Færslur

Austurleið

Ætlunin var að reyna að rekja syðri Austurleiðina (Hellisheiðargötuna) frá Elliðakoti upp fyrir sunnanvert Lyklafell að austan. Nyrðri leiðin var rakin nýlega, en bæði skv. heimildum og gömlum kortum lá gata einnig niður í Lækjarbotna frá gatnamótum Dyravegar norðaustan Lyklafells um svonefndan Strangarhól.

Varða

Gatan liggur upp sneiðing Elliðakotshlíða og liðast síðan upp heiðina með stefnu suður fyrir Stangarhól. Þar liggur gatan suður fyrir hólinn og ofan við hóla suðaustan við hann. Við Stangarhól koma nokkrar fjárgötur ofan af heiðinni með stefnu niður að Fóelluvötnum. Gatan liggur síðan norðan við Fóelluvötn með stefnu á suðaustanvert Lyklafell, norðan Lyklafellsáar. Þar skammt ofar sameinast hún Dyraveginum. Gatnamót eru bæði norðaustan við fellið og önnur skammt austar.
Gatan er vel greinileg, en greinilega hefur gróið yfir hana á köflum. Vörðubrot eru við götuna á nokkrum stöðum.
Á leiðinni var ástæða til að rifja upp fróðleik um Fóelluvötn sem og jarðsögu svæðisins.
Gatan
Efri- og Neðri-Fóelluvötn eru sunnan við Lyklafell og austan við Vatnaás í núverandi landi Kópavogs, samsafn smátjarna og polla í grennd við Sandskeið, kringum þjóðveg 1 ofan við Reykjavík. Vatnasvæðið virðist hafa tilheyrt Vilborgarkoti og Helliskoti (Elliðakoti) samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en báðar þessar jarðir eru þar skráðar í Mosfellssveit. Í Jarðabókinni er talað um óvissu í þessum efnum, sérstaklega varðandi Vilborgarkot sem þá, í byrjun 18. aldar, hafði lengi verið í eyði. Ábúendur Helliskots (Hellirskots) í Mosfellssveit og Hólms í Seltjarnarneshreppi höfðu þá lengi nýtt land Vilborgarkots. Frá þessum tíma er því ruglingurinn kominn um nýtingu Vilborgarkotslands. Í Jarðabókinni er sagt að jörðin Vilborgarkot gæti aftur byggst upp og þyrfti þá greinilega að skoðast hve vítt landeign þessarar jarðar verið hefði sem kunnugir menn meina að ekki hafi verið alllítið (Jarðabók III:287-288).

Gatan

Þorvaldur Thoroddsen nefnir vötnin Fóelluvötn. Hann segir malar- og grjótfleti þar myndaða af vatnsrásum frá Lyklafelli. Fóelluvötn flæða yfir stórt svæði í leysingum en á sumrin er þar oftast þurrt. Sæluhús var byggt við Fóelluvötn um 1835 af Jóni hreppstjóra á Elliðavatni upp á eigin kostnað en síðan var skotið saman 50 ríkisdölum því til viðhalds (Þorvaldur Thoroddsen 1958 I:125). Tryggvi Einarsson frá Miðdal nefnir vatnið Tóhelluvatn (sjá örnefnalýsingu Elliðakots í Örnefnastofnun Íslands).

Gatan

Í Jarðabók Árna og Páls er Fóhölluvot nefnd (ritháttur óviss). Þar segir að engjar séu nær engar heima við bæinn Hólm í Seltjarnarneshreppi en útheyjaslægjur brúkaðar þar sem heita Fóhölluvot (Jarðabók III: 283). Aftur á móti nefnir Hálfdán Jónsson Fóelluvötn í lýsingu Ölfushrepps 1703.
Fóella er fuglsheiti, oftast kölluð hávella (Clangula hyemalis). Þessi mynd orðsins kemur fyrst fyrir á 17. öld í fuglaþulu: “Fóellan og hænan, hafa öndina væna.” (Íslenzkar gátur, skemtanir vikivakar og þulur IV 1898:243). Aðrar myndir þessa orðs eru fóerla (Jónas Hallgrímsson), fóvella (Skýrslur Náttúrufræðifélagsins) og e.t.v. fleiri af svipuðum toga. Uppruni er óljós, e.t.v. ummyndun á hávella. Hugsanlegur er einnig skyldleiki við fó- eins og í fóarn. Kjörlendi fóellunnar er votlendissvæði og heiðavötn. Líklegt er því að vötnin séu kennd við fuglinn þótt hann sé þar ekki áberandi lengur. Myndin Tóhelluvatn er að líkindum afbökun, tilkomin sem skýringartilraun á nafni sem hefur annars þótt torkennilegt.

Gatan

Sömu sögu er að segja um Fóhölluvot. Sú þjóðtrú er enn lifandi að há vatnsstaða í Fóelluvötnum að vori boði mikið rigningasumar. Einnig er til sú sögn að til forna hafi runnið á mikil úr Þingvallavatni og hafi hún átt leið um þar sem Fóelluvötn eru nú og náð sjó á Reykjanesi. Kaldá mun eiga að vera leif af þeirri á.
Á Deildará í Múlahreppi A-Barð. er til Fóelluhólmi, einnig skrifað Fóetluhólmi. Fóellutjörn er til í Selvoginum.” Við Fóelluvötn eru tóftir (sjá meira HÉR).
“Þegar gengið er um Miðdals- og Mosfellsheiði vakna óneitanlega spurningar um hvernig landið myndaðist upphaflega og mótaðist í kjölfarið. Á þessu svæði rís Esjan hæst svo nærtækast er að skoða myndun hennar.

Stangarhóll

Þegar gengið var um svæðið var kjörið tækifæri að taka Esjuna og nágrenni sem dæmi um myndun þess. Öll vötn og allar ár (lækir) í heiðinni voru þurrir.
“Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina Lyklafellmilljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón árum. Á þessum tíma voru að minnsta kosti 10 jökulskeið með hlýskeiðum á milli.
Esjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og ýttist smám saman frá því til vesturs. Rekhraðinn til vesturs frá flekaskilunum, sem nú liggja um Þingvallasveit, hefur um milljónir ára verið um einn cm á ári, enda stendur heima að vesturendi Esju er um 30 km norðvestan við vestustu virku sprungurnar (gjárnar) á Þingvöllum og í Hengli. Á sama tíma og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós var að myndast vestan til í gosbeltinu var berggrunnurinn undir Selfossi og Hreppum að myndast austan til í því. Auðvelt er að fá nútímasamlíkingu á Reykjanesskaga með því að hugsa sér að berggrunnurinn undir Reykjavík sé að myndast í Trölladyngju og Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn, og berggrunnurinn undir Selfossi framtíðarinnar sé að myndast í eldstöðvum milli Kleifarvatns og Herdísarvíkur.

Fóella

Einfaldaðar skýringarmyndir, sem sýna hvernig Esja hefur hlaðist upp við eldgos ýmist á hlýskeiðum (þá runnu hraun) eða á jökulskeiðum (þá mynduðust móbergsfjöll við gos undir jöklum). Á fyrstu myndinni renna hraun á þurru landi. Svörtu strikin tákna bergganga, sem eru aðfærsluæðar hraunanna. Eldstöðvarnar eru vestarlega (til vinstri) og lárétt hraunlög hlaðast upp. Á annarri mynd hefur gosvirknin færst austur, jökulskeið er gengið í garð og í stað láréttra hrauna hleðst nú upp móberg í geil í ísnum. Á næsta hlýskeiði hafa eldstöðvarnar enn færst austar. Lárétt hraunlög renna upp að móberginu frá næsta jökulskeiði á undan. Jarðlagastaflinn byrjar að hallast undan þunganum.

