Tag Archive for: jarðboranir

Krýsuvík

Í Skinfaxa árið 1951 er ma.a. fjallað um „Landið og framtíðina – Boranir eftir jarðhita í Krýsuvík„:

Krýsuvík

Krýsuvík – Nicholas Pocock 1791. Fyrstu tilraunir til jarðboranna á Íslandi voru á árunum 1755-1756. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru upphafsmenn og boruðu þeir þrjár holur, eina holu í Laugarnesi og tvær í Krýsuvík. Þeir félagar lentu í því að gufa og leirgos fékkst úr seinni holunni í Krýsuvík og nýr hver myndaðist, þeir þurftu því að stöðva borun á þeirri holu.

„Í Krýsuvík er eitt mesta jarðhitasvæði á landinu, enda ber Reykjanesskaginn allur ljósar menjar mikilla jarðumbrota og eldgosa. — Festi Hafnarfjarðarbær ekki hvað sízt kaup á Krýsuvík vegna jarðhitans, enda hafa jafnan miklar vonir til hans staðið og standa enn.
Fyrstu jarðboranir í Krýsuvík voru framkvæmdar af rannsóknarráði ríkisins árið 1941 og 1942. Var þá borað við suðurenda Kleifarvatns. Þetta var aðeins gert í rannsóknarskyni til þess að kynnast jarðlögum. Festust borarnir tíðum, og engin gufa kom.
Næst var borað 1945. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði þær boranir með höndum, einnig í tilraunaskyni. Borað var við svonefndan Austurengjahver og í Seltúni. Jarðhorar voru grannir. Nokkurt gufumagn kom þó, en þar sem holurnar voru þröngar, stífluðust þær fljótt, enda var hér um rannsókn að ræða.

Krýsuvík

Krýsuvík – Gróðurhúsin 1950.

Haustið 1946 var Ólafur Jóhannsson úr Hveragerði fenginn til að bora eftir gufu vegna væntanlegra gróðurhúsa. Þá voru boraðar 3 holur, ein með allgóðum árangri, og er íbúðarhús starfsfólks gróðurstöðvarinnar hitað með gufu þaðan.
Um áramótin 1946—47 tók til starfa í Krýsuvík nýr jarðbor, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt, en Rafveitu Hafnarfjarðar var falið að annast rekstur hans. Þessi bor er fallbor, en fram til þessa höfðu verið notaðir snúningsborar. Fallborar geta borað víðari holur en snúningsborar, þótt vélaorkan, sem knýr þá, sé hin sama. Ennfremur er minni festuhætta fyrir þá gerð, en áður hafði það tafið mikið, hve borar vildu festast.

Krýsuvík

Borað á hlaðinu í Krýsuvík um 1950.

Með fallbornum var fyrst borað vegna gróðurstöðvarinnar, skammt frá henni. Sú borhola mistókst. Var þá borinn fluttur í svonefnt Seltún og byrjað að bora með tilliti til væntanlegrar raforkuvirkjunar. Meðan á því stóð, var aftur fenginn bor frá rafmagnseftirliti ríkisins til þess að bora uppi í fjallinu ofan við gróðurstöðina, í svonefndum Hveradölum. Voru þær boranir vegna gróðurhúsanna og gáfu nægjanlegt gufumagn fyrir þau, eins og þau voru þá.
Þessar holur hafa þó stíflazt, og hefur fallborinn þá verið fluttur upp í Hveradalina til þess að bora upp þessar stíflur. Ennfremur hafa víðari holur verið boraðar með fallbornum í Hveradölum, sem heppnazt hafa, og gefa þær samtals um 10 tonn af gufu á klst.

Olavíus

Olavíus – Krýsvíkurnámur. Olavius, sem gerði uppdráttinn af námusvæðinu, hét Ólafur Ólafsson (1741–1788).

Gufumagn, sem fyrir hendi er úr borholum í Hveradölum, er þrefalt meira en gróðurstöðin þarfnast, eins og hún er nú. Í Seltúni hafa boranir gengið upp og ofan, enda er jarðvegur í Krýsuvík sérstaklega erfiður viðfangs fyrir jarðboranir. Með fenginni reynslu tókst þó að endurbæta svo borvélina á síðastliðnu ári, að borun hefur gengið mun greiðar en áður. Hefur nú tekizt að bora allt að 13 m. á dag, en stundum áður varð ekki komizt nema nokkra centimetra niður á degi hverjum.
Það var 12. sept. síðastl., að verulegur árangur varð af borunum í Seltúni. Þá kom skyndilega gos úr holu, sem verið var að bora, og orðin var 229 m djúp. Hola þessi er fóðruð með 8 tommu víðum járnpípum 100 m niður. Gosið hefur sífellt haldið áfram, síðan það byrjaði, og kemur úr holunni allvatnsblönduð gufa. Hefur magnið verið mælt við mismunandi mótþrýsting, þ.e. þrengt hefur verið mismunandi mikið að gosinu.

Krýsuvík

Krýsuvík – borholan í Hveradölum undir Baðstofu árið 2000. Nú er búið að hylja holuna með jarðvegi.

Gufa sú, sem úr holunni kemur, mun geta framleitt um 5000 kílóvött rafmagns. En auk þess koma úr holunni um 30 1 af 100° heitu vatni á sekúndu, sem nota mætti i hitaveitu eða til annars. — Til samanburðar má geta þess, að Hafnarfjarðarbær notar nú 3000 kílóvött rafmagns. Gos kemur úr 5 holum alls, þótt gosið úr fyrrnefndri holu sé langmest, en heildargufan úr öllum holunum er 60 tonn á klst.
Í ráði er að virkja þarna í Seltúni, og hefur ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Bandaríkjunum verið send greinargerð um þetta efni og óskað eftir tilboðum um vélar og tæki.  Bráðabirgðaáætlun sýnir, að slík gufuvirkjun yrði nokkru ódýrari en samsvarandi vatnsvirkjanir. Stendur rafveitan í sambandi við ítölsk orkuver, sem reynslu hafa af gufuvirkjunum. Hafa Ítalir gufuorkuver, sem framleiða 300 þús. kilóvött rafmagns. Til samanburðar má geta þess, að nýja Sogsvirkjunin, eins og bún er nú áætluð, mun framleiða 31 þús. kílóvött.“

[Þessi grein er byggð á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra i Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen rafveitustjóra í Hafnarfirði, varðandi boranir, en hann veitir borunum og raforkuframkvæmdum í Krýsuvík forstöðu. — S. J.]

Heimild:
Skinfaxi, 1. tbl. 01.04.1951, Landið og framtíðin, Krýsuvík, bls. 17-23.

Krýsuvík

Krýsuvík – jarðbor HS-Orku í Krýsuvík undir Hettu árið 2025. Fleiri rannsóknarholur eru fyrirhugaðar í Krýsuvík í yfirstandandi rannsóknaráfanga en fjöldi þeirra og staðsetningar mun helgast að nokkru leyti af þeim niðurstöðum sem fást úr fyrstu rannsóknarboruninni við Sveifluháls. Hveradalir og Baðstofa fjær.

Krýsuvík

Valgarður Stefánsson skrifar um „Borun eftir jarðhita og rannsóknir á borholum“ í Náttúrufræðinginn árið 1981:

Jarðhitarannsóknir

Jarðhiti – nýting.

„Nýting jarðvarma á Íslandi er um þriðjungur af orkunotkun landsmanna. Eina landið sem getur státað af svipuðu
nýtingarhlutfalli jarðhita og Ísland er El Salvador, en þar er jarðhitinn notaður til raforkuframleiðslu.
Meginhluti þess jarðvarma sem nýttur er á Íslandi er fenginn með borunum. Jarðhitaboranir eru þannig mjög þýðingarmikil undirstaða í islensku efnahagslífi. Jarðhitaboranir hafa samt sem áður ekki hlotið þann sess í íslenskri þjóðarmeðvitund sem líkja má við aðra undirstöðuatvinnuvegi eins og til dæmis fiskveiðar.

Krýsuvík

Krýsuvík – fyrirhugað borstæði HS Orku undir Miðdegishnúk á Sveifluhálsi.

Ástæður fyrir því eru eflaust margar, en ein af ástæðunum gæli verið sú að jarðhitastríð okkar hafa verið innanlandsóeirðir, en þorskastríðin hafa einkum verið átök við erlenda aðila.
Þessari grein er ætlað að fjalla nokkuð um jarðhitaboranir á Íslandi, tengja þær við rannsóknir á jarðhita og benda á þýðingu borana við nýtingu jarðhita. Reynt verður að fjalla um atriði eins og hvar, hvers vegna og hvenær eigi að bora eftir jarðhita, hvernig boranir eru framkvæmdar, hvaða rannsóknir eru gerðar á borholum og hver sé árangur jarðhitaborana bæði efnahagslega og jrekkingarlega.

SÖGULEGT YFIRLIT

Krýsuvík

Krýsuvík – Nicholas Pocock 1791.

Það var hinn 12. ágúst 1755 sem þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru með jarðnafar Konunglega Danska Vísindafélagsins inn í Laugarnes, fyrst sjóleiðis en síðan á hestum stuttan spöl. Var nafarinn settur niður á grónum hávaða skammt frá hvernum og hófust þar fyrstu jarðhitaboranir á Íslandi, fyrir réttum 225 árum. Ekki gekk borun fyrstu holunnar mjög vel en nafarinn komst niður 13% fet, en þá gekk ekki að koma honum dýpra. Orsök þess var hraunlag nokkuð 4—6 álna þykkt, ,,og liggur ekki einungis undir Laugarnesinu, heldur einnig öllu Suðurlandi“ svo vitnað sé i Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna.

Seltún

Seltún – hver Eggerts og Bjarna frá 1756.

