Færslur

Lois

 Í blaði björgunarsveitarinnar Þorbjörns í tilefni af 60 ára afmæli hennar (árið 2007) “Útkall rauður” er m.a. fjallað um björgun áhafnarinnar á togaranum Lois frá Fleetwood. Byggt er á frásögn Tómasar (Todda) Þorvaldssonar:
Afmælisrit Þorbjörns í tilefbi af 60 ára afmælinuUm það leiti sem sveitin var stofnuð eða í byrjun ársins 1947 strandaði togarinn Lois frá Fleetwood á Hraunsfjöru utan við Hraun í Grindavík. Að kvöldi hins 5. janúar 1947 voru tvær stúlkur á leið í fjós til mjalta á bænum Hrauni, sem stendur við sjóinn ekki alllangt frá Grindavík.
Það var niðarmyrkur, sunnan stormur og haugbrim. Allt í einu heyra þær eimpípublástur frá skipi gegnum stormhvininn.
Á Hrauni bjuggu bræðurnir Gísli og Magnús Hafliðasynir, en þeir komu báðir við sögu, þegar skipshöfn franska togarans Cap Fagnet var bjargað í mars 1931 og hin nýstofnaða slysavarnardeild okkar hlaut eldskírn sína.
Stúlkurnar hraða sér aftur heim í bæinn og láta Magnús bónda vita, hvers þær hafa orðið áskynja. Þegar Magnús kemur út, heyrir hann feiknamikinn skruðning úr fjörunni fyrir neðan fjósið hjá sér. Það kastar éljum og er dimmt á milli, en þegar hann kemur niður kambinn fær hann staðfestingu á illum grun sínum. Hann sér skip veltandi í brimgarðinum.
Magnús hendist heim í hendingskast – hringir til Tómasar. Það er breski togarinn Lois frá Fleetwood, sem var í nauðum staddur. Hann hafði strandað við svokallaða Hrólfsvík milli klukkan átta og níu um kvöldið.
“Loftskeytastöðin í Reykjavík heyrði neyðarmerki frá skipinu klukkan 9:10, gerði Slysavarnarfélagi Íslands þegar viðvart, og þaðan var haft samband við hina nýstofnuðu björgunarsveit hér í Grindavík,” segir Tómas og bætir við að þá hafði björgunarsveitinni þegar borist vitneskja um strandið frá Magnúsi á Hrauni og voru í óða önn að búa sig udnir að leggja af stað.
Loftmynd af svæðinuAðstaða bar nokkuð erfið, en þó var bót í máli, að við gátum ekið bíl langleiðina með björgunartækin, en þurftum ekki að ebra þau um vegleysur, eins og við máttum oft reyna síðar. Við vorum komnir á strandstað rösklega hálfri klukkustund eftir að við féttum um skipbrotið, og það þótti skjót viðbrögð.
Við komumst sems agt auðveldlega að, en fjaran var grýtt og erfitt að fóta sig á hálum steinunum,” heldur Tómas áfram.
Skipið lá flatt fyrir í brimgarðinum og valt geysilega.
“Þegar við höfðum komið tækjum okkar fyrir, skaut Árni Magnússon af línubyssunni, hæfði skipið þegar í fyrsta skoti, áhöfn togarans heppnaðist að draga til sín líflínuna og hnýta hana fasta í frammastrið. Þar með gat björgunin hafist, og við drógum hvern skipverjann á fætur öðrum í land. Við beittum nýrri aðferð að þessu sinni, og hún reyndist vel; settum líflínuna aldrei fasta, heldur höfðum hana lausa og gátum því gefið eftri af henni ef með þurfti, þegar skipið valt,” segir Tóams.
“Ég stóð þarna framarlega í fjörunni og tók á móti þeim sem komu í land. Það vakti athygli mína, að tveir skipsbrotsmanna, sem ég ræddi lítilega við höfðu orð á hinu sama: Að svo hlyti að fara, þegar vínið væri annars vegar.
Björgun úr sjávarháskaÁ miðnætti höfðum við bjargað fimmtán mönnum af skipshöfn togarans. Þá var aðeins einn eftir – skipstjórinn, en hann hafði staðið í brúnni allan tímann, sem verið var að bjarga áhöfn hans. Við héldum stólnum lengi við skipshlið, en togarinn valt stöðugt og sjór gekk yfir hann.
Allt í einu sáum við, að skipstjórinn kemur út úr brúnni og gengur fram á dekk.
Við sjáum, að hann er kominn að stólnum, en í sama bili ríður ólag yfir skipið, hann hrasar og fellur útbyrðis. Það er ekki viðlit að koma honum til bjargar. Hann hvarf á svispstundu í ólgandi brimlöðrið,” segir Tómas.
Skipsbrotsmennrnir voru fluttir heim að Hrauni. Þeir voru allir þrekaðir og sumir svo máttfarnir, að þeir gátu naumast gengið óstuddir. Á bænum var þeim veitt góð aðhlynning, svo að þeir hresstust von bráðar.
Clam á strandstaðNóttina eftir björgunina færðist Lois töluvert nær landi, og daginn eftir var hægt að ganga þurrum fótum út að skipinu á fjöru. Það var bersýnilega mikið laskað, einkum stjórborðsíða þess, og ekki var gerð tilraun til að ná því af strandstað.
Síðar um daginn fannst lík skipstjórans  rekið uppundir Festi.
Nokkrum dögum seinna afhenti sendiherra Breta á Íslandi, G. Shephard, Ólafi Thors, forsætisráðherra, þakkarávarp vegna björgunarinnar. Ólafur afhenti Slysavarnarfélagi Íslands ávarpið, en það var svo hljóðandi: “Bresk stjórnvöld hafa kynnt sér atburð varðandi strand breska togarans Lois í sunnan stormi, 5. janúar, á hinni klettóttu strönd námunda við Grindavík, og kemur sú eftirgrennslan alveg heim við frásagnir blaðanna.

