Færslur

Kleberg

Kléberg var örnefni á Kjalarnesi…
Í bókinni Kjalnesingar er m.a. vitnað í Kjalnesingasögu þar sem Kleberg-37segir að “Búi var þá kominn á hæð þá, er heitir Kléberg, er hann sá eftirförina…”. Þá segir: “Kléberg er nafn á tegund tálgusteins, sem ekki finnst hérlendis. Hún var til forna notuð í kljásteina og þaðan er nafnið. Steinn þessi er auðunninn og þolir vel eld. Menn hafa snemma komist upp á lag með að nota klébergið, smíðað úr því potta og pönnur og önnur ílát, einnig höggvið til úr því hleðslusteina. Þá notuðu kaupmenn hnullunga af steininum sem barlest í skip sín og seldu Íslendingum síðan, þegar hingað kom”. Ekki er vitað til að bær hafi fyrrum verið að Klébergi.
Klébergslækur rennur um tilkomumikið gil á Esjunni. Í því má m.a. finna tálgustein (sandstein), jaspis og fleiri bergtegundir. Hugsanlega eiga kljásteinar, sem fundist hafa við fornleifauppgröft hér á landi, uppruna sinn þar.
Þegar tálgusteinn úr Klébergslæknum var Kleberg-21unninn í kljástein með einföldum verkfærum virtist það tiltölulega auðvelt. Ekki er því ólíklegt að slíkir steinar hafi verið unnir úr sandsteininum og bæði notaðir sem verslunarvara og til gjafa. Þeir sem eignuðust gripina hafa að öllum líkindum skreytt þá og krotað á þá rúnir eftir tilefni eða geðþótta hverju sinni.
Sandsteinninn í Esju er af mismunandi græn- og gráleitu umbreyttu bergi, sennilega frá fyrra ísaldarskeiði. Um er að ræða umbreytt þróað móberg, sem með tímanum þéttist og linast uns það hefur náð klébergseiginleikum. Svo gamalt berg er hins vegar ekki til hér á landi svo vitað sé.
Líklega er um að ræða umbreytt rýólítsalla [rhyolite] og að klórít gefi því græna litinn [Guðbjartur Kristófersson].
“Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu.

Kleberg-23

Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.”

Kristján Eldjárn skrifaði um kléberg í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1949-1950. Þar segir m.a.: “Kléberg kalla ég í ritgerð þessari nytjastein þann, sem á dönsku er oftast kallaður vegsten, norsku klebersfen, ensku soapstone, þýzku Speckstein, en á öllum þessum málum eru þó fleiri nöfn á þessari steintegund [t.d. talk]. Amund Helland segir í ritgerð um norska nytjasteina á þessa leið (í þýðingu minni): “Kléberg er steintegund, sem er saman sett úr blöndu af talki og lórít. Talkið getur verið yfirgnæfandi, svo að steinninn verði réttnefndur talkskífer, en einnig getur klórít verið yfirgnæfandi.

Kleberg-1

Sennilegt er einnig, að önnur magnesíusíliköt komi til greina, og þar eð magnesít finnst í mörgum klébergstegundum, myndast afbrigði, sem vegna bergfræðilegrar samsetningar steinsins eru ýmist auðunnari eða torunnari en hið réttnefnda kléberg. Hreinar talkskífertegundir er auðveldara að saga en tré, en til eru einnig afbrigði, sem mjög erfitt er að saga með venjulegri sög, vegna þess að í þeim eru harðari steinefni. Í réttnefndu klébergi eru agnir af talki og klórít í óreglulegri blöndu.
Talkskífer er olíugrænt á litinn, en klébergið gTalksteinnrængrátt, dökkgrænt eða blátt. Það er fitukennt viðkomu, auðrispað með nögl og verður hæglega skorið með hníf, höggvið með öxi og sagað með sög. Ekki syngur í því, þótt slegið sé með hamri, en undan hamarshöggi merst það, svo að á sér. Stundum ólgar það undan sýrum, en nauðsynlegt er að reyna það með sterkum sýrum, af því að magnesít er í því. Það stenzt ekki sterkar sýrur og leysist stundum alveg upp, en þolir vel veikar lífrænar sýrur. Það er eldfast”(Amund Helland: Takskifere, heller og vekstene. Norges geologiske undersögelse no. 10, 1983, bls. 89—90). Klébergið, sem raunar er samheiti fyrir fjölmörg mismunandi bergtegundaafbrigði, finnst frá náttúrunnar hendi í lögum og blettum í krystölluðum skífertegundum. Það finnst víða um heim. Algengt er það í Grænlandi og Noregi, Alpafjöllum, Súdetafjöllum og víðar.

