Tag Archive for: Magnús Jónsson

Hafnarfjörður

Magnús Jónsson skrifaði um „Hafnfirðinga árið 1902“ í jólablað Alþýðublaðsins árið 1959. Um var að ræða framhald skrifa hans í sama blað árið 1958.

Verður nú haldið áfram þar sem frá var horfið.

Góðtemplarahús

Góðtemplarahúsið við Suðurgötu.

52. Góðtemplarahúsið. Það er margra atkvæða orð og því styttingin Gúttó venjulega látin nægja. Þetta er fyrsta samkomuhúsið sem Góðtemplarar hér á landi reistu, byggt 1886. Talið er að þá hefði það rúmað alla íbúa bæjarins. Þá var það þó lítið annað en salurinn, því að þverálmurnar voru byggðar síðar. Íbúð var þar engin. Yfir inngöngudyrunum í salinn — sem þá voru tvennar — var loft og grindur fyrir framan, eins og í kirkjunum sumum. í húsinu var að sjálfsögðu oft dansað og leiknir sjónleikir, svo sem Prestskosningin, eftir Hafnfirðinginn Þorstein Egilsson, Skugga-Sveinn og Nýársnóttin, svo að þau helztu séu nefnd. Þetta hús hefur þannig verið helzti samkomu- og skemmtistaður Hafnfirðinga í rúm 70 ár, þótt önnur hús hafi nú tekið við því hlutverki að nokkru.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Dvergasteinn.

53. Dvergasteinn. Það nafn má segja að haldist enn á húsinu, sem er á þessum stað, en annars er það talið Suðurgata 6. Þarna bjuggu hjónin Jón Jónsson steinsmiður — eða múrari síðar — og Sigurborg Sigurðardóttir. Árið 1902 eignuðust þau sitt eina barn, Guðmund, sem nú er sjávarútvegsmálaráðherra, kvæntur Guðfinnur Sigurðardóttur. Þetta ár kom í Fjörðinn — í Dvergastein — Árni, bróðir Sigurborgar. Hann var trésmiður og kvæntist Sylvíu Ísaksdóttur. Í Dvergasteini var líka Vilborg Guðmundsdóttir, móðir þeirra systkina og svo önnur fjölskylda: Agnes, sem þá var búin að missa Bjarna mann sinn, en var með dóttur þeirra, Elínu. Einnig var þar Guðlaug Guðmundsdóttir, systir Agnesar og Vilborgar. Ein þessara systra var Margrét yfirsetukona, sem síðar verður getið.

Hafnarfjörður

Dvergasteinn, Gúttó og Sýslumannsshúsið.

54. Sýslumannshúsið. Það stendur enn og telst eiginlega óbreytt, því að í svo frábrugðnum stíl er viðbyggingin. Húsið er talið nr. 8 við Suðurgötu. Þá var sýslumaður — með aðsetur í þessu húsi — Páll Einarsson, sem síðar varð fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur. Hann bjó þá með fyrri konu sinni, Sigríði, dóttur Árna Thorsteinson landfógeta. Þau áttu tvö börn, Kristínu og Árna. Líka ólu þau upp Sigrúnu Eiríksdóttur. Á sýslumannsheimilinu voru tvær vinnukonur, Ingileif Sigurðardóttir Backmann, sem giftist Ólafi Böðvarssyni, sem áður var getið, og Arnleif Guðmundsdóttir. Þá var og Árni Þorsteinsson, síðar bíóeigandi, nýkominn til sýslumannsins. Eftir að Sigríður Árnadóttir dó, kvæntist Páll Sigríði dóttur fyrirrennara síns, Franz sýslumanns Siemsen. Síðasti sýslumaðurinn sem jafnframt notaði þetta hús til íbúðar fyrir sig, var Magnús Jónsson. Margir minnast hans fyrir góða viðkynningu á löngum embættisferli.

Strandgata

Strandgata og Lækurinn. Einarsbúð, Verslun Einars Þorgilssonar og Co stendur enn þó búið sé að fjarlægja viðbyggingu. Hús Dvergs við Lækinn eru horfið.

55. Svæði eitt var í Firðinum sem nefnt var Moldarflötin. Hún takmarkaðist að norðan af læknum, að vestan af götunni — eða Mölinni — og að sunnan og suðaustan af sýslumannstúninu, en þar fyrir ofan var, og er að nokkru enn, kálgarðurinn frá Dvergasteini. Stundum varð gott skautasvell á þessu svæði, og notuðu Hafnfirðingar sér það.

Árið 1902 var eitt hús komið á Moldarflötina, í suðurhornið. Það hefur nú verið rifið vegna breytts skipulags. Það mun hafa verið byggt af „Útgerðarfélaginu við Hafnarfjörð“, sem Einar Þorgilsson var framkvæmdastjóri fyrir. Þetta félag var stofnað aldamótaárið og gerði út kútterana Surprise og Litlu-Rósu og svo Róbert, sem það hafði á leigu.

Dvergur

Dvergur 1912.

Þegar félagið leystist upp, eftir að Litla-Rósa fórst, eignuðust þeir húsið Einar Þorgilsson og Bergur Jónsson skipstjóri á Surprise.
Og nú hafa tvö fyrirtæki fyrir löngu lagt undir sig Moldarflötina, Einar Þorgilsson & Co. og h.f. Dvergur. Þá eiga að vera taldar upp allar byggingar fyrir sunnan læk, nema þau fáu peningshús sem um var að ræða og svo hjallar og þessháttar.

56. Brú. Sá bær stóð nánast þar sem nú er húsið Strandgata 39. Brúin yfir lækinn var þar hjá, því að hann beygði til norðurs eða norðvesturs, eins og áður hefur verið minnzt á. Á Brú bjuggu hjónin Helgi Þórðarson og Herdís Magnúsdóttir. Börnin sem heima voru: Jónína Þuríður, Hendrika Júlía, Magnús og Albert. Þar var líka Einar Snorrason lausamaður. Elzta barnið, Hermann, var farinn að heiman. Þessi hjón fluttu til Reykjavíkur um 1911.

Strandgata 41

Strandgata 41.

57. Þar sem þessi bær stóð er nú húsið Strandgata 41. Hann var áður kenndur við Kolfinnu nokkra eða Gunnu Kolfinnu, eins og hún mun hafa verið nefnd. Þegar hér er komið var þessi kona dáin, en í bænum bjó Bjarni Sigurðsson sonur hennar. Hjá honum var Gíslína Sigríður, en foreldrar hennar voru Guðrún Vigdís, systir Bjarna og Einars, auknefndur söngur. Þar var líka Nikólína Kristín Snorradóttir, með dóttur sína, Álfheiði Ágústu Sveinbjarnardóttur. Nikólína var systir Elínar í Gerðinu (nr. 65). Í þessum bæ var líka Sólveig Þórðardóttir. Hún var ein af þeim sem alltaf voru vinnandi hjá öðrum, án þess að hugsa mikið um hvort nokkuð fengist í aðra hönd.

Mjósund 1

Mjósund 1.

58. Á þessum stað er nú húsið Mjósund 1. Bærinn sem þarna var hét eiginlega Miðhús, þótt stundum væri hann kenndur við Elís Jón Stefánsson sem bjó þar með móður sinni, Þórunni Þorsteinsdóttur. Hann kvæntist seinna og átti eina dóttur, Stefaníu.

59. Hús sem byggt var þetta ár, 1902. Þar bjuggu hjónin Sveinn Magnússon bátasmiður og Eyvör Snorradóttir. Hjá þeim var dóttir þeirra, Theodóra Kristín, veitingakona, sem giftist Árna Sighvatssyni kaupmanni. Snorri, sonur Sveins og Eyvarar, var dáinn, en þarna voru tvö börn hans, Ingibjörg Magnea, sem gift er Guðjóni Jónssyni kaupmanni og Magnús sem kvæntist Sigríði Erlendsdóttur. Hún á enn heima á þessum stað, Strandgötu 47, en húsið frá 1902, sem var lítið, er nokkur hluti þess húss. Elzta barn Theodóru var fætt: Björn S. Stefensen. Tveggja sona Sveins og Eyvarar er getið annars staðar, Þorsteins (nr. 44) og Sigmundur (nr. 104).

Lækjargata 3

Lækjargata 3 – áður Hörðuvellir 2.

60. Byggðarendi. Þar var byggt upp um þetta leyti, og var húsið talið Lækjargata 3. Það hefur nú verið rifið. Þar bjuggu hjónin Ólafur Jónsson og Sigríður D. Guðmundsdóttir. Sonur þeirra var farinn, en þar var Hafliða Gunnarsdóttir, móðir Sigríðar. Svo var þar vinnukona, Sigríður Rósa, dóttir Þorláks í Hamarskoti.

61. Lækjarkot. Þar er nú húsið Lækjargata 9. Þar bjuggu barnlaus hjón, Ólafur Bjarnason og Guðrún Oddleifsdóttir. Fósturdóttir þeirra, Ólafía, mun ekki hafa verið komin til þeirra.

Strandgata

Strandgata – A) Hús Kristins Vigfússonar, fátækarfulltr. BSR – hús um tíma.
B) Hús Guðjóns Magnússonar, skósmiðs, nú búið að rífa það.
C) Hús Ingvars Guðmundssonar, sem um tíma var stýrimaður á kútter Surprise. Nú í eigu Brunabótafélags Íslands.
D) Hús Theódóru greiðasölukonu. Síðar eign Magnúsar Snorrasonar, skipstj.
E) Hús Einars Þorsteinssonar, sem lengi var háseti á kútter Surprise.

62. Þessi bær var einnig nefndur Lækjarkot, enda stóðu bæirnir saman. Þar bjó Anna Katrín Árnadóttir, ekkja Þorvaldar Ólafssonar frá Ási. Börnin: Vilborg, giftist fyrst Guðmundi Guðmundssyni frá Hellu, en nú gift Stefáni Backmann, sem einnig var minnst á áður (nr. 50), Ólafur, nú þingvörður, kvæntur Sigrúnu Eiríksdóttur, og Þorvaldur, dó ungur.

63. Þetta hús var eins og Byggðarendahúsið rifið fyrir afmælishátíð kaupstaðarins, sumarið 1958, enda orðið hrörlegt. Það hét á Grund, en jafnframt var nafnið Bossakot til á því áður. Þar bjó Helgi Bjarnason og var þá, eins og lengstum, einhleypur. Hann kvæntist þó síðar, Kristínu Einarsdóttur. Árið 1902 urðu leigjendaskipti á Grund. Þorvaldur Erlendsson fór þaðan og byggði, eins og áður er talað um (nr. 43). Þá komu tvær fjölskyldur í Fjörðinn og settust báðar að á Grund. Annað voru hjónin Gamalíel Kristjánsson og Ólína Hannesdóttir. Þau voru með dætur sínar þjár, Ingibjörgu Sigríði, Guðmundínu Lilju og Guðrúnu Maríu. Eftir að Ólína dó, kvæntist Gamalíel aftur. Hin fjölskyldan sem hér um ræðir, voru hjónin Einar Einarsson og Jóhanna Örnólfsdóttir. Börnin sem heima voru: Kristrún, giftist fyrst Guðna Benediktssyni, sem áður var minnst á (nr. 49), en síðar Sigurði Magnússyni skósmið, Einar og Jóhanna.

Austurgata 46.64. Þetta hús var talið Austurgata 46. Eftir því sem bezt verður vitað var það nýtt við árslok 1902, en sumarið 1958 var það flutt burtu af þessum stað og upp í Kaplakrika. Hjónin sem þarna bjuggu 1902 hétu Þórður Ólafsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir. Þrjú eru talin börn þeirra: Valgerður, Ketill og Engilbert. Þar var líka lausakona, Jórunn Halldórsdóttir. Ef til vill hefur það verið Jórunn sú sem áður var hjá Finni Gíslasyni og var systir Jóhönnu í Þorkelsbæ (nr. 79). Um nafn hússins hefur alla tíð verið óákveðið. Í manntalinu frá 1902 er það nefnt Þórðarhús, síðar á Balanum eða Hólnum, eða þá á Grund.
Þegar timburhús voru byggð áður fyrr, var það algengt að grindin var tegld til, sem kallað var, á rúmgóðum stað, annars staðar en húsið átti að standa. Þessi húsgrind fékk þá meðhöndlun niðri á Moldarflöt (55).

Hverfisgata 52b

Hverfisgata 52b – Hraungerði.

65. Bær þessi hét að réttu lagi Hraungerði, og var það nafn vel til fundið. Í daglegu tali er það þó aðeins nefnt Gerðið. Þar er nú talið Hverfisgata 52 B. Í Gerðinu bjó Elín Snorradóttir, ekkja Friðriks Eriðrikssonar. Eldri sonur hennar var farinn, en þar var Helga dóttir hennar og Helgi E. Thorlacíus sonur hennar — Elínar — en ekki Friðriksson. Svo var þar gamall maður, Guðmundur Erlendsson frá Hagakoti, faðir Jóhönnu sem lengi var hjá Hendrik J. Hansen (nr. 92).

66. Það er alltaf nefnt á Bala, þótt í manntalinu frá 1901, sem tekið er upp í Sögu Hafnarfjarðar, sé bærinn kenndur við húsbóndann. Þar bjuggu hjónin Narfi Jóhannesson stýrimaður, sonur Guðlaugar sem áður var minnst á (nr. 19) og Sigríður Þórðardóttir. Börnin sem fædd voru: Jóhannes, sjómaður, Jakob, Magnea, Guðlaug og Sveinssína. Síðar verður minnst á maka sumra þessara systkina. Sveinssína og maður hennar, Stefán Helgason, búa á Bala, sem nú er talið Austurgata 43. Um aldamótin var faðir Sigríðar þarna einnig: Þórður Þórðarson frá Höll í Garðahverfi. Ófædd voru Sigurþór og Björney Elisabet.

Austurgata 48

Austurgata 48.

67. Þetta hús stóð þar sem nú er húsið Austurgata 48. Þar bjó Kristinn Vigfússon trésmiður, síðar bæjarfulltrúi og fátækrafulltrúi. Kona hans var Katrín Eysteinsdóttir, systir Pálínu konu Ólafs Garða og Ingibjargar sem einnig var minnzt á áður (nr. 13). Anna, móðir Kristins, var þarna og eldri dóttir hjónanna, Anna Sigurrós, var fædd. Hún er gift Katli Gíslasyni. Vigfúsína var ekki fædd.

68. Þar er nú húsið Austurgata 36. Í bænum sem þarna var bjó Jón Árnason Mathiesen, verzlunarmaður við Brydes-verzlun. Kona hans hét Guðrún Jensdóttir. Þau voru barnlaus og fósturdæturnar ekki komnar til þeirra. Samt var þar fleira í heimili: Jóhannes V. Jónsson, Jón Diðrik Jónsson — hann fór til Ameríku — Sesselja Helgadóttir og Karólína Árnadóttir. Hún flutti oft um set og er árið áður talin hjá Vilborgu systur sinni á Hóli.

Austurgata 33

Austurgata 33.

69. Einarsbœr. Ekkert hús mun vera nákvæmlega á sama stað og sá bær stóð, en það var lítið eitt ofar en húsið Austurgata 33 er. Þar bjuggu hjónin Einar Þorsteinsson og Geirlaug Bjarnadóttir. Elzta barn þeirra var fætt, Bjarni, sem dó um fermingaraldur. Síðar fæddust Þorsteinn og Guðrún. Hjá þessum hjónum var Hansína Linnet, hálfsystir Einars (sammæðra — börn Þuríðar Einarsdóttur). Hansína giftist Agnari Magnússyni skipstjóra.

70. Helgahús. Það stóð þar sem enn er pósthúsið, Strandgata 35. Þar bjuggu hjónin Helgi Sigurðsson og Sigríður, sem var Jónsdóttir, en oftast kennd við mann sinn eftir að hún giftist. Börnin sem heima voru: Sesselja Engilrós, sem giftist Hans Sigurbjarnarsyni, sem drukknaði þegar togarinn Gullfoss fórst, 1944, Árni, ræðismaður Íslands i Chicago, Guðrún, giftist Jóhanni Helgasyni, og Jón, tvíburi við hana, ókvæntur. Yngst er Ragnheiður, sem býr með Óskari Breiðfjörð Jónssyni.

Strandgata

Strandagata fyrrum.

71. Húsið, sem stendur á þessum stað nú — Strandgata 33 — er gamalt og e. t. v. neðri hæðin sú sama og 1902. Þar voru aðeins hjónin Kristján Guðnason skósmiður og Þórdís Bjarnadóttir, systir bræðranna á Hamri og Agnesar, fyrri konu Eyjólfs Illugasonar. Lilja, dóttir þessara hjóna, var farin, gift Árna Jónssyni timburkaupmanni í Reykjavík, dóttursyni Árna hreppstjóra Hildibrandssonar. Húsið var lengi nefnt Hekla.

Strandgata

Strandgata fyrrum.

72. Á þessum stað er nú húsið Strandgata 31. Húsið, sem þarna stóð, var nefnt Ragnheiðarhús. Þá var minni tækni við að slétta úr hrauninu, og stóð það uppi á kletti, sem a. m. k. börnin kölluðu Ragnheiðarhól. Þetta var kennt við Ragnheiði Björnsdóttur ljósmóður. Hún var þó ekki nefnd þannig, heldur Ragnheiður yfirsetukona. Þá var með öðrum orðum sjaldan talað um trésmiði, járnsmíði eða ljósmæður, heldur snikkara, klénsmiði og yfirsetukonur. Ragnheiður mun hafa verið dáin þegar hér er komið, en í húsinu bjó Margrét Friðriksdóttir, ekkja Péturs Þorlákssonar. Önnur af dætrum hennar var hjá henni, Friðrika Þorláksína, sent giftist Helga Jónssyni frá Tungu.

