Færslur

Leirtjörn

Gengið var eftir Seljadalsvegi til austurs undir sunnanverðu Búrfelli.

Búrfellskot

Búrfellskot – uppdráttur ÓSÁ.

Ætlunin var að fylgja veginum upp fyrir tóftir Búrfellskots og inn fyrir norðanverða Leirtjörn, ganga síðan suðurfyrir tjörnina, líta á Miðdalsstekk og halda síðan áfarm að upphafsstað. Vegurinn svonefndi er gömul gata er lá frá Reykjavík upp með Hafravatni og áleiðis til Þingvalla. Hann er vel greinilegur á köflum, t.a.m. í Seljadal. Þar liggur hann í gegnum gamla hlaðna rétt sunnan undir Kambhól, Kambsrétt. Slóðinn er flóraður á þessum kafla. Þessi gata var lögð á seinni hluta 19. aldar og var um tíma aðalvegurinn til Þingvalla eða þangað til gamli Þingvallavegurinn var lagður í tilefni af koungskomunni 1907. Í örnefnalýsingu fyrir Miðdal segir m.a.: “… norður að gamla-Þingvallavegi er Rjúpnaás heitir. Austur af Rjúpnaás er Efri-Djúpidalur, sá konunglegi dalur; árið 1907 sá faðir minn Einar Guðmundsson í Miðdal að öllu leyti um aðbúnað og móttöku Friðriks VIII, Danakonungs á leið sinni til Þingvalla. Var dalurinn allur flöggum prýddur, byggður var eldhússkúr en matarveisla í tjaldbúðum. Fékk faðir minn lof fyrir stundvísi og aðbúnað allan.”
Þegar lagt var af stað komu fram vangaveltur um örnefnið Búrfell.
Mörg fjöll á Íslandi bera sama nafn eins og Mælifell, Sandfell og Búrfell. Það er augljóst hvers vegna fjöll heita Sandfell og talið er að Mælifell heiti svo m.a. af því að þau helmingi ákveðna ferðamannaleið. En hvers vegna ætli fjöll heiti Búrfell? Það fyrsta sem kemur væntanlega upp í hugann er búrhvalur því ef litið er á mynd af slíku dýri þá eru ákveðin líkindi með útliti hvalsins og sumum Búrfellum einkum þeim sem eru stapar. Þar sem fjöllin þykja oft lík að lögun hefur stundum verið talað um Búrfellslag eða Búrfellslögun fjalla. Það er til önnur skýring á nafninu og hún er sú að það tengist matargeymslu eða eins og segir á vef Örnefnasafns Stofnunar Árna Magnússonar (sjá http://www.ornefni.is/) „og þá helst stokkabúr, sem voru reist á lóðréttum bjálkum upp frá jörð svo að dýr kæmust ekki í þau, öðru nafni stafbúr.“ Sum Búrfellin eru kölluð Matarfell af sjó svo sem Búrfell á Snæfellsnesi og Búrfell í Reykjarfirði á Ströndum en Búrfell á Gnúpverjaafrétti er kallað „fjallið fyrir innan Heklu“ og Búrfell á Tjörnesi er kallað Kistufell. Ástæða þess er sú að sjómenn trúðu því að ef þeir nefndu Búrfell á nafn gætu þeir egnt á sig búrhvalinn. Þetta voru því svokölluð varúðarnöfn. Talið er að það séu a.m.k. 47 fjöll hér á landi sem bera nafnið Búrfell. Á sama hátt mætti tíunda um örnefnið Leirtjörn því þær eru fjölmargar hér á landi. A.m.k. þrjár eru t.a.m. svo til nágrannar á umræddu svæði, ef einungis er tekið mið af landakortinu. 

Búrfellskot

Búrfellskot.

Tóftir Búrfellskots eru enn greinilega ofan við gamla veginn, sem hefur legið svo til í gegnum hlaðið á kotinu. Búrfellskot er merkt í eyði suðvestan undir Búrfelli. Þar er Leirtjörn suðaustur af og Hafravatn vestan. Ekki er minnst á kotið í Jarðabókinni 1703, en þar er hins vegar fjallað um Búrfell. Það var önnur hjáleiga af tveimur frá Miðdal. hin var Borgarkot. Undir það síðasta var Búrfell nafn á húsi, sem var rifið í kringum 1980. Grunnurinn sést enn neðan og suðvestan við Búrfellskotið, sem hér er fjallað um
Um Búrfell, sem þá er sennilega sama og Búrfellskot, segir m.a.: “Nú í eyði og hefur í eyði legið hjer um 8 ár. Fóðrast kunnu ii kýr og ekki meira. Torfskurður til húsa og eldiviðar var nægur. Þessi hjáleiga var fyrst það menn vita uppbyggð fyrir vel 20 árum, þar sem menn meina að fyrir lángri ævi muni býli hafa verið, og veit þó enginn til þess annað, en hvað fornar girðingar og húsabrotaleifar, sem þar voru fyrr en nú að nýju var uppbyggt, sýna fornrar byggðar merki. Lagðist þetta kot mest í eyði fyrir óbærilegum átroðningi þjóðgötu, sem þar liggur í gegnum túnið, og er þetta kot ekki þess erfiðis vert, sem kosta vildi að gjöra þar bygð að nýju, sá ágángi ferðamann gæti af hrundið og þykir því ei aftur byggjandi.”
Samkvæmt framansögðu mun Búrfell eða Búrfellskot hafa byggst um 1680, upp úr fornum leifum. Kotið var, skv. örnefnaskrá, gháleiga frá Miðdal.
Á einni torfunni, sem rís nokkuð hátt í neðri hlíðum fellsins, eru tóftirnar, nú grónar og orðnar nokkuð jarðlægar. Neðan við þær liggur grannur gróinn vegur til austurs upp skáhlíðina, áleiðis inn að Leirtjörn. Hann er víða horfinn beggja vegna. Neðan hans er önnur gömul gata, eldri, sennilega aflögð reiðleið. Efri vegurinn virðist geta hafa verið vagnvegur, a.m.k. manngerður.
Þegar tóftirnar eru gaumgæfðar má sjá móta fyrir þremur rýmum í megintóftinni. Erfitt er að greina fleiri hús, en svæðið allt um kring er mjög grasloðið og stórþúfótt. Vottar fyrir rými vestan við tóftina. Ofan við rústina er greinilegur lítill garður, einnig gróinn. Austur og norðurveggurinn sjást greinilega, en engar hleðslur. Ofan við norðausturhornið er hvylft inn í brekku. Sunnan við hana og austan við garðinn gæti mótað fyrir lítilli tóft.
Megintóftin er með tveimur sæmilega góðum rýmum og þá virðist hafa verið rými framan við vestara rýmið, þar sem hafa verið dyr er vísað hafa til suðvesturs, niður hlíðina, að veginum.
Seljadalsvegur, brúin (t.h.) og Leirtjörn fjærAf koti að vera hefur það verið mjög lítið og einfalt að allri gerð, ólíkt kotum t.d. á Sléttunni og víða annars staðar, sem voru jafnan margflóknari. Hins vegar bera tóftirnar yfirbragð selshúsa, en garðurinn fyrir aftan þær tengir þær frekar kotbúskap. Slíkur garður, fast við hús, eru sjaldgæft í seljum á Reykjanesskaganum (landnámi Ingólfs). Þeir þekkjast þó, s.s. í Brunnastaðaseli og Helguseli, en þar er hann minni og er að öllum líkindum leifar af stekk. Ekki er með öllu útilokað að garðurinn hafi fyrrum verið hluti af stekk við selshús, en ýmislegt bendir til þess að þá hafi þau vaxið upp úr seli og garðurinn verið notaður til matjurtargerðar við lítið örreitiskot þarna í hlíðinni.
Fleiri mannvirki gætu verið falin þarna á þúfnablettum. Vatn er í Seljadalsánni, Leirtjörn og Hafravatni, en vatnsgangurinn hefur þá jafnan verið til drjúgur.
Frá þessum stað hefur varðveist eftirfarandi þjóðasaga: “Í Búrfellskoti undir sunnanverðu Búrfelli voru bræður tveir með móður sinni; hétu þeir Bikar og Bolli. Þar handan við Búrfellsháls undir Búrfellsbrekku, skammt frá bænum, var lítið vatn, og í því mikil silúngsveiði. Þegar móðir þeirra eltist og hætti bústjórn, skiptu þeir bræður landi með sér, og hlaut Bikar fremri hlutalandsins, þar sem Bikar-Hólar [eyðibýlið Hólar er þarna skammt vestar] eru nú, og dregur bærinn nafn af honum. En Bolli byggði upp kotið efri jaðrinum, þar sem nú er eyðibýlið Bollastaðir (Búrfellskot). 

Leirtjörn og Nykurtjörn neðst, en Seljadalsvegurinn ofar (rauður)

Móðir þeirra bræðra fylgdi Bolla syni sínum. Ekki leið á laungu, áður þeir bræður fóru að deila um veiðina í vatninu; vildi Bolli hafa hana hálfa, en Bikar spillti veiðinni fyrir bróður sínum, því hann vildi einn eiga veiðina alla, og fór Bolli halloka fyrir ofsa hans. Varð þá móðir þeirra bræðra svo reið, að hún lagði það á, að vatnið skyldið þaðan í frá verða fúlasta leirtjörn meðan þeir lifðu, sem ekkert kvikindi þrifist í, og svo varð síðan. Óx þar síðan lítið annað en stargresi. Aftur hefur úr ræst því tjörnin er nú hin myndarlegasta.” Líklegra er hér fremur um flökkusögu að ræða en þjóðsögu því sambærilegar sögur eru til víðar um land.
Áfram var gatan rakin inn með sunnanverðu Búrfelli uns komið var að mýrarhafti. Um það rann lækur úr Leirtjörn og er steinhlaðin brú yfir mýrina og lækinn (ein af fjölmörgum óþekktum fornleifum á Reykjanesskaganum). Handan brúarinnar liggur gatan í sneitðin til norðausturs með lágum hól. Ofan hans stefnir gatan að Kambshól í miðhafti Seljadals.
Næstu vötn við Leirtjörn eru Silungatjörn að austan og Krókatjörn að sunnan. Norðan við hina síðarnefndu er Nykurtjörn, minni en hin vötnin. Gengið var til suðvesturs með austanverðri Leirtjörn. Um er að ræða mýrarfen að mestu. Skoða þarf betur austurjaðar gróninganna því undir hæðarbrúnum gætu leynst fornar tóftir. 