Varða

Enn kemur jökulskeið (4. mynd) og nýtt móbergsfjall hleðst upp. Á næsta hlýskeiði ná hraun að renna yfir móbergsfjöllin. Á 6. mynd sést að nú gýs ekki lengur, en rof af völdum ísaldarjökla og veðrunar hefur mótað Esju.
Fyrir tæpum þremur milljón árum var vestasti hluti Esju í vesturjaðri virka gosbeltisins (sem nú liggur um Þingvallasveit). Þetta virka gosbelti teygði sig til norðausturs meðfram Hvalfirði en til suðvesturs yfir Sundin og Vesturbæinn. Á þeim tíma voru þó hvorki Sundin né Hvalfjörður til. Samfellt fjalllendi náði frá hálendinu og miklu lenMyndunarsagangra í sjó fram en nes og eyjar við innanverðan Faxaflóa nú. Þá var stórt eldfjall í Sundunum, en gjástykki teygðust til norðurs um Kjós og suður yfir Mela.
Margt bendir til að stór askja hafi myndast í þessari megineldstöð, Kjalarneseldstöðinni, og mikill fjöldi innskota myndaðist í henni. Stærstu innskotin má nú sjá á yfirborði í Viðey, yst á Kjalarnesi og milli Skrauthóla og Mógilsár.
Gosvirknin færðist smám saman austar, Kjalarnesmegineldstöðin þokaðist til vesturs út úr gosbeltinu en gosvirknin varð mest þar sem Kistufell í Esju er nú. Þá fengu jarðlögin neðst í Kistufelli sinn mikla halla. En ekki leið á löngu þar til gosvirknin var komin austur fyrir Grafardal. Þar myndaðist stórt og myndarlegt eldfjall, Star-dalsmegineldstöðin. Í þeirri eldstöð myndaðist askja álíka stór og Kröfluaskjan. Í henni safnaðist vatn, svipað og síðar gerðist í Öskju í Dyngjufjöllum, en askjan fylltist síðan af gosefnum.

Hvítmura

Þunnfljótandi hraunlög runnu langt vestur úr virka gosbeltinu og mynduðu hinn reglulega hraunlagabunka, sem nú myndar topp Esjunnar allt frá Skálafelli vestur undir Hvalfjörð. Æviskeiði megineldstöðvarinnar í Stardal lauk með líparítgosum undir jökli á bogasprungum umhverfis öskjuna. Glæsilegustu menjar þeirra eldsumbrota eru Móskarðshnúkar, en aldursgreiningar benda til að líparítið í þeim sé um 1,8 milljón ára gamalt.
ELeirtjörnldvirkni færðist enn til austurs, eða öllu heldur megineldstöðina rak vestur úr gosbeltinu og upphleðslu jarðlaga lauk í Esju, Kjós og byggðum hluta Mosfellssveitar. Samfellt fjalllendi náði frá Akrafjalli og Skarðsheiði austur yfir Esju og fellin í Mosfellssveit. Yfir Sundunum og Reykjavík lá meira en þúsund metra þykkur stafli af hraunlögum og móbergi.
Í rúmlega milljón ár eftir að Móskarðshnúkar mynduðust skófu ísaldarjöklar fjalllendið og skáru út það landslag, sem við sjáum í dag. Ekki er vitað um eldvirkni á svæðinu þennan tíma. Ekki er heldur vitað um fjölda jökulskeiða á þessu tímabili, en margt bendir til að jökulskeið gangi yfir Ísland á um hundrað þúsund ára fresti.
Fyrir þrjú til fimm hundruð þúsund árum varð eldgos undir jökli í Mosfellssveit og þá myndaðist GataMosfell. Þá voru dalir Esju svipaðir og í dag og fellin í Mosfellssveit einnig. Á næstu hlýskeiðum runnu þunnfljótandi hraun úr grágrýtisdyngjum í jaðri virka gosbeltisins vestur yfir hið rofna land, þöktu mikið af láglendinu og runnu í sjó fram. Hraunstraumarnir runnu milli Mosfells og Esju, milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar, en einkum þó vestur yfir láglendið sunnan Úlfarsfells. Þessi grágrýtishraun mynda Brimnes á Kjalarnesi, yfirborð eyjanna á Sundunum svo og flest klapparholt á höfuðborgarsvæðinu svo sem Grafarholt, Breiðholt, Öskjuhlíð, Valhúsahæð, Digranesháls, Hamarinn í Hafnarfirði og Hvaleyrarholt. Upptök grágrýtishraunanna eru fæst þekkt, en meðal þeirra hafa þó verið Borgarhólar, Lyklafell og Eiturhóll á Mosfellsheiði.
Ef skoðuð er brot af jarðsögu svæðisins má í stuttri samantekt sjá eftirfarandi:

Gata

10 000 ár – Nútími
Sjávarmál fellur úr +40m í –5m (a.m.k.). Land sígur eftir það. Leitahraun og Búrfellshraun renna.

120 000 ár – Síðasta kuldaskeið
Jökull er jafnan í 400-500 m hæð í hlíðum Esju. Jökuljaðar yst á Reykjanesi og úti í Faxaflóa. Móbergsfjöllin á Reykjanesi myndast. Sveiflu­kennd hlýnun í lokin og sjór flæðir á land.

130 000 ár – Síðasta hlýskeið
Dyngjugos á Mosfellsheiði og í Heiðmörk myndar grágrýti í Mosfellsbæ, Breiðholti, Garðabæ, Kópa­vogi og víðar.

Varða200 000 ár – Næst síðasta kuldaskeið
Móbergsfjöll sem nú eru utan gosbeltisins myndast (t.d. Lyklafell) ásamt jökulbergi (t.d. undir Höfðabakkabrú í Elliðaárdal).

210 000 ár – Næst síðasta hlýskeið
Í upphafi tímabilsins myndast setlög í Elliðavogi og víðar. Nokkur dyngjugos (e.t.v. á Valhúsahæð, Engey, Skóla­vörðuholti og Öskjuhlíð) mynda Reykja­víkurgrágrýtið ofan á setinu.”

LeiðinÍ leiðinni var leitað götu sunnar í heiðinni, frá Stangarhól áleiðis niður í Lækjarbotna. Vænlegar götur fundust á tveimur stöðum. Verða tengsl þeirra skoðuð fljótlega. Eða eins og maðurinn sagði: “Róm verður ekki skoðuð á einum degi”.
Ætlunin er og að skoða Dyraveginn á næstunni; frá Dyrafjöllum að Lyklafelli. Vegurinn sá mun torfarinn réttleiðis.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-visindavefurinn.is
-arnastofnun.is

Lyklafell

Þingvallavegur

“Lagning gamla Þingvallavegarins hófst árið 1886 og var að fullu lokið árið 1891. Þessi þjóðvegur gegndi því hlutverki í rúmlega 40 ár að greiða mönnum leið yfir langa og oft torsótta heiði, þegar farartækin voru eigi önnur en fætur manna thingvallavegurinn gamli-901og hesta, og síðar á bifreiðum, en telja verður því lokið eftir alþingishátíðina árið 1930.
Vegurinn liggur austan við Seljadalinn, en áður lá leiðin um þann dal. Eftir dalnum rennur Seljaá. Þar sem Seljaá beygir meðfram Borgarhólum, hefur verið byggð brú yfir ána. Við Háamel hefur sæluhús  verið byggt úr tilhöggnu grjóti. Austan við Morldabrekkur mótar fyrir tóftum. Það eru leifar elsta sæluhússins á heiðinni sem kunnugt er um. Það sæluhús var lagt niður og nýja sæluhúsið byggt á Háamel, á sama tíma og vegurinn var lagður, sem fyrr segir.
Verkstjóri við lagningu Þingvallavegarins var Erlendur Zakaríasson, en hann og bróðir hans Árni, voru þekktir vegaverkstjórar á síðustu áratugum 19. aldar og fram á fyrstu áratugi þeirrar tuttugustu.
Einar Finnsson járnsmiður frá Meðalfelli í Kós hafði lært vegalagningu í Noregi. Hann byggði brúna á Seljaá og ræsin á veginum eru hans handverk. Sigurður Hannesson, bróðir hins kunna landspósts, Hans Hannessonar, hlóð vörðurnar og sæluhúsið. Þessir menn hafa báðir hlaðið sér veglega minnisvarða, sem enn standa að mestu óhreyfðir.
Vörður, brýr, veggir og vegræsi gamla Þingvallavegarins heyra undir listaverk hagleiksmanna og hvort mun það ekki í verkahring komandi kynslóða að vernda þau sem slík um aldur og ævi?
Þegar leið að alþingishátíðinni 1930, var farið að huga að veginum milli Reykjavíkur og Þingvalla. Þá þótti sýnt, að vegurinn myndi ekki bera uppi þá umferð sem ætla mátti að yrði milli þessara höfuðstaða. Því varð að ráði að leggja annan veg um Mosfellsdal og Mosfellsheiði norðanverða. Þeirri vegagerð lauk svo um vorið 1930 áður en hátíðin hófst. Umferð var þá þannig hagað, að frá Reykjavík var farið um nýja veginn um Mosfellsdal, en gamla veginn að austan.
Þegar alþingishátðinni var lokið, var hlutverki gamla Þingvallavegarins líka lokið. Honum var ekki lengur haldið við, þörfin fyrir hann var ekki nein orðin, þar sem nýrri vegurinn var framtíðarleiðin.”

