Færslur

Ingólfsfjall

Gengið var til suðurs með austanverðu Stórahálsfjalli frá bænum Stórahálsi norðan Ingólfsfjalls. Leifar bæjarins Litlahálsar er skammt sunnar, undir Miðmundargili í Ingólfsfjalli. Svonefnt Ferðamannagil eru gróningar millum Bjarnafells (sunnan Stórahálsfells) og Ingólfsfells. Á landakortum er það staðsett norðaustan við SognselIngólfsfell, sem verður að teljast rangstaða. Ofan gilsins er Grafningsháls. Augljóslega hefur þessi leið verið mikið farin á hestum fyrrum.
Áður en haldið var á hálsinn var stefnan tekin upp Kagagil neðan við Kaga. Stapinn sá mun vera á landamerkjum. Þegar upp úr gilinu var komið var ætlunin að halda spölkorn áfram til suðurs og taka síðan stefnuna á Inghól. Slóða var fylgt áleiðis upp hlíðina. Sennilega er þetta bæði stysta og greiðfærasta leiðin á Ingólfsfell er halda skal á Inghól. Norðvestar er Leirdalshnúkar og Leirdalir neðar (ofan við Miðmundargil) líkt og síðar átti eftir að koma í ljós.
Í stað þess að halda þá og þarna áfram upp Kagagil var stefnan af einstökum áhuga tekin til vesturs inn á örnefnavænt svæði þar sem aðalleikendur voru Selfjall, Selás, Selá og Seldalur (sjá meira HÉR). Eftir að hafa tengt þessa leið við þá fyrri var stefnan tekin að nýju á Inghól.
IngólfsfjallIngólfsfjall er kennt við landnámsmanninn Ingólf Arnarson. Gengið var á Ingólfsfell þar sem ætlunin var að berja Inghól, grágrýtishæð, ætlaðan haug Ingólfs Arnarsonar, hins fyrsta landnámsmanns á Íslandi, augum. Sagan segir, að hóllinn opnist eina nótt sumar hvert og þá sé hægt að komast að dýrgripunum, sem voru grafnir með honum. Í bakaleiðinni var ætlunin að koma við í Fjallstúni, þar sem Ingólfur átti að hafa haft sína fyrstu vetursetu hér á landi, á vesturleið hans í leit að framtíðarsamastað.
Ingólfsfjall er 551 m. hátt y.s. Fjallið er hömrum girt á þrjá vegu og mjög hlíðabratt. Haldið var upp fjallið við það suðvestanvert. Þegar sjávarstaða var hæst í ísaldarlok hefur fjallið verið sæbrattur höfði sem brimið braut niður og skapaði þá hinar bröttu hlíðar. Það er tengt Grafningsfjöllum með Grafningshálsi. Ingólfsfjall er einkum gert úr móbergi með hraunlögum inn á milli, einkum að neðan og í kolli. Það hefur orðið til um miðja ísöld. Suður úr vesturhorni fjallsins skagar grár klettamúli, Silfurberg, er það úr móbergi með ljósum holufyllingum sem aðallega eru geislasteinaútfellingar. Þar suður af er Kögunarhóll og liggur þjóðvegurinn á milli. Þjóðsaga hermir að Kögunarhóll sé haugur sem Ingólfur Arnarson hafi orpið yfir skip það er hann sigldi á hingað til lands. Nafnið Kögunarhóll mun merkja útsýnishóll.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Gengið var upp á Ingólfsfjall á því sunnanverðu, austan við Þórustaðanámurnar. Þar er stígur upp gil, tiltölulega auðveldur uppgöngu. Hálfa klukkustund tekur að ganga upp á brún. Þar eru tvær vörður með stuttu millibili. En áður en komið er að neðri vörðunni sést gróinn bali. Neðst í honum er skeifulaga hleðsla. Þegar upp var komið blasti við víðátta fjallsins. Gengið var norður með vestanverðum ás. Þegar upp á öxlina framundan var komið blasti Inghóll við. Frá brúninni og upp á hólinn er tæplega klukkustunda auðveldur gangur. Alls tekur gangan fram og til baka um 3 klst. Í bakaleiðinni þarf að gæta þess að elta ekki hlíðina alveg niður að námuskarðinu, en fara til vinstrri skömmu áður en þangað er komið. Þar vantar tilfinnanlega vörðu fyrir ókunnuga, svona til að spara svolítinn tíma á bakaleiðinni.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Þegar komið var áleiðis að Inghól birtist þar sviplaus “maðr” skyndilega í þokunni. Kvaðst hann aðspurður hvorki vita af minjum á fjallinu né áttir. Hvarf hann sjónum jafn skyndilega og hann birtist. Ekki markaði fyrir sporum hans í moldinni. Í þokunni var sem einhver öfl legðu sig fram um að sveipa hólinn skyndlegri skýjarhulu og þannig viðhalda þeirri dulúð, sem um hann hefur skapast um aldir. Ekki var myndatöku viðkomið í þokunni (en þó reynt, sbr. meðfylgjandi mynd), en áfram var haldið og hóllinn þreifaður, án þess að hann sæist allur. Á honum er varða, tiltölulega nýhlaðin.

