Færslur

Hamrahlíð

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Blikastaði í Mosfellshreppi segir m.a. um bæinn Hamrahlíð, sem nú er kominn í eyði:

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

“Jörð í Mosfellssveit, uppl[ýsingar] gaf þar Helga Magnúsdóttir, húsfreyja þar á staðnum. Fjallið fyrir ofan bæinn, austur frá bæ, heitir Hamrahlíð. Þar nokkuð norðarlega er skarð, klettalaust upp á fjallið, er blasir við, þegar komið er austan veginn.

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Þetta skarð heitir Kerlingarskarð, og eftir því, hve kvöldsett er, myndar skuggi klettanna karl eða kerlingu.
Neðan við þjóðveginn undir fjallinu og hitaveitustokkinn heitir Börð, og í þeim neðan þessa er klettahóll, sem sprengdur var burt og nefndur var Sauðhóll. Þar bjó huldufólk, og mýrin þar upp af, ofan við veginn, heitir Sauðhólsmýri. Efst í óræktaða landinu við afleggjarann heim að Blikastöðum stóð býli, sem hét Hamrahlíð. Þetta er utar og neðan við veginn. Þar nokkuð utar er svo beygja, sem nefnd var Alnbogi, og þar utar var önnur beygja á veginum, sem nefnd var Öxl.

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Þar neðar tók svo við nokkuð samfelldur flói niður að Blikastaðaá, og heim undir tún í þessari mýri eru þrír klettar (?) hólar, sem heita aðeins Hólar.”

Í athugasemdum og viðbætum Jónu Þorbjarnardóttur og Jóns Guðnasonar við handrit Ara má lesa eftirfarandi:
“Stórihnúkur er hæsta hæðin á Úlfarsfelli. Forarmýri nær frá ánni (Úlfarsá) upp að vegi. Hún var blaut, en nú búið að ræsa hana eitthvað. Kálfakotsgil, venjulega nefnt Gilið, en jörðin hét Kálfakot fram til um 1927.
Lambhagamelar eru fyrir ofan túnið í Lambhaga.

Úlfarsfell

Úlfarsfell.

Skyggnir heitir hraunhóll eða hólbarð ofan við melana. Austur af honum er Leirtjörn upp að fjalli, mikið leirflag á sumrum, en á vetrum tjörn.
Milli Grafarholts og Reynisvatns er Leirdalur.
Hamrahlíð heita hamrarnir norðan í Úlfarsfelli, rétt við veginn.”
Ekkert er minnst á kotbýlið í athugasemdunum.

Sagan af brauðinu dýra

Hamrahlíð

Guðrún Jónsdóttir.

Í Hamrahlíð bjó Friðrik nokkur sem sektaður var fyrir að stela kræklingabeitu og hýddur fyrir að stela dönskum spesíum. Þar bjó líka Jón hreppstjóri og dannebrogsmaður. Í Hamrahlíð fæddist dóttir hans, Guðrún Jónsdóttir vinnukona. Halldór Laxness gerði henni ógleymanleg skil í Innansveitarkróniku sinni og hún varð aðalpersóna í stuttri sögu hans: Sagan af brauðinu dýra. Samkvæmt henni lenti Guðrún í margra daga villum á Mosfellsheiði þegar hún var að sækja brauð fyrir húsbændur sína. Þótt svöng væri snerti hún ekki á brauðinu. Um ástæðu þess svaraði hún ungum Halldóri Laxness:

„Því sem manni er trúað fyrir því er manni trúað fyrir, segir þá konan,“ las Halldór Laxness í Ríkisútvarpinu 1978.”

Uppgröftur fór fram á Hamrahlíð á árinu 2022 – sjá meðfylgjandi myndir sem og frásögn

Heimildir:
-Örnefnastofnun, Kjósarsýsla, Mosfellshreppur; Blikastaðir – Ari Gíslason skráði.
-Örnefnastofnun, Kjósarsýsla, Úlfarsá, aths. og viðb. 1 – Mosfellshreppur; Samlesið G.Þ.G.
-https://www.ruv.is/frett/2022/10/26/kotbyli-grafid-upp-ny-byggd-vid-vesturlandsveg?term=fornleifa&rtype=news&slot=1

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Æsustaðir

Í “Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006” (Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands) segir m.a. um Æsustaðastekk:

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur.

„Vestan við Gleiðaskarð eru einkennilegir móbergsklettar, sem heita Katlar, en niður af þeim á háu melkasti heitir Katlaflöt, og enn neðar, niður á jafnsléttu, er Stekkur (veggjabrot af fornum stekk). Þar sem hann stóð, heitir Stekkjarflöt, og vestan við hana er Stekkjarholt“ (Ólafur Þórðarson). Í sömu heimild segir seinna: „Upp af Lambhúsaholti er klettahögg í fjallinu, sem heitir Nípa, utan í henni er gamall fjárslóði austur fyrir fjallið, neðar er Stekkjargata“ (Ólafur Þórðarson).
Stekkurinn er um 300 m í A-SA frá Æsustöðum og um 40-50 m ofan við (norðan við) veg sem hitaveitan lagði. Aflíðandi gras­geiri milli tveggja lágra hóla, hallar til N-NA. Gamall lækjarvegur rétt A við rústirnar. Aflíðandinn er framhald á NA hlíðum Æsustaðafjalls.

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur – úr skýrslu Þjóðminjasafnsins.

A: Stekkur. Að mestu hlaðinn úr grjóti. Stærð; um 9 m langur og 5 m breiður. Veggjahæð víðast um 40-50 cm. Liggur í N-S. Vestri langveggurinn styðst við brekkubrúnina, sem stekkurinn er byggður
meðfram. Hefur verið nægi­legt að hlaða innri brún þessa veggjar og fyllt svo upp í milli hans og brekkunnar. Inngangurinn er á miðjum N gafli. Stekknum er skipt í þrjú aðalhólf. Því innsta er svo skipt í tvennt. Suðurveggurinn (bakendinn) er að mestu úr torfi en með undirstöðu úr grjóti. Er rúst þessi allheilleg að sjá.
B: Einföld steinaröð sunnan við stekkinn, aftan við bakendann og myndar ásamt honum einskonar kró. Einungis er um eina steinahæð að ræða. Hlutverk óvíst.
C: Um 4-5 m austan við stekkinn sér fremur óljóst móta fyrir ferningslaga rúst. Liggur hún nokkurn veginn í A-V og er um 5 x 5 að stærð að innanmáli. Veggjaleifarnar eru mjög grónar og er hæð þeirra, þar sem hún er hæst, um 20-30 cm en lítið eitt hærri þó að norðanverðu.

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur og nágrenni.

E og D: Við hlið C, að norðanverðu, mótar fyrir útlínum tófta en svo ógreinilegar eru þær að erfitt er að sjá lögunina. E er næstum samsíða C. Hún gæti verið svipuð að stærð og C. D er um 3-4 m norðan C. Virðist þetta vera minnsta tóftin. Í henni miðri er hola, 40 cm djúp eða svo. Hlíf Gunnarsdóttir, húsfrú, Æsustöðum, segir að lambakró eða kofi hafi staðið þar sem C, D og E eru. Hefur hún það eftir Þórði tengdaföður sínum sem bjó á Æsustöðum.
Telur skrásetjari að C, D og E gætu e.t.v. hafa verið þrjú lítil hús, samsíða að mestu, er sneru fram­göflum í SV-V. Ólíklegt er að lambakró eða kofi hafi verið jafnstór og C.
Af C, D, og E kemur D líklegast til greina sem lambakofi við fráfærur. Hlíf segir að hætt hafi verið að nota stekki um 1925.

Ólafur Þórðarson

Ólafur Þórðarson frá Æsustöðum (Varmalandi).

B, C, D og E standa á lágri upphækkun, sem kalla mætti hól, e.t.v. rústa­hól. Rústahóll er réttnefnið á svæði því sem áðurtaldar tóftir standa á. – Leifar af girðingu eru ofan á V-brún stekkjarins. Sést að svæði þetta hefur allt verið afgirt og líklegast notað sem tún. Um 50-60 m austur af rústunum er túnblettur eða hæð, sem kallast Gunnubarð, skv. frásögn Hlífar Gunnarsdóttur á Æsustöðum. „Gunna stóra“, sem Laxnes segir frá í Innansveitarkróníku sinni, hafði blett þennan til afnota til að heyja handa reiðhesti sínum.

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur – tóftir austan við stekkinn.

Framan við vesturlangvegg A-stekkjarins er garður. Hann er framhald þessa veggjar. Hefur verið hlaðinn til að stoppa féð af við innrekstur (Ágúst Ó. Georgsson).
Hætt var að nota stekkinn um 1925. Fært frá í honum (Hlíf Gunnarsdóttir, Æsustöðum , viðtal 21.7. 1980, Ágúst Ó. Georgsson tók).
Í athugasemdum og viðbótum við Örnefnalýsingu er haft eftir Ólafi Þórðarsyni (f. 22. janúar 1904): „Þar sem Stekkur var, markar enn fyrir grjóthleðslu. Ólafur man vel eftir fráfærum; hann telur, að hætt hafi verið að færa frá einhvern tíma á árunum 1910-1915“.

Heimildir:
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006 – Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands, bls. 213.
-Ágúst Ó. Georgsson. Fornleifaskráning í Mosfellssveit 1980-1982. Skráningarbækur Þjóðminjasafnsins.
-Ólafur Þórðarson. Örnefnalýsing Æsustaða. Örnefnastofnun Íslands 1968. Ólafur Þórðarson. Athugasemdir og viðbætur við Örnefnalýsingu Æsustaða. Örnefnastofnun Íslands 1983.

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Kýrgil

Í síðustu ferð FERLIRs þar sem metnar voru aðstæður í Bæjargili og Kirkjugili í sunnanverðu Mosfelli kom fátt fram er bent gæti til þess að silfur Egils væri þar að finna. Gilin eru, og hafa væntanlega ekki verið, vænleg til fjárfelu.
NKýrgilú var kíkt á Kýrgilið, það austasta af þremur fyrrnefndum. Gilið er jafnframt það grynnsta og lengsta af þeim. Á bökkum þess og ofar eru gróningar undir og millum mela. Þegar komið var upp fyrir brúnir, í gróningana, sáust tvær mannvistarleifar. Sú fyrri virðist vera af fornu húsi, en það efra er torráðnara. Fuglasöngur fyllti lognið við undirspil gilslækjarins. Þegar komið var að efri mannvistarleifunum tók málmleitartæki, sem hafði verið með í för í öðrum tilgangi, vel við sér – lét jafnvel svo illum látum að ekki var komist hjá því að slökkva á því til að fá viðværunæði á vettvangi.
Reglugerð um þjóðmunavörslu (374/98) segir m.a. að “yfrborðskannanir (mælingar, myndun o.þ.h.), jarðsjármælingar, kannanir með málmleitartæki (eftir leyfi þjóðminjavarðar) og aðrar þær aðgerðir á fornleifasvæðum, sem ekki hafa í för með sér jarðrask, teljast ekki til fornleifarannsókna í merkingu 54. gr. og 1. mgr. þessarar greinar.”
Í Þjóðminjalögum (107/2001) segir í 16. gr. að “óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.”

