Tag Archive for: Mosfellsbær

Mosfellsbær

Í Álafosskvos í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi upplýsingar:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti í Álafosskvos.

„Árið 1896 hófst ullarævintýrið á Álafossi en þá lét Björn Þorláksson (1854-1904) bóndi og hreppstjóri á Varmá reisa ullarvinnsluhús hér á árbakkanum og nýtti vatnsaflið til að knýja tóvinnuvélarnar. Fyrsta húsið sem reist var á staðnum stendur enn en hverfur inn í húsaþyrpinguna í brekkunni hér fyrir handan.

Smám saman myndaðist húsahverfi í kringum verksmiðjureksturinn sem efldist jafnt og þétt, ekki síst í tíð Sigurjóns Péturssonar (1888-1955) en hann rak Álafossverksmiðjuna frá 1919 til dauðadags. Hér ofar í brekkunni getur að líta brjóstmynd af Sigurjóni.

Húsin í Álafosskvos eru frá ýmsum tímaskeiðum. Á árbakkanum stendur gamla sundlaugarbyggingin, ein sú elsta á landinu, vígð árið 1933 og eina sundlaugin í Mosfellssveit um áratugaskeið. Sundlaugarhúsið hefur fengið nýtt hlutverk eins og önnur hús hér í kvosinni. Enginn ullariðnaður er stundaður lengur í Álafosskvos en hér er þó ullarafurðasala þannig að gamli ullarandinn svífur enn yfir vötnunum.“

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti í Álafosskvos. „Í tíð Sigurjóns Péturssonar var öflugt félags- og íþróttalíf hér á Álafossi. Hann gekkst m.a. fyrir svoköllum Fánadögum á 3. og 4. áratugnum í fjáröflunarskyni fyrir íþróttaskóla sem hann starfrækti á staðnum. Þá voru m.a. sýndir leikþættir, keppt í íþróttum og margt fleira sér til gamans gert en til að njóta betur skemmtiatriða á Fánadögum og öðrum mannamótum að Álafoss voru mótuð sérstök sæti í brekkuna. Dansað var í stóru samkomutjaldi og selt inn, hálftíma í senn. Þegar draga tók úr aðsókninni á einum dansleiknum kallaði Sigurjón yfir svæðið: „Allir inn í tjald, næsti hálftími verður þrjú korter!“
Myndir hér að ofan er tekin á Fánadögum árið 1936. Húsið lengst til vinstri er leikhús. Hægt var að opna austurhlið hússins og blasti þá leiksviðið við áhorfendum sem sátu í brekkunni.“

Mosfellsbær - skilti við Reykjalund.

Við Reykjalund í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi upplýsingar:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Reykjalund.

„Vinnuheimilið að Reykjalundi var vígt 1. febrúar 1945. Þá höfðu nokkur íbúðarhús fyrir vistmenn verið reist við svonefnda Efribraut og bröggum frá hernámsárununum var fundið nýtt hlutverk. Braggarnir voru notaðir sem vinnuskálar en að Reykjalundi var rekinn ýmis konar iðnaður frá fyrstu tíð, m.a. smíðuð leikföng í stórum stíl.

Ap Reykjalundi var háð um árabil ötul barátta gegn berklaveikinni sem var einn helsti vágestur íslensks samfélags á fyrri hluta 20. aldar. Eftir að það tókst að vinna bug á berklum hér á landi varð Reykjalundur alhliða endurhægingarstöð en einnig var rekinn hér umfangsmikil plastiðnaður.

Markmið Reykjalundar er að veita læknisfræðilega, atvinnulega og félagslega endurhæfingu. Reykjalundur er í eigu SÍBS, Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga og starfrækir hér einnig vinnustofuna Múlalund.“

Mosfellsbær

Mosfellsbær – skilti við Reykjalund.

Mosfellsbær

Við Lágafell í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi upplýsingar:

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Lágafell; skilti.

„Að Lágafelli var bænahús á miðöldum en Lágafellskirkja var vígð árið 1889 og er að stofni til sú sama og hér stendur. Endurbætur voru gerðar á kirkjunni 1956 og 1979. Lágafellskirkja tekur 160-180 manns í sæti.

Lágafell er gömul bújörð pg prestar Mosfellinga sátu hér í kringum aldamótin 1900, Á þriðja áratug 20. aldar eignaðist athafnamaðurinn Thor Jensen (1863-1947) jörðina og bjó hér á efri árum sínum í íbúðarhúsi sem stendur enn. Á 5. áratugnum keypti Mosfellshreppur hluta af Lágafellslandi og var því skipt niður í nokkur nýbýli þar sem búskapur var um nokkurt skeið. Stór hluti þéttbýliskjarna Mosfellsbæjar hefur risið í landi Lágafells.“

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Lágafell; skilti. Mynd: Þessi ljósmynd var tekin af Mosfellingum árið 1901 eftir messu að Lágafelli. Fyrir miðri mynd sitja Guðrún Þorláksdóttir og Sigurður Guðmundsson frá Korpúlfsstöðum sem héldu gullbrúðkaup sitt hátíðlegt þennan dag. Ljósm. Sigfús Eymundsson

Mosfellsbær

Eiríkur Þ. Einarsson, bókasafnsfræðingur, tók saman upplýsingar um minnismerki í Mosfellsbæ:

Gosminning

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki um gosið í Vestmannaeyjum 1973.

Varði þessi er reistur sem þakklætisvottur fyrir mikla hjálp finnsku þjóðarinnar við uppbyggingu Vestmannaeyja eftir gosið á Heimaey 1973.
Uhro Kekkonen forseti Finnlands afhjúpaði hann í ágúst 1977.

Minnisvarðinn stendur innst í botnlanga í götunni Arnartanga í Mosfellsbæ.

UMF Afturelding
Ungmennafélagið Afturelding

Á þessum stað var Ungmennafélagið Afturelding stofnað 11. apríl 1909.

Stofnfundurinn fór fram í húsi Lestrarfélags Lágafellssóknar að lokinni páskamessu í Lágafellskirkju.

Mosfellsbær lét gera 11. apríl 2009.

Mosfellsbær

Mosfellsbær, Minnisvarði um stofnun Aftureldingar.

Minnisvarðinn stendur við Lágafellskirkju.

Í „Mosfellingi“ 2009 segir: „Mosfellsbær lét reisa minnisvarða á þeim stað sem Afturelding var stofnuð. Minnismerki afhjúpað að Lágafelli„.

„Ungmennafélagið Afturelding varð 100 ára laugardaginn 11. apríl.
í tilefni aldarafmælisinslét Mosfellsbær útbúa og setja upp minnismerki við Lágafellskirkju, á þeim stað sem Afturelding var stofnuð. Minnismerkið var afhjúpað að loknum sérstökum stjórnarfundi félagsins sem haldinn var á afmælisdaginn.

Blómlegt og öflugt íþróttastarf
„Saga Aftureldingar og Mosfellsbæjar er nánast samtvinnuð, svo ríkan sess hefur félagið skipað í sögu og menningu Mosfellssveitar og síðar Mosfellsbæjar. Mosfellsbær hefur löngum státað af blómlegu og öflugu íþróttastarfi og er það einna helst að þakka því kjarnmikla fólki sem starfað hefur á vegum Aftureldingar í heila öld.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnisvarði um stofnun Aftureldingar.

Það er margsannað að íþróttir hafa verulegt forvarnargildi á mörgum sviðum og því eru Mosfellingar þakklátir því óeigingjarna starfi sem Afturelding hefur unnið í þágu mosfellskra barna og ungmenna í hundrað ár,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Þjónustubygging rís að Varmá f tilefni afmælisins lýsti Mosfellsbær því yfir að ákveðið hefur verið að byggja 1100 fermetra þjónustubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá og hefur Mosfellsbær í samráði við fulltrúa Aftureldingar gert ráð fyrir veglegri skrifstofu og félagsaðstöðu fyrir félagið í þeirri byggingu. Hafist verður handa við byggingu hússins um leið og tekist hefur að fjármagna verkefnið með viðunandi hætti.“

Ungmennafélag Íslands

Mosfellsbær

Mosfellsbær, minnisvarði UMFÍ.

UMFÍ
Mosfellingar
Hamingjuóskir með glæsilegan íþróttaleikvang.
Þökkum góðan undirbúning og mikla aðstoð við framkvæmd
20. landsmóts UMFÍ
11.-15. júlí 1990.

Minnisvarðin er í garði norðan Hlégarðs.

Ungmennafélag Íslands

Árni Yngvi Einarsson (1907-1979)
Framkvæmdastjóri Vinnuheimilisins á Reykjalundi 1948-1977.

Óðinshrafn eftir Ásmund Sveinsson.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnisvarði um Árna Yngva Einarsson.

Minnisvarðinn stendur við Reykjalund.

Magnús Grímsson (1825-1860)

Nihil tetigit quod non ornavit; áletrun á minnisvarða Magnúsar Grímssonar.

Minnisvarðinn stendur á Mosfelli, í hlíðinni ofan við kirkjuna.

„Rétt áður en heimsfaraldurinn skall á var minnst 200 ára afmælis Jóns Árnasonar (1819−1888) með málþingi og fleiri uppákomum um hann og þjóðsagnasafn hans. Þjóðsagnasafnið mikla sem við Jón er kennt hefði þó varla orðið að veruleika ef hann hefði ekki notið liðsinnis Magnúsar Grímssonar (1825−1860). Jón var heimiliskennari hjá Sveinbirni Egilssyni meðan hann stundaði sjálfur tungumálanám, stundakennslu og yfirlestur handrita og prófarka með Sveinbirni. Magnús var nokkrum árum yngri en Jón og kom oft á heimili Sveinbjarnar.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki um Magnús Grímsson.