Enda þótt ekki yrði sérlega mikill árangur í Laugarnesinu fóru þeir Eggert og Bjarni á önnur mið árið eftir, og fluttu jarðnafarinn til Krýsuvíkur. Þar var byrjað að bora um hádegisbilið 1. júlí 1756. Boruð voru 25 fet fyrsta daginn og verður það að teljast góður borhraði. Jarðhiti var auðsjáanlega meiri í Krýsuvík en í Laugarnesi, því að „það var svo mikill hiti að maður þoldi ekki að halda hendinni á jörð þeirri, sem upp kom með nafrinum.“ Þessi hola var boruð í 32 feta dýpi og varð hún sú dýpsta sem þeir félagar boruðu, en boraðar voru nokkrar holur í Krýsuvík það sumar. Um síðustu holuna í Krýsuvík segir svo í Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna:

Jarðnafar

Jarðnafar – Teikning úr bó Sveins Sveinssonar frá 1875.

„Við kusum okkur því annan stað, þar sem efsta lag jarðvegsins var léttara og kaldara. Þar settum við jarðnafarinn niður og boruðum fyrirhafnarlaust niður í 6 feta dýpi í gegnum bláleita, lagskipta jarðtegund með hvítum rákum. Svo var heitt neðst í holunni, að ekki var unnt að snerta á [rví, sem upp kom, nema að brenna sig. Jarðvegurinn var því linari, sem neðar dró, og í 7 feta dýpi heyrðum við óvanalegt hljóð eða hávaða, líkt og þegar sýður ákaflega. Samt héldum við áfram að bora niður í 9 feta dýpi. En þá fór að koma hreyfing á jarðveginn, og þótt holan kringum nafarinn væri harla þröng, tók þunnur grautur að spýtast þar upp með ógnarkrafti. Við neyddumst þá til að hætta þarna og drógum naíarinn upp. En þá fékk hitinn fulla útrás og þeytti sjóðandi, leirblöndnu valni 6—8 fet í loft upp.

Seltún

Seltún – hver Eggerts og Bjarna 2023.

Eftir skamma stund linnti þó óróa þessum, og héldum við, að þá hefði hitinn stillzt. En það leið ekki á löngu, áður en honum jukust kraftar á ný, og þá tók hann til muna að gjósa og sjóða án afláts. Við sáum þá að við höfðum með þessum aðgeröum okkar búið til nýjan hver.
Þar með höfðu jarðhitaboranir á Íslandi gefið þann árangur, sem alla tíð hefur verið megintilgangur þeirra, „að búa til nýjan hver“.

Telja verður að tilraunir þeirra Eggerts og Bjarna með jarðnafar Konunglegu Dönsku Vísindaakademíunnar hafi verið hinar merkustu, en af framhaldinu má ráða að þessi brautryðjendastörf hafa verið of snemma á ferðinni. A. m. k. varð það ekki fyrr en komið var vel fram á tuttugustu öldina að hafist var handa á ný við jarðhitaboranir á Íslandi. Það getur því ekki talist mjög sterkt að orði kveðið þegar þeir Eggert og Bjarni segja:

Krýsuvík

Krýsuvík – Nicholas Pocock 1791.

„Rannsóknir þær sem við létum gera með jarðnafri við hveri og brennisteinspytti, þar sem jarðhiti er á Íslandi, mun vera nýjung að minnsta kosti í norrænum löndum.“

Það sem óbeint varð til þess að jarðhitaboranir voru hafnar hér að nýju var gullið í Vatnsmýrinni. Hlutafélagið Málmleit, sem var stofnað til þess að vinna gull úr Vatnsmýrinni, keypti árið 1924 jarðbor frá þýska fyrirtækinu Alfred Wirth og Co. til vinnslunnar. Ráðunautur félagsins við borkaupin var Helgi Hermann Eiríksson, síðar skólastjóri Iðnskólans, en hann hafði numið námaverkfræði i Skotlandi. Þessi bor boraði tvær holur i Vatnsmýrinni, en ekki fannst mikið af gulli. Svo fór að félagið varð gjaldþrota og 1928 keypti Rafmagnsveita Reykjavíkur gullborinn og var hann fluttur inn að Þvottalaugum, og þar tekinn upp þráðurinn á ný við jarðhitaboranir á Íslandi. Þetta var 173 árum eftir fyrstu tilraunir þeirra Eggerts og Bjarna.

Gullborinn

Gullborinn í Vatnsmýrinni 1907.

Í þetta sinn varð árangurinn öllu betri, og kom í ljós að hægt var að auka heitavatnsrennsli með bornum, eða að búa til nýja hveri eins og þeir Eggert og Bjarni urðu vitni að einn júlídag á því herrans ári 1756. Nú var íslenska þjóðfélagið einnig tilbúið að taka við árangri borananna og nýta jarðvarmann. Árið 1930 var fyrsta hitaveitan i Reykjavík tekin í notkun. Heita vatnið frá Þvottalaugunum var leitt til bæjarins og voru 70 hús hituð upp í þessari fyrstu hitaveitu landsins.
Þessi fyrsta hitaveita hefur eflaust orðið til þess að sannfæra menn um ágæti jarðvarmanýtingar, og þrem árum seinna, 1933, tryggir Reykjavíkurbær sér jarðhitaréttindi á Reykjum í Mosfellssveit.

Jarðboranir

Jarðborinn Dofri 1958.

Hitaveita Reykjavíkur var fyrsta dæmið um vel heppnaða stórnýtingu á jarðvarma, og fyrirtækið heldur enn þeim sessi að vera besta dæmið um hagkvæma nýtingu jarðhita á Íslandi.
Saga jarðhitaborana hefur verið næstum óslitin eftir tilkomu Hitaveitu Reykjavíkur. Hitaveitan hélt borunum áfram og keypti árið 1949 notaðan bor af bandaríska hernum, og var sá bor kallaður Setuliðsbor. Sjálfstæðar boranir á vegum Hitaveitu Reykjavíkur voru óslitið frá því í júní 1928 til loka janúar 1965.
Ríkið keypti fyrst bor árið 1929 og var það haglabor frá Alfred Wirth og Co. eins og tveir fyrstu borar Hitaveitu Reykjavíkur. Á stríðsárunum eignast ríkið tvo litla kjarnabora, fyrst haustið 1939 og síðan 1943. Báðir þessir borar voru frá Sullivan verksmiðjunum og var seinni borinn kallaður Sullivan I.

Jarðbor

Hinn 18. april 1945 voru Jarðboranir ríkisins formlega stofnaðar, en það fyrirtæki tók smám saman að sér allar jarðboranir á landinu. Tækjakostur Jarðborana við formlega stofnun voru áðurnefndir þrír borar en strax sama ár bætist við nýr Sullivan bor, kallaður Sullivan II. Einnig voru keyptir tveir notaðir höggborar frá hernum á Keflavíkurflugvelli. Voru þeir kallaðir Höggbor I og Höggbor II.
Einu eða tveim árum síðar taka Jarðboranir að sér þriðja Sullivan borinn, en sá bor hafði verið keyptur til landsins fyrir atbeina  Stefáns Þorlákssonar bónda í Reykjahlíð i Mosfellsdal. Næsta tæki sem Jarðboranir kaupa er stór höggbor af Cardwell gerð. Þann bor átti að vera hægt að nota bæði sem höggbor og snúningsbor. Hann var samt aldrei tekinn í notkun sem höggbor.
Á þessum árum, 1946—1951, átti Rafveita Hafnarfjarðar sænskan höggbor af Craelius F gerð, og voru boraðar allmargar holur í Krýsuvík með þessum bor. Tilgangur þeirra borana var að vinna gufu til raforkuframleiðslu fyrir Hafnarfjörð.
Árið 1953 kaupa Jarðboranir nýjan höggbor, Höggbor III, og er hann enn í notkun. Næsti bor Jarðborana er snúningsbor af Franks gerð. Sá bor var keyptur hjá Sölunefnd varnarliðseigna 1960. Eftir þriggja ára notkun við virkjunarrannsóknir var farið að nota Franks borinn til þess að leita að heitu vatni. Hægt var að bora í allt að 350 m dýpi með þessum bor.
JarðborÁrið 1961 er aftur keyptur bor af Sölunefnd varnarliðseigna. Þessi snúningsbor er af Mayhew 1000 gerð og byggður á vörubíl. Hann getur borað í allt að 600 m dýpi, og hefur verið notaður til jarðhitaborana nema tvö fyrstu árin. Mayhew borinn, sem seinna var nefndur Ýmir, er enn í notkun við jarðhitaboranir.
Segja má að nokkur þáttaskil verði í sögu íslenskra jarðhitaborana þegar Gufubor ríkisins og Reykjavíkurborgar er fenginn til landsins 1958. Er þá farið að nýta á kerfisbundinn hátt þá reynslu sem áunnist hafði við boranir eftir olíu.
Með þessu tæki var auk þess hægt að bora mun dýpra (ca. 2000 m) en áður hafði tíðkast hér á landi. Við þetta opnuðust margir nýir möguleikar og kom það fyrst fram í stækkun Hitaveitu Reykjavíkur. Samhliða því var farið að bora fyrir alvöru í háhitasvæðin í Ölfusdal og Krýsuvík.

Jarðbor

Craelius – bæklingur.

Var nú skammt stórra högga á milli. Árið 1962 var keyptur stór notaður snúningsbor frá Svíþjóð af gerðinni Craelius B-4. Hér er þessi bor kallaður Norðurlandsborinn. Samkvæmt upplýsingum framleiðanda átti þessi bor að geta borað í allt að 3 km dýpi. Þessi stóri bor var þrátt fyrir allt aðeins notaður í þrjú ár, 1962—1965, t.d. rannsóknarholu við Kaldársel.
Á árunum 1966—1971 var svo starfræktur svokallaður Norðurbor. Var hann settur saman á þann hátt að mastur, spil og undirstöður Cardwell borsins sem keyptur var 1947 var notað með dælum og borstöngum Norðurlandsborsins, en keypt var nýtt drifborð. Með þessum bor voru boraðar sjö holur.
Á síðasta áratug hafa bæst við þrír borar í jarðhitaborflotanum. Árið 1971 er keyptur bor af Wabco gcrð sem kallaður er Glaumur. Árið 1975 kemur stærsti jarðbor landsins, Jötunn, og ári síðar borinn Narfi. Allir þessir borar hafa komið mikið við sögu jarðhitanýtingar.