Dularfull

Hér er reyndar um einstaklega þröngsýnt ákvæði að ræða, sett til að minnka líkur á að “einhverjir” leiti að forngripum með málmleitartæki og “skjóti þeim undan”. Skynsamlegra væri að hvetja fólk til að nota málmleitartæki við leitir að forngripum – og að tilkynna um árangurinn. Í 19. gr. Þjóðminjalaga er t.a.m. hvati til þess að svo verði, sbr. að “nú finnst forngripur úr gulli eða silfri, þar á meðal gullpeningar eða silfurpeningar, og skal þá Fornleifavernd ríkisins meta málmverð hlutarins og leggja ofan á tíu af hundraði. Skal annar helmingur fjárhæðarinnar greiddur finnanda en hinn landeiganda…”
Í fyrsta lagi eru mjög litlar líkur á að forngripir finnist með hjálp tækjanna hér á landi (það hefur verið reynt af “sérfræðingum”) og í öðru lagi, ef slíkur gripur myndi finnast, þá má telja næsta öruggt að haft yrði samband við Þjóðminjasafnið, enda myndi hann verða lítt eigulegur hversdags og án allrar verðskuldugrar athygli. Fundurinn myndi áreiðanlega kalla á forvörslu og varðveislu, umleitan tengsla og samhengis og nánari uppljóstrun eða frekari upplýsingagjöf. Forngripir, sem finnast hér á landi, eru ekki í svo “eigulegu ástandi” eða slíkt augnayndi að ástæða sé til að takmarka möguleika á fundi þeirra og þar með auknum líkum á almannayndi með framangreindu lagaómyndarákvæði.
TóftinMeð aukinni notkun málmleitartækja aukast hins vegar líkur á að eitthvað áhugavert finnist, sem ella myndi liggja óhreyft í jörðu og engu til gangs.
Annað ákvæði laganna (18. gr) kveður á um að “forngripir eru lausar fornminjar, einstakir hlutir, 100 ára og eldri. Þegar forngripir finnast sem liggja eða legið hafa í jörðu skal finnandi tilkynna Fornleifavernd ríkisins fundinn svo fljótt sem við verður komið.” Hér fara reyndar ákvæði laganna og raunveruleikinn lítt saman því varla er til verri stofnun en Fornleifaverndin til að annast móttöku slíkra tilkynninga. Hafa viðbrögð hennar hingað til frekar virkað fælandi en hvetjandi. Það eitt, umfram öll boð og bönn, dregur úr áhuga fólks á að tilkynna fundi, en eykur að sama skapi líkur á að munir skili sér ekki til opinberrar varðveislu.
Til að auka líkur á afrakstri fornleifakannanna hér á landi er nauðsynlegt að skapa sameiginlegan (vinsamlegan) vettvang fræðimanna og áhugafólks þar sem víðsýni, jákvæðni og skilningur ræður ríkjum.
Spurningin er hvort minjarnar á meðfylgjandi mynd, sem var tekin í ljósaskiptunum, gæti gefið til kynna hugsanlegan hvílustað þræla þeirra er Egill átti að hafa drepið eftir að hafa komið silfursjóð sínum fyrir á “öruggum” stað? Stærðin gefur a.m.k. vísbendingu um tvöfalt mannvistarrými.
Frábært veður – sem og útsýni og hljómlist kvöldkyrrðarinnar.

Mos

Mosfellssel

FERLIR hafði áður skoðað rústir Mosfellssels undir Illaklifi ofan Leirvogsvatns, á svonefndri Selflá. Við skoðun nú komu í ljós fleiri minjar, sem gáfu tilefni tiil að ætla að selstaðan hafi  verið mun eldri en ætla mætti.

Mosfellssel-22

Í “Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006” má sjá eftirfarandi um Mosfellssel: “Í Lýsingu Mosfells- og Gufunessókna segir: „Selstöður eru hvergi hafðar nema frá Mosfelli, við Leirvogsvatn undir Illaklifi; er þangað langur vegur og slitróttur yfirferðar“ (Stefán Þorvaldsson, bls. 237).
„Örnefni benda til fleiri selja. T.d. í Mosfellskirkjulandi er mýrarfláki sem heitir Selflá. Þar voru ær hafðar í seli inni í Klifi [Þetta mun vera Illaklif við Leirvogsvatn]. Selmatráðskona var þar Ragnhildur Þórðardóttir“ (Þjóðháttarannsókn stúdenta 1976).
Við sunnanvert Leirvogsvatn, norðan undir Illaklifi, þar sem það byrjar austanmegin, um 30-40 m ofan við vatnið, er dálítil kvos eða hvammur. Frá náttúrunnar hendi er þetta ákjósanlegur staður fyrir sel. Vestan við eru skriður og lítið undirlendi neðan þeirra.

Austan við eru mýrarflákar sem halla niður að vatninu. Staður þessi er greinilega ekki Mosfellssel-23valinn af neinu handahófi, heldur sá besti og líklega sá eini nothæfi þarna megin við vatnið. Þarna er selrúst, sem samanstendur af tveimur húsum, og tvær kvíar (Ágúst Ó. Georgsson).
Selrústir. Samanstanda af þremur húsum, sem öll snúa dyrum í N. V húsið er um 3 x 4 m, að innanmáli. Veggjaþykkt um 1 m. Hús þetta snýr framgafli í N, móti vatninu. Sjást grjóthleðsl-urnar í veggjunum vel. Miðhúsið er aflangt og eru dyr á miðri N-langhlið. Stærð þess er um 3 x 6 m að innanmáli. Hæð veggja er um 1 m, þykkt veggja um 1 m. Hér sjást grjóthleðslurnar í veggjum sérlega vel. Þessi tvö hús (mið- og vesturhús) eru að hluta grafin inn í brekkuna, sem er á bakvið.
Austasta húsið er skemmt að hluta en þó má vel sjá lögun þess. Stærð þess er um 2 x 3 m. Veggjaþykkt um 1 m. Hús þetta snýr framgafli í N, niður að vatninu eins og hin tvö, og á honum eru dyr. Þessi hús, sem mynda selið, standa samsíða. Dálítið bil er á milli miðhúss og austurhMosfellssel-25úss.
Mætti e.t.v. giska á að þar hafi eldaskáli eða hús verið. Miðhúsið svefn- eða íveruhús og það vestra mjólkurhús. Svæði þetta var í Mosfellskirkjueign til 1934 en er nú í eigu Mosfellshrepps (Ágúst Ó. Georgsson).
Við sunnanvert Leirvogsvatn, norðan undir Illaklifi, þar sem það byrjar austanmegin, um 30-40 m ofan við vatnið, er dálítil kvos eða hvammur. Frá náttúrunnar hendi er þetta ákjósanlegur staður fyrir sel. Vestan við eru skriður og lítið undirlendi neðan þeirra. Austan við eru mýrarflákar sem halla niður að vatninu. Staður þessi er greinilega ekki valinn af neinu handahófi, heldur sá besti og líklega sá eini nothæfi þarna megin við vatnið. Þarna er selrúst, sem samanstendur af tveimur húsum, og tvær kvíar (Ágúst Ó. Georgsson).

 

Mosfellssel-24

Aftan við selið er kvíarúst (N-við). Garðar hafa verið hlaðnir þar við stóra steina og myndar umhverfið þannig verulegan hluta kvíanna. Ofan við kvíarnar er brött og grýtt hlíð (Illaklif). Kvíunum er skipt í tvo hluta með garði og framan við innganginn er aðrekstrargarður til að auðvelda innrekstur ánna. Að innanmáli eru kvíarnar um 5 x 6 m. Eru þær að mestu eða öllu leyti hlaðnar úr grjóti. Veggjahæð er 0,5 – 1,2 m. Selið er allt hlaðið úr torfi og grjóti, en grjót er þó mest áberandi í innri veggjahleðslum (Ágúst Ó. Georgsson).”
Hér kemur síðan vísbending um tilvist fyrstnefndu minjanna, þ.e. hugsanlegs kúasels: “Um 12-13 m austan við kvíarnar eru aðrar kvíar sem eru all frábrugðnar að lögun. Þessar kvíar eru aflangar, um 2 x 14 m, með inngang á miðjum N-langvegg. Veggjaþykkt er ca 1 m og veggjahæð 0,5 m ca. Svæði þetta var í Mosfellskirkjueign til 1934 en er nú í eigu Mosfellshrepps. (Heimildaskrá:
Ágúst Ó. Georgsson, Fornleifaskráning í Mosfellssveit 1980-1982. Skráningarbækur Þjóðminjasafns).”
Svo virðist  sem þarna gæti jafnvel hafa verið kúasel forðum, sem síðar hafi, annað hvort breyst í fjársel eða verið fært nær Mosfelli. Minjarnar undir Illaklifi benda þó til þess fyrrnefnda.  Auk Mosfellssels má sjá merki um kúasel víðar á Reykjanesskaganum, s.s. við Urriðavatn, í Helguseli í Bringum, í Helgadal, í Kringlumýri, í Viðeyjarseli (Bessastaðaseli) og í Fornaseli.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006, Þjóðminjasafn Íslands.

Mosfellssel

Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

 

Kýrgil

Einhverjum gæti þótt sveitarfélagsmerki Mosfellsbæjar tvírætt; tákn á annarri hlið ensks silfurpeningis frá 10. öld. Hvers vegna var ekki notað táknið á hinni hliðinni? Þessi spurning gæti þess vegna verið myndlíking margra annarra sambærilegra er vaknað gætu um sama efni – silfur Egils.

