Eftirfarandi upplýsingar má lesa í „Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III“ – I. bindi, um bæina Káranes, Káraneskot, Laxárnes, Miðdal, Miðdalskot, Hækingsdal og Vindás.
Káranes
20 hdr 1673, Jarðabréf, 19. 20 hdr 1705. Káranes er komið í byggð árið 1705 samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en Káraneskot, hjáleiga, virðist ekki í byggð þetta sama ár. Þó er vísbending í texta um að þar sé engu að síður tvíbýli. Þar segir: „Ábúandinn Grímur Magnússon, býr á hálfri. Annar Loftur Bjarnason, býr á hálfri.“ JÁM III, 409-410. Árið 1397 segir í máldaga Meðalfellskirkju: „a xxc j heimalandi. Leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. So gropttur.“ DI IV, 115-116. Rjómabú var á jörðinni. Örnefnaskrá, 2. 1705: Landþröng er mikil, og bólgna vötn yfir mestallan haga um vetur, og gjörist því jörðin vetrarþúng í mesta máta.“ JÁM III, 410. 1840: „Heyskapur er þar nokkur á bökkum líkt og á hinu kotinu og landslag sama.“ SSGK, 258.
Túnakort 1917: Tún 3,7 teigar, garðar 1000 m2 . Allt sléttað.
„Fyrir austan bæjarhúsin er Áarhóll við vað [Höfðavað] á ánni, og svo er hóll heima við bæ, sem heitir Bæjarhóll,“ segir í örnefnaskrá. Káranes er um 2 km austan við Laxárnes, um 1,8 km NNA við Meðalfell og um 300 m suðvestan við Laxá. Samkvæmt Pétri Lárussyni bónda í Káranesi var gamli bærinn fast SSV við núverandi íbúðarhús 2010).
Káranes var byggt úr landi Meðalfells. Káranesbær er í Túnakort Káraness og Káraneskots frá árinu 1917 í miðjum Laxárdal á lágu holti sem stendur 2-10 m upp úr mýrinni og snýr NNA-SSV.
Á bæjarhólnum er íbúðarhús sem byggt var 1965-1967 og sléttað tún. „Hann [Hestgangur] var sunnan við gamla íbúðarhúsið, sem var sunnan við núverandi íbúðarhús,“ segir í svörum við spurningum um örnefnaskrá. Í grein eftir Halldór Jónsson um Jón Halldórsson í Káranesi segir m.a.: „Íbúðarhús 10×12 al. með veggjum að hálfu leyti steyptum og að hálfu leyti úr timbri, járnvarið með kjallara undir (einlyft),“. Bæjarhóll Káraness er um 40 m á lengd, um 20 m á breidd, 1-3 m á hæð og snýr NNA-SSV. Hóllinn er að mestu sléttað grasigróið tún/lóð umhverfis núverandi íbúðarhús. Útihús voru nyrst í bæjarröðinni og hestgangur syðst.
Laxá í Kjos, Káranes og Káraneskot.
Íbúðarhúsið var byggt á árunum 1965-1967 og stendur á miðjum hólnum þar sem útihús voru áður. Þegar húsið var byggt komu í ljós í grunni þess gólfskánir og hleðslur eldri bæjar. Ekki virðist vera kjallari undir nýja húsinu. Á meðan verið var að byggja nýja húsið stóð gamli bærinn fast sunnan við það. Gamli bærinn var svo rifinn árið 1968 en grunnur hans finnst enn undir sverði. Gamli bærinn var byggður um 1896 og lá bæjarröðin NNA-SSV með framhlið til VNV. Bærinn var timburhús með hlöðnum kjallara en seinna voru steyptir veggir utan um bæinn. Húsið var um 60 m2 að flatarmáli á þremur hæðum þ.e. Kjallari, jarðhæð og ris.
Þegar bærinn var rifinn voru lítil eldiviðargeymsla og smíðaskúr áföst honum að norðanverðu (sem höfðu verið byggð við húsið eftir 1896). Gengið var um aðalinngang til austurs inn í eldiviðargeymsluna. Þegar inn var komið var gengið til hægri inn í bæinn sjálfan til suðurs. Framdyr og kjallaratröppur voru hlið við hlið vestarlega á norðurhlið bæjarins. Tröppur voru vestar og dyr inn á gang á jarðhæð austar. Þegar Pétur Lárusson, bóndi í Káranesi, man fyrst eftir sér voru þrjú herbergi í kjallara. Kartöflugeymsla, þvottahús og mjölgeymsla. Mjölgeymslan varð seinna baðherbergi. Á tímabili var einnig olíukynding í kjallaranum. Á jarðhæð voru tvö herbergi til vesturs og eldhús og stofa til austurs. Gangur var á milli eldhúss og nyrðra herbergis og herbergjanna tveggja. Þar var gengið upp í ris. Í risinu voru geymsluloft og eitt svefnherbergi. Eina loftræstingin í húsinu voru litlar túður í veggjunum sem fylltar voru með tuskum á vetrum.
