Færslur

Háspennumöstur

Eftirfarandi er úrdráttur úr greinargerð, sem FERLIR vann vegna fyrirhugaðrar lagningu háspennilínu milli Hellisheiðar og Hafnarfjarðar í desembermánuði árið 2006.
LoftlínaNiðurstaðan er sérstaklega áhugaverð í ljósi síðustu frétta af línunni, þar sem fram kemur að ákvörðun hafi verið tekin um að hún verði lögð í jörð frá Ásfjalli að nýrri aðveitustöð í Hrauntungum. Vegna þeirrar ákvörðunar er rétt að taka fram að ekki var gert ráð fyrir framkvæmdum á síðastnefnda svæðinu, enda bætast þá við ábendingar um nokkra staði til viðbótar sem þarf að varðveita, til viðbótar þeim 28, er sérstaklega var getið varnaðar við í greinargerðinni.

Inngangur
Eftirfarandi er svolítil greinargerð og samantekt yfir minjar og náttúruverðmæti á fyrirhugaðri leið háspennumastra frá Hellisheiðarvirkjun að Hamranesi við Hafnarfjörð eftir því sem vitneskja liggur fyrir um slíkt. Ekki er um fornleifaskráningu að ræða, enda þarf hún að fara fram undir handleiðslu fornleifafræðings. Í reglugerð um þjóðminjavörslu, sem reyndar er úrelt (því hún miðast við lög sem felld hafa verið úr gildi) segir að “fornleifaskráning skuli gerð undir stjórn fornleifafræðings og að þess sé gætt, að teknar séu saman ritaðar jafnt sem munnlegar heimildir um fornleifar og allir minjastaðir séu kannaðir á vettvangi, hvort sem fornleifar eru sýnilegar á yfirborði eða ekki. Allir minjastaðir skulu færðir á kort og gerðar lýsingar og uppdrættir af þeim minjum sem sýnilegar eru.”
Mörg minjasvæði eru á línuleiðinniRétt er því að fram komi að hér er einungis getið um sýnilegar minjar, en fleiri minjar kunna að leynast í jörðu á svæðinu. Það verður því að teljast bæði sjálfsagt og skylt að markviss fornleifaskráning fari fram á áætlaðri línuleið, í a.m.k. 50 metra út frá henni til hvorrar handar. Þá er og mikilvægt að meta bæði landslagið sem slíkt til verðmæta, sjónræn áhrif línunnar og þau áhrif er línugerðin kann að hafa á það með varanlegum hætti. Ekki verður hjá því komist, þótt kostnaðarmismunur virðist allnokkur, að meta hvort jarðstrengur geti verið raunhæfur kostur til lengri tíma litið og/eða aðrar lausnir, sem ekki hafa verið ígrundaðar sérstaklega hingað til. Tækniþróun hefur jafnan verið árangur eða krafa um aðrar lausnir en þekkst hafa á hverjum tíma. Ísland hefur verið framarlega í virkjunum og nýtingu orku. Ýmsar lausnir á erfiðum og óvæntum viðfangsefnum hafa komið Huga þarf að hellumfram á tiltölulega stuttri sögu virkjana. Fáir virðast hafa lagt sig fram um að leysa flutningsvandann. Fremur hefur verið horft til lausna annars staðar í heiminum í þeim efnum, með tilheyrandi innflutningskostnaðir. Telja má að kominn sé tími til að virkja innlent hugvit til að leysa, annars vegar flutningsmöguleika raforkunnar og hins vegar lækka kostnaðinn við þá. Má í því sambandi nefna þá einföldu lausn að leggja sandlag yfir núverandi yfirborð og undir jarðstreng og síðan annað sandlag ofan á strenginn. Í fyrsta lagi væri um fljótvirkari framkvæmd að ræða og í öðru lagi væri auðveldara að endurnýja strenginn en heilt háspennumasturskerfi úreldist á tiltölulega skömmum tíma. Í þriðja lagi væri um miklu minni sjónmengun að ræða, í fjórða lagi yrði línulögnin afturkræf og í fimmta lagi yrðu lágmarkaðar mögulegar skemmdir á fornleifum. Jarðstrengur yrði væntanlega lagður beinni leið milli staða – og því styttri.
Sérstaklega er tekið fram að hér er hvorki fjallað um viðkvæman né sjaldgæfan gróður eða um dýralíf á svæðinu.

