Færslur

Fitjakot

Fitjakot var upphaflega fornt býli í Kjalarnesþingi. Í “Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði” árið 2018 er m.a. fjallað um kotbýlið undir fyrirsögninni “Fitjakot, saga, minjar og örnefni“:

Fitjakot

Fitjakot í Kjalarneshreppi – túnakort 1916.

“Fitjakot er á norðanverðum bökkum Leirvogsár. Jörðin á mörk á móti Varmadal að austan en Víðinesi og Álfsnesi að vestan. Gamli bærinn í Fitjakoti stóð á Brunnhól um 70 metra suðaustan við núverandi íbúðarhús. Síðast stóð þar timburhús sem reist var um 1930 og þá lá þjóðvegurinn um hlaðið. Núverandi íbúðarhús, sem var byggt 1950, stendur aðeins vestar, á Húsaflötum, en þar voru áður fjárhús. Þar var Kaupfélag Kjalarnesþings stofnað 15. október 1950 og var þar fyrst til húsa.

Fitjakot

Fitjakot – MWL.

Athafnamennirnir Sturlubræður áttu Fitjakot um tíma og notuðu jörðina til sumarbeitar.
Fitjakot var áður nefnt Fitjar og var í eigu Viðeyjarklausturs 1395. Jörðin kemur fram undir eldra nafninu Fitjar, í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs 1395, en yngra nafninu Fitjakot í fógetareikningum frá 1548 til 1551.

Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarkirkju 1686 metin á 15 hundruð en á 10 hundruð 1695.

Fitjakot

Fitjakot – óskráðar minjar.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin í eigu konungs en dýrleiki óviss. Ábúandi var einn. Kvaðir voru meðal annars um mannslán á vertíð. Hægt var að fóðra þar fimm kýr og tíu lömb. Torfrista, stunga og mótak til eldiviðar var sæmilegt. Leirvogsá var bæði til gagns og ógagns. Þar var hægt að veiða bæði lax og silung en hún spillti engjum og braut af túni. Stórviðri brutu stundum hey og hús.18 Þegar Jarðatal Johnsens var gert 1847 var Fitjakot í eigu konungs metið á 10 hundruð.19 Árið 1855 var jörðin konungseign metin á 10 hundruð.
FitjakotSamkvæmt manntölum frá 1703 var einn ábúandi í Fitjakoti nema 1850 voru þeir tveir.”

Í örnefnalýsingu segir um Fitjakot:
“Jörð í Kjalarneshreppi, næsta jörð fyrir suðvestan Varmadal. Upplýsingar eru frá Jóni Jónssyni Varmadal og eitthvað annars staðar frá. Merkin móti Varmadal eru úr Skrauta, sem er neðsti hylurinn í Leirvogsá, um Fitjakotsmel, sem er milli bæjar og upp undir þjóðveg, þaðan í Markagróf og áfram í Flóalæk. Flóalækur kemur saman í flóunum suður frá Völlum og rennur hér áfram. Rétt vestan merkjanna er á honum gamalt ferðamannavað, sem heitir Helluvað. Síðan eru merkin eftir læknum norður í Kollafjörð.
Að vestan móti Víðinesi og Álfsnesi eru merkin Selja-, eða heldur Selalækur ofan úr mýrum og niður í sjó, þar sem hann fellur í Leirvog.

Fitjakot

Fitjakot – óskráðar minjar.

Neðan við Fitjakotsmel nær bæ heitir Fitjakotskrókur, og vestan við bæ heitir Vesturmýri, sem nær að Selalæk, sem fyrr getur. Beint vestur af túni er holt eins og í miðju landi, sem heitir Vörðuholt. Upp frá bæ er holt, sem heitir Fitjakotsholt. Þar upp af er Mjóimelur, og mýri þar vestur af heitir Mjóamýri milli Álfsness og Fitjakots. Norður af Mjóumýri er Blásteinsholt, sem er suðvestur af Naustanesi. Kúalág nær niður að á. Vestan við hana tekur við Krókur, og þar vestur af er Mjóamýri.”

Fitjakot

Fitjakot – óskráðar minjar.

Í Vöku 1929 er grein eftir Ólaf Lárusson; “Úr byggasögu Íslands“. Þar segir m.a. um kotbýlin fyrrum:

“Af 926 býlum með slíku nafni og með kotnafni, sem Jón Johnsen nefnir í jarðatali sínu, telur hann 649, eða 73,6%, vera hjáleigur. En, eins og áður var getið, telur Johnsen hjáleigurnar of fáar, enda hefir mér talizt til, að af jörðum, sem þessi nöfn hafa, i Rangárvalla-, Árnes-, Gullbringu- og Kjósarsýslum séu nálægt 90% taldar vera hjáleigur í jarðabók Árna Magnússonar. Þessi tala tekur af öll tvímæli um það, að nöfn þessi hafa fyrst og fremst verið valin handa hjáleigunum.

Fitjakot

Fitjakot – MWL.

En jafnvel þessi tala er of lág. Sum lögbýlin, er þessi nöfn bera, munu eflaust vera fornar hjáleigur, sem hækkað hafa i tigninni og orðið lögbýli. Í annan stað kemur það nokkuð víða í ljós, að lögbýli, sem heita hjáleigunafni, hafa áður borið annað nafn. Sérstaklega er þetta algengt um lögbýlin, sem heita kot-nöfnum.
Um mjög mörg þeirra verður það séð með vissu, að þau hafa áður haft annað nafn. Kot-nafnið hafa þau fengið tiltölulega seint, venjulega sem viðbót við hið fyrra nafn sitt. Eru nokkur glögg dæmi þessa hér í nágrenni Reykjavíkur.

Fitjakot

Fitjakot – óskráðar minjar.

Býlin Hvammkot í Kópavogi (sem á síðari árum hefir verið nafnt Fífuhvammur), Hagakot hjá Vífilsstöðum, Óskot og Helliskot (Elliðakot) í Mosfellssveit og Fitjakot í Kjalarneshreppi eru öll gömul lögbýli. Þau voru öll eign Viðeyjarklausturs. Í skrá um leigumála á jörðum klaustursins frá 1395 eru býli þessi nefnd Hvammur, Hagi, Ós, Hellar (þá í eyði) og Fitjar. Í fógetareikningum kringum 1550 eru þau þeirra, er þá voru byggð, ýmist nefnd þessum nöfnum, eða kotnafninu. Fitjar eru nefndar því nafni í reikningum 1547- 1548, en Fitjakot i reikningum næstu ára á eftir.

Kópavogur

Upplýsingaskilti við Fífuhvamm (Hvamm) í Kópavogi.

Hvammur er nefndur því nafni i reikningunum 1547. Allt eru þetta gömul lögbýli. Stundum var nafnbreytingin þó ennþá stórkostlegri. Staðir urðu að kotum. Að lögbýli bera hjáleigunöfn sannar þó eigi, að þau nöfn séu gömul. Hitt, að sýnt verður, að mörg þessara býla hafa fengið nöfn þessi tiltölulega seint, er vottur þess, að hjáleigunöfnin tilheyri yfirleitt yngra stigi í byggingarsögu landsins, og það bendir aftur til þess, að hjáleigurnar séu flestar byggðar nokkuð seint. En hvernig stendur á þessum nafnbreytinguin lögbýlanna? Ég hygg, að þær hafi oftast stafað af því, að býlin hafa lagzt í auðn í bili. Einkum á þetta við um kot-nöfnin. Það hefir verið tíðkað í alþýðumáli, að nefna rústir „kot“, jafnvel rústir af fyrrum býlum.”

Í fornleifaskráningum í Víðinesi og athafnasvæði Sorpu hefur hvergi verið getið þar um augljósar minjar, sem verðugar eru nánari skoðunnar, þ.á.m. minjar í tengslum við örnefnið “Seljalækur”…

Heimildir:
-Fornleifaskráning vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði, Reykjavík 2018, bls. 9.
-Vaka, 3. tbl. 01.02.1929, Ólafur Lárusson, Úr byggasögu Íslands, bls. 361-363.

Fitjakot

Álfsnes – herforingjakort 1903. Hér eru merktar nokkrar fornleifar, sem ekki hafa ratað inn í fornleifaskráningar.

Reykjanesskagi

Góð gönguleiðakort af tilteknum svæðum eru mikilvæg. Svo virðist sem ákveðin feiðmni virðist ráða þegar kemur að birtingu þeirra í góðri upplausn á veraldarvefnum. Hér á eftir eru dæmi um nokkur kort af svæðum á Reykjanesskaganum, s.s. Þingvöllum, Hengli, Heiðmörk, Mosfellsbæ og Reykjanesskaga.

Þingvellir

Þingvellir – kort.

Þingvellir

Þingvellir – kort.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – kort.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – kort.

Reykjanesskagi

Jarðfræði Reykjanesskagans – Isor.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi.

Hengill

Hengilssvæðið – kort.

Mosfellsbær

Gönguleiðir í Mosfellsbæ

Ljósafosslína

Jakob Guðjohnsen skrifaði í Tímarit Verfræðingafélags Íslands árið 1937 um lagningu háspennulínunnar á Mosfellsheiði árið 1935 frá Ljósafossi í Sogi  (Ölvusvatnsá) að Elliðaánum. Lína þessi hefur nú verið tekin niður en í gamla línustæðinu má enn víða sjá spor hennar í umhverfinu, bæði eftir vegagerðina og staurana. Hafa ber í huga að framkvæmd þessi fór fram fyrir 86 árum (m.v. 2023).

Undirbúningur

Ljósafosslína

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands 1937, hefti I.

Árið 1928, þegar starfað var að áætlununni um virkjun Efra-fallsins í Sogi, voru fyrstu athuganir gjörðar á stæði fyrir háspennulínu frá Reykjavík austur að Sogi. Voru á sumrinu afmarkaðar, lengdar- og hallamældar tvær línur um leiðir, sem best þóttu henta sem línustæði.
Fyrri leiðin, sem mæld var, liggur frá Elliðaám og norður meðfram Mosfellssveitarveginum að vestanverðu, upp að vegamótum norðurlandsvegar og nýja Þingvallavegarins, en þaðan austur Mosfellsdalinn austur Mosfellsheiði í stefnu nyrst á Sköflung. Þaðan austur meðfram Jórutind, yfir Krumma, Hagavíkurhraun, fram hjá Hagavík að Ölvesvatnsá í Grafningi, en þá í beina stefnu á Dráttarhlíð, þar sem orkuverið skyldi sett. Mældist lína þessi 44,5 km. á lengd, og er hæsti punktur hennar 334 m. yfir sjávarflöt (á Sköflungi).

Ljósafosslína

Nyrðra línustæði Ljósafossvirkjunar um Mosfellsheiði.

Seinni línan, sem afmörkuð var, er sunnar. Liggur hún frá Elliðaánum austur Reynisvatnsheiði, yfir gamla Þingvallaveginn skamt suður af Miðdal. Þá austur Mosfellsheiði í slefnu á Dyrfjöll, yfir Dyrfjöllin um Dyraleiðina, og þaðan fyrir norðan Nesjavelli í stefnu á Hagavík. Mætir hún nyrðri línunni í suðurjaðri Hagavíkurhrauns. Þessi lína reyndist um 41 km. á lengd austur að Efra-falli í Sogi. Hæsti punktur línu þessarar er í 120 m. hæð yfir sjávarflöt (á Dyrfjöllum). Þó að nyrðri línan væri þannig um 3.5 km. lengri en sú syðri, varð það þó úr, að nyrðri leiðin var valin sem línustæði, þar sem hún þótti á flestan hátt öruggari leið.

Ljósafosslína

Ljósafosslína um Mosfellsheiði – loftmynd.

Nyrðri línan liggur á 1. þriðjungi í byggð, skammt frá Mosfellssheiðarveginum og nýja Þingvallaveginum, sem sjaldnast eru ófærir að vetri langan tíma í senn. Er það góður kostur, hæði við byggingu línunnar, og þá ekki síður til eftirlits og viðhalds á henni. Gamli Þingvallavegurinn þverar línuna á miðri leið, og má komast þangað til eftirlits á skömmu tima, þar sem akfært er þangað á flestum tímum árs. Þá er og nyrðri leiðin talin snjóléttari en sú syðri, sem liggur yfirleitt hærra, um all erfiðan fjallaveg, yfir Dyrfjöllin.

Ljósafosslína

Ljósafossvirkjun í byggingu.

Ennfremur má telja það til kosta nyrðri línunnar, að hún liggur betur við, ef hugsað væri til orkuflutnings frá Soginu lengra norður í landið. Þó má telja, að nyrðri leiðin sé öllu óhagstæðari en sú syðri gagnvart særoki, þar sem hún liggur upp Mosfellssveitina meðfram sjó. Var þetta atriði sérstaklega tekið til greina, með því að hafa meiri einangrun á línunni á þessum parti.
Vorið 1933 var tekin endanleg ákvörðun um að byrja virkjun Sogsins með því að virkja Ljósafoss. Næsta vor, 1934, var mælt fyrir áframhaldi línunnar frá Ölvesvatnsá niður að Ljósafossi, og sést lína þessi i heild á yfirlitsmyndinni hér að aftan. Jafnframt voru mældir þverskurðir vega og þverskurðir hliðarhalla á línunni og gengið frá uppdráttum á langskurði línunnar. Reyndist lengd línunnar frá Elliðaárstöðinni að orkuverinu í Ljósafossi vera 45.67 km., en vegalengd milli þessara staða í loftlínu er réttir 40 km.

Grundvöllur útreikninga

Ljósafosslína

Ljósafosslína – útreikningar sérfræðinga.

Í sameiginlegu áliti verkfræðilegra ráðunauta Reykjavikurbæjar, verkfræðinganna A. B. Berdal og J. Nissen, um hagnýtingu vatnsaflsins í Sogi handa Reykjavík (shr. Tímarit V.E.Í. nr. 1, 1934) var niðurstaðan sú, að hentugasta spennan til flutning orkunnar úr Sogi til Reykjavíkur, væri 60.000 Volt, og vírar 3×50 mm2 gildir margþættir eirvírar. Bil milli staura var ákveðið að vera sem næst 150 m.
Til grundvallar útreikningnum á stólpunum er mesta áraun á gegndreyptu timbri ákveðin 145 kg/cm2, og er þá gjört ráð fvrir vindþrýstingi, sem nemur 125 kg/m2 — 50% á sívölum flötum (vírum og stólpum). Mesta leffileg spenna í járni er sett 1200 kg/cm2. Samkvæmt fyrirmælum rafmagnseftirlil ríkisins eru stólparnir grafnir niður á 1/6 hluta af allri lengd sinni.

