Færslur

Utanvegaakstur

Í MBL þann 1. júlí 1995 birtist grein  Ingimundar Þórs Þorsteinssonar, Snorra Ingimarssonar og Þorvarðs Hjalta Magnússonar undir fyrirsögninni “Áhrif jeppanna á umhverfið – að aka í sátt við landið sitt”. Um var að ræða stytta kafla úr bók sem kom út fyrir jól 1994 og heitir: “”Jeppar á fjöllum”. Á þeim 13 árum, sem liðin eru frá skrifunum, hefur margt breyst. Megininntakið er þó enn sem fyrr eftirfarandi: “Það er hættulegt að einblína svo á mikilvægi einstaka framkvæmda, að nánast allt annað skuli víkja fyrir þeim“.
Jeppar á fjöllum“Við komu fyrstu bílanna til landsins voru engir akvegir til fyrir bíla sem von var á. Engu að síður voru til þekktar þjóðleiðir milli bæja og byggðalaga. Þessar leiðir höfðu verið troðnar af hestum og göngufólki, en ekki með ferfættum ökutækjum. Eins og vænta mátti var slóðagerðin ekki upp á marga fiska í upphafi. Stærstu steinunum var rutt úr vegi og keyrt í lykkjum til að velja færsutu leiðina. Þannig tróðust fyrstu slóðarnir. Síðan þróaðist þetta út í smávegagerð eftir því sem umferðin jókst.
Á þessum tímum var því fyrirbærið utanvegaakstur ekki til í hugum manna. Allur akstur var í upphafi utanvegaakstur, sem í raun  var slóðagerð. Það sem þurfti að fara var farið, og sjálfsagt lítið spáð í gróðurvernd eða ljót hjólför. Reyndar er engin ástæða til aðbera þetta sman við hugsunarhátt okkar nú á dögum, því jeppar nútímans eru mun öflugri en fyrstu bílarnir. Með jeppunum er nú auðveldara að komast lengra inn í óbyggðir og þannig inn á svæði sem eru mun viðkvæmari fyrir spóli og traðki. Öflugri jeppar kalla því ámeiri varfærni og hófsem. Á tímum fyrstu bílanna lágu hinsvegar leiðir manna einna helst milli bæja og byggðalaga eins og áður segir. Menn þurftu að komast nauðsynlega leiða sinna, og það langmest á láglendi. Bílstjórar þess tíma ruddu vegina og voru því nokkurs konar hetjur sem fóru ótroðnar slóðir.
Utanvegaakstur á ReykjanesskaganumFljótlega kviknaði þó löngun hjá mönnum til að kanna hálendið og ýmsa áhugaverð staði. Þar urðu kannski ekki til troðnar slóðir í fyrst, heldur einungis ferðasögur sem eru til enn þann dag í dag. Eftir því sem árin liðu og bílarnir og dekkin urðu betri, þá fjölgaði slóðum inn til óbyggða. Ef skoðaðar eru loftmyndir af Íslandi má sjá ógrynni af slóðum um allt land. Hluti þeirra, um 3700 km af fjallvegum og sóðum, hefur verið skráður hjá Vegargerðinni. Þar af eru 712 km landsvegir eins og Kjalvegur og Sprengisandur, og afgangurinn er alls konar slóðar og vegir, sem eru misgóðir, misvel þekktir og misgamlir og sumir ófærir núorðið. – Nánast öll þjóðin hefur staðið að þessari slóðagerð en ekki bara einhverjir truflaðir jeppakarlar, ungir eða gamlir.
Það er sjálfsagt að velta fyrir sér hvaða stefnu skuli taka í gerð vega og slóða um hálendið. Fyrst þarf að sjá fyrir sér heildarmynd af einhverju vegakerfi, sem myndar heilsteypra grind. Út frá þessari grind gætiu síðan legið slóðir í botnlanga og um ákveðin svæði. Nota má marga af þeim slóðum sem til eru í dag, en síðan þyrfti að loka öðrum og afmá þær. Í einhverjum tilfellum þyrfti að leggja nýjar slóðir eða lagfæra þær sem fyrir eru.
Utanvegaakstur á ReykjanesskaganumÍ ljósi þeirrar þróunar sem nú á sér stað, þá sjáum við að utanvegaakstur heyrir sögunni til og má ekki eiga sér stað nú, ekki frekar en lagning óþarfa slóða.” Eða eins og Jón slóði kvað á um á hæsta tindi. “Að spóla upp brekkur og aka utan vega, er því frekja og tillitsleysi við land og þjóð. Það leifast engin mistök í þessum efnum, og þess vegna þarf að veita þeim góða áminningu sem staðnir eru að verki við slíka iðju. Fyrst og fremst ætti fólk að laga þær skemmdir, sem unnar erum og afmá öll för eftir utanvegakstur. Fari einn og skilji eftir sig slóð, þá er víst að seinna kemur annar á eftir, og síðan koll af kolli…
Eftirlit verður alltaf erfitt, og þess vegna er happasælla að ganga þannig frá hnútunum að fólk þekki til verka og fylgi þeim boðorðum sem við setjum okkur. Þannig þarf að fræða landann og sömuleiðis alla erlenda ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum. Hér þarf hver að passa sjálfan sig og náungann.
Það hrukku margir í kút, þegar einhver talaði um að leggja hraðbraut yfir hálendi Íslands, svokallaðan hálendisveg. Í þessu sáu menn mjög aukinn þjóðarhag. Vissulega er rétt, að meðan við búum í þessu landi verður það ekki gert án þess að taka einhvers staðar til hendinni og breyta ásjónu landsins. En það má ekki gleyma því, að landið þarf líka að búa við okkur íbúana. Þess vegna eru takmörk fyrir því hvað við getum leyft okkur. Það er hættulegt að einblína svo á mikilvægi einstaka framkvæmda, að nánast allt annað skuli víkja fyrir þeim.”