Í þessari lýsingu verða m.a. raktar að nokkru þær heimildir um þennan meinta haug, en þær sýna hversu mikill gaumur honum hefur verið gefinn í gegnum tíðina. Í Fornleifaskráningu fyrir Alviðru segir m.a. um Inghól á Ingólfsfjalli:

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall – gerði.

“Í mörkum á milli Hvamms og Alviðru er hóll sem Inghóll heitir, hár hóll, sérkennilegur, jafn vaxinn. Er af sumum talinn 200 faðmar að ummáli við rætur. Hann er í laginu sem uppmokaður haugur, ólíkur öllum hólum og hæðum sem eru á Ingólfsfjalli. Það er hlaðin grjótvarða á kolli hanns. Hann er gerður að mestu úr klöppum og urðargrjóti og ekki líklegt, að menn hafi hlaðið hjann upp nema að litlu leyti.
1641-42: Kveðið ex tempore yfir haug Ingólfs landnámsmanns, að skipun biskups Brynjólfs, meðan hinir aðrir þénarar hlóðu vörðu yfir haugnum: Stóð af steindu smíði/staður fornmanns hlaðinn/hlóðu af herrans boði/heiðiteikn yfir leiði;/haugur var hár og fagur/hrundin saman á grundu,/en draugur simmur og magur/drundi björgum undir. Texinn er úr kvæði eftir Stefán Ólafsson (1885).

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall – varða ofarlega í Brennigili.

1703: Þar fjallið er hæst, þó nokkuð norðar en á því miðju, er haugur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmanns, mældur við jarðveginn tvö hundruð faðmar í kring, nú graslaus með stórum hellum og mel, sums staðar mosa vaxinn. Haugurinn sést á allar síður á fjallinu nema að norðan. Magister Brynjólfur Sveinsson reið þangað eitt sinn norðan á fjallið að skoða hauginn, hvern hann lét mæla.
1821: Ingholl eda Ingolfs Arnarsonar Haugur; kallast mikid stór griothóll sem stendur nockud vestar enn uppa midiu sokólludu Ingolfsfialli; og er þess hærsti toppur.
1840: Uppi á norðanverðu fjalli þessu er hóll, er kallast Inghóll, og er það almæli, að þar sé heygður Ingólfur landnámsmaður, er fjallið dregur nafn af. Hóllinn er ei mjög stór u

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall – varða efst í Brennigili.

mmáls og ei merkilegur, ei heldur auðsén á honum mannaverk.
1873: Á miðri langri bungu háfjallsins er hóll, – sjáanlegur frá öllum hliðum fjallsins nema að norðan – alveg eins og fornmannshaugur að lögun og einnig stærð að því er virðist; tilsýndar er útlitslíking furðulega mikil; hóllinn nefnist Inghóll. Segir almenn sögn að þar sé heygður Ingólfur fyrsti landnámsmaður Íslands. Sögnin er allgömul, Þórðarbók – og eitthvað svipað virðist gefið í skyn í Hauksbók – bætir viðtexta Landnámu um Ingólf: “Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá”, orðunum “þar sem sumir menn segja að hann sé heygður”; … Auðvelt er að komast á fjallið að norðan og að hólnum, og er talið að þá megi sjá, að hann er aðeins gerður af klöpp, grjóti og möl, og öll gerð hans sýnir að hann er náttúrusmíð.”
1898: Í lýsingu Kolbeins bónda Guðmundssonar í
Hlíð í Grafningi, kemur fram eftirfarandi lýsing á 