Í 88. kafla Egilssögu segir að “Egill Skalla-Grímsson varð maður gamall, en í elli hans gerðist hann þungfær, og glapnaði honum bæði heyrn og sýn. Hann gerðist og fótstirður. Egill var þá að Mosfelli með Grími og Þórdísi.
Það var einn dag, er Egill gekk úti með vegg og drap fæti [hrasaði] og féll. Konur nokkrar sáu það og hlógu að og mæltu: “Farinn [þrotinn að kröftum] ertu nú Egill, með öllu, er þú fellur einn saman.”
Egill varð með öllu sjónlaus. Það var einhvern dag, er veður var kalt um veturinn, að Egill fór til elds að verma sig. Matseljan ræddi um, að það var undur mikið, slíkur maður sem Egill hafði verið, að hann skyldi liggja fyrir fótum þeim, svo að þær mætti eigi vinna verk sín.
Það var enn eitt sinn, er Egill gekk til elds að verma sig, þá spurði maður hann, hvort honum væri kalt á fótum, og bað hann eigi rétta of nær eldinum.
Það var um sumarið, er menn bjuggust til þingas, þá beiddi Egill Grím að ríða til þings með honum. Grímur tók því seinlega [dræmt]. Og er þau Grímur og Þórdís töluðust við, þá sagði Grímur henni, hvers Egill hafði beitt. “Vil ég, að þú forvitnist, hvað undir mun búa bæn þessari.”
Þórdís gekk til máls við Egil, frænda sinn. Var þá mest gaman Egils að ræða við hana. Og er hún hitti hann, þá spurði hún: “Er það satt, frændi, er [að] þú vilt til þings ríða? Vildi ég, að þú segðir mér, hvað væri í ráðagerð þinni.”
“Ég skal segja þér,” kvað hann, “hvað ég hefi hugsað. Ég ætla að hafa til þings með mér kistur þær tvær, er Aðalsteinn konungur gaf mér, er hvor tveggja er full af ensku silfri. Ætla ég að láta bera kisturnar til Lögbergs, þá er þar er fjölmennast. Síðan ætla ég að sá silfrinu, og þykir mér undarlegt, ef allir skipta vel sín á milli. Ætla ég, að þar myndi vera þá hrundingur [ryskingar] eða pústrar [löðrungar] eða bærist að um síðir [kæmi til þess að lokum] að allur þingheimurinn berðist.”
Þórdís segir: “Þetta þykir mér þjóðráð, og mun uppi, meðan landið er byggt.”
Síðan gekk Þórdís til tals við Grím og sagði honum ráðagerð Egils.
“Það skal aldrei verða, að hann komi þessu fram, svo miklum firnum.”
Og er Egill kom á ræður við Grím um þingferðina, þá taldi Grímur það allt af, og sat Egill heima um þingið. Eigi líkaði honum það vel. Var hann heldur ófrýnn.
Að Mosfelli var höfð selför [haft í seli] og var Þórdís í seli um þingið. Það var eitt kveld, þá er menn bjuggust til rekkna að Mosfelli, að Egill kallaði til sín þræla tvo, er Grímur átti. Hann bað þá taka sér hest – “vil ég fara til laugar.” Og er Egill var búinn, gekk hann út og hafði með sér silfurkistur sínar. Hann steig á hest, fór síðan ofan eftir túninu fyrir brekku þá, er þar verður, er menn sú síðast.
En um morguninn, er menn risu upp, þá sáu þeir, að Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð og leiddi eftir sér hestinn. Fara þeir þá til hans og fluttu hann heim.
En hvorki kom aftur síðan þrælarnir né kisturnar, og eru þar margar gátur á, hvar Egill hafði fólgið fé sitt.
Silfur Egils
Fyrir austan garð að Mosfelli gengur gil ofan úr fjalli, en það hefir orðið þar til að merkja [vísbendingar], að í bráðaþeyjum [asahláku] er þar vatnfall mikið, en eftir það er vötnin hafa fram fallið, hafa fundizt í gilinu enskir peningar. [Skv. þessu hefur þegar verið farið að finnast af silfri Egils fyrir miðja 13. öld. Heimild er til frá öndverðri 18. öld um, að enskir silfurpeningar hafi fundist hjá Mosfelli eftir vatnavexti. Virðist áletrun þeirra hafa bent til Ólafs Skotakonungs. Sjá Kristján Eldjárn: Gengið á reka, Akureyri 1948, bls. 96-196]. Geta sumir menn þess, að Egill muni þar féð hafa fólgið. Fyrir neðan tún að Mosfelli eru fen stór og furðulega djúp. Hafa það margir fyrir satt, að Egill muni þar hafa kastað í fé sínu. Fyrir sunnan ána eru laugar og þar skammt frá jarðholur stórar, og geta þess sumir, að Egill mundi þar hafa fólgið fé sitt, því að þangað er oftlega sénn [séður] haugaeldur. Egill sagði, að hann hefði drepið þræla Gríms, og svo það, að hann hafði fé sitt fólgið, en það sagði hann engum manni, hvar hann hefði fólgið.
Egill tók sótt eftir um haustið, þá er hann leiddi til bana. En er hann var andaður, þá lét Grímur færa Egil í klæði góð. Síðan lét hann fytja hann ofan í Tjaldanes og gera þar haug, og var Egill þar í lagður og vopn hans og klæði.”
Í 89. kafla sögunnar segir að “Grímur að Mosfelli var skírður, þá er kristni var í lög leidd á Íslandi. Hann lét þar kirkju gera. En það er sögn manna, að Þórdísi hafi látið flytja Egil til kirkju, og er það til jarðtegna að síðan er kirkja var ger að Mosfelli, en ofan tekin að Hrísbrú sú kirkja, er Grímur hafði gera látið, þá var þar grafinn kirkjugarður. En undir altarisstaðnum, þá fundust mannabein. Þau voru miklu meiri en annrarra manna bein. Þykjast menn vita að sögn gamalla manna, að mundi verið hafa bein Egils.
Þar var þá Skafti prestur Þórarinsson [var uppi á fyrri hluta 12. aldar], vitur maður. Hann tók upp hausinn Egils og setti á kirkjugarðinn. Var hausinn undarlega mikill, en hitt þótti meir frá líkindum [með meiri ólíkindum], hve þungur var. Hausinn var allur báróttur utan svo sem hörpuskel. Þá vildi Skafti forvitnast um þykkleik haussins. Tók hann þá handöxi vel mikla og reiddi annarri hendi sem harðast og laust hamrinum [skalli á öxi] á hausinn og vildi brjóta, en þar sem á kom, hvítnaði hann, en ekki dalaði [dældaðist] né sprakk, og má af slíku marka, að haus sá mundi ekki auðskaddur [auðskemmdur] fyrir höggum smámennis, meðan svörður [hársvörður] og hold fylgdi. Bein Egils voru lögð niður í utanverðum kirkjugarði að Mosfelli.”
Faðir Egils, Skallagrímur Kveldúlfsson, var norskur. Hann kom til Íslands nokkru fyrir aldamótin 900. Skallagrímur fæddist árið 863 og ólst upp á bæ föður síns og Salbjargar, konu hans, í Firðafylki í Noregi. Átti Skallagrímur einn bróður, Þórólf, sem er talinn vera 5 árum eldri.
Skallagrímur var ljótur maður, dökkur á brún og brá, berserkur mikill og skáld. Eiginlega hét hann bara Grímur en þegar hann var hálfþrítugur að aldri var hann orðinn nauðasköllóttur og fékk því viðurnefni sitt. Undir nafninu Skalla-Grímur er hann þekktastur. Þau eignuðust synina Þórólf (f. 900) og Egil (f. 910) en á milli þeirra eru dæturnar Sæunn og Þórunn. Auk þess átti Egill eina fóstursystur, Ásgerði.
Á fyrstu uppvaxtarárum Egils kemur það strax í ljós að honum muni svipa mikið til föður síns, þ.e. verða mjög ljótur, svartur á hár, dökkur yfirlitum en mjög öflugur að vígi og geysilega sterkur. En annað var með bróður hans sem var mjög myndarlegur og mikill “glansgæi” og allstaðar velkominn. Snemma kemur upp öfund Egils í garð Þórólfs.
Þegar Egill er 17 ára fer hann í sína fyrstu utanferð með Þórólfi, bróður sínum, eftir þónokkrar erjur við bróður sinn og föður. Egill og Þórólfur verða mjög nánir á ferðalögum sínum og tekst með þeim mikill bróðurkærleikur. Það verður honum því mikill missir þegar Þórólfur deyr í fyrrnefndri orrustu Aðalsteins konungs við smákonunga á Bretlandi.
Í Egilssögu er sagt frá því, er að framan greinir, að Egill Skallagrímsson hafi eytt síðustu æviárum sínum í Mosfellsdal en talið er að hann hafi látist um árið 990.
Til eru ýmsar kenningar um fyrirkomleika silfursjóðs Egils. Telja verður ólíklegt að Egill hafi leikið sér að því að koma honum fyrir á stað, sem hann hefði ekki getað nálgast hann aftur, s.s. í heitri laug eða hyldjúpu dýi. Þá er gilið líklegri staður, enda hafa þar fundist enskir silfurpeningar eftir leysingar.
Annar möguleiki er sá að þrælarnir, væntanlega fullfrískir og burðarlegir, hafi einfaldlega látið sig hverfa með kisturnar tvær, enda Egill þá aldraður bæði orðinn sjóndapur og fótafúinn. Eflaust hefur þrælanna verið leitað, enda gætu þeir verið vísbending um felustaðinn, en hvergi er getið um að leifar þeirra hefðu fundist. Ólíklegt má telja að gamli maðurinn, heilsulaus og verkfæralaus, hafi haft tök á því að dysja þá eða hylja svo gjörsamlega.
Líkleg skýring á ástæðu þess að Egill hafi viljað grafa sjóð sinn er sú að eigandinn hafi trúað því að ef sjóðinum yrði komið í jörðina fyrir dauða sinn myndu fjármunirnir nýtast honum í öðru lífi. Einnig gæti skýringin verið sú að honum hafi sárnað skyndilega og því ekki viljað að þau sem ollu því fengju að njóta verðmætanna. Fleiri skýringar koma og til greina.
Bjarki Bjarnason í Mosfellsdal segir þetta vera flókið mál sem hann hafi hugsað mikið um. “Fyrsta spurningin er: Hvar stóð Mosfellsbærinn á dögum Eglis? Stóð hann þar sem Hrísbrú er núna? Þar hafa fundist leifar af kirkju. Gilið næst Hrísbrú hefur verið kallað Bæjargil, gilið hjá kirkjunni heitir Kirkjugil en gilið vestan við mig heitir Kýrgil.”
Í bókinni “Gengið á reka” – tólf fornleifaþættir, eftir Kristján Eldjárn er einn þátturinn um “Kistur Aðalsteins konungs. Þar segir að “tveir íslenskir bóndasynir, Þórólfur Skallagrímsson frá Bogr og Egill bróðir hans, þá um það bil 27 ára að aldri”, hafi verið með “Aðalsteini Játvarðssyni Englakonungi er hann háði stórorustu sína við Ólaf kvaran Sigtryggsson og bandamenn hans við Brunnanburg eða Vínheiði, eins og sá staður er kallaður í Egils sögu”. Þórólfur féll í orustunni. Þetta gerðist árið 937. [Fimm skoskir konungar í blóma lífsins og sjö jarlar lágu í valnum. Aðalsteinn, eða Athelstan of Wessex, innleiddi Northumbria í ríki sitt og stýrði sameinuðu Englandi til dauðadags 27. október 939, eða tveimur árum eftir atburðina á Vínheiði.]
“Aðalsteinn efni til mikillar veislu eftir sigurinn á Vínheiði.” Egill settist þar niður, brúnaþungur mjög. Konungur “tók gullhring af hendi sér, mikinn og góðan og dró á blóðrefilinn, stóð upp og gekk á gólfið og rétti yfir eldinn til Egils. Egill stóð upp og brá sverðinu í bug hringnum og dró að sér, gekk aftur til rúms síns; konungur settist í hásæti…
Eftir það lét konungur bera inn kistur tvær; báru tveir menn hvora; voru báðar fullar af silfri. Konungur mælti: “Kistur þessar, Egill, skaltu hafa, og ef þú kemur til Íslands, skaltu færa þetta fé föður þínum; í sonargjöld sendi ég honum; en sumu fé skaltu skipta með frændum ykkar Þórólfs, þeim er þér þykja ágætastir”.
“Á þennan hátt komust silfurkistur Aðalsteins konungs til Íslands. En það var Egill, sem tók silfrið undir sig einan og sýndi aldrei neinn lit á að skipta því, hvorki við föður sinn né aðra menn. ekki kallaði Skallagrímur heldur eftir fénu, fyrr en hann fann feigð á sér og fór að hugsa til að grafa fémuni sína í jörðu, en þann sið virðast Mýramenn hafa haft, rétt eins og menn gera erfðaskrá sína nú á dögum. Ekki vildi Egill lausar láta kisturnar, enda var Skallagrímur ekki blankari en svo, að kvöldið fyrir dauða sinn gat hann lagt inn í Krumskeldu kistu vel mikla og eirketil, hvort tveggja fullt af silfri.”
Egill “mun vera fégjarnasta skáld, sem uppi hefur verið á Íslandi, og mundu hafa orðið illt verk að deila við hann skáldastyrk, ef sú hefði verið öldin á hans dögum. Í sögu hans eru raktar fjáröflunarferðir hans víða um lönd, enda varð hann stórauðugur…
En ást þá, er Egill hafði haft á Þórólfi, lagði hann að nokkru leyti á silfurkisturnar, bróðurgjöldin. Þeirra gætti hann með afbrýðissemi og tortryggni og hafði jafnan með sér á ferðum sínum. Er engu líkara en hann hafi snemma ætlað sér eitthvað sérstakt með þetta silfur, að það skyldi koma eftirminnilega við sögu hans, lífs og liðins. Það voru þessir peningar, sem hann ætlaði að sá um Þingvöll í þeirri von, að þar mundu verða hrindingar eða pústrar eða jafnvel að allur þingheimur berðist.” [Einnig gæti Egill hafa viljað varðveita sjóðin til minningar um atburðina á Vínheiði sem og samvista hans við Aðalstein Englakonung, sem dó einungis tveimur árum eftir að hann gaf frá sér sjóðinn].
Frásögnin um hvað varð um silfur Egils “sýnir, að fólki í Mosfellssveit hefur snemma orðið skrafdrjúgt um silfur Egils og jafnvel gert skipulegar tilraunir til að finna það. Mikið má það vera, ef sá hefur verið margur þar í sveit, er saklaus sé af því að hafa einhvern tíma dreymt stóra drauma um að finna þetta silfur, enda þóttust menn sjá loga upp af því fram á 19. öld. Og munnmæli herma, að ekki hafi allir verið jafnóheppnir, eins og eftirfarandi saga sýnir: “Þverárkot heitir bær einn í Mosfellssókn. hann stendur norðanvert við Leirvogsá, á bak við Mosfell austanhallt, sunnan undir Esjunni, skammt vestar en Svínaskarð er. Einn góðan veðurdag um vorið fór Þverárkotsbóndinn og fólk hans til kirkju að Mosfelli. En kirkjuvegur frá Þverárholti liggur um austanhallann á Mosfelli og yfir Kýrgil ofarlega. Þegar að gilinu kom, veik bóndi sér lítið eitt upp með því til að gegna nauðsynjum sínum, en fólkið hélt áfram götuna. Þegar bóndi náði því, varð vinnumaður hans þess var, að hann var moldugur á handleggnum, og spurði, hví svo væri. Bóndi svaraði fáu og vildi ekkert um það tala: féll þetta svo niður. Heim varð bóndi samferða fólki sínu og gekk til rekkju um kvöldið eins og aðrir. En um nóttina á hann að hafa leynzt einsamall frá bænum og komið afur með morgninum. Segja menn, að hann hafi fundið peningana í kirkjuferðinni, en sótt þá og komið þeim undan um nóttina. Átti bóndi þessi síðan að hafa skipt silfri þessu við Jón Ólafsson ríka í Síðumúla fyrir gjaldgenga peninga. Er sagt, að bóndi hafi á fám árum orðið ríkur í Þverárkoti, og á því er peningafundurinn helzt byggður.”
Þessi saga er í venjumegum þjóðsagnarstíl, og skal ekki fjölyrða um hana. En hún sýnir, hvert hugurinn stefndi. Séra Magnús Grímsson, þjóðsagnasafnarinn, sem prestur var að Mosfelli 1855-60, hafði hins vegar fræðimannlegan áhuga á þessu efni og hugsaði mikið um, hvar Egill hefði fólkið fé sitt…
Hér skal sagt frá smáatviki, sem styður fastlega allt í senn, að Egill hafi átt enskt silfur, að hann hafi grafið það í jörð á Mosfelli og að eitthvað af þessu silfri kunni að hafa fundizt þar í gili.
Ritari Árna Magnússonar, Jón Ólafsson frá Grunnavík, hefur látið eftir sig rit um fornleifar, og þar er að finna eftirfarandi frásögn um silfrið á Mosfelli: “Erlendur sýslumaður, bróðir minn, þá hann var ungur þénari Erlendar Magnússonar, skólameistara í Skálholti, hefur sagt mér, að hér um annó 1725 hafi í vatnavöxtum spýtt fram nokkrum þeim silfurpeningum svo fundizt hafi hé rum þrír, og hafi hann á nefndum tíma séð einn þeirra að vísu. Sagði hann peningur sá hefði verið á stærð sem tískildingur heill vorra tíma og hefði staðið á honum nokkuð krasslegt og ómerkilegt letur, kannske ANSLAFR eða þvílíkt með fleiri bókstöfum”. Þessir peningar, sem um er að ræða, fundust á Mosfelli og voru taldir vera úr kistum Egils. Jóni hefur þótt fundurinn merkilegur, því að hann getur hans einnig í öðru riti.
Peningur sá, er hér um ræðir, hefur verið sleginn fyrir Ólaf kvaran Sigtryggsson, líklega árið 937, árið sem Egill barðist á Vínheiði. Sigtryggur faðir hans hafði verið konungur í Dyflinni á Íralndi, en flúið þaðan árið 920. Hann dó árið 926 eða 927. Ólafur flýði til Írlands eftir ósigurinn fyrir Aðalsteini, eins og fyrr segir. Hann var óþreytandi að gera peninga. Jafnskjótt og hann hafðináð einhverjum lítils háttar völdum, lét hann myntara taka til peningagerðar. Fundist hafa á Bretlandseyjum margir silfurpeningar hans, er hann lét slá á Englandi, og bera þeir þrenns konar áletranir, sem hver samsvarar séstöku tímabili ís tjórn hans. Á hinum elztu stendur ANLAF CVNVNC, en hinum yngri ANLAF REX (TIUS) B(RITANNAIAE), þ.e. Ólafur konungur alls Bretlands, og ONLAF REX. Telst myntfræðingum svo til, að seinasta gerðin muni vera frá ca. 948-52, önnur frá 941-44, en hin elzta, sem ber norræna nafnið cvnvnc, þ.e. konungur, frá þeim örskamma tíma, er Ólafur sat í Jórvík fyrir orsutuna við Brunanburg 937, ellegar 926 eða 027, ef nokkur fótur væri því, að hann tæki Jórvík þá. Þó hallast enskir myntfræðingar yfirleitt að því, að peningarnir með ANLAF CVNVNC séu slegnir í Jórvík 937.
Líkindin eru svo mikil, að jafngildir fullri sönnun. Á 18. öld var myntsaga víkinganna á Englandi lítt sem ekki kunn, og hvorki Jón Grunnvíkingur né nokkur annar Íslendingur gat þá haft hugmynd um, að Ólafur kvaran hefði látið slá mynt á Rngalndi, og enn síður vissu þeir, að Ólafs nafn var Anlaf fyrir vestan haf, og loks gat þeim ekki komið til hugar að blanda Ólafi kvaran í þetta mál, því að þeir vissu ekki, að Ólafur rauði Skotakonungur, sem sagan kallar svo, væri í rauninni Ólafur kvaran… Það var handhægt fyrir Aðalstein að greiða Agli bróðurgjöldin með þessu nýfengna, hertekna silfri. Að líkindum hefur konungi verið Ólafssilfrið útfalara en silfur það, sem slegið var fyrir sjálfan hann, lögmæt ríkismynt með nafni hans. Ef til vill hefur höfðingsskapur hans gagnvart hinum erlenda sveitamanni ekki verið eins heiður og kistustærðin benti til.
Mörgum mun eflaust sýnast, að Ólafspeningurinn frá Mosfelli sanni, að sagan um silfurkistur Aðalsteins konungs og Egil Skallagrímsson sé sönn, hafi gerzt í raun og veru, eins og sagan segir.
Mörgum hefur ekki auðnazt að komast til meiri þroska en það, að þeim finnst sagan önnur og ómerkari, ef hún er skki sönn. Og þeim er vorkunn.”
Allt frá bernsku var Egill mikill ofsamaður. Hann vildi ekki láta segja sér fyrir verkum eins og kemur mjög vel fram þegar Skalla-Grímur, faðir Egils, drap ambáttina Brák, sem var í uppáhaldi hjá Agli. Egill tók þessu afar illa og gekk svo langt að drepa besta vin föður síns, sem jafnframt var húskarl hans.
Snemma koma skáldeiginleikar Egils í ljós og ljóðin og braghendingar hans voru eitt helsta tæki hans til tjáningar. Hvor Egill hafi verið tilfinningaskertur eða ekki verður seint eða aldrei vitað. Vísir að tilfinningum í garð kvenna kom ekki í ljós fyrr en Egill var kominn á þrítugsaldurinn. Þá giftist Þórólfur, bróðir Egils, Ásgerði, sem Egill hafði þekkt í fjölda ára og var mjög hrifinn af.
Egill var berserkur sem þýðir að hann komst í trylltan bardagaham þegar mest á reyndi. Þessi karlmannlegi eiginleiki Egils fylgir honum allt til dauðadags og er hann einmitt einna frægastur fyrir líkamlegt atgervi sitt, sem og bragsnilli sína.
Sem gott dæmi um hversu mikill víkingur hann var er að hann taldi víkingaferð ekki vel heppnaða nema hann næði í fúlgu fjár og dræpi sem flesta.
Það einkennir persónu Egils alla hans ævi hversu fégráðugur og lítt gjafmildur hann er. Hann reynir ávallt af fremsta megni að krækja í þá aura sem hann mögulega getur náð í, hvort sem hann eignast þá á heiðarlegan hátt eða með drápum og svikum.
Í 88. kafla Egils sögu segir að “En um morguninn, er menn risu upp, þá sáu þeir, að Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð og leiddi eftir sér hestinn; fara þeir þá til hans og fluttu hann heim.
En hvorki kom aftur síðan þrælarnir né kisturnar, og eru þar margar gátur á, hvar Egill hafi fólgið fé sitt. Fyrir austan garð að Mosfelli gengur gil ofan úr fjalli; en það hefir orðið þar til merkja, að í bráðaþeyjum er þar vatnfall mikið, en eftir það er vötnin hafa fram fallið, hafa fundist í gilinu enskir peningar; geta sumir menn þess, að Egill muni þar féð hafa fólgið.”
Gilið “austan garðs að Mosfelli” er Kýrgilið. Það ku geta leikið illum látum í leysingum. Það er því eðlilegt að athygli fólks, sem leitar silfur Egils, beinist þangað. En það að Egill “hvarflaði á holtinu fyrir austan garð” segir ekkert um að hann hafi falið sjóð sinn í gilinu. Þar er um hreina ágiskun manna að ræða. Peningafundir í “gilinu” hafa ýtt undir hana.
Ljóst má vera að Egill hefur falið silfurkistur sínar. Ef þrælarnir hefðu stungið af með þær hefði það haft sögulegan eftirmála, líkt og varð með þræla Hjörleifs. Egill hefur líklegast komið þeim fyrir, a.m.k. tímabundið, innan seilingar frá Hrísbrú. Svo kærkominn var honum sjóðurinn og svo vandlega hafði hann gætt hans að hann hefur áreiðanlega ekki viljað gefa hann frá sér með öllu. Egill þekkti gilin og vissi hvernig þau létu.
Gilin í sunnanverðu Mosfelli eru sárindi bólstrabergs og móbergs. Barmar þeirra eru smámulningur bólstra- og brotabergs. Fallegar klettamyndanir eru í þeim, en fáir aðgengilegir felustaðir. Ofan giljanna er berangur og melar. Í efstu hlíðum eru mosar og stærra grjót á köflum.
Grónasta gilið er Kýrgil. Fallegir hvammar og gróningar eru með því svo til upp á fjallsenda. Á austurbarmi þess mótar fyrir a.m.k. tveimur litlum tóftum eða öðrum torráðnum mannvirkjum. Auðvelt er að fara með hest upp með gilinu, allt til enda.
FERLIR hefur kannað aðstæður á og við Mosfell. Til að ganga úr skugga um og kanna einn líklegasta staðinn nálægt Mosfelli verður ekki hjá því komist að halda inn í umrætt gil – og þá enn lengra upp með því.

