Færslur

Grafningssel

Í örnefnalýsingu fyrir Krók í Grafningi kemur fram að “Króksel” er austan við Kaldá, mjög fornar rústir; í Selmýri og Stardal var stundum slegið.”

Krókssel - Mælifell og Sandfell fjær

Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar í Árbók fornleifafjelagsins árið 1899 koma fram upplýsingar um Grímkelsstaði, bæ landnámsmannsins, sem síðar settist að á Ölfusvatni. Tóftir fornbæjarins eru rétt norðan við túnið á Krók. Ætlunin var m.a. að taka hús á Agli Guðmundssyni, bónda, á Krók, þeim margfróða manni. Gamli suðurferðarvegurinn lá upp frá Króki í gegnum Krókssel. Stefnt var að því að fylgja honum upp fyrir Hempumela og upp í selið norðvestan í rótum Súlufells.
Egill var fjarverandi þegar FERLIRsfélaga bar að Króki, enda búskapur nú aflagður í Grafningi annars staðar en að Villingavatni. Þrátt fyrir það var stefnan tekin á gömlu suðurferðargötuna, sem liggur upp frá bænum yfir Bæjarlækinn til vesturs. Slóði er samhliða götunni, en hún er jafnan sunnan slóðans. Gatan liggur upp með norðanverðum aflíðandi hlíðum og upp í Löngudali; grannan þéttgróinn dal norðaustan Súlufells. Norðaustar er Torfdalur. Skýringin á þéttum gróningunum kom fljótlega í ljós. Vestast í dalnum eru leifar af undirstöðu fjárhúss frá Króki. Húsið sjálft er horfið, enda fauk það í heilu lagi fyrir nokkrum árum að sögn Hrefnu Sóleyjar Kjartansdóttur, húsfreyju á Villingavatni. Norðar er syðsti hluti Víðihlíðar. Í
 örnefnalýsingu fyrir Krók segir: “[Í Löngudölum] er beitarhús og tún. Súlufell er allhátt fjall, gróðurlítið, nokkuð þríhyrnt að lögun. Dalir tveir þynna það norðan til. Súlufellsdalur með nokkru landbroti að austan, Smérdalur að vestan, sléttur og gróinn. Þar er tófugren, og þar var slegið [Stardalur].” Melhryggur ofan og vestan við fjárhústóftina nefnist Hempumelur. Þar á djákni sá, sem drekkt var í Djáknapolli, að hafa verið færður úr hempunni. Gamla gatan liggur norðan megin upp úr dalnum, yfir hrygginn og áfram niður með norðanverðu Súlufelli.
Staðnæmst Fjárhúsleifar í Löngudölum - Hempumelur ofar til vinstrivar við Króksselið; tvírýma tóft, vel greinilega, fast undir rótum fellsins. Tóft er vestan við selið, en ekki er gott að sjá hvort þar hafi verið stekkur eða hús vegna sinu. Annars er einkennandi fyrir seltóftir í Grafningi að þær eru einungis með þremur rýmum, ólíkt flestum öðrum seljum á Reykjanesskaganum, sem jafnan hafa þrjú slík. Þá er staðsetning selsins einungis skiljanleg út frá nálægð við aðgengilegt grjót úr hlíðinni, en eðlilegra hefði verið að hafa það utan í Selmýrinni, sem er þarna beint handan Kaldár.
Haldið var til baka eftir gömlu götunni og síðan út af henni til suðausturs því nú var stefnan tekin á Svartagil mun austar, norðvestan við Dagmálafell. Þar eiga tóftir Ingveldarsels að vera. Í örnefnalýsingum fyrir Villingavatn segir: “Ingveldarsel: Smá starartjörn með mýri í kring, upp af Svartagilsflötum. Síðasta selið sem notað var. Sennilega kennt við Ingveldi Gísladóttur, afasystur skrásetjara (Þorgeirs Magnússonar).”
Stekkur við Ingveldarsel - Dagmálafell fjærMjög erfitt er að finna selið. Það er í skálalaga lægð um með Svartagili, ofan Svartagilsflata, eins og segir í lýsingunni. Hrefna hafði sagt að Sigurður, frændi hennar, hefði stungið spýtu í seltóftina síaðst þegar þau voru þar. Að vísu var spýtan fallinn, en selið fannst út frá fallegum hlöðunum stekk upp undir hæðarbrún vestan Svartagilslækjar (sem reyndar var þurr að þessu sinni, en Hrefna hafði einmitt kvartað yfir miklum vatnsveðrum í vetur, en litlum snjóum). Selið er tvírýmt líkt og önnur sel í Grafningi (utan Villingavatnssels (Botnasels) í sunnanverðum Seldal). Það er vel gróið, en vel mótar fyrir veggjum. Fallegt útsýni er frá selstæðinu að Villingavatni og yfir fjöllin norðan og austan Þingvallavatns. Ekki er getið um selstöðu þarna í Jarðabók ÁM 1703.
Þá var stefnan tekin að Króki á ný með það fyrir augum að skoða hinar fornu Grímkelstóttir við Krókamýri.
Í Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1899 segir Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi m.a. frá Grímkellsstöðum eftir ferð sína um Grafning í maímánuði ári fyrr.

