Færslur

Grindavíkurkirkja

Árið 1000, þegar kristni var lögtekin, bjó ein þjóð í landinu. Landnámsmenn voru mismunandi að uppruna, en flestir komu frá vesturströnd Noregs. Sumir komu frá Bretlandseyjum, jafnvel afkomendur norrænna manna, sem höfðu sezt þar að. Margir hinna keltnesku landnema komu af frjálsum vilja en aðrir sem hertekið fólk.

Skálholt

Skálholt.

Allt frá krisnitökunni hefur sama þjóðin búið í landinu og kirkjan verið hin sama fram undir hina síðustu áratugi. Menning landsins byggist á norrænum grunni og íslenzka tungan er, líkt og gríska eða latína, móðurtunga Norðurlanda nema Finnlands. Kristnin barst til Íslands eftir ýmsum leiðum, m.a. frá Norðurlöndum, meginlandi Evrópu, Englandi og Írlandi.
Fyrstu tvær til þrjár aldirnar eftir að kristni var lögtekin var kirkjan undir valdi höfðingja landsins en síðan varð hún hluti hinnar evrópsku og katólsku miðaldakirkju. Við siðaskiptin var kirkjan klofin í u.þ.b. einn áratug, því að siðbótin var lögtekin í Skálholtsbiskupsdæmi 1541 en ekki fyrr en 1551 í Hólabiskupsdæmi. Hin evangelísk-lúterska kirkja ríkti hér óáreitt fram á síðari hluta 19. aldar, þegar trúfrelsið var innleitt í stjórnarskránni, sem Kristján konungur IX færði Íslendingum 1874. Þá hóf katólska kirkjan starf sitt að nýju hérlendis auk ýmissa annarra trúarfélaga, sem hefur fjölgað stöðugt fram á okkar daga. Engu að síður teljast u.þ.b. 90% þjóðarinnar til lútersku þjóðkirkjunnar. Siðbótin á Íslandi var að mestu knúin fram með valdboði frá Dönum, enda var grundvöllur til slíkra breytinga ekki fyrir hendi úr öðrum áttum á þeim tíma.

Kálfatjarnarkirkja

Kálfatjarnarkirkja.

Elztu og ítarlegustu frásögn af kristnitökunni er að finna í Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar. Það er athyglisvert, hve krisnitakan fór friðsamlega fram og hvernig ákvörðunin var tekin. Ari samdi rit sitt að fyrirmælum biskupa Skálholtsstaðar og í samvinnu við þá og fleiri lærða menn. Þessu riti var lokið árið 1130. Ritöld hófst á Íslandi eftir að kristni var lögtekin. Eigna- og valdahlutföll í samfélaginu röskuðust, þegar kirkjur urðu auðugar og voru á valdi einstakra höfðingja, sem mökuðu krókinn á meðan öðrum þótti þeir vera afskiptir. Þessi þróun olli m.a. blóðugum átökum Sturlungaaldar. Kristnin í landinu hefur því tvímælalaust verið einhver mesti örlagavaldur þjóðarinnar.
Margir undrast fjölda íslenzkra kirkna úti á landi og velta fyrir sér ástæðum hans. Kirkjum hefur fækkað og fækkar enn. Samgöngur hafa batnað á tiltölulega skömmum tíma, fólki hefur fækkað í ýmsum byggðum og sóknir og sveitarfélög hafa verið sameinuð. Fyrrum var lögð áherzla á, að kirkjur væru innan seilingar fyrir fólkið í íslenzka bændasamfélaginu. Þær áttu að vera svo nærri, að kostur gæfist á að komast fram og til baka í messu á milli mjalta og heyrast átti til kirkjuklukkna næstu tveggja kirkna frá þeirri, sem var sótt. Á Reykjanesi fyrrum er víða getið um kirkjur og bænahús, s.s. á Vatnsleysu og á Óttarstöðum.

Njarðvíkurkirkja

Innri-Njarðvíkurkirkja.