Káraneskot
Hjáleiga Káraness, ekki í byggð árið 1705 þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er skrifuð. JÁM III, 409. Í Jarðabók Johnsens frá 1847 er Káraneskot skráð sem hjáleiga. Þar segir í neðanmálsgrein. „Sýslumaður skiptir dýrleikanum jafnt niður á milli Káraness og kotsins, 10 h.á hvoru.“ JJ, 99. 1840: „… niður á flatlendi, á flötum hávaða við lítið seg; hefir allsæmilegan heyskap og mýrlendi til beitar, ekki mikið.“ segir í Sýslu- og sóknalýsingum Gullbringu- og Kjósasýslna. SSGK, 257.
Samkvæmt túnakorti frá árinu 1917 var Káraneskot um 290 m SSV við Káranes. Það var nálægt því sem núverandi íbúðarhús í Káraneskoti stendur, um 280 m SSV við Káranes. Á þessu svæði er nýlegt íbúðarhús ásamt umfangsmiklum útihúsum og malarplani fast norðan við íbúðarhúsið. Sunnan við íbúðarhúsið er sléttað tún.
Enginn greinilegur bæjarhóll er sjáanlegur á svæðinu vegna bygginga, sléttunar og trjágróðurs. Samkvæmt Pétri Lárussyni heimildamanni stóð eldri torfbær á svipuðum stað og yngra steinsteypt hús sem byggt var um 1930. Í steinhúsinu var kjallari, jarðhæð og ris en fjósið og hlaðan voru stakstæð og byggð úr torfi og grjóti. Þessi hús voru rifin á seinni hluta 20. aldar þegar núverandi hús voru byggð. Samkvæmt túnakorti virðist svæðið sem torfbærinn stóð á vera um 40×40 m að stærð. Bærinn sjálfur var um 22 m á lengd, um 10 m á breidd og snéri austur-vestur. Um fimm hús/rými virðast hafa verið í gamla bænum en nákvæmt hlutverk þeirra er óþekkt. Ekki er alveg ljóst hversu lengi hefur verið búið í Káraneskoti en hugsanlega hefur byggð ekki verið það lengi á þessum stað að náðst hafi að byggjast upp greinilegur bæjarhóll.
Laxárnes
16 hdr 1705. Laxveiði góð árið 1705, þá sagt að áður hafi selveiði verið til hlunninda.
1483: Jarðarinnar er getið í sölubréfi. DI V, 800. 1507: Jarðarinnar er getið í dómabréfi, þá virðist jörðin vera í Saurbæjarkirkjusókn. DI VIII, 146.
Flóakot: Hjáleiga í byggð fyrir 1685 samkvæmt Jarðabók Árna og Páls. Í bókinni Kjósarmenn segir frá því er kotið er aftur byggt upp um 1861 og var í byggð til 1870. Þar hefur ekki verið búið síðan. JÁM III, 398; Kjósarmenn, 451.
Melkot: Hjáleiga frá 1843-1849 og frá 1864-1882. Kjósarmenn, 444. HÞ telur Laxárnes réttara en Laxanes. HÞ:“Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“.
Árbók 1923, 34. 1705: „Engjar eru öngvar, so annarstaðar þarf til að kaupa ut supra.“ JÁM III, 398. Túnakort 1917: Tún 3,8 teigar, allt sléttað, garðar 820 m2.
„Móinn við voginn er kargþýfður, kafloðinn með háum bökkum við sjó, og brotnað því nokkuð. Mjóst er orðið milli bakkans og vestur túnsins við garðlagshornið um 16 metra. Þaðan norður eftir er túnefnið mikið og gott. Túnið alt afgirt.“
Bærinn Laxárnes var um 2 km vestan við Káranes, um 200 m norðvestan og neðan við Hvalfjarðarveg 47 og um 50 m NNA við Sauðhól þar sem nú (2010) eru mikil steinsteypt útihús. Í bókinni Ljósmyndir segir svo: „Hús voru mjög ljeleg á jörðinni, er Ingvar [Bjarni Ingvar Jónsson] tók við [1928]. Kom hann sjer upp íbúðarhúsi úr timbri, steinsteypta heyhlöðu væna með áföstu fjósi, og
eina steinsteypta votheyshlöðu reisti hann. Enn fremur hefir hann byggt litla heyhlöðu við fjárhús með veggjum úr torfi og grjóti og með járnþaki. Kom þessi hlaða í stað lítillar og mjög lélegrar
heyhlöðu, er þar var áður.“ Á því svæði sem gamli bærinn stóð eru slétt malarplan, gamalt timburhús frá 1934 og umfangsmikil steinsteypt útihús með bárujárnsþaki. Ekkert sést til bæjarhóls vegna sléttunar og þeirra miklu útihúsa sem risu árið 1977.
Laxárnes er ekki lengur í byggð en landið er nýtt fyrir hrossabeit. Samkvæmt Pétri Lárussyni bónda í Káranesi var hefðbundnum kúabúskap hætt í Laxárnesi í kring um 1980 en jörðin er enn leigð út og landið vel nýtt.
Melkot
Melkot – tóftir.