Samstarf þeirra Jóns um söfnun þjóðlegra fræða hófst í kjölfar þess. Magnús hafði alist upp í fátækt í Borgarfirði, elstur í hópi sextán systkina. Hann þótti líklegt „mannsefni til bóknáms“, fór í Bessastaðaskóla 17 ára gamall og lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 23 ára. Þá um haustið kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur og eignuðust þau eina dóttur sem fluttist til Ameríku og dó þar barnlaus. Sama haust og Magnús gifti sig innritaðist hann í Prestaskólann og lauk prófi þaðan eftir tvö ár. Næstu fimm árin átti hann heima í Reykjavík og fékkst við veitingasölu, blaðstjórn Nýrra tíðinda, og ritstörf áður en hann vígðist heldur tregur að Mosfelli í Mosfellssveit þar sem hann þjónaði til dauðadags, fimm árum síðar. Banamein hans var taugaveiki. Benedikt Gröndal lýsir Magnúsi svo í Dægradvöl að hann hafi verið lágur vexti, fínlegur og fríður sýnum, en annar fóturinn verið styttri en hinn svo hann gekk haltur.

Mosfellsbær

Mosfellsbær minnismerki Magnúsar Grímssonar.

Eftir Magnús liggja fjölmörg prentuð rit um ólík efni: leikritin Kvöldvaka í sveit (1848) og Bónorðsförin (1852) sem var fyrsta sýning Hugleiks, áhugaleikfélags í Reykjavík árið 1984; tvær skáldsögur frá 1851, Þórður og Ólöf og Böðvar og Ásta; þýðingar á leikritum, trúfræðiritum, ævintýrinu um Mjallhvíti úr safni Grimmsbræðra (1852) og miklu riti um eðlisfræði eftir J.G. Fischer (1852); frumsamdar ferðabækur og rannsóknarskýrslur; vinsæl söngkvæði sem komu út í smákveri 1855 og voru mikið sungin í Reykjavík næstu áratugi á eftir; rannsóknarritgerð um Egils sögu (1861) og margt fleira, prentað og óprentað. Á námsárum sínum vann Magnús við leiðsögn á sumrin og fór í sjálfstæða rannsóknarleiðangra með styrk frá Danakonungi. Hann ferðaðist allt í kringum landið og yfir hálendið á árunum 1846−1848, kynntist landinu betur en flestir samtímamenn hans og ritaði víða af skarpskyggni um jarðfræði þess.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – áletrun á minnismerki Magnúsar Grímssonar.

Þá fann hann upp ýmsar vélar, s.s. sláttuvél, vatnsvél og róðrarvél, og var sannfærður um að þeir tímar kæmu að eldur og gufa yrðu óþörf til að knýja skip um heimshöfin, heldur myndi mega „til þess hafa hvort heldur vill vatn eða loft.“ (Þjóðólfur XI, 1859) Hann skorti þó alla tíð fé til að koma uppfinningum sínum í framleiðslu. Þorvaldur Thoroddsen taldi Magnús hafa verið framar flestum íslenskum jafnöldrum sínum í náttúrufræði en nú undir lok nýjasta heimsfaraldursins minnumst við hans einkum fyrir það frumkvæði sem hann átti að söfnun þjóðlegra fræða með Jóni Árnasyni, og metum þau miklu áhrif sem hann hafði á mótun þjóðsagnastílsins með þeim sögum sem hann lagði til Íslenzkra æfintýra (1852) og tveggja binda þjóðsagnaútgáfunnar frá Leipzig sem Jón gekk frá.

Um Magnús segir Jón í þeim formála sem hann ritaði fyrir útgáfunni (en var ekki prentaður í heild fyrr en 1939): „Svo var sumsé tilætlast, að við séra Magnús værum báðir útgefendur safns þessa. En þegar hann var búinn að skrifa upp rúmlega það, sem hann hafði safnað sjálfur, kvaddist hann héðan 18. janúar 1860, og má nærri geta, hvað það hefir bæði tafið og bagað safnið, að missa þess manns, sem svo margt var vel gefið, auk þess sem eg missti þar ástfólginn skólabróður og tryggan vin“.“

Oddur Ólafsson (1909-1990)

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Minnismerki Odds Ólafssonar.

Reist til minningar um Odd Ólafsson yfirlækni á Reykjalundi 1945-1970.

Listaverkið heitir Lífslöngun eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara.

Verkið stendur við Reykjalund í Mosfellsbæ.

Fæddur á Kalmanstjörn í Höfnum 26. apríl 1909, dáinn 18. janúar 1990.

Í Alþingsmannatali stendur: „Stúdentspróf MR 1929. Læknisfræðipróf HÍ 1936. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Reykjavík 1936–1937 og í Bandaríkjunum 1942–1943. Viðurkenndur 1943 sérfræðingur í berklalækningum.

Aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum 1937–1942 og 1943–1945. Yfirlæknir vinnuheimilisins að Reykjalundi 1945–1972 og framkvæmdastjóri þess einn 1945–1948 og með öðrum til 1963. Læknir öryrkjavinnustöðvar Sambands íslenskra berklasjúklinga í Múlalundi í Reykjavík frá stofnun hennar 1959–1964.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Minnismerki um Odd Ólafsson.

Í stjórn Sambands íslenskra berklasjúklinga 1940–1984, í stjórnskipaðri nefnd til þess að undirbúa stofnun vinnuheimilis berklasjúklinga 1942. Í stjórn Berklavarnasambands Norðurlanda 1949, 1952–1960 og frá 1962. Í sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu 1953–1974. Formaður framkvæmdaráðs Rauða kross Íslands 1952–1955. Skipaður 1957 í úthlutunarnefnd bifreiða til fatlaðs fólks, formaður nefndarinnar 1963–1971. Kosinn 1959 í nefnd til að athuga starfsskilyrði aldraðs fólks og í milliþinganefnd í öryrkjamálum. Í stjórn Alþjóðasambands brjóstholssjúklinga 1960–1965.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki Ólafíu Jóhannsdóttur.

Í stjórn Öryrkjabandalags Íslands frá stofnun þess 1961, formaður 1961–1965. Í stjórn Öryrkjasambands Norðurlanda 1962–1982. Var í stjórn Domus Medica 1962–1986. Formaður stjórnar hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands frá stofnun hans 1966. Skipaður 1970 formaður endurhæfingarráðs. Skipaður 1971 í endurskoðunarnefnd tryggingakerfisins og aftur í nýja nefnd 1975. Skipaður 1971 í nefnd til að auðvelda umferð fatlaðra. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1971 og 1973. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannanefndar EFTA 1977. Stjórnarformaður Reykjalundar 1984–1988. Forseti Sambands íslenskra berklasjúklinga frá 1988 til æviloka.“

Ólafía Jóhannsdóttir (1863-1924)
Ólafía Jóhannsdóttir fæddist að Mosfelli 22. október 1863.
Hún beitti sér fyrir stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – áletrun á minnismerki um Ólafíu Jóhannsdóttur.

Hvatti til stofnunar Háskóla Íslands og helgaði líf sitt líknarmálum.
Hugsjónakona og mannvinur.
Ólafía lést í Osló 1924 og reistu vinir hennar minnisvarða þar í borg með þessari áletrun:

Vinur hinna ógæfusömu

Brjóstmyndin er eftir Krist-Thor Pjétursson (1926) og minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.

Runólfur Jónsson (1927-1991)

Runólfur Jónsson
Vistmaður og starfsmaður 1951-1991.
SÍBS-deildin Reykjalundi.

Runólfur óx úr grasi í Böðvarsdal. Hann naut almennrar barnaskólafræðslu hjá föður sínum og gekk með vexti til almennra verka á bænum. Hann fór í Búnaðarskólann á Hólum í Hjaltadal þegar hann hafði aldur til og lauk þar námi árið 1948.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki Runólfs Jónssonar.

Enda þótt hann hefði ávallt verið vel hraustur og við bestu heilsu, eins og hann sagði síðar frá, veiktist hann illa snemma sumars 1948 og lá heima hjá sér mest allt sumarið með hita og verk undir síðu. Í ljós kom að þarna var um brjósthimnubólgu að ræða og reyndist hún berklakyns. Hann fór á Kristneshælið um haustið. Upphófst þar með 5 ára barátta Runólfs við berklaveikina. Það er til happs komandi kynslóðum að Runólfur skráði ágrip þeirrar baráttusögu sem birtist í ársriti SÍBS 1981 og ber heitið “Níu rif – og örlítið meir.”

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki Sigurjóns Péturssonar.

Frásaga Runólfs af baráttunni við berkla er lífandi og sönn, án mærðar, og lýsir þeirri ógn sem fólk stóð áður fyrr af berklaveikinni og eftirköstum hennar.
Hugur Runólfs stóð til búskapar í Vopnafirði, en sökum berklanna var hann ekki til stórræða. Haustið 1951 fór hann að Reykjalundi þar sem hann hóf störf við trésmiðju sem þar var starfrækt. Hann útskrifaðist af Reykjalundi árið 1953. Sama ár keypti Reykjalundur plastverkstæði í Reykjavík sem flutt var að Reykjalundi og kom Runólfur þá aftur þangað. Starfaði hann eftir það við plaststeypuna og síðar sem verkstjóri á Reykjalundi. Starfsævi hans þar varð 37 ár.

Árið 1958 giftist Runólfur Steinunni Júlísdóttur. Hún átti son sem þá var 12 ára og gekk Runólfur honum í föðurstað. Dóttir hans, Erla bjó á Vopnafirði. Þau Runólfur og Steinunn byggðu sér hús, sem þau kölluðu Gerði, á skjólgóðum stað stutt frá Reykjalundi. Þar ræktuðu þau tré og ýmsan annan gróður. [Úr minningargrein eftir Hauk Þórðarson í Mbl. 15/2/1991]

Minnisvarðinn stendur í trjálundi við Reykjalund.

Sigurjón Pétursson (1888-1955)

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki um Sigurjón Pétursson.

Sigurjón var glímukapppi og síðar stofnandi ullarverksmiðjunnar Álafoss í Álafosskvos í Mosfellsbæ og rak hana í mörg ár og famleiddi alls kyns varning úr íslenskri ull.

Brjóstmyndin er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og stendur minnisvarðinn í Álafosskvos. Minnisvarðinn var afhjúpaður á fánadaginn, 12. júní 1957.

Sigurjón Pétursson (9. mars 1888 – 3. maí 1955) var íslenskur glímumaður. Hann keppti í léttþungavigtinni á Sumarólympíuleikunum 1912.

