Færslur

Baðstofa

Eftirfarandi skrif um brennisteinsnámur í Krýsuvík og víðar í landnámi Ingólfs birtust í “Ný félagsrit” árið 1885. Höfundur er J.H. (Jón Hjaltalín). Frásögnin lýsir vel jarðfræði og skoðun Jóns á brennisteinsnámum á svæðinu.
Brennisteinn“Eg fór fyrst, eins og ráð var fyrir gjört og stjórnin hafði lagt fyrir, til Krýsuvíkur. Leið mín lá, sem þú veizt, um Hafnarfjarðar-kaupstað, og því gafst mér þá þegar tækifæri á að skoða móbergið (Palagonif) í Fossvogi og Hafnarfjarðar-steininn (Havnefjordit) fyrir ofan Hafnarfjörð. Hin fyrsta af þessum steinategundum er fyrst fundin af barúni von Waltcrshausen og hefir prófessor Bunsen sagt svo, að hann þæktist sannfærður um, að þetta væri hin elzta steinategund á landi hér, og mundi hún hafa myndað grundvöll landsins áður því skaut úr sjó. Eg skal á sínum tíma geta þessa nákvæmlegar, en hér vil eg að eins taka það fram, að undireins og eg fór að skoða móbergið í Fossvogi, varð það ljóst fyrir mér, að þessa hina sömu steintegund hefi eg séð í uppvexti mínum víða um land, og jafnan nærri sjáfarmáli, en sjaldnar upp til fjalla. Steintegund þessi er saman sett af tinnusýru (Silicia) kalki, álúnsjörð, tveimur lútar söltum (Natron og Kalí) og hérumbil 14 hundruðustu pörtum af járnryði.

Brennisteinn

Hafnarfjarðar-teinninn er nokkurskonar Feldspat’s-tegund, sem etazráb Forchhammer fyrstur manna hefir prófað; finnst steintegund þessi ekki neinstaðar, að menn viti, nema hér á landi, en eptir lýsíngu ýmsra steinategunda í Suðurameríku þykir mér líklegt, að mjög líkur steinn finnist sumstaðar í Andesfjöllum.
Mörg holt, sem liggja í suðurátt frá Hafnarfirði, eru saman sett af þessari steintegund, og er steinninn allvíða dáindis glæsilegur. Sumstaðar sá eg í honum smá-æðar af gulamálmsjárni (Chromjerri) og hér og hvar smá-eitla af brennisteins-kopar og brennisteinsjárni. Hraunategundirnar við Hafnarfjörð voru og mjög athugaverðar, og er ein þeirra frábærlega fögur og fáséð, og hana vil eg á voru máli kalla gulasteinshraun (Olivin-Lava), því hún hefir í sér fjölda af gulasteinum, en svo nefni eg stein þann, er steinafræðingar kalla Olivin eða Chrysolith, og er steinn þessi, þegar hann er með fegursta móti og nógu stór, talinn með gimsteinategundum; en til þess honum geti borið það nafn, þarf hann að vera gallalaus, eigi alllítill og vel myndaður (krystalliseret).
BrennisteinnÞegar eg fór úr Hafnarfirði lá ferð mín yfir holtin fyrir sunnan fjörðinn, og yfir þann svo kallaða almenníng, sem ekki er annað en stallagrjótshraun (Trap-lava), en í mörgu mjög ólíkt hraununum fyrir sunnan og norðan fjörðinn. Vegurinn yfir holt og hraun þessi var býsna ógreiður, en þó sá eg, að við hann mátti gjöra með nokkurri fyrirhöfn, svo hann yrði allgreiður þegar ekki er farið nema lestagáng, og það fullyrti fylgdarmaður minn, sem var gagnkunnugur veginum, að með hérumbil 40 dala kostnaði mætti gjöra nógu góban lestaveg úr Krýsuvík í Hafnarfjörð.
Eg kom að áliðnum degi að brennisteins-námunum við Krýsuvík, eptir hérumbil 5 tíma reið frá Hafnarfirði. Sú fyrsta náma, sem fyrir mér varð, var hin svokallaða „Baðstofunáma*, sem til aðgreiníngar frá nöfnu sinni, er liggur nokkuð sunnar, kallast „Baðstofunáman nyrðri”; hún er, eins og 

