Í ágúst árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við sunnanvert Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar; nú Bókasafn Mosfellsbæjar. Lestrarfélagið var eitt fyrsta félagið sem stofnað var í Mosfellssveit og lét fleira til sín taka en söfnun bóka og útlán þeirra. Félagið var eign þeirra sem greiddu árgjald, og safnaði fé með ýmsum hætti til bókakaupa, m.a. með tombóluhaldi og öðrum skemmtunum. Árið 1890 voru íbúar í sókninni 404 sálir.
Mosfellsbær – upplýsingaskilti.
Norðvestan við Hafravatn er mikið af rústum braggahverfis, sem þar var á stríðsárunum. Hverfið gekk undir nafninu „Jeffersonville“.
Þegar stríðinu lauk skildi herliðið eftir allskyns byggingar, aðallega braggana. Þessi hús voru sett saman úr einingum, amk. burðargrindin og því auðvelt að flytja milli staða. Gluggaumbúnaðurinn var með hætti sem algengt var í Ameríku, opnanlegum fögum var rennt upp og niður eftir þörfum. Svona gluggar munu aldrei hafa reynst vel hér á landi og því þurfti að breyta þeim svo hentuðu íslenskum aðstæðum. Að sögn Friðþórs Kr. Eydal, sem hefur lagt sig eftir sögu hersetunnar í síðari heimstyrjöld, voru svona skálar hvergi annarsstaðar en þarna.
Staðurinn þar sem Camp Jeffersonville stóð er alveg við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Rétt við veginn eru steyptir grunnar sem eru undan þessum húsum eða braggaskemmunum sem þar stóðu líka.
Rústir skála við Hafravatn. Á þessum stað má enn sjá steypta grunna rétt við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Þessir skálar voru hluti af þjónustu- og birgðadreifingarmiðstöð Bandaríkjahers. Þarna voru vöruskemmur, kæligeymslur, þvottahús, bakarí, kaffibrennsla og viðgerðarverkstæði.
Skálarnir sem Rauða krossinum voru síðan afhentir árið 1945 stóðu við Hafravatn norðvestanvert, í þyrpingu bygginga sem kallaðist „Camp Jeffersonville“. Á þessum stað má enn sjá steypta grunna rétt við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Þessir skálar voru hluti af þjónustu- og birgðadreifingarmiðstöð Bandaríkjahers. Þarna voru vöruskemmur, kæligeymslur, þvottahús, bakarí, kaffibrennsla og viðgerðarverkstæði.
Liðskönnun Bandaríkjahers í íbúðarhverfi Camp Jeffersonville. Fjær sér í verkstæðisbyggingar í neðri hluta búðanna og rýkur úr reykháfi kaffibrennslunnar sem þar var ásamt þvottahúsi, birgðageymslum og margskonar verkstæðum, t.d. fyrir vopnabúnað auk skóvinnustofu. Hafravatnsfell í baksýn.
Barnaheimili Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands í Laugarási
Frá 1952 – 1971 starfrækti Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands stórt barnaheimili í Laugarási, sem var í daglegu tali kallað “Krossinn”. Rekstur þessa heimilis skipti heimiklu máli fyrir Laugarás, fyrir utan auðvitað lífið í Krossinum. Fyrir utan þau 120 börn, auk starfsfólks, sem þar dvöldu 3 mánuði á sumri hverju, stuðlaði þessi starfsemi að því að styrkja innviði, eins og vatnsveitu og hitaveitu, eins og nánar verður komið að annarsstaðar.
Unnið við skálabyggingar í Camp Jeffersonville.
Rauði kross Íslands hóf aðkomu sína að sumardvalarheimilum fyrir kaupstaðabörn árið 1932 með því að greiða 2000 króna styrk til barnaheimilisins á Egilsstöðum. Þetta vatt upp á sig og á stríðsárunum þótti útlit fyrir að flytja yrði öll börn úr bænum með stuttum fyrirvara sökum yfirvofandi loftárásarhættu. Þá stofnaði Rauði krossinn til sumardvalarnefndar og var Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, formaður RKÍ, formaður hennar.
Í byrjun var börnum komið fyrir bæði á sveitaheimilum og í skólum víðs vegar um landið. Þetta þróaðist síðan þannig, að sveitaheimilum fækkaði og meiri áhersla var lögð á sumardvalir í skólahúsnæði sem víða var ónotað yfir sumarmánuðina.
Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, Haraldur Árnason, Sigurður Thorlacius.
Árið 1940 var stofnuð sumardvalarnefnd, að frumkvæði Reykjavíkurbæjar og landstjórnarinnar. Að ósk borgarstjóra skipaði RKÍ tvo menn í þessa nefnd, þá Þorstein Sch. Thorsteinsson og Sigurð Thorlacius, skólastjóra. Starfsemin sem nefndin hafði með höndum færðist æ meira inn á skrifstofu RKÍ og þar mun Haraldur Árnason, kaupmaður, hafa unnið mikið og merkt starf. Reynslan af þessum sumardvölum sýndi forystufólki RKÍ fram á mikla þörf á þessu úrræði og ljóst varð að vart yði bakkað út þó svo stríðinu lyki.