HVERS VEGNA ER BORAÐ EFTIR JARÐHITA

Jarðbor

Djúpbor.

Tilgangur jarðhitaborana er að kanna jarðhitasvæði og til þess að ná úr þeim heitu vatni eða gufu, eða „búa til nýjan hver“ eins og þeir Eggert og Bjarni urðu fyrst vitni að í Krýsuvík árið 1756. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé nóg að nota heita vatnið úr öllum þeim hverum og laugum sem eru út um allar sveitir og sleppa þessum dýru borunum. Svarið við þessari spurningu er neitandi. Stafar það af tvennu. Veigamesta ástæðan er sú að með borunum er hægt að fá mun meira af heitu vatni eða gufu til yfirborös en það sem sprettur fram í laugum og hverum. Hin ástæðan er sú, að ekki er hægt að flytja jarðhitavatn með hagkvæmni nema tiltölulega skamma vegalengd. Þar sem markaður er fyrir jarðhitavatn er því farið í jarðhitaleit. Í nokkrum tilvikum hefur verið hægt að ná i heitt vatn með borunum þó ekki hafi verið sjáanlegur jarðhiti á yfirborði.
Tiltölulega fáar holur eru boraðar á Íslandi eingöngu í rannsóknarskyni. Hins vegar gefa allar jarðhitaboranir aukna þekkingu á jarðhitanum og nýtast þannig í rannsóknum á jarðhita.
Megintilgangur borana er eins og áður segir að auka rennsli til yfirborðs af jarðhitavökva. Þetta kom glögglega í ljós við nýtingu fyrst við Þvottalaugarnar í Reykjavík.

HVAR OG HVENÆR ER BORAÐ EFTIR JARÐHITA

Jarðbor

Jarðbor – Einfölduð skýringamynd af snúningsbor.

Jarðhiti er orkuauðlind. Nýting hans á að grundvallast á samanburði á kostnaði og væntanlegum arði af nýtingunni. Þá þarf að reikna stofn- og reksturskostnað þeirra mannvirkja sem nýtingin krefst og bera saman við nýtingu annarra orkugjafa. Sameiginlegt með allri nýtingu jarðhita er kostnaður vegna orkuöflunar (borkostnaður) og kostnaður vegna flutnings orkunnar frá borholum á nýtingarstað. Þessi bæði atriði setja þvi nokkrar skorður hvar er borað eftir jarðhita. Ef fyrirhuguð nýting er til dæmis hitaveita fyrir þéttbýliskjarna, er hagkvæmnin eingöngu háð fjarlægð jarðhitasvæðisins frá þéttbýlinu, borkostnaði og verði á öðrum orkugjöfum, svo sem olíu.
Staðarval borhola skiptir miklu máli fyrir hagkvæma nýtingu, en auk þess getur nákvæm staðsetning innan jarðhitasvæðis skipt  sköpum um það hvort borunin gefur góðan árangur eða engan. Þetta er stundum nefnt hittni jarðborana. Í stórum dráttum má segja að hittnin sé háð eiginleikum jarðhitakerfanna og því hversu vel menn þekkja þessa eiginleika.

jarðbor

Jarðbor – Skolvökva er dælt niður í gegnum borstengur til að kæla borkrónu og flytja bergmynslu upp til yfirborðs.

Jarðhitakerfi eru mjög ólík og er þar ekki til nein algild regla fyrir því hvar er heppilegast að bora, og hvernig halda eigi borkostnaði í lágmarki. Þetta þýðir í reynd að rannsaka verður hvert jarðhitasvæði sérstaklega, og byggja staðsetningu borhola á þeirri þekkingu sem fæst úr slíkum rannsóknum.
Fyrirbærið jarðhiti hlýðir lögmálum náttúrunnar og því meiri vitneskja sem fæst um þetta fyrirbæri og þau náttúrulögmál, sem stjórna hegðun jarðhitans því betri möguleika höfum við á því að ákvarða hvar vænlegast er að bora. Í jarðhitarannsóknum er greint á milli nokkurra rannsóknarstiga, en þau eru forrannsókn, reynsluboranir og forhönnun, djúprannsókn og hagkvæmnisathugun og síðast verkhönnun.
Auk þess að taka mið af jarðhitalegum aðstæðum þarf einnig að taka mið af nýtingarmöguleikum jarðhitans áður en ráðist er í dýrar boranir. Ef fyrirhuguð borun er nálægt þéttbýli, þar sem fyrir hendi er stór markaður fyrir hitaveituvatn, er meira i húfi en þar sem jarðhiti er langt frá markaði. Sú staða hefur til dæmis komið upp hjá meðalstórum kauptúnum að næsta jarðhitasvæði hefur verið svo fjarri byggðinni að ekki borgar sig að reyna að finna jarðhita með borunum af þvi að heildarkostnaður við boranir og hitaveitulagnir er meiri en aðrir kostir við upphitun.

HVERNIG ER BORAÐ EFTIR JARÐHITA

Jarðbor

Jarðbor – Tannhjólakróna og demantskróna.

Margar aðferðir eru til við jarðboranir, og hafa allflestar verið reyndar við jarðhitaboranir á Íslandi. Sú aðferð sem nú er algengust er að nota snúningsbor með tannhjólakrónu.
Jarðhitaholur eruboraðar víðastar efst en mjórri neðar. Stafar það fyrst og fremst af því að í holurnar er látið misjafnlega mikið lághitaholum er fóðrun fyrst og fremst gerð til þess að kalt vatn renni ekki inn ofarlega í holuna. Í háhitaholum þarf einnig að útiloka kalt innstreymi ofarlega, en einnig þarf að taka með í dæmið að mikill þrýstingur getur orðið á holutopp, og þess vegna þarf að sjá svo til að fóðurrör sé nægilega langt og vel steypt við holuveggi að holu toppur þoli þrýstinginn. Einnig þarf steypta fóðurrörið að ná svo langt niður að bergið sjálft standist þrýstinginn og ekki sé hætta á að gufan ryðjist út utan með rörinu.

Jarðbor

Jarðbor – Demantskróna og útbúnaður til kjarnatöku. Kjarninn er tekinn í bútum til yfirborðs með því að draga upp innri kjarnakörfu til yfirborðs.

Jarðhitaboranir eru allflókin tæknileg aðgerð þar sem mestu máli skiptir að allir þættir vinni samtímis eins og til er ætlast. Þessi tækni hefur um langan tíma þróast hér á Íslandi, og hafa þar skapast ýmsar séríslenskar aðferðir.

ÁRANGUR JARÐHITABORANA
Ekki þarf að fara í grafgötur með það að árangur jarðhitaborana á Íslandi hefur verið mikill og hagnaður þjóðfélagsins af þessari starfsemi allverulegur. Ef leggja á talnalegt mat á þennan árangur, kemur oft til hlutlægt mat við hvað skuli miða í slíkum samanburði.
Oft eru gæði jarðvarmanýtingar á Íslandi metin til þess sparnaðar í gjaldeyri sem þessi nýting skapar miðað við innflutning á oliu. Þetta er tiltölulega einfalt reikningsdæmi og kemur út úr því að miðað við verðlag í janúar 1980 er sparnaður þjóðarinnar vegna jarðhitanýtingar um 50 milljarðar króna á ári samanborið við olíuhitun. Þetta er mikil fjárhæð eða um sjöundi hluti af áætluðum útgjöldum ríkisins á árinu 1980.

Jarðbor

Jarðboranir – Stærðarhlutföll og mesta bordýpt þeirra bora, sem nú (1981) eru notaðir við jarðhitaboranir.

Öryggi fyrir efnahagslífið er mikið. Þetta atriði verður ekki metið til fjár hér en aðeins bent á að þeim mun minna sem þjóðin er háð alþjóðlegum sviptingum í orkumálum þeim munbetra. Hækkun orkuverðs á síðasta áratug hefur haft mjög miklar afleiðingar á efnahagslíf margra þjóða, og ekki er að vænta að mikil breyting verði þar á í fyrirsjáanlegri framtíð.
Orkunotkun er svo snar þáttur í nútíma þjóðfélagi, að skiptir sköpum fyrir fjárhagslega afkomu. Því verður erfiðlega metið til fjár það öryggi sem er því samfara að ráða yfir a. m. k. hluta þeirra orkulinda sem nýttar eru í þjóðfélaginu.“

Jarðhitarannsóknir á Krýsuvíkursvæðinu eiga sér langa sögu og má rekja fyrstu skráðu könnunina allt aftur til ársins 1756 þegar gerðar voru rannsóknir á hverum og leirpottum í Krýsuvík, sem teljast meðal fyrstu vísindalegu jarðfræðirannsókna á Íslandi.

Krýsuvík

Krýsuvík – hugmynd að „Krýsuvíkurhóteli“ – Morgunblaðið 10. maí 1984.

Í gegnum árin hafa síðan farið fram margvíslegar rannsóknir og boranir á svæðinu. Á árunum 1941–1951 voru boraðar fjölmargar grunnar holur í nágrenni Krýsuvíkur með það að markmiði að afla gufu til rafmagnsframleiðslu fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið. Borholurnar leiddu í ljós jarðhita en ekki í nægjanlegu miklu magni til að hefja raforkuframleiðslu á þeim tíma. Holurnar þóttu samt gagnlegar sem undanfari frekari rannsókna síðar. Auk nýtingar jarðhitans í Krýsuvík hafa í gegnum tíðna komið fram ýmsar hugmyndir um nýtingu svæðisins, s.s. saltvinnslu með jarðvarman að vopni, heilsulind, hótelbyggingu og gerð golfvallar, svo eitthvað sé nefnt.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 3.-4. tbl. 1981, „Borun eftir jarðhita og rannsóknir á borholum“, Valgarður Stefánsson, bls. 250-270.

Krýsuvík

Krýsuvík – jarðbor HS-Orku í Krýsuvík undir Hettu árið 2025. Fleiri rannsóknarholur eru fyrirhugaðar í Krýsuvík í yfirstandandi rannsóknaráfanga en fjöldi þeirra og staðsetningar mun helgast að nokkru leyti af þeim niðurstöðum sem fást úr fyrstu rannsóknarboruninni við Sveifluháls.

