Tag Archive for: Melasel

Melasel

Af Jarðabókinni 1703 að dæma er ekki að sjá að Melar á Kjalarnesi eigi neina selstöðu.
En hins vegar virðist „þriðja afbýli af sömu jörðu, kallað Melakot“, eiga selstöðu þar sem heitir Mela SMelaseljadalur-21eljadalur, „og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum“. Á næsta bæ, Tindstöðum, er skv. Jarðabókinni, „selstaða í heimalandi“. Ætlunin var að ganga í Mela-Seljadal og kanna hvort enn megi sjá leifar af selstöðuni frá Melakoti sem og að huga að slíkri selstöðu í heimalandi Tindsstaða. En áður en lagt var af stað var kíkt á eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu frá árinu 1966 og frásögn í sama blaði 1968.
Í
Morgunblaðiðinu í júlí 1966 má lesa eftirfarandi frétt um mikil skriðuhlaup í Melaseljadal: „Það var eins og skotið væri úr byssu, þegar skriðuhlaupið geystist fram úr Þverárgljúfri. Við héldum að það væri komið þrumuveður.
Tignarlegt var að sjá allan þennan móbrúna vatnsflaum geysast þarna fram, sjálfsagt 15 metra háan og fyllti í allt gljúfrið, sem vafalaust er 50 metra breitt þarna. Og auðvitað vissum við, að svona skriðuhlaup myndi valda miklu tjóni, sem og líka raunin varð.“
Melaseljadalur-351Gunnar bóndi Einarsson á Morastöðum í Kjós mælti þannig við blaðamann Mbl. í gær, þegar við spurðum hann um hamfarirnar, sem áttu sér stað norðan í Esju síðastliðinn fimmtudag, þegar hið mikla úrfelli varð hér sunnanlands, og olli miklum vegarskemmdum víða, og skriðuhlaupum sumsstaðar, en þó víst hvergi meiri og stórhættulegri en einmitt þarna.
Morastaðir standa Kjósarmegin við Kiðafellsá, en beint á móti standa bæirnir Ytri- og Innri Tindastaðir, en þeir voru í mestri hættu í skriðuhlaupi þessu.
Blaðamaður Mbl. gekk um svæði þetta á sunnudaginn og var þar ófagurt um að litast. Skriðuhlaupin, sem mest bar á byrjuðu í Dýjadalshnjúki, en hann gnæfir yfir dalnum og er 720 metrar yfir sjávarmál að hæð.
Rétt nærri uppMelaseljadalur-1966-1 undir brún, byrjuðu skriðuhlaupin, og lausleg ágizkun er, að þarna hafi losnað jarðvegur í þeim tveim, sem byrjuðu vestanmegin í Tindadal, sem svarar 4—5 hekturum lands. Skriðurnar hafa runnið niður að daldragi Þverár, og skollið þar á af miklu afli, sveigt til vesturs með ánni, steypst niður Þverárfoss efri, svo að hann er nú óþekkjanlegur, niður gljúfrin framhjá Melaseljadal, og þar í norður í átt að Kiðafellsá, en í hana fellur Þverá, fyllt gljúfrin, sem þarna eru um 50 metra breið, og bullað fram yfir klettaása við hlið þeirra, þegar þau gátu ekki lengur tekið við rennslinu, en síðan breytt lir sér fyrir neðan á mela og gras þar til þau náðu aðalánni, runnu þar auðvitað með Þveránni, en að auki hafa þau nokkru innan með Kiðafellsá grafið sér ný gljúfur 5—6 metra há og 3 metra breið alveg niður á berg — og alla leið til sjávar eftir Kiðafellsá.

Melaseljadalur-1966-2

Síðan berst flaumurinn með Kiðafallsá, breiðir úr sér yfir litla dalkvos, Kvíahvamm, sem margir vegfarendur kannast við, rutt burtu öllum steinum, sem fyrir voru, en flutt til nýja, og runnið síðan undir brúna á Kiðafellsá, niður fossana, og síðan allar götur eftir áreyrunum til sjávar, og valdið þar margvíslegu tjóni. Mun öll þessi langa leið vera um 10 km, og gizkar Gunnar á Morastöðum á, að hraði hlaupsins, þegar það steyptist fram úr Þverárgljúfri, hafi í það minnsta verið 10—12 km á klst.
Ófögur sjón blasti við Þegar við gengum upp með Þveránni og hinu nýja gljúfri þar austan við, blasti við okkur hryggileg sjón. Fundum við þar fljótlega á litlum bletti 6 kindur, sumar limlestar, allar dauðar og hálfgrafnar í hlaupinu.
Síðar Melaseljadalur-1966-3fundust svo tvær enn ofar en við fórum, og enn seinna ein niður á áreyrunum, svo að alls hafa 9 kindur fundizt dauðar, en auðvitað geta margar leynzt enn í Esjunni, og svo er líklegt, að eitthvað hafi kunnað að berast alveg til sjávar. Einnig má telja liklegt, að allar eða flestar hafi verið þarna með lömbum.
Ekki er nokkur vafi á, að kindurnar hafa leitað skjóls í gljúfrinu, enda skýli þar og grösugt, en þennan dag var mikið úrfelli og rok. Í samtali okkar við Gunnar á Morastöðum kom fram, að rétt um 4 leytið á fimmtudaginn féllu tvær skriður úr áreyrfjallinu fyrir ofan Ytri-Tindastaði, sitthvorum megin við bæinn, og rétt á eftir heyrðu þau skruðninginn í þeim stærri upp undir tindi, og skömmu síðar sáu þau aur- og vatnsflóðið, sem áður um getur geysast fram úr Þverárgljúfrum.