InghóllInghól: “Hóllinn er sporöskjumyndaður, flatur að ofan og liggur í norður og suður. hann er um 55 fet á lengd og 35 fet á breidd að ofan. Á hæð er hann um 40 fet. Alstaðar hallar því nær jafnt út af honum.  Mannaverk verða engin séð á hólnum nema varða á suðurenda hans, og virðist mér undirstaðan mjög forn. Efnið í hólnum er mest smágrjót, mosavaxið, þó er norðan í honum stórgrýti nokkuð. Að eins á litlum bletti uppá honum gengur járn nokkuð til muna í hann (um 1 ½ al. þar sem ég komst dýpst). Það var norðan til á honum miðjum, og þar var mosalaust. Hvergi gat ég séð merki þess, að grafið hefði verið í hann. – Inghóll liggur hér um bil á miðju Ingólfsfjalli, og enginn hóll honum líkur að lögun er þar nálægt. Í hólum umhverfis hann er tómt blásið stórgrýti og klappir. Alt fyrir það er Inghóll auðsjáanlega verk náttúrunnar.”
FjallFram kemur að varða væri á hólnum og væri hún mannaverk, sem ef til vill hefir í fyrstu átt að vera minnisvarði Ingólfs – öllu fremur en leiði hans? – Hún er ferskeitt, nál. 1 fðm. á hvern veg, en nú er hún ekki hærri en manni undir hönd. Auðséð er, að hún hefir hrunið ofan til og hrapað til norðurs, en lausagrjót er þó ekkert utan með henni. Er því líkast að hún hafi fallið ofan í sjálfa sig, og hefir hún þá verið hol innan. Grjótið í henni er fremur stórt.
Einar Arnórsson prófessor heldur því fram, að lærðir menn hafi, allt fram á 17. öld, trúað því, að Ingólfur hafi verið heygður í Inghól. Aldrei hefur annar staður verið nefndur legstaður hans. Er því allt, sem bendir til þess að þar hafi hann verið heygður. Því hafi verið um annan stað að ræða, hefðu þær sagnir að sjálfsögðu getað geymzt, þar sem var um frægasta landnámsmann Íslands að ræða. Bendir því allt til þess, að Ingólfur hafi verið heygður í hólnum.” Fram kemur að þjóðsaga sé um Inghól.

Hellir

Stóri-Hellir.

Í þjóðsögunni af Ingólfi Arnarssyni og Inghól segir að “hann reisti fyrstur manna byggð hér á landi að staðaldri; sagt er að Ingólfsfjall í Ölfusi dragi nafn af honum. Á því fjalli er sagt að hann sé heygður; eru þar til að sjá af öðrum fjöllum hólar tveir og heitir annar Ingólfshaugur, en í hinum er sagt að hundur hans liggi; sá hóllinn er allur lægri og minni fyrirferðar. Þenna legstað er sagt að Ingólfur hafi kosið sér svo að hann gæti því betur séð þaðan yfir hið fyrsta landnám sitt.” Þjóðsöguna í heild er hægt að lesa undir Fróðleikur í Skrár (Inghóll – Ingólfur Arnarsson – þjóðsaga).
Undir Ingólfsfjalli sunnanverðu er Fjallstún. Tóftirnar eru rétt ofan við þjóðveginn áleiðis upp í Grímsnes. Í þeim er lítið máð skilti þar sem fram kemur að um friðlýstar fornminjar sé að ræða. Í Landnámabók segir að þar hafi Ingólfur Arnarson haft vetursetu hinn þriðja vetur sinn hér á landi, á leið sinni til Reykjav
íkur. Síðar reis þar stórbýli sem hét Fjall og fór í eyði á 18. öld. Enn sjást leifar fornra mannvirkja á staðnum, sem nú eru friðlýstar.

Í fornleifaskráningu fyrir jörðina Fjall í Ölfusi segir m.a.:

Stóri-Hellir

Stóri-Hellir / Einholtshellir.

“Þuríður Grímkelsdóttir “fæddist upp með þeim manni, er Sigurður múli hét; hann bjó undir Felli. Árið 1524 selur Ögmundur biskup Snæbirni Gíslasyni hálft Fjall. Bærinn hefir staðið fram á átjándu öld. Eftir að hann lagðist í eyði, lagðist landið til Hellis og Laugarbakka, svo að nú eru landamerki þeirra jarða um Fjallstún.
Af JÁM (jarðabókinni) sést að þá hefir heimajörðin Fjall verið komin í niðurlægingu, er jarðabókin var samin. Munu því mest hafa valdið skriðurennsli á túnið. Túnstæðið hefir upphaflega verið uppgróin skriðubunga, mynduð af gili, sem þar er uppundan í fjallinu. Það heitir Branddalsgil, en Branddalur undir. Branddalur er enn grasi vaxinn; annars er gilið, og hlíðin öll, nú eintóm skriða. Þar er grasflöt, sem enn heitir Fjallstún. Á henni eru rústir bæjarins. … Hefir hjer verið gott til heyafla og tún eigi alllítið meðan bungan var í friði fyrir skriðum. Líklegra er, að þær hafi valdið eyðileggingunni smátt og smátt heldur en allt í einu; en auðvitað er, að loksins hefir eitt skriðuhlaup riðið baggamuninn.”
HellirFjallstóftir eru gömul tóftarbrot austanvert í Fjallstúni, grasflöt skammt fyrir ofan veginn. Ein tóft sést enn þá greinilega fyrir neðan veginn, en áður sá glöggt fyrir fimm húsatóftum hverjum við aðra, en nú eru þær allar komnar undir skriðu fyrir þó nokkru. Bærinn hefir snúið framhlíðinni mót suðri.
Fjall var friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927. Í heimild frá 1706 “segja menn að kirkja muni að fornu verið hafa, en enginn minnist að tíðir hafi hjer verið fluttar.” Eina ritheimildin sem gæti bent til kirkju á Fjalli er máldagi Strandarkirkju í Selvogi frá 1397 en þar segir: “Kirkiann j Fjalli a tuær kluckur ad kirkiunni a Strond.” Árið 1897 er “sögn um, að bænahús hafi verið í Fjalli.”