Litadýrð

Henchel segir frá, hérumbil 180 álna laung og víðast hvar 40 álna breið, og gengur þannig að breidd og lengd næst Hlíðarnámu við Reykjahlíð. Náma þessi er einka rík af brennisteinsjörð, sem vestan til í henni myndar stóran búnguvaxinn hól. Brennisteinninn er og víða hreinn, og sumstaðar er lagið svo þykkt, að það nemur 12 þumlúngum, einkum þar sem steinar eða þúfur hafa verið brennisteinsgufunni til skjóls. Menn sjá af þessu, að Jónas heitinn Hallgrímsson hafði rétt að mæla, þegar hann sagði, að auka mætti brennisteininn í námunum með því, að byrgja yfir þær á laglegan hátt; hefi eg og jafnan haft þá sömu ímyndan, áður en eg sá námurnar, og er stór skaði að þetta hefir ekki verið við haft við námurnar nyrðra, á meðan tími var til og þær voru í blóma sínum. Allir brennisteinskatlarnir — svo kalla eg dældir eða holur þær er brennisteinninn myndast í — voru mjög heitir allstaðar í Krýsuvík, bæði í nyrðri Baðstofunámunni og í hinum, er nú skal nefna.
BrennisteinnVestari Baðstofunáman liggur í suðvestur frá þeirri námu, er nú var um getið. Hún er nokkuð minni en sú hin norðlægari, hérumbil 60 faðma laung og 8—10 faðma breið. Brennisteinsmoldin í þessari námu er mikið minni en í þeirri fyrst-töldu, en sjálfur brennisteinninn í kötlunum er þó eins hreinn, og álíka þykkur víðast hvar, sem í hinni. Það eru nú þessar tvær námur, sem menn alltaf hafa verið að skýrskota til, þegar talað hefir verið um brennisteininn við Krýsuvík, og ekki er það að sjá á ritgjörð Henchels, að þar sé fleiri en þessar tvær námur; sýnir það ljósast, hvað mikið far menn hafa gjört sér um brennisteininn á Islandi, því eg fann allnærri þessum alkunnu námum fjórar nýjar, sem eg hefi gefið nöfn, og eru þær þessar:
Engjafjallsnáma, hérumbil 40 faðma laung og 20 faðma breið.
BrennisteinnKetilstígsnáma, 18 faðma laung og hérumbil 9 faðma breið, með 10 brennisteinskötlum.
Hveradalsnáma, 26 faðma laung og 16 faðma breið.
Hattfjallsnáma, með 6 brennisteinskötlum, og hér að auk 2 stórir brennisteinskatlar norðvestanvert í Hettufjalli.
Allar þessar námur liggja í sama höfuðfjalli, en örnefnin eru tekin af tindum og hnúkum þeim, sem í fjallgarðinum eru. Mér þykir ekki ólíklegt, að nokkrar af þessum námum sé komnar upp á seinni tímum, en þó eru sumar af þeim auðsjáanlega eldri, og að vísu eins gamlar og Baðstofunámurnar, en athugaleysi manna hefir gjört, að þær hafa allt híngað til verið ókunnar.

Brennisteinn

Þegar útlendir náttúrufræðíngar ferðast hér um land, hvort heldur Danir eða aðrir, svo fara þeir gjarnast sem leiðir liggja, og hafa aðeins mann með sér sem ratar veginn. Slíkir menn eru ekki vanir að gánga í kletta, eða fara yfir klúngur og fyrnindi, og þeir þykjast gjarnan gjöra vel ef þeir geta fundið það, sem eldri ferðabækurnar vísa þeim á. Þeir eru vanir að rita hjá sér úr ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna, það helzta af því sem þar er um getið, og fara að mestu eptir þessara og annara fyrri náttúruskoðara ávísun. Hér við bætist nú, að flestir af slíkum ferðamönnum eru svo ókunnir fólki og máli landsins, að þeir geta ekkert spurt sig fyrir til hlítar, og höggva svo jafnan ofan í sama farið, þareð þeir að mestu leyti einúngis finna það, sem eldri ferðamenn fundu áður. Af þessum rökum verður það skiljanlegt, að slíkir menn hver eptir annan nú um lángan aldur hafa farið yfir Krýsuvíkur land og aldrei fundið þar nema 2 námur, þó þar í raun og veru sé 6 eða jafnvel 7, ef menn telja námuna norðan í Hettufjalli, sem vel má, þar hún liggur í sömu landareign.
Til að geta fengið sem nákvæmasta skýrslu, bæði um Krýsuvíkur landareign, og líka um veginn millum Hafnarfjarðar og brennisteinsnámanna við Krýsuvík, tók eg með mér gagnkunnugan ferðamann, Guðmund Guðmundsson frá Setbergi við Hafnarfjörð. Hann var ötull og öruggur ferbamaður, og gagnkunnugur í Krýsuvík, því þar hafði hann verið nokkur ár. Hann er og mjög kunnugur námunum, því þegar störkaupmaður Knudtzon var að fást við brennisteininn þaðan hérna um árið, þá gróf og flutti þessi sami Guðmundur brennisteininn fyrir hann.

