Bringnavegur

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1930 má m.a. sjá eftirfarandi um “Tvær leiðir á Mosfellsheiði” (Grh., 15. okt. B.B.):
Bringnavegur-225“Á ofanverðri 16. öld, lágu tveir vegir yfir Mosfellsheiði, hinn nyrðri nyrst um hana, úr Þingvallasveit um Vilborgarkeldu, Þrívörðuás, Moldbrekkur, Illaklif, sunnan Geldingatjarnar, niður með Köldukvísl, Langholt, Mosfollsdal, um Tjaldanes, um syðri Leirvogstungubakka, Hestaþingshól, og suður Mosfellssveit neðanverða (gamla veginn frá Korpúlfsstöðum).
Syðri Mosfellsheiðarvegurinn (Skálholtsmannaleið) lá: yfir Ölvesá (fyrrum hjet vatnið Ölvesvatn (nú Þingvallavatn), og áin úr því Ölvesá, til sjávar; aðeins þrengslin milli (Þingvalla-), Ölvesvatns og Úlfljótsvatns hjet Sog. Nú er áin nefnd Sog, til þess er Hvítá kemur í hana, síðan Ölvesá) á Álftavatnsvaði, upp eftir Grafningi, yfir Hengilhálsinn, um Sporhellu og Dyraveg, yfir Brekku og nyrðri Bolavelli, vestur heiðina hjá Sýsluþúfu, fyrir norðan Lykla-(Litla)-fell. sunnan Selvatn, um Sólheima. Hofmannaflöt, Hestabrekku, Almannadal, hjá Rauðavatni; þar skiftust leiðir eftir því, hvort fara skyldi til Hafnarfjarðar og Álftaness (þá farið hjá Vatnsenda, Vífilsstöðum) eða til Seltjarnarness og eyjanna. Það var ekki fyr en ca. öld síðar, að nyrðri vegurinn var lagður um Seljadal. Syðri vegurinn var tíðfarinn fram á 18. öld.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 26. október 1930, bls. 334.

Seljadalur

Brú á hinum gamla Seljadalsvegi í Seljadal.