Jón Baldvinsson á slysstaðÖll þau íslensku samtök er að björguninni stóðiu sýndu sérstakt hugrekki, fórnfýsi og leikni. Björgunarsveitin var sérstaklega fljót á strandstað, örugg og viss í að skjóta björgunarlínu um biorð í skipið, og útbúa björgunarstól til skjótrar notkunar.
Þeir sem tóku á móti björgunarstólnum í brimgarðinum lögðu sig í mikla hættu á sleipum klettunum, meðan hinir, er tóku við skipbrotsmönnunum. eftir að þeir komu í land, spörðuðu ekkert til að hlynna að þeim eftir kuldann og sjóvolkið.
Það veitir mér alveg sérsakla ánægju að biðja yður, háttvirtur ráðherra, að koma á framfæri innilegu þakklæti og viðurkenningu frá skipsbrotsmönnunum og mér sjálfum til Íslendinga þeirra, sem hér eiga hlut að máli, og þá sérstaklega til deildar Slysavarnarfélags Íslands í Grindavík og húsbændanna á Hrauni, sem veittu skipsbrotsmönnunum hina bestu aðhlynningu.”
Einnig kom breski sendiherrann hingað til Grindavíkur og veitti okkur viðurkenningu.
Og Bretar gerðu það ekki endasleppt við okkur fyrir þessa björgun.
Útgeðarfélagið, sem átti togarann Lois, gaf okkur nýja línubyssu, sem gat skotið þrefalt sverari línu en okkar byssa og margfalt lengri leið. Hún var þannig útbúin, að hleypt var af henni með rafmagnsþræði, svi að skyttan gat staðið nokkra tugi metra frá. Henni fylgdi skotgrind og fótur, sem þurfti að bera grjót á til að hann stæði af sér titringinn, þegar hleypt var af.
Þetta var hin nýtískulegasta byssa, og við æfðum okkur oft á henni með ágætum árangri.
Tómas ÞorvaldssonEn einhvern veginn fór það svo, að við notuðum hana aldrei, þegar til kastann kom. Við treystum betur á gömlu byssuna.
Miklu meiri mannskaði varð hins vegar er breska olíuflutningaskipið Clam rak á land á Reykjanesi 28, febrúar 1950 eftir að hafa slitnað aftan úr dráttarbátnum Englishman. Í fyrstu var gugað að því aðs enda bát til móts við hið stjórnlausa skip, en frá því var horfið vegna brims. Því var farið til míts við skipið landleiðina út frá Reykjanesi en það tók land við Reykjanesvita. Um leið og skipið tók niðri fór hluti áhafnarinnar í skipsbáta.
Vegna sjógangs fyllti bátna á skammri stundu og fórust nær allir sem í þeim voru. Þá átti björgunarsveitin skammt ófarið að strandstaðnum en vitaðvörðurinn og aðstoðarmaður hans einir til hjálpar. 23 mönnum var bjargað af skipinu en 27 fórust og er almennt álitið að þeim hefði öllum mátt bjarga,e f þeir hefðu haldið kyrry fyrir í skipinu. Mikill ótti mun hafa rekið mennina í bátana því stöðugt braut yfir skipið á strandstað.
15. apríl sama ár tók björgunarsveitin þátt í að bjarga áhöfn breska togarans Preston North End er stranað haði á Georfuglaskerjum. Björgunarsveitarmenn úr Grindavík fengu Emil Jónasson skipsstjóra á mótorbátnum Fróða frá Njarðvík til að fara með sig út að hinu strandaða skipi, því ekki reyndist unnt að komast á bátum frá Grindavík. Þeir náðu síðustu sex mönnunum af togaranum með því að leggja sig í mikla hættu er vont var í sjóinn og mjög erfitt að athafna sig nærri strönduðu skipinu. Þykir björgunarsveitarmönnum þetta hafa verið einhver erfiðasta björgun sem þeira hafa átt hluta að.
Fjölmennasta áhöfn sem Þorbjörn hefur bjargað af einu skipi var áhöfn nýsköpunmartogarans Jóns Baldvinssonar, 42 menn. Það mun jafnframt vera stærsta björgun úr einu skipi sem björgunarsveit SVFÍ hefur framkvæmt með fluglínutækjum.
Þessi nýjasti togari flotans sigldi á land við Reykjanesvita 31. mars 1955, á svipuðum slóðum og Clam rak upp. Aðeins fáeinum stundum eftir að mönnunum hafði verið bjargað á land stóð aðeins botn hins glæsilega skips upp úr sjónum. Björgunin gekk greiðlega og tók aðeins um 2 stundir að ná allri áhöfninni frá borði.
Heimildir eru fengnar úr Árbókum SVFÍ nema annars sé getið.”

