Tag Archive for: landnámsskáli

Hofsstaðir

Fornleifarannsóknir við Hofsstaði hófust árið 1994 en árið 1985 komu í ljós minjar sem bentu til búsetu á þessum stað á 10. eða 11. öld. Í Minjagarðinum eru þrír margmiðlunarsjónaukar sem gefa gestum færi á að skyggnast inn í fortíðina en auk þess hafa fræðsluskilti verið uppfærð.

Merkar fornminjar í miðbæ Garðabæjar

Hofsstaðir

Hofsstaðir – minjagarður.

Bæjarstjórn Garðabæjar óskaði eftir að Þjóðminjasafn Íslands tæki að sér fornleifarannsókn á svæðinu þar sem minjarnar komu í ljós við jarðrask vegna framkvæmda við leikskólann Kirkjuból árið 1985. Forkönnun fór fram árið 1989 en sjálf rannsóknin hófst árið 1994. Í torfveggnum, sem var meðal minja, fannst aska frá landnámstíma og sömuleiðis í soðholunni sem einnig var uppgötvuð.

Hofsstaðir

Hofsstaðir – minjagarður.

Ákveðið var að byggja Minjagarð og varðveita þannig merkar fornminjar og gera umhverfið fræðandi, aðlaðandi og aðgengilegt fyrir gesti. Niðurstöður fornleifarannsóknanna varpa mikilvægu ljósi á líf og starf fólks við upphaf byggðar á tímum landnáms og stórhug fyrstu íbúa Garðabæjar en landnámsskálinn er að öllum líkindum frá lokum 9. aldar og með stærri skálum sem fundist hafa á Íslandi. Efni á upplýsingaskiltum og margmiðlunarsjónaukum er byggt á fornleifarannsókninni.

Í Minjagarðinum eru 6 upplýsingaskilti með eftirfarandi texta:

Minjagarður á Hofsstöðum
HofsstaðirHér má sjá minjar af reisulegum skála, heimili landnámsfólks, sem stóð á Hofsstöðum alveg frá landnámi fram á tóftu öld.
Minjagarðurinn gefur vísbendinu um hvernig var umhorfs á þessum stað til forna. Torfveggirnir sýna ytri mörk skálans á síðasta byggingarskeiði hans og leifar af stóru hringlaga gerði voru látnar halda sér.
Bæjar á þessums tað er ekki getið í ritheimildum fyrr en seint á fjórtándu öld, lögu eftir að hann var byggður. Fornleifar á þessu svæði fundust af tilviljun við jarðrask árið 1986. Fornleifarannsókn á Hofsstöðum fór svo fram á vegum Þjóðminjasafns Íslands og garðabæjar á árabilinu 1994-2000.
Hægt er fá enn betri innsýn í líf fólksins á Hofsstöðum á öldum áður með því að horfa í gegnu sjónaukana hér í garðnum.

Landnámsbýli
HofsstaðirSkálar voru algengustu íveruhús Íslendinga til forna.
Skálinn á Hofsstöðum er óvenju stór. um það bil 8×30 metrar að ummáli, en þó í fullu samræmi við norræna byggingarhefð á þjóðveldisöld.
Hellur voru lagðar í anddyri skálans og stétt framan við hann en að öðry leyti var moldargólf. Veggirnir voru nær engöngu úr strengjatorfi og þörfnuðustviðgerðar árlega. Ítrekað voru gerðar breytingar og endurbætur á skálanum á meðan búið var í honum.
Á miðju gólfi fannst langeldur með flötum baksturshellum og merki um að setið hefði verið á upphækkuðum bekkjum til beggja hliða. Langeldurinn var um tevir metrar á lengd. Þar vann fólk, skemmti sér, mataðist og hvíldist.

Íbúar á Hofsstöðum
HofsstaðirFyrstu íbúarnir í Garðabæ höfðu nautgripi, kindur, geitur og svín, réru til fiskjar, ófu klæði og ábreiður, smíðuðu úr járni og báru fagra skartgripi. Hér á Hofsstöðum hafa meðal annars fundist soðholur með dýrabeinum, járnsmiðja, brunnur, gerði og túngarður umhverfis heimatúnið.
Hofsstaðir standa í landnámi Ingólfs Arnarssonar og Hallveigar Fróðadóttur en engar heimildir eru til um hver eða hverjir hafi búið hér. Fer þó ekki á milli mála að hér hefur ríkt stórbóndi á sinni tíð og minjarnar benda til þess að hann hafi haft tengsl við Noreg. Miðað við stærð skálans gætu hafa búið hér 30 manns.
Nafnið á bænum gefur auk þess til kynna að hér hafi staðið hof í heiðni.

