Færslur

Elliðakot

Tóftir gamla bæjarins að Elliðakoti eru á ási norðan Nátthagavatns.

Elliðakot

Elliðakot.

Einkennandi fyrir tóftirnar, sem enn standa, eru reglulega tilhöggvnir steinar, allir að svipaðri stærð. Um er að ræða stórt skepnuhús og annað minna, líklega sauðakofa, sem breytt hefur verið í hænsnahús. Íbúðarhúsið hefur staðið á grunni vestan skepnuhússins. Heimagarðurinn er í brekku á móti suðvestri. Heimtröðin er norðan hans.

Elliðakot

Elliðakot.

Gamlir hleðslugarðar umlykja heimatúnið. Norðaustan í því eru garðar umhverfis matjurtargarð. Sunnan bæjarins, á klapparholti, er snyrtilega hlaðin tóft. Ekki er að sjá að tóftin hafi verið þekjuð eða notuð. Þó gæti hafa verið hlið í henni framanverðri. Þá gæti þana verið um að ræða “sýningarbás” í vegghleðslu með grjótinu úr námunni, en í holtinu er steinnáma og þar hefur að öllum líkindum mest af grjótinu í skepnuhúsin og önnur hlaðin hús verið sótt. Stafaáletrun (EG eða EC) er á einum steini útihúsanna. Þess má geta að Eggert Norðdal Guðmundsson bjó í Elliðakoti frá þriggja ára aldri (fæddur í Landbroti 1866). Faðir hans fluttist síðan að Geithálsi, en Eggert að Hólmi eftir að hann kvæntist. Talið er að Eggert og Skúli, bróðir hans, hafi hlaðið steinveggina í Elliðakoti seint á 19. öld. Ættarnafnið Norðdal mun vera komið frá Hvammi í Norðurárdal.

Elliðakot

Elliðakot.

Bærinn hefur staðið undir lágu hamrabelti. Ofan hans liggur gata um Miðdalsheiði, framhjá Selvatni og áfram upp með Lyklafelli, Draugatjörn og að Kolviðarhól annars vegar og hins vegar áleiðis að Grafningi við Þingvallavatn. Um er að ræða svonefnt nyrðra vegarstæði á þjóðleiðinni austur fyrir fjall, en deilur stóðu um það um 1880 á hvora leiðina ætti að leggja áherslu m.t.t. til samgöngubóta. Þessi leið var ákjósanlegri þar sem hún sneiddi ofan við Fóelluvötn og þær ófærur sem Sandskeiðið var.

Elliðakot

Elliðakot – útihús.

Leifar kots Sólheimatjarnar eru norðvestar. Skammt austar eru þrjú stór grenitré. Við þau eru hluti skorsteins, nokkurs konar minnismerki um fólkið, sem þarna lifði og hrærðist. Vestan við Elliðakot, á grónum hæðóttum túnum, eru allnokkrar mun eldri minjar, a.m.k. gamall bæjarhóll með beðasléttum. Túnið er bókstaflega allt unnið þannig, eða svo til. Þetta var víst víða gert en svo sléttað aftur þegar tæki komu í stað handa. Mjög mikil vinna, allt með höndum. Menn töldu að það fengist meira hey af slíku, þ.e. að fermetrafjöldinn yrði meiri fyrir utan það skurðirnir á milli söfnuðu til sín vatni þannig að þurrara yrði. Slétturnar eru mót suðvestri. Skammt frá eru tóftir útihúsa, garðar o.fl. Rétt er að geta þess að eldra nafn á Elliðakoti var Helliskot og gætu þarna verið um að ræða tóftir þess bæjar.

Elliðakot

Beðsléttur við Elliðakot.

Búið var í Elliðakoti fram til 1940. Brá þá síðasti bóndinn búi. Búið var þó í húsunum fram til 1948 eða 1949. Brunnu húsin þá og fór jörðin þar með endanlega í eyði.
Þegar farið er um þetta svæði er hvergi merkingar að sjá. Engar aðgengilegar upplýsingar er að fá um það. Í fornleifaskýrslum er einungis fjallað um vörður og einstaka tóft, en hvergi svo vitað sé um um býlin sjálf, fólkið og minjarnar. Svæðið í heild er mjög fallegt og ákjósanlegt til útivistar, en sagnfræðilega einangrað. Hvort það er af ásettu ráði eða ekki skal ósagt látið.

Elliðakot

Fjárhústóft ofan Elliðakots.

Fyrir ofan Lækjarbotna, liggur vegurinn um svo kallaða Fossvelli, er áin rennur yfir, og hefur hún þar oft gert usla. Svo liggur hann upp Lakheiði, en þar er ekki annað að óttast en þverrásir, sem stundum hafa orðið nokkuð dýrar. En þegar kemur upp undir Arnaþúfu, fer heldur að versna sagan. Þar liggur vegurinn á parti fram með ánum, fyrir sunnan neðri vötnin – svo er Fóelluvötnum skipt – enda flýtur hann þar burtu árlega, sem þó er enn verra, er kemur upp á Sandskeiðið. Þar má segja, að komi vatn úr hverri átt og það eigi lítið. Renna þar saman allar leysingakvíslir, er koma sunnan með öllum Bláfjöllum og hraunum og heiðum þar í kring, einnig með Vífilfelli að austan og norðan. Verður þá yfir allt Sandskeiðið og Fóelluvötnin einn hafsjór, enda sýndi það  sig best, veturinn eftir að vegurinn var þar lagður, því þá gersópaðist hann svo burtu, að eftir voru kafhlaup, þar sem hann var áður. Síðan hefur þar ekki verið vegur lagður og var það hyggilegt. Að vísu er þar allgóður vegur í þurrkatíð um hásumarið, en fram eftir öllu vori er þar oft lítt fært.

Elliðakot

Varða á Austurleið ofan Elliðakots.

Fyrir ofan Sandskeiðið taka öldurnar við og er þar ekki slæmt vegstæði í sjálfu sér, en þar er svo mikið aðrennsli, sunnan úr Sauðadölum og fjöllum þar í grennd, að vegurinn hefur orðið þar fyrir miklum áföllum og er nú svo eyðilagður, að víða er hann verri en enginn vegur. En síðast og ekki síst kemur Svínahraun, er staðið hefur eins og “þrándur í götu” fyrir allri vegasmíð á þessari suður-vegsleið, með alla sína lögnu og flóknu vegargerðasögu, er væri nóg í stóra bók, og verður henni því sleppt hér.

Austurleið

Austurleiðin sunnan við Lyklafell.

Í fáum orðum sagt, virðist vegurinn frá Hólmi upp að Kolviðarhól vera lagður um þær verstu torfærur, er voru á þessari leið og er það hrapalegt, um hinn fjölfarnasta veg upp frá sjálfum höfuðstaðnum. Þetta sýnist nú því verra, þar eð fenginn var útlendur vegfræðingur til að leggja veginn, en ætli hann hafi eða verið þá skipað að skoða, hvort ekki væri hentugra vegstæði á öðrum stað, en eitt má telja víst, að hefði vegurinn verið fyrst lagður frá Reykjavík, að þá hefði aldrei verið farið með hann suður fyrir ár, og upp í Fóelluvötn, sem nú er líka dálaglegur krókur.

Austurleið

Austurleiðin nyrðri.

Hér skal því benda á, hvar vegurinn hefði átt að liggja, eða öllu heldur, hvar hann nú ætti að leggjast, því ótrúlegt er að hann, þar, sem hann nú er líti dagsljós tuttugustu aldarinnar, og það því heldur, sem við nú höfum vegfræðing við hendina, og erum búnir að fá dálitla reynslu í vegasmíði.
Nyrðri leiðin hefur af sumum hefur verið álitin betri til vegalagningar, enda er þeim óðum að fjölga, er sannfærast um, að þar hefði hann orðið að mun styttri, ódýrari og varanlegri, því á leiðinni frá Árbæ og upp að Húsmúla, eru bara tvær leysingavatns-rásir og lækurinn milli Vilborgarkost og Elliðakots, er bæði væri hægt að brúa, og eins að fara fyrir upptök hans, ef það þætti betra, en það mætti með því móti að skilja ekki suðurveginn frá Mosfellsheiðarveginum fyr en fyrir ofan Sólheimatjörn.

Austurleið

Varða við nyrðri leiðina.

Leysingarásirnar eru, önnur fyrir vestan Lyklafell, sem sjaldan rennur og þá örlítil, en hin fyrir austan fellið og er hún nokkuð meiri, en þó hverfandi á móti öllu því vatni, er kemur úr suðurfjallinu, er nú stendur mest hætta af, hvað veginn áhrærir. Að nyrðri leiðin sé styttri, getur hver meðalgreindur maður séð og þó ekki sé mælingafróður, því frá Árbæ upp í Hellisskarð, er línan hér um bil um Elliðakot, Lyklafell og norðan til á öldunum, en bein lína milli tveggja punkta er þó stysti vegur.

Fóelluvötn

Fóelluvötn – Lyklafell fjær.

Lagt var til að þingið léti vegfr. Sigurð Thoroddsen rannsaka vegarstæði á nyrðri leiðinni, áður en veitt væri stórfé til viðgerðar suðurveginum enn á ný, því þó gert væri við hann all-rækilega þá er þó efri hlutinn í mesta óstandi, helst öldurnar, er ekki mundi veita af nokkrum þúsundum krónum til viðreisnar. Sumum þótti nú kannske nokkuð í ráðist, að hætta nú við suðurveginn, en slíkt er þó varla áhorfsmál, því þó búið sé að verja til hans allmiklu fé, þá er því þó alls ekki á glæ kastað. Fyrst hefur vegurinn verið til mikils hægðarauka og að öðru leyti hefur féð að mestu leyti runnið í hendur landsmanna sjálfra. En úr því við höfum ekki peninga til vegabóta, nema af skornum skammti, ætti þeim helst að vera varið þar, er traustast yrði með framtíðinni, en ekki fleygt út til eins fávíslegrar vegagerðar, eins og suðurvegurinn er, því á þeim stað, sem hann er nú, verður hann fyrr eða síðar dæmdur ófær.

Letursteinn

Áletrun á hornsteini Elliðakots.