Í Jarðabók Johnsen frá árinu 1847 segir í neðanmálsgrein: „Prestur nefnir Melkot, sem nýbýli, en þareð þess hvorki er getið 1802 né af sýslumanni, er því hér sleppt.“ Melkot er einnig nefnt í örnefnaskrá Laxárness: „Eftir holtinu liggur nýr vegur. Suður af austurenda þess við Skorá eru rústir eftir Melkot, og þar aðeins neðar með ánni er hvammur, sem oft var matazt í á engjum. Hann heitir Matarbolli.“ Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Í Saurbæjarsókn í Laxárnesslandi voru áður fyrr bæirnir Flóakot [010] og Melkot, hvorttveggja þurrabúðir.“ Í Kjósarmenn segir um Melkot: „Árni Jónsson og kona hans Guðrún Einarsdóttir bjuggu í Melkoti, húsmannsbæ í Blönduholtslandi, 1843-49. […] Guðmundur [Guðmundsson] bjó í Melkoti 1864-82, en fluttist síðan til Reykjavíkur […].“ Samkvæmt Kjósamönnum var Melkot í Blönduholtslandi en þar sem það er allsstaðar annarsstaðar talið með Laxárnesi er þetta líklegast bara villa. Það er um 1,4 km sunnan við Laxárnesbæ, um 80 m austan við Skorá og um 400 m suðvestan við Meðalfellsveg. Melkot var byggt á 1-3 m háu grasigrónu holti á austurbakka Skorár sem liggur norðaustursuðvestur. Fast norðaustan við holtið eru 5-6 samsíða skurðir og tún sem liggja norðvestur-suðaustur.
Mýdalur (Miðdalur)
40 hdr 1705. Í Jarðabókinni frá 1705 er jörðin samanlagt metin á 40 hdr en henni var skipt í fjögur býli, þrír aðgreindir bæjir sem standa þó allir saman og heita allir Mýdalur. Fjórða býlið stendur á túninu og er nefnt Miðdalskot. Einnig er getið um eyðihjáleigu á bænum sem ekki er vitað hvar var.
JÁM III, 385-389. Kirkjunnar 002 í Mýdal er fyrst getið í máldaga Saurbæjarkirkju frá um 1220: „[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. Oc æilifsdals ar. Nema af eyri. Oc vr myrdal. Ef þar bua landeigendr. Þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. En ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. Þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. Ef þav giora skiptingar tiund.“ DI I 402. Varðveist hefur máldagi kirkjunnar frá því um haustið 1269: „Mariu kirkia j mydal a .x. Hundrard j lande og ku eina.“ DI II, 64. Kirkjunnar er enn getið í máldaga Saurbæjarkirkju frá um 1315: „[til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef þar bua landeigenndur. Skulu þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. Enn ef leiglenndijngar bua þar eda hiabudamenn þa skal j saurbæ gialldast tijunnd þeirra oc hiona þeirra. Ef þau giora skiptijnngar tijunnd“ DI III, 32. Í máldaga kirkjunnar frá um 1367 segir að krikjan eigi: „xc j lande og viij ær,“ DI III, 219. Í máldaga Saurbæjarkirkju frá um 1379 segir: “ [til Saurbæjar] liggur tijund til millum blikdalzär og dalzär nema af eyri og mydal,“ DI III, 342. 1397:
Kirkjan er nefnd í máldaga Saurbæjarkirkju, DI IV, 114-115. 1397: „a xc j landi Þar skal syngia annan hvern dag helgann oc hinn fiorda hvern ottusong. Xvij aurar skulu lvkast j tijdaoffur og skal heima takst tiund Heimamanna.lysa skal fyrer loghelga messudaga svo Mariumesso vns lydur.“ DI IV, 115. 1468: Landamerkjabréf milli Eilífsdals og Mýdals. DI V, 516. [1491-1518]: Mydals kirkiu maldagi. Maríu kirkia j Mydal aa .x.c j heimalandi og viij ær en Jon Palsson lagdi til suo .iiij. Kugilldi voru.“ DI VII, 54. Jörðin átti uppsátursítak í landi Mela nálægt Kiðafellsárós. Konungur átti 6 hdr af jörðinni sem var árið 1847 metin á 36 hdr. JJ, 100. „Mýrdalskot [GK-333:001] er fyrst nefnt 1802, en áður hlýtur það að vera talið með undir höfuðjörðunni, sem með Mýrdals parti var talin 40 h. Öll (A.M.) og parturinn þarí útaf fyrir sig 6 h., með 36 al. 1sk. 1 kúg. … Annars segir þar, að eyðijörðin „Efri-Mýdalur“ sé yrkt bæði frá Mýdal og Mýdalskoti.“ JJnm, 100. Jörðin heitir nú Miðdalur. Mýdalskot hjáleiga, lögð undir Mýdal. HÞ telur Mýdalsnafnið réttast: HÞ:“Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók fornleifafélagsins 1923, 34. 1705: „Tún, engjar og hagar eru sífeldum skriðum undir orpnar, sem árlega spilla, og er jafnan fyrir því hætt, jafnvel heygörðum og fjósum þeirra Sölmundar og Guðlaugs. … Engjar eru annars litlar mjög, snöggvar og grýttar. Landþröng er mikil. Hætt er fyrir snjóflóðum og foruðum.“ JÁM III, 388. 1917: Tún 3,3 teigar, garðar 550m2. Mestallt tún á Miðdal er slétt.
