Tag Archive for: Laugarás

Laugarás

Efst á Laugarásholti er skilti; Laugarás. Á því má lesa eftirfarandi.

Laugarás

Laugarás – mörk friðlýsta svæðisins.

„Laugarás er eitt af sex friðlýstum svæðum í Reykjavík.
Berggrunnur Laugaráss er Reykjavíkurgrágrýtið er rann sem hraun á síðasta hluta ísaldar fyrir um 200 þúsund árum.
Síðan gengu jöklar yfir svæðið og mótuðu landslag í grágrýtisflákann; eyjar, sund, holt og hæðir. Laugarás er ein þessara jökulmótuðu hæða. Þegar síðustu meginjöklar ísaldar höfuðu fyrir um tíu þúsund árum flæddi sjór inn yfir svæðið. Laugarás varð þá sker þar sem brimið velti hnullungunum og mótaði. Sjór stóð þá 43 metrum hærra en nú.
Laugarás (45 m yfir sjávarmáli) er einn af örfáum stöðum í borgarlandinu þar sem slíkar minjar eru enn varðveittar.

Laugarás

Laugarás.

Laugarás var friðlýstur sem náttúruvætti þann 5. janúar 1982. Ástæða friðlýsingar svæðisins var að halda opnu svæði þar sem unnt er að skoða jökulrispað berg og hæstu sjávarstöðu en svæðið er dæmi um ísaldaminjar.
Stærð náttúruvættisins er 1,5 ha.
Á friðlýstum svæðum er óheimilt aðs pilla gróðri og skerða jarðmyndanir. Öllum er heimil umferð um svæðið sé góðrar umgengni gætt.

Fyrir um tíuþúsund árum og um aldir var Laugarás eyja sem stóð upp úr Kollafirði. Nálægar eyjar voru t.d. Öskjuhlíð og Grensás. Þær eyjar sem við þekkjum í dag voru þá langt neðan sjávarmáls.

Laugarás

Laugarás sem eyja.

Ef til vill hefur Laugarás líkst Akyrey eins og við þekkjum hana í dag eða jafnvel skerjunum Hólmum sem er á milli hennar og Örfiriseyjar. Á myndinni eru sýndar núverandi byggingar til að glöggva okkur á því hvernig svæðið liti út í dag ef sjávarstaða yrði aftur sú sama og var eftir lok ísaldar.“

Laugarás

Á Laugarási.

Laugarás

Laugarás var friðlýstur sem náttúruvætti með auglýsingu nr. 41/1982 í Stjórnartíðindum B samkvæmt heimild í 22. gr. laga um náttúruvernd nr. 47/1971. Stærð: Friðlýsta svæðið er 1,5 hektarar.

Laugarás

Laugarás – friðlýsing 1982.

Samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 hefur Umhverfisstofnun umsjón með svæðinu, en Reykjavíkurborg var falin dagleg umsjón þess og rekstur svæðisins með umsjónarsamningi árið 2015.

Verndargildi Laugaráss felst fyrst og fremst í verndun jarðminja á svæðinu, en þar er að finna grágrýtisklappir sem eru í senn jökulsorfnar og bera ummerki um hæstu sjávarstöðu við lok ísaldar í Reykjavík.

Náttúruvættið Laugarás er 1,5 hektarar að stærð. Það er staðsett efst á Laugarásholti í Langholtshverfi í Reykjavík.
Jarðminjar í Laugarási eru afmarkaðar við hæsta punkt. Þar er að finna grágrýtisstórgrýti, ávalar klappir og hnullunga sem talin eru vera um 200 þúsund ára og eru hluti af Reykjavíkurgrágrýtismynduninni. Jöklar ísaldar mótuðu grágrýtið og má sjá jökulrákir á stærri hnullungunum. Við lok ísaldar hækkaði sjávarborð og var Laugarás einn af fáum stöðum sem var ekki neðansjávar þegar sjávarstaðan var sem hæst og má sjá ummerki um það á svæðinu.

Laugarás

Laugarás – friðlýsingarmörk.