Heimild:
-Egilssaga – Skálholt 1967, bls. 349-354.
-Kristján Eldjárn – Gengið á reka – Kistur Aðalsteins konungs – 1948, bls. 97 – 106.
-http://www.fva.is/harpa/forn/egils/person/aevi.html
-Mbl.is – 22. nóvember 2000 –  Tilvísun í silfur Egils.

Fornleifauppgröftur

Helgafell

Gengið var um Skammaskarð frá Norður-Reykjum í Reykjadal og inn í Skammadal milli Æsustaðafjalls og Reykjafells. Ætlunin var að skoða minjar, sem þar áttu að vera – og fundist höfðu á loftmynd.
kofarÍ Skammadal hafa sprottið kartöflugarðar og skúraþyrping á fyrrum ræktarsvæði. Stóri-hóll er hægra (vestan) megin þegar komið er upp, á norðurbrúninni. Litli-hóll er skammt sunnan hans. Þegar staðið er upp á þeim og horft yfir þyrpinguna má sjá þar sambærileg svæði og víða annars staðar í Evrópu; grænt og gróið með afmörkuðum reitum, tré og truntur á beit og ekki var hitastigið (í lok septembermánaðar) til að spilla stemmningunni – 18°C.
Norðan og undir Stóra-hól er Víghóll (Vígahóll), sem af sumum hefur verið nefndur Kvíahóll. Hann er neðan skarðs milli Stóra-hóls og Helgafells (Stóri-hóll er norðaustasti hluti Helgafells). Þegar skarðið er gengið til suðurs með austanverðu fellinu er komið að góðum gróningum í Helgafellslandi þrátt fyrir lág hamrabelti þar á millum. Í einni slíkri, mót suðri, er nokkuð stór gróin tóft, þrískipt að sjá. Suðvestan tóftarinnar er gróin mýrarlæna og handan hennar lítill lækur. Þá taka við þúfóttir gróningar og síðan melhlíðar að efstu húsunum austan Helgafells.

Tóft

Tóftin, sem er ca. 6.0×3.0 m að stærð, er í gróinni hlíð og ber með sér að hún hafi gegnt hlutverki beitarhúss. Það snýr suðvestur/norðaustur með framgafl mót suðvestri. Tvö önnur rými, minni, virðast hafa verið beggja vegna við hana ofanverða. Þá má sjá, líkt og lítið gerði, eða jafnvel stekk, norðaustan við hana. Af því mætti hæglega draga þá ályktun að þarna hefði verið selstaða fyrrum. En það passar hvorki við staðsetninguna né hlutfallslega stærð rýmanna ef tekið er mið af öðrum seljum á þessu landssvæði. Hæð á veggjum, sem eru standandi grónir, er um 0.6 m.
Þegar húsfreyjan að Helgafelli var spurð um tóft þessa eftir gönguna, kvaðst hún ekki kannast við hana. Afi hennar hafi búið að Helgafelli á undan henni, en hann hefði ekki minnst á hana.
Gömul gata virðist hafa legið að beitarhúsinu frá Helgafelli. Þegar hlíðinni er fylgt koma hleðslur við götuna í ljós á a.m.k. tveimur stöðum.
Daniel Bruun og Jón Jónasson frá Hrafnagili skilgreindu beitarhús á sínum tíma á eftirfarandi hátt: “Beitarhús eru fjárhús sem standa í úthögum fjarri bœjum, hugsuð til útbeitar á vetrum. Oft er erfitt að greina hvort um er að rœða beitarhús eða sel, en sel-byggingar voru oft notaðar sem beitarhús á vetrum. Beitarhús voru oft reist á gömlum bœjarstœðum og jafnvel stekkjarstœðum.”