Engifjallsnáman

Eptir sögusögn Guðmundar voru námur þessar nú, þegar eg skoðabi þær, í fullt svo góðu standi, eða jafnvel betra, en þegar Knudtzon lét flytja úr þeim, en á meðan hann hafii þær mun ekki hafa verið tekið meir en úr þeim tveimur er þá voru alþekktar, og þó voru á hverju ári í 2 ár fluttar úr þeim sex kaupfarslestir á ári hverju. Eg veit ekki með vissu, á hverjum árum þetta hefir verið, því það fer tvennum sögunum um það. Barún Sartorius von Walterskausen segir það hafi verið á árunum 1839 og 1840, en þeir hérna segja það hafi verið nokkrum árum áður. Að brennisteinninn var tekinn og fluttur, og það sem svaraði rúmum 6 lestum á hverju ári, er áreiðanlegt, en hvort það hefir verið 1839 og 40 eða fyrri læt eg ósagt.
Banín S. von Waltershausen talar um, að Nyrðri Baðstofunáman“PaIagonítinn” finnist í Krýsuvíkurfjöllum. Eg get ekki verið honum samdóma í þessu með öllu, því mér sýndust þau fjöll að mestu samansett af blendíngi “Tuft), stallagrjóti og járnstallasteini (Trapeisenerts), eða réttara sagt mjög járniblöndnum „Trapp,” þó þar fyndist og “Palagonít.” Eg er hræddur um, að barúninn víða hafi blandað saman „palagonítnum” og járnsteininum, því í fyrsta áliti líkjast þeir nokkuð hvor öðrum. En svo eru að öðru leyti ýmsar steinategundir í Krýsuvíkurfjöllunum járni meingaðar, að eg skil ekki annað, en að úr þeim mætti bræða mikið járn, ef laglega væri að farið, og svo mjög eru þeir segulmagnaðir, að þeir snúa leiðarsteininum (Compas), þegar þeir eru bornir að honum (það er og alkunnugt, að Trapp-járnmálmur) finnst helzt í hinum nýjari eldlöndum, og vel mundu forfeður vorir hafa getab notað hann við rauðablástur sinn, hefðu þeir þekkt hann.

Vestari Baðstofunáman

Þess er getið á seinni tímum meðal steinafræðínga, að etazráb Forchhammer hafi uppgötvað kopar eða eir-málm í steinum þeim, er hann hefir fengið frá Krýsuvík, og kallar hann eirstein þenna Krysuviyit. Segir hann svo, að sá steinn líkist eirmálmi þeim, er finnst í Ural-fjöllum, og kallaður er Brochantit og hefir í sér 70 hundruðustu parta af eiri. Eg sá að vísu steinategund þessa við námurnar í Krýsuvík, en ekki er þar svo mikið af honum, að það mundi einhlítt til eirbræðslu; þó er eg ekki fjarri því, að nokkurt gagn mætti af honum hafa, þegar brennisteinsnámurnar verða réttilega meðhöndlaðar. Þegar eg var búinn að skoða námurnar, fór eg að grennslast eptir, hvort ekki mundi vera mótak í grennd við þær, og fekk eg bóndann, sem nú býr í Krýsuvík, til að vísa mér á mótak það, er væri í landareigninni og næst lægi námunum. Hann gjörði sem eg beiddi, og kom það þá bráðum upp, að þar er bæði mikið og gott mótak rétt neðan undir fjalli því, er námurnar liggja í.