Sigurjón varð síðar iðnrekandi: 1946 var hann eigandi vefnaðarverksmiðju við Álafoss rétt fyrir utan Reykjavík. Hann hafði einnig mikinn áhuga á íslenskri menningu og á sálarrannsóknum.

Mosfellsbær

Sigurjón Pétursson forstjóri Álafoss færir Sveini Björnssyni forseta Íslands ísaumað Álafossteppi í heimsókn forsetans að Álafossi árið 1944. Starfsfólk Álafoss ullarverksmiðjunnar stendur á tröppum hússins.

Sigurjón taldi sig hafa átt í fjarskiptasambandi meðal annarra látinna Íslendinga, Jónas Hallgrímsson nítjándu aldar íslenska skáldið. Hann komst að þeirri niðurstöðu að flytja ætti líkamsleifar Jónasar frá Danmörku, þar sem hann lést, til fæðingarstaðar hans á Íslandi. Þessi umræða um þetta fyrirkomulag er þekkt á íslensku sem beinamálið („beinaspurning“).

Á Álafossi hófst ullarvinnsla seint á 19. öld og segja má að þar og reyndar víðar um svipað leyti hafi íslenska iðnbyltingin byrjað. Að Álafossi myndaðist einstakt verksmiðjuþorp í sveit sem átti engan sinn líka í íslenskri iðnsögu. Starfsfólkið skipti iðulega tugum, flestir starfsmennirnir bjuggu á staðnum þar sem þeir fengu fæði og húsnæði.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki um Stefán Þorláksson.

Hér leiddu saman hesta sína sveitastúlkur, sem höfðu hleypt heimdraganum, erlendir farandverkamenn í ævintýraleit, íslenskir uppgjafabændur og erlendir sérfræðingar á sviði ullariðnaðar. Þar við bættist fegurð svæðisins frá náttúrunnar hendi sem gefur þessari sögu heillandi umgjörð.

Sigurjón Pétursson, jafnan kallaður Sigurjón á Álafossi, mótaði öðrum fremur vöxt og viðgang Álafossverksmiðjunnar um langt árabil. Árið 1917 eignaðist hann hluta í verksmiðjunni ásamt bróður sínum Einari og nokkrum árum síðar var hún öll komin í eigu hans. Um áratugaskeið mótaði hann verksmiðjureksturinn og setti mikinn svip á allan staðarbrag. Með tilkomu Sigurjóns urðu tímamót í sögu verksmiðjunnar og straumhvörf í íslenskum ullariðnaði.

Stefán Þorláksson (1895-1959)
Stefán Þorláksson hreppstjóri, Reykjadal, 1895-1959.

Minnisvarðinn stendur við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.

Heimildir:
-https://eirikur.is/minnisvardar/vesturland/mosfellsbaer-minn/
-https://www.arnastofnun.is/is/utgafa-og-gagnasofn/pistlar/magnus-grimsson
-Mosfellingur, 6. tbl. 22.04.2009, bls. 4.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – minnismerki Ólafíu Jóhannsdóttur.

Skálafell

Skála Ingólfs Arnarssonar í Skálafelli er bæði getið í Íslendingabók Ara fróða og í Landnámu.

Íslendingabók

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

„Ari hinn fróði Þorgilsson Gellissonar ritaði fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði bæði forna og nýja,“ segir Snorri Sturluson í Heimskringlu. „Þykir mér hans frásögn öll merkilegust.“ Í formála kveðst Ari fyrst hafa gert Íslendingabók að frumkvæði biskupanna Þorláks Runólfssonar og Ketils Þorsteinssonar og einnig sýnt hana Sæmundi presti hinum fróða. Hafi hann síðan endurskrifað bókina, en sleppt úr henni „áttartölu og konungaævi“, þ.e. íslenskum ættartölum og ævisögum Noregskonunga.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Fyrri gerð bókarinnar er glötuð, en Snorri hefur hagnýtt „konungaævina“ í Heimskringlu. En yngri gerðin hefur varðveist vel. Hún er samin um 1130 og geymir sögu Íslands frá landnámi fram til dauða Gissurar biskups Ísleifssonar 1118. Þetta er stutt en frábærlega traust heimilda­r­rit. Ari styðst við frásagnir manna sem hann vissi að voru spakir og „langt mundu fram“. Hann kann að telja alla lögsögumenn frá Hrafni Hængssyni sem tók lögsögu 1030 og skorðar tímatal atburða við embættisár þeirra. En mesta áherslu leggur hann á kristnitökuna árið 1000 og sögu fyrstu biskupanna í Skálholti, Ísleifs Gissurarsonar og Gissurar sonar hans.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Í Íslendingabók segir um skála Ingólfs í Skálafelli: „Ingólfr [við Hjöleifshöfða] vetr annann en um sumarit eptir fór hann vestr með sjó hann var hinn þriðja vetr undir Ingólfsfelli fur vestan Ölfusá þau misseri fundu þeir Vífill ok Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fur neðan heiði 8 Ingólfr fór um vorit ofan um heiði hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komit hann bjó í Reykjarvík þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi En Ingólfr nam land millum Ölvusár ok Hvalfjarðar fur utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út þá mælti Karli til ills fórum vèr um góð heröð er vèr skulum byggja útnes þetta hann hvarf á brott ok ambátt með honum Vífli gaf Ingólfr frelsi ók bygði hann á Vífilsstöðum við hann er kendt Vífilsfelt þar bjó hann lengi ok var skilríkr maðr Ingólfr lèt gera skála á Skálafelli þaðan sá hann reyki við Ölvusvatn ok fann þar Karla.“

Landnámabók

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Landnáma telur helstu landnámsmenn Íslands, segir hvar þeir námu land og greinir nokkuð frá uppruna þeirra og afkomendum. Bókin var sett saman á fyrra hluta 12. aldar, og mun Ari fróði hafa verið riðinn við hina fyrstu gerð, en hún er nú löngu glötuð. Elstu varðveittar gerðir Landnámu eru frá síðara hluta 13. aldar og frá 14. öld, en þær eru mjög auknar með nýjum ættartölum og frásögnum af ýmsu tagi. Elst er Sturlubók, sett saman af Sturlu Þórðarsyni lögmanni (d. 1284). Næst er Hauksbók, gerð af Hauki lögmanni Erlendssyni (d. 1334). Kveðst Haukur hafa ritað sína Landnámabók „eftir þeirri bók sem ritað hafði herra Sturla lögmaður […] og eftir þeirri bók annarri er ritað hafði Styrmir hinn fróði“. Styrmir lést 1245, en Landnámabók hans er glötuð. Þriðja forna gerðin, Melabók, er aðeins varð­veitt í brotum, og er það mikið mein því að hún hefur að mörgu leyti staðið næst frumtext­anum.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

– Sumt af viðaukum Sturlubókar (og Hauksbókar) er sótt í kunnar heimildir, til að mynda Íslendingasögur (Egils sögu, Eyrbyggju, Vatnsdælu o.fl.). En hin upprunalega Land­náma hefur verið gagnorð og traust heimild í líkingu við Íslendingabók. Sagt hefur verið, að þótt frumtextinn sé víða óvís eða glataður með öllu, séu þær gerðir Landnáma­bókar sem enn eru til merkustu heimildir sem nokkur þjóð á um uppruna sinn.

Í Landnámsbók segir: „Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.

Skáli Ingólfs

Skáli Ingólfs undir Skálafelli.

Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.
Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður.
Ingólfur lét gera skála á Skálafelli; þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn og fann þar Karla.“

FERLIR skoðaði meintan skála Ingólfs í Skálafelli, sbr. meðfylgjandi myndir. Auk tóftarinnar má greina fleirri tóftir skammt frá henni.

Heimildir:
-Landnáma – 8. kafli.
-Íslendingabók, bls. 33.

Skálafell

Tóftin í Skálafelli.

Helgafell

Á svonefndum Ásum norðan Helgafells í Mosfellsbæ eru tvö upplýsingaskilti. Annað er um gönguleið á fellið og sjáanlegar minjar. Hitt er um jarðfræði og gróður í Mosfellssveit. Hér má lesa textann á báðum skiltunum:

Helgafell

Horft að bænum Helgafelli á stríðsárunum.

„Helgafell er úr blágrýti og rís 217 m yfir sjávarmáli. Sunnan undir fjallinu stendur samnefnt býli sem fyrst er getið um í heimildum á 16. öld.

Mosfellsbær

Vatnsgeymar á Ásum.

Við erum stödd á svonefndum Ásum, hér reis mikil byggð á hernámsárunum, mest norðan við akveginn, m.a. geysistórt sjúkrahús. Flest mannvirkin eru horfin en þó má sjá hér á hæðinni tvo vatnsgeyma frá stríðsárunum sem miðluðu köldu vatni í bragga og önnur hús. Vatni var dælt úr Köldukvósl í geyminn, sem austar stendur, en í hinn var safnað vatni úr hlíðum Helgafells. Þriðji vatnsgeymirinn, nú hrofinn, var úr stáli og fyrir heitt vatn sem dælt var frá Reykjum og notað til upphitunar hér á Ásunum.

Helgafell

Helgafell – gönguleið.

Héðan liggur stikuð gönguleið upp á Helgafell framhjá leifum af námu þar sem leitað var að gulli snemma á 20. öld. Gönguleiðin liggur austur um fjallið og niður í Stekkjargil þar sem sjá má rústir af fjárstekk frá Helgafelli.

Þar getur göngufólk valið um tvær leiðir og gengið annaðhvort eftir stikaðri leið í áttina að Reykjalundi eða um Skammadal og Mosfellsdal aftur hingað að Ásum.

Mosfellsbær

Hermenn á ferð um vegamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar – Vegatálmar.

Lífseig er sagan um hjúkrunarkonu sem starfaði hér á Ásum á stríðsárunum en fórst með vofveiflegum hætti. Sumir telja að hún sé hér enn á kreiki, stöðvi bíla og dimmum kvöldum og biðji um far. Þegar ökumenn hyggjast spjalla við þennan kynlega farþega eða hleypa honum út er hann á bak og burt!