Melaseljadalur-352

Við náðum tal af Gunnari Leó, bónda og málarameistara á Ytri-Tindastöðum í gær. Hann sagði okkur, að enginn hefði verið heima um það leyti, sem skriðurnar féllu að bænum, en þær væru ekki lengra i burtu beggja vegna hans en 20—30 metra. Hafi sú vestari tekið af veginn heim að bænum á löngum kafla, tekið af rétt og nýlegt gerði og girðingu, sem hann hefði notað til að reka inn í réttina. Hann hefði ekki enn fengið veginn lagaðan, en byggist við að vegagerðin myndi hjálpa til þess, og eins þyrfti hann að reyna að ýta þeirri skriðunni, sem gekk yfir nokkuð af túni hans, á burt.
Varðandi kindurnar, sem fundust í skriðunni, kvaðst hann búast við að eiga þær flestar, þvi að þetta væri ein mitt á þeim stað, sem fé hans gengi. Nokkru innar í dalnum er bærinn Miðdalur. Síðar hafði skriðan úr eystri tindinum valdið nokkrum spjöllum.
Melaseljadalur-23Davíð bóndi þar Guðmundsson, sagði, að tvær skriður hefðu skemmt fyrir sér tún. Myndi önnur, sú stærri, hafa runnið fram úr Kerlingagili, en það er gríðarstórt og hrika legt gil, sem skerst þarna inn í Esjuna norðanverða. Sjálfsagt hefur gilið bjargað því, að skriðan var ekki stærri, þegar niður kom.
Slík stórfelld skriðuhlaup munu ekki hafa átt sér stað þarna síðan 1880, en þá hljóp skriða úr Eyrarfjalli, sem er norðan dalsins, frá bænum Morastöðum og þvert yfir dalinn að Tindastöðum. Nú var hins vegar miklu minni úrkoma í Eyrarfjalli en í Esjunni. Augljóst er, að mikið tjón hefur þarna orðið, bæði á landi og búsmala, og sjálfsagt tekur það tugi ára, að græða upp land það, sem þessi miklu skriðuhlaup hafa lagzt undir aur og grjót, og víst er, að þeir sem land þetta þekkja náið, munu telja, að það hafi illilega skipt um fallegan svip til hins verri og ljótari.“ — Fr. S.
Melaseljadalur-24Í Morgunblaðinu í nóvember 1968 má lesa eftirfarandi um Melaseljadal og nágrenni: „Í þetta skiptið ætlum við að ganga í Tinnuskarð og í Þjófagil, og ef okkur endist þrek, að ganga það allt á enda, þar til Melasel jadal er náð, en hann öðlaðist frægð sína skyndilega þegar reist var þar brugghús á þeim tíma, þegar „bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó“ eins og sagði í kvæðinu.
Við erum fljót yfir bergvatns ána tæru Kiðafellsá uppá Kleyfarnar framhjá klettinum, sem hún amma mín sagðist alltaf sjá álfaborgina í, einkanlega þegar kvöldsólin skein á hana. Ég held að hún hafi þar fyrir utan bæði séð álfakónginn og álfadrottninguna, en henni fannst alltaf álfaborgin hafa burstir, eins og íslenzkur sveitabær. Burstirnar voru þrjár, sagði hún. Og hún kenndi okkur kvæðið eftir Guðmund skólaskáld um Kirkjuhvol, og þá varð sýnin hennar um Áflaborgina miklu meiri sannleikur, en í kvæðinu var þetta:

Melaseljadalur-25

„Hún amma mín það sagði mér um sólarlagsbil
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til.
Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar.
Þeir eiga kirkju í hvolnum og barn er ég var,
í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin.“
En áfram höldum við upp Kleyfarnar, yfir flóa og fífusund og einkennilega lagaða hóla sem við fyrstu sýn gætu virzt vera einskonar smágígir, gervigígir, en eru vafalaust myndaðir af skriðjökli, sem einhverntíma í fyrndinni hefur skriðið niður dalinn og snúið eilítið upp á sig í dalsmynninu, eins og víða sést um landið.
Allt er þetta á fótinn, en Tinnuskarð er ekki hátt, þótt klettabeltið sé tilkomumikið og reglulegt, og brátt náum við upp á sléttuna ofanvert við Tinnuskarð. Enga finnum við samt tinnuna, en liins vegar er hér mikið um jaspís og kvartzmola, sem liggja hér á melnum, út um allt. Ekki er til önnur skýring á nafngiftinni en sú, að gömlu mönnunum hafi fundist jaspísinn svo harður, — þeir gátu skorið með honum gler — og kallað skarðið eftir því.

