Tag Archive for: Mosfellsbær

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ, á móts við Leirvogstungu og dregur fossinn nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans og framleiddi stöðin rafmagn fyrir bæinn fram til ársins 1958.

Tungufoss

Tungufoss.

Tveir fallegir hylir eru neðan við Tungufoss: Kerið, sem er beint fyrir neðan fossinn, og Klapparhylur litlu neðar. Nærsvæði fossins er vinsælt til útivistar en hið friðlýsta svæði er 1,4 hektarar að stærð.

Tungufoss og nágrenni voru friðlýst sem náttúrvætti þann 25. apríl 2013. Friðlýsta svæðið er 1. 4 hektarar að stærð og nær yfir fossinn og töluvert svæði ofan og neðan hans.

Tungufoss

Upplýsingaskilti við Tungufoss.

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ á móts við Leirvogstungu og dregur fossin nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð, sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans. Stöðin var nýtt til rafmagnsframleiðslu fram til ársins 1958. Tveir fallegir hyljir eru neðan við Tungufoss; Kerið, sem er beint fyrir neðan fossinn, og Klapparhylur litlu neðar.

Tungufoss

Tungufoss.

Markmiðið með friðlýsingu Tungufoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan sem og menningarminjar innan þess. Svæðið hefur mikið útivistargildi enda fjölsótt bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Almenningi er heimil för um náttúrvættið en skylt að ganga vel og snyrtilega um svæðið.

Aðgengi að fossinum að fossinum er ágætt, ef fylgt er stígum beggja vegna árinnar.

Tungufoss

Tungufoss.

Álafoss

Álafoss er fallegur foss í Varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa en áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst ullarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Má enn sjá leifar af tveimur dýfingarpöllum ofan við fossinn sem og leifar af stíflunni.

Álafoss

Álafossverksmiðjan um 1920. Fremst á myndinni er gripahús, en búrekstur var lengi stundaður á Álafossi jafnhliða verksmiðjurekstrinum. Fjær er verksmiðjuhúsið, sem reist var árið 1896 og stendur enn. Greinilega má sjá rörið, sem liggur frá stíflunni niður í verksmiðjuhúsið, en vatnsaflið var notað við ullarvinnsluna. Fólk er á ferli í kringum Álafosslaugina, en í fjarska má greina fjallsnípuna Reykjaborg, en skammt þaðan á Varmá upptök sín.

Markmiðið með friðlýsingu Álafoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan, nánasta umhverfi hans sem og menningarminjar sem tengjast sögu og þróun Mosfells­bæjar. Svæðið er fjölsótt, bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Álafoss

Dýfingar við Sundlaugina ofan við Álafoss.

Álafoss og nágrenni voru friðlýst sem náttúruvætti þann 25. apríl 2013. Friðlýsta svæðið er 1. 4. hektarar að stærð og nær yfir fossinn og næsta nágrenni hans, þar á meðal Álanes, sem er einn af eldri skógum bæjarins.

Álafoss er fallegur foss í Varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa, en áin og fossin tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst urrarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Vatn var leitt í sveru röri niður í tóvinnuhúsið, sem enn stendur neðar í brekkunni. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni, sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Hægt var að synda um 100 metra án þess að snúa við og haft var á orði á sínum tíma að á Álafossi væri lengsta sundlaug í heimi. Þegar innilaug var vígð að Álafossi árið 1933 dró smám saman úr notkun útilaugarinnar, enda tók áin að kólna verulega vegna virkjunarframkvæmda í Reykjahverfi.
Má enn sjá leifar af stíflunni og tveimur dýfingapöllum ofan við fossinn.

Almenningi er heimil för um náttúruvætti Álafoss, en fylgja skal merktum stígum og leiðum.

Álafoss

Álafoss.

Stardalur

Margrét Björk Magnúsdóttir skrifaði skýrslu um „Rannsóknir á seljum í Reykjavík“ fyrir Minjasafn Reykjavíkur árið 2011. Þar fjallaði hún m.a. um selin ellefu í Stardal og nágrenni:

Stardalur – Selstöður sunnan undir Svínaskarði (Stardal)

Stardalur

Sel í Stardal og nágrenni.

Sunnan undir Svínaskarði á jörðunum Stardal, Sámsstöðum og Hrafnhólum var höfð selstaða frá ellefu bæjum samkvæmt Jarðabók Árna og Páls sem sjá má í töflu 1. Selstöður gætu hafa verið fleiri því á svæðinu er að finna mikið og gott beitiland. Bærinn Stardalur stendur við mynni samnefnds dals, norðanvert við Leirvogsá, suðaustan undir Skálafelli. Sámstaðir eru um 1,5 km neðar með Leirvogsá neðan við klettabeltinu Stiftamt. Hrafnhólar eru svo um 2,5 km neðar einnig norðan við Leirvogsá sunnan undir Haukafjöllum á móts við Skeggjastaði uppá hól, en bærinn stóð áður aðeins ofar með ánni undir brekkunum.

Stardalur

Sel í Stardal og nágrenni.

Heimildir eru um 11 selstöður bæja undir Svínaskarði en flestir voru í Mosfellssveit eða 7 talsins og 4 í Kjalarneshrepp. Árið 2010 tilheyra 7 af þessum bæjum Reykjavík, en 4 í Mosfellsbæ eins og sjá má í töflu 5. Af þeim 11 selstöðum sem heimildir eru fyrir eru nú aðeins þrjár sjáanlegar og fylgja þeim enn örnefni bæjanna sem nýttu þau, en þetta eru Þerneyjarsel, Varmársel og Esjubergssel.

Stardalur

Stardalur.

Stardalur var framan af í eigu Brautarholtskirkju og Þerneyjarkirkju. Fram kemur í máldaga Brautarholtskirkju frá 1497-1518 að hún eigi hálfan Stardal. Í máldaga Þerneyjarkirkju til ársins 1269 segir að kirkjan eigi helming í selför í Stardal og afrétt. Samkvæmt Jarðabókinni var Stardalur ekki byggður fyrr en um 1674 en þar segir; „Nýlega uppbyggð fyrir þrjátíi árum, og kemur hjer sá enginn fram. Sem þykist vita að þar hafi fyrri nokkurn tíma bygt ból verið.“… „Hitter almennilega kunnugt úngum og gömlum, að þar sem nú er þessi nýi bær, Stardalur, hafa um lánga æfi selstöður verið frá mörgum bæjum í Mosfellssveit, sem Jarðabókin í þeirri sveit vottar, og so frá Þerney, sem hjer er áður getið.“ Árið 1704 er Stardalur í konungs og tveir ábúendur eru á jörðinni.“

Sámsstaðir

Bærinn Sámsstaðir í Stardal – byggðist upp úr fyrrum selstöðu.

Hrafnhólar voru líka eyðijörð þegar Jarðabók Árna og Páls er gerð og þar er jörðin nefnd „…Hafnhoolar, sumir kalla Hafnabjörg, og segja það nafn eldra.” Þá er jörðin sögð forn eyðijörð og veit engin hversu lengi þar til sextán árum áður að byggður var nýr bær fram á fardaga 1703 að jörðin lagðist aftur í eyði. Jörðin var í konungseign þegar Jarðabókin var gerð sumarið 1704 og dýrleiki hennar óviss.

Sámsstaðir

Sámsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Sámsstaðir eru forn eyðijörð á milli Hrafnhóla og Stardals sem heyrir nú undir Stardal. Við gerð Jarðarbókarinnar 1704 voru Sámsstaðir eign konungs og brúka ábúendur konungsjarða alla grasnaut og talað er um eina selstöðu á jörðinni Esjubergssel.

Blikastaðir standa á láglendu mýrlendi skammt norðan Lágafellshamra, austan við Korpúlfsstaðaá, sunnan við Leiruvoga á móti Víðinesi. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstaða hefur til forna brúkuð verið í Stardal.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Esjuberg stendur á skriðuvæng uppi undir rótum Esju og uppaf bænum er Gljúfurdalur. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstöðu á jörðin undir Svínaskarði að sunnan, og er þar berjalestur nokkur.“ Þá er jörðin í eigu konungs. Í Jarðabókinni kemur einnig fram þar sem fjallað er um Sámstaði að Esjubergssel var talið í landi þeirra ….„sem þessari jörðu halda menn tilheyrt hafa,…“. En Sámsstaðir var talin forn eyðijörð sem engin vissi hver hafði verið eigandi að og konungur hafði eignað sér og nýtt „…um langa æfi…“.

Þerneyjarsel - uppdráttur

Þerneyjarsel – uppdráttur.

Gufunes stendur skammt vestan við bæinn Eiði á litlu flatlendu nesi á milli Geldinganess og Gufuneshöfða. Gufuness er getið í Landnámu og virðist snemma hafa orðið sjálfstæð jörð. Þar var komin kirkja um 1150 og var þar til 1886 þegar hún var lögð niður. Gufunes varð eign Viðeyjarklausturs eftir 1313 og varð konungseign við siðaskipti. Gufunes var keypt af bæjarsjóð Reykjavíkur árið 1924 ásamt Eiði, Knútskoti og Geldinganesi. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstaða hefur til forna brúkuð verið í Stardal, þar sem nú stendur býli það, er Stardalur kallast, eftir sögn þeirra manna, er að undirrjettingu foreldra sinna vita til yfir hundrað ár.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Helgafell stendur undir útsuðurhorni Helgafells. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Landþröng er mikil, og hafði jörðin áður í lánga tíma selstöðu í Stardal frí, en nú verða ábúendur hana út að kaupa.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Varmársel

Varmársel – uppdráttur.

Korpúlfsstaðir standa á sléttum melum skammt í suðvestur frá Blikastöðum, vestan við Korpúlfsstaðaá. Korpúlfstaða er fyrst getið í Kjalnesingasögu. Þeir voru sjálfstæð jörð árið 1234, þá orðnir eign Viðeyjarklausturs, og urðu konungseign um siðaskipti. Reykjavíkurbær keypti jörðina árið 1942. Í Jarðabók segir; „Selstöðu hefur jörðin til forna brúkað í Stardal.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Lambhagi er jörð suðvestan undir rótum Hamrahlíðar, austan við Korpúlfsá þar sem hún fellur í bug og fer að stefna norður. Lambhagi hefur orðið eign Viðeyjarklausturs á tímabilinu 1378-1395 og konungseign við siðaskipti. Reykjavíkurbær keypti jörðina árið 1942. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstöðu hafði jörðin að fornu í Stardal.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Lágafell stendur vestan undir Lágafelli. Í Jarðabók segir; „Selstöðu hefur jörðin áður brúkað í Stardal.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Esjubergssel

Esjubergssel – uppdráttur.

Móar standa á flatlendi neðan þjóðvegar, sunnan frá Esjubergi nær sjó. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstaða hefur hjeðan brúkast hjá Esjubergsseli og vita menn ei hvort að láni Esjubergsmanna eður eign þessarar jarðar.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Varmá stóð skammt í vestur frá Helgafelli, vestan Varmár, skammt í landsuður upp frá Leiruvogum, austan við núverandi Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Í Jarðabókinni er ekki getið um sel eða selstöðu en erþess getið í Örnefnalýsingu fyrir Stardal; „Austan við Tröllalága er Varmársel og sést vel fyrir því.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Skrauthólar

Skrauthólar 1909 – herforingjaráðskort.

