Færslur

Mosfell
Í 990. för FERLIRs (2006) var haldið á austanvert Mosfell í norðanverðum Mosfellsdal.
Mosfell er kirkjustaður og prestssetur í Mosfellsdal undir samnefndu fjalli. Um árið 1000 bjó söguhetjan Egill Skalla-Mosfells og KirkjugilGrímsson á Mosfelli í elli sinni og var jarðsettur í dalnum. Egilsdys við Leirvogsá mun hafa varðveitt bein hans uns þau voru færð undir kirkjugólfið í nýrri kirkju á Hrísbrú (Mosfelli), sem nú er reyndar orðin að hinni fornu kirkju. Skömmu fyrir andlát sitt faldi Egill silfursjóð í grennd við bæinn, en hann hefur aldrei fundist. Fyrst var reist kirkja að Mosfelli á 12. öld, en núverandi kirkja var vígð árið 1965, teiknuð af Ragnari Emilssyni arkitekt.
Gengið var upp með austanverðu Kýrgili austan við Brekkukot. Líkt og um svo mörg önnur lítil gil hefur ekkert verið skrifað, þrátt fyrir lángan aldur. Um gilið rennur ljúfur lækur. Venjulega enda lækir í öðrum stærri, ám, vötnum eða í sjó, en þessi litli lækur er án endimarka, umkomulaus á miðri leið. Þarna hverfur neðri endi hans niður í mölina – a.m.k. um skammar stundarsakir. Líklega er hann með því að gæta þess að tjaldsegginn skammt neðar í malarfarveiginum geti náð að klekjast út. Að því loknu mun lækurinn án efa halda för sinni áfram skv. venju og öllum viðurkenndum lögmálum. (Hér er aðeins fært í “Laxnesstílinn”, svona í tilefni staðar og stundar, en fæðingarstaður skáldsins er einungis í sjónhendingu frá gilinu).
Í Kýrgili, sem ekki lætur mikið yfir sér, eru þó fallegar stuðlabergsmyndanir, auk bólstra og annarrra bergmyndana. Litli lækurinn, sem rennur um gilið, hefður náð að áorka ótrúlega miklu á skömmum tíma, enda verður að teljast víst að á vorstundum hafi hann verið mun umfangsmeiri en nú gerðist.

Kýrgil

Gróið er í jöðrum, en ofan þeirra hafa roföflin náð að rífa upp rótina, líkt og berghismið í gilinu sjálfu. U.þ.b. miðja vegu upp í ofanverðan gilsendann eru tóftir á honum austanverðum. Báðar eru þær í skjóli fyrir austanáttinni, líkt og tóftum er svo títt á suðvestanverðu landinu. Tóftirnar eru orðnar nær jarðlægar og láta því ekki mikið yfir sér, reyndar svo lítið að reiðvegur liggur í gegnum miðja eystri tóftina. Það segir sína sögu um sjáandann. Hann hugsar venjulega um það sem stendur huga hans næst. Hjá reiðmanninum er það hesturinn og gatan. Hjá honum eru fornar tóftir varla til, nema kannski sem skjól við áfangastaði.
Svo virðist sem þessi tóft gæti hafa verið tvískipt. Syðra rýmið er vel greinilegt. Það er þó frekar lítið.
Efri, nyrðri, tóftin er greinilegri, enda ósöskuð. Hún hefur einnig haft að geyma lítið rými. Vel gróið er framan við hana og þó sérstaklega handan gilsins. Þar er þýfður túnskiki, nokkuð stór, sem nú hefur furugræðlingum verið plantað í. Líklegt má telja að þar hafi fyrrum verið góð beit.
KýrgilAf nafninu á gilinu að dæma virðist þarna hafa getað verið beitaraðstaða fyrir kýr bóndans á Mosfelli eða Minna-Mosfelli. Annað hvort hafa kýr hans verið reknar þangað að morgni að loknum mjöltum og síðan til baka síðdegis, eða þær hafi verið hafðar þarna í seli um sumarið og afurðirnar færðar til bæjar. A.m.k. hefur nægt vatn verið þarna fyrir kýrnar sumarlangt.
Leifar af hinni fyrrnefndu kirkju að Mosfelli komu nýlega í ljós við fornleifauppgröft. Mikið var fjallað um hann á sínum tíma, en Guðmundur Magnússon hafði ákveðna skoðun á þeirri opinberun. M.a. lýsti hann henni með eftirfarandi orðum: “Ekki er víst að allir taki undir með fornleifafræðingunum sem grafið hafa upp leifar þúsund ára gamallar kirkju í Mosfellsdal og halda því fram að hún sé “einstaklega vel varðveitt”.
Sannleikurinn er sá að það þarf bæði ímyndunarafl og þekkingu á fornri byggingararfleifð, sem ekki öllum er gefin, til að sjá fyrir sér kirkju þar sem nú er grjót og fátæklegar timburleifar. Það hjálpar þó að greinilega má sjá útlínur kirkjunnar í grunninum og þannig átta sig á flatarmáli hennar. Stoðholur veita ennfremur vísbendingar um Kýrgilbyggingartækni.
En við Íslendingar erum líklega orðnir nægjusamir þegar fornleifafræði á í hlut. Við vitum að varðveisluskilyrði minja eru ekki góð hér á landi vegna veðurfars og jarðvegs. Við erum fyrir löngu hættir að bíða eftir því að upp úr jörðinni komi gersemar sem við getum flaggað í viðhafnarskápum í Þjóðminjasafninu. Líklega er hið eina sem þjóðin biður um og vonast eftir – þótt ekki fari það alltaf hátt eða sé opinberlega viðurkennt – að í moldinni sem fornleifafræðingarnir róta í með teskeiðum sínum leynist nýjar sannanir fyrir því að kappar og kvenskörungar fornbókmenntanna hafi verið af holdi og blóði; verið raunverulegar persónur. Óhætt er að segja að fæstir fornleifafræðingar hafi nú orðið sterka trú á víðtækri leiðsögn fornritanna við rannsóknir á leifum frá fyrri öldum. Aftur á móti eru þeir nógu þjóðhollir – eða bara skynsamir – til að nefna persónur fornsagnanna til sögu þegar þeir rekja rannsóknir sínar fyrir almenningi og fjölmiðlum. Þannig hafa skáldið Egill Skallagrímsson og Grímur Svertingsson komist í sviðsljósið nú þegar fundist hafa leifar kirkju frá frumkristni við merkilegar rannsóknir að Hrísbrú í Mosfellsdal. Þeir kappar eru ekki nefndir til sögu vegna þess að eitthvað nýtt sé um þá að segja á grundvelli fornleifanna heldur er hér á ferðinni meinlaus og oft bráðskemmtileg undirgrein almannatengsla, iðju sem margir þekkja frá stjórnmálaflokkum og stórfyrirtækjum.

Kýrgil.

Fyrir fræðimenn eru upplýsingar um byggingarform fornra mannvirkja, sjúkdóma, mataræði og hæð fólks, sem bein hafa fundist af, eða vísbendingar um lifnaðarhætti sem lesnar verða úr jarðvegi og dýraleifum, nægileg réttlæting og hvati rannsókna. Þeim verður iðulega heitt í hamsi og komast í uppnám út af leifum og gripum sem almenningur getur ekki lesið glóru í eða tengt frásögnum á fornum bókum. Fræðimönnum finnast nafnlausar minjar ekkert síður merkilegar en hinar sem hefðin og þjóðtrúin setur nafnspjöld á. Þetta gap á milli fræðimanna og almennings er eðlilegt og óhjákvæmilegt og þekkist í einni eða annarri mynd í öllum vísindum.  Fornleifafræðingar, sem unnið hafa við rannsóknir á Íslandi, eiga hrós skilið fyrir að hafa mörgum öðrum fræðimönnum okkar fremur lagt sig í framkróka um að miðla rannsóknum sínum, hugmyndum og kenningum til almennings. Það hafa þeir einkum gert á vettvangi fornleifauppgrafta með leiðsögn, fyrirlestrum og upplýsingaskiltum. Þeir hafa líka notað netið til að koma efni til almennings svo að til fyrirmyndar er.
Við Íslendingar getum verið harla glaðir þótt okkur takist ekki nema að litlu leyti að tengja fornleifar og fornbókmenntir okkar. Við þurfum í rauninni hvorki að leita né finna hetjur og kappa sagnanna í moldinni og getum einbeitt okkur að hversdagslegri minjum sem ekki eru síður mikilvægar til skilnings á sögu genginna kynslóða. Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt gaman væri að finna höfuðkúpu Egils Skallagrímssonar í kirkjugarðinum að Mosfelli eða Hrísbrú eru margfalt meiri verðmæti falin í “Höfuðlausn” hans í “Egils sögu”. Við þurfum ekki að fara yfir bæjarlækinn til að sækja vatnið.”
Í frétt í Mosfellingi 2005 kom þetta m.a. fram um framangreindan fornleifafund með fyrir sögninni “Stórmerkur Bólstrifornleifafundur”: “Nú virðist ljóst að enn einn stórmerkur fornleifafundur hefur átt sér stað á Hrísbrú. Rétt í þann mund er fornleifafræðingarnir voru að ganga frá rústunum eftir vinnuna í sumar komu þeir niður á stólpa, veggi og gólf sem benda til þess að á staðnum hafi verið mjög stór bygging eða skáli.Allt er þetta einstaklega heillegt og án vafa einn merkasti fornleifafundur seinni tíma.
„Þetta er gersemi sem að maður hefði aldrei ímyndað sér að hefði varðveist svo vel“, sagði Jesse Byock fornleifafræðingur sem stýrt hefur rannsóknunum á Hrísbrú undanfarin ár.”
Á bls. 12 í blaðinu er síðan ýtarlegt viðtal við Jesse um fornleifauppgröftinn á Hrísbrú undanfarin sumur.
Eftir standa vangaveltur um tóftirnar við Kýrgil, sem gætu jafnvel reynst eldri en þær fornleifar, sem hér hefur verið sagt frá. Þær hafa þó þann annmarka að tengjast ekki sögufrægri persónu eða stað, sem áður hefur verið skrifað um og lesa má um í fornbókmenntum vorum. Þær eru þó allavega og áreiðanlega hluti af menningarafleifð svæðisins og sem slíkar eining búsetulegrar heildar þess. Og hvort sýnilegar bókmenntaafurðir mannanna séu sýnu merkilegri en önnur verk þeirra verður hver og einn að dæma um fyrir sig.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-http://66.249.93.104/search
-Mosfellingur – 10. tbl. 4. árg. föstudagur 19. ágúst 2005.

Mosfellskirkja

Mosfellskirkja.

Helgafell

Á svonefndum Ásum norðan Helgafells eru tvö upplýsingaskilti. Annað er um gönguleið á fellið og sjáanlegar minjar. Hitt er um jarðfræði og gróður í Mosfellssveit. Hér má lesa textann á báðum skiltunum:

Helgafell

Horft að bænum Helgafelli á stríðsárunum.

“Helgafell er úr blágrýti og rís 217 m yfir sjávarmáli. Sunnan undir fjallinu stendur samnefnt býli sem fyrst er getið um í heimildum á 16. öld. Við erum stödd á svonefndum Ásum, hér reis mikil byggð á hernámsárunum, mest norðan við akveginn, m.a. geysistórt sjúkrahús. Flest mannvirkin eru horfin en þó má sjá hér á hæðinni tvo vatnsgeyma frá stríðsárunum sem miðluðu köldu vatni í bragga og önnur hús. Vatni var dælt úr Köldukvósl í geyminn, sem austar stendur, en í hinn var safnað vatni úr hlíðum Helgafells. Þriðji vatnsgeymirinn, nú hrofinn, var úr stáli og fyrir heitt vatn sem dælt var frá Reykjum og notað til upphitunar hér á Ásunum.

Helgafell

Helgafell – gönguleið.

Héðan liggur stikuð gönguleið upp á Helgafell framhjá leifum af námu þar sem leitað var að gulli snemma á 20. öld. Gönguleiðin liggur austur um fjallið og niður í Stekkjargil þar sem sjá má rústir af fjárstekk frá Helgafelli.

Þar getur göngufólk valið um tvær leiðir og gengið annaðhvort eftir stikaðri leið í áttina að Reykjalundi eða um Skammadal og Mosfellsdal aftur hingað að Ásum.

Helgafell

Hermenn á ferð um vegamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar – Vegatálmar.

Lífseig er sagan um hjúkrunarkonu sem starfaði hér á Ásum á stríðsárunum en fórst með vofveiflegum hætti. Sumir telja að hún sé hér enn á kreiki, stöðvi bíla og dimmum kvöldum og biðji um far. Þegar ökumenn hyggjast spjalla við þennan kynlega farþega eða hleypa honum út er hann á bak og burt!

Mosfellsbær

Helgafells hospital.

Pétur B. Guðmundsson (1906-1978) bóndi á Laxnesi var einn þeirra sem lenti í slíkri lífsreynslu og ritað um hana í bók: “Allt í einu greip hún eldsnöggt með annarri hendinni í stýrið og þverbeygði útaf veginum, svo bíllinn stakkst útaf, en um leið og hún greip í stýrið leið eins og sársaukastuna frá henni.
Ég gerði mér ekki grein fyrir neinu, en rauk út úr bílnum, hljóp aftur fyrir hann, og þegar ég kom að hinni hurðinni þreif ég hana upp og rétti höndina inn í bílinn, því ég var ákveðinn í því, að farþeginn skyldi út hvað sem tautaði. En – hönd mín greip í tómt. Það var enginn í sætinu.”

Velkomin á stikaðar gönguleiðir Mosfellsbæjar

Reykir

Mosfellsbær – herseta ofan Reykja.

Mosfellsbær er um 200 ferkílómetrar að stærð. Hér eru víðáttumikil náttúrleg svæði og einstakir útivistarmöguleikar í lítt snertu landslagi upp til heiða, við vötn og ár og strandlengjuna. Áberandi eru fellin og gróðursælir dalir auk tveggja jarðhitasvæða.

Helgufoss

Helgufoss.

Leirvogur gengur inn úr Kollafirði og í hann falla þrjár ár: Leirvogsá, Kaldakvísl og Varmá. Leirvogur er nefndur í fornsögum, þar var alþekkt skipalægi til forna og þaðan lá leið til Þingavalla og annarra landshluta.
Gönguleiðir eru margar og fjölbreyttar í Mosfellsbæ. Fjöllin eru að vísu ekki há, það hæsta er Grímannsfell, tæplega 500 m.y.s. Náttúruperlur og skoðunarverðir staðir eru víða við gönguleiðirnar. Má þar nefna Leirvogsá og Tröllafoss, sem er friðlýst náttúruvætti, Köldukvísl og Helgufoss, Varmá og Álafosskvos, Nóngilsfoss og Katlagil, Grettistak á Þverfelli og Seljadal. Fornar þjóðleiðir, seljarústir og aðrar sögulegar minjar eru einnig víða við gönguleiðirinar.

Jarðfræði

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort.

Frá því að Stardalsmegineldstöðin kulnaði fyrir um tveimur milljónum ára hafa roföflin grafið dali og myndað það landslag sem við þekkjum í dag. Berggrunnurinn er að mestu hraun, sem runnu á hlýskeiði, og í fellunum má sjá hraunlög sem hafa hlaðist upp á löngum tíma.
Mosfellsheiði er dyngja og þaðan runnu hraunlög niður á láglendið í Mosfellssveit. Víða er jarðhiti í tengslum við virkar sprungur og misgengi sem teygja sig út frá gosbeltinu. Í Mosfellsdal eru þykk setlög sem benda til þess að þar hafi verið stöðuvatn.

Gróður

Mosfellsdalur

Mosfellsdalur – Katlagil framundan.

Við landnám var Mosfellssveit skógi vaxin en miklar breytingar hafa orðið vegna landnýtingar og uppblásturs. gróður teygir sig frá sjávarsíðunni, ipp dalina og fellin. Ofan tileru fellin gróðursnauð. Þar eru ríkjandi skófir á steinum og klöppum, mosi og hálendisplöntur. Við gönguleiðina um Stekkjargil, sunnan undir Helgafelli, hafa verið merktar nokkrar tegundir úr íslenskri flóru.”