Forngripir
HofsstaðirÝmsir forngripir hafa fundist á Hofsstöðum. Í vegghleðslu gerðisins fannst kringlótt næla úr brosni, 3.1 sentimetri að þvermáli, hæst í miðju, skreytt með samfléttuðu dýri í stíl sem kennt er við Jalangur, jóska héraðiðr Jellinge á Jótlandi. Jalungursstíll var algengur á Norðurlöndum á tíundu öld.
Að minnsta kosti einn hringprjónn fannst á svæðinu en hann er brotinn og því hvorki hægt að greina aldur hans né uppruna. Hringprjónar voru eingum notaðir til að taka saman skikkju á brjóstinu.
Þá fundust einnig kljásteinar og snældursnúðar úr vefstólum, vaðsteinar í fiskinet og ýmis verkfæri, svo sem sleggjurm kvarnasteinar, hnífar, brýni og tinna til eldsláttu. Lóks má nefna pottabrot úr norsku klébergi.

Vefstofa
HofsstaðirUm vefnað á Hofsstöðum vitnar fjöldi kljásteina úr vefstólum og snældursnúðar. Snældusnúðarnir eru flestir úr klébergi, sem er mjúk steintegund sem var flutt hingað á landnámsöld, sennilega frá Noregi. Steininn er hægt að tálga með hnífi og einnig er hann eldfastur og hentar því vel í potta og önnur suðuílát.
Vestaðurinn var í norðurenda skálans, innan hlaðinna veggja. Á slíkum kljásteinavefstöðum er talið að konur hafi ofið vaðmál frá upphafi landnáms og fram á nítjándu öld. Þettavar erfitt verk, vefkonan varð að standa upprétt og ganga til og frá við vefstaðinn og slá upp fyrir sig með þungri vefjaraskeið, oft úr hvalbeini.
Allur klænaður var ofinn í slíkum vefstofum og var vaðmál helsta útflutningsvara landsmanna.

Soðholur
HofsstaðirTvær soðholur, öðru nafni seyðar, fundust á Hofsstöðum, önnur óvenjulega stór. Þær eru sérstakar fyrir þær sakir að ahfa verið utandyra en kki innanhúss eins og algengast var.
Í soðholunum var soðinn matur. Þær voru fullar af eldbrunnum steinum og brenndum dýrabeinum. Aldursgreining bendir til þess að síðast hafi verið eldað í þeim á tíundu eða elleftu öld.
Dýrabeinin gefa mikilvægar upplýsingar um fæðu fólks, hvers konar búskap landnámsfólkoð stundaði, efnahag og lífsviðurværi. Einnig hvaða dýrategundir fólk veiddi sér til matar. Í soðholunum voru mest svína- og kindabein en einnig bein úr hrossum og nautgripum. Engin fugla- eða fiskbein fundust á Hofsstöðum, þó ekki sé vafi á að íbúar þar hafi róið til fiskjar og veitt fugla.

Forsagan

Landnám

Ingólfur og fjölskylda í Reykjavík.

Ingólfur Arnarson er jafnan talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Hann kom fyrst til Íslands ásamt systur sinni Helgu Arnardóttur og fóstbróður sínum og mági, Hjörleifi Hróðmarssyni, til landkönnunar í kringum 867. Þeir komu svo til að nema land á Íslandi í kringum 870, þó hefð sé að miða við 874. Ingólfur hafði verið gerður útlægur frá heimkynnum sínum í Dalsfirði í Firðafylki í Noregi og ákvað því að flytja til Íslands. Framhald þess málatilbúnaðar er þegar þekkt, ef marka má skrif Landnámu.

Ingólfshöfði

Ingólfshöfði – MWL.

Ingólfur er sagður hafa haft vetursetu í Ingólfshöfða sinn fyrsta vetur á Íslandi. Í Íslendingabók segir svo: „Ingólfr hét maðr norrænn, er sannliga er sagt, at færi fyrst þaðan til Íslands, þá er Haraldr inn hárfagri var sextán vetra gamall, en í annat sinn fám vetrum síðar. Hann byggði suðr í Reykjarvík. Þar er Ingólfshöfði kallaðr fyr austan Minþakseyri, sem hann kom fyrst á land, en þar Ingólfsfell fyr vestan Ölfossá, er hann lagði sína eigu á síðan“.

Hofsstaðir

Hofsstaðir.