Gerð línunnar
LósafosslínaRaffræðilegur ráðunautur Reykjavíkurbæjar við virkjun Ljósafoss, J. Nissen verkfræðingur, hefir út frá þessum forsendum reiknað út og ráðið gerð línunnar og var efni allt til hennar boðið út á norðurlöndum í byrjun ársins 1935. Er hver stólpi samsettur úr 2 trjám, sem í toppi eru fest saman með 2.5 m millibili. Er það grind úr zinkuðu járni, sem heldur þeim saman að ofanverðu, en í rótinni eru trén fest saman með 2 plönkum, sem boltaðir eru og læstir við þá með „bulldogs“ timburlásum. Einangrararnir eru svokallaðir keðjueinangrarar og hanga þeir niður úr járngrindinni, tveir til endanna og einn í miðjunni. Bil milli eirvíranna verður því 2.50 m og liggja vírarnir allir í sama lárétta fleti. Er það talið bezta fyrirkomulagið til að koma í veg fyrir samslátt á vírum. Auk eirvíranna eru festir á stólpana tveir 35 m/m2 margþættir stálvírar, sinn á hvorn stólpatopp. Stálvírarnir eru strengdir 30 kg/mm2 (við —25° C og ísingu) og veita því stólpunum góðan stuðning í línustefnuna, og eru þar að auki til öryggis fyrir eldingum þar sem þeir eru, á hér um bil öðrum hverjum stólpa grunntengdir við jarðplötur úr eir.
LjósafosslínaBurðarstólparnir eru einungis notaðir þar sem línan er bein; eru þeir 278 að tölu í allri línunni. Þá eru ennfremur með ca. 1 km millibili settir svokallaðir fastastólpar (Forankringsmaster) í beinni linu. Eru þeir gerðir úr tvennum A-stólpum, sem i toppi eru tengdir saman með járngrind af líkri gerð og á burðarstólpunum. Umbúnaður í jörðu er þannig, að tré A-stólpannan eru fest saman með plönkum, eins og á burðarstólpunum, en auk þess eru þau tengd saman í línustefnuna með þvertrjám og langtrjám. Burðarstólparnir eiga einungis að bera uppi vírana, en fastastólparnir eiga auk þess að standast átök frá togi víranna, ef vírar slitna öðru megin við stólpann. Við uppsetningu víranna eru þeir strengdir á milli fastastólpa og síðan festir við þá burðarstólpa, sem þar á milli liggja. Fastastólpar eru alls 30 á línunni.
LjósafosslínaÍ hornpunktum línunnar eru settir upp hornstólpar. Þeir eru eins og fastastólparnir, nema að settar eru 2 skástoðir á milli A-stólpanna og eiga þær að standast ho[r]n-átak víranna. Í jörðu er umbúnaðurinn sá sami og á fastastólpunum, nema að bætt er við tveim skástoðum, sem laka eiga á móti hornátakinu. Í línunni eru 12 hornstólpar.
Rofastólpar eru 5 á línunni. Eru stólpar þessir gjörðir alveg eins og hornstólparnir, en auk þess má setja á þá rofa, sem skipta má línunni með í 6 parta. Er þetta gjört með það fyrir augum, að fljótlegra sé að finna bilanir á henni. Fyrst í stað verða einungis settir upp 2 rofar, annar hjá Hraðastöðum i Mosfellsdal, stólpi nr. 117, en hinn nálægt Villingavatni i Grafningi, stólpi nr. 42.
LjósafosslínaVírum línunnar er víxlað á tveim snúningsstólpum í hverjum snúningsstað. Skipta snúningsstólparnir línunni í 3 jafnlanga parta. Loks er á línunni 1 endastólpi. Er það stólpi nr. 1 næst Ljósafossstöðinni. Þessi stólpi á að standast einhliða átak frá öllum vírum línunnar. Öll stólpastæðin eru tölusett frá Ljósafossi að Elliðaánum.
Í línunni eru því alls 330 stólpar og verður því meðalstaurabil 138 m. Mesta staurabilið er við þverun Sogsins, 179 m. Trén eru keypt hjá Norsk Impregneringskompani, Larvik. Eru þau úr vetrarfelldri furu og gegndrept kreosot-olíu, 100—120 kg olíu á m3 eftir aðferð Rüpings. Þau eru frá 10 til 17 m á lengd, flest um 14 m og samsvarar sú lengd meðal-staurabili. Trén og plankar allir þeim tilheyrandi komu boruð og tilskorin í réttum lengdum, svo að ekki þurfti annað við þau að gera en að setja þau saman. Tré öll og stokkar tilheyrandi sama stólpastæði voru tölusett með númeri stólpastæðisins.
LjósafosslínaJárnbúnaður stólpanna, þverslá, toppjárn og boltar er heitzinkaður. Komu þverslár og toppjárn ósamsett í kössum, og þurfti því að skrúfa saman grindurnar áður en þær voru fluttar út á staðinn.
Er járnhúnaðurinn keyptur hjá Berglöfs Verkstæder, Kopparberg í Svíþjóð. Stálvírinn er 35 m/m2 gildur, zinkaður, 7-þættur með slitþoli 110—120 kg/mm2; var hann sendur á 100 keflum með 995 m á hverju kefli. Stálvirinn vegur alls hrúttó 31278 kg, en nettó 28782 kg. Er hann keyptur frá Garphytte Bruk, Svíþjóð. Einangrarar línunnar eru keypir hjá A/S Norden, Köbenhavn. Eru þeir samsettir úr mismunandi mörgum postulínsskálum 280 m/m i þvermál og þola þær 9000 kg þunga. Skálarnar eru tengdar saman með zinkuðum járnhlekkjum.
LjósafosslínaÁ burðarstólpum eru notaðar 3 skálar í hverri einangrararkeðju, nema á síðasla þriðja parti línunnar frá Elliðaánum upp að Hraðastöðum i Mosfellsdal, þar eru hafðar 4 skálar í keðjunni. Er það gjört með tilliti til sjávarseltu, sem þar er helzt að vænta. Þar eru og á fastastólpum notaðar 5 skálar, en annarsstaðar 4 skálar í keðjunni. Við þverun vega er ennþá hætt við 1 skál i keðjuna og auk þess notuð neistahorn til hlífðar skálunum.
Einangrarakeðjurnar eru sendar þannig, að hver keðja kemur að fullu uppsett pökkuð i rimlakassa og voru þær fluttar út á línuna í kössum þessum.
LjósafosslínaEirvírinn er keyptur hjá Svenska Metallverken í Svíþjóð. Hann er 7-þátta harðdreginn eirvír 50 m/m2 gildur, með 40 kg/nim2 slilþoli. Var hann sendur á 159 keflum, sem vega 464 kg brúttó hvert kefli. Allur nettó-þungi eirvírsins er 65262,90 kg og hrúttó-þungi 74317,20 kg. Frá sama firma voru keyptar 150 stk. jarðplötur úr 3 m/m eir, 0.5 m2 að stærð. Voru jarðplöturnar settar á annan hvern stólpa, nema í Hagavíkuhrauni. Þar voru engar jarðplötur settar, þar sem sýnilegt var að þar mundi ekki fást viðunandi jarðsamband. Plöturnar eru tengdar með 35 m/m2 einþættum eirvír við stauratoppjárnin og þar með við toppvírana.

Uppsetning línunnar
LjósafosslínaSíðari hluta vetursins 1935 var lagning línunnar boðin út, og hárust allmörg innlend og eitt erlent tilhoð í verk þetta. Engu tilboðinu var þó tekið, en Rafmagnsveitu Reykjavíkur falið að leggja línuna.
Fyrstu stólparnir komu til landsins í byrjun aprílmánaðar og hófst verkið þann 13. apríl með flutningum á trjánum á akfærum vegi. Þann 22. apríl byrjaði gröftur á holum og 24. apríl útdráttur efnisins frá vegi að holunum. Því næst hófst uppsetning stólpanna þann 7. maí og strenging víranna þann 23. maí. Var svo unnið að línulagningunni um sumarið og verkinu lokið þann 19. ágúst.

Elliðaárvirkjun

Rafstöðin við Elliðaár var ræst 1921.

Straumur var settur á línuna 21. ágúst og hefir hún síðan flutt raforku með 6000 volta spennu frá Elliðaárstöðinni til Ljósafoss, þar sem hún er notuð til véla og ljósa meðan á virkjuninni stendur.
Notaður var 1.5 ts. Studebaker-bíll til dráttar og grind af 3.5 ts. Studebaker-bíl, sem staurunum og öðru efni var ekið á. Var slegið upp sæti fyrir bílstjóra til að stýra aftari vagninum og voru þannig tveir menn við flutningana og affermingu vagnsins. Við fermingu vagnsins unnu 6—8 menn nokkra tíma á dag. Flutt voru í hverri ferð 6—8 tré, ásamt tilbeyrandi plönkum, og þeim velt af við veginn á þeim stöðum, sem næstir voru eða greiðastur aðgangur var að viðkomandi stólpastæði.
LjósafosslínaFyrstu trjánum var ekið út og dreift meðfram Mosfellssheiðarveginum upp að heimreiðinni að Bringubæ. Þá var trjánum næst velt af skammt frá Skeljabrekku og höfðu þá verið flutt öll tré á stólpastæði nr. 328—191.
Varð nú hlé á útflutningi trjánna vegna þess að gamli Þingvallavegurinn var ennþá ófær. En þar sem línan þverar gamla Þingvallaveginn átti að flytja öll tré á stólpastæðin nr. 190 til 107. Þann 19. maí hófust stólpaflutningarnir að nýju og var flutningi á þessi stólpastæði lokið þ. 8. júní.
LjósafosslínaÞví næst var gjörð tilraun með að flytja stólpa nr. 106—101 um Heiðabæ niður með Þingvallavatni að vestanverðu um Jórukleif, en það kom þegar í ljós, að ókleift mundi verða að komast þennan veg með svo fyrirferðamikinn flutning (stólpalengd alll að 17 m), að tekið varð það ráð, að flytja (511 trén niður að Þingvallavatni og fleyta þeim síðar á vatninu. Var fyrstu trjánum ekið niður að vatni hjá Heiðabæ. Sá vegur varð þó brátt ófær vegna rigninga og var þá farið með trén til Þingvalla. Voru þannig flutt öll tré á nr. 103—21. Trén á nr. 20—2 átti að flytja austur yfir fjall og upp með Grafningsvegi vestanvert við Sogið.
LjósafosslínaVegna langvarandi óþurka reyndist þessi vegur ófær og voru þá þessi tré flutt upp eftir Sogsveginum upp fyrir Ljósafoss og var þeim síðan fleytt yfir Sogið rétt fvrir ofan virkjunarstaðinn, en þar er Sogið lygnt og landtaka góð. Flutningi á trjám og plönkum var lokið þann 16. júlí.
Eirvir og stálvír var ekið út jöfnum höndum og stólpunum. Dráttarbíllinn hafði jafnan meðferðis 1—2 kefli af vír, og var til að byrja með flutt 8 kefli eirvírs og 2 kefli stálvírs á hvert fastastólpastæði. Seinna þurfti þó að bæta inn í. Einangrurum og járnþverslám var og ekið með þessum sömu flutningatækjum. Var þessum flutningi ekið niður með Þingvallavatni að vestanverðu um Jórukleif á stólpastæðin í Grafningnum. Flokkur vegagerðarmanna frá vegagerð ríkissjóðs vann að lagfæringu vegarins á þessum slóðum eftir því sem með þurfti.

Ljósafosslína

Jakob Guðjohnsen – (f. 23. janúar 1899, d. 11. október 1968). Jakob fæddist á Húsavík, sonur Stefáns Guðjohnsens verslunarstjóra og konu hans. Hann lauk verkfræðiprófi í Kaupmannahöfn 1926 og hóf þá þegar störf sem verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og gegndi starfi rafmagnsstjóra frá 1961 til dauðadags. Myndin er tekin um 1930 við Kaldárhöfða í Grímsnesi.

Nokkrum járnslám var ekið til Þingvalla og þeim fleytt á stauraflekunum suður vfir vatnið. Loks var einangrurum og járnþverslám á síðasta parti línunnar ekið eftir Grafningsveginum.
Alls hefir verið unnið í 103 daga og ekið í 186 ferðum 530 ts., að meðaltali 2,85 ts. í ferð. Flutningsmagnið er alls um 20000 tskm., samsvarar það meðal flutningalengd 38 km. Ekin vegalengd er 15600 km og bensínnotkun 5700 lítrar eða 36.(5 lítrar á hverja 100 km.
Kostnaður við flutningana hefir orðið alls kr. 9242.17; flutningakostnaður kr. 6322.00 og afhendingarkostnaður kr. 2920.17. Afhendingarkostnaður á ts. nemur kr. 5.50, en kr. 15.70 á ferð. Flutningskostnaður nemur kr. 34.00 á ferð, en kr. 0.315 pr. tskm og er þá reiknað með kr. 4.50 pr. tíma fyrir flutningatækin, bensínnotkun og bílstjóra dráttarbílsins.

Fleyting trjánna
LjósafosslínaAlls var fleytt 202 trjám, ásamt nokkrum þverslám yfir Þingvallavatn í 7 ferðum með 20—38 trjám í hverjum fleka. Fyrsti flekinn, 20 tré, var dreginn á land í Hestvík, en sá næsti að Nesjum og voru í honum 36 tré. Hin trén voru sett á land í Hagavík. Þingvallabáturinn „Grímur Geitskór” var notaður til þess að draga flekana og tók ferðin alls 0—8 tíma, þegar vel gaf á vatninu. Yfir Sogið voru dregin 58 tré.
Kostnaður við fleytingu á Þingvallavatni varð alls kr. 2149.94 eða um kr. 10.60 á tré, sem skiptist þannig, að fleyting kostaði kr. 7.80, en út- og uppdráttur kr. 2.80. Kostnaður við fleytingu yfir Sogið varð alls kr. 584.15, eða um kr. 10.00 á tré, sem skiptist þannig, að sjálf fleytingin kostaði kr. 6.10, en útdráttur kr. 3.90.

Flutningur frá vegi að stúlpastæðum

Ljósafosslína

Fordson 1937.

Við flutning á trjám og vír frá vegi að stólpastæðum voru notaðar dráttarvélar (traktorar). Var byrjað með 1 Fordson-traktor þann 24. apríl og unnu við þetta, auk ekilsins, tveir menn. Þar sem brátt varð augljóst, að þessi traktor myndi ekki geta annað þessum flutningum einn þegar línan fjarlægðist akveginn, var fenginn með honum 22 ha. Caterpillar-traktor og byrjaði hann þ. 15. júní upp við gamla Þingvallaveginn. Caterpillar-traktorinn dró jafnan 2—4 tré í ferð, ásamt tilheyrandi plönkum og járnþverslám. Hann var því notaður í lengstu ferðirnar og þær erfiðustu.
LjósfosslínaLengsta flutningaleiðin var frá gamla Þingvallaveginum að staurastæði nr. 107, um 7 km. Trén voru fest saman í rótendann með virum við járnplötu, sem endarnir hvíldu á. Var járnplatan beygð upp að framanverðu til þess að hún rynni betur þar sem óslétt var, þýft eða grýtt, og var plönkunum og þverslánum svo raðað ofan á trén. Reyndist þessi umbúnaður ágætlega og hlífði vel trjánum fyrir öllu hnjaski.
LjósafosslínaÍ Hagavíkurhrauni, sem er mjög óslétt og erfitt yfirferðar. Varð að gjöra veg fvrir traktorinn að hverju einstöku stólpastæði. Unnu nokkrir menn við að fylla stærstu gjóturnar og rífa niður hraunnybbur. Gengu flutningarnir yfir hraunið framar öllum vonum og komst hvert tré á sinn stað í tæka tíð. Yfirleitt má segja, að beltistraktorinn hafi reynst ágætlega á þverskonar jarðvegi, grjóti, möl eða graslendi og í bröttum brekkum. Þó voru nokkur stólpastæði, sem hann komst ekki upp á, t. d. stólpastæði nr. 94, 95 og 90 á Krummum og varð þar að draga staurana upp með talíum. Útdrætti allra stauranna var lokið þann 12. ágúst.

