Færslur

Staðarhverfi

Á miðöldum og fram á 20. öld voru bændur og búalið langfjölmennustu stéttir hér á landi. Engar borgir né þorp svo heitið gæti voru hér fyrr en kom fram á 19. öld. Um 1850 voru íbúar í Reykjavík rúmlega 1000 og rúmlega 300 hundruð í Hafnarfirði. Landbúnaður og sjósókn voru aðalatvinnugreinar. Fram um 1400 var vaðmálið aðalútflutningsvaran en upp frá því lengi vel skreið og lýsi og dálítið af brennisteini til púðurgerðar.

Húsatóftir

Húsatóftir – fikibyrgi.

Árið 1271 voru gömlu þjóðveldislögin, Grágás, felld úr gildi en ný lögbók, Járnsíða, lögtekin. Endurbætt útgáfa, Jónsbók, var svo lögtekin 1280-1281 þótt refsiákvæði hennar þættu ströng og gilti hún hér á landi öldum saman.
Refsingar á þjóðveldisöld voru þrenns konar: Útlegð, þ.e. sekt. Fjörbaugsgarður, þ.e. þriggja ára útlegð úr landinu. Skóggangur, þ.e. ævilöng útlegð og útskúfun.
Þessar refsingar voru niður felldar með nýjum lögum nema sektirnar en í staðinn komu líflátsrefsingar, húðlát og brennimerkingar. Jarlsembættið, sem hér var stofnað, hvarf fljótt úr sögunni en við tók embætti hirðstjóra og síðar höfuðsmanns. Sýslumenn komu til sögunnar og stýrðu sýslum. Lögrétta varð í senn löggjafarsamkoma og dómstóll. Embætti lögsögumanns var lagt niður en í staðinn kom lögmaður/menn sem stjórnuðu þingstörfum. Tíund hélst en til viðbótar kom konungsskattur.

Flagghúsið

Flagghúsið 1910 og Einarsbúð.

Um miðja 14. öld tók konungur upp á því að leigja hirðstjórum landið um hríð. Þóttu þeir harðskeyttir í innheimtum. Landsmenn þoldu þetta illa samanber Grundarbardaga þar sem Smiður Andrésson og Jón skráveifa voru drepnir.

Norðurlöndin urðu eitt ríki er Hákon Magnússon ríkisarfi í Noregi kvæntist Margréti dóttur Valdimars atterdag Danakonungs. Þau eignuðust son sem var réttborinn erfingi krúnu Noregs og Danmerkur. Hann erfði bæði hásætin kornungur en dó á unglingsaldri. Margrét móðir hans var þá kjörin ríkisstjóri í Danmörku, Noregi og loks Svíþjóð.

Duus

Duushús í Keflavík.

Norðurlönd voru svo sameinuð undir eina krúnu 1397 með Kalmarsamþykktinni. 1520 voru Stokkhólmsvígin framin og í kjölfarið klufu Svíar sig úr Kalmarsambandinu undir forystu Gústafs Vasa. Noregur var áfram í danska ríkinu, svo og Ísland og Færeyjar um langa hríð.

Svarti dauði barst hingað árið 1402. Varð manndauði mikill líkt og í Evrópu áður og afleiðingar sambærilegar. Menn ákölluðu guð og góðar vættir sér til hjálpar en stoðaði lítt.
Hafnarfjörður
Um 1400 tóku Englendingar að sækja Íslandsmið og versla hér á landi. Lentu þeir í illindum við hérlend yfirvöld og Hansakaupmenn út af skreiðarverslun og studdi Danakóngur Hansakaupmenn. Hleypti þetta illu blóði í Englendinga sem gripu oft til ofbeldis og rána. M.a. drápu þeir Björn hirðstjóra Þorleifsson vestur á Snæfellsnesi 1467.

Saltfiskur

Saltfiskur.

Jóni biskupi Gerrekssyni var drekkt í Brúará af íslenskum bændum árið 1433 fyrir afskipti sín af skreiðarverslu bænda við Englendinga. 15. öldin er oft nefnd ,,enska öldin.” Er fram í sótti höfðu Hansamenn betur í þessu verslunarstríði.
Kapphlaup var þó enn um verslunarhafnirnar hér á landi, einkum á Reykjanesskaga og við Faxaflóa.

Björgvin stendur nærri miðju Hörðalandi á skaga úti við ströndina. Björgvin er gamall bær og á sér margar sögulegar minjar. Bærinn er talinn hafa orðið til á 11. öld og segir sagan að Ólafur kyrri hafi stofnað hann. Á 13. öld var þar lengstum konungasetur. Sátu þeir þar að jafnaði Hákon gamli og Magnús lagabætir, sonur hans. Það var skreiðarverzlun, sem fyrst kom fótum undir Björgvin. Þaðan var flutt út skreið frá Vestur- og Norður-Noregi.

Slok

Slokahraun – Slokagarðar.

Í fyrstu var skreiðin aðallega flutt til Englands en á 14. öld náðu Hansakaupmenn skreiðarverzluninni að mestu undir sig. Mátti heita, að þeir réðu lögum og lofum í Björgvin í tvær aldir eða fram á 16. öld. Margir Hansakaupmenn fluttust til bæjarins eða dvöldust þar um hríð. Á vissu tímabili var Hansakaupmönnum í erlendum bæjum bannað að kvænast og voru þeir nefndir piparsveinar vegna þess, að þeir verzluðu einna mest með krydd.

Bieringstangi

Bieringstangi – eldhústóft.

Þótt Íslendingar hefðu meiri skipti við Niðarós en Björgvin, dvöldust margir Íslendingar með Noregskonungum í Björgvin, og má segja, að flestir stórhöfðingjar á Íslandi hafi dvalizt þar lengri eða skemmri tíma.

Keflavík

Upphafið af lokum verslunar erlendra kaupmanna varð 1532 er er Þjóðverjar og Íslendingar sóttu að Englendingum við Grindavík og drápu um tuttugu þeirra, þ.á.m. foringja þeirra Jóhann Breiða. Eftir það herti Danakonungur tök sín á versluninni og kom henni smám saman í hendur sinna manna.

Einokunarverslun Dana var komið á 1602 og stóð hún fram til 1787. Árið 1699 varð Hólmfastur hýddur fyrir að versla við kaupmanninn í Keflavík, en átti samkvæmt þeirra reglum að versla við kaupmanninn í Hafnarfirði.

Þýskabúð

Tóft við Þýskubúð.

Slæmt árferð, skepnur drápust og fiskur lagðist frá landi. Fólk át jafnvel hrafna og refi. Fátæklingar við sjóinn lifðu á þangi og þara. Flakkarar fóru í hópum um landið.
Á einokunartímabilinu voru fiskveiðar aðalatvinnuvegur í verslunarumdæmi Hafnarfjarðar. Afkoma manna var þar nær eingöngu háð sjósókn. Mikill fiskur barst til Hafnarfjarðar, þegar vel veiddist, því að ekki var verslað í Straumsvík eða Vatnsleysuströnd á einokunartímabilinu.

Árið 1809 var verslun við Englendinga bönnuð með öllu. 1855 öðluðust Íslendingar verslunarfrelsi.

Nú er meira flutt en af varningi til landsins en frá því – jafnvel meira en landmenn hafa not fyrir.

Gerðavellir

Gerðavellir í Grindavík, virki Jóhanns Breiða – kort ÓSÁ.