Tóft

Í Orðasafni fornleifafræðinnar (sjá http://www.instarch.is) eru beitarhús (hk.) skýrð á eftirfarandi hátt: “Fjárhús utan túns, oft fjarri bæ, sem miðar að því að nýta útbeit eða fjörubeit. Hugtakið er oft notað í ft. og var talað um „að hafa fé á beitarhúsum“. Annað hugtak sem stundum er notað yfir beitarhús er „hagahús“. [enska] Sheephouse in the outfield.
Ef tekið er dæmi um fornleifar eins og beitarhús, þar sem kindur voru hafðar yfir veturinn og þeim beitt á landið (kjarrið eða sinuna), þá eru beitarhúsin leifar ákveðinna búskaparhátta sem eru löngu horfnir. Þessum húsum var gjarnan komið fyrir nálægt landamerkjum á milli bæja svo að kindurnar gætu skroppið yfir til nágrannans og náð þar í eina og eina tuggu svona rétt til að létta bónda sínum byrðina. Því eru beitarhús jafnframt nokkurskonar vitnisburður um tilfinningu manna gagnvart lögunum og kannski eilítið gagnvart hvor öðrum.
Þótt þetta flestum ómeðvitaða beitarhús undir suðurhlíðum Helgafells í Mosfellsbæ geti í hugum þeirra sem það hafa aldrei barið augum hvorki talist merkilegt né viðlitsins vert þá er það engu að síður verðugur fulltrúi þeirra fyrrum búskaparhátta er að því laut – og það í verðandi þéttbýli, ef byggingaáætlanir svæðisins verða að veruleika. Og þeir voru ekki svo litlir þegar á heildina er litið.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-www.instarch.i.

Skammaskarð

Skammaskarð.

Helgadalur

Gengið var um Helgadal og upp í Katlagil í norðvestanverðu Grímannsfelli. Ætlunin var að skoða minjar sem eiga að vera þar upp í gilinu.
HelgadalurKatlagil er suðaustan í Dalnum. Katlagilslækur rennur niður gilið. Hann lét lítið yfir sér að þessu sinni, en af ummerkjum ofar í gilinu að dæma má telja líklegt að hann geti vaxið verulega í leysingum. Gilið neðanvert er ófært gangandi fólki, en auðvelt er að fylgja brúnunum beggja vegna til að komast upp eftir því. Ofar eru sléttur og leiðin greið. Flatafell er norðan við gilið og Kolhóll að sunnan. Austan er Stórhóll á Grimmansfelli.
Tilefnið að þessu sinni var þó einungis að skoða gilið neðanvert því þar á norðanverðum bakkanum áttu að vera rétt og lambabyrgi.
Réttin er enn á sínum stað, trektlaga og fallega hlaðinn utan í brekku. Sunnan við hana er hlaðið lítið gerði. Í fyrstu mætti ætla að þarna hafi verið stekkur, en líklegt má telja að réttin hafi einnig verið notuð sem slík, eins algengt var fyrrum. Réttin hefur jafnan verið nefnd Helgadalsrétt.
Skammt ofar (suðaustar) og hærra á norðurbakkanum er grói byrgi, sem nefnt hefur verið lambabyrgi. Erfitt er að greina útlínur þess, en líklega hefur það verið ferkantað.
Þjóðminjasafnið hefur skráð fornleifar í Mosfellsbæ. Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar má sjá að um 604 fornleifar séu þekktar eða heimildir eru um.
Helgadalur Helstu fornleifar hafa verið merktar inn á þemakort aðalskipulagsins en allar fornleifarnar eru skráðar inn í skráningarkerfið „Sarp” hjá Þjóðminjasafni Íslands. “Þær fornleifar sem unnt hefur verið að staðsetja hafa einnig verið merktar inn á hnitsetta loftmynd af Mosfellsbæ sem varðveitt er hjá tæknideild Mosfellsbæjar. Við skipulagningu svæða og undirbúning framkvæmda skal tekið mið af fornleifaskráningu samkvæmt þessum gögnum. Athuga ber að ekki er víst að fornleifar séu horfnar þótt þær sjáist ekki á yfirborði.”
Í aðalskipulaginu er þess jafnframt getið að “um skógræktarsvæði gildir að öðru leyti eftirfarandi: a. Skógræktaráætlanir skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir og taka mið af þeim verndarákvæðum sem þar eru sett fram, s.s. vegna hverfisverndar, svæða á náttúruminjaskrá, friðlýstra svæða skv. náttúruverndarlögum og friðlýstra fornminja skv. þjóðminjalögum. b. Taka skal tillit til þekktra fornminja. Skógrækt skal ekki fara nær friðlýstum fornminjum og öðrum merkum minjum en 20 m.”
Skólasel Laugarnesskóla, Katlagil, er í Helgudal í Mosfellsbæ. Á vef skólans má sjá að þangað fari nemendur skólans og kennarar í dagsferðir að hausti og á vorin. Árlega gróðursetja nemendur um 500 – 1000 trjáplöntur þar. Auk þess tengjast allar ferðir í Katlagil kennslu í umhverfismennt í skólanum.
Sögu “selsins” er getið á vefnum. “Jón Sigurðsson, þáverandi skólastjóri, mun strax á öðru ári skólans 1936 – 37 hafa hreyft við þeirri hugmynd að koma upp skólaseli í nágrenni bæjarins fyrir börn og kennara við Laugarnesskóla.
Ekki verður séð að nokkuð hafi gerst í málinu fyrr en 1943. Þá var efnt til merkjasölu í skólanum og komu inn um 7000 krónur. Með þeirri upphæð var stofnaður Selsjóður Laugarnesskóla.
Helgadalur Skólahverfi Laugarnesskóla var afar víðlent á þessum árum. Það náði frá Höfðatúni að vestan og allt að Korúlfsstöðum og Lögbergi að austan. Af þessum sökum þurfti mikinn akstur skólabarna og sérstakan skólabíl. Sú hugmynd kom upp í Kennarafélagi Laugarnesskóla að það tæki að sér skólaaksturinn og hagnaður af þessu framtaki færi til þess að kaupa land og byggja skólasel.
Á fundi sem haldinn var í Kennarafélaginu 2. des 1944 var rætt um kaup á 24 sæta bíl fyrir félagið. Kosin var þriggja manna nefnd til að annast kaup á bíl sem menn höfðu augastað á, útvegun lánsfjár er Kennarafélagið ábyrgðist og sjá um rekstur bílsins á næsta ári. Ráðinn var vagnstjóri og honum veitt leyfi til að gerast meðeigandi bílsins gegn ákveðnu gjaldi, 5000 krónum.
Nefndin gekk frá kaupum á bílnum og var hann tekinn í notkun stuttu síðar sem skólabíll. Nokkrir kennarar við skólann lánuðu fé til viðbótar við það sem til var í Selsjóði. Rekstur bílsins gekk ágætlega svo að í árslok 1946 var hann að fullu greiddur.
Á fundi í Kennarafélaginu 13. maí 1946 var kosin 7 manna nefnd til að svipast um og velja stað fyrir væntanlegt sel. Leið svo fram til árins 1949, þ.s. leitin bar ekki árangur. Þá fékk stjórn Kennarafélagsins tilboð frá Hauki Jónssyni frá Helgadal í Mosfellssveit um kaup á hluta úr þeirri jörð. Stjórn félagsins brá strax við, skoðaði landdið og sýndist það mjög ákjósanlegt. Það var um 10 dagsláttu tún, allt rennislétt og mikið ræktanlegt land að auki. Lélegur sumarbústaður fylgdi.
Esja Stjórn félagsins bauð öllum félagsmönnum, sem hún náði í, til ferðar upp að Helgadal til að skoða landið. Eftir þá ferð var svo haldinn fundur í félaginu 3. júlí 1949. Þar bar stjórnin fram eftirfarandi tillögu: “Fundur í Kennarafélagi Laugarnesskóla samþykkir að ganga að ganga að tilboði Hauks Jónssonar um kaup á hlut úr jörðinni í Helgadal í Mosfellssveit. Fundurinn felur stjórn félagsins að ganga frá kaupunum.” Tillagan var samþykkt einróma. Næstu daga var gengið frá kaupunum og 8. ágúst sama ár fór lokagreiðsla fram. Kaupverð landsins var 45 þúsund krónur og að viðbættum öðrum kostnaði varð það alls 45.629 krónur.
Sumarið 1955 hófust byggingaframkvæmdir við skólaselið. Bjarni Jónsson kennari teiknaði húsið. Framkvæmdir gengu hægar en vonast var til. Tvennt tafði einkum verkið. Fyrst að gröftur fyrir söklum var mikill því jarðvegur var lausari en ráð var fyrir gert og hitt að tíðarfar var mjög úrfellasamt.
Verkamenn bjuggu í tjöldum og tveimur sumarbústöðum er voru þarna í túnjaðrinum. En þó að vistin væri stundum nokkuð hráslagaleg vegna rigninganna undu menn glaðir við starfið og létu oft fjúka í kviðlingum.
Næsta sumar var húsið múrað að innan og fleira smávegis gert. Sumarið 1957 var Magnús Einarsson kennari ráðinn til vinnu við húsið. Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í rishæðinni um sumarið og voru það fyrstu íbúar Selsins. Lokafrágangur hússins fór svo fram 1958 og 20. september var húsið vígt.”
Nú er þarna mikill og víðfeðmur skógur umleikis, sem nær allt að Katlagilslæk. Umhverfið hefur greinilega verið gert með natni möguleika námsferða í huga. Glóbrystingur söng sitt fagra stef og rjúpan taldi sig örugga í jaðri skógarins.
Tekið hefur verið að nokkru tillit til framangreindra ákvæða um 20 metra “nálgunarbann” á skóg í nágrenni fornleifa því trén eru ekki alveg ofan í réttinni, en þau eru hins vegar komin fast að lambabyrginu.
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2002-2024.
-http://nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0000558.PDF
-http://www.skolatorg.is/kerfi/laugarnesskoli

Katlagil

Lyklafell

Jón Svanþórsson hefur verið að leita að og í framhaldi af því rekja hinn gamla Laufdælingastíg, forn reiðleið milli Lyklafells (inn á Austurvegina frá Reykjavík um Hellisheiði í Ölfus) og Þingvalla.