Nátthagavatn er syðst, þá Selvatn (en vegarslóðinn ofan Elliðkots (Helliskots) liggur áleiðis að því, þá Krókatjörn, Nykurtjörn og Leirtjörn og loks Silungatjörn nyrst.
Í viðtölum við fólk í sumarbústað við Nátthagavatn kom fram að það teldi að vegurinn ofan við Elliðakot hafi verið gömul reiðleið austur fyrir fjall sem og að Grafningi að Þingvallavatni. Það gæti vel passað við legu gamla Þingvallavegarins, sem liggur skammt norðan nýja vegarins að Nesjavöllum.
Meira um svæðið á næstunni.
Frábært veður – sól og stilla. Ferðin um svæðið tók 1 klst og 1 mín.

Upplýsingarnar um vegagerðina eru m.a. fengnar af
http://www.vegag.is/vefur

Elliðakot

Letursteinn í Elliðakoti.

Árnakrókur

Gengið var um svæði Elliðakots í vestri og Lyklafells í austri. Getgátur hafa verið um selstóftir. Ætlunin var að gaumgæfa svæðið. Farið var upp frá Fossvöllum í Lækjarbotnum með stefnuna til norðurs niður og inn með Lönguhlíðum (Elliðakotsbrekkum) milli Selfjalls og Selvatns. Kíkja átti á (Reykja)Víkurselið norðaustan við vatnið sem og

Lækjarbotnar

Árnakróksrétt og halda síðan til baka um Leirdal, Lækjarbotna og Fossvelli, yfir gömlu Hellisheiðargötuna.
Tilgangur ferðarinnar var ekki síst sá að athuga hvort hægt væri að koma auga á leifar tveggja selja, sem áttu að hafa verið á þessu svæði, þ.e. auk Örfiriseyjarsels undir Selfjalli. Bæði Viðey og Lambastaðir munu hafa haft selstöður þarna efra þótt staðsetning þeirra hafi ekki legið ljós fyrir. Jafnan hefur verið gengið út frá því sem vísu að öll selin væru í Örfiriseyjarselsstað.
Í Jarðabókinni 1703 segir að Erfersey hafi haft selstöðu undir Selfjalli þar sem heitir Erferseyjarsel. Tóftir við skátaskálann sem þar er syðst í Botnunum munu að öllum líkindum vera leifar þess, sem og seinni tíma búskapar (beitarhús).
Í örnefnaskrá fyrir Lækjarbotna eftir Guðlaugur R. Guðmundsson kemur m.a. fram að “býlið [Lækjarbotnar] stóð á hólnum, Bæjarhólnum, sem er til hægri, þegar þjóðvegurinn er ekinn þá í austurátt. Hóllinn reyndist það hár, þegar bílöld gekk í garð, að erfiðleikum var háð fyrir bóndann að aka upp á hólinn og leggja veg að bænum. Þar af leiðandi færði bóndinn býlið, 1907, yfir hinum megin, þar sem land var lægra, og reisti þar nýjan bæ. Hann nefndi húsið Lögberg. Þar bjó Guðmundur til dauðadags 1957.
Lækjarbotnar Bóndinn treysti því og, að vatnsból gott væri rétt hjá Lögbergi, en vatnsmagn er þar mjög breytilegt í Fossvallaá og Fossvallaklifið oft þurrt. Karl segir, að aðeins árin 1921 og 1976 hafi runnið allt sumarið í ánni.
Undir Selfjalli eru Selhólar. Þar fyrir framan er Gráhóll og Pálspyttur við hann, þar sem Páll hefur líklegast farið undir ís.
Sel frá Viðey var inn með Gömlubotnum.” Í athugasemdir og viðbætur við Lækjarbotnaörnefnalýsinguna skráði Sigríður Jóhannsdóttir eftir Jóni I. Bjarnasyni að “Fossvallaklifið [hafi] oftast [verið] þurrt; þar rennur aldrei vatn; klifið er, þar sem gamli vegurinn var, og hraðbrautin liggur núna um klifið upp á Fossvogsvellina. Þar hefur aldrei runnið nein á. Lækurinn og pytturinn nú orðnir þurrir, síðan nýi vegurinn var lagður.
Jörðin Örfirisey var landlítil; átti selstöðu undir Selfjalli, ekki Viðey. Af því dregur fjallið nafn. Þar sem selið var, heita Selhólar; sjást rústir ennþá, nú reyndar mjög sokknar.”
LækjarbotnarUm selstöðu Reykjavíkurbæjarins segir að jörðinni hafi verið eignuð slík “þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.” Og þar sem Langahlíð var í sunnanverðri Öskjuhlíð var jafnvel talið að Víkursel hafi verið þar sem nú má sjá leifar. Skammt frá eru merki eftir sel frá Hlíðarhúsum.
Í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson segir: “Að búskapur hefur verið mikill, má meðal annars sjá af því, að jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 1600, en hvar það sel hafi verið, er óljóst.”
Um selstöðu Lambastaða segi

r Jarðabókin að “selstöðu þykjast nokkrir heyrt hafa jörðinni eignaða þar sem heitir undir Selfjalli og kallað er Lambastaðasel.”
Í lýsingu Viðeyjar segir “selstaða er á fastalandi þar sem heitir Viðeyjarsel, og hefur það verið brúkað frá Bessastöðum.”
Örlygur Hálfdánarson, sem manna gerst þekkir til siða og venja Viðeyinga sagðist aðspurður ekki hafa heyrt hvar Viðeyjarsel hafi verið, en fé og jafnvel kýr hafi fyrrum verið flutt úr eyjunni og í haga uppi á fastalandinu að sumarlagi. Skepnum hafi verið skipað í land í viki sunnan við Fjósaklettana utan við Gufunes. Þar hafi verið stór hellir, sem skepnunum var haldið í. Austan við vikið er höfði sem nefndur var Akurinn. Sunnan við það er ný bryggjan í Gufunesi. Ekki vissi Örlygur hvort hellir þessi væri enn til þarna, en tenging hans við flutningana og klettana væri athyglisverð.
LækjarbotnarÍ lýsingu fyirr Bessastaði er ekki minnst á selstöðu í Jarðabókinni 1703.
Guðjón Jensson, margfróður Mosfellingur, hefur talið einn möguleikann á að Viðeyjarsel hafi verið þar sem Kambsréttin í Seljadal er núna. “Þarna í Dalnum var sel frá Viðeyjarklaustri og ég hef verið mikið að velta fyrir mér gegnum tíðina hvar það hafi verið. Klaustrið var rænt skömmu fyrir miðja 16. öld. Síðasti kaþólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, endurreisti klaustrið og lagði lykkju á leið sína á flóttanum þaðan er hann frétti að kóngsmenn hyggðust ná honum. Ögmundur kom við í Viðeyjarseli. Hann var handsamaður nokkru síðar af Hjalla í Ölfusi sem kunnugt er. Viðey nánast hverfur úr sögunni næstu tvær aldirnar. Ég hef leyft mér að draga eftirfarandi ályktun:  Undir Viðeyjarklaustur voru 132 jarðir sem kóngsmenn sölsuðu undir sig við siðskipti. Allar þessar jarðir voru leigðar út og var mikið kapp á að fá sem hæsta leigu út úr bændum, leiguafgjöld auk þess sem lagt var á karlana ýmsar óbærilegar kvaðir í þágu Bessastaðamanna. Nú varð ekki lengur jafn mikil þörf hjá leiguliðanum og kotungaanum í Viðey að koma lítilfjörlegum búsmala sínum frá sér og allar götur upp í Seljadal. Þar haslaði hins vegar bóndinn í Nesi, sbr. Nessel og í Örnefnalýsingu Þormóðsdals er sagt að þar í Dalnum hafi verið selför frá Gufunesi.
LækjarbotnarEftir að starfsemin í Viðey leggst af er þörfin á hinum miklu umsvifum klaustursins um vestanverða Mosfellsheiðina engin. Kóngsmenn hafa látið afskiptalaust þó bændur, leiguliðarnir byggðu sér fjárrétt úr grjótinu og einhver þægindi þarna í Dalnum, enda hefði það aftur betri möguleika að standa
í skilum með afgjald jarðanna.
Mér finnst líklegt að Viðeyjarsel hafi fyrrum verið þar sem nú eru rústirnar af Kambsréttinni. Þar er t.d. mjög stutt í rennandi vatn en seljabúskapur byggðist á greiðum aðgangi að góðu vatni til að tryggja gæði afurðanna.”
Haldið var inn með Lækjarbotnum norðanverðum. Þegar ganga á inn með hlíðunum þarf að ákveða strax hvorum megin við ána, sem verður til undir þeim miðsvæðis, ætlunin er að ganga. Annars er hætta á að lenda í sjálfheldu.
Fossvallaá rennur þarna niður, þ.e.a.s. þegar eitthvert vatn er efra, en farvegi hennar hefur verið breytt oftar en einu sinni. Varnargarður hefur verið gerður syðst á Fossvallabrúnum til að beina vatnsflaumi frá Lækjarbotnum. Mikið gil er í hlíðinni þar sem áin rann áður. Á því sést vel hversu mikill vatnsflaumurinn getur orðið. Nú er þarna fallegt náttúrufyrirbæri – á þurru.  Einhvern tíma hefur verið fallegur foss efst í gilinu Fossvallafoss). Foss þessi, sem og öll Fossvallaáin efra, hefur ákvarðað núverandi mörk Kópavogsbæjar annars vegar og Mosfellsbæjar hins vegar.

Lækjarbotnar

Í örnefnalýsingu fyrir Elliðakot eftir Tryggva Einarsson frá Miðdal segir að þarna hafi Fossvallaá runnið. “Dregur [hún] nafn af fallegum fossi, þar sem áin rennur niður í Nátthaga. Svo áfram niður í vesturenda Nátthagavatns. Úr Nátthagavatni ræður Hólmsá mörkum, þar til Dugguós og Hólmsá mætast.”
Hús er í Lækjarbotnum í Suðurbrekku, forskallað og að falli komið. Skammt frá því eru miklar vatnsuppsprettur. Segja má að líkt sé að hlíðin öll leki á kafla. Nýlegar vilpur er nálægt húsinu, en þarna má einnig sjá eldri mannvirki – hlaðið umhverfis lænur og myndanir á vatnsstæðum og brunni.
Ef svæðið er skoðað vel og vandlega er ljóst að þarna hefur verið kjörin selsstaða; ágætt skjól fyrir austanáttinni, nóg vatn, ágæt beit, auðvelt aðhald og stutt í meginþjóðleið því gamla gatan austur fyrir fjall lá þarna skammt suðaustar.