Auk framangreinds texta má hér sjá stutta lýsingu á gönguleiðini frá Ásum á Helgafell:

“Stutt gönguleið sem opnar göngumönnum gott útsýni yfir nyrðri hluta höfuðborgarsvæðisins. Upphaf gönguleiðarinnar er við skilti á Ásum. Skammt ofar má sjá gönguslóðann á ská upp fellið. Honum er fylgt á toppinn og svo sömu leið til baka.

Helgafell

Helgafell – leifar vatnstanka.

Á Ásum má sjá leifar af mannvirkjum frá síðari heimsstyrjöldinni. Þarna voru vatnstankar sem voru notaðir til að dæla vatni í sjúkrahús þarna rétt hjá. Var það kallað Helgafell hospital.

Göngustígurinn liggur á ská upp fjallið og er hann merktur með appelsínugulum stikum. Fara þarf varlega á leiðinni upp og niður.

Rétt áður en lagt er á brattann má sjá litla dæld eða laut í fjallinu. Þetta eru leifar af gullnámu frá því rétt eftir aldamótin 1900. Ekki var mikið leitað að gulli né fannst mikið og var gröftur meira byggður á væntingum en öðru.

Helgafell

Helgafell – vatnstakar/loftmynd.

Þegar upp er komið er um 3 – 400 metra gangur að hæsta punkti fjallsins. Sést vel yfir Mosfellsbæ, Esju og yfir sundin svo og hluta Reykjavíkur. Með því að ganga aðeins út á suðurbrúnir má Stekkjartjörn og niður eftir Stekkjargili þar sem gamlan stekk frá Helgafelli er að finna.

Efst má sjá leifar af gömlu varðbyrgi frá hernámsárunum. “

Helgafell

Helgafell – skilti.

Suður-Reykir

Bæjarheitið Reykir eru til víða um land. Hér verður fjallað um Reyki í Mosfellssveit. Á upplýsingaskilti við bæinn er eftirfarandi áletrun: “Sambyggð íbúðarhús á Reykjum voru byggð á árunum 1909 og þar á eftir. Þau eru nú horfin. Útihúsin voru byggð á árunum 1927-1929. Íbúðarhúsið (til vinstri á myndinni) sem fyrr var reist (1909) fékk hitaveitu sama árið og það var byggt. Það var fyrsta íbúðarhúsið á Íslandi sem hitað var upp með heitu vatni. Hitt íbúðarhúsið var reist á árunum 1923-1925.
SkiltiÁ Reykjum var fyrsta upphitaða gróðurhús á Íslandi reist, á árunum 1922-1923, og sjást rústir þess enn. Árið 1943 var hafist handa við að dæla heitu vatni til Reykjavíkur frá Reykjum og dælustöð byggð skammt neðan við Reykjalund. Erlendur her hafði mikil umsvif í landi Reykja á stríðsárunum og var hér m.a. bæði rekið þvottahús, veitingaskáli og kvikmyndahús fyrir hermennina.
Winston hurchill forsætisráðherra Breta kom í heimsókn til Íslands árið 1941 en þá var landið hersetið af breskum her. Churchill kynnti sér m.a. ylrækt á Reykjum.
Á Reykjum (Suður-Reykjum) hefur löngum verið stórbýli og hér var fyrrum kirkja helguð Þorláki helga en hún var lögð niður með konungsbréfi árið 1765. Jörðin var áður nefnd Suður-Reykir og í landi hennar er eitt mesta jarðhitavsæði í nágrenni Reykjavíkur. Á Reykjum hófst jarðhitanotkun snemma á 20. öld og segir sagan að prestur sveitarinnar hafi komið hingað til að sjá mannvirkjagerðina og haft á orði að menn ættu að fara varega í að dæla heitu vatni úr iðrum jarðar, maður vissi ekki hvaðan það væri ættað”.

Mosfellsbær

Suður-Reykir – skilti.

 

Geldingatjarnarsel
Samkvæmt afsölum var Geldingatjörn á Mosfellsheiði fyrrum í landi Mosfells.
Seljabrekka hét áður Jónssel og var Jónssel ein af jörðum þeim er tilheyrðu kirkjuléninu Mosfelli sem varð konungseign eftir siðskiptin og síðar eign íslenska ríkisins. Mosfell var stórjörð og átti Mosfellsdal og alla Mosfellsheiði austur að landi Árnesinga. Seljabrekka var gert að býli 1933 með sameiningu Jónssels og Mosfellsbringna og síðan hefur verið bætt við býlið landi frá aðliggjandi jörðum og jafnframt hafa farið fram makaskipti á landi.Seljabrekka er sunnan við veginn til GeldingatjörnÞingvalla og liggur milli Laxness og Leirvogsvatns og er því við jaðar Mosfellsheiðar. Landinu hallar frá þjóðvegi og niður til Geldingatjarnar sem er í lægsta hluta landsins. Þegar kirkjumálaráðherra f.h. íslenska ríkisins seldi Mosfellshreppi Mosfellsheiðina frá kirkjujörðinni Mosfelli þann 24. maí 1933 þá var Jónssel undanskilið í sölunni eins og segir í afsali: “…þá sel ég hér með nefndri hreppsnefnd fyrir hönd nefnds hrepps frá næstu fardögum að telja Mosfellsheiðarland, eins og það hefir tilheyrt nefndu prestsetri, að undanskildu svonefndu Jónsseli, grasbýlinu Mosfellsbringum, nýbýlinu Svanastöðum, sbr. leigusamning um land handa þessu nýbýli 5. júní 1930, og veiðiréttinum í Leirvogsvatni svo og þeim hluta Leirvogsár, er að heiðarlandinu liggur”. Kirkjumálaráðuneytið leigði ábúendum jörðina allt til ársins 1999 er ábúandinn Guðjón Bjarnason keypti hana en seldi síðar umbj. mínum. Í afsali er ekki lýst merkjum en vísað til þess að kaupandi hafi kynnt sér merkin. Í ábúðarsamningi var ætíð getið merkja en í byggingarbréfum 1968 og 1984 stendur: “Landamerki Seljabrekku (hét Jónssel) sem áður var hluti Mosfells, eru þessi: Að sunnan fær Seljabrekka land, sem áður tilheyrði Bringum þannig að suðurmörk landsins verða ca. 50 metrum norðan við núverandi Sogslínu frá Laxnessmörkum allt að Geldingatjarnarlæk. Geldingatjörn verður öll í landi Seljabrekku.
Að vestan landamerki Laxnesslands, að norðan þjóðvegur og að austan landamerki heiðarlands eins og þau eru ákveðin í kaupsamningi milli Mosfellshrepps og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 24. maí 1933.” Landamerki gagnvart Laxnesi eru glögg og hafa eigendur Laxness látið gera uppdrátt (des. 92) með hnitsettum Geldingatjörnmerkjum jarðarinnar, sem eigendur nágrannajarða hafa áritað. Eigandi Seljabrekku vinnur að því að afla gagna frá ráðuneytum um réttindi sín og afmörkun landsins. Seljabrekka fékk í skiptum við íslenska ríkið Selholtsland austan síns lands samkvæmt bréfi Landnámsstjóra. Þótt ekki sé nefnd stærð landsins í bréfinu var um 150 ha að ræða en það var landstærð Selholts neðan þjóðvegar. Enginn uppdráttur fylgdi eða skýr markalýsing. Merkjalínan er lítið eitt sunnar en girðing sú er sveitarstjórn lét setja upp til að halda fé á Mosfellsheiðinni og liggur milli Geldingatjarnar og Leirvogsvatns. Ábúendur jarðarinnar settu urriða í Geldingartjörnina en hún var án veiði á fyrri tímum. Þá hafa þeir stíflað tjörnina til að koma í veg fyrir að hún botnfrjósi en það mun oft hafa komið fyrir að hún þornaði upp á sumrum. Eigendur Seljabrekku hafa smalað land sitt sjálfir en við haustsmölun á Mosfellsheiði hefur verið smalað sameiginlega heiðarlandið af Mosfellingum og þá hefur verið talið að heiðin byrjaði þar sem hallinn upp á við byrjar, þ.e. hallanum öndvert við Seljabrekku, upp frá mýrinni sem er milli Leirvogsvatns og Geldingatjarnar.
Gengið var til suðurs frá Þingvallavegi þar sem hann rís hæst, á Hádegisholti, milli Seljabrekku og Stardals. Ætlunin var m.a. að skoða hugsanlega fjárborg á heiðinni er sést hafði á loftmynd sem og kanna staðfestingar á óljósum sögnum af selsminjum norðan Geldingatjarnar (sem reyndar höfðu einnig sést á loftmyndinni). Ekki er vitað til að þær minjar hafi áður verið skráðar á léréft, hvað þá í skjátexta.
Að sögn Magnúsar Jónassonar, bónda í Stardal, voru Svanastaðir við útfallið úr Leirvogsvatni. Þeir voru byggðir um 1930, en íbúðarhúsið rifið um 1970. Aðstæður breyttust þarna þegar afrennsli vatnsins var stíflað.
Geldingatjarnarsel Landið á þessu svæði, sem og víða á heiðum Suðvestanlands, hefur að hluta orðið jarðvegseyðingunni að bráð; mosaþembur tekið við af runnagróðri sem og berir melar, en einstakar gróðurtorfur náð að þrauka, enn sem komið er.
Stefnan var tekin á hámelinn með væntanlegri fjárborginni. Áður hafði fótgöngulið verið sent í kring um Geldingatjörnina. Það þóttist finna þar eldgamla tóft, breiða. Tekið var hnit þar og myndir teknar. Ekki lá þá ljóst fyrir hvort um væri að ræða tóft eða náttúruleg ummerki, því þarna er ekkert gras, bara mosaþúfur. Þarna á melnum fyrir ofan meintar seltóftir er nyrðri Bringnaleiðin (óvörðuð, enda ekkert stæði eða efni á melnum), en leiðirnar voru tvær og komu saman við Illaklif.
Sem fyrr segir var stefnan tekin á hina meintu fjárborg á Hádegisholti, annað hvort nýhlaðinni eða endurhlaðinni (þrjú umför með langböndum á millum). Um 12 vindstig voru af norðri svo gott var að setjast niður í borginni og láta reyna á skjólið. Þótt “borgin” væri ekki hærri en raun bar vitni (samt nógu há fyrir rollur), var þar feykigott skjól. Fróðlegt var að fá að vita að hvaða tilefni “fjárborg” þessi var hlaðin og það þarna, á hæsta melhól heiðarinnar. Hafði eldri fjárborg verið þar fyrir? Þegar svara var leitað hjá Magnúsi bónda í Stardal, kom í ljós að Tryggvi Hansen, hleðslumeistari, hafði hlaðið þetta mannvirki fyrir ca. 20 árum vegna einhvers sérvitringsháttar. Staðurinn átti að vera merki í beinni línu milli Reykjavíkur og Þingvalla og afmarka eitthvað óljóst.
Tekin var stefna á tóftina á loftmyndinni. Gengið var beint á hana þar sem hún kúrði í skjóli undir lágum og reisulitlum mel, varin fyrir austanáttinni. Ofan melarins og neðan er hins vegar hið ákjósanlegasta beitarland, mýrar með safagrænum störum. Um er að ræða eitt hús, stekk aftan við það og kví norðaustar, fast undir melbrúninni. Kannað var og næsta umhverfi, en engar aðrar minjar voru sýnilegar. Selsvörðu var ekki til að dreifa, enda lítið um efni til uppbyggingar hennar. Hins vegar mátti sjá móta fyrir einum af hinum þremur Bringnavegum ofan selsins. Þetta sel virðist vera eins og Jónssel (eitt hús), en í Jónsseli er auk þess tóft er virðist vera hús, en gæti eins hafa verið kví. Fjárborg Erfitt er að áætla aldur þessarar tóftar, en eitt er víst; hún hefur að mestu verið gerð úr torfi og virðist forn.
Í leiðinni var litið á fjárborgir tvær skammt ofan við Gljúfrastein í landi Laxness. Þær voru friðlýstar árið 1976. Í lýsingum segir frá þeim, “það sem önnur er neðan þjóðvegarins og hin ofan hans. Heitir önnur Grænaborg, en hin er ónefnd”. Málið er að Þingvallavegurinn liggur milli fárborganna. Sú efri er sýnum minni en sú neðri, sem nefnd hefur verið Grænaborg. Fæstir vegfarendur, sem um Þingvallaveginn aka, virðast sjá þessar fornu minjar, en stefna þó óðfluga á hinn forna þingstað þar sem fátæklegra er um að litast – ef grannt er skoðað. Þingstaðurinn segir jú ákveðna sögu um sjórnskipan og menningu þjóðar í mótun, en fornar fjárborgir eru áþreifanlegur vottur um raunverulegt brauðstrit fólksins, sem flest okkar eru fædd af og fóstruð. Sama gildir um selin í heiðunum, götur, garða og önnur mannvirki hins árstíðarbundna amsturs. Þá voru greinileg skil milli verka, þ.e. hvað var gert í á vetrum og sumrum. Ártíðarhringurinn réði því til hverra verka var gengið hverju sinni. Sauðburðurinn á vorin, endurgerð mannvirkja, eggjatínsla, áburður, túnslétta, sláttur, slátrun, úrvinnsla afurða, kvöldvökur og þreying þorra. Allt voru þetta fastir liðir í lífi fólks og hver ártíð gerði sínar kröfur. Í dag er þessu öðruvísi farið; fólkir gerir kröfurnar og reynir jafnframt að uppfylla þær – með misjöfnum árangri þó.
Þá er það næsta: “Úlfarsfell hafði sel á heimalandi”. Spurning er hvar það kann að leynast?
Frábært veður. Sól og nægt súrefni að norðan. Gangan tók 33 mín.

Geldingatjörn

Geldingatjörn.

Hrísbrú

Undanfarin ár hefur farið fram fornleifauppgröftur á Hrísbrú undir Mosfelli í Mosfellsdal (landnámi Ingólfs). Rannsóknin hefur m.a. verið styrkt af tímabundnum “Kristnitökusjóði”. Sjóðurinn hefur gefið fornleifafræðingum hér á landi örskots tækifæri til að “öskubuskast”, þ.e. dafna um stund upp úr undirmálsmennskunni.

Kýrgil

Kýrgil – neðsti hluti.

Ef ætlun hinna (greindu) stjórnmálamanna hefði verið að nota sjóðinn til að byggja upp öfluga fræðigrein er væri í stakk búin til að takast á við og ljósumumvarpa hið óþekkta í stað þess að leita staðfestingar á því sem þegar hafði verið skráð á skinn væri staða hennar í dag allt önnur en var fyrir aðeins nokkrum árum.
Fjármagn má nota til ýmissa nota. Því er hægt að sóa, nýta án meðvitaðrar arðsemi, eða fá þá til baka, bæði með vöxtum og verðtryggingu. Með því að fjárfesta meðvitað og markvisst í “íslenskri” fornleifafræði má auðveldlega uppskera dýrmætar upplýsingar er varpað gætu ljósi á annars óskýrða fortíð þjóðarinnar (og það í eiginlegri merkingu). Framtíðin byggist jú á fortíðinni – uppruna, reynslu og þekkingu. Það er því ekki verra fyrir fámenna þjóð að þekkja grundvöll sinn þegar takast þarf á við stór og mikilvæg verkefni framtíðarinnar. Þá verður og heldur aldrei horft framhjá þeirri staðreynd að menningararfurinn er og verður sá hornsteinn sem samfélagið byggir tilvist sína á hverju sinni. Grundvöllur Alþingis Íslendinga (hátindar mikilfengleikans) byggir t.a.m. á þeirri hugmyndafræði.

Tjaldanes

Tjaldanes – dys Egils Skallagrímssonar.

