Tag Archive for: Krýsuvík

Krýsuvíkurkirkja

Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann“, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist þriðja greinin af þremur:

Herdísarvík„Pílagrímsför kallar Sigurveig Guðmundsdóttir kennari þau minni, sem hún skráði um kynnisferð sína og Kristínar Benediktsdóttur, systur Einars skálds, til Herdísarvíkur á hásumri 1936. Skal að vikið í lokaþættinum um Krýsuvík, en fyrr sagt, að Einar Benediktsson keypti Krýsuvíkurstaðinn allan og var þinglýst 17. nóvember 1908. Var þá lokið sýslumannstíð skáldsins í Rangárþingi.
Framundan föst búseta í Lundúnum, þar sem fjölskyldan átti heimili frá 1910 og síðan í Kaupmannahöfn næstu ár, alls utanlands í fullan áratug. Þó er þar í dvöl um sinn í Héðinshöfða við Reykjavík. Ekki orðlengt um þá óvissu, sem hinir mörgu ábúendur í Krýsuvík bjuggu við, þó að Einar skáld og hinn norski félagi hans og meðeigandi H. Th. Arnemann hefðu umboðsmann vegna bæði Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, nágrannajarðarinnar 15 km austar og í Selvogi og Strandarsókn.

Einar Benediktsson

Var ekki á vísan að róa, þar sem Einar Benediktsson var, með leyfi að segja, og grunsemdir jafnan með mönnum og byggingin þókti ótrygg. Í slíku efni ber að varast að reyna að finna samnefnara skáldsins og frjálshyggjumannsins Einars Benediktssonar. Þar er hvor persónuleikinn of stór til að geta samrýmzt í einu orðaljósi, tignarhár skáldhuginn og margslungin sveimhyglin um fjárvon og ofvirki. Hitt er alkunna, hve Einari skáldi var hlýtt til þess fólks, sem hafði hugrekki til að þakka skáldskap hans og fylgdi eftir með kvæðalestri hrifinnar sálar. Vera kann, að hann hafi komið í Krýsuvík 1908, þegar hann keypti jarðirnar og fundum hans og hjónanna í Stóra Nýjabæ borið saman, enda viljað inna Kristínu húsfreyju um ýmist í Herdísarvík, þar sem hún ólst upp og Guðmundur bóndi reri árum saman. Hafi þau mært skáldið því lofi, sem vert var og þulið ljóðamál. Þess vegna ætti þau vísa ábúðina og ekkert að óttast. Seta Magnúsar Ólafssonar svo lengi, sem þegar er einnig sagt, í Krýsuvík, kann að eiga sömu skýringu.

Alþýðufólk, sem dáðist að skáldskap Einars og fylgdi eftir í reiprennandi flutningi fékk þess virðingar og ævinlegrar vináttu hjá skáldinu. Þær Sigurveig og Kristín systir Einars höfðu tekið sér bíl úr Hafnarfirði til Grindavíkur og gútu skrönglazt um hraunin austur í Krýsuvík. Þar fengu þær hesta lúnaða hjú Magnúsi og voru fulla 4 tíma á leiðinni austur hina löngu bæjarleið undir Geitahlíð og í Herdísarvíkurhrauni. Voru báðar alls óvanir reiðmenn, en þessi langi vegur talinn 3ja stunda gangur. Hafa þær stöllur því farið fetið, áð við Eldborgina og ef til vill báðar kviðið dálítið fyrir móttökunum, sem voru óútreiknanlegar varðandi ráðskonuna, sem bjó Einari Benediktssyni borð og sæng.
Það var Hlín Jónsdóttir frá Sandhaugum í Búrðardal. Hún var í áratug með Ingólfi Jónssyni manni sínum og mörgum börnum í Kanada og var þá og síðan skrifuð Johnson. Fór og því fram, þegar þessi heimskona var í Argentínu.
Aðdáun hennar á skáldinu 1927 leiddi til hinna nánu kynna og ævinlegu aðfylgdar. Um kuldalegar kveðjur, þegar þær Kristín riðu í hlað má lesa í frásögu Sigurveigar í bók hennar og Ingibjargar Sólrúnar: Þegar sálin fer á kreik (1991).
Kemur ekki á óvart, að Hlín var hrædd um, að Kristín væri komin til að sækja bróður sinn. Sem ekki hefði verið kyn, af því að hann var þá orðinn lamaður af slagi og illa farinn á sálinni, auk fyrirfarandi andlegs heilsutaps og hindrunar gleymskunnar. Hitt er síður kunnugt, að Einar Benediktsson hafði veðsett jarðirnar á Suðurkjálkanum 1928, þegar H. Th. Arnemann lánaði honum töluvert fé. Gleymdist að gera skilin og var eindagi 1930.
Síðan átti norski auðmaðurinn Krýsuvíkurland, unz Hafnarfjarðarbær greiddi upp skuldina eftir eignarnám 1937. Skal þar enn vísað til heimildar í Sögu Hafnarfjarðar I. eftir Ásgeir Guðmundsson. En svo fannst Einari mikið til um prófessorsnafnbót, sem hann var sæmdur með launum 1935, að hann arfleiddi Háskólann að Herdísarvík.
Veðinu var aflétt í tæka tíð, er Hafnfirðingar höfðu greitt skuldina. Háskólinn fékk Herdísarvík, bókakost lítinn og eitthvert innbú, sem er virt í minningu snillings, þegar skáldið dó undir lágnættið á hjútrúardaginn sjálfan 12. janúar 1940. Dagur reiði, dagur æði, votta heilög völufræði, sagði eldra samtíma skáld.
Mest undraðist Sigurveig, þegar hún hafði séð, hvernig komið var, en vissi eins og Hafnfirðingar, að fjármál skáldins voru brenndar brýr að hrundum borgum, að Kristín Benediktsdóttir sagði á bakaleiðinnni út í Krýsuvík, að það væri með ólíkindum, að Einar skyldi láta halda sér í því fangelsi einmanaleika og afskekktrar veru sem Herdísarvík væri, – hann, sem gæti búið á fyrsta flokks hressingarhæli suður í Evrópu og haft einkaþjón.

Síðast, þegar fólkið fór, var Magnús rýmilegur um hestlánið
KrýsuvíkMagnús hafði ekki bændagistingu eða rak ferðamannaiðnað í Krýsuvík. Hann var maður síns tíma, ekki vorra þjóðlífsdaga. Að sögn Guðbjargar Flygenring, dóttur hans, kom hann fyrst 15 ára unglingur til Árna sýslumanns í Krýsuvík (1887), en varð þar ekki heimilisfastur, fyrr en undir aldamótin. Ýmist skráður vinnumaður eða síðar í húsmennsku. Bóndi í Krýsuvík er hann hins vegar ekki á manntali, en lögheimili í Hafnarfirði, er hann var kvæntur Þóru Þorvarðsdóttur, en hún og börn þeirra, meðan voru í bernsku, áttu aðeins sumardvöl í kirkjuhúsíbúðinni í Krýsuvík. Loftið, sem þú var einnig lagt yfir kórbitana, var rúmgott svefnpláss, nær 25 m2 og þrjúr úlnir upp í mæni, 1.86 m. Stigi til loftsins er í norðvestur horni kirkjunnar, lítill gluggi á stafni, enginn á kórgafli, sem miklu hefði þú munað. Magnús og Þóra voru gefin saman í þessari kirkju hinn 10. maí 1917, hann 45 ára, hún 12 árum yngri, og var hún frú Jófríðarstöðum í Hafnarfirði, hann Óttarsstöðum eins og fyrr sagði. Síra Árni Björnsson í Görðum gifti þau, en svaramenn voru Þorvarður bróðir Þóru, þá bóndi í Krýsuvík, og Böðvar bakari og nefndarmaður í Hafnarfirði Böðvarsson frá Svarðbæli og Melstað í Miðfirði, náfrændi síra Þórarins prófasts í Görðum, sem oftsinnis gaf kirkjunni í Krýsuvík svo hraklega einkunn á öldinni, sem leið.

Krýsuvík

Krýsuvík um 1950.

Þorvarður fór að Hvassahrauni 1918. Voru ábúendaskipti tíð í Krýsuvík eftir daga Árna sýslumanns 1898, en ótíð eftir lát hans fór fjölskyldan til Reykjavíkur og vinnufólkið tvístraðist, er dánarbúinu var slitið og síðasta og eina stórbúskapnum í Krýsuvík á nýöld var lokið.
Við upphaf 18. aldar voru 35-40 manns í Krýsuvík og fylgijörðum staðarins. Á aldamótum 1800 voru 11 á heimabólinu, 28 á hjáleigunum, kotamennimir, er svo voru kallaðir, og þeirra fólk, Suður- og Norðurkoti, Stóra og Litla Nýjabæ.
Aðeins eru 20 manns í sókninni árið 1823, og er það lágmark, en undir miðja öldina hefur fjölgað eins og alls staðar á landinu, og hafa þá bætzt við Vigdísarvellir og kotin Bali og Lækur og sóknarbúar 54. Voru bæði þau kot byggð 1869, en fáum árum fyrr skammtímabyggð í Snorrakoti og dá Hausi. Arnarfell, þar sem Beinteinn Stefúnsson kirkjusmiður bjó, var í eyði 1867.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Bali. (Uppdráttur ÓSÁ)

Ívar Ívarsson og Guðný Bjarnadóttir voru síðustu búendur á Vigdísarvöllum, fóru þaðan 1905. Í Suðurkoti er síðast fólk á manntali
1903, Norðurkoti aldamótaárið. Í Litla Nýjabæ, en þar verður autt 1904, hafði Magnús Ólafsson síðar sjálfstæðar búnytjar um hríð. Eftir
1906 er föst búseta aðeins á 2 bæjum, kirkjustaðnum og Stóra Nýjabæ.

Leiguliðar Einars Benediktssonar
Meðal heimabænda á fyrsta fjórðungi aldarinnar, sem jafnframt var lokakaflinn í eiginlegri byggðarsögu höfuðbólsins, voru Árni Jónsson og Vilborg Guðmundsdóttir, og áttu þau 9 börn, en frá 1907-14 Jón Magnússon og Ingibjörg Sigurðardóttir. Þau fóru til Reykjavíkur með fjórum börnum sínum. Þorvarðs er áður getið, en tveimur árum eftir að hann fór burt, fluttu Ísólfur Bergsteinsson og Guðný Sigurðardóttir með 7 börn sín frá Krýsuvík austur að Óseyranesi. Synir þeirra, Guðmundur 23 ára bóndi og Bergsteinn 24 ára vinnumaður, urðu eftir í Krýsuvík, en þeir gáfust upp á næsta ári, 1921, og fóru austur að Lundi hjá Krossi í Landeyjum.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Enn kom bóndi, sem ætlaði að freista þess að búa á hinni afskekktu beitarjörð, en hlaut frá að hverfa. Var það sigmaðurinn Marteinn Þorbjarnarson frá Þúfu, sem fór til Hafnarfjarðar 1925, en var mörg hin næstu árin á eggtíðinni í Krýsuvík og seig í bergið og seldi ritu- og svartfuglsegg. Var hann sjötti bóndinn, sem reyndi búskap í Krýsuvík á 25 ára bili, en hlaut að gefast upp.
Svili Magnúsar Ólafssonar innréttaði íbúðina í kirkjuhúsinu. Ástæður þess, hvernig fór um þessa mörgu bændur á lokaskeiði hinna gömlu búhátta, eru ljósar. Þær eru fyrst og fremst mannekla, skortur á tryggu og ódýru vinnuafli. Aðeins ein hjúleigan í byggð og nær engrar kvaðarvinnu notið. Hjálp var ekki einu sinni unnt að kaupa til að nytja Krýsuvíkurberg, manna bát eða bjarga fé undan illviðrum.

Krýsuvík

Krýsuvík 1936 – Ásgeir L. Jónsson.

Þá var hinn gamli staðarbær að hruni kominn vegna þess að honum var ekki haldið við, síðan um daga Árna sýslumanns fyrir aldamót. Það undanfæri, sem Magnúsi Ólafssyni gafst síðar, að komast undir þak kirkjunnar, var ekki innan seilingar, því að kirkjan var ekki afhelguð, fyrr en 1929. Sem hús var hún eins og vel viðuð og gamall sumarbústaður, alls ekki heilsárs sem kallað er, þegar slík orlofshús eru einangruð í hólf og gólf og mjög vel glerjuð. Það, sem forðaði þessu gamla guðshúsi frú flutningi norður fyrir Gestsstaðavatnið, þar sem nota mátti jarðhitann, var samgöngu- og tækjaleysið. Kirkjuhúsið stóð ekki undir vernd nokkurs manns, ráðs eða stjórnar. Það var eitt staðarhúsa jarðeigandans, veðsett eins og staðurinn allur með Stóra Nýjabæ. Hvorki komu hér eigandinn frú 1908 né meðeigandi hans og frú 1930, veðhafinn.

Auðir básar

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegur 1961.

Þegar aðalbólið með hinni síðustu og sjálfstæðu hjáleigu í Stóra Nýjabæ hafði verið tekið eignamámi 1937 og Krýsuvíkurvegurinn loks
náði suður fyrir Kleifarvatn 1945 og að austan úr Selvogi og hafizt var handa um stórfelldar framkvæmdir, sú enginn nokkurt gagn í gömlu trékirkjunni. Samstíga 1600 m2 gróðurhúsum til blóma- og tómataræktunar norðanvert Gestsstaðavatns, þurfti hús og híbýli fyrir garðyrkjustjórann og aðstoðarmann hans, ráðskonu, mötuneyti og starfsfólk.
Byggt var stórt þriggja íbúða hús, þar sem voru að auki margar vistarverur fyrir lausráðna starfskrafta. Var þeirri mannvirkjagerð lokið 1949 og stækkun gróðurhúsanna árið eftir. Ögn austar á háum melnum norðan við vatnið hafði verið byggt stórt og vandað íbúðarhús 1948 fyrir bústjórann á stærsta kúabúi landsins, sem hér skyldi verða.

Krýsuvík

Krýsuvík 1962- fjósið (HH).

Í fyrri grein var minnzt á 130 kúa fjósið og súrheysturnana, sem gnæfa yfir sprengigíginn Grænavatn. Sjálft stórfjósið, fleiri hús og herbergi fyrir fjósamenn og kaupafólk risu ekki. Kýr komu aldrei í hinn fyrsta og mikilláta áfanga mjólkurframleiðslunnar. Af 400 ha, sem átti að rækta og umbylta í töðuvöll voru aðeins 45 lagðir undir plóg og diskaherfi. Landinu var breytt og við þá eyðilegging var lítt snortinni gróðurvin milli Krýsuvíkurhrauns og Geitahlíðar, Ögmundarhrauns og Austurháls, núttúruperlu í dökkri umgerð, en við blik sunnan af hafi, umturnað í nafni stórrar landbúnaðarsveiflu vaxandi útgerðarbæjarfélags. Slíkt viðgengist varla nú, hálfri öld síðar.

Krýsuvík

Krýsuvík, Bústjórahúsið, síðar aðstaða Sveins Björnssonar.

Og þó, því að fátt bíður síns tíma og allt getur gerzt í mánaskini. Afskekkt veran í Krýsuvík gefur óverkum færi. Hitt var vel, úr því sem komið var, að Sveinn Björnsson fékk úkjósanlegt húsrými fyrir pensla sína og bauka, léreft og list. Enda kunni hann að meta töfra þessa einkennilega og hrjóstruga afkima á eyðilegri strönd Suðurkjálkans. Svo vel, að þegar hann dó í byrjun sumars 1997 var kistunni sökkt í mold í Krýsuvíkurkirkjugarði. Þó hafði ekki verið opnuð þar jörð í 8o ár.

Fullreyndin

Krýsuvík

Krýsuvík; Starfsmannahúsið (gult) og Bústjórahúsið (Sveinssafn).

Löngu síðar en búskapardraumarnir áttu að hafa rætzt, en sorta dregið fyrir hugljómun búauðgi sýnarinnar, miklum fjármunum kastað á glæ og stakri náttúruperlu splundrað í þungu höggi, virtist enn ekki fullreynt. Í nafni Kjalarnesprófastsdæmis að viðbættum Kópavogskaupstað, var hafizt handa 1967 við miklar húsbyggingar sunnan við Gestsstaðavatnið. Reis næsta langdregið, steinsteypt tveggja hæða skólahús. Varð því ekki né verður lokið á þessari öld, fjarri fer því, hvað þá sérstökum þjónustuhúsum þar við fyrir Vestmannaeyjar og aðra kaupstaði hins fjölmenna prófastsdæmis.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2021.