Miðdalur.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er Miðdalur metinn á 40 hdr árið 1705. Þar segir m.a.: „Jörðin er afdeild í fjögur býli, þrjú af þeim, sem þó eru þrír aðgreindir bæir, standa öll til samans og kallast öll heimajarðar nafninu; fjórða stendur í túninu góðan snert frá hinum, og er kallað Mïdalskot.“ Gamli bærinn í Miðdal sem merktur er inn á túnakort frá 1917 stóð 10-15 m norðan við íbúðarhúsið sem byggt var árið 1921 sem stendur enn sem hluti af fjósi og um 30 m ASA við núverandi íbúðarhús í Miðdal sem byggt var á seinnihluta 20. aldar. Bærinn stóð um 5 m
austan við íbúðarhúsið frá 1921 þar sem hlaðan stendur núna.
Nákvæm staðsetning bæjanna sem stóðu þétt saman samkvæmt Jarðabók Árna og Páls er óþekkt en líklegast hafa þeir staðið á svipuðum stað og bærinn sem sýndur er á túnakorti frá 1917. Á þessu svæði er nýtt hátæknifjós, hlaða og sléttað malarplan. Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir m.a.: „Þegar Guðmundur Brynjólfsson kemur að Miðdal [1921], kaupir hann jörðina og einnig Miðdalskot fyrir kr. 7000,00 og fylgdu kaupunum sex ær og ein kýr. Á báðum býlum var eiginlega allt í rústum og öll hús að kalla mátti komin að falli. … Hann reisti allstórt íbúðarhús úr steinsteypu með áfastri steinsteyptri heyhlöðu og tveim litlum votheysgryfjum steyptum, fjós yfir tuttugu gripi og áburðarkjallara undir fjósinu, ennfremur byggði hann litla fjárhúshlöðu og aðra hlöðu rjett við bæjarhúsin, en þessar hlöður og tilheyrandi gripahús byggði hann með veggjum úr torfi og grjóti með járnþökum.“
Samkvæmt túnakorti frá árinu 1917 var svæðið sem bærinn og aðrar tengdar byggingar og garðar stóðu á um 50×40 m stórt og snéri VNV-ASA. Ekkert sést til bæjarhóls vegna framkvæmda á 20. öld. Ekki er þó útilokað að einhverjar mannvistarleifar leynist enn undir sverði VNV við núverandi útihús og undir þeim eldri sem byggð voru um eða eftir 1921 norðarlega á bæjarstæðinu.
Hálfkirkja
Miðdalur.
Heimild er um hálfkirkju að Miðdal. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: „Hjer hefur áður hálfkirkja verið, og er hún aflögð fyrir löngu, so sjötigir menn minnast valla að húsið var uppi, og þó voru tíðir löngu fyr aflagðar.“ Í örnefnaskrá segir: „Brekka beint upp af bæ heitir Kirkjubrekka.“ Í viðbótum við örnefnaskrá segir einnig: „Kirkjubrekka: Eitt sinn var kirkja í Miðdal. Ef til vill hefur hún staðið undir þessari brekku. Ekki er vitað um grafreiti í Miðdal, nema að einn maður er jarðaður í þessari brekku. Grímur man eftir þúfu sem sagt var leiði þessa manns.“ Nákvæm staðsetning hálfkirkjunnar og leiðisins er óþekkt en líklegast var kirkjan heima við bæ. Kirkjubrekka er um 100 m NNA við bæjarstæði og þó nokkuð ofarlega í hlíðinni ofan við bæ svo ekki er líklegt að brekkan tengist kirkjunni beint þó sjálft örnefnið tengist henni óneitanlega. Kirkjubrekka er vel grasigróin, nokkuð slétt og hallar í 5-20° til suðvestur.
MÝ(R)DALUR Á KJALARNESI (K) – Maríu (SAURBÆJARÞING) – HÁLFKIRKJA [um 1220]: „[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. Oc æilifsdals ar. Nema af eyri. Oc vr myrdal. Ef þar bua landeigendr. Þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. En ef leiglendingar bua Þar eða hiabuðar menn. Þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. Ef þav giora skiptingar tiund,“. Máld DI I 402 [Saurbæjar]. [haustið 1269]: „Mariu kirkia j mydal a .x. Hundrard j lande og ku eina. Þar skal syngia annan hvern dag loghelgan. Ok enn fiorda hvern ottv song og kavpa .xviij. Avrum ad presti ur savrbæ og skal heima týund allra heima manna Lysa skal fyrer loghelga daga fra mariv messv. Vnz lidr paska vikv,“. Máld DI II 64. [1315]: „[til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef þar bua landeigenndur. Skulu þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. Enn ef leiglenndijngar bua þar eda hiabudamenn þa skal j saurbæ gialldast tijunnd þeirra oc hiona þeirra. Ef þau giora skiptijnngar tijunnd,“. Máld DI III 32 [Saurbæjar].