Þegar kristni var leidd í lög “undan feldi” á Íslandi um árið 1000 e. Kr., bjó Grímur á Mosfelli. Um það vitnar Egilssaga. Nú væri hægt að skrifa lærða grein um tilurð og meðferð handritsins, en að því slepptu var nefndur Grímur í framhaldi af því skírður til þeirrar trúar og kirkja byggð á jörðinni. Fólk sagði að Þórdís, kona hans, hefði þá flutt bein Egils Skallagrímssonar úr dys hans í Tjaldarnesi í kirkjuna þegar hún var byggð að Hrísbrú. Ef einhverjar spurningar vakna hér um hver þessi Egill hafi verið verður sá hinn sami bara að lesa Egilssögu.
Skriða hljóp á kirkjuna, segir sagan, og ný var byggð að Mosfelli. Bein Egils voru þá tekin úr gröfinni undir kirkjugólfinu og þau flutt í utanverðan kirkjugarðinn. Sagt var að beinin og gröfin í gömlu kirkjunni hafi verið stærri en að meðaltali þótti. Taldi eldra fólk almennt að þar hefðu verið um bein Egils Skallagrímssonar að ræða. Sögunni fylgja þau munnmæli að maður sá er flutti beinin á milli kirkjunnar gömlu og grafreitsins hafi viljað merkja hvort þar gætu verið um leifar Egils að ræða. Hafi hann barið duglega í hauskúpuna en hún vart látið á sjá. Hafi það verið til staðfestingar á sannleiksgildinu. Hafa ber í huga að munnmæli mann fram af manni hafa oftar en ekki leidd til árangurs – þegar betur hefur verið að gáð.

Árið 2001 gaf fornleifarannsókn á Hrísbrú til kynna ýmislegan árangur. Hann staðfesti m.a staðsetningu kirkju á staðnum sem og kirkjugarð líkt og Egilssaga greinir frá. Kirkjubyggingin hefur verið gerð úr torfi og grjóti. Landnámsöskulagið staðfestir og tímatalið. Telja má nokkuð öruggt að hún sé frá þeim tíma er sagan greinir frá. Egill mun hafa látist háaldraður á ofanverðri 10. öld.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur á Kirkjuhól.

Í fréttum Mbl. 2004 er grein frá því að þúsund ára gömul kirkja hafi verið grafin upp í Mosfellsdal. “Í gær varið unnið að því að grafa upp beinagrind sem legið hefur í moldinni í um þúsund ár. Kirkja sem getið er um í Egilssögu hefur verið grafin upp að bænum Hrísbrú í Mosfellsdal. Kirkjan var byggð um árið 1000, strax eftir að Íslendingar tóku kristni, með merkilegum byggingarstíl og þykir einstaklega vel varðveitt. Þar hafa einnig fundist um 20 beinagrindur.
Magnús Guðmundsson sagnfræðingur segir að talið sé að þarna sé komin kirkja sem Grímur Svertingsson byggði í kringum árið 1000 þegar kristni var tekin upp á Íslandi. Kirkjan sé ein af 6-7 kirkjum sem byggðar voru á Íslandi strax við kristnitökuna. Hún hafi verið sóknarkirkja, aðallega fyrir Mosfellsdalinn og norðanvert Kjalarnes.
Kirkjan er um fjórir metrar að lengd og þrír metrar að breidd. Dagfinn Skre, prófessor í fornleifafræði við Óslóarháskóla, segir að uppgröfturinn að Hrísbrú gefi nýjar pplýsingar um kirkjubyggingar á Norðurlöndum frá þessum tíma. Ellefu kirkjur frá sama tíma hafi verið grafnar upp í Noregi, en engin þeirra sé byggð með sömu aðferð og kirkjan að Hrísbrú.

Hrísbrú

Hrísbrú – uppgröftur.

“Margar mismunandi byggingaraðferðir voru notaðar. Í fyrsta lagi eru tréstöplar í hornunum, sem voru grafnir niður og báru uppi þakið. Síðan er biti eftir endilöngu gólfinu, með rauf sem veggþiljur voru settar í. Svona gólfbiti með þiljum hefur aldrei áður fundist í norrænum kirkjum. Það er áhugavert og mikilvægt,” segir Skre. Steinhleðsla er innan við tréþiljurnar, sem hefur borið uppi bekk meðfram veggnum fyrir kirkjugesti. Skre segir að kórinn hafi verið skör hærra en steingólf kirkjunnar og gólf hans hafi líklega verið klætt viði. Að utan var kirkjan klædd torfi.
“Það er merkilegt að sjá hvernig þiljur voru settar í grunntré. Þetta er mjög sjaldgæft,” segir Jesse Byock. Viðarbitarnir eru enn heilir og segir Byock að nú verði þeir þurrkaðir. Viðurinn hafi varðveist jafn vel og raun ber vitni þar sem súrefni hafi ekki komist að honum. Inntur eftir því hvort unir hafi fundist inni í kirkjunni segir Byock að lítið sé um það, en smábitar úr kopar og járni hafi þó komið í ljós.
Uppgröfturinn að Hrísnesi mun síðan halda áfram, en undir kirkjunni virðast vera leifar af landnámsbæ. Byock segir að útlit sé fyrir að eldur hafi komist í kirkjuna, viðurinn sé sums staðar
sviðinn, en engar heimildir séu þó til um bruna þar.
Krabbamein og berklar þjökuðu fólkið Þá hafa um 20 beinagrindur fundist til hliðar við kirkjuna. Sumar þeirra eru mjög vel varðveittar en aðrar ekki. “Fólk var ekki við góða heilsu á þessum tíma,” segir Byock og bætir við að fólkið hafi náð 40-45 ára aldri og verið hrjáð af ýmsum kvillum.
“Þetta fólk bjó við erfiðar aðstæður, var greinilega vannært og sumir mjög smávaxnir. Það kemur heim og saman við hluta af heimildum sem við höfum um Ísland á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og hvernig lífið var hér,” segir Magnús. Hann segir að beinagrindurnar séu af smávaxnara fólki en þær beinagrindur sem grafnar hafa verið upp á Íslandi frá svipuðum tíma. Augljóst sé að sumir hafi lifað mikinn skort.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Hann segir að ein beinagrindin sé af karlmanni á þrítugsaldri sem hafi greinlega látist úr krabbameini í heila. “Þeir hafa fundið meinvörp í höfuðkúpunni sem benda til þess að hann hefur dáið kvalarfullum og óþægilegum dauðdaga. Þeir eru með fleiri heimildir, telja sig jafnvel hafa fundið vísbendingar um berkla, þetta er í kringum árið 1000, og gæti bent til þess að þetta væru fyrstu vísbendingar um berkla hér á landi,” segir Magnús. Hann segir að Egill Skallagrímsson, sem dvaldi í Mosfellsdalnum síðustu æviár sín, hafi t.d. verið með höfuðriðu, orðinn fótkaldur og getulaus og lifað frekar slæmu lífi.
“Þó hafði hann það að mörgu leyti ágætt í horninu hérna hjá Þórdísi bróðurdóttur sinni og Grími Svertingssyni. Þau bjuggu hérna, það er talið að Egill hafi búið hérna á Mosfelli frá 974-990, um það leyti deyr hann og hann er grafinn hérna niðri í Tjaldanesi [sunnan við Hrísbrú]. Þórdís tók upp beinin og færði til kirkju sem Grímur þessi Svertingsson lét reisa hér á Mosfelli árið 1000, þegar Egilssaga segir að hann hafi tekið kristni,” segir Magnús. Hann segir að sumir telji að býlið að Hrísbrú hafi áður heitið Mosfell, en einhverjar nafnatilfærslur hafi átt sér þarna stað.

Hrísbrú

Hrísbrú.

Samkvæmt Egilssögu var kirkjan lögð niður í kringum árið 1150 og gæti það einnig vel verið raunin varðandi kirkjuna að Hrísbrú að sögn Byock.
Egla greinir frá því að bein Egils hafi þá verið tekin upp og færð að Mosfelli, en það var skylda samkvæmt kristnirétti Grágásar að færa grafir og kirkjugarða sömuleiðis ef kirkjur voru fluttar til. Magnús segir ómögulegt að segja til um hvort bein Egils séu meðal þeirra beina sem fundist hafa í uppgreftrinum. “Það vitum við ekki. Þeir hafa að vísu fundið einhver stór og mikil bein sem voru í kassa alveg við hliðina á kirkjunni, en það verður víst seint sem við getum útkljáð það. Öll erum við jú komin af Agli og vitum ekki hvort við getum útvegað þeim einhver lífssýni og séð hvort hann sé eitthvað skyldur okkur þessi maður. Egla reyndar segir að bein Egils hafi endað í utanverðum kirkjugarði að Mosfelli,” segir Magnús.

Ekkert bólar á silfri Egils. “Nei ekki enn þá,” segir Byock hlæjandi, þegar hann er inntur eftir því hvort ekkert hafi fundist af silfrinu hans Egils og bætir við að það sé lítil von til þess. Magnús segir að þó silfrið hafi ekki beint komist í leitinar telji margir Mosfellingar að heita vatnið sem hafi fundist í dalnum sé í raun silfur Egils. “Í það minnsta hafi þetta heita vatn verið gulls ígildi og sjálfsagt meira virði en einn lítill silfursjóður ættaður af Englandi,” segir Magnús.
Skre telur fulla ástæðu til að endurreisa kirkjuna að Hrísbrú og gera fólki þannig kleift að bregða sér þannig aftur í aldir. “Þetta er eitt af fáum tilfellum þar sem við höfum mikið af upplýsingum um hvers konar bygging þetta var og hvernig hún var byggð þannig að það er vel hægt að gera góða eftirlíkingu,” segir hann og bætir við að hann vonist eftir því að yfirvöld muni hrinda slíkri
endurbyggingu í framkvæmd. Slíkt segir hann að yrði gott framlag til lífsins í Mosfellsdal við upphaf Íslandsbyggðar.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Í Mosfellspóstinum frá þessum tíma segir frá því að “Stór gröf hefur fundist í kirkjustæðinu við Hrísbrú í Mosfellsdal en gröfin var undir gólfi kórsins í kirkjunni og í henni hafa fundist leifar af timbri. Jesse Byock, sem stýrir uppgreftrinum við Hrísbrú, segir ljóst að timburleifarnar séu úr líkkistu en miðað við stærð grafsögu. Í öðru lagi benda allar lýsingar Egilssögu til þess að Egill hafi verið mun hærri en flestir samtímamenn sínir og er hann meðal annars sagður „vel í vexti og hverjum manni hærri“. Jesse er þó ekki tilbúinn að fullyrða að þarna hafi Egill legið og bendir á að ekki sé hægt að segja að allt sem standi í Egilssögu sé rétt.
Við athugun kom í ljós að líkkistan hafi verið meira en tveggja metra löng. Ýmislegt bendir til þess að þetta hafi verið gröf Egils Skallagrímssonar, þó að vitaskuld sé ekki hægt að fullyrða það. Fyrir það fyrsta er talið að gröfin sé frá því í kringum árið 1000 og ef rétt reynist fer sú tímasetning ágætlega saman við frásögn Egils en uppgröftur á svæðinu hefur staðið yfir undanfarin ár og hafa fundist um 20 beinagrindur á svæðinu, þar á meðal stór og mikil bein sem gætu verið bein Egils, þótt það sé ekki víst. Þess má þó geta að í Eglu er sagt frá því að undir altarisstaðnum í kirkjunni hafi fundist mannabein, sem „voru miklu meiri en annarra manna bein“ og segir sagan að menn hafi þóst vita að þar væru bein Egils.
Byock segir að að öðru leyti gangi rannsóknir og uppgröftur vel og í sumar hafi strúktúr og er hugsanlegt að um gröf Egils Skallagrímssonar sé að ræða. Gröfin var undir gólfi kórsins í kirkjunni og í henni hafa fundist leifar af timbri.
Hrísbrú
Jesse segir ljóst að timburleifarnar séu úr líkkistu sem þar hafi legið og miðað við stærð grafarinnar sé líkkistan sú stærsta sem fundist hafi á svæðinu. Ýmislegt bendir til þess að þetta hafi verið gröf Egils, þó að vitaskuld sé ekki hægt að fullyrða það. Fyrir það fyrsta er talið að gröfin sé frá því í kringum árið 1000 og ef rétt reynist fer sú tímasetning ágætlega saman við frásögn Egilssögu. Þar er talað um að Egill hafi verið færður úr haugi við Tjaldanes og að kirkjunni, sem var að öllum líkindum byggð skömmu eftir að Íslendingar tóku kristni. Í öðru lagi benda allar lýsingar Egilssögu til þess að Egill hafi verið mun hærri en flestir samtímamenn sínir og er hann meðal annars sagður „vel í vexti og hverjum manni hærri“. Miðað við stærð grafarinnar er talið að líkkistan hafi verið meira en tveggja metra löng.

Byock er þó ekki tilbúinn að fullyrða að þarna hafi Egill legið. „Maður getur aldrei sagt,“ segir hann og bendir á að ekki sé hægt að segja að allt sem stendur í Egilssögu sé rétt. Þegar grafarstæðið fannst kom í ljós að grafin hafði verið hola í moldina sem lá yfir gröfinni. Byock segist ekki vita af hverju holan hafi verið grafin en líklegt sé að einhver hafi viljað komast að líkkistunni. Holan var hins vegar það lítil að ekki hefði verið hægt að ná kistunni upp um hana.

Í Egilssögu er sagt frá því að Egill Skallagrímsson hafi eytt síðustu æviárum sínum í Mosfellsdal en talið er að hann hafi látist um árið 990. Hann var fyrst um sinn heygður í Tjaldanesi en Þórdís, bróðurdóttir hans, lét síðar flytja hann að kirkjunni í Mosfelli, sem Grímur Svertingsson, maður hennar, lét reisa. Engin bein fundust í grafarstæðinu, sem fannst fyrir helgi. Þá hafi verið unnið að því að grafa upp veggstæði sem fannst norðanmegin við kirkjuna. Hugmyndir eru uppi um að gera líkan að kirkjunni í fullri stærð og segir Byock að arkitektar og fleiri muni koma að þeirri vinnu. „Það er samt bara hugmynd,“ segir hann.
Þegar Byock er síðan að lokum spurður þeirrar spurningar sem Íslendingar allir vilja vita svarið við, nefnilega hvar silfur Egils sé niðurkomið, svarar hann hlæjandi: „Ég er með það í vasanum!“ Hann viðurkennir þó fljótt að silfrið sé enn ófundið og að sennilega sé lítil von til að það finnist.

Staðarnafna úr dalnum er víða getið í heimildum frá landnámsöld og í Íslendingasögunum, m.a. í Eglu, Gunnlaugssögu og Hallfreðarsögu vandræðaskálds. Að sögn Mosfellsbæjar er það nær einsdæmi í norrænum fræðum að dæmi úr Íslendingasögunum séu jafn vel staðfestanleg með fornleifaminjum og komið hefur í ljós við uppgröftinn í Mosfellsdal. Við uppgröft stafkirkju að Hrísbrú hafi til að mynda verið sannreyndar upplýsingar sem koma fram í 89. kafla Egilssögu þar sem sagt er frá kirkjunni að Hrísbrú og örlögum hennar.

Ein athyglisverðasta niðurstaða um frumbyggjana í Dalnum er hve gömul bein hafa fundist í fornum kirkjugarði við Hrísbrú. Kolefnisgreining (C-14) bendir til þess að þar séu grafnir einstaklingar sem fæddir eru einhvern tíma um eða eftir aldamótin 900. Örlög þessa einstaklinga hafa einnig verið söguleg, því bein þeirra bera ummerki bardaga og þar er líklega komin fyrsta áþreifanlega vísbending hérlendis um einstakling sem hogginn hefur verið í herðar niður.
Fornleifaverkefnið Mosfell, er alþjóðlegt rannsóknarverkefni sem nýtir sér verkfæri fræðigreina eins og sagnfræði, fornleifafræði, mannfræði, norrænufræða og umhverfisvísinda til að skapa heildstæða mynd af aðlögun landnámsmanna að náttúru og umhverfisbreytingum. Rannsóknin beinist að Mosfellsdalnum sem vistkerfi allt frá tímum víkinga. Mosfellsbær hefur styrkt verkefnið samkvæmt samningi til 3ja ára og er eitt ár eftir af þeim samningi.