Sængurkonuhellir

Sængurkonuhellir.

Þjóðsaga er um Sængurkonuhelli ofan við Fell. Í henni segir að “Saumakonuhellir sé hellir í Fjallsklettum, ofan við þar sem Fjallslækur kemur upp. Sagt er, að kona sú, sem barnið ól hjá Sængurkonusteini, sem er þarna skammt frá, hafi hitt þar tvær stúlkur í hellinum, sem voru að sauma. Þær leyfðu henni ekki að koma inn, en allt annað Fjallsfólk var við kirkju í Arnarbæli.”
Loks var haldið að jörðinni Helli (Einholti), þriðju jörðinni þarna er byggðist úr landi Fjalls, suðaustan við Fjall (handan Grímsnesvegar). Þar við bæinn er Stóri-Hellir, eða Einholtshellir eins og hann er jafnan nefndur. Þetta er fjárhellir austan í Túnhólum, skammt frá bæjarstæðinu. Hann tekur nær 100 fjár, og mætti stækka hann. Þar var mikið af leggjum í holu. Eini íbúi Stóra-Hellis er svipur manns með bláan trefil. Matthías Þórðarson friðlýsti þennan helli 5.5.1927: “Hellir fremst í túninu, skamt austur frá bænum, austan í grasivöxnum blágrýtishól,” segir í lýsingu hans.

Stóri-Hellir

Stóri-Hellir – skilti.

Barnahellisskúti er lítill hellisskúti næstur bænum; seinna var gert fénaðarhús fyrir framan skútann. Þar er lítil hola langt inn í bergið, og hafði verið raðað í hana mörgum stórgripsvölum.
Gjósta er bil á milli tveggja hamra rétt fyrir austan Barnahellisskútann. Þar var fjárrétt.
Litli hellir er lítið norðar en sá stóri. Hann tók 14 lömb, en er nú (1931) mörgum týndur.
Rétt er að geta þess til upprifjunar að Selfoss er landnámsjörð Þóris hersis Ásasonar. Sjá meira um Inghól og Ingólfsfjall
HÉR.
Frábært veður. Gangan tók a.m.k. 6 klst og 6 mín.

Heimild m.a.:
-Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar
-http://www.snerpa.is/net/thjod/ingo.htm
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra/fornleifaskra_fjall.htm
.Ingólfshaugur

 

Ingólfsfjall

“Hann reisti fyrstur manna byggð hér á landi að staðaldri; sagt er að Ingólfsfjall í Ölfusi dragi nafn af honum.

Ölfus

Inghóll.

Á því fjalli er sagt að hann sé heygður; eru þar til að sjá af öðrum fjöllum hólar tveir og heitir annar Ingólfshaugur, en í hinum er sagt að hundur hans liggi; sá hóllinn er allur lægri og minni fyrirferðar. Þenna legstað er sagt að Ingólfur hafi kosið sér svo að hann gæti því betur séð þaðan yfir hið fyrsta landnám sitt.
Einu sinni er sagt að Ölfusmenn og Grafningsmenn hafi tekið sig saman um að grafa í Ingólfshaug; komu þeir þá ofan á kistu eina mikla; þeir grófu niður með henni á alla vegu og komu böndum undir hana. Síðan hófu þeir hana á loft og þegar hún var komin á hálfa leið sagði einn þeirra:
“Nú tekst ef guð vill.”

Hóllinn

Inghóll.

Eftir það hófu þeir kistuna enn hærra upp þangað til hún var komin hálf upp á grafarbakkann og þeir voru farnir að hafa hendur á henni, þá sagði annar:
“Nú tekst hvort guð vill eða ekki.”
En í því hann sleppti orðinu slapp kistan úr höndum þeim niður í hauginn og þyrlaðist allt það sem þeir höfðu mokað upp úr gryfjunni ofan í hana aftur á augabragði. Við það hættu þeir að grafa í Ingólfshaug; ekki hafa heldur verið gjörðar fleiri tilraunir til þess síðan.
Önnur sögn er það sem og gengur í Árnessýslu að konu eina þungaða í Ölfusi dreymdi eina nótt að maður kæmi til hennar í svefni og bæði hana að lofa sér að vera. Hún spurði hann að nafni; hann sagðist heita Ingólfur og vera fyrsti landnámsmaður á Íslandi. Ekki er þess getið að þeim færi fleira á milli í það sinn.

