Færslur

Landmannalaugar

FRIÐLAND AÐ FJALLABAKI
LandEinu sinni á ári hverju er fjallað um áhugaverð svæði utan Reykjanesskagans. Í ár urðu Landmannalaugar í Friðlandi að Fjallabaki fyrir valinu.
Friðlandið er 47 þúsund hektarar og er allt ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Landið er fjöllótt, mótað af eldvirkni og jarðhita, þakið hraunum og söndum, ám og vötnum.
Tilgangur friðlýsingar er að varðveita sérstök landsvæði þannig að komandi kynslóðir hafi tækifæri til að njóta þeirra á sama hátt og við gerum. Til þess að svo geti orðið gilda ákveðnar reglur um umgengni til að hindra spjöll á náttúru eða röskun á svip landsins. Fjölbreytt landslag, sérstakt en viðkvæmt lífríki, öræfaauðn og kyrrð eru megineinkenni Friðlands að Fjallabaki, og þangað leita árlega þúsundir manna til að njóta þessara náttúrugæða. Gestir svæðisins eru beðnir um að virða umgengnisreglur friðlandsins og leggja þannig sitt af mörkum svo að tilgangi friðlýsingar verði náð, þannig að allir bæði við og afkomendur okkar, fái notið náttúru friðlandsins til fullnustu.

JARÐFRÆÐI
Landmannalaugar-2Á rekbeltinu sem klýfur landi, mjakast hvor frá annarri tvær af yfirborðsplötum jarðar. Basísk kvika (basalt) út möttli jarðar fyllir upp gapið á milli plantanna og myndar nýja skorpu (nýtt land).
Berggrunnur Friðlands að Fjallabaki myndaðist á vestra rekbeltinu Ameríkuflekanum, fyrir 8-10 milljónum ára. Eldvirkni hófst að nýju á svæðinu fyrir u.þ.b. tveimur milljónum ára við færslu eystra rekbeltisins til suðurs. Orsök eldvirkninnar á svæðinu nú er sú, að heit basísk kvika frá rekbeltinu norðan þess þrengir sér suður, bræðir upp jarðskorpuna og blandast henni í ýmsum hlutföllum. Blandberg af þessu tagi er m.a. að finna í Laugahrauni, Námshrauni, Dómadalshrauni og Hrafntinnuhrauni.
Landmannalaugar-3Eldvirkni á svæðinu var mikil á síðasta kuldaskeiði Ísaldar, en þá mynduðust m.a. móbergsfjöllin Loðmundur og Mógilshöfðar, svo og líparítfjöllin Bláhnúkur, Brennisteinsalda og Kirkjufell.  Líparíthraun frá síðast hlýskeiði ísaldar má m.a. finna undir Norður Barmi og í Brandsgiljum.
Á nútíma (síðustu 10 þús. árum) hefur eldvirknin öll verið á belti sem liggur SV – NA yfir friðlandið frá Laufafelli til Veiðivatna. Síðast gaus á 15. öld á um 40. km. langri gossprungu norðaustur af Landmannalaugum. Þá mynduðust Veiðivötn, Laugahraun, Námshraun, Norðurnámshraun, Ljótipollur og mikill hluti vikursandsins sem þekur stór Landmannalaugar-4svæði á norðurhluta friðlandsins.
Bergtegundin líparít þekur um 2% af yfirborði Íslands og er Torfajökulssvæðið í suðurhluta friðlandsins stærsta líparítsvæði landsins. Líparítkvika er seig og köld og myndar þykk hraun, lítil að flatarmáli. Við snögga kólnun myndar kvikan svart og gljáandi gler, svokallaða hrafntinnu, en annars er líparít venjulega grátt, gult, bleikt eða grænt á lit.  Þessi litadýrð stafar fyrst og fremst af jarðhitaummyndun, en Torfajökulssvæðið er eitt mesta jarðhitasvæði landsins eins og hinar fjölmörgu laugar og hverir bera vitni um.