Heimild:
-Safn til sögu Reykjavíkur – Reykjavík, miðstöð þjóðlífs, samgönguleiðir til Reykjavíkur að fornu og nýju, bls. 79-97.

Mosfellsheiði

Gamli Þingvallavegurinn.

 

Bárðartóft

Bárðartóft er ofan Mosfellsdals, í sunnanverðu Bárðarholti norðan Jónsselslækjar. Tóftin hefur látið verulega á sjá vegna ágangs hesta. Hún er eitt rými, auk lítils bakrýmis (sennilega svefnbálkur). Framgafl hefur snúið mót suðvestri.

Bárðartóft

Bárðartóft.

Í Örnefnalýsingu segir: “Þarna nokkuð ofan við Gljúfrastein, fast við veginn, er Grænaborg, […] þar skammt ofar, rétt við Jónsselslæk, er Bárðartóft. Þar sést bálkurinn, sem Bárður lá á. Þetta er beint vestur af Skákunum” í tungunni ” sem eru milli Köldukvíslar og Jónsselslækjar […] yfir dyrunum lá hella.” Skv. fornleifaskráningu 1980 er tóftin “á smáþýfðu graslendi, sem hallar” í suður “niður að læknum”. Lækurinn “rennur milli tveggja holta” og ofan og norðan “við tóftina er grýtt og gróðurlítið holt”, líklega Bárðarholt “sem Bárðartóft er syðst á” skv. Örnefnalýsingu. Um 2 m vestan tóftarinnar er “grunnur vatnsskorningur. Nánar tiltekið er þetta beint sunnan við þjóðveginn, um 1 km austan við Gljúfrastein og um 1,5 km suðaustan við Laxnes.”

Lýsing

Bárðartóft

Bárðartóft.

Rústin er um 8 x 5 m að stærð en innri brúnir veggja og þar með innanmál eru óörugg. Breidd veggja er þó um 1,5 m. Við norðausturgaflinn er talsvert þýfi og grjót og hefur hann því líklega verið í þykkara lagi fremur en að þarna hafi verið bakhús. Ytri veggjabrúnir eru óljósastar á þessum gafli. Hæstur er langveggurinn norðvestan megin, um 0,7-0,8 m en veggurinn á móti er illa farinn og hefur á kafla næstum jafnast við gólfið. Inngangur er á suðvesturgafli og stefnan suðvestur-norðaustur. Um bálkinn og helluna í Örnefnalýsingu er einnig getið í Menningarminjaskrá en skrásetjari sá ekki móta fyrir þessu. (Ágúst Ó. Georgsson).

Aðrar upplýsingar
Um Bárðartóft sagði Halldór Laxness:
„Einhver einsetukall bjó þarna í kofa”. Þetta virðist ekki mjög gömul rúst eða frá því í kringum aldamótin 1900.”

Í “Athugasemdir Guðmundar Þorlákssonar á Seljabrekku við handrit Ara Gíslasonar” segir: “Bárðarholt er holtið, sem Bárðartóft er syðst á. Það er norðan við Jónsselslæk og stefnir þvert á Langholt.”

Heimildir:
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006/2 – Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands.
-Örnefnalýsing Laxness – Ari Gíslason.
-Athugasemdir Guðmundar Þorlákssonar á Seljabrekku við handrit Ara Gíslasonar.
-Laxnes – munnleg heimild.

Bárðartóft

Bárðartóft.

P-40

Þorkell Guðnason hafði samband og benti FERLIR á a.m.k. tvö flugvélaflök í Reykjafelli í Mosfellssveit.
Tvær amerískar flugvélar (hann vissi ekki hvers tegundar þær voru) hefðu flogið hvor Braká aðra yfir Reykjafellinu snemma árs 1944 og báðar hrapað þar til jarðar. Önnur flugvélin hefði lent suður í fellinu og hin í mýri skammt norðaustan við klett, svonefndan Einbúa. Hann og fleiri krakkar í Mosfellsdal hefðu farið þangað upp eftir og m.a. hirt byssur úr fyrrnefnda brakinu og borið til byggða. Hluta af því mætti sjá á steinsteyptum stöpli við Suður-Reyki. Síðarnefnda brakið ætti að vera sokkið í mýrina og því sæist ekkert af því núna.
Þegar komið var að Suður-Reykjum mátti sjá nefndan flugvélahluta framan við bæinn. Guðað var á glugga og knúið dyra. Málfríður Bjarnadóttir, eiginkona Jóns Magnúsar Guðmundssonar, bónda á Suður-Reykjum (nýlátinn), kom til dyra. Hún tók vinsamlega á móti gestunum. Eftir að hafa borið upp erindið, þ.e. hvort hún kannaðist við nefnd flugslys og gæti lýst staðsetningu vettvangsins í hvoru tilviki fyrir sig, svaraði hún því til að þetta hefði nú Jón hennar vitað. Sagðist Málfríður hafa heyrt af slysinu. Það hefði þá verið á vitorði heimafólks í sveitinni, en ekki hefði mátt segja frá því að öðru leyti. Þetta hefði verið “hernaðarleyndarmál”. Annar flugmaðurinn, sá sem hrapaði sunnan í Reykjafelli, sem reyndar héti Reykjafjall, hefði látist, en hinn er hrapaði undir Einbúa hefði náð að kasta sér út í fallhlíf og bjargaðist heim í Helgadal.
Sagðist Málfríður vita til þess að Guðmundur, sonur hennar og núverandi bóndi á Suður-Reykjum, gæti vísað á slysavettvangana. Hann væri nú að bjástra við hrossin í gerðinu þarna norðantil.
SlysavettvangurMálfríður var kvödd með þeim orðum að heimsóknin yrði endurtekin eftir gönguna um ReykjaFJALLIÐ.
Þegar komið var að hestagerðinu var nefndur Guðmundur í önnum við hnakksetningu. Hann gaf sér þó tíma til að svara spurningum FERLIRs. Sagðist hann kannast við atvikið og slysstaðina. Sá, sem væri sunnan í ReykjaFJALLI, vel enn vel greinilegur. Þar væri brak að finna á hallandi mel. Best væri að fara upp með autsanverðu gilinu ofan við austasta sumarbústaðinn norðan við Varmá. Þegar komið væri upp að efstu mörkum gilsins væri best að halda til austurs uns komið væri að brakinu er lægi þar á mel. Í hinu tilvikinu væri nú ekkert brak að sjá. Flakið hefði verið í mýri norðaustan í fjallinu og þar hefði það sokkið í hana smám saman.
MýrinHaldið var eftir vegarslóða inn að efsta sumarbústaðnum norðan Varmár. Þaðan var haldið inn að gilinu fyrrnefnda. Gengið var upp með austanverðu giliu, upp að þeim stað er það rann saman við ofanverða fjallshlíðina. Þaðan var gengið til austurs; að flakinu. Neðar kúrði Húsadalur.
Slysavettvangurinn var fremur lítill. Á honum mátti lesa að flugvélin hafði brunnið að hluta. Brakið var þó dreift um nokkurt svæði, en augsýnilega hafði verið hirt úr því allflestir “tengslahlutir” með textum og tölum. Þó mátti sjá áletrun á einum hlutnum (7-22-7125 1) eða eitthvað slíkt. Á vettvangi var tilfinningin sú að þarna hefði orðið mannskaði.
Þegar komið var upp að Einbúa dró flögubergið þar að sér alla athyglina. Á afmörkuðu svæði mátti Flögubergiðbæði sjá gular skófir (húsaglæðu) og smækkaða mynd af stuðlum í berginu. Mýrin norðaustan við Einbúa var einnig forvitnileg því þar mátti m.a. sjá jakobsfífil í samlífi við grávíði og birki, fjalldrapa og smjörlauf. Engin ummerki voru þar um flugslysið, en vegna þess hversu Helgadalsbærinn endurspeglaðist í kvöldsólinni frá Einbúa með útsýni yfir mýrina mátti telja líklegt að þarna hefði táknfræðingurinn sjálfur verið að senda tvífætlunum ákveðin skilaboð. Rjúpa skrapp undan fæti og flugu undan smávaxnir noðrar.
Á leiðinni niður af Reykjafelli var gengið fram á hól alsettan geyméreium. Ófáir staðir á landinu hýsa slíkan fjölda af þessu bláblómi en þarna má finna.
Þegar tekið var hús á Málfríði seinna sinnið kvaðst hún hafa kíkt í Sögu Mosfellsbæjar. Í henni, bls. 332, væri getið um slysið í ReykjaFJALLI. Þar segir: ”
SóleySnemma árs 1944 varð alvarlegt flugslys í Mosfellssveit þegar tvær herflugvélar fórust yfir Reykjafelli. Önnur vélin steyptist niður skammt ofan við Reyki og flugstjórinn lést. Hin vélin hrapaði við klettanípuna Einbúa í austanverðu Reykjafelli, flugmaðurinn komst í fallhlíf og lenti skammt frá bænum Helgadal í Mosfellsdal. Guðjón Sigurður Jónsson bóndi þar “bar flugmannin til bæjar, því hann var heldur illa á sig kominn. Guðjón lánaði honum stígvjel og húsfreyja hitaði te.” Lengi vel mátti finna leifar flugvélanna sem fórust í þessu sviplega slysi í Reykjafelli.”
Haft var samband við Þorkel Guðnason í framhaldi af ferðinni og spurt nánari upplýsinga. Svarið kom um hæl: “
Heimildarmaður minn var Jóel Kr Jóelsson, garðyrkjumaður, Reykjahlíð, Mosfellssveit.  f. 22.01.1921, látinn 16.06.2007. Hann var eiginmaður Salome, systur móður minnar. Ef ég man rétt, horfði hann á þetta gerast.  Hann sagði mér vélarnar hafi rekist saman og að flugmaður annarrar vélarinnar hafi komist út úr henni, en stungist á höfuðið í harðfennisskafl, því fallhlífin opnaðist ekki – var líklega í of lítilli hæð.
Innan hvíta hringsins [á myndinni] var aragrúi af vélbyssukúlum – hlutar úr byssubeltum og eitthvað af patrónum. Þarna við hólinn lá allstórt flugvélardekk með amerískum merkingum. Þetta er staður sem málmsafnarar áttu nokkuð greiða leið að og ég veit um allmarga sem stunduðu þá iðju.”
Samkvæmt Slysaskrá flugslysa á stríðsárunum varð atvikið þann 16. febrúar 1944. Um var að ræða tvær amerískar P40 herflugvélar. Nicolas Stam bjargaðist í fallhlíf, en William I. Heidenreich fórst er vél hans lenti í Reykjafellinu.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild m.a.:
-Málfríður Bjarnadóttir.
-Guðmundur Jónsson.
-Saga Mosfellsbæjar 2005, bls. 332.
-Sævar Jóhannesson.

