir fram og aftur um landareignina, jafnt uppi í fjöllum sem á láglendi, og var því gjörkunnugur á þessum slóðum.

austurengjar-886

Og það var einmitt í landi Nesjavalla að hann komst í kynni við hverafuglana. En frásögn hans um það er á þessa leið: Þegar ég var á 11. og 12. árinu sá ég tvívegis fugla synda á sjóðandi hver og stinga sér hvað eftir annað í ólgandi suðuna. Þessir atburðir gerðust með rúmlega eins árs millibili á hverasvæðinu norðan í Hengli, en það hverasvæði er í landi Nesjavalla.

Ölfusölkelda

Ölfusölkelda.

Í fyrra skiptið sem ég sá þessa fugla, var ég að smala og var einn á ferð. Það var vorið 1911. Ég var á gangi meðfram læk, sem rann eftir hvera svæðinu og var vatnið í honum snarpheitt, en ekki sjóðandi, þótt nokkur hluti þess væri kominn úr sjóðandi uppsprettum.
Allt í einu flugu þá tvær andir þarna upp af læknum, örskammt frá mér, en ég hafði ekki veitt þeim athygli fyrr en um leið og þær flugu upp af læknum. Ég hafði oft farið um þetta hverasvæði áður, en aldrei séð þar neina sundfugla, og sreip mig: þegar undrun að fuglar skyldu vera þarna á læknum svo heitur sem hann var. Auk þess var lækurinn svo lítill að ekki var líklegt að fuglar gætu synt á honum nokkuð að ráði, þótt auðvelt hefði verið fyrir þá að baða sig í honum.
Undrun mín varð þó olkelduhals-799enn meiri er ég sá fuglana fljúga beinustu leið að stærsta hvernum þarna á hverasvæðinu og hlamma sér niður á hann. Ég hefi þá verið í aðeins 40—50 metra fjarlægð frá hvernum þeim. Hann var langstærstur hveranna þarna og allir vissu að hann var sjóðandi heitur. Suðuólgan var svo mikil í honum, að hvinurinn í henni heyrðist góðan spöl í allar áttir. Hann er um 5 metrar að þvermáli, eða jafnvel meira. Umhverfis hann eru nokkuð háir, leirkenndir moldarbakkar, og vatnið í honum er mjög leirborið. Ég flýtti mér á eftir fuglunum til þess að athuga það nánar hvort þeir hefðu steypt sér beint niður í sjóðandi hverinn. Og þegar ég kom að hverabakkanum, sá ég að fuglarnir syntu fram og aftur um hverinn og svo stungu þeir sér hvað eftir annað á miðjum hvernum á meðan ég gekk umhverfis hann. Aldrei voru þeir nema örstutta stund í kafi hverju sinni, en augljóslega stungið þeir sér til þess að forðast mig, eins og algengt er að sundfuglar geri á vötnum og tjörnum, þegar þeir verða varir mannaferða. Ég gekk aðeins einn hring umhverfis hverinn og lofaði fuglunum síðan að vera í friði.

Hverasvæði

Hverasvæði.

Svo var það á engjaslætti sumarið 1912, að ég sá þarna alveg sams konar fugla öðru sinni á sama stað. Þá var í fylgd með mér unglingspiltur, einu eða tveimur árum eldri en ég. Hann hét Sigurbergur Elísson og var á sínum efri árum verkstjóri hjá Gatnagerð Reykjavíkur. Við höfðum verið sendir til að snúa heyi, sem slegið hafði verið á nokkrum grasblettum þarna á hverasvæðinu. Leið okkar lá meðfram fyrrgreindum læk og flugu þá fuglarnir upp af læknum á svipuðum stað og í fyrra skiptið, og enn flugu þeir hratt og beint á stóra hverinn og settust á hann. Við strákarnir eltum þá þangað og sáum þá báðir, þar sem þeir syntu á hvernum. Þeir stungu sér þá einnig, hvað eftir annað, eins og áður og höguðu sér blátt áfram á sama hátt og þeir höfðu gert, er ég sá þá í fyrra skiptið.
Fuglarnir voru á stærð við litlar endur, móbrúnir á lit og þó fremur dökkir, en aðeins ljósari framan á bringunni og á hálsinum. Þeir flugu með mjög hröðum vængjablökum, eins og öndum er tamt. Vængir voru stuttir, en um vaxtarlag og hreyfingar líktust þeir mjög algengum andategundum af álíka stærð.