Ljósafosslína

Catepillar 1934.

Jafnhliða flutningi á trjánum var stál- og eirvír ekið út að fastastólpastæðunum. Var vírkeflunum komið fyrir á járnplötunni, sem áður var nefnd. Einangrurum var ekið út að mestu á hestvögnum, en traktorarnir hjálpuðu til á lengstu leiðunum, t. d. á Mosfellsheiðinni.

Gröftur og sprenging
Gröftur og sprenging á holunum hyrjaði þann 22. apríl og var lokið þann 12. ágúst. Í þessum flokki unnu auk flokksstjóra 24—25 manns. Þar af voru 2 menn eingöngu við borun á klöpp með þrýstiloftspressu, og 1 maður, sem var við hleðslu og sprengingu. 1 smiður vann að skerpingu verkfæra og annar, sem flutti verkfærin til hans og frá. Hinir voru svo ýmist við gröft á holum eða hreinsun á holunum eftir sprengingu, eftir þvi sem með þurfti.
LjósafosslínaÞær jarðvegsrannsóknir, sem gjörðar voru eftir að línustæðið var ákveðið, báru með sér að víða myndi þurfa að sprengja fyrir staurunum. Til þess að flýta fyrir verkinu var því ákveðið að bora með þrýstilofti og var fenginn 1 Atlas-Diesel þrýstiloftspressa með 2 borum. Pressan var flutt frá holu til holu með traktorunum, en annars voru notaðar 160 m gúmmíslöngur til þess að leiða þrýstiloftið að holunum, og mátti þá jafnan hora í 3 holum, án þess að flytja þyrfti pressuna til. Náðist þannig til flestallra holanna, nema nokkurra í Hagavíkurhrauni og varð þar að hora með handborum. Þá reyndist og vel að nota þrýstiloftsfleyghamra í móbergi og þar sem jarðvegur var mjög þéttur.
LjósafosslínaHolur venjulegs burðarstólpa eru 4 m breiðar og 1,2 til 1 m langar. Þar sem trén eru grafin niður á 1/6 hluta af lengd sinni voru þær frá 2.0 til 2.8 m djúpar. Rúmmál holu því 10—13 m3. Þar sem klöpp var í botni var víða skilið eftir haft á milli stauranna og plankarnir fluttir upp fyrir haftið.
Fastastólpaholur voru frá 22 upp í 50 m3 að rúmmáli eftir hæð trjánna. Alls voru grafnir 281.7 m3 á 84 vinnudögum, eða til jafnaðar 33.5 m3 á dag. Alls var sprengt 1697.2 m3 af klöpp á 78 vinnudögum. eða til jafnaðar 21.7 m3 á dag. Notað var sprengiefnið Minit, 1202.5 kg alls, eða 0.71 kg á m3 klöpp.

Aðflutningur á grjóti
Við aðflutning á grjóti í holurnar unnu 3 menn með 4 hesta og 2 kerrur. Auk þess voru notaðir lítilsháttar bílar þar sem hentugra reyndist að koma þeim að.

Ljósafosslína

Ljósafosslína – leifar á Mosfellsheiði.

Aðstaða til að ná grjótinu var mjög misjöfn; kom sumstaðar nóg grjót upp úr holunum við sprengingarnar og í Hagavíkurhrauni var að sjálfsögðu nóg grjót við hendina. Á öðrum stöðum d. d. sumstaðar á Mosfellslieiði, þurfti að sækja grjótið langar leiðir, því þó að hraunklöpp væri þar næstum í hverri holu, reyndist grjótið stundum of lítið, af því að jarðvegur er þar víða svo laus í sér og mosakenndur, að ekki var hægt að nota hann í fyllingu í holunum.

Ljósafosslína

Ljósafosslína – leifar á Mosfellsheiði.

Að samsetningu trjánna unnu 1 flokkstjóri og 7 menn með honum. Flokkur þessi tók við efninu, trjám, plönkum, járnabúnaði og einangrurum þar sem traktorarnir skildu við það, skrúfaði planka og járnþverslá á trén, festi upp einangrara og gekk þannig frá, að stólparnir voru tilbúnir til uppsetningar í holuna. Við samsetningu á fasta- og hornstólpum var notaður þrífótur með handspili, sem einnig var notaður við uppsetningu stólpanna. Kostnaður á stólpastæði hefir orðið kr. 21.20 að meðallali.

Ljósafosslína

Ljósafosslína – leifar á Mosfellsheiði.

Að uppsetningu stólpanna unnu auk flokksstjóra 14 menn og hestur með kerru, sem notaður var til flutninga á verkfærum á milli holanna. Stólparnir voru reistir með gálga úr stáli, sem spenntur var á trén. Úr gálganum liggur svo dráttartaug að litlu handspili, sem staurarnir voru drengir upp með. Tók það venjulega 10—15 mínútur að reisa venjulegan burðarstólpa með handspilinu. Reynt var að nota traktor við uppsetninguna og reyndist það mjög vel þar sem hægt var að koma því við. Við fasta- og hornstólpa þurfti að nota þrífót til þess að lyfta upp enda stólpans og létta undir með spilinu, en átakið á það er að sjálfsögðu mest meðan stólpinn er að lyftast frá jörðu. Þegar stóljnnn var reistur í holunni var honum fest með fjórum taugum úr toppi hans, sem strengdar eru í járnhæla, sem reknir voru í jörðu hver á móti öðrum. Voru taugar þessar og notaðar þegar rétta þurfti stólpann í holunni og ekki teknar fyr en hann var orðinn vel fastur.

Ljósafosslína

Studebaker 1934, 3.5 t.

Þrír menn úr flokki uppsetningarmanna réttu stólpann við, fluttu hann í línu og röðuðu grjóti með stólpanum í botni, svo að hann gæti ekki haggast. Þá tók við honum flokkur aðfyllingarmanna, en í þeim flokki unnu 11 til 14 menn, venjulega tveir menn saman í burðarstólpaholu, en 4 til 6 í fastastólpaholu. Fremstir í þessum flokki voru tveir menn, sem sáu um að koma fyrir jarðplötunni og þjappa að henni jarðveginum. Þeir réttu stólpana við, ef skekkst höfðu frá því að þeir voru settir upp og gengu þannig frá þeim, að þeir gátu ekki haggast.
Kostnaður við uppsetningu varð kr. 44.80 á stólpa, en kr. 32.80 á stólpa við aðfyllingu.

Uppsetning víra

Ljósafosslína

Ferja; Þingvallavatnsferjan Grímur geitskór, á kerru sem er aftan á traktor. Óþekktur maður stendur á veginum við hlið ferjunar. Aftan á pappírskopíu stendur „Þingvallavegur“. Þetta er á gamla Þingvallaveginum á milli afleggjarans niður að Heiðarbæ og Kjósaskarðsvegar. Horft til vesturs.
„Líklega er þessi mynd frá því að báturinn Grímur Geitskór var fluttur að Þingvallavatni (Valhöll) fyrir Alþingishátíðina 1930.

Að uppsetningu víranna vann auk verkstjóra 8 manns með 3 hesta. Hófst vinnan við þetta þ. 23. maí og var henni lokið þ. 19. ágúst. Vinnunni var hagað þannig, að stálvirinn var settur fyrst á parti. Vírinn var dreginn út með hestum og hengdur upp í kastblakkir á hverjum stólpa, til þess að hann skaddaðist ekki við að dragast eftir jörðunni. Var vírinn strengdur frá fastastólpa lil næsla fastastólpa, þar sem hann var festur í þar til gjörðum klemmum, sem slaka má á eða herða á, þangað til að strenging vírsins var sú rélla. Var strenging vírsins fundin með því að mæla slaka vírsins.
Sami flokkur uppsetningarmanna strengdi og eirvírinn og var jafnan haldið með hann að næsta fastastólpa við enda stálvírsins og þannig sett upp til skiftis stálvír og eirvír. Eirvírarnir voru og hengdir upp í hverjum stólpa í kastblakkir og dregnir út með hestum. Á fastastólpunum var settur upp vinnupallur fyrir uppsetningarmennina, meðan verið var að strengja vírinn og festa í klemmur einangraranna, en á burðarstólpunum var þetta gjört frá sjálfum trjánum.

Ljósafosslína

Fordson 1930.

Sérstakur maður vann að því að ganga frá grunntengingarvírunum og samsetningu þeirra við jarðplöturnar og staurajárnin.
Í Hagavíkurhrauni varð hestunum ekki komið við, við útdrátt á vírum og var vírinn þar dreginn út með handafli og aðstoðuðu menn frá graftrar- og aðfyllingarflokkunum við það.
Kostnaður við strengingu stálvírsins varð kr. 114.00 pr. km, en kr. 168.00 pr. km við strengignu eirvíranna.

Verkamenn og aðbúnaður þeirra

Ljósafosslína

Grímur geitskór á Þingvallavatni.

Að meðaltali á timabilinu unnu við línulagningu þessa 73 menn, en flestir 103 í einu, að meðtöldum 4 mælingamönnum og þeim, sem unnu við hleðslu flutningabílanna og samsetningu á járnabúnaði í bænum.
Fyrst i stað voru verkamennirnir fluttir á vinnustaðinn í bílum, en seinnipartinn í maí fluttu þeir í tjöld og var síðan tjaldað með 6—8 km millibili.
LjósafosslínaFyrsti tjaldstaðurinn var uppi við Varmá, og annar tjaldstaðurinn var við nýja Þingvallaveginn hjá Skeljabrekku. Því næst voru tjöldin flutt upp að gamla Þingvallaveginum hjá stólpastæði nr. 156.
Fjórði tjaldstaðurinn var i Grafningnum og sá fimmti og síðasti í Hagavík, og bjuggu þar um 80 manns, jafnan þrír saman í hverju tjaldi.
Slegið var upp skúr fyrir eldbúsi og voru tveir matsveinar við að elda matinn handa verkamönnunum. Þeir, sem að strengingu víranna unnu, voru um 5—10 km á eftir síðustu mönnum í fyrri flokknum og bjuggu þeir því sér í tjöldum. Einn matsveinn annaðist matreiðslu banda þeim.

Heildarkostnaður
Heildarkostnaður efnisins og uppsetning línunnar; samtals kr. 280154.50.

Heimild:
-Tímarit verkfræðingafélags Íslands 1937 – Háspennulínan Ljósafoss—Elliðaár eftir Jakob Guðjohnsen, hefti 1; bls. 1-8 og hefti II; bls. 9-18.

Ljósafosslína

Rafstöðin við Elliðaár var reist 1921. Hún var undanfari Ljósafossvirkjunar.

 

Stekkjargil

Neðan Stekkjargils vestan Helgafells í Mosfellsbæ eru tvö upplýsingaskilti. Annað fjallar um plöntur og hitt um búskaparhætti.

Stekkjargil

Stekkjargil – skilti.

Á fyrra skiltinu; “Stekkjargil“, segir m.a.: “Í Stekkjargili eru margar tegundir platna. Hér fyrir neðan eru myndir og lýsingar á nokkrum plöntutegundum sem finna má í gilinu. Gáðu hvort þú finnur þesssa fulltrúa íslenskrar náttúru, sem saman mynda eina heild, á göngu þinni og leggðu útlit jurtarinnar, ilm og viðkomu á minnið. Þá hefur þú örugglega gaman af að finna tegundina aftur og þekkja í næstu gönguferð um náttúru landsins”.
Á skiltinu eru síðan myndir og fróðleikur um Gulmöðru, Holurt, Maríustakk, Ljónslappa, Blóðberg, Friggjargras, Holtasóley, Kornsúru, Mjaðjurt, Tungljurt, Fjalldalafífil og Krossmöðru.

Á síðara skiltinu: “Stekkur“, má lesa eftirfarandi fróðleik: “Við erum stödd neðan við Stekkjargil í austanverðu Helgafelli og grjóthóllinn, sem blasir við okkur heitir Stórhóll. Gilið dregur nafn sitt af fjárstekk frá bænum Helgafelli og má sjá rústir hans hér undir brekkunni. Stekkur er lítil fjárrétt, notaður til að mjalta ær og var þessi stekkur sennilega nýttur fram yfir aldamótin 1900 en var þá stækkaður og breytt í fjárhús eða beitarhús.

Stekkjargil

Stekkjargil – skilti.

Í Stekkjargili eru ágætir bithagar en gróðufar í Mosfellssveit mótast af landslagi og hæð yfir sjávarmáli. Efst eru fellin gróðursnauð en gróðurþekja þéttist þegar neðar dregur, líkt og hér í Stekkjargili.
Jarðvegurinn í Mosfellsbæ er víða frjór og lífrænn og reyndist hentugur til mótekju en mór er jurtaleifar sem var áður fyrr notaður til húshitunar og eldamennsku. Mógrafir voru allvíða í sveitarfélaginu, meðal annars í Stekkjarmýri sunnan við Stekkjargil.
Víða í mýrum sveitarfélagsins má finna leifar af birkilurkum og þeir eru vitnisburður um tvö löng birkitímabil sem runnu upp eftir að ísöld lauk fyrir um 10.000 árum. Eftir landnám hófst mikil landeyðing af ýmsum orsökum og í upphafi 20. aldar var allur skógur horfinn úr Mosfellssveit. Með friðun og skipulagðri skógrækt hefur sveitarfélagið tekið miklum stakkaskiptum síðustu áratugina.

Stekkjargil

Stekkjargil – skilti.

Á fyrri tíð voru ær frá Helgafelli hafðar á beit hér í Stekkjargili en reknar á hverjum degi hingað í stekkinn þar sem þær voru mjólkaðar. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú stundaði óboðinn gestur þá iðju að sjúga mjólk úr lambám í stekkjum og fjárhúsum. Það var jólasveinninn Stekkjastaur sem Jóhannes úr Kötlum orti um á þessa leið:

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék við bóndans fé.

Hann vildi sjúgja ærnar,
-þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
-það gekk nú ekki vel.

Stekkjargil

Stekkjargil – Stórhóll t.h.

Mosfellsbær

Þegar FERLIR spurði Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar um fjölda og staðsetningu upplýsinga- og fræðsluskilti í bænum og nágrenni brást hann mjög vel við og svaraði:
“Hér er að finna 31 fræðsluskilti, 4 friðlýsingarskilti, 4 fuglafræðsluskilti og 2 hjólreiðaskilti. Auk þessara skilta hafa verið sett upp 19 fræðsluskilti við stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, sjá m.a. meðfylgjandi gönguleiðakort.”

Mosfellsbær – sveit með sögu

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að flatarmáli og afmarkast af Reykjavík (áður Kjalarneshreppi) að norðan, að austan af Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi og Sveitarfélaginu Ölfusi, að sunnanverðu af Kópavogi og að vestanverðu af Reykjavík. Í aldanna rás hét sveitarfélagið Mosfellshreppur og náði allt að Elliðaám fram á 20. öld en 9. ágúst 1987 lauk langri sögu hreppsins og Mosfellsbær varð til.
Sögu byggðar í Mosfellssveit má rekja aftur á landnámsöld þegar Þórður skeggi og Vilborg Ósvaldsdóttir námu land milli Leirvogsár og Úlfarsár. Þau bjuggu á Skeggjastöðum en „frá Þórði er margt stórmenni komið á Íslandi,“ segir í Landnámu.
Allt fram á síðari hluta 19. aldar ríkti kyrrstætt bændasamfélag í Mosfellssveit, líkt og annarsstaðar á Íslandi. Sveitin var að vísu í þjóðbraut því um hana lágu leiðir til Vestur- lands, Þingvalla og austur fyrir fjall. En íslenskir bændur voru ekki alltaf að flýta sér til móts við nútímann og þegar fyrsti hestvagninn sást í Mosfellssveit á ofanverðri 19. öld töldu menn að eigandinn væri genginn af göflunum!