Heimild:
-Mbl. 1. júlí 1995 – Áhrif jeppenna á umhverfið – Ingimundur Þór Þorsteinsson, Snorri Ingimarsson og Þorvarður Hjalti Magnússon.Horft til fjalla - á Reykjanesskaganum

Hrútargjá

Hríðarbylur var þegar lagt var af stað í fylgd jeppamanna á stórum dekkjum um Djúpavatnsveg að Hrútargjárdyngju.

Húshellir

Við Húshelli.

Ætlunin var að skoða Húshelli og Maístjörnuna, tvo af fallegri hellunum hér á landi. Talsverður snjór var á veginum sem og mikill skafrenningur til að byrja með. Reyndar sást enginn vegur. Ekið var þar um sem vegstæðið hafði verið síðast þegar vottaði fyrir því. Þurftu jeppamennirnir að hafa mikið fyrir því að komast hvert hið stysta fet því fyrir sérhver tvö áfram þurfti að aka eitt aftur á bak; eitthvað sem fótgangendur áttu ekki vana til, nema kannski í bröttustu skriðum.

Annars er betra að nefna ökutæki þessi meirivagna, en ökumennina jeppa, sbr. seppa, serpa eða lappa. Þaðan gæti verið, við seinni tíma skýringar, komið orðatiltækið “menn að meiri”. Við slíkar aðstæðir jeppast þeir áfram, beintengjast bæði vél og vagni – verða hluti af farartækinu – allt verður að einni samstæðu. Minnivagnar eru þá hinir dæmigerðu fólksbílar. Annars skiptir stærð ökutækisins engu máli. Það eina, sem skiptir máli, er hvaða augum eigandinn lítur á það og hverju það getur áorkað að hans áeggjan.

Húshellir

Í Húshelli.

Miklu máli skiptir þó að búa meirivagnanna nægilega stórum dekkjum, bæði til þess að hægt sé að hleypa úr þeim notuðu lofti og til að bæta í þau nýju þegar komið er í ómengað umhverfið. Allt er þetta spurning um heilsusamlegt og náttúrulegt líferni, bæði fyrir mann og meirivagn.
FERLIRsfólkið tók lífið með stóískri ró meðan jepparnir lifðu sig inn í tækið og tæknina, það naut umhverfisins – lágrenningsins og órjúfanlegt samspils fannar og fjalla. Það tók fram stellið, hellti kaffi í bolla, hallaði sér aftur, nartaði í nestið og skiptist á upplýsingum. Jepparnir voru á meðan ýmist að festa eða losa, úti eða inni, slíta tóg eða hleypa út notuðu lofti. En þrátt fyrir fyrirhöfnina virtust jepparnir alls ekki síður hafa gaman að því sem þeir voru að gera.

Húshellir

Í Húshelli.

Þegar komið var á áfangastað brast skyndilega á hið ákjósanlegasta gönguveður, eins og lofað hafði verið – sól og stilla. Gengið var niður með dyngjunni austanverðri og til norðurs milli gjáa hennar og Sandfells. Stefnan var tekin á Fjallið eina. Þegar komið var út fyrir dyngjuna var stefnan tekin til norðvesturs. Snjór hafði fokið í öll op og sprungur, en ekkert þeirra gat leynst fyrir GPS-tækinu.

Jepparnir voru orðnir þreyttir eftir u.þ.b. 17 mín. langa göngu, enda á ómynstruðum skóm og í ofurkuldasamfestingum í hitanum.

Maístjarnan

Op Maístjörnunnar.

Minnsti maðurinn, sem átti stærsta meirivagninn, hafði líka gengið nokkrum sinnum upp úr skónum sínum á leiðinni. Reyndust þeir alltof stórir – til gönu a.m.k. Svo heppilega vildi til að annar jeppi var í skóm nokkrum númerum of litlum. Hann hafði fjárfest í nr. 38, sömu stærð og dekkinn voru í tommum undir meirivagninum hans. Munurinn var bara sá að ekki var hægt að rýmka skóna með loftdælingu. Hann hafði talið þetta númer henta honum best við þessar aðstæður, líkt og dekkin, en féllst nú á, að fenginni reynslu, að skipta á sínum skóm við minni manninn á stærri skónum. Að því búnu var hægt að hefjast handa við að moka hópinn niður í jörðina.

Maístjarnan

Í Maístjörnunni.

Eftir stutt stund var leiðin inn í hellana greið. Þegar inn var komið voru jepparnir á heimavelli – útsýnið þar var mun skárra en í svartasta hríðarkófi upp á jökli. Þeir voru góðir í að þrengja sér um torfærur, þrengsli og hliðarrásir, en áttu erfitt með að taka því þegar hverfa þurfi frá vegna hruns eða allt varð ófært framundan. Og fyrst skoðunin gekk svo vel sem raun ber vitni var ákveðið að kíkja einnig í Aðventuna. Öllum þessum hellum er lýst í öðrum FERLIRslýsingum svo það verður eigi gert hér.
Í ferðinni kom berlega ljós hversu jepparnir geta verið margbrotnir, enda komu fáir þeirra alveg óbrotnir til baka. Þurfti að styðja suma, en aðrir voru bara látnir liggja – eftir að bíllyklarnir höfðu verið teknir af þeim. Þeir verða sóttir næsta vor.
Frábært veður. Gangan tók 34 mín, en skoðunin heldur lengri tíma.

Maístjarnan

Í Maístjörnunni.