[1367]: „xlvi. Mariukirkia j Mydal a xc j lande og viij ær. Les Vilchinsbok. Vtann hier stendur suo. Skal lukazt atian aurar j tijdaoffur preste j Saurbæ. Annad ber saman,“. Hítardalsbók DI III 219. [1379]: „[til Saurbæjar] liggur tijund til millum blikdalzär og dalzär nema af eyri og mydal ef þar bua landeigendur. Þa skulu þeir taka sina tijund heima og allra hiona sinna,“. Máld DI III 342, Máld DI IX 17 [Saurbæjar]. 1397: [sbr [1379]]; Máld DI IV 114-115 [Saurbæjar]. 1397: „a xc j landi. Þar skal syngia annan hvern dag helgann oc hinn fiorda hvern ottusong. Xvij aurar skulu lvkast j tijdaoffur og skal heima takst tiund Heimamanna. Lysa skal fyrer loghelga messudaga svo Mariumesso vns lydur,“. Máld DI IV 115. [1491-1518]: „Mydals kirkiu maldagi. Maríu kirkia j Mydal aa .x.c j heimalandi og viij ær en Jon Palsson lagdi til suo .iiij. Kugilldi voru. Þar skal syngia annan huern dag helgan og hinn fiorda huern ottusaung. Xvij avrar skulu lukast j tidaoffur og skal heima tkast tiund heimamanna. Lysa skal fyrir laughelga messudaga,“. Máld DI VII, 54 [AM 238 4to, bl. 133 (Bessastaðabók)].
1575: Gíslamáldagi. „Hälfkirkian i Mijdal.ä xc.i heimalande. Jtem iiij mälnijtu kugilldj. Jtem lijtel klucka. Jørdenn xxxc. Lausagötz xxxjc.“ DI XV, 634. {1598: hálfkirkja; AM 263 fol. Bl. 63, 64}. Heimild óljós. Í Kirkjubrekku eru tvær þústir og óljósar leifar, hugsanlega garður. Ólíklegt er þó að umræddar leifar séu af hálfkirkjunni enda staðsetningin ólíkleg vegna mikils halla í brekkunni og fjarlægðar frá bæjarstæði.
Efri-Mýdalur
Í Jarðatali Johnsen frá árinu 1847 segir í neðanmálsgrein: „Annars segir þar, að eyðijörðin „Efri-Mýdalur“ sé yrkt bæði frá Mýdal og Mýdalskoti.“ Efri-Miðdals er Fjárhústóft GK-332:006, horft til suðurs ekki getið með þessu nafni í öðrum heimildum, hvorki í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 eða í yngri heimildum og hefur því hugsanlega aðeins verið í byggð um stutt skeið. Þó er talað um í Jarðabók Árna og Páls að Miðdalsjörðinni sé skipt í fjögur býli og að þrír aðskildir bæir séu allir á svipuðum stað. Ekki er ólíklegt að Efri-Mýdalur hafi verið einn að þessum bæjum. Ekkert er lengur vitað um hvar eyðibýlið stóð og hvorki eru þekkt örnefni sem gætu gefið vísbendingar um staðsetninguna né heldur eru rústir innan Miðdals sem gætu bent til bústaðar. Ekkert sést til fornleifa.
Helguhóll (huldufólksbústaður)
Helguhóll í Miðdal.
„Vatn fellur til Miðdalsár; þá er næst Hrútatunga. Vestan við hana heitir Illagil að ofan. Þá tekur við breið tunga, er heitir Skessutungur ofan til, en Helguhólstungur neðan til. Neðan til í þeim er grjóthóll, sem heitir Helguhóll,“ segir í örnefnaskrá. Í athugasemdum og viðbótum við örnefnaskrá segir að huldufólk hafi búið í Helguhól. Helguhóll er náttúruleg klettastrýta í sunnanverðum Miðdal, um 1,4 km sunnan við bæ og um 930 m SSV við Grjótstekk. Strýtan er mjög greinileg neðarlega í fjallshlíð Tindstaðahnúks. Hún er um 100x 50 m stór, 10-20 m há og snýr norðaustur-suðvestur. Toppur hennar er ógróinn. Á þessu svæði er fjallshlíðin vel grasigróin og mýrlend og hallar í 10-30° til norðaustur.
Mýdalskot
Miðdalskot.
1705, er Mýrdal (GK-332) skipt í fjögur býli, þrír aðgreindir bæir sem standa þó allir saman og heita allir Mýdalur. Fjórða býlið stendur á túninu og er nefnt Miðdalskot. Konungur átti 6 hdr af jörðinni. 1847: Hjáleiga Mýdals GK-332. „Mýrdalskot … áður hlýtur það að vera talið með undir höfuðjörðinni, sem með Mýrdals parti var talin 40 h. Öll (A.M.) og parturinn þarí útaf fyrir sig 6 h., með 36 al. 1sk. 1 kúg.“ JJnm, 100.