Mosfellsbær

Mosfellsbær – útivistarkort.

Kringum aldamótin 1900 varð félagsleg vakning í Mosfellssveit, ýmis félög voru stofnuð, til dæmis lestrarfélag, kvenfélag og ungmennafélag. Smám saman urðu atvinnumálin einnig fjölbreyttari: Ullarverksmiðjan á Álafossi tók til starfa árið 1896 og fyrsta gróðurhús landsins var byggt á Reykjum árið 1923. Mikinn jarðhita er að finna í Reykjahverfi og Mosfellsdal og vagga íslenskrar ylræktar stóð í Mosfellssveit.

Mosfellsbær

Mosfellsbær.

Mosfellssveit og þegar þeim lauk voru yfirgefnir hermannabraggar meðal annars nýttir undir starfsemi Reykjalundar sem tók þá til starfa.
Allt frá stríðslokum hefur verið mikil fólksfjölgun í sveitarfélaginu, fyrsta stóra stökkið í þeim efnum varð á 8. áratugnum og nú búa meira en átta þúsund manns í sveitinni milli fellanna þar sem fjölbreytt náttúra og áhugaverð saga haldast í hendur.

Fræðsluskiltin 19 við stikaðar gönguleiðir eru:

1. Hamrahlíð

Mosfellsbær

Hamrahlíð.

Undir norðanverðu Úlfarsfelli er skógræktar- og útivistarsvæðið Hamrahlíð en samnefnt kotbýli stóð skammt héðan, norðan Vesturlandsvegar. Býlið fór í eyði nálægt aldamótunum 1900 en enn má sjá rústir þess.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Hamrahlíð.

Upphaf skógræktar í Hamrahlíð má rekja til fyrri hluta 20. aldar þegar Ungmennafélagið Afturelding hóf gróðursetningu á þessum slóðum. UMFA sinnti skógræktarmálum í Mosfellssveit fram yfir miðja öldina en þar kom að Skógræktarfélag Mosfellshrepps var stofnað, í Hlégarði 20. maí 1955. Stofnfélagar voru 88 talsins og var Guðjón Hjartarson (1927-1992) á Álafossi kjörinn fyrsti formaður félagsins.
Hamrahlíð er úr landi Blikastaða og árið 1957 gerði Skógræktarfélagið leigusamning við landeigendur og hóf þar skógrækt með skipulögðum hætti.
Fyrst var plantað þar birki, sitkagreni og rauðgreni. Næstu áratugina gróðursetti Skógræktarfélagið trjáplöntur í Hamrahlíð af miklu kappi og á heiðurinn að þessu blómlega skóglendi. Frá árinu 1983 hefur félagið verið með jólatrjáasölu í Hamrahlíð.
Hamrahlíðarsvæðið er 42,6 ha að stærð. Gegnum það liggur malbikaður stígur sem tengir saman Reykjavík og Mosfellsbæ og héðan liggja tvær göngu- leiðir á Úlfarsfell, alla leið á tindinn Stórahnjúk sem rís 295 metra yfir sjávarmál. Sú gönguferð tekur um 1,5 klst., fram og til baka, hækkun er 195 m en vegalengdin 4,6 km.

2. Hernámsárin

Mosfellsbær

Hernámið.

Hinn 10. maí 1940 steig breskt hernámslið á land í Reykjavík og tók fljótlega að hreiðra um sig í Mosfellssveit, í tjöldum og síðan bröggum.
Umsvif hernámsliðsins gjörbreytti ásýnd sveitarinnar og mannfjöldinn margfaldaðist; ári síðar kom bandarískt herlið til sögunnar og leysti það breska af hólmi.
Braggahverfi, svonefndir kampar, risu víða í Mosfellssveit og hlutu erlend nöfn, til dæmis Whitehorse, Victoria Park og McArthur.

Mosfellsbær

Hernámið.

Flestir kamparnir voru í námunda við Varmá og í sunnanverðri sveitinni, meðal annars í grennd við Hafravatn og Geitháls.
Norðvestan við Hafravatn stóð kampurinn Jeffersonville. Þar var meðal annars bakarí og ekið með framleiðsluna í önnur braggahverfi en einnig voru hér skotfæra- og birgðageymslur svo og bílaverkstæði.
Braggabyggðin við Hafravatn er horfin en enn má sjá marga húsgrunna á þessum slóðum sem vitna um mannlíf undir bogalaga bárujárni á liðinni öld.

3. Seljadalsá og Lestrarfélagið

Mosfellsbær

Seljadalsá – skilti.

Seljadalsá á upptök sín undir sunnanverðu Grímannsfelli, liðast eftir endilöngum Seljadal og fellur í Hafravatn. Hér undir hamrinum dró til tíðinda hinn 8. ágúst 1890 þegar 19 Mosfellingar komu saman og stofnuðu Lestrarfélag Lágafellssóknar. Þá var ekkert félagsheimili í Mosfellssveit svo ekki var um annað að ræða en að halda stofnfundinn úti í guðsgrænni náttúrunni.

Lágafell

Lágafell um 1900.

Í lögum Lestrarfélagsins sagði að tilgangur þess væri „ … að styrkja félagsmenn sína í að afla sér sem mestrar fræðilegrar þekkingar eftir því sem félagið hefir föng á og yfirhöfuð að vinna að uppfræðing þeirra og menningu, þjóðfélaginu til eflingar.“
Lestrarfélagið starfaði af miklum þrótti fram eftir 20. öld. Það sinnti bókaútlánum, gaf út farandblaðið Umfara um skeið, byggði félagsheimili að Lágafelli árið 1898 og beitti sér fyrir ýmsum framfaramálum, til dæmis stofnun dýraverndarfélags og bindindisstúku.

4. Hafravatnsrétt

Mosfellsbær

Hafravatnsrétt.

Um aldamótin 1900 voru hátt í tvö þúsund fjár í Mosfellshreppi.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Hafravatnsrétt.

Afréttur Mosfellinga og Seltirninga var á Mosfellsheiði og því þörf á stórri skilarétt í hreppnum. Þá hafði lögrétt sveitarinnar verið í Árnakrók við Selvatn um 20 ára skeið, hún þótti vera of sunnarlega í sveitinni og voru tilnefndir „réttarstæðis- leitarnefndarmenn“ til að finna nýtt og hentugt réttarstæði.
Hinni nýju skilarétt var valinn staður við austurhluta Hafravatns. Verkstjóri á Úlfarsfelli stjórnaði byggingu hennar en hann var þá helsti grjóthleðslumeistari sveitarinnar. Fyrst var réttað í Hafravatnsrétt árið 1902 og var hún lögrétt Mosfellinga um 80 ára skeið. Fram eftir 20. öld voru réttirnar eitt helsta mannamót ársins í sveitinni og þangað flykktust ungir sem aldnir á hverju hausti. Veitingar voru seldar í tjöldum og um langt skeið annaðist Kvenfélag Lágafellssóknar kaffiveitingar í bragga sem stóð sunnan við réttina.
En nú er hún Snorrabúð stekkur og grjóthlaðnir réttarveggirnir mega muna fífil sinn fegri. Hafravatnsrétt var friðlýst árið 1988.

5. Gullið við Seljadalsá

Mosfellsbær

Gullnáman.

Snemma á 20. öld var þetta landsvæði vettvangur mikilla framkvæmda. Þá höfðu rannsóknir sýnt að kvars með gulli var að finna í jarðlögum beggja vegna Seljadalsár og árið 1908 hófst hér námugröftur en gullgrafararnir höfðu ekki erindi sem erfiði.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur – skilti.

Þremur árum síðar tók erlent fyrirtæki námuna á leigu, einkum fyrir tilstilli Einars Benediktssonar skálds (1864-1940) sem átti eftir að koma mikið við sögu gull- leitarinnar við ána. Um skeið voru hér mikil umsvif; djúp hola var grafin í bergið og þiljuð innan með timbri. Jarðvegurinn var hífður upp úr námugöngunum en vatni dælt í burtu. Um skeið var unnið dag og nótt og bjuggu starfsmennirnir í húsi sem reist var á staðnum.
ÞormóðsdalurÍ fyrri heimstyrjöldinni 1914-1918 varð hlé á gullleitinni en á 3. áratugnum tóku hjólin að snúast á ný undir stjórn Þjóðverja sem stofnuðu hlutafélagið Arcturus til að sinna námugreftrinum. Þegar mest var unnu hér 20-30 manns, inn í bergið voru sprengd 60 metra löng göng sem lágu tíu metra undir yfirborð jarðar.
Til að gera langa sögu stutta svaraði gullgröfturinn við Seljadalsá ekki kostnaði og var honum sjálfhætt þótt enn á ný hafi verið gerðar hér rannsóknir er nær dró aldamótunum 2000. Nú er fátt á þessum slóðum sem minnir á námugröft og göngunum hefur verið lokað.

6. Seljadalur og Kambsrétt

Mosfellsbær

Kambsrétt.

Seljadalur er grösugur dalur sunnan við Grímannsfell, innst í honum er svipmikið gil, sem heitir Hrafnagil, en þar fyrir austan tekur við Innri-Seljadalur. Í Seljadal eru góðir bithagar fyrir sauðfé enda var fé haft þar í seli á fyrri tíð, líkt og nafnið gefur til kynna.

Mosfellsbær

Seljadalur – Kambsrétt.

Frá örófi alda lá þjóðleið til Þingvalla í gegnum Seljadal. Þegar Kristján konungur níundi sótti íslenska þegna sína heim árið 1874 reið hann í gegnum dalinn ásamt fríðu föruneyti. Konunglegt náðhús var haft meðferðis og meðal annars sett upp í Innri-Seljadal þar sem síðar var nefnt Kamarsflöt.
Fremst í dalnum stóð Kambsrétt og á 80 metra kafla hefur vegurinn verið hellulagður. Rústir réttarinnar eru beggja vegna vegarins en hóllinn fyrir ofan heitir Kambhóll. Réttin lá í stefnunni austur-vestur, hún var 19×25 metrar að stærð og skiptist í fjögur hólf. Kambsrétt var skilarétt Mosfellinga og Seltirninga fram á síðari hluta 19. aldar og var iðulega réttað þar á miðvikudegi í 22. viku sumars. Seint á 19. öld var skilaréttin flutt í Árnakrók við Selvatn og í byrjun 20. aldar var ný fjárrétt reist við Hafravatn.

7. Nessel

Mosfellsbær

Nessel.

Hér má sjá rústir Nessels sem tilheyrði bújörðinni Nesi á Seltjarnarnesi. Getið er um selið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá öndverðri 18. öld en þar segir: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Nesssel í Seljadal undir Grímafelli [Grímannsfelli], og hefur um lánga stund ekki brúkuð verið …“

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstaða tíðkaðist um aldir á Íslandi. Selin voru byggð upp til fjalla og þangað var farið með ærnar á sumrin og stundum einnig kýr. Í seljunum voru unnar mjólkurafurðir, bæði smjör og skyr, undir stjórn selmatseljunnar sem hafði oft unglinga sér til aðstoðar. Smalarnir þurftu að gæta ánna nótt sem nýtan dag og reka þær heim í selið til mjalta á hverjum degi. Þessi búskapur lagðist niður á 19. öld en seljarústir má finna allvíða í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær

Nessel – skilti.

Nessel er 4×6 metrar að stærð og snýr í norður-suður. Veggirnir eru um 50-100 cm breiðir og 30-80 cm háir. Austasti hlutinn var stekkur þar sem ærnar voru mjólkaðar. Nesselsá fellur hjá garði og sameinast Seljadalsá.
Spölkorn héðan má sjá leifar af lítilli vatnsvirkjun í Nesselsá. Hún er frá því um 1970 en þá gerði Mosfellshreppur könnun á því að leiða kalt vatn úr Seljadal niður í byggðarkjarna sveitarinnar. Vegalengdin reyndist of löng til að hugmynd þessi yrði að veruleika.

8. Bjarnarvatn

Mosfellsbær

Bjarnarvatn.

Bjarnarvatn er lítið og grunnt stöðuvatn í 259 metra hæð yfir sjávarmáli. Varmá fellur úr vatninu og til sjávar í Leiruvogi. Hér til vinstri eru leifar af stíflu sem byggð var á fyrri hluta 20. aldar í tengslum við ullarvinnslu á Álafossi. Bjarnarvatn átti þá að vera uppistöðulón fyrir Varmá en stíflugerðin skilaði ekki tilætluðu hlutverki sínu.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Bjarnarvatn.

Varðveist hefur frásögn af nykri í Bjarnarvatni en nykur er vatnaskrímsli í hestslíki, oft grátt að lit. Hófar dýrsins snúa öfugt og hófskeggið fram. Nykur reynir að lokka menn til að setjast á bak sér og festast þeir þá við dýrið sem hleypur umsvifalaust í vatnið og þarf þá ekki að spyrja að leikslokum.
Um 1930 kvaðst sauðamaður frá Suður-Reykjum hafa komist í tæri við nykurinn í Bjarnarvatni og lýsti viðureigninni á þessa leið: „Tók ég snærishönk upp úr vasa mínum og hugðist ná hestinum strax en það vafðist eitthvað fyrir mér og barst nú leikurinn heim undir fjárhús. Lagði ég nú allt kapp á að ná Grána og tókst það og bjó ég mig undir að bregða bandinu upp í hestinn en fékk þá nokkra bakþanka. Skoðaði ég hestinn nánar, og sá þá að hófarnir snéru öfugt. Hafði ég nú snögg viðbrögð; sleppti tökum og forðaði mér, því nykrar hafa þá ónáttúru að ef maður sest á bak límist maður við bakið og skepnan stormar beint í vatnið sitt og heimkynni með manninn á baki og eru það hans endalok.“

9. Beitarhús

Mosfellsbær

Beitarhús – skilti.

Hér má sjá rústir beitarhúsa sem voru í eigu bóndans á Suður-Reykjum. Beitarhús voru fjárhús fjarri heimatúnum og tók staðsetning þeirra mið af því að hægt væri að nýta úthaga að haust- og vetrarlagi. Smalinn hélt fénu á beit á daginn og ef jörð var hulin snjó var honum rutt á brott með svonefndri varreku sem var járnvarin tréskófla.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – beitarhús.

