Færslur

Þingvellir

Í Íslendingabók er m.a. fjallað um stofnun Alþingis: “Alþingi var sett at ráði Úlfljóts ok allra landsmanna, þar er nú er, en áðr var þing á Kjalarnesi, þat er Þorsteinn Ingólfssonr landnámamanns, faðir Þorkels mána lögsögumanns, hafði þar ok höfðingjar þeir, er at því hurfu.
Spongin-4En maðr hafði sekr orðit of þræls morð eða leysings, sá er land átti í Bláskógum. Hann er nefndr Þórir kroppinskeggi, en dóttursonr hans er kallaðr Þorvaldr kroppinskeggi, sá er fór síðan í Austfjörðu ok brenndi þar inni Gunnar, bróður sinn. Svá sagði Hallr Órækjusonr. En sá hét Kolr, er myrðr var. Við hann er kennd gjá sú, er þar er kölluð síðan Kolsgjá, sem hræin fundust.
Land þat varð síðan allsherjarfé, en þat lögðu landsmenn til alþingis neyzlu. Af því er þar almenning at viða til alþingis í skógum ok á heiðum hagi til hrossahafnar. Þat sagði Úlfheðinn oss.
Svá hafa ok spakir menn sagt, at á sex tigum vetra yrði Ísland albyggt, svá at eigi væri meir síðan.
Því nær tók Hrafn lögsögu Hæingssonr landnámamanns, næstr Úlfljóti, ok hafði tuttugu sumur. Hann var ór Rangárhverfi. Þat var sex tigum vetra eftir dráp Eadmundar konungs, vetri eða tveim, áðr Haraldr inn hárfagri yrði dauðr, at tölu spakra manna.
Þórarinn Ragabróðir, sonr Óleifs hjalta, tók lögsögu næstr Hrafni ok hafði önnur tuttugu. Hann var borgfirzkr.”

Jónas Jónsson frá Hriflu skrifaði “Um Þingvelli” í Skinfaxa árið 1932. Hér má lesa hluta frásagnarinnar:

thingvellir-323

“Þingvellir er einhver kunnasti staður á Íslandi, bæði sökum sögufrægðar og náttúrufegurðar. Þar hafa Íslendingar lengst af æfi þjóðarinnar átt höfuðstað sinn og hið eiginlega setur löggjafar og dómsvalds. Frá Þingvöllum fluttist höfuðstaðurinn að Bessastöðum, þann tíma, þegar þjóðin var allra mest máttvana, og þaðan aftur til Reykjavíkur, eftir að kauptún og kaupstaðir tóku að myndast á Íslandi.
Náttúrufræðingum og listamönnum hefir þótt Þingvallahéraðið merkilegt, þótt eigi væri litið á sögufrægðina. Myndunarsaga Þingvallahéraðs er einhver tilkomumesti þátturinn í sögu íslenskrar jarðmyndunar, og um þann þátt í jarðsögunni hefir eitt af mestu skáldum landsins ort eitt af sínum fegurstu kvæðum, sem jafnan mun lifa á vörum þjóðarinnar.
Eftir að Ísland eignaðist þjóðlega og vel menntaða málara, hafa þeir gert Þingvelli að höfuðstað sínum. Þangað koma yngstu listamehn landsins og búa í tjöldum að fornmanna sið og leitast við að skýra með litum hina stórfenglegu, breytilegu og fögru náttúru.
Og þangað koma engu síður reyndustu og þroskuðustu listamenn Thingvellir-321landsins. Frá engum stað á Íslandi eru nú þegar til jafn mörg merkileg málverk og frá Þingvöllum, og þó eru engin tvö af þessum listaverkum beinlínis lík. Fjölbreytni náttúrunnar á Þingvöllum, og hin skjótu og undursamlegu litbrigði virðast vera ótæmandi gullnáma fyrir íslenzka málara og líkleg til að geta verið það, meðan menning helzt í landinu.
Í fornöld virðist mestallt láglendi í Þingvallasveit hafa verið vaxið skógi, nema grundir þær meðfram Almannagjá, sem Öxará hefir myndað með framburði sínum og staðurinn dregur nafn af. Í þessu skóglendi voru mörg býli, allt norður til fjalla, þar sem nú eru blásin hraun og eyðisandar. Engjar voru litlar á nálega öllum þessum jörðum og búskapurinn hlaut fyrst og fremst að byggjast á því, að beita skóginn. Þetta var gert. Búsmalinn eyddi skóginn meir og meir. Að sama skapi blés landið upp og býlin eyddust hvert af öðru. Þegar Alþingi hélt þúsund ára hátíð sína voru jarðirnar í Þingvallahrauni ekki nema þrjár, prestsetrið Þingvellir, Skógarkot og Hrauntún.