Hugmyndin um eigi smálegt afdrep fyrir böm, sem ættu óhægt heima, var múrað inni í öflugu steypuvirki. Annars konar starfsemi er hér rekin í óyndislegri einangruninni, sjálfsagt vel meint og nær vonandi árgangri hins góða markmiðs. Í húsinu er t.d. falleg heimiliskapella, sem vígð var fyrir tíu árum, enda æðispöl frá staðarkirkjunni. Hinn gífurlegi jarðhiti í Krýsuvík nýtist ekki til upphitunar, heldur verður að kynda með hráolíu. Gæti því virzt sanngirni, að setrinu hefði átt að velja hentari stað – með tilliti til aðkeyptrar þjónustu og samgangna, þó að 10 km af Krýsuvíkurveginum suður um Kapelluhraun séu bundnir tveggja akreina slitlagi og 7 km austur frá Krýsuvík að sveita- og sýslumörkum við Selvog og Ámesþing. Byggilegri stað og umfram allt hlýlegri, manneskjulegri. Austurháls, Gullbringa og Geitahlíð eru þögult og dimmleitt aðhald í landnámi Þóris haustmyrkurs, hraunin óyfirstíganleg hótun og úthafið ögrun við þann, sem kann að eiga lífslöngun og jarðneska von.
Sóknin litla á Suðurkjálkanum er falin geymd liðinna alda þjóðarsögu, sem ekki á endurtekningu, heldur er hulin regnsteypum af hafi og eldsumbrotum lands í sköpun.“

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Heima er best, 5. tbl. 01.05.1999, Söguhvörf á Suðurkjálka. Ágúst Sigurðsson, blss. 188-191.

Krýsuvík

Krýsuvík; Hverafjall, Hveradalur og Baðstofa efst.

Krýsuvík

Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann“, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist önnur greinin af þremur:

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson í Krýsuvík.

„Það var í heimskreppunni, svo að út í frá var það ekki fréttnæmt né undarlegt í augum heimamanna í Grindavíkurhreppi eða nærsveitarfólks austur í Selvogi, að Krýsuvík lagðist í eyði. Endanlega, að álitið var, og enginn á manntali, en þó var Magnús Ólafsson frá Óttarsstöðum í Garðahreppi viðbundinn í Krýsuvík 1933-1945, hafði komið þangað fyrir aldamót, unglingur og varð vinnumaður, síðar húsmaður.
Loks einbúi, nema sumartímann, þegar kona hans, Þóra Þorvarðardóttir frá Jófríðarstöðum, og börn voru hjá honum uppfrá“, eins og frú Guðbjörg Flygenring dóttir þeirra kallar það. Svo rækilega hreinsaði útsog tímans og breytinganna þetta byggðarlag að fólki og fénaði, að eftir stendur einn maður með sárafáar skepnur“, segir í Harðsporum Ólafs frá Herdísarvík.

Stóri Nýibær

Nýibær

Stóri-Nýibær í Krýsuvík.

Síðustu bændahjónin í Krýsuvík, sem búið höfðu í Stóra Nýjabæ í 38 ár, fluttu burt með 8 vöxnum börnum sínum, sem enn voru að heimilishúsi, 1933. Hjónin höfðu gifst í Krýsuvíkurkirkju 8. september 1895, hann 29 ára, í húsmennsku og til sjós, sem lengst af ævinnar, hún 18 ára heimasæta í Herdísarvík. Þetta voru Guðmundur Jónsson frá Hlíðarenda í Ölfusi og Kristín Bjarnadóttir, sem getið var í fyrra þætti.
Þessum hraustu, dugmiklu og vel gerðu hjónum varð 18 barna auðið. 4 voru fædd, þegar berdreyminn föðurinn í Stóra Nýjabæ dreymdi, að hann fyndi kolluhreiður úti við sjó. Í hreiðrinu voru 4 egg, en þegar hann tók af dúninum, sá hann 14 egg undir – og eitt brotið. Andvana drengur fæddist 1906. Öll hin heilbrigð og komust upp. Lifir nú Guðrún Elísabet ein, 78 ára.
Stóri-NýibærAllra veðra er von á hrjóstugri úthafsströnd og 4-5 tíma gangur vestur í Grindavík, þar sem ljósmóðirin átti heima. Of langt og áhættusamt var að vitja hennar, stundum árvisst, svo að Guðmundur lærði tökin, sem mjúkhendum eiginmanni og bónda eru lagin og kunnug, og tók hann sjálfur á móti flestum barnanna. Læknir kom ekki á heimilið í lækniserindum í öllum þeirra langa búskap í Stóra Nýjabæ. Svo hraust og heilbrigð var Kristín, 18 barna móðirin, og öll fjölskyldan.
Þau voru aldrei ein í Krýsuvíkurbyggðinni, þó að önnur útbýli færu í eyði á fyrstu árum aldarinnar, sem enn verður sagt, og tíð ábúendaskipti á höfuðbólinu, sem átti hraða hnignun, þegar sýslumannsfjölskyldan var farin. Mest var þó niðurhrapanin eftir 1908, þegar íslenska stórskóldið, löngum erlendis, og norskur auðmaður, félagi hans, höfðu keypt Krýsuvíkurtorfuna eins og hún lagði sig.

Krýsuvík

Krýsuvík um 1950.

Síðasti heimabóndinn, Marteinn Þorbjörnsson frá Þúfu í Ölfusi, fór til Hafnarfjarðar 1925 með fjölskyldu sinni. Enginn var í manntali á höfuðbólinu eftir það, eins og sagt verður frá og rakið í næsta þætti, að sögulokum í þessari afbyggð á Suðurkjálkanum. En Magnús Ólafsson, þó heimilisfastur í Hafnarfirði með konu sinni og börnum, var eini nágranni fólksins í Stóra Nýjabæ, uns þau létu undan síga fyrir heimskreppunni. Fóru þau til Hafnarfjarðar og dó Guðmundur þar 1940, Kristín á hásumri 2 árum síðar.

Stóri-Nýibær

Stóri-Nýibær í Krýsuvík.

Í minningarorðum eftir hana (Mbl. 24. júlí 1942) er ævistarf hennar í Stóra Nýjabæ kallað þrekvirki og hún sögð óvenjulega vel gefin til munns og handa, glöð í lund og bjartsýn, enda tekist að leysa af hendi þetta mikla hlutverk með þeirri sæmd, sem aðeins finnist fá dæmi til. Guðmundur var mjög vel vinnandi til sjós og lands, og bú þeirra var gott og aldrei skortur á hinu stóra heimili. Hann gerði út bát fyrstu 8 búskaparárin frá Herdísarvík og var formaður á, síðar sókti hann sjó utan úr Grindavík.

Krýsuvík

Í Krýsuvík 1887. Árni Gíslason lengst t.h.

Sýslumaðurinn Árni var fæddur í Vesturhópshólum 14. september 1820. Faðir hans, síra Gísli Gíslason var frá Enni, austanvert við ósa Blöndu, bóndaættar dugandi megns, fæddur í lok móðuharðinda. Þókti hann vel gáfaður og gerðist fróður með aldri, skáldmæltur, en flíkaði ekki, því að Ragnheiður kona hans, Vigfúsdóttir Þórarinssonar, var systir skáldsins Bjarna, síðast amtmanns á Möðruvöllum. Hún var talin gáfu- og mannkostakona. Þau skildu 1831 og var hiklaust sagt eftir það, að síra Gísli væri sérsinna og stórbrotinn í lund og hætti. Þeir, sem gerst þekktu, hugsuðu til skaphafnar Bjarna Thorarensens, sem var næsta stirðlyndur og lét hvergi undan. Maður Gyðingalögmálsins um auga fyrir auga í réttvísi lærdóms síns. Var Árni nokkuð með hinu þjóðkunna skáldi, frænda sínum, og mikla embættis- og valdsmanni á unglingsaldri. Saman voru þeir í Bessastaðaskóla Árni og Skúli bróðir hans, númsmenn miklir, en morgunsvæfir, segir Benedikt Gröndal, og söngmenn góðir. Röddina missti Árni í vonbrigðunum í búskap sínum í Krýsuvík, þú á sjötugsaldri.

Hvaleyri

Hvaleyri – uppdráttur ÓSÁ.

Gísli bróðir þeirra í Hólum á að hafa verið mjög latur piltur, en umsögn Gröndals getur verið svigurmæli. Hitt er alkunna, að æviganga Gísla var næsta örðug. Kornungur fékk hann þá ást á roskinni konu í sókn föður síns, Rósu Guðmundsdóttur skáldi á Vatnsenda, að hann kvæntist henni. Var Sigurður Breiðfjörð veisluskáldið í brúðkaupi þeirra undir Jökli. Áttu þau heima síðast, þegar Skáld-Rósa lifði, hann svo einn og sorgmæddur, ungur ekkjumaður, á Hvaleyrarholtinu við Hafnarfjörð.
Síra Skúli Gíslason prófastur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, gerði nafn sitt ódauðlegt í sögu íslenskra bókmennta, segir dr. Sigurður Nordal, með þjóðsögunum, er hann færði svo snilldarlega í stílinn fyrir Jón Árnason og prófessor Maurer, rúmar 60 sögur. En faðir þeirra bræðra lét lítið á hæfileikum sínum bera, segir gamli Gröndal á sinn bersögla, beiska hátt: „Það getur vel verið, að þetta sé hin réttasta aðferð hér, því að hér er aldrei til neins að skara fram úr, nema í skömmum og óknyttum, ef lög nú ekki til, því úgæti er einskis metið.“

Krýsuvík

Legsteinn Árna Gíslasonar að baki Krýsuvíkurkirkju.

Samt eru það sannindi, að Árni Gíslason var metinn að verðleikum sem yfirvald Skaftfellinga á löngum sýslumannsferli, 1850-1879, og virtur vel, er hann var ríkisbóndi á Kirkjubæjarklaustri, þar sem hann bjó svo stórt, að hann var um sinn fjárflestur bænda í landinu og galt hæsta lausafjártíund (sbr. Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis 1971).
Árni Gíslason var réttvís í sýslumannsembætti, en minnir þó lítið á Bjarna lagamann, frænda sinn, er hann lifði í anda Kristí miskunnar, ekki lögmálsréttlætis Hebreanna. Lögfræðin var hans góða fylgja í móðurætt, en hann var kynborinn bóndi í húnvetnsku föðurættina. Varð sú hneigð slík árátta, að leiddi hann til ófarnaðar skepnumissis og fjártaps.

Jónsbúð

Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði þar sem Magnús dvaldist við fjárgæslu.

Lét hann reka sitt fallega fé austan af Síðu og út í Krýsuvík, þar sem er óyndislegt mönnum og allri skepnu, sem vanist hafa tit muna sælla og betra. Strauk féð úr útigöngunni á harðasta tíma, sem mörg hin fyrstu árin voru í búskap Árna í Krýsuvík, og mun flest hafa farist í vötnunum.
Ef Ölfusárósar voru á ís, þá í Þjórsá…. Og það fann Árni Gíslason brátt, að Krýsuvíkurlandið var ofsetið og ofbeitt. Jörðin bar ekki þann stórbúskap, sem hann ætlaði, auk töluverðs hokurs kotamannanna. Allt á vogun útigangs, engin hús nema lambakofar. Gróðurland hinnar litlu sóknar á Suðurkjálkanum, milli Krýsuvíkurhrauns í austri og Ögmundarhrauns í vestri, frá úthafsströndinni og norður undir Kleifarvatn, hafði stórlega minnkað, farið aftur í kulda, áfoki og ofbeit, síðan hér var hin sæla mjólkursveit við upphaf 18. aldar. Ekki var unnt að verjast ágangi sauðfjár úr öðrum sveitum, fyrr en Hafnfirðingar girtu fyrir með 18 km langri varnargirðingu um miðja þessa öld.

Litlahraun

Litlahraun – beitarhús frá Krýsuvíkurbænum frá fyrri tíð.

Árni sýslumaður komst í varnarstöðu, einnig um Krýsuvíkurberg. Sjósjókn varð æ minni frá verstöðinni á Selatöngum, en róið nokkuð lengur frá Herdísarvík. Ella tók útgerð í hverfunum úti við Grindavík alfarið við.
Með Árna Gíslasyni og öldinni, sem leið, var lokið búskaparsögu Krýsuvíkur til lands og sjávar, sem staðið hafði við kyrr kjör, sem enst höfðu heimabónda og kotamönnum frá upphafi í Gömlu Krýsuvík. Heilli lengdargráðu austar voru lokin nú í nánd. Árni Gíslason dó 26. júní 1898, og er hinn eini legsteinn í kirkjugarðinum á leiði hans við suðausturhorn kirkjunnar. Síðastur var jarðsettur þar 1917, Páll Pálsson þurfamaður, fæddur í Hafnarfirði um 1850. Þaðan í frá enginn í 80 ár, sem enn verður fært í frásöguna.
Elín Árnadóttir frá Dyrhólum, ekkja Árna sýslumanns, bjó áfram fardagaárið og jafnframt henni Ragnheiður dóttir þeirra Árna og Pétur Fjeldsted Jónsson maður hennar, síðar verslunarstjóri í Reykjavík, en þangað fluttu þau hjónin og ekkjufrúin þegar 1899.

Herdísarvík

Herdísarvík um 1900.

Þórarinn smiður sonur Árna af fyrra hjónabandi hóf búskap í Herdísarvík 1895, þegar Sólveig Eyjólfsdóttir, ekkja Bjarna Hannessonar, hætti þar búskap, sem hún hafði stýrt af röggsemi í nær 7 ára ekkjudómi. Voru þau foreldrar Kristínar húsmóður í Stóra Nýjabæ, síðustu húsffeyju hins gamla sögutíma í Krýsuvíkursókn.
Þjóðkunnur var Skúli héraðslæknir í Skálholti, sonur Árna sýslumanns af síðara hjónabandi, dáinn nær níræður 1954, latínumaður mikill. Sonur hans var Sigurður magister og ritstjóri, sem m.a. samdi hina fyrri Hafnarfjarðar sögu, sem út kom 1933.

Sóknin fyrr á tíð

Krýsuvíkurtorfan

Krýsuvíkurtorfan – uppdráttur ÓSÁ.

Við allsherjar manntalið 1703 eru 6 hjáleigur í Krýsuvík og alls í þeim 23 sálir, 10 á heimabólinu. Í grannsveitinni að austan eru 12 jarðir og fjöldinn allur af hjáleigum. Flestar mjög lítil kot og graslaus að kalla, eins og úti í Grindavík, þar sem 4 hjáleigur voru á Stað, 3 á Húsatóftum, 10 í Járngerðarstaðahverfi, á Þókötlustöðum 5 og Hrauni 2.
Tíu árum síðar hefur fjölgað í Krýsuvík og eru 41 í sókninni. Eru þá nefndar hjáleigur staðarins í Nýjabæ og Litla Nýjabæ, Norður- og Suðurhjáleigu, Austur- og Vesturhúsum, en Gestsstaða getið, eyðibóls austan undir Móhálsum. Selstaða heimajarðarinnar er talin merkilega góð, önnur til fjalls, hin niður undir sjó.
Eins og gefur á að líta í ferðabók hafa kýrgrös sýnst góð í Krýsuvík, en í stórfjósið, sem er harðneskja fyrir mannsauganu norðan við sprengigíginn Grænavatn, komu að vísu aldrei þær mjólkurkýr, sem vænst var, um eða yfir 300, og áttu að sjá Hafnfirðingum fyrir hvítum mat.

Krýsuvík

Krýsuvík – túnakort 1918.

Í Jarðabókinni í byrjun 18. aldar eru taldar 20 kýr í Krýsuvík og hjáleigunum, auk annars nautpenings, en griðungurinn fóðrast á staðnum. Leigukúgildin eru 4 og er greitt af í smjörum. Ekki til eiganda jarðarinnar, Skálholtsdómkirkju, heldur af hálfu til þingaprestsins, kirkjuþjónsins. Hinn hálfan smjörtollinn fékk ábúandinn, Sigvaldi Bjarnason, fyrir að fóðra nautið og hafa tilsjón með hinum mikla kúabúskap landsetanna. Mjólkurmaturinn var veigamikill með fiskmetinu í sjávarsveit, en verstöðin við Selatanga hafði eflst. Ef ekki væri heilbrigði með fólkinu væri lítil eftirtekjan af Krýsuvíkureigninni.

Hraustur líkami, búhyggindi eins og um heimatekjur prestsins
KrýsuvíkHjátrúin launar í jörðum Selvogsþing voru fátækt brauð og afskekktur útnári, og svo drungalegt er þar í útsynningi og regnsteypum af hafi við brimseltusog, að hjátrú átti þar greiða aðkomu. Trúin á galdramátt síra Eiríks Magnússonar, sem varð sálnahirðir Krýsvíkinga löngu fyrir stóra manntalið og átti enn nokkur ár ólifuð, þegar bæði menn og kýr komust á skrár Jarðabókarinnar, var mjög meinlaus dægrastytting.
KrýsuvíkÞegar hugsað er til hinna ægilegu galdraofsókna samtímans og skelfilegu manndrápa í heitum eldslogunum, eru galdrar síra Eiríks aðeins sjónhverfing, dáleiðsla, sem hlaut ríkulega umbun í jörðum. Á Suðurlandi og út með sjó á Suðurkjálkanum á Reykjanesi voru menn ekki brenndir á bálköstum, þótt sýndi glettni, jafnvel sjálfum biskupinum. Og skemmtileg þversögn er það við hina sjúklegu hjátrú og sálsýki, sem einstakir menn gátu magnað í heilum byggðarlögum, að ekkja eins hins alvarlegasta og aðfinnslusamasta biskupsins í Skálholti á þessari síðustu öld stólsins, madama Guðrún Einarsdóttir, gaf hinu fátæka brauði, Strandar- og Krýsuvíkursóknum, þær eignir, sem um munaði: Strönd, Vindás og hálft Þorkelsgerði. Var það 18. september 1747.

Krýsuvík

Krýsuvík 1936 – Ásgeir L. Jónsson.

