Færslur

Friðrik VIII

Í Tímanum 19. des. 1958 segir Þ.M.J. frá útgáfu bókarinnar um “Íslandsferðina 1907”, þ.e. ferð Friðriks VIII, Danakonungs til Íslands það ár.

Friðrik VIII

Konungsheimsókn Friðriks VIII. Bæjarbryggjan, Steinbryggjan í forgrunni. Danski fáninn við hún. Konungsflotinn sést fyrir utan, 1907. Ljósmyndari: Magnús Ólafsson.

“Sama árið og Friðrik VIII. varð konungur, bauð hann og ríkisþing Dana alþingismönnum og ráðherrum Íslands til Danmerkur, og var þeim tekið þar með mikilli viðhöfn og vinahótum.

Árið á eftir (1907) kom svo konungur hingað til lands ásamt fjörutíu dönskum ríkisþingmönnum og fleira dönsku stórmenni, þar á meðal Haraldi prinsi syni sínum, J.C. Christensen, forsætisráðherra Dana og sagnfræðingnum Troels-Lund. Með í förinni voru og blaðamennirnir Holger Rosenbérg og Sven Poulsen, sem skrifuðu bók um förina til Íslands, og kom hún út á dönsku sama ár og förin var farin, en nú í fyrsta sinn hefur hún verið þýdd og gefin út á íslenzku.

J. C. Cristensen

Jens Christian Christensen (J.C. Christensen); 21. nóvember 1856 – 19. desember 1930. Embættismenn er jafnan vanmetnir þegar kemur að sögulegum “ákvörðunartökum” valdhafa.

Segja þeir í inngangi bókarinnar, að sá hafi orðið árangur Íslandsferðarinnar, að hinn norðlægari og suðlægari hluti ríkisins hafi tengzt stórum traustari böndum en áður. Íslendingar tóku vel á móti konungi og fylgdarliði hans.
Konungur vann sér hér vinsældir vegna ljúfmannlegrar framkomu snnar, en fyrst og fremst fyrir það, að Íslendingar álitu hann vera sér hliðhollan í sjálfstæðisbaráttu sinni. En blaðamennimir hafa misskilið Íslendinga er þeir halda, að gestrisni þeirra hafi táknað, að þeir vildu bindast Danmörku enn fastari böndum en áður. Eg man að vísu eftir einni þingmálafundarsamþykkt frá vorinu 1907, þar sem samþykkt var, að fundurinn óskaði eftir, að Ísland yrði bundið sem traustustu ríkissambandi við Danmörku. Á öðrum fundi í sama kjördæmi kom fram samskonar tillaga, en henni var vikið til hliðar, áður en hún var borin upp. En þetta voru undantekningar. Samþykkt Þingvallafundarins 1907 segir aftur á móti vilja meirihluta þjóðarinnar, eins og sannaðist við þingkosningarnar 1908.”

Friðrik VIII

Friðrik VIII Kristjánsson.

Í Morgunblaðinu 4. ágúst 2007 mátti m.a. lesa eftirfarandi um “Íslandsheimsókn Friðriks VIII. Danakonungs árið 1907”: “Þriðjudaginn 30. júlí eða níu dögum eftir að lagt var af stað [frá Danmörku], með viðkomu Færeyjum, gekk konungur á land í Reykjavík. Allt var með hátíðabrag í bænum, hús voru skreytt og spariklætt fólk á ferli. Í fjöldanum mátti sjá konur í þjóðbúningi, einkennisklædda embættismenn, danska og franska sjóliðsforingja, ræðismenn erlendra ríkja í viðhafnarbúningi, bændur, sjómenn og fleiri.

Friðrik VIII. gekk upp Steinbryggjuna eftir rauðum flosdregli en við enda hans reis hár heiðursbogi, inngangur í bæinn.

Friðrik VIII

Friðrik VIII og fylgdarlið koma til Reykjavíkur 30. júlí 1907.

Hannes Hafstein ráðherra bauð konung velkominn og kynnti fyrir honum helstu embættismenn. Á bryggjunni voru meðal annars eftirtaldir meðlimir í móttökunefnd: Jón Jakobsson landsbókavörður, Guðmundur Björnsson landlæknir, Skúli Thoroddsen ritstjóri og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Síðan fylgdi Hannes konungi og fylgdarliði um götur til búsetu í latínuskólanum sem breytt hafði verið í konungsbústað og var fljótlega nefndur konungshöllin.

Hannes hafstein

Hannes Hafstein (1861-1922). Fyrsti ráðherra Íslands (01.02.1904-31.03.1909). Hannes varð fyrsti ráðherra Íslands frá og með 1. febrúar 1904. Meðan Hannes var ráðherra var sími lagður til landsins. Deilur risu um uppkast að nýrri stjórnarskrá og var kosið um „Uppkastið“ árið 1908. Andstæðingar Uppkastsins unnu sigur og Björn Jónsson varð ráðherra 31. mars 1909. Þá varð Hannes bankastjóri Íslandsbanka. Hannes varð ráðherra í annað sinn 24. júlí 1912, þá fyrir Sambandsflokk, þegar Kristján Jónsson lét af embætti, og sat til 21. júlí 1914. Á því tímabili var fánamálið mjög til umræðu, og tapaði Hannes atkvæðagreiðslu um skipan nefndar um tilhögun og tillögugerð í fánamálinu. Tók Sigurður Eggerz við ráðherraembætti af Hannesi. Hannes settist þá aftur í bankastjórastól Íslandsbanka og sat þar til 1917 er hann sagði af sér vegna heilsubrests.

Í latínuskólanum undirritaði konungur þrenn lagafyrirmæli handa Íslendingum, ein um aðflutningsgjöld en hin varðandi útvegsmál. Voru það fyrstu lög sem staðfest höfðu verið á íslenskri grund. Frá sama stað var ennfremur tilkynnt um að skipuð yrði nefnd ríkisþingmanna og alþingismanna til þess að gera ráðstafanir til nýrrar löggjafar varðandi stjórnskipunarlega stöðu Íslands í Danaveldi.

Seinna um daginn var móttökuhátíð í Alþingishúsinu. Deginum lauk með stórri veislu sem Íslandsráðherra og alþingisforsetar buðu til…”

Á vefsíðunni Hugi.is mátti árið 2013 m.a. lesa eftirfarandi um konungskomuna eftir Örn H. Bjarnason árið 1907 undir fyrirsögninni “Gamlar götur”:

“Í byrjun ágúst árið 1907 hefði verið vandalaust að feta sig slóð Friðriks 8. og 200 manna fylgdarliðs hans. [Friðrik 8. af Glücksborg var konungur Danmerkur frá 1906 – 1912. Hann var elstur barna Kristjáns konungs 9. og Lovísu af Hessen-Kassel.]
Fyrst var riðið á Þingvöll, svo austur að Laugarvatni, að Geysi og Gullfossi, yfir Hvítá á nýrri brú við Brúarhlöð. Síðan niður Hreppa hjá Álfaskeiði, yfir Stóru- Laxá og að Þjórsárbrú. Þaðan um Ölfusárbrú í Arnarbæli í Ölfusi, upp Kambana, yfir Hellisheiði á Kolviðarhól, niður hjá Lækjarbotnum og til Reykjavíkur aftur. Vandlætingafólk þess tíma taldi að fikra mætti sig Kóngsveginn svonefnda eftir tómum kampavínsflöskum.
Víst er um það að ríkisþingmenn fengu fyrir brottför silfurslegna svipu að gjöf frá Alþingi og ferðabikar í ól til að smeygja um öxl sér. En að þetta hafi verið einhver fyllirístúr er af og frá, menn kannski fengið sér í annan fótinn en ekki mikið meira, flestir. Sérstök gullplata var á svipu konungs og hafði Árni Gíslason grafið á hana “Ísland 1907.”
Áhugavert er að skoða ljósmyndir teknar þessa sumardaga, pípuhattar í öllum áttum og harðkúluhattar, barðastórir kvenhattar, upphlutur og skotthúfur, skautbúningur og möttull. Í bakgrunninum voru derhúfur en á húfum lúðurþeytara voru sérstakir borðar. Allir báru höfuðföt sem er hyggilegt enda fer að sögn veðursérfræðinga 75% af hitatapi líkamans um höfuðið.

Friðrik VIII

Skrúðganga í Reykjavík í tilefni heimsóknar Friðriks VIII.

Svo voru það skínandi einkennisbúningarnir. Myndir frá þessum tíma eru allar í svart/hvítu og þess vegna heldur maður kannski að í gamla daga hafi allt verið svo leiðinlegt. Svo var þó ekki ef marka má allar sögurnar og eitt er víst að þarna var ekki litlaus hópur á ferð, öðru nær.
Tildur segjum við í dag á stíllausri öld, en gleymum því ekki að á bak við stífa framkomu þessa fólks leyndist oft hörku dugnaðar. Það er meira en að segja það að fara í 7 daga hestaferð á Íslandi að viðbættum íþyngjandi ræðuhöldum, ofáti og skjalli hvers konar sem sterk bein þarf til að þola. Auk þess var mikil pólitísk spenna í loftinu vegna sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Frá Reykjavík á Þingvöll
Friðrik VIIIFerðin hófst 1. ágúst og var lagt af stað frá Latínuskólanum í Reykjavík. Konungur reið gráum hesti og var í búningi sjóliðsforingja með derhúfu að hætti aðmiráls og í uppháum leðurstígvélum. Hannes Hafstein Íslandsráðherra var á léttvígum, rauðskjóttum gæðingi Glæsir að nafni, kallaður Ráðherra-Skjóni. Seinna í ferðinni reið hann brúnum hesti en konungur hélt sig við gráa litinn enda hafði honum verið ætlaðir fjórir í þeim lit í ferðina. Þegar til kom líkaði honum aðeins við tvo þeirra. Mér skilst að Eggert Benediktsson bóndi í Laugardælum, stórbýli rétt fyrir austan Selfoss, hafi skaffað þessa gráu hesta.

Haraldur prins var í húsarabúningi. Þarna voru líka Axel Tulinius sýslumaður Suður-Múlasýslu, aðalskipuleggjari ferðarinnar, Rendtorff yfirhestasveinn konungs í rauðum búningi, J.C. Christensen forsætisráðherra og Rosenstand leyndaretatsráð svo að einhverjir séu nefndir.

Axel V. Tulinius

Axel V. Tulinius.

Leiðsögumenn voru m.a. þeir Guðmundur Björnsson landlæknir og Jón Magnússon skrifstofustjóri, síðar forsætisráðherra. Jón var hæglætismaður og frekar orðfár, en hvar sem hann sýndi sig fóru hjólin að snúast. Þannig var það einnig við undirbúning þessarar ferðar.
Það þurfti töluverða skipulagshæfileika til að henda reiður á öllu því hafurstaski sem fylgdi þessu liði, kerrur með tjöld og matföng og trússhestar, klyfsöðlar, hnakkar, beisli, lyfjaskrín, hattaöskjur og ferðakoffort. Þetta líktist meira innrásinni í Rússland eða herleiðingu eins og sagt er frá í Gamla testamentinu hjá Móse frá Egyptalandi eða Esekiel til Babylon, erillinn var svo mikill. Að morgni fyrsta dags voru allir að ganga af göflunum og þá var notalegt að hafa Jón Magnússon með sína góðu nærveru.

