Færslur

fiskreitur

Vitað er að konur hafa í gegnum Íslandsaldir oft á tíðum borið hita og þunga dagsins. Til eru ýmsar frásagnir því til staðfestingar, einkum frá gestkomandi útlendingum.

Konur í fiskvinnslu

Konur í fiskvinnslu.

J. Ross Browne og fleiri ferðabókahöfundum, sem ritað hafa um Ísland, verður tíðrætt um það, að konur í Reykjavík vinni margvíslega erfiðisvinnu, en karlmenn lifi hóglífi, a.m.k. þegar þeir eru ekki á sjónum. Meðfylgjandi mynd af konum í fiskvinnu er teiknuð af J.R.B.
Árið 1876 birti Þjóðólfur eftirfarandi kafla, þann 16. febrúar:
“Er ekki vinnandi vegur að gera eitthvað fyrir vesalings vinnukonurnar? Ég á einkum við þessar, sem maður sér bera bagga frá morgni til kvölds, einkum út úr og inn um útibúr kaupmanna. Ég er óvanur að sjá konur hafðar eins og áburðar-ösnur og finnst það vera skrælingjalegt í mesta máta…. Þær, sem hafðar eru eins og ösnur, verða ösnur, og út af þeim geta varla alist nema asnar, eða að minnsta kosti múlasnar, það segir sig sjálft.”
Þrátt fyrir mikið og stöðugt vinnuálag eru ekki til heimildir um að konur hafi kvartað – a.m.k. ekki fyrr en í seinni tíð, enda kannski tími til kominn.

Öldin okkar 1867

Skreið

Skreið í trönum.