Færslur

Einbúi

Stefnan var tekin á Bæjarsker. Með í för var Reynir Sveinsson frá Sandgerði, en hann þekkir vel til staðhátta á svæðinu. Ætlunin var að reyna að leita uppi og staðsetja nokkur örnefni, s.s. Krossbrekkur.
Stefnan var tekin á Bæjarsker. Með Krossbrekkurí för var Reynir Sveinsson frá Sandgerði, en hann þekkir vel til staðhátta á svæðinu. Ætlunin var að reyna að leita uppi og staðsetja nokkur örnefni, s.s. Krossbrekkur, Kampstekk og Einbúa. Við leitina kom ýmislegt óvænt í ljós. T.a.m. uppgötvaðist áður óþekkt selstaða, auk þess sem örnefndin Krossbrekka (-ur) og Kirkjuklöpp virðast gefa til kynna kirkju fyrrum á Bæjarskerjum.
Kampstekkur, sem er skammt ofan við Stafnesveg sunnan Setbergs, hefur einnig verið nefndur Kambstekkur. Um er að ræða jarðlægar grónar tóftir, sem þó má enn sjá lögun á.. Kampstekkur hefur einnig verið nefndur Kambstekkur.
KirkjukletturÍ Gráskinnu I er getið um Krossbrekku: “
Þegar Þórunn Gísladóttir yfirsetukona var 14 ára, var hún hjá foreldrum sínum á Býjaskerjum á Miðnesi. Í túninu þar var klettur nokkur sem kallaður var Krossbrekka. Var það trú manna að þar byggi huldufólk. Til marks um það má segja að bóndinn á næsta bæ, Bárugerði, þóttist eigi sjaldan sjá konu bregða fyrir uppi hjá klettinum. Sýndist honum kona sín vera að hirða þar þvott; en þegar til kom, reyndist það missýning. Kýr þeirra hjóna, sem var hæluð upp við klettinn, var eigi sjaldan þurrmjólkuð að kvöldi og vissi enginn nokkurar líkur til að það væri af manna völdum. Gat er vestan á klettinum og hugðu menn það dyr vera. Þórunn og systkini hennar voru oft um þessar mundir á órökuðum kópskinnsskóm. Einn morgun, er hún vaknar, saknar hún annars skós síns og þótti skaði, því að hann var nýr. Leitað var að skónum en hann fannst eigi; var það kennt vanhirðu Þórunnar að hún hefði látið hunda nema skóinn burt en hana minnti statt og stöðugt að hún hefði bundið skóna saman og hengt þá við rúmstokkinn um kvöldið.

Eyktarmark

En þessa sömu nótt og skórinn hvarf dreymdi Þórunni að til hennar kæmu tvær stúlkur á hennar reki. Báðu þær hana að koma út með sér. Hún þóttist klæða sig og binda upp á sig skóna og fara með þeim. Þegar út kemur biðja þær hana að koma með sér upp að Krossbrekku. Leiða þær hana síðan að gati því er nefnt hefur verið og var á klettinum og biðja hana að koma inn, það liggi mikið við.
Þórunn er treg til þess, því að hún hafði verið hrædd á klettinum. En svo fer að hún lætur til leiðast. Dettur henni þá í hug að hún hefði heyrt að vissara væri, þegar gengið er inn til huldufólks að skilja eftir eitthvað af sér utan dyra. Þykir henni því að hún leysi af sér annan skóinn og skilji hann eftir fyrir utan klettinn. Þegar inn kemur sér hún að þar liggur kona á gólfi. Fer hún höndum um hana og innan skamms verður konan léttari. Að því búnu mælti konan: “Nú máttu fara; ég ætla ekki að borga þér þetta neitt því að ekki er víst að hverju gagni þér kæmi það en vísast er að þér heppnist vel að hjálpa konum.”

Kampstekkur

Reyndar komi tveir staðir til greina sem Krossbrekkur, annars vegar óll í túninu sem fyrr sagði og hins vegar gróinn brekka í túnjaðrinum suðaustanverðum. Þar eru tvær tóftir, útihús. Ósennilegt er að reist hafi verið mannvirki í brekkunni vegna álaganna, sem á henni hvíldu. Því kom fyrrnefndi staðurinn umfram hinn betur til greina og var hóllinn staðsettur þar.
Í örnefnalýsingu fyrir Bæjarsker segir m.a. um Kampastekk og Einbúa: “Þá er Bæjarsker II. Það er nyrðri bærinn. Er þá bezt að byrja neðst, og er þar Undirlendi, framhald af því, sem fyrr var getið. Upp af því er laut niður í túni, sem heitir Forarlág. Þá er Garðalág.
Einbúi

Norðan við Bárugerðismerkin heim að tjörn eru Rústir. Þetta eru fjárhús eða bæjarrústir. Þar er tjörn, sem heitir Vesturbæjartjörn. Austur af bænum er laut, sem heitir Lögrétta, og þar austur af er Önnugerði, sem er garður, sem einhver hefur haft. Þar austur af er Austurtún. Norðan við það er Krossbrekka. Norðan undir fjárhúsum suðaustan við tjörnina vestan við fjárhúsin er Beinrófa. Ofan við túnið upp að vegi eru klappir, sem heita Byrgi.
Norðan túns er nafnlaus sandur, nema eitt sker í sandinum heitir Brynkasker. Svo er Bárugerði, sem er stytt úr Báreksgerði. Ofan við túnið er kúagerði. Þar eru klettahólar við túngirðinguna, Hesthúshóll og Grásleppuhóll. Norðan við Báruhól eru tvö nýbýli, Vinaminni og Reynistaður. Innar er nýbýlið Sólbakki. Þetta svæði var nefnt Hálönd og nær inn að merkjum og upp að vegi.

Stekkur

Nú er að flytja sig upp fyrir veginn. Fast niður við veg rétt norðan við merkin er Kampastekkur. Þar upp af eru lautir og skorningar, sem nefndir eru Gil. Ofan þeirra er klettahóll, sem nefndur er Einbúi og ekki er vert að snerta við.”
Skammt vestan við Einbúa mátti sjá leifar af fjárborg á lágum hól. Sunnan við Einbúa er Leirdalur. Norðvestan við Einbúa er gróinn stekkur. Á hólnum er gróin varða, sennilega Neðrivarða. Ofar í heiðinni er Efrivarða, að öllum líkindum selvarðan, enda kom í ljós seltættur suðvestan undir Einbúa. Varðan ber við himinn efst á brúnum og sést vel frá Bæjarskerjum. Hins vegar fellur Neðrivarðan inn í brúnirnar og er mun erfiðara að sjá hana frá bænum.
Gengið yfir að Álaborginni og önnur selstaða frá Bæjarskerjum skoðuð nánar. 

Heimildir:
-Gráskinna I, 181, Sigfús VIII 251.
-Örnefnalýsing fyrir Bæjarsker.

Sandgerði

Sandgerðisbærinn.