Línulögnin
Margar mannvistarleifar eru í línustæðinuLandsnet hf hyggst styrkja raforkuflutningskerfið á Suðvesturlandi, frá Ölkelduhálsi og Hellisheiði að Straumsvík vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík og áforma um virkjanir á Hellisheiði, við Hverahlíð og á Ölkelduhálsi. Þessar framkvæmdir eru jafnframt áfangi í langtímauppbyggingu raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi, þ.m.t. 420 kV kerfis.
Ofangreindar háspennulínur liggja að mestu samsíða eldri línum. Að hluta er um að ræða nýbyggingu háspennulína en einnig er um að ræða breytingar eða tilfærslur á núverandi línum. Einnig er til skoðunar hugsanlegar breytingar á legu Hamraneslínu 1 og 2, en línurnar liggja frá Geithálsi að Hamranesi. Breytingin virðast fela það í sér að í stað þeirrar línu komi lína samhliða nýrri línu frá Sandskeiði að Hamranesi, eða Stórhöfða því þar mun hugsanlega verða tengivirki í stað Hamranesstengivirkis, sem nú er.
...svo og friðaður Reykjanesfólkvangur“Destination Viking Sagalands – sagas & storytelling” (Rögnvaldur Guðmundsson) óskaði eftir því við [FERLIR] að fara yfir leiðir fyrirhugaðra háspennulína og gera grein fyrir helstu minja- og náttúrufyrirbærum, einkum þeim er sérstök ástæða væri til að gæta varkárni við.
Eftir að hafa skoðað fyrirhugaðar línuleiðir, þ.e. frá vestanverðri Hellisheiði að Hafnarfirði, var þá listað upp meðvitaðar minjar, frá suðaustri til norðvesturs. Tekið var fyrir svæði vel rúmlega út fyrir línur svo minnka megi líkur á að verðmætar minjar eða náttúrufyrirbæri fari forgörðum við framkvæmdirnar.
Fornleifaskráning fyrir Ölfushrepp II, svæðisskráning  fyrir Ölfus- og Selvogshrepp (Hildur Gestsdóttir & Orri Vésteinsson) og fornleifaskráning Fornleifastofu Íslands liggur fyrir um fornleifar á Hellisheiði og við Fjárskjól í DalnumHverahlíð þar sem m.a. er sérstaklega tekið fram að ástæða sé til að fara varlega í nálægð hinnar gömlu mörkuðu þjóðleiðar um heiðina.
Línustæðið liggur um fjögur sveitarfélög, sem öll hafa lagt fram aðalskipulag um nýtingu sinnan umdæma til næst framtíðar. Í aðalskipulagi Ölfuss er t.a.m. tekið fram að “lagt er til að fram fari nákvæm skráning og kortlagning fornminja. Þá eru stórframkvæmdir umhverfis-matsskyldar sbr. kafla 4.2. og 4.3., s.s. vegagerð, háspennulínur og virkjanir.” Í aðalskipulagi Kópavogs og Hafnarfjarðar eru hliðstæð ákvæði. Í öllum tilvikum er gert ráð fyrir (a.m.k. í textanum) varfærni og að við engu verið hróflað nema að undangengnum athugunum með tilskyldum skilyrðum. Ljóst er að mikilvægt er að huga vel að undirbúningi, kanna alla möguleika og minnka sem tök eru á afleiðingar á röskun verðmæta er felast í náttúru og minjum á svæðunum.
Jafnan eru fyrirhugaðar framkvæmdir afsakaðar með því að svæðum hafi þegar verið raskað svo og svo mikið og því skipta þær í rauninni litlu máli til eða frá. Slík rök geta varla talist gjaldgeng – a.m.k. ekki lengur.
Flutningur raforku er nauðsynleg. Henni mun ávallt fylgja eitthvert rask og jafnvel umhverfisspjöll.