Í lok stríðsins, sumarið 1945 nutu um 300 börn á vegum Rauða krossins sumardvalar víða í sveitum landsins, aðallega á sveitabæjum, en einnig í skólahúsnæði. Foreldrar sem óskuðu eftir úrræði af þessu tagi fyrir börn sín, þurftu að sækja um skriflega og láta fram koma eftirfarandi upplýsingar:
Saumastofa Bandaríkjahers í Camp Jeffersonville.
Þó svo stríðinu lyki og þar með hættan á loftárásum ekki lengur fyrir hendi, varð ekkert lát á þörfinni fyrir að koma börnum til sumardvalar í sveitum, enda fóru í hönd mikil barnaár, en fæðingartíðni tók að aukast við byrjun styrjaldarinnar. Þá voru lifandi fædd börn á hverja konu um 2,7 og sá fjöldi náði síðan hámarki um 1960, þegar lifandi fædd börn á hverja konu voru orðin 4,3. Þá kom pillan á markaðinn og síðan hefur fæðingartíðni farið jafnt og þétt minnkandi, jafnframt því sem atvinnuþátttaka kvenna jókst jafnt og þétt.
Frjósemishlutfall á Íslandi á fullveldistímanum fram á tíunda áratug 20. aldar var með því hæsta í Evrópu. Víðast hvar í álfunni jókst frjósemi
Skóvinnustofa Bandaríkjahers í Camp Jeffersonville.
á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hérlendis jókst hún á stríðsárunum og á eftirstríðsárunum jókst hún meira hér en í flestum löndum Vestur-Evrópu. Almennt séð er frjósemishlutfallið nokkuð hátt í Norður-Evrópu miðað við lönd sunnar í álfunni.
Jeffersonville – hluti leifa braggahverfisins.
Það þarf ekkert fleiri orð til að lýsa þeim miklu breytingum sem áttu sér stað frá upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari og fram yfir 1960, þegar fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu náði hámarki (4,3). Styrjöldin og barnafjöldinn kallaði á ráðstafanir. Á styrjaldartímanum þótti mikilvægt að flytja börn og einnig að talsverðum hluta mæður þeirra, burt frá borginni og öðrum þéttbýlisstöðum, vegna hættu á loftárásum. Þegar styrjöldinni lauk tók síðan við tími þar sem velmegun fór vaxandi á sama tíma og fæðingartíðnin. Þá þótti mikilvægt að halda áfram að gefa borgarbúum kost á því að senda börn sín í sveitina til sumardvalar.
Jeffersonville.
Rauði kross Íslands var stofnaður 10. desember 1924. Árið sem samtökin fögnuðu 20 ára afmæli sínu, 1944, var samþykkt að minnast afmælisins með því að sækja um „lóð og land í Laugarási“ undir sumardvalarheimili fyrir börn. Í nóvember þetta ár var síðan undirritaður samningur við Grímsneslæknishérað um afnot af tveim hekturum lands í kvos, vestan Kirkjuholts. Landið var tveir hektarar til að byrja með, en í júni 1952 var gerður samningur um 4,37 ha til viðbótar, þannig að alls fékk Rauði krossinn á leigu 6,37 ha lands. Umsaminn leigutími var 60 ár, eða til ársins 2004.
Í október 1944 ákvað framkvæmdanefnd RKÍ að leita til ríkisstjórnarinnar um að hún afhenti félaginu 8-10 herskála sem setuliðið hafði reist við Hafravatn. Þetta samþykkti ríkisstjórnin og afhenti RKÍ 10 skála til verkefnisins.
Allir sem að komu voru áfram um að sumardvalarheimili skyldi byggt í Laugarási og það var mikill framkvæmdahugur og bjartsýni ríkjandi. Þarna var samþykkt að heimilið skyldi tekið í notkun vorið 1947.
Þetta sama ár voru skálarnir fluttir í Laugarás.
Hvers vegna Laugarás?
Laugarás – sumardvalarheimili.
Einhver kann að spyrja hversvegna Laugarás varð fyrir valinu sem staður fyrir sumardvalir Reykjavíkurbarna.
Aðdragandinn að þeirri ákvörðun var sá, að á þessum tíma var Sigurður Sigurðsson, berklalæknir og síðar landlæknir, formaður RKÍ (frá 1942-1947). Hann hafði, árið 1942, tekið á leigu land í Laugarási sem hann nefndi Krosshól, en sem betur er þekkt undir nafninu Sigurðarstaðir, meðal íbúa.
Upphaflega ástæðan fyrir því að hann tók þetta land á leigu mun hafa verið sú að hann, eins og svo margir aðrir sem höfðu aðstöðu til, vildi hafa afdrep fyrir fjölskyldu sína ef kæmi til loftárása á höfuðborgina. Hann fékk þarna 3-4 hektara erfðafestuland til 60 ára.
Það var Sigurður sem lagði til að tekið yrði á leigu land í Laugarási fyrir sumardvalarheimili og sú varð niðurstaðan.
Þvottahús og vatnstankur í Camp Jeffersonville.