Innansveitarkronika Halldórs Kiljan fjallar um kirkjuna á Mosfelli eins og fyrr greinir. Um það urðu mikil átök á sínum tíma, hvort rífa skyldi kirkjuna eða ekki og byggja aðra á Lágafelli. Mosfellskirkja var rifin. Inn í sagnfræðilegan stíl fyrri hluta bókarinnar kemur þessi skemmtilega frásögn af því, þegar Ólafur bóndi Magnússon á Hrísbrú kemur að Mosfelli og stendur á hlaðinu með orf sitt reitt um öxl og veit ljásoddurinn beint upp … Nokkru utar á hlaðinu og nær sáluhliði stendur Bogi sonur hans sem gerst hafði skjaldsveinn föður síns í þessari för og hafði hrífu í hendi.“ Þeir eru að mótmæla sameiningu kirkna og niðurrifi Mosfellskirkju:
“Ég er búinn að fara til klénsmiðs, mælti þá Ólafur á Hrísbrú, en þessir ræflar eru svo úrættaðir að þeir kunna ekki leingur að smíða sverð.
Og hverjir ætla sosum að fara að berjast með sverðum núna Ólafur minn, spyr séra Jóhann.
Ólafur svarar: Til er ég og til er Bogi.
Ja það er nú það Ólafur minn, segir séra Jóhann. Mér dettur í hug hvort ég ætti ekki að vekja hana Gunnu þó í fyrra lagi sé og biðja hana að snerpa á könnunni.
Þá segir Ólafur: Heldur þú og þið anskotar að Egill Skallagrímsson frændi minn hafi farið að drekka kaffi þegar hann var í vígahug?
Því er nú ver og miður að ég á ekki öl einsog Egill var vanur að drekka, segir séra Jóhann. En gott kaffi er gott ef það er gott.“
Halldór Laxness sagði mér að séra Jóhann hefði skírt sig, þegar hann var prestur í Reykjavík. “Hann var síðasti prestur á Mosfelli áður en kirkjan var rifin. Yfirvöld létu rífa kirkjuna samkvæmt lögum um sameiningu kirkna frá 1882; þau lög voru reist á konungskipun frá 1774. Það tók því meira en hundrað ár að fá þessu boði framfylgt; guð tók stinnt í á móti í Mosfellssveit. Séra Jóhann þjónaði aldrei Lágafellskirkju, en fluttist til Reykjavíkur og varð dómkirkjuprestur og gekk í svörtum frakka og gallossíum og var með stórt nef. Hann hafði dimman og hlýjan málróm og talaði ósjálfrátt í einföldum spakmælum. Það var hann sem sagði meðal annars þessi minnisverðu orð: Góð blöð eru góð ef þau eru góð. Svona spakmæli eru þægileg og meiða engan,“ segir skáldið.
Í sögunni segir, að séra Jóhann hafi látið aftur annað augað fyrir guðssástar sakir, þegar hann gaukaði klukkunni að Ólafi á Hrísbrú, eftir að kirkjan hafði verið rifin.
“Ég hef heyrt, að kannski hafi það ekki verið að séra Jóhanni forspurðum sem klukkan hvarf,“ segir Halldór Laxness og bætir við að – “þeir höfðu gott álit á honum hér í sveitinni, enda var það líkt honum að gefa klukkuna höfuðóvininum til að dangla í, þegar honum leiddist.“ Skáldið bætir því við, að séra Jóhann hafi verið honum mjög hugleikinn.  Mér þótti feikna gaman að sjá hann á götu í Reykjavík og heyra hann skiptast á orðum við fólk. Hann kemur fyrir í Heimsljósi sem fangelsispresturinn og einnig kemur hann mikið við sögu í Brekkukotsannál. Hann er mjög ólíkur séra Jóni Prímusi, svo ég gat ekki komið honum að í Kristnihaldinu.“
Ólafur á Hrísbrú og Bjartur í Sumarhúsum eru ólíkar manngerðir, þó það sé nokkur svipur með þeim sem bændum. Viss skyldleiki er með svona bændakalla-harðhausum, eins og skáldið komst að orði. “En Bjartur er útpenslaðri en Ólafur, þ.e.a.s. meira málaður út í hörgul. Ólafur á Hrísbrú er bara teiknaður með fáum strikum; ekki útfyllt mynd; ekki rakin slóð hans frá æsku eins og Bjarts. Bjartur var fullur af rímum og skáldskap og hafði marga góða kosti umfram Ólaf. Þegar deilurnar stóðu sem hæst, lét Ólafur mikið að sér kveða hér í sveitinni og vildi fara í stríð út af kirkjunni. Þá sagði hann: Til er ég og til er Bogi.“ Þetta er nú orðtak hér í Mosfellssveit, jafnvel stundum notað hér í húsinu. Þessi orð mætti festa upp yfir dyrum Mosfellskirkju. Mosdælir hafa séð, að þau voru fyndin. Bogi, sonur Ólafs, var manna ólíklegastur til hermennsku þeirra manna sem Mosdælir þekktu.“
Í Innansveitarkroniku segir skáldið á einum stað um Íslendinga: “Því hefur verið haldið fram að Íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um tittlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls… þó er enn ein röksemd sem Íslendíngar eru fúsir að hlíta, þegar alt um þrýtur, en það er fyndni; má vera aulafyndni. Við hlægilega lygisögu mýkist þjóðfélagið og fer að ljóma upp; jarðvegur sálarinnar verður jákvæður.“ Í samtalinu bætir skáldið við: “Þessi íslenzka fyndni er mjög sérkennileg og lætur stundum átök milli manna linast.“

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Allt er þetta aðdragandi sjálfrar sögunnar um Mosfellskirkju. Síðari hlutinn fjallar um það, hvernig munaðarlaus drengur, Stefán Þorláksson úr Reykjavík, sonur Ösku-Láka sem kallaður var, lenti í Mosfellsdal og leiddi af því að kirkja var endurreist á Mosfelli í okkar tíð. Þó vissi enginn til þess “að Stefán Þorláksson hefði nokkru sinni farið með gott orð í lifanda lífi; prestur nokkur hefur sagt við undirritaðan, að Stefán þessi muni hafa verið álíka trúlaus og Konstantín mikli, sem þó sannanlega bjargaði kristindóminum. Að minsta kosti mundi enn sem komið er teljast ofílagt að reikna hann með trúarhetjum í Mosfellssveit. Samt varð hann styrkari stoð sönnum kristindómi í sveit þessari, mælt í krónum og aurum, en flestir helgir menn vorir urðu hvort heldur með þöglum bænahöldum eða háværum sálmasaung eða laungum prédikunum.“ Hann var kallaður Stefi og muna hann enn margir. Einkunnarorð hans í sögunni eru: kaupa, kaupa sama hvað kostar – en að sögn skáldsins eru þessi orð upphaflega komin frá Oddi í Glæsi. “En ég hef krítað þau hjá Stefa af skáldsöguteknískum ástæðum.“

Innansveitarkronika er helgisaga eða jarteinabók að því leyti sem jarteinir eru þau undur sem guð notar til að sanna almætti sitt undir votta í einhverju sérstöku máli á einhverjum tilteknum stað. Ólíklegasta fólkið verður verkfæri til að sanna almætti guðs; Stefán, fátækur drengur með nafnmiðann sinn saumaðan inn í úlpuna sína; Guðrún Jónsdóttir, kölluð Gunna stóra, ösku- og mógrafakerling; og Ólafur á Hrísbrú, þessi rustakarl sem var sannanlega enginn dýrlingur. “Ekkert af þessu fólki virðist hafa haft nokkra trúarlega glætu. Það bara sannaði almætti guðs í Mosfellssveit.“

Hrísbrú

Hrísbrú – uppgröftur – skáli.

Kaflinn um Stefa, þegar hann kemur fyrst lítill drengur að Hrísbrú, er skáldskapur sem festist í minni. Orðaskipti hans og Ólafs bónda, sem annars ekki vék hlýlega að gestum, óttaleysi drengsins við raunveruleikann, stórfljót og fjallgarða, en barnslegur ótti hans við ímyndanir sínar svo sem ræningja og hrynjandi fjöll, allt verður þetta ógleymanlegt. Hann vildi gera ál að hákarli með því að ala hann nógu vel á hornsílum, sem sagt; vildi einlægt gera mikið úr litlu. Mosfellskirkja hin nýja fæddist af framsýni í fébrögðum Stefáns Þorlákssonar. Klukkan í hana er komin þangað aftur fyrir tilstuðlan Ólafs bónda á Hrísbrú og kaleikurinn úr rusli eftir gamla konu sem dó á hreppnum á níræðisaldri 1936. “Einginn hafði vitað til að þetta munaðarlausa gamalmenni geymdi dýrgripa frammí dauðann; þaðanafsíður hvernig þessi kaleikur var kominn í hennar vörslur.“
Hver var þessi kona?
Hún hét Guðrún Jónsdóttir eins og í sögunni og “var í raun og veru kapítalisti, því hún var aldrei vistráðin en talin lausakona“. Í samtali okkar segir skáldið ennfremur: “Það er rétt, Guðrún Jónsdóttir var kapítalisti. Hún var ekki verkamaður. Hún lifði til að skemmta sér; hún tók ekki kaup; skemmtun hennar var að taka upp mó: hún var frjáls. Þessi kona veitti öðrum mönnum af auðlegð sinni ævilangt. Þegar hún var orðin gömul og farlama fór hún auðvitað á hreppinn.“ Skáldið heldur nafni hennar í sögunni eins og nafni á öðrum persónum, sem koma við kroniku Mosfellssveitar – en auðvitað með þeim fyrirvara sem stendur aftan á titilsíðu: Skírskotanir til nafngreindra manna rita skjala staða tíma og atburða þjóna ekki sagnfræðilegu hlutverki í texta þessum.“ Halldór Laxness segir í samtalinu: “Krakki hér í sveitinni, hlustaði ég eftir öllu sem sagt var, og ég á mér ótæmandi endurminningasjóð um fólk sem ég samneytti á bernskuárum mínum. Það var ólíkt fólki sem ég kynntist síðar. Ég kom hingað á fjórða ári úr Reykjavík og þetta fólk var minn félagsskapur, þangað til ég fór að vera á vetrum í Reykjavík 12 ára við ýmiss konar nám. Guðrún Jónsdóttir var oft hjá okkur í Laxnesi, stundum misserum saman. Ég man enn eftir ýmsum orðatiltækjum hennar, og kem þeim að í sögunni. Hún sagði til að mynda þetta: Ég kann bezt við mig í einhverju benvítis síli.“ Ég hef spurt orðabókamenn og þeir kannast ekki við þetta orðatiltæki. Það hefur ekki komizt á prent, svo ég viti, og ég hef engan heyrt nota það annan. En mér dettur ekki í hug að Guðrún Jónsdóttir hafi fundið það upp. Ég held að síli sé draslvinna eða vinnubjástur.“

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur (Jesse Byock).

Guðrún Jónsdóttir kom til Þórðar Jónssonar og Kristínar Vigfúsdóttur að Æsustöðum 1926 og hafði þá verið í Laxnesi. Hún átti kindur og hryssu, þegar hún var í fyrra skipti á Æsustöðum. Hún heyjaði þá Gunnubarð, sem svo var kallað, en nú er innan túns. Hún sló sjálf og batt. Hún hafði sérstakt skap og gott að vera í návist hennar. Hún var fædd í Hamrahlíð 26. desember 1854 og lézt á Æsustöðum 24. marz 1936. Hún var greftruð á Mosfelli. Hamrahlíð er ekki lengur í byggð, en er nú undir Blikastöðum. Andlit Guðrúnar og höfuðlag allt var af mynd að dæma stórskorið eins og landið.
Í upphafi ellefta kapítula sögunnar segir svo: “29unda júní sama vor og Mosfellskirkja var rifin mátti lesa eftirfarandi grein undir fyrirsögninni “Saga af dýru brauði“ í vikublaðinu Öldinni, og má gánga þar að henni ef einhver nennir að fara á bókasöfn og lesa gamlar blaðagreinar.“ Saga þessi fjallar um villu Gunnu stóru á Mosfellsheiði, þegar hún vitjaði pottbrauðs. Ungur piltur úr sveitinni tekur hana tali og spyr um villuna, rétt eins og blaðamaður eigi samtal við sérkennilega konu – en þó verðum við að hafa á þann fyrirvara, að hvorki frásögnin í Öldinni né lýsing Gunnu stóru í samtalinu eiga rætur í raunveruleikanum, og ekki heldur samtalið sjálft. Villur Guðrúnar í Innansveitarkroniku eru uppspuni. En svipaða sögu heyrði skáldið sunnan af Suðurnesjum. Þar var stúlka að villast hátt upp í viku í hrauninu á Reykjanesskaga. Hún hafði verið að vitja pottbrauðs í hveraholu. Gunnar Eyjólfsson leikari sagði skáldinu þessa sögu. Stúlkan sem villtist var að hann minnir amma leikarans eða ömmusystir. Þetta dæmi sýnir vel að skáld leita víða fanga. “Flest verður fróðum að kvæði,“ segir máltækið. Allt verður að söguefni, þótt ekki sé það sagnfræði í venjulegum skilningi.
“Ég var að hlusta á útvarpið um daginn,“ segir skáldið. Þar kom fram maður, sem spurður var frétta úr byggðarlagi sínu. Hann byrjaði frásögnina svona: “Vorið hefur verið gott fyrir sauðfé.“ Þessi maður kom mér í gott skap.“

Hrísbrú

Hrísbrú – kirkjan; fornleifauppgröftur.

Í Innansveitarkroniku miðast allt líf og öll tilvera við sauðfé. Þegar feðgarnir á Hrísbrú taka menn tali á hlaðinu og spyrja frétta, beinist talið alltaf að sauðfé, “því alt líf í landinu var einsog þann dag í dag miðað við sauðfé. Til dæmis þegar talað var um veður þá var það eitt sjónarmið ráðandi hversu það mætti henta sauðfé. Gott veður var það veður sem var gott fyrir sauðfé. Gott ár var það þegar óx gras handa sauðfé. Fallegt landslag á Íslandi þykir þar sem góð er beit handa sauðfé. Afkoma og sjónarmið manna í lífinu voru ákvörðuð af þessari skepnu. Hrísbrúíngar höfðu fréttir af sauðfé hvaðanæva af landinu og sögðu sögur af afkomu sauðfjár í Mosfellssveit. Þeir mundu nákvæmlega hvernig viðrað hafði fyrir sauðfé ár framaf ári þrjátíu ár aftur í tímann. Þessir menn fóru aldrei í utanyfir sig, en ullartreyur þeirra og peysur héldu vatni og vindi einsog reifið á íslenskri sauðkind.“

“Nú er sveitasagnfræðin komin í blöðin,“ segir Halldór Laxness enn í samtali okkar. “Bændur romsa upp einhverjum lifandi feiknum um harðærið í sveitunum með tilheyrandi útmálun á því hvernig veðrið var í fyrra og hitteðfyrra. Þetta eru oft einu greinarnar sem ég les í blöðunum. Steini á Valdastöðum var eftirlætisblaðamaður minn. Ég las einlægt fréttirnar hans í Morgunblaðinu tvisvar, stundum í þriðja sinn upphátt fyrir heimilisfólkið. Þrátt fyrir mörg mótdræg tíðindi í sveitum var hann eini fréttaritarinn í blöðunum sem sló ævinlega huggunarríka nótu. Þegar hann var búinn að lýsa þessum feiknarlegum óþurrkum sem gengið höfðu allt sumarið bætti hann alltaf við að það væri von manna að nú færi að breytast til batnaðar upp úr höfuðdeginum.“

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Fornleifarannsóknir í Mosfellsdal fylla upp í sjúkrasögu landsins. Rannsóknir á beinum sýna bæði krabbamein og berkla. Við bæinn Hrísbrústóð stafkirkja til forna og við hlið hennar heiðið brunakuml. Við bæinn Hrísbrú í Mosfellsdal fer fram mikill fornleifauppgröftur, en þar hafa fundist mannvistarleifar allt frá upphafi byggðar hér. Vísbendingar í Egilssögu urðu til þess að Jesse Byock, fornleifafræðingur og norrænufræðingur við Kaliforníuháskóla, fann þar eina af elstu kirkjum landsins, frá þjóðveldisöld. „Hérna var höfðingjasetur og kirkjan hefur sjálfsagt verið mikilfengleg, en hóllinn sem hún stóð á hefur lækkað mikið frá því á söguöld,“ segir hann.
Rétt við stafkirkjustæðið forna er smáhæð þar sem er að finna eina brunakumlið sem fundist hefur hér á landi. Þannig eru vísbendingar um byggð bæði í heiðni og kristni þarna á sama stað og jafnvel talið að nálægð greftrunarstaðanna gæti bent til að heiðni og kristni hafi þarna verið stunduð samhliða um einhvern tíma. Jesse Byock segir að ekki hafi áður fundist kirkja þar sem viðurinn hefur verið í jafngóðu ástandi og í stafkirkjunni við Hrísbrú.