Lítill trjálundur með hávöxnum grenitrjám er þarna skammt frá. Hið kynlega við lundinn er sá að honum hefur verið plantað þvert fyrir gróna skeifulaga kvos í hlíðinni. Trén skyggja á miðdegissólina í þessu annars ágæta skjóli. Þegar stofnar trjánna voru skoðaðir betur mátti sjá móta fyrir líkt og veggjum og rýmum. Lundurinn er nægilega stór til að geta hulið seltóftir. Trén virðast vera um um 60-80 ára og því væntanlega eldri en húsið, sem þarna “stendur”. Ekki kæmi á óvart að þarna kunni að leynast Viðeyjarselið. Ef svo er virðist eðlilegt að Ögmundur Pálsson, biskup, hafi komið við í Viðeyjarseli á leið hans að Hjalla í Ölfusi á 16. öld.
Lækjarbotnar Í örnefnaskrá fyrir Elliðakot eru hlíðarnar nefndar Elliðakotsbrúnir, sem verður að teljast eðlilegt frá bænum séð. Þær mynda sýnileg nýtingarmörk jarðarinnar í austri. Þær eru þó greindar í nafnkenndar brekkur, eins og á eftir verður lýst. Nátthagavatn er suðaustan við Elliðakot. Náthaginn er/var vestan við norðanvert vatnið. Þar er nú sumarhús. Skammt austan við vatnið mótar fyrir gömlum vegi. Hlaðið hefur verið þvert ána til að auðvelda akstur yfir hana. Norðan við vaðið eru tvö gömul bílhræ, annað sennilega frá stríðsárunum, en þarna var víða aðstaða hernámsliðsins. Vaðið hefur því ekki verið auðveldara en svo a.m.k. tvö ökutæki hafa gefið þar upp öndina.
Vilborgarkot var þar sem nú er sumarbústaður norðvestan við Nátthagavatn. Nátthaginn sjálfur var og er suðaustan við vatnið. Í honum miðjum er Grindarhóll. Þessar uppplýsingar komu frá Guðlaugi R. Guðmundssyni. Hann sagði miklar upplýsingar liggja fyrir í Skjalasafni Reykjavíkur um þetta svæði frá tímum þrætumála um eign á landinu um 1891, m.a. nákvæmir uppdrættir og aðrar upplýsingar.
Skammt norðaustar er hlaðin ferhyrnd rétt (4x12m) eða gerði. Í fyrstu gæti verið um húsgrunn að ræða, svo vandlegar eru hleðslur, en réttin er hlaðin utan í hæðina og hleðslur vantar norðaustast í henni. Grjótið hefur væntanlega verið sótt í grjótnámuna við Elliðakot, sem þarna er í sjónfæri til vesturs. Bærinn sjálfur var hlaðinn úr grjóti úr námunni, auk fleiri mannvirkja. Líklegt má telja að þarna geti verið um að ræða hestarétt við gömlu þjóðleiðirnar um Hellisheiði og til Þingvalla. Guðlaugur taldi þetta vera svonefnda Fossklúku, aðhald fyrir fé. Op er til vesturs og vísar að þjóðleiðinni. Hæðin ofan við réttina heitir Dyngja. Skarð er í henni skammt norðvestar. Ofan við það eru leiðir varðaðar áfram upp á Mosfellsheiði, áleiðis að Þingvöllum annars vegar, og áleiðis að Hellisskarði hins vegar. Vörðurnar standa enn, stórar og stæðilegar, enda varla eldri en frá því á fyrstu áratugum 20. aldar.
Ofar er Miðdalsheiði. Frá brúnunum er ágætt útsýni yfir Nátthagavatn, Lækjarbotna og brekkurnar í Elliðakotsbrúnum (Lönguhlíðum).
Lækjarbotnar Í örnefnalýsingunni segir að “frá Fossvallafossi og norður að Dugguósi eru samfelldar heiðarbrúnir. Heiðin upp af brúnunum heitir Elliðakotsheiði. [Hér er Elliðakotsheitið komið á a.m.k. hluta Miðdalsheiðarinnar]. Þar er allstór hvilft suðvestur í heiðinni, sem Leirdalur heitir. Áðurnefndar heiðarbrúnir heita Elliðakotsbrúnir. [Hér eru Fossvallabrúnir nefndar Elliðakotsbrúnir]. Vestan undir brúnunum eru grasigrónar brekkur, þær heita, frá Fossvallafossi, Suðurbrekkur, Miðbrekkur og Norðurbrekkur. Vestan undir Suðurbrekkum eru miklar vatnsuppsprettur (veit ekki, hvort þær bera nafn). Mynda þær árspotta með alldjúpum hyljum niður í Nátthagavatn.”

Skammt norðvestan við réttina er gróin ílöng þríhólfa tóft neðst í grónum bala. Ofar í balanum hefur verið reistur sumarbústaður, sem nú er horfinn.
Rústin hefur öll einkenni selstöðu. Rýmin eru þrú, þar af tvö með sameiginlegum inngangi. Þar sem einungis vantar eitt af seljunum, Lambastaðasel, má ætla að þarna hafi það verið – þótt ekkert sé öruggt í þeim efnum. A.m.k. er þarna um að ræða tóftir, nánlast jarðlægar, sem hvergi hefur verið getið um, hvorki í örnefnalýsingum né fornleifaskráningu af svæðinu. Erfitt er að koma auga á tóftirnar. Í fyrsta þarf að hafa þjálfað auga til að greina þær – og auk þess þarf að nálgast þær úr austri.
Tóftirnar sem og landssvæðið allt tilheyrði fyrrum Seltjarnarnesi hinu forna.
Byggð á Seltjarnarnesi er vafalaust frá þjóðveldisöld, en athafna manna í Seltjarnarneshreppi hinum forna er fyrst getið árið 1581. Þann 15. nóvember það ár var gerð svokölluð Seltjerningasamþykkt. Hún fjallaði um tillag húsmanna og hjáleigumanna til hreppsþarfa. Segir í henni, að hreppstjórarnir í Seltjarnarneshreppi hafi komið saman í Reykjavík og rætt nauðsynjamál hreppsins. Samþykktin er merkileg fyrir tvennt. Að vera fyrsta heimild um Seltjarnarnes hinn forna og fyrir að vera gerð í Reykjavík, sem var þá einstök jörð í hreppnum. Kópavogur kemur svo til sögunnar við staðfestingu Seltjerningasamþykktar, en þar var þingstaður Seltjarnarness langt fram eftir 18. öld.
Lækjarbotnar Seltjarnarneshreppur hinn forni náði yfir allt Nesið, sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Austasta jörðin var Kópavogur, en austan Kópavogslækjar tók við Arnarnes í Álftaneshreppi. Elliðaárnar mörkuðu skil við Mosfellssveit. Í upphreppnum voru jarðirnar Hólmur, Elliðavatn, Vatnsendi, Breiðholt, Hvammkot, Digranes, Bústaðir og Kópavogur. Margar þessara jarða voru svo smám saman teknar undan hreppnum og fyrsta jörðin var Reykjavík, ásamt Arnarhól og Örfirisey. Það var Rentukamerið í Kaupmannahöfn, sem fól Vigfúsi Þórarinssyni sýslumanni árið 1786 að láta mæla út svæði fyrir kaupstaðinn nýja. Reykjavík varð þó ekki sérstakt lögsagnarumdæmi fyrr en 1803.
Landamörk og lögsaga Reykjavíkur fór þannig ekki saman á árunum 1786 til 1803. Fyrstu sveitarstjórnarlög á Íslandi voru sett 1872, en fyrsta hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps var þó ekki valin fyrr en á hreppaskilaþingi í júní 1875. Þann 20. júní 1923 voru samþykkt lög á Alþingi um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, sem skyldi nú ná yfir jarðirnar Bústaði, Breiðholt og Eiði, en lög frá árinu 1894 tóku Laugarnes og Klepp af Seltirningum. Skildinganes var svo tekið 1932.
Eftir þennan aðskilnað var Seltjarnarnes enn að mestu sveitarhreppur og fjallskil og umstang með búfénað voru meðal verkefna hreppsnefndar. Árið 1943 voru jarðirnar Elliðavatn og Hólmur og spilda úr Vatnsendalandi teknar undir Reykjavík.
Við hreppsnefndarkosningu 7. júlí 1946 fékk listi Framfarafélagsins Kópavogur hreinan meirihluta.. Eftir það voru flestir fundir á þessu Kópavogstímabili haldnir á heimili oddvita að Kópavogsbraut 19. Það dró að sambandslitum milli Kópavogs og Seltjarnarness, því sumarið 1947 gengu undirskriftarlistar um Nesið, þar sem farið var fram á skiptingu hreppsins. Mál þetta fór í þann farveg, sem meirihlutinn vildi, þ.e. skiptingu. Kom sér illa fyrir Seltirninga að vera í minnihluta, því Kópavogsbúar vildu fá allan Upphreppinn, en Seltirningar vildu halda a.m.k. Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Vatnsenda, auk afréttarlanda.