Í slæmum veðrum var féð hýst í beitarhúsunum og því gefið hey. Þessi beitarhús voru byggð upp af tveimur samhliða, jafnlöngum en misbreiðum húsum sem snúa norðvestur-suðaustur og var gengið inn í þau að norðvestanverðu.
Húsin voru um átta metrar að lengd en 3,5 m og 2,5 m að breidd. Veggirnir eru 1,5 – 2 m að þykkt neðst og 80 cm að hæð þar sem þá ber hæst. Að baki húsanna er heytóft, um 2×6 m að ummáli.
Víða um land má sjá rústir beitarhúsa sem voru oft nálægt ströndinni svo hægt væri að nýta fjörubeit. Annars staðar, líkt og hér, voru beitarhúsin upp til fjalla þar sem nægilegt graslendi var í grennd. Beitarhús voru nýtt fram á 20. öld; þessi hús voru aflögð um 1910-1915 og síðast notuð af bóndanum á Reykjahvoli.

10. Einbúi

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Einbúi.

Grjóthóllinn Einbúi er efst á Reykjafelli (Reykjafjalli) en það rís 268 metra yfir sjávarmál. Hinn 16. febrúar 1944 fórust tvær bandarískar herflugvélar af gerðinni P-40 K á fjallinu. Önnur vélin brotlenti ofan við Reyki og flugmaðurinn, William L. Heidenreich, fórst.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Einbúi.

Hin vélin hrapaði til jarðar hér við Einbúa, í svonefndu Einbúasundi, og mátti lengi finna þar leifar af flakinu. Flugmaðurinn, Nicholas Stam (1918-2009), bjargaðist í fallhlíf og var borinn heim að bænum Helgadal í sunnanverðum Mosfellsdal þar sem hlúð var að honum.
Á sínum tíma fengust litlar upplýsingar um slysið og margir töldu að vélarnar hefðu rekist saman. Skýrslur flughersins sanna að svo var ekki heldur urðu veðuraðstæður orsök slyssins eins og Stam staðfesti í bréfi árið 2001: „Veðrið var slæmt og ég tel að þrumuveður hafi valdið því að vélarnar hröpuðu. Ég missti stjórn á flugvélinni og William lenti einnig í hremmingum á sinni vél. Honum tókst ekki að komast í fallhlíf í tæka tíð.“

11. Jarðfræði við Varmá

Varmá

Álafoss í Varmá.

Landslagið við Varmá er mótað af ísaldarjöklinum en rof af völdum vatns og vinda hefur einnig haft sín áhrif á það. Gott dæmi um rof af völdum vatns er gilið hér fyrir neðan sem áin hefur grafið niður í bergið. Þegar ný jarðskorpa verður til í gosbeltinu gliðnar landið og jarðskorpuflekana rekur til beggja hliða. Við gliðnunina verða til misgengissprungur sem liggja samsíða gosbeltinu, NA-SV. Slík misgengi eru víða í gilinu og fellur fossinn fram af slíkri misgengisbrún. Misgengissprungurnar í gilinu tengjast að hluta virku eldstöðvakerfi í Krýsuvík.
Í gilinu má greina mismunandi berglög og forvitnilega jarðsögu.

Mosfellsbær

Álafoss í Varmá – skilti.

Þar sést vel hvernig jarðlögum hallar um 19° inn til landsins vegna fergingar af völdum yngri jarðlaga í gosbeltinu. Neðst í gilinu er dökkleitt móberg sem myndaðist við eldgos undir jökli; þar ofan á kemur þunnt, ljóst hraunlag úr basalti frá hlýskeiði á ísöld og ofan á því situr jökulberg, hörðnuð jökulurð með samanlímdum ávölum setkornum af ýmsum stærðum. Jarðlögin vitna um tvö jökulskeið og eitt hlýskeið á milli þeirra. Móbergið er fínkornótt og skorið af berggöngum sem eru kólnaðar aðfærsluæðar kviku.

Álafoss

Álafossverksmiðjan um 1920. Fremst á myndinni er gripahús, en búrekstur var lengi stundaður á Álafossi jafnhliða verksmiðjurekstrinum. Fjær er verksmiðjuhúsið, sem reist var árið 1896 og stendur enn. Greinilega má sjá rörið, sem liggur frá stíflunni niður í verksmiðjuhúsið, en vatnsaflið var notað við ullarvinnsluna. Fólk er á ferli í kringum Álafosslaugina, en í fjarska má greina fjallsnípuna Reykjaborg, en skammt þaðan á Varmá upptök sín.

Hin gjöfulu jarðhitasvæði í Mosfellssveit sækja varmann í slík innskot sem ennþá eru heit. Virkar sprungur frá Krýsuvíkureldstöðinni liggja um svæðið og því nær grunnvatn að leika um bergið og hitna. Heita vatnið leysir upp ýmis efni úr berginu og þegar vatnið kólnar falla þessi efni út og mynda steindir í holrýmum bergsins, svonefndar holufyllingar. Steindirnar í gilinu eru einkum kabasít og thomsonít.
Jarðlögin vitna um veðurfarssögu sem hófst fyrir 2-3 milljónum ára þegar ísaldarjöklar tóku að hylja landið og móbergslög hlóðust upp undir jökulfarginu. Þegar jökulhellan hopaði rann hraun yfir móbergið en síðan skreið jökullinn fram, heflaði af jarðlagastaflanum og skildi eftir sig grjótmulning ofan á hraunlaginu. Í tímans rás hefur þessi mulningur límst saman og myndað setberg sem einnig er nefnt jökulberg.

12. Suður-Reykir

Mosfellsbær

Suður-Reykir – skilti.

Suður-Reykir, einnig nefndir Reykir, er gömul bújörð í Reykjahverfi og ein af stærri jörðum sveitarfélagsins. Heimildir eru um kirkju á Reykjum frá 12. til 18. aldar og í kaþólskum sið var Reykjakirkja helguð Snemma á 20. öld komust Reykir í eigu Guðmundar Jónssonar frumkvæði var lítið gróðurhús reist í landi Reykja árið 1923, það fyrsta á Íslandi. Þar með hófst nýtt skeið í íslenskri landbúnaðar- sögu, gróðurhús voru byggð í Reykjahverfi og Mosfellsdal og með sanni má segja að vagga íslenskrar ylræktar hafi staðið í Mosfellssveit.

Suður-Reykir

Suður-Reykir.

Nú er stunduð alifuglarækt á Reykjum en hluti jarðarinnar er kominn undir þéttbýli. Landamerki Reykja í norðri voru við Skammadalslæk og sunnan lækjarins reis vistheimilið á Reykjalundi fyrir miðja síðustu öld.

13. Stekkjargil

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Stekkjargil.

Í Stekkjargili eru margar tegundir plantna. Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum plöntutegundum sem finna má í gilinu. Gáðu hvort þú finnur þessa fulltrúa íslenskrar náttúru, sem saman mynda eina heild, á göngu þinni og leggðu útlit jurtarinnar, ilm og viðkomu á minnið. Þá hefur þú örugglega gaman af að finna tegundina aftur og þekkja í næstu gönguferð um náttúru landsins.

14. Stekkur

Mosfellsbær

Í stekknum.

Við erum stödd neðan við Stekkjargil í austanverðu Helgafelli og grjóthóllinn sem blasir við okkur heitir Stórhóll. Gilið dregur nafn sitt af fjárstekk frá bænum Helgafelli og má sjá rústir hans hér undir brekkunni. Stekkur er lítil fjárrétt, notaður til að mjalta ær og var þessi stekkur sennilega nýttur fram yfir aldamótin 1900 en var þá stækkaður og breytt í fjárhús eða beitarhús.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Stekkjargil.

Í Stekkjargili eru ágætir bithagar en gróðurfar í Mosfellssveit mótast af landslagi og hæð yfir sjávarmáli. Efst eru fellin gróðursnauð en gróðurþekjan þéttist þegar neðar dregur, líkt og hér í Stekkjargili.
Jarðvegurinn í Mosfellsbæ er víða frjór og lífrænn og reyndist hentugur til mótekju en mór er jurtaleifar sem var áður fyrr notaður til húshitunar og eldamennsku. Mógrafir voru allvíða í sveitarfélaginu, meðal annars í Stekkjarmýri sunnan við Stekkjargil.

15. Helgafell

Mosfellsbær

Helgafell.

Helgafell rís 216 metra yfir sjávarmáli og þeir sem ganga á fjallið verða verðlaunaðir með góðu útsýni yfir Mosfellsbæ og Sundin blá. Efst á fellinu má sjá rústir af varðbyrgi frá hernámsárunum og vestan fjallsins eru leifar fjöruborðs, í 55 metra hæð yfir sjávarmáli, sem skýrist af því að eftir að ísaldarjökullinn tók að hopa fyrir um 10.000 árum gekk sjór inn á láglendið í Mosfellssveit.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Helgafell.

Algengasta gönguleiðin á Helgafell hefst á svonefndum Ásum við Þingvallaveg. Leiðin liggur framhjá tveimur steyptum vatnstönkum frá hernámsárunum sem voru notaðir til að miðla köldu vatni í stórt sjúkrahúshverfi sem reis á Ásunum og nefnt var Helgafell Hospital. Göngusneiðingur liggur upp fjallið að vestanverðu og þar sem lagt er á brattann er smálaut sem er leifar af lítilli gullnámu frá því snemma á 20. öld. Forsaga málsins er sú að skömmu eftir aldamótin 1900 tóku menn að gera sér vonir um að finna gull í Mosfellssveit, einkum við Seljadalsá í suðurhluta sveitarinnar. Þegar bóndinn á Reykjum auglýsti jörð sína til sölu árið 1911 skrifaði hann í blaðaauglýsingu: „Reykjaland liggur meðfram Þormóðsdals landareign að norðan, og stefnir gullæðin þar á það mitt. Líka kvað hafa fundist gull í næstu landareign að norðan í líkri stefnu (Helgafelli).“ Engar frekari sögur fara af gullinu í Helgafelli.

16. Bringur

Mosfellsbær

Bringur – skilti.

Bringur eru eyðibýli efst í Mosfellsdal, norðan Grímannsfells, og fellur Kaldakvísl hjá garði.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Bringur; uppdráttur ÓSÁ.

Bærinn var byggður sem nýbýli úr landi Mosfells árið 1856 og fyrsti ábúandinn hét Jóhannes Jónsson Lund vermenn úr Laugardal og Biskupstungum björguðust þangað við illan leik eftir miklar hrakningar á Mosfellsheiði. Sex félagar þeirra urðu úti á heiðinni og voru jarðsettir í Mosfellskirkjugarði.
Bringur þótti ágæt sauðfjárjörð og þaðan var stutt í afréttarlandið á Mosfellsheiði. Hinsvegar voru heimatúnin ekki víðfeðm og þess vegna sóttu Bringnabændur stundum í slægjuland lengra inni á heiðinni.
Greiðfær akleið liggur frá Þingvallavegi, ofan við Gljúfrastein, að túnfætinum í Bringum. Enn má sjá leifar af útihúsum á heimatúninu og niður við Köldukvísl er mikill yndisreitur sem heitir Helguhvammur. Þar er fallegur foss í ánni sem heitir Helgufoss.

17. Gljúfrasteinn

Mosfellsbær

Gljúfrasteinn.

Gljúfrasteinn er byggður úr landi jarðarinnar Laxness árið 1945.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Gljúfrasteinn.

Arkitekt hússins var Ágúst Pálsson (1893-1967) en Auður Laxnes (f. 1918) segir svo frá byggingunni í ævisögu sinni: „Á Þjóðhátíðardaginn 17. júní 1945, kom ég mér vel fyrir í sólskininu á svölum Landspítalans, og vélritaði samning um byggingu Gljúfrasteins, og dagana á eftir var hafist handa. Fyrstu merki þess að framkvæmdir væru hafnar, var sími festur uppá steini hér úti á hól, og breiddur yfir hann segldúkur á kvöldin. Þá var fátt um byggingarefni, og þurfti að hringja í ýmsar áttir og tína það saman héðan og þaðan af landinu.“
ár og gengu um leið í hjónaband. Þótt Gljúfrasteinn væri í þjóðbraut var Mosfellsdalur stundum einangraður að vetrarlagi; til Reykjavíkur lá óupplýstur malarvegur sem gat lokast vegna veðurs og ófærðar. Auk þess var þá engin verslun í Mosfellssveit eins og fram kemur í endurminningum Auðar: „Á þessum árum var ekkert í kringum Brúarland, þar sem nú er næstum risin borg; engin verslun fyrr en í Reykjavík. Ég keypti mjólk á bæjunum og við fórum eftir rjóma tuttugu og sjö kílómetra, austur að Kárastöðum.“

Laxness

Auður og Halldór Laxness.

Á Gljúfrasteini skópu Halldór og Auður mikið menningarheimili, þar var mjög gestkvæmt og tíðkaðist að erlendir þjóðhöfðingjar sæktu þau heim á leið sinni til Þingvalla. Nú er Gljúfrasteinn í eigu íslenska ríkisins og húsið var opnað sem safn fyrir almenning í september árið 2004.

18. Guddulaug

Mosfellsbær

Guddulaug-skilti.

Guddulaug er kaldavermsl skammt frá Laxnesi og gefur af sér um 10 sekúndulítra af 4 gráðu heitu vatni. Um 1980 var laugin virkjuð af Mosfellshreppi en nú á dögum er vatnið úr henni sjaldan notað fyrir vatnsveitukerfi bæjarins.
Halldór Laxness lýsti Guddulaug árið 1975 í endurminningarsögunni Í túninu heima og gerði hana að himneskum heilsubrunni. Hann skrifar: „Í dalnum trúðu allir á þessa lind; einlægt ef einhver var hættulega sjúkur var sótt vatn í þessa lind. Faðir minn trúði á þess lind. Ég trúi líka á þessa lind. Þegar faðir minn var hætt kominn í lúngnabólgu í fyrra sinnið var ég látinn sækja vatn handa honum í þessa lind tvisvar á dag og honum batnaði. Þegar hann fékk lúngnabólgu næst, átta árum síðar, þá var ég í bænum að láta prenta Barn náttúrunnar og einginn til að sækja honum vatn í þessa lind og hann dó …“

Guddulaug

Guddulaug.

Þessi lýsing Halldórs varð til þess að á undanförnum árum hefur fjöldi ferðamanna gengið að Guddulaug til að bergja á hinu heilnæma vatni. Sá er þó galli á gjöf Njarðar að þegar uppsprettan var virkjuð var henni spillt þannig að vatnið rennur nú úr sveru plaströri. Tveir steyptir brunnar með kranabúnaði komu í stað Guddulaugar en hugmyndir hafa verið á lofti að færa lindina í upprunalegt horf.
Auðvelt er að komast að Guddulaug. Hægt er að leggja bifreiðum á bílastæði Bakkakotsvallar og halda síðan að lauginni eftir göngustíg austan við golfvöllinn. Sú vegalengd er aðeins nokkur hundruð metrar.

19. Mosfell

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Mosfell.

Mosfell rís 276 metra yfir sjávarmáli. Það er myndað úr móbergi við gos undir jökli fyrir nokkrum þúsundum ára en önnur fjöll sveitarinnar eru hinsvegar úr mismunandi hraunlögum.