thingvellir-324

Á öllum þessum jörðum byggðist atvinnulífið fyrst og fremst á því, að beita skóginn, enda voru tvær af þessum jörðum næsta engja-litlar. Sauðfjárbeitin var þess vegna vel á veg komin með að eyðileggja hið forna skóglendi í þessari frægustu byggð á Íslandi.
Og Þingvellir urðu á ný fyrir aðsteðjandi hættu. Akvegur hafði verið lagður til Þingvalla. Ferðamannastraumurinn fór að beinast þangað. Um aldamótin hafði verið byggt fremur lítilfjörlegt gistihús, í miðri þinghelginni, skírt veglegu nafni og kallað Valhöll. Litlu síðar lét landið reisa fremur ólaglegt timburskýli við vellina, neðan við fossinn. Þetta skýli var kallað konungshús, af því að konungur landsins hafði eitt sinn gist þar. Annars var hús þetta einstaka sinnum notað sem sumarbústaður forsætisráðherra, en af og til sem almennt veitingahús. Til umgengni í kring og viðbótarbygginga var ekki vandað.
Heima á Þingvöllum var óreglulega byggt bárujárnshús, með fjölmörgum ósmekklegum skúrum úr bárujárni, thingvellir-326steypu og torfi. Í Þingvallabænum endurspeglaðist allt það fálm og stefnuleysi og smekkleysi í byggingum, sem einkenndi mikið af þeim heimilum, sem byggð voru í rigningahéruðum landsins, frá því hætt var við bæi með torfveggjum og torfþökum og þartil komu vönduð steinsteypuhús. En sunnan undir þessum hrörlega bæ hafði prestur staðarins gróðursett nokkur reyni- og víðitré og hirt þau með mestu alúð. Þessi tré þrifast ágætlega, og verða stærri og blómlegri með hverju ári. Þau urðu í einu tákn þess gróðurs, sem hafði verið og á að koma í Þingvallahrauni, og lofsamlegur minnisvarði um þann mann, sem gróðursetti þau og hlúði að þeim meðan þau voru ung.
Þingvellir og gróður byggðarinnar voru nú orðnir milli tveggja elda. Annars vegar sótti sauðbeitin að skóginum og eyddi honum meir og meir. Og á hinn bóginn óx ferðamannastraumur til staðarins. Léleg bráðabirgðarskýli voru reist, án þess að líta hið minnsta á það, hvern svip þau gáfu Þingvöllum. Um sama leyti var Reykjavík í örum vexti. Einn kaupsýslumaður byggði sér ofurlítið sumarhús í Fögrubrekku.
Margir Reykvíkingar fundu, að þarna var gott að vera. Margir fleiri vildu thingvellir-326byggja sér skúra við gjárnar eða á völlunum. Við sjálft lá, að gamla Valböll fæddi af sér óreglulega og ósmekklega byggð um alla þinghelgina, um leið og búsmali frá þremur bæjum fullkomnaði eyðingu skógar og gróðurs í hrauninu. Menn sáu, að hinn frægi og glæsilegi sögustaður var að verða allri þjóðinni til minnkunar. Hin nýja skúrabyggð á Þingvöllum var enn hættulegri staðnum heldur en börn og hrafnar.
Nú liðu nokkur ár, þar sem örlög Þingvalla svo að segja hengu á þræði. Annars vegar var sótt á að yfirbyggja Þingvelli með lélegum bráðabirgðaskúrum til sumardvalar fyrir Reykvíkinga. A hinn bóginn efldist flokkur þeirra álmgamanna, sem vildu friða Þingvöll, þingstaðinn og skóglendið.
Og svo kom afmæli Alþingis 1930. Meðal þeirra manna, sem undirbjuggu hátíðahöldin, voru nokkrir þeir menn, sem  vildu að Þingvöllur yrði viðurkenndur sem helgistaður þjóðarinnar.
Og nú kom hreyfing á málið. Alþingi samþykkti lög um friðun og verndun Þingvalla. Landsstjórninni var heimilað að láta girða af hraunið milli Almannagjár og Hrafnagjár, og að bæta bændunum á jörðunum í hrauninu það tjóni, er þeir kynnu að bíða við að hætta sauðbúskap á þessum jörðum.
