Gljúfrasteinn er nafnið á húsi skáldsins, Halldórs Laxness, ofarlega í Mosfellsdal. Húsið dregur nafn sitt af stórum grágrýtissteini skammt frá því.
Gljufrasteinn-1Þegar Halldór var að alast upp á Laxnesi þarna skammt frá tók hann tryggð við steininn eins og sjá má í frásögn hans, steininn minn helgi, sem hann ritaði 18 ára gamall: “Hvergi hef ég fundið bergmál við helgimáli hjarta míns nema í einum steini í heimahögum mínum. Aðeins í einum grásteini sem stendur uppá dálitlum hól og ber við himin í holtinu fyrir ofan bæinn heima.”
Í útvarpsviðtali löngu síðar var Halldór spurður að því hvort sú saga væri sönn að hann hefði skrifað söguna undir steininum. Skáldinu varð orðvant, en sagði síðan: “Nei, ekki var það nú, en sagan er góð og óþarfi að skemma góða sögu. Mér fannst alltaf eitthvað við stein þennan, hvort sem eitthvað hafi búið í honum eða ekki.”

Gljúfrasteinn

Gljúfrasteinn. Steinnin v.m. á myndinni.