Færslur

Seltjarnarnes

Gengið var um sunnanverða vesturströnd Seltjarnarness með það fyrir augum að líta nokkur örnefni og nokkrar fornleifar augum, s.s. Lambastaðavör, Melhúsabryggju (eystri og vestari, Sandskarð, Fjósaklöpp, Hestastein, Hrólfskálavör, Hrólfskálabrunn (Steinabrunn), Stóruklöpp, Steinavör, Nónbjörg, Litluklöpp og Sandvík augum. Til er ágæt loftmynd af svæðinu frá 1979 þar sem Guðrún Einarsdóttir merkti inn helstu örnefnin sem lið í BS verkefni hennar við Háskóla Íslands.

Lambhusabryggja

Þegar hins vegar eru skoðaðar örnefnaskrár og fornleifaskráningar ber þar mikið á milli. Í hinum síðarnefndu virðist vera forðast að tilgreina fornleifar við ströndina (utan tveggja að norðanverðu), en í hinum fyrrnefndu ber margt á góða sem lítt virðist hafa verið haldið að bæjarbúum og gestum þeirra. Til að eyða ekki of miklum tíma frá lesendum skulu hér einungis nefnd tvö dæmi; Melhúsabryggja eystri og hlaðinn brunnur, sem líklega hefur verið við Hrólfskála I.
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar miðvikudaginn 15. ágúst 2003 var m.a. fjallað um Melhúsabryggju:
Seltjarnarnes-kort-1“Tillaga um endurbyggingu Melshúsabryggju og nýtingu útivistar – Lagt er til að hafinn verði undirbúningur að endurbyggingu Melshúsabryggju á Seltjarnarnesi með það fyrir augum að bryggjan verði nýtt til útivistar í þágu Seltirninga. Endurbygging bryggjunnar verði fyrsta skrefið í átt að frekari fegrun og uppbyggingu í Lambastaðahverfi. Framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfis-sviðs verði falið undirbúningur um verkefnið.

Greinargerð:
Hrolfskali IÁ allra síðustu árum hefur orðið mikil vakning fyrir útivist meðal almennings. Íbúar gera kröfur um að njóta náttúrunnar þar sem hún er næst og á Seltjarnarnesi er þar oftast um að ræða ströndina. Mikið hefur verið unnið á Seltjarnarnesi sem og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu undanfarið í  
þessum málum. Nú er strandlengja höfuðborgarsvæðisins orðin hrein og er óðum að öðlast fyrri sess eitt vinsælasta útivistar og afþreyingarsvæði íbúanna.
Rök fyrir endurbyggingu Melshúsabryggju eru einnig af sögulegum og menningarlegum toga en bryggjan tengist atvinnusögu Seltirninga órofa böndum. Þá er það ekki síður brýnt af öryggisástæðum, en bryggjan er að hruni komin þar sem viðhald hennar hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Hin sögu- og menningarlegu tengsl bryggjunnar við Lambastaðahverfi eru sterk. Götunöfnin bera mörg í sér nálægðina við sjóinn auk þess sem margt minnir á grásleppu-karla er réru héðan til veiða á Skerjafirði og fiskverkun er stunduð var á túnum í kringum bryggjuna.

Seltjarnarnes - fornleifakort

Með endurbyggingu Melshúsabryggju skapast ákjósanlegur staður fyrir almenning til að stunda dorgveiðar í skjólsælu umhverfi en slík atriði eru afar mikilvæg fyrir bæjarbrag Seltjarnarness. Þá kajakræðara sem hafa á seinni árum nýtt Melshúsabryggju og sett skemmtilegan svip á bæjarlífið, en vegna ástands bryggjunnar hefur mjög dregið úr því. Lengi hefur staðið til að bjarga og endurgera bryggjuna en samkvæmt áliti bæjarlögmanns frá 1998 er talið óyggjandi að hún sé eign Seltjarnarnesbæjar.”
Bryggjan er enn, átta árum síðar, í sömu niðurníðslu og fyrr. Ekki er ólíklegt að ákveðið hafi verið að gera hana ekki upp heldur láta hana standa óbreytta sem tákn um fyrri not (sem er alls ekki verri ákvörðun en hver önnur). Staðinn mætti hins vegar merkja og upplýsa áhugasamt fólk um mannvirkið, sem átt hefur sinn fífil fegurri.

Þá m.a. nefna brunninn framangreinda. Hann stendur ómerktur og án allra upplýsinga austur affrá góðu bílastæði. Hróflað hefur upp hleðslusteinum við brunnopið og tréhlemmur lagður yfir. Hins vegar má sjá gömlu brunnstéttina umleikis. Tilvalið hefði verið að endurgera þarna dæmigerðan gamlan brunn með tilheyrandi kjálkum og vindu til fróðleiks fyrir bæjarbúa og gesti.

Seltjarnarnes virðist státa af ýmsu merkilegu er gert getur bæinn miklu mun áhugaverðari hvað varðar sögu hans og minjar. Spurningin er bara hvernig ráðamenn vilja nýta sér sóknarfærin?
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn miðvikudaginn 15. ágúst 2003.
-Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024.
-Loftmynd 1979, örnefni unnin af Guðrúnu Einarsdóttur sem BS verkefni við HÍ.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – loftmynd.