 

Melaseljadalur-26

Og nú sjáum við ofan í þetta einkennilega náttúrufyrirbæri Tinnuskarðið sjálft. Eiginlega er þetta ekki skarð, nema yzt við aðalklettabeltið. Miklu frekar er þetta lítil dalkvos. Sé maður staddur í botni hennar, sér mann enginn. Skarðið er aðeins opið út til vesturs, út til fjarðarins, og þeir sem um þjóðveginn fara fyrir neðan, myndu ekki hafa hugmynd um þótt þúsundir manna hefðust við í dalkvosinni innan við sjálft skarðið.
Grasivaxnar brekkur eru á allar hinar hliðarnar, og þar eru einskonar sæti allt um kring og er þetta engu líkara en rómversku hringleikahúsi. Colosse um er að vísu gert af steini og vel farið fram leikar og mannfundir, og nógir eru áhorfendabekkir. Einnig hagar þannig svo til, að innanvert við skarðið, norðanmegin er ræðupallur af náttúrunni gerður hátt í klettum og þar reyndi maður raddþolið hér áður. Það var engu líkara, en klettarnir vörpuðu hljóð inu inn í þetta hringleikahús og óþarft myndi þar að nota gjallarhorn. Tinnuskarð er sem sagt tilvalið fyrir mannfundi. Minnir allmikið á gíginn hjá Hólahólum á Snæfellsnesi.
Melaseljadalur-27Rétt sunnan við komum við svo niður í Þjófagil. Eftir því rennur lítill lækur, skoppar stein af steini og fellur svo meðfram norðurjaðri Melaflatar og niður Melagil til sjávar hjá Niðurkoti, en sá bær er nú í eyði. Á Melaflöt var það venjan hér áður að hleypa hestunum á leið til kirkju í Saurbæ, og var hún tilvalinn skeiðvöllur.
Enginn veit ég deili á nafngift þessari, Þjófagili. Veit um enga þjófa, sem hafa verið að sniglast í gili þessu. Það er víða grösugt og auðvelt yfirferðar, og endar ekki fyrr en í Melaseljadal bak við Stampana.
Og þá er að segja frá Melaseljadal. Hann er eiginlega örlítið dalverpi opið í báða enda, en þar hefur sjálfsagt verið haft í seli frá Melum hér áður, eins og nafnið bendir til. Ekki hef ég séð neinar rústir aðrar en þær af brugghúsinu fræga, sem nú greinir frá.
Melaseljadalur-28Þetta var á tímum þeim, eins og áður segir, þegar bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó en Björn sálugi Blöndal var lögreglueftirlitsmaður með landabruggi þá.
Það var á allra vitorði, að nokkrir þarna í nánd stunduðu lítilsháttar brugg sér til búdrýginda, en allt voru þetta heiðursmenn, og aldrei fannst brugghúsið, fyrr en sólheitan sumardag einn að maður nokkur skrapp í fjallgöngu á Dýjadalshnjúk í Esju. Á niðurleið gekk hann þvert yfir Melaseljadal, og sá þá lækjarsprænu koma undan einhverri þúst. Við nánari athugun kom í ljós hið haganlegasta brugghús með landalögum í mörgum brúsum og tunnum á stokkunum. Lækurinn var leiddur í gegnum húsið til hagræðingar.
Tveir kjóar sátu þar nærri og söng ámátlega í þeim, eins og þeir væru búnir að fá sér heldur mikið neðan í því af fram leiðslunni.
Melaseljadalur-29Ekki sagði maðurinn frá þessu, en upp komst um húsið fyrir annarra tilverknað um síðir, og var þá úti hin hagstæða tíð, og eru þarna núna rústir einar.“
Þegar FERLIR skoðaði Melaseljadalinn, sem er bæði lítill og rýr, var m.a. gengið fram á kindabein, hauskúpu, hrygg o.fl., líklega leifar frá skriðuföllunum árið 1966. Engar tóftir var að sjá í dalnum.
Hins vegar fundust seljaleifar neðan undir Stekkjargili; þrjú rými og stekkur. Erfitt var að segja til um aldur minjanna, en þær gætu verið frá því á 17. öld. Líklega er þarna komið framangreint Melasel (Melakotssel). Harla ólíklegt er að selstaða hafi verið uppi í Mela-Seljadal, bæði vegna rýrlegra landkosta og brattleika. Hafi hún einhvern tímann verið þar þá er hún löngu eydd af skriðum, því víða þar uppi má sjá merki um bæði eldri og yngri skriður. Selstaðan þarna, undir Stekkjargili, og svo til alveg við Melaánna, verður að teljast miklu mun líklegri og vænlegri, a.m.k. í seinni tíð.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Morgunblaðið, stórfelld skriðuhlaup valda tjórni á Kjalarnesi og í Kjós, skriðuhlaup úr Dýjadalstindi falla úr 700 m hæð til sjávar, 10 km leið, 26. júlí 1966, bls. 5.
-Morgunblaðið, Hún amma mín það sagði mér, 24. nóvember 1968, bls. 7.
-Jarðabókin 1703.
Melaseljadalur

 