Mosfellsbær

Helgafells hospital.

Pétur B. Guðmundsson (1906-1978) bóndi á Laxnesi var einn þeirra sem lenti í slíkri lífsreynslu og ritað um hana í bók: „Allt í einu greip hún eldsnöggt með annarri hendinni í stýrið og þverbeygði útaf veginum, svo bíllinn stakkst útaf, en um leið og hún greip í stýrið leið eins og sársaukastuna frá henni.
Ég gerði mér ekki grein fyrir neinu, en rauk út úr bílnum, hljóp aftur fyrir hann, og þegar ég kom að hinni hurðinni þreif ég hana upp og rétti höndina inn í bílinn, því ég var ákveðinn í því, að farþeginn skyldi út hvað sem tautaði. En – hönd mín greip í tómt. Það var enginn í sætinu.“

Velkomin á stikaðar gönguleiðir Mosfellsbæjar

Reykir

Mosfellsbær – herseta ofan Reykja.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að stærð. Hér eru víðáttumikil náttúrleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í lítt snertu landslagi upp til heiða, við vötn og ár og strandlengjuna. Áberandi eru fellin og gróðursælir dalir auk tveggja jarðhitasvæða.

Helgufoss

Helgufoss.

Leirvogur gengur inn úr Kollafirði og í hann falla þrjár ár: Leirvogsá, Kaldakvísl og Varmá. Leirvogur er nefndur í fornsögum, þar var alþekkt skipalægi til forna og þaðan lá leið til Þingavalla og annarra landshluta.
Gönguleiðir eru margar og fjölbreyttar í Mosfellsbæ. Fjöllin eru að vísu ekki há, það hæsta er Grímannsfell, tæplega 500 m.y.s. Náttúruperlur og skoðunarverðir staðir eru víða við gönguleiðirnar. Má þar nefna Leirvogsá og Tröllafoss, sem er friðlýst náttúruvætti, Köldukvísl og Helgufoss, Varmá og Álafosskvos, Nóngilsfoss og Katlagil, Grettistak á Þverfelli og Seljadal. Fornar þjóðleiðir, seljarústir og aðrar sögulegar minjar eru einnig víða við gönguleiðirinar.“

Á hinu skiltinu má lesa um jarðfræði og gróður:

Jarðfræði

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort.

„Frá því að Stardalsmegineldstöðin kulnaði fyrir um tveimur milljónum ára hafa roföflin grafið dali og myndað það landslag sem við þekkjum í dag. Berggrunnurinn er að mestu hraun, sem runnu á hlýskeiði, og í fellunum má sjá hraunlög sem hafa hlaðist upp á löngum tíma.
Mosfellsheiði er dyngja og þaðan runnu hraunlög niður á láglendið í Mosfellssveit. Víða er jarðhiti í tengslum við virkar sprungur og misgengi sem teygja sig út frá gosbeltinu. Í Mosfellsdal eru þykk setlög sem benda til þess að þar hafi verið stöðuvatn.

Gróður

Mosfellsdalur

Mosfellsdalur – Katlagil framundan.

Við landnám var Mosfellssveit skógi vaxin en miklar breytingar hafa orðið vegna landnýtingar og uppblásturs. gróður teygir sig frá sjávarsíðunni, ipp dalina og fellin. Ofan tileru fellin gróðursnauð. Þar eru ríkjandi skófir á steinum og klöppum, mosi og hálendisplöntur. Við gönguleiðina um Stekkjargil, sunnan undir Helgafelli, hafa verið merktar nokkrar tegundir úr íslenskri flóru.“

Auk framangreinds texta má hér sjá stutta lýsingu á gönguleiðini frá Ásum á Helgafell:

„Stutt gönguleið sem opnar göngumönnum gott útsýni yfir nyrðri hluta höfuðborgarsvæðisins. Upphaf gönguleiðarinnar er við skilti á Ásum. Skammt ofar má sjá gönguslóðann á ská upp fellið. Honum er fylgt á toppinn og svo sömu leið til baka.

Helgafell

Helgafell – leifar vatnstanka.

Á Ásum má sjá leifar af mannvirkjum frá síðari heimsstyrjöldinni. Þarna voru vatnstankar sem voru notaðir til að dæla vatni í sjúkrahús þarna rétt hjá. Var það kallað Helgafell hospital.

Mosfellsbær

Herminjar norðan Helgafells, á Ásum.

Göngustígurinn liggur á ská upp fjallið og er hann merktur með appelsínugulum stikum. Fara þarf varlega á leiðinni upp og niður.

Rétt áður en lagt er á brattann má sjá litla dæld eða laut í fjallinu. Þetta eru leifar af gullnámu frá því rétt eftir aldamótin 1900. Ekki var mikið leitað að gulli né fannst mikið og var gröftur meira byggður á væntingum en öðru.

Helgafell

Helgafell – vatnstakar/loftmynd.

Þegar upp er komið er um 3 – 400 metra gangur að hæsta punkti fjallsins. Sést vel yfir Mosfellsbæ, Esju og yfir sundin svo og hluta Reykjavíkur. Með því að ganga aðeins út á suðurbrúnir má Stekkjartjörn og niður eftir Stekkjargili þar sem gamlan stekk frá Helgafelli er að finna.

Efst má sjá leifar af gömlu varðbyrgi frá hernámsárunum. „

Helgafell

Helgafell – skilti.

Fitjakot

Fitjakot var upphaflega fornt býli í Kjalarnesþingi. Í „Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði“ árið 2018 er m.a. fjallað um kotbýlið undir fyrirsögninni „Fitjakot, saga, minjar og örnefni„:

Fitjakot

Fitjakot í Kjalarneshreppi – túnakort 1916.

„Fitjakot er á norðanverðum bökkum Leirvogsár. Jörðin á mörk á móti Varmadal að austan en Víðinesi og Álfsnesi að vestan. Gamli bærinn í Fitjakoti stóð á Brunnhól um 70 metra suðaustan við núverandi íbúðarhús. Síðast stóð þar timburhús sem reist var um 1930 og þá lá þjóðvegurinn um hlaðið. Núverandi íbúðarhús, sem var byggt 1950, stendur aðeins vestar, á Húsaflötum, en þar voru áður fjárhús. Þar var Kaupfélag Kjalarnesþings stofnað 15. október 1950 og var þar fyrst til húsa.

Fitjakot

Fitjakot – MWL.

Athafnamennirnir Sturlubræður áttu Fitjakot um tíma og notuðu jörðina til sumarbeitar.
Fitjakot var áður nefnt Fitjar og var í eigu Viðeyjarklausturs 1395. Jörðin kemur fram undir eldra nafninu Fitjar, í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs 1395, en yngra nafninu Fitjakot í fógetareikningum frá 1548 til 1551.

Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarkirkju 1686 metin á 15 hundruð en á 10 hundruð 1695.

Fitjakot

Fitjakot – óskráðar minjar.

Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var jörðin í eigu konungs en dýrleiki óviss. Ábúandi var einn. Kvaðir voru meðal annars um mannslán á vertíð. Hægt var að fóðra þar fimm kýr og tíu lömb. Torfrista, stunga og mótak til eldiviðar var sæmilegt. Leirvogsá var bæði til gagns og ógagns. Þar var hægt að veiða bæði lax og silung en hún spillti engjum og braut af túni. Stórviðri brutu stundum hey og hús.18 Þegar Jarðatal Johnsens var gert 1847 var Fitjakot í eigu konungs metið á 10 hundruð.19 Árið 1855 var jörðin konungseign metin á 10 hundruð.
FitjakotSamkvæmt manntölum frá 1703 var einn ábúandi í Fitjakoti nema 1850 voru þeir tveir.“

Í örnefnalýsingu segir um Fitjakot:
„Jörð í Kjalarneshreppi, næsta jörð fyrir suðvestan Varmadal. Upplýsingar eru frá Jóni Jónssyni Varmadal og eitthvað annars staðar frá. Merkin móti Varmadal eru úr Skrauta, sem er neðsti hylurinn í Leirvogsá, um Fitjakotsmel, sem er milli bæjar og upp undir þjóðveg, þaðan í Markagróf og áfram í Flóalæk. Flóalækur kemur saman í flóunum suður frá Völlum og rennur hér áfram. Rétt vestan merkjanna er á honum gamalt ferðamannavað, sem heitir Helluvað. Síðan eru merkin eftir læknum norður í Kollafjörð.
Að vestan móti Víðinesi og Álfsnesi eru merkin Selja-, eða heldur Selalækur ofan úr mýrum og niður í sjó, þar sem hann fellur í Leirvog.

Fitjakot

Fitjakot – óskráðar minjar.

Neðan við Fitjakotsmel nær bæ heitir Fitjakotskrókur, og vestan við bæ heitir Vesturmýri, sem nær að Selalæk, sem fyrr getur. Beint vestur af túni er holt eins og í miðju landi, sem heitir Vörðuholt. Upp frá bæ er holt, sem heitir Fitjakotsholt. Þar upp af er Mjóimelur, og mýri þar vestur af heitir Mjóamýri milli Álfsness og Fitjakots. Norður af Mjóumýri er Blásteinsholt, sem er suðvestur af Naustanesi. Kúalág nær niður að á. Vestan við hana tekur við Krókur, og þar vestur af er Mjóamýri.“

Fitjakot

Fitjakot – óskráðar minjar.

Í Vöku 1929 er grein eftir Ólaf Lárusson; „Úr byggasögu Íslands„. Þar segir m.a. um kotbýlin fyrrum:

„Af 926 býlum með slíku nafni og með kotnafni, sem Jón Johnsen nefnir í jarðatali sínu, telur hann 649, eða 73,6%, vera hjáleigur. En, eins og áður var getið, telur Johnsen hjáleigurnar of fáar, enda hefir mér talizt til, að af jörðum, sem þessi nöfn hafa, i Rangárvalla-, Árnes-, Gullbringu- og Kjósarsýslum séu nálægt 90% taldar vera hjáleigur í jarðabók Árna Magnússonar. Þessi tala tekur af öll tvímæli um það, að nöfn þessi hafa fyrst og fremst verið valin handa hjáleigunum.