olkelduhals-792

Í fyrra skiptið sem ég sá fuglana, sagði ég fósturmóður minni frá því þegar heim kom. Hún bað mig þá að segja engum frá þessu, því að þetta gæti ekki verið rétt. Annað hvort hlyti mig að hafa dreymt þetta, eða missýnzt hrapallega. Ég var hins vegar sannfærður um, að hvorki var um draum né missýningu að ræða, heldur hafði ég með fullri rænu og með mínum eigin augum horft þarna á lifandi fugla og athæfi þeirra, þótt það þætti ótrúlegt. Afstöðu fóstru minnar hefi ég þó fullkomlega skilið og gert mér grein fyrir því, að það getur verið mjög óheppilegt fyrir mann að segja frá því, sem enginn getur trúað, þótt hann viti sjálfur að dagsatt sé.

Ölkelduháls

Ölkelduháls – hverasvæði.

Það var ekki fyrr en nokkrum áratugum eftir að ég sá þessa fugla, að ég varð þess vísari, að til voru staðfestar frásagnir annarra manna, sem höfðu séð fugla synda á sjóðandi hverum, og þessar frásagnir las ég í bókinni „Dulrænar smásögur” eftir Brynjúlf frá Minna-Núpi.
Enn var það nokkrum árum seinna, að ég fór sem oftar að heimsækja vin minn Guðmann Ólafsson á Skálabrekku. Hann hefir búið þar um margra ára skeið, en átti áður heima í Hagavík í Grafningi og er það næsti bær við Nesjavelli. Foreldrar hans bjuggu þar á þriðja og fjórða tug aldarinnar.
Hengill og hverasvæðið norðaustan í honum sést mjög vel frá Skálabrekku þegar bjart er veður. Og er ég nú var þar staddur, bar mikið á gufu upp af hverasvæðinu. En það er misjafnt og fer eftir veðurfari hvað gufan er áberandi.
Nesjalaugar-771Ég hafði því orð á því við Guðmann, að í æsku hefði mér verið sagt að það vissi á rigningu, þegar mikill gufureykur væri úr hverunum. Guðmann tók ekki undir þetta, en leit einkennilega til min og sagði: „Heyrðu, sást þú aldrei fugla á hverunum í Henglinum?” Mér kom þetta á óvart, því að á þetta hafði aldrei verið minnzt okkar í milli, þrátt fyrir kynni okkar og vináttu allt frá barnsárum. Ég mun því hafa litið eitthvað kankvíslega til Guðmanns er ég svaraði bonum og sagði: „Sást þú þá kannski líka?” Þá sagði Guðmann, að þegar hann var í Hagavík og var í smalamennsku á vorin, hefði hann margsinnis séð fugla synda á sjóðandi hverum, og man ég að hann nefndi sérstaklega í því sambandi stóra hver inn á Ölkelduhálsi.
olufslaugar-771Nú stóð svo á, þegar við vorum að ræða um þetta, að við sáum einnig mikla gufu upp af stóra hvernum á Ölkelduhálsi, sem er nokkuð austan við Hengil, og vissum við báðir hvar þessi stóri hver var. Ég spurði Guðmann hvort hann hefði komið oft að hvernum og kvaðst hann hafa komið þar nokkrum sinnum, en ekki muna með neinni vissu hve oft hann hefði séð þar hverafugla.
Guðmann lýsti fyrir mér fuglinum, sem hann sá og virtist mér sú lýsing eins geta átt við fuglana, sem ég sá á hverasvæðinu í Hengli. Það kom einnig fram í þessu samtali okkar Guðmanns, að þessi vitneskja um hverafuglana hafði verið honum, ekki síður en mér, nokkurt feimnismál, sem varhugavert væri að tala um við nokkurn mann, enda hafði móðir Guðmanns, er hann sagði henni frá fuglunum, tekið alveg sömu afstöðu til þess eins og fóstra mín. En móðir Guðmanns og fóstra mín voru systur, og báðar vel greindar konur.

Landmannalaugar

Í Landmannalaugum.