Magnús Jónsson

Baksíða bókar Magnúsar Jónssonar „Bær í byrjun aldar“.

Tvær fjölskyldur fóru úr Ragnheiðarhúsi 1902, Hallgrímur Jónsson, sem getið var um á Jófríðarstöðum, og Sigmundur Sveinsson skósmiður, sem síðar verður talað um. Aðrar tvær þeim, en þau voru: Jón og Engilráð, sem nefnd var með þeim fyrstu í þessari ritsmíð, og Eyjólfur á Brúsastöðum, sem nefndur verður með þeim síðustu. En hjá þessum hjónum voru tveir fóstursynir: Valdimar Eyjólfsson, sonarsonur þeirra, og Jón Rósant Jónsson, sem kvæntist Hallberu Petrínu Hjörleifsdóttur. Fjölskyldur eru komnar þangað við árslok: Guðmundur Guðmundsson, kenndur við Deild á Akranesi, og kona hans, Kristjana Kristjánsdóttir. Börnin sem hjá þeim voru: Guðrún, Óskar og Kristinn. Þetta fólk flutti til Reykjavíkur og Guðmundur og Kristjana skildu. Hitt voru ung hjón, Snorri Frímann Friðriksson, sonur Elínar í Gerðinu, og Sigríður Eyjólfína Steingrímsdóttir. Þau byrjuðu þarna búskap sinn.

Austurgata 31

Austurgata 31.

73. Þetta hús stendur enn sem Austurgata 31, en mun hafa verið lengt. Þar bjó Guðrún Sigvaldadóttir, ekkja Jóhanns Baldvinssonar. Börnin: Guðbergur, nú málari í Reykjavík, Sigurgeir, pípulagningamaður, Reykjavík, Þórunn, giftist Jóni Hanssyni — Þau fóru til Englands — og Málfríður. Á tímabili síðar var þetta hús nefnt Hagakot.

74. Á þessum stað er nú húsið Austurgata 29 B. Þar bjó þá — og til dauðadags 1947 — Sigurður Jónsson. Þar sem það er svo algengt nafn, var hann nefndur lóðs, til frekari skilgreiningar, þótt aldrei stundaði hann það starf, heldur faðir hans og Gísli bróðir hans. Sigurður bjó þá með fyrri konu sinni, Guðnýju Ágústu Gísladóttur. Börnin, sem fædd voru: Gísli, Guðmunda Lilja og svo Jón, sem staðið hefur framarlega í verkalýðshreyfingunni. Á þessu heimili var vinnukona, Jóhanna Símonardóttir, sem giftist Marjóni Benediktssyni sem áður var getið (nr. 49), og lausakona, Oddný Jónsdóttir. Síðar fæddust í þessu hjónabandi Sigurður, Kristján og Valgeir. Eftir að Ágústa dó, kvæntist Sigurður Þórólínu Þórðardóttur. Börnin frá því hjónabandi: Sigurlína Svanhvít, Þórunn, Ágústa, Ásta og Þórður.

Austurgata 27b

Austurgata 27b.

75. Þar sem þetta hús stóð er nú húsið Austurgata 27 B. Þar bjuggu hjónin Kristján Friðriksson og Kristín Þórðardóttir. Börnin voru farin frá 76. Þessi bær var af sumum nefndur Langi bærinn, þótt varla hafi lengdin verið mikil, nema e. t. v. miðað við breiddina. Hann stóð nálægt þar sem nú er húsið Hverfisgata 36. Þar bjó Kristín Þorsteinsdóttir, ekkja Níelsar Friðrikssonar. Hún var með Þorstein son þeirra. Þar var líka Kristín Ásbjarnardóttir, sem skömmu síðar byggði bæinn sinn ofan og austan við bæinn á Snös-inni (nr. 80). Margir muna eftir Kristínu þessari. Hún vildi ekki láta neitt fara forgörðum.

76. Þessi bær var af sumum nefndur Langibærinn, þótt varla hafi lengdin verið mikil, nema e.t.v. miðað við breiddina. Hann stóð nálægt þar sem nú er húsið Hverfisgata 36. Þar bjó Kristín Þorsteinsdóttir, ekkja Níelsar Friðrikssonar. Hún var með Þorsteinson þeirra. Þar var líka Kristín Ásbjarnardóttir, sem skömmu síðar byggði bæinn sinn ofan og austan við bæinn á Snösinni (nr. 80). Margir muna eftir Kristínu þessari. Hún vildi ekki láta neitt fara forgörðum.

Austurgata 27

Austurgata 27.

77. Um þetta leyti var farið að kenna þennan bæ við þáverandi húsráðanda þar, Elentínus Þorsteinsson. Eldra nafn var Guðnabœr, en þriggja barna Guðna þess er hér getið, Kristínar, móður Marjóns og Þorláks, Kristjáns (nr. 71) og Guðrúnar í Efra-Brúarhrauni. Þar sem þessi bær stóð er nú húsið Austurgata 27. Elentínus bjó með Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þau áttu saman einn son, Óskar Sigurð, sem nú er prestur í Noregi.

78. Þar sem þessi bær stóð er nú húsið Gunnarssund 6. Þangað voru þá komin hjónin Sveinn Gíslason og Helga Kristin Davíðsdóttir. Börnin: Dýrfinna Kristín, giftist til Raufarhafnar, Davíð Valdimar, dó ungur, Guðjón Kristinn, kvæntist Kristensu Arngrímsdóttur, Sigurrós Guðný, nú lengi formaður verkakvennafélagsins giftist Magnúsi Kjartanssyni, og Jónas, forstjóri í Dverg, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur.

Hverfisgata 30

Hverfisgata 30.

79. Þorkelsbœr. Þar er nú húsið Hverfisgata 30, en þar sem það er alveg á sama stað og bærinn var og lokar því Gunnarssundinu, þarf það að færast. Þarna bjuggu hjónin Þorkell Snorrason og Jóhanna Halldórsdóttir. Þau voru barnlaus, en tvö af fósturbörnunum voru komin til þeirra, Sólveig J. Eiríksdóttir, sem giftist Guðmundi Hólm — og áttu þau síðan heima á þessum stað til dauðadags — og Kristinn Pétursson Auðunssonar (sbr. nr. 20), síðar skósmiður. Þar var líka gömul kona, Kristín Halldórsdóttir, og að lokum skal getið um Guðmund Guðmundsson, sem alltaf var kenndur við Hól í Garðahverfi. Hann leigði hjá „blessuðum gömlu Þorkelshússhjónunum“, en svo voru þau nefnd af einni nágrannakonunni og munu hafa verið vel látin.

Hverfisgata 31

Hverfisgata 31.

80. Það var í daglegu tali nefnt á Snösinni, en í kirkjubókum Hábær. Hann stóð á klettinum vestan við þar sent nú er húsið Hverfisgata 31, eða nokkru vestar en sá klettur nær nú. Þar urðu íbúaskipti 1902. Tómas Halldórsson skósmiður flutti þaðan til Reykjavíkur með fjölskyldu sína, en þá komu þangað hjónin Eyjólfur Árnason og Guðrún Gottsveinsdóttir. Þau áttu eina dóttur barna, Sigríði Árnýju, sem giftist Magnúsi Böðvarssyni. Líka var á Snösinni Sigríður nokkur Pétursdóttir.

81. Bær Bjarna Markússonar. Þar er nú húsið Hverfisgata 24. Bjarni bjó á þessum stað um fjölda ára. Kona hans hét Guðlaug Þorsteinsdóttir og var systir Einars, sent áður er getið (nr. 69), en Bjarni var sonur Kristínar Halldórsdóttur (nr. 79). Framtíðin, börnin voru Magnús bryggjuvörður, sem kvæntist Kristínu Jóhannesdóttur, og Þuríður Engilrós, gift Eyjólfi Bjarnasyni frá Katrínarkoti. Þarna leigði þá — og um mörg ár — Magnús Nikulásson. Hann fékkst nokkuð við seglasaum. Áður var gengið heim til Bjarna frá Austurgötunni og áður en hún var komin þá frá gangstígnum upp að Þorkelsbæ og Snösinni, þ.e. Gunnarssundið — þar sem Sigurður lóðs, Kristján Friðriksson og Kristín Þorsteinsdóttir fóru. Þar var mikið af kálgörðum, en að vestan, meðfram gangstígnum heim til Bjarna Markússonar, var Einarsgerðið, túnskiki með klettum og gjótum og hlykkjóttum grjótgarði í kring. Leifar þess er bletturinn fyrir neðan gamla elliheimilið.

Gunnarssund

Húsin eru frá vinstri, Gunnarssund 1 þar sem áður stóð Gunnarsbær, Gunnarssund 3, Gunnarssund 4 og Gunnarssund 6.

82. Og þá er komið að Gunnarsbœnum. Gunnar Gunnarsson hafði þá misst konu sína, Margréti Sigurðardóttur, en bjó með ráðskonu, Guðlaugu Vigfúsdóttur. Börn Gunnars voru farin að heiman nema það yngsta, Þórarinn, sem enn á heima á sama stað, Gunnarssundi 1. (Kvonföng, sjá síðar). Það elzta, Jón Hjörtur, drukknaði aldamótaárið, en Jón Hjörtur sonur hans, nú kvæntur Guðríði Einarsdóttur, var þá hjá Gunnari afa sínum. Þarna er líka talin önnur fjölskylda: Steinunn Jónsdóttir, ekkja Jóns Hjartar Gunnarssonar með Gunnar son þeirra sem kvæntist Guðnýju Sæmundsdóttur. Þriðja barn Jóns Hjartar eldra og Steinunnar er Margrét, sem þá var í Reykjavík hjá Önnu föðursystur sinni. Hún — Margrét — giftist Jóhanni Tómassyni, hálfbróður Sigfúsar, sem getið var á Steinum (nr. 23). Tveir synir Gunnars eru ótaldir, Vilhjálmur, sem kominn var til Bíldudals, og Sigurjón til Patreksfjarðar, en hefur nú verið í Hafnarfirði frá 1907, kvæntur Jónfríði Halldórsdóttur.

Strandgata 29

Markúsarbær – nú Strandagata 29.

83. Markúsarbœr. Þar byggði Þórður læknir Edilonsson síðar húsið Strandgötu 29, og er það nú Sjálfstæðishúsið. En í þessum litla bæ sem þarna var, bjó ekkjan Anna Markúsdóttir, með syni sínum Markúsi Brynjólfssyni, sem þá var enn ókvæntur. Hann var stundum kenndur við Brandsbæ, því að þau komu þaðan.

84. Ingibjargarbœr. Þar bjó „Ingibjörg ekkjan“, þ. e. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, ekkja Guðmundar Einarssonar. Tvö af börnunum voru hjá henni, Þórdís, sem svo flutti til Reykjavíkur og Þorsteinn, sem kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Urriðakoti. Þau bjuggu á þessum stað — Strandgötu 27 — til dauðadags. Hjá Ingibjörgu var líka ekkjan Helga Jónsdóttir.

Strandgata

Strandgata fyrrum.

85. Hús þetta var byggt um þetta leyti og er að réttu lagi nr. 23 við Strandgötu. Þó má vera, að það hafi ekki verið byggt upp að nýju þá, heldur eldra húsi breytt, breikkað og sett á það brotið þak. Þarna bjó Hans Ditlev Linnet, sonur Linnets gamla kaupmanns, sem síðar verður minnzt á (nr. 95). Hans Ditlev bjó með ráðskonu, Kristínu Jónsdóttur. Hjá þeim voru tvö af börnunum, sem þau áttu saman, Lilja Kristín, sem giftist Vilhelm Bernhöft bakara og Gunnar Hafstein, sem kvæntist Rósu Jóhannsdóttur, en Rannveig ílentist austanfjalls. Hans Ditlev átti fleiri börn: Hansínu sem áður er getið (nr. 69), aðra Hansínu, sem giftist Þórði Bjarnasyni kaupmanni frá Reykhólum og Kristján bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Linnet byggði nokkru eftir þetta húsið Linnetsstíg 3, og var þar það sem eftir var æfinnar.

Strandgata 21

Strandgata 21 og 23 h.m.

86. Brúarhraun. Lækurinn féll áður vestar til sjávar en nú. Brúin var þar sem nú er apótekið (þar af nafnið Brú á kotinu nr. 56) og áður var hún enn vestar og þar af dregið nafnið Brúarhraun. Brúarhraunshúsið stóð rétt vestan við húsið sem skrifað var um hér á undan. En þegar Strandgatan var steypt, var hún lögð beinni á þessu svæði og húsið flutt burt í heilu lagi. Það er nú múrhúðað og óþekkjanlegt, sem Öldugata 27. Þarna bjuggu hjónin Magnús Halldórsson og Steinunn Einarsdóttir. Þau áttu tvær dætur, Hallgerði, sem dó tvítug á jóladag 1908 og Halldóru sem einnig dó ógift og barnlaus. Uppi á loftinu í Brúarhrauni voru löngum einhverjir leigjendur, oft tveir karlmenn, og þannig var það þetta umrædda ár. Annar var Guðmundur, sonur Guðmundar Hóls (sjá 79).

Strandgata 21

Strandgata 21 og bæjarstæði húss nr. 23 h.m.

Reyndar virðast fáir muna eftir honum, en hann mun hafa verið mikið á sjó. Hinn var gamall maður sem Árni hét, Gíslason. Sennilega er það Árni sá sem kenndur er við Kringlu í Grímsnesi. Tveggja sona hans — hálfbræðra — er áður getið, Sigurðar (nr. 16) og Eyjólfs (nr. 80) og eitt sinn bjó hann líka með Kristínu Halldórsdóttur (nr. 79). Þau bjuggu á Brú (56), sem þá var stundum nefnt á Kringlu. Með Kristínu átti Árni Guðrúnu, sem giftist Ólafi Grímssyni, bróður Stefáns, sem getið var um í Nýjabæ (nr. 14). Marín, alsystir Eyjólfs, var þá austur í Grímsnesi og Guðbjörg var heldur ekki í Firðinum. Hún var alsystir Sigurðar. Fyrir framan hvert þessara fjögurra síðasttalinna kota — sem stóðu nokkurn veginn í röð — var kálgarður. Á milli Brúarhrauns og Arahúss (nr. 89) var gangstígurinn upp að tveim næstu kotum.

Austurgata

Austurgata.

87. Jörginarbœr. Á þeim stað byggði Oddur Pétursson frá Hóli í Garðahverfi, húsið Austurgötu 24 B. Í bænum bjó ekkjan Jörgína Kristjánsdóttir, með dóttur sína, Guðlaugu Magnúsdóttur. Hin börnin ólust upp annars staðar: Stefán, sem þá var í Mosfellssveitinni, síðar bóndi i Litla-Lambhaga í Hraunum og Margrét, gift Bjarna Erlendssyni í Víðistöðum.

88. Þetta hús var stundum nefnt Brúarhraun, eða Efra-Brúarhraun, til aðgreiningar frá hinu. Þar er nú húsið Austurgata 22 B. Þar bjó Guðrún Guðnadóttir, ekkja Þorsteins Guðmundssonar. Tvö af börnum hennar voru hjá henni, Nikólína og svo Sigurður, sem mest auglýsti „málverk til tækilærisgjafa“. Þar var líka Þorsteinn Jónsson, sem svo kvæntist Nikólínu og María Guðmundsdóttir, systir „Péturs í fóninum.“ Ólafur, sonur Guðrúnar var þá í Keflavík.

Austurgata

Austurgata.

89. Kotið sem stóð þarna, hét upphaflega Götuprýði, enda var enginn kálgarður fyrir framan það eins og hin, heldur stóð það alveg fram við götuna. Hinum megin var uppfylling, sem sjórinn náði upp að. Var það „mannvirki“ nefnt Arahússtétt, því að nafnið Arahús festist fljótlega við húsið, eftir að Ari Jónsson frá Stokkseyri kom þangað um 1857 og gerðist verzlunarstjóri í Hafnarfirði.
Þuríður formaður var þá hjá honum við verzlunarstörf um skeið. Árið 1902 var gamla Arahúsið rifið, en byggt tveggja hæða timburhús með skúrþaki. En þar sem það var byggt alveg á sama stað, varð það að víkja, þegar Strandgötunni var breytt, og var þá rifið. Ekki hefur þá bræður Jóelssyni skort leigjendur í sitt nýja hús, því að við árslok 1902 virðast hafa verið þar sex fjölskyldur. Fyrst skal nefna Ingvar Jóelsson, sem var skipstjóri, en rak dálitla verzlun síðari árin. Kona hans hét Halldóra Torfadóttir. Hjá þeim var einkasonur þeirra, Jóel Friðrik, sem kvæntur er Valgerði Erlendsdóttur, systur Sigríðar, sem minnzt var á áður (nr. 59).

Strandgata 19

Strandgata 19.

90. Á þessum stað eða örlítið neðar er nú húsið Strandgata 19. Þar bjuggu hjónin Einar Jóhannesson Hansen — sem Einarsgerðið fyrrnefnda var kennt við — (sjá 81) og Jensína Árnadóttir. Börnin: Árni, dó ungur, Jón verkstjóri, Þórunn giftist Agli frá Hellu (nr. 24), Jóhannes, varð seinni maður Steinunnar Pálmadóttur, og Guðrún, varð fyrri kona Þórarins Gunnarssonar (nr. 82). Einar Jóhannesson andaðist í febrúar 1921, og var lík hans það fyrsta, sem jarðsett var í kirkjugarðinum uppi á Öldum. Áður voru Hafnfirðingar eins og kunnugt er jarðsettir í Garðakirkjugarði.