Skrauthólar standa hátt nálægt Esju, austan Vallár. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstaða er, hefur hjeðan lengi brúkuð verið frí þar sem heitir undir Haukafjöllum, nálægt Hrafnhólum.“ Þá er jörðin í eigu konungs.

Þerney er í vestur frá Álfsnesi ekki stór en grasivaxin. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstöðu hefur jörðin til forna um lánga æfi brúkað í Stardal, og fæst hún nú ekki síðan þar var bygð sett.“ Þá er jörðin í eigu konungs. Máldagi kirkjunnar í Þerney með sundum í Kjalarnesþingi, sem Magnús biskup Gissurarson setti um 1220 segir svo; „Kirkia a at helmingi selfor j Stardal ok sva afreit. Ok sva þess hlutar fiorv j krossa vik er þerney fylger, halft þriðia kvgilldi bvfiar.“ Í máldaga Þerneyjarkirkju sem Árni biskup Þorláksson setti haustið 1269 segir; „Kirkia a helming j selfor j Starrdal: og svo afret.“

Stardalur

Sel við Stardal og nágrenni.

Af þessum máldögum og síðar má sjá að ekki hefur verið búið í Stardal fyrrum.

Á þessu landsvæði sunnan undir Svínaskarði eru nú þrjár sýnilegar selstöður. Tvær þeirra Varmársel og Þerneyjarsel eru norðan við Leirvogsá austan við Tröllalágar. Esjubergssel er töluvert ofar og nær Svínaskarði á rana út frá Skopru sem gengur útí Esjubergsflóa. Tóftirnar eru allar grasi og mosavaxnar.
Af þessari samantekt má sjá að töluverður efniviður er til staðar til frekari rannsókna á seljum og selstöðum.

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

Tóftir seljanna eru mikilvægar menningarminjar og vitnisburður um þátt í atvinnusögu okkar allt frá landnámi framá 20. öld. Það er því mikilvægt að gerðar verði nákvæmar athuganir á þeim, en frekari rannsóknir geta gefið svör við ýmsum spurningum.
Náttúrufegurð er mikil á öllum selstöðusvæðunum innan borgarmarkanna og eru þau kjörin til útivistar. Þar sem tóftir selja eru enn vel greinanlegar auka þær á upplifun landsins þar sem þær kúra að því er virðist samvaxnar landinu.

Sjá meira um Rannsókn á seljum í Reykjavík HÉR og HÉR.

Heimild:
-Margrét Björk Magnúsdóttir, Rannsókn á seljum í Reykjavík – Reykjavík 2011, Minjasafn Reykjavíkur – Skýrsla nr. 159, bls. 15-19.

Esjubergssel

Esjubergssel – uppdráttur ÓSÁ.

Óskot

„Óskot er jörð í Mosfellssveit, liggur vestan við Hafravatn“ segir í „Örnefnalýsingu“ Ara Gíslasonar fyrir Óskot.

Óskot

Óskot – örnefni og minjar (ÓSÁ).

Þá segir nánar: „Jörðin liggur vestanvert við Hafravatn, en sunnan við Úlfarsá. Þar sem áin kemur úr vatninu, heitir Ós, sem bærinn dregur nafn af. Nafnið er gamalt, frá því fyrir svartadauða; svo er mýri inn með vatninu, sem heitir Mómýri, og stórt, ávalt holt milli hennar og bæjarins heitir Holt. Austur af Holtinu er lítill lækur, sem heitir Rás, og þar austar er lítið holt, sem heitir Litlaholt, nær austur að á móts við bæ; þar austur af heitir Vörðuholtsmýri niður í Hafravatni (svo) og upp að holti, og efst í henni eru tvö lítil holt, sem nefnd eru Hulduhólar. Smámýrarhaft er milli þeirra. Austur af mýrinni er svo Vörðuholt, bungumyndað, hátt holt. Svo koma Eyrar, þar norðaustur frá Vörðuholti með vatninu, sléttar flatir að ánni.

Óskot

Óskot – loftmynd 1996.

Þá er næst syðst og efst Hamar, há klettaborg fram við ána, og áin heitir Seljadalsá; svo er þar framhald af Hamrinum, hæðarhryggur til suðurs, sem heitir Dýjadalsmelur. Svo er þar niður af Dýjadalskjaftur, og þar upp af er Dýjadalur; eftir honum er smálækjarvætla fram í vatn, er heitir Dýjadalsrás.
Þá er næst Dýjadalshryggur, efst á honum miðjum er Þúfa, stór þúfa, stund nefnd um Dýjadalsþúfa. Svo er suðvestur af henni Þórðargjóta, smádæld grasi vaxin. Þar varð úti smalamaður frá Miðdal. Þá er þar næst Þórðargjótuhryggur, sem er þar næst, og þá kemur Óskotsheiði; þar upp af er svo Langavatn. Suður af fram í vatnið er nafnlaus tangi.

Óskot

Óskot – túnakort 1916.

Svo eru Efri-Þverbrekkur, grasflatir, er liggja fram undir frá vatninu suður í heiðina. Þá er smámelbunga, er heitir Fjárhúsmelur, liggur þvert á Þverbrekkurnar; svo eru Gömluhús, þar voru beitarhús áður fyrr í heiðarbrúninni. Vestur af Fjárhúsmel eru valllendismóar, sem heita Mýrarver; þetta eru nefnd þau Efri-, en þau neðri eru í Reynisvatnslandi. Efsta mýrin upp við heiðina heitir Háavik, er í mýrarjaðri; þar austur af er svo Heybandsflöt, slétt valllendisflöt. Þá eru nafnlausar mýrar; milli þess og túns er framhald af Vörðuhólsmýri, svo er niður með heiðinni Tóft, ævagömul beitarhús; svo er aðeins neðar stór steinn á merkjum, sem heitir Skjóni. Svo er mýri, nefnd Neðrimýrar. Í henni heitir Skógarholt neðst niður við ána. Þau eru tvö, en milli þeirra er mýri, nafnlaus, en skilgreind sem Mýrin milli holtanna, Mósulind. Upp við tún er dýjavilpa í. Vestast í túni er Stóristeinn, huldufólkssteinn.“

Óskot

Óskot – bæjartóftir.

Í „Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ“ á vegum Þjóðminjasafnsins árið 2006 segir m.a. um sögu, náttúrfar og jarðabætur að Óskoti:
„Í skrá um kvikfé og leigumála jarða Viðeyjarklausturs er Óskots fyrst getið en nefnist þá Ós: „…at Osi. ij. merkr“ (Dipl. Isl. III). Af því má trúlega álykta, að Óskot hefur verið lögbýli áður fyrr (sbr. Ólaf Lárusson).
Jarðabók frá 1704 hefur eftirfarandi að segja um Óskot: „Óskot, forn eyðijörð og veit enginn maður hvað lengi hún hefur í auðn verið. Nú brúka ábúendur á Reynisvatni það land til beitar og líka fyr meir til torfskurðar, sem nú er þar eyddur. Vita menn þó ekki hvör eigandi þeirrar jarðar hafi til forna verið, og meina þó flestir kóngseign vera.

Óskot

Óskot – útihús.

Silúngsveiði sýnist þar til forna verið hafa, og enn nú vera kunna með stóru erfiði. Sýnist valla mögulegt aftur að byggja, og óvíst að jafnmikill ávinníngur sem kostnaður yrði“ (Jarðabók Árna og Páls).
„Óskot, suðvestanvert við Hafravatn, í vestur útnorður frá Miðdal, lagt í eyði fyrir mörgum árum, en hvað mörgum, vita menn ekki gjörla, og er landi þess skipt upp meðal nærliggjandi jarða, Þormóðsdals og Miðdals, Reynisvatns og Kálfakots“ (Stefán Þorvaldsson.
Óskots er ekki getið í Jarðatali J. Johnsens frá 1847, né í Jarðabók 1861.
Nýbýlið Óskot var stofnað árið 1889. Í dag er jörðin notuð til slægna og beitar. Eigandi 1979 er Magnús Vigfússon múrarameistari (Jarðaskrár).

Óskot

Óskot – kálgarður, lambhús og hesthús.

Í Nýbyggjarabréfi fyrir Óskot frá amtmanninum yfir Suðuramti og Vesturamti dagsettu 24. september 1889 segir: „…þareð Guðmundur Kláusson frá Blikastöðum, samkvæmt tilsk. 15. apr. 1776, hefur, með skoðunargjörð, er framkvæmd var af sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu, með tilkvöddum 4 mönnum óvilhöllum, 23. augúst mán. þ.á., fengið útvísað land til nýbýlis í svo nefndu Óskotslandi í Mosfellssveit, með þessum landamerkjum: að norðan Hafravatn og Úlfarsá, sjónhending yfir svonefndan „Skjóna“ og þverbrekkur upp að Langavatni í stefnu á Stóra Skygni, að sunnan Langavatn og úr nyrsta vikinu á austurenda þess sjónhending yfir hæstu þúfu á sunnanverðum Dýjadalshólum beina stefnu að Seljadalsá, er svo ræður merkjum að austan til Hafravatns.

Óskot

Óskotsbærinn.

Þá veitist nefndum Guðmundi Kláussyni hjer með nýbyggjararjettur yfir hinu tilgreinda landi með þeim skyldum og rjettindum og undanþágum, sem í ofangreindri tilskipun eru heimilaðar, þó að óskertum betri rjetti sérhvers annars manns, ef sannaður verður“ (Dipl.Isl).
Janus Eiríksson sýndi skráningarmanni Þjóðminjasafns rústina þann 27.09.1980. Hann sagði að þarna hefði bær Guðmundar Kláussonar, frá 1889, staðið. Hefðu rústir hans verið vel greinilegar í æsku Janusar.“

Helstu minjar að Óskoti, auk bæjarhúsanna (skv. Fasteignabók 1938 var bærinn í Óskoti byggður úr torfi, grjóti og timbri), og útihúsa, má telja:

Gömluhús

Óskot - Gömluhús

Óskot – Gömluhús; uppdráttur ÓSÁ.

Um 500 m SV af Hafravatni og um 530 m S af Óskoti. Lág uppblásin melbunga með grasgeirum umhverfis. Rústin er allvel varðveitt og veggirnir, sem eru aðallega úr grjóti, ná um 1 m hæð. Þykkt veggja er um 1 m. Þakið hefur verið klætt bárujárni og torfi. Innanmál fjárhússins eru um 3 x 8 m. Inngangur er fyrir miðju á NV-gafli. SA gaflinn er aðeins lág grjóthleðsla og hinum megin við hana er um 1 m djúp gryfja. Innanmál þessarar gryfju eru um 3 x 4 m. Hliðar hennar eru hlaðnar úr grjóti. Þetta er heygryfja. Janus segir að þessi fjárhús hafi faðir sinn látið reisa.

Gömlufjárhús
Þrjár samsíða rústir. Tvær þær syðri eru hlaðnar úr torfi og grjóti. Veggir eru allvel uppistandandi, um 1 m á hæð. Veggjaþykkt er um 1,2-1,5 m.

Óskot - Gömlufjárhús

Óskot – Gömlufjárhús; uppdráttur ÓSÁ.