Þannig sagðist Ingólfi frá. Og þá bað ég hann að reyna að ná til Guðmanns og fá sjálfs hans frásögn af hverafuglunum. Ekki stóð á því, og Guðmann sendi bréflega eftirfarandi frásögn: Ég var barn að aldri er ég heyrði fyrst talað um hverafugla, eða endur, sem syntu á heitum hverum. Margar sagnir eru um þessa fugla og einhvers staðar las ég frásögn um að prestur nokkur austan úr sveitum hefði verið á ferð í Hveragerði og séð þar fugla synda á hver. Almenningur trúði ekki þessum sögnum. Þær voru sem þjóðsögur. En margt getur verið satt í þjóðsögunum. Sjálfur hefi ég séð andir synda á sjóðandi hverum. Það var annaðhvort sumarið 1923 eða 1924 að ég sá þessa fugla fyrst í Hagavíkurlaugum við Hengilinn. Þa  syntu þeir á tærum hver, eina tæra hvernum á þessu hverasvæði. Ég sá þá úr nokkurri fjarlægð en fór ekki nógu gætilega, því að þeir flugu upp áður en ég komst nálægt þeim. Mér sýndist þetta vera fremur litlir fuglar, dökkir á lit. Þessi tæri hver var svo heitur, að enginn maður þoldi að dýfa hendi niður í hann.
Austurengjar-779Eftir þetta fór ég að hafa mikinn áhuga á þessum fuglum og oft lagði ég lykkju á leið mína, ef ég fór nálægt hverum. Mörg ár liðu og aldrei gat ég komið auga á þessa fugla. Einu sinni hafði ég þó heppnina með mér. Það var um sumar laust fyrir 1930. Ég var þá á leið að Kolviðarhóli „milli hrauns og hlíða,” sem kallað var. Á svonefndum Ölkelduhálsi er stór leirhver og er hann spölkorn frá götunni. Ég hafði oft komið að hver þessum áður, en í þetta sinn syntu tveir fuglar á honum. Nú komst ég svo nærri þeim, að ég sá þá greinilega. Þeir voru litlir, dökkir, þó ekki alveg svartir, heldur stærri en 1óa, en ekki beint líkir henni, stélstuttir, hálsinn beinn upp og fremur stuttur, bústnir, með áberandi slétt fiður. Þarna syntu þeir á sjóðandi heitum hvernum.

krysuvik-799Í þriðja og síðasta skipti sá ég fuglana 1934 eða 1935, og voru þeir á tæra hvernum í Hagavíkurlaugum, en þá komst ég ekki eins nærri þeim og á Ölkelduhálsinum. Ég hefi oft athugað endur, sem ég hefi séð á vötnum og ám, en aldrei rekist á neinar, sem líkjast þessum fuglum.
Þannig eru þá frásagnir þessara tveggja manna, sem enn eru uppi og voru svo heppnir að sjá hverafugla, en báðir látið hljótt um það, vegna þess að þeim var bannað á heimilunum að segja frá því. Þeir sáu þessa fugla á árunum 1911—1935. Vel má vera, að síðan hafi ýmsir orðið varir við fuglana, en þagað um það, svo að þeir ættu ekki á hættu að verða fyrir háðsglósum vegna hjátrúar og missýninga. Fordómar almennings eru oft bitrir og illt að fá þá yfir sig, nema menn minnist þess, hvernig þeir Grunnavíkur-Jón og Eggert Ólafsson tóku í þetta mál.

Innstidalur

Innstidalur – Hveragil.

Nafnið hverafuglar mun vera orðið nokkuð gamalt, en það gefur enga bendingu um hver sú fugdategund er, sem það á við. Fuglarnir eru aðeins kenndir við hveri, en það er villandi, vegna þess að það gæti bent til þess, að fuglar þessir hafi aðsetur við alla hveri á landinu. En því fer fjarri. Þeirra hefir ekki orðið vart nema á tiltölulega litlu svæði og aðallega í Árnessýslu og jafnvel virðast þeir ekki vera að staðaldri á þeim hverum, þar sem þeirra hefir orðið vart, heldur bendir allt til þess, að þeir komi þar aðeins við endrum og sinnum. Á öðrum tímum hljóta þeir því að hafast við annars staðar.
Lýsingum á fuglunum ber ekki saman, nema um sumt, og fátt um þá vitað með vissu annað, en þetta eru sundfuglar sem geta kafað, og að þeim svipar mest til andarkyns um vaxtarlag og flug, enda munu þeir upphaflega verið nefndir hveraandir. Það nafn hefir þó lagzt niður, líklega vegna þess að ekki hefir þótt viðeigandi að ættfæra þá þannig. Í Orðabók Blöndals eru þeir kallaðir hverafuglar og fylgir þar þessi skýring: „Samkvæmt þjóðtrúinni eru það einhverjir fuglar, sem talið er að hafist við á heitum hverum.” Og samskonar upplýsingar er að fá í Orðabók Árna Böðvarssonar. Það væri fróðlegt að vita hvenær nýjar fregnir berast af þessum hverafuglum, og hvort menn verða þá ekki einhverju nær um hvers kyns þeir muni vera.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 28. maí 1972, bls. 2-3 og 14 og 16.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Hveragerði

“Hveragerði er í austurjaðri gosbeltis sem liggur frá Reykjanesi um Þingvelli og norður Langjökul. Gosbeltið er framhald Mið-Atlantshafshryggjarins sem þarna gengur á land.

manndrapshver

Manndrápshver.

