Við leit í og við Hafnir skammt utan Reykjaness kom í ljós áður óþekktur skáli, sem líklegt má telja að geti verið allt frá fyrstu tíð landnáms hér á landi.
Hafnir - brunnurSkálatóftin er að mestu orðin jarðlæg og því mjög erfitt að koma auga á hana. Skammt frá henni eru leifar af hlöðnum brunni sem og garðar og gerði, sem nú er komið í sjó fram. Ekki alllangt frá er gróinn hóll úti á ysta tanga; að öllum líkindum kuml fornmanns (sjá mynd hér að ofan).
Meira verður fjallað um svæðið á vefsíðunni síðar.

Ósar

Skálatóft við Ósa.