Linnets-fjós

„Linnetsverslun“ við Sýslumannsveginn eða Sjávargötuna sem nú er Strandgata í Hafnarfirði. Tvær bryggjur eru á myndinni, þá fremri átti Jes Th. Christensen kaupmaður en hina átti H. A. Linnet kaupmaður. Húsið lengst til vinstri er fisksöltunarhús Jóns Jónssonar útvegsbónda í Hraunprýði og Ólafs Þorvaldssonar í Ólafsbæ. Næst því er vörugeymsluhús Linnets með gaflinn fram að firðinum en við hliðina á því er láleistur fiskgeymsluskúr Linnets. Á milli geymsluskúrsins og vörugeymslunar var stígur sem lá upp að byggðinni fyrir ofan. Íbúðar- og verslunarhús Linnets nýr framhliðinni að fjörunni.

91. Linnets-fjósið. Það var lítið, varla fyrir fleiri en tvær kýr, og stóð utan í kletti. (Fjóskletti, sbr. Sögu Hfj. bls. 394). Ekki var það ásjálegt, mestmegnis úr torfi og grjóti. Þarna er nú blómabúðin við Strandgötuna, og þætti víst ekki vel fara á að hafa þar fjós nú. Það var kennt við Linnet eldra (sjá 95).

92. Hendrikshús. Það stendur enn, og mun hafa verið óvanalegt á þeim tíma að hafnfirzkt einbýlishús slagaði svo hátt upp í dönsku eða hálf-dönsku verzlnarhúsin að stærð. Þar bjuggu hjónin Hendrik Jóhannesson Hansen — bróðir Einars — og Jónína Jónsdóttir. Þau áttu eina dóttur barna, Hendriku, sem giftist Ólafi bónda Runólfssyni og átti heima á þessum stað — Strandgötu 17 — til dauðadags. Hjá Hendrik var þá Jón, sem þá var nefndur föðurnafni sínu — Árnason — og jafnvel nafn afa hans nefnt líka, til aðgreiningar frá Jóni Árnasyni Mathiesen. En síðari hluta ævinnar var hann nefndur Jón Welding.

Hverfisgata 18

Hverfisgata 18.

93. Hraunprýði. Þar er nú húsið Linnetsstígur 2. Hraunprýðis-húsið stendur þó enn og er nú talið Hverfisgata 18, því að þangað lét Sigurður Ólafsson kennari flytja það, árið 1919. Hér verður nú gerð nokkur undantekning og minnzt fyrst á fólk, sem var þarna fyrir aldamótin, þótt það væri farið úr Hraunprýði, þegar hér er komið, og sumt yfir móðuna miklu. Það voru hjónin Jón Jónsson útvegsbóndi og Þórunn Gunnarsdóttir, systir Gunnars í Gunnarsbæ (nr. 82). Fimm barna þessara hjóna er áður getið, en þau eru þessi, eftir aldursröð: Ólafur (nr. 60), Jónína (nr. 92), Daníel (nr. 46), Jóhannes (nr. 68), og Ágúst (nr. 46). Önnur börn Jóns í Hraunprýði voru Brynjólfur og Sigurjón, sem fóru til Ameríku, Pétur, verzlunarmaður í Rvík, sem lifði lengst þessara sysktina, og það yngsta, Sigríður, sem dó ung. En nú var kominn að Hraunprýði ungur maður og röskur, Kristinn Kristjánsson skipstjóri, þá með fyrri konu sinni, Rannveigu Jónsdóttur. Þrjú af börnum þeirra voru fædd: Kristrún, sem varð fyrri kona Friðfinns Stefánssonar (33) en dó skömmu síðar, Kristján, síðar skipstjóri, kvæntur danskri konu, Sigrid, og Kristveig Þórunn. Yngsta systkinið, Þóra, — sem er tvígift — var ekki fædd. Kristinn og Rannveig skildu og hann kvæntist síðar Helgu Jónsdóttur og átti með henni Jóhann og Kristin.
Árið 1902 komu í Hraunprýði foreldrar Rannveigar, Jón Guðmundsson og síðari kona hans, Vilborg Jónsdóttir. Hjá þeim var Vilborg Eiríksdóttir, sem svo giftist Eyjólfi Þorbjörnssyni, og svo Þórður nokkur Grímsson próventukarl. (En ekki fleiri, það athugist áður en lengra er lesið.) Jón og Vilborg komu frá Setbergi, og við þau — eða hann sérstaklega — var kennd Setbergsættin. Hann mun hafa átt frá fyrra hjónabandi tvær dætur sem fóru til Ameríku og Guðrúnu, sem síðar verður getið, og Egil og svo Eirík, föður Helgu í Stekk og Vilborgar yngri „hér“ í Hraunprýði. Börn frá seinna hjónabandi: Jón trésmiður, — tók sér nafnið Setberg — Guðjón og Guðmundur, sem kvæntist Guðrúnu systur Ingvars Guðmundssonar (nr. 103) og bjó í Hlíð í Garðahverfi, og þrjár systur sem áður er getið, Elín (nr. 21), Sigríður (nr. 70) og Kristín (nr. 85), Vilborg, sem bjó á Laug í Biskupstungum, Ingveldur sem bjó á Þorbjarnarstöðum í Hraunum og Sigurbjörg sem bjó í Urriðakoti og áttu báðar fjölda barna, og svo yngsta barn Jóns á Setbergi, Rannveig áðurnefnd. Ekki þætti gerlegt nú á tímum að þrjár fjölskyldur væru til heimilis í þessu húsi, en svo var það þó 1902, en að vísu ekki nema það eina ár. Þá komu þangað úr Vatnsleysustrandarhreppi hjónin Ólafur Þorkelsson og Herdís Hannesdóttir, sem enn er á lífi. Elzta barn þeirra, Guðrún, gift Eyjólfi Kristinssyni, varð eftir í Flekkuvík, en hjá þeim var Þorkell sonur þeirra, sem dó um fermingaraldur. Þar var líka Valgerður Ólafsdóttir frá Hlíðsnesi, sem margir muna eftir. Ólafur og Herdís áttu síðar Þórhildi og Ólínu. Hún drukknaði. Ólafur byggði árið 1903 húsið Kirkjuveg 13.

Linnetsstígur 3

Linnetsstígur 3.

94. Þetta hús, ásamt húsunum 95, 96 og 100, var eign Hans Adolph Linnets og síðar dánarbús hans til 1896, en voru nú komin í eigu Jörgen F. F. Hansens (nr. 102). Hús þetta tók lengra fram en önnur, var svart og sennilega ekki ásjálegt að ytra útliti. Það mun lítið hafa verið notað þegar hér var komið, en í Sögu Hafnarfjarðar er gerð nákvæm grein fyrir hvernig Linnet eldri notaði það á velmaktardögum sínum. Hafði það verið saltgeymsluhús, loftið notað fyrir heyhlöðu og í norðurendanum fjós og jafnvel líka hesthús.

Strandagata

Strandgata vestanverð.

95. Hið gamla verzlunar- og íbúðarhús Hans Adolph Linnets. Hafði íbúðin verið í norðurenda hússins, en verzlunin í suðurendanum. Eftir að Hans Adolph dó, rak sonur hans, Hans Ditlev (85), verzlunina í tvö ár. Frá 1898 verzlaði þar enginn, og stóð húsið autt og ónotað að mestu, þar til það var rifið eftir skemmdir í bruna árið 1911. Fyrir ofan húsið stóð reyniviðarhrísla sem þótti stór og merkileg. Var þó aðalástæðan sú, hversu óvíða þessháttar sást þá. Aðeins trjágarðurinn við suðurgafl sýslumannshússins mun hafa verið kominn. Það sjást víðar hríslur í Hafnarfirði nú. Þar sem þetta hús stóð, er nú fiskverkunarhús á horni Linnetsstígs og Strandgötu.

96. Þetta hús var í þá daga nefnt Rauða pakkhúsið, og hefur því sjálfsagt verið rauðmálað. Það var veggjahátt, eftir því sem þá gerðist, enda yngst húsanna á þessu svæði þá og stendur enn. Það er á milli fiskverkunarhússsins sent síðast var getið og húss, sem einnig er haft til svipaðra nota nú, en var byggt sem Rafmagnsstöð Hafnarfjarðar. Það var góð skemmtun hafnfirzku barnanna á þessum árum að reyna að hitta með bolta í bitann, sem stendur fram úr húsgaflinum efst.

Nú skal farið upp á milli tveggja pakkhúsa.

Austurgata 16

Austurgata 16.

97. Við suðurgafl hússins nr. 102 stóð lítill hjallur og svo þessi bær hinum megin við hjallinn, eða e.t.v. örlítið ofar. Eða svo þetta sé staðsett enn betur: hefði húsið Austurgata 16 verið byggt þá, hefði það rekið vesturhornið í bæinn. Þótt hann væri stundum kenndur við húsbóndann þar, hét hann réttu nafni Ólafsbær, kenndur við Ólaf Þorvaldsson fiskimatsmann, tengdaföður Önnu Katrínu Árnadóttur (nr. 62). Sigríður Pálsdóttir, sem einnig er getið áður (89), var fósturdóttir Ólafs þessa og ráðskona hjá honum síðustu ár hans. Hún erfði þennan bæ og átti hann enn þegar hér er komið. En þar bjó Knútur Bjarnason með ráðskonu, Guðbjörgu Ólafsdóttur. Reyndar vissu ekki margir hennar fulla nafn, því að hún var ávallt nefnd Bjarga. Knútur er mörgum nokkuð minnistæður. Hann saumaði skinnklæði. Áfengisneyzla hafði alltaf þau áhrif á hann, að hann grét. Hann byggði skömmu síðar sinn eiginn bæ, þarna skammt fyrir ofan.

Austurgata 15

Austurgata 15.

98. Þessi bær er stundum í kirkjubókum nefndur Hraungerði, en sjaldan mun það hafa heyrst í daglegu tali. Þarna bjuggu barnlaus hjón, Jón Sigurðsson, bróðir Helga áðurnefnds (nr.) 70), og Hólmfríður Magnúsdóttir. Þau ólu upp Guðfinnu, dóttur Péturs Auðunssonar (sbr. 20). Hún var hjá þeim þá, en fór til Ameríku. Jón byggði nokkru síðar hús á þessum stað. Það stendur enn sem Austurgata 13, en er ekki notað til íbúðar.

99. Jörundarhús. Það stendur enn, mitt á milli Austurgötu og Hverfisgötu og er talið Austurgata 15. Þar voru tvær fjölskyldur 1902. Annað var Jörundur Þórðarson smiður og kona hans, Margrét yfirsetukonu Guðmundsdóttir. Þau áttu eina dóttur barna, Emilíu Láru, sem enn á heima í þessu húsi. Hin fjölskyldan voru hjónin Guðmundur Jóelsson, bróðir bræðranna í Arahúsi (nr. 89), og Guðlaug Illugadóttir. Börn þeirra, Þórunn og Sigurður, voru fædd, en ekki Óskar. Hann var mállaus.

Strandgata

Strandgata vestanverð.

100. Vestan við Rauða pakkhúsið var hús sem sneri eins og það, en var grámálað, eldra og veggjalægra. Saltskúr var við efri enda þess.

101. Geymsluhús eða þess háttar, frekar lítið og lágkúrulegt og sneri öfugt við hin pakkhúsin, hliðinni að sjónum. Fyrst áttu þetta hús Ólafur Þorvaldsson og Jón í Hraunprýði og næst bræðurnir Einar og Hendrik J. Hansen, og var það í því tímabili nefnt Bræðrapakkhúsið. En svo að aftur sé minnzt á fasteignakaup Jörgen F. F. Hansens, þá keypti hann fyrir aldamótin eftirtalin hús: 1. ( 95) íbúðarhús með verzlunarbúð og geymsluhúsi. 2. ( 96) Hið stóra og nýja pakkhús, tvíloftað. 3. (100) Vesturpakkhúsið með saltskúr. 4. ( 94) Salthúsið. 5. ( 91) Fjós og hænsnahús. Svo að ekkert sé undan skilið, skal þess getið, að þetta hænsnahús stóð efst á túnblettinum þar sem reyniviðarhríslan var, fyrir ofan gamla verzlunarhúsið. En því skrifast þetta hér, að um aldamótin keypti Hansen einnig þetta hús, Bræðrapakkhúsið.

Austurgata 12

Austurgata 12.

102. Þetta hús stendur enn sem Austurgata 12, og mun vera að mestu óbreytt að utan, frá því sem það var þá. Það var byggt af Ólafi Jónssyni borgara og þótti stórt. En þegar hér er komið var það eign Jörgen F. F. Hansens. Hann bjó þarna og verzlaði þar líka, en ekki í íbúðar- og verzlunarhúsi tengdaföður síns. Hansen var búinn að missa fyrri konu sína, Regine, dóttir H. A. Linnets, en var nú kvæntur systur hennar, Henriette Ykdolfine. Fyrra hjónabandið var barnlaust, en dæturnar frá því síðara voru heima: Regína, sem giftist Fritz Berentsen trésmíðameistara, og Kristín. Hún fór til útlanda. Tvo syni áttu þau: Hans Jörgen Christian Ferdínand Friðrik Valdimar, sem varð framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Hans Jörgen Ferdínand Friðrik Lorents Christian, sem verzlaði í Hafnarfirði sent kunnugt er, þar sem áður var Brydes-verzlun. Heyrzt hefur að ástæðan fyrir nafnafjölda þessara bræðra væri sú, að faðir þeirra hafi ætlað að koma prestinum í bobba við skírnarathöfnina — hvað ekki tókst.

Austurgata 10

Austurgata 10.

103. Hús þetta stóð fyrir vestan næsttalið hús hér á undan, í sömu stefnu. Það var nokkuð stórt, en ekkert hús er alveg á þeim stað nú. Eigandinn, Jón Steingrímsson, sem síðar verður getið, bjó ekki í því, en árið 1902 kom þangað Ingvar Guðmundsson. Séu einhverjir á lífi, þegar þetta er ritað, af þeim sem búnir voru að stofna heimili 1902, er þess getið. Ingvar er í þeim fámenna hópi. Hjá honum var Rebekka tengdamóðir hans og tvö af börnunum, Þorgils Jónatan og Rebekka, sem gift er Jóni Andréssyni, sem áður var getið (nr. 11). Mið-barn Ingvars frá þessu hjónabandi, Guðmundur, var annars staðar. En hjá Ingvari var líka Halldór Hatlsen, nú yfirlæknir. Þau voru systkinabörn, hann og fyrri kona Ingvars, Halldóra Þorgilsdóttir, sent þá var fyrir skömmu dáin. Svo var þar María Njálsdóttir, en þau voru að miklu leyti fósturbörn Rebekku eldri, Halldór Hansen og hún. Þar var ennfremur Ingibjörg Símonardóttir, sem giftist Guðmundi Þorbjörnssyni. Jóhönnu systur hennar hefur áður verið getið (74) og bræðra Guðmundar, Eyjólfs (93) og Marteins (21). Ingvar Guðmundsson byggði síðar húsið Strandgötu 45. Hann er nú kvæntur Guðrúnu Andrésdóttur, sem einnig var minnzt á áður (nr. 6).

Strandgata 7

Strandgata nr. 7 fyrrum.

104. Á þessum stað er nú húsið Strandgata 7. Húsið, sent stóð þar 1902, hét að réttu lagi Theodórshús, kennt við Theodór Mathiesen. Áður stóð Árnahúsið þarna, kennt við Árna, föður Tlteodórs þessa, Jóns (nr. 68), Önnu Katrínar (nr. 62) og Jensínu (90), sem áður er getið, og Matthíasar skósmiðs, sem þá var enn í Reykjavík, en hann var faðir Jóns kaupmanns, Theódórs læknis og Árna verzlarstjóra. Bróðir Árna Mathiesen eldra var Matthías, sem fyrstur byggði suður á Möl (húsið 34) og var faðir Bjarna hringjara í Reykjavík. Enginn af Mathiesensættinni var þó í þessu húsi 1902. Jóhann Björnsson fór þaðan það ár með fjölskyldu sína, en við árslok er kominn þangað Sigmundur Sveinsson skósmiður, sem, eins og áður er getið, var í Ragnheiðarhúsi (nr. 72). Einnig var getið um tvö systkin hans, Þorstein (44) og Theodóru (59) og svo Snorra (59), sem var dáinn, en Þorgrímur, bróðir þeirra, var ekki í Firðinum þá. Kona Sigmundar hét Kristín Símonardóttir. Elzta barn þeirra var fætt: Sesselja. Fleira var í heimili: Sigurður Símonarson, Benedikt Friðriksson og Elín Egilsdóttir, hálfsystir Kristínar. Sigmundur varð seinna húsvörður Miðbæjarskólans í Reykjavík og er enn á lífi.

Austurgata 8-10

Austurgata 8-10.

105. Filippusarbeer. Þar er nú húsið Austurgata 8. Þar bjuggu hjónin Filippus Filippusson og Ragnheiður Þórarinsdóttir. Þau voru barnlaus, en hjá þeim var María, systir Steinunnar konu Vigfúsar Gestssonar (51). Hún var með son sinn, Hafliða Jón Hafliðason, nú skipasmið í Reykjavík.