Þjóðskarð

FERLIR hefur þegar fundið í heimildum og staðsett 250 selstöður í fyrrum landnámi Ingólfs. Ekki er þar með sagt að láta skuli staðar numið. Ekki eru nema 3 ár síðan eitthundraðasta selstaðan var staðsett svo ýmislegt hefur áorkast síðan – aðallega vegna þrautseigju og dugnaðar þátttakenda. Ljóst er og að ekki eru enn öll kurl komin til grafar hvað þennan minjaflokk varðar. Það, sem valdið hefur nokkrum erfiðleikum og orðoð tilefni fleiri leitarspora en ella hefði þurft, eru misvísandi lýsingar, bæði eldri og nýrri.
SelstígurinnÍ Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir m.a. eftirfarandi um jörðina Tindsstaði: „Selstaða er í heimalandi.“ Guðmundur Runólfsson sýslumaður réttaði um þrætuskika milli Tindsstaða og Mela á Kjalarnesi þann 30. og 31. maí 1763. Skv. heimildum á selstaða frá Melum að hafa verið í Melaseljadal í hlíðum Tindstaðafjalls. Þar var og kofi á bannárunum, notaður til brugggerðar. Líklegt er að kofinn hafi verið í selstöðinni.
Ætlunin var að fara upp í dalinn um Þjóðskarð með stefnu á Þjófagil og jafnvel upp í Tindstaðadal ofan við Kerlingargil. Meginmarkmiðið var að reyna að staðsetja selstöðuna, sem jafnframt gat hugsanlega hafa verið selstaða frá Melum sbr. Jarðabókina 1703. Sú átti þó að hafa verið í Mela-Seljadal, en svæði það er um ræðir virðist hafa fyrrum verið óskipt land jarðanna. Áður hafði verið haft samband við Sigurbjörn Hjaltason, bónda á Kiðafelli, en hann þekkir svæðið manna gleggst. Tók hann af allan vafa hvar Mela-Seljadal væri að finna í margberglagamynduðum hlíðunum ofan við svonefnt Tinnuskarð (Tindaskarð), sem skv. örnefnalýsingu fyrir Mela mun heita Melaskarð.
Áður en lagt var af stað var litið á ýmis gögn og heimildir. Í
sáttargerð frá 7. maí 1529 fékk Erlendur bóndi Þorvarðsson séra Þórði Einarssyni jörðina Mela á Kjalarnesi. Þórður tók við jörðinni fyrir hönd barna Orms Einarssonar en um var að ræða ógreiddar eftirstöðvar vegna vígsbóta eftir hann.
Minnst er á selstöðu Mela upp í Esju í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Mela Seljadalur, og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum.“
Í kaupbréfi sem talið er vera frá því um 1509 seldi Árni Brandsson Kolbeini Ófeigssyni í umboði Þorvarðs lögmanns Erlendssonar jörðina Tindstaði í Saurbæjarþingum fyrir 20 hundruð en Þorvarður skyldi greiða 21 hundrað í lausafé.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir m.a. eftirfarandi um jörðina Tindsstaði: „Selstaða er í heimalandi.“
Stekkjarskarð - Akrafjall fjærGuðmundur Runólfsson sýslumaður réttaði um þrætuskika milli Tindsstaða og Mela á Kjalarnesi þann 30. og 31. maí 1763. Deilan virðist hafa staðið um það, hvort land milli Þverár og Kleifa/Kleifar [bæði nöfnin notuð] tilheyrði Melum eða
Tindsstöðum. Neðanmáls í Jarðatali Johnsens frá 1847 segir að í jarðamatinu 1802 komi fram að með Tindsstöðum sé hafður eyðipartur úr Mýdal [Miðdal] í Kjósarhreppi, svokallaður Mýdalspartur, sem sé konungseign. Mýdalspartur var svo seldur með konungsúrskurði 5. júní 1833.
Í jarðamatinu 1804 kemur eftirfarandi fram um jörðina Tindsstaði: „Med denne Jord [þ.e. Tindsstöðum] benyttes tillige en öde Gaards Part inden Reinevalle Rep Middalspart kaldet.“
Landamerkjabréf fyrir jörðina Tindsstaði var undirritað 27. maí 1890. Það var þinglesið 3. júní sama ár: „1. Að norðanverðu milli Tindstaða eru mörkin sem Miðdalsá ræður. 2. Að austanverðu milli Tindstaða og Miðdalskots eru mörkin Kerlingargil og gamall lækjarfarvegur sem vatn hefur runnið í til forna niður í Miðdalsá.
3. Að sunnanverðu milli TindstaðadalurTindstaðadals og Bleikdals eru mörkin eptir fjallsbrún og sem vötnun hallar. 4. Vestanverðu það sem Kleifar og Klettabrún ræður upp til hnefa. Landið frá Klettabrún inn að Þverá er sameignarland Tindstaða og Melamanna samkvæmt sáttargjörð anno 1763 – 31. maí.“ Undir þetta landamerkjabréf skrifaði fulltrúi eigenda Mela og fulltrúar þjóðjarðarinnar Morastaða og eigandi Saurbæjarjarða.