Friðrik VIIIHófaskellirnir á götum Reykjavíkur þennan dag komu öllum í ferðaham og góðhestarnir sem bændur sunnanlands og norðan höfðu lánað af þessu tilefni voru ekki af verri endanum. Flestar sýslur landsins lögðu til 18 hesta hver landssjóði að kostnaðarlausu, en einnig voru fjöldinn allur af leiguhestum.
Af lista yfir íslenska alþingismenn sem varðveist hefur er svo að sjá, að flestir þeirra hafi fengið tvo hesta til afnota. Númer 13 á listanum er Hannes Hafstein, 1. Þingmaður Eyfirðinga, Tjarnargötu. Hann fékk bara einn hest enda lagði hann sjálfur til Ráðherra-Skjóna. Björn M. Olsen, 3. Konungskjörinn þingmaður, Lækjargötu 8, fékk 3 hesta. Tryggvi Gunnarsson 1. Þingmaður Reykvíkinga fékk 2 hesta og sömuleiðis Þórhallur Bjarnarson þingmaður Borgfirðinga síðar biskup yfir Íslandi.

Guðmundur Björnsson

Guðmundur Björnsson, alþingismaður. Alþingismaður Reykvíkinga 1905–1908, konungkjörinn alþingismaður 1913–1915, landskjörinn alþingismaður 1916–1922 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).
Forseti efri deildar 1916–1922. Milliþingaforseti efri deildar 1915.

Guðmundur Björnsson 2. Þingmaður Reykvíkinga, Amtmannsstíg 1, fékk engan hest enda hefur hann sjálfsagt verið með sína eigin hesta í ferðinni.
Í bréfi dagsettu 7. febrúar 1907 býður Daniel Danielsson hinni háttvirtu Heimboðsnefnd vagnhesta til kaups á kr. 160 stykkið. Hann segir í bréfinu, að hann treysti sér ekki til að fara neðar þar sem hann telji að verð á hestum á sumri komandi verði mjög hátt. Þetta var svo sannarlega uppgripstími fyrir hestaspekúlanta.
Þar sem riðið var upp Hverfisgötu blakti danski fáninn við hún. Farið var upp hjá Rauðavatni og Geithálsi og síðan Hafravatnsveg í Djúpadal á Mosfellsheiði, en þar byrjar hinn eiginlegi gamli Þingvallavegur. Svipusmellir fylltu loftið og öllum mátti vera ljóst að þetta var enginn venjulegur reiðtúr. Á leiðinni bættust í hópinn bændur sem höfðu hlaupið frá búum sínum til að skoða kónginn. Þegar til kom gátu þeir ekki stillt sig um að slást í för á Þingvöll. Sumir voru ekki einir á ferð heldur með allt sitt hyski, konu og krakka.
Í Djúpadal var framreiddur hádegisverður. Eins og allir vita þá eru Danir fyrst í essinu sínu þegar matur er annars vegar. Þeir borða ekki eingöngu til að lafa á fótunum. Matargerð er í þeirra augum listgrein og að skeggræða um mat umræðuefni sem stendur jafnfætis heimspekitali á gangstéttarkaffihúsum stórborganna. Virkilega siðaður Dani getur rifjað upp matseðla áratugi aftur í tímann af jafn mikilli nákvæmni og veðurglöggur Íslendingur lýsir skýjafari. Danir eru heimsmenn.

Djúpidalur

Djúpidalur.

Nema hvað í Djúpadal hafði Franz Håkansson, bakari og conditori, Austurstræti 17 látið senda 150 rúnstykki, 7 rúgbrauð og 12 franskbrauð. Pagh veitingastjóri var staðráðinn í því, að hvað sem öðru liði þá myndi Friðrik 8. Danakonungur ekki verða hungurmorða í ferðinni og þyrstur yrði hann ekki, enda sést í skjölum að Thomsens Magasin lét senda 4000 flöskur vestur að Rauðamel. Þar var tappað ölkelduvatni á flöskurnar. Þetta ölkelduvatn var haft til hressingar í heimsókn konungs.

Friðrik VIII

Gamli Þingvallavegurinn 1907.

Að loknum málsverði þumlungaðist hersingin áfram fyrir norðan Borgarhóla í áttina að Þrívörðum og sunnan við Vilborgarkeldu á Mosfellsheiði, sem er forn áningarstaður. Þaðan var ekki langt í Ferðamannahorn, en það heitir svo vegna þess að þar sést fyrst til langferðamanna að koma á Þingvöll. Svo lá leiðin um Kárastaðastíg og niður í Almannagjá. Þegar konungur reið niður gjána hrópaði fólkið sem hafði raðað sér þar upp nífalt húrra, ég endurtek nífalt, minna mátti ekki gagn gera.

Friðrik VIII

Friðrik VIII.

En hver var þessi konungur sem verið var að hrópa húrra fyrir? Friðrik 8. var fæddur árið 1843 og dó árið 1912. Hann ríkti frá árinu 1906 til 1912. Faðir hans var Kristján 9. Þann stutta tíma sem Friðrik var við völd ferðaðist hann mikið um ríki sitt og komst í nána snertingu við þjóð sína. Hann beitti sér m.a. fyrir bættum samskiptum við Íslendinga. Árið 1869 gekk hann að eiga sænska prinsessu Louise að nafni.

Friðrik VIII

Frímerki af tilefni eitt hundrað ára minningar um komu Friðriks VIII. Danakonungs til Íslands 1907.

Og þjóðin sem hann var að heimsækja hvernig var hún? Af því að maður er svolítið blindur á sitt eigið fólk þá gerði ég það að gamni mínu að fletta upp í Nordisk Konversasions Leksikon, 5. bindi, bls. 183. Þar stendur: “Íslendingar tilheyra hinum hvíta kynstofni, flestir eru háir, ljósir yfirlitum og langhöfðar. Þeir eru með blá augu og grannvaxnir.” Þetta fannst mér áhugaverð lesning, en meira hafði ég samt gaman af að koma út af bókasafninu og labba eftir Austurstræti og sjá margbreytileikann í útliti fólks enda er þjóðin örugglega ekki svona einslit eins og stendur í alfræðiritinu. Rannsóknir á blóðflokkum Íslendinga sýna raunar að þjóðin er af margvíslegum uppruna.

Friðrik VIIIEn við vorum stödd á Þingvöllum. Þar höfðu miklar vegabætur farið fram sem og annars staðar á leið konungs. Árið 2000 voru líka lagðir vegir á Þingvöllum. Það tengdist Kristnitökuhátíðinni. Þetta voru mjög snotrir vegir út um alla móa, en lágu svo sem ekkert sérstakt að mér fannst. Áhugavert þótti mér að sjá hvílíkri tækni vegakarlar bjuggu yfir þegar þeir mokuðu þessum sömu vegum upp á vörubíla aftur og keyrðu í burtu. Þarna hófst nýr kafli í samgöngusögu þjóðarinnar. Það er ekki enn búið að moka í burtu Kóngsveginum gamla en slitróttur er hann orðinn á köflum.
Að loknum kvöldverði þennan fyrsta dag gekk konungur um meðal fólksins í tvo klukkutíma. Hann var skrafhreyfinn og lék við hvern sinn fingur. Engin þreytumerki voru á honum að sjá.

Þjóðhátíð á Þingvöllum

Friðrik VIII

Friðrik VIII á Þingvöllum.

Næsta dag 2. ágúst var haldin þjóðhátíð á Þingvöllum. Drifhvítar tjaldborgir höfðu risið þar og byggður hafði verið konungsskáli í hallanum upp að Almannagjá ekki langt frá Öxarárfossi en í Hestagjá voru höfð hross sem þurftu að vera til taks. Ekki létu fréttamennirnir sig vanta en Guðmundur Finnbogason var fulltrúi Blaðamannafélagsins. Þegar á ferðina leið reyndust fréttamennirnir hvað dugmestir. Það er ótrúlegt hvað forvitnin er mikið hreyfiafl.
Friðrik VIIIÍ Valhöll var snæddur hádegisverður, en kl. 1 hófst Lögbergsgangan og tóku nær 6000 manns þátt í henni. Það var regnkápuveður þennan dag og margar ræður voru fluttar og mikið sungið. Hannes Hafstein flutti konungsminni. Ýmsir aðrir tóku til máls. Tulinius sýslumaður stjórnaði glímukeppni og sigraði Hallgrímur Benediktsson í þessari keppni en þriðji varð Jóhannes Jósefsson sem síðar var kenndur við Hótel Borg en hann hafði lagt sig eftir grísk rómverskum fangbrögðum og var talinn öflugur glímumaður. Sem sigurmerki fékk Hallgrímur birkigrein og síðan var hann borinn af sviðinu í gullstól.

Björn M. Olsen

Björn M. Olsen; Konungkjörinn alþingismaður 1905–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Björn M. Olsen prófessor fræddi fólkið um Úlfljótslög, Grágás, Járnsíðu og Jónsbók. Eins sagði hann frá því hvernig Gissur Þovaldsson sendi árið 1238 Hjalta biskupsson upp á þing með stóran flokk manna til að hleypa þinginu upp. Svo var það bardaginn á Alþingi eftir Njálsbrennu og hvernig dómi var hleypt upp árið 999 er dæma skyldi í máli á hendur Hjalta Skeggjasyni um goðgá. Það var síður í frásögur færandi að oftast fór þingið fram með hinni mestu friðsemd og spekt.
Lítillega sagði prófessorinn frá því hvernig þjófar höfðu verið hengdir við Gálgaklett og konur sem höfðu borið út börn sín eða deytt á annan hátt drekkt í Drekkingarhyl. Þetta gerði stóra lukku.
Um kvöldið var haldin hátíðarveisla. Þar flutti Sveistrup þjóðþingsmaður ræðu fyrir minni íslenska hestsins, en konungur mælti fyrir minni kvenna. Aðeins ein kona Ragnheiður Hafstein eiginkona Íslandsráðherra var í veislunni, sem mönnum þótti alveg kappnóg. Konungur beindi orðum sínum til hennar frekar en að tala út í buskann til allra þeirra kvenna sem voru annars staðar. Dansað var á palli fram á nótt og tók konungur þátt í dansinum.

Friðrik VIII

Verst var að hesturinn sem Sveistrup lofaði hvað mest í fjörugri ræðu sinni fældist nokkrum dögum seinna fyrir vagni hans uppi á Hellisheiði. Sveistrup hlaut nokkrar skrámur á enni og mikil mildi að ekki hlaust verra af.”