Með sérvisku sinni og hálfkæringi hafði síra Eiríkur í Vogsósum einstakt lag á að vekja athygli á eymdarkjörum þingaprestsins í Selvogi. En smjörskökurnar úr 2ja dómkirkjukúa mjólkinni í Krýsuvík reiddi hann heim eftir messu í þessari litlu sókn, þar sem smjör draup af strái í mýrlendinu milli hraunanna.
Hitt er meinleg rás viðburðanna, að allt, sem var til gangs og góða í kúasveitinni Krýsuvík á fyrri tíð, varð sú glýja í augum aldarfarsins, þegar sóknin var lögst í eyði, að ginnti út í eitthvert dýrasta og vitlausasta búskaparævintýri á landbúnaðarbyltingar tímanum. Skilur eftir djúpu skurðasárin í landinu, sem var mannlaust eyðipláss og saklaust, en freistaði að vísu, af því að í gamla daga var það vaxið svo góðu kýrgrasi, að haldið var, að allt þetta væri hér um bil gefins og gerðist fýrir sama og ekki neitt.

Krýsuvík

Krýsuvík 1909.

Listinn um eina mjólkurkú fyrir hverja tvo á fólkstalinu villti hrapallega sýn. En síra Eiríkur í Vogsósum er jafn sæll á svip í mynd sögulegrar geymdar, þegar hann sveiflar hægri löppinni yfir hnakkinn eftir messu og góðgerðir í Krýsuvík með þétta og fallega smjörbelgi yfrum hnakknefið og slær í heimfúsan hestinn. Langt var að sækja, því að útkirkjuvegurinn í Selvogsþingum er teygingasamur, þegar kvölda tekur og svört hraunin og dimm nóttin sameinast. Alfaraleiðin lá yfir að Geitahlíð og með henni hjá Eldborginni á Deildarháls, um Hvítskeggshvamm, þar sem síra Eiríkur safnaði galdragrösum sínum, og svo um Herdísarvíkurhraun.
Miklu austar miðju á þessari draugalegu, seinförnu reiðgötu er bærinn í Herdísarvík, umkringdur reginauðnum hrauns og úthafs. Á fyrri tíð var hér aðhlynnandi áningarstaður ríðandi manns, en oftast gangandi. Í síðustu byggðarsögu sat einsemdin um sálirnar á þessu afskekkta hrauns- og sjávarbóli og kvaldi í beyg þau, sem var hræðslugjarnt, og boðaði feigð, þegar hallaði út degi og jarðdimmt orðið undir skáldhimninum.“

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Heima er best, 4. tbl. 01.04.1999, Útsog á Suðurkjálka, Ágúst Sigurðsson, bls. 140-143.
Krýsuvík

Krýsuvík

Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann„, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist fyrsta greinin af þremur:

Ágúst Sigurðsson

Ágúst Sigurðsson.

„Kirkja Vorrar frúar, sem bóndinn í Krýsuvík byggði, sennilega brátt eftir kristnilagatökuna, var nánast heimiliskapella.
Stóð svo lengur hér en víða annars staðar, af þeim landfræðilegu ástæðum, að nágrannabæir voru engir í hinu fjarskalega dreifbýli á hafnlausri strönd að útsænum, eyðimörk ógna og dýrðar milli Ölfusárósa og Reykjanestáar. Var þar austast landnám Þóris haustmyrkurs í Selvogi, en Krýsuvík óraleið utar. Óbrennishólmi, einn margra á Suðurkjálkanum, er upp frá Selatöngum í hrauninu, sem Jónas Hallgrímsson náttúrufræðingur giskaði á, að brunnið hafi 1340 og eytt bæinn. Eru þar nokkrar rústir og nefnd bæði Kirkjuflöt og Kirkjulág í Húshólma. Ekki er þar hraungrýti í hleðslu, en lábarðir fjörusteinar. Heimræði, samt hálftíma gangur sjávargatan, var við Selatanga. Ósennilegt annað, en að kotamenn hafi búið á hjáleigum umhverfis hinn fyrri Krýsuvíkurstað, eins og þann síðari, sem byggður var heilli lengdargráðu austar og miklu ofar frá sjó eins og dr. Bjarni Sæmundsson frá Járngerðarstöðum greinir í ritgerð um Krýsuvíkurbyggðina (Árb.F.Í. 1936). Og það er dr. Bjarni, sem ítrekað kallar ströndina utan frá sýslumörkum austan við Krýsuvíkurbjarg Suðurkjálkann.

Húshólmi

Húshólmi – forn skáli í Ögmundarhrauni.

Bændunum á hinum afskekkta bæ, fyrir og eftir eldgosið, hvort sem það varð 1340 eða fyrr, var ekki mögulegt að búa, síst við sjófang og fiskveiði nema gæti mannað a.m.k. einn sexæring. Þess vegna byggðust útkotin, hjáleigumar umhverfis aðalbólið staðarbóndans, lénsherrans.
Og heimiliskapellan varð sóknarkirkja hins háða hjáleigufólks. Öll útbýlin hafa staðið lægra en heimabærinn í fyrndinni, enda sér ekki urmul af þeim. Kotin sem falin undir hraunbreiðunni. Aðeins eru merki bæjarstæðis kirkjubóndans, jarðeigandans. Eru það ekki getgátur, en sýnileg mynd Krýsuvíkursóknar fram yfir síðustu aldamót.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Bali. (Uppdráttur ÓSÁ)

Eru alls nafnkenndar 8 hjáleigur, Vigdísarvellir og Bali þar í. Þannig mynduðust sóknir að hinum fornu og í dreifðu kirkjusetrum í landsins afskaplegasta strálbýli.
Sjávargatan á nýja Krýsuvíkurstaðnum er nær 5 km löng, en hvergi lending nema við Selatanga suður undan Gömlu Krýsuvík. Eftir flutninginn hlaut landbúskapur að verða meiri, en verbúðir útfrá.
Að kirkjunni var löngum prestur, sennilega æði oft vikuprestur með ýmist Strönd í Selvogi eða Stað í Grindavík, þótt gríðarlega langt og torsótt sé á landi að fara til beggja átta, en ekki gert ráð fyrir sjóleiðinni á opinni úthafsströnd.

Eggert Vigfússon

Séra Eggert Vigfússon (1840-1908).

Hélzt svo til 1641, en síðan varð kirkjan í Krýsuvík annexía með Strandarkirkju í Selvogsþingum, unz síðasti presturinn í brauðinu dó 1908. Síra Eggert Sigfússon var að koma úr messuferð í Krýsuvík, þegar hann hneig niður við túnfótinn á prestsetrinu í Vogshúsum í hinu fábyggða og hrjóstmga kalli hrauns og sanda.
Var þingabrauðið mjög fátækt, samt allt að 12 bæja byggð, þegar flest var í Selvogi, en hjáleigur og þurrabúðir margar, fólk á bilinu 100-160 manns eftir árferði og landshögum. Úti í Krýsuvík 30-40 manns, um 80 þegar alflest var 1860.
Strandarkirkja hefur þá sérstöðu, að hún stendur á margra alda skeiði ein og sér, nokkuð frá sóknarbyggðinni. Dr. Kristján Eldjárn lýsti því svo (Tíðindi 1984), að Strandarkirkja standi ekki á hinum einmanalega stað af því, að hún hafi verið hrakin úr mannheimi eins og sumar aðrar kirkjur, ekki einu sinni úr kirkjugarðinum, heldur hafi náttúruöflin, uppblásturinn í Selvoginum hrakið mannfólkið burt af staðnum. Kirkjan ein stóðst raunina og þraukaði á sínum fornhelga grunni.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja fyrir 1810.

Kirkjuhúsið, sem eitt stendur á gömlum bæjarhóli hins nýrri landnámsstaðar í Krýsuvík, var reist 1857. Kirkjusmiðurinn var Beinteinn Stefánsson, frændi vor í Bergsætt. Krýsuvíkurbúendur voru þá Þórhalli Runólfsson, sem var fullmektugur við hina fýrstu kirkjuskoðun síra Páls Ólafssonar prófasts og Ísleifur Guðmundsson, sem flutst hafði austan úr Rangárþingi út í Krýsuvík. Fólk var fleira í Krýsuvík, þegar þetta var, en nokkru sinni fyrr eða síðar og guldust kirkjunni 12 ljóstollar. Á staðnum vom 19 manns í tvíbýli, en byggð á báðum kotunum, Suður- og Norður-, á Nýjabæ bæði Stóra- og Litla- (tvíbýli) Snorrakoti, Haus, Læk og Arnarfelli, á Vigdísarvöllum milli Núpshlíðar og Austurhálsa, og Bæli.

Krýsuvík

Krýsuvík 1900.

Kirkjan var byggð af altimbri eins og það var gjarna orðað, ef alls ekki var torfveggur að, ekki heldur að kórgafli neðanvert. Liðnir voru 2 vetur, frá því er kirkjan komst upp, þegar prófastur Kjalamesprófastsdæmis vísiteraði, en ytra byrði vantaði þó enn á þakið. Fékk kirkjuhaldarinn fyrirmæli um að leggja það strax og var það gert. Húsið er byggt á grjóthlöðnum grunni og yfir höfuð stæðilegt, segir síra Ólafur í kirkjuskoðunargerðinni.

Krýsuvíkurkirkja

Innansmíð Krýsurvíkurkirkju teiknað árið 1810 – Holland.

Að innanmáli er það 10 og 1/4 alin lengdar, 6 álna breitt, þ.e. nálega 25 m2. Undir bita 2 álnir 20 og 1/2 þumlungur, 1,75 m. Á kirkjugólfi eru 9 bekkir með bakslám, 27 sæti fullorðinna. Milli kórs og framkirkju skilrúm með pílárum. Þilset eru í kórnum að fyrri venju og hefur verið rúmt þar á húsbændum, sem eru 14 í sókninni, þegar kirkjan var byggð. Þórhalli staðarhaldari og síðan Jón sonur hans áttu sess og sæti við gaflþilið, sunnanvert við altarið, sem var hið sama og í fyrra kirkjuhúsi, predikunarstóllinn í milligerðinni hinn sami og fyrr, en gráður nýsmíði. Gamla hurðin með skrá og hjörum var „vond“, og hefur þurft um að bæta. 2 sexrúðugluggar á hvorri hlið, 4ra rúðu gluggi yfir dyrum.
Gripir og áhöld eru úr fyrri kirkju, silfurkaleikur með patínu, 2 altarisstjakar af tini, skírnarfatið leirskál, gömul sálmabók og Vajsenhúsbiblía. Klukka er ein og á rambhöldum og er hún hljómgóð.

Fáskrúðug kirkja og lítilfjörlegt altari
Þórarinn BöðvarssonSíra Ólafur Pálsson fór norður að Melstað 1871 og varð þá prófastur síra Þórarinn Böðvarsson í Görðum. Skiptir mjög um tón í úttektarlýsingum og var síra Þórarinn aðfinnslusamur í meira lagi. 1872 leggur hann fyrir Ingveldi Hannesdóttur, sem bjó
ekkjan það fardagaár á staðnum, að hún láti þegar í stað bika kirkjuna og 1874 þarf að bæta suðurhliðina hið bráðasta og leggja nýja ytri súð að sunnan. Þröskuld vantar, gráðurnar eru „lamaðar“, lausar, og altarið segir hann, að sé lítilfjörlegt. Þá verður að kaupa aðra klukku, svo að hægt sé að samhringja, en hún má þó vera lítil.
Ennfremur fullyrðir síra Þórarinn, að eigendur kirkjunnar hafi sýnt sig sljóa í að lagfæra og vill hann, að meðeigandi, sem búi á staðnum, taki til sín allar tekjur kirkjunnar og verji þeim til aðbóta.

Krýsuvík

Bæjardyrnar á gamla Krýsuvíkurbænum. Erlendur ferðamaður, Livingstone Leamonth, tók þessa mynd af sýslumannshjónunum, Ragnheiði dóttur þeirra og Pétri Fjeldsted Jónssyni, manni hennar og ungum syni.

– Á hásumri 4 árum síðar er prófastur enn á yfirreið og segir þá, að kirkjan sé að öllu fáskrúðug. Af þeim og fyrri um mælum síra Þórarins í Görðum mætti ólykta, að hann væri hinn mesti hákirkjumaður, skrúðafíkinn og skrautgjarn. Að vísu var embætti hans tekjuhátt og staðurinn í Görðum ríkur. Áður sat hann að auðlegðinni í Vatnsfirði, en fyrr aðstoðarprestur föður síns í velsældinni á Mel í Miðfirði. Og alþingismaður var hann í 25 ár. Andstæður ríkidæmis og þess, sem er óálitlegt eins og síra Þórarinn lýsir Krýsuvíkurkirkju, afhjúpa auðmýkingu mikillætis.
Er hér var komið, var Árni Gíslason sýslumaður á Kirkjubæjarklaustri, einn fjárríkasti bóndi á landinu og jafnvel tíundarhæstur á sinni tíð, orðinn eigandi meiri hlutans í Krýsuvík.

Kirkjubæjarklaustur

Árni sýslumaður bjó lengi stórbúi á Kirkjubæjarklaustri, áður en hnn fór búnaði sínum út í Krýsuvík.

Þykir nú prófasti bera vel í veiði og segir árið eftir að Árni lét af sýslumannsembætti og var kominn alfluttur út í Krýsuvík, að kirkjan hafi undanfarið verið miður vel um gengin og vanti nú, að hinn heiðraði kirkjueigandi sýni henni þann sóma, er þörf sé á. Háskuld kirkjunnar lækkaði um helming við jarðakaup sýslumanns 1. febrúar 1878 og varð þá 358 ríkisdalir. Þau hlýju orð setur hann aftan við í bréfabók prófasts, að kirkjusókn sé góð, og að ekki sé unnið á helgum dögum í sókninni. Sem raunar gat varla verið hætta á, þegar þjóðkunnugt yfirvald var setst að í hinni litlu sókn og var staðarhaldari og eigandi, en allir „kotamennirnir“ á hjáleigunum landsetar hans. Hitt er svo annað og er það Árna Gíslasyni að þakka að frumkvæði og framkvæmd, að 1882 er Krýsuvíkurkirkja gallalaust hús og þétt. Þar að auki hefur hafst upp á hinni týndu handbók kirkjunnar, útg. 1869.
KrýsuvíkÞetta var samt erfitt ár. Sumarið kom ekki 1882, hvergi á landinu, og mislingarnir fóru yfir, ógnleg fallsótt, því að þeir höfðu ekki gengið síðan 1846. Varð oft messufall og líkaði Árna Gíslasyni það illa, en hann var prestsonur og mjög trú- og kirkjurækinn. Fækkar sem vænta má í sókninni við þessi ókjör. Og það er ekkert fermingarbarn árið eftir. Eitt átti að ganga til spurninga og fermast 1885, en prófastur sagði, að barnið væri svo illa læst, að ekki gæti það fermst, fyrr en 18 ára.
KrýsuvíkSumarið 1886 gengur prófastur ríkt eftir, hver sé orsök messufalla, úr því að ekki sé nú helgidagavinnan: Það treystir sér enginn til að byrja sálmasönginn. Hinn siðferðisgóði þingaprestur, síra Eggert Sigfússon í Vogsósum hefur ef til vill verið ólagviss og ekki getað treyst því að finna rétta tóninn, en hann er þreyttur, þegar tekið er til eftir þriðja slátt klukkunnar einu. Útkirkjuvegurinn er firna langur og presturinn er uppgefinn og hás, jafnvel þótt færi úteftir á laugardaginn. Hann er kvíðinn og svo rámur, að hann verður að spara veika röddina til þess að geta flutt ræðuna. Dauðinn fór að honum, þegar hann var að koma úr einni messuferðinni utan úr Krýsuvík, kúgaþreyttur. Þriðja, þunga slag hjartans var endanlegt.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – legsteinn Árna Gíslasonar, sýslumanns.

Árna sýslumanni var hælt fyrir góða söngrödd í Bessastaðaskóla, en nú gerist hann gamall fyrir aldur fram. Hann er 65 ára. Vonbrigðin í búskapnum í Krýsuvík, er hann hafði misst fjölda fjár og sá, að landið var ofbeitt, en rányrkja stunduð í Krýsuvíkurbergi, olli þeim kvíða, að röddin bilaði. Hún brast við andlegt álagið.
Messusöngurinn átti eftir að breytast síðar, því að 18 ára stúlka frá Herdísarvík, sem varð húsfreyja á Stóra Nýjabæ 1895 og bjó þar í 38 ár, var mjög músíkölsk og hafði fallega rödd. Það var Kristín Bjarnadóttir og lét hún ekki undir höfuð leggjast að sækja kirkju sína. Börn hennar mörg erfðu sönggáfuna með tóneyra móður sinnar, og sungu í fyllingu tímans í kirkjukórum norðanvert á Reykjanesskaganum.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja fyrrum – tilgáta.

1888 lætur Árni Gíslason vinna að hleðslu og aðbótum um kirkjugarðinn og þó nokkuð er aðhafst í viðhaldi kirkjuhússins flest árin, m.a. er þess getið 1890, að ákveðið hafi verið að stjóra allar trékirkjur niður með járnum, allajafna akkeriskeðjum, sem bundnar vom um stórgrýti í jörðu. Víða um land sér þessa dæmin og munu keðjurnar hafa forðað mörgu kirkjuhúsinu frá foki. Einna mest var aðhafst á síðasta sumri Árna, er hann lét járnklæða kirkjuþakið.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – keðjufestingar.