Í fasteignamatinu 1916-1918 segir að land Tindsstaða sé há og brött fjallshlíð og að nægt sumarland sé handa öllum fénaði. Að landi Tindsstaða liggur Melbær í Kjós sem er sameign við Tindsstaði og hafði verið notaður þaðan um langan tíma. Þess vegna er Melbær talinn með er heyafli Tindsstaða er metinn. Meðal kosta Tindsstaða er talið skógarítak sem er þó í fjarlægð.
Þann 20. júní 1927 var gengið frá landamerkjabréfi varðandi mörk jarðanna Ytri– og Innri-Tindsstaða. Bréfið var þinglesið 23. júní 1927. Mörkunum er þannig lýst: „Vestanverðu við há Dýjadalshnúk beina línu í Nóngilslæk þar sem hann rennur ofan af Tind[a, strikað yfir]staðadalsbrún og svo eftir Nóngilslæk niður fyrir tún, síðan eftir fornum lækjarfarveg ofan í Miðdalsá.“
Í fasteignamatinu 1932 kemur fram að býlið Melbær (Miðdalspartur) í Kjósarhreppi sé í eigu Daníels Magnússonar á Tindsstöðum.
Mela-SeljadalurEftir þetta koma, skv. upplýsingum Sigurbjörns, landamerkjabréf frá 2. júní 1921, júní 1922 og 15. nóv. 1928. Ekki er þar getið um minjar við efrimörk þau, sem hér var ætlunin að huga að.
Egill Jónasson Stardal getur nokkurra selja í grein sinni Esja og nágrenni sem birtist í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1985. Þar stendur m.a.:“Skammt fyrir vestan Tindstaðabæi sem eru ystu bæir í Kjalarnesshreppi kemur lítil á úr Esjunni sem heitir Þverá og upp með henni er Melaseljadalur.“ Hér virðast áttir eitthvað hafa spillst því Mela-Seljadalur er í norðvestur frá Tindstöðum.
Einnig kom fram í vitnisburðum að Melasel væri í Mela-Seljadal utan við Þverá. Vitnið Álfheiður Þórarinsdóttir nefndi ákveðinn mann sem þar hafði haft í seli en annars virðist selstaðan ekki hafa verið nýtt svo vitnin minntust. Einnig höfðu sum vitni heyrt um Tindsstaðasel á Tindsstaðadal en ekkert þeirra virðist hafa vitað um notkun á því.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 kemur fram að jörðin Melar hafi hjáleigurnar; Útkot, Niðurkot og Norðurkot. Jafnframt kemur fram að hjáleiganna er ekki getið fyrr enn 1802.
Tinnuskarð (Melaskarð) - Tíðarskarð fjærLandamerkjabréf fyrir Mela og Norðurkot var undirritað 28. maí 1890 og því var þinglýst 3. júní sama ár. Í því stendur m.a.: „1. Mörkin að sunnan milli Hjarðarness og Melatorfunnar, fyrst úr jarðföstum steini með þúfu á, (vörðu) við sjóinn á jarðnefinu lítið eitt fyrir sunnan svokallaðan markalæk og svo þaðan beina stefnu í torfvörðu á mýrunum og svo þaðan beina stefnu í vörðu á miðjum stóra Sandhól, og þaðan beina stefnu í há fjallsbrúnina beina stefnu sem vötnum hallar til norðurs í Litlahnúk sem er fyrir vestan Díadalshnúk og niður í Þverá þar sem hún fellur í Melaseljadal og sem Þverá ræður niður í Kiðafellsá og svo sem Kiðafellsá ræður allt til sjávar, og svo sem fjara ræður allt suður að Hjarðarnesslandi sem áður er greint. 2. Landið frá Þverá allt fram á Kleifar eða Klettabrún er sameignarland Melamanna og Tindstaða samkvæmt sáttargjörð Anno 1763 þann 31. maí.“ Enginn er hjer viðstaddur sem eigandi eða umráðamaður Útkots og er honum því geymdur rjettur. Þessa landamerkjaskrá óskum við undirskrifaðir að þeir sem lönd eiga til móts við oss vildu undirskrifa. Þetta landamerkjabréf var samþykkt af umboðsmanni Hjarðarness. Á eftir undirskriftum þeirra eru veittar upplýsingar um slægjuland Mela, Niðurkots, Norðurkots og Útkots.
Í fasteignamatinu 1916-1918 eru Norðurkot og Niðurkot talin með Melum. Í lýsingu á landi jarðarinnar kemur m.a. fram að hlíðin sé brött, skriðótt og klettótt. Meðal kosta jarðarinnar er t.d. talið upp að sumarhagar séu nægir og að hún eigi upprekstur í Blikdal. Meðal ókosta er m.a nefnt beituítak Saurbæjar og að jörðin Útkot sé sameign. Í umfjöllun fasteignamatsins um tún eyðijarðarinnar Útkots er þess getið að hún eigi annað óskipt í Melalandi.