Jarðhitarannsóknir

Jarðhitarannsóknir á Krýsuvíkursvæðinu eiga sér áratugalanga forsögu áður en HS Orka hóf djúprannsóknarboranir á Krýsuvíkursvæðinu vorið 2025 þegar fyrsta rannsóknarholan boruð við Sveifluháls þá um sumarið.

Krýsuvík

Krýsuvík – næsta borstæði Hs Orku undir Sveifluhálsi, norðan Bleikhóls, framundan.

Markmið rannsóknanna var að kanna hvort finna megi svæði með nægjanlegum hita og því sem kallast lekt – það er hvort heitt vatn geti flætt auðveldlega um jarðlögin. Ef sú verður niðurstaðan er þess vænst að svæðið nýtist vel til heitavatns- og raforkuframleiðslu til framtíðar – þrátt fyrir öll vonbrigðin í þeim efnum fram til þessa. Saga jarðborana í Krýsuvík lýsir þó þróun slíkrar tækni vel, allt frá upphafi til þessa dags.

Austurengjahver

Austurengjahver. Þar hófust jarðboranir í tilraunaskyni árið 1945, en áður hafði verið boraðar nokkrar holur í Nýjalandi austan Seltúns.

Á vefsíðu HS Orku má t.d. lesa eftirfarandi varðandi jarðhitarannsóknir í Krýsuvík.

Þjóðhagslega mikilvægt svæði
„Krýsuvíkursvæðið er talið eitt af mikilvægustu jarðhitasvæðum landsins þegar kemur að því að tryggja afhendingaröryggi á heitu vatni fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið, og mögulega einnig fyrir landsvæðið utar á Reykjanesskaga. Einnig gæti svæðið gegnt lykilhlutverki í að mæta vaxandi raforkuþörf landsins.

Krýsuvík

Krýsuvík – jarðbor HS-Orku í Krýsuvík árið 2025.

Á þessari stundu liggja ekki fyrir nægar upplýsingar til að meta nýtingarmöguleika svæðisins að fullu. Rannsóknarboranirnar eru því fyrst og fremst liður í því að kanna fýsileika svæðisins og dýpka þekkingu á jarðfræðilegum aðstæðum þar.

Löng saga rannsókna
Jarðhitarannsóknir á Krýsuvíkursvæðinu eiga sér langa sögu og má rekja fyrstu skráðu könnunina allt aftur til ársins 1756 þegar gerðar voru rannsóknir á hverum og leirpottum í Krýsuvík, sem teljast meðal fyrstu vísindalegu jarðfræðirannsókna á Íslandi.

Seltún

Seltún – borhola.

Í gegnum árin hafa síðan farið fram margvíslegar rannsóknir og boranir á svæðinu. Á árunum 1941–1951 voru boraðar fjölmargar grunnar holur í nágrenni Krýsuvíkur með það að markmiði að afla gufu til rafmagnsframleiðslu fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið. Borholurnar leiddu í ljós jarðhita en ekki í nægjanlegu miklu magni til að hefja raforkuframleiðslu á þeim tíma. Holurnar þóttu samt gagnlegar sem undanfari frekari rannsókna síðar meir.

Aukinn kraftur í rannsóknir með djúpborunum
Orkustofnun hóf kerfisbundnar rannsóknir á svæðinu árið 1970 og í kjölfarið voru boraðar nokkrar djúpar rannsóknarholur. Á síðari árum hefur umfang rannsókna aukist verulega, sérstaklega frá aldamótunum 2000.

Sogin

Sogin við Trölladyngju – borplan.

Þá hófust boranir í Trölladyngju á vegum Hitaveitu Suðurnesja sem síðar var skipt upp í tvö fyrirtæki, HS Orku og HS Veitur. Í þessum borunum mældist mjög hár jarðhiti eða yfir 350°C í dýpstu holum (TR-1 og TR-2). Auk þess hafa verið gerðar víðtækar viðnámsmælingar með TEM og MT aðferðum, kortlagning á jarðhitaeinkennum og rannsóknir á gastegundum og jarðefnafræði svæðisins.

Besta mögulega tækni nýtt við rannsóknir
Frá árinu 2020 hefur HS Orka unnið markvisst að undirbúningi frekari rannsóknarborana í Krýsuvík.

Jarðhitakort

Reykjanesskagi – jarðhitakort ISOR.

Í því skyni hefur teymi vísindamanna í auðlindastýringu HS Orku sett upp þrívítt jarðfræðilíkan sem byggir á öllum helstu fyrirliggjandi rannsóknum og gögnum. Þetta líkan veitir dýpri skilning en áður á jarðfræðilegri uppbyggingu svæðisins og styður við ákvarðanir um boranir sem og mögulega framtíðarnýtingu jarðhitaauðlindarinnar.

Miklu kostað til án fullvissu um árangur
Borun fyrstu djúpu rannsóknarholunnar á áður ókönnuðu jarðhitasvæði felur í sér verulega fjárhagslega áhættu fyrir viðkomandi fyrirtæki.

Jarðhitakort

Hitastigulskort ISOR af Íslandi. Reykjanesskagi virðist auðugur af jarðhita.

Kostnaður við borun getur numið allt að einum milljarði króna, án nokkurrar tryggingar fyrir því að borunin skili árangi. Þrátt fyrir að bestu mögulegu vísindaaðferðum sé beitt við mat á svæðinu er alls óvíst að boranirnar skili tilætluðum árangri.

Fleiri rannsóknarholur eru fyrirhugaðar í Krýsuvík í yfirstandandi rannsóknaráfanga en fjöldi þeirra og staðsetningar mun helgast að nokkru leyti af þeim niðurstöðum sem fást úr fyrstu rannsóknarboruninni við Sveifluháls.“

Nýting jarðhita á Íslandi

Svartengi

Svartsengisvirkjun við Grindavík.

Íslendingar hafa skipað sér í fremstu röð hvað varðar nýtingu á jarðhita. Lengi skorti kunnáttu til að beisla þessa orku, en rannsóknir á henni hófust fyrst um miðja 18. öld. Sú ákvörðun að safna upplýsingum og reynslu á þessu sviði hefur stuðlað að því að hér á landi hefur byggst upp sérþekking á heimsmælikvarða. Til marks um það má nefna að þegar Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna var stofnaður árið 1978 var ákveðið að hann yrði á Íslandi. Fjárhagslegur ávinningur þjóðarbúsins af nýtingu jarðvarma til upphitunar húsa er gríðarlegur enda er um að ræða innlenda orkulind sem ekki er háð sveiflum á erlendum markaði.

Reykjanesvirkjun

Reykjanesvirkjun.

Jarðhitinn hefur að að mestu verið nýttur til upphitunar húsa og í dag njóta þess u.þ.b. 90% allra heimila auk fjölda sundlauga víðsvegar um landið. Einnig hefur áhersla á raforkuframleiðslu með jarðhita aukist síðustu ár. Rafmagn er þannig framleitt með jarðhita að borað er eftir gufu sem þá kemur upp með þrýstingi. Gufan er svo notuð til þess að keyra hverfla sem drífa rafal, sem aftur skilar rafmagni.

„Háhitasvæðin eru notuð til raforkuframleiðslu og einnig til húshitunar, í minna mæli til iðnaðar. Ekki er unnt að nota vatn háhitasvæðanna beint til neyslu og erfitt er að nota það beint til húshitunar án vandamála við útfellingar og tæringu…

Nesjavallavirkjun

Nesjavallavirkjun.

Þegar varmaorka er nýtt til að framleiða raforku nýtast aðeins um 10% varmans en 90% er skilað sem afgangsvarma við lægri hita. Þennan varma má nýta til hitunar ef markaður finnst en að öðrum kosti er honum dreift til umhverfis eða dælt aftur niður í jarðhitakerfið.“

Jarðhiti er hvergi mikilvægari í orkubúskapnum á heimsvísu en á Íslandi og eru yfir 60% af frumorkunotkun hérlendis vegna nýtingar hans til framleiðslu á heitu vatni og rafmagni, til ylræktar og annarra nota.

Hellisheiðavirkjun

Hellisheiðavirkjun.

Jarðhiti á Íslandi á rætur að rekja til úrkomu sem kemst í snertingu við heitan berggrunn líkt og gerist á flekamótum annars staðar á jörðinni. Háhitasvæði eru í hinu virka gos- og gliðnunarbelti þar sem hraunkvika er víða á nokkurra kílómetra dýpi. Lághitasvæðin eru í jarðskorpu sem er eldri og hefur kólnað nokkuð um leið og hana hefur rekið út frá gosbeltunum. Á síðustu öld var mikið átak gert í virkjun jarðhita til húshitunar. Á síðari árum hefur einnig verið framleitt töluvert af raforku í jarðhitavirkjunum. Slíkar virkjanir eru yfirleitt á háhitasvæðum og framleiða í mörgum tilfellum einnig heitt vatn samhliða raforkuframleiðslunni.

Heimildir:
-https://www.hsorka.is/verkefni/jardhitaleit-a-krysuvikursvaedinu/rannsoknir-a-krysuvikursvaedinu/
-https://is.wikipedia.org/wiki/Jar%C3%B0hiti
-https://orkustofnun.is/natturuaudlindir/jardhiti

Seltún

Seltún – leifar stíflu í Seltúnslæk vegna jarðborana um miðja 20. öld.

Krýsuvík

FERLIR spurði https://chatgpt.com (algoritma) um Krýsuvík. Svörin komu s.s. ekki á óvart. Þau voru bæði mjög takmörkuð og verulega yfirborðskennd. Nánast allt er skipti raunverulega máli var þar undanskilið. Upplýsingarnar gætu komi fáfróðu fólki að einhverju gagni, en nákvæmlega engar þeim er betur þekkja til.

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnuskóladrengir.