Stekkur við sunnanverða Leirtjörn

Sunnan við tjörnina er hlaðinn tvískiptur stekkur með leiðigarði, sem einnig hefur verið notað sem fjárrétt. Stekkurinn er heillegur og því líklegt að hann hafi verið notaður við fráfærur frá Miðdal eftir að seljabúkapur lagðist niður skömmu fyrir aldarmótin 1900. Mannvirkið lætur lítið yfir sér, en er engu að síður fallegt þar sem það kúrir undir gróinni skriðu Gildrudalsáss. “Þar á sléttri klöpp voru refasteinsgildrur, en enskir hermenn stálu þeim í skotbyrgi”, eins og segir í örnefnalýsingu.
Sesselja Guðmundsdóttir gekk um þessar slóðir fyrir skemmstu sbr.: “S
krapp í bláber og gekk hluta gamla Seljadalsvegarins. Gaman að sjá aftur gömlu brúna yfir mýrina við Leirtjörn, ofan Búrfells. Tók nokkrar myndir. Nú er verið að hamast við að skemma hæðina fyrir ofan Miðdalshúsið, verðið að flytja þangað útmokstur í stórum stíl úr einhverjum gripahúsum þannig að heiðargróðurinn fer undir draslið sem og gamla þjóðleiðin að hluta, arfinn kominn í stað fjölbreytilegs lynggróðurs! Einnig búið að leggja jeppavegi þarna út og suður fyrir hrossaútgerð. Eitt hrossið var svo aðgangshart að það beit í bakpokann minn (sem ég var með á bakinu) og hékk þar lengi! Allt á fallanda fæti í heimi hér!”
Rétt er að geta þess að til að komast eftir vegarslóða upp með sunnanverðu Búrfelli þarf að fara í gegnum þrjú hlið. Fremsta hlið er læst með keðju (lykillinn er undir steini hægra megin við hægri hliðstólpann), en hin eru krækt aftur. Hliðin virðast vera þarna í tvennum tilgangi; annars vegar til að koma í veg fyrir akstur að nýlegum borunarsvæðum væntanlegra gullgrafara, en gamlar gullnámur eru í norðanverðu Búrfelli, og hins vegar til að koma í veg fyrir að fólk geti séð hvernig ofanvert landið hefur verið lítilsvirt, sbr. frásögn Sesselju. Miðað við umfang framkvæmdanna þar hafa þær eflaust verið háðar umhverfismati.
Framundan er gönguferð um gamla Seljadalsveginn framhjá Búrfellskoti, inn með Leirtjörn norðnverðri og upp í Seljadal að Nærseli. Þar verður vent til vesturs og stefnan tekin á Þormóðsdal og gömlu gullnámurnar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mínútu.
(Heimild m.a. örnefnalýsing fyrir Miðdal).

Miðdalsstekkur við sunnanverða Leirtjörn

Laufdælingastígur

Í bókinni “Mosfellsbær – saga í 1100 ár”, bls.177 stendur: “Fyrrum lá Laufdælingastígur  frá Vilborgarkeldu meðfram sýslumörkum við Árnessýslu suður að Lyklafelli”.
Laufdaelingagata-1Í “Reiðleiðir í Árnessýslu” segir: “Þarna eru sýslumót Kjalarnesþings og Árnessýslu, ræður svo Laufdælingastígur sem lá vestur eftir heiðinni allt að Lyklafelli”.

Laufdælingar, gæti það hafa verið “Laugdælingar”?
Hefur þú heyrt um að Stóra Reykjafell hafi verið  kallað Sandhalahjúkur?
Jón Pálsson Skrifar í “Austantórum” um Lágskarðsveginn „Þegar beygt er norður að Kolviðarhóli, við suðvesturhornið á Sandhalahnjúki“.

“Við Lucy gengum í dag frá Nesjavallavegi eftir sýslumótum upp á há Mosfellsheiði. Fundum fljótlega götur sem lágu um graslautir upp á heiðina sem ég held að sé Laufdælingastígur. Vörður voru við götuna og svo aðrar sem ég held að séu á sýslumótum. Snérum svo við sniðhallt við Borgarhóla.

Tók myndir af hleðslu við Helgutjörn. –Kveðja Jón Svanþórsson.”

Laufdaelingagata-2

Þegar FERLIR skoðaði Laufdælingastíg mátti sjá hvar hann liggur upp frá norðaustanverðu Lyklafelli og síðan um gróninga upp austanverða heiðarbrúnina þar sem hún lækkar til austurs og verður svo til að móaflatneskju milli hennar og Dyrfjalla (Sköflungs). Á leiðinni eru nokkrar vörður og vörðubrot. Stefnuvarða er á efsta hól þegar gengið er til norðausturs og önnur, síður veglegri, á lægri rana út úr suðaustanverðum hólnum. Eftir það liggur leiðin um móa og gróninga með stefnu á hæsta hólinn í austanverðri heiðinni. Frá honum hallar landið niður til norðurs. Þegar niður fyrir hólinn er komið sést varða eftst á honum. Hefur hún átt að vera mönnum vegvísir á suðvesturleiðinni. Önnur leið, mun sléttari, liggur litlu austar og á hún eflaust átt að spara fótinn á leiðinni suður. Eftir að halla tekur til norðurs liggur leiðin sem fyrr um gróninga svo til alla leið niður að Vilborgarkeldu.

Laufdælingastígur

Laufdælingastíkur – ÓSÁ.

Lyklafell

Einn FERLIRsfélaganna, Jón Svanþórsson, hafði verið að skoða “Austurleiðina” svonefndu (Hellisheiðargötuna), þ.e. hina fornu leið frá Reykjavík austur um Hellisskarð, Helluheiði og áfram austur um sveitir (og öfugt). Leiðirnar voru reyndar fimm, en athygli hans hefur sérstaklega beinst að leiðinni frá Elliðakoti (Helliskoti) yfir á Bolavelli (Hvannavelli) að Draugatjörn annars vegar og að Dyraveginum hins vegar.
GatanFyrrnefnd gata er vörðuð norðan við Nátthagavatn og ofan Lyklafells. Austar greinist gatan í annars vegar um Dyraveginn og hins vegar um hina fornu leið um Hellisskarð. Mikil umferð hefur verið um þessar leiðir fyrrum, en þrátt fyrir það virðast þær bæði gleymdar og tröllum gefnar. Ætlunin var að reyna að rekja Austurleiðina frá Nátthagavatni (Elliðakoti) að gatnamótum Dyravegar norðaustan við Lyklafellið. Þar eru gatnamót. Liggur önnur Austurgata þar til vesturs sunnan við Lyklafellið áleiðis niður að Lækjarbotnum. Ætlunin er að reyna að rekja hana fljótlega.
VarðaHaldið var upp frá Elliðakoti. Gamla gatan er ekki auðrakin í fyrstu. Í raun eru leiðirnar þarna tvær; sumargata og vetrargata. Sú síðarnefnda er vörðuð og liggur á hryggjum. Margar varðanna eru þó fallnar. Vetrarleiðin er ávallt sunnan við sumarleiðina, sem liggur, líkt og aðrar gamlar þjóðleiðir, aflíðandi og nánast hvergi yfir hæðir eða hryggi. Vörðurnar á vetrarleiðinni sjást vel af sumarleiðinni, en þó síst þar sem fjarlægðin er mest norðan Lyklafells.
Í fyrstu virtist gatan liggja austar en raunin varð á. Ástæðan var sú að vörðunum var fylgt í fyrstu, en það leiðréttist á bakaleiðinni. Þegar komið var inn á götuna við “pípuveginn nýja” mátti auðveldlega rekja hana upp að vatnsbóli í Miðdalsheiðinni (sem nú var þurrt).
AusturleiðinÞaðan lá hún áfram upp heiðina til austurs með norðan hallanda. Farið var yfir brú á mikili sprungu og götunni síðan fylgt upp fyrir Lyklafellið. Þar eyddist gatan, en fannst aftur. Ofar er hið ágætasta vatnsból með aðliggjandi götum. Varða (Lykilvarða) bendir á vatnsbólið, sem virðist afskekkt og úleiðis.
Þegar götunni var fylgt til baka áleiðis að Elliðakoti var auðveldara að sjá leguna. Ofan við brúna á gjánni er um 90° beygja sem og neðan við hana, í öfuga átt. Þaðan liggur gatan sem leið liggur niður hallandann. Hlið á girðingu er afvegaleiðandi því gatan liggur í sneiðing svolítið norðar og þaðan niður fyrir neðasta holtið ofan við brúnirnar ofan Elliðakots. Þar kemur gatan niður í sneiðinginn fyrrnefnda ofan við kotið.

Varða

Í Lesbók Morgunblaðsins 1973 segir Árni Óla m.a. um austurleiðirnar: “Hjá Fóelluvötnum og upp undir Lyklafell var um aldaraðir áningarstaður þeirra, sem fóru milli Innnesja og Suðurlands-undirlendisins og ferðuðust annaðhvort fótgangandi eða á hestum. Og þaðan lágu fjórar leiðir “austur fyrir Fjall”. Syðst var Ólafsskarðsleið, sem byrjaði í skarði milli Sauðadalshnúks vestri og Ólafsskarðahnúka, skammt fyrir ofan Vífilsfell. Þegar sú leið var farin austur, var komið niður að Litlalandi eða Hlíðarenda í Ölfusi. Næst var svo: Þrengslaleið og þar er nú kominn akvegur. Þriðja leiðin var um Lágaskarð úr Hveradölum og farið fyrir austan Stóra-Meitil og var þá komið niður að Hjalla eða Hrauni í Ölfusi. Fjórða leiðin var svo um Hellisskarð hjá Kolviðarhóli og var þá komið niður að Reykjum í Ölfusi.

Varða

En skammt fyrir norðan Lyklafell lá svo alfaraleið um Dyraveg og það var komið niður hjá Nesjavöllum í Grafningi. Sú leið taldist vera yfir Mosfellsheiði. Var þarna aðalvegur þeirra, sem bjuggu í uppsveitum Árnessýslu er þeir ferðuðust til byggðanna við Faxaflóa.”
Lyklafellið er áberandi kennileiti í heiðinni. Björn Bjarnason í Grafarholti taldi að Lyklafell hefði fyrrum heitið Litlafell, en afbakast í framburði. Í Lesbók Morgunblaðsins 1979 er fjallað um Lyklafellið og fleira á þessum slóðum. “Fyrrum lá leiðin milli Reykjavíkur og sveitanna fyrir austan fjall, yfir Hellisheiði, um Hellisskarð (Uxaskarð, Öxnaskarð), hjá Kolviðarhóli, meðfram Lyklafelli og niður hjá Elliðakoti í Mosfellssveit. Þetta var áður en akvegurinn var lagður um Lækjarbotna, Fossvelli, Sandskeið og Svínahraun að Kolviðarhóli. Það gerðist á síðustu áratugum 19. aldar. Í þetta sinn göngum við eftir þessari gömlu leið, frá Lyklafelli að Elliðakoti.

