Miðdalur

Ákveðið var að fylgja mjög gamalli götu upp frá Geithálsi framhjá Sólheimakoti, undir Hríshöfða, framhjá Djúpadal og Myrkurtjörn áleiðis inn í Seljadal.
Gatan sést mjög vel á köflum, en á nokkrum Gatanstöðum hefur trjám verið plantað í hana, einkum utan við Sauðhúsahvamm og undir Hríshöfða. Nefnd gata kemur inn á aðra er liggur áleiðis upp í Seljadal um sunnanvert Búrfell, framhjá Búrfellskoti, og norðan Leirtjarnar
. Götunar mætast norðvestan Silungartjarnar.
Til baka var gengið með Selvatni niður að Sólheimakoti.
Tryggvi Einarsson í Miðdal skráði örnefni í Miðdalslandi. Þar segir m.a. um svæðið, sem gatan liggur um: “Örnefni í Miðdalslandi sunnan gamla-Þingvallavegar. Frá mörkum Geitháls í austanverða Sólheimatjörn og úr suðurenda Sólheimatjarnar rennur Augnlækur um Markholt í Dugguós. Austan við Augnlæk er Sólheimamýri. Upp að norðurenda Sólheimatjarnar er Háabrekka, ofan við Háubrekku eru Brekkubrúnir, sunnan við Brekkubrúnir er fallegur hvammur er Sauðhúsahvammur heitir. Ofan við Sauðhúsahvamm eru sauðhús er afi minn byggði. Móts við Sauðhúsahvamm er kriki er Fífukrókur heitir.
BeitarhúsSkammt suður af Fífukrók er Sólheimakot, hjáleiga frá Miðdal, sést þar vel fyrir veggjum. Ofan við Sólheimakot er Sólheimamelur, sunnan við Sólheimamel er mýri er Dugguósmýri heitir. Ofan við Sólheimabrúnir. Frá Selvatni að Dugguósmýri rennur Dugguós í alldjúpu gljúfri er Dugguósgljúfur heitir. Norður af Selvatnsenda er mýrarfláki er Sauðhúsamýri heitir. Úr norð-vestur horni Sauðhúsamýrar liggur lægðardrag niður að Sauðhúsahvammi er Gíslalág heitir, úr Sauðhúsamýri rennur lækur í vestanvert Selvatn er Sauðhúsamýrarlækur heitir. Norður af Sauðhúsamýri er allstór heiði sem Heytjarnarheiði heitir. Í norð-austur horni Heytjarnarheiðar er Heytjörn, lítil tjörn, í henni vex hávaxinn gróður sem kallaður var Rauðólfur. Gras þetta er mjóvaxið og var oft slegið, þótti það hafa lækningarmátt við búfjárkvillum.
MannvirkiAustan við Heytjörn er smá klettaborg með grasþúfu sem Heytjarnarþúfa heitir. Frá miðju Selvatni austan Sauðhúsamýrar er Langimelur, skammt austur af suðurenda Langamels rennur Hrútslækur í Selvatn. Hrútslækur á upptök austan við Löngubrekkuhorn, þarna er allstór mýri er Hrútslækjarmýri heitir. Austan við Hrútslæk skagar grýtt holt út í Selvatnið sem Bleikjunef heitir. Nokkru austar við Selvatn skagar annað holt út í vatnið, það heitir Urriðanef. Milli Bleikjunefs og Urriðanefs er vík er Litla-Selsvík heitir. Norður af Litlu-Selsvík er Litla-Sel, sést aðeins móta fyrir rústum þar. Ofan við Litla-Sel er Litlaselshæð. Austur af Selvatnsenda er Víkursel, talið vera frá Vík á Seltjarnarnesi, sést þar fyrir selstóftum. Norður af Víkurseli eru Selbrúnir.

Selásvarða

Austan við Víkurselsbrúnir er allstór ás, er Selás heitir [á honum er varða; Selásvarða]. Norð-vestur undir Selás er Seldalur. Austan við Selsás er tjörn er Helgutjörn heitir. Sunnan undir Selás er valllendislágar er Urðarlágar heita, þar eru upptök Urðarlágarlækjar sem rennur í austurenda Selvatns. Nokkru norðar rennur Sellækur í Selvatn. Úr eystri Selvatnsenda í Lyklafellskoll eru landamörk milli Miðdals og Elliðakots.
Austan við áðurnefndan Hrútslæk er Hrútslækjarmýri. Norður af upptökum Hrútslækjar er Langabrekka. Milli Löngubrekku og Langamels er Langamýri. Norður af Löngumýri er Borgarholt, þar var hjáleiga frá Miðdal. Austan við Borgarholt er mýrarkriki er Borgarholtsmýri heitir. Suð-vestan við Borgarholt er mýrarsund er Borgarholtskelda heitir. Á Borgarholti er jarðfastur bergdrangur sem Borgarholt dregur nafn sitt af og heitir Borgin.
MyrkurtjörnNorðan við Borgarholt er stór hæð sem Hríshöfði heitir. Vestan í Hríshöfða er Hríshöfðabrekka. Vestur af norð-vestur horni Hríshöfða er hringlaga holt sem Holtið-Eina heitir, þar er nú nýbýlið Dalland. Milli Einholts og Borgarholts er Borgarholtsmýri. Undir norð-vestur horni Hríshöfða er uppsprettulind sem Kaldakvísl heitir, er Kaldakvísl raunveruleg upptök Bæjarlækjar. [Á Hríshöfða eru tóftir; fjárhús og manngert eyktarmark eða dys. Umhverfis mannvirkið fremst á höfðanum er bátslaga hleðsla. úsfreyjan á Dal taldi að fjárhúsin hafi verið frá Miðdal. Þau eru tvískipt með heykumli í austurenda. Þeim svipar mjög til fjárhúsanna (beitarhúsann) ofan við Sauðhúsahvamm við Sólheimakot, bæði að stærð og gerð. Húsin virðast hafa verið í notkun á svipuðum tíma og gætu hafa verið byggð af sömu mönnum.]
LeiðinNorðan við Holtið-Eina og Hríshöfða er mýri sem Hríshöfðavik heitir. Austan við Hríshöfðavik undir smáhæð er Gamli-Stekkur, sést þar vel fyrir Stekkjartóftum. Austur af Gamla-Stekk er lágur ás, norður að gamla-Þingvallavegi er Rjúpnaás heitir. Austur af Rjúpnaás er Efri-Djúpidalur, sá konunglegi dalur; árið 1907 sá faðir minn Einar Guðmundsson í Miðdal að öllu leyti um aðbúnað og móttöku Friðriks VIII, Danakonungs á leið sinni til Þingvalla. Var dalurinn allur flöggum prýddur, byggður var eldhússkúr en matarveisla í tjaldbúðum. Fékk faðir minn lof fyrir stundvísi og aðbúnað allan. Spölkorn suður af Djúpadal er Hríshöfðadalur.”
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Miðdal, Tryggvi Einarsson í Miðdal skráði.
-Húsfreyjan á Dallandi.
-Jón Svanþórsson.

Selvatnh