Reykjafell

Reykjafell – flugvélaflak.

Konungsvegurinn

“Í sumar [2007] eru liðin 100 ár frá Íslandsferð Friðriks VIII Danakonungs ásamt 200 manna fylgdarliði. Aldrei fyrr hafði verið haft jafn mikið við vegna komu erlendra gesta enda sjálfur þjóðhöfðingi Íslendinga á ferð.
Friðrik og félagar höfðu brunch í Djúpadal á leið til Þingvalla. konungur og fylgdarlið hófu ferðina við Lærða skólann ferðina 1. ágúst 1907. Meðalhraðinn var 4,5 km á klukkustund og er það mjög góður hraði sé miðað við stærð hópsins. Upp í Djúpadal voru 15.7 km.
KóngurGísli Sigurðsson skrifaði um Kongungsveginn í árbók FÍ árið 1998. Hann kemur með skemmtilega sýn í framkvæmdina með því að bera kostnaðinn við tekjur landssjóðs.
En von var á Friðrik VIII konungi til landsins í ágúst 1907. Var afráðið að hann færi til Þingvalla, til Geysis og Gullfoss, suður hreppa, að Þjórsártúni og til Reykjavíkur.
“Menn gerðu ráð fyrir því að konungurinn kysi að aka þessa leið í yfirbyggðri léttikerru fremur en að ferðast ríðandi. Það sýnir þó sambandsleysið við hátignina, að aldrei hefur verið spurt beinlínis að þessu”. Þarna sáu menn möguleika á að gera veg frá Þingvöllum að Geysi og út í Hreppa. Því var ráðist í vegaframkvæmdina 1906 og lauk fyrir komu konungs 1907 og hún kölluð Konungsvegurinn. Lög um landsreikning voru samþykkt fyrir árin 1906/07 í einu lagi og var kostnaður við vegabætur 220.257 krónur, stærsti hluti Konungsvegur en heildarútgjöld landssjóðs voru liðlega 3.1 milljón. Því var kostnaðurinn um 14% af ársútgjöldum ríkisins. Þessi framkvæmd er líklega dýrasta vegaframkvæmd sögunnar og í sama stærðarflokki  ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar sem var til umræðu árið 2002.
KamarUm konungskomuna var gefin út bók, en ekkert var minnst á vagnaveginn dýra. Kóngsvagninn var aðeins notaður til að flytja vistir, tjöld og drykkjarföng en kóngur ferðaðist ríðandi. Ekkert var minnst á dýrasta mannvirki landsins, Konungsveginn í frásögnum fjölmiðla!
Heldur hefur Konungsvegurinn látið á sjá í tímanns rás, enda vart notaður nema af hestafólki, göngufólki og öðrum sem ekki tekur að nefna. Frá vegamótunum við Geitháls liggur Konungsvegurinn eins og beint strik út á Mosfellsheiðina. Væntanega hafa hólar og hæðir þurftt víkja fyrir konungi, enda hefur mönnum ekki þótt rétt að láta konung fara óþarfa sveig á leið sinni. Víða hefur verið lögð mikil vinna í að hlaða undir veginn og eru mjög smekklegar hleðslur víða á leiðinni ef grant er skoðað.
Á leiðinni eru vörður, vörðubrot, haganlega hlaðin ræsi, steinhlaðin  brú og sæluhúsatóftir. Á háheiðinni eru einnig að finna tóftir veitingahússins Heiðarblómsins sem rekið var þarna á heiðinni á árunum 1925-1930. Rekstri þar var hætt um leið og vegurinn lagðist af í kjölfar Alþingishátíðarinnar 1930.

Heimild:
Árbók F.Í. 1998, bls. 73.

Konungsvegur

Konungsvegurinn á Mosfellsheiði.