Grímkelstóttir - uppdráttur Brynjúlfs Jónssonar

“Svo segir í Harðasögu, kap. 2: “Grimkell bjó fyrst suður at Fjöllum skamt frá Ölfusvatni. Þar er nú kallat á Grímkellsstöðum ok eru nú sauðahús… Hann færði bú sitt… til Ölfusvatns, því at honum þótti þar betri landkostir”. Í fljótu bragði virðist sem orðin; “ok eru nú sauðahús”, benda til þess, að bæjartóft Grímkelsstaða sé eigi framar til, heldur hafi sauðahús verið bygð ofan á hana, svo þar sé eigi um annað að ræða en fjárgús eða fjárhústóftir. Því að þrátt fyrir það, að á þeim tíma sem sögurnar vóru ritaðar og lengi eftir það var eigi venja á Suðurlandi að hýsa sauði, þá má þó telja víst, að í Grafningi hafi það verið gjört fyr en annars staðar, vegna vetrarríkis. En raunar þurfa orðin; ” þar… eru sauðahús”, eigi beinlínis að þýða það, að sauðahús stæði í rústunum, þau gátu staðið hjá þeim, eða svo nærri að þannig mætti að orði kveða. Og þetta hefir verið tilfellið. Rúst Grímkellsstaða er enn til. Það eru 3 stórar fornrústir á sléttum völlum fyrir norðan og neðan túnið í Króki í Grafningi og heita Grímkelstóftir. Syðsta tóftin er 18 al. löng og nál. 9 al. breið; dyr í suðausturenda. Hún sýnist eigi skift í sundur. Það má hafa verið útibúr. Grímkelstóttir - Krókur fjær, Súlufell framundan og Víðihlíð t.h.Miðtóftin er bæjartóftin; hún er nál. 30 al. löng og 11 al. breið. Dyr er ekki hægt að ákveða. Miðgaflar sýnast að hafa verið tveir í henni, þó er hinn nyrðri óglöggur, og er sem þar gangi smákofatóft inn í vegginn og snúi dyrum í norðaustur, þó verður það eigi fullyrt, og er mögulegt að vatn og klaki hafi myndað þessa tóftarlíkingu, hún er svo óglögg. Nyrzta tóftin hefir að norðan víðan ferhyrning, um 16×18 al., og er það án efa heygarður; en að sunnanverðu, þar sem fjóstóftin má hafa verið, er nú stekkjartóft, nær 18 al. löng og er hún nýlegri en rústirnar sjálfar og þó ekki mjög nýlegar, Hún snýr dyrum til suðausturs, eins og fjósið mun hafa gjört. Fyrir aftan gafl hennar sér nál. 8 al. langan part af hinni fornu rúst, og er það líklega innri hluti fjóssins. Eigi er samt unt að ákveða lengd þess, því óvíst er að dyr þess hafi tekið jafnlangt fram og dyr stekkjartóftarinnar nú. Fyrir fleiri smátóftum vottar þar, en þær eru svo niðursokknar, að þeim verður eigi lýst. Aðaltóftirnar, sem nú var lýst, eru einnig mjög niðursokknar og úr lagi gengnar, Ein Grímkelstóttinþó þær