106. Þessi bær stóð ekki langt frá þar sem nú er húsið Hverfisgata 6 A. Þar bjó Sigríður Steingrímsdóttir, ekkja Torfa Jónssonar hafnsögumanns, með Steingrími syni þeirra. Hann stundaði barnakennslu, kaupmennsku o. fl. og var lengi formaður sóknarnefndar þjóðkirkjusafnaðarins. Hann kvæntist Ólafíu Hallgrímsdóttur.

Hverfisgata 8

Hverfisgata 8.

107. Á þessum stað er nú húsið Hverfisgata 8 — þar sem fyrst var byggt hús 1902. Það gerði áðurnefndur (104) Jóhann Björnsson. Kona hans hét Guðrún Þorbjörnsdóttir. Þeirra börn: Guðbjörn, fór út með hollenzkum togara 1914 og drukknaði nokkru síðar, Guðríður Ágústa, nú í Reykjavík, Björn, kvæntist Guðnýju Jónsdóttur. Önnur fjölskylda var einnig í þessu húsi: Ung hjón, Björn Benediktsson bróðir Þorláks og þeirra bræðra, og Helga Halldórsdóttir. Eftir lát hennar kvæntist Björn aftur.

Hverfisgata 11

Hverfisgata 11.

108. Á þessum stað er nú húsið Hverfisgata 11. Þessi bær mun stundum hafa verið nefndur Hansensbær, af hverju sem það hefur verið. Þarna urðu ibúaskipti 1902. Hjón, sem síðar verður talað um, Sigurður Friðriksson og Oddný Eiríksdóttir, fóru þaðan, en |>á komu þangað mæðgurnar Kristín Einarsdóttir og Sigríður Jósepsdóttir, sem giftist Markúsi Brynjólfssyni (nr. 83). Þær voru með fósturson sinn, Gunnlaug Hildibrandsson, sem kvæntist Oddnýju Níelsdóttur, systur Þorsteins í „Langa bænum“ (76). Líka komu í þennan bæ, þótt lítill væri, hjónin Hildibrandur Gunnlaugsson — faðir Gunnlaugs — og Guðrún Hermannsdóttir, sem enn er á lífi, en hún var ekki móðir Gunnlaugs. Hjá þeim var hins vegar Eiríkur sonur hennar, en ekki Hildibrandsson. Þrír synir voru fæddir, af börnunum, sem þau áttu saman, Snæbjörn Sveinþór, sem drukknaði í Veiðibjöllustrandinu, 1924, Hermann Karl, sem dó af skotsári, og Valdimar, símalagningamaður. Síðar fæddust Katrín, Valgerður og Gísli. Hildibrandur var bróðir Solveigar konu Stefáns snikkara (33).

Hverfisgata 13

Hverfisgata 13.

109. Oftast nefnt „á Hól“, hvað sem allri málfræði líður. Hafnfirðingar voru — eða eru — heldur ekki einir um að sleppa i-inu aftan af í þessu tilfelli. Þarna bjuggu þá — og til dauðadags löngu síðar — hjónin Guðmundur Einarsson og Vilborg Stefanía Árnadóttir. Húsið er Hverfisgata 13. Börnin: Helga, giftist Júlíusi Jónssyni á Eyrarhrauni, Einar, Sigurvin og Guðrún, sem giftist Pétri Magnússyni bifreiðarstjóra. Guðmundur fæddist árið eftir. Elzta barnið, Sigurður, sem kvæntist Guðnýju Guðvarðardóttur, var þá austur á Fljótsdalshéraði. Einar fór til Hollands með Guðbirni áðurnefndum (107) og var um fjölda ára í siglingum um öll heimsins höf, að segja má, en er nú aftur kominn til æskustöðva sinna.

Reykjavíkurvegur 4b

Reykjavíkurvegur 4b.

110. Þorhelsbœr. Þar er nú húsið Reykjavíkurvegur 4 B. Þessi bær og þau tvö hús, sem getið verður um hér næst á eftir, voru oft nefnd sameiginlega á Stakkstæðinu. Í þessum bæ bjuggu hjónin Þorkell Jónsson og Guðrún Þorgeirsdóttir. Eldri sonurinn, Þorsteinn, var farinn að heiman. Hann kvæntist Agnesi, dóttur Theodórs Mathiesen (sjá 104). Hinn var Guðjón, sem kvæntist Guðjónsínu Andrésdóttur (sjá 11). Hjá þessum hjónum var líka Anna, dóttir Þorláks í Hamarskoti. Hún giftist Indriða Guðmundssyni, bróður Brands, sem aðeins var minnzt á áður líka (49). Hér er og talin Ingibjörg Grímsdóttir frá Vífilsstöðum með Vífil Guðmann fósturson sinn. Síðar var hún í Ólafsbæ (97) og loks í Illugahúsi (124) hjá Helga Jakobssyni og Helgu Hannesdóttur, sem urðu síðustu ábúendur í Hamarskoti.

Ætlunin er að lok þessara hugleiðinga birtist að ári (1960).

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1959, 19.12.1959, Magnús Jónsson – Hafnfirðingar árið 1902, bls. 14-18.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrir 1900.

Hafnarfjörður

Í jólablaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1958 fjallaði Magnús Jónsson um „Íbúa Hafnarfjarðar árið 1902„:

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson (1926-2000).

Magnús Jónsson fæddist í Hafnarfirði 10. júlí 1926, sonur Jóns Helgasonar verkamanns og Höllu Magnúsdóttur konu hans. Magnús stundaði nám við Flensborgarskólann og lauk kennaraprófi vorið 1957. Hann er nú kennari við Langholtsskólann í Reykjavík. – Árið 1951 tók Magnús sig til og safnaði í bók skrá yfir alla íbúa Hafnarfjarðar árið 1902. Skrifaði hann upp manntalið þá og leitaði sér jafnframt upplýsinga um gamla Hafnfirðinga hjá greinargóðum mönnum og konum. Er hér mikill fróðleikur samankominn, og er hér um mjög athyglisvert og merkilegt verk að ræða, eins og greinin ber með sér. Þegar Hafnarfjarðarkaupstaður varð 50 ára s.l. sumar, vöknuðu að sjálfsögðu margar spurningar hjá bæjarbúum, og mætti þar til nefna: Hvernig leit Hafnarfjörður út fyrir hálfri öld? Hvernig var lífsbarátta fólksins og kjör þess? o.s.frv. Magnús Jónsson svarar hér spurningunni: Hverjir voru íbúar Hafnarfjarðar fyrir rúmri hálfri öld? Mun mörgum Hafnfirðingi þykja skrá hans girnileg til fróðleiks. Það er ekkert áhlaupaverk, eins og nærri má geta, að semja slíka skrá sem þessa. Má því gera ráð fyrir að kunnugir reki augun í minni- og meiriháttar villur og missagnir. Hér birtist aðeins upphafið af hinni merku bók Magnúsar.

Hvaleyri

Hvaleyri – Vesturkot.

1. Vesturkot. Það hafði einnig annað nafn: „Drundur“, en nú heyrist það nafn sjaldan, sem betur fer. Í Vesturkoti bjó 1902 búhagur bóndi, Guðmundur Halldórsson, og ráðskona hans, Guðný Jónsdóttir. Hjá þeim var sonur þeirra, Ólafur.

2. Halldórskot. Þar urðu íbúaskipti 1902. Helgi Ólafur Sigvaldason flutti þaðan með fjölskyldu sína, en þá komu þangað hjónin Nikulás Helgason og Sigríður Jónsdóttir. Þau komu með börn sín þrjú: Sólrúnu, sem býr nú í Hliðsnesi, Einar Helga og Guðríði. Nikulás fór seinna að Skerseyri.

Hvaleyri

Hvaleyri (Sveinn Björnsson).

3. Heimajörðin á Hvaleyri. Hún hafði verið í eyði um nokkurn tíma, en við árslok þetta ár eru komin þangað hjónin Magnús Gíslason og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Börnin, sem fædd voru: Guðmundur, Steinunn og María.

4. Tjarnarholt. Það er nú í eyði. Þar bjó þá Sigurjón Sigurðsson og ráðskona hans, Engilráð Kristjánsdóttir. Þau höfðu eignazt fyrra barn sitt, Kristínu, sem dó innan við tvítugsaldur. Síðar áttu þau Engiljón. Þau fóru seinna að Eyrarhrauni, sem þá var nefnt á Flötunum — og Engilráð svo þangað, sem nú heitir Fagrihvammur.

Hvaleyri

Hvaleyri – málverk um 1950; Hjörtskot lengst t.h.

5. Hjörtskot. Þar bjuggu þau Magnús Benjamínsson og Guðbjörg Þorkelsdóttir. Guðbjörg átti son, sem Einar hét, Jónsson, en svo áttu þau Magnús fjóra syni: Berthold Benjamín, nú bifreiðastöðvareiganda, — hefur tekið sér nafnið Sæberg — kvæntan Jóhönnu Eyjólfsdóttur, Jón, hann drukknaði, Halldór, drukknaði einnig. Yngstur var Guðmundur Þorkell, kaupmaður, kvæntur Ragnheiði Magnúsdóttur. Þá eru upptaldir bæirnir á Hvaleyri.

6. Óseyri. Þar bjuggu hjónin Einar Þorgilsson, hreppstjóri og útgerðarmaður, og Geirlaug Sigurðardóttir. Af börnunum voru fjórar dætur fæddar: Dagbjört, ógift, Sigurlaug, ekkja, Ragnheiður, gift Sigurði Magnússyni bókara, og Þorgilsína Helga, nú hárgreiðslukona í Reykjavík. Ófædd voru: Ólafur Tryggvi, Þorgils Guðmundur, Valgerður, Svava og Dagný. Helga móðir Einars var í Óseyri og einnig Magnús Ásmundsson, sem ólst þar upp, og svo tvær konur, Guðrún Andrésdóttir og Una Guðmundsdóttir.

Óseyri

Óseyri og Óseyrarkot.

7. Þetta hét að réttu lagi Óseyrarkot. Þar bjó þá Hannes Jóhannsson, sem um fjölda ára var verkstjóri hjá Einari Þorgilssyni. Kona hans hét Kristín Kristjánsdóttir. Dæturnar voru báðar fæddar: Anna Friðbjörg, kona Gísla á Hellu, og Kristjana, sem gift er Sigurði Guðmundssyni bifreiðarstjóra. Halldóra Þórarinsdóttir, móðir Kristínar, var líka i Óseyrarkoti. Þar er nú engin byggð, né í Óseyri, en Hvaleyrarbrautin liggur rétt sunnan við túnið, og hafa risið þar upp stór hús á síðustu árum.

8. Ásbúð I. Þar bjó Halldór Helgason með ráðskonu, Þórkötlu Tómasdóttur. Hjá þeim var systursonur Halldórs, Ólafur, sonur Guðmundar á Hellu, nú kvæntur Önnu Guðmundsdóttur. Hjá þeim Halldóri voru einnig tvær konur, Steinunn Þorleifsdóttir og Elín Sæmundsdóttir. Bærinn stendur enn, lítt breyttur.

Ásbúð

Ásbúð – loftmynd 1954.

9. Ásbúð II. Þar bjuggu hjónin Guðmundur Sigvaldason og Kristbjörg Ólafsdóttir. Þeirra börn voru fimm: Sigvaldi Ólafur, Guðbjörg, Júlíus — verzlar nú í Reykjavík, — Oddný og Guðmundur Kristinn. Það sjötta var ófætt: Sigríður. Hjá þessari fjölskyldu var Einar nokkur Vigfússon.

10. Melshús. Það var þá nýbýli. Þar bjó Helgi Guðmundsson bróðir Ólafs í Ásbúð og fleiri systkina, sem síðar verður getið. Helgi ólst einnig upp í Ásbúð. Kona hans var Guðrún Þórarinsdóttir. Þau voru enn barnlaus 1902. En börnin eru: Þórunn, Guðmundur, Sigríður og Gyða.

Brandsbær

Brandsbær.

11. Brandsbœr. Þar bjuggu hjónin Steindór Björnsson og Þorbjörg Jóhannesdóttir. Hjá þeim var sonur hennar, Þorsteinn Gíslason, sem enn er í Brandsbæ, og svo var elzta barn þessara hjóna fætt: Þórunn. Þar var og Björn, faðir Steindórs. Önnur fjölskylda: Hjónin Andrés Guðmundsson og Helga Grímsdóttir. Börnin, sem hjá þeim voru: Hallgerður Lára, nú gift Steingrími Steingrímssyni, Jón, nú vélstjóri, og Guðjónsína, er giftist Guðjóni Þorkelssyni. Guðrúnar, sem er elzt, hefur áður verið getið (nr. 6), en Grímur og Kristín voru ekki í Firðinum þá. Þótt þessi fjölskylda sé enn við árslok 1902 talin í Brandsbæ, var hún um það leyti að byggja í nágrenni við Sigurgeir Gíslason, þar sem Jón Andrésson á enn heima. Urðu íbúaskipti 1902. Eyjólfur Árnason flutti þaðan, en þá komu þangað hjónin Helgi Ólafur Sigvaldason, sem áður er getið, og Steinunn Halldórsdóttir. Þau voru með syni sína tvo, Geir og Ingimund. Þar var þá líka Stefán Grímsson lausamaður.

Flensborg

Flensborg.

12. Flensborg. Húsið stóð alveg niður við sjó, þar sem nú er Íshús Hafnarfjarðar. Þar bjó Jón skólastjóri, sonur séra Þórarins Böðvarssonar í Görðum, sem stofnaði skóla í Flensborg, eins og kunnugt er og verður ekki rakið hér nánar. Fyrri kona Jóns, Guðrún Jóhanna Lára Pétursdóttir, var dáin, en hann kvæntur aftur; Sigríði dóttur Magnúsar Stephensen. Börnin frá fyrra hjónabandi, sem heima voru: Soffía, Kristjana, Þórunn, Hafsteinn og Anna, nú ljósmyndari. Frá síðara hjónabandi: Áslaug og Kristín.

Hábær

Hábær, nú Suðurgata 72.

13. Hábœr. Nú er búið að rífa þann bæ fyrir nokkru, enda var hann lélegur. Hann var talinn nr. 72 við Suðurgötu. Þar bjó Ingveldur Árnadóttir, ekkja Jóhannesar Sigvaldasonar. Hún var þar með syni þeirra: Árna Magnúsi, sem gekk í Hjálpræðisherinn og hefur ílenzt í Danmörku, og Jóhannesi bakara, kvæntur Jónu Jóhannsdóttur. Þótt ekki væri Hábær stór, var þar talin önnur fjölskylda 1902. Það var ekkjan Ingibjörg Eysteinsdóttir með elzta son sinn, Engilbert Ó. Einarsson, síðar kaupmann í Reykjavík. Hinir hétu Friðrik og Helgi. Þessir bræður tóku sér nafnið Hafberg.

14. Nýibœr. Hann stóð nánast þar sem nú er húsið Suðurgata 73.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Holt.

15. Skuld. Síðar Suðurg. 75. Þar bjó Magnús Sigurðsson og kona hans Guðlaug Björnsdóttir, systir Steindórs í Brandsbæ. Sex barnanna voru fædd: Ágúst, kvæntur Sesselju Eiríksdóttur, Magnús, kvæntur Ragnheiði Þorkelsdóttur kaupkonu, Sesselja, kona Jóns Gests Vigfússonar, Stefanía Sigríður, gift Bjarna M. Jóhannessyni, Sveinbjörn ókvæntur — býr í Skuld — og Jón bifreiðarstjóri, kvæntur Elínu Björnsdóttur. Margrét var ekki fædd. Hún dó ung.

16. Litlibœr, eða í daglegu tali nefnt Litla kotið. Þar bjuggu hjónin Sigurður Gísli Árnason og Kristín Hallsdóttir. Þau voru barnlaus, en hjá þeim var uppeldissonur þeirra, Sigurður Kristinn, sem drukknaði 1918. Hann var sonur Þorvarðar á Jófríðarstöðum. Litla kotið stóð ofan og austan við Skuld. Sigurður byggði nokkru síðar húsið Linnetsstíg 6, þar sem þau hjón voru síðan til dauðadags. Önnur fjölskylda er komin í Litla kotið við árslok: Gísli Jensson, þá enn ókvæntur, með móðir sinni, Sólveigu Jónsdóttur. Hann var faðir Þorsteins í Brandsbæ.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörur – loftmynd 1954.

17. Holt. Á þessum stað er nú húsið Suðurgata 69 C. Þar bjuggu hjónin Björn Vigfússon og Guðný Magnúsdóttir. Þau voru barnlaus, en ólu upp Sigurbjörgu Ásmundsdóttur. Hún fór til Danmerkur. Hjá þessum hjónum var líka Helgi Einarsson. Önnur fjölskylda var komin að Holti þetta ár: Hjónin Jón Ólafsson og Þóra Þorsteinsdóttir, sem alltaf var kennd við Holt. Þau voru með Sigríði dóttur sína.

18. Gosdrykkjagerðin Kaldá. Hún stóð nálægt þar sem nú er húsið Suðurgata 64. Stofnandi hennar var Jón Þórarinsson skólastjóri, og átti hann hana þar til hann varð fræðslumálastjóri og fluttist til Reykavíkur 1908. Mest starfaði þar Böðvar Böðvarsson eldri, sem síðar verður nánar getið. Gosdrykkjagerð þessi var stofnuð 1898 — fyrsta þess konar fyrirtæki hér á landi — en lögð niður um 1910. Þá var stofnuð sams konar verksmiðja í Reykjavík.