Sagan segir að hann hafi kastað öndvegissúlum sínum fyrir borð áður en hann kom að landi og svarið að setjast að þar sem þær kæmu að landi, vegna þess að þar myndu goðin vilja að hann byggi. Hann sendi svo þræla sína Karla og Vífil til að leita þeirra, og fundu þeir þær við Arnarhvol í Reykjavík. Sú leit tók 3 ár. Ingólfur settist að í Reykjavík en landnám hans náði á milli Ölfusár og Hvalfjarðar og öll nes út. Kona Ingólfs var Hallveig Fróðadóttir og áttu þau saman soninn, Þorstein.
Þorsteinn Ingólfsson erfði skv. venju foreldra sína af eftirstöðvum Reykjavíkurlandnámsins, þ.e. Reykjanesskagann allan, sem faðirinn hafði þá reyndar þegar úthlutað verulega ríflega til ættingja og vina.

Þingnes

Uppgraftarsvæði á Þingnesi við Elliðavatn.

Erfðirnar höfðu þ.m. takmarkast til mikilla muna og gerðu það að verkum að Reykjavíkurbærinn varð smám saman, með tímanum, svipur hjá sjón. Þorsteinn eftirgaf þó, um stund, meðan hann hafði ráð og völd, lítinn landsbleðil til „leiðarþings“, skv. eigin tilskipan, við Elliðavatn ofan Reykjarvíkur, millum bæjar og vonarspils Alþingisins á Þingvöllum.
Þorsteinn var frumburður Ingólfs, en ekki minna máli í sögunni skiptu fyrirliggjandi ættingjar og velþóknandi duglegir þrælar er gerðu landnámið upphaflega mögulegt. Á meðan Þorsteinn tileinkaði sér Elliðavatn fékk þrællinn Vífill land á Vífilsstöðum, og fékk þar með Vífilsvatn til umráða, en ekki mikið meira. Er líklegt að áður hafi Ingólfur ánafnað systur sinni Helgu álitlegra jarðnæðið neðanvert, nær sjó, er þá hlaut nafnið „Hofsstaðir“. Ekki er ólíklegt að Helga hafi tekið upp og haft í heiðri fyrrum sið föður síns.

Urriðakot

Urriðakot – fornleifauppgröftur neðan bæjarins; fornt sel frá Hofstöðum.

Arnarnes er t.a.m. nálægt örnefni með vísan í Arnarhól og tengsli forfeðranna við upprunann. Síðar komu í framhaldinu ýmis „Ingólfs“-örnefnin, sem enn lifa í fornum skrifum.

Helga hafði m.a. um tíma selstöðu við Urriðavatn, við eitt af hinum þremur nálægum meginvötnum landnámsins, þ.e. auk Elliðavatns og Vífilsstaðavatns. Þess vegna er rangt að tala um „landnámsmann“ á Hofsstöðum. Þar ríkti kona fyrr á öldum, líklega ein af fáum slíkum skörungum á þeim tíma er lagði ríka áherslu á vefnað. Hvort hún átti eiginmann, fryðil eða lagskonu er hvergi getið í skriflegum heimildum. Þrátt fyrir allt það hefur búinu verið vel við haldið fyrstu árhundruðin.
Ekki er ólíklegt að meginskilyrði þrælsins Vífils fyrir frelsinu, skv. Landnámu, hafi átt að ætla honum systur Ingólfs þar til verndar fjarri bæ landnámsmannsins…

Heimildir m.a.:
https://www.gardabaer.is/mannlif/menning-og-listir/minjagardur-ad-hofsstodum/

Hofsstaðir

Hofsstaðir – upplýsingaskilti: S1 – seyðir, S2 – Hofsstaðir, S3 – Landnámsbærinn, S4 – Fólkið, S5 – Gripir og S6 – Vefstaðurinn.

Skálafell

Skála Ingólfs Arnarssonar í Skálafelli er bæði getið í Íslendingabók Ara fróða og í Landnámu.