séu nokkru glöggvastar. Lækur rennur ofan hjá rústunum, og hefir hann myndað vellina sem þær eru á, og enn ber hann oft aur yfir þá. Þess vegna hafa sauðahúsin, sem sagan nefir, eigi verið sett þar. Þau hafa að öllum líkindum verið sett lítið eitt sunnar og ofar, og bærinn Krókur svo verið gjörður úr þeim síðar. En meðan þar var eigi bær, hefir þetta pláss, sem er dalmyndað fengið nafnið “Krókur”, og því hefir bærinn verið nefndur svo, en eigi Grímkellsstaðir, sem réttast hefði þó verið, því raunar er það sami bær, færður úr stað um túnsbreidd eina. Vel á það við að segja, að Grímkell byggi “suður at Fjöllum”, er hann bjó þar, því hinn dalmyndaði “krókur” gengur suður í fjöllin. Krókur er í Ölfusvatnslandi, en þó svo langt þaðan, að eigi gat Grímkell vel notað landið það er Ölfusvatn notar nú, utan að flytja þangað búferlum. Var það og fýsilegt því þar er vetrarríki minna og skemra til veiða í vatninu. Ef til vill hefir og ágangur lækjarins hvatt hann til þess að flytja bú sitt. En spyrja má, hví hann settist eigi strax að Ölfusvatni? Líklega hefir þar verið bær áður, og honum hefir Grímkell síðar náð undir sig, og fært bú sitt þangað.
Önnur GrímkelstóttEitt af fjárhúsum þeim, er standa á Ölfusvatnu, er kallað hofhús. Þar á hofið Grímkells að hafa staðið, og er sem upphækkun undir húsinu. Grímkelsgerði heitir forn girðing þar austur á túninu, hér um bil 1 dagslátta að stærð. Suðvestast í henni er sýnt leiði Grímkels. Það er þúfa mikil, nær 5 fðm. löng og nær 1 fðm. á breidd við suðurendann, en mjó í norðurendann, og um 2 al. á hæð. Hvort grjót er þar í var ekki hægt að kanna fyrir klaka, er eg var þar í vor í máimánuðu á rannsóknarferð.
Bollasteinn er á hlaðinu á Ölfusvatni. Hann er úr “doleríti” og er rúml. 1 al. á hæð, 3 kvart. í þvermál á annan veg og 2 1/2 kv. á hinn. Bollinn nær 9 þuml. á vídd og 5 þuml. á dýpt. Hann er auðsjáanlega mannaverk.”
Í lýsingunni kemur Brynjúlfur einnig að Steinrauðarstöðum suðvestan Þingvallavatns, hins forna landnámsbæjar, sem nú virðist horfinn, en þó má sjá leifar af ef vel er gáð (sjá aðra FERLIRslýsingu). Einnig segir hann frá Setbergsbölum og Kleyfardölum. SHoftóft við Ölfusvatníðarnefnda örnefnið er einkar áhugavert vegna þess að þar á að vera Kleifarsel, sem fyrr hefur verið minnst á. Lýsingin hljóðar svo: “Kleyfardalur heitir suðvestur með hlíðinni, lítill dalur og þó fagur, en hrikalegt