1917: Meirihluti túna í kotinu er slétt.
Miðdalskot var um 100 m VSV við eldri Miðdalsbæ sem byggður var fyrir 1921 og um 80 m suðvestan við núverandi íbúðarhús í Miðdal sem byggt var á seinni hluta 20. aldar. Um kotið segir svo í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson sem gefin var út árið 1953: „Baðstofa og bæjarhús öll voru með afbrigðum ljeleg í Miðdalskoti og allt í rauninni að falli komið, er þessi hjón [Gestur Bjarnason og Guðrún Stefánsdóttir] fóru þaðan, vorið 1921. Vorið 1921 var svo Miðdalskotið sameinað Miðdalnum …“ Á þessu svæði er sléttað tún og liggur Eyrarfjallsvegur að Eilífsdal ANA við túnið. Engar leifar Miðdalskots sjást lengur og engar leifar í heimatúni þess. Ekki er ólíklegt að mannvistarleifar kunni að leynast undir sverði. Samkvæmt túnakorti voru um 8 hólf/hús í bæjarröðinni sem var um 30 x 20 m stór og snéri norðvestur-suðaustur. Trúlega hefur verið gengið inn í bæ að suðvestan.
Hækíngsdalur
30 hdr. 1705. Bænhús var á jörðinni. Eyðihjáleigur tvær 1705, Sauðhús og Háamýri. JÁM III, 419-422. Bændaeign. 30 hdr. 1847. JJ, 100. 1237: Í Sturlungasögu er getið um mann úr Hækingsdal. Sturlunga saga I, 405 og 407. Varðveist hefur landamerkjabréf Vindáss GK-347:001 frá því um 1270 þar sem getið er merkja milli Vindáss og Hækingsdals. DI II, 81-82. Samkvæmt Hannesi Þorsteinssyni er Hækingsdallur réttnefni. „Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“.
Árbók 1923, 34. 1705: „Túnunum hverutveggjum spillir skriða og snjóflóð, og er fyrir því árlegur háski, kostar og oft erfiði af að moka. Enginu spillir ogso skriða.“ JÁM III,
421. 1840: „… Þar er heyskapur nokkur, en beitiland arðgott, einkum á sumrum og landrými …“Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 256.
Gamli bærinn í Hækingsdal var nálega þar sem íbúðarhúsið á jörðinni stendur nú. Gamli bærinn var þó örlítið vestar, þ.e. austasti hluti hans var við vesturjaðar íbúðarhúss og náði til vesturs, milli þess og útihúss sem nú hefur verið rifið. Greinilegur bæjarhóll er að sunnan og vestan. Aðrar hliðar hans fjara út inn í landslagið.
Bæjarhóllinn er 50 X 30 m að stærð og 1-1,5 m á hæð. Hann snýr norðvestur-suðaustur. Grunnur núverandi íbúðarhúss var grafinn ofan í bæjarhólinn að hluta til og nú (2003) er að mestu bara hlað og grasflöt þar sem gamli bærinn stóð.
Gamli bærinn var burstabær með fjórum burstum. Vestasta burstin var rifin um 1950 en fram að því var búið í gamla bænum. Umrædd burst var rifin þegar útihús var byggt vestan bæjar en hinar burstirnar þrjár stóðu lengi. Kjallari var undir 2 burstunum. Fjós var sambyggt bæ að aftan austast. Innangengt var í það úr bæjargöngunum. Árið 1976 var teiknuð upp afstöðumynd af túninu í Hækingsdal eftir tilsögn Hannesar Guðbrandssonar. Þar er teiknuð mynd af bænum. Austast var fjós og fast fram af því Reykkofi (gamalt eldhús), vestan við fjósið kom skemma, svo búr, þá gangur stofa og eldhús. Vestast var skúr og síðan lítið sund svo mókofi og fjóshlaða fast við bæinn.
Selflatir (sel)
Sel við Selflatir.
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 segir: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi góða, þar sem heita Selsvellir á Geitahlíð.“ Í örnefnaskrá segir m.a.: „Neðan við Brattafell eru Selflatir. Þar var sel áður fyrr og sá enn fyrir tóftum, þar til aurskriða lagði þær undir fyrir nokkrum árum. Sel þetta er rúmlega 2 km frá bænum.“ Í svörum við spurningaskrá Þjóðháttadeildar um Hækingsdal segir einnig: „Eitt sel enn er í suðaustur frá bæjardyrunum í Hækingsdal. Það sel tilheyrði Hækingsdal, það stendur á Selflötum vestan undir Brattafjalli í Kjósarskarði.“
Selflatir eru 20-30 m austan við Laxá í norðvesturhlíð Brattafells um 3,7 km SSV við Hækingsdal. Selflatir eru grasigróin fjallshlíð og fjallsrætur Brattafells austan við Laxá upp af Þórufossi. Brekkan hallar 5-30° í VNV.