Svörin byggjast nánast einungis á ferðaþjónustuvefsíðum fjársterkra opinberra aðila, sem reyndar búa yfir takmörkuðum upplýsingum. [Ljósmyndir á slíkum vefsíðum eru jafnan stolnar frá öðrum]. Algerlega er sniðið hjá vefsíðum sem hafa að geyma þær upplýsingar er raunverulega skipta máli hvað smáatriðin varðar. Talsvert bar og á „fölskum“ upplýsingum, s.s. varðandi „svonefnda „Skátalaug“, byggða á upplýsingum einstakrar Flikr-myndavefsíðu, en laugin sú er alls ekki til sem slík undir því nafni. Hún var gerð af drengjum í Vinnuskólanum í Krýsuvík árið 1962, líkt og lesa má t.d. á www.ferlir.is. Samt sem áður byggir chatgpt grundvöll sinn á þessum röngu upplýsingum!?

Krýsuvík

Krýsuvík 2023.

Upplýsingarnar, sem fengust í leitinni, voru helst þessar [sumar hverjar reyndar kjánalegar]:
„Krísuvík [ranglega stafsett] er mjög áhugavert svæði á Reykjanesskaga og hér eru nokkrar upplýsingar — landsfræði, sögu, náttúru og hvað er hægt að gera þar:

Almennar upplýsingar

Krýsuvík

Krýsuvík – borholan í Hveradölum undir Baðstofu árið 2000.

Krýsuvík er jarðhitasvæði og hluti af gos- og sprungurein á Reykjanesskaga. Svæðið liggur um 35‑40 km frá Reykjavík, eftir vegarleiðum. Krýsuvík tilheyrir eldvirkni sem tengist flekaskilum Atlantshafshryggjarins, þar sem jarðskorpan gliðnar.

Náttúra og jarðfræði
Mikil jarðhita- og eldfjallaumhverfi: hverir, leirhverir, gufuhverir, sprungur, hraunlög o.fl. Seltún er einn þekktasti hverasvæðið þar, með litríku jarðvegi, brennisteinslitum og móum. Grænavatn og

Gestsstaðavatn

Gestsstaðavatn.

Gestastaðavatn eru sprengigígar/lækir sem mynduðust með eldgosum og eldsumbrotum. Grænavatn er til dæmis um 46 metra djúpur  [gígur] og grænn vegna hitasvipaðs lífræns og efnasambanda. Krýsuvíkurberg eru strandklettar við sjó með ríkulegu fuglalífi — mikið um rjúpur, teistu, súlu og aðra sjófugla yfir sumartímann. Klettarnir eru um 40 m á hæð og 15 km á breidd.

Saga og mannvirki
Krýsuvík var áður stór býli og jörð, með kirkju reistri árið 1857. Kirkjan var endurbyggð 1964. [Bærinn Krýsuvík undir Bæjarfelli á sér sögu frá því á 12. öld].

Húshólmi

Húshólmi – forn skáli.

Bærinn, Krýsuvíkurbær, lagðist í eyði — mest vegna hraunflóða, m.a. Ögmundarhrauns. Sumar rústir bæjarins sjást enn, til dæmis í Húshólma.
Á svæðinu var reynt að nýta jarðgufu (tilraunaboranir) um miðja síðustu öld, t.d. fyrir orku, en árangur var ekki eins mikill og vonast var til og starfsemi var svo hætt.

Hvað má gera ef þú ferð þangað

Seltún

Seltún.

Gönguferðir um svæðið, bæði í jarðhitasvæðunum, upp í Sveifluháls, og að/fyrir Krýsuvíkurberg klettunum með útsýni og fuglalífi. Skoða hverina áhrifamestu — t.d. Seltún, þar sem leirhverir og gufuhverir eru, með stígum eða gönguleiðum til að heimsækja. Sjá gosgígana og sprengigígavötnin (Grænavatn, Gestastaðavatn, Augun “Augun” jafnt við veginn). Fuglalíf við Klettana við sjóinn.

Hér eru nýjustu upplýsingar sem ég fann varðandi jarðskjálfta, landrisi/sigi og mögulega gosáhættu í Krýsuvík og nágrenni. Eins og alltaf, þær geta breyst hratt — ég mæli með að fylgjast með Veðurstofu Íslands og öðrum opinberum aðilum til að fá stöðugar uppfærslur.

Nýleg virkni – Skjálftahrinur

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það hafa verið reglulega skjálftahrinur við Krýsuvík/Kleifarvatn. T.d. hrina þar sem stærsti skjálftinn var um 3,3 stig.  Það hafa komið skjálftar af stærðinni ~3,1 við Seltún í Krýsuvík.
Oftast eru skjálftarnir minni og sá stærsti í einni hrinu er oftast um 3 stig.

Landsig / Landrisi
Veðurstofan hefur mælst hraðara landsig í Krýsuvík en áður. Eftir gosið við Svartsengi í júlí 2023 hefur aflögun (sigi) í Krýsuvík strax aukist. GPS-gögn sýna að Krýsuvík reis nokkuð samfellt frá 2020, en síðan haustið 2023 byrjuðu mælingar að sýna sigi.

Jarðhitavirkni

Austurengjahver

Austurengjahver.

Aukið gufustreymi og suðan á yfirborði hefur verið skráð, sem bendir til aukinnar jarðhitavirkni. Sum skjálftahrinur sýna ekki þau einkenni sem benda beint til kvikuinnstreymis til yfirborðs, heldur virkni tengda jarðhita og spennubreytingum í jarðskorpunni.

Kvikuinnsöfnun og mögulegt gos
Undanfarið hefur kviku safnast fyrir undir svæðinu við Svartsengi og mælingar sýna að magn kviku í kerfinu undir Svartsengi sé nú orðið svipað eða meira en það sem var áður en síðasta gos hófst. Hins vegar, engin gögn benda til þess að kvika sé að færast nær yfirborði í Krýsuvík sjálfri núna.

Áhætta og ályktanir – Með hliðsjón af núverandi gögnum

Seltún

Seltún – borhola er sprakk í október 1999.

Það er aukinn órói (earthquake activity + deformation) í Krýsuvík og nágrenni, sem getur verið undanfari virkni (t.d. gos), en að svo stöddu eru engar staðfestar vísbendingar um að gos sé á næstu grösum.
Landsig og breytingar á yfirborði benda til að kviku og jarðhiti séu að hafa áhrif á þrýsting og uppbyggingu í jarðskorpunni, sem getur skapað spennu.
Jarðhitavirkni (gufur, yfirborðsáhrif) getur valdið skjálftum án þess að kvika komist upp — þ.e. sá þáttur sem oftast má greina með því að skoða dýpi skjálfta og aðrar mælingar.
Samkvæmt sérfræðingum og Veðurstofu Íslands er ástandið nálægt því að vera orka „goslíkt“, en það vantar ákveðin merki um kviku undir yfirborði sem myndu benda til að gos sé á næstu stundum.

Krýsuvík

Krýsuvík árið 2000.

Hér er samantekt á helstu vísbendingum um ástandið í Krýsuvíkarkerfinu núna — skjálftavirknina, aflögun (sig/landris), og hversu líklegt er að gos gæti brotist út, út frá nýjustu upplýsingum:

Helstu gögn og mælingar – Skjálftavirknin
Reglulegar hrinur skjálfta við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærðir oftast um 3 stig eða lægri. Til dæmis var skjálfti um 3,0‑3,3 nálægt Krýsuvík talið eðlilegur hluti af virkni svæðisins.
Dýpi skjálftanna er yfirleitt nokkuð lágt, sem bendir til að þeir séu nærri yfirborði, oft tengdir sprungum eða hitahreyfingum.

Aflögun jarðskorpunnar (sig/landrisi)

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Frá haustinu 2023 hefur landið við Krýsuvík/Kleifarvatn byrjað að sigjast (neðansjávar eða yfirborðssig), þ.e. lóðrétt aflögun niður á við. Í upphafi (fyrir 2020–2023) var landris, en síðan hefur þróunin snúist við og sig að aukast. InSAR‑gervihnattamyndir (satellítamælingar) styðja þetta: smávægilegar yfirborðsbreytingar sem staðfesta að aflögun er í gangi.

Jarðhitavirkni og önnur yfirborðseinkenni
Aukið gufustreymi og suðan (vapour / steam) við yfirborð sem bendir til að virkni undir yfirborði hafi aukist. Jarðhitavirkni virðist stýra mörgum skjálftum, fremur en kvikuinnstreymi að yfirborði. Þetta þýðir að margt af órói getur verið tengt hitakerfum og vatni, ekki endilega eldgosahættu.

Gossennilegri hætta og mat á henni

Krýsuvík

Baðstofa – hverasvæði í Krýsuvík.

Veðurstofa Íslands hefur fjallað um aukna líkur á gosviðburði við Svartsengi kerfið vegna kvikuinnsöfnunar.
En fyrir Krýsuvík sjálft er ekki að finna staðfestar vísbendingar um að kvika sé á leið að brotast fram (no clear evidence of magma intrusion to surface) þrátt fyrir skjálfta- og aflögunarvirkni.

Hættumat hefur verið yfirleitt ekki hækkað fyrir Krýsuvík til móts við gos; sérfræðingar benda á að þótt líkur séu til staðar, þarf fleiri fyrirferðamiklar vísbendingar (t.d. kviku uppstreymi, vaxandi aflögun eða stærri og dýpri skjálftar) til að benda á að gos sé „á næsta leiti“.

Til að aðstoða við að sjá heildarmynd

Krýsuvík

Krýsuvík – dyngja við Nýjaland.

Landris var ríkjandi fyrir 2023. Sig að aukast, einkum frá hausti 2023; aflögun mælist hraðari en áður.

Skjálftar
Regluleg virkni, oft minni skjálftar. Fortsætt virk skjálftavirkni, stundum um 3 stig; tengsl við jarðhita veldur mörgum skjálftum.

Jarðhitavirkni / gufugos / yfirborðsbreytingar

Seltún

Seltún – hveravirkni.

Hitavirkni var til staðar en ekki mjög hröð í þróun. Aukið gufustreymi og suða; þessi virkni eykst og getur hlaupið á skjálftum og aflögun.

Gosáhætta / fyrirboðar
Takmarkaðar vísbendingar um gos nær yfirborði; hætta talin til staðar í Reykjanesskerfinu almennt Enn sem komið er ekki vísbendingar um yfirborðsgos í Krýsuvík; en ástandið telst „á verði“ ef þróun heldur áfram.

