Tag Archive for: Kálfsdalur

Esja

Félagar í Starfsmannafélagi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gengu gamla leið á Esjuna, áleiðis upp á Þverfellshorn.

Gonguleiðin

Núverandi göngleið liggur frá bílastæðinu undir Esjuhlíðum, upp í gegnum Þvergil og áfram um Einarsmýri, en gamla leiðin lá í gegnum Skógræktina, skógsvæðin í Kálfsdal er skiptist í Neðri-Kálfsdal og Efri-Kálfsdal og áfram upp grónar brekkuskriður. Heitir sú brekka Hákinn. Ætlunin er að reyna að staðsetja hina grónu götu í hlíðunum alla leið upp fyrir Rauðhól og að Rauðhamri, upptökum Mógilsár.
Esjan stendur við Kjalarnes í Reykjavík og er eitt af einkennum höfuðborgasvæðisins. Talið er að Esjan hafi myndast á fyrri hluta ísaldar. Hún byggðist upp úr blágrýtis- og móbergslögum og talsvert er um innskot og bergganga í fjallinu. Esjan er syðsta blágrýtisfjallið á landinu. Nafn fjallsins er gjarnan rakið til móbergslaganna í fjallinu en nafnið þýðir tálgusteinn. Kalk fannst í giljunum fyrir ofan Mógilsá og árið 1873 var þar stundaður námugröftur. 

Raudhamar

Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkum að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé rakið til móbergslaganna í fjallinu en nafnið þýðir tálgusteinn.

Esja

Gamall stígur um Esjuna.