Frá Þingvöllum að Geysi

Friðrik VIII

Minningarsteinn um komu Friðriks VIII til Geysis 1907.

Næsta dag þann 3. ágúst var svo riðið hjá Skógarkoti Skógarkotsveg og í Vatnsvíkina hjá Vellankötlu um Gjábakkastíg og Barmaskarð á Laugarvatnsvelli. Þangað var komið um hádegisbil og beið þar stórt veitingatjald. Franz Håkansson, bakari og conditori, Austurstræti 17 hafði sent þangað 160 rúnstykki, 8 rúgbrauð og 12 franskbrauð…”

Í Fréttablaðinu 7. maí 2019 er fjallað um Gamla Þingvallaveginn á þeim nótum að hann “fái veglegri sess með friðlýsingu”. Þar segir:

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði.

“Þrjú sveitarfélög við Mosfellsheiði og minjavörður Suðurlands vilja að hafið verði ferli til að breyta skilgreiningu á nítjándu aldar hestvagnavegi sem liggur frá Geithálsi að Almannagjá úr því að vera friðaður í það að verða friðlýstur. Þá yrði vegurinn merktur og vakin á honum athygli sem menningarminjum.
Minjastofnun vinnur nú að því með þremur sveitarfélögum að Gamli Þingvallavegurinn frá því á 19. öld verði friðlýstur.
„Vegna aldurs síns er vegurinn friðaður samkvæmt lögum en vert er að skoða hvort ekki sé ástæða til að ganga lengra og friðlýsa hann. Með friðlýsingu fengi Gamli Þingvallavegurinn veglegri sess, hann yrði merktur og vakin athygli á honum sem merkum menningarminjum,“ segir í minnisblaði Tómasar G. Gíslasonar, umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, sem lagt var fram er bæjarstjórnin þar staðfesti vilja sinn í málinu.

Gamli Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegur frá 1907 millum Djúpadals og Þingvalla.

Í framhaldinu var málið borið undir yfirvöld í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð þar sem Gamli Þingvallavegurinn liggur einnig um lönd þeirra sveitarfélaga. „Að langstærstum hluta er leiðin á landi Mosfellsbæjar; sker svo norðurhorn Grímsnes-og Grafningshrepps við Klofningstjörn á stuttum kafla en fer þá yfir í Bláskógabyggð, í Vilborgarkeldu nálægt núverandi Þingvallavegi við Torfdalslæk,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, í samantekt um málið.
Vegurinn hafi verið geysimikið mannvirki á sinni tíð; upphlaðinn á köflum með vatnsræsum, brúm og vel hlöðnum vörðum. Hann sé vel varðveittur hestvagnavegur.

Friðrik VIII

Konungsheimsókn Friðriks VIII 1907. Hannes Hafstein ráðherra kveður konung á Bæjarabryggju (Steinbryggjunni).
Ljósmyndari: Magnús Ólafsson.

„Hann markaði tímamót í samgöngusögu heiðarinnar og við hann var einnig hlaðið sæluhús úr tilhöggnu grágrýti. Eftir að önnur þjóðbraut var lögð yfir norðanverða
heiðina til Þingvalla um 1930 var þessi leið aflögð að mestu og hlaut hún þá nafnið Gamli Þingvallavegurinn,“ rekur Tómas umhverfisstjóri.
Nú liggur fyrir að afla þurfi upplýsinga um minjarnar og síðan fá ráðgefandi álit Fornminjanefndar áður en málið er kynnt almenningi og á endanum lagt fyrir mennta- og menningarmálaráðherra til endanlegrar ákvörðunar um friðlýsingu eður ei.”

Heimildir:
-Tíminn 19. des. 1958, Íslandsferðin 1907, bls. 8.
-Gamlar götur-Konungskoman árið 1907, Örn H. Bjarnason – https://www.hugi.is/saga/greinar/130222/gamlar-gotur-konungskoman-1907/
-Örn H. Bjarnason. Konungskoman árið 1907. Heima er bezt 53. árg., 3. tbl., mars 2003, bls. 122-127.
-Fréttablaðið 7. maí 2019, Gamli Þingvallavegurinn fái veglegri sess með friðlýsingu, bls. 6.
-“Aukinn skilning mun hún færa oss, þessi Íslandsferð”, Þ. M. J – Heimsókn Friðrik VIII Danakonungs til Íslands 1907, rit Landsbókasafns Íslands 2007 – https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/9442/Konungskoma_%C3%ADslenska.pdf?sequence=1
-Morgunblaðið 4. ágúst 2007, Íslandsheimsókn Friðriks VIII. Danakonungs árið 1907, Lesbók Morgunblaðsins.

Friðrik VIII

Friðrik VIII. með ríkisþings- og alþingismönnum við Miðbæjarskólann í Reykjavík.

Gamli Þingvallevgur

Á vefsíðu FÍ 2019 er m.a. viðtal við Magréti Sveinbjörnsdóttur í tilefni af útgáfu Árbókar ferðafélagsins um “Mosfellsheiði – landslag, leiðir og saga“;

Árbók FÍ 2019

Árbók FÍ 2019.

„Eitt af því sem setur ímyndunaraflið af stað hjá mér þegar ég geng um Mosfellsheiði eru rústir sæluhúsanna sem þar er að finna. Eftir að hafa lesið frásagnir af hrakningum á ferðalögum og draugagangi í sæluhúsum er auðvelt að sjá fyrir sér dramatískar senur frá ferðalögum fyrri alda þegar fólk varð að komast af án GPS, GSM og goretex!“ Þetta segir Margrét Sveinbjörnsdóttir, menningarmiðlari frá Heiðarbæ og vefritstjóri á skrifstofu Alþingis. Hún er einn þriggja höfunda Árbókar Ferðafélags Íslands 2019, en bókin nýja hefur einmitt Mosfellsheiðina í háskerpu, landslag, leiðir og sögu.

Ferðafélag Íslands gaf út sína fyrstu árbók árið 1928 en hún hefur komið út árlega í óslitinni röð og er einstæður bókaflokkur um landið okkar og náttúru.

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort.

Mosfellsheiði er víðlent heiðarflæmi sem rís hæst 410 metra yfir sjávarmál í Borgarhólum sem eru kulnuð eldstöð. „Eldvirkni hefur verið víðar á háheiðinni enda er hún að stórum hluta þakin grónum hraunum,“ segir Margrét. „Víðfeðmir melar og móar, grashvammar og tjarnir setja einnig sterkan svip á heiðina. Fuglalíf er þar nokkuð fjölskrúðugt og ber þar mest á mófuglum. Endur og álftir verpa við heiðartjarnir og rjúpur og hrafnar sjást víða á sveimi.“

Árbók FÍ 2019

Höfundar Árbókar FÍ 2019; Jón Svanþórsson, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Bjarki Bjarnason.

Margrét reit árbókina nýju í félagi við þá Bjarka Bjarnason, rithöfund og smala á Hvirfli í Mosfellsdal en hann er einnig forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, og Jón Svanþórsson, rannsóknarlögreglumann og göngugarp í göngu- og útivistarfélaginu Ferlir. Þeir þekkja báðir mjög vel til á heiðinni eins og Margrét. Bjarki hefur ritað ýmislegt um sögu og náttúru Mosfellssveitar, þar á meðal heiðarinnar.

„Við Bjarki slitum barnsskónum hvort sínu megin heiðarinnar og höfum löngum smalað þar fé,“ segir Margrét, „farið þar í göngu- og reiðtúra og þekkjum vel til örnefna og sögu svæðisins.“

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði 1914 – kort; Jón Svanþórsson.

Hún bætir því við að Jón hafi á undanförnum árum gengið fjölmargar leiðir á heiðinni, rakið sig eftir vörðum og hnitsett þær sem skiptir verulegu máli varðandi það að tryggja ferðalög á nútímavísu. „Hann hefur talið um 800 vörður á heiðinni frá Þingvallavegi í norðri að Engidalsá vestan við Hengil í suðri. Langflestar þeirra standa við gamlar þjóðleiðir, þar af eru 100 vörður við Gamla Þingvallaveginn.“

„Í bókinni höfum við Bjarki og Jón lagt áherslu á að á heiðinni sé að finna leiðir við allra hæfi, það er einfalt og aðgengilegt að komast að flestum þeirra og í þeim tilgangi lýsum við nokkrum lykilstöðum, þar sem lagt er upp í ferðirnar og auðvelt er að skilja bíla eftir,“ segir Margrét.

Nýjar leiðir – troðnar leiðir – týndar leiðir

Þingvallavegur

Þingvallavegur dagsins í dag.

Þótt Mosfellsheiði blasi nú við fleirum en nokkru sinni – með býsna vinsælan akveg til Þingvalla, þá eru höfundar engu síður á því að heiðin sé vel falin útivistarperla í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Það er nú líka oft þannig að það þarf að horfa ögn betur á umhverfið en unnt er á rösklega hundrað kílómetra hraða til að uppgötva það sem allir í raun sjá – en enginn tekur eftir.

Um Mosfellsheiði liggja fjölmargar leiðir frá ýmsum tímaskeiðum Íslandssögunnar og hún er kjörinn vettvangur fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

 

Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn – ræsi og varða framundan.

„Ekki spilla síðan fyrir þær fjölmörgu sögur sem tengjast heiðinni og ferðum um hana frá fyrri tíð, en vegna þess að yfir Mosfellsheiði liggja leiðir til Þingvalla kemur heiðin við sögu í ferðalýsingum flestra þeirra erlendu ferðabókahöfunda sem hingað komu á fyrri öldum. Margir þeirra lýstu heiðinni sem endalausu flæmi af grjóti og þótti hún heldur tilbreytingalaus – en aðrir nutu kyrrðarinnar og þótti víðáttan heillandi,“ segir Margrét.

Kaffi Heiðablómið og Borgarhólar

Heiðarblóm

Heiðarblómið.

Yfirleitt er það nú þannig að þeir sem þekkja vel til í víðfeðmu landi eiga sér yfirleitt einhvern uppáhaldsstað, leynda perlu. „Sá staður á heiðinni sem kemur þeim sem ekki hafa komið þangað áður hvað mest á óvart eru Borgarhólarnir, gömul eldstöð úr grágrýti. Þar eru grösugir hvammar innan um lága kletta, gott útsýni, ljómandi gott skjól og alveg örugglega fyrirtakshljómburður. Þar langar mig að halda útitónleika með kórnum mínum, Söngfjelaginu, hver veit nema það verði einhvern tíma að veruleika,“ segir Margrét.

Skammt frá Borgarhólum var snemma á síðustu öld kaffihús uppi á miðri heiði við Háamel. Kaffi Heiðablómið hét þetta kaffihús sem var merkisberi nýrrar samgöngubyltingar og fól í sér bjartsýni á hreyfingu fólks milli staða. Það var danskur veitingamaður, Hartvig Nielsen að nafni, sem hóf þar veitingasölu sumarið 1913.