Líkindi og tímasetning

Grindavík

Grindavík – eldgos er kann möguelga að rugla einhverja í rýminu…

Sérfræðingar segja að magn kviku sem hefur safnast undir svæðinu við Svartsengi sé nálægt því sem áður leiddi til goss, þannig að hættustig hefur hækkað þar.
Fyrir Krýsuvík er meiri óvissa. Vegna þess að mörg merki eru tengd jarðhita og vatnsdælingu/söfnun heldur en beinu kvikuinnstreymi, er erfitt að spá nákvæmlega hvenær eða hvort gos muni brotna út þar.
Ef gos myndi hefjast, gæti það verið með tiltölulega veikum fyrirboðum — skjálftar væru áberandi, aflögun (sig/landris) myndi aukast, og yfirborðseinkenni eins og aukin suða, gufumyndun, mögulega gasvetni gætu aukist. En þessi merki eru nú þegar á mörkum þess að vera finnanleg.

Jarðhitasvæðið í Krýsuvík – Skátalaug

Krýsuvík

Krýsuvík – sundlaugin.

Jarðhitasvæðið í Krýsuvík er staðsett á Reykjanesskaga á Íslandi. Það er sunnan við Reykjanes, mitt í sprungusvæðinu á Mið-Atlantshafshryggnum sem liggur um Ísland. Krýsuvík samanstendur af nokkrum jarðhitasvæðum, eins og Seltúni. Þar hafa myndast sólfótur, gufur, leirpottar og hverir, og jarðvegurinn er litaður skærgulur, rauður og grænn. Brennisteinsnámur voru grafnar á árunum 1722–1728 og á 19. öld. Þýski vísindamaðurinn Robert Bunsen heimsótti staðinn árið 1845 og setti fram tilgátu um myndun brennisteinssýru í náttúrunni, byggt á rannsóknum þar.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Nálægt jarðhitasvæðum eru nokkrir mar[g]ar — gígar sem mynduðust við sprengingar ofhitaðs grunnvatns. Óvenjulega grænbláa Grænavatnið hefur myndast í einu af þessum marum. Tilraunaborholur voru gerðar hér snemma á áttunda áratugnum og sumar þeirra hafa breyst í óreglulega, gervihveri. Ein þeirra sprakk árið 1999 og skildi eftir gíg.

Krýsuvík er vinsælt göngusvæði og ferðaþjónustuinnviðir — eins og tréstígar — hafa verið þróaðir.

Krýsuvík

Krýsuvík – skilti frá 2025 frá HS-orku um jarðhitarannsóknir á svæðinu.

Stærsta stöðuvatnið á svæðinu, Kleifarvatn, byrjaði að minnka eftir stóran jarðskjálfta árið 2000; 20% af yfirborði þess hefur síðan horfið Ekkert er minnst á stígandi vantaþróun]. Á þessu svæði voru nokkrir bæir fram á 19. öld, en eftir það voru þeir yfirgefnir [ekkert minnst á bæina þá eða bæjarmyndina í heild]. Aðeins lítil kapella, Krýsuvíkurkirkja, byggð árið 1857, stóð eftir þar til hún brann til grunna 2. janúar 2010. [Krýsuvíkurkirkja var aldrei kapella. Hún var endurbyggð eftir brunann og er nú á sínum upprunalega stað].“

Sumt er sem sagt sæmilegt en ekkert er ágætt, t.d. er hvorki fjallað um endurgerð Krýsuvíkurkirkju né sögu svæðisins sem og áhugaverðustu minjar þess.
Miðað við framangreint er tölvugervigreindin tæknilega verulega skammt á veg komin að teknu tilliti til allra hinar margvíslegustu fyrirliggjandi fróðlegu upplýsinga sem í boði eru – ef vel er að gáð…

Krýsuvík

Krýsuvík – bæjarstæði.

Austurengjahver

Í Hamri árið 1950 er m.a. fjallað um „Gufugos í Krýsuvík – Hagnýtingarmöguleikar gufunnar„:

Seltún

Seltún árið 1950.

„Eins og lesendum blaðsins er kunnugt af fréttum þá fékkst feiknamikið gufugos úr borholu, sem Rafveita Hafnarfjarðar var að láta gera í Seltúni í Krýsuvík.
Holan er um 230 m. djúp og 8“ víð og samkvæmt lauslegri áætlun er gufumagnið talið um 50 tonn á klst. Boruninni hefur Valgarð Thoroddsen stjórnað, en en verkið hafa unnið Guðmundur Jónsson og Eyjólfur Kristjánsson.
Í þessu tilefni þykir blaðinu rétt að rekja nokkuð sögu hitarannsókna og jarðborana í Krýsuvík.

Fyrstu jarðboranir vegna rannsókna á hita voru framkvæmdar undir stjórn Steinþórs heitins Sigurðssonar haustið 1941 og 1942 samkv. ósk Hafnarfjarðarbæjar. Þá voru boraðar 3 mjög grannar rannsóknarholur niður við Kleifarvatn á sprungulínu, sem talin var frá Austurengjahver niður að hver við suðurenda Kleifarvatns. Þessar borholur gáfu ekkert gos, en gáfu hinsvegar nokkra vitneskju um jarðlagamyndun á svæðinu.

Austurengjar

Austurengjahver – borstæði.

Síðan var engin borun framkvæmd í Krýsuvík þar til sumarið 1945, að Valgarð Thoroddsen rafveitustjóri gerði um það tillögu til bæjarráðs að hafizt yrði handa um frekari rannsókn og borun á jarðhitasvæði Krýsuvíkur aðallega með tilliti til raforkuvinnslu og að fyrst í stað yrðu teknir á leigu borar en síðar festi Hafnarfj.bær kaup á jarðbor til að geta annast sjálfur boranirnar.
Bæjarráð féllst einhuga á tillögu rafveitustjóra og var þá fyrst Rafmagnseftirlit ríkisins fengið til að bora. Var þá byrjað að bora við Austurengjahver en aðstæður voru þar mjög erfiðar og borunin bar ekki tilætlaðan árangur.

Seltún

Seltún um 1950.

Þá var borinn fluttur niður að Seltúni og boraðar þar 2 holur og gaf önnur þeirra allmyndarlegt vatnsgos, sem þó síðar hjaðnaði niður. Hin holan gaf gufugos, en vegna þess hve holan var grönn stíflaðist hún fljótlega bæði af hruni inn í holunni svo og af efnum úr gufunni, sem féllu út á veggi hennar. Um þetta leyti var ákveðið að bæjarsjóður festi kaup á jarðbor frá Svíþjóð af gerð, sem nefndur er fallbor. En þeir borar sem hingað til voru notaðir voru snúningsborar og hafði reynst töluverð festuhætta með þeirri gerð.
Með fallbornum var hinsvegar minni hætta á festu auk þess, sem mögulegt var með honum að bora margfalt víðari holur fyrir svipað verð borvéla og með svipuðu vélaafli. Gallinn við fallbora var þó að vísu sá, að erfitt var að ná upp sýnishornum af þeim jarðlögum, sem borað var í gegnum, því efnið kemur upp mulið sem sandur, og ennfremur eru þeir seinvirkari heldur en snúningsborar.

Krýsuvík

Borholan í Hveradölum undir Baðstofu 2023.

Meðan beðið var eftir bornum var Ólafur Jóhannsson fenginn til að bora vegna fyrirhugaðar garðyrkjustöðvar. Hann boraði 3 holur og gaf ein þeirra stöðina gufugos, og er sú gufa notuð ennþá til hitunar íbúðarhúss garðyrkjumanna.
Fyrsta verkefni borvélar bæjarins var að bora holu fyrir væntanlega gróðrarstöð. Var borað í þeim tilgangi niður í 120 m. dýpi en ekkert gos fékkst úr þeirri holu. Með þeim tækjum, sem fylgdu hinni sænsku borvél, reyndist ekki mögulegt að bora dýpra og stafaði það aðallega af ófullkomnum tækjum, sem fylgdu henni til að ná frá botni efni því, sem boraðist upp. Síðan hafa verið smíðuð hér slík tæki, eftir amerískri fyrirmynd, sem reynst hafa sæmilega.

Seltún

Seltún – borhola.

Rafmagnseftirlit ríkisins var fengið til að dýpka þessa holu með snúningsbor, því gert var ráð fyrir að gos myndi fást, ef dýpra væri borað. Það bar þó ekki tilætlaðan árangur því borkróna festist og varð því að hætta með við þá holu.
Næst var byrjað að bora í Seltúni með fallbornum og hann látinn bora upp stíflu í hinni grönnu holu, sem þar hafði verið boruð áður með snúningsbor rafmagnseftirlitsins.
Hola þessi gaf þá gos að nýju en sýnt þótti að nauðsynlegt vlæri að bora verulega víðari holu en áður hafði verið gert.
Rafmagnseftirlitið var fengið að bora áfram fyrir gróðarstöðina og voru borðaðar 2 grannar holur, af þeim stífaðist önnur fljótlega og var boruð upp með höggbornum síðar en hin gaf töluvert gufugos.

Krýsuvík

Krýsuvík – Gróðurhúsin 1950.

Gróðurhúsin eru nú hituð upp með gufu frá Hveradölum, en vegna stækkunar þeirra, sem nú stendur yfir, er verið að byrja á nýrri holu þar með fallbornum, sem verður töluvert víðari heldur en þær holur, sem áður hafa verið borðaðar fyrir gróðrastöðina. Þessi hola verður í efstu jarðlögum og boruð 12″ víð en grennist vegna margfaldrar fórðunar, væntanlega niður í 6″. Búast má við gosi það áður en komið er niður í 150 m dýpi.
Aðalverkefni höggborsins hefur verið í Seltúni. Þar hafa verið borðaðar víðustu holurnar og tekin upp sú nýbreytni hér á landi að hætti jarðborana eftir gufu á Ítalíu að fóðra holurnar að innan með járnrörum. Þetta er gert með þeim hætti, að fyrst er settur t.d. 16″ járnhólkur í afsta jarðlagið, síðan er borað niður í um 20 m. dýpi og sett 14″ rör þar niður. Þá er norað um 50 m. niður í því röri og niður úr því og settar þar 12″ pípur, í 100 m. dýpi 10″ rör og eftir aðstæðum reynt að fóðra enn dýpra niður með röri, sem gengur innan í síðustu fóðrun.

