Tag Archive for: Kúadalastígur

Urriðahraun

Gengið var um Kúadali innan við Urriðakotsdali með það að markmiði að reyna að rekja tvær gamlar götur inn á Urriðakotshraunið, þ.e. svonefndan Grásteinsstíg og Kúadalsstíg, og leita staðfestingar á svonefndri „Réttin gamla“ og „Stekkjatúnsstekk“.
Urridakotshraun-2Örnefnin eru tilgreind í heimildum við og í nágrenni við stígana, s.s. Grásteinn, Einbúi og Sprunguhóll, auk þess sem nokkurra minja frá búskapnum á Urriðakotsbænum er getið á svæðinu, t.a.m. fyrrnefna rétt, stekk, fjárhús, skotbyrgi, fjárskjól o.fl.
Að þessu sinni var höfð til hliðsjónar fornleifaskráning Byggðasafns Skagafjarðar fyrir Urriðaholt (nærtækt Urriðakotslandið) frá árinu 2005. Í hluta skráningarinnar er fjallað um svæðið milli Vífilsstaðahlíðar og Tjarnarholts (-holta), þ.e. vestanvert Urriðakotshrauns.
Í nefndri skráningu segir m.a. um heimildir varðandi framangreint og niðurstöður vettvangsleitar: „
Um Grásteinsstíg í Urriðakotslandi segir m.a. í örnefnaskrá frá 1964: „Grásteinsstígur „liggur út á hraunið frá Hraunhorninu hjá Grásteini“, steini „á hrauninu út frá Hraunhorninu“.
Urridakotshraun-4Í örnefnalýsingu 1988 segir: „Nokkru sunnan við Dyngjuhólsflöt gengur smáhorn suðvestur úr hrauninu, sem kallast Hraunhorn. […] Nokkurn spöl suðaustur af Hraunhorni er vik inn í hraunið, og liggur Grásteinsstígur þar inn í hraunið. Hann dregur nafn af stórum, gráum steini, Grásteini, við stíginn í hrauninu.“ Stígurinn lá að Kolanefsflöt [þar sem Sauðahellirinn nyrði er].
Skv. örnefnaskrá 1964 var „Réttin gamla“ í hraunbrúninni „í hvammi neðan til við Kúadali“ og „nokkru neðar er svo gamall stekkur, frá stekktíðinni.“
Skv. ódagsettri örnefnalýsingu lá Grásteinsstígur „þvert yfir hraunið frá Hraunhorni sem var nokkru sunnar með hraunbrúninni, en sunnan við það var svo Hraunshornflöt. Hér nokkru sunnar er komið í Stekkinn. Þar var Stekkatúnið […]“. Ekki er minnst á stekkinn í örnefnalýsingu 1988, aðeins túnið og réttina sem við hann eru kennd.
Í örnefnaskrá 1964 er Stekkatúnið sagt vera „gróinn hvammur kringum stekkinn“, „Stekkatúnsrétt var þarna, en er nú horfin með öllu. Þarna hafa nú verið byggðir sumarbústaðir þrátt fyrir vatnsleysi.“ Skammt sunnan við vikið, sem Grásteinsstígur liggur um, er gömul rétt sem kölluð var Stekkjartúnsrétt, eða aðeins Stekkjartún. Í ódagsettri örnefnalýsingu segir: „Hér nokkru sunnar er komið í Stekkinn. Þar var Stekkatúnið, hvammur í hrauninu. Þarna var líka Stekkatúnsrétt eða 

Urridakotshraun-5

Gamla réttin sem var í hraunbrúninni nokkru sunnar.“ Í örnefnalýsingu 1988 segir svo: „Skammt sunnan við vikið, sem Grásteinsstígur liggur um, er Stekkjartún. Við hraunið nokkru suðaustar er önnur rétt nafnlaus […]“. Skv. örnefnaskránni 1964 virðist sú rétt hins vegar hafa verið kölluð „Réttin gamla“.
Í örnefnaskrá 1964 er auk Stekkatúnsréttar nefnd Réttin gamla sem var „í hvammi neðan við Kúadali […] í hraunbrúninni. Innst í réttinni er lítill skúti“. Í ódagsettri örnefnalýsingu er hins vegar talið að um sömu rétt sé að ræða en eftir að Stekkatún hefur verið nefnt segir: „Þarna var líka
Stekkatúnsrétt eða Gamla réttin sem var í hraunbrúninni nokkru sunnar.“ Loks segir Svanur Pálsson í örnefnalýsingu 1988: „Við hraunið, nokkru suðaustar er önnur rétt nafnlaus, sem byggð var í minni heimildarmanns. 