Fitjakot

Fitjakot – MWL.

En jafnvel þessi tala er of lág. Sum lögbýlin, er þessi nöfn bera, munu eflaust vera fornar hjáleigur, sem hækkað hafa i tigninni og orðið lögbýli. Í annan stað kemur það nokkuð víða í ljós, að lögbýli, sem heita hjáleigunafni, hafa áður borið annað nafn. Sérstaklega er þetta algengt um lögbýlin, sem heita kot-nöfnum.
Um mjög mörg þeirra verður það séð með vissu, að þau hafa áður haft annað nafn. Kot-nafnið hafa þau fengið tiltölulega seint, venjulega sem viðbót við hið fyrra nafn sitt. Eru nokkur glögg dæmi þessa hér í nágrenni Reykjavíkur.

Fitjakot

Fitjakot – óskráðar minjar.

Býlin Hvammkot í Kópavogi (sem á síðari árum hefir verið nafnt Fífuhvammur), Hagakot hjá Vífilsstöðum, Óskot og Helliskot (Elliðakot) í Mosfellssveit og Fitjakot í Kjalarneshreppi eru öll gömul lögbýli. Þau voru öll eign Viðeyjarklausturs. Í skrá um leigumála á jörðum klaustursins frá 1395 eru býli þessi nefnd Hvammur, Hagi, Ós, Hellar (þá í eyði) og Fitjar. Í fógetareikningum kringum 1550 eru þau þeirra, er þá voru byggð, ýmist nefnd þessum nöfnum, eða kotnafninu. Fitjar eru nefndar því nafni í reikningum 1547- 1548, en Fitjakot i reikningum næstu ára á eftir.

Kópavogur

Upplýsingaskilti við Fífuhvamm (Hvamm) í Kópavogi.

Hvammur er nefndur því nafni i reikningunum 1547. Allt eru þetta gömul lögbýli. Stundum var nafnbreytingin þó ennþá stórkostlegri. Staðir urðu að kotum. Að lögbýli bera hjáleigunöfn sannar þó eigi, að þau nöfn séu gömul. Hitt, að sýnt verður, að mörg þessara býla hafa fengið nöfn þessi tiltölulega seint, er vottur þess, að hjáleigunöfnin tilheyri yfirleitt yngra stigi í byggingarsögu landsins, og það bendir aftur til þess, að hjáleigurnar séu flestar byggðar nokkuð seint. En hvernig stendur á þessum nafnbreytinguin lögbýlanna? Ég hygg, að þær hafi oftast stafað af því, að býlin hafa lagzt í auðn í bili. Einkum á þetta við um kot-nöfnin. Það hefir verið tíðkað í alþýðumáli, að nefna rústir „kot“, jafnvel rústir af fyrrum býlum.“

Í fornleifaskráningum í Víðinesi og athafnasvæði Sorpu hefur hvergi verið getið þar um augljósar minjar, sem verðugar eru nánari skoðunnar, þ.á.m. minjar í tengslum við örnefnið „Seljalækur“…

Heimildir:
-Fornleifaskráning vegna deiliskipulags Vesturlandsvegar frá Leirvogsá að Hvalfirði, Reykjavík 2018, bls. 9.
-Vaka, 3. tbl. 01.02.1929, Ólafur Lárusson, Úr byggasögu Íslands, bls. 361-363.

Fitjakot

Álfsnes – herforingjakort 1903. Hér eru merktar nokkrar fornleifar, sem ekki hafa ratað inn í fornleifaskráningar.

Reykjanesskagi

Góð gönguleiðakort af tilteknum svæðum eru mikilvæg. Svo virðist sem ákveðin feiðmni virðist ráða þegar kemur að birtingu þeirra í góðri upplausn á veraldarvefnum. Hér á eftir eru dæmi um nokkur kort af svæðum á Reykjanesskaganum, s.s. Þingvöllum, Hengli, Heiðmörk, Mosfellsbæ og Reykjanesskaga.

Þingvellir

Þingvellir – kort.

Þingvellir

Þingvellir – kort.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – kort.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – kort.

Reykjanesskagi

Jarðfræði Reykjanesskagans – Isor.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi.

Hengill

Hengilssvæðið – kort.

Mosfellsbær

Gönguleiðir í Mosfellsbæ

Ljósafosslína

Jakob Guðjohnsen skrifaði í Tímarit Verfræðingafélags Íslands árið 1937 um „lagningu háspennulínunnar á Mosfellsheiði árið 1935 frá Ljósafossi í Sogi  (Ölvusvatnsá) að Elliðaánum„. Lína þessi hefur nú verið tekin niður en í gamla línustæðinu má enn víða sjá spor hennar í umhverfinu, bæði eftir vegagerðina og staurana. Hafa ber í huga að framkvæmd þessi fór fram fyrir 86 árum (m.v. 2023).

Undirbúningur

Ljósafosslína

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands 1937, hefti I.

Árið 1928, þegar starfað var að áætlununni um virkjun Efra-fallsins í Sogi, voru fyrstu athuganir gjörðar á stæði fyrir háspennulínu frá Reykjavík austur að Sogi. Voru á sumrinu afmarkaðar, lengdar- og hallamældar tvær línur um leiðir, sem best þóttu henta sem línustæði.
Fyrri leiðin, sem mæld var, liggur frá Elliðaám og norður meðfram Mosfellssveitarveginum að vestanverðu, upp að vegamótum norðurlandsvegar og nýja Þingvallavegarins, en þaðan austur Mosfellsdalinn austur Mosfellsheiði í stefnu nyrst á Sköflung. Þaðan austur meðfram Jórutind, yfir Krumma, Hagavíkurhraun, fram hjá Hagavík að Ölvesvatnsá í Grafningi, en þá í beina stefnu á Dráttarhlíð, þar sem orkuverið skyldi sett. Mældist lína þessi 44,5 km. á lengd, og er hæsti punktur hennar 334 m. yfir sjávarflöt (á Sköflungi).

Ljósafosslína

Nyrðra línustæði Ljósafossvirkjunar um Mosfellsheiði.

Seinni línan, sem afmörkuð var, er sunnar. Liggur hún frá Elliðaánum austur Reynisvatnsheiði, yfir gamla Þingvallaveginn skamt suður af Miðdal. Þá austur Mosfellsheiði í slefnu á Dyrfjöll, yfir Dyrfjöllin um Dyraleiðina, og þaðan fyrir norðan Nesjavelli í stefnu á Hagavík. Mætir hún nyrðri línunni í suðurjaðri Hagavíkurhrauns. Þessi lína reyndist um 41 km. á lengd austur að Efra-falli í Sogi. Hæsti punktur línu þessarar er í 120 m. hæð yfir sjávarflöt (á Dyrfjöllum). Þó að nyrðri línan væri þannig um 3.5 km. lengri en sú syðri, varð það þó úr, að nyrðri leiðin var valin sem línustæði, þar sem hún þótti á flestan hátt öruggari leið.

Ljósafosslína

Ljósafosslína um Mosfellsheiði – loftmynd.

Nyrðri línan liggur á 1. þriðjungi í byggð, skammt frá Mosfellssheiðarveginum og nýja Þingvallaveginum, sem sjaldnast eru ófærir að vetri langan tíma í senn. Er það góður kostur, hæði við byggingu línunnar, og þá ekki síður til eftirlits og viðhalds á henni. Gamli Þingvallavegurinn þverar línuna á miðri leið, og má komast þangað til eftirlits á skömmu tima, þar sem akfært er þangað á flestum tímum árs. Þá er og nyrðri leiðin talin snjóléttari en sú syðri, sem liggur yfirleitt hærra, um all erfiðan fjallaveg, yfir Dyrfjöllin.

Ljósafosslína

Ljósafossvirkjun í byggingu.

Ennfremur má telja það til kosta nyrðri línunnar, að hún liggur betur við, ef hugsað væri til orkuflutnings frá Soginu lengra norður í landið. Þó má telja, að nyrðri leiðin sé öllu óhagstæðari en sú syðri gagnvart særoki, þar sem hún liggur upp Mosfellssveitina meðfram sjó. Var þetta atriði sérstaklega tekið til greina, með því að hafa meiri einangrun á línunni á þessum parti.
Vorið 1933 var tekin endanleg ákvörðun um að byrja virkjun Sogsins með því að virkja Ljósafoss. Næsta vor, 1934, var mælt fyrir áframhaldi línunnar frá Ölvesvatnsá niður að Ljósafossi, og sést lína þessi i heild á yfirlitsmyndinni hér að aftan. Jafnframt voru mældir þverskurðir vega og þverskurðir hliðarhalla á línunni og gengið frá uppdráttum á langskurði línunnar. Reyndist lengd línunnar frá Elliðaárstöðinni að orkuverinu í Ljósafossi vera 45.67 km., en vegalengd milli þessara staða í loftlínu er réttir 40 km.

Grundvöllur útreikninga

Ljósafosslína

Ljósafosslína – útreikningar sérfræðinga.

Í sameiginlegu áliti verkfræðilegra ráðunauta Reykjavikurbæjar, verkfræðinganna A. B. Berdal og J. Nissen, um hagnýtingu vatnsaflsins í Sogi handa Reykjavík (shr. Tímarit V.E.Í. nr. 1, 1934) var niðurstaðan sú, að hentugasta spennan til flutning orkunnar úr Sogi til Reykjavíkur, væri 60.000 Volt, og vírar 3×50 mm2 gildir margþættir eirvírar. Bil milli staura var ákveðið að vera sem næst 150 m.
Til grundvallar útreikningnum á stólpunum er mesta áraun á gegndreyptu timbri ákveðin 145 kg/cm2, og er þá gjört ráð fvrir vindþrýstingi, sem nemur 125 kg/m2 — 50% á sívölum flötum (vírum og stólpum). Mesta leffileg spenna í járni er sett 1200 kg/cm2. Samkvæmt fyrirmælum rafmagnseftirlil ríkisins eru stólparnir grafnir niður á 1/6 hluta af allri lengd sinni.