Stærsta rústin er í miðið um 3 x 7 m að innanmáli. Inngangur er á miðjum NV-gafli. Nokkuð minni rúst liggur með V-langhliðinni, um 2 x 6 m að innanmáli. Inngangur er á NV-gafli, upp við V-langhlið.
Austan við stærstu rústina er lág grjóthleðsla, um 30-40 cm á hæð og um 1 m á þykkt. Innanmál garðsins er um 2 x 8 m. Þetta hefur e.t.v. verið heygarður. Janus sagði Gömlufjárhús hafa verið notuð fyrir búskap föður hans.
Gömlufjárhús eru um 450 m VSV af Óskoti og um 100 m A við landamerki Óskots og Reynisstaða.

Stóri steinn

Óskot

Óskot – Stóri steinn.

„Vestast í túni er Stóri steinn, huldufólkssteinn“

Skjóni – landamerki
Skjóni heitir stór steinn um 100 m V við Gömlufjárhús og er landamerkjasteinn. Ekki langt frá steininum Skjóna, í SV, á smali frá Reynisvatni að hafa orðið úti.
Gekk hann aftur og hélt þá til í Gömlufjárhúsum. Sást hann þar oft í dyragættum og var hann talinn fyrirboði óveðra.

Þjóðsaga
„Suðvestur af Dýjadalsþúfu er Þórðargjóta, smádæld grasi vaxin. Þar varð úti smalamaður frá Miðdal“.

Kálgarður – hesthús – lambhús

Óskot

Óskot – kálgarður, lambhús og hesthús.

Óreglulega lagaður garður um 16 x 18 m að innanmáli. Þykkt garðhleðslu, sem er úr torfi og grjóti, er um 2 m neðst og dregst að sér upp. Veggjahæð er um 0,5-1.0 m. Grjót úr hleðslunni hefur hrunið inn í garðinn.
S-hliðin er bein, um 14 m löng, en liggur svo í stórum boga að NA hliðinni. Tveggja m breiður veggur greinir þær að. Veggjahæð um 0,5 – 1,0 m. Sú syðri er hesthús og sú nyrðri er lambhús með jötum meðfram veggjum.

Í Morgunblaðinu 1964 segir: „Fjölskylda flýr bæ sinn – Dulafullir atburðir í Mosfellssveit“:
„Að bænum Óskoti í Mosfellshreppi gerðu reimleikar vart við sig fyrir og um páskana. Urðu þeir svo magnaðir að lokum, að bóndinn, Kristján H. Sveinsson, taldi sér ekki fært að dveljast áfram á bænum með konu sinni og tveim börnum og flutti því til ættingja í Reykjavík að kvöldi annars páskadags og dvelur þar enn.
ÓskotReimleikarnir að Óskoti lýsa sér þannig, að mold og lausum munum er kastað að heimilisfólkinu og gestkomandi. Að þessu eru vitni, en þrátt fyrir rækilega atbugun hefur ekki tekizt að komast fyrir uppruna þessara fyrirbrigða.
Bærinn Óskot er í Mosfellshreppi, stendur skammt frá Hafravatni, og má mjög vel sjá þaðan til Reykjavíkur. Sjálfur bærinn sést ekki frá Hafravatnsveginum, en eftir nokkurra mínútna akstur það an er komið að bænum. Í grendinni eru margir sumarbústaðir í eigu Reykvíkinga.
Sem fyrr segir taldi Kristján bóndi sig tilneyddan að hverfa á brott frá Óskoti með fjölskylduna. Morgunblaðið átti tal við Kristján í gjær og féllst hann á að fara að bænum með blaðamanni og ljósmyndara og var haldið þangað um kl. 2 í gærdag.
ÓskotKristján sagði, að Óskot hafi verið í eyði um tíma, en um miðjan marzmánuð hafi hann flutzt þangað ásamt konu sinni, Guðnýju Guðmundsdóttur, ættaðri úr Skriðdal í Múlasýslu, og börnum þeirra Jóni Ingvari, 13 ára, og Guðmundi, 9 ára. Kvaðst Kristján áður hafa verið ráðsmaður að Geitdal, en tekið Óskot á leigu til að hefja eigin búskap.
Að sögn Kristjáns hófust reimleikarnir fljótlega eftir að fjölskyldan flutti, en í fyrstu hefðu þau ekki orðið neins áþreifanlega vör, aðeins fundizt þau ekki ein í bænum. En laugardaginn fyrir páska hefði ókyrrleikinn hafizt fyrir alvöru.
„Þegar líða tók á kvöldið þegar ég og kona mín vorum stödd í gangi bæjarins kom skyndilega moldargusa á mig og virtist mér hún koma úr skemmudyrum fyrir enda hans. Ég fór inn í skemmu til að athuga hverju þetta sætti, en sá þar engan mann, né nein vegsummerki.

Óskot

Óskot – bærinn; teikning.

Meðan ég var þarna inni kom önnur gusa og virtist mér hún koma úr rjáfrinu, en ég varð einskis vísari að heldur. Seinna um kvöldið var öll fjölskyldan stödd í stofunni og þá var eins og upp væri lokið stofuhurðinni og komu sendingar inn, torf, dósir, spýtur og allskyns lausamunir. Ég fór fram á gang að athuga hverju þetta sætti en sá enga lifandi sálu, en meðan ég var í burtu héldu sendingar áfram inn í stofu. Hélt þessu áfram allt til miðnættis“, sagði Kristján.
Ég hélt í fyrstu, að einhverjir ólátastrákar úr Reykjavík stæðu fyrir þessu, en gat ómögulega skilið hvers vegna þeirra yrði ekki vart.
Þó brá mér í brún daginn eftir, þegar hestasteinn, sem er um 200 pund á þyngd, var kominn upp á þak. Það hefur ekki þurft neitt smáátak til að koma honurn þangað, því það er ekki meira en svo að sterkur maður lofti honum. Þegar á daginn leið byrjuðu sendingamar á nýjan leik og enn sem fyrr varð ég einskis vísari um hvaðan þær kæmu.
Mágur minn, Haraldur Guðmundsson, sem er bílstjóri í Reykjavíki kom í heimsókn um kvöldið og var vitni að þessu. Hann fékk á sig moldargusur, diskar og bækur flugu um alla stofuna.

Óskot

Óskot – bæjartóftir.

Okkur var nú ekki farið að lítast á blikuna og börnin orðin talsvert skelkuð og við hjónin líka. Við lokuðum vel stofudyrunum og dundu sendingar á þeim látlaust allt til miðnættis, en þá hætti þeim sem fyrr. Haraldur snéri þá aftur til Reykjavíkur, eftir að hafa gengið um allan bæinn með mér, en við urðum einskis vísari. Við erum öll sammála um, að enginn mann legur máttur hafi verið valdur að þessu.
Á annan páskadag þegjar ég kom út var hestasteinninn kominn ofan af þaki og á sinn gamla stað og þá varð mér ekki um sel og sama er að segja um konuna mína. Og þegar sendingarnar byrjuðu aftur ákváðum við að flytja til Haralds, því ekki er okkur vært að Óskoti.“

Óskot

Óskot – kálgarður og túnabeður.

Þegar Morgunblaðsmennimir komu að Óskoti í fylgd Kristjáns var greinilegt, að þar hafði ekki svo lítið gengið á. Allt var á rúi og stúi á bænum. Á göngunum og í stofu lá alls konar dót og drasl um öll gólf, torf, glertau, bækur og meira að segja bein. Mold var á víð og dreif, einkum á ganginum við bæjarinnganginn og við stofuhurðina.
Kristján sagði, að kona sín hefði reynt að hreinsa það mesta upp til að byrja með, en gefizt upp á því þegar gauragangurinn hélt áfram.
Nánar aðspurður um fyrirbrigðið sagði bóndinn, að sendingarnar hefðu aldrei verið nema á einum stað í senn og annaðhvort hafi öll fjölskyldan verið þar saman eða einn og einn hefði orðið fyrir því. Hann sagði, að hann hafi lesið sálma á páskadagskvöld þegar reimleikamir hafi verið mestir og þá hafi um stund eins og dregið úr þeim en það hafi ekki staðið lengi.

Óskot

Óskot 2025.

Morgunblaðsmennimir skoðuðu hestasteininn og var rétt svo að þeir gætu bifað honum. Það liggur í augum uppi, að enginn einn maður hafi getað komið honum upp á bæjarþekju, enda var það einimtt það sem Kristján virtist vera einna mest sleginn yfir.
Á meðan Morgtinblaðsmenn dvöldust að Óskoti með Kristjáni varð ekki neinna fyrirbæra vart og virtist bónda létta mikið við það. Hann sagðist þó mundu ætla að vera í Reykjavík með fjölskylduna í nokkra daga og sjá hverju fram færi, enda hefði hann ekki komið sér upp bústofni ennþá, nema hvað hann ætti tvo hesta sem gætu gengið úti.“

Óskot

Óskot – auglýsing í MBl. 1965.

Í Morgunblaðinu 1965 mátti sjá auglýsingu: „Jörð til sölu“ – Óskot í Mosfellssveit. Jörðin selst með öllum hlunnindum. Laxveiði og silungsveiði og öðrum verðmætum vatnsréttindum. — Viljum benda félagasamtökum á þessa eign. Selst hvort sem er í heilu lagi eða í smærri pörtum. — Upplýsingar í síma 37437 eftir kl. 8,30 á kvöldin.“

Í sama blaði árið 1958 er fjallað um flugóhapp við Óskot undir fyrirsögninni „Tveggja sæta flugvél stórskemmist í nauðlendingu við Hafravatn – Tveir menn, sem í vélinni voru, hlutu nokkur meiðsl„:

Óskot

Óskot – Gömlufjárhús.

„Um hálf sex leytið í gærkvöldi vildi það slys til uppi við Hafravatn skammt frá Reykjavík, að lítil tveggja sæta flugvél, sem ætlaði að nauðlenda þar vegna skyndilegrar vélarbilunar, rakst á húskofa í lendingunni og stórskemmdist. Tveir menn, sem í vélinni voru hlutu nokkur meiðsl.
Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Finnboga Guðmundssyni, lögregluþjóni í Reykjavík, sem af tilviljun var staddur þarna uppfrá, er slysið vildi til, var hér um að ræða litla flugvél frá Flugskólanum Þyt, merkta TF/KAP.

Óskot

Óskot – Gömluhús.

Eðvarð Guðmundsson, Njálsgötu 59 í Reykjavík, var við stjórn vélarinnar og hefir hann flugmannsréttindi. Farþeginn var Pétur Jónsson, Hólsvegi 15, Reykjavík. Höfðu þeir félagar áætlað um hálfrar klukkustundar flug frá Reykjavík.

Flugmaðurinn skýrði svo frá, að vélin hafi allt í einu „misst mótor“ eins og kallað er á máli flugmanna — þ.e. vélin hætti skyndilega að ganga. Ætlaði hann þá að nauðlenda á túninu við Óskot, sem er bóndabær sunnan við Hafravatn, en rakst í lendingunni á lítinn húskofa þar í túninu með ofangreindum afleiðingum.

Óskot

Óskot – Skjóni; landameki.

Finnbogi lögregluþjónn, sem var þarna nærstaddur kom þegar til hjálpar hinum slösuðu mönnum og gerði að meiðslum þeirra til bráðabirgða, en hann er þaulvanur slíkri hjálp í viðlögum frá um 20 ára starfi í lögreglunni.