Jarðminjar svæðisins veita mikilvæga sýn í jarðsögu Reykjavíkur og upplýsingar um loftslags- og landháttabreytingar. Jarðminjarnar eru víða þaktar mosa og hrúðurfléttum. Áður fyrr var holtagróður ríkjandi á svæðinu, en hann á nú undir högg að sækja vegna lúpínu og trjágróðurs. Lúpínan myndar stórar og þéttar breiður og sem stundum skyggja á eða hylja jarðmyndanirnar. Heildarþekja lúpínu á svæðinu er um 50-60%. Birki er algengasta trjátegundin, en einnig er mikið um selju.
Aðrar trjátegundir sem finnast eru reynir, viðja, alaskavíðir, loðvíðir, stafafura og elri. Ýmsir fuglar halda til á svæðinu, s.s. stari, svartþröstur og auðnutittlingur. Flugur og fiðrildi eru mest áberandi af skordýrum, einkum hunangsflugur, geitungar, birki- og víðifetar og ýmsar tvívængjur. Innan um gróðurinn er nokkuð um hattsveppi.

Laugarás

Laugarás.

Í náttúruvættinu hefur verið lagður göngustígur frá bílastæði við Vesturbrún upp að hæsta punkti svæðisins. Við göngustíginn stendur fræðsluskilti. Töluvert margir aðrir stígar, misgreinilegir, hafa myndast í gegnum svæðið, en um er að ræða troðninga en ekki eiginlega stíga. Flestir þeirra liggja að hæsta punkti svæðisins, en þar er steypustöpull sem skilgreinir mælingapunkt frá Landmælingum Íslands.
Bílastæði eru við jaðar svæðisins að sunnanverðu í Vesturbrún sem ætluð eru gestum Áskirkju en nýtast vel þeim sem vilja heimsækja Laugarás. Við göngustíg rétt utan friðlýsta svæðisins að norðaustanverðu er nýlegur bekkur og ruslafata. Þá er bekkur við Vesturbrún við suðurenda svæðisins og annar hinu megin við götuna hjá Áskirkju.

Laugarás

Laugarás (MWL).

Laugarás hefur mikið gildi sem útivistarsvæði. Svæðið liggur hátt og er útsýni gott til allra átta, yfir borgarlandið, sundin og til fjalla. Svæðið er í miðri íbúabyggð og er nálægt öðrum mikilvægum útivistar- og náttúrusvæðum, Laugardal og Laugarnesi.

Laugarás hefur mikið fræðslu- og menntunargildi, t.d. fyrir nálæga leik- og grunnskóla, sem og almenning. Jarðminjarnar veita tækifæri til fræðslu á sviði jarðfræði, jarðsögu og landafræði. Gróðurfar svæðisins veitir tækifæri til fræðslu í grasafræði, vistfræði og annarri náttúrufræði. Þá halda spörfuglar sig á svæðinu og ýmis smádýr.
Staðsetning svæðisins í miðju þéttbýli gefur tækifæri til fræðslu í umhverfisfræði um tengsl manns og náttúru, áhrif garðyrkju á náttúruleg gróðurlendi, sorp, aðra mengun og fleira.
Útsýnið yfir Reykjavík veitir tækifæri til fræðslu í landafræði Reykjavíkur, byggingar- og skipulagssögu, arkitektúr og fleira.

Laugarás

Laugarás – steinstöpull fyrrum.

Vernda skal jarðminjar náttúruvættisins Laugaráss og gæta þess að framkvæmdir og ágangur manna rýri ekki ásýnd þeirra eða breyti landslagi svæðisins. Uppbyggingu innviða skal vera þannig háttað að þeir falli vel að landslaginu og rýri ekki ásýnd svæðisins. Tryggja skal að ástand og sýnileiki jarðmyndana verði eins og best verður á kosið. Við skipulag og framkvæmdir innan svæðisins skal verndun jarðminja höfð að leiðarljósi.

Jarðminjarnar á svæðinu eru afmarkaðar við hæsta punkt svæðisins. Um er að ræða grágrýtisstórgrýti, ávalar klappir og hnullunga sem tilheyra stóru Reykjavíkurgrágrýtismynduninni.

Laugarás

Laugarás.