Gamla þjóðleiðin - Kiðafell fjær

Landamerkjabréf sem lýsti mörkunum milli Mela og Norðurkots og Niðurkots var undirritað 2. júní 1921. Því var þinglýst sama dag. Samkvæmt því eru landamerki jarðanna eftirfarandi: „Að ofan úr Gilbotni ræður lækurinn milli bæjanna til sjávar, að því undanskildu, að landstykkið svokallað Sölvaflatir, sem tilheyra Melum eru fyrir norðan læk, en fylgja nú Norðurkoti, þess í stað fylgir Melum, það úr Niðurkotstúni er nefnist Skipaflöt og mannvirki þau er þar eru, hús og hlaða og ræður beinstefna úr torfvörðu við skurð fyrir ofan túnið í norðurhorn á kálgarði til sjávar; að ofan ræður nefndur skurður í lækinn. Hagbeit fyrir utan tún og slæjuland er óskipt land, sömuleiðis fjörubeit, allur reki, beitutekja selveiði og hver önnur hlunnindi til fjalls og fjöru og hefir hvor ábúandi, heimild að hagnýta eftir samkomulagi hlutfallslega eftir jarðarstærð meðan ekki verður skipt, eða öðruvísi umsemst.“
Brugghús mun hafa verið í Mela-Seljadal
á þeim tímum þegar bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó en Björn sálugi Blöndal var lögreglueftirlitsmaður með landabruggi þá. Það var á allra vitorði, að nokkrir þarna í nánd stunduðu lítilsháttar brugg sér til búdrýginda, en allt voru þetta heiðursmenn, og aldrei fannst brugghúsið, fyrr en sólheitan sumardag einn að maður nokkur skapp í fjallgöngu á Dýjadalshnúk í Esju. Á niðurleið gekk hann yfir Melaseljadal, og sá þá lækjarsprænu koma undan einhverri þúst. Við nánari athugun kom í ljós hið haganlegasta brugghús með landalögum í mörgum brúsum og tunnum á stokkunum. Lækurinn var leiddur í gegnum húsið til hagræðingar.
Í örnefnalýsingu fyrir Tindstaði segir m.a.: „Þverá myndast í Tindstaðadal.  Er yfirleitt lækur, en getur orðið ljót stundum. Hún er á merkjum móti Melahverfi og rennur svo í Kiðafellsá rétt fyrir ofan Kiðafell.  Þegar farið er upp á Mela-Seljadal, er farið um þetta Klif.  Á dalnum var haft í seli áður fyrr.“
Í örnefnalýsingu fyrir Mela segir m.a.: „Inn af brúninni og klettunum, séð frá Norðurkoti, er alldjúp og löng kvos, sem heitir Mela-Seljadalur ofan við Bollann og Hjalla. Eftir honum rennur Þverá.“ Að framansögðu mætti ætla að Mela-Seljadalur og Tindstaðadalur væri einn og sá sami. Svo mun þó ekki vera.
Þá segir: „Klifið er við endann á Mela-Seljadal. Þegar kemur yfir Melagilið, tekur Norðurkot við. Frá því eru flatir niður með læknum rétt fyrir neðan tún. Þær heita Sölvaflatir. Þar var slétt tún með læknum, og voru þar þurrkuð söl. Niðurkot er beint niður af Norðurkoti, niður við sjó, og Niðurkotsmýri var fyrir neðan hæðina milli bæjanna. Í Niðurkoti var síðast þurrabúðarfólk rétt fyrir aldamót. Nyrzti hluti gamla túnsins hét Aukatún.
Í Melafjalli upp af bænum eru skörð. Lækurinn, sem rennur um Melagil, kemur um Stekkjarskarð í brúninni, en nokkru innar er stórt skarð í klettana, sem heitir Þjóðskarð. Vestar er far í berginu eða plötunni, sem heitir Skessuspor. Milli þessara skarða er venjulega nefnt „Milli skarða“.

MannvistarleifarEkki er minnst á sel í örnefnalýsingu Mela, en hins vegar í örnefnalýsingu fyrir Tindstaði. Í Jarðabókinni er þessu öfugt farið; getið um selstöður frá báðum bæjunum. Landamerkin eru þó enn við Þverá. Spurningin er hvort um tvær selstöður geti verið að ræða, sem teljast verður líklegra.
Gengið var tvisvar sinnum áleiðis upp að mögulegum selstöðum er að framan greinir. Fyrst var gengið um Þjóðskarð. Ofan þess er glögg gata er kemur undan hlíðinni skammt austar, frá gömlu alfaraleiðinni undir hlíðunum ofan við Mela. Líklegt má telja að sú leið hafi verið farin með nytjar frá selinu, enda bæði greiðfærari og betur aflíðandi en selstígurinn um Melagil (Tinnuskarð) er síðar verður getið um. Stígnum var fylgt upp brúnirnar. Augljóst var að þarna var um fyrrum valda og fjölfarna götu að ræða. Hún er aflíðandi upp hlíð. Kindagata liggur undir hlíðinni. Þegar götunni var fylgt lá hún beint upp að gili ofan við Melagil, svonefnt Stekkjarskarð í örnefnalýsingu Mela. Þar var hin selvænlegasta selstaða, en engar tóftir (að því er virtist). Í skarðinu eru fallegt stuðlaberg. Undir því er skjólgott. Þar virðist hafa verið stekkur fyrrum. Utan við skarðið er vel gróið grasi, en all þýft. Einn staður þar gæti bent til að hafa verið manngerður, en erfitt er að fullyrða um það. Annar litur er á gróðrinum þar en umhverfis, auk þess sem hvergi gæti verið um ákjósanlegri selstöðu að ræða; gróið skarðið sem álitlegur nátthagi, ummerki eru þar og um stekk, auk þess sem það er og gnægt vatns. Stígurinn fyrrnefndi lá beina leiða að staðnum.