Samkvæmt Guðbrandi Hannessyni, heimildamanni, er selið horfið undir skriður. Engar tóftir eða líklegar þústir sjást á Selflötum eða í nágrenni þeirra norðan við Brattafellsgilslæk. Innst inni í Brattafellsgilinu gætu þó verið leifar fast undir suðurbrún gilsins á suðurbakka Brattafellsgilslækjar á svæði sem er um 14×10 m að flatarmáli. Þar er hugsanlega lítil rétt eða aðhald, sem nú (2011) er fullt af jarðvegi. Brúnin hallar 50-80° í norðvestur. Þar er lítið annað en óljós ferköntuð dæld sem er um 4×1,5-2 m að innanmáli og 0,2-0,5 m á dýpt, með hugsanlegum grjóthleðslum í köntum. Um 4 m norðar á suðurbakka Brattafellsgilslækjar er 0,2-0,5 m há þýfð og ávöl þúst B sem er um 8×7 m að flatarmáli. Ekki er útilokað að fornleifar finnist undir sverði en þó gæti einnig verið aðeins um náttúrumyndun að ræða. Í grasinu glittir víða í grjót en engar greinilegar vegghleðslur.
Sel
Hækingsdalssel ofan Blautaflóa.
„Upp af Blautaflóa var gamalt sel og má rétt marka það í brekkunni,“ segir í athugasemdum og viðbótum við örnefnaskrá. Norðaustan og upp af Blautaflóa við rætur Hornafells er þúfnaþyrping um 2,3 km NNV við bæ og um 2 km norðaustan við Vindáshlíð. Á þessu svæði er grasigróin mýri og þurrlendi á gróinni aurkeilu lækjar sem rennur í suðvestur ofan úr Hornafelli, nokkuð sléttlent en þúfur hér og þar. Brekkunni hallar 5-10° til vesturs.
Engar greinilegar tóftir eru á svæðinu. Þar er hins vegar um 0,2-0,4 m há þúfnaþyrping á svæði sem er um 16 x 14 m stórt og snýr gróflega norðvestursuðaustur. Engin greinileg hólf er hægt að sjá út úr þúfunum en þó glittir þar víða í grjót.
Vindás
20 hdr 1705. Bústaður sóknarprests í Kjós gefin af kóngi eftir að bærinn að Reynivöllum eyðilagðist í skriðum og snjólflóði árið 1664. JÁM III, 422-423.
Varðveist hefur landamerkjabréf jarðarinnar frá því um 1270. Um landamerki milli Vindáss og Reynivalla annarsvegar og Vindáss og Hækingsdals hinsvegar. DI II, 81-82. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja skjólgarð GK-347:034 í landi jarðarinnar ásamt kastar skurði GK-347:011. (DI III 70-71, DI IV, 116-117, DI VI,
178-79). 1705: „Engjar eru nær öngvar, sem þessari jörðu fylgdi áður hún var prestunum gefin, og brúkar því presturinn engið, sem óskpilt varð eftir, þá beneficium fordjarfaðist, so mikið af því og lítið sem hönum líkar. Högum spilla skriður.“ JÁM III, 422-423.
1840: „… Heyskaparlítil jörð með stóru og þýfðu túni. Þar er allgott beitarland um sumar og vetur og skógarblettur af smáviði í Sandfellshlíð.“
Vindás.
Vindásbærinn er í Laxárdal austan við Laxá og VNV undir Sandfelli. Hann er um 3 km SSA við Reynivelli 348:001 og um 5,5 km VNV við Hækingsdal 346:001. Leifar af bæjarhólnum eru nú (2011) um 10 sunnan við gamla fjósið og um 70 m suðvestan við yngsta íbúðarhúsið sem byggt var árið 1952. Í landi Vindáss er sumarbúðir KFUM og KFUK en þær eru staðsettar rúma 3 km suðaustan við bæ 001 rétt norðvestan við landamerki Vindáss og Hækingsdals. Þar sem gamli bærinn stóð er sléttað tún, steinsteypt fjós, einföld röð af háum lauftrjám og slétt malarplan þar fast fyrir sunnan en þar eru m.a. geymdar heyrúllur og vélar. Samkvæmt bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson var tvíbýli að Vindási frá um 1820 og fram til 1884. Ekki er ljóst hvort búið var á tveimur stakstæðum bæjum eða ekki. Ekki er útilokað að annar bærinn hafi staðið þar sem heitir Ljóskollutóft en engar heimildir hafa fundist um slíkt. Gamli bærinn er nú (2011) horfinn vegna bygginga sem reistar voru á 20. öld.
Samkvæmt Magnúsi Lárussyni, heimildamanni, byggði Ólafur Einarsson (í Vindási 1905-1944) steinsteypt hús á bæjarhólnum, t.d. votheyshlöðu sem og tvær heyhlöður úr torfi og grjóti á fyrri hluta 20. aldar. Ekki er lengur búið að staðaldri í Vindási en tún eru enn nýtt til sláttu og sem beitiland fyrir hesta. Samkvæmt túnakorti frá 1917 var bæjarröðin um 30×40 m stór og snéri gróflega norðursuður. Í túninu sunnan við malarplanið eru í dag (2011) óljósar leifar bæjarhólsins sem er um 30×25 m að flatarmáli, 0,2-0,5 m á hæð og snýr austurvestur. Engar greinilegar dældir eru í hólnum en mjög líklegt er að fornleifar finnist þar undir sverði. Að minnsta kosti 5-10 m af lengd norðurhluta gamla bæjarhólsins virðist horfinn undir malarplan og útihús.