Laufdaelingagata-3

“Ég er búinn að ganga Laufdælingastíg frá Lyklafelli að Gamla Þingvallavegi.
Laufdælingastígur er rakinn frá norðurenda Lyklafells við gatnamót Dyravegar, Hellisheiðarvegar að austan og Elliðakotsleiðar (Helliskots) og Alfaraveginn gamla í Miðdal  að vestan. Forn vörðuleif er þar neðan við grunnt gil þar sem hægt er að komast í vatn. Laufdælingastígur liggur uppfyrir gildragið og yfir á mel austanvið það framhjá svörtu plaströri er stendur þar uppúr  jörðinni(N6405218 W 21313859). Upphaf stígsins er dálitið sérkennilegt en líklega hefur hann verið lagður svona til að aðgreina  hann frá Dyravegi. Gatan er greinileg í fyrstu  en síðan liggur hún á mel  og skiptis þar gatan (N 6405267 W 21 30996)og þá á að slá sér til vinstri yfir moldarbarð og er þá  komið á gróna velli  milli árfars og hlíðar, næstu ca. 2 km. Á leiðinni er brak líkist helst afturgafli á bílstjórahúsi á pick-up bíl.
Laufdaelingagata-4Svo er hundaþúfa á vinstri hönd og önnur skömmu seinna og eru þar gatnamót og liggur gata til hægri upp í móann að dálitlu vatni og síðan er ógreinileg gata  áfram framhjá vörðu sem hlaðinn hefur verið ofan á stóran stein (N6406361 W 2129448). Sýslumót? Gatan liggur síðan sniðhallt niður í dalkvosina  sem stígurinn hefur legið í frá Lyklafelli.
Ef ekki er farið að vatninu en haldið áfram inn dalkvosina hér er mikið vatnsrof og sést því ekki til götu en farið er norður  yfir lágan háls og er þá komið á greinilega götu aftur. Gatan liggur nú í gróningum samsíða Nesjavallaleið. Vatnsrof er hér mikið bæði ofan vegar og neðan.
Ofan Nesjavallavegar rís landið í hólaþyrpingu (Gamall gígur ?) og liggur gatan upp í hólana og þvert í gegn um þá.
Laufdaelingagata-5Varða er á hól framundan rétt ofan við línuveginn (Frakkastíg) (N6407223 W 2126657) og er farið með hólnum og komið að lækjarfarvegi. Gatan er í lækjarfarveginum  eða lækurinn étið sig niður úr götunni. Síðan er farið upp farveginn (götuna)hjá hól með vörðu (N6407547 W 2126546)Varða er nokkru vestar og gæti hún verið á sýslumörkum. Gatan sveigir nú til austurs og svo aftur til norðurs og er þá farið hjá vörðu á hól. (N6407816 W 2126256) og nú er gatan mjög djúp, nánast eins og gil. Aftur beygir gatan til austurs með brúnum  og er þá varða á vinstri hönd (N6407967 W 2125966). Blasir nú við  bergstandur  á brún með stein á toppi. Hér eru gatnamót. Áframhald leiðarinnar liggur upp til vinstri um skarð en leið liggur niður til hægri með hól og er þar varða sem ekki sést héðan (Sést frá suðri),um gróninga niður á heiði.
Snúm okkur að skarðinu og förum þar í gegn og eru þá vörðubrot á brúnum á báðar hendur. Síðan liggur leiðin um gróninga í grunnum dal og eu hér vörður á báðar hendur.
Næst liggur gatan til hægri með lágum hlíðum Varða er hér og ógreinileg gata upp með henni að  tjörn og vörðu og norður fyrir vörðuna (N6408563 W 2124583) er leiðin hæst  360 m y s. Hallar nú austur af og er gatan í gróningum með lækjarfarvegi  niður að Nesjavallalínu (N 64 8846 W2122234).

Laufdaelingagata-6

Farið er yfir línuveginn og með lækjarfarveginum (árfarveginum) að stað (N 6409207 W 2121620). Hér þarf að hafa athyglina í lagi því gatan þverbeygir til vinstri og sést í endan á henni út úr rofabakka. Hér eru gatnamót. Til hægri (í suður ) sér fyrir götu sem liggur suður að brekkum (Dyravegi) og áfram að Húsmúla. Ef haldið er áfram í árfarveginum er komið að gjá sem virðist gleypa allt vatn úr farveginum. Hér eru tvær vörður á gatnamótum  leiðar úr Mosfellsdal um Bringur í Grafning(N6409404 W 2120878).
Nú förum við  aftur á þann stað sem Laufdælingastígur sést í rofabakkanum í norður. Gatan er greinileg í grónu landi og fljótlega þverum við leiðina Bringur –Grafningur (N 6409355 W 2121680). Næst er komið að slóð sem lá með Sogslínu 1 sem lá niður í Mosfellsdal um Bringur.
Búið er að fjarlægja línuna.(N6409967 W Laufdaelingagata-72121953). Nú sveigir gatan svolítið til austurs og er hér með lækjarfarvegi þar til komið er að tjörn og grónum völlum  og svo áfram með læk þar til komið er að Gamla Þingvallaveginum  (N6411050 W 2121484) og er þar ein glæsilegasta varðan við Gamla Þingvallaveginn. Stígurinn stefnir svo áfram í átt að Moldbrekkum. Þegar farnir hafa verið um 750 -60 m norður frá Gamla Þingvallaveginum er gata þar þvert á vestan úr Seljadal og austur í átt að Vilborgarkeldu. Varða er dálítið sunnan Gamla þingvallavegar, steinn ofan á öðrum stærri (N6410810 W2121063). Önnur varða er töluvert sunnar (N6410077 W2120834). Mynda þær línu norður-suður við vörðurnar við Bringna–Grafningsleiðina. Ekki eru greinilegar götur á þeirri leið.
Gangan tók marga daga og 4 mín.
Kveðja Jón Sv.”

Laufdaelingagata-8

Auk þess hafði Jón skráð leiðina sbr.: “Ég sendi hér kort af Laufdælingastíg norður að Gamla Þingvallavegi. Sendi áðan kort af syðri hlutanum.
Ég talaði við Ómar Gauk [Jónsson] og kannaðist hann við gjána og sagði hafa legið þar á greni. Gjáargreni. Hann vissi ekki um nafn á skarðnu í Sköflungi þar sem gatan fer yfir í Grafning.
Ég varð mér úti um örnefnalýsingu fyrir Nesjar og er þar haft eftir Guðmanni Ólafssyni að Sköflungaskarð sé sunnan Sköflungs líklega þá skarðið þar sem raflínurnar eru.
Einnig er nefndur Sköflungsháls en ekki vitað hvar hann er, en Guðmann talið líklegt að hann sé hálsinn, sem gengur norður úr Sköflungi og sé það þá á mörkum.
Mér finnst skrítið að skarðið þar sem gata liggur úr sveitinni hafi ekki nafn og ef það hafi haft nafn að nafnið hafi gleymst svona gjörsamlega.
Kv.Jón Sv.”

Heimild:
-Jón Svanþórsson.

Laufdælingastígur

Laufdælingastígur.

Búrfellskot

Tekið verður hús á Þormóðsdalsbóndanum Þorsteini Hraundal og frú. Af því tilefni var gengið að draumóranámum Einars Benediktssonar utan í Búrfelli, beggja vegna Seljadalsár, upp með hinum forna Seljadalsvegi er lá áleiðis til Þingvalla áður en Konungsvegurinn 1907 kom til, yfir steinhlaðnar brýr norðan Leirtjarnar og vestan Silungatjarnar, að Nærseli, fjárborg skoðuð sem og gömul fjárhústóft utan í Grímannsfjalli áður en kveðju var kastað á Þormóðsdalsbóndann (og frú) að lokinni gönguferð.

Tóftir Búrfells(kots) - Hafravatn fjær

Áður en lagt var af stað voru rifjaðar upp örnefnalýsingar fyrir Þormóðsdal og Miðdal yfir göngusvæðið. Heimildarmaður og skrásetjari þessara lýsinga var Tryggvi Einarsson í Miðdal, en hann þekkti einnig vel til í Þormóðsdal, sem er næsta jörð norðan Miðdals. Tryggvi fæddist í Miðdal árið 1901 og átti þar heima alla sína tíð.
“Upp með Seljadalsá að Þormóðsdal eru melar, er Þormóðsdalsmelar heita. Vestur af Þormóðsdalsmelum eru grastorfur, er Torfur heita. Í túninu í Þormóðsdal, skammt sunnan við bæinn, er talið, að Þormóður, sem bærinn dregur nafn sitt af, sé grafinn. Er þar en[n] að sjá upphlaðið leiði. Hefur því verið haldið við, svo lengi sem ég man eftir. Eru ámæli á leiði þessu, að sé það slegið, eiga að farast 3 stórgripir. Leiðið var slegið með vilja og vitund einu sinni í minni tíð. Fórust þá á árinu 3 stórgripir á hryllilegan hátt. Í túninu norðan við Þormóðsdalsbæinn er stór hóll, er Gapi heitir; vestan undir Gapa er Gapamýri.

Gamla þjóðleiðin ofan Búrfells(kots)

Norður af Þormóðsdalsbænum er fell, sem Þverfell heitir að gildragi nokkru austar. Þá tekur við Þormóðsdalsfjall að svonefndum Efri-Sukkum. Á austanverðu Þormóðsdalsfjalli er laus klettur, er Grettir heitir.
Úr Sukkum kemur lækur, er rennur í Seljadalsá, þar sem heitir Árnes. Heitir sá lækur Árneslækur. Bugða í Seljadalsá myndar Árnes. Árnes er allstórt, þurrlent og grasgefið. Voru þar aðalútengjaslægjur Þormóðsdals. Árnes er nú ræktað tún. Upp með Árneslæk að vestan var sauðahús Þormóðsdals. Sést þar vel fyrir tóftum. Frá Árnesi upp með Seljadalsá að norðan, er alllöng valllendismóaspilda; þar mótar fyrir seltóftum. Var það nefnt Nærsel. Nokkru innar með ánni er hóll við ána, sem Hesthóll heitir.”
Og þá heim að Miðdal: “
Norðan við gamla Miðdalstúnið var mýri sem Mómýri hét (nú ræktað tún), mótak var þar gott, mórinn svartur og harður. Ruðningur 4 til 6 stungu mórinn 6 til 9 stungur niður. Ofan við Mómýri er Móholt. Norðan við Mómýri og upp með Seljadalsá er Búrfellsmýri. Austur af Búrfellsmýri eru Hringholtin, en austan við Hringholtin er mýri sem Hringur heitir. Sunnan við Hring er urðarhjalli sem Klif heitir. Norðan við Búrfellsmýri er Búrfell, sunnan við Búrfell er kargaþýfður mói, þar var Búrfellskot. Sést vel fyrir bæjarrústum þar. Búrfellskot var hjáleiga frá Miðdal. Sunnan í Búrfellstind er Búrfellsbrekka. 

Brúin norðaustan Leirtjarnar

Vestan í Búrfelli neðarlega eru grastorfur sem Búrfellstorfur heita. Norðan í Búrfelli eru grónir hjallar er Tjaldstaður heitir. Inn með Búrfelli að norðan er Búrfellsfoss  í Seljadalsá. Norð-austan við Búrfell er Fellsmýri. Austan við áðurnefndan Hring eru Leirtjarnarmelar, þar er jarðfastur bergdrangur sem Grettir heitir. Sunnan við Leirtjarnarmela er Leirtjörn. Sunnan við Leirtjörn er Leirtjarnarurð, þar er fjárrétt og Stekkur. Suð-austur af Leirtjörn er allstór mýri er Leirtjarnarmýri heitir. Austur af Leirtjarnarmýri eru hólar sem Leirtjarnarhólar heita. Norður úr Leirtjörn rennur Leirtjarnarlækur eftir mýri er Leirtjarnarlækjarmýri heitir. Frá Leirtjarnarlæk inn með Seljadalsá er mýrarkriki er Breiðiklofi heitir. Austan við Breiðaklofa er hóll sem Þúfhóll heitir. Austan við Þúfhól er mjótt mýrardrag niður að Seljadalsá sem Oddnýjarklofi heitir. Nokkru innar með Seljadalsá er mjótt gróðurdrag sem Mjóiklofi heitir, þar tekur við Silungatjarnarhæð. Fyrir sunnan Silungatjarnarhæð er Silungatjörn. Fyrir sunnan Silungatjörn er Silungatjarnarurð. Austan við Silungatjarnarhæð er Silungatjarnarlækur sem rennur  í Seljadalsá. Austan við Silungatjörn er Silungatjarnarmýri. Sunnan við Silungatjarnarmýri eru Silungatjarnarbrúnir. Austan við Silungatjarnarmýri er áverandi hóll er Moshóll, heitir. Nokkru innar með Seljadalsá þrengist verulega að Seljadalsá, þar heitir Þrengsli. Austan við Þrengslin er Seljadalur.”

Önnur brú á gömlu þjóðleiðinni til Þingvalla

Tryggvi minntist á Búrfellskot. Í Jarðabókinni 1703 er bærinn nefndur Búrfell. Tóftir bæjarins, sem verður að teljast kot, jafnvel á þeirra tíma mælikvarða, sjást enn vel utan í suðvesturhlíð Búrfells. Gamla þjóðleiðin frá Reykjavík og austur á Þingvöllu lá neðan við bæinn og áfram áleiði upp hlíðina að Búrfellshálsi. Gatan var rakin áfram um hálsinn. Ætlunin var að rekja hana allt upp að vaði á Seljadalsánni norðaustan við Silungatjörn.
Norðan Leirtjarnar sést gatan vel. Gott útsýni er suður yfir vatnið, að Gildruhálsi. 