Mosfell

Mosfellskirkja 1883.

„Kirkjan var yfirgefin og skilin eftir og hægt að sjá hvernig viðarhlutar hennar eru á sínum stað,“ segir hann og telur einna merkast að sjá svokallað grunntré kirkjunnar. Hann segir fundinn kenna okkur mikið um hvernig kirkjubyggingum var háttað fyrr á öldum, en byggingarlagið er í stíl við fornar stafkirkjur sem fundist hafa í Noregi.
Jesse segir sérstakt við þennan fornleifauppgröft hversu afmarkað tímabil sé verið að fást við. „Kirkjan var byggð og svo yfirgefin, en látin standa þegar sú nýja var tekin í notkun, þannig að tímabilið markast af 150 til 200 árum, frá upphafi tíundu aldar fram á elleftu öld.“ Hann segir tímamælingar á staðnum standast við rannsóknir á öskulögum sem sýni að kirkjan var byggð eftir árið 926.
Rannsóknir á beinum sem grafin hafa verið upp við kirkjustæðið hafa leitt í ljós sjúkdóma á borð við krabbamein og berkla.

„Hér fáum við miklar og góðar upplýsingar sem fylla í sjúkdómasögu þjóðarinnar,“ segir Jesse, en þarna kunna að vera fyrstu dæmin um berkla hér á landi. Hann segir rannsóknir á beinunum jafnframt leiða í ljós margvíslegar upplýsingar um mataræði og lifnaðarhætti fólks. Aðspurður taldi Jesse ekki miklar líkur á að meðal beinagrindanna sem grafnar hafa verið upp við Hrísbrú væru bein Egils Skallagrímssonar, en bein hans er sögð hafa verið grafin upp og flutt annað.
Björn Þráinn Þórðarson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar, segir að bæjarfélagið hafi mikinn áhuga á að nýta sér þessar merku fornminjar sem fundist hafa þarna í Mosfellsdal
með einhverjum hætti. Nefnir hann möguleika á að stofna fræðasetur þar sem fólki gæfist kostur á að kynna sér minjarnar og sögu landsins. Hann segir þessar hugmyndir tengjast áætlunum um menningarhús til minningar um Halldór Laxness. Björn telur stofnun minjaseturs mögulega í kringum fornleifauppgröft í Mosfellsdal, forn skipalægi í Leiruvogi og minningarsetur um ritun, ritstörf og menningu í dalnum allt frá tímum Egils Skallagrímssonar til daga nóbelsskáldsins frá Laxnesi.

Mosfellsdalur

Mosfellsdalur.

Guðmundur Magnússon lýsti sjónarmiðum sínum um fornleifarannsóknirnar á Hrísbrú. “Ekki er víst að allir taki undir með fornleifafræðingunum sem grafið hafa upp leifar þúsund ára gamallar kirkju í Mosfellsdal og halda því fram að hún sé “einstaklega vel varðveitt”. Sannleikurinn er sá að það þarf bæði ímyndunarafl og þekkingu á fornri byggingararfleifð, sem ekki öllum er gefin, til að sjá fyrir sér kirkju þar sem nú er grjót og fátæklegar timburleifar. Það hjálpar þó að greinilega má sjá útlínur kirkjunnar í grunninum og þannig átta sig á flatarmáli hennar. Stoðholur veita ennfremur vísbendingar um byggingartækni.
En við Íslendingar erum líklega orðnir nægjusamir þegar fornleifafræði á í hlut. Við vitum að varðveisluskilyrði minja eru ekki góð hér á landi vegna veðurfars og jarðvegs. Við erum fyrir löngu hættir að bíða eftir því að upp úr jörðinni komi gersemar sem við getum flaggað í viðhafnarskápum í Þjóðminjasafninu. Líklega er hið eina sem þjóðin biður um og vonast eftir – þótt ekki fari það alltaf hátt eða sé opinberlega viðurkennt – að í moldinni sem fornleifafræðingarnir róta í með teskeiðum sínum leynist nýjar sannanir fyrir því að kappar og kvenskörungar fornbókmenntanna hafi verið af holdi og blóði; verið raunverulegar persónur. Óhætt er að segja að fæstir fornleifafræðingar hafi nú orðið sterka trú á víðtækri leiðsögn fornritanna við rannsóknir á leifum frá fyrri öldum. Aftur á móti eru þeir nógu þjóðhollir – eða bara skynsamir – til að nefna persónur fornsagnanna til sögu þegar þeir rekja rannsóknir sínar fyrir almenningi og fjölmiðlum. Þannig hafa skáldið Egill Skallagrímsson og Grímur Svertingsson komist í sviðsljósið nú þegar fundist hafa leifar kirkju frá frumkristni við merkilegar rannsóknir að Hrísbrú í Mosfellsdal. Þeir kappar eru ekki nefndir til sögu vegna þess að eitthvað nýtt sé um þá að segja á grundvelli fornleifanna heldur er hér á ferðinni meinlaus og oft bráðskemmtileg undirgrein almannatengsla, iðju sem margir þekkja frá stjórnmálaflokkum og stórfyrirtækjum.

Hrísbrú

Hrísbrú – fornleifauppgröftur.

Fyrir fræðimenn eru upplýsingar um byggingarform fornra mannvirkja, sjúkdóma, mataræði og hæð fólks, sem bein hafa fundist af, eða vísbendingar um lifnaðarhætti sem lesnar verða úr jarðvegi og dýraleifum, nægileg réttlæting og hvati rannsókna. Þeim verður iðulega heitt í hamsi og komast í uppnám út af leifum og gripum sem almenningur getur ekki lesið glóru í eða tengt frásögnum á fornum bókum. Fræðimönnum finnast nafnlausar minjar ekkert síður merkilegar en hinar sem hefðin og þjóðtrúin setur nafnspjöld á. Þetta gap á milli fræðimanna og almennings er eðlilegt og óhjákvæmilegt og þekkist í einni eða annarri mynd í öllum vísindum. Fornleifafræðingar, sem unnið hafa við rannsóknir á Íslandi, eiga hrós skilið fyrir að hafa mörgum öðrum fræðimönnum okkar fremur lagt sig í framkróka um að miðla rannsóknum sínum, hugmyndum og kenningum til almennings. Það hafa þeir einkum gert á vettvangi fornleifauppgrafta með leiðsögn, fyrirlestrum og upplýsingaskiltum. Þeir hafa líka notað netið til að koma efni til almennings svo að til fyrirmyndar er.
Við Íslendingar getum verið harla glaðir þótt okkur takist ekki nema að litlu leyti að tengja fornleifar og fornbókmenntir okkar. Við þurfum í rauninni hvorki að leita né finna hetjur og kappa sagnanna í moldinni og getum einbeitt okkur að hversdagslegri minjum sem ekki eru síður mikilvægar til skilnings á sögu genginna kynslóða. Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt gaman væri að finna höfuðkúpu Egils Skallagrímssonar í kirkjugarðinum að Mosfelli eða Hrísbrú eru margfalt meiri verðmæti falin í “Höfuðlausn” hans í Egils sögu. Við þurfum ekki að fara yfir bæjarlækinn til að sækja vatnið.”

Samkvæmt Egilssögu ætlaði öldungurinn sagnaþulni að dreifa silfursjóð sínum (sem hann mun hafa fengið að launum frá Aðalsteini konungi fyrir yrkingar sínar) yfir þingheim á Alþingi að Þingvöllum sumarið 990, en ákvað þess í stað, eftir fortölur, að fela hann nálægt Mosfelli. “Egill tók sótt eftir um haustið, þá er hann leiddi til bana”.

Heimild m.a.:
-http://66.249.93.104/search?-http://66.249.93.104/search?
-www.gljufrasteinn.is/
-Mbl. 5. apríl 2004.
-Árni Helgason – Mbl.
-Mosfellingur.
-Egilssaga – höfundur ókunnur.

Mosfell

Mosfellskirkja.

Bringur

Bringur voru efsti bær í Mosfellsdal. Þekktastar eru þær fyrir mannskaðann á Mosfellsheiði í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni, en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu þar aðhlynningu. Enn má sjá miklar mannvistarleifar í Bringum, á stórbrotnum stað.

Helgusel

Helgusel – Helgufoss ofar.

Seljarústir eru (skv. heimildum) neðan við Bringur, undir Grímarsfelli, á bökkum Köldukvíslar (Helgusel), en þar er sérstaklega sumarfagurt (Helgufoss), undir Illaklifi sunnan Leirvogsvatns (Mosfellssel) og á austurjaðri Seljabrekku undir Langahrygg norðan Leirvogsvatns (Jónssel). Auk þess hafa borist fregnir af óþekktum seljatóftum við Geldingatjörn. Seljabrekka mun “sprottin” upp úr Jónsseli. Sumir segja tóftirnar við Geldingatjörn hafa verið Jónssel, en aðrir að sjá megi greinilegar tóftir þess við Jónsselslæk. Gengið var um svonefndan Bringnaveg áleiðis að Geldingatjörn.

Bringur

Útihús í Bringum.

Á 3. áratugi síðustu aldar knúðu bændur í Mosfellshreppi á um að sveitarfélagið eignaðist Mosfellsheiðarlandið. Var hér um mikið hagsmunamál að ræða fyrir hreppsfélagið. Lagafrumvarp til sölu á Mosfellsheiði var lagt fyrir alþingi árið 1927 og var málið leitt til lykta árið 1933. Samkvæmt afsalinu var undanskilið: a) svonefnt Bringnaland. Þar var stofnað nýbýli úr landi Mosfells um miðja 19. öld en jörðin fór í eyði um 1970. b) veiðiréttindi í Leirvogsvatni. c) nýbýlið Svanastaðir við Leirvogsvatn.
Við túnjaðarinn í Bringum er upplýsingaskilti. Á því stendur:
“Búseta hófst í Bringum árið 1856, bærinn var stundum nefndur Gullbringur á fyrri tíð og nafn hans komst á hvers manns varir þegar mannskaðinn á Mosfellsheiði varð í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni, en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu þar aðhlynningu.

Bringur

Bringur 1968.

Á æskuárum Halldórs Laxness voru Bringur efsti bærinn í Mosfellsdal og kom hann hér eitt sinn í heimsókn ásamt móður sinni, Sigríði Halldórsdóttur. Hann segir svo frá í endurminningabókinni “Í túninu heima”: Bringnakotið stóð hátt á bersvæði, berskjaldað fyrir vindum. Kálgarðurinn var steingerði utanum ekki neitt; hann hafði ekki einusinni verið stúnginn upp þegar við komum þangað í miðjum sólmánuði, en lá útafyrir sig, án tengsla við kotið. Smáfuglar bjuggu milli steina í garðhleðslunni, dilluðu stéli og súngu ákaft og fagurlega fyrir aungvu káli. Að því ég best vissi voru þá ekki kýr á bænum. Hér var enn eitt moldargólfið. Við sátum þarna óratíma og baðstofan fylltist af móreyk; kannski vorum við að bíða eftir kaffi? Ég er búinn að gleyma því; auk þess var ég of úngur til að drekka kaffi.”
Halldór og móðir hans hafa væntanlega farið svonefndan Bringnaveg í þessari ferð. Sú þjóðleið lá úr Mosfellsdal, framhjá Bringum og tengdist síðan svokölluðum Þingvallavegi hjá Borgarhólum á Mosfellsheiði. Bringnavegur var lagður að undirlagi Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness, árið 1910 og má allvíða sjá leifar vegarins…

Bringur

Bringur – bærinn; loftmynd 1954.

Bringur fóru í eyði á 7. áratugi 20. aldar og hét síðasti ábúandinn Hallur Jónsson (1891-1968). Enn mótar fyrir bæjarstæðinu ofarlega í túninu.”
Meðfylgjandi er mynd, sem tekin var í hlaðvarpanum í Bringum kringum 1925. Á henni má m.a. sjá Jórunni Halldórsdóttur frá Bringum (18981-1980) – (sjá fyrstu myndina hér meðfylgandi).
Leið lá um Bringur þar sem heita Lestarófur, sléttar flesjur upp með Köldukvísl. Þær heita svo vegna þess að þar sást síðast til ferðamanna, er þeir fóru austur um Mosfellsheiði. Síðan lá leiðin fyrir norðan Geldingatjörn um Illaklif, sem er suðaustan við Leirvogsvatn og hjá Þrívörðum í Vilborgarkeldu, en Vilborgarkelda er austast á Mofellsheiði ekki langt frá þar sem nýi vegurinn sveigir í norðaustur.

Bringur

Tóft í Bringum.

Í örnefnalýsingu Jóns Halldórssonar um Bringur segir m.a.: “Bærinn stendur í suðvesturenda Bæjarholts. Suður og austur af bænum er hið upphaflega tún. Niður af því austanverðu eru pallar í jarðlagið, sem eru síblautir og nefnast Dýjapallar. Þar hjá er Helluhóll. Niður af honum er Mýrdalur. Í framhaldi af honum er grasflötin Fossvöllur við Helgufoss, er sést frá bænum. Áin heitir Kaldakvísl og er á landamerkjum Hraðastaða og Bringna. Vestan við Mýrdal er Melhryggur. Næst við hann er Lautin. Vestar eru Eystri- og Vestri-Hvammur. Upp í austanverðum Eystri-Hvammi er lítill hvammur, er kallast Sætið. Við ána í Eystri-Hvammi er Hrafnaklettur, sem er standberg ármegin. Milli hvammanna er mjór hryggur, Huldufólksrani. Vestri-Melhryggur er vestan beggja hvammanna. Norðvestur af honum er varða, Markavarða, er skilur lönd Laxness og Bringna. Stendur hún á litlu holti, en beggja megin þess eru mýrarteygingar, er kallast Lestarófur. Nefnast þær svo sökum þess, að þar áðu ferðamenn hestum sínum fyrrum. Upp á brún hvammanna er Fjárhúsmýri, sem nú er orðin að túni. Norðvestur af bænum er lág hæð, er nefnist Enni (flt.). Sunnanvert við þau er Ennamýri, sem er flöt og lágþýfð. Milli Enna og Bæjarholts er Sundið, mýrarsund. Norður af Sundinu er klettur drangalagaður, er nefnist Gægir. Norður af honum er mýrarslakki, Gægismýri. Úr henni rennur Gægismýrarlækur. Norðan mýrarinnar og læksins er Jónsselshæð. Norðan Bæjarholts og austan Gægismýrar er Norðurmýri. Norðvestan Norðurmýrar er mýrarlægð víðáttumikil, sem kallast Jónssel, og er syðsti hluti þess í Bringnalandi. Austur af Norðurmýri er Geldingatjarnarholt, en austan við það er Geldingatjörn. Norðan hennar er lág hæð, Blásteinsbringur, er ná vestur að Jónsseli. Aðeins lítill hluti þeirra eru í Bringnalandi, því að landamerkin eru yfir miðja Geldingatjörn.

Helgusteinn

Helgusteinn – Hrafnaklettur.