Hefur bárujárn síðan verið ysta byrði súðarinnar utan og 1901 voru svo veggir og gaflar járnklæddir. Enda þótt járnklæðning gömlu trékirknanna þyki nú ljót og hafi víða verið rifin af, er hitt ómótmælanlegt, að mikil vörn var í, ekki sízt í byggðum, sem eru svo opnar fyrir allri sunnanátt og stórrigningum af hafi sem Suðurkjálkinn. Fá ár eru síðan bárujárnið var rifið af Krýsuvíkurkirkju og húsið standklætt af nýju eins og sér á meðfylgjandi mynd, sem tekin var á veturnóttum 1998, nema þakið sem skiljanlegt er.
Síra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur var prófastur í aldarlokin og kveður við mildari tón í skoðunargerðum hans í Krýsuvík. Einhver hin síðustu orð síra Þórarins í Görðum um kirkjuna eru, að hún sé óálitleg og skrautlaus, en síra Jóhann getur glaðst yfir bárujárnsþakinu og nýju lofti, sem lagt er á bitana í framkirkjunni alveg inn að kór, og hefur milliverkið þá verið tekið ofan og rifrildinu kastað á eldinn, þó að nægur væri nú rekinn á hinni afar löngu úthafsströnd staðarins. Hins er að gæta, að vegna þess hve lágt er undir lausholt og bita er loftið hin mesta skemmd á kirkjunni. Það gagn í, að fyrr og betur nýtur upphitunar um embætti, en hún var að sjálfsögðu aðeins frá fólkinu sjálfu, kirkjugestum, auk þess sem kirkjuloftin voru þurr og trygg geymsla staðarhaldarans.

Eldavél og íveruhús

Vogsósar

Vogsósar. Við þennan stein í túninu lagðist séra Eggert til hinsta svefns, aðfram kominn.

Þegar Selvogsþing voru lögð niður 1907, og komu lögin til framkvæmda við skyndilegan dauða síra Eggerts hinn 12. október árið eftir, voru alls 100 manns í prestkallinu, 18 í Krýsuvíkursókn. Þá var heimabóndi Jón Magnússon, kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir og áttu 3 ung börn og héldu vinnufólk, en Guðmundur Jónsson og Kristín Bjarnadóttir á Stóra-Nýjabæ, og voru þá fædd 9 af 18 börnum þeirra, en andvana sveinn 1906.
Jón heimabóndi og Guðmundur kotamaður, eins og hjáleigubændurnir voru nefndir, voru leiguliðar Einars Benediktssonar fv. sýslumanns Rangæinga og H. Th. Amemanns, sem var auðmaður í Osló. Keyptu þeir Krýsuvík með hjáleigunum, og Herdísarvík 1908, og voru kaupin innsigluð hinn 17. nóvember (skv. upplýsingum sýsluskrifstofunnar á Selfossi 25/2 1999).

Staður

Staður við Grindavík.

Eftir þetta var Krýsuvík útkirkjusókn frá Stað í Grindavík og þjónuðu síra Brynjólfur Gunnarsson og síðan nafni hans Magnússon þú rúma 2 áratugi, sem sóknin hélzt við. 1929 var hún sameinuð Grindavíkursókn og kirkjan í Krýsuvík „afhelguð“ sem kallað er.
Varð þess raunar skammt að bíða, að úþreifanlegt yrði, en Marteinn Þorbjamarson frú Þúfu í Ölfusi, sem bjó og útti lögheimili um sinn í Krýsuvík, en var lengi viðloða og lagði mikla stund á egg og fugl í Krýsuvíkurbjargi, fékk heimild til að innrétta íbúð í kirkjuhúsinu. Altari og predikunarstóll fóru í vörzlu Þjóðminjasafns. Skilveggur var settur um þvert og loft lagt á bita yfir kórnum. Þar, á kórgólfi kirkjunnar, var aðal vistarveran og eldavél komið fyrir með tilheyrandi reykhúfi. í „bæjardyrunum“ var töluvert rými að sunnanverðu í framkirkju, en á bakborða afþiljað búr og geymsla.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1953.

Í fyrstu ætlaði Marteinn íbúðina í kirkjunni aðeins til vor- og sumarnota, er hann stundaði bjargsigið, að því er frú Guðbjörg Flygenring í Hafnarfirði telur, en húsið var með öllu óeinangrað og gólfið lét brátt undan síga við þetta óvænta og annarlega álag. Svo fór þó, að Marteinn, sem m.a. var kunnur af bjargsigi, er hann sýndi á Alþingishátíðinni, lét Magnúsi Ólafssyni, svila sínum, kirkjuhúsíbúðina eftir og hafði Magnús þar að kalla ársvist fram til þess, er hann missti heilsuna og lamaðist af slagi 1945. Bar það að í kórkamersinu í kirkjunni. Svo vel vildi til, að kunnugir áttu erindi í Krýsuvík í þann dag. Var Magnús fluttur á kviktrjám út í Grindavík, en Krýsuvíkurvegurinn ekki fær eða til fulls á kominn. Um símasamband var ekki að ræða, er enginn átti lögheimili í Krýsuvík eftir 1933 og aðeins Magnús, sem hélzt þar við.

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson.

Fornvinur hans, Ólafur Þorvaldsson þingvörður, og nágranni, þegar bjó í Herdísarvík, minntist Magnúsar í fallegri blaðagrein, þegar hann dó 1950 (Mbl. 21.okt.), og í bók Ólafs, Harðsporum, sem út kom 1951, er mikinn fróðleik að finna um lífið í Selvogi og á Suðurkjálkanum, einkum Herdísarvík og Krýsuvík. Og Árni Óla, blaðamaður og rithöfundur, skrifaði um bóndann í Krýsuvík og einbúann í vetur (Landið er fagurt og frítt, 1941). Ekki skal það endursagt, en vísað til eins og Harðsprora Ólafs í Herdísarvík.
Björn Jóhannesson Að hinu skal vikið, að kirkjan átti eftir að nú fyrri helgi einfaldleikans og vígslu 31. maí 1964. Átti Vestur-Húnvetningurinn Björn Jóhannesson f.v. forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, framkvæði að endurreisn hins aldna guðshúss, sem fór mjög hnignandi, einkum frá 1908, 10 árum eftir daga Árna sýslumanns, er annar fv. sýslumaður, stórskáldið, og hinn erlendi gróðamaður vora orðnir eigendur Krýsuvíkursóknar og alls ekki var framar sinnt um staðarbætur.
Hver leigubóndinn á fætur öðrum kom að hinu forsárlausa höfuðbóli. Allar hjúleigurnar voru farnar í eyði litlu fyrr, nema Stóri

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1964.

Nýibær, þar sem samfelld búskapartíð Guðmundar Jónssonar varði fram yfir kreppuárið mikla 1932.
Greiddi Björn allan kostnað af verkinu og fékk hann Sigurbent G. Gíslason trésmið til smíðanna eins og frá er sagt í Sögu Hafnarfjarðar 1908-1981. Var Sigurbent dóttursonur kirkjusmiðsins 1857, Beinteins Stefánssonar bónda í Arnarfelli.
Húsfriðunarnefnd og Jöfnunarsjóður kirkna komu löngu síðar til og er því enn meir vert um forgöngu Björns að endurreisn Krýsuvíkurkirkju. Biskup Íslands vígði hið litla guðshús, sem þú varð ekki einu sinni heimiliskapella, en stendur eitt og yfirgefið á fornum staðarhólnum, þar sem Krýsuvík var upp byggð, eftir að Ögmundarhraunið brann.

Herdíarvíkurgata

Herdísarvíkurgata.

Heilli lengdargráðu austar en landneminn reisti bæ sinn, samt óravegu vestur frá Selvogi, en viðlíka langt að Herdísarvík og út í Ísólfsskúla við Hraunsvík, margra tíma ganga, liggja gömlu göturnar stundarleið frá ströndinni, þar sem óhindrað Atlantshafið lemst við Suðurkjúlkans grjót og harða auðn.
Einnig í brimveiðistöðinni að Selatöngum. Þaðan var farið í síðasta róðurinn sumarið 1917. Þú var skáldjöfurinn, eigandi landsins frá sjávarmáli fyrir Húshólma og undir Krýsuvíkurbergi norður að Kleifarvatni, búsettur í London, en lifði í dýrlegum fagnaði á sólmánuði í Osló, þar sem meðeigandi Krýsuvíkur átti heima, fésýslumaðurinn Arnemann.“

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Heima er best, 3. tbl. 01.03.1999, í Krýsuvík á Suðurkjálka, Ágúst Sigurðsson, bls. 95-99.

Krýsuvík

Krýsuvík – herforingjaráðskort 1910.

Dysjar

Við dysjar Krýsu og Herdísar við Herdísarvíkurgötuna undir Geithlíð, neðst í Kerlingadal,  er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

Dysjar

Dysjar – skilti.

„Í þjóðsögum er talað um systurnar Herdísi og Krýsu sem bjuggu á bæjunum Herdísarvík og Krýsuvík. Þær áttu í illdeilum, m.a. um landamerki og veiðihlunnindi á svæðinu. Svo langt gengu þessi illindi að þær heittust við hvo aðra og lögðu á fiskveið sem áður hafði verið góð, hyrfi. Til átaka kom þeirra á milli sem enduðu með því að smali annarar lét lífið og þær báðar og samkvæmt þjóðsögunum er talið að þetta séu dyljar þeirra. Sagan er umvafin þjóðtrú og kyngimögnum sem og ýmsum ofurkröftum t.d. göldrum. Dysjar þeirra systra eru sunnan við götuna en smalinn í þeirri litlu norðan við.
Þessar dysjar eru friðlýstar minjar og gatan er friðuð og bannað að hreyfa við grjóti sem er í dysjunum.“

Dysjar

Dys Herdísar.

Krýsuvík

Í blaðinu Reykjanes árið 1944 er grein um „Ýmislegt frá Krýsuvík„. Fyrst segir frá Krýsuvík hinni fornu:

Ögmundarhraun„Svo er talið, að Ögmundarhraun hafi runnið (eða brunnið, eins og Snorri goði mundi hafa orðað það) um miðja 14. öld. Um stað þann, sem nú er kallaður Húshólmi og þar sem er miklu eldra hraun undir gróðrinum en Ögmundarhraun er, hefir hraunstraumurinn klofnað. Hefir önnur álman runnið fyrir vestan hólma þenna, en hin fyrir austan hann og báðar beint í sæ út. Þétt austan við vestari hrauntunguna eru bæjarrústir nokkrar og er auðsætt, að eitthvað af húsunum hefir orðið undir hraunstraumnum. Er og almennt álitið, að þarna hafi bærinn Krýsuvík upphaflega staðið; enda lítt hugsanlegt, að bænum hefði verið valið víkurnafnið, ef hann hefði frá öndverðu verið, þar sem hann nú er: nálega 5 km. frá sjó; enda ekki um neina vík, neinstaðar, að ræða.
ÖgmundarhraunBæjarrústir þessar eru og, enn þann dag i dag, jafnan nefndar gamla Krýsuvík, eða Krýsuvík hin forna. Suður og suðvestur af bæjarrústum þessum, verður lægð nokkur í hraunstrauminn og álíta sumir, að einmitt þar, hafi víkin sjálf verið, sú er bærinn dróg nafn sitt af — rétt vestan við Húshólmafjöruna.
Kirkjufiöt og Kirkjulágar heita og rétt hjá rústunum. Ráðleggja mætti þeim, sem skoða vildu tóptabrot þessi og vinna sér það á sem auðveldastann hátt: að fara í bifreið úr Grindavík austur fyrir Ögmundarhraun, (u.þ.b. 1 klst. akstur, eins og vegurinn er nú), ganga síðan suður með austur jaðri hraunsins, þar til komið er að stíg þeim, sein liggur yfir eystri hraunálmuna, út í Húshólma, því næst vestur yfir þverann Hólmann, þar til komið er að bæjarrústunum. Mun ganga þessi vara eina klukkustund, þótt ekki sé all rösklega farið.

Nýjaland við Kleifarvatn

Nýjaland

Nýjaland.

Svo sem mörgum er kunnugt, liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar og þegar komið er sunnan að vatninu, virðist sem fjöll þessi nái saman, við norðurenda vatnsins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nafn sitt af klofa þessum. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess, hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið, nú á síðari árum og skal því ekki farið út í þá sálma hér; enda ekki leikmönnum hent, að leggja þar orð í belg.

Nýjaland

Nýjaland – loftmynd.

Sá hluti af Krýsuvíkurengjunum, sem lægst liggur og næst vatninu, að sunnan heitir Nýjaland (hið innra og fremra). Misvöxtur vatnsins veldur því, að engjasvæði þessi liggja oft svo árum skiptir, í senn, undir ágangi Kleifarvatns, en mjór malarhryggur, sem gengur til vesturs frá norðurenda Hvammhornsins skiptir Nýjalandinu í tvennt, hið innra og fremra og kallast tangi sá „Rif“. Vestan við Fremralandið og við vesturenda Rifsins, rennur lækur sá er nefnist Ós inn á Innralandið og í vatnið sjálft. Á Ósinn upptök sín að mestu á Vesturengjum, og í Seltúnshverunum, en smálindir koma þó í hann af Austurengi, úr Hvömmunum og Lambafellum.

Bleiksmýri

Arnarfellsvatn

Arnarfellsvatn.

Austur og suðaustur af Arnarfelli er mýrarfláki, stór nokkuð, sem kallast Bleiksmýri og var þar mikill áfangastaður á þeim tímum, sem þeir Árnesingar og Rangæingar fóru skreiðarferðir til verstöðvanna á Reykjanesskaga. Mátti einatt sjá marga tugi, eða jafnvel nokkur hundruð hesta á Bleiksmýri í einu og fjölda tjalda, þegar hæst stóðu lestaferðirnar. Mun og mörgum hestinum hafa þótt gott að koma á Bleiksmýri úr hagleysinu og vatnsskortinum á Reykjanesskaganum. Var og ekki óalgengt, að menn lægju þar einn og tvo daga til þess að hestar þeirra fengju sem hezta fylli sína, áður lengra væri haldið.

Fornagata

Fornagata í Selvogi.

Víða í hraununum á Reykjanesskaga, eins og reyndar víðar á landi hér getur að líta nokkuð djúpa götutroðninga í hraunhellunum, eftir margra alda umferð; má þar um segja: „Enn þá sjást í hellum hófaförin.“ í Ögmundarhrauni mynduðust holur með þröskuldum á milli og var hver hola um eitt fet í þvermál og hnédjúp hestum, og í rigningatíð stóðu holur þessar fullar af vatni.
Fyrir nokkurum áratugum var gerð vegabót nokkur í Ögmundarhrauni og holur þessar fylltar upp. Í gamalli og alþekktri vísu segir svo:

„Eru i hrauni Ögmundar
ótal margir þröskuldar,
fákar meiða fæturna,
fyrir oss brjóta skeifurnar.“

Gullbringa

Gullbringa

Gullbringa.

Það mun mega teljast hæpið hvort örnefnið Gullbringa sé sýnt á alveg réttum stað á korti herforingjaráðsins, þar sem það er sett á hæð eina 308 metra háa, sunnarlega á Vatnshlíðinni. Þeir, sem kunnugir eru á þessum slóðum hafa jafnan kallað Gullbringu lyngbrekku þá, sem er vestan í Vatnshlíðinni og nær niður undir austurströnd Kleifarvatns. Ýmsir telja, að sýslan dragi nafn sitt af þessari brekku. Mætti í því sambandi benda á það, að ekki eru þeir allir fyrirferðarmiklir staðirnir á Íslandi, sem heilar sýslur draga nafn sitt af.

Eldborg og Geitahlíð

Stóra-Eldborg

Stóra Eldborg.

3 til 4 km. austur frá bænum í Krýsuvík er Eldborgin og svipar henni að mörgu leyti til nöfnu sinnar í Hnappadalssýslu, þeirrar, sem Henderson gerði víðfræga með teikningu sinni, fyrir rúmum fimm aldarfjórðungum og birt hefir verið i fjölmörgum ritum, bæði innlendum og útlendum.
Skarð það, er verður millum Eldborgar og Geitahlíðar heitir Deildarháls og liggur alfaravegurinn yfir hann. Hlíðar Eldborgar eru næstum þverhníptar og mun fástaðar fært upp á gígbarmana, nema af Deildarhálsi.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg og Geitahlíð.

Dr. Þorvaldur Thoroddsen telur gíginn í Eldborg vera 500 fet að ummáli að ofan, og 105 fet á dýpt, en hæð fellsins telur hann 172 fet; meinar hann þar efalaust hæð Eldborgarinnar yfir jafnlendið umhverfis hana, því að á korti herforingjaráðsins er hæð hennar yfir sjávarmál talin 180 metrar.
Barmar gígsins eru sumstaðar svo þunnir en þó heildsteyptir, að vel mætti sitja þar klofvega; — með annan fótinn innan gígsins en hinn utan hans. Gigbotninn er þakinn mosa og sömuleiðis skálin upp frá honum, eins langt uppeftir og slíkur gróður getur fengið nokkrafestu.