LækjarbotnarSvo fór þó ekki og hafði Kópavogur sín mál fram. Einn hreppsnefndarmaður vildi að afrétturinn allur yrði áfram í eigu Seltjarnarneshrepps hins nýja, en Kópavogsbúar skyldu fá afnotarétt. Niðurstaðan varð óljós sameiginlegur afnotaréttur. Í ársbyrjun 1948 er hinn nýi Seltjarnarneshreppur orðinn til. Þann 8. júní 1973 var haldinn sérstakur hátíðarfundur á Seltjarnarnesi og lá fyrir sú tillaga að óska eftir kaupstaðarréttindum.
Kópavogur fékk svo kaupstaðaréttindi með lögum nr. 30 frá 11. maí 1955. Í 1. gr. laganna segir: “Kópavogskaupstaður nær yfir allan Kópavogshrepp.”
Á árinu 1989 barst Kópavogskaupstað bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, þar sem spurt var um afrétt Kópavogs. Sigurður Björnsson, bæjarverkfræðingur svaraði spurningum ráðuneytisins með bréfi dags. 28/3 1989. Hann segir að meðan búskapur hafi verið stundaður í Kópavogi hafi bændur átt upprekstararrétt í þann afrétt, sem áður var afréttur Seltjarnarneshrepps. Bent er á að í samningi um skipti sveitarfélaganna 1948 hafi sagt, “að fjallskil og refaeyðing á afrétti skuli vera sameiginleg, þar til hreppsnefndir ákveða annað með samþykki sýslunefndar Kjósarsýslu. Bent er á það að það sé stefna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að leggja af allan fjárbúskap og friða afréttinn og þar með banna allan upprekstur. Spurningunni um hvort sveitarfélögin hafi komið sér saman um til hvors þeirra afrétturinn skuli teljast svarar Sigurður á þá lund, að bæjaryfirvöld í Kópavogi hafi talið að við skiptin 1948 hafi afrétturinn átt að falla til Kópavogs.
Þótt Kópavogsbær byggir kröfur sínar á því að Lækjarbotnar sé fullkomið eignarland Kópavogsbæjar samkvæmt þinglýstum eignarheimildum. Í þinglýstum heimildum er “jörðin Lækjarbotnar nýbýli og var Þorsteini Þorsteinssyni veittur nýbýlisréttur fyrir jörðinni þann 11. febrúar 1868. Nýbýlaleyfið var gefið út af Hilmari Steindór Finsen stiftamtmanni yfir Íslandi og amtmanni yfir suðuramti, með vísan til nýbýlatilskipunar frá 15. apríl 1776. Í nýbýlabréfinu kemur fram að þann 22. júlí 1865 hafi Þorsteini Þorsteinssyni verið útnefnt landi því, er hann kallar að Lækjarbotnum og útnefningin hafi verið staðfest með úrskurði héraðsréttar Gullbringu- og Kjósarsýslu 4. des. 1866. Mörk Lækjarbotnalandsins er lýst með eftirfarandi hætti í nýbýlisbréfinu:
Lækjarbotnar “Að norðaustanverðu syðsta kvíslin af Fossvallaós frá Lækjarmóti sem rennur frá honum, upp að þúfu sem stendur í Holtstanga fyrir neðan Neðri-vötn þaðan til úrsuðurs í mógrýtisklett með rauf í, er snýr í suður, svo sömu stefnu eptir langri brekku alla leið að Sandfellshnúk, sem það nær langt til norðurs. Þaðan til norðvesturs í suðvesturhorn á Selfjalli. Þaðan suður-austurhlið brunahraunsins fyrir norðan Selfjallið niður fyrir bæ að læknum og eptir honum norður í á, hvert land hefur verið álitið 6H að dýrleika.”
Bréfið var lesið á manntalsþingi á Mýrarhúsum 3. júní 1882 og innfært í afsals- og veðmálabók Kjósar- og Gullbringusýslu.

Með afsali dagsettu 8. október 1947 afsalaði Guðmundur Sigurðsson bóndi, Lækjarbotnum, eignarjörð sinni Lækjarbotnum til Seltjarnarneshrepps með öllum gögnum og gæðum. Í afsali er vísað til kaupsamnings sem gerður var á milli Guðmundar Sigurðssonar og Benedikts Elfars, kaupmanns um sömu jörð. Seltjarnarneshreppur neytti forkaupsréttar sem leiddi síðar til málaferla. Úr varð að Seltjarnarneshreppi var afsalað Lækjarbotnalandinu sbr. fyrrnefnt afsal.
Með bréfi félagsmálaráðuneytisins dagsettu 10. desember 1949 var Seltjarnarneshrepp skipt í tvö hreppsfélög, Seltjarnarneshrepp og Kópavogshrepp. Í lið 8 í bréfi ráðuneytisins kemur fram að jörðin Lækjarbotnar skuli vera eign Kópavogshrepps. Jafnframt er kveðið svo á um að Lækjabotnalandið skuli vera innan lögsögu hreppsins. Ákvæði þessi um eignarétt Kópavogshrepps yfir Lækjarbotnum voru færð inn í veðmálabók Kjósarsýslu þann 6. apríl 1949. Með vísan til þessara heimilda er augljóst að Kópavogsbær er eigandi Lækjarbotnalandsins, eins og það er afmarkað fyrr í kröfugerð þessari.
Dyngjan, ásinn austan Elliðakots, var yfirgefin og haldið yfir að Selvatni. Ásarnir bera jökulskriði glöggt vitni. Jökulrispaðar klappir (hvalbök) eru víða og má sjá hvar jökullinn hefur skriðið fast og ákveðið fram frá austri til vesturs.
Lækjabotnar Tvö sel eru jafnan sýnd á landakortum við austanvert Selvatn, Litlasel og Stórasel. Litlasel var þar sem nú er bústaður fyrrum eiganda Gunnarshólma. Hann upplýsti FERLIR á sýnum tíma að þar hafi verið vegghleðslur áður en hann ruddi svæðið fyrir bústaðinn. Stóraselsnafnið, skammt norðar, er sennilega sama nafnið og Víkurselsnafnið, bara ranglega merkt inn á landakort.
Víkurselið er norðan við Selbúð, nánast jarðlægt orðið. Það er á milli Sellækjar og Urðarlágarlækjar. Varla er hægt að greina rýmisskipan í dag, en þó má sjá á gróðri í tóftinni að hann er annar en umhverfis.
Skammt vestan við tóftina er önnur, minni, fast vestan við Sellæk. Líklega er þarna um að ræða hluta af mannvirkjum selsins, en ekki er hægt í dag að glöggva sig á hvað þarna er undir. Nýlegir bústaðir eru allt í kring og svo virðist, af nýlegum vegi að dæma, að byggja eigi hús þar sem Víkurselið er nú – eða var.
Efstu, stöðugu upptök Elliðaánna eru við Selvatn og í Lækjarbotnum við Nátthagavatn.
Haldið var austur fyrir Selvatn, upp í Árnakrók. Í honum er Árnakróksréttin, ein friðlýstra minja Mosfellssveitar.
Í örnefnalýsingu Elliðakots segir m.a. að “nokkru ofar við vatnið er Árnakrókslækur. Austan við Sellækjarupptök er allstór klettahóll, sem Árnakrókshóll heitir. Austur af Árnakrókshól er allstór valllendiskriki, sem Árnakrókur heitir. Á klapparsvæði norður af Árnakrók er Árnakróksrétt (að mestu uppi standandi), var skilarétt Mosfellinga. Var flutt að Hafravatni um síðustu aldamót. Heitir nú Hafravatnsrétt. Árnakróksrétt var annáluð fyrir brennivínsþamb og hæfileg slagsmál. Sótti þar að fjölmenni úr Reykjavík og nágrenni og var vakað alla réttanóttina.”

Selvatn

Árnakrókur – Selvatn ofar.

Árnakróksréttin var hlaðin um 1850 eftir að Kambsrétt í Seljadal var lögð af. Réttin var brúkuð fram til aldamóta 1900 er ný rétt var hlaðin við Hafravatn.
Haldið var áfram til suðurs yfir heiðina með viðkomu í Leirdal. Grunur var um að þar kynnu að leynast í honum suðaustanverðum tóftir, en ekki gafst tími til að skoða svæðið að nákvæmni að þessu sinni. Það verður gert síðar.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mínútur.

Heimildir m.a.:
-http://www.obyggd.stjr.is/svland/57.pdf
-http://www.obyggd.stjr.is/sv2.pdf
-http://www.kopavogur.is/upload/files/skyrsla(1).pdf
-Örnefnalýsing fyrir Elliðakot – Tryggvi Einarsson.
-Örnefnalýsing fyrir Lækjarbotn.
-Saga Reykjavíkur – Klemens Jónsson.
-Guðlaugur R. Guðmundsson (68 ára).

Skófir

Vilborgarkot

Haldið var að Elliðakoti og Vilborgarkoti síðdegis í dimmasta skammdeginu. Norðanáttin blés grimmt á vinstri vangann, en sólin litaði himininn rauðan bæði á bak og fyrir. Guðlaugur R. Guðmundsson skráði örnefnalýsingu fyrir Elliðakot og Vilborgarkot. Hér verður lögð megináherslan á síðarnefnda kotið.
Elliðakot“Ég fór með Karli Nordahl að Elliðakoti 18. júlí 1978. Þar eru aðeins húsarústir eftir. Húsgrunnurinn stendur enn, en húsið brann 1949. (Sjá meira um Elliðakot HÉR). Karl segir, að afi hans hafi byggt það 1887. Það var timburhús, en Elliðakot hafði þá verið í eyði. Krakkar, sem þar gistu, kveiktu í húsunum. Ósinn, sem Tryggvi nefnir Dugguós, kallar Karl Gudduós. Það er lækurinn, sem rennur frá Selvatni í Hólmsá og ræður merkjum Elliðakots til vesturs. Á herforingjaráðskortinu er lækur, nefndur Urðar-lágarlækur. Karl segir, að enginn lækur hafi verið til með því nafni. Lækurinn hafi alltaf heitað (svo) Sellækur, en Urðarlágar eru upp með læknum. Hrútslækur rennur í norðvestanvert Selvatn úr Sauðhúsamýri.
TóftNorðan við Nátthagavatn er engjastykki, sem nefnt er Nátthagi. Austan við Nátthagavatn er ávöl hæð, Klifin. Karl sagði, að kvísl rynni í Leirdal, þegar mikið vatn væri í Fossvallaá, en hún rennur um dragið milli Vatnahæðar og Vatnaáss. Þar sem Fossvallaá rennur í Hólmsá, heita Fossvellir. Heiðin upp af Leirdal er Elliðakotsheiði. Þar langt til austurs, fyrir norðan Lyklafell, er Klakkur, 247 m á hæð.
Við Elliðakot er grjótveggur, sem Skúli bóndi á Úlfarsfelli hlóð. Þegar komið er að Elliðakoti, er Dyngja fyrir ofan bæjarrústina. Fram við bæinn er Nónholt [(á teikningum Nónás)], ávalur ás í þá eyktarstefnu frá bænum.
Nátthagaá fellur frá uppsprettum við Syðstubrekkur, norðan við Hólmsá. Þegar komið er upp fyrir Litla-Lyklafell, þá er hér Sleðaás. Þar uppi er vindbelgur, rétt austan við veginn. Efrivötn eru fyrir ofan Vatnaás, en Neðrivötn fyr[ir] neðan hann. Fyrir neðan Vatnavelli er Syðri-Fossvallakvísl. 