Haldið var yfir hina hlöðnu brú yfir mýrardrag norðnorðaustan tjarnarinnar. Handan hennar lá gatan upp á örfoka melhæð, niður hana að handan og liðaðist síðan með lágum hæðum til norðausturs. Skammt vestan Silungatjarnar var komið að annarri hlaðinni brú yfir bleytufláka. Handan hans var komið inn á nýjan veg að sumarbústaðabyggð við vatnið, en með þrautseigju var hægt að rekja gömlu götuna áfram um lúpínusvæði og afgirta einstaka sumarbústaðareiti. Hún lá svo til alveg að tjörninni, mjög greinilega, en fjarlægðist hana síðan er nær dró Seljadalsánni. Þegar að ánni var komið lá gatan að vaði og síðan áfram áleiðis inn að Þrengslum.

Hluti hinnar gömlu þjóðleiðar um sumarhúsabyggð vestan Silungatjarnar

Reyndar er alveg ótrúlegt hversu einstaklingar hafa fengið frjálsar hendur að raska þessrai fornu þjóðleið. Verður bæði við Þjóðminjasafnið (áður fyrr) og Fornleifavernd ríkisins að sakast í þeim efnum – því einungis svolitla meðvitund (andstæða sofandaháttar) hefði þurft til að vernda þennan kafla leiðarinnar, sem annars er að mestu óraskaður.
Við vaðið var beitt til norðurs, að Nærseli, norðan Seljadalsár, ofarlega í Neðri-Seljadal. Á litlum grónum “bleðli” norðan árinnar mótar fyrir tóftum. Kargaþýfi er á svæðinu, en kvöldsólin opinberaði allan sannleikan um hinu horfnu húsaskipan. Tóftirnar voru tvær; sú eystri er stök. Dyraop snýr til suðurs, líkt og í vestari tóftinni, sem virtist þrískipt. Stærsta rýmið var nyrst, en síðan tvö minni framan við það, til beggja ganghanda. Tóftirnar eru mjög grónar og því að líkindum gamlar. Álitlegur lækur vestan við þær hafa ákvarðar staðsetningu þeirra á sínum tíma. Ofan við tóftirnar vottar fyrir hleðslu í læknum og í honum skammt vestan við þær virðist hafa verið lagaður (eða jafnvel hlaðinn) brunnur eða aðgengilegt vatnsstæði.
NærselNeðan við tóftirnar mótar fyrir stekk, ofan við barð er hallar niður að Seljadalsánni. Ekki var að sjá aðrar mannvistaleifar, sem telja má með öruggri vissu, í næsta nágrenni við tóftirnar og ekki var að sjá að þarna hefðu verið gerðir garðar eða önnur mannvirki er bent gætu til varanlegri búsetu.
Ekki getið um selstöðu frá Þormóðsdal í Jarðabókinni 1703. Í henni segir að Úlfarsfell hafi haft “selstöðu góða“, en ekki hvar. Í heimildum er þó getið um Nærsel í Seljadal, en ekki er vitað hvar það hefur verið. Viðey á að hafa haft selstöðu á þessum slóðum og samnýtt selstöðu með Bessastöðum. Það er ekki ólíklegt því í Jarðabókinni 1703 er sagt frá því að Þormóðsdalur hafi haft “dagslættir í Viðey”. Þarna gæti hafa verið um hlunnindaskipti að ræða.

Seljadalur

Seljadalur (Nærsel) – uppdráttur ÓSÁ.

Fyrir liggur þó vísbending um Nærsel. Stórt skilti (loftmynd) frá Skógræktinni er rétt innan við beygjuna inn í Þormóðsdal (frá Hafravatnsvegi) og á því eru örnefni, m.a. Nærsel og það sýnt beint framan við bæinn þeim megin árinnar, en Árnes Búrfellsmegin við. Þetta passar ekki miðað við örnefnalýsingu Tryggva frá Miðdal. en hann segir um Þormóðsdal (mörk Miðdals og Þormóðsdals eru um ána): ” Úr Sukkum kemur lækur, er rennur í Seljadalsá, þar sem heitir Árnes. .. Árneslækur…. Bugða í Seljadalsá myndar Árnes. Árnes er allstórt, þurrlent og grasgefið. … Árnes er nú ræktað tún. Upp með Árneslæk að vestan var sauðahús Þormóðsdals. Sérst þar vel fyrir tóftum. Frá Árnesi upp með Seljadalsá að norðan, er alllöng valllendismóaspilda; þar mótar fyrir seltóftum. Var það nefnt Nærsel. Nokkru innar með ánni er hóll við ána, sem Hesthóll heitir….”
Framangreind lýsing getur alveg passað við tóftirnar sem lýst hefur verið. Svo má velta fyrir sér frá hvaða jörð Nærsel var? Og hvaða sel er þá ”fjærsel”? E.t.v. Nessel?
Þekkt er víða um land að kot hafi vaxið upp úr seljum. En einungis örfá dæmi eru um það í landnámi Ingólfs, s.s. í Seljadal ofan við Fossárdal í Hvalfirði og Straumssel ofan við Hraunin. En tóftir þessar virðust ekki hafa hýst kot. Þær voru og keimlíkar öðrum selrústum á Reykjanesskaganum til þess; þrískiptar (vistarverur, búr og eldhús), auk stekks. Þá kemur afstaða og staðsetning tóftanna heim og saman við sambærileg mannvirki víða á svæðinu. 

Haldið var norðvestur með norðanverðum Seljadal, að tóftum fjárhúss og fjárborgar. Jarðýtu hafði verið ekið niður mýrlendið skammt vestan fjárhússtóftarinnar (sauðahússins) og má telja mildi að ekki hafi verið farið yfir hana. Greinilegt er að þarna standa til verulegar framkvæmdir því búið er að koma fyrir miklu magni svína- og hænsnaskíts innan nýrrar girðingar.

Fjárhústóft (sauðahús) frá þormóðsdal

Líklegt má telja að þarna eigi innan skamms að “lagfæra” hlíðina norðanverða og gera hana að bitvænni högum fyrir hross. Dalsbóndinn mun vera þarna að verki. Vonandi er hann vel meðvitaður um minjar að svæðinu, hvort sem um er að ræða Nærselið, fjárhúsið eða fjárborgina. Og auðvitað hlýtur Fornleifavernd ríkisins, sem jafnan vakir yfir framkvæmdum sem þessum, að hafa gert viðhlítandi fyrirbyggjandi ráðstafanir svo varðveita megi menningarminjarnar á svæðinu??!!
Aftur var tekið hús á Þormóðsdalsbónda. Hafði hann þá hitað kaffi fyrir þátttakendur og bar vel á beina. Þá gekk hann með þeim að námusvæðinu og benti á fyrrum námuop, sem nú hefur verið lokað með fyrirgjöf. Sagðist hann hafa fyrrum séð op á námugöngum, bæði norðan og sunnan Seljadalsár. Göngin norðan árinnar hefðu verið mun lengri. Leifar járnbrautarteina hefðu verið innan við opin. Göngin sjálf hefðu ekki verið stærri en svo að meðalmaður hafi þurft að ganga um þau hokinn. Rutt hefði verið fyrir opin til að koma í veg fyrir slysahættu. Auðvelt væri hins vegar að moka þau út að nýju, ef einhverjum sýndist svo.
Bóndinn benti FERLIR á leifar járnbrautarteina í ánni neðan við námusvæðið. Þá hefur fyrrum bónda hugkvæmst að nota þá í girðingarstaura því styttur úr þeim má sjá uppi í hlíð Búrfells þar sem núverandi girðing liggur nú. 

Lefar brautarteina við gömlu gullnámuna við ÞormóðsdalLítið hefur verið fjallað um gullvinnsluna við Þormóðsdal (Miðdal), en í Öldinni okkar (1905) er sagt frá því er gull fanst við rætur Öskjuhlíðar. Þar segir m.a.: “Það varð uppi fótur og fit í Reykjavík laugardagsmorguninn 1. apríl, þegar sú fregn barst um bæinn, að gull hefði fundizt í mýrarkrikanum vestan undir Öskjuhlíðinni rétt fyrir sunnan gamla Hafnarfjarðarveginn.” Gullfréttin flaug víða. Áhöfn á breskum togara, sem legið hafði í höfninni, sigldi til Englands með fréttina. Reiknað var með að erlendir gullgrafarar myndu senn streyma til Reykjavíkur. Bæjarstjórn hélt fund um málið. Skipuð var nefnd um rannsókn málsins. Gullsarf. reyndar í ofurlitlu magni, var lagt fram. Námasvæðið var afmarkað og hlutafélagið Málmur stofnað. Stofnendur voru níu menn, en mönnum var frjálst að kaupa sér hluti í félaginu. Stefnt var að því að kaupa bor og hefja frekari leit að gulli á svæðinu. Ekkert varð úr verki og framkvæmdin dagaði uppi. Ekki er vitað hvað varð um hlutaféð, 100-250 þús. kr. Árið 1908 birtist frétt um að hlutafélagið Málmur væri komið í fjárþröng. Fram kom að búið væri að verja 24 þús. kr. til vélakaupa og rannsókna og að félagið væri komið í 4500 kr. skuld. Hvað varð um mismuninn er enn ekki vitað, tæpri öld síðar.
Talið var að gullævintýrið í Öskjuhlíðinni hafi verið búið til til að afla hlutafjár í einhverju, sem ekki var til. Hið litla gull, sem sýna átti tilefnið, hafi í raun og veru komið úr gullnámu við Þormóðsdal.
Frábært veður. Gangan tók
2 klst og 2 mín. (Kvöldsólin sveipaði Seljadalinn og Nærselið dulúðlegri birtu).

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Þormóðsdal.
-Örnefnalýsing fyrir Miðdal.
-Öldin okkar.
-Þorsteinn Hraundal.

Silungatjörn og nágrenni í kvöldsólinni

Úlfarsá

Jörðin Úlfarsá norðan Úlfarsár var skoðuð. Á jörðinni eru minjar frá síðustu öldum, en heimildir eru um lengri búsetu á jörðinni. Fallega hlaðinn brunnur, væntanlega frá byrjun 20. aldar, er í túninu ásamt heillegum fjárhústóftum, auk nokkurra annarra jarðlægra útihúsa. Umhverfis norðan- og austanvert heimatúnið hefur verið hlaðinn garður, sem nú er nær jarðlægur. Nýbyggingasvæði Úlfarsfellshlíða er nú komið fast að jarðarmörkunum að vestanverðu.

Úlfarsá

Úlfarsá hét Kálfakot fram til ársins 1927 þegar núverandi nafn var tekið upp. Elsta heimild um Kálfakot er jarðabókin frá 1584 þar sem hún er nefnd Kálfastaðakot (Kalvestaedtkaedt). (Ólafur Lárusson, bls. 83-84). Í jarðabók frá 1590 er jörðin nefnd Kálfakot. Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls III er hún í konungseign árið 1704 og ábúendur eru tveir (bls. 292-294). Þar segir m.a.: ”Ábúandinn Slbjörg Gunnlaugsdóttir, býr á hálfri, annar Einar Sveinbjörnsson búr á hálfri… Kúgildi iii, hálft annað hjá hverjum. Leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða eður í Viðey, hvort heldur sem tilsagt verður. Kúgildin uppýngja ábúendur. Kvaðir allar sem um Reynisvatn greinir, nema hvað hestlán hafa ei af þessari jörðu kölluð verið jafnmikil síðan ábúendur voru so fátækir, að þeir áttu annaðhvort öngvan hest eður einn, og hann lítt eður ekki færan, og fóðrur minnast menn ei að verið hafi kýr að fullu. Engjar ærið litlar, útigangur lakur og landþröng mikil… Torfskurður til húsagjörðar og ediviðar nægilegur.”
Í jarðatali Johnsens frá 1847 er hún komin í bændaeign og ábúandi er einn leiguliði (bls. 96).
Fram til ársins 1927 hét jörðin Kálfakot er nafnið Úlfarsá var tekið upp (Ari Gíslason). Um þetta segir Ólafur Lárusson: ”… og það hefði eigi heldur verið neitt óeðlilegt, að jörðin Kálfakot eftir legu sinni hefði verið kennd við ána, enda hefir hún nýlega verið skýrð upp og nefnd Úlfarsá (bls. 83).
ÚlfarsáÚlfarsá hefur verð í ábúð fram á miðja 20. öld, en er nú í eigu ríkisins (Gæsluvistarsjóðs). Jón Guðnason og Jóna Þorbjarnardóttir bjuggu á Úlfarsá frá 1927-1944. Jörðin hefur verið án ábúðar frá árinu 1953. Þar var meðferðarheimili (drykkjumannahæli) frá Kleppsspítala (Jarðaskr. Landn. rík.) til ársins 1962. gestur Björnsson forráðamaður vistheimilisins var skráður fyrir nokkrum skepnum á jörðinni 1980.
Engin uppistandandi hús eru nú á jörðinni.

