Færslur

Skagagarðurinn

Í Búnaðarritinu 1910 fjallar Björn Olsen m.a. um kornyrkju á nokkrum jörðum á Suðurnesjum og Grindavík: ”
Utskalar-101Útskálar í Garði: Í kaupsamningi þeirra Jóns biskups Indriðasonar og Bjarna bónda Guttormssonar, dags. 17. desember 1340, stendur, að Bjarni leggi til Skálholtsstaðar fjórðung í Útskálalandi „um fram öll þau akurlönd, sem Bjarni keypti til Útskála” (Í Fornbrs. II 734. bls.). Þessi kaupsamningur er tekinn inn í Wilchinsmáldaga 1397 (í Fornbrs. IV 108. bls.).
Sandgerði á Miðnesi: Í skrá um rekaskifti á Rosmhvalanesi frá c. 1270 er getið um akurland Sandgerðinga (í Fornbrs. II 77. bls.).
Hvergi á landinu sjást víst glöggari menjar akra enn í Garðinum og á Miðnesinu, bæði gerði og akurreinar. Sagt er að einn höfuðgarður harl legið ifir Skagann þveran, nefndur Skagagarður (Kr. Kålund, Island I 33. bls.). Brynjólfur Jónsson lýsir þessum menjum í Árb. Fornleifafjelagsins 1903, 36.—37. bls., á þessa leið: Akurlönd þessi hafa verið fyrir norðan Útskála. Sjer þar enn votta flrirað minsta kosti 18 akurreinum, 4—8 faðma breiðum, sem eru aðgreindar með þráðbeinum jafnhliða görðum, er norðast liggja ifir þveran Skagann, enn þegar sunnar dregur, takmarkast þeir að vestanverðu af garði, sem þar liggur frá sjónum langsetis í suðaustur að lítilli hæð eða tóttabungu, sem er skamt frá norðvesturhorni hinna norðustu túngarða í Útskálahverflnu.

Sandgerdi-101

Suður og austur frá langsetisgarðinum og rústinni eru margar stærri girðingar, flestar hjer um bil ferhirndar, og ná þær alt suður að landamerkjum Útskála og Kirkjubóls. Hafa það að líkindum verið töðuvellir”(?). Uppdráttur fylgir þessari lýsingu í Árbókinni. Um Sandgerði segir Brynjólfur: „Austurhluti Sandgerðistúnsins, sem nú er, hefur verið akurlendi. Sjást þess glögg merki, því að samhliða garðlög minda þar akurreinar, líkt og á Garðskaganum”. Sú sögn gengur, segir Brynjólfur, að bær hafl verið á Garðskaga, sem hjet Skálareykir, og bendir það til jarðhita. Hinir þjettu garðar, sem Brynjólfur lýsir, milli akurreinanna, eru bersýnilega skjólgarðar fyrir kornið, meðframt líka eflaust gerðir til að geta haft skepnur á þeim hluta akursins, sem var látinn standa ósáinn eða „lagður í tröð”, sem kallað var. Því var eðlilegt, að jörð, þar sem korn var ræktað innan slíkra girðinga, fengi nafnið Garðar eða Gerði (í fleirtölu nefnifalli oftast Gerðar, sbr. Grenjar, Giljar, Skipar o.fl. fyrir Gren, Gil, Skip).

Husatoftir-101

Húsatóttir í Grindavík: Í skránni um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs 1313 írá 1313 (sbr. nr. 6 og 8) segir, að klaustrið eigi auk landsleigu af Húsatóttum (1 hundrað og 12 aurar) „þrímæling í jörðu, sælding í jörðu” (í Fornbrs. II 377. bls.). Líklega er þetta svo að skilja, að klaustrið hafi tekið undan jörðunni hálfs annars sálds land sjer til notkunar, því að þrímælingr, eða 3 mæla land, er rjettur helmingur af sældingi eða sálds landi (1 sáld er = 6 mælar), sem vjer síðar munum sjá. Enn verið gæti líka, að klaustrið hefði fyrst tekið undan þrímæling í jörðinni og sett það í skjalið, enn síðan aukið akur sinn þa upp í sælding, og hað verið sett í skjalið sem leiðrjetting, enn gleymst að strika út þrímælinginn. Í samskonar skrá frá 1395 er landskuldin sett upp í 2 hundruð, enn hvorki getið um þrímælinginn nje sældinginn.
Auk þess átti Staðarkirkja í Grindavík „hálft annað mælis land” að Húsatóttum. Það sjest á máldaga Hraun-101þeirrar kirkju í Wilchinsbók 1397 (í Fornbrs. IV 101. bls.). Sama stendur í máldaga Staðarkirkju frá c. 1500 (í Fornbrs. VII 49. bls.).
Hraun í Grindavík: Í gjörð Árna biskups Þorlákssonar milli Viðeyjarklausturs og Hraunsbóndans frá c. 1284, um ágreining út af rekum, segir, að klaustrið skuli eiga allan hálfan viðreka fyrir austan Hraun úr Markvík utanverðri og austur fyrir Lambastapa, og beit handa svo mörgum hrossum, sem Viðeyingar vilja, „utan túns og akra” (á Hrauni), meðan þeir vinna að viðnum. Á þessu sjest, að akurkirkja hefur verið á Hrauni (í Fornbrs. II 245. bls.).
Þorkötlustaðir í Grindavíkurhreppi: Þar átti Krýsuvíkurkirkja „9 mæla lands samkvæmt máldaga kirkjunnar frá c. 1275 (í Fornbrs. III 3. bls.). Sama stendur í máldaga sömu kirkju frá 1307 (í 1307 Fornbrs. II 361. bls.) í máldaga Krýsuvíkurkirkju i Wilchinsbók 1397 stendur sama (í Fornbrs. IV 101. bls. 3. nmgr.).”

Heimild:
-Búnaðarrit, 24. árg. 1910, 1. tbl. Vitnisburðir um kornyrkju á einstökum stöðum, Björn Magnússon Ólsen: Um kornyrkju á Íslandi að fornu, bls. 86-95.

Skálafell

Gullakur neðan Skálfells.