Tóft

Norðan við Vatnásinn (svo) er Fossvallaklifið. Og nálgumst við þá upptök Fossvalláar, skammt frá Stangarhóli og Litla-Lyklafelli.
Ég ók með Karli Nordahl upp veginn fyrir ofan Elliðakot, ásinn, sem farinn er, heitir Dyngja. Vegurinn var hroðalegur, og komumst við ekki lengra en upp á háhrygginn og snerum þar við. Þegar ekinn er vegurinn að Elliðakoti, þá er til vinstri Gudduós og síðan Nónholtið og Miðmundahóll. [(Miðmundarhóll á teikningu.)]
Vilborgarkot (og Geirland): Ég kom með Karli að Vilborgarkoti 18. júlí 1978.  Hann sagðist muna eftir Vilborgarkoti í byggð. Vilborgarkot fór úr byggð 1905. Síðast bjó þar Pétur Ólafsson, flutti að Elliðakoti og bjó þar í 10 ár, síðan í Þormóðsdal.
Geirland er í landi Lækjarbotna. Milli Klifanna fyrir Beðslétturofan Geirland eru Klofningar. Árfarvegurinn við Lögberg, norðan við foss þar í ánni, er nafnlaus. Karl segir, að Klofningar tilheyra (svo) ekki Lækjarbotnum. Miðmundamýri er fyrir neðan Geirland, en Miðmundahóll fyrir ofan. Geirland fór í eyði. Ólafur Sigurjónsson (sonur Ólafs í (svo)) hefur kindur í Geirlandi. Geirland var keypt úr landi Lækjarbotna 1927. Sigurjón Ólafsson bílstjóri reisti nýbýli og keypti af Guðmundi Sigurðssyni á Lækjarbotnum.”
Að þessu sinni var stefnan tekin á Vilborgarkot undir suðaustanverðu Vilborgarholti (Litla-Kotási). Kotið hefur verið reist í nokkrum bratta. Sex stafnar hafa verið á framhlið mót suðaustri, þar af einn hálfur (þ.e. með efri hluta). Austast hefur verið fjárhús og innan og á bak við bæinn hlaða. Vestan hennar er garður utan um heykuml. Hlaðan hefur verið mikið mannvirki, djúphlaðin með stóru grjóti í veggjum. Smiðja hefur verið milli fjárhússins og íbúðarhúsa. Veggir standa heillegir, grónir að utan.
Enn má glögglega sjá húsaskipan í Vilborgarkoti. Vestan við bæinn eru leifar að útihúsi, líklega hesthúsi. HlaðanAustan við bæinn eru tóftir tveggja húsa, þar af er annað tvískipt. Annað, það austara, hefur væntanlega verið sauðakofi, en hið tvískipta gæti hafa verið útibúr og reykkofi.
Milli bæjarins framanverðan og matjurtargarðs er heimtröð. Suðaustar má sjá leifar túnræktar, heillegar beðasléttur í mýrarslakka. Hlaðinn túngarður umlykur heimatúnið. Hlaðið hefur verið um brunn neðan og vestan við heimtröðina.
Ekki er að sjá að ábúendur í Vilborgarkoti hafi haft úr miklu að moða, en bæjarhúsin eru táknræn mynd fyrir 19. öldina og því verðmæt sem slík. Auðvelda þyrfti aðgengi að minjunum með tilheyrandi upplýsingum.
Ofan við bæjarstæðið eru grónar lægðir millum hóla. Nú eru þar forfallnir sumarbústaðir. Líklegt má telja að þarna hafi verið heyjað fyrrum fyrir Vilborgarkot.
Bæjarleifarnar í Vilborgarkoti eru nú (2008), skv. örnefnaskránni, orðnar rúmlega eitt hundrað ára, sem gefur þeim friðunarrétt skv. gildandi lögum. Bæjarhúsin og útihúsin eru mun eldri, sem og túngarðurinn.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Guðlaugur R. Guðmundsson skráði – Örnefnalýsing fyrir Elliðakot og Vilborgarkot.

Útihús

Lambagras

FERLIR hafði áður skoðað tóftir gamla bæjarins að Elliðakoti, sem eru á ási norðan Nátthagavatns.
ÚtihúsNú var ætlunin að skoða heiðina ofan bæjarins. Ljóst var að fenginni reynslu, þrátt fyrir nokkrar dýrar fornleifaskráningar og -kannanir vegna vega- og virkjunarfram-kvæmda, að hvergi væri þar allra sýnilegra minja getið. Svo virðist sem fornleifafræðingar hafi við þá vinnu valið auðveldasta kostinn; rakið vörður og gamlar þekktar götur, en ekki lagt á sig að fara um svæðið fet fyrir fet, enda bæði erfitt og tímafrekt – og tíminn eru jú peningar þegar slík vinna er annars vegar. En hvers á verkkaupinn að gjalda?
Einkennandi fyrir tóftirnar að Elliðakoti, sem enn standa, eru reglulega tilhöggvnir steinar, allir að svipaðri stærð. Um er að ræða stórt skepnuhús og annað minna, líklega sauðakofa, sem breytt hefur verið í hænsnahús. Íbúðarhúsið hefur staðið á grunni vestan skepnuhússins.
Heimagarðurinn er í brekku á móti suðvestri. Heimtröðin er norðan hans. Gamlir Útihúshleðslugarðar umlykja heimatúnið. Norðaustan í því eru garðar umhverfis matjurtargarð. Sunnan bæjarins, á klapparholti, er snyrtilega hlaðin tóft. Ekki er að sjá að tóftin hafi verið þekjuð eða notuð. Þó gæti hafa verið hlið í henni framanverðri. Þá gæti þana verið um að ræða “sýningarbás” í vegghleðslu með grjótinu úr námunni, en í holtinu er steinnáma og þar hefur að öllum líkindum mest af grjótinu í skepnuhúsin og önnur hlaðin hús verið sótt. Stafaáletrun er á einum steini útihúsanna.
Bærinn hefur staðið undir lágu hamrabelti. Ofan hans liggur gata um Miðdalsheiði, framhjá Selvatni og áfram upp með Lyklafelli, Draugatjörn og að Kolviðarhól annars vegar og hins vegar áleiðis að Grafningi við Þingvallavatn. Um er að ræða svonefnt nyrðra vegarstæði á þjóðleiðinni austur fyrir fjall, en deilur stóðu um það um 1880 á hvora leiðina ætti að leggja áherslu m.t.t. til samgöngubóta. Þessi leið var ákjósanlegri þar sem hún sneiddi ofan við Fóelluvötn og þær ófærur sem Sandskeiðið var.
VarðaBúið var í Elliðakoti fram til 1940. Brá þá síðasti bóndinn búi. Búið var þó í húsnum fram til 1948 eða 1949. brunnu húsin þá og fór jörðin þar með endanlega í eyði.
Þegar farið er um þetta svæði er hvergi merkingar að sjá. Engar aðgengilegar upplýsingar er að fá um það. Í fornleifaskýrslum er einungis fjallað um vörður og einstaka tóft, en hvergi svo vitað sé um um býlin sjálf, fólkið og minjarnar. Svæðið í heild er mjög fallegt og ákjósanlegt til útivistar, en sagnfræðilega einangrað. Hvort það er af ásettu ráði eða ekki skal ósagt látið.
TóftirSem fyrr sagði hafði áður verið farið um tóftir Elliðakots. Einnig hafði verið farið um svæðið nærliggjandi neðanvert (sjá HÉR). Að þessu sinni var  haldið um það ofanvert. Sem og búast mátti við voru þar vörður við gamlar leiðir, s.s. Konungsvegina 1907 og 1930 og Austurleiðina um Lyklafell og Hellisskarð. En það sem vakti sérstaka athygli, og virðist af einhverjum óskiljanlegri ástæðu ekki hafa verið skráð, eru útihús frá Elliðakoti. Um er að ræða hlaðin þrískipt samliggjandi hús. Dyr á vestasta rýminu snýr mót vestri og dyraveggurinn stendur enn að mestu, u.þ.b. 160 cm hár þar sem hann er hæstur yfir dyrum. Miðrýmið hefur haft op á mót suðri sem og austasta opið. Þetta mannvirki er að öllum líkindum frá síðustu búsetuárum Elliðakots því veggir hafa að mestu leyti verið byggðir úr timbri en með hlöðnum grunnveggjum. Lambagrasið í nánd gaf tilganginn til kynna. Umhverfis eru án efa um fleiri minjar – ef vel væri að gáð.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Hið agnarsmáa