Flugmaðurinn hafði meiðst illa á vinstra hné og hlotið minni háttar meiðsl á höfði, en farþeginn, Pétur Jónsson, slapp með kúlu á enni og skrámu á olnboga.
Finnbogi ók síðan með mennina í bæinn, Eðvarð á slysavarðstofuna, en Pétur var það hress, að Finnbogi ók með hann út á flugvöll, þar sem hann geymdi bíl og ók Pétur honum hjálfur heim.“

Óskot er nú í eyði, en liggur annars vel við byggð ofan Úlfarsárdals.

Heimildir:
-Örnefnaskráning fyrir Óskot – Ari Gíslason.
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ, Þjóðminjasafnið 2006.
-Morgunblaðið, 73. tbl. 01.04.1964, Fjölskylda flýr bæ sinn – Dulafullir atburðir í Mosfellssveit, bls. 32 og 28.
-Morgunblaðið, 111. tbl. 18.05.1965, Jörð til sölu, bls. 22.
-Morgunblaðið, 184. tbl. 16.08.1958, Tveggja sæta flugvél stórskemmist í nauðlendingu við Hafravatn – Tveir menn, sem í vélinni voru, hlutu nokkur meiðsl, bls. 16.

Óskot

Óskot og nágrenni – örnefni (ÓSÁ).

Lágafell

Ofan við bæjarhúsin að Lágafelli í Mosfellsbæ voru byggð tvö steinsteypt brunnhús. Hið efra í hlíð fellsins er öllu stærra, enda byggt fyrir hernámsliðið, en hið neðra fyrir bæjarfólkið.

Lágafell

Lágafell – efra brunnhúsið.

Andrés Erlingsson upplýsti á vefsíðu Mosfellinga að skv. heimildum Brynhildar Thors þá var efra húsið reist sama ár og húsið Lágafell var byggt, 1936, af Thor Jensen. Þetta var kaldavatnsforðabúr fyrir íbúðarhúsið. Húsið var í upphafi kolakynnt og því þurfti kalt vatn til að hita. Sennilega var þetta eina húsið í Mosfellshreppi sem hafði rennandi kalt vatn á þessum tíma. Almennt fengu Mosfellssveitarmenn kalt vatn til neyslu frá Reykjavík uppúr 1970. Undir þessum brunni er lítil uppspretta en mest af vatninu var rigningarvatn sem rann úr hlíðunum. Í miklum rigningum fylltist brunnurinn og þá lak út um yfirfallsrörin.

Lágafell

Lágafell – loftmynd 1954.

Notkun á þessari vatnsveitu lauk 1980. Nú er þessi brunnur orðinn fullur af jarðvegi og ástæða er til að vara fólk við að vera ekki ofan á þakinu sem er orðið illa farið og getur gefið sig.
Neðra húsið er nýrra og var byggt yfir brunnvatn, sem notað var til neyslu langt framan af.

Egill Helgason segist „alltaf hafa heyrt að þetta hafi verið vatnsgeymir. Hafi safnast í hann vatn úr hlíðinni. Var tengt braggahverfi, sem var þarna neðar á sínum tíma“.

Í Mosfellingi 2010 segir í dálknum „Í þá gömlu daga„:

Lágafell.

Lágafell – skemmdir á braggahverfinu Lágafell Camp eftir óveður.

„Lágafell Camp var þar sem nú er Hlíðartúnshverfið. Þar voru gripahús og hlöður miklar sem tilheyrðu búskap Thor Jensen á Lágafelli. Hlöðurnar tók herinn til sinna nota. Nokkur munur var á byggingalagi bragganna sem hernámsliðið reisti. Bretar nefndu sína skála Nissenbragga en þeir voru tunnulaga þ.e. hliðar hvelfdust inn við grunninn. Bandarísku skálarnir gengu almennt undir nafninu Quonset og ein algeng gerð þeirra var með lágum beinum veggjum og gluggum á hliðum. Þá hlóðu þeir gjarna torfi og grjóti með hliðum bragganna til að styrkja þá og koma í veg fyrir dragsúg.

Lágafell

Lágafell – neðra brunnhúsið.

Meðfylgjandi mynd sýnir skemmdir í braggahverfinu eftir óveður. Í brekkunni blasa við útihús og starfsmannahúsið á Lágafelli. Lágafellshúsið var fyrir nokkrum árum flutt í Hlíðartúnshverfið, Lágumýri 6, og er þar enn.“ – BDS

Í frétt ruv.is þann 11. apríl 2021 er fjallað um neðra brunnhúsið og óhapp, sem þar varð undir fyrirsögninni „Segir einhvern hafa opnað inn í brunninn“:
„Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjargaði í gærkvöld konu upp úr vatnsbrunni við Lágafell í Mosfellsbæ. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir greinilegt að einhver hafi opnað brunninn. Hann hafi ekki staðið opinn.

Lágafell

Lágafell – neðra brunnhúsið eftir óhappið.

Að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vildi óhappið þannig til að konan hélt að hún væri að stíga á brunnlok, en það reyndist klaki sem brotnaði undan henni og féll hún þar með ofan í ískalt vatnið.

Hún hafði verið í brunninum í um tíu mínútur þegar slökkviliðið kom á vettvang. Hún var orðin köld og henni verulega brugðið eftir óhappið. Konan var ekki ein á ferð en samferðafólk hennar náði henni ekki upp úr brunninum. Fólkið var á göngu við brunninn sem stendur við bílastæðið við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær

Lágafell – brúðkaup 1901. Brunnhús, þá steinhlaðið, sést vel á myndinni.

Skúrinn var notaður sem miðlunarlón í vatnsveitu áður fyrr og er vatnið á annan meter á dýpt inni í kofanum.
Brunnurinn er við gamalt aflagt vatnsból sem tilheyrði áður bújörðinni á Lágafelli að sögn Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Vatnsbólið sé á einkajörð en starfsmenn bæjarins hafi verið kallaðir til í kjölfar slyssins til að loka svæðið af. Hann segir að brunnhúsið hafi verið lokað en einhver hafi opnað það. Haft verði samband við eigendur þess í kjölfarið.

Lágafell

Lágafell – loftmynd 2024.

Bjarni Ásgeirsson deildarstjóri þjónustustöðvar Mosfellsbæjar var kallaður til í kjölfar slyssins í gær. Hann segir að til þess að komast að vatninu þurfi að klifra yfir vegg innan við dyrnar.
„Það virðist einhver hafa farið inn í þetta brunnhús. Við fengum tilkynningu um átta leitið frá lögreglunni um að það hefði orðið hérna einhverskonar slys. Við mættum bara strax á staðinn, þá voru nú allir farnir af vettvangi svo að við bara lokuðum því,“ segir Bjarni.
Hefur þetta hús staðið lengi opið?
„Nú vitum við það ekki. Húsið er á einkalandi og einkaeign þannig að þetta er ekkert sem við kemur Mosfellsbæ, en við þekkjum það ekki hvort að þetta hafi staðið opið lengi,“ segir Bjarni.

Lágafell

Lágafell – gluggi á efra brunnhúsinu.

Hann segir að framtíð hússins sé óráðin. Það sé í höndum þeirra sem það eiga að ráða örlög þess.
„En einhverjar ráðstafanir þarf að gera,“ segir Bjarni.

Í „Fornleifaskráningu fyrir Mosfellsbæ“ á vegum Þjóðminjasafnsins árið 2006 er ekkert minnst á þessar minjar í landi Lágafells, enda teljast þær ekki til fornleifa.

Í fornleifaskráningu Antikva um „Fornleifaskráning – Lágafell“ frá árinu 2022 segir um neðra húsið:

Útihús – hús

Lágafell

Lágafell – efra brunnhúsið.

„Svolítið steinsteypt útihús með bárujárnsþaki er fast norðan við bílaplanið við kirkjuna.
Dyrnar snúa í norðvestur. Byggingin er ekki sýnd á túnakortinu 1916 og er líklega byggð síðar. Þótt húsið sé varla hundrað ára gamalt fer vel á því í minjalandslaginu kringum Lágafell
og hefur það nokkurt gildi sem slíkt“.

Um efra húsið segir: Útihús – heimild
„Undir fellinu í norðausturhorni túnsins sýnir túnakort stakt hús. Miðað við teikninguna er það byggt úr grjóti og torfi, ef til vill standþil sem snýr í suður, og minna hólf er við austurendann. Þetta útihús virðist vera horfið en steinsteypt hús stendur nú á þessum slóðum.

Lágafell

Lágafell – túnakort 1916. Hús sést þar sem efra brunnhúsið er nú.

Lítið steypt steinhús með gluggum er undir Lágafelli, norðaustast í túninu. Norðurhliðin er grafin inn í hlíðina sem myndar að nokkru leyti vegginn þeim megin. Vestur- og austurhliðar eru einnig niðurgrafnar að hluta og lægra hólf gengur út úr austurveggnum. Þetta mannvirki er á svipuðum slóðum og hús sem sýnt er á túnakorti árið 1916 en er þó líklega yngra. Rör standa út úr suðurveggnum og byggingin er full af vatni. Ekki er víst að þetta sé hundrað ára gamalt hús en það er þó hluti af minjarlandslagi Lágafells og hefur nokkurt minjagildi.
Hugsanlega er þetta vatnsgeymar frá hernum“.

Í Sveitarstjórnarmálum 2012 er grein með fyrirsögninni „Mosfellsbær 25 ára„. Þar segir m.a.:

Lágafell

Lágafell – neðra brunnhúsið neðst, Lágafellshúsið, útihúsin og Hlíðartúnshúsin fjær.

Lágafell: „Á Lágafelli stóð bænhús fyrir árið 1700 en staðurinn tengdist aftur kristnisögu sveitarinnar seint á síðustu öld þegar Lágafellskirkja var reist eftir harkalegar deilur, en af þeim segir í Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness. Lágafellskirkja hefur verið endurbyggð en er að stofninum til sama kirkjan. Að Lágafelli bjó athafnamaðurinn Thor Jensen síðustu æviár sín“.

Stríðsárin í Mosfellssveit: „Reykjalundur er byggður úr landi Suður-Reykja. Á styrjaldarárunum reis mikil braggabyggð á þessu landssvæði og voru braggarnir nýttir að hluta fyrir Vinnuheimilið að Reykjalundi sem tók þar til starfa árið 1945. Nú er þar rekið heilsuhæli og endurhæfingarstöð, en auk þess er þar plastiðnaður“.

Lágafell

Fjölmenn hermannabyggð: „Þegar Ísland var hernumið af Bretum árið 1940 myndaðist fjölmenn hermannabyggð í Mosfellssveit, eins og hún hét þá. Nú eru heillegar stríðsminjar Iftt áberandi í bæjarfélaginu en þó má t.d. benda á steinsteypta vatnsgeyma á svonefndum Ásum undir Helgafelli“.

Ekkert er minnst á að brunnhúsin hafi verið notuð af hernámsliðinu, en þó verður að telja trúlegt að efra húsið hafi að hluta til verið nýtt í þess þágu eftir að það lagði undir sig atvinnuhús Thors þar neðra í Hlíðartúni á stríðsárunum. Neðra brunnhúsið mun líklega hafa verið nýtt fyrir íbúðarhúsið, Lágafellshúsið (þinghúsið) og útihúsin.