Gerð línunnar
LósafosslínaRaffræðilegur ráðunautur Reykjavíkurbæjar við virkjun Ljósafoss, J. Nissen verkfræðingur, hefir út frá þessum forsendum reiknað út og ráðið gerð línunnar og var efni allt til hennar boðið út á norðurlöndum í byrjun ársins 1935. Er hver stólpi samsettur úr 2 trjám, sem í toppi eru fest saman með 2.5 m millibili. Er það grind úr zinkuðu járni, sem heldur þeim saman að ofanverðu, en í rótinni eru trén fest saman með 2 plönkum, sem boltaðir eru og læstir við þá með „bulldogs“ timburlásum. Einangrararnir eru svokallaðir keðjueinangrarar og hanga þeir niður úr járngrindinni, tveir til endanna og einn í miðjunni. Bil milli eirvíranna verður því 2.50 m og liggja vírarnir allir í sama lárétta fleti. Er það talið bezta fyrirkomulagið til að koma í veg fyrir samslátt á vírum. Auk eirvíranna eru festir á stólpana tveir 35 m/m2 margþættir stálvírar, sinn á hvorn stólpatopp. Stálvírarnir eru strengdir 30 kg/mm2 (við —25° C og ísingu) og veita því stólpunum góðan stuðning í línustefnuna, og eru þar að auki til öryggis fyrir eldingum þar sem þeir eru, á hér um bil öðrum hverjum stólpa grunntengdir við jarðplötur úr eir.
LjósafosslínaBurðarstólparnir eru einungis notaðir þar sem línan er bein; eru þeir 278 að tölu í allri línunni. Þá eru ennfremur með ca. 1 km millibili settir svokallaðir fastastólpar (Forankringsmaster) í beinni linu. Eru þeir gerðir úr tvennum A-stólpum, sem i toppi eru tengdir saman með járngrind af líkri gerð og á burðarstólpunum. Umbúnaður í jörðu er þannig, að tré A-stólpannan eru fest saman með plönkum, eins og á burðarstólpunum, en auk þess eru þau tengd saman í línustefnuna með þvertrjám og langtrjám. Burðarstólparnir eiga einungis að bera uppi vírana, en fastastólparnir eiga auk þess að standast átök frá togi víranna, ef vírar slitna öðru megin við stólpann. Við uppsetningu víranna eru þeir strengdir á milli fastastólpa og síðan festir við þá burðarstólpa, sem þar á milli liggja. Fastastólpar eru alls 30 á línunni.
LjósafosslínaÍ hornpunktum línunnar eru settir upp hornstólpar. Þeir eru eins og fastastólparnir, nema að settar eru 2 skástoðir á milli A-stólpanna og eiga þær að standast ho[r]n-átak víranna. Í jörðu er umbúnaðurinn sá sami og á fastastólpunum, nema að bætt er við tveim skástoðum, sem laka eiga á móti hornátakinu. Í línunni eru 12 hornstólpar.
Rofastólpar eru 5 á línunni. Eru stólpar þessir gjörðir alveg eins og hornstólparnir, en auk þess má setja á þá rofa, sem skipta má línunni með í 6 parta. Er þetta gjört með það fyrir augum, að fljótlegra sé að finna bilanir á henni. Fyrst í stað verða einungis settir upp 2 rofar, annar hjá Hraðastöðum i Mosfellsdal, stólpi nr. 117, en hinn nálægt Villingavatni i Grafningi, stólpi nr. 42.
LjósafosslínaVírum línunnar er víxlað á tveim snúningsstólpum í hverjum snúningsstað. Skipta snúningsstólparnir línunni í 3 jafnlanga parta. Loks er á línunni 1 endastólpi. Er það stólpi nr. 1 næst Ljósafossstöðinni. Þessi stólpi á að standast einhliða átak frá öllum vírum línunnar. Öll stólpastæðin eru tölusett frá Ljósafossi að Elliðaánum.
Í línunni eru því alls 330 stólpar og verður því meðalstaurabil 138 m. Mesta staurabilið er við þverun Sogsins, 179 m. Trén eru keypt hjá Norsk Impregneringskompani, Larvik. Eru þau úr vetrarfelldri furu og gegndrept kreosot-olíu, 100—120 kg olíu á m3 eftir aðferð Rüpings. Þau eru frá 10 til 17 m á lengd, flest um 14 m og samsvarar sú lengd meðal-staurabili. Trén og plankar allir þeim tilheyrandi komu boruð og tilskorin í réttum lengdum, svo að ekki þurfti annað við þau að gera en að setja þau saman. Tré öll og stokkar tilheyrandi sama stólpastæði voru tölusett með númeri stólpastæðisins.
LjósafosslínaJárnbúnaður stólpanna, þverslá, toppjárn og boltar er heitzinkaður. Komu þverslár og toppjárn ósamsett í kössum, og þurfti því að skrúfa saman grindurnar áður en þær voru fluttar út á staðinn.
Er járnhúnaðurinn keyptur hjá Berglöfs Verkstæder, Kopparberg í Svíþjóð. Stálvírinn er 35 m/m2 gildur, zinkaður, 7-þættur með slitþoli 110—120 kg/mm2; var hann sendur á 100 keflum með 995 m á hverju kefli. Stálvirinn vegur alls hrúttó 31278 kg, en nettó 28782 kg. Er hann keyptur frá Garphytte Bruk, Svíþjóð. Einangrarar línunnar eru keypir hjá A/S Norden, Köbenhavn. Eru þeir samsettir úr mismunandi mörgum postulínsskálum 280 m/m i þvermál og þola þær 9000 kg þunga. Skálarnar eru tengdar saman með zinkuðum járnhlekkjum.
LjósafosslínaÁ burðarstólpum eru notaðar 3 skálar í hverri einangrararkeðju, nema á síðasla þriðja parti línunnar frá Elliðaánum upp að Hraðastöðum i Mosfellsdal, þar eru hafðar 4 skálar í keðjunni. Er það gjört með tilliti til sjávarseltu, sem þar er helzt að vænta. Þar eru og á fastastólpum notaðar 5 skálar, en annarsstaðar 4 skálar í keðjunni. Við þverun vega er ennþá hætt við 1 skál i keðjuna og auk þess notuð neistahorn til hlífðar skálunum.
Einangrarakeðjurnar eru sendar þannig, að hver keðja kemur að fullu uppsett pökkuð i rimlakassa og voru þær fluttar út á línuna í kössum þessum.
LjósafosslínaEirvírinn er keyptur hjá Svenska Metallverken í Svíþjóð. Hann er 7-þátta harðdreginn eirvír 50 m/m2 gildur, með 40 kg/nim2 slilþoli. Var hann sendur á 159 keflum, sem vega 464 kg brúttó hvert kefli. Allur nettó-þungi eirvírsins er 65262,90 kg og hrúttó-þungi 74317,20 kg. Frá sama firma voru keyptar 150 stk. jarðplötur úr 3 m/m eir, 0.5 m2 að stærð. Voru jarðplöturnar settar á annan hvern stólpa, nema í Hagavíkuhrauni. Þar voru engar jarðplötur settar, þar sem sýnilegt var að þar mundi ekki fást viðunandi jarðsamband. Plöturnar eru tengdar með 35 m/m2 einþættum eirvír við stauratoppjárnin og þar með við toppvírana.

Uppsetning línunnar
LjósafosslínaSíðari hluta vetursins 1935 var lagning línunnar boðin út, og hárust allmörg innlend og eitt erlent tilhoð í verk þetta. Engu tilboðinu var þó tekið, en Rafmagnsveitu Reykjavíkur falið að leggja línuna.
Fyrstu stólparnir komu til landsins í byrjun aprílmánaðar og hófst verkið þann 13. apríl með flutningum á trjánum á akfærum vegi. Þann 22. apríl byrjaði gröftur á holum og 24. apríl útdráttur efnisins frá vegi að holunum. Því næst hófst uppsetning stólpanna þann 7. maí og strenging víranna þann 23. maí. Var svo unnið að línulagningunni um sumarið og verkinu lokið þann 19. ágúst.

Elliðaárvirkjun

Rafstöðin við Elliðaár var ræst 1921.

Straumur var settur á línuna 21. ágúst og hefir hún síðan flutt raforku með 6000 volta spennu frá Elliðaárstöðinni til Ljósafoss, þar sem hún er notuð til véla og ljósa meðan á virkjuninni stendur.
Notaður var 1.5 ts. Studebaker-bíll til dráttar og grind af 3.5 ts. Studebaker-bíl, sem staurunum og öðru efni var ekið á. Var slegið upp sæti fyrir bílstjóra til að stýra aftari vagninum og voru þannig tveir menn við flutningana og affermingu vagnsins. Við fermingu vagnsins unnu 6—8 menn nokkra tíma á dag. Flutt voru í hverri ferð 6—8 tré, ásamt tilbeyrandi plönkum, og þeim velt af við veginn á þeim stöðum, sem næstir voru eða greiðastur aðgangur var að viðkomandi stólpastæði.
LjósafosslínaFyrstu trjánum var ekið út og dreift meðfram Mosfellssheiðarveginum upp að heimreiðinni að Bringubæ. Þá var trjánum næst velt af skammt frá Skeljabrekku og höfðu þá verið flutt öll tré á stólpastæði nr. 328—191.
Varð nú hlé á útflutningi trjánna vegna þess að gamli Þingvallavegurinn var ennþá ófær. En þar sem línan þverar gamla Þingvallaveginn átti að flytja öll tré á stólpastæðin nr. 190 til 107. Þann 19. maí hófust stólpaflutningarnir að nýju og var flutningi á þessi stólpastæði lokið þ. 8. júní.
LjósafosslínaÞví næst var gjörð tilraun með að flytja stólpa nr. 106—101 um Heiðabæ niður með Þingvallavatni að vestanverðu um Jórukleif, en það kom þegar í ljós, að ókleift mundi verða að komast þennan veg með svo fyrirferðamikinn flutning (stólpalengd alll að 17 m), að tekið varð það ráð, að flytja (511 trén niður að Þingvallavatni og fleyta þeim síðar á vatninu. Var fyrstu trjánum ekið niður að vatni hjá Heiðabæ. Sá vegur varð þó brátt ófær vegna rigninga og var þá farið með trén til Þingvalla. Voru þannig flutt öll tré á nr. 103—21. Trén á nr. 20—2 átti að flytja austur yfir fjall og upp með Grafningsvegi vestanvert við Sogið.
LjósafosslínaVegna langvarandi óþurka reyndist þessi vegur ófær og voru þá þessi tré flutt upp eftir Sogsveginum upp fyrir Ljósafoss og var þeim síðan fleytt yfir Sogið rétt fvrir ofan virkjunarstaðinn, en þar er Sogið lygnt og landtaka góð. Flutningi á trjám og plönkum var lokið þann 16. júlí.
Eirvir og stálvír var ekið út jöfnum höndum og stólpunum. Dráttarbíllinn hafði jafnan meðferðis 1—2 kefli af vír, og var til að byrja með flutt 8 kefli eirvírs og 2 kefli stálvírs á hvert fastastólpastæði. Seinna þurfti þó að bæta inn í. Einangrurum og járnþverslám var og ekið með þessum sömu flutningatækjum. Var þessum flutningi ekið niður með Þingvallavatni að vestanverðu um Jórukleif á stólpastæðin í Grafningnum. Flokkur vegagerðarmanna frá vegagerð ríkissjóðs vann að lagfæringu vegarins á þessum slóðum eftir því sem með þurfti.