Heimild m.a.:
-“Útkall rauður – afmælisrit björgunarsveitar Þorbjörns 2007, bls. 36-28.Ský

Hraunsfjara

Eftirfarandi frásögn af “síðasta strandinu í Grindavík” birtist í Faxa 1947:
“Á þrettándakvöld sl. barst hið alþjóðlega neyðarkall — S O S — á öldum ljósvakans að eyrum þeirra dyggu þjóna, sem hlusta nótt og nýtan dag eftir þörfum þeirra, er afskektastir eru allra og oft í lois-222bráðri hættu — sjómannanna, sem oft og og einatt eiga líf sitt undir því einu komið að hlustað sé í lítil og veikbyggð tæki annað hvort í landi eða á öðrum skipum, sem betur eru sett. Menn þeir, sem annast tæki þessi, eru venjulega sérmenntaðir loftskeytamenn. Oft hafa þeir verið litnir öfundar- og stundum jafnvel fyrirlitningaraugum utan af dekkinu, sökum þess að þeir geta starfsins vegna gjarna verið vel til fara jafnvel fínir, eru venjulega inni í dúnhita og geta skemmt sér að músik og ýmsu öðru, þó að aðrir þræli í náttmyrkri og vetrarhörkum við ömurlegustu skilyrði.
Stétt loftskeytamanna hefur þó getið sér frægðarorð og bjargað mörgum mannslífum. Í þetta sinn var það brezki botnvörpungurinn Lois, sem var í nauðum staddur. Hann var að koma frá Englandi og hefur sjálfsagt ætlað vestur fyrir land, á hin auðugu fiskimið, sem mjög eru sótt af erlendum fiskiskipum. En dimmviðri var á og hríð annað slagið. Auk þess kann að vera að áttavitinn hafi truflazt af segulmagni fjallanna í Reykjanessfjallgarðinum, en slíkt hefur oft komið fyrir áður. En hvernig sem á því stóð, þá stóð skipið allt í einu í stórgrýttri fjörunni. Brimið ólmaðist óskaplega og stormurinn stundi við Festarfjall. Í skeyti því, er skipstjórinn sendi Slysavarnarfélagi Íslands, hélt hann sig vera 15 mílum vestan við Selvogsvita. Þá hefðu þeir lent á Selatöngum, sem eru alllangt frá mannabyggðum og auk þess er landtaka þar mun verri, svo að hæpið hefði verið að nokkur skipsmannanna hefði haldið lífi, ef staðarákvörðunin hefði reynzt rétt. Reyndin var sú að skipið var 4 mílum vestar, eða vestanhallt í Hrólfsvík, sem er nokkur hundruð metrum austan við Hraun í Grindavík. Það reyndist þeirra lán í óláninu.
Um svipað leyti og skeytið barst til Slysavarnarfélags Íslands varð strandsins vart frá Hrauni. Var þegar í stað hringt til Sigurðar Þorleifssonar, formanns Slysavarnarfélagsins „Þorbjörn” í Grindavík, en það var um kl. 9,30 um kvöldið og honum tilkynnt strandið. Þegar var hafizt handa um að hóa mannskap saman og koma björgunartækjum á strandstaðinn. Gekk þetta hvorttveggja mjög greiðlega og um kl. 10 var komið á strandstaðinn og undirbúningur að björgunarstarfinu hafinn. Skipið lá þá þversum í brimgarðinum um 100 m. frá flæðarmáli. SSA-stormur var og mjög mikið brim, svo að skipið barðist harkalega við stórgrýti og flúðir. Fljótlega mun hafa laskazt sú hliðin, er að landi sneri, og daginn eftír er menn komust um borð var síðan sem sagt úr.