Sjá meira um Lágafell HÉR.

Heimildir:
-https://www.ruv.is/frettir/innlent/2021-04-11-segir-einhvern-hafa-opnad-inn-i-brunninn
-RÚV.is 11. apríl 2021 kl. 15:14.
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ, Skýrslur jóðminjasafnasins 2006.
-Antikva, Fornleifaskráning, Lágafell, 2022.
-Mosfellingur, 8. tbl. 28.05.2010, Í þá gömlu daga, bls. 2.
-Sveitarstjórnarmál, 4. tbl. 01.05.2012, Mosfellsbær 25 ára, bls. 10-11.
-Aron Styrmir Sigurðsson 7. febr. 2021.
-Egill Helgason.

Lágafell

Lágafell – Gamla þinghúsið (Lágafellshúsið) við Lágumýri 6 árið 2023.

Gamli Þingvallavegur

Í nýenduruppgerðu og -vígðu sæluhúsi við Gamla Þingvallaveginn á Mosfellsheiði eru tvö upplýsingaskilti. Annað er um „Mosfellsheiðarvegi“ og hitt „Hús sælunnar„. Á þessum skiltum má lesa eftirfarandi:

Hraunið brann og rann til strandar

Mosfellsheiði

Borgarhólar.

Mosfellsheiði er dyngja sem rís hæst í Borgarhólum (410 m.y.s.). Á hlýskeiðum ísaldar rann svonefnt Reykjavíkurgrágrýti frá heiðinni alla leið til sjávar, allt frá Hafnarfirði og upp í Kollafjhörð. Nyrstu leifar þess eru á Brimnesi, á milli Kollafjarðar og Hofsvíkur á Kjalarnesi, en hraunið er einnig að finna í Gróttu og eyjunum á Kollafirði. Mesta þykkt þess hefur mæslt í Árbæ (80 m.y.s.) og í Öskjuhlíð (70 m.y.s.).

Fótspor og hófaför mörkuðu slóð

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur 2025.

Í aldanna rás áttu margir leið um Mosfellsheiði, þar er að finna fjölda þjóðleiðia, um þær fóru gangandi og ríðandi vermenn, bændur í kaupstaðaferðum, erlendi ferðamenn og fólk á leið til og frá Alþingi á Þingvöllum. Fótspor og hofaför mótuðu þessar leiðir um aldir svo ur varð heilt vegakerfi um gervalla heiðina, við þær voru hlaðnar vörður sem urðu samtals um 800 talsins, þær eru flestar hrundar.

Óboðlegt fyrir menn og hesta

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – skilti í nýuppbyggðu sæluhúsinu.

Heiðarleiðarnar voru misgóðar eftir árstíma, veðri og snjóalögum og stundum svo erfiðar yfirferðar að þær voru vart mönnum og hestumbjóðandi. Séra Jens Pálsson á Þingvöllum lýsti óviðunandi ástandi á Mosfellsheiði í blaðinu Ísafold árið 1881: „…zumstaðar er vegurinn órfærð urð, og grjótið svo þjett, að varla er nægilegt bil handa hestfætinum á milli steinanna. Þegar aptur á móti rignir, þótt eigi sje lengur en enn dag eð atvo, blotnar leirmoldin og treðst upp, og myndast þá leirleðjupollur innan um stórgrýtið, má þá vegurinn teljast ófær, jafnvel fyrir lausríðandi mann. Þó er enn verri meðferðin á hestunum þegar þeir eru reknir um slíkanveg með þyngsla-klyfjum, t.d. með borðviðardrögum á haustdegi opt í stormi eða regni, þá er viðbjóðslegt að sjá skepnurnar hrekjast fyrir storminum tilog frá um ófæru þessa…“.

Beinn og breiður vegur

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – skilti í nýuppbyggðu sæluhúsinu.

Seint á 19. öld urðu tímamót í samgöngusögu Mosfellsheiðar. Þá var hestvagnavegur lagður frá Geithálsi við Suðurlandsveg þvert yfir heiðina og austur til Þingvalla, um 33 kílómetra vegalengd. Vegurinn var tímamótamannvirki á sinni tíð, beinn og breiðuur og upphlaðinn á köflum. Um 100 vörður voru hlaðnar meðfram veginum, brýr voru byggðar og vegræsi lögð. Verkinu lauk árið 1896 með smíði brúar yfir Drekkingarhyl á Þingvöllum.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýuppgert sæluhúsið framundan.

Sama á fór maður á reiðhjóli í fyrsta skipti eftir þessum nýja Þingvallavegi og var hann fimm klukkustundir á leiðinni.
Í nokkra áratugi var vegur þessi sá greiðasti yfir Mosfellsheiði, hér fór Friðrik VIII Danakonungur um með föruneyti sínu árið 1907, séstakur konungsvagn var með í för en konungur vildi heldur fara ríðandi yfir heiðina. Um þetta leyti var bílaöld að renna upp á Íslandi og fyrsti bíllinn fór hér um árið 1913.

Nýr vegur gerist gamall

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur 2025. Fallin varða t.v. Ekkert er minnst á hinn forna Þingvallaveg skammt norðar um Seljadal. Á þeirri leið var og sæluhús, mun eldra en sæluhúsin í Molbrekkum.

Árið 1910 voru þúsund ár liðin frá stofnun Alþingis og efnt til mikillar hátíðar á Þingvöllum, þá var ráðist í vegagerð úr Mosfellsdal og alla leið til Þingvalla, á svipuðum slóðum og Þingvallavegurinn (nr. 36) liggur nú á dögum, 30-35 þúsund manns komu á Alþingishátíðina sem var um þriðjungur þjóðarinnar. Bæði nýi og gamli Þingvallavegurinn voru notaðir yfir hátíðadagana til að liðka fyrir bílaumferð. 14 árum síðar stofnuðu Íslendingar lýðveldi á Þingvöllum, þá var hestvagnavegurinn frá árinu 1896 lagfærður í því aygnamiði að ökuþórar gætu nýtt sér hann á leiðinni til baka til Reykjavíkur. En himnarnir fögnuðu hinu nýstofnaða lýðveldi með úrhellisrigningu, vegurinn kiknaði undan bílabyrðinni og ljóst að dagar hans sem akvegur voru taldir. Hann varð því gamann fyrir aldur fram og gengur undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn nú á dögum. Vegurinn hefur síðustu aratugina verið notaður sem göngu-, hjóla- og reiðleið og hefur mikið varðveislugildi.

Sæluhús í tímans rás

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýuppbyggt sæluhúsið.

Sæluhús hafa verið byggð á Íslandi síðan á miðöldum, þá var fólk hvatt til að greiða götu ferðafólks og vegfarenda, sjálfu sér til sálubótar. Nokkur sæluhús voru reist á Mosfellsheiði og í grennd við hana, eitt undir Húsmúla skammt frá Henglinum, húsið var þekkt fyrir reimleika, enda kallað Draugakofinn. Það sæluhús var aflagt á 19. öld og nýtt hús byggt á Kolviðarhóli þar í grenndinni. Annað sæluhús var reist í Moldbrekkum á norðanverðri Mosfellsheiði um miðja 19. öld. Ekki komust allir til byggða eða í sæluhús sem fóru yfir heiðina, til dæmis urðu sex vermenn þar úti snemma í marsmánuði árið 1857.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýuppgert sæluhúsið.

Blómaskeið sæluhúsanna á Mosfellsheiði var á ofanverði 19. öld þegar allt að fimm sæluhús voru til staðar á heiðinni og í grend við hana. Einnig leitaði fólk gistingar á bóndabæjum, til dæmis í Elliðakoti og Miðdal í sunnanverðri Mosfellsveit, á Kárastöðum í Þingvallasveit og á Kolviðarhóli. Á Kárastöðum og Kolviðarhóli var gistiþjónusta um skeið og einnig í Valhöll sem reist var á Þingvöllum árið 1898.

Grágrýtið stendur tímans tönn

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýendurbyggt sæluhúsið. Á skiltatexta er getið um jarðlæga tóft austan (h.m.) við húsið. Um er reyndar að ræða leifar af eldra sæluhúsi með framanverðan brunn. Til eru myndir af sæluhúsinu í heiðinni á meðan var.

Sæluhúsið sem hér stendur var byggt um 1890 úr tilhöggnu grágrýti héðan af heiðinni. Þessi hleðslutækni hafði rutt sér til rúms á íslandi ogvar meðal notuð við byggingu Alþingishússins og Hegningarhússins í Reykjavík. Sigurður Hansson (1834-1896) stýrði byggingu sæluhússins sem var 7×4 metrar að utanmáli og hæð undir þakbrún á langvegg var 1.80 metri. Um fimm metra frá austurgafi var jarðlæg tótt sem er 8.50 m x 6.79 m að utanmáli.
Eftir að umferð um Gamla Þingvallaveginn lagðist að mestu niður var viðhaldi sæluhússins ekki sinnt, svo fór að það hrundi undan eigin þunga. Allt hleðslugrjótið var þó á staðnum en timburverk, hurð, gluggar og þak, höfðu orðið fúa, vindi og ryði að bráð.

Margir lögðu hönd á plóginn

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýuppgert sæluhúsið.

Árið 2019 hóf Ferðafélag Íslands að huga að endurbyggingu sæluhússins og lauk þeirri vinnu árið 2025. Margir lögðu hér hönd á plóg með einum eða öðrum hætti sem hér segir… Síðan eru taldir upp alls kyns pótintátar sem litlu mál skipta, en þeirra merkilegri eru þó hleðslumeistararnir Ævar og Örn Aðasteinssynir, sem eiga mikið lof skilið fyrir handverkið.

Súkkulaði og koníak í nesti
Á öðru skiltinu er eftirfarandi frásögn. „Newcome Wright (1184-1955) var enskur lögfræðingur sem kom til Reykjavíkur með skipinu Botníu í apríllok áerið 1914. Líkt og margir erlendir ferðamenn fyrr og síðar vildi hann heimsækja alþingisstaðinn fornar á Þingvöllum.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – varða við veginn austan sæluhússins.

Hann arkaði fótgangandi af stað og hugðist ganga nýja veginn frá Geithálsi til Þingvalla, allt gekk slysalaust fyrst í stað en síðan skall á blindbylur. Þá komu vörðurnar við veginn í góðar þarfir, stundum sá Wright sæluhúsið í fjarska, taldi vörðurnar þangað og komst að húsinu við illan leik. Er skemmst frá því að segja að sæluhúsið bjargaði lífi ferðalangsins, hann sagði í viðtali í Morgunblaðinu: „Í húsinu fann ég nokkra heypoka, ég tæmdi þá á gólfið, fór í pokana, hvern utan yfir annan og sofnaði, held ég, í rúma hálfa klukkustund. Að öllum líkindum svaf ég ekki lengur, en þegar ég vaknaði við einhvern hálf leiðan draum, langt uppi á heiðum Íslands, kaldur og svangur, þá vissi ég, að nú væri um að gera að flýta sér niður í byggð. Stormurinn og hríðin úti hræddu mig ekki. Ég ráfaði áfram, jafnt og þétt, sá Þingvallavatnið og komst svo kl. 5-6 um morguninn niður í Almannagjá.“

 

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – vegvísir við veginn og gatnamót línuvegar millum Nesvallavegar og Bringna.