Urridakotshraun-6

Nánari lýsing: Nafnið Réttin gamla virðist gefa hugmynd um að hún sé eldri en Stekkatúnsrétt. Um aldur hinnar síðarnefndu er ekki getið en hin fyrrnefnda var ekki byggð fyrr en eftir 1906, fæðingarár heimildarmannsins, Guðbjargar Guðmundsdóttur. Af staðsetningunni „í hraunbrúninni“ að dæma er Réttin gamla þó líklega sú sem Guðbjörg mundi eftir „við hraunið“ og taldi nafnlausa.
Þegar Stekkjartúnsrétt og „önnur rétt nafnlaus“ hafa verið nefndar segir í örnefnalýsingu 1988: „Norður af henni er áberandi hóll í hrauninu, sem heitir Einbúi. Suðaustur af Einbúa eru rústir beitarhúss, sem byggt var fyrir minni heimildarmanns. Austur og suðaustur af beitarhúsarústunum er hraunið tiltölulega slétt og lægra en umhverfið og nefnist Flatahraun.“

Urridakotshraun-7

Í örnefnaskrá 1964 segir um Kúadali: „Svo heita hvammar og flatir niður með hrauninu milli þess og Tjarnholtanna. Grónir vel og sléttir.“ Í ódagsettri örnefnalýsingu er Einbúi sagður vera austur frá Stekknum en „hér framar er komið í Kúadali, og liggur Kúadalastígur upp og út í hraunið. Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt.“ Í örnefnalýsingu 1988 segir: „Norð-austur af Byrginu er vik inn í hraunið, sem heitir Kúadalur. Þar liggur Kúadalsstígur inn í hraunið.“
Í örnefnaskrá 1964 segir um Kúadali: „Svo heita hvammar og flatir niður með hrauninu milli þess og Tjarnholtanna. Grónir vel og sléttir. „Í ódagsettri örnefnalýsingu er Einbúi sagður vera austur frá Stekknum en „hér framar er komið í Kúadali, og liggur Kúadalastígur upp og út í hraunið. Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt.“ Í örnefnalýsingu 1988 segir: „Norð-austur af Byrginu er vik inn í hraunið, sem heitir Kúadalur. Þar liggur Kúadalsstígur inn í hraunið.“

Urridakotshraun-10

Skv. örnefnaskrá 1964 eru Kúadalir hvammar „niður með hrauninu milli þess og Tjarnholtanna“ en út úr stærsta hvamminum liggur“ Kúadalastígur „upp á hraunið út á Flatahraunið yfir í Vífilstaðahlíð“. Í örnefnalýsingu 1988 segir: „Norðaustur af Byrginu er vik inn í hraunið, sem heitir Kúadalur. Þar liggur Kúadalsstígur inn í hraunið. Rétt austan við Kúadalsstíg, inni í hrauninu, er krosssprunginn hóll, Sprunguhóll. Vestur af Byrginu er grýttur hóll, Grjóthóll.“
Í örnefnaskrá 1964 er nefndur Syðridalatroðningur: „Troðningur eða stígur, er lá upp holtið frá dal rétt við Grjóthól suður á Syðri dalinn.“ Í ódagsettri örnefnalýsingu segir: „[…] milli Tjarnholta og Þverhlíðar er Dalurinn syðri eða eins og hann er stundum kallaður Urriðakotsdalur syðri og líka var hann nefndur Efri-Flatir. Hér um lá troðningur og niður um holtið, nefndist Syðridalatroðningur, hann lá framhjá svonefndum Grjóthól um Grjóthólsflöt niður undan honum, en hér var kallað holtið „Milli dala“ og þá lá troðningurinn niður á Neðri-Flatir,

Urridakotshraun-8

Dalinn neðra eða Dalinn og Urriðakotsdalinn neðri, en svæði þetta sem nú hefur verið lýst nefndist einu nafni Urriðakotsdalir og lá stígurinn hér um miðjan dal í Gjáarréttarstíginn og síðan yfir á Hálsinn Flóðahjallaháls eða Urriðakotsháls, sem fyrr er talinn og síðan niður til bæjar.“
Í örnefnaskrá 1964 segir um Fjárhústóftina syðri: „Nokkru norðar en Skotbyrgið er rúst gamals fjárhúss við allstóran klett.“. Eða: „Nokkru vestan við Skotbyrgið, er stór klettur vestan undir honum er rúst gamals fjárhúss.“. Í ódagsettri örnefnalýsingu segir: „Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt. Þar vestar er hraunhóll mikill og við hann er Fjárhústóftin nyrðri eða austan við Kúadali er Fjárhústóftin syðri. Það var upphaflega reist sem sauðahús.“ Líklega eru þetta sömu tóftir og getið er um í örnefnalýsingu frá 1978: „Rétt austan við Kúadalsstíg, inni í hrauninu, er krosssprunginn hóll, sem heitir Sprunguhóll. Skammt suðaustur af Sprunguhól eru gamlar fjárhústættur.

