Færslur

Kerlingargil

Þeir fáu sem lagt hafa leið sína um Löngulíð hafa veitt athygli “vörðu” í hlíðinni. Varða þessi, ef svo má kalla, er tvö stór björg, annað ofan á hinu, og á því efra hvíla tveir steinar, annar ofan á hinum, líkt og hattur. Ofar í hlíðinni eru mosa- og fléttuvaxnar skriður, allbrattar.
LönguhlíðarvarðaLangahlíð er að sjálfsögðu merkilegt jarfræðifyrirbæri, líkt og Undirhlíðarnar skammt neðar. Um er að ræða stallamyndun landsins frá mismunandi tímabilum jarðsögunnar.
Auk Brennisteinsfjalla sjálfra, tekur Brennisteinsfjalla-kerfið yfir Bláfjöll og Heiðina há en sprungurein þess nær til sjávar austan Krýsuvíkur. Norðan Bláfjalla ná sprungur og misgengi langt inn á Mosfellsheiði. Meðal myndana frá jökulskeiðum eru Langahlíðin sem er að stofni til gríðarstór stapamyndun. Brennisteinsfjöllin og framhald þeirra til norðausturs, hryggur sem nær norður í Kristjánsdalahorn, eru móbergsmyndanir. Það hversu lítið Langahlíðin er grafin bendir til tiltölulega ungs aldurs stapans. Stefna brúnarinnar hefur trúlega ráðist af halla jökulyfirborðsins á þeim tíma þegar stapinn myndaðist.
ListaverkTil upprifjunar má geta þess að móbergsmyndanirnar miklu í gosum á sprungureinum undir ísaldarjöklinum síðasta (fyrir um 11000 árum) gáfu af sér hálsana, s.s. Fagradalsfjall, Vatnsfell og Keili líkt og Núpshlíðarhálsinn, Sveifluhálsinn og Vatnshlíðina, sem er hluti af Lönguhlíðar-mynduninni og hálsinum er Bollarnir og Þríhnúkagígar hvíla nú á. Allir bera þessar myndanir þess merki að ísaldarjökullinn hafi leikið þær grátt (eða sætt) við bráðnun hans.
Og þá aftur að Lönguhlíðarvörðunni. Sagan segir að tröllskessa í Kistufelli (sumir segja í Hvyrfli) hafi fyrir alllöngu lagt af stað við sólsetur áleiðis að Hvaleyri þar sem frést hafði af hvalreka. Systrum hennar ofan við Bolla og í Kerlingarhnúk hefðu og borist boðin. Þær héldu hiklaust niður að Hvaleyri.
Tröllskessan í Kistufelli átti lengri leið fyrir höndum. Hún þurfti að fara niður háheiðina ofan Lönguhlíðar með stefnu á Kerlingargil. Í myrkri og þoku villtist hún af leið og kom fram á brún hlíðarinnar þar sem nú heitir Mígandagróf. Nafnið er ekki komið af engu, en skal ekki fjölyrt meira um það hér. Nú er þar í og ofan við pollinn ein hin mesta litskrúð, sem þekkist á gjörvöllum Reykjanesskaganum, ef frá eru skildir hverirnir.
Um nóttina rofaði til. Tröllskessan hélt þá sem leið lá áleiðis niður Kerlingargil og hugðist halda niður að Hvaleyri. Á leið sinni niður gilið heyrði hún í næturkyrrðinni hvar lóan og spóin sungu hinn yndælasta og ljúfasta samsöng í hlíðinni. Staldraði tröllskessan því við um stund neðan við gilið til að hlusta á dásemd næturinnar.
HraunkarlÁ meðan marði hún jurtir og málaði í hrifningu listaverk á nálæga steina. Þegar söngnum lauk var langt liðið á nóttina. Sá skessan fram á að henni myndi ekki endast tími til að fara alla leið niður að Hvaleyri og til baka áður en nóttin varð að degi. Raðaði hún nokkrum steinum í kringum sig og hlóð síðan úr þremur þeirra vörðu í hlíðinni til marks um vilja hennar áður en hún hélt til baka upp Kerlingargil og heim í Kistufell. Aðrir steinar, sem skessa hafði tekið til handargangs og enn má sjá, eru jafnan nefndir Kerlingarsteinar.
Varðan stendur enn í Lönguhlíðinni. Er hún auðþekkt af húfunni.

Lönguhlíð

Varða efst á Lönguhlíð.