Bærinn Mosfell er nefndur í íslenskum fornritum, meðal annars í Egilssögu. Þar dvaldi Egill Skallagrímsson síðustu árin, þar faldi hann silfursjóð sinn og fékk þar sína hinstu hvílu: „Bein Egils voru lögð niður í utanverðum kirkjugarði að Mosfelli,“ segir í Eglu.
Á Mosfelli var fyrst byggð kirkja á 12. öld en mestum deilum olli kirkja sú sem jafnað var við jörðu á ofanverðri 19. öld og greint er frá í Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness. Eftir niðurrif kirkjunnar var ekkert guðshús á Mosfelli fyrr en árið 1965 en þá var Mosfellskirkja hina nýja vígð. Arkitekt hennar Á Mosfelli eru þrír minnisvarðar: brjóstmynd af Ólafíu starfaði mikið að framfara- og mannúðarmálum, bæði á Íslandi og í Noregi. Þá er minnisvarði um séra Magnús Grímsson 1860) sem var prestur á Mosfelli fimm síðustu æviár sín. Hann beitti sér fyrir söfnun íslenskra þjóðsagna og ævintýra ásamt Jóni Árnasyni við Mosfellskirkju, en samkvæmt erfðaskrá Stefáns skyldi nota allar eigur hans til að byggja nýja kirkju á Mosfelli.

Minna-Mosfellssel

Minna-Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

Gönguleið liggur frá Mosfellskirkju til fjalls, framhjá klettinum Diski, sem dregur nafn sitt af því að hann er flatur að ofan, og síðan á fjallstindinn þar sem sjá má leifar af varðbyrgi úr seinni heimsstyrjöld. Þaðan er hægt að ganga niður að bænum Hrísbrú þar sem kirkja, kirkjugarður og skálabær frá miðöldum hafa verið grafin úr jörðu. Frá Hrísbrú liggur leiðin aftur að Mosfelli þar sem hringnum er lokað. Gönguferðin tekur um 1½ klukkustund.

Auk framangreinds er að finna fleiri upplýsinga- og fræðsluskilti víðs vegar við gönguleiðir Mosfellsbæjar.

Heimild:
-Tómas G. Gíslason, Umhverfisstjóri – Umhverfissvið Mosfellsbæjar.

Mosfellsbær

Gönguleiðir í Mosfellsbæ og nágrenni.

Moldbrekkur

FERLIR ákvað að skoða tvær merkar minjar; sæluhúsið í Moldbrekkum á Mosfellsheiði og Mosfellssel við Leirvogsvatn.

Moldbrekkur

Moldbrekkur – hin “Sýsluvarðan”, nú fallin.

Í Árbók Ferðafélags Íslands 2019 segir m.a. um “Sæluhúsið” í Moldbrekkum: “Árið 1841 var byggt sæluhús í Moldbrekkum á norðanverðri Mosfellsheiði og þar vory hlaðnar svonefndar Sýsluvörður á mörkum Kjósarsýslu (nú Mosfellsbæjar) og Árnessýslu. Grjót úr vörðunum var notað í húsið og hreppsstjóri Mosfellinga, Jón Stephensen (1794-1853) á Korpúlfsstöðum, og Þingvellinga, Kristján Magnússon 1777-1843) í Skógarkoti, völdu staðinn.
Sæluhúsið stóð allhátt í landslaginu og örskammt þaðan var vatnslind. [Vatnslindin sést vel norðan í Moldbrekkum, en er nú uppþornuð]. Greint er frá húsinu í sýslulýsingu Árnessýslu frá árinu 1842: “Í sumar er var, var byggt nýtt sæluhús á miðri Mosfellsheiði af Þingvalla- og Mosfellssveitar innbúum. En eftir er þá að ryðja og varða vel heiðina, sérílagi að austanverðu, og mun á því verða byrjað á sumri komanda.”

Moldbrekkur

Moldbrekkur.

Sæluhúsið í Molbrekkum skapaði öryggi fyrir vegfarendur og í illviðrum gat þetta litla torfhýsi skilið á milli feigs og ófeigs. Snemma marsmánaðar árið 1857 héldu 14 vertíðarmenn úr Biskupstungum og Laugardal frá Þingvöllum vestur yfir Mosfellsheiði þar sem þeir hrepptu norðanstórviðri. Þeir huguðst leita skjósl í sæluhúsinu en fundu það ekki og héldu áfram í áttina að Mosfellsdal með tilfallandi afleiðingum.”

Austan á hálsinum ofan við Moldbrekkur eru svonefndar “Sýsluvörður” á mörkum Mosfellsbæjar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar.  Önnur þeirra stendur enn, en hin mætti sjá fífilinn fegurri.

Mosfellssel

Mosfellssel.

Í “Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006” má sjá eftirfarandi um Mosfellssel: “Í Lýsingu Mosfells- og Gufunessókna segir: „Selstöður eru hvergi hafðar nema frá Mosfelli, við Leirvogsvatn undir Illaklifi; er þangað langur vegur og slitróttur yfirferðar“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 237).
„Örnefni benda til fleiri selja. T.d. í Mosfellskirkjulandi er mýrarfláki sem heitir Selflá. Þar voru ær hafðar í seli inni í Klifi [Þetta mun vera Illaklif við Leirvogsvatn]. Selmatráðskona var þar Ragnhildur Þórðardóttir“ (Þjóðháttarannsókn stúdenta 1976).
Við sunnanvert Leirvogsvatn, norðan undir Illaklifi, þar sem það byrjar austanmegin, um 30-40 m ofan við vatnið, er dálítil kvos eða hvammur. Frá náttúrunnar hendi er þetta ákjósanlegur staður fyrir sel. Vestan við eru skriður og lítið undirlendi neðan þeirra.

Mosfellssel

Mosfellssel.

Austan við eru mýrarflákar sem halla niður að vatninu. Staður þessi er greinilega ekki valinn af neinu handahófi, heldur sá besti og líklega sá eini nothæfi þarna megin við vatnið. Þarna er selrúst, sem samanstendur af tveimur húsum, og tvær kvíar (Ágúst Ó. Georgsson).
Selrústir samanstanda af þremur húsum, sem öll snúa dyrum í N. V húsið er um 3×4 m, að innanmáli. Veggjaþykkt um 1 m. Hús þetta snýr framgafli í N, móti vatninu. Sjást grjóthleðslurnar í veggjunum vel. Miðhúsið er aflangt og eru dyr á miðri N-langhlið. Stærð þess er um 3×6 m að innanmáli. Hæð veggja er um 1 m, þykkt veggja um 1 m. Hér sjást grjóthleðslurnar í veggjum sérlega vel. Þessi tvö hús (mið- og vesturhús) eru að hluta grafin inn í brekkuna, sem er á bakvið.

Mosfellssel

Mosfellssel – austasta tóftin.

Austasta húsið er skemmt að hluta en þó má vel sjá lögun þess. Stærð þess er um 2×3 m. Veggjaþykkt um 1 m. Hús þetta snýr framgafli í N, niður að vatninu eins og hin tvö, og á honum eru dyr. Þessi hús, sem mynda selið, standa samsíða. Dálítið bil er á milli miðhúss og austurhúss.
Mætti e.t.v. giska á að þar hafi eldaskáli eða hús verið. Miðhúsið svefn- eða íveruhús og það vestra mjólkurhús. Svæði þetta var í Mosfellskirkjueign til 1934 en er nú í eigu Mosfellshrepps (Ágúst Ó. Georgsson).

Mosfellssel

Mosfellssel – stekkur.

Við sunnanvert Leirvogsvatn, norðan undir Illaklifi, þar sem það byrjar austanmegin, um 30-40 m ofan við vatnið, er dálítil kvos eða hvammur. Frá náttúrunnar hendi er þetta ákjósanlegur staður fyrir sel. Vestan við eru skriður og lítið undirlendi neðan þeirra. Austan við eru mýrarflákar sem halla niður að vatninu. Staður þessi er greinilega ekki valinn af neinu handahófi, heldur sá besti og líklega sá eini nothæfi þarna megin við vatnið. Þarna er selrúst, sem samanstendur af tveimur húsum, og tvær kvíar (Ágúst Ó. Georgsson).
Aftan við selið er kvíarúst (N-við). Garðar hafa verið hlaðnir þar við stóra steina og myndar umhverfið þannig verulegan hluta kvíanna. Ofan við kvíarnar er brött og grýtt hlíð (Illaklif). Kvíunum er skipt í tvo hluta með garði og framan við innganginn er aðrekstrargarður til að auðvelda innrekstur ánna. Að innanmáli eru kvíarnar um 5 x 6 m. Eru þær að mestu eða öllu leyti hlaðnar úr grjóti. Veggjahæð er 0,5 – 1,2 m. Selið er allt hlaðið úr torfi og grjóti, en grjót er þó mest áberandi í innri veggjahleðslum (Ágúst Ó. Georgsson).”

Mosfellssel

Mosfellssel.

Hér kemur síðan vísbending um tilvist fyrstnefndu minjanna, þ.e. hugsanlegs kúasels: “Um 12-13 m austan við kvíarnar eru aðrar kvíar sem eru all frábrugðnar að lögun. Þessar kvíar eru aflangar, um 2×14 m, með inngang á miðjum N-langvegg. Veggjaþykkt er ca 1 m og veggjahæð 0,5 m ca. Svæði þetta var í Mosfellskirkjueign til 1934 en er nú í eigu Mosfellshrepps. (Heimildaskrá: Ágúst Ó. Georgsson, Fornleifaskráning í Mosfellssveit 1980-1982. Skráningarbækur Þjóðminjasafns).”
Svo virðist sem þarna gæti jafnvel hafa verið kúasel forðum, sem síðar hafi, annað hvort breyst í fjársel eða verið fært nær Mosfelli [sbr. sel á Selflötum norðan Mosfells og heimasels í Selbrekkum ofan Laxness]. Minjarnar undir Illaklifi benda þó til þess fyrrnefnda. Auk Mosfellssels má sjá merki um kúasel víðar á Reykjanesskaganum, s.s. við Urriðavatn, í Helguseli í Bringum, í Helgadal, í Kringlumýri, í Viðeyjarseli (Bessastaðaseli) og í Fornaseli.

Mosfellssel

Mosfellssel – selsvarða.

Grafið hafði verið nýlega í vegg og miðju austustu tóftarinnar í Mosfellsseli, væntanlega eldhúsið. Í sjálfu sér mælir fátt á móti slíkri rannsókn í vísandlegum tilgangi, en svo virðist með gleymst hafi að kenna slíku fólki frágang á vettvangi; uppgreftri “höslað” aftur á sama stað, án nokkurrar vandvirkni eða tillitsemi við minjanna. Afgangsgrjót lá á stangli utan í tóftunum og ásýndin stakk í augu þeirra er hafa eindreginn áhuga á slíkum minjum. Sorglegt á að líta!
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 20 mín.

Heimildir m.a:
-Árbók Ferðafélags Íslands 2019.
–Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006, Þjóðminjasafn Íslands.

Moldbrekkur

Moldbrekkur – gamla sæluhúsið.

Mosfellsheiði

Merkileg varða, “Gluggavarðan”, stendur á jökulsorfnu hvalbaki á norðanverði Mosfellsheiði.

Gluggavarða

Gluggavarða.

Sunnan vörðunnar eru ummerki eftir vatnsstæði og gróðursælar torfur í heiðinni. Mýrardrög eru þar nálægt, auk þess sem hin forna “Seljadalsleið”, þ.e. eldri gata um Mosfellsheiðina til Þingvalla, lá í gegnum svæðið með stefnu á sæluhúsatóft í Moldbrekkum. Ljóst er, af hinum mörgu aðlíðandi kindagötum að dæma, að svæðið hefur þótt eftirsótt fyrrum, bæði af mönnum og skepnum. Líklegt má telja að Gluggavarðan hafi frá upphafi verið, bæði og hvorutveggja, leiðartákn að áningarstað á miðri heiðinni sem og tímabundnum dvalarstað Grafningsfólks, sem heyjaði mýrardrögin sem og afliggjandi flóann áleiðis niður að Litla-Sauðafelli.

Gluggavarða

Gluggavarða – hleðslur sunnan við vörðuna.

Sunnan við hvalbakið, sem varðan stendur á, eru jarðlægar hleðslur. Líklegt má telja að þær séu leifar eftir tjaldbúð. Vestan við hólinn er gróið aflíðandi jarðfall; kjörið tjaldstæði.

Hleðslulag “Gluggavörðunnar” er engin tilviljun. Slíkar vörður voru fyrrum nefndar “strákar”, “stelpur eða “stúlkur””. Ástæðan fyrir nefnunni er óþekkt, en hún virðist ekki hafa haft neinn sérstakan tilgang annan en að búa til áauðvísandi mannvirki í víðfeðmni.
Í lok 19. aldar gerðu vegavinnumenn í þegnskaparvinnu það stundum að gamni sínu að hlaða “öðruvísi” vörður á stöku stað, líkt og “Prestsvörðuna” við Prestastíginn á vestanverðum Reykjanesskaganum og Berserkjavörðuna við Þingvallaveginn gamla.

Gluggavarða

Gluggavarða.

Í Árbók Ferðafélags Íslands 2019 segir einungis um “Gluggavörðuna”: “Þessi myndarlega gluggavarða stendur við Seljadalsleið norðarlega á Mosfellsheiði. Varðan hvílir á fjórum grjótfótum á klöpp og hefur þess vegna ekki haggast í aldanna rás. Hægt er að miða út höfuðáttir á milli fóta hennar.”

Moldbrekkur

Moldbrekkur – tóft sæluhússins.

Í Árbókinni segir jafnframt um “Sæluhúsið” í Moldbrekkum: “Árið 1841 var byggt sæluhús í Moldbrekkum á norðanverðri Mosfellsheiði og þar vory hlaðnar svonefndar Sýsluvörður á mörkum Kjósarsýslu (nú Mosfellsbæjar) og Árnessýslu. Grjót úr vörðunum var notað í húsið og hreppsstjóri Mosfellinga, Jón Stephensen (1794-1853) á Korpúlfsstöðum, og Þingvellinga, Kristján Magnússon 1777-1843) í Skógarkoti, völdu staðinn.

Moldbrekkur

Moldbrekkur – sæluhúsið.

Sæluhúsið stóð allhátt í landslaginu og örskammt þaðan var vatnslind. Greint er frá húsinu í sýslulýsingu Árnessýslu frá árinu 1842: “Í sumar er var, var byggt nýtt sæluhús á miðri Mosfellsheiði af Þingvalla- og Mosfellssveitar innbúum. En eftir er þá að ryðja og varða vel heiðina, sérílagi að austanverðu, og mun á því verða byrjað á sumri komanda.”
Sæluhúsið í Moldbrekkum skapaði öryggi fyrir vegfarendur og í illviðrum gat þetta litla torfhýsi skilið á milli feigs og ófeigs. Snemma marsmánaðar árið 1857 héldu 14 vertíðarmenn úr Biskupstungum og Laugardal frá Þingvöllum vestur yfir Mosfellsheiði þar sem þeir hrepptu norðanstórviðri. Þeir huguðst leita skjósl í sæluhúsinu en fundu það ekki og héldu áfram í áttina að Mosfellsdal með tilfallandi afleiðingum.”

Heimild m.a.:
-Árbók Ferðafélags Íslands 2019.

Gluggavarða

Mýrarfláki við Gluggavörðuna.

Heiðarblóm

Haldið var inn Seljadalinn og áfram upp á gamla Þingvallaveginn og síðan línuveginn á Þingvallaveg.

Seljadalur

Brú á hinum gamla Seljadalsvegi í Seljadal.