í kring. Þar eru tvær rústir allglöggvar. Önnur bæjartóft (eða seltóft), 9 fðm. löng, tvískipt og eru emgar dyr á milliveggjum, en útidyr úr báðum tóftum á suður hliðvegg. Hin, fjóstóft (eða kvíatóft?), 8 fðm. löng og 2 1/2 fðm. breiðm hefir dyr út úr suðvesturhorni. Við efri enda hennar var sem sæi á tófarbrún, sem gæti verið hlöðutóft. En þar um get eg þó ekkert sagt, því fönn lá þar yfir, svo eigi sást hvort hér er tóft eða ekki. Hafi hér verið býli, þá hefi það verið hjáleiga frá Steinröðarstöðum(?) og síðar orðið, ásamt þeim hjáleiga frá Nesjum.”
Selstígurinn fyrstgreindi liggur úr Króksseli því til norðausturs, en hann er raunar hluti af gamalli þjóðleið (gamli suðurferðavegurinn skv. örnefnalýsingu Guðmanns Ólafssonar) frá Villingavatni og Krók til vesturs, um Moldarklif, norður fyrir Stapafell og áfram til suðurs og upp með fellinu vestanverðu, um Þverárdal oBlótsteinn (sem er væntanlega signingafontur) við Ölfusvatng Ölkelduháls í Brúnkollublett og síðan Milli hrauns og hlíða, vestur að Kolviðarhóli. Brúnkollublettur var aðaláningarstaður ferðamann á þessari leið. Þar fer gatan yfir Þverána á vaði með viðkomu í Nýjaseli á leiðinni upp með Laka. Hálsinn, sem gatan kemur yfir norðan Súlufells heitir Hempumelur, að sögn Egils Guðmundssonar, bónda á Króki (sjá fyrri skilgreiningu).
Brynjúlfur lýsti, skv. framanskráðu, Grímkelsstöðum, sem gæti hafa verið fyrsti bústaður hins forna goða sunnan Ölversvatns (Þingvallavatns). Þær tóftir eru þarna rétt utan túngarðs á Króki, hægra megin vegarins þegar ekið er að bænum og eru vel greinanlegar enn þann dag í dag, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Og svo segja menn (jafnvel hinir fræðustu “minjaverndarar”) að engar fornleifar leynist á Reykjanesskaganum – landnámi Ingólfs). Þarna kemur Bæjarlækurinn, líkt og sjá má á uppdrætti Brynjúlfs, að og liðast síðan undir veginn. Lækurinn kemur úr gili norðvestan bæjarins, en skammt sunnar er vatnsvirkjuð uppspretta er rennur í í hann. Í örnefnalýsingunni segir: “Norðan við Nesið fellur Bæjarlækurinn í Villingavatnsána. Suðvestan við hann eru Grímkelstóttir (Brynjúlfur skrifaði jafnan “tóttir”). Norðan við hann er valllendisgrund, sem Eyri nefnist. Svo tekur við Króksmýri allt norður að Ölfusvatnsheiði.” Ölfusvatnsheiðin, þótt lítil sé, skilur af Krók og Ölfusvatn.
Göngutími og skoðunartími er áætlaður u.þ.b. 3 klst.