Elliðakot

Guðlaugur R. Guðmundsson skráði örnefni í Elliðakoti, er áður mun hafa heitið Helliskot. Telja verður líklegt, miðað fyrirliggjandi heimildir að þar hafi fyrrum verið selstaða, líklega frá Elliðavatni…
Ellidakot-231“Ég fór með Karli Nordahl að Elliðakoti 18. júlí 1978. Þar eru aðeins húsarústir eftir. Húsgrunnurinn stendur enn, en húsið brann 1949. Karl segir, að afi hans hafi byggt það 1887. Það var timburhús, en Elliðakot hafði þá verið í eyði. Krakkar, sem þar gistu, kveiktu í húsunum. Ósinn, sem Tryggvi nefnir Dugguós, kallar Karl Gudduós. Það er lækurinn, sem rennur frá Selvatni í Hólmsá og ræður merkjum Elliðakots til vesturs. Á herforingjaráðskortinu er lækur, nefndur Urðar-lágarlækur. Karl segir, að enginn lækur hafi verið til með því nafni. Lækurinn hafi alltaf heitað (svo) Sellækur, en Urðarlágar eru upp með læknum. Hrútslækur rennur í norðvestanvert Selvatn úr Sauðhúsamýri.
Ellidakot-232Norðan við Nátthagavatn er engjastykki, sem nefnt er Nátthagi. Austan við Nátthagavatn er ávöl hæð, Klifin. Karl sagði, að kvísl rynni í Leirdal, þegar mikið vatn væri í Fossvallaá, en hún rennur um dragið milli Vatnahæðar og Vatnaáss. Þar sem Fossvallaá rennur í Hólmsá, heita Fossvellir. Heiðin upp af Leirdal er Elliðakotsheiði. Þar langt til austurs, fyrir norðan Lyklafell, er Klakkur, 247 m á hæð. Við Elliðakot er grjótveggur, sem Skúli bóndi á Úlfarsfelli hlóð. Þegar komið er að Elliðakoti, er Dyngja fyrir ofan bæjarrústina. Fram við bæinn er Nónholt [( á teikningum Nónás)], ávalur ás í þá eyktarstefnu frá bænum.
Nátthagaá fellur frá uppsprettum við Syðstubrekkur, norðan við Hólmsá. Þegar komið er upp fyrir Litla-Lyklafell, þá er hér Sleðaás. Þar upp[i] er vindbelgur, rétt austan við veginn. Efrivötn eru fyrir ofan Vatnaás, en Neðrivötn fyr[ir] neðan hann. Fyrir neðan Vatnavelli er Syðri-Fossvallakvísl. Norðan við Vatnásinn (svo) er Fossvallaklifið. Og nálg[u]mst við þá upptök Fossvalláar, skammt frá Stangarhóli og Litla-Lyklafelli.
Ellidakot-233Ég ók með K[arli] Nordahl upp veginn fyrir ofan Elliðakot, ásinn, sem farinn er, heitir Dyngja. Vegurinn var hroðalegur, og komumst við ekki lengra en upp á há-hrygginn og snerum þar við. Þegar ekinn er vegurinn að Elliðakoti, þá er til vinstri Gudduós og síðan Nónholtið og Miðmundahóll. [(Miðmundarhóll á teikningu.)]
Vilborgarkot (og Geirland): Ég kom með Karli að Vilborgarkoti 18. júlí 1978. Hann sagðist muna eftir Vilborgarkoti í byggð. Vilb[orgarkot] fór úr byggð 1905. Síðast bjó þar Pétur Ólafsson, flutti að Elliðakoti og bjó þar í 10 ár, síðan í Þormóðsdal.
Ellidakot-234Geirland er í landi Lækjarbotna. Milli Klifanna fyrir ofan Geirland eru Klofningar. Árfarvegurinn við Lögberg, norðan við foss þar í ánni, [er] nafnlaus. Karl segir, að Klofningar tilheyra (svo) ekki Lækjarbotnum. Miðmundamýri er fyrir neðan Geirland, en Miðmundahóll fyrir ofan. Geirland for í eyði. Ólafur Sigurjónsson (sonur Ólafs í (svo)) hefur kindur í Geirlandi. Geirland var keypt úr landi Lækjarbotna 1927. Sigurjón Ólafsson bílstjóri reisti nýbýli og keypti af Guðmundi Sigurðssyni á Lækjarbotnum.”
Þegar umhverfi og heimatún Elliðakots (Helliskots/Hellis) eru skoðuð má sjá mikinn fjölda minja frá mismunandi tímum. Elstu minjarnar eru að öllum líkindum vestast á heimatúninu; forn selstaða, sem kotið hefur síðan byggst upp úr og þá á nálægum hól skammt austar. Umleikis eru bæði eldri og nýrri minjar uns bærinn Elliðakot var byggður efst og austast í heimatúninu á síðari hluta 19. aldar. Af ummerkjum að dæma var það timburhús. Útihús þess neðan heimatúngarðsins voru hlaðin úr tilhöggnu grjóti, eins og vel má augum líta enn þann dag í dag.

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Elliðakot – Guðlaugur R. Guðmundsson skráði.

Elliðakot

Elliðakot 2021.

Elliðakot

Í “Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ 2006″ segir m.a. um Elliðakot (Helliskot):
Ellidakot-222
Saga Kotsins er fyrst getið árið 1395 í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs. Þá er jörðin í eyði og kallast „Hellar“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Í heimild frá 1704 er svo talað um „Hellirs Kot“ og virðist líklegt að um sömu jörð sé að ræða (sbr. Ólaf Lárusson 1944). Hún er þá í eigu konungs með tvo ábúendur sem búa hvor á sínum helmingi hennar (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 288-9). Árið 1847 er jörðin hins vegar orðin bændaeign og býr eigandinn þar einn (J. Johnsen, bls. 96). Nafnið Elliðakot var tekið upp um 1883. Að sögn Karls Nordahls (f. 1898) hafði jörðin verið í eyði þegar afi hans byggði þar timburhús til íbúðar árið 1887. Samkvæmt fasteignabókum hefur kotið lagst í eyði aftur á árunum 1938-1957 (Fasteignabók) en í heimild frá 1978 kemur fram að húsið hafi brunnið árið 1949 (Guðlaugur R. Guðmundsson, bls. 1) Samkvæmt Eyðijarðaskrá 1963 er jörðin þá í eigu dánarbús Gunnars Sigurðssonar í Gunnarshólma en þar eru engin nothæf hús og hæpið talið að leggja í kostnað til búsetu (Skýrsla um eyðijarðir 1963). Gamli húsgrunnurinn stóð þó enn þá 1978 (Guðlaugur R. Guðmundsson).

Ellidakot-229

Náttúrufar og jarðabætur Í eyðijarðaskránni frá 1963 segir nánar tiltekið að á jörðinni séu hvorki íbúðarhús né peningshús, ekkert hesthús, en fjárhús og heygeymsla „…gömul, mjög léleg, ónothæf.“
Önnur útihús eru ekki á jörðinni. Þar er gamalt tún, 2-3 ha., og nýrækt, ræktuð og nytjuð frá Gunnarshólma en ræktunarskilyrði léleg, „…flatlendar mýrar, óhentugar til nýræktar“. Um beitiland segir að sumarbeit sé góð í Mosfellsheiði og einnig vetrarbeit þegar snjólétt er og er þess getið að jörðin hafi síðustu árin verið notuð til slægna og beitar frá Gunnarshólma.
Samgönguaðstaða:
Ellidakot-224„Léleg heimreið frá Suðurlands-braut“ (Skýrsla um eyðijarðir 1963). Í Landamerkjabók Elliðakots frá 1890 segir að mörk jarðarinnar að sunnanverðu séu „…frá Vífilfelli niður Sandskeiðið niður fyrir Vatnasæluhús og svo eptir árfarinu fyrir súnnan Neðrivötn niður að þúfu sem stendur á Holtstanga fyrir neðan Neðrivötn, þaðan eins og ræður syðsta kvíslin af Fossvallaánni niður hjá Lækjarbotni fyrir sunnan Tröllbörn hjá Lækjarmóti niður hjá Hraúnsnefi og þaðan eptir sömú kvísl þar til hún fellur [í] Elliðaána við svokallað Heiðartagl.“
Að V- og N-verðu ræður síðan „Elliðaáin… …til austurs þar til Gudduós fellur í hana, og svo ósinn sem hann nær uppí Selvatn, og svo Selvatnið, sem það nær lengst til austurs þar sem Sellækurinn fellur í það, þaðan beina stefnu til suðausturs yfir heiðina í Lyklafell sem það er hæðst, og svo eptir árfari nú frá Lyklafelli til austurs uppað stefnú beint frá Borgarhólum í Vífilfell sem er takmörk Árnessýslu“.

Ellidakot-225

Ein tóft við Elliðakot er að öllum líkindum merkilegri an aðrar, sbr.: “Tóftir í hólnum voru skráðar árið 1982. Þær voru þá mjög ógreinilegar en skrásetjara virtist þær vera af húsum, görðum og jafnvel vegi. Þarna voru a.m.k. tóftir tveggja mannvirkja en að öðru leyti var erfitt að greina minjarnar eða sjá á þeim nokkra heildarmynd (Bjarni F. Einarsson).
Á Túnakorti Elliðakots frá 1916 eru útlínur bæjarrústa merktar inn á mitt túnið. Skrásetjari sem skoðaði gamla bæjarhólinn árið 1982 sagði hann vera um 130 m NNA vegarins (Bjarni F. Einarsson).
Í Örnefnalýsingu 1978 segir að bærinn hafi staðið undir Dyngju, norðan Lækjarbotna, í hvilft eða lægð sem heitir Nátthagi. Þar virðist að vísu vera átt við yngri bæinn sem var úr timbri og ekki er ljóst hvort hann hafi verið byggður á sama stað og gamli torfbærinn (Guðlaugur R. Guðmundsson).

Ellidakot-226

Tóftir í hólnum voru skráðar árið 1982. Þær voru þá mjög ógreinilegar en skrásetjara virtist þær vera af húsum, görðum og jafnvel vegi. Þarna voru a.m.k. tóftir tveggja mannvirkja en að öðru leyti var erfitt að greina minjarnar eða sjá á þeim nokkrar minjar. Af Túnakortinu má ráða að bærinn hafi verið byggður úr torfi og grjóti. Að sögn Karls Nordahls (f. 1898) var Elliðakot í eyði þegar afi hans byggði þar íbúðarhús úr timbri árið 1887 og hefur því verið hætt að nota gamla torfbæinn fyrir þann tíma.”

Ljóst er að nefnd fornleifaskráning er fyrir margra sakir ónákvæm og margt á eftir að koma í ljós varðandi Elliðakot við nánari rannsóknir á vettvangi; einkum það er lítur að upphaflegri nýtingu svæðisins (sjá nánar síðar).
Í Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1914, segir m.a.: “Nú veit enginn hvar Viðeyjarsel hefir verið, þar sem þeir, er sendir voru úr Hafnarfirði eftir Ögmundi biskupi að Hjalla, áðu áður en þeir lögðu á Ólafsskarð.

Ellidakot-233

En mér þykir líklegt að það hafi verið við Selvatn, rétt hjá þessum vegi, sem þar er sameiginlegur fyrir allar áðurnefndar leiðir, og að Elliðárkot  Helliskot (Elliðakot), hafi þá verið lítt bygt eða í eyði, og hið góða og mikla sumarbeitarland þess notað til beitar fyrir selfénað klaustursins”. Þess má geta að nefnt Viðeyjarsel var í Lækjarbotnum ásamt Örfiriseyjarseli. Sjást tóftir þeirra enn greinilega. Lækjarbotnaselið var um tíma notað frá Bessastöðum svo ekki er ólíklegt að Viðey hafi jafnframt haft selstöðu í Helliskoti.
Í Árbókinni 1923 segir um nafnið: “
Elliðákot (Helliskot). Nafnið Elliðakot er tekið upp fyrir nál. 40 árum, og nefna nú allir svo. Mun því réttast að láta það standa óhaggað, enda segja kunnugir menn, að enginn hellir sé þar nálægt, sem kotið gæti verið við kennt. Má vera, að Hellis- sé afbökun úr Elliða-, eins og Elliðaár afbökuðust í Hellirár”.