Annað gosbelti liggur síðan frá Vestmannaeyjum um Vatnajökul og norður í Öxarfjörð. Í gosbeltunum er mikil framleiðsla á kviku sem kemur upp í eldgosum eða storknar neðanjarðar og myndar hitagjafa jarðhitasvæðanna. Eitt slíkra jarðhitasvæða er kennt við Hengil og er Hveragerði í eldri hluta þess. Hin mikla jarðhitavirkni þar er þannig nátengd reki meginlanda og eldsumbrotum.
Jarðhitasvæðum á Íslandi er skipt í háhita- og lághitasvæði eftir uppruna og hitastigi. Hiti í háhitasvæðum er yfir 200ºC á eins km dýpi og er Hengill eitt þeirra. Jarðskjálftar eru eitt af einkennum jarðhitasvæða. Þeir viðhalda brotum og glufum í berginu sem auk lekra jarðlaga gera vatni kleift að renna niður í jarðhitakerfin og upp aftur. Það er því algengt að í jarðskjálftum breytist jarðhitasvæði, hverir hverfi og nýir komi í staðinn. Jarðhitasvæðin eru þannig síbreytileg. Staða grunnvatns hefur einnig mikil áhrif á útlit hveranna, í þurrkum lækkar vatnsborð og gufuhverum fjölgar, en í rigningartíð breytast gufuaugu í vatns- eða leirhveri. Háhitasvæðið í Hengli er ævagamalt, að öllum líkindum nokkur hundruð þúsund ára, og er elsti hluti þess í Hveragerði. Þar var hverasvæðið löngum farartálmi og til lítilla nota þótt alltaf þætti ferðamönnum það forvitnilegt. Einkum fannst þeim mikið til um goshverina, Litla-Geysi sem nú er horfinn og Grýlu sem enn skvettir úr sér.

gryla

Hverinn Grýla.

Jarðhiti í Hveragerði var fyrst nýttur í einhverjum mæli við Mjólkurbú Ölfusinga um 1930. Árið 1940 var fyrsta jarðhitaholan boruð og gufan leidd í gróðurhúsið í Fagrahvammi. Þessi hola var 54 m djúp og er nú löngu horfin. Með henni var framtíð bæjarins ráðin því gróðurhúsabyggð óx smám saman og garðrækt varð einn af aðalatvinnuvegum bæjarins.
Gufan sem notuð var í Mjólkurbú Ölfusinga kom úr kraftmiklum gufuhver, Bakkahver. Hann er nú rólyndislegur og stendur enn pýramídalagað þak yfir honum, þaðan sem gufuleiðslan lá.
Nafnfrægastur hveranna á girta svæðinu er Manndrápshver, en í hann féll maður árið 1906 og lést. Varð það til þess að götulýsing var sett upp í Hveragerði, sú fyrsta á landinu. Gróuhver heitir eftir nágranna hversins. Bláhver er nefndur eftir lit vatnsins og var áður mun kraftmeiri. Ruslahver (Önnuhver) hafði um árabil verið notaður sem ruslagryfja og dregur nafn sitt af því að hann lifnaði við í jarðskjálfta 1947 og þeytti öllu ruslinu úr sér. Annar hver sem nýlega hefur stækkað er Dynkur, en hann var lítið gufuauga 1991 og er nú orðinn að snotrum leirhver.
Fyrir utan að vera náttúruundur er hverasvæðið í Hveragerði virkjað fyrir hitaveitu bæjarins. Nú eru nýttar tvær holur, hola HS-02 boruð 1959 í 311 m og HS-08 boruð 1988 niður í 254 m. Jarðhitinn er einkum virkjaður til hitunar íbúðarhúsnæðis og gróðurhúsa og í sundlaugar bæjarins. Vegna hins öfluga jarðhita er Garðyrkjuskóli ríkisins staðsettur í nágrenni Hveragerðis.”

Heimild:
-http://www.hveragerdi.is/Ferdamenn/Ahugaverdir_stadir/Hverasvaedid_i_midbaenum/

Hveragerði

Hveragerði – hverasvæði.