Eirsteinn

Skoðaði eg móinn, og er það einhver sá ágætasti mór sem eg hefi séð hér á landi; er og þar til slík óþrjótandi gnægð af honum, að ekki er að óttast að menn yrðu eldiviðarlausir, þó eima þyrfti hálfu meiri brennistein en þann, en finnst í öllum Krýsuvíkurfjöllum, því bæði er það, að mýrin, sem mótakið liggur í, er ákaflega víðlend, enda liggur mórinn sjálfur 10 til 14 páltorfur niður. Mógrafirnar liggja ekki lengra en svari rúmum 1000 föðmum frá námunum, svo ekki þarf að verða örðugleiki eða mikill kostnaðarauki að eldsneytis-aðflutníngunum, ef ráðlega er á haldið, þegar unnið verður í námunum. Mér þykir þetta mikið góður kostur við Krýsuvíkurnámur, og það er næstum óskiljanlegt, hvernig nokkur heilvita maður hefir viljað taka það fyrir sig, að flytja óhreinsaðan brennistein til Hafnarfjarðar, þegar gnægð eldsneytis, til að bræða eða eima hann við, er rétt við sjálfar námurnar; sýnir þetta, ásamt öðru, hve ófimlega mönnum tekst, þegar rétta þekkíng vantar, og hefir það verið almennt á landi hér og víðar í Danaríkjum, að því hafa mörg fyrirtæki fyrirfarizt, að byrjunin og framhaldið hafa verið með litlu ráfði gjörð.

Litadýrð námanna felst ekki bara í gula litnum

Á þennan hátt hafa brennisteinsnámurnar og „saltverkin” hér á landi, ásamt mörgu öðru, liðið undir lok, því endirinn hefir orðið að samsvara upphafinu.
Þegar eg var búinn að skoða Krýsuvíkurnámurnar, sem mér þókti hlýða, lagði eg leið mína niður í Trölladýngjur, því svo höfðu sumir mælt, að þar mundu finnast brennisteinsnámur, og drógu það til, að þar væru margir hverír. Þetta varð samt sem áður ónýtisferð fyrir mér því eg fann þar engan brennistein, þó nóg sé þar af vatnshverunum, því ekki þykir mer það teljanda, þó hér og hvar við vatnshveri kunni að finnast ofur þunn brennisteins-skán, sem að öllu samanlögðu kynni að verða nokkrar merkur. Slíkur samtíníngur út um allt land gæti aldrei orðið til neins liðs, þegar fara ætti að safna brennisteini sem vöru. Trölladýngjur eru að öðru leyti fagurt eldfjall, og úr þeim hefir komið mikill hluti hrauna þeirra, er liggja um Suðurnes. Sjálft er fjallið samsett af stallagrjóti, þussabergi og móbergi, og efst finnst býsna mikið af vikurhrauni, en ekki gat eg fundið þar vikurkol, er brúkanleg væri.

Hengillinn

Svo var fyrir lagt í erindisbrefi mínu, að eg skyldi fara frá Krýsuvík upp í Henglafjöll, og Ieita þar að brennisteini, því þar höfðu þeir Jónas og Steenstrup átt að finna brennisteinsnámur nokkrar, þegar þeir ferðuðust hér um land. Fylgbarmaður minn, sá er áður var um getið, var ættaður úr Grafníngi; hafði hann upp-alizt þar, og var því mjög kunnugur þessum fjöllum; hann kvaðst ekkert geta sagt um þetta efni, en réði mér til að tala við Jón á Elliðavatni og Guðmund, fyrrum bónda á Reykjum í Ölfusi, því hann mundi mjög kunnugur Henglinum, þar hann hefði opt farið þángað til að skjóta hreindýr. Eg gjörði nú svo, og hafði viðtal við báða þessa menn, sem bæði eru mjög greindir og líka gagnkunnugir flestum suðurfjöllum.
Jón á Vatni kvaðst hafa heyrt, að brennisteinn væri í Henglinum, en ekki vissi hann gjörla hvar það væri, þó þókti honum mestur grunur á Sleggjubeinsdölunum, en hann spurði mig, því eg færi ekki út í Brennisteinsfjöll, því það segði margir, að þar væri brennisteinn, og líka vissi hann, að brennisteinn fyndist á Hverahlíð. Guðmundur var samhljóða Jóni í þessu, og kvaðst hafa beztu von um Hverahlíð því þar hefði hann sé brennistein, og líka vissi hann til, að mikið væri af hverum sunnanvert í Henglinum.