Brúin

En hvernig standi á þessu nafni. Menn hafa greint á um það og þekki ég tvær sögur. Sú fyrri segir, að einhverju sinni hafi verið bryti í Skálholti er hét Ólafur. Bar hann alla lykla staðarins á sér, en þeir voru á einni kippu. Honum sinnaðist við ráðskonuna, en þar sem hún kunni nokkuð fyrir sér, tryllti hún Ólaf, svo hann tók á rás og hljóp vestur fyrir Hellisheiði að Lyklafelli með alla lykla staðarins á sér Þar týndi hann kippunni. Hún fannst þar löngu síðar og var fellið svo kennt við lyklana. Þaðan hljóp hann Austurleiðintil baka um Jósefsdal og suður úr dalnum um skarð, sem síðar heitir Ólafsskarð. Eftir það linnti hann ekki sprettinum fyrr en austur á Mælifellssandi. Þar kom hann að vatnsfalli, er hann ætlaði að stökkva yfir. Stökkið mistókst, hann féll í ána og drukknaði. Hún heitir síðan Brytalækir.
Hin sagan greinir frá því, að einhverju sinni áttu hungraðir förumenn leið um þennan veg að næturlagi og gengu þá fram á tjaldbúðir Skálholtsmanna, sem voru þar á ferð með marga hesta og mikinn farangur. Höfðu þeir valið sér þarna náttstað. Förumennirnir sáu, að bunga var á einni tjaldsúðinni og hugðu þeir að þar fyrir innan væri sekkur fullur af mat. Ákváðu þeir að ná honum. Tók einn þeirra upp hníf, og skar á tjaldið, þar sem bungan var. En um leið og hnífsblaðið skar á dúkinn, kvað við hátt og skerandi öskur innan úr tjaldinu. Í stað þess að stinga í matarsekkinn, var hnífnum stungið í sitjandann á ráðsmanni Skálholtsstóls, sem svaf þar fyrir innan. Í fátinu og írafárinu sem varð nú í tjaldbúðunum við þetta óhappaverk, týndist lyklakippa ráðsmannsins og fannst ekki fyrr en löngu síðar. Þannig skýra sagnir nafnið á Lyklafellinu.

Austurleiðin

Gengið var yfir farveg Lyklafellsár, sem fellur hér fram í leysingum á vorin, en síðla sumars er hann þurr að öllum jafnaði. Af Lyklafelli er gott útsýni yfir nágrennið þótt ekki sé það hátt yfir sjó (281 m).
Eftir góða hvíld uppi á fellinu leggjum við aftur af stað í áttina að Elliðakoti. Er gott að hafa raflínuna til viðmiðunar. Við sjáum nokkur vörðubrot, sem vísa leiðina og svo hér og þar gróna götuslóða, sem lítt hafa verið troðnir í hartnær öld. Eftir drjúga göngu stöndum við á brekkubrúninni fyrir ofan Elliðakot, sem hét fyrrum Helliskot.

Elliðakot

Bærinn stóð í skeifulöguðum hvammi móti vestri í skjóli fyrir austanáttinni. Nú er hann tóttir einar, því ekki hefur verið búið þar um árabil. Fyrrum var búið hér snotru búi, en mikil örtröð hefur örugglega verið af umferð ferðamanna árið um kring, ekki síst á vetrum þegar ofan af heiðinni komu lítt búnir, örþreyttir og hraktir ferðamenn og leituðu að húsaskjóli. Hér fæddist Páll Jónsson vegagerðarmaður, sem Jón Helgason rithöfundur hefur gert verðug skil í bók sinni: Orð skulu standa.
Við skulum skreppa heim að þessum gömlu rústum og skoða þær vel, minnug þess, að þeir hnútar, sem traustast eru bundnir láta ávallt undan er tímans tönn tekur að sverfa að þeim.”
Sá, sem skrifaði framangreint, virðist ekki hafa gengið gömlu götuna heldur línuveginn, sem liggur um heiðina.

Lyklafell

Gísli Sigurðsson skrifar um Kolviðarhól og nágrenni í Lesbókina árið 2001: “Þjóðleiðin forna úr Árnessýslu til Mosfellssveitar lá úr Ölfusi upp Kamba og þaðan vestur á Hellisheiði, austan við Hurðarás, en þaðan í sjónhendingu í Hellisskarð ofan við Kolviðarhól. Upp og niður úr skarðinu var hægt að komast með klyfjahesta, en alls ekki með hestvagna. Þegar komið var niður úr Hellisskarði lá leiðin um Bolavelli, vestur með Húsmúla og síðan um norðanvert Svínahraun, framhjá Lyklafelli og oft var komið í byggð hjá Elliðakoti í Mosfellssveit.

Lykilvarða

Þessi leið milli byggða var talin rösk þingmannaleið, eða um 35 km. Í lýsingu Ölfushrepps frá 1703 er leiðinni lýst og segir þar að vestari partur Hellisheiðar sé “víða með sléttum hellum og hraungrjóti, án gatna sem (sem) hestanna járn gafa gjört, og auðsjáanlegt er…”
Þessar hestagötur sem markast hafa í hraunhelluna af umferð járnaðra hesta sjást mjög greinilega á þriggja km kafla, en eftirtektarvert er, að þær skuli hafa verið orðnar svo greinilegar fyrir 300 árum. Hurðarás var aftur á móti svo nefndur vegna þess, að þegar þangað kom á austurleið yfir heiðina var allt í einu eins og hurð væri opnuð og víðerni Suðurlands blöstu við, allt til Vestmannaeyja.

Gatan

Sveinn Pálsson náttúrufræðingur minnist á hestagötuna í hrauninu í lýsingu sinni frá 1703 og finnst gatan með ólíkindum regluleg og bein. Tilgáta hans, að öll Hellisheiði hafi gosið í einu er þó fjarri lagi; það vita menn nú. Eins er Sveinn á villigötum þegar hann segir þetta fyrst hafa gerst árið 1000 “og síðan margsinnis”. Kristnitökuhraunið frá árinu 1000 rann úr Eldborg, en var reyndar síðasta hraunið sem runnið hefur á þessum slóðum. Öll önnur hraun eru eldri.
Svínahraun hafði runnið úr Leitinni, eldstöð skammt frá hinni, fyrir um 4800 [5350 skv. nýjustu mælingum] árum; fyrst í norður í áttina að Kolviðarhóli, en síðan eftir mjóum farvegi í vestur, allar götur niður í Elliðaárvog. Þetta hraun náði ekki alveg norður að fjöllunum. Milli þeirra og hraunsins urðu með tímanum til grösugir vellir sem vel sjást frá Kolviðarhóli. Enda þótt þeir kunni að virðast búsældarlegir lagði enginn í að nema þar land.

Vatnsból

Við Bolaöldu, vestan hraunsins, eru sýslumörk; Kolviðarhóll var og er í Árnessýslu. Norðvestur frá Kolviðarhóli rís Húsmúlinn, Skarðsmýrarfjall er í norðaustur, en Reykjafell þegar litið er til suðurs. Útsýnið af hólnum þar sem gistihúsið stóð er opið vestur yfir Svínahraun og yfir Miðdalsheiði. Þegar frá eru skildar grasflatir, fyrrum tún á Kolviðarhóli, er útsýnið mestan part yfir hraun og fjöll, en grýtt brekkan í Hellisskarði að baki.
Öldum saman höfðu menn farið alfaraleiðina yfir Hellisheiði án þess að nokkur von væri um húsaskjól þar til 1830 að Þórður bóndi á Tannastöðum hlóð birgi uppi á heiðinni sem enn stendur. En elzta heimild um sæluhúskofa í námunda við Kolviðarhól er eftir Hálfdán Jónsson lögréttumann í lýsingu Ölfushrepps frá 1703. Þar er minnst á sæluhús á Hvannavöllum (nú Bolavöllum) og segir þar svo:

Sæluhúsið

“Á norðanverðum Hvannavöllum, er strax taka við fyrir neðan skarðið, stendur sæluhús (ei langt frá veginum) svokallað, hverju allt til þessa tíma Ölvesbyggjarar hafa uppi haldið, vegfarandi fólki harla nauðsynlegt á vetrartímum til innivistar, er og lofsvert að þetta sæluhús ei niður falli.”
Sveinn Pálsson náttúrufræðingur minnist á sama sæluhús hátt í öld síðar; segir að þar sé lítill kofi hlaðinn úr hraungrýti með torfþaki og að margir hafi dáið í þessum kofa, örmagna af hungri og kulda.
Skammt frá kofanum var dálítil tjörn, nefnd Draugatjörn, og töldu margir svo reimt í kofanum að þar væri naumast vært. Hafði Magnús bóndi á Fossi í Grímsnesi heldur betur fengið að kenna á því, annálað hraustmenni og gerði grín að draugatrú og myrkfælni.
GatanGisti hann við annan mann í kofanum og brá sér út að tjörninni. Þar réðst að honum ófreskja og komst hann við illan leik, rifinn og tættur, inn í kofann. Sár á nefi greri aldrei, enda var það eðli sára sem draugar veittu, og Magnús varð aldrei samur maður eftir.
Eiríkur bóndi í Haga í Eystrihreppi komst mun betur frá viðskiptum við sæluhúsdrauginn. Hann var á ferð til skreiðarkaupa, hafði sezt að í myrkri í kofanum og tók til matar síns. Þá fór hann að sjá eldglæringar í hinum endan kofans og sagði bara sísona: “Kveikið þið, kindur sælar, svo Hagakarlinn sjái til að rífa roðbitann sinn.” Hættu þá glæringarnar og svaf Eiríkur þar rótt um nóttina. Svo skráði Brynjúlfur frá Minna-Núpi.
Sögur af þessu tagi urðu til þess að menn voru dauðsmeykir við að gista í kofanum, einkum ef þeir voru einir á ferð og einu sinni hafði sú hræðsla alvarlegar afleiðingar. Gömul sögn úr Ölfusinu greinir frá því, að eitt sinn hafi ferðamaður leitað skjóls í kofanum og lokað kirfilega að sér að innanverðu. Um nóttina heyrði hann traðk utandyra og rjálað við hurðina eins og reynt væri að opna hana. Hirti hann ekki um það; hefur ugglaust búizt þar við draugi og verið hræddur. Um morguninn brá þessum ferðalang ónotalega þegar hann opnaði og sá að utandyra lá dauður maður. Eftir það var gengið frá því að ekki væri hægt að loka kofanum að innanverðu með slagbrandi.
Vörður

Kofinn við Draugatjörn var ísköld og ömurleg vistarvera, en þó sá skúti sem betri var en úti. Lengdin að innanverðu var aðeins 2,5 m og breiddin 1,5 m. Við annað gaflhlaðið var hlaðinn grjótbálkur, mýktur með torfi. Yfir dyrum var lítil gluggabora með gleri. Tóftin sést enn ef vel er að gáð.
Fleira gat verið varasamt á þessari óbyggðaleið en illviðri og draugar. Bolavellir og Bolasteinn minna á söguna um Skeiða-Otta og nautið ógurlega sem gekk í sumarhögum á völlunum við Kolviðarhól. Otti var bóndi austur á Skeiðum og átti erindi til Reykjavíkur þegar komið var að slætti og reið miklum kostahestum sem leið liggur vestur yfir Hellisheiði. Hann vissi um illræmdan griðung frá Viðey í högum hjá Kolviðarhóli og hafði hann orðið tveimur eða þremur mönnum að bana.

