Lambagras

FERLIR hafði áður skoðað tóftir gamla bæjarins að Elliðakoti, sem eru á ási norðan Nátthagavatns.
ÚtihúsNú var ætlunin að skoða heiðina ofan bæjarins. Ljóst var að fenginni reynslu, þrátt fyrir nokkrar dýrar fornleifaskráningar og -kannanir vegna vega- og virkjunarfram-kvæmda, að hvergi væri þar allra sýnilegra minja getið. Svo virðist sem fornleifafræðingar hafi við þá vinnu valið auðveldasta kostinn; rakið vörður og gamlar þekktar götur, en ekki lagt á sig að fara um svæðið fet fyrir fet, enda bæði erfitt og tímafrekt – og tíminn eru jú peningar þegar slík vinna er annars vegar. En hvers á verkkaupinn að gjalda?
Einkennandi fyrir tóftirnar að Elliðakoti, sem enn standa, eru reglulega tilhöggvnir steinar, allir að svipaðri stærð. Um er að ræða stórt skepnuhús og annað minna, líklega sauðakofa, sem breytt hefur verið í hænsnahús. Íbúðarhúsið hefur staðið á grunni vestan skepnuhússins.
Heimagarðurinn er í brekku á móti suðvestri. Heimtröðin er norðan hans. Gamlir Útihúshleðslugarðar umlykja heimatúnið. Norðaustan í því eru garðar umhverfis matjurtargarð. Sunnan bæjarins, á klapparholti, er snyrtilega hlaðin tóft. Ekki er að sjá að tóftin hafi verið þekjuð eða notuð. Þó gæti hafa verið hlið í henni framanverðri. Þá gæti þana verið um að ræða “sýningarbás” í vegghleðslu með grjótinu úr námunni, en í holtinu er steinnáma og þar hefur að öllum líkindum mest af grjótinu í skepnuhúsin og önnur hlaðin hús verið sótt. Stafaáletrun er á einum steini útihúsanna.
Bærinn hefur staðið undir lágu hamrabelti. Ofan hans liggur gata um Miðdalsheiði, framhjá Selvatni og áfram upp með Lyklafelli, Draugatjörn og að Kolviðarhól annars vegar og hins vegar áleiðis að Grafningi við Þingvallavatn. Um er að ræða svonefnt nyrðra vegarstæði á þjóðleiðinni austur fyrir fjall, en deilur stóðu um það um 1880 á hvora leiðina ætti að leggja áherslu m.t.t. til samgöngubóta. Þessi leið var ákjósanlegri þar sem hún sneiddi ofan við Fóelluvötn og þær ófærur sem Sandskeiðið var.
VarðaBúið var í Elliðakoti fram til 1940. Brá þá síðasti bóndinn búi. Búið var þó í húsnum fram til 1948 eða 1949. brunnu húsin þá og fór jörðin þar með endanlega í eyði.
Þegar farið er um þetta svæði er hvergi merkingar að sjá. Engar aðgengilegar upplýsingar er að fá um það. Í fornleifaskýrslum er einungis fjallað um vörður og einstaka tóft, en hvergi svo vitað sé um um býlin sjálf, fólkið og minjarnar. Svæðið í heild er mjög fallegt og ákjósanlegt til útivistar, en sagnfræðilega einangrað. Hvort það er af ásettu ráði eða ekki skal ósagt látið.
TóftirSem fyrr sagði hafði áður verið farið um tóftir Elliðakots. Einnig hafði verið farið um svæðið nærliggjandi neðanvert (sjá HÉR). Að þessu sinni var  haldið um það ofanvert. Sem og búast mátti við voru þar vörður við gamlar leiðir, s.s. Konungsvegina 1907 og 1930 og Austurleiðina um Lyklafell og Hellisskarð. En það sem vakti sérstaka athygli, og virðist af einhverjum óskiljanlegri ástæðu ekki hafa verið skráð, eru útihús frá Elliðakoti. Um er að ræða hlaðin þrískipt samliggjandi hús. Dyr á vestasta rýminu snýr mót vestri og dyraveggurinn stendur enn að mestu, u.þ.b. 160 cm hár þar sem hann er hæstur yfir dyrum. Miðrýmið hefur haft op á mót suðri sem og austasta opið. Þetta mannvirki er að öllum líkindum frá síðustu búsetuárum Elliðakots því veggir hafa að mestu leyti verið byggðir úr timbri en með hlöðnum grunnveggjum. Lambagrasið í nánd gaf tilganginn til kynna. Umhverfis eru án efa um fleiri minjar – ef vel væri að gáð.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Hið agnarsmáa