Æsubúðir

Æsubúðir.

Efst á Geitahlíð er og gígur mikill, en hann er eldri en síðasta jökulöld, eins og reyndar hlíðin öll er. Barma gígs þessa er hærra en aðra hluta Geitahlíðar og heita Æsubúðir. Niður af Æsubúðum, en sunnan í Geitahlíð verður hvammur sá er kallast Hvítskeggshvammur, eða Hvítskeifshvammur og er til prentuð þjóðsaga um þessi örnefni, en eigi er sú sögn all sennileg.
Skammt fyrir austan Deildarháls og hvamm þenna eru: Kerlingar. Sagan um Krís og Herdísi; heitingar þeirra og álög, er alþekkt úr þjóðsögunum. En á þeim timum, sem Þjóðleið var með Geitahlíð, voru þetta frægar Beinakerlingar, sem gáfu lítt eftir „Kerlingunni á Sandi“, né þeirri „á Kaldadal“.
Herdís stendur nær götunni og var því nafns hennar tíðar getið en hinnar, í vísum þeim, sem hagyrðingarnir létu þar eflir sig liggja í hrossleggjunum.

Bálkaheilir

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Bálkahellir í Krýsuvíkurhrauni heitir svo sökum þess að þegar litið er inn í op hans sést bálkur með hvorum vegg, likt og er í tvístæðum peningshúsum. Opið á helli þessum er hált nokkuð og vítt, en lengra inn mun hann lítt, eða ekki kannaður.

Gvendarhellir

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli.

Gvendarhellir er ekki all fjarri Bálkahelli og dregur hann nafn sitt af því, að bóndi nokkur í Krýsuvíkurhverfinu, Guðmundur að nafni, geymdi, (eða hýsti) fé sitt í helli þessum, þá er harðindi gengu og lá hann við í hellinum, þar til harðindunum létti.
Liklega hefir þetta verið á fyrra hluta 19. aldar. Hellir þessi er nokkuð víðáttumikill, en ekki hár.

Kerið á Keflavík

Keflavík

Geldingasteinn ofan Keflavíkur.

Á Keflavík, sem sumir kalla Kirkjufjöru, gengur blágrýtishamar í fjöru niður og er hann á kortinu talinn 46 m. hár og má sú hæð næstum teljast furðuleg í samanburði við mælinguna á fuglabjarginu, sem getið er um hér áður.
Uppi á hamri þessum er Kerið, eða op þess og nær það alla leið niður á móts við flæðarmál. Efst er Kerið vart meira en 3 til 4 metrar í þvermál, en smávíkkar eftir því sem neðar dregur og verður líklega hálfu víðara neðst en efst. Úr fjörunni liggur gangur eða gjögur eitt gegnum hamarinn og inn í Kerið sjálft og má þar komast í gegn og á botn þess.

Austurengjahver og Fúlipollur

Austurengjahver

Austurengjahver.

Leirhverinn mikli í Krýsuvík, sá er myndaðist við sprengjugosið, er þar varð haustið 1924, og sem olli landskjálftum nokkrum víða um Suðurland, eins og menn muna enn, er þar sem áður var vatnshver lítill og hét sá Austurengjahver; virðist svo, að leirhverinn megi og vel halda sama nafninu.
Fúlipollur er næstum á miðjum Vesturengjum og er hann eitthvert stærsta hverastæðið, sem til er í Krýsuvík; virðist ekki þurfa að velkja það lengi fvrir sér, að endur fyrir löngu hafi þarna orðið sprengjugos, líkt því, er varð þá er Austurengjahverinn endurmagnaðist, haustið 1924.

Fúlipollur

Fúlipollur.

Örsmá hveraaugu eru hér og hvar á botni Fúlapolls ennþá og brennisteinsvott má sjá þar nokkuð víða; en auðsætt er að hverinn er á hrörnunarskeiði. Ýms merki virðast og benda til þess, að Austurengjahverinn muni ekki heldur verða neinn Ókólnir.
Ekki skal hér neitt rætt um brennisteininn í Krýsuvík, né þann í Brennisteinsfjöllunum, enda eru Brennisteinsfjöllin austan sýslumarkanna og því í Herdísarvíkur landareign.

Víti

Víti

Víti í Kálfadölum.

Þess hefir orðið vart, að sumir menn halda, að örnefnið Víti sé hver, en svo er eigi. Víti er hraunfoss, sem fallið hefir vestur af hálendisbrún þeirri, sem verður norður af Geitahlíð og er hraunfoss þessi sennilega á svipuðum aldri og Ögmundarhraun. Hann er nú storkinn fyrir löngu, og allur gróinn þykkum grámosa.

Eiríksvarða

Arnarfell

Arnarfell – Eiríksvarða.

Eiríksvarða á Arnarfelli er vel þekkt úr þjóðsögunum, sem segja að síra Eirikur Magnússon, hinn fjölkunnugi Vogsósaklerkur, hafi hlaðið hana og mælt svo um, að aldrei skyldu Tyrkir koma í Krýsuvík, meðan varðan væri uppistandandi. Nú er varðan hrunin. [Sú er reyndar ekki raunin.]

Jónsmessufönn
Vestan í Geitahlíð og skammt fyrir neðan fjallsbrúnina sjálfa leggur jafnan á vetrum þykk fönn, langa en ekki breiða. Er fönn þessi sjaldan horfin með öllu fyrr en um Jónsmessu, og dregur hún nafn sitt af þvi.

Herforingjakort

Herforingjarðaskort – Seltún í Krýsuvík og nágrenni 1910.

Krýsuvík hefir lengi verið talin einhver mesta útigöngujörð fyrir sauðfé á landi hér, einkum þó þeirra jarða, sem ekki hafa fjörubeit með, og ekki var það ótítt, að sumt féð þar lærði aldrei átið.
Vægar jarðhræringar eru ekki sjaldgæfar í Krýsuvíkurhverfinu og eru þær kallaðar hverakippir þar.
Mótak er þar sumstaðar í mýrunum, en ekki þykir mórinn þar góður til eldsneytis; er hann allmjög blandinn hveraleiri, svo að af sumum kögglunum leggur brennisteinslyktina, þegar þeim er brennt.
Fremur þykir vera þokusamt í Krýsuvík og lengi hefir því verið við brugðið, hversu myrk þokan geti orðið þar. Er það haft eftir manni nokkrum, að eitt sinn hafi hann verið á ferð um Sveifluháls í svo mildu myrkviðri, að hann
hefði séð þokuna sitja í ölnbogabótinni á sér. Rigningasamt í meira lagi þykir og vera þar, svo að einatt er þurrviðri í næstu byggðarlögum, þótt rigning sé í Krýsuvík.

Athugasemd
Hér er jafnan skrifað Krísuvík, en ekki Krýsuvík, og má vel vera, að „til þess komi ófræði vár“, því að eigi er mér kunnugt um, að til sé nein örugg skýring á því„ hvern veg bæjarnafnið er myndað, — eða afmyndað. —
Reykjavík, sumarið 1943.“ – S.

Heimild:
-Reykjanes, 1. tbl. 01.01.1944, Ýmislegt frá Krýsuvík, bls. 2-4.

Krýsuvík

Krýsuvík -örnefni; ÓSÁ.

Krýsuvík

Í blaðinu Reykjanes árið 1943 eru tvær greinar um „Landareign Krýsuvíkur„:

Dágon

Dágon á Selatöngum árið 2000.

„Grein þessi, um „Landareign Krýsuvíkur“, sem hér birtist, er ætlast til að sé Nr. 1. í greinaflokkinum um Krýsuvík, en greinin sem birtist í 6. tbl. Reykjaness verði Nr. 2. Í næsta blaði mun koma þriðja greinin undir fyrirsögninni „Ýmislegt frá Krýsuvík“.

Í embættisbókum Gullbringusýslu er landamerkjum Krýsuvíkur lýst þannig: „Maríukirlcja í Krýsuvík í Gullbringusýslu á samkvæmt máldögum og öðrum skilríkjum heimaland allt, jörðina Herdísarvík i Árnessýslu og ítök, er síðar greina.
Landamerki Krýsuvíkur eru:

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

1. Að vestan: Sjónhending úr Dagon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi, þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindrang við Búðarvatnsstæði.
2. Að norðan: Úr Markhelluhól, sjónhending norðanvert við Fjallið Eina, í Melrakkagil (Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vestur-mörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu.
3. Að austan: Samþykt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur, sjónhending úr Kóngsfelli, sem er lág, mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gig, á hægri hönd við þjóðveginn, úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum, í Seljabótarnef, klett við sjó fram.
4. Að sunnan: nær landið allt að sjó.“
Þessu næst eru talin ítök þau sem kirkjan á og loks: „itök sem aðrir eiga í landi kirkjunnar“. Í jarðabók sinni geta þeir Árni Magnússon og Páll Vidalín þess, að ágreiningur nokkur sé um landamerki milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála, en ekki skýra þeir neitt frá því, um hvað sá ágreiningur sé.
Báðar þessar jarðir eru þá (1703), í eigu dómkirkjunnar í Skálholti.

Dágon

Dágon á Selatöngum – í fjöruborðinu árið 1980.

Í máldögum og öðrum skjölum, sem rituð eru löngu fyrir daga þeirra Páls og Árna, er svo sagt, að hraundrangurinn, eða kletturinn Dagon (Raufarklettur) sé landamerki og þá auðvitað fjörumerki millum jarða þessara, en hitt mun lengi hafa orkað tvímælis hvor af tveim brimsorfnum hraundröngum sem standa í flæðarmáli á Selatöngum, sé Dagon (Raufarklettur). Og eigi eru enn full 50 ár liðin (árið 1897) síðan þras varð nokkurt og málaferli risu út af því, hvor þessara tveggja kletta væri Dagon. Um þelta mál sýndist sitt hverjum og mun svo enn vera. Vísast um þetta mál í sýslubækur Gullbringusýslu.

Selatangar

Selatangar – herforingjaráðkort 1910.

Á korti herforingjaráðsins danska er Dagon sýndur mjög greinilega, en hér kemur til greina, — eins og reyndar víða annars staðar, — hversu öruggar heimildir þeirra mælingamannanna hafi verið. Bilið millum hinna tveggja hraundranga, eða fjöruræma sú, sem deilurnar hafa verið um, mun eigi lengra en það, að meðal stóran hval getur fest þar.
Ummál Krýsuvíkurlandareignar er milli 60 og 70 km„ en flatarmálið eitthvað á þriðja hundrað ferkm. Er stórmikill hluti af þessu víða flæmi ýmist; ber og nakin fjöll með smáar og strjálar grasteygingar upp í ræturnar, eða þá víðáttumiklar hraunbreiður, þar sem sára lítinn gróður er að finna, annan en grámosa gnógann og svo lyng á stöku stað.

Krýsuvík

Krýsuvík – herforingjaráðskort 1910.

Aðal graslendið í landareigninni er í sjálfu Krýsuvíkurhverfinu og þar í nánd; má segja, að takmörk þessa svæðis séu: Ögmundarhraun að vestan, Sveifluháls að norðvestan, Kleifarvatn að norðan, gróðurlitlar hæðir og melásar að norðaustan og svo Geitahlíð, Eldborg og Krýsuvíkurhraun að austan, en bjargið og hafið að sunnan. Þessi óbrunna landspilda er nál. 6 km. breið syðst, eða sem svarar allri lengd Krýsuvíkurbergs, frá Ytri-Bergsenda til hins eystri — en mjókkar svo jafnt og þétt, allt norður að Kleifarvatni og verður þar ekki breiðari en suðurendi vatnsins, — 1 2 km. En frá bjargsbrún og inn að Kleifarvatni eru um 9 km. Á svæði þessu skiptast á tún (sem raunar mætti nú orðið frekar kalla gömul túnstæði), engi, hagmýrar og heiðlendi vaxið lyngi og litilsháttar kjarri, en víða er gróðurlendi þetta sundurslitið af gróðurlausum melum og grýttum flögum. Geta mætti þess til, að valllendið og mýrarnar á þessu svæði mundi vera um 10 ferkm.

Krýsuvík

Krýsuvík – túnakort 1918 lagt ofan á loftmynd. ÓSÁ

Ýms fell og hæðir risa upp úr sléttlendi þessu, svo sem Lambafellin bæði, sem aðskilja Vesturengi og Austurengi, Bæjarfellið, norðan við Krýsuvíkurbæinn og Arnarfell, suður af bænum; bæði þessi fell eru móbergsfjöll. Sunnar nokkru er hálsdrag eitt, er liggur austur af Fitatúninu; eru þar vestastir móbergstindarnir Strákar, þá Selalda, Selhóll og Trygghólar austastir. — Það er talinn hádegisstaður frá Krýsuvík, þar sem mætast rætur eystri Trygghólsins og jafnsléttan austur af honum. Suður af Selöldu og fremst á brún Krýsuvíkurbjargs er hæð sú er Skriða heitir. Mun þar vera hinn eini staður í berginu, sem nokkurs móbergs gætir, en vestanvert við hæð þessa er basaltlag eitt, eða fleiri, efst í bjargsbrúninni; skagar basaltið þar lengra fram en móbergið (af skiljanlegum ástæðum), svo að loftsig er alla leið niður í urðina, sem þar er neðan undir. Er þarna einn hinna fáu og fremur smáu staða á allri strandlengju Krýsuvíkur, sem vænta má, að nokkuð reki á fjörurnar.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – Ræningjastígur.

Framan í Skriðunni er Ræningjastígur (hans er getið í Þjóðsögum J.Á. og e.t.v. víðar). Stígur þessi er gangur einn, sem myndast hefir í móberginu og liggur skáhalt ofan af bjargsbrún og niður í flæðarmál. Ræningjastígur hefir verið fær til skamms tíma, en nú er sagt, að svo mikið sé hrunið úr honurn á einum stað, að lítt muni hann fær eða ekki.

Utan þessa svæðis, sem hér er nefnt, má telja til gróðurlendis hina svonefndu Klofninga í Krýsuvíkurhrauni; þar er sauðfjárbeit góð. Þá er Fjárskjólshraun sunnan í Geitahlíð, austarlega, og hólmarnir tveir í ögmundarhrauni, þeir Húshólmi og Óbrennishólmi. Er á öllum þessum stöðum lynggróður mikill og dálítið kjarr, sprottið upp úr gömlum hraunum. Þá eru hjáleigurnar tvær, austan við Núphlíðarháls, Vigdísarvellir og Bali, með túnstæðum sínum og mýrarskikum í nágrenninu, og svo að lokum, „Dalirnir“ og valllendisflatirnar fyrir innan Kleifarvatn, ásamt grasbrekkum nokkrum, sem ganga þar upp í hlíðarnar.

Sævarströndin

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Strandlengja landareignarinnar, frá Dagon á Selatöngum og austur í sýslumörk á Seljabót er 15—16 km. Frá Dagon og á austurjaðar Ögmundarhrauns eru 5—6 km., er það óslitin hraunbreiða allt í sæ fram, að undantekinni Húshólmafjöru, sem vart er lengri en 300—400 metrar.
Austan Ögmundarhrauns tekur við þverhnípt bjargið (Krýsuvikurberg) og er það talið þrítugt til fertugt að faðmatali. Ekki er ólíklegt, að þessi áætlun um hæð bjargsins sé nokkuð rífleg, því að á korti Herforingjaráðsins eru sýndar tvær hæðamælingar á bjargsbrúninni og er önnur 33 metrar, en hin 36. E.t.v. gæti það átt við hér, það sem Páll Ólafsson kvað forðum: „Þeir ljúga báði — held eg megi segja.“ Fyrir austan Eystri-Bergsenda tekur við Krýsuvíkurhraunið, allt austur á Seljabót, og þar fyrir austan Herdísarvíkurhraun, en þá er komið austur fyrir sýslumörk og skal því staðar numið í þá átt.

skarfur

Skarur neðan Krýsuvíkurbjargs.

Þar sem hraun þessi, Ögmundarhraun og Krýsuvíkurhraun, ganga fram á sævarströndina verða víðast hvar hamrar nokkrir, en þó ekki nægilega háir til þess, að bjargfugl geti haldist þar við um varptímann.
Þrátt fyrir þessa miklu strandlengju eru þó furðulega fáir staðir á henni, þar sem reka getur fest og munu rekasvæðin öll til samans vart nema meiru en einum km.að lengd. Af þessum stuttu fjörustúfum eru helztir: Selatangar, Húshólmi og Skriða, sem áður er nefnd, en þar er bjargsig allmikið og verður að hala upp í festum hvern þann hlut, sem þar rekur á fjöru og að nokkrum notum skal koma. Sama máli gegnir og um Bergsendana báða, þá sjaldan nokkuð slæðist þar á fjörurnar.

Keflavík

Í Keflavík 2020.