Aldur grágrýtisins í Laugarási er líklega um 200 þúsund ára þegar upphleðsla Reykjavíkurgrágrýtisins var sem viðamest. Jöklar ísaldar mótuðu grágrýtið í Laugarási eins og víða annars staðar í Reykjavík og má sjá jökulrákir á stærri hnullungunum. Við lok ísaldar hækkaði sjávarborð til muna þegar jöklar bráðnuðu og var Laugarás einn af fáum stöðum á núverandi landsvæði Reykjavíkur sem var ekki að fullu neðansjávar þegar sjávarstaðan var sem hæst en þá var hún um 45 metrum hærri en hún er í dag. Aðeins efsti hluti Laugaráss stóð upp úr þannig að hann var lítið meira en sker. Ummerki um þetta má sjá á stórgrýti nálægt efsta punkti sem er lábarið af öldugangi. Ummerkin eru svipuð og sjá má í Öskjuhlíð þó í minna mæli séu.

Laugarás

Laugarás – fræðsluskilti.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur hefur látið hanna, smíða og setja upp fræðsluskilti um þrjú friðlýst náttúruvætti í landi Reykjavíkur, Fossvogsbakka, Háubakka og Laugarás. Náttúruvætti er einn flokkur friðlýstra náttúruminja og eru skilgreind sem einstök náttúrufyrirbæri, jarðmyndanir eða lífræn fyrirbæri, sem skera sig úr umhverfinu og er ástæða til að varðveita vegna fegurðar, fágætis, stöðu í landslagi, vísindalegs gildis eða öðrum sambærilegum ástæðum.

Laugarás í Langholtshverfi var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1982 vegna áhugaverðra jarðminja, einkum jökulsorfins grágrýtis og ummerkja um forna sjávarstöðu.

Laugarás

Laugarás – frá undirskrift Verndar- og stjórnunaráætlunar um Laugarás 2015.

Við lok ísaldar hækkaði sjávarborð til muna þegar jöklar bráðnuðu og var Laugarás einn af fáum stöðum á núverandi landsvæði Reykjavíkur sem var ekki að fullu neðansjávar þegar sjávarstaðan var sem hæst en þá var hún um 45 metrum hærri en hún er í dag. Aðeins efsti hluti Laugaráss stóð upp úr þannig að hann var lítið meira en sker. Ummerki um þetta má sjá á stórgrýti nálægt efsta punkti sem er lábarið af öldugangi.

Meginmarkmið með gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir svæðið er að leggja fram stefnu um verndun náttúruvættisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins.
Verndar- og stjórnunaráætlunin var unnin af starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og Umhverfisstofnunar árið 2015 og er sett í samræmi við lög nr. 44/1999 um náttúruvernd.

Heimildir:
-http://www.umhverfisstofnun.is
-https://reykjavik.is/laugaras
-https://reykjavik.is/frettir/samid-um-thrju-fridlyst-svaedi-i-reykjavik
-https://reykjavik.is/frettir/ny-fraedsluskilti-um-fridlystar-jardminjar
-Auglýsing um Friðlýsingu Laugaráss í Reykjavík (1982). Stjórnartíðindi, B-deild, nr. 41.
-Árni Hjartarson (1980): Síðkvarteri jarðlagastaflinn í Reykjavík of nágrenni, Náttúrufræðingurinn, 50:108-117.

Laugarás

Laugarás – jökulssorfið hvalbak.

Laugarás

Í klapparholti vestanvið Laugarásbíó er álfasteinn. Þrátt fyrir hús allt um kring og snyrtar lóðir umleikis, göngustíg, bifreiðaplan og umsvif hernámsliðsins hefur steinninn fengið að vera óhreyfður í samneyti Álfhóll í Laugarásivið aðra slíka í holtinu.
Halldóra Aðalsteinsdóttir man vel eftir þessum steini þótt sé komin yfir áttrætt. Hún fæddist 16. júní 1927 á Lindargötu 7 (í dag nr. 23) og fluttist 10 ára gömul í verkamannabústað á Hofsvallagötu 15. Þegar hún giftist Magnúsi Þorbjörnssyni bjuggu þau að Fálkagötu 22. Síðar fluttust þau í fjölbýlishús við Kleppsveg, en frá stofuglugganum hennar er ágætt útsýni til suðurs yfir holtið í Laugarási. Hún sagði svo frá:
„Er ég stend við stofugluggann minn, sem snýr í suður, blasir við mér stór steinn. Undir honum er bekkur. Eitt fallegt vetrarkvöld, árið 1996, sennilega í febrúar/mars, jörð var auð, verður mér litið út um gluggann og þá fannst mér eins og þessi steinn (klettur) opnaðist og mikil birta þar fyrir innan. Mér fannst eins og dyr eða gluggi væri opnaður, og fannst mér veggirnir í kringum gatið mjög þykkir. Þar fyrir innan í ljósinu fannst mér ég sjá fólk eða einhvers konar verur á hreyfingu og fannst mér það vera þó nokkuð margir. Ekki man ég eftir neinum sérstökum litum á þessum verum, mikil birta, en þó voru einhvers konar skuggar í kringum þær.

