Kúadalur

Kúadalsstígur er líklega stystur stíga hér á landi, þ.e. ef farið er eftir örnefnalýsingum.
Í Kuadalur-2örnefnalýsingu Svans Pálssonar fyrir Urriðavatnskot segir m.a.: “Suðsuðvestur af neðri enda Selgjár er holt vestan við Urriðakotshraun. Nefnist það Syðsta-Tjarnholt. Syðst á holtinu er stór klettur með grasþúfu uppi á. Hann nefnist Markasteinn og er á mörkum Urriðakots, Garðakirkjulands og Setbergs. Norður af Syðsta-Tjarnholti er Mið-Tjarnholt og Litla-Tjarnholt norðvestur af Mið-Tjarnholti. Tjarnholtin eru öll suðvestan hraunsins. Vestur af Litla-Tjarnholti er stór steinn og er annar steinn uppi á honum. Var það kallað Byrgi. Norðaustur af Byrginu er vik inn í hraunið, sem heitir Kúadalur. Þar liggur Kúadalsstígur inn í hraunið. Rétt austan við Kúadalsstíg, inni í hrauninu, er krosssprunginn hóll, Sprunguhóll. Vestur af Byrginu er grýttur hóll, Grjóthóll. Dalurinn niður af Grjóthól, en suðaustur af Urriðakotshálsi, sem áður var nefndur, heitir Urriðakotsdalur. Suðvestan hans er Hádegisholt, sem fyrr var nefnt.”
GrasteinsstigurLíklega nær Kúadalsstígur bæði í Kúadal um Urriðavatnskotsdali og upp úr honum inn á Urriðavatnskots-hraun. Þar sem hann liggur upp á hraunið og yfir hraunhaft inn á Flatahraun er einungis um einnar mínútu gönguleið að ræða. Hraunið er víðast hvar mjög úfið, en þarna er það bæði mjög slétt og því greiðfært. Þegar komið er inn á Flatahraun sameinast Kúadalsstígur Grásteinsstíg.
Í öðrum örnefnalýsingum er getið um “”Kúadali” og “Kúadalastíg”. Þarf það ekki að koma á óvart því auðelt er að áætla Kúadalinn fleiri en einn ef tekið er mið af landslaginu umleikis.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing SP fyrir Urriðakot.

Urriðakot

Urriðakot.