Litskrúð

Nautið lá við Bolastein og hóf þegar eftirför en Otti þeysti undan sem mest hann mátti. Samt dró saman með þeim og tók Otti þá það til ráðs að hann snaraðist af baki, tók upp hníf og lagðist niður milli krappra þúfna. Þar fleygði boli sér yfir hann en Otti skar hann á kvið og helltust yfir hann innyflin. Drapst bolinn þar en Otti gat haldið ferð sinni áfram.
Kolviðarhóll undir Hellisskarði var vinsæll og nauðsynlegur gististaður þeirra mörgu, sem fóru um Hellisheiði fyrrum. Aðalleiðin lá um Hellisskarð en þjóðvegurinn liggur um Hveradali, þar sem skíðaskálinn er nú.
KolviðarhóllSæluhús var byggt að Kolviðarhóli 1844 og síðar gistihúsið. Valgerður Þórðardóttir (1871-1957) og Sigurður Daníelsson (1868-1935) voru síðustu gestgjafarnir þar. Þau byggðu stórt og myndarlegt gistihús og voru þjóðkunn fyrir höfðingsskap. Þau voru grafin í heimagrafreit að Kolviðarhóli.

Árið 1938 keypti Íþróttafélag Reykjavíkur Kolviðarhól af Valgerði til að gera hann að miðstöð íþróttalífs, aðallega vetraríþrótta og reka samt áfram þjónustu við ferðamenn.

Kolviðarhóll

Þessi starfsemi gekk ekki upp, þannig að henni var hætt 1952. Húsin urðu spellvirkjum að bráð og þau brunnu. Árið 1977 voru þau jöfnuð við jörðu.

Þau tímamót urðu 1844 að þá reis í fyrsta sinn hús uppi á sjálfum Kolviðarhólnum. Þá hafði farið fram fjársöfnun austan heiðar og vestan, og þótti vænlegast að reisa húsið á hólnum neðan við Hellisskarð. Séra Páll Matthíasson í Arnarbæli valdi staðinn og hafði forgöngu um málið ásamt Jóni Jónssyni á Elliðavatni. Nýja sæluhúsið var allt úr timbri og stóð á sökkli sem hlaðinn var úr grjóti. Grunnflöturinn var 16 fermetrar og loft yfir þar sem viðbótargistirými fékkst. Járnrimlar voru fyrir gluggum, líklega til að koma í veg fyrir rúðubrot skemmdarvarga. Hurðir var jafnt hægt að opna utan- og innanfrá; nú voru menn minnugir atviksins við kofann fyrrum. Nýja sæluhúsið var allt úr timbri, tjörubikað, og þar gátu gist í einu 24 menn á loftinu og komið inn 16 hestum niðri. Í Reykjavíkurpóstinum frá þessum tíma má sjá að þetta hefur þótt merk framkvæmd.

Augnakonfekt

Enn urðu tímamót 1876 þegar ákveðið var að hefja vegarlagningu um Svínahraun. Þremur árum síðar var tekið annað skref og segir svo í Þjóðólfi: “Vegagjörðin yfir Kamba á Hellisheiði skal byrja í sumar.” Eiríkur í Grjóta fór með flokk manna sumarið 1880 og lagði veg vestur yfir Hellisheiði, nokkru norðar og nær hinni fornu þjóðleið en núverandi Suðurlandsvegur.
Í Mbl árið 1981 er fjallað um Dyraveginn: “Allt til þessa dags hefur þeim leiðum, sem forfeður okkar, mann fram af manni, fetuðu eftir í aldaraðir, verið lítill sómi sýndur.
DyravegurVið leggjum mikla áherslu á söfnun gamalla muna og varðveislu fornra bygginga og er það vel, en er það nokkur fjarstæða að viðhalda á sama hátt þessum gömlu götum, sem nú víða eru horfnar með öllu, en bera á sinn hátt þögult vitni um þá hörðu baráttu, sem þjóðin háði fyrir tilveru sinni? Í þeim flokki er Dyravegur. Frá fornu fari lá leiðin frá Þingvöllum sður með vatninu að vestan til Nesjavalla. Þeir sem bjuggu austan við Sogið komu einnig að Nesjavöllum, eftir að hafa sundlagt hestana og farið á ferju yfir fljótið fyrir neðan Dráttarhlíð, þar sem Steingrímsstöð er nú. Þessa leið fóru Skálholtsmenn fyrrum, þegar þeir fluttu vistir að og frá biskupsstólnum, en sá staður þurfti mikils við, þegar umsvifin þar voru sem mest. Enda hlaut þessi leið nafnið Skálholts-mannavegur.

Dyravegur

Þegar þessar tvær leiðir höfðu sameinast á Nesjavöllum, lá hún vestur yfir Dyrafjöllin, þvert yfir Sporhelludal og Dyradal. Við Húsmúla greindist leiðin aftur. Þeir sem ætluðu til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar tóku stefnuna á Lyklafellið, en þeir sem ætluðu í Selvog eða á sunnanvert Reykjanes héldu suður með Húsmúlanum og stefndu á Lágaskarð austan við Stórameitil. Í þessari ferð skulum við kynnast Dyraveginum nokkru nánar.
Við yfirgefum bílinn sunnan undir Húsmúlanum og göngum eftir Bolavöllum, sem eru að vestan við hann. Þar komum við fljótlega á grasivaxna götutroðninga, sýnileg merki þeirrar umferðar sem hér var fyrr á tímum. Troðningarnir eru skýrir og auðvelt að fylgja þeim, sem við gerum að sjálfsögðu. Brátt komum við inn í Engidal. Eftir honum fellur Engidalsáin, sem myndast úr smá lænum og uppsprettum er koma úr vesturhlíðum Hengilsins. Lengsta kvísl hennar kemur frá Marardal. Þangað liggur götuslóði, en annars er gamla gatan vestan við Marardalinn, en við tökum á okkur krók og heimsækjum dalinn. Það er þess virði.

Dyravegur

Marardalur er sigdæld, neðanundir Skeggja, en svo nefnist hæsti tindur Hengilsins. Brattar hlíðar liggja að honum á alla vegu, botn hans er rennisléttur og um grundirnar liðast fagurtær lækur. Smá skarð í dalsbrúnina er í suðvesturhlið hans. Um það rennur lækurinn. Skarðið er svo mjótt, að menn verða að ganga þar inn í einfaldri röð. Merki um grjótgarðshleðslu er þar, því áður fyrr voru naut og önnur geldneyti höfð þar að sumarlagi og lokuð þar inni með þessum grjótgarði. Við höldum inn eftir dalnum og fikrum okkur svo upp bratta brekkuna og upp á norðurbrún hans. Þar blasir við allbreitt vik eða dalskvompa sem gengur inn í fjallið. Þar komum við aftur á gömlu götuna og henni fylgjum við eftir það.
VatnsbólÚr þessu hækkar gatan og liggur upp brekkurnar til austurs og upp á vesturbrún Dyradalsins. Hann er ekki ósvipaður Marardal, hlíðabrattur og rensléttur í botninn. Hér er gatan skýr og glögg, sem einkum skal þakka sauðkindinni, sem ræður hér ríkjum í sumarhögunum. Gatan liggur þvert yfir dalinn og stefnir í skarð, milli tveggja kletta, í austurhlið hans. Þar komum við að hinum nafnkenndu dyrum, sem þessi leið er kennd við. Smálækur fellur um um Dyrnar, sem eru ekki nema ca. 2 m á breidd Líklega á hann einhvern þátt í myndun Dyranna, en annars eru öll fjöll Gatanhér um slóðir mynduð úr móbergi, sem vatn og vindar vinna á jafnt og þétt.
Tafsamt hefur verið að koma hestalestunum í gegn um dyrnar. Menn hafa orðið að taka klyfjarnar ofan, teyma hestana síðan í gegn um skarðið og láta svo aftur upp. En um það var ekki að fást, þetta var hluti af striti dagsins. Austan við Dyrnar eru einir þrír smádalir með bröttum hálsum á milli. Yfir þá liggur leiðin og hefur margur klyfjahesturinn trúlega svitnað ærlega á þeirri leið. En er þeir eru að baki opnast skyndilega nýtt útsýni. Þar blasa Nesjavellir við augum, Þingvallavatn og fjallahringurinn í norðri og austri. En sunnar bera hverareykir Hengilssvæðisins við loft.”
Þar sem staðið var við Lyklafell og horft til suðurs yfir hraunin þótti ástæða til að rifja upp aldur þeirra. Svínahraunsbruni rann árið 1000 og segir frá því í Landnámu. Svínahraunið er undir brunanum og því mun eldra, eða 5350 ára gamalt (KS).

Lækjarbotnar

Þessa leið þarf Orkuveitan og/eða hlutaðeigandi sveitarfélög að taka í fóstur og merkja milli Kolviðarhóls og Elliðakots. Líklegt má telja að hún kunni að verða ein sú vinsælasta í landnámi Ingólfs (Reykjanesskaganum) enda bæði auðveld yfirferðar og einstaklega falleg. Geta má þess að engin fornleifaskráning, hvorki um línur né leiðslur, getur framangreindra fornleifa er lýst hefur verið hér að framan (mögulega þó fáeinna varða á stangli.) Heilstætt mat á svæðinu m.t.t. fornleifa hefur opinberlega farið fram – þrátt fyrir yfirstandandi framkvæmdir.Leiðin
Frábært veður. Gangan (fram og til baka) tók 6 klst og 6 mín. Við leitina voru gengnir 17.8 km, en leiðin millum Elliðakots og Lyklafells er um 6 km.

Heimildir:
-Árni Óla – Lesbók Morgunblaðsins 14.19.1973, bls. 10-11 og 14
-Mbl. júlí-ágúst 1979
-Mbl. 25. júlí 1981
-Gísli Sigurðsson – Laugardaginn 31. mars, 2001 – Menningarblað/Lesbók Morgunblaðsins).

Rjúpuungar

Austurleið

Ætlunin var að reyna að rekja syðri Austurleiðina (Hellisheiðargötuna) frá Elliðakoti upp fyrir sunnanvert Lyklafell að austan. Nyrðri leiðin var rakin nýlega, en bæði skv. heimildum og gömlum kortum lá gata einnig niður í Lækjarbotna frá gatnamótum Dyravegar norðaustan Lyklafells um svonefndan Strangarhól.

