Færslur

Eldgos

Eldgos hófst á Reykjanesskaga klukkan rúmlega sex þann 8. febrúar. Um er að ræða þriðju goshrinu á sömu sprungurein ofan Grindavíkur. Sú fyrsta var 18. desember 2023 og önnur 14. janúar 2024. Bæði fyrrnefndu goshrinurnar voru skammvinnar, vöruðu í rúman sólarhring.

Grindavík

Eldgos og örnefni ofan Grindavíkur.

Sprungan að þessu sinni er innan við 3 km löng, liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells. Hraun rennur mestmegnis til vesturs á þessu stigi, undan halla. Bjarminn sést víða í mogunsárinu á Suðvesturhorninu.
Vel hafði bætt í skjálftavirkni á svæðinu um hálftíma áður og sendi Veðurstofan þá viðvörun um auknar líkur á eldgosi. Ekki leið á löngu þar til glóandi kvika fór að sjást á yfirborði.
Um er að ræða stórkostlegt sjónarspil náttúruaflanna þar sem þau sýna ofurmátt sinn gagnvart okkur – gestum þeirra.

Sundhnúkar

Hraunrennslið fyrstu klukkundirnar.

Gosið er á sömu slóðum og gosið sem varð 18. desember. Það ætti að þykja heppileg staðsetning og að megininnviðum standi lítil ógn af gosinu. Fyrstu klukkustundirnar munu þó skera úr um það.
Goshrinurnar eru taldar gefa góðar upplýsingar um myndun sprungureinahraunanna á Skaganum fyrrum.
Skv. áreiðanlegustu sérfæðingum er talið að þetta gos verði álíka skammvinnt og forverar þess, en þó ekki alveg án afleiðinga.

Sjá myndir úr eldgosunum þremur við Sundhnúk.

Grindavík

Eldgos 8. febrúar 2024.

Portfolio Items