Urridakotshraun-9

Í örnefnaskrá 1964 segir um Fjárhústóftina nyrðri: „Nokkru norðar en gamla rústin“, þ.e. Fjárhústóftin syðri, „er fjárhústóft og standa veggirnir enn.“ Eða: „Nokkru vestar er fjárhústóft yngri og standa enn veggirnir. Guðmundur bóndi Jónsson [í Urriðakoti] byggði fjárhúsið. […] Fjárhúsið er eftir sauðahús.“ Í ódagsettri örnefnalýsingu segir: „Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt. Þar vestar er hraunhóll mikill og við hann er Fjárhústóftin nyrðri eða austan við Kúadali er Fjárhústóftin syðri. Það var upphaflega reist sem sauðahús.“ Líklega eru þetta sömu tóftir og getið er um í örnefnalýsingu frá 1978: „Rétt austan við Kúadalsstíg, inni í hrauninu, er krosssprunginn hóll, sem heitir Sprunguhóll. Skammt suðaustur af Sprunguhól eru gamlar fjárhústættur.
Skv. örnefnaskrá 1964 var Skotbyrgið „gamalt skotbyrgi af grjóti vestan til við“ Kúadalsstíg eða „rétt vestan til við Kúadali“. Í ódagsettri örnefnalýsingu segir: „Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt.“

Urridakotshraun-3

En í örnefnalýsingu 1988: „Vestur af Litla-Tjarnarholti er stór steinn og er annar steinn uppi á honum. Var það kallað Byrgi.“
Af framangreindu má ætla að „Gamlarétt“ hafi ekki fundist við vettvangsleit, en gæti verið sama og nefnt er „Stekkjatúnsstekkur“. Hér kemur uppgötvun þessarar ferðar; leifar af bæði „Gömlurétt“ og „Stekknum“ er að finna á báðum tilgreindum stöðum. Þá er auðvelt að rekja bæði „Grásteinsstíg“ og „Kúadalsstíg“ yfir hraunhöftin. Grónar vörður gefa báða stígana til kynna. Austan hraunhaftanna sjást göturnar mjög vel, enn þann dag í dag. Og „Gamlarétt“ virðist svo augljós.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir:
-Fornleifaskráning Byggðasafns Skagafjarðar 2005 – Urriðaholt.
-Gísli Sigurðsson: 1964, Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna: Bessastaðah. /Garðahr.: Hafnarf. og Hraunum, bls. 139-40.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, 2001: Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar Safn til sögu Garðabæjar III.
-Svanur Pálsson, 1978, bætt 1988: Örnefnalýsing Urriðakots skráð eftir Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Urriðakoti.

Grásteinn

Grásteinn við Grásteinsgötu.

Kúadalur

Kúadalsstígur er líklega stystur stíga hér á landi, þ.e. ef farið er eftir örnefnalýsingum.
Í Kuadalur-2örnefnalýsingu Svans Pálssonar fyrir Urriðavatnskot segir m.a.: „Suðsuðvestur af neðri enda Selgjár er holt vestan við Urriðakotshraun. Nefnist það Syðsta-Tjarnholt. Syðst á holtinu er stór klettur með grasþúfu uppi á. Hann nefnist Markasteinn og er á mörkum Urriðakots, Garðakirkjulands og Setbergs. Norður af Syðsta-Tjarnholti er Mið-Tjarnholt og Litla-Tjarnholt norðvestur af Mið-Tjarnholti. Tjarnholtin eru öll suðvestan hraunsins. Vestur af Litla-Tjarnholti er stór steinn og er annar steinn uppi á honum. Var það kallað Byrgi. Norðaustur af Byrginu er vik inn í hraunið, sem heitir Kúadalur. Þar liggur Kúadalsstígur inn í hraunið. Rétt austan við Kúadalsstíg, inni í hrauninu, er krosssprunginn hóll, Sprunguhóll. Vestur af Byrginu er grýttur hóll, Grjóthóll. Dalurinn niður af Grjóthól, en suðaustur af Urriðakotshálsi, sem áður var nefndur, heitir Urriðakotsdalur. Suðvestan hans er Hádegisholt, sem fyrr var nefnt.“
GrasteinsstigurLíklega nær Kúadalsstígur bæði í Kúadal um Urriðavatnskotsdali og upp úr honum inn á Urriðavatnskots-hraun. Þar sem hann liggur upp á hraunið og yfir hraunhaft inn á Flatahraun er einungis um einnar mínútu gönguleið að ræða. Hraunið er víðast hvar mjög úfið, en þarna er það bæði mjög slétt og því greiðfært. Þegar komið er inn á Flatahraun sameinast Kúadalsstígur Grásteinsstíg.
Í öðrum örnefnalýsingum er getið um „“Kúadali“ og „Kúadalastíg“. Þarf það ekki að koma á óvart því auðelt er að áætla Kúadalinn fleiri en einn ef tekið er mið af landslaginu umleikis.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing SP fyrir Urriðakot.

Urriðakot

Urriðakot.