Gamli Þingvallavegur

Tóftir Heiðarblómsins.

„Hann var greinilega markaðsmaður, því hann valdi húsinu stað mitt á milli tveggja alfaraleiða; hinnar gömlu Seljadalsleiðar og nýja Þingvallavegarins sem svo var nefndur á þeim tíma,“ segir Margrét. Það er nú þannig að ekkert er eins forgengilegt og tískan og tíminn gerir það nýja óvenjuhratt að því gamla enda gengur nú Nýi Þingvallavegurinn undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn.

„Reksturinn lifði því miður ekki lengi, aðeins eitt sumar eða tvö. Rústirnar eru hins vegar ennþá vel sýnilegar. Ég myndi gefa mikið fyrir að geta ferðast rúm hundrað ár aftur í tímann og fengið mér þar hressingu!“

Bæklingurinn sem breytist í heila árbók

Mosfellsheiðarleiðir

Mosfellsheiðarleiðir.

Þegar vikið er að tilurð bókarinnar segir Margrét að upphaflega hugmyndin hafi verið sú að gefa út veglegt gönguleiðakort eða -bækling.
„Sú hugmynd hafði reyndar kviknað á tveimur stöðum á svipuðum tíma; í spjalli okkar Bjarka og Jóhannesar bróður míns, bónda á Heiðarbæ, í smalamennskum á heiðinni og í gönguferðum Jóns og Ómars Smára Ármannssonar í útivistarfélaginu Ferlir,“ segir Margrét.

„Síðan vildi svo vel til að leiðir lágu saman, einhverju sinni hringdi Jón í Bjarka til að spyrja hann um örnefni á heiðinni og upp úr því spjalli fórum við að ræða að snjallt gæti verið að leggja saman krafta okkar. Síðan eru liðin allmörg ár – ýmist á göngu þvers og kruss um heiðina, þar sem við höfum rakið okkur eftir misgreinilegum slóðum og vörðubrotum, eða heima yfir hinum ýmsu heimildum og kortum, á spjalli við staðkunnuga og þannig mætti lengi telja.“

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – gamla sæluhúsið við gömlu Seljadalsleiðina.

Margrét segir að hugmyndin hafi smám saman vaxið og þar hafi komið að þau sömdu við Ferðafélagið um útgáfu á gönguleiðabók með sögulegum innskotum og nokkuð ítarlegum inngangsköflum um jarðfræði, náttúru, vörður, vegagerð og sæluhús.

„Þegar við vorum að því komin að skila handritinu vorið 2017 varpaði framkvæmdastjórinn Páll Guðmundsson fram þeirri hugmynd að bæta í og skrifa heila árbók, sem kæmi út vorið 2019. Við þurftum nú aðeins að hugsa okkur um, ekki síst vegna þess að það þýddi að útgáfan myndi dragast um tvö ár – en auðvitað var þetta líka mikill heiður, því það hlaut að þýða að Ferðafélagið hefði trú á verkefninu.“

Mosfellsheiði

Sæluhúsið við “Gamla-Þingvallaveginn”.

Margrét, Bjarki og Jón voru þakklát traustinu og grófu meira í fortíðina og bættu á garðann. „Inngangskaflarnir voru auknir og endurbættir allverulega og fleiri köflum bætt við, þar til útkoman varð fullburða handrit að árbók.“
Margrét segir að seinni hluti handritsins, ítarlegar lýsingar á 23 leiðum með kortum, myndum og hnitum, hafi síðan orðið að bókinni Mosfellsheiðarleiðir sem komi út í kjölfar árbókarinnar. „Þó að megináherslan þar sé á lýsingar gönguleiða er leiðunum einnig lýst með tilliti til þeirra sem kjósa að fara ríðandi, hjólandi eða jafnvel á skíðum yfir heiðina.“

Ljósmyndir segja meira en mörg orð

Mosfellsheiði

Jón Svamþórsson í Gamla sæluhúsinu við Seljadalsleið 2014.

Gríðarlega fallegar ljósmyndir prýða nýju árbókina og segja þær meira en mörg orð. „Við vorum svo ljónheppin að fá til liðs við okkur ljósmyndarana Sigurjón Pétursson og Þóru Hrönn Njálsdóttur, sem hafa farið ótalmargar ferðir á heiðina til að ná réttu myndunum, í réttri birtu og frá réttu sjónarhorni,“ segir Margrét. „Sumum myndunum þurfti vissulega að hafa meira fyrir en öðrum, eins og til dæmis myndunum sem þau náðu loks eftir margar ferðir að greni í jaðri heiðarinnar; af tófu og yrðlingum.“
Jón Svanþórsson hafði ferðast um Heiðina um langt skeið með það að markmiði að staðsetja þar örnfni og minjar, auk þess sem hann hafði lagt mikla vinnu í að rekja hinar fornu leiðir um Heiðina.

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – Þrívörður.

“Í Árbókinni er einnig nokkuð mikið af eldri, sögulegum myndum, sem höfundar hafa aflað á ljósmyndasöfnum og víðar. „Þá höfum við notið sérfræðiþekkingar og áratugareynslu Guðmundar Ó. Ingvarssonar, sem sá um kortagerð fyrir báðar bækurnar. Ritstjórinn Gísli Már Gíslason braut um árbókina og hönnuðurinn Björg Vilhjálmsdóttir mun hanna gönguleiðabókina. Við höfum með öðrum orðum notið þess að hafa valinn mann í hverju rúmi.“

Öll heimsins vandamál leyst á góðri göngu

Þingvallavegur

Mælisteinn við gömlu Þingvallaleiðina.

„Ég átta mig betur og betur á því eftir því sem árin líða hversu mikilvæg óspillt náttúra er – og hvað útivera í náttúrunni gefur mér mikinn kraft og hugarró,“ segir Margrét um ást sína á ferðalögum á tveimur jafnfljótum. „Ég slaka óvíða jafn vel á og á göngu. Svo getur maður líka leyst öll heimsins vandamál á göngu, ýmist í samræðum við góða göngufélaga eða einn með sjálfum sér,“ segir rithöfundurinn.
„Það skiptir öllu máli að við verndum þá einstöku náttúru sem við erum svo lánsöm að hafa aðgang að hér á Íslandi – með hóflegri og skynsamlegri nýtingu, þannig að við skilum jörðinni í sama og helst betra ástandi til komandi kynslóða.“

Heimild:
-https://www.fi.is/is/frettir/mognud-mosfellsheidi-i-arbok-ferdafelagsins
-Mosfellsheiði í Árbók Ferðafélagsins, 30.04.2019.

Þingvallavegur

Uppgefinn bíll á gamla Þingvallaveginum.

Seljadalur

Ætlunin var að skoða Kambsrétt undir Kambhól, ganga austur Seljadal og reyna að finna og skoða Nesselið, sem þar á að vera í þverdal í norðanverðum dalnum. Á gömlu korti er selið staðsett ofarlega í þverdalnum.

Kambsrétt

Kambsrétt.

Guðjón Jensson, margfróður Mosfellingur, hafði haft spurnir af ferðinni á vefsíðunni og sendi væntanlegum þátttakendum eftirfarandi upplýsingar um Kambsréttina:
“Þessi dalur hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér enda ýmislegt að skoða þó ýmsu hafi verið raskað. Þarna í Dalnum var sel frá Viðeyjarklaustri og eg hef verið mikið að velta fyrir mér gegnum tíðina hvar það hafi verið. Klaustrið var rænt skömmu fyrir miðja 16. öld. Síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, endurreisti klaustrið og lagði lykkju á leið sína á flóttanum þaðan er hann frétti að kóngsmenn hyggðust ná honum. Ögmundur kom við í Viðeyjarseli, sjálfsagt til að líta eftir hvort allt væri ekki í besta standi. Hann var handsamaður nokkru síðar af Hjalla í Ölfusi sem kunnugt er. Viðey nánast hverfur úr sögunni næstu tvær aldirnar. Ég hef leyft mér að draga eftirfarandi ályktun:
Undir Viðeyjarklaustur voru 132 jarðir sem kóngsmenn sölsuðu undir sig við siðskipti. Allar þessar jarðir voru leigðar út og var mikið kapp á að fá sem hæsta leigu út úr bændum, leiguafgjöld auk þess sem lagt var á karlana ýmsar óbærilegar kvaðir í þágu Bessastaðamanna. Nú varð ekki lengur jafn mikil þörf hjá leiguliðanum og kotungaanum í Viðey að koma lítilfjörlegum búsmala sínum frá sér og allar götur upp í Seljadal. Þar haslaði hins vegar bóndinn í Nesi, sbr. Nessel og í Örnefnalýsingu Þormóðsdals er sagt að þar í Dalnum hafi verið selför frá Gufunesi.

Nessel

Nessel.

Eftir að starfsemin í Viðey leggst af, er þörfin á hinum miklu umsvifum klaustursins um vestanverða Mosfellsheiðina engin. Kóngsmenn hafa látið afskiptalaust þó bændur, leiguliðarnir byggðu sér fjárrétt úr grjótinu og einhver þægindi þarna í Dalnum, enda hefði það aftur betri möguleika að standa í skilum með afgjald jarðanna.
Mér finnst liggja fremur ljóst fyrir, að Viðeyjarsel hafi fyrrum verið þar sem nú eru rústirnar af Kambsréttinni. Þar er t.d. mjög stutt í rennandi vatn en seljabúskapur byggðist á greiðum aðgangi að góðu vatni til að tryggja gæði afurðanna.

Nessel

Dýjamosi við Nessel.