thingvellir-328Eins og við mátti búast, mætti þetta friðunarmál töluverðri mótspyrnu. Menn sögðu, að það væri hart að leggja niður sauðbúskap á tveim jörðum, en gleymdu um leið, að sá hinn sami sauðbúskapur var búinn að eyðileggja fjölda býla og mestallan skóg í sveitinni. Þeir sögðu, að það yrði afar dýrt, að girða Þingvallahraun, og girðingin myndi standa illa, vegna fannkomu. En reynslan hefir orðið sú, að þessi girðing mun vera hin dýrasta, sem ríkið hefir gert, miðað við landstærð, vegna þess, að tvær gjár og vatnið skapa sjálfheldu nálega á þrjár hliðar. Og af því girðingin er á hrauni, er hún líkleg til að endast í bezta lagi. Margar fleiri mótbárur komu fram, en reyndust álíka léttvægar.
Nú mun eg víkja að þeim breytingum, sem gerðar voru á Þingvöllum vegna alþingishátíðarinnar, og sem hafa varanlega þýðingu, og þar næst að þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið vegna friðunarlaganna.
thingvellir-331Langdýrasta umbótin, sem gerð var vegna hátíðarinnar, var nýi vegurinn gegnum Mosfellssveit og yfir Mosfellsdal. Þeim veg átti að gera, hvort sem var, en það myndi annars hafa dregizt nokkur ár. Vegna þessa vegar er akfært á Þingvöll nálega allt árið. Þá var vegur lagður frá Þingvöllum inn á Leirur, þar sem tjaldborgin stóð, og áleiðis að ruðningnum yfir Kaldadal. Er þessi nýi vegur nú orðin ein hin fjölfarnasta sumarleið hér á landi, fyrir ferðafólk.
Næsta aðgerðin var við sjálfa vellina. Upprunalega höfðu þeir verið slétt grund, mynduð af framburði árinnar, og átt þátt í að gefa staðnum nafn. En nú voru þeir orðnir kargaþýfi og sundurgrafnir af vatni. Hátíðarnefndin lét slétta nálega 10 ha. og breyta í tún, eftir því, sem efni voru til, og á þessum hinum miklu grundum hafði mannstraumurinn olbogarúm hátíðisdagana. Þá voru hin misheppnuðu bráðabirgðahús mitt í þinghelginni, Valhöll og Konungsskálinn færð suður yfir ána, og komið þar svo fyrir að þau eru fremur til prýði fyrir staðinn. Valhöll var stækkuð og endurbætt til stórra muna, auk þess byggður áfastur við gistihúsið stór og myndarlegur samkomusalur. Er öll aðstaða í Valhöll nú orðið til að taka vel á móti gestum, þó að margir séu, og þar má nú efna til funda miklu fremur en áður var. Að lokum var bærinn á Þingvöllum rifinn og endurbyggður úr steini, með þremur burstum og torfþaki. Gamli bærinn hefði orðið landinu til óafmáanlegrar minnkunnar, ef hann hefði staðið, og lifað um langan aldur á myndum úti um allan heim, sem vottur um virðingu Íslendinga fyrir sínum sögufrægasta stað. Nýi bærinn þykir aftur hinn prýðilegastí, og landi og þjóð til sæmdar bæði á hátíðinni og síðar.
Nokkur hluti hússins stendur enn með venjulegum útbúnaði, til að hægt sé þar að taka á móti gestum landsins, einkum lista- og thingvellir-329fræðimönnum. Þar bjuggu um stund Sigrid Undset með syni sínum og Gunnar Gunnarsson með fjölskyldu sinni allri. Meta margir slíkir menn eigi lítils, sem sóma frá landinu, að mega búa nokkra stund á rólegu heimili á Þingvöllum.
Undirstaða að verndun Þingvalla var þannig lögð með hátíðinni. Síðan hefir enn verið bætt við, að girða hraunið, eins og fyr er sagt, og borga tveim bændum bætur eftir mati, fyrir að hætta sauðfjárbúskap nú á yfirstandandi vori. Auk þess hafa verið girtar hinar nýgerðu sléttur, og á að freista að halda þeim í rækt, svo að þær verði, eins og í fornöld, grónir vellir. Eftir að slætti er lokið, geta ferðamenn gengið um túnin að vild.
Þingvöllur framtíðarinnar verður, eins og nú horfir, eitthvað á þessa leið: Vellirnir haldast grænir og sléttir. Skógurinn fyllir hraunið á einum mannsaldri og sækir heim undir vellina. Engin hús verða í þinghelginni, nema bærinn og kirkjan. Vestan árinnar verður gistihúsið, nokkur sumarhús, og bílatorgið. Mitt í skóginum verða tvö býli, en ekkert sauðfé. Umönnun mannanna kemur fram í að láta náttúruna njóta sín, án þess að skyggja með veikum mannaverkum á tign og dýrð héraðsins.”

Heimild:
-Skinfaxi, 23. árg. 1932, 5. tbl,  bls. 97-105.

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.