Landmannalaugar-5

Torfajökulssvæðið er virk megineldstöð. Sumir jarðfræðingar telja eldstöðina vera Öskju, þ.e. að þar hafi staðið stórt eldfjall með kvikuhólfi undir niðri. Við minnkandi þrýsting í kvikuhólfinu hafi toppur eldfjallsins sigið ofan í það, en leifar öskjubarmsins séu um Háöldu, Suðurnám, Norður Barm, Torfajökul, Kaldaklofsjökul og Ljósártungur. Aðrir jarðfræðingar telja að ekki sé um öskju að ræða, heldur hafi fjöll þessi myndast í miklu gosi á síðasta kuldaskeiði.

Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður hér á landi, enda skiljanlegt þegar horft er bæði til landskosta og möguleika til útivistar. Laugarnar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar lindir, sem sameinast í Laugalæknum, þar sem fólk baðar sig gjarnan í volgu vatninu. Lækjarbakkarnir eru ótrúlega vel grónir en víðast mýrlendir. Fólk er beðið um að nota eingöngu tréstíginn niður að læknum, hyggist það skoða sig um eða fara í bað. Það er bannað að nota sápu í læknum. Umhverfi Landmannalauga, sem opnast skyndilega fyrir augum Landmannalaugar-6ferðamanna, þegar þeir eru komnir á vegamótin sunnan Frostastaðaháls, líkist helzt ævintýri. Litskrúð fjallanna, Barms, Bláhnjúks, Brennisteinsöldu og Suðurnáms, og andstæðan, sem birtist í koldökkum og glansandi ljósgrýtishraununum, er hreint ótrúleg. Landmannalaugar eru á tungu milli Jökulgilskvíslar og Námskvíslar. Suður frá Landmannalaugum gengur hið 13 km langa Jökulgil, sem hægt er að skoða gangandi, þegar lítið er í ánni. Það þarf að vaða hana nokkrum sinnum til að komast inn í botn.
Bláhnjúkur, Brennisteinsalda, Barmur og Laugahraun eru líka vinsæl viðfangsefni göngugarpa. Landmannalaugar geta líka verið upphafsstaður gönguferðar um „Laugaveginn” suður í Þórsmörk á 3-4 dögum. Þessi leið er mjög vinsæl og tiltölulega létt (u.þ.b. 53 km). Aðstaða fyrir ferðamenn í Landmannalaugum er nokkuð góð. Þar er skáli Ferðafélags Íslands frá 1969. Hann getur hýst 110 manns eða fleiri, ef nauðsyn krefur. Snyrtiaðstaða er líka góð en tjaldstæðin eru á hörðum og ógrónum aurum, þar sem er erfitt að koma niður hælum.
Oft þarf að bera grjót á tjöldin. Grjótið er í hrúgum á tjaldstæðinu og ætlazt er til, að fólk beri það aftur í hrúgur, þegar tjöldin eru tekin niður. Landmannalaugar tilheyra Friðlandi að Fjallabaki.
Laugahraun (ríólít) gnæfir yfir Landmannalaugum. Það nær að Grænagili, Námskvísl og Landmannalaugar-7Brennisteinsöldu.  Um það liggur nyrzti hluti Laugarvegar. Gígar þess eru m.a. uppi í hlíðum Brennisteinsöldu, skammt frá stígnum.
Námshraun (ríólít) kom upp á hálsinum norðan Suður-Náma. Hraunið flóði niður að Frostastaðavatni og að Jökulgilskvísl og vegurinn inn í Laugar var ruddur um það.
Námskvísl verður til úr nokkrum kvíslum úr Vondugiljum austan Háöldu og frá Suður-Námum.  Hún rennur með norðanverðu Laugahrauni til Jökulgilskvíslar.
Ef lýsa ætti Landmannalaugum í tveimur orðum, þá væru orðin “andstæður og fjölbreytileiki”.  Gróið-gróðurvana, bratt-slétt, hrjúft-mjúkt, heitt-kalt, blátt-appelsínugult, svart-hvítt, margt-fátt, stórt-smátt. Í norðurjaðri litríks og stórskorins fjalllendis er úfið hraun.  Í jöðrum þess spretta fram heitar lindir. Þar eru Landmannalaugar.
Landmannalaugar-8Hrikalegt gil skerst í sveig langt inn í fjalllendið. Úr því rennur kvísl rétt framhjá laugunum.  Landmannalaugar eru semsé umgirtar úfnum hraunum, háum fjöllum og stríðum vötnum. Mest áberandi fjöllin, frá laugunum séð, eru Barmur (gulur), Bláhnúkur (blár) Brennisteinsalda (rauð m.a.) Suðurnámur (allir litir) og Norðurnámur (grænn).
Hraunið, sem er svarblátt og mosagrænt heitir Laugahraun.