Ljósafosslína

Jakob Guðjohnsen – (f. 23. janúar 1899, d. 11. október 1968). Jakob fæddist á Húsavík, sonur Stefáns Guðjohnsens verslunarstjóra og konu hans. Hann lauk verkfræðiprófi í Kaupmannahöfn 1926 og hóf þá þegar störf sem verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og gegndi starfi rafmagnsstjóra frá 1961 til dauðadags. Myndin er tekin um 1930 við Kaldárhöfða í Grímsnesi.

Nokkrum járnslám var ekið til Þingvalla og þeim fleytt á stauraflekunum suður vfir vatnið. Loks var einangrurum og járnþverslám á síðasta parti línunnar ekið eftir Grafningsveginum.
Alls hefir verið unnið í 103 daga og ekið í 186 ferðum 530 ts., að meðaltali 2,85 ts. í ferð. Flutningsmagnið er alls um 20000 tskm., samsvarar það meðal flutningalengd 38 km. Ekin vegalengd er 15600 km og bensínnotkun 5700 lítrar eða 36.(5 lítrar á hverja 100 km.
Kostnaður við flutningana hefir orðið alls kr. 9242.17; flutningakostnaður kr. 6322.00 og afhendingarkostnaður kr. 2920.17. Afhendingarkostnaður á ts. nemur kr. 5.50, en kr. 15.70 á ferð. Flutningskostnaður nemur kr. 34.00 á ferð, en kr. 0.315 pr. tskm og er þá reiknað með kr. 4.50 pr. tíma fyrir flutningatækin, bensínnotkun og bílstjóra dráttarbílsins.

Fleyting trjánna
LjósafosslínaAlls var fleytt 202 trjám, ásamt nokkrum þverslám yfir Þingvallavatn í 7 ferðum með 20—38 trjám í hverjum fleka. Fyrsti flekinn, 20 tré, var dreginn á land í Hestvík, en sá næsti að Nesjum og voru í honum 36 tré. Hin trén voru sett á land í Hagavík. Þingvallabáturinn „Grímur Geitskór“ var notaður til þess að draga flekana og tók ferðin alls 0—8 tíma, þegar vel gaf á vatninu. Yfir Sogið voru dregin 58 tré.
Kostnaður við fleytingu á Þingvallavatni varð alls kr. 2149.94 eða um kr. 10.60 á tré, sem skiptist þannig, að fleyting kostaði kr. 7.80, en út- og uppdráttur kr. 2.80. Kostnaður við fleytingu yfir Sogið varð alls kr. 584.15, eða um kr. 10.00 á tré, sem skiptist þannig, að sjálf fleytingin kostaði kr. 6.10, en útdráttur kr. 3.90.

Flutningur frá vegi að stúlpastæðum

Ljósafosslína

Fordson 1937.

Við flutning á trjám og vír frá vegi að stólpastæðum voru notaðar dráttarvélar (traktorar). Var byrjað með 1 Fordson-traktor þann 24. apríl og unnu við þetta, auk ekilsins, tveir menn. Þar sem brátt varð augljóst, að þessi traktor myndi ekki geta annað þessum flutningum einn þegar línan fjarlægðist akveginn, var fenginn með honum 22 ha. Caterpillar-traktor og byrjaði hann þ. 15. júní upp við gamla Þingvallaveginn. Caterpillar-traktorinn dró jafnan 2—4 tré í ferð, ásamt tilheyrandi plönkum og járnþverslám. Hann var því notaður í lengstu ferðirnar og þær erfiðustu.
LjósfosslínaLengsta flutningaleiðin var frá gamla Þingvallaveginum að staurastæði nr. 107, um 7 km. Trén voru fest saman í rótendann með virum við járnplötu, sem endarnir hvíldu á. Var járnplatan beygð upp að framanverðu til þess að hún rynni betur þar sem óslétt var, þýft eða grýtt, og var plönkunum og þverslánum svo raðað ofan á trén. Reyndist þessi umbúnaður ágætlega og hlífði vel trjánum fyrir öllu hnjaski.
LjósafosslínaÍ Hagavíkurhrauni, sem er mjög óslétt og erfitt yfirferðar. Varð að gjöra veg fvrir traktorinn að hverju einstöku stólpastæði. Unnu nokkrir menn við að fylla stærstu gjóturnar og rífa niður hraunnybbur. Gengu flutningarnir yfir hraunið framar öllum vonum og komst hvert tré á sinn stað í tæka tíð. Yfirleitt má segja, að beltistraktorinn hafi reynst ágætlega á þverskonar jarðvegi, grjóti, möl eða graslendi og í bröttum brekkum. Þó voru nokkur stólpastæði, sem hann komst ekki upp á, t. d. stólpastæði nr. 94, 95 og 90 á Krummum og varð þar að draga staurana upp með talíum. Útdrætti allra stauranna var lokið þann 12. ágúst.

Ljósafosslína

Catepillar 1934.

Jafnhliða flutningi á trjánum var stál- og eirvír ekið út að fastastólpastæðunum. Var vírkeflunum komið fyrir á járnplötunni, sem áður var nefnd. Einangrurum var ekið út að mestu á hestvögnum, en traktorarnir hjálpuðu til á lengstu leiðunum, t. d. á Mosfellsheiðinni.

Gröftur og sprenging
Gröftur og sprenging á holunum hyrjaði þann 22. apríl og var lokið þann 12. ágúst. Í þessum flokki unnu auk flokksstjóra 24—25 manns. Þar af voru 2 menn eingöngu við borun á klöpp með þrýstiloftspressu, og 1 maður, sem var við hleðslu og sprengingu. 1 smiður vann að skerpingu verkfæra og annar, sem flutti verkfærin til hans og frá. Hinir voru svo ýmist við gröft á holum eða hreinsun á holunum eftir sprengingu, eftir þvi sem með þurfti.
LjósafosslínaÞær jarðvegsrannsóknir, sem gjörðar voru eftir að línustæðið var ákveðið, báru með sér að víða myndi þurfa að sprengja fyrir staurunum. Til þess að flýta fyrir verkinu var því ákveðið að bora með þrýstilofti og var fenginn 1 Atlas-Diesel þrýstiloftspressa með 2 borum. Pressan var flutt frá holu til holu með traktorunum, en annars voru notaðar 160 m gúmmíslöngur til þess að leiða þrýstiloftið að holunum, og mátti þá jafnan hora í 3 holum, án þess að flytja þyrfti pressuna til. Náðist þannig til flestallra holanna, nema nokkurra í Hagavíkurhrauni og varð þar að hora með handborum. Þá reyndist og vel að nota þrýstiloftsfleyghamra í móbergi og þar sem jarðvegur var mjög þéttur.
LjósafosslínaHolur venjulegs burðarstólpa eru 4 m breiðar og 1,2 til 1 m langar. Þar sem trén eru grafin niður á 1/6 hluta af lengd sinni voru þær frá 2.0 til 2.8 m djúpar. Rúmmál holu því 10—13 m3. Þar sem klöpp var í botni var víða skilið eftir haft á milli stauranna og plankarnir fluttir upp fyrir haftið.
Fastastólpaholur voru frá 22 upp í 50 m3 að rúmmáli eftir hæð trjánna. Alls voru grafnir 281.7 m3 á 84 vinnudögum, eða til jafnaðar 33.5 m3 á dag. Alls var sprengt 1697.2 m3 af klöpp á 78 vinnudögum. eða til jafnaðar 21.7 m3 á dag. Notað var sprengiefnið Minit, 1202.5 kg alls, eða 0.71 kg á m3 klöpp.

Aðflutningur á grjóti
Við aðflutning á grjóti í holurnar unnu 3 menn með 4 hesta og 2 kerrur. Auk þess voru notaðir lítilsháttar bílar þar sem hentugra reyndist að koma þeim að.

Ljósafosslína

Ljósafosslína – leifar á Mosfellsheiði.

Aðstaða til að ná grjótinu var mjög misjöfn; kom sumstaðar nóg grjót upp úr holunum við sprengingarnar og í Hagavíkurhrauni var að sjálfsögðu nóg grjót við hendina. Á öðrum stöðum d. d. sumstaðar á Mosfellslieiði, þurfti að sækja grjótið langar leiðir, því þó að hraunklöpp væri þar næstum í hverri holu, reyndist grjótið stundum of lítið, af því að jarðvegur er þar víða svo laus í sér og mosakenndur, að ekki var hægt að nota hann í fyllingu í holunum.

Ljósafosslína

Ljósafosslína – leifar á Mosfellsheiði.