Í skriðunni skammt innan við Kambsréttina og undir Seljadalsbrúninni tjáði Jón á Reykjum mér fyrir löngu að þar væri tóugreni að finna. Aldrei hefi ég verið svo lánsamur að rekast á afkomanda frumbyggjans knáa á Íslandi, refinn í Dalnum en oft rekist á spor hans á vetrum á Heiðinni. Hins vegar hef eg talið mig hafa fundið stundum stæka lykt hingað og þangað um Dalinn enda merkir refurinn sér óðal sitt vel og vandlega.
Fyrir innan Kambsrétt á móts við Nessel eru fornar brýr yfir mýrina. Sögn er um að hún hafi verið gerð í tilefni konungskomunnar 1874 en að öllum líkindum er hún mun eldri enda lág hin forna þjóðleið eftir Seljadalnum endilangum frá
fornu fari, frá Reykjavík og austur á Þingvöll. Svo er auðvitað ekki langt úr leið að skoða stuðlabergið í grjótnámunni sem vonandi fær nú að standa en miklu stærra og fegurra stuðlabergstál var brotið niður hérna um árið. Það þarf að láta verktakann ganga vel frá þessu námi þegar starfsemin hættir”.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Sesselja Guðmundsdóttir hafði gengið í Nessel og skoðað það. Hún sendi þá eftirfarandi lýsingu: “Nesselið er eitt flottasta ef ekki flottasta selstæði sem ég hef séð. Var spöl fyrir innan það litla sem ég fann í gær, þ.e. nær Grímarsfellinu, inn í dalbotni sem snýr í suður, lokaður af af hálsum á þrjá kanta, kaldavermsl í bæjarhlaðinu, góður bæjarhóll og líklega stór hringlaga stekkur aðeins austan við, ekki þó fullvíst er svo vallgróinn. Stekkurinn óvenjustór, minnir frekar á fjárborg. Mannvirkin þarna að mestu úr torfi enda varla grjót að fá.”
Gengið var frá vegi norðan Silungatjarnar og eftir slóða áleiðis að Kambhól. Hóllinn er kambslaga og sést mjög vel. Handan hans er Seljadalur. Norðan við hólinn er Huldurhóll og sést hann einnig mjög vel. Á honum er varða. Hólar þessir eru greinilega úr stuðlabergi, en slík náma (sú sem Guðjón minntist á) er í hlíðinni ofan við Hulduhól. Gengið var upp í námuna og stuðlabergsmyndanirnar skoðaðar í návígi. Stuðlarnir voru ýmist láréttir eða lóðréttir í berginu.
Ástæða þess að stuðlar eru hornréttir á kólnunarflöt er sú að jafnhitafletirnir færast inn í efnið samsíða kólnunarfletinum, þannig að lagið sem brestur (til dæmis 500°C kólnunarflöturinn) er samsíða kólnunarfletinum, en sexhyrndu sprungurnar sem myndast eru hornréttar á hann.

Nessel-230

Nessel – grunnuppdráttur ÓSÁ.

Þá var gengið á Hulduhól og síðan niður með honum. Þá blasti Kambsréttin við. Hún hefur verið nokkuð stór og fallega hlaðin. Réttin var lögrétt Mosfellinga, en lagðist af upp úr 1850. Þá var réttin flutt í Árnakróka austan við Selvatn. Þar var hún til aldarmóta 1900 eða þangað til hún var flutt að Hafravatni. Þar er hlaðinn rétt austan við vatnið, fast við þjóðveginn.
Vegslóði gengur í gegnum miðja Kambsréttina. Hlaðinn er vegkantur með slóðanum og sennilega hefur grjótið verið tekið úr réttinni. Í raun er réttin sunnan undir Hulduhól, en Kambhóllinn blasir við skammt frá í suðvestri. Seljadalsáin rennur ljúf til vesturs sunnan hans. Ofan vegar eru tveir stórir dilkar, en neðan vegar er meginhluti réttarinnar. Vel sýnilegt er almenningur og dilkur, en neðan þeirra mótar fyrir gerði. Vestan almenningsins er lítill heillegur dilkur og vestan hans mótar fyrir gerði sem og hólfi sunnan þess. Líklegt er að þarna hafi verið mannvirki áður en réttin var hlaðin og ályktun Guðjóns um sel á þessum stað gæti hugsanlega staðist miðað við jarlægu minjarnar, sem þarna eru við réttina, einkum sunnan hennar og vestan. Teknir voru GPS-punktar og réttin rissuð upp.
Kíkt var á urðina ofan við réttina, en líklegt er að skolli hafi ekki komið þangað um nokkurt skeið.

Nærsel

Nærsel – uppdráttur ÓSÁ.

Þá var gengið inn með norðanverðum Seljadal. Dalurinn er sléttur og grasvænn. Hamraveggur lokar honum að sunnanverðu og Hrafnagil að austanverðu. Upp úr dalnum að norðanverðu gengur grösugur dalur. Framarlega í honum var komið að steinsteyptri stíflu í vænlegum læk. Svo virðist sem einhverjir hafi verið að reyna að stífla lækinn með það fyrir augum að fá þaðan gott vatn, en gefist upp við framkvæmdina. Í “stjórnhúsi” eru pípur og kranar.
Gengið var upp dalinn til norðnorðausturs, þvert á lækinn. Reyndar kemur lítill lækur ofan úr dalnum og sameinast þeim, sem fyrr var nefndur. Efst í grónum dal undir grónum grasbrekkum er Nessel, rétt merkt á hið gamla kort, sem haft var meðferðis. Selið er í skóli fyrir flestum áttum, enda hreyfðist ekki strá við það. Tóftin er þrjú rými, mjög greinileg. Lækur rennur sunnan við hana, en handan lækisins virðist vera eldri tóft. Hún gæti einnig hafa verið stekkurinn frá selinu, sbr. lýsingu Sesselju. Selið er á mjög fallegum stað og vel þess virði að ganga inn Seljadalinn og upp í selið. Þetta er u.þ.b. klukkustunda gangur frá Silungatjörn. Teknir voru GPS-punktar og selið rissað upp.

Nessel-231

Nessel – tilgáta ÓSÁ.

Gengið var upp fyrir selið og austur með brúnum Grímmannsfells (Grímarsfells), svo til alveg inn að Hrafnagili. Þaðan er útsýni stórbrotið yfir umhverfið í fjærsuðri. Sjá mátti þar allan fjallahringinn frá Stapafelli (Súlum) að Skeggja.
Í flagi neðan við selið mátti sjá flaghnoðra er gaf honum lit. Ofar var þvílíkt fagurgrænn litur á mosanum undan kaldavermslauppsprettunum að hjarta sérhvers framsóknarmanns myndi fyllast svo móðurlegri samkennd með landinu (að einum undanskyldum að vísu) að hugleiðingar um aðra mögulega nýtingu myndu gleymast með öllu.
Gengið var til baka niður að Nesseli og síðan til baka slóðann norðan við Seljadalsána. Þótt hún sé jafnan ekki mjög vatnsmikil er hún breið á köflum.
Stórkostlegt veður – sól, stilla og hiti. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Kambsrétt

Kambsrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Nessel

Ætlunin var að skoða Kambsrétt undir Kambhól, ganga austur Seljadal og reyna að finna og skoða Nesselið, sem þar á að vera í þverdal í norðanverðum dalnum. Á gömlu korti er selið staðsett ofarlega í þverdalnum.

Seljadalur

Vegur um Seljadal.

Guðjón Jensson, margfróður Mosfellingur, hafði haft spurnir af ferðinni á vefsíðunni og sendi væntanlegum þátttakendum eftirfarandi upplýsingar um Kambsréttina:
“Þessi dalur hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér enda ýmislegt að skoða þó ýmsu hafi verið raskað. Þarna í Dalnum var sel frá Viðeyjarklaustri og eg hef verið mikið að velta fyrir mér gegnum tíðina hvar það hafi verið. Klaustrið var rænt skömmu fyrir miðja 16. öld. Síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, endurreisti klaustrið og lagði lykkju á leið sína á flóttanum þaðan er hann frétti að kóngsmenn hyggðust ná honum. Ögmundur kom við í Viðeyjarseli, sjálfsagt til að líta eftir hvort allt væri ekki í besta standi. Hann var handsamaður nokkru síðar af Hjalla í Ölfusi sem kunnugt er.

Seljadalur

Ræsi á Seljadalsvegi.

Viðey nánast hverfur úr sögunni næstu tvær aldirnar. Eg hef leyft mér að draga eftirfarandi ályktun:
Undir Viðeyjarklaustur voru 132 jarðir sem kóngsmenn sölsuðu undir sig við siðskipti. Allar þessar jarðir voru leigðar út og var mikið kapp á að fá sem hæsta leigu út úr bændum, leiguafgjöld auk þess sem lagt var á karlana ýmsar óbærilegar kvaðir í þágu Bessastaðamanna. Nú varð ekki lengur jafn mikil þörf hjá leiguliðanum og kotungaanum í Viðey að koma lítilfjörlegum búsmala sínum frá sér og allar götur upp í Seljadal. Þar haslaði hins vegar bóndinn í Nesi, sbr. Nessel og í Örnefnalýsingu Þormóðsdals er sagt að þar í Dalnum hafi verið selför frá Gufunesi.
Eftir að starfsemin í Viðey leggst af, er þörfin á hinum miklu umsvifum klaustursins um vestanverða Mosfellsheiðina engin. Kóngsmenn hafa látið afskiptalaust þó bændur, leiguliðarnir byggðu sér fjárrétt úr grjótinu og einhver þægindi þarna í Dalnum, enda hefði það aftur betri möguleika að standa
í skilum með afgjald jarðanna.

Seljadalur

Kambsrétt.

Mér finnst liggja fremur ljóst fyrir, að Viðeyjarsel hafi fyrrum verið þar sem nú eru rústirnar af Kambsréttinni. Þar er t.d. mjög stutt í rennandi vatn en seljabúskapur byggðist á greiðum aðgangi að góðu vatni til að tryggja gæði afurðanna.
Í skriðunni skammt innan við Kambsréttina og undir Seljadalsbrúninni tjáði Jón á Reykjum mér fyrir löngu að þar væri tóugreni að finna. Aldrei hefi ég verið svo lánsamur að rekast á afkomanda frumbyggjans knáa á Íslandi, refinn í Dalnum en oft rekist á spor hans á vetrum á Heiðinni. Hins vegar hef eg talið mig hafa fundið stundum stæka lykt hingað og þangað um Dalinn enda merkir refurinn sér óðal sitt vel og vandlega.

Kambsrétt

Kambsrétt.

Fyrir innan Kambsrétt á móts við Nessel eru fornar brýr yfir mýrina. Sögn er um að hún hafi verið gerð í tilefni konungskomunnar 1874 en að öllum líkindum er hún mun eldri enda lág hin forna þjóðleið eftir Seljadalnum endilangum frá fornu fari, frá Reykjavík og austur á Þingvöll.
Svo er auðvitað ekki langt úr leið að skoða stuðlabergið í grjótnámunni sem vonandi fær nú að standa en miklu stærra og fegurra stuðlabergstál var brotið niður hérna um árið. Það þarf að láta verktakann ganga vel frá þessu námi þegar starfsemin hættir”.

Nessel

Nessel.

Sesselja Guðmundsdóttir hafði gengið í Nessel og skoðað það. Hún sendi þá eftirfarandi lýsingu.
“Nesselið er eitt flottasta ef ekki flottasta selstæði sem ég hef séð, í dalbotni sem snýr í suður, lokaður af af hálsum á þrjá kanta, kaldavermsl í bæjarhlaðinu, góður bæjarhóll og líklega stór hringlaga stekkur aðeins austan við, ekki þó fullvíst er svo vallgróinn. Stekkurinn óvenjustór, minnir frekar á fjárborg. Mannvirkin þarna að mestu úr torfi enda varla grjót að fá.”
Gengið var frá vegi norðan Silungatjarnar og eftir slóða áleiðis að Kambhól. Hóllinn er kambslaga og sést mjög vel. Handan hans er Seljadalur. Norðan við hólinn er Huldurhóll og sést hann einnig mjög vel. Á honum er varða. Hólar þessir eru greinilega úr stuðlabergi, en slík náma (sú sem Guðjón minntist á) er í hlíðinni ofan við Hulduhól.