Mýrarhús

Mýrarhús.

19. Mýrarhús I. Það er nú talið Suðurgata 52. Þennan bæ hafði Þorlákur á Stakkstæðinu hyggt, en nú átti hann ekkjan Guðlaug Narfadóttir. Hún var þar, og leigjendaskipti urðu hjá henni þetta ár. Kristín Einarsdóttir flutti þaðan með dætur sínar, Guðbjörgu og Jósefínu, en þá komu þangað frá Skerseyri hjónin Magnús Hallsson, bróðir Kristínar í Litlabæ (nr. 16), og Jónína Jónsdóttir. Þau voru með dætur sínar, Sigurbjörgu, nú gifta í Reykjavík Bjarna Guðmundssyni, og Höllu Kristínu, nú gifta Jóni Helgasyni. Með þeim var Helga Bjarnadóttir, móðir Jónínu. Þessi fjölskylda var síðar um tíma í Ólafsbæ, og svo byggði Magnús í nágrenni við Bjarna Markússon.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – beygihúsavör 1890.

20. Mýrarhús II. Þann bæ átti Guðmundur Ólafsson, bróðir Jóns Ólafssonar í Holti, og bjó þar með konu sinni Oddnýju Auðunsdóttur. Þau voru barnlaus. Hjá þeim var móðir Oddnýjar, Herdís Kristjánsdóttir. Auðunsættin er kennd við mann hennar, Auðun Stígsson, hafnsögumann, sem þá var látinn. Fimm af systkinum Oddnýjar — börnum Herdísar — voru þá á lífi: Sveinn, Snjólaug, Margrét, Magnús og Kristján. Dánir voru Pétur og Stígur. Hann bjó í Hvassahrauni. Guðmundur Ólafsson drukknaði á kútter Kópanes í vertíðarbyrjun 1903. Oddný giftist eftir það Gísla Jenssyni. Hún var yngst sinna systkina, og lifði lengst, en átti engin börn. í Mýrarhúsum var líka Jóel nokkur Guðmundsson og Júlíana G. Guðmundsdóttir, en þau voru ekki lengi í Hafnarfirði.

Ófriðarstaðir

Ófriðarstaðir á fyrri hluta 20. aldar.

21. Jófriðarstaðir 1. Sumir telja nafnið Ófriðarstaðir upphaflegra og réttara, en hér verður það notað, sem algengara er í munni Hafnfirðinga. Þarna bjuggu misaldra hjón, Þorvarður Ólafsson og Elín Jónsdóttir. Börnin, sem heima voru: Guðrún nú dáin, Hallbjörg gift Marteini Þorbjörnssyni úr Selvogi, Þorvarður verkstjóri, kvæntur Geirþrúði Þórðardóttur, Arnór, kvæntur Sólveigu Sigurðardóttur á Ási, Elín og Guðný, ógift í Reykjavík. Sigurðar er áður getið, og Þóra, sem giftist Magnúsi Ólafssyni frá Krýsuvík, var þá í Reykjavík hjá Thor Jensen.

Ófriðarstaðir

Ófriðastaðir um miðja 20. öld.

22. Jófríðarstaðir II. Á þetta býli komu þetta ár hjónin Hallgrímur Jónsson og Kristín Árnadóttir. Þau voru með uppeldisdóttur sína, Kristínu Ólafsdóttur. Þar var líka Hólmfríður Þorvaldsdóttir og faðir hennar, Þorvaldur Þorsteinsson.

23. Steinar. Í kirkjubókum er þetta kot nefnt Steinsstaðir, en það heyrðist vist sjaldan eða aldrei í daglegu tali. Bærinn sjálfur stendur enn, rétt hjá húsinu Hamarsbraut 17. Eigandi og íbúi bæjarins var Guðmundur Grímsson, bróðir Helgu í Brandsbæ. Hann var lausamaður, þá orðinn gamall. Á Steinum var líka Ingibjörg Sveinsdóttir, ekkja Tómasar Jónssonar, með Sigfús son þeirra. Hann kvæntist Halldóru Böðvarsdóttur, en varð ekki gamall maður.

Steinsstaðir

Steinar (-sstaðir) – tóftir.

24. Hella. Þar bjuggu hjónin Guðmundur Guðmundsson og Sigríður Helgadóttir, systir Halldórs í Ásbúð. Börnin setin heima voru: Guðmundur Jón, hann drukknaði fyrir Norðurlandi 1936, Egill Halldór, Guðrún missti heilsuna ung og dó ógift og barnlaus, Halldór kvæntist Amalíu Gísladóttur, hann er dáinn, Gísli, kvæntur Önnu Hannesdóttur (nr. 7), þau búa á Hellu, sem nú er talið Hellubraut 11. Yngstur var Friðfinnur, sem kvæntist Sigríði Einarsdóttur. Tveggja Hellu-bræðranna er áður getið: Helga og Ólafs.

Hamarsbraut 11

Hamarsbraut 11 árið 1980.

25. Hamar. Sá bær stóð þar, sem nú er húsið Hellubraut 9. Þar bjuggu hjónin Jón Sveinsson og Helga Egilsdóttir. Þessi af börnunum voru heima: Sveinn, hann drukknaði, Einhildur, giftist Sigurði Eileifssyni, Egill, kvæntist Þjóðbjörgu Þorsteinsdóttur. Hann drukknaði þegar enski togarinn „Robertson“ fórst á Halamiðum 1925. Yngstur er Jón Pálmi, er átti Þórlínu Sveinsdóttur. Tvær dætur hjónanna, Halldóra og Þóra, voru annars staðar.

26. Miðengi. Á þeim stað er nú húsið Hellubraut 7. Þar bjó Sigríður Ísaksdóttir, ekkja Péturs Friðrikssonar. Hún var með stjúpson sinn, Jón Bergstein skósmið (d. 1958) kvæntan Jónu Gísladóttur. Sigríður átti bæinn, og leigjendaskifti urðu hjá henni þetta ár. Gísli Jensson fór þaðan, en þá komu hjónin Guðmundur Snorrason og Þuríður Arnoddsdóttir. Þau voru barnlaus, en voru með uppeldisdóttur sína, Helgu Magnúsdóttur.

Bjarnabær

Bjarnabær 1980.

27. Bjarnabær. Þar var stundum nefnt á Hamri, þar sem nr. 25 var nefnt í Hamri. Þar er nú húsið Suðurgata 38. Bærinn var kenndur við Bjarna Oddsson, sem þá var dáinn, en þar bjó ekkja hans, Margrét Friðriksdóttir, sem þá var orðin gömul. Af börnum þeirra voru tveir synir þarna: Sæmundur og Oddur. Þar var líka Bjarnasína dóttir Odds. Hún giftist Helga Einarssyni, sem áður er getið (nr. 17).

28. Gíslahús. Þar bjuggu hjónin Gísli Bjarnason og Sigríður dóttir Beinteins þess er átti í höggi við drauginn á Selatöngum um árið. Börnin voru öll fædd og öll heima: Ólafur kvæntist Valgerði Jónsdóttur, Ingveldur, Bjarni útgerðarmaður, kvæntur Guðríði Jónsdóttur, og Gíslína Sigurveig. Hún giftist fyrst Sigurjóni Lárussyni, en hann drukknaði 1922. Síðar varð hún síðari kona Sigurðar Árnasonar kaupmanns, sem einnig er dáinn. Yngstur systkinanna er Sigurbent Gunnar, trésmiður, kvæntur Ástu Guðmundsdóttur. Þau eiga heima á sama stað og gamla Gíslahúsið var, Suðurgötu 33.

Ófriðarstaðir

Hafnarfjörður á árum fyrri heimstyrjaldarinnar, á árunum 1914 til 1918. Myndin er tekin ofan af Ófriðarstöðum, hæst á Ölduslóð. Séð er yfir svæði sem kallaðist Austur- og Vesturhamar en er nú Hlíðarbraut, Suðurgata og Hamarsbraut og Hringbraut. 

29. Ólafshús. Þar er nú húsið Suðurgata 29. Þar bjuggu barnlaus hjón; Ólafur Jónsson og Pálína Eysteinsdóttir. Togarinn „Óli Garða“ var nefndur í höfuðið á Ólafi þessum, því að hann var kenndur við Garða á Álftanesi, þar sem hann var formaður hjá séra Þórarni Böðvarssyni.

30. Bær þessi var í daglegu tali nefndur Strýta, en það mun hafa þótt óvirðulegt að skrifa slíkt nafn í kirkjubækur, og er hann þar nefndur Efstibær. Þar bjuggu hjónin Jón Vigfússon og Kristín Þorsteinsdóttir frá Hamarskoti. Hjá þeim var eina barn þeirra: Þóra Guðlaug, nú gift Kristjáni Benediktssyni bifreiðarstjóra. Þar sem bærinn stóð — eða því sem næst — er nú húsið Hlíðarbraut 7.

Björnshús

Björnshús – Selvogsgata 3.

31. Björnshús. Nýtt hús, kennt við eigandann, Björn Bjarnason trésmið. Hann bjó þar með fyrri konu sinni, Þóru Sigurðardóttur. Tvær af dætrum þeirra voru fæddar: Ragnheiður og Guðrún Sigríður. Elín var ófædd. Hún er nú gift Jóni frá Skuld. Foreldrar Þóru voru í Björnshúsi: Sigurður Ásmundsson og Guðrún Guðmundsdóttir. Hjá þeim var Þorbjörg Eiríksdóttir, sem einhvern tíma mun hafa verið hjá Ólöfu í Undirhamri. Gamla Björnshúsið stendur enn sem nokkur hluti af húsinu Selvogsgötu 3. Eftir að Þóra dó, kvæntist Björn Guðbjörgu Bergsteinsdóttur.

Hamarskot

Hamarskot – tilgáta.

32. Hamarskot. Nú eru löngu horfin öll ummerki um hvar þetta kot stóð, en það var í slakkanum uppi á Hamrinum. Upphaflega hefur bærinn sjálfsagt dregið nafn af hamrinum, og svo var farið að kenna hamarinn við kotið, og hann nefndur Hamarskotshamar. Í Hamarskoti bjuggu hjónin Þorlákur Guðmundsson og Anna Sigríður Davíðsdóttir. Börnin, sem heima voru: Júlíus, bjó síðar með Herdísi Stígsdóttur Auðunssonar, Kristmundur, kvæntur Láru Gísladóttur — þau bjuggu lengi í Stakkavík — Sigurður Gunnlaugur trésmiður, kvæntur Ólöfu Rósmundsdóttur, Una, dó um fermingaraldur, og Jarþrúður, giftist fyrst Kjartani Jakobssyni, en er nú gift Helga Kristjánssyni. Agnar var farinn að heiman og einnig Anna og Sigríður, en þeirra verður síðar getið.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1900.

33. Stefánshús. Þar bjó Stefán Sigurðsson trésmiður eða snikkari eins og hann var nefndur og kona hans, Sólveig Gunnlaugsdóttir. Börnin voru öll fædd: Sigurður Jóel trésmiður, dó 1914, Ásgeir Guðlaugur byggingameistari síðar framkvæmdastjóri Bæjarútgerðarinnar, kvæntur Solveigu Björnsdóttur, tvíburarnir Ingibjörg Helga, ógift, og Gunnlaugur Stefán kaupmaður, kvæntur Snjólaugu Árnadóttur prófasts Björnssonar, Friðfinnur Valdimar, nú kvæntur Elínu Árnadóttur, systur Solveigar, Þorbergur Tryggvi, kvæntur Dagbjörtu Björnsdóttur, systur Solveigar, og Ingólfur Jón, múrari, sem dvelur ókvæntur hjá systur sinni að Suðurgötu 25, og er það að nokkru leyti sama húsið og þar var 1902, upphaflega byggt sem Brekkugata 14.

Suðurgata 54

Suðurgata 54 fyrir 1920.

34. Hús þetta stendur enn, og er nú talið Strandgata 54. Á þessum árum var það eign Péturs J. Thorsteinsson kaupmanns á Bíldudal, ásamt fimm næsttöldum húsum. Áður voru þau eign Þorsteins Egilsson, en síðar keyptu þeir þessar fasteignir Ólafur og Þórarinn Böðvarssynir og mágur þeirra Jóhannes J. Reykdal. Í þessum húsum voru fjórar fjölskyldur 1902, en því miður ber gömlum Hafnfirðingum ekki saman um hvernig þær hafi skipzt á húsin, og ritaðar heimildir óglöggar. Hér verður reynt að hafa það sem réttast reynist, og samkvæmt því var þetta hús ekki notað til íbúðar þá, heldur sennilega sem vörugeymsluhús. Einu sinni bjó þar þó Gísli Þormóðsson og Finnur sonur hans eitthvað og Tómas Halldórsson.“

Suðurgata 24

Suðurgata 24, áður Strandgata 52. Á þessari mynd sem ekki er vitað nákvæmlega hvenær er tekin né hver tók hana má sjá Gísla á Hvaleyri ganga fram hjá Bristol við Suðurgötu 24. Í bakgrunn má sjá hús við Hellubraut. Sveinn Árnason verslunar- og kaupmaður byggði Suðurgötu 24 árið 1907 sem var þá hár kjallari og hæð. Í kjallara hússins var prentsmiðja Hafnarfjarðar, sú fyrsta frá 1907-1910. Í mars 1914 opnaði Árni Sighvatsson verslun sína í húsinu og nefni hana Bristol. KFUM keypti húsið fyrir sína starfsemi árið 1918 og útbjó fundarsal í kjallaranum sem vígður á sumardaginn fyrsta sama ár. Efri hæðin var leigð út. Hjálpræðisherinn fékk að halda fundi í kjallaranum en keypti svo húsið af KFUM árið 1928.

35. Þetta hús stendur einnig enn sem Strandgata 52. Eftir því sem bezt verður vitað, voru þar þá hjónin Sigfús Jónsson og Sigríður Jónsdóttir. Börnin: Jón Kristinn — mállaus, — Jónína Guðríður, Arni Magnús, Kristin María og Stefanía Sigríður. Bræðurnir urðu bakarar. Svo voru þar önnur lijón: Helgi Jónsson smiður og Guðrún Ólafsdóttir.

36. Þetta hús stendur líka enn, stórt og veglegt, sem Strandgata 50, en búið að múrhúða það (og einnig húsið, sem talið var hér næst á undan). Þarna bjuggu hjónin Sigfús Þorsteinsson Bergmann og Þorbjörg Sigurðardóttir Bergmann. Sigfús Bergmann var umboðsmaður P. J. Thorsteinsson bæði við verzlunina og útgerð þilskipanna Kópanes, Hagancs, Sléttanes, Hvassanes, Langanes og e.t.v. fl. Elzta dóttir þeirra hjóna, Hrefna, var fædd. Hinar hétu Hulda og Auður. Hrefna og Auður dóu ungar. Þarna var einnig Guðlaug Sigurðardóttir, systir Þorbjargar, Jón Helgason verzlunarmaður og Guðrún Steinunn Ólafsdóttir vinnukona, nú gift Sigurði Ólafssyni kennara. Í þessu húsi var líka önnur fjölskylda: Jóhannes J. Reykdal, þá enn ókvæntur og bjó með móður sinni, Ásdísi Ólafsdóttur. Hann var þá að byrja sinn mikla starfsferil, og sá um byggingu þriggja húsa þetta ár: Barnaskólahússins, Arahúss og Svendborgar.

Strandgata 1920

Strandgata 1920.

37. Hús þetta stendur enn, og hefur víst verið nýlegt þá, a. m. k. óvenju veggjahátt, eftir því, sem þá gerðist. Í því var ekki búið.

38. Þetta var eitthvert fiskgeymsluhús eða pakkhús og er lítið um það að segja. Annað hvort það eða næsttalið hús stendur enn, annars staðar í bænum.

39. Þetta hús var líkt að allri gerð, og mun hafa verið haft til sams konar notkunar. Þar sem þessi tvö hús stóðu og hin fjögur standa, var nefnt „suður á Möl“ eða „niðri á Möl“. Í Sögu Hafnarfjarðar er hún nefnd Hamarskotsmöl, og mun það réttast, en annars var hún oft kennd við helzta manninn þar á hverjum tíma. (T.d. Bergmannsmöl, Ólafsmöl o.s.frv.) Hún náði óslitin sunnan frá Hamri — þ.e. hamrinum, sem bær Sigríðar Ísaks stóð á — og að læknum, en þá féll hann norðar til sjávar en nú. Nú liggur Strandgatan breið og bein eftir þessu svæði endilöngu.

Undirhamar

Bærinn fremst á myndinni ber nafnið Undirhamar, steinbær sem byggður var 1867 og stóð þar sem nú er Suðurgata 21. Stóra húsið við hliðina á Undirhamri var kallað Klúbburinn, þar voru seldar kaffi og veitingar. Litla húsið bak við Klúbbinn var kallað Surtla og var í eigu Brennisteinsfélagsins. Seinna var gamli barnaskólinn byggður á þessum stað. Húsið næst sjónum er Proppebakaríið stofnað 1875. Þetta hús brann árið 1910. Þar við hliðina eru húsin sem nú hýsa Fjörukrána og standa þar sem kallað var á mölunum. Þau voru notuð sem verslunar- og geymsluhús og voru þegar þessi mynd er tekin að öllum líkindum í eigu Þorsteinn Egilssonar. Úti á firðinum liggja nokkur þilskip. Þessi mynd er tekin rétt fyrir aldamót en hvenær nákvæmlega er ekki vitað.