Inghóll

Inghóll.

Eftir þetta kom sami maður oft til konunnar meðan hún gekk með þunga sinn og beiddi hana að lofa sér að vera og þess með að hún skyldi láta heita eftir sér son þann sem hún gengi með.
“Skaltu,” segir hann, “ala hann þangað til hann er tólf vetra á sauðaketi einu og nýmjólk, bæði kinda, kúa og einkum kapla; ef þú bregður ekki út af þessu mun ég gefa syni þínum með nafni fé það allt sem er í kistu minni. Skal hann leita hennar uppi hjá haug mínum þegar hann er tólf vetra og mun hann geta lokið henni upp ef ekki er brugðið út af í neinu með uppeldi hans þangað til.”
Konan hét þessu og kom þá Ingólfur ekki til hennar framar.

Hundur

Dys hundsins.

Eftir það ól hún sveinbarn Og lét kalla Ingólf eftir landnámsmanninum sem vitjað hafði nafns til hennar. Ól hún svo upp svein þenna sem næst hún gat komist fyrirsögn draummannsins þangað til hann var 12 vetra; var hann þá bæði mikill og efnilegur eftir aldri.
Hann gekk síðan upp á Ingólfsfjall að leita fjárins. Þegar hann kom að Ingólfshaugi sá hann stóra kistu standa þar og lykil í skránni. Hann fór til og ætlaði að ljúka henni upp, en gat ekki snúið lyklinum nema til hálfs; sneri hann þá heim aftur í það sinn.
HóllinnÞegar hann hafði náð meiri þroska fór hann aftur upp á Ingólfsfjall og að hauginum. En þá var kistan horfin og hefur aldrei orðið vart við hana síðan. En þótt Ingólfur yngri bæri ekki gæfu til að fá féð með nafni er sagt að hann hafi verið í mörgu lánsmaður.”

Stefnan var tekin á þennan hæsta punkt, þar sem sagan segir að landnámsmaðurinn sé heygður sem fjallið heitir eftir. Þar í nánd voru alls kyns ummerki eftir viðkomu mannfólks. Eftir stutta hvíld utan í Inghóli (sem mun raunar vera grágrýtisgígtappi en ekki haugur Ingólfs) var haldið áfram í vesturátt.

Fell

Fjall undir Ingólfsfjalli.

Líklegast er að hundurinn liggi í lítilli dys sem ég fann rétt austan og norðan við Inghól og hefur þá ekki verið meiri um sig en venjulegur hundur.

Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið, er hann var á vesturleið í leit að öndvegissúlunum. Þar stóð síðar stórbýlið Fjall, sem fór í eyði á 18. öld. Minjar fyrri byggðar þar eru friðlýstar (sjá meira HÉR).
Hinn 29. mai 2008 voru upptök Suðurlandsskjálfa að stærðinni 6,3 á richter kvarða undir Ingólfsfjalli.

-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Kögunarhóll

Gengið var um söguslóðir Ingólfs Arnarssonar á og við Ingólfsfjall.
Kögunarhóll, stundum nefndur Knarrarhóll, er í landi Hvols. Hann er hólstrýta úr móbergi suður af Ingólfsfjalli að vestanverðu. Suðurlandsvegurinn liggur um skarðið milli hóls og fjalls. Þjóðsaga hermir að Kögunarhóll sé haugur sem Ingólfur Arnarson hafi orpið yfir skip það er hann sigldi á hingað til lands. Nafnið Kögunarhóll mun merkja útsýnishóll.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Í heimild frá árinu 1821 segir að “… hier nærst ma teliast Knarar eda Kogunarholl, ad mestu allt um kring grasivaxinn mikid stór holl sem stendur framan undir landsudurs horni a firrnefndu Jngolfs fialli, inn i þennan hól er sagt ad Ingolfur hafi att ad lata skip sitt.” Árið 1840 var sagt að “Í útsuður fyrir neðan fjallið stendur upphár, ávalur, graslaus hóll, aðeins laus við það, en nú nefnist Kögunarhóll, en að fornu var kallaður Knörhóll, og lætur alþýða sér um munn fara, að Ingólfur hafi þar í sett skip sitt.”
Af hólnum er mjög gott útsýni til flestra átta. Sérstaklega hefur vel sézt til mannaferða um Ölfusið, eins og leiðir lágu, áður en gerðir vegir komu.
Gengið var á Ingólfsfjall upp skarð austan Þórustaðanámunnar. Leiðin var greið. Á skarðsbrúninni er varða sem ofar á fjallsbrúninni. Gangan inn eftir fjallinu var nokkuð slétt í brúnum brekkna. Framundan blasti Inghóll við ásamt Leirdalahnúkum.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Inghóll hefur jafnan verið tilnefndur sem legstaður Ingólfs Arnarssonar, hins fyrsta skráða landnámsmanns. Hóllinn er efst á fjallinu, á mörkum Hvamms og Alviðru. Hann er hár, sérkennilegur, jafn vaxinn. Er af sumum hefur hann verið talinn 200 faðmar að ummáli við rætur. Hann er í laginu sem uppmokaður haugur, ólíkur öllum hólum og hæðum sem eru á Ingólfsfjalli. Það er hlaðin grjótvarða á kolli hans. Hann er gerður að mestu úr klöppum og urðargrjóti og ekki líklegt, að menn hafi hlaðið hann upp nema að litlu leyti. Ýmislegt hefur verið skráð og ritað um Inghól.