Í Sturlubók Landnámu segir m.a. (10. kafla): ”Þórður skeggi hét maður; hann var sonur Hrapps Bjarnarsonar bunu. Þórður átti Vilborgu Ósvaldsdóttur; Helga hét dóttir þeirra; hana átti Ketilbjörn hinn gamli.
Þórður fór til Íslands og nam land með ráði Ingólfs í hans landnámi á milli Úlfarsár og Leiruvogs; hann bjó á Skeggjastöðum. Frá Þórði er margt stórmenni komið á Íslandi.”
Einnig (kafli 34): ”Geirröður hét maður, er fór til Íslands, og með honum Finngeir son Þorsteins öndurs og Úlfar kappi: þeir fóru af Hálogalandi til Íslands. Geirröður nam land inn frá Þórsá til Langadalsár; hann bjó á Eyri. Geirröður gaf land Úlfari skipverja sínum tveim megin Úlfarsfells og fyrir innan fjall. Geirröður gaf Finngeiri lönd uppi um Álftafjörð; hann bjó þar, er nú heitir á Kársstöðum. Finngeir var faðir Þorfinns, föður Þorbrands í Álftafirði, er átti Þorbjörgu, dóttur Þorfinns Sel-Þórissonar.
Geirríður hét systir Geirröðar, er átt hafði Björn, son Bölverks blindingatrjónu; Þórólfur hét son þeirra.
Úlfarsá Þau Geirríður fóru til Íslands eftir andlát Bjarnar og voru hinn fyrsta vetur á Eyri. Um vorið gaf Geirröður systur sinni bústað í Borgardal, en Þórólfur fór utan og lagðist í víking. Geirríður sparði ekki mat við menn og lét gera skála sinn um þjóðbraut þvera; hún sat á stóli og laðaði úti gesti, en borð stóð inni jafnan og matur á.
Þórólfur kom til Íslands eftir andlát Geirríðar; hann skoraði á Úlfar til landa og bauð honum hólmgöngu. Úlfar var þá gamall og barnlaus. Hann féll á hólmi, en Þórólfur varð sár á fæti og gekk haltur ávallt síðan; því var hann bægifótur kallaður. Þórólfur tók land eftir Úlfar, en sum Þorfinnur í Álftafirði; hann setti á leysingja sína, Úlfar og Örlyg.”
Þótt nafnið Kálfakot sé hið gamla nafn á Úlfarsá hafa sumir vilja halda því fram að síðarnefnda nafnið hafi verið eldra nafn á jörðinni.
Svavar Sigmundsson, forstöðurmaður Örnefnastofnunar Íslands svarar fyrirspurn KI um Úlfarsfellsnafnið á eftirfarandi hátt á vefsíðu stofnunarinnar, www.ornefni.is: ”Úlfarsfell kemur hvorki fyrir í Landnámabók né fornsögum eða annálum, en Úlfarsá er nefnd í Landnámabók. Úlfarsfell er nefnt í fornu skjali, Hítardalsbók frá 1367 (Íslenskt fornbréfasafn II, 220), og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1704 (III, 310). Nafnið er vafalítið dregið af mannsnafninu Úlfar, sbr. Úlfarsá, en fjórir eru nefndir með því nafni í Landnámu.”
Um örnefni í Keldnalandi lýsir Halldór Vigfússon viðtali við Björn gamla Bjarnason (þá 93 ára) að Grafarholti þann 27. ágúst 1949: ”Slöðrið eða slakkinn milli holtanna Grafarholts og Keldnaholts heitir Klofningur. Þar niður vildi Einar skáld Benediktsson veita Úlfarsá1), svo að hún félli í Grafarvog og mætti verða að góðri laxveiðiá í líkingu við Elliðaárnar. Einar eða faðir hans hafði keypt lönd á þessu svæði (Gröf og Keldur) og fengu þeir feðgar Björn, sem var þá ekki enn farinn að búa í Gröf, til að mæla fyrir þessari vatnsveitingu.
Úlfarsá Birni mældist að skurðurinn þyrfti að vera 11 feta djúpur, þar sem þurfti að grafa dýpst. Var verkið hafið og nokkur dagsverk unnin, en aðrir, sem lönd áttu að Úlfarsá, munu hafa amast við þessari röskun og bannaði Benedikt þá frekari framkvæmdir.
Áður en sneiðin norðan af Keldnalandi var seld undir Korpólfsstaði (Thor Jensen), áttu Keldur slægjuland uppi við Úlfarsá, sem hét Tjarnengi.2)”
Meðfylgjandi eru eftirfarandi skýringar: ”1)Þetta er hið forna og upphaflega nafn árinnar (sbr. Landnámu) en hún er nú oftast nefnd Korpólfsstaðaá, Korpa, eða eftir öðrum bæjum sem eiga land að henni, einkum þar sem vöð voru á ánni. Björn segist hafa átt hlut að því að nafni Kálfakots var breytt í Úlfarsá til þess að festa hið forna nafn.
2) Samnefnt slæguland var einnig frá Grafarholti litlu ofar. Á þeim slóðum byggði tengdasonur Bjarnar (Hreiðar Gottskálksson) nýbýlið Engi.” Þar má einmitt sjá u.þ.b. 100 metra langan stíflugarð, gerðar úr torfi.
Nokkuð hefur verið ritað um nafnið Kálfakot. Um það segir Hannes Þorsteinsson árið 1923: ”Kálfakot. Matsbókin nefnir Kálfá og Kálfárkot, en hvorugt finnst annarsstaðar. Kálfastaðakot nefnist jörðin í JB. Jens Söffrenssonar 1639 og í Kálfa(r)sstaði (eða Kálfsstaði), en nafnið horfið fyrir ævalöngu og Kálfakot komið í staðinn, sem heiti jarðarinnar.” (Hanes Þorsteinsson, bls. 33). Um þetta atriði hefur Ólafur Lárusson einnig farið nokkurm orðu: ”Nafnið Kálfastaðakot er tilkomið fyrir nafnbreytingu þannig, að orðið hefir tengzt við eldra nafn Kálfastaðir, en Kálfastaðir er aftur afbökun úr eldra nafni Kálfarsstaðir, dregið af mannsnafninu Kálfarr… Mannsnafnið Kálfarr finnst nú eigi frá fornöld eða miðöldum hér á landi, en hefir hins vegar tíðkast lítilsháttar á síðarti öldum.” (Ólafur Lárusson, bls. 8?).
Mannsnafnið Kálfarr finnst ekki í Landnámu.
Úlfarsá Mörk jarðarinnar eru nokkuð ljós. ”Samkvæmt konunglegu lagaboði eru landamerki á jörðinni þann 17. marz 1882 eptir 1. gr. Skrásett og undirskrifaðar lýsingu landamerkja á jörðinni Kálfakoti í Mosfellssveit innan Kjósar- og Gullbringusýslu, á móts við jarðirnar: Lambhaga, Lágafell, Úlfmannsfell og Reynisvatn, eru merkin eptir skýrslum, sem fyr ábúendur hafa ljáð frá ómuna tíð, þau er hjer skal greina.
Vesturhlið landsins er þannig: Úr Tjörn í miðjum Þrætumóa; úr þeirri Tjörn í þúfu uppá holtinu þar beint upp af; úr nefndri þúfu vestan til í Leirtjörn; úr nefndri Leirtjörn í Djúpadalsbrún (eystri); úr nefndri brún í fjallsbrekku vestast í Hákinn; úr Hákinn í þúfu uppá fjallinu (norðan til við mýrarsund). Norðurhlið landsins er úr síðastnefndri þúfu, austur í Stórahnjúk; úr þeim hnjúk í Litlahnjúk.
Austurhlið landsins er úr Litlahnjúk og í Mýrdal, úr nefndum dal í fjárborgarbrot (stekk) niður við ána (skammt fyrir austan fossana). (Enn má greina stekkinn undir lágri brekku á austurmörkunum).
Suðurhlið landsins ræður Korpúlfstaðaá niður í fyrrnefnda Tjörn í Þrætumóa. Ennfremur hefur fylgt þessari ábýlisjörð minni frá ómunatíð ¼ hluti úr eiðijörðinnni Óskoti á móts við jarðirnar Þormóðsdal, Miðdal og Reynisvatn og hafa fyrri ábúendur á minni ábýlisjörð haft þar fjenaðarhús sín, óátalið af öllum samyrkingamönnum og hefur mjer verið leigt þetta nefnda ítak ásamt aðaljarðarlandinu, og lýsi jeg hjer einungis vesturhlið landsins (Óskots). Úr skógarvaði í stein beina leið í Litla-Skyggni fyrir sunnan Langavatn. Ritað í Kálfakoti 30. september 1886, Guðmundur Jónsson”. (Landamerkjabók).
Úlfarsá Staðhættir við Úlfarsá eru þeir að bærinn hefur verið í skjóli fyrir norðanáttinni, í hlíð “Fellsins”. Fellið er helsta einkenni bæjarstæðisins, brekkan vestan undir því þar sem bæjarstæðið er og Gilið norðan þess. Að austan er annað fell (hóll), en lægra.
Samkvæmt Túnakorti frá 1916 er bæjarstæðið ofarlega í miðju túninu. Túnið er í brekku sunnan og vestan undir ”Fellinu”. Kálgarður er teiknaður neðan við íbúðarhúsin. Gata liggur í sneiðing upp hlíðina til austurs. Fjárhús eru sýnd norðaustan við bæjarstæðið sem og hlaðinn garður, sem enn sést. Á uppdrættinum stendur og: ”Timburhús neðst í túninu var byggt til ábúðar (Margréti Zoega) árið 191?, rifið aftur (Jón ?) 1917 og selt til Reykjavíkur.” Kálgarðar eru þá 950 m2. Að sögn Guðjóns Norðdahls frá Úlfarsfelli var nýtt hús byggt að Úlfarsá um 1930. Þar mun drykkjumannahælið hafa verið síðar.
Hlaðinn garður umlykur heimatúnið að norðaustanverðu. Gil (Kálfakotsgil) afmarkar túnið að norðanverðu.
Ofan túns eru minjar á gróðurtorfum, en umhverfis þær eru nú melar. Holt eru að austanverðu sem og að norðvestanverðu. Að vestanverðu, neðanvert, eru uppþornaðar mýrar ofan bakka Úlfarsár.
Ameríski herinn hafði mikil umsvif á og við Skyggni á stríðsárunum síðari. Kampurinn var við Leirtjörnina. Í dag eru þar stríðsminjar á svæðinu og þá sérstaklega steyptir grunnar eftir braggahverfin South Belvoir og Tientsin.

Heimildarskrá:
-Ari Gíslason. Úlfarsá og Lambhagi. Örnefnastofnun Íslands.
-Bisk.skjs. II,33. Jarðabók.
-Hannes Þorsteinsson. ”Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjarnöfnum á Íslandi. Árbók Hins Íslenska Fornleifafjelags. Reykjavík 1923.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III. Gefin úr af hinu íslenska fræðafélagi í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn 1923-1924.
-Jarðaskrár 1958-1979. Landnám ríkisins hefur tekið saman eftir forðagæsluskýsrlum og skýrslum hreppstjóra um jarðir í ábúð og eyði. Óprentuð. Skráin er einungis til á Landnámi ríkisins.
-Jens Söffrensson. Jarðabók 1939.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, með brauðalýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845. og skýrslum um sölu þjóðjarða í landinu. Kaupmannahöfn 1847.
-Landamerkjabók í afsals- og veðmálsbók fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu 1890.
-M. Steph. 27,4 fo. Afskrift dr. Jóns Þorkelssonar í Þjóðskjalasafni.
-Ólafur Lárusson. ”Árland”. Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess I. 2. Reykjavík 1939.
-Guðjón Norðfahl, f: 18.07.’52. (Munnleg heimild 07.09.’06).

Úlfarsá

Úlfarsá – tóftir gamla bæjarins nær.