Lambagras

FERLIR hafði áður skoðað tóftir gamla bæjarins að Elliðakoti, sem eru á ási norðan Nátthagavatns.
ÚtihúsNú var ætlunin að skoða heiðina ofan bæjarins. Ljóst var að fenginni reynslu, þrátt fyrir nokkrar dýrar fornleifaskráningar og -kannanir vegna vega- og virkjunarfram-kvæmda, að hvergi væri þar allra sýnilegra minja getið. Svo virðist sem fornleifafræðingar hafi við þá vinnu valið auðveldasta kostinn; rakið vörður og gamlar þekktar götur, en ekki lagt á sig að fara um svæðið fet fyrir fet, enda bæði erfitt og tímafrekt – og tíminn eru jú peningar þegar slík vinna er annars vegar. En hvers á verkkaupinn að gjalda?
Einkennandi fyrir tóftirnar að Elliðakoti, sem enn standa, eru reglulega tilhöggvnir steinar, allir að svipaðri stærð. Um er að ræða stórt skepnuhús og annað minna, líklega sauðakofa, sem breytt hefur verið í hænsnahús. Íbúðarhúsið hefur staðið á grunni vestan skepnuhússins.
Heimagarðurinn er í brekku á móti suðvestri. Heimtröðin er norðan hans. Gamlir Útihúshleðslugarðar umlykja heimatúnið. Norðaustan í því eru garðar umhverfis matjurtargarð. Sunnan bæjarins, á klapparholti, er snyrtilega hlaðin tóft. Ekki er að sjá að tóftin hafi verið þekjuð eða notuð. Þó gæti hafa verið hlið í henni framanverðri. Þá gæti þana verið um að ræða “sýningarbás” í vegghleðslu með grjótinu úr námunni, en í holtinu er steinnáma og þar hefur að öllum líkindum mest af grjótinu í skepnuhúsin og önnur hlaðin hús verið sótt. Stafaáletrun er á einum steini útihúsanna.
Bærinn hefur staðið undir lágu hamrabelti. Ofan hans liggur gata um Miðdalsheiði, framhjá Selvatni og áfram upp með Lyklafelli, Draugatjörn og að Kolviðarhól annars vegar og hins vegar áleiðis að Grafningi við Þingvallavatn. Um er að ræða svonefnt nyrðra vegarstæði á þjóðleiðinni austur fyrir fjall, en deilur stóðu um það um 1880 á hvora leiðina ætti að leggja áherslu m.t.t. til samgöngubóta. Þessi leið var ákjósanlegri þar sem hún sneiddi ofan við Fóelluvötn og þær ófærur sem Sandskeiðið var.
VarðaBúið var í Elliðakoti fram til 1940. Brá þá síðasti bóndinn búi. Búið var þó í húsnum fram til 1948 eða 1949. brunnu húsin þá og fór jörðin þar með endanlega í eyði.
Þegar farið er um þetta svæði er hvergi merkingar að sjá. Engar aðgengilegar upplýsingar er að fá um það. Í fornleifaskýrslum er einungis fjallað um vörður og einstaka tóft, en hvergi svo vitað sé um um býlin sjálf, fólkið og minjarnar. Svæðið í heild er mjög fallegt og ákjósanlegt til útivistar, en sagnfræðilega einangrað. Hvort það er af ásettu ráði eða ekki skal ósagt látið.
TóftirSem fyrr sagði hafði áður verið farið um tóftir Elliðakots. Einnig hafði verið farið um svæðið nærliggjandi neðanvert (sjá HÉR). Að þessu sinni var  haldið um það ofanvert. Sem og búast mátti við voru þar vörður við gamlar leiðir, s.s. Konungsvegina 1907 og 1930 og Austurleiðina um Lyklafell og Hellisskarð. En það sem vakti sérstaka athygli, og virðist af einhverjum óskiljanlegri ástæðu ekki hafa verið skráð, eru útihús frá Elliðakoti. Um er að ræða hlaðin þrískipt samliggjandi hús. Dyr á vestasta rýminu snýr mót vestri og dyraveggurinn stendur enn að mestu, u.þ.b. 160 cm hár þar sem hann er hæstur yfir dyrum. Miðrýmið hefur haft op á mót suðri sem og austasta opið. Þetta mannvirki er að öllum líkindum frá síðustu búsetuárum Elliðakots því veggir hafa að mestu leyti verið byggðir úr timbri en með hlöðnum grunnveggjum. Lambagrasið í nánd gaf tilganginn til kynna. Umhverfis eru án efa um fleiri minjar – ef vel væri að gáð.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Hið agnarsmáa

Búrfellskot

Þegar gengið er um suðurhlíðar Búrfells má sjá stakar gróðurtorfur í Búrfellsbrekku, aðallega gras, millum gróðurvana melfláka. Tóftir eru í suðvesturhlíðum Búrfells austan við Seljadalsá. Þær kúra þarna á lágum hól út úr hlíðinni. Neðan við tóftirnar liggja þjóðvegir, hlið við hlið.

Búrfellskot

Búrfellskot.

Í svari Örnefnastofnuna (SS) við fyrirspurn um uppruna nafnsins Búrfells í ágúst 2002, kemur fram að “Búrfellin eru a.m.k. 47 talsins á landinu, nokkuð há stapafjöll mörg hver með klettum ofantil. Vel má vera að nafnið hafi upphaflega verið ósamsett, Búr, en síðari liðnum -fell, bætt við til skýringar. Búr er einmitt til sem nafn á þverhníptum klettum í sjó. Líklegt er að nafnið Búrfell sé dregið af orðinu búr í merk. ‘matargeymsla’, og þá helst sem stokkabúr, sem voru reist á lóðréttum bjálkum upp frá jörð svo að dýr kæmust ekki í þau, öðru nafni stafbúr”.
Þegar gengið er um suðurhlíðar Búrfells má sjá stakar gróðurtorfur í Búrfellsbrekku, aðallega gras, millum gróðurvana melfláka.
Búrfellskot er merkt í eyði suðvestan undir Búrfelli. Þar er Leirtjörn suðaustur af og Hafravatn vestan. Ekki er minnst á kotið í Jarðabókinni 1703, en þar er hins vegar fjallað um Búrfell. Það var önnur hjáleiga af tveimur frá Miðdal. hin var Borgarkot. Undir það síðasta var Búrfell nafn á húsi, sem var rifið í kringum 1980. Grunnurinn sést enn neðan og suðvestan við Búrfellskotið, sem hér er fjallað um.

Búrfellskot

Búrfellskot – loftmynd.

Um Búrfell, sem þá er sennilega sama og Búrfellskot, segir m.a.: “Nú í eyði og hefur í eyði legið hjer um 8 ár. Fóðrast kunnu ii kýr og ekki meira. Torfskurður til húsa og eldiviðar var nægur. Þessi hjáleiga var fyrst það menn vita uppbyggð fyrir vel 20 árum, þar sem menn meina að fyrir lángri æfi muni býli hafa verið, og veit þó enginn til þess annað, en hvað fornar girðingar og húsabrotaleifar, sem þar voru fyrr en nú að nýju var uppbyggt, sýna fornrar byggðar merki. Lagðist þetta kot mest í eyði fyrir óbærilegum átroðningi þjóðgötu, sem þar liggur í gegnum túnið, og er þetta kot ekki þess erfiðis vert, sem kosta vildi að gjöra þar bygð að nýju, sá ágángi ferðamann gæti af hrundið og þykir því ei aftur byggjandi.”
Samkvæmt framansögðu mun Búrfell eða Búrfellskot hafa byggst um 1680, upp úr fornum leifum.
Á einni torfunni, sem rís nokkuð hátt í neðri hlíðum fellsins, eru tóftirnar, nú grónar og orðnar nokkuð jarðlægar. Neðan við þær liggur grannur gróinn vegur til austurs upp skáhlíðina, áleiðis inn að Leirtjörn. Hann er víða horfinn beggja vegna. Neðan hans er önnur gömul gata, eldri, sennilega aflögð reiðleið. Efri vegurinn virðist geta hafa verið vagnvegur, a.m.k. manngerður.
Þegar tóftirnar eru gaumgæfðar má sjá móta fyrir þremur rýmum í megintóftinni. Erfitt er að greina fleiri hús, en svæðið allt um kring er mjög grasloðið og stórþúfótt. Vottar fyrir rými vestan við tóftina. Ofan við rústina er greinilegur lítill garður, einnig gróinn. Austur og norðurveggurinn sjást greinilega, en engar hleðslur. Ofan við norðausturhornið er hvylft inn í brekku. Sunnan við hana og austan við garðinn gæti mótað fyrir lítilli tóft.

Búrfellskot

Búrfellskot – uppdráttur ÓSÁ.

Megintóftin er með tveimur sæmilega góðum rýmum og þá virðist hafa verið rými framan við vestara rýmið, þar sem hafa verið dyr er vísað hafa til suðvesturs, niður hlíðina, að veginum.
Af koti að vera hefur það verið mjög lítið og einfalt að allri gerð, ólíkt kotum t.d. á Sléttunni og víða annars staðar, sem voru jafnan margflóknari. Hins vegar bera tóftirnar yfirbragð selshúsa, en garðurinn fyrir aftan þær tengir þær frekar kotbúskap. Slíkur garður, fast við hús, eru sjaldgæft í seljum á Reykjanesskaganum (landnámi Ingólfs). Þeir þekkjast þó, s.s. í Brunnastaðaseli og Helguseli, en þar er hann minni og er að öllum líkindum leifar af stekk. Ekki er með öllu útilokað að garðurinn hafi fyrrum verið hluti af stekk við selshús, en ýmislegt bendir til þess að þá hafi þau vaxið upp úr seli og garðurinn verið notaður til matjurtargerðar við lítið örreitiskot þarna í hlíðinni.
Fleiri mannvirki gætu verið falin þarna á þúfnablettum. Vatn er í Seljadalsánni, Leirtjörn og Hafravatni, en vatnsgangurinn hefur þá jafnan verið til drjúgur. (En hvað höfðu kotbændur s.s. með vatn að gera öðru jöfnu)? Sunnar eru nú tún (sennilega frá Miðdal)
Niðurstaðan gæti verið þessi: Þarna er um að ræða tóftir svonefnds Búrfellskots (vantar nánari upplýsingar um það), sem að öllum líkindum hefur orðið til upp úr fornu seli eða öðru eldra koti. Graslendi hefur verið þarna ágætt fyrrum þótt nú séu þar einungis stöku gróðurblettur, þar sem fyrrnefnd “tún” áttu að hafa verið.
Frá kotshólnum er ágætt útsýni yfir niðurdalinn og að Hafravatni.
En hvort þarna hafi fyrrum verið sel skal enn ósagt látið – þangað til annað kemur í ljós. Tóftir Búrfellskots (Búrfells) eru í skjóli undir suðvesturhlíð Búrfells, í skjóli fyrir rigningaráttinni – líkt og selja var jafnan háttur á þessu landssvæði.
Þjóðleiðin fyrrnefnda, er gerði kotbónda og fólki hans erfitt fyrir, hefur væntanlega legið meðfram Hafravatni og áfram áleiðis til Þingvalla. Mörg sambærileg dæmi eru til um áþján ábúenda af ferðafólki því ekki var það allt á ferð með fríðu föruneyti.