Ölfus

Inghóll á Ingólfsfjalli.

Árin 1641-42 er skrifað að “kveðið ex tempore yfir haug Ingólfs landnámsmanns, að skipun biskups Brynjólfs, meðan hinir aðrir þénarar hlóðu vörðu yfir haugnum: Stóð af steindu smíði/staður fornmanns hlaðinn/hlóðu af herrans boði/heiðiteikn yfir leiði;/haugur var hár og fagur/hrundin saman á grundu,/en draugur simmur og magur/drundi björgum undir.”
Árið 1703 segir að Inghóll sé þar sem “fjallið er hæst, þó nokkuð norðar en á því miðju, sé haugur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmanns, mældur við jarðveginn tvö hundruð faðmar í kring, nú graslaus með stórum hellum og mel, sums staðar mosa vaxinn.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Haugurinn sést á allar síður á fjallinu nema að norðan. Magister Brynjólfur Sveinsson reið þangað eitt sinn norðan á fjallið að skoða hauginn, hvern hann lét mæla.”
Um 1750 er ritað að: “Udi Arness-Syssel imod Sydost paa Ingolfsfjeld ligger Ingolf den forste Landnamsmand begraven. Hans Hoj og Gravsted er hojt og stort, som klarligen kan sees af omrejsende Folk, so færdes om Olveset, eller og osterlig i Flooen.”
1821: “Ingholl eda Ingolfs Arnarsonar Haugur; kallast mikid stór griothóll sem stendur nockud vestar enn uppa midiu sokólludu Ingolfsfialli; og er þess hærsti toppur. Vic: lógmadur E. Olafsson, hefr i hans R[ejse]besk[rivelse] sídara parti p:849 skrifad umm þessa Holls stærd. Líkur eru a því; eptir þvi sem su annars mistriggilega Ármans Saga ummgietur; ad Jngolfur Arnarson, sem bio a Reikium i Ólvesi; gamall og blindur þegar Armann kom ut hingad – hafi utvalid sér Legstad i þessum efsta toppi Jngolfsfialls sem Sionar holi; hvadann hann gat yferlitid allt Olvesid og miklu fleiri Hieród; um Jngolf Singur Egiert i Mánamali – “nemur hatt vid Ský haugnuandi –

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall – varða

… Sógusógn almuga umm Jngolf er su ad hann hafi latid þræla sina tvo sem nefndust Kagi og Kallbakur og þionustu Stulku sem nefndist Ýma bera giersemar sínar og fiarmuni skómmu fyrir sitt andlat uppi Jnghól og grafa þær þar inni. – hafi sidann drepid óll þessi hiu so þau ecki giætu fra sagt ecki er ad óllu olíkleg sagann; þvi Órnefni ber Jngolfsfiall eptir þessumm Hiuumm, þarsem Jngolfur Hefdi att ad fyrirkoma þeim t d Jmu Skard, Kaga Gil og Kallbakur.“ FF I, 223-24.

Ölfus

Inghóll.

Árið 1840 segir að “Uppi á norðanverðu fjalli þessu er hóll, er kallast Inghóll, og er það almæli, að þar sé heygður Ingólfur landnámsmaður, er fjallið dregur nafn af. Hóllinn er ei mjög stór ummáls og ei merkilegur, ei heldur auðsén á honum mannaverk.”
Árið 1873 segir að “á miðri langri bungu háfjallsins er hóll, – sjáanlegur frá öllum hliðum fjallsins nema að norðan – alveg eins og fornmannshaugur að lögun og einnig stærð að því er virðist; tilsýndar er útlitslíking furðulega mikil; hóllinn nefnist Inghóll. Segir almenn sögn að þar sé heygður Ingólfur fyrsti landnámsmaður Íslands. Sögnin er allgömul, Þórðarbók – og eitthvað svipað virðist gefið í skyn í Hauksbók – bætir viðtexta Landnámu um Ingólf: “Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá”, orðunum “þar sem sumir menn segja að hann sé heygður”; … Auðvelt er að komast á fjallið að norðan og að hólnum, og er talið að þá megi sjá, að hann er aðeins gerður af klöpp, grjóti og möl, og öll gerð hans sýnir að hann er náttúrusmíð.”