P.S. Eitt er svolítið skondið! Búið er að stika leið frá Heiðartjörninni við Þingvallaveg upp að sæluhúsinu í Moldbrekkum og áfram að skilti á línuveginum þvert á Gamla Þingvallaveginn millum Nejavallavegar og Bringna, 5.9 km leið. Á skilti við „gatnamótin“, sem er reyndar ekki fær nema jeppabifreiðum (skrifari, ökumaður og göngumaður fór hana samt sem áður alla leið á fjórhjóladrifinni fólksbifreið, reyndar Toyotu,  sem sannaði þrátt fyrir það að ökumaðurinn skiptir jafnan meira máli en ökutækið sjálft). Ökuferðin niður að skiltinu tók u.þ.b. klukkustund, enda betra að fara bæði rólega varlega í mestu grófningunum þegar varadekkið er ekkert.
Gangan frá skiltinu að sæluhúsinu, fram og til baka, tók u.þ.b. 40 mín. Aksturinn frá skiltinu niður að Bringum tók u.þ.b. hálftíma.
1.7 km eru, skv. skiltinu, að sæluhúsinu frá línuveginum millum Nesjavallavegar og Bringna, 5.9 km frá því niður á Þingvallaveg, sem fyrr sagði, og 5.7 km að Bringum.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – skilti við línuveginn millum Nesjavallavegar og Bringna.

Óskiljanlegt er með öllu hvers vegna mönnum datt í huga að stika þessa leið, enda hefur viðkomandi þar með tekist það ómögulega, að leggja hana niður frá sæluhúsinu áleiðis að Þingvallavegi, án þess að snetra hið minnsta hina fornu neðanverða þjóðleið vermannanna fyrrum, sem og hið gamla sæluhús við Þrívörður þar skammt austar, landamerki Mosfellssveitar og Grafningshrepps! Svona er Ísland víst í dag…

Sæluhúsið er alltaf opið fyrir gesti og gangandi. Göngum vel um þessar merku menningarminjar.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – nýendurgert sæluhúsið innanvert. Ákveðið hefur verið hafa allt húsið á sama gólfi, en fyrrum var í því timburþilpallur að austanverðu fyrir fólk og aðstaða fyrir hesta í því vestanverðu.  Ólíklegt er að hestum verði boðið þangað inn í framtíðinni, enda sæluhúsið einungis ætlað sem „hús sælunnar“…

Nessel

Guðjón Jenssen skrifaði um „Seljadal“ í Mosfelling 2024:
„Einn af fegurstu og sérstæðustu dölum innan marka Mosfellsbæjar er Seljadalur.

Guðjón Jensson

Guðjón Jensson.

Þessi skjólsæli og vel gróni dalur er við vesturmörk Mosfellsheiðar, sunnan og austan við Grímannsfell sem er hæsta fjall Mosfellsbæjar. Fremur fátítt er að þar sé fólk á ferð utan hestafólk sem ríður elstu leiðina í átt til Þingvalla.
Þetta var leið þriggja konunga en Kristján IX fór þarna um 1874, Friðrik VIII 1907 og Kristján X 1921.

Jón á Reykjum segir svo í mjög fróðlegri lýsingu sinni af Seljadal sem birtist í Mosfellspóstinum 19.6.1981: „Seljadalurinn er allur eða að mestu í eigu hreppsins, en er upphaflega úr jörðunum Þormóðsdal og Miðdal. Náttúrufegurð er mikil í dalnum enda skýlt úr öllum áttum nema ef til vill að norðaustan.“

Nessel

Nessel í Seljadal.

Örnefnið Seljadalur vísar til að í honum hafi verið tvö sel, kannski fleiri. Í dag er einungis eitt þekkt, Nessel vestarlega í dalnum undir Grímannsfelli. Mun það fremur vera kennt við Gufunes en Nes á Seltjarnarnesi.
Má enn í dag sjá vel varðveittar rústirnar og hvernig húsaskipan var, mjög hefðbundin. Í næsta nágrenni rennur lækur en aðgengi að góðu vatni var ein af mikilvægustu forsendum seljabúskaparins enda hreinlæti mjög mikilvægt.

En hvar var hitt selið?

Viðeyjarsel

Viðeyjarsel (Bessastaðasel) í Lækjarbotnum.

Viðeyjarklaustur var auðugasta klaustur á Íslandi á miðöldum. Til þess var stofnað af helstu höfðingjum landsins, sjálfum Snorra Sturlusyni og Þorvaldi Gissurarsyni, föður Gissurar jarls. Klaustrið var vígt 1226 af Magnúsi biskup í Skálholti, bróður Þorvaldar. Lagði hann til klaustursins biskupstíund (osttolla) milli Botnsár í Hvalfirði og Hafnarfjarðar. Auk þess átti það reka víða um Reykjanes. Klaustrið var rænt tvívegis; 1539 og 1550.

Magnús Guðmundarson sem var prestur á Þingvelli gaf Viðeyjarklaustri selför í Þormóðsdal hinum efri segir í máldaga (eignaskrá) Viðeyjarklausturs frá 1234. Nafnið bendir til að örnefnið Seljadalur kemur síðar við sögu eftir að selin hafa verið tvö. Seljadalur er mjög grösugur og skjólsæll og Seljalandsbrúnirnar veita búsmala gott aðhald.

Mosfellsbær

Kambsrétt í Seljadal.

Landbúnaðarsamfélagið fyrrum byggðist á því að unnt væri að hafa seljabúskap yfir hásumarið þannig að afla mætti nægra heyja af heimatúnum og koma búfénu frá. Þannig hefur klausturfólk átt gott samstarf við Gufunesinga við að koma búsmalanum stystu leið upp með Úlfarsá og upp í Seljadal. Þessi leið hefur þann ótvíræða kost að vera fremur stutt og greiðfær enda engar erfiðar torfærur á leiðinni.

Með siðaskiptunum verða gríðarlegar breytingar á búskaparháttum landsmanna. Danski kóngurinn leggur undir sig allar eignir klaustra, kirkna og biskupsstóla og er á einu ári orðinn eigandi 20% allra jarða á Íslandi.

Seljadalur

Seljadalur – óskráðar selsminjar.

Fyrrum voru jarðirnar leigðar með þeim skilmálum að leiguliðar afhentu klaustrinu tiltekinn hluta af afurðum jarðarinnar, oft 5-10%. Eftir siðaskipti voru þær leigðar með öðrum skilmálum sem einkum var falið í vinnuframlagi í þágu Bessastaðavaldsins. Margir leiguliðar urðu að sjá um að senda vinnumenn sína í verið til að róa á kóngsbátunum og til veiða í Elliðaánum, en fyrirferðarmesta kvöðin hefur verið að vinna viðarkol í Þingvallaskógi og afhenda tiltekið magn á Bessastaði á tilteknum tíma.

Seljadalur

Vegur (brú) um Seljadal.

Þetta hefur væntanlega verið ein þyngsta kvöðin enda verða viðarkol ekki unnin nema um hásumarið þegar mest er um að vera í heyönnum.
Allt þetta breytti öllum búskaparháttum meira og minna. Nautgriparækt dregst verulega saman, enda þörfin fyrir framleiðslu á mjólk og mjólkurafurðum minni, en sauðfjárbúskapur eykst að sama skapi. Unnt var að sleppa sauðfé í haga eftir sauðburð og ekki þurfti eins mikla fyrirhöfn við að mjólka kýr og sinna tímafrekum bústörfum.

Nærsel

Nærsel í Þormóðsdal „hinum efri“.

Mér þykir mjög líklegt að Viðeyjarsel hafi verið þar sem nú er Kambsrétt. Hún var skilarétt Mosfellinga og nærsveitarmanna væntanlega fljótlega upp úr siðaskiptum og fram yfir miðja 19. öld. Þá var Árnakróksrétt austan Selvatns tekin í notkun, mjög stór og stæðileg.
Umhverfi hennar er votlendi og þótti auk þess vera nokkuð úr leið einkum fyrir þá Mosfellinga sem í Mosfellsdal bjuggu. Varð það til þess að Hafravatnsrétt var tekin í notkun 1901 og er líklega einna frægust rétta í Mosfellsbæ.“

Í Seljadal eru reyndar fleiri en tvö sel, þ.e. Nessel og Nærsel. Þau eru a.m.k. þrjú talsins. Hvorki Nærsel né hið þriðja hafa enn ekki verið skráð. Selstaða hefur hins vegar aldrei verið í Kambsrétt.

Heimildir:
-https://mosfellingur.is/seljadalur/
-Heimild: https://timarit.is/files/66988132
-heimild: Fornbréfasafn Íslands, fyrsta bindi bls. 507.
-Guðjón Jensson.

Nærsel

Nærsel í Þormóðsdal – uppdráttur ÓSÁ.

Gamli Þingvallavegur

Á vefsíðu Ferðafélags Íslands mátti þann 23. júni 2025 lesa eftirfarandi um „Vígslu sæluhúss FÍ á Mosfellsheiði“:

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – endurgert sæluhúsið.

„Veðrið lék við gesti sem áttu mjög ánægjulega og hátíðlega stund. Fjallasýnin til Þingvalla var einstaklega tilkomumikil og fögur.
Ferðafélag Íslands vígði nýtt endurgert sæluhús félagsins á Mosfellsheiði sunnudaginn 22 júní að viðstöddum fjölmörgum gestum.
Ólöf Kristín Sívertsen, forseti FÍ bauð fólk velkomið og þakkaði sérstaklega öllum þeim sem hafa komið að endurbyggingu hússins. Þar hafa bræðurnir Örvar og Ævar Aðalsteinssynir annast byggingu hússins en auk þeirra var Unnsteini Elíassyni hleðslumeistara úr Borgarfirði, Bjarka Bjarnasyni sem leiddi undirbúning verkefnisins, leyfismál og fl., Bjarna Bjarnasyni frá Hraðastöðum og Jóni Sverri einnig þakkað fyrir þeirra framlag. Þá var þakkaður stuðningur frá Erni Kærnested og fasteignafélaginu Bakka.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – Örvar og Ævar að verki við endurgerð sæluhússins.

Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ fór m.a. yfir sögu skálabygginga FÍ og starf félagsins í upphafi, sýn og drauma frumkvöðlanna og sjálfboðaliðanna sem leiddu starf félagins og byggðu upp á fyrstu árum þess. ,,Endurbygging sæluhússins er okkur hjá FÍ afar kær og okkur finnst mikilvægt að sinna því. Skilgreint hlutverk félagsins er m.a. bæði að skipuleggja ferðir um landið og standa að skálauppbyggingu og rekstri fjallaskála. Okkar hlutverk er einnig að halda til haga ýmsum fróðleik og huga að sögulegum rótum – framkvæmdirnar á Mosfellsheiði eru mjög í þeim anda,“ sagði Páll.
Bjarki Bjarnason fór m.a. yfir vegagerð á Mosfellsheiði, sagði sögu af enskum ferðalangi sem leitaði skjóls í sæluhúsinu í aftakaveðri og með koníak og súkkulaði í nesti, sem bjargaði lífi hans. Þá rakti hann tilurð verkefnis og framkvæmdasögu sæluhússins.

