Færslur

Krýsuvík

Eftirfarandi fróðleikur barst frá einum FERLIRsfélaganna: “Rakst á meðfylgjandi bréf frá hjáleigubændum í Krýsuvík um daginn og datt í hug að þið hefðuð gaman að.
Bréfin eru til krysuvik-spegill-221Landsnefndarinnar fyrir sem starfaði hér á landi á árunum 1770-1771 en þá gafst landsmönnum tækifæri á að skrifa til konungs eða embættismanna hans milliliðalaust (þ.e. án aðkomu innlendra embættismanna, s.s. sýslumanna) og segja álit sitt á stjórnun landsins, viðreisn atvinnuveganna eða bara hverju sem var sem þeim lá á hjarta. Það notfærðu hjáleigumenn í Krýsvík sér og fjölluðu um samskipti sín við Krýsuvíkurbóndan. Hátt í tvö hundruð bréf bárust nefndinni alls, bæði frá embættismönnum hér á landi og almenningi.
Bréf Krýsvíkinganna er einstakt að því leyti hve mikið af örnefnum á svæðinu koma fram. Gaman væri að vita hvort sérfróðir menn um svæðið þekki örnefnin og geti staðsett þau?
Þess má geta að Símon Sighvatsson sem getið er um í bréfinu er sá hinn sami og vann við brennisteinsvinnsluna á meðan hún var í gangi ca. 1755-1763. – Með bestu kveðju.”

Tvö bréf til Landsnefndarinnar frá hjáleigubændum í Krýsuvík. – ÞÍ. Rtk. 18,6 örk 11. (liggja með bréfum úr Árnessýslu):
“Veleðla, hálærðir og háttagtaðir herrar!
Náð, heilsa, lukka og blessan af Guði föður og drottni vorum herra Jesú Christo. Vér undirskrifaðir Vernharður Rafnsson og Hallvarður Jónsson ábúendur á Stóra-Nýjabæ í Krýsuvíkurhverfi.
Stori-nyjabaer-31. Gefum fyrst til vitundar ásigkomulag jarðarinnar. Á þessari jörð sem við nú á búum voru fyrst þriðjungaskipti það menn lengst til muna og bjó annar á tveim pörtum jarðarinnar og hinn á þriðjungi, voru og eru bæirnir nefndir Austurbær og Vesturbær. Austurbænum fylgdu 2 partar jarðarinnar og Vesturbænum þriðjungurinn og skipti gata túnum af bæjarhlaði norður og suður í mýri til suðurs en í mel til norðurs. So og voru tilgreind örnefni eður kenniteikn engjanna, beggja partanna jarðarinnar, sem so nefndust, Flóðakrókur, Teitsflóð, Fremri-Álfsteigur, á miðli Álfsteiga, Innri-Álfsteigur. Þessar engjar sem nú eru nefndar tilheyrðu þriðjungi jarðarinnar og eitt kúkvíildi, eftir hvört voru goldnir 2 fjórðungar smjörs og tvær vættir af hörðum fiski í landskuld. Austurbænum eður tveim pörtum jarðarinnar tilheyrðu sonefnd Engjapláts, Kringlumýri, Mosar eður lítið holt það sem Nýjabæjar engjagarður á stendur.

fifumyri-1

Þar fyrir norðan nefnist Syðri-Höfði og Nyrðri og Fífumýri fyrir austan Litla-Lambafell, fyrir norðan og austan Gilið nefnist fyrst Þúfnamýri vestanundir Seljamýrarholti og Arnarófur áfastar við Þúfnamýri. Frá fyrrnefndri Kringlumýri fyrir austan Gilið nefnast Dýjarófur, Blettir, Höfði, Grasgil, Litli-Höfði fyrir vestan Seljamýrarholt. Fyrir austan greint holt nefnist Seljamýri og Nýjabæjarhvammur. Eftir þessa tvo parta jarðarinnar guldust árlega í hörðum fiski 4r vættir. Eitt kúkvíildi og þrjár ær fylgdu þessum tveim pörtum, eftir þetta hálft annað kvíildi guldust 3 fjórðungar smjörs.
Seljamyri-2