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall og nágrenni – loftmynd.

Brynjúlfur Jónsson ritar um Inghól árið 1898. Þar segir hann að “Inghóll, eða eiginlega Ingólfshóll, heiti hóll sá á Ingólfsfjalli, sem almennt hefir verið álitinn haugur Ingólfs. Á hann að hafa sagt fyrir að jarða sig þar … bað eg Kolbein bónda Guðmundsson í Hlíð í Grafningi, sem eg vissi að hafði skoðað hólinn, að láta mig fá lýsingu á honum, og gjörði hann það góðfúlsega. Svo segir í bréfi hans: “Hóllinn er sporöskjumyndaður, flatur að ofan og liggur í norður og suður. hann er um 55 fet á lengd og 35 fet á breidd að ofan. Á hæð er hann um 40 fet. Alstaðar hallar því nær jafnt út af honum. Mannaverk verða engin séð á hólnum nema varða á suðurenda hans, og virðist mér undirstaðan mjög forn. Efnið í hólnum er mest smágrjót, mosavaxið, þó er norðaní honum stórgrýti nokkuð. Að eins á litlum bletti uppá honum gengur járn nokkuð til muna í hann (um 1 ½ al. þar sem ég komst dýpst). Það var norðan til á honum miðjum, og þar var mosalaust. Hvergi gat ég séð merki þess, að grafið hefði verið í hann. – Inghóll liggur hér um bil á miðju Ingólfsfjalli, og enginn hóll honum líkur að lögun er þar nálægt. Í hólum umhverfis hann er tómt blásið stórgrýti og klappir. Alt fyrir það er Inghóll auðsjáanlega verk náttúrunnar.” Nú hefir mér sjálfum auðnast að koma upp á fjallið og sjá hólinn. Heg eg mjög litlu við lýsingu Kolbeins að bæta. Það er víst að hóllinn er verk náttúrunnar. … En varðan á hólnum er mannaverk, sem ef til vill hefir í fyrstu átt að vera minnisvarði Ingólfs – öllu fremur en leiði hans? – Hún er ferskeitt, nál. 1 fðm. á hvern veg, en nú er hún ekki hærri en manni undir hönd. Auðséð er, að hún hefir hrunið ofan til og hrapað til norðurs, en lausagrjót er þó ekkert utan með henni. Er því líkast að hún hafi fallið ofan í sjálfa sig, og hefir hún þá verið hol innan. Grjótið í henni er fremur stórt. Um vörðu þessa mun séra Stefán Ólafsson hafa kveðið vísuna: “Stóð af steindu smíði”, og hefir hann þá álitið hana leiði Ingólfs. Nú er hún landamerkjavarða.”

Ölfus

Kögunarhóll – Collingvood 1896.

“Styrmir fróði, sem var uppi á 12. öld, segir, að sumir menn segi, að Ingólfur hafi verið heygður í Inghól. Brynjólfur biskup í Skálholti fór upp á Inghól með menn með sér. Þar með Stefán Ólafsson skáld í Vallanesi. Hann orti vísu uppi á hólnum, sem er svona: “Stóðu að steindu smíði, staður fornmanns hlaðinn, hlóðu að herrans boðiheiða teikn yfir leiði. Haugur var hár og fagurhrundin saman á grundu. Draugur dimmur og magurdrundi í björgum undir.”
Einar Arnórsson prófessor heldur því fram, að lærðir menn hafi, allt fram á 17. öld, trúað því, að Ingólfur hafi verið heygður í Inghól. Aldrei hefur annar staður verið nefndur legstaður hans. Er því allt, sem bendir til þess að þar hafi hann verið heygður. Því hafi verið um annan stað að ræða, hefðu þær sagnir að sjálfsögðu getað geymzt, þar sem var um frægasta landnámsmann Íslands að ræða. Bendir því allt til þess, að Ingólfur hafi verið heygður í hólnum.”
Tóftir bæjarins Fjalls eru við suðausturhorn Ingólfsfjalls, en þar á Ingólfur að hafa haft vetursetu á leið sinni vestur með suðurströnd landsins þar sem hann settist að í Reykjavík.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra
-Stefán Ólafsson: Kvæði I, Kaupmannahöfn 1885, s. 73.
-Halfdan Jónsson, Lýsing Ölfushrepps, SSÁ, 245.
-Jón Ólafsson frá Grunnavík, Antiqvariske Annaler II, 185-86.
-Brynjúlfur Jónsson 1899, 14-15.

Inghóll

Inghóll.

Hrafnagjá

Gengið var af tengivegi línuvegarins í Strandarheiði ofan Reykjanesbrautar skammt austan við Voga, að Kánabyrgi og Viðauka, um Heljarstíg á Hrafnagjá, að Huldum, um Kúastíg á Hrafnagjá og eftir henni að Axarhól, þaðan að Hvíthólum og að upphafsstað.

