Færslur

Sjávarkambur, sem einnig er nefndur malarkambur, myndast einkum í stórbrimi þegar aldan brotnar með boðaföllum og kastar möl og grjóti upp í fjöruna og jafnvel hátt á land.
LábariðÁ sumum fjörum Reykjanesskagans má sjá hvar Ægir hefur skilað á land hinum fjölmörgu lábörðum leikföngum sínum; hnöttóttum misstórum steinum. Steinar þessir hafa áður tekið á sig ýmsar myndir, allt eftir gerð og efnisinnihaldi. Víða má sjá áhugaverðar ummyndanir – ef vel er að gáð, sumsstaðar jafnvel alllangt frá sjó vegna upprisu landsins (t.d. ofan við Bæjarsker við Sandgerði). Hér má sjá nokkrar lámyndanir í fjörunni utan við Óttarsstaði í Hraunum.

Fjara

Í fjörunni.