Að samsetningu trjánna unnu 1 flokkstjóri og 7 menn með honum. Flokkur þessi tók við efninu, trjám, plönkum, járnabúnaði og einangrurum þar sem traktorarnir skildu við það, skrúfaði planka og járnþverslá á trén, festi upp einangrara og gekk þannig frá, að stólparnir voru tilbúnir til uppsetningar í holuna. Við samsetningu á fasta- og hornstólpum var notaður þrífótur með handspili, sem einnig var notaður við uppsetningu stólpanna. Kostnaður á stólpastæði hefir orðið kr. 21.20 að meðallali.

Ljósafosslína

Ljósafosslína – leifar á Mosfellsheiði.

Að uppsetningu stólpanna unnu auk flokksstjóra 14 menn og hestur með kerru, sem notaður var til flutninga á verkfærum á milli holanna. Stólparnir voru reistir með gálga úr stáli, sem spenntur var á trén. Úr gálganum liggur svo dráttartaug að litlu handspili, sem staurarnir voru drengir upp með. Tók það venjulega 10—15 mínútur að reisa venjulegan burðarstólpa með handspilinu. Reynt var að nota traktor við uppsetninguna og reyndist það mjög vel þar sem hægt var að koma því við. Við fasta- og hornstólpa þurfti að nota þrífót til þess að lyfta upp enda stólpans og létta undir með spilinu, en átakið á það er að sjálfsögðu mest meðan stólpinn er að lyftast frá jörðu. Þegar stóljnnn var reistur í holunni var honum fest með fjórum taugum úr toppi hans, sem strengdar eru í járnhæla, sem reknir voru í jörðu hver á móti öðrum. Voru taugar þessar og notaðar þegar rétta þurfti stólpann í holunni og ekki teknar fyr en hann var orðinn vel fastur.

Ljósafosslína

Studebaker 1934, 3.5 t.

Þrír menn úr flokki uppsetningarmanna réttu stólpann við, fluttu hann í línu og röðuðu grjóti með stólpanum í botni, svo að hann gæti ekki haggast. Þá tók við honum flokkur aðfyllingarmanna, en í þeim flokki unnu 11 til 14 menn, venjulega tveir menn saman í burðarstólpaholu, en 4 til 6 í fastastólpaholu. Fremstir í þessum flokki voru tveir menn, sem sáu um að koma fyrir jarðplötunni og þjappa að henni jarðveginum. Þeir réttu stólpana við, ef skekkst höfðu frá því að þeir voru settir upp og gengu þannig frá þeim, að þeir gátu ekki haggast.
Kostnaður við uppsetningu varð kr. 44.80 á stólpa, en kr. 32.80 á stólpa við aðfyllingu.

Uppsetning víra

Ljósafosslína

Ferja; Þingvallavatnsferjan Grímur geitskór, á kerru sem er aftan á traktor. Óþekktur maður stendur á veginum við hlið ferjunar. Aftan á pappírskopíu stendur „Þingvallavegur“. Þetta er á gamla Þingvallaveginum á milli afleggjarans niður að Heiðarbæ og Kjósaskarðsvegar. Horft til vesturs.
„Líklega er þessi mynd frá því að báturinn Grímur Geitskór var fluttur að Þingvallavatni (Valhöll) fyrir Alþingishátíðina 1930.

Að uppsetningu víranna vann auk verkstjóra 8 manns með 3 hesta. Hófst vinnan við þetta þ. 23. maí og var henni lokið þ. 19. ágúst. Vinnunni var hagað þannig, að stálvirinn var settur fyrst á parti. Vírinn var dreginn út með hestum og hengdur upp í kastblakkir á hverjum stólpa, til þess að hann skaddaðist ekki við að dragast eftir jörðunni. Var vírinn strengdur frá fastastólpa lil næsla fastastólpa, þar sem hann var festur í þar til gjörðum klemmum, sem slaka má á eða herða á, þangað til að strenging vírsins var sú rélla. Var strenging vírsins fundin með því að mæla slaka vírsins.
Sami flokkur uppsetningarmanna strengdi og eirvírinn og var jafnan haldið með hann að næsta fastastólpa við enda stálvírsins og þannig sett upp til skiftis stálvír og eirvír. Eirvírarnir voru og hengdir upp í hverjum stólpa í kastblakkir og dregnir út með hestum. Á fastastólpunum var settur upp vinnupallur fyrir uppsetningarmennina, meðan verið var að strengja vírinn og festa í klemmur einangraranna, en á burðarstólpunum var þetta gjört frá sjálfum trjánum.

Ljósafosslína

Fordson 1930.

Sérstakur maður vann að því að ganga frá grunntengingarvírunum og samsetningu þeirra við jarðplöturnar og staurajárnin.
Í Hagavíkurhrauni varð hestunum ekki komið við, við útdrátt á vírum og var vírinn þar dreginn út með handafli og aðstoðuðu menn frá graftrar- og aðfyllingarflokkunum við það.
Kostnaður við strengingu stálvírsins varð kr. 114.00 pr. km, en kr. 168.00 pr. km við strengignu eirvíranna.

Verkamenn og aðbúnaður þeirra

Ljósafosslína

Grímur geitskór á Þingvallavatni.

Að meðaltali á timabilinu unnu við línulagningu þessa 73 menn, en flestir 103 í einu, að meðtöldum 4 mælingamönnum og þeim, sem unnu við hleðslu flutningabílanna og samsetningu á járnabúnaði í bænum.
Fyrst i stað voru verkamennirnir fluttir á vinnustaðinn í bílum, en seinnipartinn í maí fluttu þeir í tjöld og var síðan tjaldað með 6—8 km millibili.
LjósafosslínaFyrsti tjaldstaðurinn var uppi við Varmá, og annar tjaldstaðurinn var við nýja Þingvallaveginn hjá Skeljabrekku. Því næst voru tjöldin flutt upp að gamla Þingvallaveginum hjá stólpastæði nr. 156.
Fjórði tjaldstaðurinn var i Grafningnum og sá fimmti og síðasti í Hagavík, og bjuggu þar um 80 manns, jafnan þrír saman í hverju tjaldi.
Slegið var upp skúr fyrir eldbúsi og voru tveir matsveinar við að elda matinn handa verkamönnunum. Þeir, sem að strengingu víranna unnu, voru um 5—10 km á eftir síðustu mönnum í fyrri flokknum og bjuggu þeir því sér í tjöldum. Einn matsveinn annaðist matreiðslu banda þeim.

Heildarkostnaður
Heildarkostnaður efnisins og uppsetning línunnar; samtals kr. 280154.50.

Heimild:
-Tímarit verkfræðingafélags Íslands 1937 – Háspennulínan Ljósafoss—Elliðaár eftir Jakob Guðjohnsen, hefti 1; bls. 1-8 og hefti II; bls. 9-18.

Ljósafosslína

Rafstöðin við Elliðaár var reist 1921. Hún var undanfari Ljósafossvirkjunar.

 

Stekkjargil

Neðan Stekkjargils vestan Helgafells í Mosfellsbæ eru tvö upplýsingaskilti. Annað fjallar um plöntur og hitt um búskaparhætti.

Stekkjargil

Stekkjargil – skilti.

Á fyrra skiltinu; „Stekkjargil„, segir m.a.: „Í Stekkjargili eru margar tegundir platna. Hér fyrir neðan eru myndir og lýsingar á nokkrum plöntutegundum sem finna má í gilinu. Gáðu hvort þú finnur þesssa fulltrúa íslenskrar náttúru, sem saman mynda eina heild, á göngu þinni og leggðu útlit jurtarinnar, ilm og viðkomu á minnið. Þá hefur þú örugglega gaman af að finna tegundina aftur og þekkja í næstu gönguferð um náttúru landsins“.
Á skiltinu eru síðan myndir og fróðleikur um Gulmöðru, Holurt, Maríustakk, Ljónslappa, Blóðberg, Friggjargras, Holtasóley, Kornsúru, Mjaðjurt, Tungljurt, Fjalldalafífil og Krossmöðru.

Á síðara skiltinu: „Stekkur„, má lesa eftirfarandi fróðleik: „Við erum stödd neðan við Stekkjargil í austanverðu Helgafelli og grjóthóllinn, sem blasir við okkur heitir Stórhóll. Gilið dregur nafn sitt af fjárstekk frá bænum Helgafelli og má sjá rústir hans hér undir brekkunni. Stekkur er lítil fjárrétt, notaður til að mjalta ær og var þessi stekkur sennilega nýttur fram yfir aldamótin 1900 en var þá stækkaður og breytt í fjárhús eða beitarhús.

Stekkjargil

Stekkjargil – skilti.

Í Stekkjargili eru ágætir bithagar en gróðufar í Mosfellssveit mótast af landslagi og hæð yfir sjávarmáli. Efst eru fellin gróðursnauð en gróðurþekja þéttist þegar neðar dregur, líkt og hér í Stekkjargili.
Jarðvegurinn í Mosfellsbæ er víða frjór og lífrænn og reyndist hentugur til mótekju en mór er jurtaleifar sem var áður fyrr notaður til húshitunar og eldamennsku. Mógrafir voru allvíða í sveitarfélaginu, meðal annars í Stekkjarmýri sunnan við Stekkjargil.
Víða í mýrum sveitarfélagsins má finna leifar af birkilurkum og þeir eru vitnisburður um tvö löng birkitímabil sem runnu upp eftir að ísöld lauk fyrir um 10.000 árum. Eftir landnám hófst mikil landeyðing af ýmsum orsökum og í upphafi 20. aldar var allur skógur horfinn úr Mosfellssveit. Með friðun og skipulagðri skógrækt hefur sveitarfélagið tekið miklum stakkaskiptum síðustu áratugina.

Stekkjargil

Stekkjargil – skilti.

Á fyrri tíð voru ær frá Helgafelli hafðar á beit hér í Stekkjargili en reknar á hverjum degi hingað í stekkinn þar sem þær voru mjólkaðar. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú stundaði óboðinn gestur þá iðju að sjúga mjólk úr lambám í stekkjum og fjárhúsum. Það var jólasveinninn Stekkjastaur sem Jóhannes úr Kötlum orti um á þessa leið:

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék við bóndans fé.

Hann vildi sjúgja ærnar,
-þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
-það gekk nú ekki vel.

Stekkjargil

Stekkjargil – Stórhóll t.h.