Álfasteinn

Ég horfði á þetta um stund, og fullvissaði mig um að enginn væri þarna í kring að lýsa upp steininn eða eitthvað því um líkt.
Síðan kallaði ég á manninn minn, sem kom, en með semingi þó, sagðist ekki trúa á svona, enda sá hann ekki neitt, en smám saman dofnaði þessi birta og allt varð eins og áður.
Ég horfði oft á þennan stein, nánast daglega, en hef ekki orðið vör við neitt þessu líkt aftur.
Rétt er þó að geta þess að reglulega kemur gömul kona að steininum, staldrar við stutta stund, leggur hönd á hann, segir einhver orð og fer síðan. Þetta hefur hún gert um langan tíma.“
Halldóra sagði einnig frá álfasteini við Hjarðarhaga 13.

Heimild:
Halldóra Aðalsteinsdóttir, f. 16. júní 1927. Viðtal við FERLIR í des. 2008.

Sæfinnur

Reykjavík um 1900.

Hernám

Í ágúst árið 1890 komu nítján Mosfellingar saman við hamarinn hjá Seljadalsá við sunnanvert Hafravatn. Þar stofnuðu þeir Lestrarfélag Lágafellssóknar; nú Bókasafn Mosfellsbæjar. Lestrarfélagið var eitt fyrsta félagið sem stofnað var í Mosfellssveit og lét fleira til sín taka en söfnun bóka og útlán þeirra. Félagið var eign þeirra sem greiddu árgjald, og safnaði fé með ýmsum hætti til bókakaupa, m.a. með tombóluhaldi og öðrum skemmtunum. Árið 1890 voru íbúar í sókninni 404 sálir.

Jeffersonville

Mosfellsbær – upplýsingaskilti.

Norðvestan við Hafravatn er mikið af rústum braggahverfis, sem þar var á stríðsárunum. Hverfið gekk undir nafninu „Jeffersonville“.
Þegar stríðinu lauk skildi herliðið eftir allskyns byggingar, aðallega braggana. Þessi hús voru sett saman úr einingum, amk. burðargrindin og því auðvelt að flytja milli staða. Gluggaumbúnaðurinn var með hætti sem algengt var í Ameríku, opnanlegum fögum var rennt upp og niður eftir þörfum. Svona gluggar munu aldrei hafa reynst vel hér á landi og því þurfti að breyta þeim svo hentuðu íslenskum aðstæðum. Að sögn Friðþórs Kr. Eydal, sem hefur lagt sig eftir sögu hersetunnar í síðari heimstyrjöld, voru svona skálar hvergi annarsstaðar en þarna.

Staðurinn þar sem Camp Jeffersonville stóð er alveg við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Rétt við veginn eru steyptir grunnar sem eru undan þessum húsum eða braggaskemmunum sem þar stóðu líka.

Jeffersonville

Rústir skála við Hafravatn.  Á þessum stað má enn sjá steypta grunna rétt við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Þessir skálar voru hluti af þjónustu- og birgðadreifingarmiðstöð Bandaríkjahers. Þarna voru vöruskemmur, kæligeymslur, þvottahús, bakarí, kaffibrennsla og viðgerðarverkstæði.