Á Reykjanesskaganum eru enn margar áhugaverðar kirkjur. Má þar nefna Innri-Njarðvíkurkirkju í Njarðvíkurprestakalli. Hún hefur staðið í margar aldir í Innri-Njarðvík. Sú kirkja sem þar er nú var reist 1884-86. Kirkjur hafa staðið á Bessastöðum síðan árið 1000. Elztu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Það tók u.þ.b. 20 ár að byggja núverandi kirkju og hún var vígð 1796. Hún er meðal elztu steinbygginga landsins. Byggingu turnsins lauk ekki fyrr en árið 1823 eftir að hætt var við að hafa þar útsýnisaðstöðu.
Garðakirkja er í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Í Garðasókn eru tvær kirkjur: Garðakirkja og Vídalínskirkja. Garðakirkja á Álftanesi er vegleg kirkja á sögufrægum stað. Hún hefur átt tímana tvenna kirkjan, sem þar er nú. Hún var reist 1879-80

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Sumarið 1913 var hafist handa við að reisa þessa fyrstu kirkju Hafnfirðinga, Fríkirkjuna, og sóttist verkið svo vel að kirkjan var vígð 14. desember sama ár.
Grindavíkurkirkja er í Grindavíkurprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Frá fornu fari var kirkjustaður á Stað vestan við Járngerðarstaðahverfi. Árið 1909 var kirkja reist í Járngerðastaðahverfi og vígð 26. september. Hún var notuð allt þar til ný kirkja var vígð á horni Austurvegar og Ránargötu 26. september 1982.
Framkvæmdir við kirkjugrunn Hafnarfjarðarkirkju hófust haustið 1913 og lauk smíðinni á aðventu 1914. Yfirsmiður var Guðni Þorláksson, en hann andaðist úr lungnabólgu um það
leyti sem smíði kirkjunnar lauk og var lík hans borið í kirkjuna á Þorláksmessu.
Kálfatjarnarkirkja er í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1892-93 og vígð 11. júní 1893

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja.

Kirkjuvogskirkja í Höfnum var byggð 1860-61.
Árið 1962 var Kópavogskirkja vígð á Borgarholtinu.
Krýsuvíkurkirkja er í Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan, sem stendur enn þá, var reist 1857. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveizlu.
Útskálakirkja er í Útskálaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún er úr timbri og var reist árið 1861-63 að frumkvæði sóknarprestsins, síra Sigurðar B. Sívertsens.
Víðistaðakirkja í Hafnarfirði var vígð 28. febrúar 1988.
Ytri-Njarðvíkurkirkja er í Njarðvíkurprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var vígð á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1979

Keflavíkurkirkja

Keflavíkurkirkja.

Keflavíkurkirkja var byggð árið 1914 eins og sjá má framan á kirkjuturni. Hins vegar var kirkjan vígð 1915, hinn 14. febrúar.
Strandarkirkja er sóknarkirkja Selvogs og nú annexía frá Hveragerði. Hún stendur fjarri öllum bæjum, því að engin önnur hús standa nú á Strönd. Öldum saman hefur fólk heitið á Strandarkirkju í tengslum við alls konar erfiðleika í lífi þess og peningar streyma inn vegna áheita. Hún telst því auðugasta kirkja landsins og er velviðhaldið af þeim sökum.
Þjóðsagan segir, að þar heiti Engilsvík, sem kirkjan stendur. Sjómenn í lífsháska hétu að byggja kirkju á ströndinni, ef þeir kæmust lífs af. Þá sáu þeir skært ljós í landi, en það var ekki lengur þar, þegar þeir lentu heilu og höldnu, heldur stóð skínandi vera í flæðarmálinu og tók á móti þeim. Sjómennirnir efndu heit sitt.
Styttan Landsýn eftir Gunnfríði Jónsdóttur (1889-1968) var afhjúpuð við kirkjuna við hátíðlega athöfn á öðrum degi hvítasunnu 1950. Í byrjun 14. aldar getur Jón Espólín þess, að mannskaðar hafi verið stórir af völdum hallæris og a.m.k. 300 manns hafi verið jarðsungnir í Strandarkirkju einni.
Tvær af þessum kirkjum eru friðlýstar, þ.e. Hvalsneskirkja og Útskálakirkja.

Heimildir m.a.:
-nat.is

Strandarkirkja

Strandarkirkja.