Á Íslandi er kléberg ekki til í náttúrunnnar ríki (fyrir þessu hef ég orð Tómasar Tryggvasonar jarðfræðings, og mun ekkert mark takandi á þeim ummælum Sigurðar Vigfússonar í Skýrslu um Forngripasafn II, bls. 5,” að kléberg ísteatit) fáist hér á landi hingað og þangað í fjöllum, þar sem magnesía er og hlýtur því að vera um innflutning að ræða, er við rekumst á klébergsgripi hér, en þeir eru nú orðnir allmargir, eins og nánar verður sýnt í þessari grein.

Sapusteinar

Kléberg er yfirleitt ærið mismunandi að gæðum og litur þess af ýmsum tilbrigðum, en drottnandi litur er grár. Íslenzku klébergsgripirnir eru margvíslegir bæði að lit, hörku og áferð, efnið er ljóst eða dökkt, stundum grænleitt eða blágrátt, slétt eða hrjúft, hart eða mjúkt eða mishart, þannig að í steinunum eru harðir, oftast gulir eitlar, sem stinga í stúf við hinn mjúka, gráa stein, sem þeir eru í.
Ekki hefur verið gerð steinfræðileg rannsókn á hinum íslenzku klébergsgripum, en öll rök hníga að því, að þeir séu úr norsku klébergi. Áður en lengra er farið, þykir rétt að skýra og afsaka nafnið kléberg. Þetta orð er ekki lifandi í íslenzku og kemur ekki heldur fyrir í fornritunum.

Sapusteinn-2

Ekkert sérstakt heiti hefur steintegund sú, sem um er að ræða, í tungunni annað en tálgusteinn, en það er jöfnum höndum notað um ýmsar tegundir innlendra, mjúkra steina (orðið „tálgugrjót” kemur fyrir í fornu máli (Fornmanna sögur V, bls. 215) og virðist þar munu merkja kléberg. í Grænlandslýsingu Ívars Bárðarsonar er grænlenzka klébergið nefnt thelliesteen og iellijge stien, sem líklega á rót sína að rekja til telgisteinn eða tálgusteinn í norræna frumtextanum. Det gamle Grönlands beskrivelse af Ívar Bárðarson, útg. Finnur Jónsson Kbh. 1930, bls. 54).) En norska orðið kleber eða feíebersten er eflaust afbökun úr kléberg, og hafa því Norðmenn kallað stein þennan svo áður fyrr. Í norrænu mállýzkunni á Hjaltlandi heitir hann kleberg eða kleber, og mun orðið því hafa verið lifandi í norsku á víkingaöld, er Hjaltland byggðist af Noregi.
Líklega hefur það einnig lifað á vörum landnámsmanna Íslands, enda til sem örnefni, Kléberg á Kjalarnesi og ef til vill víðar, þótt mér sé ekki kunnugt. Orðið hefur líklega dáið út í íslenzku, af því að bergtegundin var ekki til á Íslandi, en lifað í hjaltlenzku, af því að á Hjaltlandi finnst kléberg í náttúrunnar ríki. Þykir rétt að taka orðið aftur upp í íslenzku.