Hraun

Hraun.

Fljótlega tókst að koma á sambandi milli skips og björgunarsveitarinnar. Árni G. Magnússon, skytta sveitarinnar, hæfði með fyrsta skoti. „Rakettan” flaug gegnum loftið með granna línu í eftirdragi. Skyttan hæfði skipið miðskipa undir loftnetið, eða svo haganlega, sem á varð kosið. Skipverjar drógu nú til sín sverari línur, dráttartaugar og líflínu, sem þeir komu fyrir í framreiðanum. Síðan hófst hin vasklega björgun. Tugum saman stóðu Grindvíkingar á ströndinni og unnu sem einn maður með hröðum og vissum handtökum. Hver maður á sínum stað og sigurverkið var í fullum gangi. Björgunarstóllinn var dreginn út til skipsins og þaðan kom hann með hvern skipverjann á fætur öðrum. Sökum þess hve skipið valt mikið varð að hafa líftaugina fremur slaka, svo að strandmennirnir drógust í sjóinn á leið til lands. Flestir þeirra voru þó allbrattir er í land kom. Einn þeirra hafði þó fengið taugaáfall og nokkra fleiri varð að styðja að bíl, sem flutti þá heim að Hrauni, en þar var kominn Karl G. Magnússon héraðslæknir.
Klukkan 11,30 voru allir skipverjarnir komnir á land, nema skipstjórinn, sem var þá staddur í „brúnni”. Allt að 10 mínútur var beðið eftir honum. Þegar hann loks fór fram á þilfarið virtist hann hrasa en komst þó um síðir að vantinum Og upp á borðstokkinn og mun hafa ætlað að teygja sig eftir stólnum, en þá reið ólag undir skipið og stríkkaði við það á líflínunni, svo að skipstjórinn tapaði jafnvægi og féll í hafið — líkið rak að landi eftir tvo eða þrjá daga. Strandmennirnir 15, sem björguðust, dvöldu að Hrauni hjá bræðrunum Gísla og Magnúsi Hafliðasonum um einn sólarhring við góða aðhlynningu.
Allflestir karlmenn úr Grindavík voru komnir á strandstaðinn og telur Sigurður Þorleifsson, að þessi vel heppnaða björgun sé árangur ákaflega góðra samtaka og skipulags við framkvæmd þessa ábyrgðarmikla starfs — þar sem hvert handtak getur verið lífsábyrgð.
Slysavarnarsveitin „Þorbjörn” telur nú um 200 félagsmenn og konur. Sveitin er löngu landfræg fyrir frækilegar bjarganir úr sjávarháska. Grindvíkingar hafa vanizt hörðum fangbrögðum Ægis. Þrálátt og þróttmikið brimið hefur þjálfað þetta lið í einbeitingu mannlegs máttar til varnar og sóknar gegn hamslausri náttúrunni, þegar hún vill gerast ágeng við líf eða limi.
Það er sigurfögnuður hjá þjóðinni allri, þegar slík afreksverk eru unnin.
J.T.

Heimild:
-Faxi – 7. árg. 1947, bls. 1-2.

Hraun

Hraun.