Varða

Gatan liggur upp sneiðing Elliðakotshlíða og liðast síðan upp heiðina með stefnu suður fyrir Stangarhól. Þar liggur gatan suður fyrir hólinn og ofan við hóla suðaustan við hann. Við Stangarhól koma nokkrar fjárgötur ofan af heiðinni með stefnu niður að Fóelluvötnum. Gatan liggur síðan norðan við Fóelluvötn með stefnu á suðaustanvert Lyklafell, norðan Lyklafellsáar. Þar skammt ofar sameinast hún Dyraveginum. Gatnamót eru bæði norðaustan við fellið og önnur skammt austar.
Gatan er vel greinileg, en greinilega hefur gróið yfir hana á köflum. Vörðubrot eru við götuna á nokkrum stöðum.
Á leiðinni var ástæða til að rifja upp fróðleik um Fóelluvötn sem og jarðsögu svæðisins.
Gatan
Efri- og Neðri-Fóelluvötn eru sunnan við Lyklafell og austan við Vatnaás í núverandi landi Kópavogs, samsafn smátjarna og polla í grennd við Sandskeið, kringum þjóðveg 1 ofan við Reykjavík. Vatnasvæðið virðist hafa tilheyrt Vilborgarkoti og Helliskoti (Elliðakoti) samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en báðar þessar jarðir eru þar skráðar í Mosfellssveit. Í Jarðabókinni er talað um óvissu í þessum efnum, sérstaklega varðandi Vilborgarkot sem þá, í byrjun 18. aldar, hafði lengi verið í eyði. Ábúendur Helliskots (Hellirskots) í Mosfellssveit og Hólms í Seltjarnarneshreppi höfðu þá lengi nýtt land Vilborgarkots. Frá þessum tíma er því ruglingurinn kominn um nýtingu Vilborgarkotslands. Í Jarðabókinni er sagt að jörðin Vilborgarkot gæti aftur byggst upp og þyrfti þá greinilega að skoðast hve vítt landeign þessarar jarðar verið hefði sem kunnugir menn meina að ekki hafi verið alllítið (Jarðabók III:287-288).

Gatan

Þorvaldur Thoroddsen nefnir vötnin Fóelluvötn. Hann segir malar- og grjótfleti þar myndaða af vatnsrásum frá Lyklafelli. Fóelluvötn flæða yfir stórt svæði í leysingum en á sumrin er þar oftast þurrt. Sæluhús var byggt við Fóelluvötn um 1835 af Jóni hreppstjóra á Elliðavatni upp á eigin kostnað en síðan var skotið saman 50 ríkisdölum því til viðhalds (Þorvaldur Thoroddsen 1958 I:125). Tryggvi Einarsson frá Miðdal nefnir vatnið Tóhelluvatn (sjá örnefnalýsingu Elliðakots í Örnefnastofnun Íslands).

Gatan

Í Jarðabók Árna og Páls er Fóhölluvot nefnd (ritháttur óviss). Þar segir að engjar séu nær engar heima við bæinn Hólm í Seltjarnarneshreppi en útheyjaslægjur brúkaðar þar sem heita Fóhölluvot (Jarðabók III: 283). Aftur á móti nefnir Hálfdán Jónsson Fóelluvötn í lýsingu Ölfushrepps 1703.
Fóella er fuglsheiti, oftast kölluð hávella (Clangula hyemalis). Þessi mynd orðsins kemur fyrst fyrir á 17. öld í fuglaþulu: “Fóellan og hænan, hafa öndina væna.” (Íslenzkar gátur, skemtanir vikivakar og þulur IV 1898:243). Aðrar myndir þessa orðs eru fóerla (Jónas Hallgrímsson), fóvella (Skýrslur Náttúrufræðifélagsins) og e.t.v. fleiri af svipuðum toga. Uppruni er óljós, e.t.v. ummyndun á hávella. Hugsanlegur er einnig skyldleiki við fó- eins og í fóarn. Kjörlendi fóellunnar er votlendissvæði og heiðavötn. Líklegt er því að vötnin séu kennd við fuglinn þótt hann sé þar ekki áberandi lengur. Myndin Tóhelluvatn er að líkindum afbökun, tilkomin sem skýringartilraun á nafni sem hefur annars þótt torkennilegt.

Gatan

Sömu sögu er að segja um Fóhölluvot. Sú þjóðtrú er enn lifandi að há vatnsstaða í Fóelluvötnum að vori boði mikið rigningasumar. Einnig er til sú sögn að til forna hafi runnið á mikil úr Þingvallavatni og hafi hún átt leið um þar sem Fóelluvötn eru nú og náð sjó á Reykjanesi. Kaldá mun eiga að vera leif af þeirri á.
Á Deildará í Múlahreppi A-Barð. er til Fóelluhólmi, einnig skrifað Fóetluhólmi. Fóellutjörn er til í Selvoginum.” Við Fóelluvötn eru tóftir (sjá meira HÉR).
“Þegar gengið er um Miðdals- og Mosfellsheiði vakna óneitanlega spurningar um hvernig landið myndaðist upphaflega og mótaðist í kjölfarið. Á þessu svæði rís Esjan hæst svo nærtækast er að skoða myndun hennar.

Stangarhóll

Þegar gengið var um svæðið var kjörið tækifæri að taka Esjuna og nágrenni sem dæmi um myndun þess. Öll vötn og allar ár (lækir) í heiðinni voru þurrir.
“Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina Lyklafellmilljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón árum. Á þessum tíma voru að minnsta kosti 10 jökulskeið með hlýskeiðum á milli.
Esjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og ýttist smám saman frá því til vesturs. Rekhraðinn til vesturs frá flekaskilunum, sem nú liggja um Þingvallasveit, hefur um milljónir ára verið um einn cm á ári, enda stendur heima að vesturendi Esju er um 30 km norðvestan við vestustu virku sprungurnar (gjárnar) á Þingvöllum og í Hengli. Á sama tíma og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós var að myndast vestan til í gosbeltinu var berggrunnurinn undir Selfossi og Hreppum að myndast austan til í því. Auðvelt er að fá nútímasamlíkingu á Reykjanesskaga með því að hugsa sér að berggrunnurinn undir Reykjavík sé að myndast í Trölladyngju og Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn, og berggrunnurinn undir Selfossi framtíðarinnar sé að myndast í eldstöðvum milli Kleifarvatns og Herdísarvíkur.

Fóella

Einfaldaðar skýringarmyndir, sem sýna hvernig Esja hefur hlaðist upp við eldgos ýmist á hlýskeiðum (þá runnu hraun) eða á jökulskeiðum (þá mynduðust móbergsfjöll við gos undir jöklum). Á fyrstu myndinni renna hraun á þurru landi. Svörtu strikin tákna bergganga, sem eru aðfærsluæðar hraunanna. Eldstöðvarnar eru vestarlega (til vinstri) og lárétt hraunlög hlaðast upp. Á annarri mynd hefur gosvirknin færst austur, jökulskeið er gengið í garð og í stað láréttra hrauna hleðst nú upp móberg í geil í ísnum. Á næsta hlýskeiði hafa eldstöðvarnar enn færst austar. Lárétt hraunlög renna upp að móberginu frá næsta jökulskeiði á undan. Jarðlagastaflinn byrjar að hallast undan þunganum.

Varða

Enn kemur jökulskeið (4. mynd) og nýtt móbergsfjall hleðst upp. Á næsta hlýskeiði ná hraun að renna yfir móbergsfjöllin. Á 6. mynd sést að nú gýs ekki lengur, en rof af völdum ísaldarjökla og veðrunar hefur mótað Esju.
Fyrir tæpum þremur milljón árum var vestasti hluti Esju í vesturjaðri virka gosbeltisins (sem nú liggur um Þingvallasveit). Þetta virka gosbelti teygði sig til norðausturs meðfram Hvalfirði en til suðvesturs yfir Sundin og Vesturbæinn. Á þeim tíma voru þó hvorki Sundin né Hvalfjörður til. Samfellt fjalllendi náði frá hálendinu og miklu lenMyndunarsagangra í sjó fram en nes og eyjar við innanverðan Faxaflóa nú. Þá var stórt eldfjall í Sundunum, en gjástykki teygðust til norðurs um Kjós og suður yfir Mela.
Margt bendir til að stór askja hafi myndast í þessari megineldstöð, Kjalarneseldstöðinni, og mikill fjöldi innskota myndaðist í henni. Stærstu innskotin má nú sjá á yfirborði í Viðey, yst á Kjalarnesi og milli Skrauthóla og Mógilsár.
Gosvirknin færðist smám saman austar, Kjalarnesmegineldstöðin þokaðist til vesturs út úr gosbeltinu en gosvirknin varð mest þar sem Kistufell í Esju er nú. Þá fengu jarðlögin neðst í Kistufelli sinn mikla halla. En ekki leið á löngu þar til gosvirknin var komin austur fyrir Grafardal. Þar myndaðist stórt og myndarlegt eldfjall, Star-dalsmegineldstöðin. Í þeirri eldstöð myndaðist askja álíka stór og Kröfluaskjan. Í henni safnaðist vatn, svipað og síðar gerðist í Öskju í Dyngjufjöllum, en askjan fylltist síðan af gosefnum.

Hvítmura

Þunnfljótandi hraunlög runnu langt vestur úr virka gosbeltinu og mynduðu hinn reglulega hraunlagabunka, sem nú myndar topp Esjunnar allt frá Skálafelli vestur undir Hvalfjörð. Æviskeiði megineldstöðvarinnar í Stardal lauk með líparítgosum undir jökli á bogasprungum umhverfis öskjuna. Glæsilegustu menjar þeirra eldsumbrota eru Móskarðshnúkar, en aldursgreiningar benda til að líparítið í þeim sé um 1,8 milljón ára gamalt.
ELeirtjörnldvirkni færðist enn til austurs, eða öllu heldur megineldstöðina rak vestur úr gosbeltinu og upphleðslu jarðlaga lauk í Esju, Kjós og byggðum hluta Mosfellssveitar. Samfellt fjalllendi náði frá Akrafjalli og Skarðsheiði austur yfir Esju og fellin í Mosfellssveit. Yfir Sundunum og Reykjavík lá meira en þúsund metra þykkur stafli af hraunlögum og móbergi.
Í rúmlega milljón ár eftir að Móskarðshnúkar mynduðust skófu ísaldarjöklar fjalllendið og skáru út það landslag, sem við sjáum í dag. Ekki er vitað um eldvirkni á svæðinu þennan tíma. Ekki er heldur vitað um fjölda jökulskeiða á þessu tímabili, en margt bendir til að jökulskeið gangi yfir Ísland á um hundrað þúsund ára fresti.
Fyrir þrjú til fimm hundruð þúsund árum varð eldgos undir jökli í Mosfellssveit og þá myndaðist GataMosfell. Þá voru dalir Esju svipaðir og í dag og fellin í Mosfellssveit einnig. Á næstu hlýskeiðum runnu þunnfljótandi hraun úr grágrýtisdyngjum í jaðri virka gosbeltisins vestur yfir hið rofna land, þöktu mikið af láglendinu og runnu í sjó fram. Hraunstraumarnir runnu milli Mosfells og Esju, milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar, en einkum þó vestur yfir láglendið sunnan Úlfarsfells. Þessi grágrýtishraun mynda Brimnes á Kjalarnesi, yfirborð eyjanna á Sundunum svo og flest klapparholt á höfuðborgarsvæðinu svo sem Grafarholt, Breiðholt, Öskjuhlíð, Valhúsahæð, Digranesháls, Hamarinn í Hafnarfirði og Hvaleyrarholt. Upptök grágrýtishraunanna eru fæst þekkt, en meðal þeirra hafa þó verið Borgarhólar, Lyklafell og Eiturhóll á Mosfellsheiði.
Ef skoðuð er brot af jarðsögu svæðisins má í stuttri samantekt sjá eftirfarandi:

Gata

10 000 ár – Nútími
Sjávarmál fellur úr +40m í –5m (a.m.k.). Land sígur eftir það. Leitahraun og Búrfellshraun renna.