40. Undirhamar. Sá bær stóð nálægt þar sem nú er húsið Suðurgata 21. Þar bjuggu systkinin Jón Jónsson og Ólöf Jónsdóttir, sem margir Hafnfirðingar muna eftir. Hún var nokkuð forn í skapi, og vildi engan ágang á túnblettinum sínum, sem náði frá húsi Stefáns „snikkara“ að kálgarðinum í kringum Klúbbinn og á hinn veginn ofan frá Hamarskotstúni niður að götunni, sem enn liggur eins á þessu svæði, en öðruvísi þegar sunnar dró, eins og myndir og kort bera með sér. Svæðið frá götunni neðan við Undirhamarstúnið, niður að húsunum á Mölinni, var ýmist tún eða fiskreitur.

41. Hús þetta þótti á sínum tíma stórt og stæðilegt. Það var nefnt Klúbburinn. (Reyndar af sumum borið fram ,,Klúppurinn“). Það var byggt af Clausen veitingamanni frá Keflavík, og stóð þar sem nú er húsið Suðurgata 15. Þar fengust veitingar og gisting, og haldnir dansleikir stundum, a. m. k. áður en „Gúttó“ kom til sögunnar. Þegar hér var komið, átti þetta hús Böðvar Böðvarsson, hálfbróðir séra Þórarins Böðvarssonar í Görðum. Hann stundaði barnakennslu hin síðari ár. Fyrri kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir, var dáin, en hann kvæntur aftur, Kristínu Ólafsdóttur. Fimm af börnunum frá síðara hjónabandi voru heima: Ólafur, nú sparisjóðsbókari, kvæntist Ingileifu Backmann, Þórunn, sem giftist fóhannesi Reykdal, Þórarinn, kvæntist Sigurlaugu Einarsdóttur, Páll kaupmaður, kvæntur Jennýju Halldórsdóttur, og Anna, gift í Reykjavík. Magnús bakari ólst upp í Viðey. Sigríður, nú gift Sigurði Valdimarssyni trésmið, var þá heldur ekki hjá foreldrum sínum. Hins vegar var þarna ungur maður og nýkominn í Fjörðinn, Oddur Ívarsson, sem um fjölda ára var póstafgreiðslumaður. Frá fyrra hjónabandi átti Biiðvar Eggert og Guðmund, auk Böðvars, sem nú verður talað um.

Álfafell

Álfafell – Organistahúsið. Um 1883 var byggt hús á þeim stað þar sem nú (2024) er hús númer 14 við Brekkugötu. Í því bjó Einar Einarsson (1853-1891) organisti, söngkennari og trésmiður og Sigríður Jónsdóttir (1851-1915) kona hans og því var húsið nefnt Organistahús. Ekki er vitað hvort þau hjón áttu húsið. Einar var talinn afar fjölhæfur smiður og smíðaði hann m.a. orgel að öllu leyti, saumavélar og stundaklukkur.
Árið 1897 keypti athafnamaðurinn Magnús Blöndahl (1861-1931) húsið og flutti það „niður á Möl“, eða á þær slóðir sem nú er Strandgata í Hafnarfirði, vestan Hafnarfjarðarkirkju og íþróttahússins við Strandgötu. „Það var löngu síðar verslunin Álfafell og síðast sýningarskáli húsgagna. Í versluninni Álfafell, sem Jóhann Petersen (1920-1996) átti, var seld margvísleg vefnaðarvara. Húsið var rifið árið 1965.

42. Hús það, sem hér um ræðir, stóð þar sem nú er verzlunin Álfafell, eða örlítið sunnar. Árið 1875 var þar stofnað brauðgerðarhús og sölubúð í sambandi við það. Ekki var þó meira annríki við afgreiðsluna en það, að heppilegt þótti að hafa bjöllu, sem hrigndi, þegar útidyrnar voru opnaðar, og kom þá afgreiðslumaðurinn fram í búðina. Fram um aldamótin var húsið og fyrirtækið kennt við bakarameistarann, C.E.D. Proppé, og nefnt Proppé-bakaríið. Hann dó 1894, og í þessu húsi urðu íbúaskipti 1902. Ekkjan, Helga Proppé, fór þaðan með börn sín, en þá kom þangað Böðvar Böðvarsson tíma. Hann hafði þá um búið austur undir Eyjafjöllum.
Fyrri kona hans Sigríður Jónasdóttir var dáin, en hann kvæntur aftur, systur hennar Guðnýju. Börnin voru Elísabet, nú kaupkona, og Jónas skipstjóri á Selfossi. Hjá Böðvari var líka Gísli Gíslason bakari, sem áður var hjá Proppé. Hann kvæntist Kristjönu Jónsdóttur.

43. Árið 1902 var á þessum stað reist barnaskólahús. Áður var kennt í Flensborg. Þetta hús var síðar stækkað og stendur enn (Suðurgata 10). Það var notað til kennslu til ársins 1927, en nú eru þar íbúðir. Áður stóð á þessum stað hús sem nefnt var „Surtla“, reist af Engiendingum í sambandi við brennisteinsvinnslu í Krýsuvík. (Sbr. Sögu Hafnarfjarðar bls. 348—350, og endurminningar Knud Zimsen: Við Fjörð og Vík). Í þessu nýja skólahúsi bjuggu við árslok 1902 tveir kennarar, Tómas Jónsson og Valgerður Jensdóttir, systir Bjarna í Ásgarði og Friðjóns læknis á Akureyri. Hún giftist Jóni Jónassyni skólastjóra.

Blöndahlshús

Mynd tekin af Brekkugötu niður að sjá, götustígurinn hétt Brattagata. Húsið fremst á myndinni er hið svo kallaða Blöndalshús. Það er kennt við Th.S. Blöndahl, trésmið, kaupmann og síðar Alþingismann, en hann byggði húið árið 1890. Í fjarska nokkuð til vinstri á myndinn er lítil bygging, það er verslunin Álfafell, þar seldi Jóhann petersen bargvíslega vefnaðarvöru. Húsið hefur verið rifið fyrir alllöngu.

44. Blöndahlshús, kennt við þann sem byggði það, Magnús Th. S. Blöndahl, kaupmann og síðar alþingismann. Það stendur enn, óbreytt að mestu, og myndi margur telja það yngra, jafnt stórt og það er. Magnús Blöndahl var fluttur til Reykjavíkur, en þessar tvær fjölskyldur voru í húsinu: Þorsteinn Sveinsson og kona hans Kristín Tómasdóttir, Svavar, sonur þeirra, Guðrún Tómasdóttir, systir Kristínar, og Kristín Nikulásdóttir ekkja. Þorsteinn var síðar leiðsögumaður á dönskum varðskipum hér við land. Hin fjölskyldan var Sigurður Jónsson starfsmaður við verzlunina hjá Sigfúsi Bergmann — Sigurður assistent — og ráðskona hans Kristín Jónsdóttir. Þau ólu upp Sigurjón Skúlason.

45. Þetta hús stendur enn, lítið breytt, sem Suðurgata 11. Þar bjó Ögmundur Sigurðsson kennari og síðar skólastjóri. Fyrri kona hans, Guðrún Sveirisdóttir, var ciáin, en hann kvæntur aftur, Guðbjörgu Kristjánsdóttur, sem enn lifir. Börn Ögmundar frá fyrra hjónabandi voru heima: Ingibjörg, nú símstöðvarstjóri — hún giftist Guðmundi Eyjólfssyni, sem er dáinn, og Sveinn, nú prestur í Þykkvabæ, Rang. Af börnum síðara hjónabands var Benedikt fæddur. Hann er nú skipstjóri, kvæntur Guðrúnu Eiríksdóttur. Börn fædd síðar: Þorvaldur, Guðrún og Jónas.

Brekkugata 10

Brekkugata 5,7,9 hægramegin Brekkugata 10 vinstra megin. Tekið úr Brekkugötu 12.

46. Þar sem þetta hús stóð, er nú húsið Brekkugata 12. Þar bjuggu hjónin Daníel Jónsson stýrimaður frá Hraunprýði og Ólafía Pétursdóttir (f. Petersen). Þau áttu eitt barn: son, sem Karl hét. Þar var líka Ágúst bróðir Daníels og vinnukona, sem hét Oktovía Þ. Jóhannsdóttir.

47. Á þessum stað er nú húsið Brekkugata 10. Þar bjó Eyjólfur lllugason. Fyrri kona hans var dáin. Hún hét Agnes, og var dóttir Bjarna og Margrétar á Hamri, sem áður er talað um. Þegar hér var komið, var hann kvæntur aftur, Ólafíu Guðríði Ólafsdóttur. Dóttir þeirra Ólína (Lalla) var fædd, en ekki er Axels málara getið í manntali frá þessu ári. Eyjólfur Illugason var fölhæfur maður, en mest stundaði hann járnsmíðar. Hann var einn af upphafsmönnum Góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði, og margir muna eftir honum í hlutverki Skugga-Sveins.

Brekkugata

Brekkugata. Hús Jóhannessar Reykdals fremst.

48. Þar sem húsið, sem hér um ræðir, stóð, er nú húsið Brekkugata 8. Þar bjó Jón Jónsson „Lauga“ þ. e. kenndur við bæinn Laugar í Flóa. Kona hans hét Ingvelclur Bjarnadóttir, systir Gísla sem áður er getið (nr. 28). Börn þeirra voru bæði fædd: Ólafía, nú gift Ólafi Högnasyni trésmið — þau eru í Reykjavík, og Ingvi, sem kvæntist Guðbjörgu Gissurardóttur.

49. Þetta hús var byggt árið 1902, af Þorvaldi Erlendssyni trésmið. Það stendur enn sem Brekkugata 6. Kona Þorvaldar hét Ingueldur Katrín Vívatsdóttir. Dóttir þeirra hét Halldóra. Hjá Þorvaldi var líka Helgi bróðir hans og Helga Jónsdóttir móðir þeirra bræðra. Helgi byggði skömmu síðar lítið hús, sem enn stendur — Merkurgötu 5 — og var þar lengi. Önnur fjölskylda var í þessu nýja húsi: hjónin Benedikt Jóhannesson og Kristín Guðnadóttir. Áður höfðu þau verið eitthvað í bænum nr. 78 og jafnvel í Blöndahlshúsinu, en kornu til Fjarðarins frá Oddakoti í Bessastaðahreppi. Börnin sem heima voru: Guðni drukknaði þegar „Geir“ fórst með allri áhöfn árið 1912, Þóra, giftist fyrst Þóroddi Guðmundssyni, en síðar norskum skipstjóra, Knudsen, og fór með honum til Noregs, Marjón Pétur, kvæntur Jóhönnu Símonardóttur, og Þorlákur, sem kvæntist Valgerði Bjarnadóttur. Þar var og Jóhanna Bengtson systurdóttir þéirra, sem einnig giftist til Norcgs. Estífa Benediktsdóttir var farin að heiman, bjó þá á Ísólfsskála með Brandi Guðmundssyni. — Björns verður getið síðar, Jóhannes var í Reykjavík, Vigfús mun hafa verið í Oddakoti, Ingibjörg móðir Jóhönnu Bengtson fór til Danmerkur. Ein systirin hét Rósa.

Lækjargata 6

Lækjargata 6.

50. Á þessum stað er nú húsið Lækjargata 6. Þar bjuggu hjónin Sveinn Auðunsson og Vigdís Jónsdóttir. Börnin, sem upp komust: Margrét, varð fyrri kona Stefáns Backmanns, Stígur fangavörður kvæntur Sigríði Eiríksdóttur ljósmóður — tóku sér nafnið Sæland — Þuríður giftist Sigurði Sigurðssyni, Jón kaupmaður á Gjögri við Reykjarfjörð og Ragnheiður María, sem giftist Pétri Vermundarsyni. Systurnar eru allar dánar. Hér var líka Snjólaug systir Sveins. Hún giftist ekki. Sveinn Auðunsson starfaði mikið í Góðtemplarareglunni, og var einn af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar í Hafnarfirði.

51. Hús Vigfúsar Gestssonar járnsmiðs, — eða klénsmiðs eins og hann var nefndur. Þar bjó hann með konu sinni Steinunni Ingiríði Jónsdóttur. Börnin voru bæði fædd: Jón Gestur, nú kvæntur Sesselju, sem áður er gelið, þau eiga heima á sama stað og foreldrar Jóns bjuggu, Suðurgötu 5 (áður Templarasundi) og svo Þuríður Sigurrós, sem nú býr á Ísafirði.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1958, 15.12.1958, Magnús Jónsson, Íbúar Hafnarfjarðar árið 1902, bls. 4-6.

Bær í byrjun aldar

Krýsuvíkurkirkja

Þórður Jónsson frá Eyrarbakka skrifaði um „Ferð til Krýsuvíkur“ í Heimilisblaðið árið 1945:
„Kæri lesandi,

krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegurinn 2020.

Ég get hugsað mér, að þú segir við sjálfan þig — kannski líka upphátt — að nóg sé komið af skrifum um Krýsuvík, að óþarft sé þar við að bæta. En ég er nú á annarri skoðun. Þess vegna tek ég mér nú penna í hönd, en lofa því um leið að vera ósköp fáorður, líka vegna þess að langar blaða- og tímaritsgreinar eru mínir verstu óvinir.

Krýsuvíkurvegur

Gamli Krýsuvíkurvegurinn við Reykjanesbraut í Hafnarfirði.

Fyrir stuttu síðan komu til mín tveir vinir mínir, þeir bræðurnir Baldur og Sigurður prentarar, synir Jóns Helgasonar prentsmiðjueiganda. Þeir voru að leggja upp í skemmtiferð til Krýsuvíkur og buðu mér að koma með. Fyrir mig var vissulega vandi velboðnu að neita. Ég var hálf lasinn og lítt fær til ferðalaga. Ég hafði margheitið því að fara til Krýsuvíkur undir eins og þangað væri komin bílfær vegur, og nú er því langþráðu marki náð, marki allra sannra framfaramanna, en jafnframt hræðilegur þyrnir í augum allra afturhaldsafla Suðurlands. Hafi þeir allir þökk fyrir, sem unnið hafa að því þjóðþrifamáli.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegurinn gamli í Hafnarfirði, framan við nýja Reykjanesbrautina.

Eftir lítilsháttar athugun á heilsu minni stóðst ég ekki freistinguna og settist upp í bílinn hjá þeim bræðrum og sá um leið og ég settist í dúnmjúkt sæti bílsins, að ég hreinlega var dauðans matur, ef ég gæti ekki setið þar þenna stutta spöl til Krýsuvíkur.
Eftir að hafa gengið vel frá öllu, er tilheyrði þessu ferðalagi, var ekið sem leið liggur suður Hafnarfjarðarveg, og suður á hinn nýja Krýsuvíkurveg.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegurinn gamli (t.v.) við hlið nýs göngustígs í Hafnarfirði.

Leiðinlegt að geta ekki komið við í hinu fagra Hellisgerði. En tíminn leyfði ekki slíkan „lúxus“, því að áliðið var dags. En fyrirheitna landið, Krýsuvík, varð að meta mest af öllu.
Hinn nýji Krýsuvíkurvegur er einhver fallegasti og bezt gerði vegur, sem ég hef séð. Að þeirri vegabyggingu hafa áreiðanlega unnið þeir menn, sem verkinu voru vaxnir.
Vegkantar og uppfylling á jafn ósléttu landi eru snilldarverk. Það er ekki sök þeirra, sem hlaðið hafa þennan fallega veg, þótt hann sé með sama miðaldalaginu og aðrir vegir sem lagðir hafa verið á landi hér síðustu áratugina, að engin leið er nútíma flutningatækjum að mætast á þeim nema á vissum stöðum — útskotunum svonefndum — þar sem hve verður að bíða eftir öðrum. Sjá allir, hvers ramgallað slíkt fyrirkomulag er.

Hellan

Krýsuvíkurvegur um Helluna…

Það er skiljanlegt, að allt á þetta að vera til sparnaðar. En það vita þeir, sem við veglagningar hafa unnið, að vegkantarnir eru víðast hvar langdýrasti hluti vegarins, og minnstu munar, ef efni til uppfyllingar til staðarins, hvort vegurinn er nokkrum sentimetrum breiðari. Þetta fyrirkomulag á hinum nýju vegum, sem hér er drepið á, er áreiðanlega mjög vafasöm búhyggindi. Næstu kynslóðir munu ekki sætta sig við svona vegi með sífellt stækkandi flutningatæki, og endirinn verður að óhjákvæmilegt verður að endurbyggja alla þessa vegi, og það jafnvel áður en langt um líður.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegurinn um Syðri-Stapa 1961.

Eins og tekið var fram í upphafi, hefur töluvert verið skrifað nú á seinni árum Krýsuvík. Um nytsemi Krýsuvíkurvegar sem samgöngubót til austurhéraðanna skrifaði bezt og rækilegast Árni Eylands í hitteðfyrra í Alþýðublaðið. Einnig skrifaði Árni Óla blaðamaður um staðinn Krýsuvík í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum, sömuleiðis birtist í blaðinu „Reykjanes í fyrra mjög fróðleg grein um Krýsuvík og nágrenni, en því miður hef ég gleymt nafni höfundar. Og síðast en ekki sízt má nefna rit Geirs Gígja um rannsóknir hans á Kleifarvatni.
Það er ekkert undarlegt, þótt mönnum verði tíðrætt um Krýsuvík. Mönnum er ljóst, að Krýsuvík á sína sögu engu síður en aðrir landshlutar þessa lands. Hvert hérað velur til sína fræðimenn að skrifa sína sögu allt frá landnámstíð. Þessar héraðssögur verða ómetanlegur fróðleikur komandi kynslóðum.