Annað hraun, ekki ósvipað, en minna, er nokkru norðar. Það er Suðurnámshraun. Kvíslin, sem skiptir um lit og ham eftir veðri og tímum dags og árs, heitir Jökulgilskvísl (gilið heitir Jökulgil). Hún kemur að mestu úr Torfajökli og Kaldaklofsfjöllum.
Í hana falla minni kvíslar. Beggja vegna Bláhnúks, sem er sunnan við laugarnar, renna kvíslar, annars vegar úr Brandsgiljum og hinsvegar úr Grænagili (nafngiftin er engin lygi, þó þar sé enginn gróður). Norðan lauganna rennur Námskvíslin í Laugahraunsjaðrinum.

Landmannalaugar-9

Hún kemur innan úr Vondugiljum og sléttunni neðan þeirra. Yfir þá kvísl þarf að keyra á vaði, vilji maður komast inn á laugasvæðið akandi.
Strax á eftir kemur annað vað. Það er á heita læknum, sem rennur úr laugunum. Auk fegurðar og fjölbreytni í landslagi, þá er það heita laugin sem laðar ferðafólk að.
Landmannalaugar eru á ungu og síbreytilegu svæði, jarðfræðilega séð. Það er megineldstöð sem kennd er við Torfajökul sem er landsins ríkasta svæði af súrum bergtegundum.
Laugarnar eru innan svæðis sem núorðið er talin vera stærðarinnar askja. Barmurinn er greinilegasti vitnisburðurinn um barm öskjunnar. Hann er talinn vera um 7-800.000 ára gamall.
Landmannalaugar-10Innan þessarar öskju er jafnvel önnur minni. Form og aldur fjallanna við Brandsgil (450.000- 600.000 ár) gefa þá vísbendingu.
Auk þess að vera kannski á jöðrum tveggja askja, hafa myndast önnur og nýrri fjöll á nánast sama svæðinu: Bláhnúkur, 50 – 90.000 ára úr biksteinshúðuðum hraunbólstrum og glersalla og Brennisteinsalda, 340 – 420.000 ára líparítfjall.
Um 1480 gaus í hlíðum Brennisteinsöldu. Þá varð til Laugahraunið. Þetta er þykkt rýólít (líparít)hraun sem hefur kólnað snögglega, því í því hefur nokkuð af steininum náð að glerjast, þ.e. orðið að hrafntinnu. Í hraunjaðrinum sprettur upp heita vatnið.
Það er nálægðin við heit innskot úr iðrum jarðar sem hitar vatnið, en Torfajökulssvæðið er eitt mesta jarðhitasvæði landsins. Það þarf ekki að fara langt frá Landmannalaugum til að finna fleiri Landmannalaugar-11laugar og hveri.
Þetta unga land í kringum Landmannalaugar er líka mótað af vatni og vindi. Jökulgilskvíslin og önnur vatnsföll skila miklu magni af allskyns steinmulningi úr giljunum og byggja upp flatlendi á milli fjallanna. Aurar Jökulgilskvíslarinnar, beint framan við Landmannalaugar eru þar mest áberandi.
Brennisteinsalda:Mikil litadýrð ásamt rjúkandi hverasvæði hafa gert þetta fjall að nokkurskonar einkennisfjalli Landmannalaugasvæðisins.
Þær eru fáar, þjóðsagnakenndar og ekki alltaf tímasettar. Sagan um byggð á Frostastöðum er orðin kunn, en þar á að hafa verið bær sem fór í eyði við það að eitrað var fyrir fólkinu með loðsilungi úr vatninu. Það gæti svosem hafa gerst, því rotnandi silungar fá á sig einhverja loð-myglu sem ég veit ekki hversu holl er.