Farið var inn á slóðina skammt neðan við grjótnám Reykjavíkurborgar innan við Þormóðsdal. Síðan var haldið upp með Seljadalsá að norðanverðu. Sást þá gamla leiðin þar sem hún kemur að sunnan og yfir ána. Komið var að grindarhliði á girðingunni um höfuðborgarsvæðið vestan við Kambhól. Hlið er bæði fyrir bíla og fyrir hesta. Framundan eru hólar þvert yfir dalinn og liggur slóðin á milli hólana og síðan í gegnum gamla hlaðna rétt sunnan undir Kambhól, Kambsrétt. Slóðinn er flóraður á þessum kafla. Þessi gata var lögð á seinni hluta 19. aldar og var um tíma aðalvegurinn til Þingvalla eða þangað til gamli Þingvallavegurinn (sjá á eftir) var lagður í tilefni að Alþingishátíðinni 1907.

Seljadalur

Seljadalur – brúin.

Dalbotninn er sléttur og algróinn. Leiðin liggur nú upp til vinstri um holt þar sem þurrast er. Næst er komið þar sem slóð kemur á slóðina frá vinstri. Sú slóð liggur út dalinn horðan við Hulduhól að girðingunni umhverfis malarnámið, sem fyrr getur. Varða er á Hulduhól sem er norðan við Kambhól og gæti bent til þess að leið hafi verið þar ef menn voru á leið um Þormóðsdal (þurrari en hin leiðin). Framundan er vik í dalbotninum norður í holtinn og sést hlaðin jarðvegsbrú þvert og beint yfir vikið. Hefur verið mikið mannvirki á þeim tíma. Við förum yfir læk og er trébrú á honum.

Seljadalur

Seljadalsvegur.

Nú er komið að raflínu sem liggur upp Seljadalinn og liggur slóðin sem er hér línuvegur norður fyrir vikið og er farið yfir aðra trébrú. Slóðinn sameinast svo gamla veginum á ný austan við vikið.
Sunnan í dalnum er hamraveggur á kafla. Neðan við hann er nokkuð slétt svæði, grasgeiri og er ekki útilokað að þar kunni að leynast tóftir á tungunni. Leiðin liggur svo upp með gili sem heitir Hrafnagil upp í Efri-Seljadal, þaðan á vatnaskil þar sem fer að halla í Leirdal og efstu drög Köldukvíslar, sem rennur niður Mosfellsdalinn.

Mosfellsheiði

Gamli Þingvallavegurinn.

Leirdalur er nokkuð vel gróinn og liggja gamlar götur um hann. Nú er orðið stutt upp á heiðina og hér sést hrunin varða. Farnir höfðu verið 6,5 km frá upphafsstað. Hrundar vörður eru hér með um 100m millibili. Slóð liggur hér til suðurs upp á gamla Þingvallaveginn sem kemur úr suð-vestri með Seljadalsbrúnum. Gatan liggur áfram upp á Háamel á gatnamót gamla Þingvallavegarins.
Nú var farið að svipast eftir stæði veitingahússins sem reist var hér.

Gamli Þingvallavegur

Tóftir Heiðarblómsins.

Farið var suð-vestur veginn að slóðamótunum sem áður var getið og litast þar um. Haldið var spölkorn til baka í norð-austur upp Háamel, stundum nefndur Aldan. Þegar komið var að talsverðu úrrennsli í veginum sást í hleðslu skammt norðan við veginn, vestur undir lágri grasivaxinni brekku. Hleðslan mun hafa verið grunnur að veitingahúsi. Giskað var á að grunnflöturinn gæti verið 3-3.5×4-4,5m. Grösugt er í kring um hleðsluna og virðast vera götur framan við hússtæðið. Ekki var vatn í læknum sem hefur rofið veginn en en vatn hefur líklega verið í honum áður. Hefur kannski breyst við að svörðurinn hefur rofnað og vatnið gengur niður? Veitingahúsið hefur staðið nokkurn veginn miðja vegu milli gömlu leiðarinnar upp úr Seljadal og Leirdal, áleiðis til Þingvalla og gamla Þingvallavegarins (sunnar). Veitingahús þetta var reist árið 1920 og nefnt Heiðarblóm.

Þingvallavgegur

Gamli Þingvallavegurinn.

Skammt austar kemur gamla leiðin inn á gamla veginn. Við mótin er fallega hlaðinn varða er líkst mest bergþurs. Hefur þurft menn (eða konur) ramma að afli til að koma miðjusteininum fyrir. Tilgangur þessara leiðarmerkja var að vísa vegfarendum veginn í slæmu skyggni eða vondum veðrum, ólíkt því sem ekki ósvipuðum mannvirkjum er ætlað á Njarðvíkurheiði vestra, þar sem þeim er beinlínis ætlað að villa um fyrir fólki.
Hér áður fyrr höfðu mannvirki ákveðin tilgang. Vörður voru leiðarmerki. Hlaðin skýli voru skjól fyrir veðrum. Kennileiti í landslagi voru eyktarmörk eða viðmið. Tveir steinar, hvor upp á öðrum, merktu greni. Þannig hafði allt sinn tilgang. Engin ástæða er til annars fyrir afkomendurna en að hafa þetta í heiðri. Varða á hól, án tilgangs, er eins og álfur út úr hól – góðir Íslendingar.
Veður var frábært – sól og hiti. Ferðin tók 2 klst og 22 mín.

Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn – ræsi og varða framundan.

Þingvallavegur

Forn leið frá Reykjavík til Þingvalla lá m.a. um Seljadal. Sjá má endurbætur á henni við Kambhól þar sem vegurinn liggur í gegnum Kambsréttina. Þar er hlaðið í vegkantinn. Gamli Þingvallvegurinn svonefndi lá hins vegar sunnar og vestar á Mosfellsheiði. Við hann er er margt að skoða, auk þess sem vegurinn er ágætt dæmi um vandaða vegagerð þess tíma.

Þingvallavegur

Nýi Þingvallavegur – brú.

Nýi Þingvallavegurinn var lagður fyrir Alþingishátíðina á Þingvöllum árið 1930. Þar sem gamli vegurinn mætir þeim nýja að austanverðu , skammt vestan við vegamótin, er mikil lægð í heiðinni og blautar mýrar. Þetta er Vilborgarkelda. Örnefnið er ævafornt, að líkindum frá þjóðveldisöld. Ekki er vitað við hvaða Vilborgu þetta keldusvæði er kennt.
Gamli Þingvallavegurinn, sem liggur áfram yfir háheiðina, var lagður á árunum 1890-96. Byrjað var á honum af Suðurlandsvegi við Geitháls. Vegalagningin miðaðist þá að sjálfsögðu við umferð hestvagna og ríðandi fólks.

Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn – ræsi og varða framundan.

Vegurinn var lagður nær á sömu slóðum sem hinar fornu ferðamannaslóðir lágu um, en þó ívið sunnar eins og fyrr sagði. Eftir lagningu hans beindist nær öll umferð um heiðina að þessum vegi. Vörður voru hlaðnar við hann á allri heiðinni til leiðbeiningar ferðamönnum. Byggt var nýtt sæluhús við veginn í stað gamla hússins, sem stóð talsvert austar og norðar, á sýslumörkunum. Talsverðar endurbætur voru gerðar á þessum vegi vegna konungskomunnar 1907. Sumarið 1913 var í fyrsta sinn ekið bifreið eftir þessum vegi til Þingvalla og var notast við hann sem bílveg eftir það í hálfan annan áratug.

Gamli Þingvallavegurinn er ekki síst áhugaverður vegna vinnubragða þeirra manna, sem fyrstir ruddu brautir og lögðu vegi milli héraða með handverkfærum einum, skóflu og haka, járnkarli og handbörum. Enn vottar fyrir leifum af hellurennum, hlöðnum brúarstöplum og fallega hlöðnum vörðum sem vísuðu veginn þegar ekki sást í dökkan díl. Vegalengdin frá Krókatjörn þar sem gamli leiðin kemur inn á götuna ofan við Langavatn um Miðdal og austur að beygjunni á nýja Þingvallaveginum er um 20 km. Leiðin er u.þ.b. hálfnuð er komið er á Háamel.

Mosfellsheiði

Sæluhúsið við Gamla-Þingvallaveginn.

Minjar gamla sæluhússins eru þar sem skerast markalínur sýslanna og hreppamörk Mosfells-, Grafnings- og Þingvallahrepps. Tóft nýrra sæluhússins er norðan vegarins. Það var hlaðið úr tilhöggnu grjóti. Sagt hefur verið að þar hafi verið reimt og til af því sögur. Tveimur kílómetrum austan þess eru fornar steinbrýr á veginum, nefnd Loft.

Þingvallavegur

Brú á Gamla Þingvallaveginum.

Þegar haldið var austur eftir Gamla-Þingvallaveginum sást vel hversu mikið mannvirki hann hefur verið á sínum tíma, bæði beinn og breiður. Púkkað er svo til í allan veginn og jafnvel hlaðið í kanta. Nú er yfirborðið fokið út í veður og vind, en eftir stendur undirlagið og frostupphleyft grágrýti er torveldar leiðina. Fallega hlaðin ræsi eru mörg á veginum og er ótrúlegt að sjá hversu stóra steina mönnum hefur tekist að forfæra við gerð þeirra. Ræsin á veginum eru tvenns konar; annars vegar hlaðnar rásir með þykkum og þungum hellum og hins vegar “púkkrás” þvert í gegnum veginn.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn.

Vestan við Háamel er fallega hlaðin brú. Lækjarfarvegurinn undir brúnni hefur verið flóraður. Brúarendarnir eru listasmíð, steinarnir nákvæmlega felldir saman og ofan á brúnni beggja vegna hvíla brúarsteinarnir. Í þá hefur verið festur teinn og væntanlega hefur keðja verið strengd á milli þeirra.
Efst á Háamel kemur gamla leiðin ofan úr Seljadal og Leirdal saman við nýju götuna. Gamla leiðin er vel vörðuð yfir Háamelin og áfram austur. Hún heldur áfram yfir melinn, en kemur inn á nýju götuna skammt austar. Skammt frá mótunum er há heil varða, gerð úr stóreflis bjargi. Það hvílir á hveimur “fótsteinum”, en ofan á “búknum” hvílir “höfuð” með “nefi” er bendir vegfarendum rétta leið við stíginn. Austan vörðunnar er gatan flóruð í kantinn annars vegar.

Seljadalur

Seljadalur – brú á Seljadalsvegi.

Haldið var til baka og nú um Seljadalsleið. Við hana sést gamli stígurinn (eldri þjóðleiðin til Þingvalla) víða þar sem hún liggur í hlykkjum upp úr dalnum, upp með Hrafnagjá og áfram austur. Vestan við Kambshól sést gatan vel þar sem hún hlykkjast um landslagið. Neðan þverdalsins, þars em Nessel er, er nokkurt mannvirki; landbrú yfir mýrlendi. Þetta hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma, en er nú sem minnismerki um löngu liðnar ferðir margra á merkisstað.

Frábært veður – sól og hiti. Ferðin tók 5 klst og 5 mín.

Efni m.a. úr Árbók FÍ – 1985.
Einnig úr Áfangar, ferðahandbók – 1986.

Thingvallavegur gamli - 217

Gamli Þingvallavegur – ræsi.

Kaldakvísl

Undir Helgafelli í Mosfellshreppi voru stórir herkampar, s.s. Camp Treffert og Camp Helgafell. Þar var og Helgafellsspítali (Sacred Hill Hospital). Í dag (2023) er fátt um minjar er gefið gætu til kynna sögu mannvirkjanna, sem þarna voru reistar. Þó má enn sjá þar steypta vatnsgeyma, grunn varðskýlis ofan við gömlu Köldukvíslsbrúna, sem byggð var 1912 og sorpbrennsluofn. Undir ofanverðum bökkum Köldukvíslar að sunnanverðu má enn berja augum leifar herbúðanna, sem af einhverri ástæðu hefur skipulega verið ýtt fram af brúnunum.

Friðþór Eydal

Friðþór Eydal við vatnstanka sem reistir voru fyrir kalt og heitt vatn í hlíðum Helgafells í Mosfellsdal ofan við stærsta spítalann á hernámsárunum.

Í Læknablaðinu 2013 er umfjöllun Friðþórs Eydals um herspítalana á stríðsárunum undir fyrirsögninni “Merkileg saga herspítalanna á Íslandi“.

„Þetta er efni sem hafði safnast upp hjá mér og ég fann ekki stað í þeim bókum og ritgerðum sem ég hef skrifað um hersetuna og dvöl varnarliðsins á Íslandi,“ segir Friðþór Eydal sem um árabil var upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og hefur rannsakað hersetuna flestum öðrum betur.

Í óbirtri ritgerð sem Friðþór hefur tekið saman og nefnist Herspítalar Breta og Bandaríkjamanna á Íslandi í síðari heimsstyrjöld rekur hann umfang þessarar starfsemi sem flestum núlifandi Íslendingum er með öllu ókunn og kemur eflaust mörgum á óvart hversu stór hún var í sniðum. Það átti sér skýrar ástæður sem Friðþór gerir glögga grein fyrir.

Helgafellsspítali

Vatnsstankarnir ofan við Kampana milli Helgafells og Köldukvíslar.

„Heilsufar hermanna er mikilvægur þáttur í skipulagi og viðbúnaði herliðs svo baráttuþrek og tiltækur liðsafli sé ávallt í hámarki. Heilbrigðisþjónusta hersins líkist því sem almennt tíðkast en þó með tveimur mikilvægum undantekningum þar sem ekki er gert ráð fyrir þjónustu við börn og aldraða en bráðaþjónusta, skyndihjálp flutningar og umönnun sjúkra og særðra af völdum styrjalda og farsótta er mikilvægur hluti starfsins,“ segir Friðþór.

Helgafell

Herkampar milli Köldukvíslar og Helgafells. Sá má gömlu brúna yfir Köldukvísl frá árinu 1912, en áður var þar vað á ánni. Bretar settu upp herspíatla í Stúdentagarðinum við Háskóla Íslands (Gamla-Garði) sumarið 1940 og einnig í gamla Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi sem var lítið notur um þær mundir. Jafnframt hófu þeir byggingu stórs braggahverfis á Ásum við rætur Helgafells fyrir spítalasveitina svo skila mætti stúdentum Gamla-Garði. Framkvæmdir hófust haustið 1940 og nefndust búrðirnar Helgafell Hospital. Samþykkti bæjarráð Reykjavíkur, sem hafði forgangsrétt á heitu vatni frá Reykjum, að selja Bretum vatn til þess að hita upp spítalann. Bygging spítalans reyndist tafsöm vegna tíðarfars og skorts á aðföngum en 711. byggingarsveit breska hersins (711 General Construction Company, Royal Engeneers), sem hafði verið með höndum, vann jafnframt að nokkrum öðrum umfangsmiklum verkefnum og hafði aðsetur í spítalabröggunum á framkvæmdatímanum.
Helgafellspítali á Ásum við Þingvallaveg var nær fullbyggður sumarið 1942. Neðst á myndinni t.v. sést heitavatnslögnin frá Reykjum og vatnsgeymar fyrir heitt og kalt vatn oafn við spítalabúrinar. Vesturlandsvegur lá í kröppum sveig niður að gömlu brúnni á Köldukvísl og skapaði verulega slysahættu í hálku. Neðar við ána til vinstri sér hvar hafin er smíði nýrrar brúar sem bætti umferðaröryggi um Vesturlandsveg til muna.
Skálunum var upphaflega ætlað að standa á víð og dreif til öryggis gegn loftárásum en frá því var horfið í hagræðingarskyni og flestar byggingarnar tengdar saman með göngum sem vatns- og raflagnir lágu einnig um. Eftir að spítalinn var fjarlægður var svæðið nýtt sem malarnáma en vatnsgeymar standa enn sunnan við veginn. – F. Eydal

Camp Traffert

 Mynd þessi er merkt bandarískum landgönguliða að nafni Taffert sem tók hana á sínum tíma ásamt fleirum frá Camp Whitehorse sem var við svonefnda Ullarnesbrekku vestan við Helgafell. – F. Eydal

„Herflokkar hafa sérþjálfaða sjúkraliða sem veita bráðaþjónustu á vettvangi, hjúkrunarsveitir annast flutning særðra og reka sjúkraskýli skammt að baki víglínunnar. Sérþjálfað læknalið annast greiningu og skyndiaðgerðir til undirbúnings fyrir flutning á stærri sjúkraskýli eða spítala. Á erlendri grund er tekið tillit til fjarlægða og annarra aðstæðna í skipulagi spítalaþjónustu ásamt flutningi illa særðra eða sjúkra til heimalandsins.“

Helgafell

Braggagrunnur ofan gömlu brúarinnar yfir Köldukvísl, sennilega varðskýli.