Sapusteinn-3

Fyrri hluti orðsins er kléi (ef. kljá, flt. kljár), kljásteinn, steinn til að hengja neðan í uppistöðu í vef og halda henni strengdri; hefur klébergið þótt hentugt í þessa steina og þess vegna dregið nafn af þeim.
Í skrá þeirri, sem hér fer á eftir, er upp talið allt það kléberg, sem til er hér á Þjóðminjasafninu. Hins vegar hefur ekki verið leitað eftir rituðum heimildum um klébergsfundi hér á landi, og kunna þær þó að vera til. (um klébergsnámið hefur skrifað S. Grieg: Norske klebeistensbrudd fra vikingetiden, Universitetets Oldsaksamlings Arbok 1930, bls. 88 o. áfr. Um klébergið sem verzlunarvöru á víkingaöld Jan Petersen: Vikingetidsstudier, Bergens Museums Arbok 1919—20, Hist. Antikv. Rekke nr. 2, bls. 11 o. áfr., sjá einnig Herbert Jankuhn: Haithabu, Neumimster 1938, bls. 128 og 166—67, og Poul Norlund: Trelleborg, Kobenhavn 1948, bls. 123. Um gerðir steinkatlanna og fjölda þeirra á víkingaöld og hnignun) En varla yrði svo vel leitað, að ekki kynni einhvers staðar að leynast frétt eða frásögn af slíkum fundi, og hefur því þótt rétt að binda sig eingöngu við safnið hér, enda þeir fundir svo margir, að hið almenna hlýtur að mega af því ráða. Í skránni er notað orðið grýta um potta úr klébergi, en eins hefði mátt nota orðið ketill eða steinketill. Öll þessi orð munu hafa verið notuð áður fyrr, en grýía hefur í íslenzku fengið að nokkru óvirðulega merkingu, af því að steinpottarnir hafa þótt verri og smærri en járnpottar, er þeir urðu algengir. Hins vegar lifir grýía enn í skandinavísku málunum og hefur orðið þar ríkjandi.

Specksteinn

Í skránni er byrjað austast í Rangárvallasýslu og haldið vestur og kringum land. Innan hvers hrepps er farin sem næst boðleið. Getið er fundarstaðar og gripunum lýst með fáum orðum. Stærð er greind í millimetrum, lengd og breidd og þykkt, ef um pottbrot er að ræða, (lengd — breidd X þykkt), en á snældusnúðunum þvermál X þykkt). Aftan við hvern grip er greind safntala hans eða Landnámsmenn Islands hafa haft út með sér fjöldann allan af klébergshlutum, einkum grýtum. Hins vegar hafa þeir ekki átt leirker að ráði, og mun þetta vera ástæðan til þess, að Íslendingar hafa aldrei, svo að vitað sé, lagt stund á leirkeragerð. Klébergsfundirnir hér á landi þykja mér hins vegar of margir til að hægt sé að telja þá alla beinlínis frá landnámsöld, og virðist mér einsætt, að kaupmenn hafi, meðan klébergsnámið var sem mest í Noregi, flutt kléberg hingað til lands, líklega þá mest hálfunnar eða fullunnar grýtur, engu síður en til bæjanna í Danmörku. Hér á landi hlýtur eftirspurn eftir þessari vöru að hafa verið sérlega mikil, þar sem þjóðin hvorki kunni að gera leirker né hafði nothæfan tálgustein í landinu. Og það er jafnvel mjög líklegt, að kaupmenn hafi einnig flutt út óunnið kléberg til smáhluta. Til þess bendir fundurinn frá Kotmúla, óunninn klébergssteinn, sem stykki hafa verið söguð úr, eftir því sem með þurfti. Á sama hátt hefur steinninn verið sagaður í klébergsnámunum norsku.
Það er þannig sennilegt, að eitt af því, sem kaupmenn höfðu á boðstólum hér á söguöld, hafi verið kléberg, unnið, hálfunnið eða óunnið, á sama hátt og þeir hafa bæði flutt út sniðin brýni og óunninn harðsteinn til brýna.”

Heimild:
-Kléberg á Íslandi – Kristján Eldjárn, Árbókin 1949-1950, bls. 41-62.
-Vísindavefur HÍ.

Kléberg

Kléberg í Glúfurgili í Esju.