Krýsuvík

Krýsuvíkurtorfan – uppdráttur ÓSÁ.

Krýsuvík var heil sveit — hreppur — og heil kirkjusókn allt frá landnámstíð. Þar hafa áreiðanlega lifað og starfað mætir dugnaðarmennn, engu síður en í öðrum landshlutum. En nú er þar ekkert, sem minnir á fornar hetjudáðir. Þessi sveit, sem er svo að segja nefið á höfuðstað þessa lands og fjölennum sjávarþorpum, allt um kring, er látm leggjast í eyði. Fólkið sættir sig ekki við omaldarbúskaparlagið, þegar það kynnist netra á næstu grösum, og flýr sveitina sína fögru, og hún leggst í algjöra auðn. Afturhaldssamir valdhafar spyrna við af öllum og sálarkröftum að nokkuð sé gert í samgöngumálum eða öðru til þess að Krýsuvík geti haldið áfram að framfleyta íbúum sínum og ekki er langt síðan, að einn höfuðpaur Reykjavíkur kallaði í einu dagblaðinu vegalagninguna til Krýsuvíkur, Krýsuvíkurvitleysu með stórum stöfum gæsalappalaust, og kinnroðalaust, ef til vill hefur hann ekki að hægt er að rækta í Krýsuvík þúsnundir hesta af töðu, ásamt fjölda annara nytjajurta, sem hér yrði of langt upp að telja.

Krýsuvík

Krýsuvík – áveituskurðir. Arnarfell fjær.

Þegar miðað er við það að Krýsuvík var heill hreppur og heil kirkjusókn, verður ekki annað sagt en þar sé ömurlegt yfir að líta. Þar sjást engin fögur mannvirki, engin fegurð ema fegurð náttúrunnar, sem ávallt mun verða hin sama, hvernig sem er mennirnir fara með landið.

Krýsuvík

Krýsuvík – tóftir Norðurkots.

En eigi að síður er þetta Krýsuvíkurland búsældarlegt og albúið að veita börnum sínum fæði og klæði. Kafloðin gömlu túnin bera þess ljósan vott, að þau séu þess albúin að veita ríkulega uppskeru, þótt engin mannleg hönd hafi sýnt þeim minnstu rækt árum saman. Mýrar og móar, sem þarna eru, gefa fyrirheit um að ekki skuli þeirra hlutur eftir liggja með afraksturinn, ef mennirnir vilja leggja til ofurlítið af orku sinni til hjálpar sér og óefað mætti minnast jarðhitans þarna, en hve mikils virði hann er í Krýsuvík brestur þekkingu um að dæma.

Krýsuvík

Krýsuvík 1943.

Það má því heita, að í augum vegfarandans. séu útþurrkaðar allar menjar þess, að þarna hafi verið mannabyggð. Þar sem bæirnir hafa staðið, sjást tóftarbrot hálf- og alfallin, og eru nú grasi vaxin. Aðeins kirkjan er eftir og sætir furðu, að hún skuli hafa staðið af sér alla storma eyðileggingarinnar. Að kirkjunni vík ég síðar.

Eins og kunnugt er, hefur einn maður af síðustu kynslóð Krýsuvíkurbyggðar aldrei yfirgefið þetta byggðarlag. Hann virðist hafa verið bundinn þessu byggðarlagi órjúfandi böndum tryggðar og vináttu.

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson í Krýsuvík.

Þessi aldraði merkismaður heitir Magnús Ólafsson. Hann er nú — að mig minnir — 73 ára að aldri og hefur átt heima í Krýsuvík óslitið í 55 ár að undanteknum nokkrum vikum úr sumum þessum árum. Eftir að öll hús byggðarinnar voru fallin og rifin flutti hann sig í gömlu kirkjuna og hefur búið þar síðan, og má vel vera að sú sé orsökin, að kirkjan hefur ekki hlotið sömu örlög og önnur hús á þessum stað.

Þarna vorum við félagar þá komnir heim á hið forna höfðingjasetur Krýsuvík eftir röskan klukkustundar akstur frá Reykjavík, það sem áður var margra klukkustunda ferð.
Nei, það var engin lygi, að það væri búið að færa þessa sveit nær menningunni.

Úti fyrir kirkjudyrum sat hinn aldraði húsbóndi og tók, mjög vingjarnlega kveðju okkar ferðalanganna.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1945.

Ég fór að telja á fingrum mér hve mörg ár væru nú liðin síðan ég kom þarna síðast, síðan í febrúar 1896 (ég var þá á sextánda ári). Vildi þá útkoman verða nálægt fjörutíu og níu og hálft ár. Jú, það skeður nú margt á skemmri tíma. Mér varð hugsað til þessarar fyrri komu minnar samanborið við þessa komu mína á þennan stað. Nú var sólbjartur sumardagur, en þá hörku norðanbylur og snjór í hné eða meir. Ég strákhnokki með allan minn veraldarauð í strigapoka á bakinu og að auki rúma krónu í buddunni sem farareyri og gat naumast staðið uppréttur undir þeim ofurþunga. En hvernig voru nú aðstæðurnar? Bezt að koma öllum þessum reikningum á hreint. Nú var ég þó létt klæddur með hendur í vösum, en annað setzt á bak mér engu léttara en pokinn í fyrri daga.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1936. Fyrir utan kirkjuna standa þrír menn og einn drengur. Annar frá vinstri er Magnús Ólafsson einsetumaður í Krýsuvík. Kirkjan var afhelguð árið 1929 og þess vegna nýtt sem íbúðarhús þegar myndin var tekin – Ásgeir L. Jónsson.

Gamla konan Elli var nú farin að gerast áleitin en frábitin öllum ástaratlotum og lagaskilnaði, og þó ekki um annað að gera en lúta valdi hennar — gömlu konunnar. Þegar öllu var á botninn hvolft var þá líklega pokinn með tilheyrandi öllu viðkunnanlegri en slíkt konuríki. Að öllu þessu fljótlega athuguðu settist ég hjá gamla manninum við kirkjudyrnar og tók að spyrja hann spjörunum úr. Mér varð fljótt ljóst, að þarna var maður, sem vert var að kynnast og tala við, bráðgreindur maður og alúðlegur, sem þekkti sögu þessarar sveitar langt aftur í tímann eins og fingur sína. Það hefði vissulega verið gaman og gagnlegt að mega tala við Magnús í ró og næði og jafnvel ferðast með honum þarna um nágrennið. En tími okkar félaga var naumur og nokkuð áliðið dags.

Krýsuvíkurkirkja

Legsteinn Árna Gíslasonar – eftir brunann.

Ég labbaði um kirkjugarðinn með Magnúsi. Hann benti mér á leiði, sem hann sagði, að síðast hefði verið jarðað í. Austan undir kirkjugaflinum varð mér starsýnt á eitt leiði sökum þess að það var eina leiðið í kirkjugarðinum, sem á var lítilsháttar minnismerki.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – legsteinn Árna Gíslasonar.

Er það þó ekki annað en trégirðing komin að falli. Magnús sagði mér, að þarna væri jarðaður Árni sýslumaður Gíslason, en hann bjó í Krýsuvík um nokkurra ára skeið, sem kunnugt er, og var hann þar húsbóndi, er mig bar að garði, sem fyrr segir. Og nutum við, ég og félagar mínir, hinnar mestu gestrisni óg höfðingsskapar, sem Árni sýslumaður var kunnur fyrir á sinni tíð. Svona eru örlögin. Nú var ég allt í einu staddur við legstað míns forna gestgjafa og ég hörfaði skref aftur á bak. Þarna mátti ég ekki stíga með skó á fótum á jafn helgan stað og bæla græna grasið umhverfis leiðið hans, ef til vill raskaði ég með því grafarró hins mæta manns.
Ég bað Magnús að lofa okkur að sjá kirkjuna, sem nú er íbúðarhús hans, og var það auðsótt. Þarna var þá rúm hans við austurgafl framan verðan. Það var þá ekki annað en húsgaflinn, sem aðskildi höfðalagið og leiði hans forna húsbónda, Árna sýslumanns.

Krýsuvíkurkirkja

Uppbygging Krýsuvíkurkirkju 2020.

Það er ekkert ýkja langt frá veruleikanum, að þar hvíli húsbóndinn og þjónninn við sama höfðalagið, þótt annar sé lífs en hinn liðinn. Sjaldgæft er þetta, en Magnús hefur tekið ástfóstri við kirkju og kirkjugarðinn og allt annað í Krýsuvík.

Krýsuvík

Í Krýsuvík 1887. Árni Gíslason lengst t.h.

Mér er í barnsminni, að ég heyrði talað um hinn stórbrotna búferlaflutning Árna sýslumanns austan frá Kirkjubæjarklaustri og til Krýsuvíkur. Hann var sýslumaður Skaftfellinga og bjó stórbúi á Kirkjubæjarklaustri. Það má nærri geta að slíkir búferlaflutningur á þeirri tíð var engum heiglum hent öll þessi vegalengd og allar þær stórár, og allt varð að flýtja á hestum (á klökkum) sundleggja hestana og ferja á smábát allan farangur yfir stórvötnin. Hvernig mundi nútímakynslóðinni geðjast að slíkum vinnubrögðum? Ég heyrði talað um, að sauðfé Árna sýslumanns hefði verið um 1200 talsins, er hann fluttist að Krýsuvík. Ef það væri satt, hafa eflaust ekki margir bændur á Íslandi verið fjárfleiri en hann á þeirri tíð. Árni sýslumaður var faðir hins vinssæla læknis Skúla, sem lengi var héraðslæknir í efri hluta Árnessýslu. En synir Skúla eru þeir Sigurður magister og ritstjóri og Árni húsgagnasmíðameistari í Reykjavík.

Krýsuvík

Krýsuvík – tóftir við Krýsuvíkurkirkju.

Mér er sagt, að nú sé Hafnarjarðarbær eigandi Krýsuvíkur. Er það vel farið, að það land lenti hjá því bæjarfélagi, úr því að íslenzka ríkið var ekki svo framtakssamt að eignast það. Það er sagt að Hafnfirðingar hafi í huga stór áform í Krýsuvík, enda eru þar margbrotnir ræktunarmöguleikar. Hafnfirðingar eru líka allra manna líklegastir til þess að bæta þessum eyðijörðum í Krýsuvík upp giftuleysi liðinna ára.
Ég get ekki lokið svo við þessar hugleiðingar mínar um Krýsuvík, að ég minnist ekki ofurlítið frekar á kirkjuna og kirkjugarðinn þar. Kirkjan þar og kirkjugarðurinn eru í mínum augum helgir dómar, og þessa helgudóma má með engu móti eyðileggja. Kirkjugarðinn verður að girða og breyta í fagran trjá- og skrúðgarð og vanda þar allt til
sem bezt. Kirkjuna verður að byggja að nýju í sama formi og hún er, og á sama stað. Kirkjan á sjálf víst ekki grænan eyri sér til endurbyggingar, en hvað munar íslenska ríkið um slíka smámuni.

Krýsuvíkurkirkja

Endurnýjuð Krýsuvíkurkirkja við Iðnskólann í Hafnarfirði.

Það er verið að reisa úr rústum gamlar kofarústir inn um alla afrétti og við skömmum liðnar kynslóðir fyrir trassaskap og vanrækslu í meðferð verðmæta – sem við köllum svo – hví skildum við þá á þessari mennta- og menningaröld fara að eyðileggja allar menjar um forna frægð Krýsuvíkur? Ég á vont með að trúa því, að noklkur Íslendingur nú á tímum væri svo auðvirðulega nískur að telja eftir nokkrar krónur til endurbyggingar á kirkjunni í Krýsuvík, þótt sú kirkja yrði aldrei notuð til messugjörða. Það er heldur vissulega ekki meining mín.

Krýsuvíkurkirkja

Ný Krýsuvíkurkirkja komin á sinn stað.

Að endingu þetta: Það verður líka að byggja sómasamlegt hús í Krýsuvík handa hinum aldraða Magnúsi Ólafssyni, ef hann æskir þess að fá að vera þar það sem eftir er lífdaganna, gamla manninum, sem sýnt hefur þessu plássi hina frábæru tryggð.
Ég þakka svo Magnúsi Ólafssyni fyrir vinarþel og kurteisi og ef til vill á ég eftir að hitta hann aftur í Krýsuvík, mér til ánægju og fróðleiks.“

Heimild:
-Heimilisblaðið, 25. árg. Reykjavík, okt.-nóv. 1945, Þórður Jónsson frá Eyrarbakka – Ferð til Krýsuvíkur, 10.-11. tbls, bls. 172-174 og 193.

Heimilsblaðið 1945

Heimilisblaðið 1945.

Magnús Jónsson

Í handritaðri bók Magnúsar Jónssonar „Bær í byrjun aldar – Hafnarfjörður„, sem hann gaf út árið 1967 á eigin kostnað, kemur margt fróðlegt fram.

Úr formála fyrstu útgáfu segir:

Magnús Jónsson
„Á þessu verki, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, eru ýmsir ágallar. Er það fyrst til að taka, að betur hefði verið farið á að miða við aldamótin, heldur en við árslok 1902, sem hér er gert aðallega. Þar er því aðeins til að svara, að fyrsta hvatningin til þess starfs, var athugun á korti af Hafnarfirði frá því ári.

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson fæddist í Hafnarfirði 10. júlí 1926. Hann ólst upp í Hafnarfirði.
Að loknu skyldunámi hóf hann störf hjá Raftækjaverksmiðjunni Rafha, lærði bókband og lauk sveinspróf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1953.
Útskrifaðist frá Kennaraskólanum
1957. Lauk eins árs námskeiði í
bókasafnsfræðum í Kaupmannahöfn
1962. Stundaði almenn kennslustörf með hléum til ársins 1980. Starfaði á árunum 1962-1967 í bókasafni Hafnarfjarðar. Loks var Magnús minjavörður við Byggðasafn Hafnarfjarðar árin 1980-1995. Auk þess starfaði hann nítján sumur í kirkjugarði Hafnarfjarðar.
Magnús starfaði mikið af félagsmálum og bar hæst ártuga störf innan Góðtemplarareglunnar og Kvæðamannafélags Hafnarfjarðar.
Magnús var mikill áhugamaður um sögu Hafnarfjarðar og er höfundur bókanna „Bær í byrjun aldar“ og „Hundrað Hafnfirðingar“ I, II og III.
Magnús lést á Sólvangi 3. febrúar
2000.

Þá er einnig fjölskyldunum sem hér er gerð grein fyrir, gert misjafnlega hátt undir höfði. Er það bæði til að dreifa ónógri þolinmæði við að leita upplýsinga, og að fallið er í þá freistni að skrifa sumt ýtarlegar en samkvæmt meginreglunni. Þessi meginregla er sú, að nefna fæðingarár og -stað húrráðenda, giftingarár o.fl.
Einnig börn og hverjum þau giftust, séu þau fædd fyrir árslok 1902. Síðan ýmist dánarár húsráðenda eða flutningsár burtu úr bænum, t.d. til Reykjavíkur, ef um það er að ræða. Á stöku stað er leiðst út í að láta nokkur hrósyrði eða aðrar athugasemdir falla, en allt slíkt eru vandrataðir vegir, sem ef til vill væru betur ófarnir.

Reynt hefur verið að afla mynda, og hefðu þær orðið skýrari með venjulegri prentun. Myndastærðir eru tvær, annarsvegar húsráðendur og hins vegar gamalmenni, einhleypingar og fólk sem ekki var fyllilega komið út á lífið. Oft er aðeins til mynd af öðru hjónanna.
Ekki þarf orum að því að eyða, að margir hafa verið ónáðaðir með spurningum og fleiru í þessu sambandi. Er hér með beðið afsökunar á því og þökkuð góð fyrirgreiðsla.
Stundum ber ekki saman kirkjubókum og svo upplýsingum þeirra sem næstir standa. Er hér farið eftir því fyrrnefnda, en ofan og aftan við þau orð eða ártöl er lítið spurningarmerki.“

Um aðra útgáfu segir:
„Um þessa útgáfu er lítið að segja. Hún er svipuð hinni fyrri, sem kom út fyrir jólin 1967 og seldist strax upp. Hér er þó reynt að búa svo um hnútana að myndirnar verði skýrari.“

Hafnarfirði 16.9. 1970
Magnús Jónsson.

Í bókinni eru taldir upp bæirnir í Hafnarfirði um og eftir aldarmótin 1900:

1. Vesturkot
2. Halldórskot
3. Hvaleyri – heimajörðin
4. Tjarnarkot
5. Hjörtskot

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1900 – Óseyri fjær og Flensborg fremst.

6. Óseyri
7. Bær Hannesar Jóhannssonar
8. Ásbúð I (Halldór Helgason)
9. Ásbúð II (Guðm. Sigvaldason
10. Melshús
11. Brandsbær
12. Flensborg
13. Hábær
14. Nýibær
15. Skuld
16. Litla kotið
17. Holt
18. Mýrarhús I (Guðlaug Narfad.)
19. Mýrarhús II (Guðm. Ólafsson)

Jófríðarstaðir

Jófríðarstaðir á fyrri hluta 20. aldar.