120 000 ár – Síðasta kuldaskeið
Jökull er jafnan í 400-500 m hæð í hlíðum Esju. Jökuljaðar yst á Reykjanesi og úti í Faxaflóa. Móbergsfjöllin á Reykjanesi myndast. Sveiflu­kennd hlýnun í lokin og sjór flæðir á land.

130 000 ár – Síðasta hlýskeið
Dyngjugos á Mosfellsheiði og í Heiðmörk myndar grágrýti í Mosfellsbæ, Breiðholti, Garðabæ, Kópa­vogi og víðar.

Varða200 000 ár – Næst síðasta kuldaskeið
Móbergsfjöll sem nú eru utan gosbeltisins myndast (t.d. Lyklafell) ásamt jökulbergi (t.d. undir Höfðabakkabrú í Elliðaárdal).

210 000 ár – Næst síðasta hlýskeið
Í upphafi tímabilsins myndast setlög í Elliðavogi og víðar. Nokkur dyngjugos (e.t.v. á Valhúsahæð, Engey, Skóla­vörðuholti og Öskjuhlíð) mynda Reykja­víkurgrágrýtið ofan á setinu.”

LeiðinÍ leiðinni var leitað götu sunnar í heiðinni, frá Stangarhól áleiðis niður í Lækjarbotna. Vænlegar götur fundust á tveimur stöðum. Verða tengsl þeirra skoðuð fljótlega. Eða eins og maðurinn sagði: “Róm verður ekki skoðuð á einum degi”.
Ætlunin er og að skoða Dyraveginn á næstunni; frá Dyrafjöllum að Lyklafelli. Vegurinn sá mun torfarinn réttleiðis.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-visindavefurinn.is
-arnastofnun.is

Lyklafell

Þingvallavegur

“Lagning gamla Þingvallavegarins hófst árið 1886 og var að fullu lokið árið 1891. Þessi þjóðvegur gegndi því hlutverki í rúmlega 40 ár að greiða mönnum leið yfir langa og oft torsótta heiði, þegar farartækin voru eigi önnur en fætur manna thingvallavegurinn gamli-901og hesta, og síðar á bifreiðum, en telja verður því lokið eftir alþingishátíðina árið 1930.
Vegurinn liggur austan við Seljadalinn, en áður lá leiðin um þann dal. Eftir dalnum rennur Seljaá. Þar sem Seljaá beygir meðfram Borgarhólum, hefur verið byggð brú yfir ána. Við Háamel hefur sæluhús  verið byggt úr tilhöggnu grjóti. Austan við Morldabrekkur mótar fyrir tóftum. Það eru leifar elsta sæluhússins á heiðinni sem kunnugt er um. Það sæluhús var lagt niður og nýja sæluhúsið byggt á Háamel, á sama tíma og vegurinn var lagður, sem fyrr segir.
Verkstjóri við lagningu Þingvallavegarins var Erlendur Zakaríasson, en hann og bróðir hans Árni, voru þekktir vegaverkstjórar á síðustu áratugum 19. aldar og fram á fyrstu áratugi þeirrar tuttugustu.
Einar Finnsson járnsmiður frá Meðalfelli í Kós hafði lært vegalagningu í Noregi. Hann byggði brúna á Seljaá og ræsin á veginum eru hans handverk. Sigurður Hannesson, bróðir hins kunna landspósts, Hans Hannessonar, hlóð vörðurnar og sæluhúsið. Þessir menn hafa báðir hlaðið sér veglega minnisvarða, sem enn standa að mestu óhreyfðir.
Vörður, brýr, veggir og vegræsi gamla Þingvallavegarins heyra undir listaverk hagleiksmanna og hvort mun það ekki í verkahring komandi kynslóða að vernda þau sem slík um aldur og ævi?
Þegar leið að alþingishátíðinni 1930, var farið að huga að veginum milli Reykjavíkur og Þingvalla. Þá þótti sýnt, að vegurinn myndi ekki bera uppi þá umferð sem ætla mátti að yrði milli þessara höfuðstaða. Því varð að ráði að leggja annan veg um Mosfellsdal og Mosfellsheiði norðanverða. Þeirri vegagerð lauk svo um vorið 1930 áður en hátíðin hófst. Umferð var þá þannig hagað, að frá Reykjavík var farið um nýja veginn um Mosfellsdal, en gamla veginn að austan.
Þegar alþingishátðinni var lokið, var hlutverki gamla Þingvallavegarins líka lokið. Honum var ekki lengur haldið við, þörfin fyrir hann var ekki nein orðin, þar sem nýrri vegurinn var framtíðarleiðin.”

Heimild:
-Safn til sögu Reykjavíkur – Reykjavík, miðstöð þjóðlífs, samgönguleiðir til Reykjavíkur að fornu og nýju, bls. 79-97.

Mosfellsheiði

Gamli Þingvallavegurinn.

 

Bárðartóft

Bárðartóft er ofan Mosfellsdals, í sunnanverðu Bárðarholti norðan Jónsselslækjar. Tóftin hefur látið verulega á sjá vegna ágangs hesta. Hún er eitt rými, auk lítils bakrýmis (sennilega svefnbálkur). Framgafl hefur snúið mót suðvestri.

Bárðartóft

Bárðartóft.

Í Örnefnalýsingu segir: “Þarna nokkuð ofan við Gljúfrastein, fast við veginn, er Grænaborg, […] þar skammt ofar, rétt við Jónsselslæk, er Bárðartóft. Þar sést bálkurinn, sem Bárður lá á. Þetta er beint vestur af Skákunum” í tungunni ” sem eru milli Köldukvíslar og Jónsselslækjar […] yfir dyrunum lá hella.” Skv. fornleifaskráningu 1980 er tóftin “á smáþýfðu graslendi, sem hallar” í suður “niður að læknum”. Lækurinn “rennur milli tveggja holta” og ofan og norðan “við tóftina er grýtt og gróðurlítið holt”, líklega Bárðarholt “sem Bárðartóft er syðst á” skv. Örnefnalýsingu. Um 2 m vestan tóftarinnar er “grunnur vatnsskorningur. Nánar tiltekið er þetta beint sunnan við þjóðveginn, um 1 km austan við Gljúfrastein og um 1,5 km suðaustan við Laxnes.”

Lýsing

Bárðartóft

Bárðartóft.

Rústin er um 8 x 5 m að stærð en innri brúnir veggja og þar með innanmál eru óörugg. Breidd veggja er þó um 1,5 m. Við norðausturgaflinn er talsvert þýfi og grjót og hefur hann því líklega verið í þykkara lagi fremur en að þarna hafi verið bakhús. Ytri veggjabrúnir eru óljósastar á þessum gafli. Hæstur er langveggurinn norðvestan megin, um 0,7-0,8 m en veggurinn á móti er illa farinn og hefur á kafla næstum jafnast við gólfið. Inngangur er á suðvesturgafli og stefnan suðvestur-norðaustur. Um bálkinn og helluna í Örnefnalýsingu er einnig getið í Menningarminjaskrá en skrásetjari sá ekki móta fyrir þessu. (Ágúst Ó. Georgsson).

Aðrar upplýsingar
Um Bárðartóft sagði Halldór Laxness:
„Einhver einsetukall bjó þarna í kofa”. Þetta virðist ekki mjög gömul rúst eða frá því í kringum aldamótin 1900.”

Í “Athugasemdir Guðmundar Þorlákssonar á Seljabrekku við handrit Ara Gíslasonar” segir: “Bárðarholt er holtið, sem Bárðartóft er syðst á. Það er norðan við Jónsselslæk og stefnir þvert á Langholt.”

Heimildir:
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006/2 – Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands.
-Örnefnalýsing Laxness – Ari Gíslason.
-Athugasemdir Guðmundar Þorlákssonar á Seljabrekku við handrit Ara Gíslasonar.
-Laxnes – munnleg heimild.

Bárðartóft

Bárðartóft.