Lokaorð
Hellamyndanir í Litluborgum - ástæða til að fara varlegaHér að framan [í óbirtum millikafla] er getið 28 staða eða svæða, sem sérstaklega þarf að gæta varfærni við ef og þegar leggja á háspennulínu milli Hellisheiðar og Hafnarfjarðar. Upplýsingarnar gætu einnig komið að notum ef ákvörðun yrði tekin um að leggja jarðstreng þá sömu leið. Líklegt má þó telja að leið með jarðstreng yrði önnur og beinni (og þar með styttri) en hér er áætlað. [Auk þess myndi verðmæti landsvæðisins, sem línan á að liggja um, margfaldast ef um jarðstreng væri að ræða].
Tiltekinna verðmæta á svæðunum er getið hér að framan. Þau gætu verið fleiri, ekki síst er lýtur að öðrum þáttum, s.s. gróðri og dýralífi. Þurfi að færa línustæðið m.v. núverandi forsendur þarf að sjálfsögðu að gaumgæfa það eða þau svæði af nákvæmni.
Verði háspennuloftlína ofan á, eins og hér er lagt upp með, þarf að huga mjög vel að framangreindum svæðum með hliðsjón af minjum og náttúruverðmætum á leiðinni. Mikilvægt er að “jarðýtustjórinn” ráði ekki för þegar af stað verður farið heldur verði mjög nákvæmlega fylgst með framkvæmdum frá einum tíma til annars og að þess verði gætt að valda eins litlu raski og mögulegt er.

Sjá meira á RÚV.

Háspennumöstur

Háspennulínur ofan Hafnarfjarðar.

 

Háspennumöstur

Háspennulínur fara æ meira í taugarnar á náttúruunnendum, útivistarfólki, leiðsögumönnum og ferðafólki.
Ferðaþjónustur bjóða gjarnan ferðafólki upp á óspillta náttúru og óraskað umhverfi. Þegar leitað er viðhorfs ferðafólks sFyrri tíma rask í hrauni á Reykjanesskaganumegja þeir það meginástæðu ferðalaga þess til landsins. Þegar hins vegar er af stað farið verður varla þverfótað fyrir háspennumöstrum. Slíkt er ástandið að leiðsögumenn verða að sæta lagi til að geta staðnæmst með ferðafólk á útsýnisstöðum þar sem mörstrin og línurnar leika ekki aðalhlutverkin.
Háspennulínur hafa verið nauðsynlegar því þær flytja rafmagn milli staða. Burðarvirki háspennulína eru ýmist úr timbri eða stáli og með eða án sérstakra undirstaða. Hönnunarforsendur taka m.a. mið af hugsanlegri áraun af vindi og ísingu. Spennuval ræður mestu um hvort byggingarefnið er valið. Þá ræður spennuval mestu um hæð mastra í háspennulínu. Af því helgast að nær sjálfgefið er að möstur í 220 kV línum eru nær undantekningarlaust byggðar upp af stáli og eru á steyptum undirstöðum. Helgunarsvæði slíkra lína er 65 – 85 m svo sérhver lína þarfnast umtalsverðs landrýmis. Gerð er sérstök krafa um fjarlægð leiðara (rafmagnsvíranna) frá jörðu. Fjarlægð er þeim mun meiri sem spenna er hærri. Helgunarrýmið ræðst í réttuhlutfallið við spennuna og hæðina. Með þessum flutningsmáta er það því í raun andrúmsloftið sem einangrar rafmagnið frá jörðu en sérstakir einangrar ýmist úr gleri eða postulíni einangra leiðara frá burðarvirkinu. Auk burðarvirkis háspennulínu eru mikilvægustu þættir línunnar leiðari (rafmagnsvírarnir) , einangraskálar, tengibúnaður og stagbúnaður. Þá eru margar háspennulínur með sérstökum jarðvír efst í burðarvirki til að taka við eldingum og verja endabúnað í spennustöð og leiða eldingarnar um burðarvirki til jarðar. Allt er þetta vel sýnilegt sæmilega sjándi fólki. Hin síðari ár hefur þó áhersla verið lögð á að háspennulínur falli sem best að því landi sem þær liggja um – með takmörkuðum árangri.
Aukin umræða hefur verið lagningu jarðstrengja í stað háspennulína. Ekki er langt síðan að allt flutningskerfi rafmagns hér á landi fór um loftlínur, einnig í þéttbýli. Tækniþróun gaf síðar kost á jarðstrengjum svo nú sést varla loftlína innan bæjarmarka sveitarfélaga. Og það er alls ekki svo langt um liðið.