Vogaheiði

Sel í Vogaheiði

Áður en gengið var að Kánabyrgi var litið á hlaðna refagildru í heiðinni, milli línuvegarins og Reykjanesbrautar, skammt austan tengivegarins. Hún lítur út eins og varða, nema að þessi varða er ekki á hæð eða við stíg, heldur í lægð, en slíkt er sjaldan varða siður. Þegar fallhellan, sem snýr mót suðri, er tekin frá opinu sést gildran vel. Það voru Brunnastaðabræður (Stakkavíkurbræður) sem bentu FERLIR á gildru þessa.

Kánabyrgi

Kánabyrgi.

Kánabyrgi er skammt austar, norðan línuvegarins. Þar er hóll eða há klettaborg þar sem talið er að leitarmenn hafi safnast saman áður en skipt var í göngur. Orðið káni er til á 18. öld, sjaldgæft orð sem merkir ‘þrjótur, slæpingi; seppi”. En þarna hefur hóllinn sennilega heitið Gangnabyrgi, en latmæli breytt því í Kánabyrgi.

Gengið var eftir Heljarstíg, sem er einstigi yfir Hrafnagjá spölkorn suðvestan við Kánabyrgi. Þar er tæp gata og djúpar gjár til beggja handa.

Refagildra

Vatnsleysuheiði – refagildra.

Þegar farið var til smölunar frá Kánabyrgi lá leiðin upp heiðina og um Huldur. Svæðið ber einnig örnefnið Margur brestur, sem þýðir líklega “margir eru brestirnir” því þarna eru víða sprungur er leyna á sér.
Ofar í heiðinni er Inghóll, með gamalli vörðu á, sem sagður er á eða við mörk Brunnastaða og Voga á Huldum. Hóllinn er fast ofan við Litlu-Aragjá. Fast neðan við hólinn og gjána eru Inghólslágar.
Viðaukur, Viðuggur eða Viðauðgur skammt austan Vogaafleggjarans skammt ofar er annað hvort heiti á nokkuð áberandi hólum þarna í heiðinni, sem standa rétt vestan við Línuvegsafleggjarann eða margstofna klöpp fast ofan við hólana. Klöppin er með rismikilli og fallegri vörðu á og stendur hún um 100 m neðan Hrafnagjár. Sumir ætla að varðan sé landamerkjavarða Brunnastaða og Voga.

Kánabyrgi

Kánabyrgi.

Nafnið Viðaukur er sérkennilegt og vel má ætla að það sé rétta útgáfan af örnefninu og að það sé komið til vegna þess að einhver bóndinn hafi bætt við sig landi, þ.e. “aukið við” land sitt.
Hrafnagjá er tilkomumikil ofan við Voga, með háu hamrabelti sem snýr til fjalla. Hún er mjög djúp á köflum og nokkuð breið milli bakka. Besta upp- og niðurgangan í Hrafnagjá á þessum slóðum er um Kúastíg. Ofan hans á gjárbarminum eru þrjár vörður; Strákar.
Talið er að þær hafi verið nefndar svo vegna þess að þrír strákar, kúasmalar, úr Vogum hafi dundað við að hlaða upp fáeinum steinum, sem síðar voru kenndir við þrjá “Stráka”.

Kúastígur

Kúastígur um Hrafnagjá.

Kúastígurinn hefur eflaust verið notaður af selfólki úr Vogunum og e.t.v. hafa verið kúahagar á grasbölunum við ofanverða gjána. Við Kúastíginn er tófugreni.
Efri gjárbarmi Hrafnagjár var fylgt til vesturs að Axarhól. Hann er nokkuð brattur og sprunginn eftir endilöngu og má líkja sprungunni við axarfar og af því dregur hóllinn trúlega nafn sitt. Norðan við Axarhóla eru Hvíthólar. Á leiðinni að þeim var komið við í Þóruseli, sem er suðvestan hólanna.

Hvíthólavarða

Hvíthólavarða.

Hvíthólavarða er á þeim, 70-80 cm á kant og traustbyggð. Varðan er áberandi kennileiti ofan við Vogana. Ekki liggur fyrir með óyggjandi hætti hvar Þórusel hafi verið nákvæmlega, enda landið nú sundurskorið af stórum moldarflögum. Þóru nafnið er úr Vogum því gamlar sagnir eru til um Þórusker við Voga, en á því átti að hafa staðið höfuðból með “átján hurðir á hjörum”. Engar rústir eru sjáanlegar þarna. Önnur tilgáta er að Þórusel hafi verið neðan Reykjanesbrautar og rétt austan Vogaafleggjara.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd – Sesselja G. Guðmundsdóttir.

Hrafnagjá

Hrafnagjá.