Í Keflavík eða Kirkjufjöru í Krýsuvíkurhrauni og eins á Miðrekunum, milli Selatanga og Húshóhna, er og lítilsháttar reki, en um illan veg er að sækja, ef afla skal fanga af öðrum hvorum þessara tveggja staða. Austarlega í Ögmundarhrauni verða tveir básar upp í hraunbrúnina, fram við sjóinn Rauðibás og Bolahás, en ekki er fjaran í hvorum þeirra nema fáeinir metrar.
Eitt er það um Krýsuvík, sem fástaðar mun vera til á Íslandi, en það er; að heiman frá höfuðbólinu og reyndar frá flestum öðrum bæjum í hverfinu, sést engin skák af landi, né fjall, svo að ekki sé það innan landareignarinnar, nema ef telja skyldi, að „þegar hann er óvenju austanhreinn“, þá sjást Vestmanneyjar hilla uppi. Er svo talið, að jafnan viti „Eyjahillingar“ á mjög mikla úrkomu. Dr. Bjarni Sæmundsson getur þess einnig í ritum sínum, að í Grindavík sé það trúa manna, að „Eyjahillingar“ boði hálfsmánaðar rigningu. Frá Krýsuvík eru rösklega tíu tigir km. sjónhending til Vestmanneyja, en nálega stórthundrað km. úr Grindavík. Eyjarnar eru að sjá frá Krýsuvík, sem sex misstórar þúfur, yzt við hafsbrún.“ – S.

Heimildir:
-Reykjanes, 8. tbl. 01.10.1943, Landareign Krýsuvíkur, bls. 5-6.
-Reykjanes, 9-10. tbl. 01.12.1943, Landareign Krýsuvíkur, bls. 5-6.

Krýsuvík

Krýsuvík – jarðbor HS-Orku í Krýsuvík undir Hettu árið 2025.  Baðstofa fjær.

 

Krýsuvík

Í blaðinu Reykjanes birtist árið 1943 frásögn um „Hjáleigur Krýsuvíkur„:

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja á 18 öld – sett inn í ljósmynd frá árinu 2025.

„Þar sem nú er í ráði að sýslufélag vort eignist nokkurn hluta af Krýsuvíkurlandareign, sem afréttarland, virðist ekki úr vegi að blað vort flytji nokkurn fróðleik um þá víðlendu jarðeign. Höfum vér aflað oss nokkurra gagna um þetta mál hjá vel kunnugum manni, og munum síðar birta fleira, eftir ástæðum.
Krýsuvík, með hjáleigum sínum öllum, hefir um langan aldur verið sérstök kirkjusókn og mun kirkja jafnan hafa haldist þar frá ómunatíð, þar til nú fyrir fáeinum árum; nokkru fyrr en Hafnarfjarðarbær keypti Krýsuvíkurtorfuna, að kirkjan var lögð niður.

Stóri-Nýibær

Stóri-Nýibær um 1930.

Líklegt má telja, að það hafi gerst í kaþólskum sið, að Krýsuvíkurkirkja eignaðist jörðina Herdísarvík í Árnessýslu, en eftir að kirkjan í Krýsuvík var lögð niður, var ekkert því til fyrirstöðu, að jarðirnar yrðu aðskildar eignir; enda er og nú svo komið. Herdísarvík hefir jafnan talist til Selvogshrepps og fólk þaðan átt kirkjusókn að Strandarkirkju.
Sé Stóri-Nýjabær talinn tvíbýlisjörð, eins og oftast mun verið hafa, fram undir síðastliðin aldamót, og sé því ennfremur trúað, að nokkurn tíma hafi verið byggð á Kaldrana; verða hjáleigur Krýsuvíkur 14 að tölu, þær sem menn vita nú um, að byggðar hafi verið, og heita þær svo:
1. Stóri-Nýjabær (austurbærinn)
2. Stóri-Nýjahær (vesturhærinn)
3. Litli-Nýjahær,
4. Norðurkot,
5. Suðurkot,
6. Lækur,
7. Snorrakot,
8. Hnaus,
9. Arnarfell,
10. Fitar,
11. Geststaðir,
12. Vigdísarstaðir,
13. Bali,
14. Kaldrani?

Krýsuvík

Krýsuvík – Norðurkot.

Óvíst er og jafnvel ekki líklegt, að hjáleigur þessar hafi á nokkrum tíma verið allar í byggð, samtímis. Þeir Árni Magnússon og Páll lögmaður Vídalín nefna Norðurhjáleigu og Suðurhjáleigu og má telja vafalítið, að það séu sömu hjáleigurnar, sem nú kallast Norðurkot og Suðurkot. Einnig nefna þeir Austurhús og Vesturhús og er hugsanlegt, að Austurhús hafi verið þar, sem nú er Lækur, en engum getum skal að því leitt hér, hvar Vesturhús hafi verið.

Krýsuvík

Krýsuvíkurtorfan – kort (ÓSÁ).

Heimajörðin sjálf og allar hjáleigurnar, nema Vigdísarvellir og Bali, eru í daglegu tali kallað Krýsuvíkurhverfi, en þessar tvær hjáleigur eru suð-austan undir Núphlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og skilur Sveifluháls þær frá Aðalhverfinu, en þar um slóðir er Sveifluháls einatt kallaður Austurháls, eða „Hálsinn“. Í Jarðabók sinni, telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi 7 af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjahæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum; telja þeir, að 41 sála sé í söfnuðinum; en þess má geta hér, að um miðbik 19. aldar voru um 70 manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra Krýsvíkinganna, þá hefir hún verið næsta lítilfjörleg, á slíkri afbragðs hagagöngujörð, hrossafjöldi er og mjög af skornum skammti, en mjólkurkýr telja þeir vera 22. Sem hlunnindi telja þeir: fuglatekju og eggver, einnig nefna þeir sölvafjöru og sé „sérhverjum hjáleigumanni takmarkað pláss til sölvatekju“. Þá geta þeir þess, að á Selatöngum sé útræði fyrir hverfisbúa, „en lending þar, þó merkilega slæm“.

Selatangar

Selatangar – búðir Krýsuvíkurbænda.

En þrátt fyrir þessa „merkilega slæmu“ lendingu, mun þó útræði á Selatöngum hafa haldizt fram um 1870, a.m.k. alltaf öðru hvoru. Til er gömul þula, þar sem taldir eru með nöfnum vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: „Tuttugu og þrjá Jóna telja má“ o.s.frv. En endar svona: „Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá“.
Á Selatöngum hafðist við um eitt skeið, hinn nafnkunni Tangadraugur (Tanga-Tumi), sem talinn var hversdagslega fremur meinlítill, en þá er á hann rann jötunmóður, gat hann orðið svo fyrirferðamikill, að hann „fyllti út í fjallaskörðin“, að því er Beinteini gamla í Arnarfelli sagðist frá: En hér mun nú vera komið út fyrir efnið.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg (-bjarg).

Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex, sem hér eru fyrst taldar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu, og þó aðeins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins; austan heimabergsins en vestan Strandarhergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki, að taka fleiri egg en 150 og ekki að veiða meir en 300 fugla (svartfugl, álku og lunda). Ekki fylgdu heldur neinar engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir; ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum. Á flestum þessara 6 býla mátti fóðra tvær kýr, hesta eftir þörfum og um sauðfjáreign, munu engin ákvæði hafa verið, né þótt þurfa.

Nýjaland

Nýjaland.

Þegar Nýjalöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni, úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar) tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming, en hver hjáleiga einn tólfta liluta. Í góðu grasári, gat hver hjáleiga fengið í sinn hlut, af hvoru Nýjalandi um 50 hesthurði, af nautgæfu heyi.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Bali. (Uppdráttur ÓSÁ)

Vigdísarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar, er og um nokkuð langan veg og einkar torsóttan að sækja, þaðan á Krýsuvíkurengjar.
Langt mun nú síðan Geststaðir voru hyggðir, en vel má það vera, að ábúandinn þar hafi átt útslægjur, hæði í Rauðhólsmýri og Hveradölum. Árni Magnússon getur þessarar hjáleigu í handriti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð.
Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein, eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún, er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur túnin smálækur einn. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en 3 til 4 töðukapla, þegar bezt lætur.

Krýsuvík

Bærinn Arnarfell í Krýsuvík.

Í Arnarfelli mun hafa verið búið fram um, eða fram yfir 1870, en túnið þar, var jafnan slegið, frá böfuðbólinu, fram undir 1890
og þá er túnið í rækt, var talið að það gæfi af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera, að ábúandi Arnarfells hafi fengið leyfi til að heyja eitthvað á mýrum þeim, sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti).

Fitjar

Fitjar – bæjartóftir.

Á Fitum voru nokkuð stæðilegar bæjartóptir fram yfir síðastliðin aldamót, þar var og safngryfja, sem óvíða sáust merki til, annarsstaðar í hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitum og útslægjur hefði mátt hafa þaðan; á Efri Fitum, á Lundatorfu, eða í Selbrekkum; eigi var og heldur langur heybandsvegur þaðan á Trygghólamýrina.“ – S.

Hafa ber í huga að hér að framan er hvorki getið um hjáleigurnar Garðshorn og Fell, né selstöðurnar frá Krýsuvíkurbæjunum.

Heimild:
-Reykjanes, 6. tbl. 01.08.1943, Hjáleigur Krýsuvíkur, bls. 3-4.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir.

Krýsuvík

Í Morgunblaðinu 1950 eru minningarorð Ólafs Þorvaldssonar um Magnús Ólafsson, síðasta ábúandans í Krýsuvík er lést 10. okt. sama ár:

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson (1872-1950).

„Í dag verður jarðsunginn frá þjóðkirkju Hafnarfjarðar, Magnús Ólafsson í Krýsuvík, en svo var hann oftast nefndur.
Fæddur var Magnús 9. sept. 1872, að Óttarsstöðum í Garðahreppi. Foreldrar hans voru Guðný Jónsdóttir frá Lambhaga í Mosfellssveit og Ólafur Magnússon frá Eyðikoti í Garðahreppi.
Þegar Magnús var 3 ára, varð faðir hans fyrir slysaskoti úr byssu og dró það skot hann til dauða eftir tæp tvö ár. Var Ólafur þá farinn að búa að Lónakoti. Þegar hann dó eftir 20 mánaða veikindi, voru efnin gengin til þurrðar, en fjögur börn í ómegð.
Á þeim tímum lá ekki nema eitt fyrir heimilum, sem svona var ástatt um, þau voru „tekin upp“, börnunum tvístrað til vandalausra — og þegar best ljet, væri móðirin hraust, gat hún máski einhvers staðar komið sjer niður með eitt barn. Þannig varð saga Lónakotsheimilisins, við fráfall Ólafs.

Lónakot

Lónakotsbærinn.

Magnúsi, sem þá var fimm ára, var komið fyrir í Hafnarfirði, hjá hjónunum Kolfinnu og Sigurði Halldórssyni í Kolfinnubæ, og mátti Magnús víst teljast heppinn með fósturforeldrana, þrátt fyrir fátækt þeirra. Með þessum hjónum ólst Magnús upp til 15 ára aldurs. Þá fór hann til Krýsuvíkur, og var þar í vinnu mennsku í 26 ár, nokkur ár í Stóra-Nýjabæ, en flest árin á heimajörðinni, þ.á.m. hjá Árna sýslumanni Gíslasyni.

Jónsbúð

Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði þar sem Magnús dvaldist við fjárgæslu.

Öll þessi ár hafði Magnús fjárgæslu á hendi, og varð brátt orðlagður fjármaður. Á sumrin, meðan fje gekk frjálst, stundaði hann venjuleg heimilisstörf, og var heyskapurinn þar fyriferðarmestur, enda var hann heyskaparmaður í besta lagi, svo og húsagerð og smíðar, því að hagur var hann vel.
Magnús giftist 1917, eftirlifandi konu sinni, Þóru Þorvarðardóttur, bónda að Jófríðarstöðum, hinni ágætustu konu. Þeim varð 5 barna auðið, og eru 4 þeirra á lífi, öll hin mannvænlegustu, eitt barn þeirra dó í æsku. Eitt barn átti Magnús áður en hann giftist, og er það nú gift kona í Hafnarfirði.

Þóra Þorvarðardóttir

Þóra Þorvarðardóttir ( 1884-1957).

Eftir giftinguna hóf Magnús búskap að Suðurkoti í Krýsuvík, þótt til húsa væri á heimajörðinni, þar eð Suðurkotið var þá húsalaust. Þannig bjó Magnús í 28 ár, eða þar til að hann var fluttur veikur frá Krýsuvík í nóv. 1945. Tíu síðustu árin var hann aleinn í Krýsuvíkurhverfinu, utan þann tíma, sem kona hans og börn voru tíma og tíma hjá honum á sumrin, og svo það, sem synir hans, einkum sá elsti, Ólafur, fór til hans við og við á veturna. Þótt atvikin höguðu því svo, að ekki gætu þau hjónin ávallt notið samvistar, var hjónaband þeirra hið ástúðlegasta.
Eftir að börnin komust á skólaaldur, var ekki um annað að gera en að konan færi með þau þangað, sem skólavist var að fá, og lá því leið móðurinnar með börnin til Hafnarfjarðar. Annað var það og, sem gerði veru þar upp frá, fyrir konu með ungbörn, óbærilega, en það voru hin ljelegu og síhrörnandi húsakynni, sem enginn fjekkst til að bæta úr, þar eð jörðin var þá í höndum manna ýmist innlendra eða erlendra, sem ekkert vildu fyrir hana nje ábúendurna gera. Mjer er það kunnugt, að sársaukalaus var ekki þessi flutningur Þóru og barnanna, frá ástríkum föður og maka. Einkum var þeim vera Magnúsar þar upp frá mikið áhyggjuefni, eftir að þau voru flutt þaðan og hann orðinn einn eftir.

Krýsuvík

Krýsuvíkurtorfan – kort (ÓSÁ).

Jeg hygg að Magnús hafi oft hugsað eins og segir í þjóðsögunni: ,Mjer er um og ó‘. Hann átti konu og börn við sjó, sem hann hefði helst kosið að vera „.
Já, — en hann átti líka börn á landi, það voru skepnur hans, einkum þó kindurnar. Þetta voru líka börn hans, því að dýravinur var hann mikill. Svo er annað, sem vert er að minnast, það var hin órofa tryggð, sem hann var fyrir löngu búinn að taka við Krýsuvíkina, svo að honum fannst hann ekki geta, meðan kraftar entust, lifað annars staðar, nema verða sjer og sinum til angurs og byrði, og til þess gat hann ekki hugsað.
Hjer var það vandamál, sem fjöldinn ekki skildi, hann varð því einn að ráða fram úr því. Í Krýsuvík gat hann lifað og starfað fyrir konu og börn, betur en á nokkrum öðrum stað. Um líðan sjálfs sín hugsaði hann minna.
Líf hans var helgað konu og börnum þótt í fjarlægð væru. — Tvo síðustu áratugina hefur atvinna við sjó og búnaðarhættir til sveita breyst svo, að segja má, að sá umbreytingatími gangi Krýsuvíkina af sjer á fáum árum. Þar þótti ekki lengur lífvænlegt, og allir flúðu þaðan, nema Magnús, hann sat á meðan sætt var — og næstum því lengur.

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson (1884-1972).

Allir, sem þekktu Magnús, vissu að hann var góður fjármaður, og mikill vinnumaður, — en hann var meira. Hann var greindur í besta lagi, lesinn og fróður, meira en margan grunaði, enda átti hann nokkuð góðra bóka, þótt ekki lægju þær á glámbekk daglega. Hann gat verið skemmtinn og gamansamur í hæfilegum fjelagsskap, einkum þó við börn og unglinga. Svo prúður var hann í orðum, að ekki minnist jeg þess að hafa heyrt blótsyrði hrjóta honum af vörum. —
Þannig var hann í allri umgengni alltaf sami rólegi og æðrulausi maðurinn, afskiftalaus um annarra hagi, og talaði ógjarnam um sína. Slíkum mönnum er gott að kynnast.
Magnús dó á Hafnarfjarðarspítala 10. okt. síðastliðinn, eftir tveggja mánaða dvöl þar, en hafði hinn tímann (frá því í nóv. 1945) legið heima.
Um ævi Magnúsar, þótt fábreytt virtist fljótt á litið, mætti margt segja. Saga hans verður ekki sögð hjer í þessari stuttu kveðju.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1936. Fyrir utan kirkjuna standa þrír menn og einn drengur. Annar frá vinstri er Magnús Ólafsson einsetumaður í Krýsuvík. Kirkjan var afhelguð árið 1929 og þess vegna nýtt sem íbúðarhús þegar myndin var tekin – Ásgeir L. Jónsson.

Árni Óla rithöfundur segir frá Magnúsi í bók sinni, „Landið er fagurt og frítt“, í kafla, sem hann nefnir: „Einbúi í Krýsuvík“. Segir þar meðal annars orðrjett: „Magnús er orðvar maður og dulur á sína hagi. Og það er ekki fyrir ókunnugan mann að fá hann til að leysa ofan af skjóðunni. En margt gæti hann sagt urn 50 ára dvöl sína þarna í Krýsuvík, og þær byltingar, sem þar hafa orðið í fásinninu. Mig fýsti þó mest að fræðast um hann sjálfan og lífskjör hans, sem eflaust eru efni í heila skáldsögu.“ Þannig skrifar Árni Óla 1941. Karlinn „Einbúi í Krýsuvík“ sýnir, að Árni hefur skilið Magnús betur en margur annar, og er þetta betur skrifað en óskrifað.

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson í Krýsuvík.