Seinni tíma rask í hrauni á Reykjanesskaganum

Verst af öllu, hvort sem um er að ræða loftlínu eða jarðstreng, er þó allt það rask og náttúrueyðilegging sem því fylgir, ekki síst á órsökuðum svæðum, s.s. á Reykjanesskaganum. Verðfall hans sem eitt af náttúrudjásnum landsins verður umtalsvert ef heldur áfram sem horfir. Líkja mætti því við gengisfellingu eða verðhrun á fasteignamarkaði, hér við bæjardyr þorra Íslendinga og við dyrnar inn í landið. Fyrirhugaðar jarðvarmavirkjanir, með til heyrandi byggingum, vegarslóðum, borplönum, risarörum og ekki síst risavöxnum háspennulínum sem skera í augu, verða orsakavaldarnir, en þar ræður skammvitur maðurinn ferðinni eins og svo oft áður.
Til stendur nú t.a.m. að leggja að minnsta kosti tvær 30 metra háar háspennulínur að fyrirhuguðu álveri við Helguvík og stórskemma með þeim dýrlegt útsýni um skagann þveran og endilangan. Auk ferðafólks munu Vogabúar, Grindavíkingar og Sandgerðingar fá að súpa seyðið af því ef af verður.

Óraskað svæði þar sem fyrirhuguð er loftlína

Þegar stóð til að leggja nýja háspennulínu frá Henglinum að Straumsvík var línulagningunni mótmælt. Viðbrögð Landsnets voru að láta leggja orkudreifinguna í jarðstreng. Í fyrstu sagði skrifstofustjóri Landsnets að ekki kæmi til greina að leggja svo öflugar háspennulínur í jörðu þar sem kostnaðurinn við slíkt væri allt að tíu sinnum meiri en með því að reisa möstur. “Það er einfaldlega of mikið,” sagði hann í samtali við Morgunblaðið. “Ástæðan fyrir hinum mikla kostnaði við að grafa línur í jörðu sé að einangrun fyrir línurnar sé afar dýr og í sumum tilvikum þurfi einnig að steypa undir þær. Viðgerð á jarðstrengjum taki einnig mun lengri tíma en loftlínu og það skipti verulegu máli fyrir rekstraröryggi álvera.” Ekkert var t.d. minnst á hversu auðveldlega mönnum hefði tekist hingað til að greina með afar mikilli nákvæmni bilanir í sæstrengnum milli Íslands og Skotlands. Þá hafa menn ekki átt í neinum erfiðleikum með að staðsetja bilanir í öðrum jarðstrengjum, t.a.m. í þéttbýli. Ástæðan eru greiningarpóstar, sem auðvelt er að rekja ef á þarf að halda. Hvers vegna skyldi það verða eitthvað öðruvísu um aðra fyrirhugaða jarðstrengi?
Kostnaður við lagningu háspennulína í jörðu fer eftir því hversu flutningsgeta þeirra er mikil. Spennustig línunnar er mæld í kílóvoltum (KV). Samkvæmt (úreltum) Loftlínaupplýsingum frá Landsneti er jafndýrt að leggja 66 kV línur í jörðu og í möstrum eða í staurum. Ef línan er 132 kV er talið að um 30-50% dýrara sé að leggja hana í jörðu sem þýðir að hver kílómetri af jarðlögn myndi kosta um og yfir 20 milljónir í stað 15 milljóna í staurum. Háspennulína sem er 220 kV og lögð er í jörðu kostar um 4-6 sinnum meira en lína sem er lögð í möstur, í stað þess að hver kílómetri kosti 30 milljónir kostar hann því 120-180 milljónir. Þegar línan er 420 kV er kostnaður við að leggja í jörðu tífaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti kostar hver kílómetri af 420 kV línu um 40 milljónir, sé hún lögð í möstur en myndi kosta 400 milljónir ef hún yrði lögð í jörðu. Þessar upplýsingar segja einfaldlega að það er alls ekki útilokað að leggja háspennulínu í jörðu – það er bara dýrara (eins og stendur). Auk þess myndu margfalt burðarmeiri jarðstrengur afkasta nokkrum loftlínum, sem nú eru til staðar. Þær eiga líka sinn takmarkaða líftíma. Lítið sem ekkert fé hefur verið lagt í rannsóknir og þróunarvinnu á hagkvæmari flutningi raforku hér á landi.