Stuðlaberg

Stuðlaberg í Seljadal.

Gengið var upp í námuna og stuðlabergsmyndanirnar skoðaðar í návígi. Stuðlarnir voru ýmist láréttir eða lóðréttir í berginu.
Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunlögum og innskotslögum, láréttir í göngum en sem geislar út frá miðju í bólstrum.“ (Þorleifur Einarsson, Myndun og mótun lands).

Kambsrétt

Kambsrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Þá var gengið á Hulduhól og síðan niður með honum. Þá blasti Kambsréttin við. Hún hefur verið nokkuð stór og fallega hlaðin. Réttin var lögrétt Mosfellinga, en lagðist af upp úr 1850. Þá var réttin flutt í Árnakróka austan við Selvatn (sjá FERLIR-735). Þar var hún til aldarmóta 1900 eða þangað til hún var flutt að Hafravatni. Þar er hlaðinn rétt austan við vatnið, fast við þjóðveginn.

Vegslóði gengur í gegnum miðja Kambsréttina. Hlaðinn er vegkantur með slóðanum og sennilega hefur grjótið verið tekið úr réttinni. Í raun er réttin sunnan undir Hulduhól, en Kambhóllinn blasir við skammt frá í suðvestri. Seljadalsáin rennur ljúf til vesturs sunnan hans. Ofan vegar eru tveir stórir dilkar, en neðan vegar er meginhluti réttarinnar. Vel sýnilegt er almenningur og dilkur, en neðan þeirra mótar fyrir gerði. Vestan almenningsins er lítill heillegur dilkur og vestan hans mótar fyrir gerði sem og hólfi sunnan þess. Líklegt er að þarna hafi verið mannvirki áður en réttin var hlaðin og ályktun Guðjóns um sel á þessum stað gæti hugsanlega staðist miðað við jarlægu minjarnar, sem þarna eru við réttina, einkum sunnan hennar og vestan. Teknir voru GPS-punktar og réttin rissuð upp.

Nessel

Nessel; dæmigert sel á Reykjanesskaga – uppdráttur ÓSÁ.

Kíkt var á urðina ofan við réttina, en líklegt er að skolli hafi ekki komið þangað um nokkurt skeið.
Þá var gengið inn með norðanverðum Seljadal. Dalurinn er sléttur og grasvænn. Hamraveggur lokar honum að sunnanverðu og Hrafnagil að austanverðu. Upp úr dalnum að norðanverðu gengur grösugur dalur. Framarlega í honum var komið að steinsteyptri stíflu í vænlegum læk. Svo virðist sem einhverjir hafi verið að reyna að stífla lækinn með það fyrir augum að fá þaðan gott vatn, en gefist upp við framkvæmdina. Í “stjórnhúsi” eru pípur og kranar. Stíflan gæti einnig hafa verið ætluð til fiskeldiseflingar í Seljadalsá. Neðar í ánni er manngert lón er bendir til þess sama.
Gengið var upp dalinn til norðnorðausturs, þvert á lækinn. Reyndar kemur lítill lækur ofan úr dalnum og sameinast þeim, sem fyrr var nefndur. Efst í grónum dal undir grónum grasbrekkum er Nessel, rétt merkt á hið gamla kort, sem haft var meðferðis. Selið er í skóli fyrir flestum áttum, enda hreyfðist ekki strá við það. Tóftin er þrjú rými, mjög greinileg. Lækur rennur sunnan við hana, en handan lækisins virðist vera eldri tóft. Hún gæti einnig hafa verið stekkurinn frá selinu, sbr. lýsingu Sesselju. Selið er á mjög fallegum stað og vel þess virði að ganga inn Seljadalinn og upp í selið. Þetta er u.þ.b. klukkustunda gangur frá Silungatjörn. Teknir voru GPS-punktar og selið rissað upp.

Víkursel

Víkursel við Selvatn.

Í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson segir: „Að búskapur hefur verið mikill, má meðal annars sjá af því, að jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 1600, en hvar það sel hafi verið, er óljóst. Eptir sögninni um séra Gísla Einarsson, er síðar getur virðist svo sem selið hafi verið alllangt frá Vík, og hefur mjer helzt dottið í hug, að það hafi verið upp í Seljadal, því þar átti Nes í seli.“

Svo kemur sögnin um séra Gísla: „Dóttir Narfa [Ormssonar í Rvík] ein hjet Þórey, hún átti séra Gísla prest í Vatnsfirði Einarsson, bróðir Odds biskups. „Þótti sú gipting af ransandi tilhlaupi sjálfs hans. Reið um Mosfellsheiði um sumarið, gisti í Víkurseli. Smalamaður reið (Þetta bendir til, að selið hafi þá legið allfjarri, og orðið ´Mosfellsheiði´ bendir á, að selið hafi legið undir henni, í Seljadalnum, sbr. það sem áður er sagt) heim um nóttina, sagði bónda gestakomuna. Hann brá skjótt við, kom að selinu óhentuglega, þótti fleiri í sæng dóttur sinnar, heldur en von átti á. Sýndist gestinum skást afráðið, að lofa eigin orði.“ Þessi skemmtilega saga er tekin úr Ættartölu Steingríms biskups.

Nessel

Nessel – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var upp fyrir selið og austur með brúnum Grímmannsfells (Grímarsfells), svo til alveg inn að Hrafnagili. Þaðan er útsýni stórbrotið yfir umhverfið í fjærsuðri. Sjá mátti þar allan fjallahringinn frá Stapafelli (Súlum) að Skeggja.
Í flagi neðan við selið mátti sjá flaghnoðra er gaf honum lit. Ofar var þvílíkt fagurgrænn litur á mosanum undan kaldavermslauppsprettunum að hjarta sérhvers föðurlandsvinar myndi fyllast svo móðurlegri samkennd með landinu að hugleiðingar um sérhverja mögulega röskun myndi einungis vekja reiði. Lagfæra þarf umhverfi námusvæðisins.
Gengið var til baka niður að Nesseli og síðan til baka slóðann norðan við Seljadalsána. Þótt hún sé ekki mjög vatnsmikil er hún mjög falleg á köflum. Neðan við “Nesselsdalinn” er jarðbrú yfir mýri. Hún er á veginum er lagður var til Þingvalla á ofanverðri 19. öld.
Stórkostlegt veður – sól, stilla og hiti. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimild um stuðlaberg er af
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=796

Sel

Sel – tilgáta ÓSÁ.

Óttarsstaðasel

“Í fornöld tíðkuðust mjög selstöður á sumrum, og er víða í sögunum getið um sel og selfarir. Voru bæjarhúsin til aðgreiningar frá seljunum nefnd vetrarhús. Var stundum margt manna í seli og selin tvö, svefnsel og búr, og var þá annað haft til íbúðar, en hitt til matargerðar.

Mosfellsbær

Nessel.

Voru hér sumarhagar fyrir búfé og mjólkin höfð til smjörgerðar, skyrgerðar og osta. Voru nytjarnar fluttar heim jafn ótt og skyrið reitt í belgjum eða húðum og bundið fyrir ofan; voru slíkir belgir nefndir skyrkyllar. Munu flestir kannast við söguna af Gretti, er Auðun frændi hans flutti mat úr seli og sletti skyrkyllinum í fang Gretti, svo hann varð allur skyrugur; þótti honum það illt, því hann barst þá allmikið á í klæðaburði. Selstöður voru mjög nauðsynlegar í fornöld til hlífðar heimahögum, þar sem búfé var svo margt. Í selin fluttu menn að jafnaði um fráfærur, en úr þeim um réttaleytið eða í 22. viku sumars. Voru nákvæmar reglur settar um það í lögunum, hversu með skyldi fara er fé var rekið í sel eða frá.

Nessel

Nessel.

Geldfé var rekið á afrétt að sumrinu til, eins og nú tíðkast, og voru strangar reglur settar um beit í afréttum og notkun þeirra að öðru leyti. Mátti eigi gera sel í afrétt né heyja og eigi beita þangað öðru en geldfé, og lá við útlegð. Fé sitt skyldu menn reka á afrétt er 8 vikur voru af sumri, en úr afrétt er 4 vikur lifðu sumars. Réttir höfðu fornmenn tvisvar á ári, að vorinu til áður féð var rekið á fjall, og að haustinu til er afréttir voru smalaðar, og var hvorttveggja nefnt lögréttir”.

Efnið er úr Gullöld Íslendinga eftir Jóns Jónsson, alþýðufyrirlestrar með myndum, Reykjavík 1906, bls. 247-248.

Nessel

Nessel; dæmigert sel á Reykjanesskaga – uppdráttur ÓSÁ.

Illaklif

Árið 1677 segir í Hestaannál frá ókyrrleika af stuldi og ráni víða um land. “Urðu menn þá varir og vísir, að þjófar lágu á fjöllum uppi, og drápu naut og sauði sér til matar.” Talið er að útilegumenn hafi m.a. hafst við í helli í Illaklifi á Mosfellsheiði. Hellir þessi hefur í seinni tíð verið nefndur Gudnahellir-2Guðnahellir eftir Guðna Bjarnasyni (f: 1971) refaskyttu á Harðastöðum sem hefur legið þar á greni.
Á þessum slóðum gerðist mikil harmsaga laust eftir miðja 19. öld. Það var laugardaginn, hinn þriðja í Góu, árið 1857, er 14 vertíðarmenn úr Biskupstungum og Laugardal höfðu lagt upp á Mosfellsheiði frá Þingvöllum. Brast á iðulaus norðanhríð með grimmdarfrosti og slíku hvassviðri að vart varð stætt. Fimm vermannanna urðu úti við hól [hér eftir nefndur Vermannahóll] við Illaklif sunnan og ofan við Leirvogsvatn. (Sjá meira HÉR.)