Suðvestur úr henni rennur Geldingatjarnarlækur í Köldukvísl spölkorn fyrir austan Bringur. Sunnan við tjörnina beggja megin lækjar er flöt mýri, Geldingatjarnarmýri. Uppi á heiðinni er vestanvert við gamla veginn hóll, er nefnist Rauðkuhóll. Hafði rauð hryssa verið dysjuð þar. Talsverðan spöl sunnar á heiðinni eru Borgarhólar, og eru landamörk milli Bringna og Árnessýslu um hinn austasta og hæsta þeirra. Vestur af hólum þessum eru Borgarhólamelar, og liggur gamli Þingvallavegurinn yfir þá. Ég hefi dvalið 16 ár að Bringum,og mun enginn núlifandi betur vita.”
Ágúst Ólafur Georgsson kom með svohljóðandi ábendingar við örnefnaskrána: “Klettur sá, sem er neðan við Helgufoss í Köldukvís, á móts við Bringur, sem oft er kallaður Helguklettur (m.a. af Magnúsi Grímssyni), segir Halldór Laxness alltaf hafa verið kallaðan Hrafnaklett af Bringufólkinu. Í Hrafnakletti var álfabyggð. Sagt var, að þar byggi huldukona. Kveðst Halldór hafa þetta eftir Jórunni Halldórsdóttur frá Bringum. Jórunn ku hafa haft einhver samskipti við huldukonu, sem þar bjó, snemma á þessari öld [síðustu öld]. Kveðst HKL hafa heyrt þetta, er hann var krakki, en annars ekki lagt sig neitt eftir slíku, er „óinteressant“ að hans mati.”
Helgusel er niður undan Bringum, á bökkum Köldukvíslar, er rennur með Grímarsfelli. Tilgátur eru um það að örnefnið hafi breyst úr heilagt sel (var frá Mosfelli, kirkjustaðnum) í Helgusel. Gengið var að selinu að norðanverðu. Þá er komið beint niður að Hrafnakletti. Milli hans og hlíðarinnar eru líklegar rústir, þrjár að tölu, hlið við hlið. Sú vestasta er lengst og virðast langveggir vera sveigðir. Austari tóftirnar eru greinilegri, en minni. Allar eru tóftir þessar orðnar nánast jarðlægar, en þó má sjá marka fyrir grjóti í veggjum.

Tóftir Helgusels, sem eru skammt austar, eru vel greinilegar, einkum fjárborg eða rétt framan við selið. Norðaustur undir Helguhól (Hrafnakletti) sést móta fyrir hlaðinni kví. Austan hennar eru þrjár tóftir. Sú nyrsta er lengst og stærst. Efst í henni er þvergarður er bendir við fyrstu sýn til þess að þarna hafi verið stekkur.

Helgufoss

Helgufoss.

Við Helgusel er upplýsingaskilti. Á því stendur m.a.: “Hér í svonefndum Helguhvammi eru rústir Helgusels. Landssvæðið og selið tilheyrðu prestsetrinu á Mosfelli á fyrri tíð og var selið notað á sumrin til að mjólka lambær og framleiða mjólkurafurðir, t.d. smjör og skyr.
Gömul munnmæli herma að Helgusel sé kennt við Helgu Bárðardóttur, en frá henni segir í Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga yfirgaf mannlegt samfélag og eigraði um landið eins og segir í sögunni: “Litlu síðar hvarf Helga þaðan í burt og fór víða um Ísland og festi hvergi yndi. var hún og alls staðar með dul, en oftast fjarri mönnum.”
Fleiri örnefni tengjast Helgu á þessum slóðum, Helgufoss blasir við okkur og hér við ána er grjóthóll, sem heitir Helguhóll (einnig nefndur Hrafnaklettur). Þar á að vera Huldufólksbyggð og segir sagan að helga Bárðardóttir hafi horfið í hólinn í elli sinni og ekki komið út síðan. Aðrir hafa hafnað þessum nafnaskýringum og telja að Helgusel merki upphaflega hið helga sel. Er sú kenning studd þeim rökum að selið hafi verið í eigu Mosfelsstaðar”.
Þá eru tvær myndir á skiltinu. Annars vegar af brúðhjónum. Þar segir: “Svæðið hér í grennd við Helgusel og Helgufoss er kjörið útivistarsvæði. Þau Helga Rós V. Hannam og Ragnar Bragason teyguðu að sér hið frjálsa fjallaloft um leið og þau voru gefin saman í hjónaband við Helgufoss þann 26. júlí 1997”. Hins vegar er teikning af fossinum. Undir henni stendur: “Helgufoss í Köldukvísl. teikningin er gerð af erlendum ferðamanni sem hér var á ferð seint á 18. öld:”
Í Helguseli eru þrjú hús og stekkur aftan við þau. Eitt rýmið er stærst (íverustaður, en hliðarrýmin eru minni (eldhús og búr).
Sögn tengd Helgu Bárðardóttur er til í örnefnum við Keldur. Þar segir að “á hábungunni vestur af Keldum er hringmynduð rúst, kölluð Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft. Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðadóttir Snæfellsáss og sótt í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi”.
Hraðablettur er ofan og neðan við Helgufoss og Suðurmýrar þar ofan við. Hraðastaðir hafa verið eignarland allt frá landnámi. Jörðin er sérstök og afmörkuð eign og voru landamerki hennar skráð í tilefni landamerkjalaga nr. 5/1882, sbr. landamerkjalýsingar Hraðastaða 1890 (skrá Óbn).

Mosfellssel

Stekkur í Mosfellsseli.

Allar eignarheimildir, þ.á m. fjöldi lögskipta fyrr og síðar, styðja að Hraðastaðir séu og hafi alltaf verið eignarland. Nægir þar að nefna að öll skilyrði eignarhefðar eru fyrir hendi og enginn vafi leikur á því að um eign er að ræða í skilningi eignarréttarákvæðis Mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994. Kröfulína fjármálaráðherra nær inn á austanverða jörðina og er ástæðan fyrir því sú að ráðherra leggur landamerkjabréf Stóra-Mosfells frá 1882 (skrá Óbn) til grundvallar kröfum sínum en landamerkjabréf Hraðastaða frá 1890 er ekki samhljóða eldra landamerkjabréfi fyrir Stóra-Mosfell frá 1882.

Allt land innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar er samkvæmt Landnámu í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Þórður skeggi hefur verið kallaður landnámsmaður Mosfellinga. Samkvæmt Landnámu bjó hann á Skeggjastöðum og nam hann land að ráði Ingólfs og náði það á milli Leirvogsár og Úlfarsár sem er ekki fjarri núverandi sveitarfélagsmörkum Mosfellsbæjar. Mosfellsdalur og Mosfellsheiði að hluta voru innan landnáms Þórðar skeggja.
Fljótlega eftir að land byggðist kom hreppaskipanin til sögunnar á Íslandi. Þá hefur Mosfellshreppur orðið til en hann náði niður að Elliðaám allt fram á 20. öld. Hreppurinn lá að Kjalarneshreppi í norðri, Þingvallahreppi, Grafningshreppi og Ölfushreppi í austri og Seltjarnarneshreppi í suðri og vestri.
Snemma í kristnum sið var kirkja reist í Mosfellsdal og var hún í fyrstu í einkaeign (bændakirkja). Ekki hafa varðveist máldagar Mosfellskirkju frá miðöldum en ekki er útilokað að heiðarlandið hafi verið eign Mosfells frá fyrstu tíð eins og örnefnið Mosfellsheiði gefur til kynna.
Líkt og í öðrum sveitum landsins var kvikfjárrækt ríkjandi atvinnugrein í Mosfellssveit. Hér áttu fáar jarðir land að sjó og Mosfellingar höfðu því takmarkaðar nytjar af sjávarfangi. Jarðaskipan tók litlum breytingum í aldanna rás, stærri jarðir voru um 40 talsins og þar við bættust hjáleigur. Þegar líða tók á 20. öld tóka að fjara undan landbúnaðinum og samfélagið gjörbreyttist.

Mosfellssel

Mosfellssel.

Klaustur var stofnað í Viðey á 13. öld en jörðin var í Mosfellssveit fram á 18. öld. Viðeyjarklaustur eignaðist fjölmargar bújarðir og áður en yfir lauk eignaðist klaustrið flestar jarðir í Mosfellssveit, þar á meðal Mosfell. Á 16. öld var Viðeyjarklaustur lagt niður, Danakonungur eignaðist jörðina sem gerð var að svonefndu kirkjuléni (beneficium).
Eitt af skyldum hreppsfélagsins var að annast fjallskil á Mosfellsheiði þar sem Mosfellingar áttu upprekstrarland. Jarðir í öðrum sveitarfélögum áttu þar líka afrétt, þ. á m. í Ölfusi, Grafningi, Kópavogi, Reykjavík og á Þingvöllum og Seltjarnarnesi. Afrétturinn var bæði notaður fyrir sauðfé og nautpening. Mosfellingar smöluðu afréttinn innan sveitarfélagsmarka sinna. Helstu gögn og gæði heiðarlandsins voru beitarítök, slægjur, selstaða og veiðiréttindi í Leirvogsvatni. Ljóst er af heimildum að Mosfell fer með eignarréttinn á fyrri tíð, presturinn leigir út slægjulönd og beitarafnot. Samkvæmt landamerkjalýsingu frá 1882 átti Mosfell land allt að sýslumörkum í austri. Á 3. áratugi síðustu aldar knúðu bændur í Mosfellshreppi á um að sveitarfélagið eignaðist Mosfellsheiðarlandið. Var hér um mikið hagsmunamál að ræða fyrir hreppsfélagið. Lagafrumvarp til sölu á Mosfellsheiði var lagt fyrir alþingi árið 1927 og var málið leitt til lykta árið 1933. Samkvæmt afsalinu var undanskilið: a) svonefnt Bringnaland. Þar var stofnað nýbýli úr landi Mosfells um miðja 19. öld en jörðin fór í eyði um 1970. b) veiðiréttindi í Leirvogsvatni. c) nýbýlið Svanastaðir við Leirvogsvatn. d) svonefnt Jónselssland ofan við Mosfellsdal. Um það leyti, sem heiðin var seld, var stofnað nýbýli á þessum slóðum og nefnt Seljabrekka.

Mosfellssel

Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var spölkorn eftir svonefndum Bringnavegi til austurs. Skammt ofan við Bringur eru gatnamót og hefur önnur gatan væntanlega legið að Jónsseli. Bringnaleiðirnar eru í rauninni þrjár. Ein gömul reiðleið liggur upp með Köldukvísl og inn á Þingvallaveginn elsta (Seljadalsveginn, er á korti frá 1910), áður en komið er upp á Háaklif. Önnur gömul leið frá Bringum og austur Blásteinsbringur (-holt) og norðan Geldingatjarnar og þaðan inn Illaklifsgötuna. Sú þriðja, sem myndin hér er af, er vegurinn sem lagður var 1910 af Guðjóni á Laxnesi og liggur þvert yfir mýrarnar og kemur inn á nýrri Þingvallaveginn (t.d. Konungsveginn) uppi á Háamel við Borgarhóla.

Þegar komið var upp að Geldingatjörn var svipast um eftir hugsanlegum selstóftum. Ekkert var að sjá vestan og norðan við tjörnina, en eftir gönguna sagði ábúandinn á Seljabrekku að þær ættu að vera norðan við hana. Þar eru reyndar ágætlega grasgróið og ekki ósennilegt að selstóftir leynist þar þrátt fyrir allt. Verður kannað betur síðar. Tiltölulega stutt er í tjörnina frá Þingvallavegi ofan við túnmörk Seljabrekku.
Þá var gengið til norðurs, áleiðis að Seljabrekku með það að markmiði að finna Jónselstóftirnar.
Seljabrekka hét áður Jónssel og var Jónssel ein af jörðum þeim er tilheyrðu kirkjuléninu Mosfelli sem varð konungseign eftir siðskiptin og síðar eign íslenska ríkisins. Mosfell var stórjörð og átti Mosfellsdal og alla Mosfellsheiði austur að landi Árnesinga. Seljabrekka var gert að býli 1933 með sameiningu Jónssels og Mosfellsbringna og síðan hefur verið bætt við býlið landi frá aðliggjandi jörðum og jafnframt hafa farið fram makaskipti á landi. Seljabrekka er sunnan við veginn til Þingvalla og liggur milli Laxness og Leirvogsvatns og er því við jaðar Mosfellsheiðar. Landinu hallar frá þjóðvegi og niður til Geldingatjarnar sem er í lægsta hluta landsins. Þegar kirkjumálaráðherra f.h. íslenska ríkisins seldi Mosfellshreppi Mosfellsheiðina frá kirkjujörðinni Mosfelli þann 24. maí 1933 þá var Jónssel undanskilið í sölunni eins og segir í afsali: “…þá sel ég hérmeð nefndri hreppsnefnd fyrir hönd nefnds hrepps frá næstu fardögum að telja Mosfellsheiðarland, eins og það hefir tilheyrt nefndu prestsetri, að undanskildu svonefndu Jónsseli, grasbýlinu Mosfellsbringum, nýbýlinu Svanastöðum, sbr. leigusamning um land handa þessu nýbýli 5. júní 1930, og veiðiréttinum í Leirvogsvatni svo og þeim hluta Leirvogsár, er að heiðarlandinu liggur”. Kirkjumálaráðuneytið leigði ábúendum jörðina allt til ársins 1999 er ábúandinn Guðjón Bjarnason keypti hana en seldi síðar umbj. mínum. Í afsali er ekki lýst merkjum en vísað til þess að kaupandi hafi kynnt sér merkin. Í ábúðarsamningi var ætíð getið merkja en í byggingarbréfum 1968 og 1984 stendur: “Landamerki Seljabrekku (hét Jónssel) sem áður var hluti Mosfells, eru þessi: Að sunnan fær Seljabrekka land, sem áður tilheyrði Bringum þannig að suðurmörk landsins verða ca. 50 metrum norðan við núverandi Sogslínu frá Laxnessmörkum allt að Geldingatjarnarlæk. Geldingatjörn verður öll í landi Seljabrekku.

Helgusel

Helgusel – uppdráttur ÓSÁ.

Að vestan landamerki Laxnesslands, að norðan þjóðvegur og að austan landamerki heiðarlands eins og þau eru ákveðin í kaupsamningi milli Mosfellshrepps og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 24. maí 1933.” Landamerki gagnvart Laxnesi eru glögg og hafa eigendur Laxness látið gera uppdrátt (des. 92) með hnitsettum merkjum jarðarinnar, sem eigendur nágrannajarða hafa áritað. Eigandi Seljabrekku vinnur að því að afla gagna frá ráðuneytum um réttindi sín og afmörkun landsins. Seljabrekka fékk í skiptum við íslenska ríkið Selholtsland austan síns lands samkvæmt bréfi Landnámsstjóra. Þótt ekki sé nefnd stærð landsins í bréfinu var um 150 ha að ræða en það var landstærð Selholts neðan þjóðvegar. Líkt og með aðrar jarðir í gegnum tíðina hafa landamerki færst til; allt eftir því hver seldi hverjum og hvenær. Annars er fróðlegt að skoða hvernig mörk jarða breytast frá einum tíma til annars og jafnvel hvernig þau hafa verið færð til eftir hentugleikum. En það er jú viðkvæmt mál til alvarlegrar umfjöllunar. Merkjalínan nú er lítið eitt sunnar en girðing sú er sveitarstjórn lét setja upp til að halda fé á Mosfellsheiðinni og liggur milli Geldingatjarnar og Leirvogsvatns. Ábúendur jarðarinnar settu urriða í Geldingartjörnina en hún var án veiði á fyrri tímum. Þá hafa þeir stíflað tjörnina til að koma í veg fyrir að hún botnfrjósi en það mun oft hafa komið fyrir að hún þornaði upp á sumrum. Eigendur Seljabrekku hafa smalað land sitt sjálfir en við haustsmölun á Mosfellsheiði hefur verið smalað sameiginlega heiðarlandið af Mosfellingum og þá hefur verið talið að heiðin byrjaði þar sem hallinn upp á við byrjar, þ.e. hallanum öndvert við Seljabrekku, upp frá mýrinni sem er milli Leirvogsvatns og Geldingatjarnar.