Gamli Þingvallavegur

Örvar og Ævar Aðalsteinssynir hafa haft veg og vanda af endurbyggingu hússins og gert það með miklum sóma. 

Örvar og Ævar Aðalsteinssynir greindu frá byggingu hússins, allt frá grunni og þar til verkinu var lokið. Þeir greindu frá því hvernig verkefnið hefði verið unnið í áföngum, frá ári til árs og gengið einstaklega vel.
Fjölmargir hestamenn mættu i kaffi ( kristal ) og tóku lagið.
Pétur Ármannsson þakkaði fyrir ánægjulegt samstarf við alla þá sem að þessu verkefni hafa komið og greindi frá hugsanlegri friðun Þingvallavegar hins gamla, sem nú er í umsóknarferli.
Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, sóknarprestur í Mosfellsbæ blessaði sæluhúsið og hendur þeirra sem að komu, og mæltist einstaklega vel í fallegri ræðu.
Að lokum var boðið upp á léttar veitingar og Örævabandið tók nokkur lög inni í sæluhúsinu við góðar undirtektir.“

Mosfellsheiði

Sæluhúsið við Gamla-Þingvallaveginn um 1900.

Þetta hefur verið svolítið skondin samkoma á Mosfellsheiðinni þennan umrædda „dýrðardag“ og margir raftar þar á sjó dregnir af litlu tilefni „endurvígslunnar“.
Þess má t.d. geta, í fysta lagi, að ekki er um „endurbyggingu“ sæluhúss FÍ að ræða. Sæluhúsið var byggt á kostnað íslenska ríkisins árið 1906 í þeim tilgangi að skapa afdrep fyrir Friðrik VIII Danakonung í heimsókn hans hingað til lands árið eftir. Einn forkólfa Árbókar FÍ 2023 ánafnaði félaginu leifum hússins, að því er virðist án nokkurrar heimildar.

Mosfellsheiði

Eldra sæluhúsið í Moldabrekkum, endurgert.

Þá ber að hafa í huga að vagnvegagerðin um Mosfellsheiði, sem hófst árið 1886, var að fullu lokið árið 1891. Í upphafi vegagerðarinnar var reist skjól fyrir vegagerðarmennina sem steintilhöggna sæluhúsið var síðar reist þar skammt frá. Tóftir gamla hússins má sjá austan við hið endurgerða hús sem og brunninn, sem þar var fyrrum upphlaðinn á klöpp. Svo virðist sem bæði minjaverði svæðisins og forkólfum verkefnisins hafi yfirsést þessar eldri minjar við útekt og undirbúning framkvæmdanna. Fyrrum reynsla af slíkum kemur þó ekki á óvart.

Mosfellsheiði

Upphaflega sæluhúsið í Moldarbrekkum 1896 – Daniel Bruun.

Af lýsingu Kålunds frá þessum tíma má a.m.k. lesa tvennt; hann skrifar lýsingu sína 1877 og er þá að lýsa elstu Þingvallaleiðinni um Seljadal um Moldabrekkur, sem er nokkuð norðan Gamla Þingvallavegarins, sem byggður var, sem fyrr segir, á árunum 1886-1891. Við þá eldri leið hafði verið byggt sæluhús í Moldabrekkum 1841. Húsið var byggt úr svonefndum Sýsluvörðum (Þrívörðum). Vatnslind er þá neðan við húsið. Til er ljósmynd af því húsi, sem nú er tóft ein. Á því var lítill kross á gafli, líkum þeim er settur hefur verið á gafl hins endurgerða sæluhúss.

Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur – endurbyggt hús og eldri sæluhúsatóft.

Í Lögbergi-Heimskringlu 1890 segir að við Gamla Þingvallaveginn hafi fyrst verið byggt sæluhús 1890, á háheiðinni. Hleðslumeistari hafi verið Sigurður Hansson (1834-1896), sem hlóð einnig reisulegar vörður meðfram veginum. Hafa ber í huga að vörður á fyrirhugðum vagnvegum voru jafnan hlaðnar nokkru áður en fyrirhuguð vegagerð hófst.

Í framangreinda lýsingu virðist hafa gleymst að „sæluhús“ úr torfi og grjóti hafði þegar verið reist á framangreindum stað, líklega um 1890. Tóftir hússins eru skammt austan steinhlaðna hússins, sem líklegt er að hafi verið byggt um 1906 í tilefni af væntanlegri konungskomu Friðriks VIII árið 1907. Aftan (norðan) við gamla sæluhúsið mótar fyrir gerði.

Gamli Þingvallavegur

„Endurvígsla“ gamla sæluhússins – Jón Svanþórsson, einn höfundanna um Árbók FÍ 2023 um Mosfellsheiðina kímir svolítið í kampinn.

Fyrirmenn hafa væntanlega ekki talið „sæluhús“ vegagerðarmanna, gert upp á íslenskan máta úr torfi og grjóti, boðlegt hinum konungbornu og því verið ákveðið að gera nýtt álitlegra „skjól“ við hlið þess. Innandyra var aðstaða fyrir ferðamenn á upphækkuðum trépalli að austanverðu og fyrir nokkra hesta að vestanverðu.

Pétri „presti“ Ármannssyni ætti að vera vel kunnugt um að skv. Minjalögum eru allar minjar eldri en 100 ára friðaðar og því óþarfi að beita þær „friðlýsingum“ líkt og gert hafði í anda gömlu Þjóðminjalaganna.

Handverk Örvars og Ævars ber þó, þrátt fyrir alla vitleysuna, að lofa.  Efast má hins vegar um að nokkur prestur hafi haft þar nokkurn tilgang, þangað til núna, til þess eins að babla um eitthvað sem engu máli skiptir.

Heimild:
-https://www.fi.is/is/fi/frettir/saeluhuhus

Gamli Þingvallavegur

Eldra sæluhúsið við Gamla Þingvallaveginn, sem enginn virðist hafa gefið nokkurn gaum..

Glúfrasteinn

Nokkur fornmannaleiði eru í Mosfellsbæ. Má þar nefna Þormóðsleiði í Seljadal, Hraðaleiði á mörkum Hraðastaða og Mosfells, Æsuleiði við Æsustaði, Skeggjaleiði hjá Skeggjastöðum, Úlfarsleiði í Úlfarsfelli, Reynisleiði við Reynisvatn og Egilsdys í Tjaldanesi neðst í Mosfellsdal.

Æsuleiði

Æsuleiði – Bjarki Bjarnason stendur á leiðinu.

Samkvæmt aldagamalli sögn er Hraði, þræll sem fékk frelsi til forna og byggði Hraðastaði, heygður í Hraðaleiði og Þormóður, sem Þormóðsdalur er kenndur við, heygður í Þormóðsleiði.
Sá maður í Mosfellssveit (-bæ) sem veit manna best um þau þá fyrrum heygðu er heitir Bjarki Bjarnason og býr að Hvirfli í Mosfellsdal. Hann er margfróður um sögu byggðarinnar enda lagt sig fram við að varðveita gamlar sagnir og sögur af svæðinu.
Áður en eftirgrennslan hófst var vitað að í örnefnalýsingum kemur fram að „Þormóðsleiði er týnt, eftir því sem ég best veit. Hef heyrt að bóndinn í Þormóðsdal hafi sléttað það út“, „Hraðaleiði er áberandi hóll vestast á túnunum á Hraðastöðum“, „Skeggjaleiði er týnt“, „Egilsdys er lítill hóll í svonefnum Víðirodda vestast í Mosfellsdal þar sem árnar koma saman“ og „Æsuleiði er hóll miðja vegu á milli Norður-Reykja og Æsustaða.“ Ekki beint örvandi til leitar, en FERLIR er þekktur fyrir annað en uppgjöf.

Þormóðsdalur

Tóft í Þormóðsdal, ofan við bæinn.

Bjarki fylgdi FERLIR um Mosfellsdalinn með það fyrir augum að reyna að staðsetja Æsuleiði, Hraðaleiði og Egilsdys, en Þormóðsleiði virðist hafa farið forgörðum er nýi vegurinn var lagður um Seljadal rétt neðan við býlið Þormóðsdal upp í grjótnámið sunnan í Grímannsfelli (sjá „Þormóðsdalur – minjar og annað gull“ á vefsíðunni undir Lýsingar). Þá er ekki vitað hvar Skeggjaleiði kann að vera. Að þessu sinni var hvorki gerð leit að Úlfarsleiði eða Reynisleiði, en að sjálfsögðu verður gerður út leiðangur í það verkefni fyrr en seinna.

Hraðaleiði

Hraðaleiði.

Þegar gengið var að Hraðaleiði vakti stórt hringlaga, næstum jarðlægt, gerði athygli þátttakenda. Auk þess að skoða fyrrnefnda staði var kíkt á Jónssel ofan við Seljabrekku.
Samkvæmt þjóðminjalögum eru haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið, taldir til fornleifa. Hins vegar getur þurft að horfa til þess að „dysjar“ þurfa ekki endilega að vera raunverulegar dysjar heiðins fólks. Bjarki gat þess t.d. að hvorki Hraðastaða né Æsustaða væri getið í fornum skráðum heimildum. Einungis væri um að ræða munnmælasögur sem gengið hafa í sveitinni um langan tíma. Sama sagan væri um Skeggja á Skeggjastöðum, Þormóð í Þormóðsdal, Reyni á Reynisvatni og Úlfar á Úlfarsfelli, sem reyndar nefndist áður Úlfmannsfell.

Skeggjastaðir

Skeggjastaðir og Hrafnhólar.

Sögurnar virðast hafa orðið til líkt og aðrar þjóðsögur þar sem reynt var að finna tilvist þeirra stað með því að vitna til óráðinna sagna og jafnvel áþreifanlegum sönnunum, þ.e. dysjunum.
Hvað um það – sögurnar eru góðar og hafa staðið fyrir sínu um langan tíma, þ.e. þjónað þeim tilgangi sem þeim var ætlað. Það ber þó, með framangreint í huga, að taka sögunum með hæfilegum fyrirvara. Fróðlegt er þó að skoða staðsetningu framangreindra dysja og leiða út frá sögnum um að þau hafi jafnan verið fyrst staðsett á mörkum jarða og síðar á mörkum gróinna bletta umhverfis bæjarstæði. Æsuleiði er einmitt í jarðri fyrrum gróins svæðis, Hraðaleiði er á mörkum jarðarinnar að vestanverðu og Egilsdys er á mörkum jarðar að suðvestanverðu.

Hraðastaðir

Hraðastaðir – dómhringur?