Allt þetta þarf að hafa í huga þegar skoðað er hversu hratt breski herinn og síðar sá bandaríski komu upp fullkominni spítalaþjónustu við herlið sitt hér á landi og hversu hratt öll ummerki um þessa miklu starfsemi hurfu í stríðslok. Hreyfanleiki er lykilorðið enda er gert ráð fyrir því að víglínur færist til og þjónustan sé þétt að baki hinnar stríðandi fylkingar.

Helgafell

Minjar ofan Köldukvíslarbrúar, sennilega sorpbrennsuofn.

Friðþór kveðst hafa rannsakað talsvert skjalasöfn breska hersins og þess bandaríska í leit sinni að gögnum um herspítalana á Íslandi. „Ég hef fyrst og fremst leitast við að skilgreina kerfið sem unnið var eftir fremur en leita uppi sögur af einstaklingum. Hernaður bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni var af stærðargráðu sem heimsbyggðin hafði aldrei kynnst áður og hernámið á Íslandi var hluti af því.“

Herliðið nam tæpum helmingi þjóðarinnar

Helgafell

Leifar kampanna milli Helgafells og Köldukvíslar undir bökkum.

Breski herinn steig hér á land þann 10. maí 1940 og tilgangurinn var að hindra að Þjóðverjar kæmu sér upp flug- og flotabækistöðvum í landinu sem ógnað gætu Bretlandseyjum og skipaleiðum á Norður-Atlantshafi. „Bandaríkin voru hlutlaus í styrjöldinni til ársloka 1941 en með samningi Íslands, Bretlands og Bandaríkjanna tók bandarískt herlið við vörnum landsins og leysti breska hernámsliðið af hólmi. Hernámi Breta lauk því formlega 22. apríl 1942 og meginliðstyrkur breska hersins hélt af landi brott en breski flotinn og flugherinn störfuðu áfram í landinu með Bandaríkjaher þar til eftir stríðslok.“

Helgafell

Leifar kampanna milli Köldukvíslar og Helgafells undir bökkum.

Herafli bandamanna í landinu var alls nærri 50.000 þegar mest var sumarið 1943 og hafði um 80% liðsins aðsetur á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi. Landsmenn voru aðeins 120.000 í upphafi hernámsins og íbúar Reykjavíkur um 40.000. „Þegar komið var fram á sumarið 1943 var ekki lengur talin hætta á innrás Þjóðverja í Ísland og var stór hluti herliðsins þá fluttur til Bretlands til þjálfunar fyrir innrásina á meginland Evrópu.“

Friðþór segir að hernaðaryfirvöld hafi í áætlunum sínum gert ráð fyrir að þurfa fullkomna heilbrigðisþjónustu fyrir allan þennan fjölda hermanna, enda Ísland afskekkt og spítalar ekki fyrir hendi nema fyrir landsmenn sjálfa. „Bandaríkjaher gerði ráð fyrir að forföll vegna veikinda, slysa og hernaðar gætu numið 5% af heraflanum á hverjum tíma og hagaði heilbrigðisþjónustunni í samræmi við það. Viðmið breska hersins voru helmingi lægri, eða 2,5% en þó var þörfin fyrir sjúkrarými strax í upphafi mjög mikil, því á fyrstu vikum hernámsins komu hingað um 17 þúsund hermenn.“

Kaldakvísl

Brúin yfir Köldukvísl – byggð 1912, á tímum hestvagnatímabilsins.

Bretar þurftu að hafa snör handtök sumarið 1940 svo herlið þeirra gæti tekist á við íslenska veturinn. Tóku þeir ýmsar byggingar í Reykjavík á leigu, meðal annarra Menntaskólann í Reykjavík, Gamla-Garð og Laugarnesspítalann og komu upp sjúkraaðstöðu í þessum byggingum. Friðþór birtir í ritgerð sinni fróðleg bréfaskipti breska sendiherrans, Howards Smith, við yfirboðara sína í London þar sem hann leggur áherslu á mikilvægi góðra samskipta við íslensk yfirvöld svo ekki verði trúnaðarbrestur milli hersins og landsmanna. „Howard sagði málið sérlega viðkvæmt vegna þess að herinn hafði víða fengið inni í skólum um sumarið og ekki kæmi annað til greina en að skila því húsnæði að hausti eins og lofað hefði verið.“

Helgafell

Braggar í Camp Helgafell.

Friðþór segir það lífseigan misskilning varðandi hernámið að Bretar og síðar Bandaríkjamenn hafi farið fram með nokkrum yfirgangi og tekið það sem þeim sýndist til sinna afnota. „Staðreyndin er sú að Bretarnir leigðu allt húsnæði og lóðir sem þeir notuðu í upphafi hernámsins á markaðsverði og gerðu formlega samninga í flestum tilfellum. Verðbólgan sem varð í kjölfar hernámsins var engu lík og peningar streymdu frá hernum til landsmanna. Fólk flykktist af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar og eftirspurn eftir húsnæði margfaldaðist og leiguverð hækkaði. Það hafði ekki áhrif á leigusamningana sem Bretar höfðu gert og því fengu þeir það orð á sig að vera nískir og borga miklu minna en aðrir. Þetta var auðvitað ómaklegt.“

Herspítalar um allt land

Helgafell

George Eisel skytta komst einn af þegar sprengjuflugvél Franks M. Andrews yfirhershöfðingja Bandaríkjahers í Bretlandi með 15 manns innanborðs fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi í maí 1943. Hér ræða íslenskir blaðamenn við hann á Helgafellsspítala, þeir eru frá vinstri Ívar Guðmundsson frá Morgunblaðinu, Hersteinn Pálsson rithöfundur og þýðandi frá Vísi og Jón Þórarinsson tónskáld frá Ríkisútvarpinu.

Herspítalarnir risu hratt og víða um land. Samgöngur á landi á þessum tíma voru lélegar svo ekki sé meira sagt, svo herdeildirnar sem sendar voru út á land urðu að vera sjálfum sér nægar um flesta hluti. Því risu spítalar utan Reykjavíkursvæðisins að Reykjum í Hrútafirði, að Hrafnagili í Eyjafirði og á Reyðarfirði og Seyðisfirði. Á Suðurlandi var reistur spítali í Kaldaðarnesi við flugvöllinn sem Bretar byggðu þar og einnig voru settir upp spítalar á Suðurnesjum, þeirra stærstur við Vogastapa.

Stærstu spítalarnir voru eftir sem áður í Reykjavík og nágrenni og reis mikið spítalahverfi í mynni Mosfellsdals við rætur Helgafells, svo og handan við fellið í landi Álafoss þar sem nú er Reykjalundur. Í Reykjavík voru sem áður sagði þrír spítalar. Þegar mest var voru á vegum herliðsins sjúkrarúm fyrir allt að 3000 hermenn en þessi viðbúnaður reyndist að miklu leyti óþarfur þar sem aldrei kom til innrásar Þjóðverja í Ísland og því varð ekkert úr þeim hernaðarátökum í landinu sem spítalarnir voru undirbúnir fyrir.

Camp Casman

Læknar 92. spítalasveitarinnar gera aðgerð á hermanni í sjúkraskýlinu í Camp Cashman í Ytri-Njarðvík sumarið 1943.

„Bandaríkjamenn gerðu mjög metnaðarfulla áætlun um byggingu herspítala í landinu til að mæta stóráföllum af völdum farsótta og hernaðar. Þegar flest var árið 1942 voru 3277 bandarískir heilbrigðisstarfsmenn á landinu, þar af 234 læknar, 49 tannlæknar, 8 dýralæknar og heilbrigðisfulltrúar og 258 hjúkrunarkonur. Strax í árslok 1943 hafði þeim fækkað í 1163 og í stríðslok voru heilbrigðisstarfsmenn hersins 429.“

Helgafellsspítali var mjög stór á hvaða mælikvarða sem er og varð eins konar landspítali bandaríska herliðsins. Þar voru 1000 legurúm og starfsfólkið var 660 þegar flest var. Hverfið samanstóð af tugum stórra bragga, þar sem voru leguskálar, skurðstofur, heilsugæsla, tannlæknar, íbúðir starfsfólksins og birgðastöðvar. Í dag sjást engin ummerki um spítalann önnur en rústir vatnstanka á hæðinni fyrir ofan spítalasvæðið. Allt á það sér sögulegar skýringar en í stríðslok gerðu íslensk yfirvöld áætlun um að afmá sem flest ummerki hernámsins og lét smám saman fjarlægja alla bragga sem herliðið skildi eftir.

Helgafellsspítali

Sjúkrastofa Helgafellspítala.

„Hér á landi voru reistir um 12.000 braggar fyrir herliðið til íbúðar og umsvifa. Veruleg fækkun varð í herliðinu sumarið 1943 og stóðu þá mörg braggahverfi eftir auð en herinn hafði enga þörf fyrir þau eða tök á að rífa þau nema með miklum tilkostnaði. Samdist svo um að íslenska ríkið keypti vægu verði alla bragga og önnur mannvirki utan Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar og endurseldi landsmönnum til þess að standa straum af kostnaði við umsamdan frágang á landi sem herliðið hafði haft á leigu. Fjölmargir braggar dreifðust þannig víða um land, meðal annars til bænda sem nýttu þá sem útihús og áhaldageymslur sem víða eru enn í fullri notkun. En fyrir vikið standa eiginlega engin upprunaleg braggahverfi eftir sem sögulegar minjar nema hluti hverfisins á Miðsandi í Hvalfirði. Segja má að nánast einu stríðsminjarnar sem eftir standa hafi dagað uppi fyrir trassaskap landeigenda sem fengu greiðslu fyrir að laga sjálfir til eftir herinn.“

Helgafell

Camp Helgafell.

Þörfin fyrir sjúkrarýmin reyndist minni en áætlað var enda var heilsufar hermanna á Íslandi betra en hernaðaryfirvöld höfðu gert ráð fyrir. „Engir teljandi sóttfaraldrar komu hér upp á stríðsárunum eins og búast mátti við. Slys voru þó alltíð enda umsvif hersins mikil, aðstæður framandi og náttúruöflin óblíð og skammdegið mikið. Mikil umferð ökutækja á lélegum vegum leiddi til tíðra umferðarslysa. Fátítt var að hermenn særðust í orustu en mikill fjöldi skipbrotsmanna var settur á land í Reykjavík. Voru margir illa á sig komnir af meiðslum og hrakningum og fengu aðhlynningu á spítölum hersins.

Kynsjúkdómar fátíðir

Helgafell

Söng- og leikkonan Marlene Dietrich að spjalla við sjúkling á Helgafellsspítala í september 1944. Hún heimsótti herafla Bandaríkjamanna, hitti íslensku ríkisstjórnina og hélt tónleika.

Kynsjúkdómar þóttu sérlega fátíðir meðal hermannanna hér á landi og var það talið því að þakka að skipulagt vændi þekktist ekki í landinu og að íslensk heilbrigðisyfirvöld höfðu mun yfirgripsmeiri heimildir til að hefta útbreiðslu slíkra sjúkdóma en gerðist í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Geðheilsa er einn þeirra þátta sem gefa verður ríkan gaum þegar milljónir manna eru skyndilega kvaddir til herþjónustu og stífrar herþjálfunar við framandi aðstæður og langdvalar langt frá sínum nánustu. „Herliðið á Íslandi fór ekki varhluta af geðrænum kvillum en þó var það ekki algengara en annars staðar þrátt fyrir einangrun, skammdegi og leiða sem fylgdi einhæfum lifnaðarháttum. Herstjórnin lagði mikla áherslu á að halda hermönnunum að venjubundnum störfum, stífum æfingum og íþróttaiðkan og skipulagði fjölbreytta afþreyingu til að halda uppi baráttuþreki hinna ungu hermanna.“

Gamli-Garður

Herspítali við Gamla-Garð í Reykjavík.

Íslensk heilbrigðisyfirvöld nutu að mörgu leyti góðs af hinni öflugu heilbrigðisþjónustu sem herliðið starfrækti. Ágæt samvinna var á milli þessara aðila um sóttvarnir og heilbrigðiseftirlit enda lagði herstjórnin mikla áherslu á slíkt í öllum viðskiptum við innlenda aðila. „Dýralæknar hersins leiðbeindu um eftirlit með matvælaframleiðslu enda keypti herliðið kjöt og mjólk af landsmönnum og var náið samstarf um eftirlit og lækningar búfjársjúkdóma en berklar voru til dæmis nokkuð útbreiddir í íslenskum nautgripum.“

Helgafell

Braggi ofan Köldukvíslar. Sennilega sami bragginn og grunnurinn hér að ofan.

Margir þeirra lækna sem fylgdu hernum voru í hópi færustu sérfræðinga hver á sínu sviði og var eflaust talsverður fengur að komu þeirra hingað til lands fyrir íslenska læknastétt sem einangraðist að miklu leyti frá umheiminum á stríðsárunum. „Margir landsmenn nutu sérfræðiþjónustu breskra og bandarískra lækna og hjúkrunarliðs þó þjónustan hafi fyrst og fremst verið ætluð herliðinu. Nokkur dæmi voru einnig um að hermenn hlytu umönnun íslenskra lækna og að Íslendingar fengju meðferð á herspítölum sem höfðu ýmsar tækninýjungar og nýjustu læknislyf sem landsmenn höfðu ekki, eins og undralyfið pensillín sem þá var einungis notað af hernum. Það væri vissulega fróðlegt að rannsaka þá sögu betur og þá hvaða áhrif spítalarekstur breska og bandaríska hersins á stríðsárunum hefur hugsanlega haft á þróun íslenskrar læknisfræði,“ segir Friðþór Eydal að lokum.

Heimild:
-https://www.laeknabladid.is/tolublod/2013/03/nr/4797
-Læknablaðið, 03. tbl. 99. árg 2013.
-Hersetan í Mosfellssveit og á Kjalarnesi 1940–1944, Friðþór Eydal 2022.

Helgafell

Úr „Sacred Hill Hospital“ sem var Helgafellsspítali.