Tóftir Jónssels virtust sennilegastar á einum af efri óröskuðu túnblettum Seljabrekku. Þær voru eru að mestu jarðlægar, en þó má sjá móta fyrir húsi austan við þær. Bóndinn á Seljabrekku var síðar spurður um hvar Jónssel væri nákvæmlega. Þá benti hann á þennan stað í túninu.

Bringnavegur

Bringnavegur.

Í örnefnalýsingu af Bringum er getið um Jónsselstóftir. Þar segir: ” Í tíð Jórunnar voru tætturnar hlaðnar ofurlítið upp og gerðar hlóðir. Þar var oft hitað kaffi, þegar verið var að heyja þar í grennd.” Nú þarf ég að finna út hvar landamerkin eru milli Laxness og Bringna því víst er að þau á Bringum hafa ekki heyjað í annara manna landi. Jónssel var í Bringnalandi eða fast við mörkin.
Örnefnalýsingar kvenna eru oft skemmtilega ólíkar karlalýsingum en því miður alltof fáar. Jórunn talar um brunninn, jarðaberin í Hvömmunum og kaffistúss í Jónsselstóftum.
Enn eitt selið, Mosfellssel, er enn ofar, undir Illaklifi suðaustan Leirvogvatns. Þar eru býsna áhugaverðar rústir. Aðgengilegast er að komast að þeim með því að aka veg, sem liggur niður að Bugðu við Leirvogsvatn, á móts við Skálafellsafleggjarann.
Það er vitað að haft var í seli á þessum stað fram um miðja 19. öld. Norður af selinu heitir Selflá. E.J. Stardal segir um tóttir undir Illaklifi: ” Norðan við Illaklif fast við bratta stórgrýtta urð má enn sjá greinilegar hústóftir Mosfellssels og kvíar úr hlöðnu stórgrýti. Selför þangað mun hafa lagst niður skömmu eftir miðja síðustu öld” [19.öld]. Eftir þessu eru þetta tiltölulega nýlegar seltóftir. Í sóknarlýsingu Mosfellssóknar 1855 eftir Stefán Þorvaldsson segir: ”Selstöður eru hvergi hafðar nema frá Mosfelli, við Leirvogsvatn undir Illaklifi; en þangað er langur vegur og slitróttur yfirferðar. ” Þá er það ljóst að selstaðan undir Illaklifi var í gangi til ársins 1855.

Í Mosfellsseli eru einnig þrjú rými, stærst í miðjunni. Ofan við selið er hlaðiðnn tvískiptur stekkur. Austan við stekkinn er hlaðin ílöng kví. Stutt er niður að vatninu frá selinu og vel gróið í kringum það.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.Heimild m.a.:
-Óbyggðanefnd.
-Örn H. Bjarnason.
-Jón Halldórsson – örnefnalýsing.
-Ágúst Ólafur Georgsson – örnefnalýsing.
-Bjarki Bjarnason.

Jónssel

Jónssel.

Búrfell

Búrfell eru 39 talsins, nokkuð há stapafjöll með klettum ofantil. En hvers vegna heita öll þessi fjöll á landinu “Búrfell”?
Búrfell landsins eru mörg og finnast um allt land. Að auki eru fjölmörg örnefni dregin af því, nefna má ár, dali, flóa, drög, heiðar, hraun, hyrnur, hálsa og margt fleira. Einnig bera níu bæir nafnið.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Þrjátíu og níu fell eða fjöll bera nafnið Búrfell [fjögur fellanna eru á Reykjanesskaga; í fyrrum landnámi Ingólfs, þ.e.]:
-Búrfell við Hafravatn í Mosfellsbæ, 81 m
-Búrfell í Heiðmörk, Garðabæ, 179 m
-Búrfell, norðvestan Þingvalla, 782 m
-Búrfell norðvestan við Þorlákshöfn, 200 m

Af þessum fjórum Búrfellum á Reykjanesskaga eru tvær eldborgir (í Garðabæ og í Ölfusi (Þorlákshöfn)) og tvö eru móbergs og basaltfjöll (við Þingvelli og í Mosfellsbæ).

Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson.

Sigurður Sigurðsson birti fróðlega umfjöllun og vangaveltur um “Búrfell” á bloggsíðu sinni sigsig.blog.is árið 2013:
“Að einhverju leiti getur verið að útlit fjalla með nafninu „Búrfell“ ráði því að þau fengu nafnið. Ekki veit ég orðið „búr“ merkir upphaflega, ef til vill er það hið sama og nú til dags sem er matargeymsla.

Mér finnst frekar óljóst er af hverju nafn fjallanna er dregið og þess vegna fór ég í dálitla heimildavinnu. Hún dróst dálítið á langinn, endaði í vikuvinnu. Leiddi þar hvað af öðru. Sem betur fer glataði ég tvisvar sinnum því sem ég hafði skrifað. Þá þurfti ég að byrja aftur og þó ég hafi bölvað missinum er ég nú þeirri skoðunar að ritgerðin hafi batnað eftir því sem ég skrifaði hana oftar. Ég vara þó lesandann við, ég er enginn sérfræðingur.

Hvaða búr er um að ræða?

Bær

Bær og útibúr.

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir:
Forliður nafnsins Búrfell er líklega dreginn af hinum fornu útibúrum, sem stóðu ein sér og í voru geymd matvæli, dýrir munir og svo framvegis. Þau gátu staðið nokkuð frá jörð svo að skepnur kæmust ekki í þau.

Búrfell standa oft stök og skera sig úr að lögun, og minna sum þeirra á hús.

Þetta skýrir ekki málið neitt sérstaklega og er heldur einföld skýring.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Á hinum ágæta vef ferlir.is er fjallað um gíginn Búrfell í Heiðmörk og vitnað í vef Örnefnastofnunar um nafnið. Örnefnastofnun er nú ekki lengur til sem slík heldur var gerð að deild innan Árnastofnunar og vefurinn ekki lengur finnanlegur. En á Ferli segir eftirfarandi:
En hvers vegna ætli fjöll heiti Búrfell? Það fyrsta sem kemur væntanlega upp í hugann er búrhvalur því ef litið er á mynd af slíku dýri þá eru ákveðin líkindi með útliti hvalsins og sumum Búrfellum einkum þeim sem eru stapar.

Þar sem fjöllin þykja oft lík að lögun hefur stundum verið talað um Búrfellslag eða Búrfellslögun fjalla.

Búrfell

Hjallur.

Það er til önnur skýring á nafninu og hún er sú að það tengist matargeymslu og þá helst stokkabúr, sem voru reist á lóðréttum bjálkum upp frá jörð svo að dýr kæmust ekki í þau, öðru nafni stafbúr.“

Sum Búrfellin eru kölluð Matarfell af sjó svo sem Búrfell á Snæfellsnesi og Búrfell í Reykjarfirði á Ströndum en Búrfell á Gnúpverjaafrétti er kallað „fjallið fyrir innan Heklu“ og Búrfell á Tjörnesi er kallað Kistufell. Ástæða þess er sú að sjómenn trúðu því að ef þeir nefndu Búrfell á nafn gætu þeir egnt á sig búrhvalinn. Þetta voru því svokölluð varúðarnöfn.

Hyggjum nú aðeins að þessu. Á Vísindavefnum er getið um „hin fornu útibúr“. Líklega hafa þau verið geymslur, byggðar til að geyma matvöru og hugsanlega byggð þannig að vindur blási um þau eins og hjallar þar sem fiskur er þurrkaður.

Búr og kjölur

Búrfell

Búr.

Voru „búr“ kölluð svo eftir fjöllunum eða fengu fjöllin nafnið af útibúrunum? Þetta er ansi góð spurning, þó ég segi sjálfur frá og eftir svarinu fór ég að leita.

Gæti verið að orðið „búr“ hafi haft aðra merkingu en í dag, jafnvel að það hafi verið einskonar útlitslegt orð, ef ég má orða það þannig. Um leið kemur orðið „kjölur“ upp í hugann. Það var áður haft um ásinn, tréstykkið, sem er frá stefni og í skut. Síðar hefur orðið færst yfir á allan þann hluta bátsins eða skips sem er í sjó enda víst að kjölur, slíkur þeim sem hér hefur verið lýst, er ekki til á stálskipum.

Hugsanlega eru „kjölur“ og „búr“ andheiti. Hið fyrrnefnda gæti átt við kjalarásinn en hið síðara um það sem snéri inn í bátinn … Jafnvel gæti „búr“ verið einhvers konar mænir á húsi, það sem hæst ber.

Orðsifjafræðin

Búrfell

Búrhvalur.

Hvers vegna er hvalur kenndur við „búr“? Er það vegna þess að hvalurinn var notaður í fæðu eða var það vegna útlitsins? Líklega er ágætt að verja dálitlum tíma í að kanna þetta.

Í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar segir:

Búrhvalur
Búrhvalur k., búrhveli h., búri k. ´sérstök tannhvalategund (physeter macrocephalus)´; sbr. nno. [miðnorska] burkval um óvissa hvalatengund. Uppruni óljós. Oftast talið leitt af búr og sé þá átt við lýsisforðann í höfði hvalsins.

Þó tilvitnanir í Orðsifjabókina sé eflaust dálítið flóknar finnst mér engin goðgá að álykta af þessu að orðið „búr“ merki eitthvað stórt.

Í sömu bók segir:

Búrfell

Langreyður.

1 Buri eða Búri k. goðsögul. Nafn á föður Bors eða Burs, föður Óðins. Uppruni óviss. Oftast lesið Buri og þá talið merkja þann sem eignast afkvæmi eða son, sbr. bur. Aðrir ætla að orðið sé sk. fi. [fornindverska] bhuri- ´stór´eða mno. [miðnorska] bura ´öskra´, sbr. að Buri eða Búri var risaættar, af Ými kominn. Ath. búrhvalur.

Þarna fannst mér ég vera kominn í feitt þangað til ég rakst á eftirfarandi:
2. Buri eða Búri k. dvergsheiti. E.t.v. sk. búri.

Komum síðar að nöfnum sem tengjast Búra. Af þessu má draga þá ályktun að „búri“ geti þýtt hvort tveggja, stórt og lítið, sbr. risa eða dverg. Það kann þó að vera misskilningur.

Búrfell

Sandreyður.

Loks er ástæða til að tiltaka þriðju tilvitnunina í Orðsifjabókina. Hún er svona:
1. búri k. ´ruddi, dóni, durgur; aðsjáll maður, nirfill; íbúi (verslunar)borgar´. To. [tökuorð] úr mlþ. [nýlágþýsku] bure ´bóndi´, sk. [skylt] búr og búa.

Er eitthvað hér sem hönd á festir? Hugsanlega má telja að „búr“ sé eitthvað stórt eða það merki hús eða matargeymslu. Engin af ofangreindum tilvitnunum tekur til útlits, ekkert skýrir almennilega „búrfellslagið“.

Ég leyfi mér þó að draga þá ályktun aftur að „búr“ merki eitthvað sem er stórt. Hins vegar verður að hafa það í huga að Búrfell landsins eru afar mismunandi í útliti og stærð og jarðfræðilega eru þau ekki eins.

Fornritin

Sæl væri eg
ef sjá mættag
Búrfell og Bala,
báða Lóndranga,
Aðalþegnshóla
og Öndvertnes,
Heiðarkollu
og Hreggnasa,
Dritvík og möl
fyrir dyrum fóstra.

Búrfell

Steypireyður.

Þetta fallega kvæði er úr Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga Bárðardóttir orti það er hún kom til Grænlands eftir að hafa hrakist þangað frá Íslandi. Hún var komin með heimþrá og saknaði heimahaganna. Í sögunni segir: „Þessi örnefni öll eru á Snjófellsnesi“.

Af þessu má draga þá álykta að snemma eftir landnám hafi örnefni myndast og þar með að fjall á Snæfellsnesi fékk nafnið „Búrfell“. Í þessu sambandi má geta þess að Grímur Rögnvaldsson sá sem nam Grímsnes bjó að Búrfelli. Líklega var bærinn samnefndur fjallinu fyrir ofan.

Búrfell

Búrfell í Rogan.

Þetta var mér hvatning til að fletta í gegnum önnur fornrit þó svo að ég minnist þess ekki að hafa séð orðið „búr“ í þeim. Enda varla von, flestir leikmenn lesa vegna söguþráðarins og smáatriðin hverfa.

Ég fór því í gegnum Fornaldarsögur Norðurlanda, Gylfaginningu, Heimskringlu, Íslendingasögur, Landnámubók og Jómsvíkingasögu. Leitaði að öllu því sem tengst gæti búri, Búrfelli eða fólki sem ber nafnið Búri. Margt merkilegt fannst í þessum ritum.

Líklega er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að málið hefur breyst talsvert frá því að fornsögurnar voru ritaðar. Ekki er víst að ég átti mig á öllum blæbrigðum sem málfræðingar og fornritaspekingar koma glöggt auga á.
Við skulum líka hafa hugfast að matur er viðkvæmur og það hafa fornmenn án efa vitað. Þar af leiðir að þeir leituðu ýmissa ráða til að gera hann sem lengst neysluhæfan. Án efa vissu þeir að kæling hjálpar til. Því gátu búr verið stök hús, staðsett annað hvort þar sem um gustaði um eða að þau voru grafin í jörð.

Að öðru leyti er gott ráð að nota hugarflugið þegar eftirfarandi tilvitnanir í fornritin eru skoðaðar. Í þeim er oftlega getið um “búr” og “útibúr”.

Burfjell í Noregi

Búrfell

Búrfell í Fusa.

Ég er langt frá því sérfræðingur í orðsifjafræði þarlendra. Hitt veit ég í gegnum hann Gúgöl vin minn, að það eru að minnsta kosti tvö Búrfjöll eru þarna fyrir austan og bæði með þessu líka laglega búrfellslagi. Hið fyrra er Burfjell í Fusa og hið seinna er Burfjell í Rogan. Merkilegt er að skoða myndir af þessum tveimur fjöllum. Eru þau með „Búrfellslagi“? Mér finnst nokkur líkindi með því.

Stapi

Fjallið eina

Fjallið eina – dæmigerður stapi.

Mörg Búrfellin eru keimlík í laginu og ekki síst þau sem jarðfræðilega bera heitið stapi eins og Búrfell við Þjórsárdal, Búrfell austan Mývatns og ábyggilega fleiri.
Hvað er þá stapi, svona jarðfræðilega séð. Hann myndast í upphafi þegar eldgos verður undir jökli. Þá hlaðast upp gosefni í plássið sem eldgosið bræðir í jöklinum. Um leið og glóandi kvika snertir vatnið springur hún og myndar smágerð gosefni, en vegna þess að jökullinn virkar sem mót dreifast þau ekki heldur hlaðast smám saman upp. Þegar svo mikil gosefni hafa hlaðist upp að eldvirknin nær upp fyrir vatnsborðið rennur loksins hraun. Eftir að gosi lýkur heldur jökullinn að fjallinu, rétt eins og mót og með tímanum, og vegna hita og þrýstings, verður til móberg úr lausu gosefnunum.
Þetta gerðist margoft hér á landi á ísöld og þegar jökullinn hvarf urðu eftir svokallaðir stapar. Þeir er oftast hringlaga eða jafnvel ílangir. Efst er oft hraunskjöldur, dyngja, en undir er móberg.

Niðurstaða

Búrfell

Búrfell í Ölfusi – loftmynd.

Ég held að nú megi slá því föstu að búr sé ekki aðeins matargeymsla heldur hafi líka ýmislegt annað verið geymt í þeim. Mörg dæmi eru til í fornritum um að búr hafi verið notuð sem íverustaðir. Búr sem matargeymslur hafa líklega staðið þar sem gustar um enda hafi tilgangur verið að halda matvöru kaldri svo hún geymdist sem lengst. Einnig er til að búr hafi verið grafin í jörðu í sama tilgangi.

Óljóst er hins vegar hvernig búr hafa litið út. Draga má þá ályktun af helstu fjöllum sem heita Búrfell að þau hafi verið með frekar flötu þaki, að minnsta kosti ekki bröttu. Þakið kann einnig að hafa verið ílangt.