Seltún

Seltún – leifar af stíflu í Seltúnslæknum vegna borana.

Hver af þessum fóðringum þarf að ná upp að yfirborði jarðar, og háfa á þeim 2 lokur fyrir lóðrétt og lárétt útstreymi, strax og líkindi eru til þess að gufugos geti komið. Meðan á borun stendur, er holan ávallt höfð full af vatni. Efnið, sem úr holunni borast er náð upp með sogdælu, sem hangir í vír og rennt er niður í holuna. Þessar sogdælur eru smíðaðar hér eins og áður er um getið.
Hinn sænski fallbor reyndist fljótlega of veikbyggður fyrir borun í mjög djúpum og víðum holum og hefur honum verið breytt og hann lagfærður á ýmsa lund.

Seltún

Seltún – hverasvæðið.

Árangur borananna í Seltúni er flestum kunnur af blaðaskrifum í sambandi við síðustu atburði, sem þar hafa gerzt.
Hagnýtingarmöguleikur þess hita, sem þarna kemur úr jörð geta verið margvíslegir. Fyrst og fremst hefur verið hugsað um raforkuvinnslu. Að sjálfsögðu er mögulegt að nota þennan hita til hitaveitu fyrir Hafnarfjörð, en það kemur þó fljótlega í ljós að kostnaður við slíkt fyrirtæki mundi verða það mikill, að telja má að hann verði ofviða ekki stærra bæjarfélagi en Hafnarfirði. Ef miðað er við kostnað við hitaveitu Reykjavíkur og miðað við núverandi verðlag, myndi slíkt fyrirtæki kosta tugi millj. kr. Hitaorkuna mætti einnig nota á ýmsan hátt í iðnaði og til eymingar. Svo inniheldur jarðgufan ýmis efni, sem athugandi er hvort arðvænlegt sé að vinna úr henni, svo sem kolsýru, vatnsefni, ammoníak o.fl.

Krýsuvík

Krýsuvík árið 2000.

Erlendis hefur jarðgufa hvergi verið hagnýtt í stórum stíl, nema á Ítalíu. Þar hefur frá því um aldamótin verið unnin gufa úr jörð og var í byrjun nær eingöngu hugsað um efnavinnslu. Síðar með aukinni bortækni og auknu gufumagni hefur þessi starfsemi aðallega beinzt að því að nota jarðgufuna til raforkuframleiðslu.
Í héraðinu Larderello í Toscana á Ítalíu var árið 1948 í notkun 5 raforkuver rekin með jarðgufu. Það stærsta þessara orkuvera var 84 þús. kw. en hið minnsta 3500 kw. en samtals voru þau það ár 137 þús. kw. Það ár var í byggingu nýtt orkuver, sem nú mun sennilega hafa tekið til starfa en það átti að vera 150 þús. kw. Svo að samtals eru þarna nú jarðgufuraforkuver tæplega 300 þús. kw.

Krýsuvík

Krýsuvík – jarðbor HS Orku í Krýsuvík árið 2025. HS Orka hóf djúprannsóknarboranir á Krýsuvíkursvæðinu vorið 2025 og var fyrsta rannsóknarholan boruð við Sveifluháls þá um sumarið. Markmið rannsóknanna er að kanna hvort finna megi svæði með nægjanlegum hita og því sem kallast lekt – það er hvort heitt vatn geti flætt auðveldlega um jarðlögin. Ef sú verður niðurstaðan er þess vænst að svæðið nýtist vel til heitavatns- og raforkuframleiðslu til framtíðar.

Til samanburðar má geta þess, að Sogsvirkjunin, Elliðaárstöðin og varastöðin eru til samans 25 þús. kw.
Til þess að fá það mikla gufumagn, sem nauðsynlegt er í slíkar stórvirkjanir hafa Ítalirnir þurft að bora djúpar holur. Þeir hafa borað í meira en 1000 m. dýpi, en hafa nýlega tekið í notkun nýja borvél, sem þeir gera ráð fyrir að geti borað niður í 2—3 þús. m. Slíkar borvélar eru mjög dýrar í innkaupi og rekstri. Innkaupsverð svo afkastamikillar vélar mun vera nokkuð innan við 2 millj. króna.
Stærsta borhola, sem boruð hefur verið í Larderello gaf af sér 220 tonn af gufu á klst. en eins og áður er getið fékkst við lauslega mælingu að gosið sem braust út í Krýsuvík fyrra þriðjudag sé um 50 tonn á klst.
Næst liggur fyrir að gera nákvæmar mælingar á magni gufunnar, hitastigi, rakastigi hennar lofttegundum og efnainnihaldi þeirra. Slíkar mælingar þarf að gera við og við um nokkurt tímabil og mun síðan að loknum þeim rannsóknum verða teknir til athugunar og gerðar áætlanir um þá hagnýtingarmöguleika, sem til greina koma.“

Heimild:
-Hamar, 21. tbl. 22.09.1950, Gufugos í Krýsuvík, bls. 3.

Austurengjahver

Austurengjahver – leifar jarðborana á svæðinu um 1945.

Krýsuvík

Í Alþýðublaðinu árið 1947 er frétt frá Krýsuvík;  „Borhola í Krýsuvík gýs heitu vatni og gufu„:

Seltún

Seltún – borhola er sprakk í október 1999.

„Gufusprengingar út frá borholum hafa orðið í Krýsuvík (1999), Bjarnarflagi (1967) og Kröflu (1976). Eftir eru gígbollar nokkrir tugir metra að stærð. Í Krýsuvík sprakk upp gömul borhola í Seltúni þar sem nú er vinsæll viðkomustaður ferðafólks.

Borhola í Krýsuvík gýs heitu vatni og gufu. Næg orka til fyrirhugaðra framkvæmda
„Á sunnudaginn tók heitt vatn og gufa að gjósa upp úr borholu í Hveradölum í Krýsuvík, og stóð gosstrókurinn 15 metra í loft upp. Er þarna um að ræða nægilegt vatn og gufumagn til fyrirhugaðra framkvæmda á þessum stað.

Krýsuvík

Borað í Krýsuvík 1947.

Áður hefur verið sagt nokkuð frá þeim miklu jarðræktar- og búnaðarframkvæmdum, sem Hafnarfjarðarbær undirbýr í Krýsuvík.
Í sambandi við þann undirbúning hefur verið borað eftr heitu vatni og gufu í svonefndum Hveradölum. Á sunnudaginn tók borhola, 37 metra djúp og 4 þumlunga breið, að gjósa heitu vatni og gufu, og er gosstrókurinn 15 metrar að hæð. Er þá þegar fundið nægilegt vatn og gufuorka handa gróðrarstöð, sem þarna á að rísa og mjólkurbúi, sem byggja á á þessum slóðum.
Jarðborun stendur og yfir í Seltúni í Krýsuvík. Er önnur holan þegar 100 m á dýpt, en mjó. Hin er 10 þuml. víð og er borun hennar fyrir skömmu hafin.
Þótt svona vel hafi tekizt til með jarðborun í Hveradölum, verður önnur hola boruð þar til vara.“

Heimild:
-Alþýðublaðið 7. ágúst 1947, Borhola í Krýsuvík gýs heitu vatni og gufu, bls. 1.

Krýsuvík

Borhola (fyrir miðri mynd) í Hveradölum undir Baðstofu.

Krýsuvík

Jarðhitarannsóknir á Krýsuvíkursvæðinu eiga sér langa sögu og má rekja fyrstu skráðu könnunina allt aftur til ársins 1756 þegar gerðar voru rannsóknir á hverum og leirpottum í Krýsuvík, sem teljast meðal fyrstu vísindalegu jarðfræðirannsókna á Íslandi.

Krýsuvík

Krýsuvík 2023.

Í gegnum árin hafa síðan farið fram margvíslegar rannsóknir og boranir á svæðinu. Á árunum 1941–1951 voru boraðar fjölmargar grunnar holur í nágrenni Krýsuvíkur með það að markmiði að afla gufu til rafmagnsframleiðslu fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið. Borholurnar leiddu í ljós jarðhita en ekki í nægjanlegu miklu magni til að hefja raforkuframleiðslu á þeim tíma. Holurnar þóttu samt gagnlegar sem undanfari frekari rannsókna síðar meir.

Í Alþýðublaðinu 1951 segir m.a. af „Framkvæmdum og fyrirætlunum í Krýsuvík„.

Seltún

Seltún – gufugos 1950.

„Krýsuvík er eitt þeirra hverasvæða landsins, sem mestar framtíðarvonir eru við bundnar, og mestar tilraunir hafa verið gerðar á með virkjun fyrir augum.
Í eftirfarandi grein, sem tímarit ungmennafélaganna „Skinfaxi“ birti fyrir nokkru og byggð er á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra í Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen, rafveitustjóra í Hafnarfirði, varðandi jarðboranir og raforkuframkvæmdir, er gerð allítarleg grein fyrir því, sem gert hefur verið í Krýsuvík.

Á síðari árum hefur margt og mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Hafnarfjarðarkaupstaðar í Krýsuvík. Verður hér stuttlega skýrt frá því, sem þegar hefur verið gert þar og helztu fyrirætlunum.
Krýsuvík liggur um miðbik Reykjaness að sunnanverðu, milli Grindavíkur og Herdísarvíkur, en suðvestan við Kleifarvatn. Fyrr á tímum var þar höfuðból með sex hjáleigum, og um síðustu aldamót lifðu þar um 40 manns. Var sauðfjárræktin undirstaða búskaparins þar og sömuleiðis sjósókn.

Krýsuvíkurtorfan

Krýsuvíkurtorfan – uppdráttur ÓSÁ.