Nú nefnist sá bóndi er bjó á Krýsuvík Sveinbjörn Eiríksson og kona hans Hallbera Jónsdóttir, að fyrrnefndum Sveinbirni sáluðum giftist Hallbera aftur velnefndum Jóni Sigmundssyni, hvör og so er sálaður. Í tíð Sveinbjarnar var heimajörðinni Krýsuvík skipt til helminga og kom til jarðarinnar móti Sveinbirni og Jóni sál. Sigmundssyni, Magnús Jónsson nú búandi á Stafnesi, hann bjó á helmingi jarðarinnar. Að Magnúsi burtviknum og Jóni sáluðum, bjó fyrrnefnd Hallbera ein á heimajörðinni Krýsuvík þar til Símon Sighvatsson tók við jörðinni, sem nú er jarðarinnar ábúandi.
Í tíð fyrrnefnds Sveinbjarnar Eiríkssonar bjó sá maður fátækur er Jón Jónsson hét á tveim pörtum Stóra-Nýjabæjar. Þá skipti Sveinbjörn engjum Stóra-Nýjabæjar sem tveim pörtunum tilheyrðu til helminga (að hann sokallaði) og tók þann partinn er hann sjálfur vildi og lét eina vætt af landskuld niður falla. So og tók hann til sín þær þrjár ær sem jörðinni fylgdu og setti aftur kúkvíildi, hvar eftir han tók 2 fj. smjörs, og þessi kvíildaþungi helst við jörðina enn nú og sama er að segja um Nýjabæjarengjar er Sveinbjörn sér skipti, að þær yrkir og heldur hvör Krýsuvíkurbóndi eftir annan, jafnvel þó Stóra-Nýjabæjar fátækir ábúendur stórlega eftir sjái.

Krysuvik - vesturengjar

Í tíð Hallberu Jónsdóttir var Stóra-Nýjabæ skipt til helminga að forngildunni frátekinni, og ég Vernharður Rafnsson óskaði eftir mínum parti forngildunnar og fékk ég ekki. So og er engjastykki með hefð fallið undan Stóra-Nýjabæ úr þriðjunga engjunum til heimajarðarinnar, og fyrir það ekkert fiskvirði niðurfallið, hvört engjastykki ég nefni Flóðakrók er fyrrnefndi og Teitsflóð allt, allt að Fremra-Álfsteig, hvört engjastykki ég meina 6ta part af þriðjunga engjun-um. Þetta engjastykki sýnist mér okkur báðum tilheyra sem nú búum á Stóra-Nýjabæ. Sömu-leiðis á Járngerðastaða manntalsþingi, óskaði ég eftir mínum parti forngildunnar og fékk ég ekki.
Krysuvik - vesturengjar - 22. So eru og afmarkaðar fjörur sem Stóra-Nýjabæ fylgja og so nefnast Bergsendi, og í öðrum stað Keflavík, á hvörjum greindum fjörum vér tökum söl oss til lífsbjargar, en ekki megum vér þar eitt trékefli af taka, hverki til jarðarinnar húsa eður bæta nokkra vora búshluti er vér þurfum daglega á að halda.
3. So og hlýt ég gefa til vitundar ásigkomulag um heilsu mína og fémuni sem er, ég er vanfær maður og veikur, og oftar í rekju liggjandi en á fæti vinnandi, so er og kona mín heilsulin orðin, og ekki er fyrir okkur að hafa utan einn piltur um tvítögs aldur, sem er launsonur minn, so og er laundóttur konu minnar, og er þetta okkar fyrirvinna. En um fjármuni er það að segja að við eigum 5 ær veikar af kláðapest, eina kú og eina kvígu að fyrsta kálfi og eina kálflausa kvígu, og tvísýnt að þessir gripir lifi fyrir hor og 7 hross klifbær og 2 trippi, einn 6 ræðing og verð ég að kaupa mann úr annarri sveit fyrir 40 álnir að vera formann fyrir skipinu.
Á þessu ári 1770 var uppá mig fluttur undirvetur, bróður minn skilgetinn Hálfdan Rafnsson að nafni, mállaus og so gott sem mætti fyrtur í læri, síðu og handlegg, hvörjum ómaga eftirfylgdi kona hans og eitt barn, og taldist ég undan móti þeim að taka, og sögðu þeir það legði sig sjálft að leggja honum af sveitinni, og hafa þeir það soleiðis efnt að ég hef meðtekið eina mjöl hálftunnu af því innflutta forskemmda gamla mjöli, og annað hef ég en nú ekki meðtekið. Þetta átti að vera fyrir vökvum. En fyrir guðssakir skyldast til að hýsa þennan ómaga flutti lögréttumaðurinn mr. Jón Stefánsson á Járngerðastöðum í Grindavík og hreppstjórinn mr. Símon Sigvatsson á Krýsuvík á mitt heimili. Ég bið Guð á himnum og herra Danmerkur kóngsins innsenda herra á málefni mitt að líta hvört mig rétt skeður. Þetta staðfesti ég í kör liggjandi með mínu réttu skírnarnafni og hjáþrykktu signeti. –
Stóra-Nýjabæ, Vernharður Rafnsson d. 1. júní 1771. Hallvarður Jónsson L. S.”