Orðið „búr“ merkti líklega til forna eitthvað sem var stórt og mikið um sig og þá hefur hugsanlega ekki verið miðað við hús sem var matargeymsla. Orðið hafi einfaldlega verið heiti á stóru húsi eða nafn á stórum manni. Þess vegna er stórt fjall nefnt Búrfell í vegna þess að það er einfaldlega stórt fjall, jafnvel stórt stakt fjall.

Búrfell

Búrfell í Mosfellsbæ – loftmynd.

Hvalurinn hefur þar af leiðandi verið nefndur Búrhvalur vegna þess að hann er stærri og meiri um sig en flestir aðrir hvalir en ekki vegna lýsis eða kjöts.

Hitt er svo til umræðu hvers vegna stórt fjall er nefnt fell. Í Noregi eru eins og áður sagði að minnsta kosti tvö fjöll sem heita Burfjell. Á íslensku örnefnunum kann að vera málfræðileg skýring sem er sennilegri en aðrar, til dæmis náttúruleg.”

Brynjólfur Þorvarðsson fjallar um framangreint og skrifar m.a.:

Búrfell

Búrfell við Þingvelli.

“Sæll Sigurður og takk fyrir skemmtilega ritgerð.
Það er afskaplega erfitt að rekja orðsifjafræði stuttra orða með fjölbreytta merkingu. En mér sýnist þú ekki taka eina algeng merkingu orðsins “búr” í daglegu máli, þ.e. aflæst hirsla með rimlum. Nú veit ég ekki hversu gömul sú málnotkun er, en rimlar heita “bars” á ensku og “barer” á dönsku. Samkvæmt enskum orðsifjum er þetta tekið úr síð-latnesku “barra”.

Búrfell

Búrfell í Mosfellsbæ – kort 1903.

Ennfremur finn ég fornnorræna orðið “burr”, enn notað í ensku, sem merkir fræhylki með litlum þyrnum sem festast í fatnaði. Önnur heimild talar um “borr” eða “borre” í fornnorrænu.

Loks finn ég “búrr” notað sem kenningu um son í Eddukvæðum: “Óðins búrr”. Einhverjir tengja orðin búrr, búri, bör í Eddukvæðum við “að framfæra” sem aftur er augljóslega skylt sögninni að bera, öll orðin ur Sanskrít “bâras”.

FERLIR spyr: Hvers vegna eru engin fjöll nefnd eftir Langreyð, Sandreyð eða Steypireyð. Allir þeir hvalirnir eru ekki ólíkir Búrhvalnum. Og hvernig er örnefnið “Kistufell” tilkomið? Gæti það verið hliðstæða við örnefnið “Búrfell” líkt og örnefnið “Húsfell”?!? Búr var jafnan einungis hluti bæja eða selja. “Bæjarfellin” eru allnokkur. Undir þeim flestum kúra bæir eða bæjatóftir, sbr. Bæjarfell í Krýsuvík og við Vigdísarvelli. Þar liggja fyrir augljósar skýringar á örnefninu. Bæirnir Búrfell og Búrfellskot voru undir Búrfelli í Mosfellsbæ. Hvers vegna var fellið ekki nefnt Bæjarfell til samræmis?…

Heimild:
-https://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1328331/

Búrfell

Búrfellin – kort.

Gæs

Gengið var um hið gamla bæjarstæði Miðdalskot sunnan við Hafravatn. Gæsaflug og mófuglasöngur gáfu lífvana tóftunum mikilvægt hlutverk í umhverfismyndinni. Grunur hefur verið um að hér sé reyndar um tóftir svonefnds Borgarkots að ræða.
Í Jarðabókinni 1703 er, auk Miðdals, á þessu svæði taldar upp jarðirnar Vilborgarkot, Helliskot og næst Miðdal bæirnir Borgarkot, Búrfell og Óskot. Líklega hefur Miðdalskot verið nefnt svo um tíma.Í örnefnalýsingu fyrir Tóft í MiðdalskotiMiðdal segir m.a.: “Nokkru ofar við Seljadalsá er allstór bergdrangur er Krummaborg heitir. Verpti hrafn þar áður. Við Krummaborg rennur lækur út í Seljadalsá er Bæjarlækur heitir. Milli Bæjarlækjar og Seljadalsár er mjór tangi er Lækjartangi heitir. Spölkorn upp með Bæjarlæknum að vestan er Miðdalskot sem var hjáleiga frá Miðdal. Sést þar vel til allra húsa, þarna er fallegur grasi vaxinn hóll er Kotahóll heitir. Fyrir sunnan Miðdalskot er allstór mýri er Kotamýri heitir, aðskilur Bæjarlækur Kotamýri frá túninu í Miðdal. Vestur úr Kotamýri er mjó Kelda er Kotakelda heitir, en nokkru vestar er hringlaga mýri er Kotakrókur heitir. Fyrir sunnan Kotakrók og Keldu er Kotamýrarurð. Sunnan við Kotakeldu voru kvíaærnar bældar, þar er gróður og þurrlent og heitir Bólin.”
Þarna á hæðinni eru tóftir á þremur stöðum. Sú austasta er minnst, líklega útihús. Miðtóftin er stærst og greinilegust, líklegast kotið sjálft. Vestast virðist hafa verið útihús eða jafnvel fjárborgin síðarnefnda. Allar tóftirnar eru á kafi í þýfi og sinu þótt glöggt megi sjá móta fyrir rýmum. Ljóst er að býli þetta hefur farið í eyði fyrir alllöngu. Húsin hafa snúið göflum mót suðri, niður að svonefndri Kotamýri. Litlir gróningar eru um kring og fátt annað um grasnytjar en mýrarsvæði.
Miðdalskot - loftmyndÍ Jarðabókinni 1703 segir m.a. um Miðdal: “Eigandinn kóngl. Majestat. Ábúandinn Jón Jónsson. Hagar góðir. Engjatak erfitt. Kirkjuvegur erfiður og so hreppaflutningur. Vatnsból erfitt um vetur.”
Um Bogarkot segir: “Hjáleiga af Miðdal, nú í auðn og hefur nú yfir ár um kring í eyði legið, en var í fyrstu bygð í fornu fjárborgarstæði fyrir vel tuttugu árum. Hafði stundum hjáleigumaðurinn nokkurn reit af heimatúninu. Meina menn ei aftur byggjast kunni með sömu kostum, nema því meir að af heimajörðinni væri legt til.”
Um Búrfell segir að “lagðist þetta kot mest í eyði fyrir óbærilegum átroðningi þjóðgötu, sem þar liggur í gegnum túnið”. Um Óskot segir: “Forn eyðijörð og veit enginn maður hvað lengi hún hefur í auðn verið. Nú brúka ábúendur á Reynisvatni það land til beitar og líka fyr meir til torfskurðar, sem þar er nú eyddur”.
Frábært veður.
Miðdalskot (Borgarkot)

Óskot

Þegar gengið var nýlega um norðvestanverða jörðina Óskot var gengið fram á tóft, sem virtist mjög gömul. Hún var augljós ofan frá heiðarbrúninni að sjá; grasi gróinn blettur í mólendinu. Þegar nær dró sást móta fyrir hleðslum, auk þess gera mátti ráð fyrir húsaskipan. Við fyrstu sín virtist þarna vera um fjárhústóft að ræða. Og þegar örnefnaskrá fyrir Óskot var skoðuð nánar kom eftirfarandi í ljós:
Tóftin“Jörðin liggur vestanvert við Hafravatn, en sunnan við Úlfarsá. Þar sem áin kemur úr vatninu, heitir Ós, sem bærinn dregur nafn af. Nafnið er gamalt, frá því fyrir svartadauða; svo er mýri inn með vatninu, sem heitir Mómýri, og stórt, ávalt holt milli hennar og bæjarins heitir Holt. Austur af Holtinu er lítill lækur, sem heitir Rás, og þar austar er lítið holt, sem heitir Litlaholt, nær austur að á móts við bæ; þar austur af heitir Vörðuholtsmýri niður í Hafravatni (svo) og upp að holti, og efst í henni eru tvö lítil holt, sem nefnd eru Hulduhólar. Smámýrarhaft er milli þeirra. Austur af mýrinni er svo Vörðuholt, bungumyndað, hátt holt. Svo koma Eyrar, þar norðaustur frá Vörðuholti með vatninu, sléttar flatir að ánni.” Þá segir frá Fjárhúsmel suðaustan frá bænum og Gömluhúsum, beitarhúsum, í heiðarbrúninni. Þær minjar á eftir að staðsetja og skoða (verður gert fljótlega).
Þá segir ennfremur: “Vestur af Fjárhúsmel eru Tóftinvalllendismóar, sem heita Mýrarver; þetta eru nefnd þau Efri-, en þau neðri eru í Reynisvatnslandi. Efsta mýrin upp við heiðina heitir Háavik, er í mýrarjaðri; þar austur af er svo Heybandsflöt, slétt valllendisflöt. Þá eru nafnlausar mýrar; milli þess og túns er framhald af Vörðuhólsmýri, svo er niður með heiðinni Tóft, ævagömul beitarhús; svo er aðeins neðar stór steinn á merkjum, sem heitir Skjóni. Svo er mýri, nefnd Neðrimýrar. Neðst í henni heitir Skógarholt, er niður við ána. Þau eru tvö, en milli þeirra er mýri, nafnlaus, en skilgreind sem Mýrin milli holtanna. Upp við tún er dýjavilpa í túnhorni, Mósulind.”
Hérna var sem sagt Tóftin komin, ævargömul beitarhús.
Þrátt fyrir mikla sinu, sem umliggur tóftina má greina rými sem og stærð þeirra. Veggir standa grónir, en erfitt er, sem fyrr sagði, að sjá að hér sé um tóft að ræða nema komið sé að henni ofan af heiðinni. Ofan við tóftina er varða, sennilega landamerkjavarða frá Óskoti.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Varða

Suðurreykjasel

Í Jarðabókinni 1703 segir að á Suðurreykjum sé “selstaða góð”. Í örnefnalýsingu fyrir Suður-Reyki, eins og nafnið er nú skrásett, segir að “norðan undir Þverfjalli er Forarmýrin og norðan úr henni rennur Forarmýrarlækur.
Í Forarmýri sést Beitarhúsmóta fyrir áveitumannvirkjum sem einhver bóndi sem var á Reykjum skömmu fyrir aldamótin [1900] lét gera. Forarmýrarháls er vestan við og undir þeim hálsi eru Selbrekkur. Neðst í Selbrekkum var sel og sjást rústir þess enn”. Upplýsingar þessar virðast vera teknar úr Fornleifaskrá fyrir Mosfellshrepp, gerð af Þjóðminjasafni Íslands. Í skránni er selið ekki staðsett. Þá segir: “Norðan til við Selbrekkur er Fuglaþúfa á meldragi og skammt í austur frá henni eru tóftir af sauðahúsi. Hætt var að nota sauðahúsin að Suður-Reykjum um aldamótin [1900] og mun Finnbogi Árnason síðastur hafa notað þau”. Þetta kom m.a. fram í viðtali við Oddnýju Helgadóttur í október 1989.
Dalurinn ofan við Suðurreyki heitir Húsadalur. Nær hann inn að Forarmýri. Neðan frá mýrinni rennur Varmá niður dalinn Hún kemur úr Bjarnarvatni innan við Reykjaborg. Ýmsir þverlækir eru í dalnum. Skammt ofan við bæinn eru nokkur sumarhús umhverfis talsvert gil, sem þar er. Trjárækt hefur verið stunduð við bústaðina svo víða eru allhá tré.

Sauðakofi

Í gilinu norðan megin við ána er skjólgóður hvammur. Skammt ofan við hann er gróin tóft. Líklega hefur þarna verið stekkur um tíma.
Húsadalurinn er vel gróinn, einkum að norðanverðu. Vestasti hluti dalsins hefur eflaust fyrrum verið framlenging á heimatúninu. Reykjafell er norðanvert og Reykjaborg sunnanvert. Hamrar hennar blasa við mót vestri. Vestan Reykjaborgar er Hádegisfell, lægra. Innar eru Þverfell að austanverðu og Bæjarfell að sunnanverðu. Milli Bæjarfells og Reykjaborgar er fyrrnefnt Bjarnarvatn.
Miðja vegu í dalnum eru rústir fjárhúsa (beitarhúsa). Annað er norðan við ána og hitt sunnan við ána. Síðarnefndu rústunum hefur verið raskað, en þó má enn sjá stærð þeirra og lögun sem og vegghæð, sem hefur verið óvenju mikil. Litlu A-laga húsi hefur verið komið fyrir í tóftinni með tilheyrandi raski.

Suðurreykjasel

Skammt norðaustar eru óreglulegar hleðslur, nokkuð stórar. Nyrst í þeim eru leifar af hlöðnu húsi. Þarna gæti hafa verið sauðhús og sauðagerði.
Fjárhústóftin norðan árinnar horfir mót suðri. Veggir eru grónir og standa. Vestan við og fast við hana er minna afhýsi með op mót suðri. Tóftin ber með sér að vera ekki mjög gömul; bárujárn hefur verið í þaki, a.m.k. undir það síðasta. Skammt ofar, fast við ána, hefur verið hlaðinn garður, nú gras- og mosavaxinn.

Og þá var bara að feta sig inn dalinn, yfir mýri, sem reyndar var frosin að þessu sinni, og upp að Selbrekkum þangað til Bæjarfellið var svo til beint í suður. Forarmýrarlækurinn kemur þar niður og sameinast Varmá. 

Suðurreykjasel

Skammt ofan og utan við mótin eru tóftir selsins. Þær eru mjög grónar og ekki auðvelt að greina rýmaskipan í fljótu bragði, en þó má gera það með lagni. Meginhúsið, baðstofan, er austast, en utan í því að vestanverðu hafa verið eldhús og búr sitt hvoru megin við innganginn í baðstofuna. Allar dyr hafa verið mót vestri. Selið er vel staðsett í dalnum í skjóli fyrir austanáttinni eins og svo algengt var um selstöður á Reykjanesskaganum. Neðan (sunnan) við selið eru stekkjartóftir, aflangur til suðurs. Stekkurinn hefur verið nokkuð stór, en er nú gróinn. Ekki mótar fyrir hleðslum nema með rannsókn, líkt og í selstæðinu. Op var mót suðri.
Forarmýrinn er nú að gróa upp og er hin myndarlegasta starmýri. Vestari hluti hennar er slétt og ekki langt að bíða að hún verði að túni.
Vel mætti beita hestum á mýrina og opinbera þannig tóftirnar til frekari skoðunnar. Ljóst er að bóndinn á Suðurreykjum hefur viljað nýta aðstöðuna til hins ítrasta og því farið með selstöðuna svo fjarri bæ sem unt var, a.m.k. um tíma. Tóftirnar eru greinilega mjög gamlar.
Telja má líklegt að seinna hafi selstaðan verið færð neðar með ánni og þá væntanlega upp í fyrrnefnt gil þar sem skjól er svo að segja fyrir öllum áttum, góður hagi og óþrjótandi vatn.

Beint upp af Selbrekkum, á berri melhæð er einmanna tóft. Horfir hún til norðvesturs. Tóftin, sem er gróin, er nokkuð heilleg og standa veggir t.a.m. enn. Ekki er gott að kveða á um hlutverk hússins, en það gæti þess vegna hafa verið sauðahús eins og segir í örnefnalýsingunni. Einnig gæti þarna hafa verið athvarf fyrir fólk á leið inn með Reykjafelli og niður með Norðurreykjaá í Helgadal og síðan í Reykjadal (Norðurreykjum). Berangur er nú umhverfis tóftina, en telja má líklegt að svæðið hafi verið mun grónara fyrrum.
Annars má telja líklegt að Húsadalurinn sé ekki mikið nýttur til útivistar þrátt fyrir fjölmargar áframhaldandi leiðir úr honum, s.s. til suðausturs að Bjarnavatni austan við Þverfell, yfir í Torfdal til norðausturs, til suðurs upp að Borgarvatni og áfram niður í Þormóðsdal eða til norðurs og niður með Norðurreykjaá, sem fyrr er lýst.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Suður-Reyki – 1991.

Suður-Reykir

Suður-Reykir 1926.