Brennisteinn

Eptir þessara manna ávísun lagði eg nú leið mína upp í Hengilinn, og nam fyrst staðar í Sleggjubeinsdölum; þar fann eg jafnskjótt tvær brennisteinsnámur; önnur þeirra, sem liggur neðst, er 60 álna laung og 18 álna breið; hin, sem liggur nokkuð hærra í fjallinu, er 40 álna laung og 16 álna breið; í báðum þessum námum er góður brennisteinn og nægur hiti, einkum í þeirri efri, sem lítur út til að vera nýmynduð. Dalir þeir, sem námur þessar liggja í, eru vestanvert í Henglinum; þeir eru grasgefnir og má sjá upp í þá þegar maður ríður að sunnan yfir Bolavelli, og eru þeir á vinstri hönd þegar riðið er neðan að upp í Hellisskarð. Ekki fann eg neinstaðar fleiri námur í grennd við þær, er nú var getið, og leitaði eg þó vandlega, bæði norðvestan og vestan til í fjallinu. Eg reið þá norður fyrir Hengilinn og hafði hann á hægri hönd og komum við þá að einstigi nokkru, er Dyravegur heitir, og mátti skammt þar frá sjá yfir allt fjallið að austanverðu, en hvergi sást þar heldur líkindi til brennisteinsnáma. Þá reið eg ofan að Nesjavöllum, því svo var mér sagt, að bóndinn þar ætti land sunnanvert í Henglinum, og þókti mér því líkur til, að hann mundi geta sagt mér, hvort nokkrar námur fyndist í landi hans. Bóndinn, sem nú býr á Nesjavöllum, heitir Grímur, skytta góð, röskur maður og góður drengur; eg bað hann fylgja mér upp í fjallið og tók hann vel undir, og var þó mjög liðið á dag, en við vissum að við mundum vel geta notað nóttina, því veður var bjart og blíðviðri hið fegursta.

Í Hveragili

Við fundum þegar skammt frá garði bónda eina brennisteinsnámu, og var hún allgóð, en þó ekki mjög stór. Lengra upp í fjallinu og nokkru sunnar liggja 3 gil eða dældir, og voru brennisteinsnámur í þeim öllum. Lítur svo út, sem námur þessar hafi myndazt á seinni tímum og sé nú í vexti, því ekki hafa brennisteinslögin enn náð töluverðri þykkt í allflestum af þeim. Hitinn í þeim og brennisteinsgufan eru þó svo megn, að hvergi hefi eg séð það eins hér á landi; þykir mér mjög að líkindum að þær kunni að vera upp sprottnar við seinustu eldgosin, sem nú um fullan mannsaldur hafa gengið hér um suðurkjálka landsins, og mun eg síðar, þá er eg hefi sagt frá námunum fyrir norðan, tala um þau rök, er lúta að því.
BrennisteinnHvað nú Henglafjöllum viðvíkur, þá er það að segja, að bæði eru þau falleg og líka mjög grasgefin að sunnanverðu. þau eru að mestu leyti mynduð af þussabergi, og hafa aðeins að norðaustanverðu stallasteinslög, og víða má sjá í þeim uppskotna veggi (Gangé) af stublagrjóti, sem flestallir liggja frá suðaustri til norðvesturs, og er það almennast á landi hér, að stuðlabergsveggir liggja á þenna hátt, eins og barún von Waltershausen hefir frá skýrt. Sunnan og suðaustan í Henglinum er graslendi eitthvert hið bezta, er eg hefi sé á fjöllum uppi, og er það allvíða fjalldrapa og víði vaxið. Mótak finnst og sunnanvert í fjallinu, upp undan Grafníngshálsi, en hvorki er það nærri eins mikið eða gott sem það, er um var getið við Krýsuvík; þó hygg eg það vera notanda til brennisteinshreinsunar, því ekki þarf vandaðan eða hitamikinn eldivið til þess.”
Í frásögn Jóns vantar lýsingar hans á mannvirkjum er notuð voru áður við brennisteinsvinnsluna í Krýsuvík, bæði við Seltún og Baðstofu. Þar voru hús er hýstu námumenn sem og ofnar, hreinsunarbúnaður o.fl. Ekki minnist hann á Seltúnsnámuna, en nefnir hana Ketilsstígsnámuna. Þá minnist hann hvorki á Köldunámur né Leynihver vestan í Sveifluhálsi eða Hverinn eina, en á öllum þessum stöðum hefði mátt finna brennistein. Smá meira um brennisteininn HÉR.

Heimild:
-Ný félagsrit – 12. árg. 1885  – Jón Hjaltalín – II. FJÖGUR BRÉF FRÁ ÍSLANDI TIL JÓNS SIGURDSSONAR – FYRSTA BRÉF.Brennisteinn