Heimildir:
-sbr. Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ, Þjóðminjasafnið 2006.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1914, bls. 13-14.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1923, bls. 33.

-Dipl. Isl. III: Diplomatarium Islandicum.
-Íslenskt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf, gjörnínga, dóma og máldaga og aðrar skrár, er snerta Ísland og íslenzka menn. Kaupmannahöfn og Reykjavík 1857 og áfr.
Fasteignabók. Löggilt af fjármálaráðuneytinu samkvæmt lögum nr. 3, 6. jan. 1938. Reykjavík 1942-1944.
-Fasteignabók I. Mat fasteigna í sýslum samkv. lögum nr. 33 frá 1955. Öðlast gildi 1. maí 1957. Reykjavík 1956-1957. Guðlaugur R. Guðmundsson.
-Örnefnalýsing Elliðakots og Vilborgarkots. Örnefnastofnun Íslands 1978.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Gullbringu-og Kjósarsýsla. Þriðja bindi. Reykjavík 1982.
-J. Johnsen. Jarðatal á Íslandi, með brauðalýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845, og skýrslum um sölu þjóðjarða í landinu. Kaupmannahöfn 1847.
-Landamerkjabók í afsals- og veðmálsbók fyrir Gullbringu-og Kjósarsýslu 1890. Ólafur Lárusson. „Nokkur byggðanöfn“. Byggð og saga. Reykjavík 1944.
-Skýrsla um eyðijarðir skv. fyrirmælum 53. gr. laga nr. 75 frá 1962, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum. – Ópr. 31.12.1963.
-Fornleifaskráning í Mosfellssveit 1980-1982. Skráningarbækur Þjóðminjasafns Íslands.
-Guðlaugur R. Guðmundsson. Örnefnalýsing kots og Vilborgarkots. Örnefnastofnun Íslands 1978.
-Túnakort Elliðakots í Mosfellssveit frá 1916.

Elliðakot

Elliðakot 2009.

Elliðakot

Jón Svanþórsson hefur verið óþreytandi að kanna gamlar götur og leiðir austan Reykjavíkur. Hér grandskoðar hann Elliðakotsmýrina.
dugguosmyri-1“Leiðin liggur frá Elliðakoti yfir Túnholtið og niður með stakan malarhól á hægri hönd sem Einbúi heitir og þaðan að Gudduósi (eins og Karl Norðdahl á Hólmi kallar hann, eða Dugguósi, eins og Tryggvi Einarsson í Miðdal vill kalla hann). Og síðan með honum um þurra bakka þar til komið er að vaði á ósnum. Í dag er vaðið nokkuð djúpt en grjót er í botni. Á vestari bakkanum er gata beint yfir mýrina (styttingur) sem hefur líkleg verið farin þegar mýrin var þurr. Ef ekki var fært yfir styttinginn hefur verið farið niður bakkana (nú eru tveir skurðir á leiðinni) og er þá komið á jarðbrú og sveigir þá leiðin frá bakkanum og stefnir vestur yfir mýrirna, en brúin verðu ógreinileg þegar þegar komið er að gamla farveginum á Augnlæk en ekki er rennsli í honum því hann rennur nú um skurðina sem áður var getið. Gatan liggur svo úr mýrinni um vatnsrof og á götur sem einnig voru dugguosmyri-2bæjargötur að Vilborgarkoti sunnan og vestan við Nónás á Hofmannaflatir. Leið liggur af götunni til vinstri á mill Litla-Nónás og ónefndar hæðar niður að landi sem Guðrún Jacobsen átti og kallaði Dal og þaðan á þjóðveg (frá 1885-7) á Heiðartagli norðan við brúna sem sett var á Hólmsá 1887(Rauðubrú). Gatan gæti hafa verið vagnavegur eftir breidd hans að dæma.
Ef ekki er farið yfir Gudduós á vaðinu er haldið áfram niður bakkann (nú eru yfir tvo skurði að fara) þar til komið er að jarðvegsbrú á læknum. Þegar yfir er komið er jarðbrú stuttan spöl og síðan er komið að leiðinni frá vaðinu. Götur halda áfram í norður að Augnlæk þar sem er komið á styttinginn og er þá beygt til vinstri og farið með gróf sem hefur hugsanlega verið stungið upp í jarðvegsbrýrnar (er líka við syðri götuna). Og þá er komið á götuna sem liggur að Hofmannaflötum.”

Kveðja Jón Svanþórsson.
P.s. Sendi myndir og kort í öðru skeyti.

Elliðakot

Elliðakot 2021.

Elliðakot

Í Alþýðublaðinu 1. nóv. 1963 fjallar Hannes á horninu m.a. um Elliðakot.

Elliðakot

Elliðakot.

“Um daginn vakti ég máls á því, að nýju elliheimili yrði valinn staður við Rauðavatn, og ræddi ég um þetta af tilefni þeirrar hugmyndar Gísla Sigurbjörnssonar að reisa smáhýsi við stærri elliheimili, sem aldrað fólk gæti fengið leigt eða að einhverju leyti til eignar en notið aðstoðar og fyrirgreiðslu starfseminnar í aðalbyggingunni. Hugmynd Gísla hefur nokkrum sinnum verið rædd opinberlega og ég minnist þess, að fyrir um tveimur áratugum minntist ég á svipað og þetta eftir að hafa kynnzt starfsemi fyrir aldrað fólk erlendis. Nú hefur mér verið bent á annan stað, sem gæti reynzt alveg eins heppilegur og við Rauðavatn, en það er jörðin Elliðakot, sem nú hefur verið í eyði í nokkur ár. Það var ræktað land og þar er fallegt vatn, skjólsamt og mátulega langt frá Reykjavík. Gott væri ef ráðamenn vildu athuga þessi mál. Elliheimili eiga ekki að vera inni í miðbiki borga. Þau mega heldur ekki vera langt í burtu. Rauðavatn og Elliðakot, virðast uppfylla flest skilyrði.”

Elliðakot

Elliðakot.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1914 fjallar Björn Bjarnason um örnefnin ofan Grafar, einkum þó hinar fornu þjóðleiðir.
“Eg hefi gert skrá yfir örnefni sem nú eru kunn á jörð þeirri, er eg hefi búið á nú síðastliðin 16 ár. Hún er sýnishorn af örnefnafjölda á einni jörð. Alt landið er nöfnum stráð. Verða mætti þetta öðrum til hvatningar er rita vildu slíka skrá fyrir jörð sína og þannig geyma örnefni hennar frá röskun og ef til vill glötun. Um notkun fornveganna má fræðast af rúnum þeim, sem hestafæturnir hafa rist á jörðina, þar sem tönn tímans eigi hefir til fulls afmáð þær eða útskafið, og sumstaðar hjálpa örnefnin til að skilja. Greinilegastar eru rúnir þessar sem spor í klappir, gatnafjöldi í grónu valllendi, sem ekki hefir legið undir árensli, og troðningar í móum. Þó þeir sé grónir aftur sjást göturnar af því, að þar eru geilarnar dýpri og beinni í sömu stefnu, en annarsstaðar. Í melum og lausagrjótsholtum má einnig finna fornvegina, stundum sem laut eða skoru, en þó einkum með því að athuga grjótið. Í götunni er það troðið, máðar af því nybbur líkt og brimsorfnu grjóti. Af því stafa litaskifti, sem sjást á því, þar sem umferð hefir verið, þó hún sé hætt fyrir löngu.

Austurleið

Austurleið.

Alla tíð síðan landið var bygt hlýtur umferð að hafa verið mikil milli austurhéraðanna annars vegar og sveita og hafna við sunnanverðan Faxaflóa hins vegar. Uppsigling kaupmanna hefir verið þar tíðari og sjávarafli vissari en á brimströndunum ofanfjalls, en aftur á móti betri landbúnaður eystra, og vöruskifti þvi mikil milli þessara staða. Hestar voru einu flutningatækin. Þó ferjur væru við stórárnar hafa menn heldur kosið að fara þær á vöðum, er þess var kostur. Flóann hafa menn forðast vegna foræðanna og hraunin vegna ógreiðfærni og járnafrekju. Aðalvegurinn austan að, úr Rangárvallasýslu, hefir verið fyrir ofan Flóann, Þjórsá farin á Nautavaði eða Kallaðarholtsferju. (Sá bær er nú nefndur Kaldárholt, sbr. Árbók Fornl.fl. 1907, bls. 36. Norðan við túnið þar er Naustanes og Skipaklettur við Þjórsá og bærinn er í stefnu við veginn norðan Flóans. Engin Kaldá er þar til, en hverir í Þjórsá við túnið). Síðan hefir vegurinn legið yfir Skeið, sunnan undir Vörðufelli, og þá ofan með Hvítá. Vegarskoran í Árhrauni og gatnafjöldinn á Brúnastaðaflötum ber vott um, að sá vegur hefir verið fjölfarinn, en nú er þar að eins bæjaslangurs-umferð. Hvítá hefur verið farin á ferjum eða vaðinu, sem Vaðnes dregur nafn af. En á Soginu var almenningsvað, oftast fært, yfir Álftavatn, fram um miðja næstliðna öld. Þaðan lá leiðin upp Grafning, Dyraveg og Mosfellsheiði til Almannadals. Þessi leið var einnig beinust fyrir þá, sem fóru Hvítá á Tunguvaði og út Tungur, eða á ferjum þar fyrir neðan alt að Laugardælum. Á allri þessari leið er aðeins ein brekka, svo teljandi sé, og hún ekki há, upp á Dyrafjöllin að austan hjá Nesjavöllum, lítið um votlendi og engin hraun nema stuttan spöl á tveim til þrem stöðum.

Sporið

Sporhellan ofan Dyradals.