P-40

Þorkell Guðnason hafði samband og benti FERLIR á a.m.k. tvö flugvélaflök í Reykjafelli í Mosfellssveit.
Tvær amerískar flugvélar (hann vissi ekki hvers tegundar þær voru) hefðu flogið hvor Braká aðra yfir Reykjafellinu snemma árs 1944 og báðar hrapað þar til jarðar. Önnur flugvélin hefði lent suður í fellinu og hin í mýri skammt norðaustan við klett, svonefndan Einbúa. Hann og fleiri krakkar í Mosfellsdal hefðu farið þangað upp eftir og m.a. hirt byssur úr fyrrnefnda brakinu og borið til byggða. Hluta af því mætti sjá á steinsteyptum stöpli við Suður-Reyki. Síðarnefnda brakið ætti að vera sokkið í mýrina og því sæist ekkert af því núna.
Þegar komið var að Suður-Reykjum mátti sjá nefndan flugvélahluta framan við bæinn. Guðað var á glugga og knúið dyra. Málfríður Bjarnadóttir, eiginkona Jóns Magnúsar Guðmundssonar, bónda á Suður-Reykjum (nýlátinn), kom til dyra. Hún tók vinsamlega á móti gestunum. Eftir að hafa borið upp erindið, þ.e. hvort hún kannaðist við nefnd flugslys og gæti lýst staðsetningu vettvangsins í hvoru tilviki fyrir sig, svaraði hún því til að þetta hefði nú Jón hennar vitað. Sagðist Málfríður hafa heyrt af slysinu. Það hefði þá verið á vitorði heimafólks í sveitinni, en ekki hefði mátt segja frá því að öðru leyti. Þetta hefði verið “hernaðarleyndarmál”. Annar flugmaðurinn, sá sem hrapaði sunnan í Reykjafelli, sem reyndar héti Reykjafjall, hefði látist, en hinn er hrapaði undir Einbúa hefði náð að kasta sér út í fallhlíf og bjargaðist heim í Helgadal.
Sagðist Málfríður vita til þess að Guðmundur, sonur hennar og núverandi bóndi á Suður-Reykjum, gæti vísað á slysavettvangana. Hann væri nú að bjástra við hrossin í gerðinu þarna norðantil.
SlysavettvangurMálfríður var kvödd með þeim orðum að heimsóknin yrði endurtekin eftir gönguna um ReykjaFJALLIÐ.
Þegar komið var að hestagerðinu var nefndur Guðmundur í önnum við hnakksetningu. Hann gaf sér þó tíma til að svara spurningum FERLIRs. Sagðist hann kannast við atvikið og slysstaðina. Sá, sem væri sunnan í ReykjaFJALLI, vel enn vel greinilegur. Þar væri brak að finna á hallandi mel. Best væri að fara upp með autsanverðu gilinu ofan við austasta sumarbústaðinn norðan við Varmá. Þegar komið væri upp að efstu mörkum gilsins væri best að halda til austurs uns komið væri að brakinu er lægi þar á mel. Í hinu tilvikinu væri nú ekkert brak að sjá. Flakið hefði verið í mýri norðaustan í fjallinu og þar hefði það sokkið í hana smám saman.
MýrinHaldið var eftir vegarslóða inn að efsta sumarbústaðnum norðan Varmár. Þaðan var haldið inn að gilinu fyrrnefnda. Gengið var upp með austanverðu giliu, upp að þeim stað er það rann saman við ofanverða fjallshlíðina. Þaðan var gengið til austurs; að flakinu. Neðar kúrði Húsadalur.
Slysavettvangurinn var fremur lítill. Á honum mátti lesa að flugvélin hafði brunnið að hluta. Brakið var þó dreift um nokkurt svæði, en augsýnilega hafði verið hirt úr því allflestir “tengslahlutir” með textum og tölum. Þó mátti sjá áletrun á einum hlutnum (7-22-7125 1) eða eitthvað slíkt. Á vettvangi var tilfinningin sú að þarna hefði orðið mannskaði.
Þegar komið var upp að Einbúa dró flögubergið þar að sér alla athyglina. Á afmörkuðu svæði mátti Flögubergiðbæði sjá gular skófir (húsaglæðu) og smækkaða mynd af stuðlum í berginu. Mýrin norðaustan við Einbúa var einnig forvitnileg því þar mátti m.a. sjá jakobsfífil í samlífi við grávíði og birki, fjalldrapa og smjörlauf. Engin ummerki voru þar um flugslysið, en vegna þess hversu Helgadalsbærinn endurspeglaðist í kvöldsólinni frá Einbúa með útsýni yfir mýrina mátti telja líklegt að þarna hefði táknfræðingurinn sjálfur verið að senda tvífætlunum ákveðin skilaboð. Rjúpa skrapp undan fæti og flugu undan smávaxnir noðrar.
Á leiðinni niður af Reykjafelli var gengið fram á hól alsettan geyméreium. Ófáir staðir á landinu hýsa slíkan fjölda af þessu bláblómi en þarna má finna.
Þegar tekið var hús á Málfríði seinna sinnið kvaðst hún hafa kíkt í Sögu Mosfellsbæjar. Í henni, bls. 332, væri getið um slysið í ReykjaFJALLI. Þar segir: ”
SóleySnemma árs 1944 varð alvarlegt flugslys í Mosfellssveit þegar tvær herflugvélar fórust yfir Reykjafelli. Önnur vélin steyptist niður skammt ofan við Reyki og flugstjórinn lést. Hin vélin hrapaði við klettanípuna Einbúa í austanverðu Reykjafelli, flugmaðurinn komst í fallhlíf og lenti skammt frá bænum Helgadal í Mosfellsdal. Guðjón Sigurður Jónsson bóndi þar “bar flugmannin til bæjar, því hann var heldur illa á sig kominn. Guðjón lánaði honum stígvjel og húsfreyja hitaði te.” Lengi vel mátti finna leifar flugvélanna sem fórust í þessu sviplega slysi í Reykjafelli.”
Haft var samband við Þorkel Guðnason í framhaldi af ferðinni og spurt nánari upplýsinga. Svarið kom um hæl: “
Heimildarmaður minn var Jóel Kr Jóelsson, garðyrkjumaður, Reykjahlíð, Mosfellssveit.  f. 22.01.1921, látinn 16.06.2007. Hann var eiginmaður Salome, systur móður minnar. Ef ég man rétt, horfði hann á þetta gerast.  Hann sagði mér vélarnar hafi rekist saman og að flugmaður annarrar vélarinnar hafi komist út úr henni, en stungist á höfuðið í harðfennisskafl, því fallhlífin opnaðist ekki – var líklega í of lítilli hæð.
Innan hvíta hringsins [á myndinni] var aragrúi af vélbyssukúlum – hlutar úr byssubeltum og eitthvað af patrónum. Þarna við hólinn lá allstórt flugvélardekk með amerískum merkingum. Þetta er staður sem málmsafnarar áttu nokkuð greiða leið að og ég veit um allmarga sem stunduðu þá iðju.”
Samkvæmt Slysaskrá flugslysa á stríðsárunum varð atvikið þann 16. febrúar 1944. Um var að ræða tvær amerískar P40 herflugvélar. Nicolas Stam bjargaðist í fallhlíf, en William I. Heidenreich fórst er vél hans lenti í Reykjafellinu.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild m.a.:
-Málfríður Bjarnadóttir.
-Guðmundur Jónsson.
-Saga Mosfellsbæjar 2005, bls. 332.
-Sævar Jóhannesson.

Reykjafell

Reykjafell – flugvélaflak.

Konungsvegurinn

“Í sumar [2007] eru liðin 100 ár frá Íslandsferð Friðriks VIII Danakonungs ásamt 200 manna fylgdarliði. Aldrei fyrr hafði verið haft jafn mikið við vegna komu erlendra gesta enda sjálfur þjóðhöfðingi Íslendinga á ferð.
Friðrik og félagar höfðu brunch í Djúpadal á leið til Þingvalla. konungur og fylgdarlið hófu ferðina við Lærða skólann ferðina 1. ágúst 1907. Meðalhraðinn var 4,5 km á klukkustund og er það mjög góður hraði sé miðað við stærð hópsins. Upp í Djúpadal voru 15.7 km.
KóngurGísli Sigurðsson skrifaði um Kongungsveginn í árbók FÍ árið 1998. Hann kemur með skemmtilega sýn í framkvæmdina með því að bera kostnaðinn við tekjur landssjóðs.
En von var á Friðrik VIII konungi til landsins í ágúst 1907. Var afráðið að hann færi til Þingvalla, til Geysis og Gullfoss, suður hreppa, að Þjórsártúni og til Reykjavíkur.
“Menn gerðu ráð fyrir því að konungurinn kysi að aka þessa leið í yfirbyggðri léttikerru fremur en að ferðast ríðandi. Það sýnir þó sambandsleysið við hátignina, að aldrei hefur verið spurt beinlínis að þessu”. Þarna sáu menn möguleika á að gera veg frá Þingvöllum að Geysi og út í Hreppa. Því var ráðist í vegaframkvæmdina 1906 og lauk fyrir komu konungs 1907 og hún kölluð Konungsvegurinn. Lög um landsreikning voru samþykkt fyrir árin 1906/07 í einu lagi og var kostnaður við vegabætur 220.257 krónur, stærsti hluti Konungsvegur en heildarútgjöld landssjóðs voru liðlega 3.1 milljón. Því var kostnaðurinn um 14% af ársútgjöldum ríkisins. Þessi framkvæmd er líklega dýrasta vegaframkvæmd sögunnar og í sama stærðarflokki  ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar sem var til umræðu árið 2002.
KamarUm konungskomuna var gefin út bók, en ekkert var minnst á vagnaveginn dýra. Kóngsvagninn var aðeins notaður til að flytja vistir, tjöld og drykkjarföng en kóngur ferðaðist ríðandi. Ekkert var minnst á dýrasta mannvirki landsins, Konungsveginn í frásögnum fjölmiðla!
Heldur hefur Konungsvegurinn látið á sjá í tímanns rás, enda vart notaður nema af hestafólki, göngufólki og öðrum sem ekki tekur að nefna. Frá vegamótunum við Geitháls liggur Konungsvegurinn eins og beint strik út á Mosfellsheiðina. Væntanega hafa hólar og hæðir þurftt víkja fyrir konungi, enda hefur mönnum ekki þótt rétt að láta konung fara óþarfa sveig á leið sinni. Víða hefur verið lögð mikil vinna í að hlaða undir veginn og eru mjög smekklegar hleðslur víða á leiðinni ef grant er skoðað.
Á leiðinni eru vörður, vörðubrot, haganlega hlaðin ræsi, steinhlaðin  brú og sæluhúsatóftir. Á háheiðinni eru einnig að finna tóftir veitingahússins Heiðarblómsins sem rekið var þarna á heiðinni á árunum 1925-1930. Rekstri þar var hætt um leið og vegurinn lagðist af í kjölfar Alþingishátíðarinnar 1930.

Heimild:
Árbók F.Í. 1998, bls. 73.

Konungsvegur

Konungsvegurinn á Mosfellsheiði.