Hóllinn fyrrnefndi er austast á Illaklifi. Á honum hafa verið settir steinar ofan á steina á nokkrum stöðum. Bautarsteinn stendur efst á hólnum. Þeir hafa reyndar verið tveir og er hinn fallinn á hliðina. Verðugt væri að merkja hólinn til minningar um þá sem þar urðu út árið 1857.
Gudnahellir-3Þarna gerðist mikil harmsaga. “Það var laugardagur, hinn þriðja í Góu, árið 1857, er 14 vertíðarmenn úr Biskupstungum og Laugardal höfðu lagt upp á Mosfellsheiði frá Þingvöllum. Veður var blítt um morguninn, frostlaust, en þung færð vegna snjóa.
Þegar þeir fóru frá Kárastöðum var slíkt þíðviðri að vatn draup af upsum, en þegar komið var vestur í Vilborgarkeldu brast skyndilega á iðulaus norðanhríð með grimmdarfrosti og slíku hvassviðri að vart varð stætt.
Vermennirnir kusu samt að freista þess að halda áfram í þeirri von að finna sæluhúsið vestan við Þrívörður eða ná til bæja í Mosfellsdal. Sæluhúsið fundu þeir ekki og héldu áfram meðan þróttur vannst, þó klæði þeirra, blaut eftir þíðviðrið og ösl í ófærðinni, frysi í stokk. Mennirnir voru flestir orðnir örmagna alllöngu fyrir dagsetur og grófu sig því fönn undir Illaklifi ofan við Leirvogsvatn, nema tveir sem gátu haldið sér uppréttum og vakandi alla næstu nótt. Hinir sofnuðu og féllu í ómegin, fennti í kaf og frusu fastir við snjóinn. Er leið að morgni tókst hinum vakandi að vekja félaga sína, sem enn voru lífs, og rífa þá upp úr snjónum. Voru 12 á lífi er dagaði.
Þá herti veðrið enn og létust Vermannaholl-21nú þrír í viðbót í höndum félags inna. Hinir brutust af stað og náðu fimm þeirra til bæjar í Bringum um miðjan morgun. Voru þeir svo þrekaðir að þeir gáðu ekki í fyrst að segja til þeirra sem ókomnir voru eða lágu dauðir uppi á heiðinni. En jafnskjótt og húsráðanda á Bringum varð ljóst hvað hafði gerst, sendi hann eftir hjálp á næstu bæi, en fór sjálfur að leita þeirra sem enn kynnu að vera á lífi. Fann hann tvo þeirra villta er drógu eða hálfbáru tvo örmagna félaga sína með sér. Annar þeirra dó þó í höndum þeirra. Fórust þannig sex af þeim fjórtán, sem lagt höfðu upp í byrjun og þeir sem af komust voru flestir kalnir til stórskemmda og urðu örkulma lengi, sumir ævilangt. Hinir látnu fundust daginn eftir og voru jarðsettir að Mosfelli.
Mennirnir fimm urðu úti við hól við Illaklif sunnan og ofan við Leirvogsvatn. Rennur lækur þar niður að Vermannaholl-22vatninu, sem sjaldan frýs. Fylgdi frásögn eftirlifanda að óneining hefði komið upp í hópnum hvert halda skyldi. Sá sem hraustastur var, þekkti vel til og best slapp úr hrakningunum iðraðist þess jafnan að hafa ekki yfirgefið hópinn strax up kvöldið og reynt að brjóast til bæja eftir hjálp. Þessi atburður sýnir vel hversu alvarlegar afleiðingar vondur útbúnaður og fáfræði á ferðalögum gat haft í för með sér þegar í harðbakkan slær. En hann getur líka verið þörf áminning um að ferðalög, um ekki lengri veg, geta verið varasöm ef ekki er allrar varúðar gætt og ferðabúnaður í góðu lagi. Auk þess má vel læra af honum þá lexíu að þegar allir vilja ráða för getur villan orðið þess meiri. Nauðsynlegt er að að láta þann ráða, sem mesta reynslu og besta þekkingu hefur á staðháttum.
Gudnahellir-4Mennirnir, sem létust, eru grafnir í einni röð í ómerktum gröfum undir kirkjuveggnum í Mosfellskirkju.”

Í Sögu Mosfellsbæjar er m.a. fjallað um útilegumenn í Mosfellssveit. Þar segir m.a. frá Guðnahelli í Illaklifi.
“Þess voru dæmi að fólk yfirgaf mannlegt samfélag og varð útilegumenn sem héldu sig gjarnan nærri mannbyggð. Árið 1677 segir í Hestaannál frá ókyrrleika af stuldi og ráni víða um land. “Urðu menn þá varir og vísir, að þjófar lágu á fjöllum uppi, og drápu naut og sauði sér til matar.” Ári síðar fundust Eyvindur Jónsson og Margrét Símonardóttir “við helli í Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit og lifðu við kvikfjárstuld, ” segir í Setbergsannál. Í Alþingisbókum segir að þau hafi fundist í einum helli suður undir Örfiriseyjarseli í Kjalarnesþingi og tekin þar með þýfi af nautakjöti og öðrum hlutum. Ekki er vitað hvar bólstaður þeirra var nákvæmlega en lítið er um hella í Mosfellsheiði sem nýta mátti sem mannabústaði. Helst hafa menn getið sér þess til að útlagaranir hafi búið í þessum hellisskúta undir Illaklifi sunnan við Leirvogsvatn. Hellirinn er um sjö metrar að lengd, fimm á breidd og lofthæð er víða innan við tveir metrar. Hann hefur í seinni tíð verið nefndur Guðnahellir eftir Guðna Bjarnasyni refaskyttu á Harðastöðum sem hefur legið þar á greni.

Guðnahellir

Guðnahellir.

 

Suður-Reykir

Í Jarðabókinni 1703 segir að á Suðurreykjum sé “selstaða góð”. Í örnefnalýsingu fyrir Suður-Reyki, eins og nafnið er nú skrásett, segir að “norðan undir Þverfjalli er Forarmýrin og norðan úr henni rennur Forarmýrarlækur.
Í Forarmýri sést Beitarhúsmóta fyrir áveitumannvirkjum sem einhver bóndi sem var á Reykjum skömmu fyrir aldamótin [1900] lét gera. Forarmýrarháls er vestan við og undir þeim hálsi eru Selbrekkur. Neðst í Selbrekkum var sel og sjást rústir þess enn”. Upplýsingar þessar virðast vera teknar úr Fornleifaskrá fyrir Mosfellshrepp, gerð af Þjóðminjasafni Íslands. Í skránni er selið ekki staðsett. Þá segir: “Norðan til við Selbrekkur er Fuglaþúfa á meldragi og skammt í austur frá henni eru tóftir af sauðahúsi. Hætt var að nota sauðahúsin að Suður-Reykjum um aldamótin [1900] og mun Finnbogi Árnason síðastur hafa notað þau”. Þetta kom m.a. fram í viðtali við Oddnýju Helgadóttur í október 1989.
Dalurinn ofan við Suðurreyki heitir Húsadalur. Nær hann inn að Forarmýri. Neðan frá mýrinni rennur Varmá niður dalinn Hún kemur úr Bjarnarvatni innan við Reykjaborg. Ýmsir þverlækir eru í dalnum. Skammt ofan við bæinn eru nokkur sumarhús umhverfis talsvert gil, sem þar er. Trjárækt hefur verið stunduð við bústaðina svo víða eru allhá tré.

SauðakofiÍ gilinu norðan megin við ána er skjólgóður hvammur. Skammt ofan við hann er gróin tóft. Líklega hefur þarna verið stekkur um tíma.
Húsadalurinn er vel gróinn, einkum að norðanverðu. Vestasti hluti dalsins hefur eflaust fyrrum verið framlenging á heimatúninu. Reykjafell er norðanvert og Reykjaborg sunnanvert. Hamrar hennar blasa við mót vestri. Vestan Reykjaborgar er Hádegisfell, lægra. Innar eru Þverfell að austanverðu og Bæjarfell að sunnanverðu. Milli Bæjarfells og Reykjaborgar er fyrrnefnt Bjarnarvatn.
Miðja vegu í dalnum eru rústir fjárhúsa (beitarhúsa). Annað er norðan við ána og hitt sunnan við ána. Síðarnefndu rústunum hefur verið raskað, en þó má enn sjá stærð þeirra og lögun sem og vegghæð, sem hefur verið óvenju mikil. Litlu A-laga húsi hefur verið komið fyrir í tóftinni með Suðurreykjaseltilheyrandi raski. Skammt norðaustar eru óreglulegar hleðslur, nokkuð stórar. Nyrst í þeim eru leifar af hlöðnu húsi. Þarna gæti hafa verið sauðhús og sauðagerði.
Fjárhústóftin norðan árinnar horfir mót suðri. Veggir eru grónir og standa. Vestan við og fast við hana er minna afhýsi með op mót suðri. Tóftin ber með sér að vera ekki mjög gömul; bárujárn hefur verið í þaki, a.m.k. undir það síðasta. Skammt ofar, fast við ána, hefur verið hlaðinn garður, nú gras- og mosavaxinn.
Og þá var bara að feta sig inn dalinn, yfir mýri, sem reyndar var frosin að þessu sinni, og upp að Selbrekkum þangað til Bæjarfellið var svo til beint í suður. Forarmýrarlækurinn kemur þar niður og sameinast Varmá. 

SuðurreykjaselSkammt ofan og utan við mótin eru tóftir selsins. Þær eru mjög grónar og ekki auðvelt að greina rýmaskipan í fljótu bragði, en þó má gera það með lagni. Meginhúsið, baðstofan, er austast, en utan í því að vestanverðu hafa verið eldhús og búr sitt hvoru megin við innganginn í baðstofuna. Allar dyr hafa verið mót vestri. Selið er vel staðsett í dalnum í skjóli fyrir austanáttinni eins og svo algengt var um selstöður á Reykjanesskaganum. Neðan (sunnan) við selið eru stekkjartóftir, aflangur til suðurs. Stekkurinn hefur verið nokkuð stór, en er nú gróinn. Ekki mótar fyrir hleðslum nema með rannsókn, líkt og í selstæðinu. Op var mót suðri.
Forarmýrinn er nú að gróa upp og er hin myndarlegasta starmýri. Vestari hluti hennar er slétt og ekki langt að bíða að hún verði að túni.
Vel mætti beita hestum á mýrina og opinbera þannig tóftirnar til frekari skoðunnar. Ljóst er að bóndinn á Suðurreykjum hefur viljað nýta aðstöðuna til hins ítrasta og því farið með selstöðuna svo fjarri bæ sem unt var, a.m.k. um tíma. Tóftirnar eru greinilega mjög gamlar.
Telja má líklegt að seinna hafi selstaðan verið færð neðar með ánni og þá væntanlega upp í fyrrnefnt gil þar sem skjól er svo að segja fyrir öllum áttum, góður hagi og óþrjótandi vatn.