Þenna veg hafa t. d. Skálholtslestirnar farið til Suðurnesja öldum saman, og hefir munað um sporin þeirra. Allstaðar er graslendi og hagar góðir með þessum vegi. Þar sem vegurinn liggur yfir Dyrafjóllin eru þau aðeins lítill háls með ásum og vellisdölum. Á einum ásnum verður að fara yfir hallandi klöpp, sem nefnd er Sporhella. Hefir myndast sporaslóð i bergið, efst fyrst, en sporin síðan stigist niður eftir klöppinni. Eru nú sporarákarnar með bálkum á milli orðnar um 2 fðm. að lengd (líkist tönnum í greiðu). Vegur þessi hefir nú lengi verið sjaldfarinn. Dyrnar, sem nafnið er dregið af, eru á veginum milli Dyradals og Skeggjadals; er rétt klyfjagengt milli standklettanna. Af vestasta ásnum blasir við útsýn yflr Faxaflóa og Nesin. Vestur eftir Mosfellsheiði sést enn dökk, breið rák eftir umferðina. Þar eru víðir mosamóar, sem margar götur hafa myndast í, og eru enn ekki að fullu grónar. Og þessi vegur hefir á fyrri öldum legið um Hofmannaflöt til Almannadals.
Önnur aðalleiðin austanað hefur verið út með sjó, sunnan Flóa, um Sandhólaferju og Óseyrarferju, og þeir, sem áttu leið vesturyfir heiði, hafa einkum farið Ólafsskarðsveg. Hann er því nær brekkulaus og hrauna. Hellisheiði og Lágaskarð hafa verið sjaldfarnari. Þeir vegir koma saman á Bolavöllum, »Völlum hinum efri« liggja norðan Svínahrauns, um »Völlu hina neðri«, og saman við Dyraveg hjá Lykla (Litla-?) -felli, og þar litlu neðar hefir Ólafsskarðsvegur einnig komið saman við þá. Nú veit enginn hvar Viðeyjarsel hefir verið, þar sem þeir, er sendir voru úr Hafnarfirði eftir Ögmundi biskupi að Hjalla, áðu áður en þeir lögðu á Ólafsskarð. En mér þykir líklegt að það hafi verið við Selvatn, rétt hjá þessum vegi, sem þar er sameiginlegur fyrir allar áðurnefndar leiðir, og að Elliðárkot (sögn er sú, að Gizur biskup hafi átt samleið með þeim „upp undir Hellisheiði” hendir til, að þangað hafi Dyra- og Ólafsskarðsvegir legið saman, eins og hefi hér bent á. Vegaskiftin eru vestast á heiðinni niður frá Lyklafelli; Viðeyjarsel hefir líklega verið litlu neðar, og þar gátu þeir hafa skilið) (Helliskot=Elliðakot), hafi þá verið lítt bygt eða í eyði, og hið góða og mikla sumarbeitarland þess notað til beitar fyrir selfénað klaustursins.

Austurleið

Austurleið.

Úr Almannadal hefir legið:
1) vegur til norðurs hjá Reynisvatni niður til veiðistöðvanna við sunnanverðan Kollafjörð, í Blikastaðagerði (þar sjást enn fiskbyrgin), Geldinganesi(?) og Gufunesi, og til verzlunar við kaupmenn, sem þar hafa legið á hinum góðu höfnum (t. d. Hallfreð vandræðaskáld á Leiruvogi), og til Viðeyjar;
2) vegur til vesturs um Árbæ til Seltjarnarness;
3) vegur til útsuðurs yfir Elliðaár á (Vatnsenda-) Skygnisvaði um Vatnsenda, Vífilsstaði til Hafnarfjarðar, Álftaness og suður með sjó;
4) vegur fyrir ofan Rauðhóla og sunnan Elliðavatn, er farinn hefir verið þá er Elliðaár þóttu torfærar á vöðunum fyrir neðan Vatn.

Hellisheiðarvegur

Hellisheiðarvegur – Lyklafell.

5) vegurinn austur frá öllum fyrrnefndum stöðum, sameiginlegur upp undir Lyklafell, hverja leið er svo skyldi fara austur yfir hálendið (= fjallið), eins og fyr segir. Einnig til selfara upp í heiðina; Nessel, frá Nesi við Seltjörn, var t. d. í Seljadal í Þormóðsdalslandi, Viðeyjarsel við Selvatn? o. s. frv. Þá hefir Almannadalur borið nafnið með réttu. En hvenær vegarstefnurnar hafa breyzt má sjálfsagt finna með sögurannsókn, sem eg hefi eigi hentugleika til. Það hefir líklega orðið um sama leyti sem stefnu Mosfellsheiðarvegarins var breytt og hann lagður um Seljadal. Þá hefir Dyravegur hallast norður saman við hann hjá Miðdal (Mýrdal?). Mosfellsheiðarvegur lá áður um Illaklyf sunnan við Leirvogsvatn og ofan Mosfellsdal. Í Illaklyfi eru djúp spor í klappirnar og vegurinn auðrakinn alla leið, þó sjaldan hafi farinn verið á síðari öldum. Á þeirri leið er Tjaldanes, þar sem Egill fyrst var heygður, (nú nefnt Víðiroddi).
Grafirnar, sem margt af bæjum á landi hér dregur nafn af, eru oft grónar, djúpar geilar eftir læki; svo er hér.
Það er allvítt svæði sem hér er kent við Hádegi, enda voru 4—5 bæir i »Grafarhverfinu« og hafa allir haldið hádegi þar, en lítið eitt mismunandi, sumir á hæðinni, aðrir á vörðunni, o. s. frv. Hér var bygt ból snemma á næstl, öld, og síðar fjárhús frá Gröf. Nú er þar greiðasöluhúsið »Baldurshagi«, er dálítill landblettur fylgir.
Hefir á síðari tímum verið nefnd Margróf (latmæli) og var ágreiningur um merki milli Grafar og Árbæjar. Nú er þetta lagfært og merkin ákveðin.
Norðlingaholt. Um uppruna þessa órnefnis er ókunnugt,  en mér þykir líklegt að það stafi af umferð Norðlinga þar. Þegar þeir fóru til Suðurnesja, lá leið þeirra um Mosfellsheiði og yfir Mosfellssveit. Á fyrri öldum var lítið að erinda til Reykjavíkur, sem þá var að eins eitt býli. Lá þá beinast við að slá sér á austanveginn hjá Rauðavatni; er örstutt úr Grafarvogi suður á hann, enda er enn sýnileg skýr fornvegarskora yfir Hádegismóa hjá Hádegisvörðu í þá stefnu, ótrúlega djúp til að geta verið heimilisgata frá Gröf, og að öllu leyti lítil ástæða til slíkrar umferðar þar þaðan.

Austurleið

Varða við Austurleið.

En hafi Norðlingar farið þá leið, lá vegur þeirra meðfram Norðlingaholti að austan og sunnan. Á suðurleið sást þar fyrst til ferða þeirra frá næstu bæjunum þar, Elliðavatni og Vatnsenda, Oddagerði (Oddgeirsnes ?) o. s. frv. Hér virðist reik og ruglingur kominn á örnefni. Oftast nefnt »suður í nesi« eða Odda. Í afskrift sem eg hefi af jb. Á. M. frá 1704 stendur: Oddageirsnes, forn eydi jörd, og hefur í auðn verið fyrir allra manna minni sem nú eru á life … . Meina menn ómögulegt aftur að byggja fyrer því að tún öll sem að fornu hafa verið eru upp blásin og komin í mosa«.
Frá Klapparholtsmóum gengur þarna mishæðóttur lyngmóahryggur suður í flatlendið, sem Elliðavatnsengjar eru á, og beygist Bugða fyrir hann, rennur fram með honum, og myndar þannig langt og eigi breytt nes eða odda. Syðst á oddanum er stór hóll eða holt, en í lægð norðan við hann hefir bær verið og fleiri byggingar. Eru þær rústir mjög fornlegar. Vestur frá þessu aðalnesi gengur lítið nes, slægnablettur, sem enn er nefnt Oddagerðisnes.
Þvert yfir nesið er afarforn girðing, frá Bugðu austan við Skygnirinn, vestur yfir norðanvert við hann, lítið eitt á ská til norðurs og vestur í ána aftur fyrir norðan Oddagerðisnes. Bæjarrústirnar standa suð-vestan undir Skygninum upp frá Oddagerðisnesi. Er líklegt að býlið hafi heitið Oddagerði (af garðinum yfir Oddann?), og hefi eg hér ritað örnefnin að nokkru leyti samkvæmt því. Mannvirkin þarna eru jafn-fornleg eins og á þingstaðnum við Elliðavatn.
Um Grafarkot segir í A. M.: »bygð upp að nýju fyrir 50 árum, þar menn meina að forn eyðijörd verið hafi, og hún fyrir svo löngum tíma í audn komin að fæstir vita hvað hún hafi til forna kölluð verið; eftir sögn eins gamals manns þykjast nokkrir heyrt hafa að þessi jörd hafl heitið Holtastadir«. Forn-rústirnar eru miklar um sig. Túnið hefir verið mikið stærra fyrrum og girt. Eru utan (á því “byggði Bened. heit. Sveinsson í fyrstu flóðstíflu sína til að veita á Elliðavatnsengjarnar, en hún sprakk, og hraut um leið af nesinu) við það afar-fornir (alsokknir) garðar og fjárbyrgi. Borgir og byrgi hafa víða verið hér, enda ætíð fremur á beit en gjöf að byggja fyrir sauðfé.
Sel hefir verið suð-vestan undir ásnum. Það er í Árbæjarlandi. _ ;.  Garður mikill hefir verið bygður út í Grafarvog frá báðum löndum, en líklega hafðir kláfar í miðju; þar er grjótið í  hrúgum, með skörðum í milli. Nú hefir safnast eyri að syðri garðinum svo að þar er nú sandtangi, en garðurinn sokkinn. Brekkan er upp frá honum. Í stórstraum fjarar út fyrir hann.
Eins og venjulegt er um fjölda örnefna, eru þau flest hér leidd af staðháttum og auðskilin. En þau, sem kend eru við menn (mannanöfn), veit nú enginn hvernig til eru komin, nema fáein er nýlega hafa myndast. – Grafarholti, 9. des. 1914.”

Í Tímanum í maí 1948 segir um Elliðakot:

Elliðakot

Elliðakot.

“Bær brennur Á föstudagskvöldið brann bærinn Elliðakot í Mosfellssveit til kaldra kola. Nær því engu af húsmunum og fatnaði var bjargað úr eldinum. Útihúsin tókst að verja vegna fádæma snarræðis með því að bera á þau vatn, sem sótt var úr mýri, þaðan skammt frá.”

Heimildir:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1914, Um örnefni eftir Björn Bjarnarson, bls. 9-16.
-Alþýðublaðið, 1. nóv. 1963, Hannes á horninu, bls. 2
-Tíminn, 103. tbl. 11.05.1948, bls. 8.

Elliðakot

Elliðakot.