Ekki er ólíklegt að mikil einurð um áratugi, t.d. við fjárgæslu og yfirstöðu, um eða yfir 50 vetur, svo og margra ára einlífi mestan hluta ársins mörg hin síðustu ár hans í Krýsuvík, hafi orðið til þess, að nokkur skel hafi myndast um lund hans og líf, sem að fjöldanum sneri, — en undir sló glatt og trútt hjarta, stór og viðkvæm lund, en drengileg. — Tilfinningum hans, ást og umhyggju fyrir elskaðri konu hans og börnum reyni jeg ekki að lýsa hjer. Það er öllum kunnugt, sem þar til þekktu nokkuð.
Fleiri voru það en hans nánustu, sem vissu um hans höfðings lund og heiðarleik. Jeg, sem þessar línur skrifa, var lengi búinn að þekkja Magnús, og vissi fyrir löngu hver maður hann vár, en best fann jeg það í handtaki hans jegar jeg kvaddi hann síðasta sinn heilbrigðan á Krýsuvíkurhlaði, sá það í augum hans og heyrði á rödd hans.
Við hjónin vorum þá að leggja heim úr sumarfríi, því þriðja, sem við höfðum eytt undir þaki Magnúsar í Krýsuvík, sem við ávallt minnumst með hlýju og þökk.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1953.

Magnús gerði sjer aldrei far um að sýnast, hvorki fyrir mjer nje öðrum. Fyndist Magnúsi, sem einhver hefði sjer greiða gert, var hann ekki í rónni fyrr en hann hafði á einhvern hátt yfirborgað þann greiðá. Hann gat engan látið eiga hjá sjer, jafnvel ekki þótt vinur hans væri. Hjer máttu engin mótmæli, ef hin stóra og viðkvæma sál hans skyldi ósærð. —
Gestrisni hans við gesti og gangandi er svo kímin, að ekki þarf hjer um að ræða, enda of langt mál fyrir stutta blaðagr., en þess mun margur minnast nú, þegar fráfall hans berst þeim til eyrna.

Krýsuvík

Krýsuvík um 1950.

— Á fjárlögum 1945 veitti Alþingi, eftir einróma samþykkt fjárveitinganefndar, eitt þúsund krónur sem viðurkenningu fyrir aðhlynningu og hjálpsemi við gesti, sem til Krýsuvíkur komu, — en þá hafði hann, eins og segir í brjefi til fjárveitinganefndar, „verið aleinn í hinni fornu Krýsuvíkursókn í 10 ár, og haft þar opinn bæ, á þessum afskekkta, en oft heimsótta stað af innlendu og erlendu fólki.“

Nú hefur þú, vinur, gengið hina síðustu göngu hjerna megin elfunnar miklu. Ferjumaðurinn hefur sótt þig að bakkanum, þar sem þú varst búinn að bíða örþreyttur en æðrulaus í 5 ár.

Litlahraun

Litlahraun – beitarhús frá Krýsuvíkurbænum frá fyrri tíð.

Hvað þú hefur hugsað öll þessi ár, er okkur að mestu hulið, en þegar kunnugir komu til þín og töluðu við þig, duldist þeim ekki að löngum muni hugur þinn hafa dvalið í Krýsuvík, og þá einkum við þau verk, sem þjer voru hugleiknust alla ævi, fjárgæsluna. —
Þrátt fyrir ástúðlegustu umönnun konu og barna, skyldi engan undra þótt sú bið hafi verið orðin þjer ærið löng; en þú varst eftir því, sem jeg best veit, sami rólyndi maðurinn, sem þú ávallt varst, meðan þú gekkst heill til skógar.

Krýsuvík

Krýsuvík og Krýsuvíkurkirkja 1950.

Á einverustundum orna mjer enn minningar frá okkar fyrri fundum, hvort heldur þeir urðu á heimíli þínu, eða þegar fundum bar saman, þá við hagræddum fje okkar í vetrarharðindum í högum úti. Ekki gafst þá alltaf mikið tóm til samræðna, þar eð báðir áttum langt heim að sækja, — annar í austur, hinn í vestur.
Oft gekkst þú á veg með mjer, þegar leið mín lá um Krýsuvík, og spjölluðum við þá um okkar hugðarefni. Í dag fylgi jeg þjer hljóður, úr þínu hlaði, síðasta spölinn, og þakka þjer fyrir alla samveruna.
Jeg tel að nú sje genginn síðasti Krýsvíkingurinn, þ.e.a.s. sá maðurinn, sem nú um langan aldur mun hafa dvalið þár lengst, og yfirgaf síðastur staðinn.
Góða ferð yfir til fyrirheitna landsins; þar munu bíða þín verkefni trúverðugrar sálar.“ – Ólafur Þorvaldsson frá Herdísarvík.

Heimild:
-Morgunblaðið 21.10.1950, Magnús Ólafsson, minning, bls. 10.

Krýsuvík

Krýsuvík um 1945.

 

Krýsuvík

Í Skinfaxa árið 1951 er ma.a. fjallað um „Landið og framtíðina – Boranir eftir jarðhita í Krýsuvík„:

Krýsuvík

Krýsuvík – Nicholas Pocock 1791. Fyrstu tilraunir til jarðboranna á Íslandi voru á árunum 1755-1756. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru upphafsmenn og boruðu þeir þrjár holur, eina holu í Laugarnesi og tvær í Krýsuvík. Þeir félagar lentu í því að gufa og leirgos fékkst úr seinni holunni í Krýsuvík og nýr hver myndaðist, þeir þurftu því að stöðva borun á þeirri holu.

„Í Krýsuvík er eitt mesta jarðhitasvæði á landinu, enda ber Reykjanesskaginn allur ljósar menjar mikilla jarðumbrota og eldgosa. — Festi Hafnarfjarðarbær ekki hvað sízt kaup á Krýsuvík vegna jarðhitans, enda hafa jafnan miklar vonir til hans staðið og standa enn.
Fyrstu jarðboranir í Krýsuvík voru framkvæmdar af rannsóknarráði ríkisins árið 1941 og 1942. Var þá borað við suðurenda Kleifarvatns. Þetta var aðeins gert í rannsóknarskyni til þess að kynnast jarðlögum. Festust borarnir tíðum, og engin gufa kom.
Næst var borað 1945. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði þær boranir með höndum, einnig í tilraunaskyni. Borað var við svonefndan Austurengjahver og í Seltúni. Jarðhorar voru grannir. Nokkurt gufumagn kom þó, en þar sem holurnar voru þröngar, stífluðust þær fljótt, enda var hér um rannsókn að ræða.

Krýsuvík

Krýsuvík – Gróðurhúsin 1950.

Haustið 1946 var Ólafur Jóhannsson úr Hveragerði fenginn til að bora eftir gufu vegna væntanlegra gróðurhúsa. Þá voru boraðar 3 holur, ein með allgóðum árangri, og er íbúðarhús starfsfólks gróðurstöðvarinnar hitað með gufu þaðan.
Um áramótin 1946—47 tók til starfa í Krýsuvík nýr jarðbor, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt, en Rafveitu Hafnarfjarðar var falið að annast rekstur hans. Þessi bor er fallbor, en fram til þessa höfðu verið notaðir snúningsborar. Fallborar geta borað víðari holur en snúningsborar, þótt vélaorkan, sem knýr þá, sé hin sama. Ennfremur er minni festuhætta fyrir þá gerð, en áður hafði það tafið mikið, hve borar vildu festast.

Krýsuvík

Borað á hlaðinu í Krýsuvík um 1950.

Með fallbornum var fyrst borað vegna gróðurstöðvarinnar, skammt frá henni. Sú borhola mistókst. Var þá borinn fluttur í svonefnt Seltún og byrjað að bora með tilliti til væntanlegrar raforkuvirkjunar. Meðan á því stóð, var aftur fenginn bor frá rafmagnseftirliti ríkisins til þess að bora uppi í fjallinu ofan við gróðurstöðina, í svonefndum Hveradölum. Voru þær boranir vegna gróðurhúsanna og gáfu nægjanlegt gufumagn fyrir þau, eins og þau voru þá.
Þessar holur hafa þó stíflazt, og hefur fallborinn þá verið fluttur upp í Hveradalina til þess að bora upp þessar stíflur. Ennfremur hafa víðari holur verið boraðar með fallbornum í Hveradölum, sem heppnazt hafa, og gefa þær samtals um 10 tonn af gufu á klst.

Olavíus

Olavíus – Krýsvíkurnámur. Olavius, sem gerði uppdráttinn af námusvæðinu, hét Ólafur Ólafsson (1741–1788).

Gufumagn, sem fyrir hendi er úr borholum í Hveradölum, er þrefalt meira en gróðurstöðin þarfnast, eins og hún er nú. Í Seltúni hafa boranir gengið upp og ofan, enda er jarðvegur í Krýsuvík sérstaklega erfiður viðfangs fyrir jarðboranir. Með fenginni reynslu tókst þó að endurbæta svo borvélina á síðastliðnu ári, að borun hefur gengið mun greiðar en áður. Hefur nú tekizt að bora allt að 13 m. á dag, en stundum áður varð ekki komizt nema nokkra centimetra niður á degi hverjum.
Það var 12. sept. síðastl., að verulegur árangur varð af borunum í Seltúni. Þá kom skyndilega gos úr holu, sem verið var að bora, og orðin var 229 m djúp. Hola þessi er fóðruð með 8 tommu víðum járnpípum 100 m niður. Gosið hefur sífellt haldið áfram, síðan það byrjaði, og kemur úr holunni allvatnsblönduð gufa. Hefur magnið verið mælt við mismunandi mótþrýsting, þ.e. þrengt hefur verið mismunandi mikið að gosinu.

Krýsuvík

Krýsuvík – borholan í Hveradölum undir Baðstofu árið 2000. Nú er búið að hylja holuna með jarðvegi.

Gufa sú, sem úr holunni kemur, mun geta framleitt um 5000 kílóvött rafmagns. En auk þess koma úr holunni um 30 1 af 100° heitu vatni á sekúndu, sem nota mætti i hitaveitu eða til annars. — Til samanburðar má geta þess, að Hafnarfjarðarbær notar nú 3000 kílóvött rafmagns. Gos kemur úr 5 holum alls, þótt gosið úr fyrrnefndri holu sé langmest, en heildargufan úr öllum holunum er 60 tonn á klst.
Í ráði er að virkja þarna í Seltúni, og hefur ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Bandaríkjunum verið send greinargerð um þetta efni og óskað eftir tilboðum um vélar og tæki.  Bráðabirgðaáætlun sýnir, að slík gufuvirkjun yrði nokkru ódýrari en samsvarandi vatnsvirkjanir. Stendur rafveitan í sambandi við ítölsk orkuver, sem reynslu hafa af gufuvirkjunum. Hafa Ítalir gufuorkuver, sem framleiða 300 þús. kilóvött rafmagns. Til samanburðar má geta þess, að nýja Sogsvirkjunin, eins og bún er nú áætluð, mun framleiða 31 þús. kílóvött.“

[Þessi grein er byggð á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra i Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen rafveitustjóra í Hafnarfirði, varðandi boranir, en hann veitir borunum og raforkuframkvæmdum í Krýsuvík forstöðu. — S. J.]

Heimild:
Skinfaxi, 1. tbl. 01.04.1951, Landið og framtíðin, Krýsuvík, bls. 17-23.

Krýsuvík

Krýsuvík – jarðbor HS-Orku í Krýsuvík undir Hettu árið 2025. Fleiri rannsóknarholur eru fyrirhugaðar í Krýsuvík í yfirstandandi rannsóknaráfanga en fjöldi þeirra og staðsetningar mun helgast að nokkru leyti af þeim niðurstöðum sem fást úr fyrstu rannsóknarboruninni við Sveifluháls. Hveradalir og Baðstofa fjær.

Krýsuvík

Valgarður Stefánsson skrifar um „Borun eftir jarðhita og rannsóknir á borholum“ í Náttúrufræðinginn árið 1981:

Jarðhitarannsóknir

Jarðhiti – nýting.

„Nýting jarðvarma á Íslandi er um þriðjungur af orkunotkun landsmanna. Eina landið sem getur státað af svipuðu
nýtingarhlutfalli jarðhita og Ísland er El Salvador, en þar er jarðhitinn notaður til raforkuframleiðslu.
Meginhluti þess jarðvarma sem nýttur er á Íslandi er fenginn með borunum. Jarðhitaboranir eru þannig mjög þýðingarmikil undirstaða í islensku efnahagslífi. Jarðhitaboranir hafa samt sem áður ekki hlotið þann sess í íslenskri þjóðarmeðvitund sem líkja má við aðra undirstöðuatvinnuvegi eins og til dæmis fiskveiðar.

Krýsuvík

Krýsuvík – fyrirhugað borstæði HS Orku undir Miðdegishnúk á Sveifluhálsi.

Ástæður fyrir því eru eflaust margar, en ein af ástæðunum gæli verið sú að jarðhitastríð okkar hafa verið innanlandsóeirðir, en þorskastríðin hafa einkum verið átök við erlenda aðila.
Þessari grein er ætlað að fjalla nokkuð um jarðhitaboranir á Íslandi, tengja þær við rannsóknir á jarðhita og benda á þýðingu borana við nýtingu jarðhita. Reynt verður að fjalla um atriði eins og hvar, hvers vegna og hvenær eigi að bora eftir jarðhita, hvernig boranir eru framkvæmdar, hvaða rannsóknir eru gerðar á borholum og hver sé árangur jarðhitaborana bæði efnahagslega og jrekkingarlega.

SÖGULEGT YFIRLIT

Krýsuvík

Krýsuvík – Nicholas Pocock 1791.

Það var hinn 12. ágúst 1755 sem þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru með jarðnafar Konunglega Danska Vísindafélagsins inn í Laugarnes, fyrst sjóleiðis en síðan á hestum stuttan spöl. Var nafarinn settur niður á grónum hávaða skammt frá hvernum og hófust þar fyrstu jarðhitaboranir á Íslandi, fyrir réttum 225 árum. Ekki gekk borun fyrstu holunnar mjög vel en nafarinn komst niður 13% fet, en þá gekk ekki að koma honum dýpra. Orsök þess var hraunlag nokkuð 4—6 álna þykkt, ,,og liggur ekki einungis undir Laugarnesinu, heldur einnig öllu Suðurlandi“ svo vitnað sé i Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna.

Seltún

Seltún – hver Eggerts og Bjarna frá 1756.

Enda þótt ekki yrði sérlega mikill árangur í Laugarnesinu fóru þeir Eggert og Bjarni á önnur mið árið eftir, og fluttu jarðnafarinn til Krýsuvíkur. Þar var byrjað að bora um hádegisbilið 1. júlí 1756. Boruð voru 25 fet fyrsta daginn og verður það að teljast góður borhraði. Jarðhiti var auðsjáanlega meiri í Krýsuvík en í Laugarnesi, því að „það var svo mikill hiti að maður þoldi ekki að halda hendinni á jörð þeirri, sem upp kom með nafrinum.“ Þessi hola var boruð í 32 feta dýpi og varð hún sú dýpsta sem þeir félagar boruðu, en boraðar voru nokkrar holur í Krýsuvík það sumar. Um síðustu holuna í Krýsuvík segir svo í Ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna:

Jarðnafar

Jarðnafar – Teikning úr bó Sveins Sveinssonar frá 1875.

„Við kusum okkur því annan stað, þar sem efsta lag jarðvegsins var léttara og kaldara. Þar settum við jarðnafarinn niður og boruðum fyrirhafnarlaust niður í 6 feta dýpi í gegnum bláleita, lagskipta jarðtegund með hvítum rákum. Svo var heitt neðst í holunni, að ekki var unnt að snerta á [rví, sem upp kom, nema að brenna sig. Jarðvegurinn var því linari, sem neðar dró, og í 7 feta dýpi heyrðum við óvanalegt hljóð eða hávaða, líkt og þegar sýður ákaflega. Samt héldum við áfram að bora niður í 9 feta dýpi. En þá fór að koma hreyfing á jarðveginn, og þótt holan kringum nafarinn væri harla þröng, tók þunnur grautur að spýtast þar upp með ógnarkrafti. Við neyddumst þá til að hætta þarna og drógum naíarinn upp. En þá fékk hitinn fulla útrás og þeytti sjóðandi, leirblöndnu valni 6—8 fet í loft upp.

Seltún

Seltún – hver Eggerts og Bjarna 2023.

Eftir skamma stund linnti þó óróa þessum, og héldum við, að þá hefði hitinn stillzt. En það leið ekki á löngu, áður en honum jukust kraftar á ný, og þá tók hann til muna að gjósa og sjóða án afláts. Við sáum þá að við höfðum með þessum aðgeröum okkar búið til nýjan hver.
Þar með höfðu jarðhitaboranir á Íslandi gefið þann árangur, sem alla tíð hefur verið megintilgangur þeirra, „að búa til nýjan hver“.

Telja verður að tilraunir þeirra Eggerts og Bjarna með jarðnafar Konunglegu Dönsku Vísindaakademíunnar hafi verið hinar merkustu, en af framhaldinu má ráða að þessi brautryðjendastörf hafa verið of snemma á ferðinni. A. m. k. varð það ekki fyrr en komið var vel fram á tuttugustu öldina að hafist var handa á ný við jarðhitaboranir á Íslandi. Það getur því ekki talist mjög sterkt að orði kveðið þegar þeir Eggert og Bjarni segja:

Krýsuvík

Krýsuvík – Nicholas Pocock 1791.