Túnasléttur voru versti óvinur fornra mannvistarleifa á öndverðri síðustu öld. Á þeim tíma voru ótal forn mannvirki jöfnuð við jörðu og sléttuð. Skipti þá engu hvort um var að ræða fornar grafir eða annað. Heimafólkið eitt vissi gjarnan um tilvist þeirra og gætti þess vel að þeim væri ekki raskað, enda fylgdi oft lýsing á hvaða afleiðingar það myndi hafa í för með sér, jafnvel þótt ekki gerðist annað en að þau væru nytjuð. Átti kýr á bænum þá gjarnan að drepast, sjómenn að drukkna, heimilisfólk að veikjast og/eða deyja eða aðrar skelfingar að dynja yfir.  Ástæðurnar voru jafnan af tvennum toga; annars vegar til að auka líkur á varðveislu þess, sem fólkið trúði í alvöru að væri satt, og hins vegar til að standa vörð um aðrar varhugaverðari ástæður, s.s. grafir skepna er látist höfðu úr miltisbrandi eða þar sem fatnaður fólks var grafinn er látist hafði úr svartadauða eða spænsku veikinni og svo mætti lengi telja.
Æsuleiði er norðvestan undir rótum gróinnar brekku í túni Æsustaða. Að sögn Bjarka eru Æsustaðir alls ekki svo gamalt býli. Þeir eru einn hluti af nokkrum frá Reykjum. Sunnar er Æsustaðafjall og norðvestar Helgafell. Milli þeirra er skarð, Skammaskarð. Handan og suðaustan þess er Skammidalur. Þar eru minjar stekks eða annarrar rústar.

Jónssel

Jónssel.

Gömul kona, sem bjóð að Æsustöðum hefði fylgt honum um túnið á sínum tíma með það fyrir augum að staðsetja Æsuleiði. Þá hefði hann haldið að leiðið væri áberandi gróinn rofhóll undir brekkunni, en gamla konan hefði hins vegar bent honum á ílanga þúst, um 8 m langa og 2.5 m breiða, skammt norðar undir brekkurótunum. Hæðin er um 0.8 m. Leiðið snýr nokkurn veginn á lengdina í suður/norður. Þarna á Æsa gamla að hvíla. Teknir voru GPS-punktar á dysina.
Í Æsileiði á landnámskonan Æsa að liggja. Æsuleiði er álagablettur sem ekki má slá. Álagablettirnir eru fleiri því auk Æsuleiðis er slíka bletti einnig að finna á Hrísbrú, Norður-Reykjum, Úlfarsá (Álagablettur og Álagabrekka) og Úlfarsfelli. Blettina má ekki, skv. gömlum sögnum, slá eða eiga við á annan hátt.

Sauðhóll

Sauðhóll.

Álfabyggð er skráð á átta bæjum í sveitarfélaginu, Blikastöðum, Helgafelli, Hraðastöðum, Miðdal, Mosfelli, Óskoti, Reykjakoti og Suður-Reykjum. Um 450 metra suður af bæjarhúsunum á Helgafelli er hóll sem nefndur er Sauðhóll. Samkvæmt gamalli sögn hafði bóndinn á Helgafelli einhvern tíma verið að reka heim fé neðan úr Skammadal í austanbyl. Sá hann þá mann á undan sér sem einnig var við fjárrekstur. Hvarf maðurinn fyrir Sauðhól en þegar bóndi kom sjálfur fyrir hólinn sást hvorki af honum tangur né tetur. Taldi bóndi víst að maðurinn hefði horfið inn í hólinn með allt féð en það voru víst sauðir. Var þarna því um huldumann að ræða en ekki mennskan mann.
Sauðhóll er á því svæði þar sem nú er fyrirhugað að rísi ný íbúðarbyggð. Tekið var fullt tillit til hólsins og mun hann standa áfram inni í hinni nýju byggð.

Mosfellsdalur

Egilsdys.

Mjög margar af þeim fornleifum sem skráðar voru í Mosfellsbæ tengjast landbúnaði, , t.d. útihús, stekkir, kvíar, réttir, nátthagar, fjárborgir, sel og mógrafir. Margar þessara minja eru enn greinilegar.
Að sögn Bjarka er Víghóll áberandi kletthóll suðvestan við Norður-Reyki. Að sögn fyrrum ábúanda á jörðinni mun hóllin hafa heitið Kvíahól og þá dregið nafn sitt af kvíahleðslum, sem þar hefðu verið undir honum.
Þá var gengið að Hraðaleiðinu. Það er á vesturmörkum jarðarinnar. Skurður vestan hennar undirstrikar mörkin. Dysin er um 15 m löng og um 6 metra breið. Hæðin er um 1.5 m. Ummerkin benda, ef satt er, til þess að þarna hafi höfðingi verið dysjaður. Leiðið liggur, líkt og Æsuleiði, nokkurn veginn suður/norður.
Gamla íbúðarhúsið að Hraðastöðum sem byggt var 1923 og hefur verið endurbyggt. Það er dæmigerður fulltrúi hins „íslenska sveiser“ og mikilvægt sýnishorn ákveðins tímabils í sögu bændabýla hérlendis (Hörður Ágústsson).
Fyrrnefnt gerði, sem uppgötvað var vestast á túninu á Hraðastöðum, skammt sunnan Þingvallavegar, hefur verið nokkuð stórt. Nú er það um 20×20 m að ummáli, hringlaga. Hringurinn er um 0.20 m hærri en túnið umhverfis. Litabreyting er í hringnum miðað við umhverfið. Ef mjög vel er að gáð má sjá móta fyrir hleðslum í hringnum.

Helgafell

Helgafell – stekkur.

Ljóst er að þarna hefur verið mannvirki áður en túnið var sléttað. Hvort sem það hefur verið hringlaga rétt eða eitthvað annað er ástæða til að skoða það sérstaklega. Enn er t.a.m. ekki vitað hvar Kjalarnesþing var til forna, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hvers vegna skyldi það ekki hafa verið þarna – áleiðis til Þingvalla.
Mosfell er ekki langt undan sem og aðrar merkisjarðir fyrrum. A.m.k. kosti væri ástæða til að gaumgæfa þennan stað mun betur. Ekki er vitað hér og nú hvort hann hafi verið uppgötvaður áður sem fornleif svo tekinn var GPS-punktur á hann – ef einhver áhugi skyldi vakna hjá einhverjum.
Innar er Helgadalur. Þar er Katlagil í Grímannsfelli. Í því er hlaðin tóft, sem skoða þarf við tækifæri.
Þá var haldið að Egilsdys. Fyrsti legstaður Egils Skallagrímssonar er sagður í greinilegum haug eða hól á Tjaldanesi. Haugurinn eða hóllinn er nú afgirtur innan hestagirðingur – af einskærri tillitssemi við söguna. Sagnir herma að Egill hafi verið grafinn upp þegar kirkja var reist að Hrísbrú. Margir hafa reyndar velt vöngum um afdrif beina Egils. Egilssaga fjallar um þetta og víðar hefur það verið gert.

Mosfellskirkja

Mosfellskirkja.

Halldór Laxness stúderaði sögu Mosfellsdals á sínum tíma og færði í frásögn með sínum hætti í Innansveitarkróniku: „Kirkja hafði að öndverðu verið reist undir Mosfelli á þeim stað sem síðar hefur heitið Hrísbrú, og stóð þar uns skriða hljóp á túnið á 12tu öld; var þá flutt á hól einn leingra inn með fjallinu, Mosfellsstað sem nú heitir. Hrísbrú varð leigukot í Mosfellstúni vestan skriðunnar.

Þegar kirkjan var flutt fundust, að því er skrifað er, mannabein undir altarisstað í Hrísbrúarkirkju hinni fornu; voru þau miklu meiri en annarra manna bein og fluttu mosdælir þau til Mosfells ásamt með kirkjunni og þóttust gamlir menn kenna þar bein Egils Skallagrímssonar.“
Bein Egils munu skv. þessu hafa verið flutt í gömlu kirkjuna, sem nú er reyndar verið að grafa upp í fornleifauppgrefti að Hrísbrú, en síðan þaðan í gamla kirkjugarðinn við Mosfellskirkju, sem væntanlega hefur staðið skammt austar en núverandi kirkja – há og hnarreist.

Víghóll

Mosfellsdalur – Víghóll.

Loks var haldið í Jónssel ofan Seljabrekku. Sagt er frá því annar staðar á vefsíðunni ( Bringur – Helgusel – Mosfellssel – Jónssel undir Lýsingar). Bjarki gekk öruggum skrefum inn á óslegin austurtún bæjarins. Hann sagðist hafa farið þangað einu sinni með Guðjóni Bjarnasyni, þáverandi ábúanda. Hann hefði vísað á selstóftirnar. Þeir hefðu gengið frá bænum, en á leiðinni hafi þeir komið að folaldi í skurðfestu svo einungis höfuðið hafi staðið upp úr. Tekist hefði að bjarga því, en vegna þessa atviks hafi gangan verið einstaklega eftirminnileg.
Leifar Jónssels eru austarlega á grónum túnum Seljabrekku, en þó enn óhreyft. Sjá má móta fyrir útlínum húsanna. Ekki er þó gerlegt að ákvarða veggi einstaka rýmishluta svo öruggt megi teljast. Tækifærið var notað til að rissa minjarnar upp og mæla. Einnig voru teknir GPS-punktar, en þeir reyndust vera þeir sömu og teknir voru í tilefni framangreindrar lýsingar. Munurinn var einungis sá að nú var grasið hávaxnara en áður.
Ljóst er þó að selstóftin hefur greinst í þrennt. Gengið var inn í aðalrýmið úr suðri. Norðaustan við tóftirnar mótar fyrir stekk eða kví. Vestan tóftarinnar er gamalt vatnsstæði. Jónsselslækur er norðar og er selið reist á suðurbakka lækjarins. Frá selinu sést vel hvar lækurinn liggur enn ósnertur þar sem hann liðast upp (ætti að vera niður) brekkuna suðaustanverða, en norðvestar hefur verið grafinn skurður í hann með stórvirkum vinnuvélum.
Hinar hlöðnu tóftarhleðslur, sem lýst var að Jórunn í Bringum hefði notað við heyskapsverkin í byrjun 20. aldar, virðast nú horfnar niður í þykkan svörðinn. Svona er hin „eilífa hringrás“.
Frábært veður.

Skammidalur

Skammidalur – beitarhús.

 

Lambton

Ýmsar herminjar eru í landi Sólvalla og Reykjalundar í Mosfellsbæ. Raunar er aðeins einn braggi enn þá uppistandandi en auk hans má sjá 31 vel varðveitta braggagrunna, bílagryfju, vatnsból og veg.

Limbton

Camp Limbton í Mosfellsbæ.

Braggarnir tilheyrðu Camp Lambton Park sem var eitt fjölmargra braggahverfa sem komið var upp í Mosfellssveit fljótlega eftir komu hersins til Íslands árið 1940. Að norðvestan rann Camp Lambton Park saman við Camp Clayton Park og voru samtals 144 braggar í þessum tveimur hverfum þegar mest var. Þarna höfðu fyrst Kanadamenn og síðan Bandaríkjamenn aðsetur. Í þeim hluta Camp Lambton Park sem hefur varðveist voru liðsforingjabúðirnar.
Auk braggahverfa til íbúðar risu á nokkrum stöðum braggasjúkrahús. Eitt þeirra var Álafoss Hospital, staðsett skammt frá Camp Lambton Park og Camp Clayton Park. Þegar spítalinn hóf starfsemi voru þar 250 sjúkrarúm en í neyðartilvikum var hægt að taka við allt að 550 sjúklingum. Starfsmenn voru tæplega 200. Spítalinn var staðsettur þar sem Reykjalundur er nú og er því horfinn en minjar í nágrenninu minna á hann.

Limbton

Camp Lambton í Mosfellsbæ – uppdráttur af braggahverfinu.