Vindássel (sel)
Vindássel – uppdráttur ÓSÁ.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1705 segir: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi, en brúkast þó ekki, heldur í selstöðu þeirri, er beneficio tilheyrir á Seljadal [skráð undir númerinu GK-348b:001 sem hluti af Seljadal],“. Í svörum Hannesar Guðbrandssonar bónda í Hækingsdal við spurningum Þjóðháttadeildar segir einnig um sel frá Vindási: „Vindássel var einnig til þarna vestur af Sandfelli. Á Vindásflóum stendur það. Einn flóinn heitir Selflói þar sem selið hefur staðið líklega.“ Vindássel fannst ekki á flóunum austur og norðaustur af Sognsseli um 2 km austur af bæ í Vindási. Flóarnir norðan við Sandfell og Sandfellstjörn eru mjög deigir og á mörgum stöðum mjög rofnir í drullu- og sandflög. Selflói er ekki nefndur í örnefnaskrá Vindáss svo staðsetning selsins er mjög óljós. Ekki er útilokað að það sé horfið vegna rofs eða sokkið í þúfur og mýri.
Svínaskarðsvegur (leið)
Svínaskarðsvegur.
„Svínaskarðsvegur sem var mjög fjölfarinn á sumrin bæði af Kjósverjum, og þó einkum þeim sem ferðuðust á hestum milli Reykjavíkur og norðurog vesturlandsins, lá yfir Laxá á Norðlingavaði, upp Klifsnes, Vindáshlíð, Sandfellsmela norðan við Sandfell, sunnan við Hryggi, vestan við Dauðsmannsbrekku og síðan áfram yfir að Hvalfirði [í landi Fossár]. Þessi vegur meðan hann lá um Vindásland, var alltaf í daglegu tali nefndur Þjóðvegur,“ segir í örnefnaskrá. Svínaskarðsvegur sést ennþá vel austan, norðaustan og norðan við Sandfell og á Reynivallahálsi um 2 km austan við bæjarhól og um 140 m austan við Sandfellstjörn. Slóðinn liggur að mestu um sendna og grýtta mela og mosagróna móa. Svínaskarðsvegur er 2-5 m breiður malarvegur eða slóði sem liggur frá Laxá í suðri upp Vindáshlíð norður fyrir Sandfell að austanverðu að landamerkjum Vindáss í norðri. Vegurinn hefur verið um 4,5 km á lengd í Vindáslandi. Vegurinn er ennþá vel greinilegur mest alla leiðina frá brekkunum ofan við sumarbúðirnar í Vindáshlíð að landamerkjum í norðri.
Selstígur (leið)
Selsstígurinn ofan Sandfells. Gatnamót eru við Svínaskarðsveg.
„Selstígur lá yfir Ása, austan við Eystri Hvammamýri, upp Múla og Múlahorn vestan við Sandfell, og þar á þjóðveginn. Í framhaldi af Selstíg lá gata norður yfir Hryggi, að Seljadal. Eins og nafnið bendir til mun Selstígur í fyrstu einkum hafa verið notaður til selfara, því Sogn átti sel við Sandfellstjörn sunnanverða, en Vindás átti sel í Seljadal, skammt vestur af Skálafelli. Einnig var hey flutt niður Selstíg, þegar heyjað var uppi á Vindásflóum, en það mun hafa verið stundað nokkuð einkum þegar tvíbýli var á Vindási. Allmikil umferð var um Selstíg meðan búið var á Seljadal. Einnig fóru hann margir sem leið áttu yfir Reynivallaháls.“
Samkvæmt Magnúsi Lárussyni, heimildamanni, var beygt út af leið suðvestan undir Múla þegar farið var Selstíg. Þá var farið upp með Múlalæk um 200 m norðan við Hústóftir og um 1,5 km suðaustan við bæ. Selstígur lá um grýtta bratta fjallshlíð, grasigróna móa og gróðurlausa grýtta mela. Selstígur lá upp með Múlalæk í norðaustur en þegar komið var upp á brúnina var beygt í NNA meðfram Sandfelli.
Gengið var um stíginn í boga meðfram Sandfellinu norðvestan verðu og norður fyrir það sunnan við Sandfellstjörn í ANA, en stígurinn tengdist Svínaskarðsleið 046 um 2,1 km austan við bæ og 300 m suðaustan við Sandfellsvatn. Stígurinn hefur verið um 2 km á lengd.
Heimild:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III: I. bindi; Káranes, Káraneskot, Laxárnes, Miðdalur, Miðdalskot, Hækingsdalur og Vindás. Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.
Laxárnes.