Skálarnir sem Rauða krossinum voru síðan afhentir árið 1945 stóðu við Hafravatn norðvestanvert, í þyrpingu bygginga sem kallaðist „Camp Jeffersonville“. Á þessum stað má enn sjá steypta grunna rétt við veginn frá vatninu og upp að Úlfarsfellsveginum. Þessir skálar voru hluti af þjónustu- og birgðadreifingarmiðstöð Bandaríkjahers. Þarna voru vöruskemmur, kæligeymslur, þvottahús, bakarí, kaffibrennsla og viðgerðarverkstæði.

Mosfellsbær

Liðskönnun Bandaríkjahers í íbúðarhverfi Camp Jeffersonville. Fjær sér í verkstæðisbyggingar í neðri hluta búðanna og rýkur úr reykháfi kaffibrennslunnar sem þar var ásamt þvottahúsi, birgðageymslum og margskonar verkstæðum, t.d. fyrir vopnabúnað auk skóvinnustofu. Hafravatnsfell í baksýn.

Barnaheimili Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands í Laugarási
Frá 1952 – 1971 starfrækti Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands stórt barnaheimili í Laugarási, sem var í daglegu tali kallað “Krossinn”. Rekstur þessa heimilis skipti heimiklu máli fyrir Laugarás, fyrir utan auðvitað lífið í Krossinum. Fyrir utan þau 120 börn, auk starfsfólks, sem þar dvöldu 3 mánuði á sumri hverju, stuðlaði þessi starfsemi að því að styrkja innviði, eins og vatnsveitu og hitaveitu, eins og nánar verður komið að annarsstaðar.

Mosfellsbær

Unnið við skálabyggingar í Camp Jeffersonville.

Rauði kross Íslands hóf aðkomu sína að sumardvalarheimilum fyrir kaupstaðabörn árið 1932 með því að greiða 2000 króna styrk til barnaheimilisins á Egilsstöðum. Þetta vatt upp á sig og á stríðsárunum þótti útlit fyrir að flytja yrði öll börn úr bænum með stuttum fyrirvara sökum yfirvofandi loftárásarhættu. Þá stofnaði Rauði krossinn til sumardvalarnefndar og var Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, formaður RKÍ, formaður hennar.
Í byrjun var börnum komið fyrir bæði á sveitaheimilum og í skólum víðs vegar um landið. Þetta þróaðist síðan þannig, að sveitaheimilum fækkaði og meiri áhersla var lögð á sumardvalir í skólahúsnæði sem víða var ónotað yfir sumarmánuðina.

Jeffersonville

Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, Haraldur Árnason, Sigurður Thorlacius.

Árið 1940 var stofnuð sumardvalarnefnd, að frumkvæði Reykjavíkurbæjar og landstjórnarinnar. Að ósk borgarstjóra skipaði RKÍ tvo menn í þessa nefnd, þá Þorstein Sch. Thorsteinsson og Sigurð Thorlacius, skólastjóra. Starfsemin sem nefndin hafði með höndum færðist æ meira inn á skrifstofu RKÍ og þar mun Haraldur Árnason, kaupmaður, hafa unnið mikið og merkt starf. Reynslan af þessum sumardvölum sýndi forystufólki RKÍ fram á mikla þörf á þessu úrræði og ljóst varð að vart yði bakkað út þó svo stríðinu lyki.

Í lok stríðsins, sumarið 1945 nutu um 300 börn á vegum Rauða krossins sumardvalar víða í sveitum landsins, aðallega á sveitabæjum, en einnig í skólahúsnæði. Foreldrar sem óskuðu eftir úrræði af þessu tagi fyrir börn sín, þurftu að sækja um skriflega og láta fram koma eftirfarandi upplýsingar:

Jeffersonville

Saumastofa Bandaríkjahers í Camp Jeffersonville.

Þó svo stríðinu lyki og þar með hættan á loftárásum ekki lengur fyrir hendi, varð ekkert lát á þörfinni fyrir að koma börnum til sumardvalar í sveitum, enda fóru í hönd mikil barnaár, en fæðingartíðni tók að aukast við byrjun styrjaldarinnar. Þá voru lifandi fædd börn á hverja konu um 2,7 og sá fjöldi náði síðan hámarki um 1960, þegar lifandi fædd börn á hverja konu voru orðin 4,3. Þá kom pillan á markaðinn og síðan hefur fæðingartíðni farið jafnt og þétt minnkandi, jafnframt því sem atvinnuþátttaka kvenna jókst jafnt og þétt.