— Síðan tók fólki stöðugt að fækka og byggðin að eyðast. Olli því að sjálfsögðu breyttir búskaparhættir og þjóðarhættir, og auk þess samgönguleysi. Kom þar að lokum að aðeins einn maður dvaldi í Krýsuvík, og hafðist hann við í leifum af kirkjunni. Leið þó ekki nema einn vetur, að mannlaust væri í Krýsuvík, áður en starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar settist þar að.
Hafnarfjarðarbær fékk eignarrétt á ræktunarlandi og hitasvæði í Krýsuvík árið 1937. Undirstaða framkvæmda þar hlaut að teljast vegarlagning þangað, en lög um Krýsuvíkurveg höfðu verið samþykkt á alþingi árið 1936. Síðan sá vegur tengist Suðurlandsundirlendinu, hefur hann komið í góðar þarfir á vetrum, — ekki hvað sízt á síðastliðnum vetri.
— Milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur eru 25 km. Framkvæmdir í Krýsuvík eru þríþættar, og hafa þessir þrír þættir frá upphafi verið aðskildir, þótt á síðasta ári hafi tveir þættirnir verið sameinaðir undir eina stjórn. Þessir þrír þættir eru: Ræktun í gróðurhúsum, grasrækt og kúabúsframkvæmdir Og boranir eftir jarðhita.

Gróðurhús

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnan í gróðurhúsunum.

Vegna jarðhitans eru skilyrði til ræktunar í gróðurhúsum ótakmörkuð í Krýsuvík. Nú eru gróðurhúsin orðin fjögur, og eru ca. 1600 ferm. undir gleri. Tvö þessara gróðurhúsa (600 ferm.) voru tekn í notkun vorið 1949, en hin tvö er verið að ljúka við. Í gróðurhúsunum eru einkum ræktaðir tómatar, agúrkur, gulrætur og blóm. Í
sambandi við gróðurhúsin er auk þess hálfur hektari útiræktar, þar sem gert er ráð fyrir að rækta alls konar grænmeti. Jarðhitinn, sem gróðurhúsin eru hituð með, er gufa, og er hún leidd í þró þar sem katli hefur verið komið fvrir, og hitar gufan þannig vatnið í hitakerfi gróðurhúsanna, en það er venjulegt miðstöðvarkerfi.
Í sambandi við gróðurhúsin hafa verið reist tvö íbúðarhús, ca. 360 ferm. að grunnflatarmáli, fyrir bústjóra og starfsfólk. Eru í húsunum öll þægindi, vatnsleiðsla, skólpræsi og rafrnagn frá dieselraístöð.

Búskapur

Krýsuvík

Krýsuvík 1962- fjósið (HH).

Í Krýsuvík eru ca. 300 ha. ræktanlegt graslendi, en auk þess melar, sem e.t.v. mætti rækta með sérstakri aðferð.
Kom fljótt til tals að setja þarna á fót stórt kúabú, er jafnan gæti séð Hafnfirðingum fyrir ferskri og góðri barnamjólk. Á þessum grundvelli hafa verið hafnar allmiklar búskaparframkvæmdir, þótt enn megi þær teljast á byrjunarstigi. Þegar hafa verið brotnir um 30 ha. lands, en vinnslu er misjafnlega langt á veg komið, vinna undir grasfræssáningu á þessu vori. Grafnir hafa verið 8 km. langir opnir skurðir til landþurrkunar, en ca. 45 km. löng lokræsi (kílræsi). Tveir súrheysturnar hafa verið reistir. Eru þeir 5 m. í þvermál og 14 m. háir. Fjós fyrir 154 kýr og tilheyrandi ungviði er komið undir þak.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið; uppdráttur.

Hér er komið framkvæmdum í búskaparmálum í Krýsuvík, en um framhaldið verður ekki sagt á þessu stigi málsins. Það er rétt að geta þess, að í Krýsuvík er mjög votviðrasamt, og verður bví naumast gerlegt að vera háður náttúrunni með verkun á heyi. Gera má ráð fyrir. að þarna mætti hafa um 300 kýr.
Öll mannvirki, sem hingað til hafa verið reist í Krýsuvík, bæði vegna rætkunar í gróðúrhúsum og fvrirhugaðs búskapar. eru hin vönduðustu og af fullkomnustu gerð.

Boranir eftir jarðhita

Seltún

Seltún – borhola.

Í Krýsuvík er eitt mesta jarðhitasvæði á landinu, enda ber Reykjanesskaginn allur ljósar menjar mikilla jarðumbrota og eldgosa. — Festi Hafnarfjarðarbær ekki hvað sízt kaup á Krýsuvík vegna jarðhitans, enda hafa jafn miklar vonir til hans staðið og standa enn.
Fyrstu jarðbornir í Krýsuvík voru framkvæmdar af rannsóknaráði ríkisins árið 1941 og 1942. Var þá borað við
suðurenda Kleifarvatns. Þetta var aðeins gert í rannsóknarskyni til þess að kynnast jarðlögum. Festust borarnir tíðum, og engin gufa kom.
Næst var borað 1945. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði þær boranir með höndum, einnig í tilraunaskyni. Borað var við svonefndan Austurengjahver og í Seltúni. Jarðborar voru grannir.
Nokkurt gufumagn, kom þó, en þar sem holurnar voru þröngar, stífluðust þær fljótt, enda var hér um rannsókn að ræða.

Krýsuvík

Borað á hlaðinu í Krýsuvík um 1950.

Haustið 1946 var Ólafur Jóhannsson úr Hveragerði, fenginn til að bora eftir gufu vegna væntanlegra gróðurhúsa. Þá voru boraðar 3 holur, alm. með allgóðum árangri, og er íbúðarhús starfsfólks gróðurstöðvarinnar hitað með gufu þaðan.
Um áramótin 1948 tók til starfa í Krýsuvík nýr jarðbor, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt, en Rafveitu Hafnarfjarðar var falið að annast rekstur hans. Þessi bor er fallbor, en fram til þessa höfðu verið notaðir spúningsborar. Fallborar geta borað víðari holur en snúningsborar, þótt vélaorkan, sem knýr þá, sé hin sama. Enn fremur er minni festuhætta fyrir þá gerð, en áður hafði það tafið mikið, hve borar vildu festast.
Með fallbornum var fyrst borað vegna gróðurstöðvarinnar, skammt frá henni. Sú borhola mistókst.

Seltún

Seltún árið 1950.

Var þá borinn fluttur í svonefnt Seltún og byrjað að bora með tilliti til væntanlegrar raforkuvirkjunar. Meðan á því stóð var aftur fenginn bor frá Rafmagnseftirliti ríkisins til þess að bora uppi í fjallinu ofan við gróðurstöðina, í svonefndum Hveradölum. Voru þær boranir vegna gróðurhúsanna og gáfu nægjanlegt gufumagn fyrir þau eins og þau voru þá. —
Þessar holur hafa þó stíflazt, og hefur fallborinn þá verið fluttur upp í Hveradalina til þess að bora upp þessar stíflur. Enn fremur hafa víðari holur verið borðara með fallbornum í Hveradölum, sem heppnazt hafa, og gefa þær samtals um 10 tonn af gufu á klst. Gufumagn, sem fvrir hendi er úr borholum í Hveradölum, er þrefalt meira en gróðurstöðin þarfnast, eins og hún er nú. Í Seltúni hafa boranir gengið upp og ofan, enda er jarðvegur í Krýsuvík sérstaklega erfiður viðfangs fyrir jarðboranir.
Með fenginni reynslu tókst þó að endurbæta svo borvélina á síðastliðnu ári, að borun hefur gengið mun greiðar en áður. Hefur nú tekizt að bora allt að að 13 m. á dag, en stundum áður varð ekki komizt nema nokkra centimetra niður á degi hverjum.

Seltún

Seltún – borhola 1956.

Það var 12. sept. síðatl. að verulegur árangur varð af borunum í Seltúni. Þá kom skyndilega gos úr holu, sem verið var að bora og orðin var 229 m. djúp. Hola þessi er fóðruð með 8 tommu víðum járnpípum 190 m. niður. Gosið hefur sífellt haldið áfram síðan það byrjaði, og kemur úr bolunni all vatnsblönduð gufa. Hefur magnið verið mælt við mismunandi mótþrýsting þ.e. þrengt hefur verið mismunandi mikið að gosinu. Gufa sú, sem úr holunnii kemur, mun geta framleitt um 5000 kílóvött rafmagns. En auk þess koma úr holunni um 30 l. af 100° heitu vatni á sekúndu, sem nota mætti í hitaveitu eða til annars. — Til samanburðar má geta þess að Hafnarfiarðarbær notar nú 3000 kílóvött rafmagns. Gos kemur úr 5 bolum alls, þótt gosið úr fyrrrnefndri holu sé langmest, en heildargufan úr öllum holunum er 60 tonn á klst.

Seltún

Seltún – borhola.

Í ráði er að virkja þarna í Seltúni, og hefur ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Bandaríkiunum verið send greinargerð um þetta efni og óskað eftir tilboðum um vélar og tæki. Komið hefur í liós, að ítalsk og svissnesk fyrirtæki ein telja sig geta sinnt svo sérstæðu verkefni, sem hér um ræðir. Stendur Rafveita Hafnarfjarðar nú í sambandi við ítölsk fyrirtæki varðandi þessi mál.
Bráðabirgðaáætlun sýnir að slík gufuvirkjun yrði nokkru ódýrari en samsvarandi vatnsvirkjanir. Stendur rafveitan í sambandi við ítölsk orkuver, sem revnslu hafa af gufuvirkjunum. Hafa ítalir gufuorkuver, sem framleiða 300 þús. kílóvött rafmagns. Til samanburðar má geta þess, að nýja Sogsvirkjunin, eins og hún er
nú áætluð, mun framleiða 31 þús. kílóvött.
Borunum er að sjálfsögðu haldið áfram í Krýsuvík.“

Heimild:
-Alþýðublaðið, 20. sept 1951, Framkvæmdir og fyrirætlanir í Krýusuvík, bls. 5.

Seltún

Seltún – borhola er sprakk í loft upp í október árið 1999.