Landmannalaugar-12

Trúlegast var þessi bær þarna á landnámsöld en síðan hafi hann lagst í eyði vegna kólnandi tíðar.
Önnur fræg saga, nær okkur í tíma, er frá því að Torfi í Klofa flúði byggð undan seinni plágu 15. aldar. Á meðan hún herjaði landið, beið hann í Jökulgili. Væntanlega heitir Jökullinn eftir honum.  Meðan menn héldu að útilegumenn væru í gilinu, voru uppi kenningar um að þeir væru eftirlegulið frá Torfa.

Landmannalaugar-13

Dómadalurinn dregur nafn sitt af dómþingum sem þar voru haldin. Þar hittust Rangæingar og Skaftfellingar. Ekki veit ég hvenær þetta var, en auðveldara hefur þótt að hittast þarna á hálendinu, heldur en að ösla jökulárnar á láglendinu. Meiri heimildir eru hinsvegar til um ferðir bænda, í gegnum tíðina, til fiskiveiða og fjársmölunar.
Landmannahellir er hellisskúti í Hellisfjalli. Nafnið nær nú yfir allt þjónustusvæði ferðamanna og fjallmanna, sem þar er risið. Þarna var alltaf ein aðal miðstöð fjallmanna en framanaf var hellirinn eina skjólið. Troða mátti 70 -80 hestum í hann og menn voru í n.k. afhelli eða í skúta sem þeir hlóðu við hellismunnann. Hross: Kr. 300,- nóttin. Hey eftir þörfum í umsjón skálavarða.Nauðsynlegt er að panta í hestagerðin.
Landmannalaugar-14Frá því að hætt var að geyma fé í Sauðleysum, þangað til girt var í kringum Sátu, 1966, var fé geymt í grjóthlöðnum aðhöldum austan hellisins.  Fyrsta húsið var sæluhús sem reis á landssjóðs kostnað árið 1907. Sveitarfélagið og veiðifélagið eiga stærsta hús staðarins, sem er að hálfu fyrir hesta og að hálfu fyrir fólk (23 manns), og reis 1974.
Í Sunnlenskum byggðum V (Rangárþing II) segir svo um Landmannahelli á bls. 142: “Þegar vesturfjallið er smalað hafa fjallmenn aðalbækistöð við Landmannahelli, sem er sunnan í Hellisfjalli. Fyrr var hellirinn sjálfur, sem hvorki er stór né tilkomumikill, notaður sem hestageymsla, og voru taldir rúmast þar um 70 hestar, mátti jafnvel troða þar inn 80 ef á lá. Fyrir kom að menn sváfu í afhelli inn úr aðalhellinum, og eitt sinn var lítill kofi framan við munnann.
En 1907 var á landssjóðs kostnað byggt Landmannalaugar-15sæluhús vestan við hellinn og endurbyggt síðar…” og síðar í sömu málsgrein; “Austan við hellinn eru þrjú fjárbyrgi og hafa verið þar síðan eftir fellinn 1882 er hætt var að nota fjárbyrgi þau sem leifar sjást af undir austustu Sauðleysu, 3-4 km suðvestar. Árið 1966 var sett stór fjárgirðing kring um Sátu, sunnan Helliskvíslar gegnt hellinum”. En um stærð hellisins nú á dögum má sjá að hann hlýtur að hafa hrunið saman eða minnkað með árunum eða kannski bara verið stærri hér áður í hugum manna þegar um var talað í byggð. Hann er í raun aðeins lítill skúti! Nú er við Landmannahelli ein bækistöðva gangnamanna á Landmannaafrétti og gista þeir þar í tvær nætur við góðan aðbúnað.

Heimildir m.a.
-http://landmannalaugar.info
http://www.ust.is

Landmannalaugar

Landmannalaugar.