Heimildir m.a.:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1899, Brynjúlfur Jónsson, bls. 1-5.
-Örnefnalýsingar.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjartóftir.

 

Krókssel

Í örnefnalýsingu fyrir Krók í Grafningi eftir Guðmund Jóhannesson, Króki, kemur fram að Krókssel sé austan við Kaldá, “mjög fornar rústir; í Selmýri og Stardal var stundum slegið.”

Krókssel

Ölfusvatn eða Vatn er fyrst nefnt í máldaga kirkjunnar þar, sem talinn er frá 1180. Samkvæmt Vilkinsmáldaga frá árinu 1397 var hálft heimaland Ölfusvatns kirkjueign. Ekki er minnst á Hagavík.
Krókur er nefndur í Gíslamáldögum frá því um 1570. En þangað var kirkjusókn að Ölfusvatni. Þá átti Ölfusvatnskirkja hálft heimalandið. Eftir því mætti ætla að Krókur hafi verið sérstök jörð og lögbýli eins og kemur fram í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, en bæði Krókur og Ölfusvatn (Hagavík, hjáleiga Ölfusvatns) voru þá eign Skálholtsstóls. Ölfusvatn og Krókur áttu selstöður í heimalöndum samkvæmt Jarðabók Árna og Páls. Ölfusvatn átti selstöður í Gamlaseli undir Selhól vestan Ölfusvatnsáar og væntanlega síðar Nýjaseli á Seltungum sunnan Mælifells, vestan Þverár. Ekki er ólíklegt að Ölfusvatn hafi um tíma selstöðu þar sem síðar varð Hagavík.
Áhugaverður staður efst við Kaldá - Súlufell fjærStefnan var tekin á Krókssel. Gengið var til suðurs með vestanverði Víðihlíð, austan Ölfusvatnsáar. Lokaður vegur er að sumarbústöðum í hlíðinni. Þegar kom að mótum Þverár og Kaldár var þeirri síðarnefndu fylgt áleiðis upp að Selmýri. Farið var yfir á mótum Stapafellslækjar og Kaldánni fylgt alveg að upptökum austast í Stardal. Þar kemur hún úr lind norðan í rótum nafnlauss fells er lokar af Djáknapoll ofanverðan. Mætti það þess vegna heita “Djákninn” til heiðurs sögunni. Áin kemur úr safaríkjum lækjum á leiðinni, en upptökin eru í lindinni, sem væntanlega er affall Djáknapolls.
Rétt neðan norðvestanvert Súlufell er nokkurt gil í Kaldá. Gengið var upp með því að austanverðu. Foss er efst í gilinu, en ofan hans beygir áin meira til suðurs, með vesturhlíðum fellsins. Beint ofan gilsins, á austurbakkanum, eru tóftir Krókssels. Tvö rými með dyr til norður, að ánni. Erfitt gæti verið að koma auga á þær, en FERLIRsfélagar eru orðnir öllu vanir. Tóftirnar, sem voru á kafi í sinu, eru alveg upp undir rótum fellsins. Selstígurinn liggur yfir tóftirnar, en hann er raunar hluti af gamalli þjóðleið (gamli suðurferðavegurinn skv. örnefnalýsingu Guðmanns Ólafssonar) frá Villingavatni og Krók til vesturs, um Moldarklif, Upptök Kaldárnorður fyrir Stapafells og áfram til suðurs og upp með fellinu vestanverðu, um Þverárdal og Ölkelduháls í Brúnkollublett og síðan Milli hrauns og hlíða, vestur að Kolviðarhóli. Brúnkollublettur var aðaláningarstaður ferðamann á þessari leið. Gatan yfir Þverána á vaði þars em FERLIRsfélagar áðu á leið sinni að Nýjaseli (sjá Grafningsel…) með viðkomu í Nýjaseli á leiðinni upp með Laka. Hálsinn, sem gatan kemur yfir norðan Súlufells heitir Hempumelur að sögn Egils Guðmundssonar, bónda á Króki. Þar segir sagan að djáknin hafi verið færður úr hempunni áður en honum var drekkt í pollinum efra. Ástæðuna taldi Egill hafa verið einhver kvennamál.
Þótt tóftirnar séu að mestu jarðlægar mótar enn fyrir rýmum. Sel þetta er greinilega mjög fornt, eins og fram kemur í örnefnalýsingunni.
Selmýri er vestan Kaldár, stór hallandi mýrarfláki. Spölkorn ofar er Stardalur, vel gróinn og beitarvænn. Við skoðun á austurbakka Kaldár austast í Stardal, þar sem áin á upphaf sitt í lindinni fyrrnefndu, virðast vera mjög fornar tóftir, nánast jarðlægar. Þúfnamyndun er þarna, en ekki er með öllu útilokað að þarna undir kunni að leynast enn eldri leifar af seli. Bergstál skálalaga Súlufells rís hátt í suðaustri. Ekki er vitað um nafnið á skálinni, en hún gæti þess vegna hafa heitið Selskál. Við komuna á þennan birtist mótökunefnd óvænt (um miðjan apríl) – tvær gráar kindur, tvíburar. Egill sagði síðar að þær hlytu að hafa verið Villingavetningar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín. 

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Krók eftir Guðmund Jóhannesson.
-Örnefnalýsing Guðmanns Ólafssonar af Króki.
-Jarðabók ÁM 1703.

Krókssel

Krókssel.