Þessar upplýsingar segja einfaldlega að það er alls ekki útilokað að leggja háspennulínu í jörðu – það er bara dýrara (eins og stendur). Auk þess myndu margfalt burðarmeiri jarðstrengur afkasta nokkrum loftlínum, sem nú eru til staðar. Þær eiga líka sinn takmarkaða líftíma. Lítið sem ekkert fé hefur verið lagt í rannsóknir og þróunarvinnu á hagkvæmari flutningi raforku hér á landi. Nánast öll þekking og efni eru innflutt. Af hverju og hversu lengi ættum við að sætta okkur við það? Ljóst er að takist sérfræðingum okkar að þróa nýja, hagkvæmari og umhverfisvænni flutningsleið á raforku myndi það óumræðanlega skapa landinu gríðarleg útflutningsverðmæti. Hvers vegna ekki að byrja? Þegar til stóð að leggja háspennustrenginn fyrirhugaða að álverinu í Straumsvík var sagt að það myndi verða 800 miljónum króna dýrara að grafa háspennustrengi vegna stærra álvers í jörðu en að hafa áfram loftlínur. Þann kostnað myndi Alcan greiða, samkvæmt samkomulagi fyrirtækisins við Landsnet. Ríflega níu kílómetrar af nýjum jarðstrengjum átti þá að leggja í lögsögu Hafnarfjarðar, en afleggja átti um 17 kílómetrar af loftlínum. Þegar upp var staðið virtist ágóðinn umtalsverður.
Útsýni ferðafólks til Helgafells af KrýsuvíkurvegiLeiða má líkur að því að í náinni framtíð komi stöðugt fram betri tækni við framleiðslu og nýtingu jarðstrengja. Draumsýnin er að þeir verði ekki grafnir í jörðu heldur verði lagðir á jörðu, þ.e. þeir verði afturkræfir með sem allra minnstu ummerkjum. Líftími mannvirkja, s.s. orkuvera, er takmarkaður við 60-80 ár. Jarðstrengir munu úreldast líkt og annað, jafnvel mun hraðar en nú er talið eftir því sem fram líða stundir. Það er því ástæðulaust að leyfa skammsýnum að ráða ferðinni í þessum efnum. Ekki má gleyma að ósnortin náttúra og óraskað umhverfi munu margfaldast að verðgildi eftir því sem tíminn líður – og komandi kynslóðir vaxa úr grasi.

Heimild m.a.
-Landsnet.
-www.grindavík.is
-Þorvaldur Örn Árnason.

Háspennumöstur

Háspennulínur ofan Hafnarfjarðar.