„Rannsóknir þær sem við létum gera með jarðnafri við hveri og brennisteinspytti, þar sem jarðhiti er á Íslandi, mun vera nýjung að minnsta kosti í norrænum löndum.“

Það sem óbeint varð til þess að jarðhitaboranir voru hafnar hér að nýju var gullið í Vatnsmýrinni. Hlutafélagið Málmleit, sem var stofnað til þess að vinna gull úr Vatnsmýrinni, keypti árið 1924 jarðbor frá þýska fyrirtækinu Alfred Wirth og Co. til vinnslunnar. Ráðunautur félagsins við borkaupin var Helgi Hermann Eiríksson, síðar skólastjóri Iðnskólans, en hann hafði numið námaverkfræði i Skotlandi. Þessi bor boraði tvær holur i Vatnsmýrinni, en ekki fannst mikið af gulli. Svo fór að félagið varð gjaldþrota og 1928 keypti Rafmagnsveita Reykjavíkur gullborinn og var hann fluttur inn að Þvottalaugum, og þar tekinn upp þráðurinn á ný við jarðhitaboranir á Íslandi. Þetta var 173 árum eftir fyrstu tilraunir þeirra Eggerts og Bjarna.

Gullborinn

Gullborinn í Vatnsmýrinni 1907.

Í þetta sinn varð árangurinn öllu betri, og kom í ljós að hægt var að auka heitavatnsrennsli með bornum, eða að búa til nýja hveri eins og þeir Eggert og Bjarni urðu vitni að einn júlídag á því herrans ári 1756. Nú var íslenska þjóðfélagið einnig tilbúið að taka við árangri borananna og nýta jarðvarmann. Árið 1930 var fyrsta hitaveitan i Reykjavík tekin í notkun. Heita vatnið frá Þvottalaugunum var leitt til bæjarins og voru 70 hús hituð upp í þessari fyrstu hitaveitu landsins.
Þessi fyrsta hitaveita hefur eflaust orðið til þess að sannfæra menn um ágæti jarðvarmanýtingar, og þrem árum seinna, 1933, tryggir Reykjavíkurbær sér jarðhitaréttindi á Reykjum í Mosfellssveit.

Jarðboranir

Jarðborinn Dofri 1958.

Hitaveita Reykjavíkur var fyrsta dæmið um vel heppnaða stórnýtingu á jarðvarma, og fyrirtækið heldur enn þeim sessi að vera besta dæmið um hagkvæma nýtingu jarðhita á Íslandi.
Saga jarðhitaborana hefur verið næstum óslitin eftir tilkomu Hitaveitu Reykjavíkur. Hitaveitan hélt borunum áfram og keypti árið 1949 notaðan bor af bandaríska hernum, og var sá bor kallaður Setuliðsbor. Sjálfstæðar boranir á vegum Hitaveitu Reykjavíkur voru óslitið frá því í júní 1928 til loka janúar 1965.
Ríkið keypti fyrst bor árið 1929 og var það haglabor frá Alfred Wirth og Co. eins og tveir fyrstu borar Hitaveitu Reykjavíkur. Á stríðsárunum eignast ríkið tvo litla kjarnabora, fyrst haustið 1939 og síðan 1943. Báðir þessir borar voru frá Sullivan verksmiðjunum og var seinni borinn kallaður Sullivan I.

Jarðbor

Hinn 18. april 1945 voru Jarðboranir ríkisins formlega stofnaðar, en það fyrirtæki tók smám saman að sér allar jarðboranir á landinu. Tækjakostur Jarðborana við formlega stofnun voru áðurnefndir þrír borar en strax sama ár bætist við nýr Sullivan bor, kallaður Sullivan II. Einnig voru keyptir tveir notaðir höggborar frá hernum á Keflavíkurflugvelli. Voru þeir kallaðir Höggbor I og Höggbor II.
Einu eða tveim árum síðar taka Jarðboranir að sér þriðja Sullivan borinn, en sá bor hafði verið keyptur til landsins fyrir atbeina  Stefáns Þorlákssonar bónda í Reykjahlíð i Mosfellsdal. Næsta tæki sem Jarðboranir kaupa er stór höggbor af Cardwell gerð. Þann bor átti að vera hægt að nota bæði sem höggbor og snúningsbor. Hann var samt aldrei tekinn í notkun sem höggbor.
Á þessum árum, 1946—1951, átti Rafveita Hafnarfjarðar sænskan höggbor af Craelius F gerð, og voru boraðar allmargar holur í Krýsuvík með þessum bor. Tilgangur þeirra borana var að vinna gufu til raforkuframleiðslu fyrir Hafnarfjörð.
Árið 1953 kaupa Jarðboranir nýjan höggbor, Höggbor III, og er hann enn í notkun. Næsti bor Jarðborana er snúningsbor af Franks gerð. Sá bor var keyptur hjá Sölunefnd varnarliðseigna 1960. Eftir þriggja ára notkun við virkjunarrannsóknir var farið að nota Franks borinn til þess að leita að heitu vatni. Hægt var að bora í allt að 350 m dýpi með þessum bor.
JarðborÁrið 1961 er aftur keyptur bor af Sölunefnd varnarliðseigna. Þessi snúningsbor er af Mayhew 1000 gerð og byggður á vörubíl. Hann getur borað í allt að 600 m dýpi, og hefur verið notaður til jarðhitaborana nema tvö fyrstu árin. Mayhew borinn, sem seinna var nefndur Ýmir, er enn í notkun við jarðhitaboranir.
Segja má að nokkur þáttaskil verði í sögu íslenskra jarðhitaborana þegar Gufubor ríkisins og Reykjavíkurborgar er fenginn til landsins 1958. Er þá farið að nýta á kerfisbundinn hátt þá reynslu sem áunnist hafði við boranir eftir olíu.
Með þessu tæki var auk þess hægt að bora mun dýpra (ca. 2000 m) en áður hafði tíðkast hér á landi. Við þetta opnuðust margir nýir möguleikar og kom það fyrst fram í stækkun Hitaveitu Reykjavíkur. Samhliða því var farið að bora fyrir alvöru í háhitasvæðin í Ölfusdal og Krýsuvík.

Jarðbor

Craelius – bæklingur.

Var nú skammt stórra högga á milli. Árið 1962 var keyptur stór notaður snúningsbor frá Svíþjóð af gerðinni Craelius B-4. Hér er þessi bor kallaður Norðurlandsborinn. Samkvæmt upplýsingum framleiðanda átti þessi bor að geta borað í allt að 3 km dýpi. Þessi stóri bor var þrátt fyrir allt aðeins notaður í þrjú ár, 1962—1965, t.d. rannsóknarholu við Kaldársel.
Á árunum 1966—1971 var svo starfræktur svokallaður Norðurbor. Var hann settur saman á þann hátt að mastur, spil og undirstöður Cardwell borsins sem keyptur var 1947 var notað með dælum og borstöngum Norðurlandsborsins, en keypt var nýtt drifborð. Með þessum bor voru boraðar sjö holur.
Á síðasta áratug hafa bæst við þrír borar í jarðhitaborflotanum. Árið 1971 er keyptur bor af Wabco gcrð sem kallaður er Glaumur. Árið 1975 kemur stærsti jarðbor landsins, Jötunn, og ári síðar borinn Narfi. Allir þessir borar hafa komið mikið við sögu jarðhitanýtingar.

HVERS VEGNA ER BORAÐ EFTIR JARÐHITA

Jarðbor

Djúpbor.

Tilgangur jarðhitaborana er að kanna jarðhitasvæði og til þess að ná úr þeim heitu vatni eða gufu, eða „búa til nýjan hver“ eins og þeir Eggert og Bjarni urðu fyrst vitni að í Krýsuvík árið 1756. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé nóg að nota heita vatnið úr öllum þeim hverum og laugum sem eru út um allar sveitir og sleppa þessum dýru borunum. Svarið við þessari spurningu er neitandi. Stafar það af tvennu. Veigamesta ástæðan er sú að með borunum er hægt að fá mun meira af heitu vatni eða gufu til yfirborös en það sem sprettur fram í laugum og hverum. Hin ástæðan er sú, að ekki er hægt að flytja jarðhitavatn með hagkvæmni nema tiltölulega skamma vegalengd. Þar sem markaður er fyrir jarðhitavatn er því farið í jarðhitaleit. Í nokkrum tilvikum hefur verið hægt að ná i heitt vatn með borunum þó ekki hafi verið sjáanlegur jarðhiti á yfirborði.
Tiltölulega fáar holur eru boraðar á Íslandi eingöngu í rannsóknarskyni. Hins vegar gefa allar jarðhitaboranir aukna þekkingu á jarðhitanum og nýtast þannig í rannsóknum á jarðhita.
Megintilgangur borana er eins og áður segir að auka rennsli til yfirborðs af jarðhitavökva. Þetta kom glögglega í ljós við nýtingu fyrst við Þvottalaugarnar í Reykjavík.

HVAR OG HVENÆR ER BORAÐ EFTIR JARÐHITA

Jarðbor

Jarðbor – Einfölduð skýringamynd af snúningsbor.

Jarðhiti er orkuauðlind. Nýting hans á að grundvallast á samanburði á kostnaði og væntanlegum arði af nýtingunni. Þá þarf að reikna stofn- og reksturskostnað þeirra mannvirkja sem nýtingin krefst og bera saman við nýtingu annarra orkugjafa. Sameiginlegt með allri nýtingu jarðhita er kostnaður vegna orkuöflunar (borkostnaður) og kostnaður vegna flutnings orkunnar frá borholum á nýtingarstað. Þessi bæði atriði setja þvi nokkrar skorður hvar er borað eftir jarðhita. Ef fyrirhuguð nýting er til dæmis hitaveita fyrir þéttbýliskjarna, er hagkvæmnin eingöngu háð fjarlægð jarðhitasvæðisins frá þéttbýlinu, borkostnaði og verði á öðrum orkugjöfum, svo sem olíu.
Staðarval borhola skiptir miklu máli fyrir hagkvæma nýtingu, en auk þess getur nákvæm staðsetning innan jarðhitasvæðis skipt  sköpum um það hvort borunin gefur góðan árangur eða engan. Þetta er stundum nefnt hittni jarðborana. Í stórum dráttum má segja að hittnin sé háð eiginleikum jarðhitakerfanna og því hversu vel menn þekkja þessa eiginleika.

jarðbor

Jarðbor – Skolvökva er dælt niður í gegnum borstengur til að kæla borkrónu og flytja bergmynslu upp til yfirborðs.

Jarðhitakerfi eru mjög ólík og er þar ekki til nein algild regla fyrir því hvar er heppilegast að bora, og hvernig halda eigi borkostnaði í lágmarki. Þetta þýðir í reynd að rannsaka verður hvert jarðhitasvæði sérstaklega, og byggja staðsetningu borhola á þeirri þekkingu sem fæst úr slíkum rannsóknum.
Fyrirbærið jarðhiti hlýðir lögmálum náttúrunnar og því meiri vitneskja sem fæst um þetta fyrirbæri og þau náttúrulögmál, sem stjórna hegðun jarðhitans því betri möguleika höfum við á því að ákvarða hvar vænlegast er að bora. Í jarðhitarannsóknum er greint á milli nokkurra rannsóknarstiga, en þau eru forrannsókn, reynsluboranir og forhönnun, djúprannsókn og hagkvæmnisathugun og síðast verkhönnun.
Auk þess að taka mið af jarðhitalegum aðstæðum þarf einnig að taka mið af nýtingarmöguleikum jarðhitans áður en ráðist er í dýrar boranir. Ef fyrirhuguð borun er nálægt þéttbýli, þar sem fyrir hendi er stór markaður fyrir hitaveituvatn, er meira i húfi en þar sem jarðhiti er langt frá markaði. Sú staða hefur til dæmis komið upp hjá meðalstórum kauptúnum að næsta jarðhitasvæði hefur verið svo fjarri byggðinni að ekki borgar sig að reyna að finna jarðhita með borunum af þvi að heildarkostnaður við boranir og hitaveitulagnir er meiri en aðrir kostir við upphitun.

HVERNIG ER BORAÐ EFTIR JARÐHITA

Jarðbor

Jarðbor – Tannhjólakróna og demantskróna.

Margar aðferðir eru til við jarðboranir, og hafa allflestar verið reyndar við jarðhitaboranir á Íslandi. Sú aðferð sem nú er algengust er að nota snúningsbor með tannhjólakrónu.
Jarðhitaholur eruboraðar víðastar efst en mjórri neðar. Stafar það fyrst og fremst af því að í holurnar er látið misjafnlega mikið lághitaholum er fóðrun fyrst og fremst gerð til þess að kalt vatn renni ekki inn ofarlega í holuna. Í háhitaholum þarf einnig að útiloka kalt innstreymi ofarlega, en einnig þarf að taka með í dæmið að mikill þrýstingur getur orðið á holutopp, og þess vegna þarf að sjá svo til að fóðurrör sé nægilega langt og vel steypt við holuveggi að holu toppur þoli þrýstinginn. Einnig þarf steypta fóðurrörið að ná svo langt niður að bergið sjálft standist þrýstinginn og ekki sé hætta á að gufan ryðjist út utan með rörinu.

Jarðbor

Jarðbor – Demantskróna og útbúnaður til kjarnatöku. Kjarninn er tekinn í bútum til yfirborðs með því að draga upp innri kjarnakörfu til yfirborðs.

Jarðhitaboranir eru allflókin tæknileg aðgerð þar sem mestu máli skiptir að allir þættir vinni samtímis eins og til er ætlast. Þessi tækni hefur um langan tíma þróast hér á Íslandi, og hafa þar skapast ýmsar séríslenskar aðferðir.

ÁRANGUR JARÐHITABORANA
Ekki þarf að fara í grafgötur með það að árangur jarðhitaborana á Íslandi hefur verið mikill og hagnaður þjóðfélagsins af þessari starfsemi allverulegur. Ef leggja á talnalegt mat á þennan árangur, kemur oft til hlutlægt mat við hvað skuli miða í slíkum samanburði.
Oft eru gæði jarðvarmanýtingar á Íslandi metin til þess sparnaðar í gjaldeyri sem þessi nýting skapar miðað við innflutning á oliu. Þetta er tiltölulega einfalt reikningsdæmi og kemur út úr því að miðað við verðlag í janúar 1980 er sparnaður þjóðarinnar vegna jarðhitanýtingar um 50 milljarðar króna á ári samanborið við olíuhitun. Þetta er mikil fjárhæð eða um sjöundi hluti af áætluðum útgjöldum ríkisins á árinu 1980.

Jarðbor

Jarðboranir – Stærðarhlutföll og mesta bordýpt þeirra bora, sem nú (1981) eru notaðir við jarðhitaboranir.

Öryggi fyrir efnahagslífið er mikið. Þetta atriði verður ekki metið til fjár hér en aðeins bent á að þeim mun minna sem þjóðin er háð alþjóðlegum sviptingum í orkumálum þeim munbetra. Hækkun orkuverðs á síðasta áratug hefur haft mjög miklar afleiðingar á efnahagslíf margra þjóða, og ekki er að vænta að mikil breyting verði þar á í fyrirsjáanlegri framtíð.
Orkunotkun er svo snar þáttur í nútíma þjóðfélagi, að skiptir sköpum fyrir fjárhagslega afkomu. Því verður erfiðlega metið til fjár það öryggi sem er því samfara að ráða yfir a. m. k. hluta þeirra orkulinda sem nýttar eru í þjóðfélaginu.“

Jarðhitarannsóknir á Krýsuvíkursvæðinu eiga sér langa sögu og má rekja fyrstu skráðu könnunina allt aftur til ársins 1756 þegar gerðar voru rannsóknir á hverum og leirpottum í Krýsuvík, sem teljast meðal fyrstu vísindalegu jarðfræðirannsókna á Íslandi.

Krýsuvík

Krýsuvík – hugmynd að „Krýsuvíkurhóteli“ – Morgunblaðið 10. maí 1984.

Í gegnum árin hafa síðan farið fram margvíslegar rannsóknir og boranir á svæðinu. Á árunum 1941–1951 voru boraðar fjölmargar grunnar holur í nágrenni Krýsuvíkur með það að markmiði að afla gufu til rafmagnsframleiðslu fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið. Borholurnar leiddu í ljós jarðhita en ekki í nægjanlegu miklu magni til að hefja raforkuframleiðslu á þeim tíma. Holurnar þóttu samt gagnlegar sem undanfari frekari rannsókna síðar. Auk nýtingar jarðhitans í Krýsuvík hafa í gegnum tíðna komið fram ýmsar hugmyndir um nýtingu svæðisins, s.s. saltvinnslu með jarðvarman að vopni, heilsulind, hótelbyggingu og gerð golfvallar, svo eitthvað sé nefnt.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 3.-4. tbl. 1981, „Borun eftir jarðhita og rannsóknir á borholum“, Valgarður Stefánsson, bls. 250-270.

Krýsuvík

Krýsuvík – jarðbor HS-Orku í Krýsuvík undir Hettu árið 2025. Fleiri rannsóknarholur eru fyrirhugaðar í Krýsuvík í yfirstandandi rannsóknaráfanga en fjöldi þeirra og staðsetningar mun helgast að nokkru leyti af þeim niðurstöðum sem fást úr fyrstu rannsóknarboruninni við Sveifluháls.