Lambagras

FERLIR hafði áður skoðað tóftir gamla bæjarins að Elliðakoti, sem eru á ási norðan Nátthagavatns.
ÚtihúsNú var ætlunin að skoða heiðina ofan bæjarins. Ljóst var að fenginni reynslu, þrátt fyrir nokkrar dýrar fornleifaskráningar og -kannanir vegna vega- og virkjunarfram-kvæmda, að hvergi væri þar allra sýnilegra minja getið. Svo virðist sem fornleifafræðingar hafi við þá vinnu valið auðveldasta kostinn; rakið vörður og gamlar þekktar götur, en ekki lagt á sig að fara um svæðið fet fyrir fet, enda bæði erfitt og tímafrekt – og tíminn eru jú peningar þegar slík vinna er annars vegar. En hvers á verkkaupinn að gjalda?
Einkennandi fyrir tóftirnar að Elliðakoti, sem enn standa, eru reglulega tilhöggvnir steinar, allir að svipaðri stærð. Um er að ræða stórt skepnuhús og annað minna, líklega sauðakofa, sem breytt hefur verið í hænsnahús. Íbúðarhúsið hefur staðið á grunni vestan skepnuhússins.
Heimagarðurinn er í brekku á móti suðvestri. Heimtröðin er norðan hans. Gamlir Útihúshleðslugarðar umlykja heimatúnið. Norðaustan í því eru garðar umhverfis matjurtargarð. Sunnan bæjarins, á klapparholti, er snyrtilega hlaðin tóft. Ekki er að sjá að tóftin hafi verið þekjuð eða notuð. Þó gæti hafa verið hlið í henni framanverðri. Þá gæti þana verið um að ræða “sýningarbás” í vegghleðslu með grjótinu úr námunni, en í holtinu er steinnáma og þar hefur að öllum líkindum mest af grjótinu í skepnuhúsin og önnur hlaðin hús verið sótt. Stafaáletrun er á einum steini útihúsanna.
Bærinn hefur staðið undir lágu hamrabelti. Ofan hans liggur gata um Miðdalsheiði, framhjá Selvatni og áfram upp með Lyklafelli, Draugatjörn og að Kolviðarhól annars vegar og hins vegar áleiðis að Grafningi við Þingvallavatn. Um er að ræða svonefnt nyrðra vegarstæði á þjóðleiðinni austur fyrir fjall, en deilur stóðu um það um 1880 á hvora leiðina ætti að leggja áherslu m.t.t. til samgöngubóta. Þessi leið var ákjósanlegri þar sem hún sneiddi ofan við Fóelluvötn og þær ófærur sem Sandskeiðið var.
VarðaBúið var í Elliðakoti fram til 1940. Brá þá síðasti bóndinn búi. Búið var þó í húsnum fram til 1948 eða 1949. brunnu húsin þá og fór jörðin þar með endanlega í eyði.
Þegar farið er um þetta svæði er hvergi merkingar að sjá. Engar aðgengilegar upplýsingar er að fá um það. Í fornleifaskýrslum er einungis fjallað um vörður og einstaka tóft, en hvergi svo vitað sé um um býlin sjálf, fólkið og minjarnar. Svæðið í heild er mjög fallegt og ákjósanlegt til útivistar, en sagnfræðilega einangrað. Hvort það er af ásettu ráði eða ekki skal ósagt látið.
TóftirSem fyrr sagði hafði áður verið farið um tóftir Elliðakots. Einnig hafði verið farið um svæðið nærliggjandi neðanvert (sjá HÉR). Að þessu sinni var  haldið um það ofanvert. Sem og búast mátti við voru þar vörður við gamlar leiðir, s.s. Konungsvegina 1907 og 1930 og Austurleiðina um Lyklafell og Hellisskarð. En það sem vakti sérstaka athygli, og virðist af einhverjum óskiljanlegri ástæðu ekki hafa verið skráð, eru útihús frá Elliðakoti. Um er að ræða hlaðin þrískipt samliggjandi hús. Dyr á vestasta rýminu snýr mót vestri og dyraveggurinn stendur enn að mestu, u.þ.b. 160 cm hár þar sem hann er hæstur yfir dyrum. Miðrýmið hefur haft op á mót suðri sem og austasta opið. Þetta mannvirki er að öllum líkindum frá síðustu búsetuárum Elliðakots því veggir hafa að mestu leyti verið byggðir úr timbri en með hlöðnum grunnveggjum. Lambagrasið í nánd gaf tilganginn til kynna. Umhverfis eru án efa um fleiri minjar – ef vel væri að gáð.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Hið agnarsmáa

Búrfellskot

Þegar gengið er um suðurhlíðar Búrfells má sjá stakar gróðurtorfur í Búrfellsbrekku, aðallega gras, millum gróðurvana melfláka. Tóftir eru í suðvesturhlíðum Búrfells austan við Seljadalsá. Þær kúra þarna á lágum hól út úr hlíðinni. Neðan við tóftirnar liggja þjóðvegir, hlið við hlið.

Búrfellskot

Búrfellskot.

Í svari Örnefnastofnuna (SS) við fyrirspurn um uppruna nafnsins Búrfells í ágúst 2002, kemur fram að “Búrfellin eru a.m.k. 47 talsins á landinu, nokkuð há stapafjöll mörg hver með klettum ofantil. Vel má vera að nafnið hafi upphaflega verið ósamsett, Búr, en síðari liðnum -fell, bætt við til skýringar. Búr er einmitt til sem nafn á þverhníptum klettum í sjó. Líklegt er að nafnið Búrfell sé dregið af orðinu búr í merk. ‘matargeymsla’, og þá helst sem stokkabúr, sem voru reist á lóðréttum bjálkum upp frá jörð svo að dýr kæmust ekki í þau, öðru nafni stafbúr”.
Þegar gengið er um suðurhlíðar Búrfells má sjá stakar gróðurtorfur í Búrfellsbrekku, aðallega gras, millum gróðurvana melfláka.
Búrfellskot er merkt í eyði suðvestan undir Búrfelli. Þar er Leirtjörn suðaustur af og Hafravatn vestan. Ekki er minnst á kotið í Jarðabókinni 1703, en þar er hins vegar fjallað um Búrfell. Það var önnur hjáleiga af tveimur frá Miðdal. hin var Borgarkot. Undir það síðasta var Búrfell nafn á húsi, sem var rifið í kringum 1980. Grunnurinn sést enn neðan og suðvestan við Búrfellskotið, sem hér er fjallað um.

Búrfellskot

Búrfellskot – loftmynd.

Um Búrfell, sem þá er sennilega sama og Búrfellskot, segir m.a.: “Nú í eyði og hefur í eyði legið hjer um 8 ár. Fóðrast kunnu ii kýr og ekki meira. Torfskurður til húsa og eldiviðar var nægur. Þessi hjáleiga var fyrst það menn vita uppbyggð fyrir vel 20 árum, þar sem menn meina að fyrir lángri æfi muni býli hafa verið, og veit þó enginn til þess annað, en hvað fornar girðingar og húsabrotaleifar, sem þar voru fyrr en nú að nýju var uppbyggt, sýna fornrar byggðar merki. Lagðist þetta kot mest í eyði fyrir óbærilegum átroðningi þjóðgötu, sem þar liggur í gegnum túnið, og er þetta kot ekki þess erfiðis vert, sem kosta vildi að gjöra þar bygð að nýju, sá ágángi ferðamann gæti af hrundið og þykir því ei aftur byggjandi.”
Samkvæmt framansögðu mun Búrfell eða Búrfellskot hafa byggst um 1680, upp úr fornum leifum.
Á einni torfunni, sem rís nokkuð hátt í neðri hlíðum fellsins, eru tóftirnar, nú grónar og orðnar nokkuð jarðlægar. Neðan við þær liggur grannur gróinn vegur til austurs upp skáhlíðina, áleiðis inn að Leirtjörn. Hann er víða horfinn beggja vegna. Neðan hans er önnur gömul gata, eldri, sennilega aflögð reiðleið. Efri vegurinn virðist geta hafa verið vagnvegur, a.m.k. manngerður.
Þegar tóftirnar eru gaumgæfðar má sjá móta fyrir þremur rýmum í megintóftinni. Erfitt er að greina fleiri hús, en svæðið allt um kring er mjög grasloðið og stórþúfótt. Vottar fyrir rými vestan við tóftina. Ofan við rústina er greinilegur lítill garður, einnig gróinn. Austur og norðurveggurinn sjást greinilega, en engar hleðslur. Ofan við norðausturhornið er hvylft inn í brekku. Sunnan við hana og austan við garðinn gæti mótað fyrir lítilli tóft.

Búrfellskot

Búrfellskot – uppdráttur ÓSÁ.

Megintóftin er með tveimur sæmilega góðum rýmum og þá virðist hafa verið rými framan við vestara rýmið, þar sem hafa verið dyr er vísað hafa til suðvesturs, niður hlíðina, að veginum.
Af koti að vera hefur það verið mjög lítið og einfalt að allri gerð, ólíkt kotum t.d. á Sléttunni og víða annars staðar, sem voru jafnan margflóknari. Hins vegar bera tóftirnar yfirbragð selshúsa, en garðurinn fyrir aftan þær tengir þær frekar kotbúskap. Slíkur garður, fast við hús, eru sjaldgæft í seljum á Reykjanesskaganum (landnámi Ingólfs). Þeir þekkjast þó, s.s. í Brunnastaðaseli og Helguseli, en þar er hann minni og er að öllum líkindum leifar af stekk. Ekki er með öllu útilokað að garðurinn hafi fyrrum verið hluti af stekk við selshús, en ýmislegt bendir til þess að þá hafi þau vaxið upp úr seli og garðurinn verið notaður til matjurtargerðar við lítið örreitiskot þarna í hlíðinni.
Fleiri mannvirki gætu verið falin þarna á þúfnablettum. Vatn er í Seljadalsánni, Leirtjörn og Hafravatni, en vatnsgangurinn hefur þá jafnan verið til drjúgur. (En hvað höfðu kotbændur s.s. með vatn að gera öðru jöfnu)? Sunnar eru nú tún (sennilega frá Miðdal)
Niðurstaðan gæti verið þessi: Þarna er um að ræða tóftir svonefnds Búrfellskots (vantar nánari upplýsingar um það), sem að öllum líkindum hefur orðið til upp úr fornu seli eða öðru eldra koti. Graslendi hefur verið þarna ágætt fyrrum þótt nú séu þar einungis stöku gróðurblettur, þar sem fyrrnefnd “tún” áttu að hafa verið.
Frá kotshólnum er ágætt útsýni yfir niðurdalinn og að Hafravatni.
En hvort þarna hafi fyrrum verið sel skal enn ósagt látið – þangað til annað kemur í ljós. Tóftir Búrfellskots (Búrfells) eru í skjóli undir suðvesturhlíð Búrfells, í skjóli fyrir rigningaráttinni – líkt og selja var jafnan háttur á þessu landssvæði.
Þjóðleiðin fyrrnefnda, er gerði kotbónda og fólki hans erfitt fyrir, hefur væntanlega legið meðfram Hafravatni og áfram áleiðis til Þingvalla. Mörg sambærileg dæmi eru til um áþján ábúenda af ferðafólki því ekki var það allt á ferð með fríðu föruneyti.

Búrfellskot

Búrfellskot.

Um göturnar fór einnig fólk, sem hafði það eitt að markmiði að njóta þess litla af þeim fáu er á vegi þess varð – og þá voru kotbændunum, af mörgum, enginn griði gefinn, og það þótt hann hafi dags daglega varla haft nóg fyrir sig og sína. Og ekki hafa húsakynnin verið rífleg, en skjólgóð hafa þau verið fólki á langri leið.
Skv. upplýsingum Sesselju Guðmundsdóttur, sem þekkir þetta svæði orðið býsna vel, konu með mikla reynslu, er “gamli vegurinn þarna elsta gatan til Þingvalla um Seljadal og liggur þétt með Leirtjörn, en sveigir svo til norðurs yfir mýrina (þar gömul torfbrú, var vel sjáanlega f. nokkrum árum) og liggur norður fyrir Silungatjörn að mig minnir. Þessi gata er mjög skýr í gegnum Kambsréttina og áfram inn á heiðina. Hef verið að skoða hana Mosfellsheiðarmegin (er að hnita hana). Ef þú leggur bílnum við gamla bílskúrinn f. ofan Miðdalshúsið og gengur þar beint upp á hæðina til NA þá kemur þú strax á þessa götu. Svo er nú ekki slæmt að hafa öll bláberin þarna á haustin, þ.e.a.s. áður en gæsin étur þau frá manni – sem gerist of oft”!
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Jarðabók ÁM og PV 1703.
-Örnefnastofnun – http://www.ornefni.is/d_skoda.php

Búrfellskot

Búrfellskot – gata.