Færslur

Litli-Hamradalur

Upplýsingar höfðu borist um að efst á Núpshlíðarhálsi væri steinn. Í hann hafi verið grópuð hola. Aðrir lausir steinar eru þar hjá. Líklegt mætti telja að þarna hafi verið stöng á landamerkum enda bendi heimildir til þess??
GatiðÁgreiningur hefur verið um merkin þarna, millum Ísólfsskála og Hrauns. Í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála segir m.a.: “Úr fjöru við Festargnípu vestan við svonefndan Skálasand til norðurs að merktum kletti við götuna á Móklettum, svo til austurs í miðja suðuröxl á Borgarfjalli. Síðan sama sjónhending austur Selvallafjall að merkjum Krýsuvíkur og þá suður að Dágon.” Samhljóða texti er í landamerkjabréfi frá 1890, samþykkt af á Hrauni af fólki frá Hrauni. Austurmörkin eiga skv. þessu að vera um “Selsvallafjall”, sem er ofan Selsvalla, norðarlega í Núphlíðarhálsi.
Í örnefnalýsingu fyrir Hraun segir um sömu merki: “…úr austanverðu Festarfjalli úr berggang, sem þar er, og nefndur er Festi. Er það alláberandi stuðlabergsgangur, hálsfesti tröllkonu nokkurar, þaðan beint norður yfir fjallið í Mókletta, sem vegurinn liggur nú í gegnum. Þaðan beint austur í Skarðvallaháls, norður í svonefndan Sogaselsdal…” Hér er getið um “Skarðvallaháls”. Hann er sunnarlega í Núphlíðahálsi, eða skammt norðan við þar sem gamli vegurinn fór um skarð á hálsinum fyrrum.
HrafnÆtlunin var að skoða vettvang  þar sem gatsins er getið og kanna verksummerkin með hliðsjón af lýsingum beggja jarðanna.
Lagt var af stað upp úr Litla-Hamradal og gengið á Hálsinn. Uppgangan var auðveld með því að þverskera hlíðina jafnt og þétt upp á við. Hrafnaflokkur fylgdist með úr lofti. Þegar komið var upp fyrir Selsvelli (ofan Selsvallafjalls) var hálsinum fylgt til suðurs uns komið var að nefndum steini. Ekki þurfti mikla skoðun til að sjá að hér var um að ræða skessuketil í móbergsbjargi. Þeir myndast þannig að laust grjót (steinn) úr hraðara bergi nær að fá vindinn til að leika við sig, velta sér um og fram og til baka uns hann myndar smám saman skál eða holu í bergið. Síðan hjálpa vatn og frostverkun til við að stækka ketilinn. Þegar holan er orðin það djúp að vindurinn nær ekki niður í hana fyllist hún smám saman af sandi og gróðri. Engin mannanna verksummerki fundust þarna. Þá kom staðsetningin ekki heim og saman við fyrrnefndar lýsingar á mörkum Hrauns og Skála.
Á NúphlíðarhálsiSkv. upplýsingum
Guðmundar Guðmundssonar, bónda, Ísólfsskála, er umhverfinu af Núphlíðahálsi lýst þannig: “Á Selatöngum var sundmerkið þannig, að Dagon átti að bera í Litlabólið í Núpshlíð. Vestur af Lambastapa er berg og ekki undirlendi. Undir því bergi er nefnt Skálasandur. Vestar er stuðlabergsgangur, sem heitir Festi. Þaðan á Þórir haustmyrkur að hafa numið land austur í Selvog, og nú eru hér meki móti Hrauni.
Nú tökum við aðra umferð og byrjum enn austan frá. Upp af Selatöngum er hraunið nafna- og auðkennalítið, frekar jafnlent, þó ekki sé það slétt. Merkin eru hér línan úr Dagon í Trölladyngjurætur að vestanverðu, en Trölladyngja er útbrunnið eldfjall. Hraun á ekki svo langt til norðurs. Núpshlíðarháls, sem reyndar vafi er, hvort Hraun á í. Hlíðin sunnan í hálsinum heitir Núpshlíð. Þar uppi er hið forna Vigdísarvallaland. Á móti þar austast er fjallshlíðin nefnd Skalli, og er það í Vigdísarvallalandi. Vestur af því er smárauf nefnd Litlaból lítið fjárból, er blasir vel við frá Selatöngum, enda innsiglingamið þar á leguna.
Þar upp af er lægðin nefnd Dalur og upp, og ofan eða austanvert við há-Núpshlíð heitir Langagörn. [Annar staðar segir Ísólfur NátthagiGuðmundsson: Krossgil er vestanverðu í Stóra-Hamradal, er í Vesturhálsi.] Hún liggur meðfram dalnum alla leið að Vigdísarvöllum, breytir þar um útlit og nefnist innst Litli-Hamradalur. Vel má vera, að öll Langagörn sé í Krýsuvíkurlandi, en ég set hana hér, því annars glatast hún. Vestar og hærra en Litlabót er Stórabót. Það er móhella. Þar austur og upp af er Skálagörn, skora, er liggur til norðurs. Þar er vinkilbeygja á gamla veginum. [Loftur Jónsson segir um þetta í sinni lýsingu: “Skálagörn er jarðsig suð-suðvestan í Núphlíð og liggur frá jafnsléttu að gamla veginum norðan Núphlíðar. Móklettur eða hella í hlíðinni að vestan heitir Stóraból. Skalli er hnúkur sem gengur í suður úr Núphlíð og er hann á mörkum Vigdísarvalla og Ísólfsskála. Vestan Skalla er kvos þvert yfir Núphlíð sem heitir Langagörn (Vallagörn). Vestan undan Löngugörn fremst er klettur sem heitir Litlaból.