Íslendingabók

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

„Ari hinn fróði Þorgilsson Gellissonar ritaði fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði bæði forna og nýja,“ segir Snorri Sturluson í Heimskringlu. „Þykir mér hans frásögn öll merkilegust.“ Í formála kveðst Ari fyrst hafa gert Íslendingabók að frumkvæði biskupanna Þorláks Runólfssonar og Ketils Þorsteinssonar og einnig sýnt hana Sæmundi presti hinum fróða. Hafi hann síðan endurskrifað bókina, en sleppt úr henni „áttartölu og konungaævi“, þ.e. íslenskum ættartölum og ævisögum Noregskonunga.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Fyrri gerð bókarinnar er glötuð, en Snorri hefur hagnýtt „konungaævina“ í Heimskringlu. En yngri gerðin hefur varðveist vel. Hún er samin um 1130 og geymir sögu Íslands frá landnámi fram til dauða Gissurar biskups Ísleifssonar 1118. Þetta er stutt en frábærlega traust heimilda­r­rit. Ari styðst við frásagnir manna sem hann vissi að voru spakir og „langt mundu fram“. Hann kann að telja alla lögsögumenn frá Hrafni Hængssyni sem tók lögsögu 1030 og skorðar tímatal atburða við embættisár þeirra. En mesta áherslu leggur hann á kristnitökuna árið 1000 og sögu fyrstu biskupanna í Skálholti, Ísleifs Gissurarsonar og Gissurar sonar hans.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Í Íslendingabók segir um skála Ingólfs í Skálafelli: „Ingólfr [við Hjöleifshöfða] vetr annann en um sumarit eptir fór hann vestr með sjó hann var hinn þriðja vetr undir Ingólfsfelli fur vestan Ölfusá þau misseri fundu þeir Vífill ok Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fur neðan heiði 8 Ingólfr fór um vorit ofan um heiði hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komit hann bjó í Reykjarvík þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi En Ingólfr nam land millum Ölvusár ok Hvalfjarðar fur utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út þá mælti Karli til ills fórum vèr um góð heröð er vèr skulum byggja útnes þetta hann hvarf á brott ok ambátt með honum Vífli gaf Ingólfr frelsi ók bygði hann á Vífilsstöðum við hann er kendt Vífilsfelt þar bjó hann lengi ok var skilríkr maðr Ingólfr lèt gera skála á Skálafelli þaðan sá hann reyki við Ölvusvatn ok fann þar Karla.“

Landnámabók

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Landnáma telur helstu landnámsmenn Íslands, segir hvar þeir námu land og greinir nokkuð frá uppruna þeirra og afkomendum. Bókin var sett saman á fyrra hluta 12. aldar, og mun Ari fróði hafa verið riðinn við hina fyrstu gerð, en hún er nú löngu glötuð. Elstu varðveittar gerðir Landnámu eru frá síðara hluta 13. aldar og frá 14. öld, en þær eru mjög auknar með nýjum ættartölum og frásögnum af ýmsu tagi. Elst er Sturlubók, sett saman af Sturlu Þórðarsyni lögmanni (d. 1284). Næst er Hauksbók, gerð af Hauki lögmanni Erlendssyni (d. 1334). Kveðst Haukur hafa ritað sína Landnámabók „eftir þeirri bók sem ritað hafði herra Sturla lögmaður […] og eftir þeirri bók annarri er ritað hafði Styrmir hinn fróði“. Styrmir lést 1245, en Landnámabók hans er glötuð. Þriðja forna gerðin, Melabók, er aðeins varð­veitt í brotum, og er það mikið mein því að hún hefur að mörgu leyti staðið næst frumtext­anum.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

– Sumt af viðaukum Sturlubókar (og Hauksbókar) er sótt í kunnar heimildir, til að mynda Íslendingasögur (Egils sögu, Eyrbyggju, Vatnsdælu o.fl.). En hin upprunalega Land­náma hefur verið gagnorð og traust heimild í líkingu við Íslendingabók. Sagt hefur verið, að þótt frumtextinn sé víða óvís eða glataður með öllu, séu þær gerðir Landnáma­bókar sem enn eru til merkustu heimildir sem nokkur þjóð á um uppruna sinn.

Í Landnámsbók segir: „Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.

Skáli Ingólfs

Skáli Ingólfs undir Skálafelli.

Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.
Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður.
Ingólfur lét gera skála á Skálafelli; þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn og fann þar Karla.“

FERLIR skoðaði meintan skála Ingólfs í Skálafelli, sbr. meðfylgjandi myndir. Auk tóftarinnar má greina fleirri tóftir skammt frá henni.

Heimildir:
-Landnáma – 8. kafli.
-Íslendingabók, bls. 33.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Við leit í og við Hafnir skammt utan Reykjaness kom í ljós áður óþekktur skáli, sem líklegt má telja að geti verið allt frá fyrstu tíð landnáms hér á landi.
Hafnir - brunnurSkálatóftin er að mestu orðin jarðlæg og því mjög erfitt að koma auga á hana. Skammt frá henni eru leifar af hlöðnum brunni sem og garðar og gerði, sem nú er komið í sjó fram. Ekki alllangt frá er gróinn hóll úti á ysta tanga; að öllum líkindum kuml fornmanns (sjá mynd hér að ofan).
Meira verður fjallað um svæðið á vefsíðunni síðar.

Ósar

Skálatóft við Ósa.