Búrfellskot

Búrfellskot.

Um göturnar fór einnig fólk, sem hafði það eitt að markmiði að njóta þess litla af þeim fáu er á vegi þess varð – og þá voru kotbændunum, af mörgum, enginn griði gefinn, og það þótt hann hafi dags daglega varla haft nóg fyrir sig og sína. Og ekki hafa húsakynnin verið rífleg, en skjólgóð hafa þau verið fólki á langri leið.
Skv. upplýsingum Sesselju Guðmundsdóttur, sem þekkir þetta svæði orðið býsna vel, konu með mikla reynslu, er “gamli vegurinn þarna elsta gatan til Þingvalla um Seljadal og liggur þétt með Leirtjörn, en sveigir svo til norðurs yfir mýrina (þar gömul torfbrú, var vel sjáanlega f. nokkrum árum) og liggur norður fyrir Silungatjörn að mig minnir. Þessi gata er mjög skýr í gegnum Kambsréttina og áfram inn á heiðina. Hef verið að skoða hana Mosfellsheiðarmegin (er að hnita hana). Ef þú leggur bílnum við gamla bílskúrinn f. ofan Miðdalshúsið og gengur þar beint upp á hæðina til NA þá kemur þú strax á þessa götu. Svo er nú ekki slæmt að hafa öll bláberin þarna á haustin, þ.e.a.s. áður en gæsin étur þau frá manni – sem gerist of oft”!
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Jarðabók ÁM og PV 1703.
-Örnefnastofnun – http://www.ornefni.is/d_skoda.php

Búrfellskot

Búrfellskot – gata.

Mosfell
Í 990. för FERLIRs (2006) var haldið á austanvert Mosfell í norðanverðum Mosfellsdal.
Mosfell er kirkjustaður og prestssetur í Mosfellsdal undir samnefndu fjalli. Um árið 1000 bjó söguhetjan Egill Skalla-Mosfells og KirkjugilGrímsson á Mosfelli í elli sinni og var jarðsettur í dalnum. Egilsdys við Leirvogsá mun hafa varðveitt bein hans uns þau voru færð undir kirkjugólfið í nýrri kirkju á Hrísbrú (Mosfelli), sem nú er reyndar orðin að hinni fornu kirkju. Skömmu fyrir andlát sitt faldi Egill silfursjóð í grennd við bæinn, en hann hefur aldrei fundist. Fyrst var reist kirkja að Mosfelli á 12. öld, en núverandi kirkja var vígð árið 1965, teiknuð af Ragnari Emilssyni arkitekt.
Gengið var upp með austanverðu Kýrgili austan við Brekkukot. Líkt og um svo mörg önnur lítil gil hefur ekkert verið skrifað, þrátt fyrir lángan aldur. Um gilið rennur ljúfur lækur. Venjulega enda lækir í öðrum stærri, ám, vötnum eða í sjó, en þessi litli lækur er án endimarka, umkomulaus á miðri leið. Þarna hverfur neðri endi hans niður í mölina – a.m.k. um skammar stundarsakir. Líklega er hann með því að gæta þess að tjaldsegginn skammt neðar í malarfarveiginum geti náð að klekjast út. Að því loknu mun lækurinn án efa halda för sinni áfram skv. venju og öllum viðurkenndum lögmálum. (Hér er aðeins fært í “Laxnesstílinn”, svona í tilefni staðar og stundar, en fæðingarstaður skáldsins er einungis í sjónhendingu frá gilinu).
Í Kýrgili, sem ekki lætur mikið yfir sér, eru þó fallegar stuðlabergsmyndanir, auk bólstra og annarrra bergmyndana. Litli lækurinn, sem rennur um gilið, hefður náð að áorka ótrúlega miklu á skömmum tíma, enda verður að teljast víst að á vorstundum hafi hann verið mun umfangsmeiri en nú gerðist.

Kýrgil

Gróið er í jöðrum, en ofan þeirra hafa roföflin náð að rífa upp rótina, líkt og berghismið í gilinu sjálfu. U.þ.b. miðja vegu upp í ofanverðan gilsendann eru tóftir á honum austanverðum. Báðar eru þær í skjóli fyrir austanáttinni, líkt og tóftum er svo títt á suðvestanverðu landinu. Tóftirnar eru orðnar nær jarðlægar og láta því ekki mikið yfir sér, reyndar svo lítið að reiðvegur liggur í gegnum miðja eystri tóftina. Það segir sína sögu um sjáandann. Hann hugsar venjulega um það sem stendur huga hans næst. Hjá reiðmanninum er það hesturinn og gatan. Hjá honum eru fornar tóftir varla til, nema kannski sem skjól við áfangastaði.
Svo virðist sem þessi tóft gæti hafa verið tvískipt. Syðra rýmið er vel greinilegt. Það er þó frekar lítið.
Efri, nyrðri, tóftin er greinilegri, enda ósöskuð. Hún hefur einnig haft að geyma lítið rými. Vel gróið er framan við hana og þó sérstaklega handan gilsins. Þar er þýfður túnskiki, nokkuð stór, sem nú hefur furugræðlingum verið plantað í. Líklegt má telja að þar hafi fyrrum verið góð beit.
KýrgilAf nafninu á gilinu að dæma virðist þarna hafa getað verið beitaraðstaða fyrir kýr bóndans á Mosfelli eða Minna-Mosfelli. Annað hvort hafa kýr hans verið reknar þangað að morgni að loknum mjöltum og síðan til baka síðdegis, eða þær hafi verið hafðar þarna í seli um sumarið og afurðirnar færðar til bæjar. A.m.k. hefur nægt vatn verið þarna fyrir kýrnar sumarlangt.
Leifar af hinni fyrrnefndu kirkju að Mosfelli komu nýlega í ljós við fornleifauppgröft. Mikið var fjallað um hann á sínum tíma, en Guðmundur Magnússon hafði ákveðna skoðun á þeirri opinberun. M.a. lýsti hann henni með eftirfarandi orðum: “Ekki er víst að allir taki undir með fornleifafræðingunum sem grafið hafa upp leifar þúsund ára gamallar kirkju í Mosfellsdal og halda því fram að hún sé “einstaklega vel varðveitt”.
Sannleikurinn er sá að það þarf bæði ímyndunarafl og þekkingu á fornri byggingararfleifð, sem ekki öllum er gefin, til að sjá fyrir sér kirkju þar sem nú er grjót og fátæklegar timburleifar. Það hjálpar þó að greinilega má sjá útlínur kirkjunnar í grunninum og þannig átta sig á flatarmáli hennar. Stoðholur veita ennfremur vísbendingar um Kýrgilbyggingartækni.
En við Íslendingar erum líklega orðnir nægjusamir þegar fornleifafræði á í hlut. Við vitum að varðveisluskilyrði minja eru ekki góð hér á landi vegna veðurfars og jarðvegs. Við erum fyrir löngu hættir að bíða eftir því að upp úr jörðinni komi gersemar sem við getum flaggað í viðhafnarskápum í Þjóðminjasafninu. Líklega er hið eina sem þjóðin biður um og vonast eftir – þótt ekki fari það alltaf hátt eða sé opinberlega viðurkennt – að í moldinni sem fornleifafræðingarnir róta í með teskeiðum sínum leynist nýjar sannanir fyrir því að kappar og kvenskörungar fornbókmenntanna hafi verið af holdi og blóði; verið raunverulegar persónur. Óhætt er að segja að fæstir fornleifafræðingar hafi nú orðið sterka trú á víðtækri leiðsögn fornritanna við rannsóknir á leifum frá fyrri öldum. Aftur á móti eru þeir nógu þjóðhollir – eða bara skynsamir – til að nefna persónur fornsagnanna til sögu þegar þeir rekja rannsóknir sínar fyrir almenningi og fjölmiðlum. Þannig hafa skáldið Egill Skallagrímsson og Grímur Svertingsson komist í sviðsljósið nú þegar fundist hafa leifar kirkju frá frumkristni við merkilegar rannsóknir að Hrísbrú í Mosfellsdal. Þeir kappar eru ekki nefndir til sögu vegna þess að eitthvað nýtt sé um þá að segja á grundvelli fornleifanna heldur er hér á ferðinni meinlaus og oft bráðskemmtileg undirgrein almannatengsla, iðju sem margir þekkja frá stjórnmálaflokkum og stórfyrirtækjum.