Og seinna bréfið…

krysuvik 1810-2“Vér undirskrifaðir ábúendur á Krýsuvíkur-hjáleigum gefum til vitundar. 1. Um okkar afmarkaða fjöru sem vér tökum söl oss til lífsbjargar, hvar og so er trjáreki hvörn heimabóndi Krýsuvíkur hirðir og til sín tekur, og megum vér ekki þar af taka álnar langt tré. En þurfum þess þó nauðsynlega við til uppbyggingar vorra leiguhúsa og verkfæra sem vér daglega meðþurfum. En sumir af oss so fátækir að vér getum ekki keypt til húsa eður verkfæra sem vér meðþurfum.
2. Um ásigkomulag hjáleignanna. Fyrst Suðurhjáleiga, henni fylgir eitt kvíildi, eftir hvört árlega eru goldnir 2 fjórðungar smjörs og þrjár vættir af hörðum fiski árlega í landskuld. Þar nærst Norðurhjáleiga sem fylgir eitt kvíildi og eftir það árlega goldið 2 fj. smjörs og 2 vættir í landskuld árlega.

Krysuvik-442

Þriðja hjáleiga, Litli-Nýjabær, fylgir 1 kvíildi og eftir það goldnir 2 fj. smjörs árlega og tvær vættir af hörðum fiski árlega í landskuld. Í þessar skuldir gildir ekki annað að bjóða þó bág tíð falli, en fisk í landskuld og smjör í leigur.
3. Hér er og so bjarg það við sjó sem fuglvarp er í og festi tilbrúkuð að ná fugli og eggjum í þessu bjargi. Bóndinn í Krýsuvík á festina og tekur eftir hana hlut, hann setur þangað so marga menn sem hann vill, en hvör hjáleigumaður á þar einn mann. Krýsuvíkurbjarg er óskipt land og tekur heimabóndi Krýsuvíkur landhlut af þessu bjargi, sömuleiðis tekur hann menn undir festina úr öðrum plátsum til fulls hlutar þá hann vill, að hjáleigumönnum sínum óaðspurðum.
4. Laust við þetta bjarg er og so umflotið sker eður klettur sem fuglvarp er á, í hvörn nefndan klett ekki verður utan á skipi komist. Af þeim klett tekur heimabóndi landhlut og eru nú 8 ár síðan sá landhlutur var fyrst tekinn, og muna ei menn að hann hafi fyrr tekinn verið.
vigdisarvellir-2215. Það er sagt að allt Krýsuvíkurland sé óskipt að fráteknum túnum og engjum. Hér í Krýsu-víkurlandi eru selstöður frá tveimur bæjum í Grindavík, nefnilega Hópi og Þórkötlustöðum. Tekur heimabóndi 1 rixdal árlega frá Hópi en 8 ræðing lætur hann ganga á Þórkötlustöðum sem kvittar þeirra selstöðu, en búsmali þeirra gengur í óskiptu Krýsuvíkurlandi, að fráteknum þeim mikla yfirgang er hross þeirra í Grindavík, tamin og ótamin, veita Krýsuvíkur innbyggj-urum árlega bótalaust á þeirra engjum.
6. Vér Krýsuvíkur innbyggjarar erum til kvaddir að gjöra allt torfverk að Krýsuvíkurkirkju og kirkjugarða og fáum hvörki mat né drykk eður nokkur laun fyrir það erfiði. En þetta skeður tíðast um þann tíma er menn þurfa að bjarga lífi sínum til lands og sjávar.
7. Allir hjáleigumenn hér sem tíund gjöra gjalda kirkjunni árlega 6 fiska og er sá tollur ljóstollur nefndur.
Hopssel II 8. Prestinum gjöldum vér árlega 15 fiska hvör hjáleigumaður í peningum eður undir stakk.
9. Sálist fullorðinn maður hér innan sóknar þá mega menn gjalda 24 fiska í legkaup og prestinum 12 fiska. En eftir ungbarn eður tannleysing 12 fiska í legkaup og 6 fiska prestinum.
10. Allir þeir hjáleigumenn hér sem tíund gjöra gjalda árlega undir stakk 10 fiska hvör maður og er sá tollur kóngsfiskar eður gjaftollur kallaður.
11. Vér gefum og til vitundar halla þann eður afvigt er vér líðum í kaupstaðnum, þar okkar vigt stendur skjaldan eður aldrei heima í kaupstaðnum. En það oss er þar útvegið er oftast lagt á vora vigt.
12. Einninn gefum vér til vitundar bágindi þau sem langvarandi verið hafa og enn nú viðhaldast af fjárpestinni, að menn geta ekki bjargað sér til lands eður sjávar fyrir klæðleysi.
Þessu til frekari staðfestu eru vor undirskrifuð nöfn Krýsuvíkurhjáleigumanna, að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvíkurhverfi, dag 1. júní Ao 1771. –
Vernharður Rafnsson, Rafn Magnússon, Jón Jónsson, Magnús Ingimundsson, Hallvarður Jónsson.”

Heimild:
-www.skjalasafn.is, ÞÍ. Rtk. 18,6 örk 11. Lit. Hh. N° 2.

Krýsuvík

Krýsuvík seinni tíma – uppdráttur ÓSÁ.