Herminjar við Tíðarskarð

Þá var haldið bæði út með hlíðum og upp með skarðinu þar sem mun vera Mela-Seljadalur. Þrátt fyrir leit í dalnum, sem í rauninni er gróin kvos eða lægð undir hlíð ofan við Stekkjarskarð, fundust ekki mannvistarleifar. Lækur rennur um dalinn. Í honum ofanverðum eru verulegar dýjar.
Haldið var til suðurs að Þverá og henni fylgt upp í Tindstaðadal. Dalurinn sá er hinn „seljalegasti“ á að líta, vel gróinn og skjólgóður, auk þess sem lækur rennur um hann miðjan, áleiðis niður í Kerlingagil. Þrátt fyrir víðatæka leit um dalinn fundust hvergi selsleifar. Einn staður kom þó öðrum meira til greina, þ.e. skjólsæl lund undir brekkubrún, en ekki var hægt að greina þar mannvistarleifar með fullri vissu.
Hlíðinni var fylgt til baka að Mela-Seljadal, en þrátt fyrir endurtekna leit þar, fundust engar mannvistarleifar með staðfestu. Haldið var niður eftir Stekkjarskarði og selstígnum fyrrnefnda fylgt til baka. Neðar greindist hann í tvennt; annars vegar að fyrrnefndri leið og hins vegar niður Melaskarð (Tinnuskarð). Í skarðinu var stígurinn vel greinilegur alla leið niður á láglendið. Í miðju skarðinu er tindlaga berggangur og annar svipaður skammt utar, vestar. Undir skarðinu að austanverðu mótar fyrir stekkjarleifum.
ArnarhamarsréttinGamla veginum um Hvalfjörð var fylgt að upphafsstað. Hann er vel greinilegur undir hlíðinni, u.þ.b. 150-200 cm breiður. Svo virðist sam gamla þjóðleiðin undir hlíðunum hafi verið lagfærð og aðlöguð fyrstu sjálfrennireiðinni.
Samkvæmt upplýsingum Sigurbjörns bónda mun fyrsta póstferð á bíl frá Reykjavík til Akureyrar hafa verið 1933 og að „seinfarið hafi verið um Kjalarnes því þurft hefði verið að fara um moldarstíga undir Esju“. Í bók Halldórs á Reynivöllum segir að haustið 1929 hafi vegur um Kjalarnes verið kominn inn fyrir Tíðarskarð.
Um haustið 1929 var nýr vegur kominn á Kjalarnes og rétt inn fyrir Tíðarskarð. Endaði hann við heimreiðina að Hjarðarnesi. Gamli þjóðvegurinn var mun ofar en nú er, í fjallsrótum Esju. Kjósarhreppur lánaði fé til verksins til að flýta framkvæmdum. Á sama ári var brúin yfir Kiðafellsá byggð. Vegsamband ökutækja um Hvalfjörð komst á árið 1934, eða fyrir u.þ.b. 75 árum. Vegstæðið er þó fjarri því að vera það sama og nú er, sem fyrr segir. Gaman er því að fylga eftir gamla vegstæðinu suðaustan við Tíðarskarð með fjallsrótunum, allt að Kiðafellsánni.
Í bakaleiðinni voru skoðaðar merkilegar stríðsminjar við Tíðarskarð og litið á Kjalnesingarréttirnar; Saurbæjarréttina og Arnarhamarsréttina sunnan við skarðið.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-504 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 3. b., s. 381.