Kýrgil.

Fyrir fræðimenn eru upplýsingar um byggingarform fornra mannvirkja, sjúkdóma, mataræði og hæð fólks, sem bein hafa fundist af, eða vísbendingar um lifnaðarhætti sem lesnar verða úr jarðvegi og dýraleifum, nægileg réttlæting og hvati rannsókna. Þeim verður iðulega heitt í hamsi og komast í uppnám út af leifum og gripum sem almenningur getur ekki lesið glóru í eða tengt frásögnum á fornum bókum. Fræðimönnum finnast nafnlausar minjar ekkert síður merkilegar en hinar sem hefðin og þjóðtrúin setur nafnspjöld á. Þetta gap á milli fræðimanna og almennings er eðlilegt og óhjákvæmilegt og þekkist í einni eða annarri mynd í öllum vísindum.  Fornleifafræðingar, sem unnið hafa við rannsóknir á Íslandi, eiga hrós skilið fyrir að hafa mörgum öðrum fræðimönnum okkar fremur lagt sig í framkróka um að miðla rannsóknum sínum, hugmyndum og kenningum til almennings. Það hafa þeir einkum gert á vettvangi fornleifauppgrafta með leiðsögn, fyrirlestrum og upplýsingaskiltum. Þeir hafa líka notað netið til að koma efni til almennings svo að til fyrirmyndar er.
Við Íslendingar getum verið harla glaðir þótt okkur takist ekki nema að litlu leyti að tengja fornleifar og fornbókmenntir okkar. Við þurfum í rauninni hvorki að leita né finna hetjur og kappa sagnanna í moldinni og getum einbeitt okkur að hversdagslegri minjum sem ekki eru síður mikilvægar til skilnings á sögu genginna kynslóða. Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt gaman væri að finna höfuðkúpu Egils Skallagrímssonar í kirkjugarðinum að Mosfelli eða Hrísbrú eru margfalt meiri verðmæti falin í “Höfuðlausn” hans í “Egils sögu”. Við þurfum ekki að fara yfir bæjarlækinn til að sækja vatnið.”
Í frétt í Mosfellingi 2005 kom þetta m.a. fram um framangreindan fornleifafund með fyrir sögninni “Stórmerkur Bólstrifornleifafundur”: “Nú virðist ljóst að enn einn stórmerkur fornleifafundur hefur átt sér stað á Hrísbrú. Rétt í þann mund er fornleifafræðingarnir voru að ganga frá rústunum eftir vinnuna í sumar komu þeir niður á stólpa, veggi og gólf sem benda til þess að á staðnum hafi verið mjög stór bygging eða skáli.Allt er þetta einstaklega heillegt og án vafa einn merkasti fornleifafundur seinni tíma.
„Þetta er gersemi sem að maður hefði aldrei ímyndað sér að hefði varðveist svo vel“, sagði Jesse Byock fornleifafræðingur sem stýrt hefur rannsóknunum á Hrísbrú undanfarin ár.”
Á bls. 12 í blaðinu er síðan ýtarlegt viðtal við Jesse um fornleifauppgröftinn á Hrísbrú undanfarin sumur.
Eftir standa vangaveltur um tóftirnar við Kýrgil, sem gætu jafnvel reynst eldri en þær fornleifar, sem hér hefur verið sagt frá. Þær hafa þó þann annmarka að tengjast ekki sögufrægri persónu eða stað, sem áður hefur verið skrifað um og lesa má um í fornbókmenntum vorum. Þær eru þó allavega og áreiðanlega hluti af menningarafleifð svæðisins og sem slíkar eining búsetulegrar heildar þess. Og hvort sýnilegar bókmenntaafurðir mannanna séu sýnu merkilegri en önnur verk þeirra verður hver og einn að dæma um fyrir sig.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-http://66.249.93.104/search
-Mosfellingur – 10. tbl. 4. árg. föstudagur 19. ágúst 2005.

Mosfellskirkja

Mosfellskirkja.

Suður-Reykir

Bæjarheitið Reykir eru til víða um land. Hér verður fjallað um Reyki í Mosfellssveit. Á upplýsingaskilti við bæinn er eftirfarandi áletrun: “Sambyggð íbúðarhús á Reykjum voru byggð á árunum 1909 og þar á eftir. Þau eru nú horfin. Útihúsin voru byggð á árunum 1927-1929. Íbúðarhúsið (til vinstri á myndinni) sem fyrr var reist (1909) fékk hitaveitu sama árið og það var byggt. Það var fyrsta íbúðarhúsið á Íslandi sem hitað var upp með heitu vatni. Hitt íbúðarhúsið var reist á árunum 1923-1925.
SkiltiÁ Reykjum var fyrsta upphitaða gróðurhús á Íslandi reist, á árunum 1922-1923, og sjást rústir þess enn. Árið 1943 var hafist handa við að dæla heitu vatni til Reykjavíkur frá Reykjum og dælustöð byggð skammt neðan við Reykjalund. Erlendur her hafði mikil umsvif í landi Reykja á stríðsárunum og var hér m.a. bæði rekið þvottahús, veitingaskáli og kvikmyndahús fyrir hermennina.
Winston hurchill forsætisráðherra Breta kom í heimsókn til Íslands árið 1941 en þá var landið hersetið af breskum her. Churchill kynnti sér m.a. ylrækt á Reykjum.
Á Reykjum (Suður-Reykjum) hefur löngum verið stórbýli og hér var fyrrum kirkja helguð Þorláki helga en hún var lögð niður með konungsbréfi árið 1765. Jörðin var áður nefnd Suður-Reykir og í landi hennar er eitt mesta jarðhitavsæði í nágrenni Reykjavíkur. Á Reykjum hófst jarðhitanotkun snemma á 20. öld og segir sagan að prestur sveitarinnar hafi komið hingað til að sjá mannvirkjagerðina og haft á orði að menn ættu að fara varega í að dæla heitu vatni úr iðrum jarðar, maður vissi ekki hvaðan það væri ættað”.

Mosfellsbær

Suður-Reykir – skilti.

 