TóftBeint upp af Selbrekkum, á berri melhæð er einmanna tóft. Horfir hún til norðvesturs. Tóftin, sem er gróin, er nokkuð heilleg og standa veggir t.a.m. enn. Ekki er gott að kveða á um hlutverk hússins, en það gæti þess vegna hafa verið sauðahús eins og segir í örnefnalýsingunni. Einnig gæti þarna hafa verið athvarf fyrir fólk á leið inn með Reykjafelli og niður með Norðurreykjaá í Helgadal og síðan í Reykjadal (Norðurreykjum). Berangur er nú umhverfis tóftina, en telja má líklegt að svæðið hafi verið mun grónara fyrrum.
Annars má telja líklegt að Húsadalurinn sé ekki mikið nýttur til útivistar þrátt fyrir fjölmargar áframhaldandi leiðir úr honum, s.s. til suðausturs að Bjarnavatni austan við Þverfell, yfir í Torfdal til norðausturs, til suðurs upp að Borgarvatni og áfram niður í Þormóðsdal eða til norðurs og niður með Norðurreykjaá, sem fyrr er lýst.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Suður-Reyki – 1991.Mýrarrauði

Gljúfrasteinn er nafnið á húsi skáldsins, Halldórs Laxness, ofarlega í Mosfellsdal. Húsið dregur nafn sitt af stórum grágrýtissteini skammt frá því.
Gljufrasteinn-1Þegar Halldór var að alast upp á Laxnesi þarna skammt frá tók hann tryggð við steininn eins og sjá má í frásögn hans, steininn minn helgi, sem hann ritaði 18 ára gamall: “Hvergi hef ég fundið bergmál við helgimáli hjarta míns nema í einum steini í heimahögum mínum. Aðeins í einum grásteini sem stendur uppá dálitlum hól og ber við himin í holtinu fyrir ofan bæinn heima.”
Í útvarpsviðtali löngu síðar var Halldór spurður að því hvort sú saga væri sönn að hann hefði skrifað söguna undir steininum. Skáldinu varð orðvant, en sagði síðan: “Nei, ekki var það nú, en sagan er góð og óþarfi að skemma góða sögu. Mér fannst alltaf eitthvað við stein þennan, hvort sem eitthvað hafi búið í honum eða ekki.”

Gljúfrasteinn

Gljúfrasteinn. Steinnin v.m. á myndinni.

 

Hamrahlíð

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Blikastaði í Mosfellshreppi segir m.a. um bæinn Hamrahlíð, sem nú er kominn í eyði:

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

“Jörð í Mosfellssveit, uppl[ýsingar] gaf þar Helga Magnúsdóttir, húsfreyja þar á staðnum. Fjallið fyrir ofan bæinn, austur frá bæ, heitir Hamrahlíð. Þar nokkuð norðarlega er skarð, klettalaust upp á fjallið, er blasir við, þegar komið er austan veginn.

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Þetta skarð heitir Kerlingarskarð, og eftir því, hve kvöldsett er, myndar skuggi klettanna karl eða kerlingu.
Neðan við þjóðveginn undir fjallinu og hitaveitustokkinn heitir Börð, og í þeim neðan þessa er klettahóll, sem sprengdur var burt og nefndur var Sauðhóll. Þar bjó huldufólk, og mýrin þar upp af, ofan við veginn, heitir Sauðhólsmýri. Efst í óræktaða landinu við afleggjarann heim að Blikastöðum stóð býli, sem hét Hamrahlíð. Þetta er utar og neðan við veginn. Þar nokkuð utar er svo beygja, sem nefnd var Alnbogi, og þar utar var önnur beygja á veginum, sem nefnd var Öxl.

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Þar neðar tók svo við nokkuð samfelldur flói niður að Blikastaðaá, og heim undir tún í þessari mýri eru þrír klettar (?) hólar, sem heita aðeins Hólar.”

Í athugasemdum og viðbætum Jónu Þorbjarnardóttur og Jóns Guðnasonar við handrit Ara má lesa eftirfarandi:
“Stórihnúkur er hæsta hæðin á Úlfarsfelli. Forarmýri nær frá ánni (Úlfarsá) upp að vegi. Hún var blaut, en nú búið að ræsa hana eitthvað. Kálfakotsgil, venjulega nefnt Gilið, en jörðin hét Kálfakot fram til um 1927.
Lambhagamelar eru fyrir ofan túnið í Lambhaga.

Úlfarsfell

Úlfarsfell.

Skyggnir heitir hraunhóll eða hólbarð ofan við melana. Austur af honum er Leirtjörn upp að fjalli, mikið leirflag á sumrum, en á vetrum tjörn.
Milli Grafarholts og Reynisvatns er Leirdalur.
Hamrahlíð heita hamrarnir norðan í Úlfarsfelli, rétt við veginn.”
Ekkert er minnst á kotbýlið í athugasemdunum.

Sagan af brauðinu dýra

Hamrahlíð

Guðrún Jónsdóttir.

Í Hamrahlíð bjó Friðrik nokkur sem sektaður var fyrir að stela kræklingabeitu og hýddur fyrir að stela dönskum spesíum. Þar bjó líka Jón hreppstjóri og dannebrogsmaður. Í Hamrahlíð fæddist dóttir hans, Guðrún Jónsdóttir vinnukona. Halldór Laxness gerði henni ógleymanleg skil í Innansveitarkróniku sinni og hún varð aðalpersóna í stuttri sögu hans: Sagan af brauðinu dýra. Samkvæmt henni lenti Guðrún í margra daga villum á Mosfellsheiði þegar hún var að sækja brauð fyrir húsbændur sína. Þótt svöng væri snerti hún ekki á brauðinu. Um ástæðu þess svaraði hún ungum Halldóri Laxness:

„Því sem manni er trúað fyrir því er manni trúað fyrir, segir þá konan,“ las Halldór Laxness í Ríkisútvarpinu 1978.”

Uppgröftur fór fram á Hamrahlíð á árinu 2022 – sjá meðfylgjandi myndir sem og frásögn

Heimildir:
-Örnefnastofnun, Kjósarsýsla, Mosfellshreppur; Blikastaðir – Ari Gíslason skráði.
-Örnefnastofnun, Kjósarsýsla, Úlfarsá, aths. og viðb. 1 – Mosfellshreppur; Samlesið G.Þ.G.
-https://www.ruv.is/frett/2022/10/26/kotbyli-grafid-upp-ny-byggd-vid-vesturlandsveg?term=fornleifa&rtype=news&slot=1

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Æsustaðir

Í “Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006” (Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands) segir m.a. um Æsustaðastekk:

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur.

„Vestan við Gleiðaskarð eru einkennilegir móbergsklettar, sem heita Katlar, en niður af þeim á háu melkasti heitir Katlaflöt, og enn neðar, niður á jafnsléttu, er Stekkur (veggjabrot af fornum stekk). Þar sem hann stóð, heitir Stekkjarflöt, og vestan við hana er Stekkjarholt“ (Ólafur Þórðarson). Í sömu heimild segir seinna: „Upp af Lambhúsaholti er klettahögg í fjallinu, sem heitir Nípa, utan í henni er gamall fjárslóði austur fyrir fjallið, neðar er Stekkjargata“ (Ólafur Þórðarson).
Stekkurinn er um 300 m í A-SA frá Æsustöðum og um 40-50 m ofan við (norðan við) veg sem hitaveitan lagði. Aflíðandi gras­geiri milli tveggja lágra hóla, hallar til N-NA. Gamall lækjarvegur rétt A við rústirnar. Aflíðandinn er framhald á NA hlíðum Æsustaðafjalls.

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur – úr skýrslu Þjóðminjasafnsins.

A: Stekkur. Að mestu hlaðinn úr grjóti. Stærð; um 9 m langur og 5 m breiður. Veggjahæð víðast um 40-50 cm. Liggur í N-S. Vestri langveggurinn styðst við brekkubrúnina, sem stekkurinn er byggður
meðfram. Hefur verið nægi­legt að hlaða innri brún þessa veggjar og fyllt svo upp í milli hans og brekkunnar. Inngangurinn er á miðjum N gafli. Stekknum er skipt í þrjú aðalhólf. Því innsta er svo skipt í tvennt. Suðurveggurinn (bakendinn) er að mestu úr torfi en með undirstöðu úr grjóti. Er rúst þessi allheilleg að sjá.
B: Einföld steinaröð sunnan við stekkinn, aftan við bakendann og myndar ásamt honum einskonar kró. Einungis er um eina steinahæð að ræða. Hlutverk óvíst.
C: Um 4-5 m austan við stekkinn sér fremur óljóst móta fyrir ferningslaga rúst. Liggur hún nokkurn veginn í A-V og er um 5 x 5 að stærð að innanmáli. Veggjaleifarnar eru mjög grónar og er hæð þeirra, þar sem hún er hæst, um 20-30 cm en lítið eitt hærri þó að norðanverðu.

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur og nágrenni.

E og D: Við hlið C, að norðanverðu, mótar fyrir útlínum tófta en svo ógreinilegar eru þær að erfitt er að sjá lögunina. E er næstum samsíða C. Hún gæti verið svipuð að stærð og C. D er um 3-4 m norðan C. Virðist þetta vera minnsta tóftin. Í henni miðri er hola, 40 cm djúp eða svo. Hlíf Gunnarsdóttir, húsfrú, Æsustöðum, segir að lambakró eða kofi hafi staðið þar sem C, D og E eru. Hefur hún það eftir Þórði tengdaföður sínum sem bjó á Æsustöðum.
Telur skrásetjari að C, D og E gætu e.t.v. hafa verið þrjú lítil hús, samsíða að mestu, er sneru fram­göflum í SV-V. Ólíklegt er að lambakró eða kofi hafi verið jafnstór og C.
Af C, D, og E kemur D líklegast til greina sem lambakofi við fráfærur. Hlíf segir að hætt hafi verið að nota stekki um 1925.

Ólafur Þórðarson

Ólafur Þórðarson frá Æsustöðum (Varmalandi).

B, C, D og E standa á lágri upphækkun, sem kalla mætti hól, e.t.v. rústa­hól. Rústahóll er réttnefnið á svæði því sem áðurtaldar tóftir standa á. – Leifar af girðingu eru ofan á V-brún stekkjarins. Sést að svæði þetta hefur allt verið afgirt og líklegast notað sem tún. Um 50-60 m austur af rústunum er túnblettur eða hæð, sem kallast Gunnubarð, skv. frásögn Hlífar Gunnarsdóttur á Æsustöðum. „Gunna stóra“, sem Laxnes segir frá í Innansveitarkróníku sinni, hafði blett þennan til afnota til að heyja handa reiðhesti sínum.

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur – tóftir austan við stekkinn.

Framan við vesturlangvegg A-stekkjarins er garður. Hann er framhald þessa veggjar. Hefur verið hlaðinn til að stoppa féð af við innrekstur (Ágúst Ó. Georgsson).
Hætt var að nota stekkinn um 1925. Fært frá í honum (Hlíf Gunnarsdóttir, Æsustöðum , viðtal 21.7. 1980, Ágúst Ó. Georgsson tók).
Í athugasemdum og viðbótum við Örnefnalýsingu er haft eftir Ólafi Þórðarsyni (f. 22. janúar 1904): „Þar sem Stekkur var, markar enn fyrir grjóthleðslu. Ólafur man vel eftir fráfærum; hann telur, að hætt hafi verið að færa frá einhvern tíma á árunum 1910-1915“.

Heimildir:
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006 – Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands, bls. 213.
-Ágúst Ó. Georgsson. Fornleifaskráning í Mosfellssveit 1980-1982. Skráningarbækur Þjóðminjasafnsins.
-Ólafur Þórðarson. Örnefnalýsing Æsustaða. Örnefnastofnun Íslands 1968. Ólafur Þórðarson. Athugasemdir og viðbætur við Örnefnalýsingu Æsustaða. Örnefnastofnun Íslands 1983.

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.