Saurbæjarréttin

Melaseljadalur

Stefnt var að því að ganga upp í Melaseljadal ofan við Tindsstaði, Kiðafell og Mela í Kjós. Áður en lagt var af stað var kíkt á eftirfarandi grein um svæðið, sem birtist í MBL 24. nóv. 1968 og bar fyrirsögnina „Hún amma mín það sagði mér“.
Melaseljadalur og nágrenni„Í þetta skiptið ætlum við að ganga í Tinnuskarð og í Þjófagil, og ef okkur endist þrek, að ganga það allt til enda, þar til Melaseljadal er náð, en hann öðlaðist frægð sýna skyndilega þegar reist var þar brugghús á þeim tíma, þegar „bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó“ eins og sagði í kvæðinu.
Við erum fljót yfir bergvatnsána tæru Kiðafellsá upp á Kleyfarnar framhjá klettinum, sem hún amma mín sagðist alltaf sjá álfaborgina í, einkanlega þegar kvöldsólin skein á hana. Ég held að hún hafi þar fyrir utan bæði séð álfakónginn og álfadrottninguna, en henni fannst alltaf álfaborgin hafa burstir, eins og íslenskur sveitarbær. Burstirnar voru þrjár, sagði hún.
Allt er þetta á fótinn, en Tinnuskarð er ekki hátt, þótt klettabeltið sé tilkomumikið og reglulegt, og brátt náum við upp á sléttuna ofanvert við Tinnuskarð.
Enga finnum við samt tinnuna, en hins vegar er mikið um jaspis og kvartzmola, sem liggja á melnum, út um allt. ekki er önnur skýring á nafngiftinni en sú, að gömlu mönnunum hafi fundist jaspísinn svo harður, – þeir gátu skorið með honum gler – og kallað skarðið eftir því.
Útsýnið upp til dalsins á TindstaðafjalliOg nú sjáum við ofan á þetta einkennilega náttúrufyrirbæri Tinnuskarðið sjálft. Eiginlega er þetta ekki skarð, nema yzt við klettabeltið. Miklu frekar er þetta lítil dalkvos. Sé maður staddur í botni hennar, sér mann enginn. Skarðið er aðeins opið til vesturs, út til fjarðarins, og þeir sem um þjóðveginn fara fyrir neðan, myndu ekki hafa hugmynd um þótt þúsundir manna hefðust við í dalkvosinni innan við sjálft skarðið. Grasivaxnar brekkur eru á allar hliðar og þar er einskonar sæti allt um kring og er þetta engu líkara en [í] rómversku hringleikahúsi. Colosseum er að vísu gert af steini og mannavöldum, en þarna gætu vel farið fram leikar og mannfundir, og nógir eru áhorfendabekkir. Einnig hagar þannig svo til, að innanvert við skarðið, norðanmegin er ræðupallur af náttúrunni gerður hátt í klettum og þar reyndi maður raddþolið hér áður. Það er engu líkara, en klettarnir vörpuðu hljóðinu inn í þetta hringleikahús og óþarft myndi þar að nota gjallarhorn. Tinnuskarð er sem sagt tilvalið fyrir mannafundi.
Rétt sunnan við komum við svo niður í Þjófagil. Eftir því rennur lítill lækur, skoppar stein af steini og fellur svo meðfram norðurjarðri Melaflatar og niður Melagil til sjávar hjá Niðurkoti, en sá bær er nú í eyði. Á Melaflöt var það venjan hér áður að hleypa hestunum á leið til kirkju í Saurbæ, og var hún tilvalinn skeiðvöllur.
Járnbrautarvagn við Kiðafell - herminjar frá HvítarnesiEnginn veit ég deili á nafngift þessari, Þjófagil. Veit um enga þjófa, sem hafa verið að sniglast í gili þessu. Það er víða grösugt og auðvelt yfirferðar, og endar ekki fyrr en í Melaseljadal bak við Stampana.
Og þá er að segja frá Melaseljadal. Hann er eiginlega örlítið dalverpi opið í báða enda, en þar hefur sjálfsagt verið haft í seli frá Melum hér áður, eins og nafnið bendir til. Ekki hef ég séð neinar rústir aðrar en þær af brugghúsinu fræga, sem nú greinir frá.
Þetta var á þeim tímum, eins og áður sagði, þegar bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó en Björn sálugi Blöndal var lögreglueftirlitsmaður með landabruggi þá.
Það var á allra vitorði, að nokkrir þarna í nánd stunduðu lítilsháttar brugg sér til búdrýginda, en allt voru þetta heiðursmenn, og aldrei fannst brugghúsið, fyrr en sólheitan sumardag einn að maður nokkur skapp í fjallgöngu á Dýjadalshnúk í Esju. Á niðurleið gekk hann yfir Melaseljadal, og sá þá lækjarsprænu koma undan einhverri þúst. Við nánari athugun kom í ljós hið haganlegasta brugghús með landalögum í mörgum brúsum og tunnum á stokkunum. Lækurinn var leiddur í gegnum húsið til hagræðingar. Tveir kjóar sátu þar nærri og söng ámátlega í þeim, eins og þeir væru búnir að fá sér heldur mikið neðan í því af framleiðslunni.
Álfaborgin í KleyfumEkki sagði maðurinn frá þessu, en upp komst um húsið fyrir annarra tilverkanað um síðir, og var þá úti hin hagstæða tíð. Einhversstaðar í Þjófagili fann ég líka einu sinni eitthvað af tunnustöfum, sem vafalaust hafa ekki átt annað erindi þar, en til verksmiðjunnar í Melaseljadal. Vafalítið hefur það verið góð heilsubótarganga að ganga til verksmiðurekstursins, en þetta varðaði við landslög og öllu var hellt niður. Æ, það má ekkert skemmtilegt gera á þessu landi lengur.
Nú var orðið kvöldsett, sólin að síga bak við Akrafjall, og við höldum niður með Þverá til byggða.
Alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu, alltaf opnast meir og meir af íslenskri náttúru fyrir okkur, og við raulum fyrir munni okkar niður Kleyfarnar hið gullfallega erindi Guðmundar skólaskálds:

Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit.
Komið er sumar, og hýrt er í sveit.
Sól er að kveðja við bláfjallabrún.
Brosa við aftanskin fagurgræn tún.
seg mér, hvað indælla auga þitt leit
íslenska kvöldinu í fallegri sveit.“

Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. Um Neðrakot [Niðurkot]: „Fjórða býli á jörðinni [Kiðafelli], sem ekki er með hjáleigum talið.“ Í umsögn um Kiðafell er ekki getið um selstöðu. Minnst er á selstöðu Mela upp í Esju í Jarðabókinni: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Mela Seljadalur, og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum.“
Að sögn Sigurbjörns Hjaltasonar á Kiðafelli var greinin í Lesbókinni eftir föðurbróður hans, Friðrik Sigurbjörnsson, fyrrverandi lögreglustjóra á Ísafirði. Hann skrifaði m.a. bókina „Sól skein sunnan“ og þar mun vera umfjöllun um svæðið (náttúrufarslýsingar). Tóftir væru í Melaseljadal, en sá dalur væri mun neðar en virðist við fyrstu sýn, eða einungis lítil skál. Þær tóftir voru m.a. notaðar fyrir brugghúsið nefnda. Tinnuskarð hefði verið nefnt Tvistakarð og Þjófadalur Þjódalur vegna þjóhnappalíki, sem í honum eru. Tíminn verður nýttur til að afla fleiri heimilda um svæðið.
Vegna veðurs, ofankomu og skafrennings, var ákveðið að freysta ekki uppgöngu í Melaseljadal að þessu sinni. Uppförin þangað bíður leysinga.

Heimild:
-Mbl. 24. nóv. 1968 – Hún amma mín það sagði mér, bls. 7, úr ritröðinni „Á víðavangi“ (Friðbjörn Sigurbjörnsson).
-Jarðarbók Ám og PV 1703, bls 381 og 394.

Útsýnið til dalsins þennan dag