Brak

Vestan Skalla er kvos sem heitir Dalur (og þar fyrir norðan kemur Vallagörn eða Langagörn sem nær norður fyrir Litla-Hamradal… Núphlíðarháls nær frá gömlu götunni í Núphlíð og fremst í Krossgil. Krossgil er fremst í Stóra-Hamradal og þar fyrir austan er Lyngkrókur. Að kunnugra manna sögn þá er Leggjabrjótshraun vestan við Höfða en Grákvíguhraun á milli Höfða og Núphlíðarháls. Á korti er Leggjabrjótshraun sagt austan Höfða og er það sennilegra því þar er hraunið úfið og illt yfirferðar en vestan Höfða er það tiltölulega slétt.]
Vestan við Núpshlíð er hraunspilda, sem heitir Grákvíguhraun og nær vestur að allmikilli hæð, sem nefnd er Höfði. Við suðurenda hans er vegurinn allknappur og heitir þar Méltunnuklif. Er sagt, að þar hafi eitt sinn farið méltunna af hesti og niður fyrir.”
Í örnefnalýsingu fyrir Hraun (Gísli Hafliðason) segir: “Bærinn stendur við sjó vestanvert við Hraunsvík, rétt utast við hana vestanverða. Merkjalína sú, sem Gísli gaf mér upp (og fyrr er getið um), var þannig: úr austanverðu Festarfjalli úr berggang, sem þar er, og nefndur er Festi. Er það alláberandi stuðlabergsgangur, hálsfesti tröllkonu nokkurar, þaðan beint norður yfir fjallið í Mókletta, sem vegurinn liggur nú í gegnum. Þaðan beint austur í Skarðvallaháls, norður í svonefndan Sogaselsdal… Ef tekin er önnur lýsing, þá ber henni saman að vestan og norðan og að austan, nema, að þar eru merkin frá Selsvallafjalli samhliða Krýsuvík, þar til ber saman miðsuðuröxlin á Borgarfjalli og Móklettar.

Varða

Verður þessi lýsing því örugglega af einhverjum hluta Skálalands líka, sbr. þinglesin merki, því ég held þau fyrri séu ekki þinglesin, þó ég sé engan veginn viss um það… í Þrengslum þessum eru rústir eftir Hraunssel. Þar var haft í seli endur fyrir löngu frá Hrauni. Sandfellið er stórt fell. Hér nokkru norðar slítur hraunhaft þrengslin í sundur, og heitir þar norðar Selsvallafjall, og Selsvellir er gróið landsvæði þar, fallegt um að sjá… Austur frá Hvernum eina eru Grænavatnseggjar. Eru þær framhald af Selsvallafjalli. Undir hömrum í þeim eru Kúalágar. Hér inn með hálsinum heitir Bergháls. Hann er framan við Trölladyngju. Þaðan sést á Höskuldarvelli, og er bratt niður á þá. Smákonu-  eða  Spákonuvötn eru tvö eða þrjú, innan við Grænavatn í Sogunum.”
SelsvellirLoftur Jónsson segir um merkin í sinni örnefnalýsingu: “Austast í Siglubergshálsi eru móbergshnúkar og heita Móklettar. Landamerki Hrauns og Ísólfsskála eru úr Eystrinípu í Festi og í norðurhnúk Mókletta. Þar er merki klappað í móklöpp. Þaðan eru merkin í miðja suðuröxl Borgarfjalls. Síðan ber landeigendum ekki saman um landamerki. Eigendur Hrauns segja þau í vörðu á Núphlíð og síðan norður í Sogaselsdal. Eigandi Ísólfsskála segir þau úr öxl Borgarfjalls og í Selsvallafjall og þaðan í Sogaselsdal.” Finna þarf fyrrnefnda vörðu eða leifar hennar.
Komið var við í Hraunsseli í veðurblíðunni. Síðan var haldið upp á Hálsinn á ný. Í gróinni hlíðinni er hvammur, sennilega nátthagi frá selinu. Efst á Hálsinum, skammt norðan við selið, fannst brak úr Hudson-flugvél, sem fórst þar á stríðsárunum. Hún tilheyrði 269. flugsveit Breta. Slysið er, skv. slysaskýrslunni dags. 10.06.1943, staðsett í Driffelli. Flugstjóri var J. Coles, en auk hans voru í vélinni J.J. Hill, L. Franklin, J.E. Robbins og F.G. Crofts. Þeir fórust allir.

Selsstígur

Vélin var í eftirlitsflugi er hún fórst.
Hálsinum var fylgt áfram til suðurs. Þar á háhæð eru ummerki eftir vörðu. Gat er í móbergsklöppinni, að því er virðist eftir mælistiku. Staðurinn kom þó ekki heldur heim og saman við fyrrnefndar merkjalýsingar, enda engin “sjónhending” að Móklettum þaðan.
Ljóst er að merki Hrauns og Ísólfsskála eru sunnar á Hálsinum, sennilega á svonefndum “Skarðvallahálsi”. Sá háls er að öllum líkindum þar sem gamli vegurinn fór um skarð á hálsinum. Ofan þess hækkar hann verulega og kæmi ekki á óvart að þar kynnu að leynast ummerki eftir landamerki. Skoðun þess svæðis bíður nálægrar FERLIRsferðar, enda landssvæði sem ekki hefur verið gaumgæft sérstaklega, en full ástæða hefur verið til ef tekið er mið af fjölbreytileika landslags og litbrigða á svæðinu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Ísólfsskála.
-Örnefnalýsing fyrir Hraun.

Hraunssel