Geldingatjarnarsel
Samkvæmt afsölum var Geldingatjörn á Mosfellsheiði fyrrum í landi Mosfells.
Seljabrekka hét áður Jónssel og var Jónssel ein af jörðum þeim er tilheyrðu kirkjuléninu Mosfelli sem varð konungseign eftir siðskiptin og síðar eign íslenska ríkisins. Mosfell var stórjörð og átti Mosfellsdal og alla Mosfellsheiði austur að landi Árnesinga. Seljabrekka var gert að býli 1933 með sameiningu Jónssels og Mosfellsbringna og síðan hefur verið bætt við býlið landi frá aðliggjandi jörðum og jafnframt hafa farið fram makaskipti á landi.Seljabrekka er sunnan við veginn til GeldingatjörnÞingvalla og liggur milli Laxness og Leirvogsvatns og er því við jaðar Mosfellsheiðar. Landinu hallar frá þjóðvegi og niður til Geldingatjarnar sem er í lægsta hluta landsins. Þegar kirkjumálaráðherra f.h. íslenska ríkisins seldi Mosfellshreppi Mosfellsheiðina frá kirkjujörðinni Mosfelli þann 24. maí 1933 þá var Jónssel undanskilið í sölunni eins og segir í afsali: “…þá sel ég hér með nefndri hreppsnefnd fyrir hönd nefnds hrepps frá næstu fardögum að telja Mosfellsheiðarland, eins og það hefir tilheyrt nefndu prestsetri, að undanskildu svonefndu Jónsseli, grasbýlinu Mosfellsbringum, nýbýlinu Svanastöðum, sbr. leigusamning um land handa þessu nýbýli 5. júní 1930, og veiðiréttinum í Leirvogsvatni svo og þeim hluta Leirvogsár, er að heiðarlandinu liggur”. Kirkjumálaráðuneytið leigði ábúendum jörðina allt til ársins 1999 er ábúandinn Guðjón Bjarnason keypti hana en seldi síðar umbj. mínum. Í afsali er ekki lýst merkjum en vísað til þess að kaupandi hafi kynnt sér merkin. Í ábúðarsamningi var ætíð getið merkja en í byggingarbréfum 1968 og 1984 stendur: “Landamerki Seljabrekku (hét Jónssel) sem áður var hluti Mosfells, eru þessi: Að sunnan fær Seljabrekka land, sem áður tilheyrði Bringum þannig að suðurmörk landsins verða ca. 50 metrum norðan við núverandi Sogslínu frá Laxnessmörkum allt að Geldingatjarnarlæk. Geldingatjörn verður öll í landi Seljabrekku.
Að vestan landamerki Laxnesslands, að norðan þjóðvegur og að austan landamerki heiðarlands eins og þau eru ákveðin í kaupsamningi milli Mosfellshrepps og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 24. maí 1933.” Landamerki gagnvart Laxnesi eru glögg og hafa eigendur Laxness látið gera uppdrátt (des. 92) með hnitsettum Geldingatjörnmerkjum jarðarinnar, sem eigendur nágrannajarða hafa áritað. Eigandi Seljabrekku vinnur að því að afla gagna frá ráðuneytum um réttindi sín og afmörkun landsins. Seljabrekka fékk í skiptum við íslenska ríkið Selholtsland austan síns lands samkvæmt bréfi Landnámsstjóra. Þótt ekki sé nefnd stærð landsins í bréfinu var um 150 ha að ræða en það var landstærð Selholts neðan þjóðvegar. Enginn uppdráttur fylgdi eða skýr markalýsing. Merkjalínan er lítið eitt sunnar en girðing sú er sveitarstjórn lét setja upp til að halda fé á Mosfellsheiðinni og liggur milli Geldingatjarnar og Leirvogsvatns. Ábúendur jarðarinnar settu urriða í Geldingartjörnina en hún var án veiði á fyrri tímum. Þá hafa þeir stíflað tjörnina til að koma í veg fyrir að hún botnfrjósi en það mun oft hafa komið fyrir að hún þornaði upp á sumrum. Eigendur Seljabrekku hafa smalað land sitt sjálfir en við haustsmölun á Mosfellsheiði hefur verið smalað sameiginlega heiðarlandið af Mosfellingum og þá hefur verið talið að heiðin byrjaði þar sem hallinn upp á við byrjar, þ.e. hallanum öndvert við Seljabrekku, upp frá mýrinni sem er milli Leirvogsvatns og Geldingatjarnar.
Gengið var til suðurs frá Þingvallavegi þar sem hann rís hæst, á Hádegisholti, milli Seljabrekku og Stardals. Ætlunin var m.a. að skoða hugsanlega fjárborg á heiðinni er sést hafði á loftmynd sem og kanna staðfestingar á óljósum sögnum af selsminjum norðan Geldingatjarnar (sem reyndar höfðu einnig sést á loftmyndinni). Ekki er vitað til að þær minjar hafi áður verið skráðar á léréft, hvað þá í skjátexta.
Að sögn Magnúsar Jónassonar, bónda í Stardal, voru Svanastaðir við útfallið úr Leirvogsvatni. Þeir voru byggðir um 1930, en íbúðarhúsið rifið um 1970. Aðstæður breyttust þarna þegar afrennsli vatnsins var stíflað.
Geldingatjarnarsel Landið á þessu svæði, sem og víða á heiðum Suðvestanlands, hefur að hluta orðið jarðvegseyðingunni að bráð; mosaþembur tekið við af runnagróðri sem og berir melar, en einstakar gróðurtorfur náð að þrauka, enn sem komið er.
Stefnan var tekin á hámelinn með væntanlegri fjárborginni. Áður hafði fótgöngulið verið sent í kring um Geldingatjörnina. Það þóttist finna þar eldgamla tóft, breiða. Tekið var hnit þar og myndir teknar. Ekki lá þá ljóst fyrir hvort um væri að ræða tóft eða náttúruleg ummerki, því þarna er ekkert gras, bara mosaþúfur. Þarna á melnum fyrir ofan meintar seltóftir er nyrðri Bringnaleiðin (óvörðuð, enda ekkert stæði eða efni á melnum), en leiðirnar voru tvær og komu saman við Illaklif.
Sem fyrr segir var stefnan tekin á hina meintu fjárborg á Hádegisholti, annað hvort nýhlaðinni eða endurhlaðinni (þrjú umför með langböndum á millum). Um 12 vindstig voru af norðri svo gott var að setjast niður í borginni og láta reyna á skjólið. Þótt “borgin” væri ekki hærri en raun bar vitni (samt nógu há fyrir rollur), var þar feykigott skjól. Fróðlegt var að fá að vita að hvaða tilefni “fjárborg” þessi var hlaðin og það þarna, á hæsta melhól heiðarinnar. Hafði eldri fjárborg verið þar fyrir? Þegar svara var leitað hjá Magnúsi bónda í Stardal, kom í ljós að Tryggvi Hansen, hleðslumeistari, hafði hlaðið þetta mannvirki fyrir ca. 20 árum vegna einhvers sérvitringsháttar. Staðurinn átti að vera merki í beinni línu milli Reykjavíkur og Þingvalla og afmarka eitthvað óljóst.
Tekin var stefna á tóftina á loftmyndinni. Gengið var beint á hana þar sem hún kúrði í skjóli undir lágum og reisulitlum mel, varin fyrir austanáttinni. Ofan melarins og neðan er hins vegar hið ákjósanlegasta beitarland, mýrar með safagrænum störum. Um er að ræða eitt hús, stekk aftan við það og kví norðaustar, fast undir melbrúninni. Kannað var og næsta umhverfi, en engar aðrar minjar voru sýnilegar. Selsvörðu var ekki til að dreifa, enda lítið um efni til uppbyggingar hennar. Hins vegar mátti sjá móta fyrir einum af hinum þremur Bringnavegum ofan selsins. Þetta sel virðist vera eins og Jónssel (eitt hús), en í Jónsseli er auk þess tóft er virðist vera hús, en gæti eins hafa verið kví. Fjárborg Erfitt er að áætla aldur þessarar tóftar, en eitt er víst; hún hefur að mestu verið gerð úr torfi og virðist forn.
Í leiðinni var litið á fjárborgir tvær skammt ofan við Gljúfrastein í landi Laxness. Þær voru friðlýstar árið 1976. Í lýsingum segir frá þeim, “það sem önnur er neðan þjóðvegarins og hin ofan hans. Heitir önnur Grænaborg, en hin er ónefnd”. Málið er að Þingvallavegurinn liggur milli fárborganna. Sú efri er sýnum minni en sú neðri, sem nefnd hefur verið Grænaborg. Fæstir vegfarendur, sem um Þingvallaveginn aka, virðast sjá þessar fornu minjar, en stefna þó óðfluga á hinn forna þingstað þar sem fátæklegra er um að litast – ef grannt er skoðað. Þingstaðurinn segir jú ákveðna sögu um sjórnskipan og menningu þjóðar í mótun, en fornar fjárborgir eru áþreifanlegur vottur um raunverulegt brauðstrit fólksins, sem flest okkar eru fædd af og fóstruð. Sama gildir um selin í heiðunum, götur, garða og önnur mannvirki hins árstíðarbundna amsturs. Þá voru greinileg skil milli verka, þ.e. hvað var gert í á vetrum og sumrum. Ártíðarhringurinn réði því til hverra verka var gengið hverju sinni. Sauðburðurinn á vorin, endurgerð mannvirkja, eggjatínsla, áburður, túnslétta, sláttur, slátrun, úrvinnsla afurða, kvöldvökur og þreying þorra. Allt voru þetta fastir liðir í lífi fólks og hver ártíð gerði sínar kröfur. Í dag er þessu öðruvísi farið; fólkir gerir kröfurnar og reynir jafnframt að uppfylla þær – með misjöfnum árangri þó.
Þá er það næsta: “Úlfarsfell hafði sel á heimalandi”. Spurning er hvar það kann að leynast?
Frábært veður. Sól og nægt súrefni að norðan. Gangan tók 33 mín.

Geldingatjörn

Geldingatjörn.