20. Jófríðarstaðir I (Þorvarður)
21. Jófríðarstaðir II (Hólmfríður o.fl.)
22. Steinar
23. Hella
24. Hamar
25. Bær Sigríðar Ísaksd. (Miðengi)
26. Bjarnabær – á Hamri
27. Gíslashús – Bjarnasonar
28. Hús Ólafs Garða
29. Bær Jóns Vigfússonar
30. Björnshús – Bjarnasonar

Hamarskot

Hamarskot – tilgáta.

31. Hamarskot
32. Stefánshús
33. Á Mölinni
34. Undirhamar
35. Klúbburinn

36. Proppé-bakaríið
37. Barnaskólahúsið
38. Blöndalshús
39. Ögmundarhús

Hafnarfjörður 1902

Hafnarfjörður 1902.

40. Hús Daníels frá Hraunprýði
41. Hús Eyjólfs Illugasonar
42. Hús Jóns Jónssonar Lauga
43. Hús sem Þorv. Erlendsson byggði
44. Hús Sveins Auðunssonar
45. Hús Vigfúsar Gestssonar

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Dvergasteinn.

46. Dvergasteinn
47. Sýslumannshúsið
48. Brú
49. Kolfinnubær
50. Kofinn – Miðhús
51. Hús Sveins Magnússonar
52. Byggðarendi
53. Lækjarkot I (Ólafur Bjarnason)
54. Lækjarkot II (Anna K. Árnad.)
55. Bossakotshús – Grund
56. Á Hólnum – Balanum
57. Gerðið
58. Bali
59. Hús Kristins Vigfússonar
60. Bær Jóns Á. Mattiesson
61. Bær Einars Þorsteinssonar
62. Helgahús
63. Hús Kristbj. Guðnasonar – Hekla
64. Ragnheiðarhús
65. Hús Guðrúnar Sigvaldad. (Hagakot)
66. Bær Sigurðar lóðs

Siggubær

Siggubær 2020.

67. Bær Kristjáns Friðrikssonar
68. Bær Krístínar Þorsteinsdóttur
69. Elentínusarbær (áður Guðnabær)
70. Steinsbær (áður Bened.bær)
71. Þorkelsbær – Snorrasonar
72. Á Snösinni – Hábær
73. Bær Bjarna Markússonar
74. Gunnarsbær
75. Markúsarbær
76. Ingibjargarbær
77. Hús Hans D. Linnet

Magnús Jónsson

Bæjarlisti bókarinnar I.

78. Brúarhraun
79. Jörgínarbær
80. Efra Brúarhraun
81. Arahús
82. Hús Einars Jóhannessonar
83. Hendrikshús

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Hraunprýði.

84. Hraunprýði
85. Ólafsbær – Knútsbær
86. Bær Jóns Sigurðs. (Hraungerði)
87. Jörundarhús
88. Hús Hansens kaupmanns
89. Beykishúsið gamla?
90. Theodórshús
91. Filippusarbær
92. Bær Sigríðar Steingrímsd.
93. Bær Jóhanns Björnssonar
94. Stundum nefnt Hansensbær
95. Á Hól
96. Þorkelsbær – Jónssonar
97. Þorlákshús – á Stakkstæðinu
98. Finnshús
99. Brekkubær (?) (Þórður Björnsson)
100. Hús Jóns Steingrímssonar

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Þorlákshús á Stakkstæðinu.

101. Efstakot(ið)
102. Hús Steingríms Jónssonar
103. Klettur (Þorst. Þorsteinssonar)
104. Níelsarhús
105. Bær Ólafs Sigurðssonar
106. Daðakot (Magnús Auðuns.)
107. Hraun
108. Bær Erlendar Marteinssonar
109. Illugahús (síðar Kóngsgerði)
110. Veðrás
111. Sigmundarhús
112. Krókur
113. Oddsbær
114. Hús Jóns Þórðars. frá Hliði
115. Flygeringshús

Sívertsenhús

Sívertsenhús.

116. Sívertsenshús
117. Lóðsbær – Gísla
118. Guðnýjarbær
119. Mörk (Sigurgeir Gíslason)
120. Hús þar sem nú er svæðið gegnt Merkugötu 11
121. Hús Guðmundar Helgasonar
122. Bær Kristjáns Auðunssonar
123. „Svartiskóli“ (Hrómundur)
124. Klofi
125. Árnahús

Magnús Jónsson

Bæjarlisti bókarinnar II.

126. Gesthús I (Einar Ólafsson)
127. Gesthús II (Bjarni Ásmunds. o.fl.)
128. Hús Guðm. Halldórss. járnsmiðs
129. Klettur (Ólafur Jónsson)
130. Svendborg
131. Langeyri
132. Brúsastaðir

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson.

Til skaða er hversu meðfylgjandi uppdráttur af herforingjaráðskorti Dana 1902 er óskýr (þess tíma tækni).

Í minningargrein um Magnús 11. febrúar 2000 segir m.a.:
„Magnús Jónsson fæddist í Hafnarfirði 10. júlí 1926. Hann lést á Sjúkrahúsinu Sólvangi 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Helgason, f. 27.6. 1895 í Litlabæ, Vatnsleysustrandarhreppi, d. 30.12. 1986, og Halla Kristín Magnúsdóttir, f. 18.2. 1894 í Merkinesi, Akranesi, d. 16.7. 1985. Heimili þeirra var á Hverfisgötu 21b, Hafnarfirði frá 1922-1983. Auk Magnúsar eignuðust þau hjónin dreng árið 1924, sem lést 2ja daga gamall.
Árið 1959 kvæntist Magnús Dagnýju Pedersen, f. 8.10. 1926 í Resen, Skive Landsogn, Danmörku, og lifir hún mann sinn. Foreldrar hennar voru: Anna og Gravers Pedersen. Börn Magnúsar og Dagnýjar eru þrjú: 1) Jón viðskiptafræðingur, f. 7.11. 1960, kvæntur Helen P. Brown, markaðsfræðingi, f. 13.2. 1960. Synir þeirra eru: Stefán Daníel, f. 1988, og Davíð Þór, f. 1991. Þau eru búsett í Garðabæ. 2) Halla, læknaritari, f. 12.12. 1964, gift Þórði Bragasyni skrifstofumanni, f. 23.9. 1965. Börn þeirra eru Magnús, f. 1991, Bragi, f. 1993, og Ingibjörg, f. 1997. Þau eru búsett í Hafnarfirði. 3) Anna tannlæknir, f. 19.5. 1970, gift Guðmundi Jóhannssyni, sagn- og viðskiptafræðingi, f. 10.7. 1963. Sonur þeirra er Helgi, f. 1997. Þau eru búsett í Reykjavík.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Oddnýjarbær í Hellisgerði.

Magnús ólst upp í Hafnarfirði. Að loknu skyldunámi hóf hann störf hjá Raftækjaverksmiðjunni Rafha, lærði bókband og lauk sveinspróf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1953. Útskrifaðist frá Kennaraskólanum 1957. Lauk eins árs námskeiði í bókasafnsfræðum í Kaupmannahöfn 1962. Stundaði almenn kennslustörf með hléum til ársins 1980 í Reykjavík, Hafnarfirði, Bessastaðahreppi og á Vatnsleysuströnd. Starfaði á árunum 1962-1967 í bókasafni Hafnarfjarðar. Loks var Magnús minjavörður við Byggðasafn Hafnarfjarðar árin 1980-1995. Auk þess starfaði hann nítján sumur í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Magnús starfaði mikið af félagsmálum og bar hæst ártuga störf innan Góðtemplarareglunnar og Kvæðamannafélags Hafnarfjarðar. Magnús var mikill áhugamaður um sögu Hafnarfjarðar og er höfundur bókanna „Bær í byrjun aldar“ og „Hundrað Hafnfirðingar“ I, II og III.

Magnús og Dagný bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði, lengst af á Skúlaskeiði 6.“

Hafnarfjörður

Heimildir:
-Bær í byrjun aldar, Magnús Jónsson – Hafnarfjörður, Skuggsjá, gefið út á kostnað höfundar 1970.
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/518317/
-https://www.fjardarfrettir.is/wp-content/uploads/pdf/FF-2017-46-vef.pdf

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson.

Hafnarfjörður

Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1966, „Við veginn“ – Magnús Jónsson, bls. 21:

„Ein af mestu umferðaræðum landsins er sem kunnugt er vegurinn milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Verður í þessu greinarkorni rabbað um eitt og annað, sem í hugann kemur á hluta af þeirri leið, þótt lesandinn megi ekki búast við að verða að miklum mun fróðari eftir lesturinn en áður.

Magnús Jónsson

Magnús Jónsson.

Nú liggur þar steyptur vegur, en á fyrsta tugi aldarinnar og lengur stóð þar yfir vegarlagning sem leysti reiðgötuna af hólmi, því að um eiginlega lagða vegi var ekki að ræða hér á landi áður fyrr, heldur troðninga, sem ekki voru mótaðir af mannshöndinni, nema e.t.v. nokkrum steinum rutt frá. Þó varð ekki komizt hjá víðtækara verki, þar sem brunahraun þöktu stór landsvæði. En þar hafa menn lyft huganum frá bakraun og tilbreytingarlausum átökum við hnullunga og eggjagrjót með myndum þjóðsagna: Ósk um að berserkir — sem tæpast voru mannlegar verur — fengju rutt vegi um þessa farartálma á svipstundu svo að segja. Samkvæmt þjóðtrúnni gerðist slíkt bæði í Berskerkjahrauni á Snæfellsnesi og í Ögmundarhrauni, sem snemma í byggðarsögu landsins rann í sjó fram milli Krýsuvíkur og Grindavíkur. Er þar auðséð, hvar hægt en óstöðvandi hraunrennslið hefur umkringt mannvirki, — en það er önnur saga.
En hvað sem líður fyrstu myndun lestaveganna í hraununum, þá voru þeir „framtíðarvegir‘, sem fullnægðu kröfum kynslóðanna, sem ekki þekktu annað betra. Öðru máli var að gegna með mýrarkenndan jarðveg. Verið gæti, að margur lestarmaður hafi með nokkurri furðu hugleitt þá tilhögun skaparans, að nautgripunum skyldi veitast svo furðu auðvelt að ösla um þau fen og foræði, sem klyfjahestarnir hans urðu að krækja fyrir, já, oft um langan veg, þótt ekki bæru þeir alltaf þunga úttekt úr kaupstaðnum. „Betri er krókur en kelda“, segir máltækið. Og því er það, að einhverjir fyrstu lagðir vegir voru hinar svonefndu brýr, sem lagðar voru stytztu leið yfir mýrarfláka víða um land. Er eitt slíkt örnefni til hér í nágrenni Hafnarfjarðar, sem er „Dysjabrú’. Er það vegarkaflinn þaðan sem hrauninu sleppir og að Garðaholti. Þetta mannvirki er að sjálfsögðu kennt við Dysjar, eitt þekktasta býli Garðahrepps.

Í þéttbýlinu

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1903.

Þegar halda skyldi t. d. frá Reykjavík til Suðurnesja, var farið um Hafnarfjörð með sjónum. Við Arahús — nánast þar sem nú er Strandgata 21 — var æði stutt bilið á milli sjávarmálsins og hins byggða bóls. Þegar suður fyrir lækinn kom tók við samfelld möl, allt að Hamrinum syðri. Þótt sjávarmöl sé þreytandi manna- og hestafótum, hefur hún ýmsa kosti. Leikvöllur barnaskólans frá 1902 var t. d. þakinn þykku lagi af henni. Varð sársaukinn hverfandi lítill, þótt dottið væri á hnéð í áflogum, þar sem hver steinn var svo afsleppur að hann ýttist frá. Fátt er líka heppilegra til að drýgja með steinsteypu en hrein möl úr fjörunni. En nú er velmegunin svo mikil, að sjaldan er talað um að drýgja nokkurn skapaðan hlut í þeirri merkingu. Gatan sveigði fljótlega upp á við, þar sem enn er farið að Ásmundarbakaríi og Prentsmiðju Hafnarfjarðar, því næst þar sem er Suðurgata 24, en síðan skáhallt upp hallann í átt til sjávar. Fljótlega hallaði því undan fæti aftur og var þá komið á Flensborgarmöl.
Algengt vegarstæði er „milli hrauns og hlíða“, t.d. upp í Kaldársel, en hér hefur það sennilega verið bezt „milli mýrar og malar“, ef svo mætti segja. Síðan lá leiðin með sjónum, líkt og þegar nú er farið að verksmiðjunni Lýsi og mjöl, og reyndar alveg suður að Hvaleyri. Var svo farið beint af augum framhjá Hjörtskoti og komið niður þar, sem síðar var sandnámið verðmæta og umdeilda.

Byggðin að baki

Kapellan

Kapellan – sjá má leifar Alfaraleiðarinnar, sem lá framhjá henni.

Þá tekur hraunið við. Það er með ávölum klettabungum og gróðri sízt minni en í Hafnarfjarðarhrauni. Er m. a. athyglisvert að skoða, hve langir geta orðið leggir blómanna, sem vaxa í klettasprungunum og teygja sig í birtuna. — Nokkurn veginn sézt hvar lestavegurinn liggur, allmiklu nær sjónum en hinir, og hafa hófar og mannsfætur jafnvel unnið nokkuð á sléttum klöppunum. Þó er vegna gróðurs hraunsins ekki eins auðvelt að fylgja þessari slóð í Hellnahrauninu eins og var til skamms tíma, þegar í Kapelluhraunið kom. Það er miklu yngra, sennilega runnið á 12. öld að áliti jarðfræðinga, ólíkt hinu fyrra að allri gerð og liggur ofan á því. Í annálum er hraunbreiðan öll nefnd Nýjahraun. Í því er lítill gróður annar en mosi, og þess vegna var það, að elzta leiðin um það sást svo vel. Hún þaktist öll grasi og öðrum lággróðri eins og græn rönd um gráan mosann, frá norðri til suðurs, sundurslitin af nýrri veginum sunnan til í hrauninu, — lá þar upp fyrir hann.

Selsvellir

Alfaraleiðin.

Flest sagnorð um þann hluta þessarar hraunbreiðu, sem hér er átt við, mætti hafa í þátíð. Hraunið er þar tæpast lengur til, en hefur verið rutt, flutt og sléttað með stórvirkum vélum. Enn hefur þó verið þyrmt mannvirkinu gamla, Kapellunni, sem hraunið næst sjónum dregur nafn af. Í Jólablaði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1961 er ýtarleg grein um mannvirki þetta eftir Ólaf Þ. Kristjánsson skólastjóra. Það var vorið 1950 að lítið líkneski fannst þar af einum dýrlinga kaþólsku kirkjunnar, heilagri Barböru. Þótti hún góð til áheita gegn hvers konar eldsvoða, sprengingum og þvíumlíku. Þar sem, eins og áður er sagt, að hraunið rann eftir landnámstíð, verður manni ósjálfrátt að tengja þennan dýrling einnig bæn gegn eldgosum og hraunrennsli.

Suðurnesjavegur

Suðurnesjavegurinn vestan Straums.

Vart er hægt að hugsa sér meiri andstæður en hljóðlátt bænarandarp innan veggja þessa litla frumstæða húss og svo þau gífurlegu umsvif nútímans, sem fyrirhuguð eru svo að segja á þessum stað, þar sem er álverksmiðjan. Er þá að engu orðin hin kyrrláta fegurð byggðarlagsins í Hraununum, sem svo er nefnt. Hraunin taka við þar sem Kapelluhrauni sleppir. Kapellan lá alveg við elzta veginn — reiðgötuna, — nýrri vegurinn var ofan við hana, en sá nýjasti — steypti — er fáa metra neðan við.
Í Hraununum voru allmargir bæir, en þó aldrei kirkjustaður. Er nú aðeins Straumur í byggð og Óttarsstaðir tveir. Bærinn í Þýzkubúð stendur enn, og ber hann og nánasta umhverfið vitni um hinn hverfandi eiginleika, nægjusemi. Ofar, þar sem vegirnir liggja nú, voru m. a. Stóri- og Litli-Lambhagi og Þorbjarnarstaðir.

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur við Alfaraleið.

Efst liggur reiðgatan gamla, en nú verður aftur erfiðara um vik að fylgja henni. Hraunið, sem við nú erum komin í, er ein af stærri hraunbreiðunum og nefnist Almenningur. Er það álíka gróið og Hellnahraun, en líkist enn meira Hafnarfjarðarhrauni. Elzti vegurinn liggur þar fjærst sjónum eins og áður er sagt, en nýrri vegurinn hjá rauðamelsnámunum og síðan klettaborginni Smalaskála. Steypti vegurinn er enn neðar. Við elzta veginn, nokkru nær Hafnarfirði en rauðamelurinn er tekinn, er vatnsbólið Gvendarbrunnur. Þar var tilvalinn áningarstaður, alltaf vatn og svo grasi gróið sléttlendi umhverfis.
Er slíkt óvíða að finna á Reykjanesskaga, og bendir m.a. til þess hið langa nafn hreppsins, sem við nú nálgumst, Vatnsleysustrandarhrepps. En hér hvílumst við (til næstu jóla?) Hér hefur líka Guðmundur biskup Arason hvílt lúin bein, eftir að hafa vígt vatnslind þessa, öldum og óbornum til blessunar. Og hér umhverfis vatnsbólið sat einn bekkur úr Barnaskóla Hafnarfjarðar fyrir 30 árum, ásamt kennaranum, Friðrik Bjarnasyni. Fölleitur, brúneygur drengur úr þeim hópi hefur stundum farið þangað síðan.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 24.12.1966, Við veginn – Magnús Jónsson, bls. 21.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Gamli barnaskólinn fyrir miðju.