Færslur

Íslandskort

Eftirfarandi fróðleikur um tiltekin atvik í sögu Íslands birtist í Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar árið 1904:
“Fyrst fundið Ísland af Írum á 8. öld. Af Norðmönnum 860.
vikingaskip-221Fyrst varanleg bygð hefst 874.
Fyrsta Kötlugos, er sögur fara af, 894.
Fyrstu lög og alþing sett 930.
Fyrsti lögsögumaður, Hrafn Hængsson; kosinn af lögréttu 930.
Fyrstur trúboði, Friðrik biskup, saxneskur, 981.
Fyrsta kirkja er í ritum talin bygð um 984, að Ási í Hjaltadal, en það mun sanni nær, að Örlygur gamli hafi reist kirkju að Esjubergi nálægt 100 árum áður.
Fyrstur íslenskur biskup, Ísleifur Gissursson, 1054.
Fyrstur fastur skóli á Hólum 1552.
Fyrstur íslenzkur rithöfundur, kunnur, og faðir íslenskrar sagnritunar, Ari Þorgilsson, prestur, f 1067, d. 1148.
Fyrsta Heklugos, er sögur fara af 1104.
Fyrsta klaustur, reist á Þingeyri 1133.
Fyrsta nunnuklaustur í Kirkjubæ í Vestur-Skaftafellssýslu 1186.
hvalreki-221Fyrstur konungur yfir Íslandi, Hákon Hákonarson (kon. Norðmanna 1217-) 1262—63.
Svarti dauði geysaði 1402.
Seinni plágan 1495.
Fyrsta prentsmiðja á Breiðabólsstað í Vesturhópi um 1530.
Fyrstur prentari Jón Matthíasson, sænskur prestur.
Fyrstur lúterskur biskup, Gissur Einarsson, 1539.
Fyrst prentað nýjatestamentið, þýtt af Oddi lögmanni Gottskálkssyni, 1540.
Fyrstur fastur latínuskóli í Skálholti 1552.
Fyrsta ísl. sálmabók, sem til er, prentuð 1555.
Fyrst prentuð biblían, þýdd af Guðbrandi biskupi 1584.
Spítali stofnaður fyrir holdsveikt fólk 1652.
Fyrsta galdrabrenna 1625 (hin síðasta 1690).
Prentsmiðjan flutt frá Hólum að Skálholti 1695, og að Hólum aftur 1703.

Víkingar

Víkingar á nýrri strönd.

Stórabóla geysaði 17o7.
Fyrsta Jónsbók (Vídalíns) kemur út 1718.
Fyrst drukkið brennivín á Íslandi á 17. öld.
Fyrst fluttur fjárkláði til Íslands 1760.
Fyrst drukkið kaffi 1772.
Fyrsta lyfjabúð í Nesi við Seltjörn 1772.
Fyrstu póstgöngur hefjast 1776.
Hið ísl. lærdómslistafélag stofnað í Kaupmannahöfn 1779.
Ákveðið að flytja biskupsstólinn og skólann frá Skálholti til Reykjavíkur 1785.
Verslunareinokunin konunglega afnumin 1787.
Stofnað bókasafn og lestrarfélag á Suðurlandi (í Reykjavík) 1790.
Stofnað “Hið norðlenzka bóklestrarfélag” 1791.

Víkingar

Víkingaskip í legu.

Seinasta löggjafarþing haldið á Þingvöllum við Öxará 1798.
Prentsmiðjan á Hólum flutt að Leirárgörðum 1799.
Landsyfirréttur settur á laggirnar í Rvík 1800.
Fyrsta organ, sett í Leirárkirkju, 1800.
Landið gert að einu biskupsumdæmi 1801.
Hólaskóli fluttur tll Reykjavíkur 1801.
Haldinn fyrsti yfirréttur í Reykjavík 1801.
Latínuskólinn fluttur frá Reykjavík til Bessastaða 1805.
Hið íslenska biblíufélag stofnað 1816.
Hið íslenska bókmentafélag stofnað 1816.
Fyrsti vísir til fréttablaða, Klausturpósturinn, kemur út 1818 (Minnisverð tíðindi ekki talin; þau komu út 1796—1808).
Prentsmiðjan flutt frá Leirárg. í Viðey 1819.
Hið norræna fornfræðafélag stofnað í Kaupmannahöfn 1825.
Búnaðarfélag Suðuramtsins stofnað 1835.
Fyrsti árgangur Fjölnis birtist 1835.

Landnám

Við upphaf landnáms.

Fyrst gefin út Ný félagsrit 1841, rit Jóns Sigurðssonar.
Prentsmiðjan flutt frá Viðey til R.víkur 1844.
Fyrsta alþingi í Reykjavík 1845.
Latínuskólinn fluttur til Reykjavíkur frá Bessastöðum 1846.
Prestaskólinn settur í Reykjavík 1847.
Fyrsti stjórnmálafundur haldinn á Þingvöllum við Öxará 1848.
Fyrsta blað Þjóðólfs prentað 1848.
Hrossasala til útlanda byrjar um 1850.
Prentsmiðja sett á stofn á Akureyri 1852.
Verslunin gefin laus öllum þjóðum 1854.
Fyrsta gufuskip (enskt) kom til Akureyrar 1857.

Landnám

Landnám.

Fyrsta póst-gufuskip kom til Reykjavíkur 1858.
Spítali settur á stofn í Reykjavík 1863.
Forngripasafnið sett á stofn í Reykjavík 1863.
Barnaskóli í Reykjavík stofnaður 1863.
Þjóðvinafélagið stofnað 1870.
Fyrst fluttir inn skotskir ljáir 1871.”

-Heimild:
Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar, 10. árg. 1904, 1. tbl. bls. 3-6.

Landnám

Landnám.