Frjósemishlutfall á Íslandi á fullveldistímanum fram á tíunda áratug 20. aldar var með því hæsta í Evrópu. Víðast hvar í álfunni jókst frjósemi

Jeffersonville

Skóvinnustofa Bandaríkjahers í Camp Jeffersonville.

á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hérlendis jókst hún á stríðsárunum og á eftirstríðsárunum jókst hún meira hér en í flestum löndum Vestur-Evrópu. Almennt séð er frjósemishlutfallið nokkuð hátt í Norður-Evrópu miðað við lönd sunnar í álfunni.

Jeffersonville

Jeffersonville – hluti leifa braggahverfisins.

Það þarf ekkert fleiri orð til að lýsa þeim miklu breytingum sem áttu sér stað frá upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari og fram yfir 1960, þegar fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu náði hámarki (4,3). Styrjöldin og barnafjöldinn kallaði á ráðstafanir. Á styrjaldartímanum þótti mikilvægt að flytja börn og einnig að talsverðum hluta mæður þeirra, burt frá borginni og öðrum þéttbýlisstöðum, vegna hættu á loftárásum. Þegar styrjöldinni lauk tók síðan við tími þar sem velmegun fór vaxandi á sama tíma og fæðingartíðnin. Þá þótti mikilvægt að halda áfram að gefa borgarbúum kost á því að senda börn sín í sveitina til sumardvalar.

Jeffersonville

Jeffersonville.

Rauði kross Íslands var stofnaður 10. desember 1924. Árið sem samtökin fögnuðu 20 ára afmæli sínu, 1944, var samþykkt að minnast afmælisins með því að sækja um „lóð og land í Laugarási“ undir sumardvalarheimili fyrir börn. Í nóvember þetta ár var síðan undirritaður samningur við Grímsneslæknishérað um afnot af tveim hekturum lands í kvos, vestan Kirkjuholts. Landið var tveir hektarar til að byrja með, en í júni 1952 var gerður samningur um 4,37 ha til viðbótar, þannig að alls fékk Rauði krossinn á leigu 6,37 ha lands. Umsaminn leigutími var 60 ár, eða til ársins 2004.

Í október 1944 ákvað framkvæmdanefnd RKÍ að leita til ríkisstjórnarinnar um að hún afhenti félaginu 8-10 herskála sem setuliðið hafði reist við Hafravatn. Þetta samþykkti ríkisstjórnin og afhenti RKÍ 10 skála til verkefnisins.

Allir sem að komu voru áfram um að sumardvalarheimili skyldi byggt í Laugarási og það var mikill framkvæmdahugur og bjartsýni ríkjandi. Þarna var samþykkt að heimilið skyldi tekið í notkun vorið 1947.

Þetta sama ár voru skálarnir fluttir í Laugarás.

Hvers vegna Laugarás?

Laugarás

Laugarás – sumardvalarheimili.

Einhver kann að spyrja hversvegna Laugarás varð fyrir valinu sem staður fyrir sumardvalir Reykjavíkurbarna.

Aðdragandinn að þeirri ákvörðun var sá, að á þessum tíma var Sigurður Sigurðsson, berklalæknir og síðar landlæknir, formaður RKÍ (frá 1942-1947). Hann hafði, árið 1942, tekið á leigu land í Laugarási sem hann nefndi Krosshól, en sem betur er þekkt undir nafninu Sigurðarstaðir, meðal íbúa.

Upphaflega ástæðan fyrir því að hann tók þetta land á leigu mun hafa verið sú að hann, eins og svo margir aðrir sem höfðu aðstöðu til, vildi hafa afdrep fyrir fjölskyldu sína ef kæmi til loftárása á höfuðborgina. Hann fékk þarna 3-4 hektara erfðafestuland til 60 ára.

Það var Sigurður sem lagði til að tekið yrði á leigu land í Laugarási fyrir sumardvalarheimili og sú varð niðurstaðan.

Jeffersonville

Þvottahús og vatnstankur í Camp Jeffersonville.